Náðu í appið
85
Öllum leyfð

The Nutty Professor 1996

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Inside Sherman Klump, a party animal is about to break out.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 62
/100
Vann Óskarsverðlaun og BAFTA fyrir förðun. Eddie Murphy tilnefndur til Golden Globe fyrir leik sinn og vann Blockbuster Entertainment Awards.

Sherman Klump er ótrúlega feitur og góðhjartaður maður. Hann er háskólaprófessor og er um það bil að gera stórmerka uppgötvun í endurröðun efðaefnis, DNA, þegar hann hittir aðdáanda sinn, Carla, sem er nýr kennari í skólanum hans Klumps. Hann er sem dáleiddur af henni, en finnur þó til minnimáttarkenndar vegna útlits síns. Hann ákveður því að prófa... Lesa meira

Sherman Klump er ótrúlega feitur og góðhjartaður maður. Hann er háskólaprófessor og er um það bil að gera stórmerka uppgötvun í endurröðun efðaefnis, DNA, þegar hann hittir aðdáanda sinn, Carla, sem er nýr kennari í skólanum hans Klumps. Hann er sem dáleiddur af henni, en finnur þó til minnimáttarkenndar vegna útlits síns. Hann ákveður því að prófa nýja lyfið sem hann er að þróa á sjálfum sér. Hann breytist umsvifalaust í kyntröllið og glaumgosann Buddy Love, sem setur verður til þess að flækja ástarlífið meira og meira. ... minna

Aðalleikarar


The Nutty Professor er endurgerð á 1963 klassíkinni þar sem Jerry Lewis var í hlutverki prófessorsins. Í þetta skipti skartar myndin grínsnillingnum Eddie Murphy. Ég næ ekki af hverju fólk rakkar þessa mynd niður, miðað við það hversu mikil snilld hún er. Hér sýnir Eddie Murphy snilldartakta í öllum þeim 7 gervum sem hann bregður sér í. Persónulega var ég að fíla túlkun hans á ömmu og pabba Shermans langbest. Svo er húmorinn í myndinni algjör snilld: You want your cologne cleansed? Fine, I'm gonna clean mine(Fart).








Lokaniðurstaða: Snilldargamanmynd sem er hægt að hlægja að aftur og aftur. Skylduáhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er alveg ógeðslega ílla gert,hrillilega ófyndið,ílla leikið klisjukennt asnalegt Hollywood drasl ekki horfa á þetta drasl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hér erum við að ræða um eina ágæta skemmtilega grínmynd með Eddie Murphy sem heitir nutty proffesor. Hún er skemmtileg og hefur húmorinn í lagi(stundum of heimskulegan). Myndinn fjallar um það feitur próffesor að Nafni Sherman Klump(Eddie Murphy) sem er alltaf að prófa eitthvað nýtt efni. Einn daginn býr hann til drykk sem breytir hann Sherman í ungan,mjóan,frekan...í öðru orði nýjan mann. Hann getur ekki lengi verið svona og til þess að verða meira yngri þarf hann að drekka meira af þessu efni. Ég man ekki alveg því að það er svo rosalega langt síðan að ég sá nú þessa mynd. Mér fannst nú flestir leikararnir standa sig og mér finnst nú að Nutty Proffesor eiga skilið tvær og hálfa stjörnur. Það er líka ótrúlega góður búningur á þessu með að sjá Eddie feitan eins og kana er eiginlega bara fyndið og líka þá leikur hann eiginlega alla Klump fjöldskylduna. Þetta voru orð mín á Nutty Proffesor. Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Eddy Murphy sýnir ekki sitt besta í þessari mynd en leikur þetta samt vel. Hún fjallar um feitan prófessor (Eddy Murphy)sem þjáist af geðklofa og reynir að finna upp drykk ti að grennast en hann verður bara enn ruglaðri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi stæling á sögunni um dr. Jekyll og hr. Hyde er í raun endurgerð af samnefndri gamanmynd með Jerry Lewis, sem gerð var árið 1963. Árangurinn er nokkuð mistækur en samt má hafa gaman af ýmsu í myndinni. Eddie Murphy tekst ágætlega upp í hlutverkum spikfeita prófessorsins, sem gerir tilraunir sínar á sjálfum sér, og skrautlegra fjölskyldumeðlima hans, en Viperinn stelur samt senunni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn