Tarsem, leikstjóri myndarinnar The Cell, er hættur við að leikstýra kvikmyndinni Constantine, sem hann ætlaði að gera með Nicholas Cage í aðalhlutverki, vegna deilna við Warner Bros. kvikmyndaverið. Þeir vilja nefnilega ekki láta hann fá þann pening til að gera myndina sem hann telur sig þurfa og því ákvað hann að hætta. Illa gengur hjá Cage greyinu að leika í mynd byggðri á myndasögu, því eins og áður hefur verið sagt frá, þá hætti Steve Norrington (Blade ) við að leikstýra Ghost Rider sem einnig átti að vera með Cage í aðalhlutverki.
Tobey Maguire mun leika á móti Jim Carrey og Nicole Kidman í gamanmynd sem enn er ónefnd. Mun hann leika lækni Carreys, en látin kona Carreys snýr aftur sem draugur til þess að ásækja hann. Maguire mun fara beint í tökur á þessari mynd um leið og tökum á Spider-Man lýkur.
Leikstjórinn Ridley Scott ( Gladiator ), lét úr úr sér á dögunum að hann myndi hugsanlega leikstýra Alien 5, en það var einmitt hann sem leikstýrði fyrstu Alien myndinni. Enginn veit enn hvort hann er að grínast eða ekki.
Grínarinn Chris Rock (Dogma ) mun leikstýra og leika aðalhlutverkið í kvikmyndinni Head Of State. Hún fjallar um fyrsta svarta forsetaframbjóðandann í Bandaríkjunum og öllum þeim fíflalátum sem fylgja í kjölfarið. Ali LeRoi og Chris Rock skrifuðu handritið að myndinni, en Ali þessi var einn af handritshöfundunum við The Chris Rock Show sem sýndir voru í Bandarísku sjónvarpi.
Janusz Kaminski, leikstjóri myndarinnar Lost Souls, mun leikstýra myndinni Collateral, sem fjallar um leigubílstjóra sem kemst að því að hann er að ferja leigumorðingja frá einum morðstað yfir á annan. Engir leikarar hafa enn verið nefndir til sögunnar. Kaminski þessi er einna frægastur fyrir að vera kvikmyndatökumaður Steven Spielberg, og mun hann ekki byrja á þessari mynd fyrr en hann er búinn að taka upp Minority Report fyrir Spielberg, og Catch Me If You Can með Tom Hanks og Leonardo DiCaprio.
James Cameron hefur keypt réttinn á að kvikmynda bókina The Last Of The Amazons, með það í huga að framleiðslufyrirtæki hans, Lightstorm Entertainment, sjái um að gera hana. Ekki er enn ljóst hvort Cameron hefur sjálfur áhuga á að leikstýra myndinni sem fjallar um hóp stríðskvenna sem voru nálægt því að leggja undir sig Grikkland á öldum áður. Cameron hefur ekki leikstýr mynd frá því að hann sigraði heiminn með Titanic.
Jason Mewes, annar hluti tvíeykisins Jay and Silent Bob, hefur verið handtekinn. Hann braut skilorð sitt þegar hann var handtekinn með kókaín nú á dögunum. Enn er ekki ljóst hvaða refsing bíður hans.
Harrison Ford mun að öllum líkindum leika aðalhlutverkið í kvikmynd byggðri á ævi Fred Cuny. Cuny þessi var hjálparstarfsmaður sem ferðaðist til Tsetsjeníu (?) og ætlaði sér að hjálpa 400.000 eldri borgurum að flýja úr landi og hjálpa til við að semja um vopnahlé í þessu stríðshrjáða landi. Hann var síðan myrtur, að því talið er af tsjetsjenísku (?) leynilögreglunni.
Sylvester Stallone lét út úr sér á dögunum að hann hefði skrifað handrit fyrir Rocky 6. Ef myndin verður að veruleika, er Stallone opinberlega aumkunnarverðasti maðurinn í Hollywood.
Jet Li mun taka að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni Cradle To The Grave. Mun hann þá aftur vinna með ofurframleiðandanum Joel Silver (Lethal Weapon ), leikstjóranum Andrzej Bartowiak og rapparanum DMX, en þeir komu allir við sögu í kvikmyndinni Romeo Must Die. Fjallar þessi nýja mynd um lögguna Li, sem þarf að taka höndum saman með götuþorparanum DMX til þess að ná aftur stúlku sem glæpaforingi einn hefur rænt. Einnig þurfa þeir að koma í veg fyrir að glæpaforinginn nái demantafarmi einum sem gerir honum kleyft að taka yfir heiminn!!!!. Maður fær hausverk af svona söguþræði.
Sarah Michelle Gellar og kærastinn hennar, hann Freddie Prinze Jnr. munu ljá raddir sínar í nýjustu mynd mannsins sem skapaði Shrek, John H. Williams. Myndin nefnist Happily N´Ever After, og er byggð á einu af Grimmsævintýrunum. Fjallar hún um unga stúlku sem á í óhamingjusömu sambandi við prinsinn, meðan hennar eina sanna, og óþekkta ást vaskar upp diska í höllinni. Talað hefur verið um sumarið 2003 sem útgáfutíma á myndinni.
Benjamin Bratt mun líklega aðalhlutverkið í kvikmyndinni The Great Raid. Myndin, sem gerð er af Miramax stúdíóinu, gerist í síðari heimsstyrjöldinni og er byggð á sannsögulegum heimildum, fjallar um Col. Henry Mucci sem var vélvirki sem bjargaði yfir 500 stríðsföngum.
Alicia Witt ( Vanilla Sky ) mun leika í ónefndri rómantískri gamanmynd með Hugh Grant og Sandra Bullock. Lítið er vitað um söguþráðinn annað en að Witt mun leika laganema sem sér um mál Bullock. Bullock fer í mál við lagaskrifstofuna sem hún var rekin frá, en yfirmaður hennar sem rak hana er enginn annar en Grant.
Rapparinn Eve, mun koma fram í kvikmyndinni XXX sem Vin Diesel er með í smíðum. Í myndinni leikur einnig Samuel L. Jackson, en hún fjallar um íþróttakappa sem einnig er útsendari leyniþjónustunnar. Eve mun leika annan útsendara leyniþjónustunnar og mun einnig flytja titillag myndarinnar. XXX kemur í bíó vestra næsta sumar.
Orðrómur gengur nú um það að leikstjóri Charlie’s Angels, McG að nafni, muni leikstýra væntanlegri Superman mynd. Einnig eiga Jennifer Lopez, Cameron Diaz og Catherine Zeta-Jones allar að hafa beðið um hlutverk Lois Lane. Sjáum til með þennan.
Samkvæmt heimildum á aðalleikkonan í bandarísku sjónvarpsþáttunum Alias, að hafa náð sér í hlutverk Elektru í væntanlegri kvikmynd um Daredevil með Ben Affleck í aðalhlutverki. Dama þessi heitir Jennifer Garner og er víst í hörkuformi og kann að slást eins og motherf!$r.
Brad Pitt staðfesti nýlega að hann væri að leika í nýjustu kvikmynd snillingsins Darren Aronofsky ( Requiem for a Dream ) en hún nefnist The Last Man og er vísindaskáldsaga. Einnig sagði hann að ólíklegt væri að hann myndi taka að sér aðalhlutverkið í nýjustu mynd David Fincher Seven ) sem ber heitið Seared. Brad Pitt og George Clooney virðast hafa einstakt lag á að finna réttu leikstjórana og svölustu hlutverkin.
Vegna slæms gengis kvikmynda John Travolta ( Battlefield: Earth nýlega, tók hann upp á því að berjast fyrir gerð framhalds af kvikmyndinni The General’s Daughter, en það er eina myndin hans undanfarin ár sem getur talist vera smellur. Lítur út fyrir að honum verði að ósk sinni því höfundur bókarinnar er að gefa frá sér framhaldið sem nefnist Up Country: General´s daughter 2. Og þetta heldur hann að muni bjarga ferlinum, guð minn góður.