Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Þegar galdramaðurinn og ógnvaldurinn Gellert Grindelwald sleppur úr haldi og byrjar að safna liði til að geta komið valdasjúkum áformum sínum í framkvæmd fær Albus Dumbledore Newt Scamander til að fara í málið ásamt vinum sínum því fyrirætlanir Gellerts verður að stöðva – hvað sem það kostar.
Útgefin: 25. mars 2019
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Steve McQueen
Söguþráður Þrjár konur sem eiga það sameiginlegt að hafa orðið ekkjur þegar eiginmenn þeirra voru drepnir við ránstilraun sjá sína sæng uppreidda þegar glæpaforinginn Jamal Manning krefur þær um milljónir dollara sem hann segir að eiginmenn þeirra hafi skuldað sér. En í stað þess að leggja árar í bát og verða við kröfum Jamals ákveða konurnar að snúa vörn í sókn með aðstoð fjórðu konunnar sem einnig skuldar Jamal fúlgur fjár.
Útgefin: 28. mars 2019
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Maya er komin á fimmtugsaldur og er föst í láglaunavinnu í stórmarkaði enda hefur hún hvorki menntun né reynslu til að geta sótt um betur launuð störf og finnst eins og hún sé í blindgötu með líf sitt. Dag einn breytist allt þegar einkarekið fjármálafyrirtæki býður henni fyrir misskilning hálaunað starf. Reyndar er ekki um alveg tóman misskilning að ræða því eiginmaður bestu vinkonu Mayu hafði tekið upp á því að falsa bæði ferilskrá hennar og samfélagsvefi auk þess að sækja um vinnuna fyrir hana. Maya veit því ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar hún er kölluð í viðtal en ákveður að láta reyna á svindlið þegar á hólminn er komið. Eins og gefur að skilja lendir hún fljótlega í miklum vandræðum í starfinu enda eru miklar kröfur gerðar til hennar, kröfur sem hún í fyrstu hefur ekki hugmynd um hvernig á að mæta. En eftir því sem mótlætið verður meira því ákveðnari verður Maya að leggja ekki árar í bát, ná tökum á starfinu og sýna um leið hvað í henni býr ...
Útgefin: 28. mars 2019
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn David Victori
Söguþráður Þegar Monica kemst að því að dóttir hennar sé dauðvona, grípur hún til örþrifaráða til að bjarga henni.
Útgefin: 28. mars 2019
Drama
Leikstjórn Bill Purple
Söguþráður Arkitektinn Henry Herschel verður fyrir gríðarlegu áfalli þegar eiginkona hans, Penny, lætur lífið í bílslysi. Eftir að hafa púslað sér saman á ný ákveður hann að leggja allt sitt í að verða við síðustu ósk Pennyar ... að aðstoða heimilislausa stúlku við að byggja sér fleka til að sigla á yfir Atlantshafið.
Útgefin: 29. mars 2019
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Jim Hosking
Söguþráður Brothætt samband hjónanna Lulu og Shane Danger klofnar í tvennt þegar dularfull persóna úr fortíð Lulu kemur til bæjarins til að halda eina sýningu á einhverju sem enginn nema hann veit hvað er – og kannski Lulu. Grín- og glæpafarsinn An Evening with Beverly Luff Linn fjallar um vægast sagt stórfurðulegar persónur sem taka upp á stórfurðulegum hlutum af stórfurðulegum ástæðum. Eins og það hafi ekki verið nógu slæmt þegar Shane rak Lulu úr vinnu í stað ónytjunganna tveggja sem enn vinna hjá honum þá versnar staða hennar verulega þegar Beverly Luff Linn mætir á svæðið, en hann er sennilega gamall elskhugi hennar. Hún afræður því að ráða vonlausan leigumorðingja að nafni Colin til að leigja með sér herbergi á hótelinu sem Beverly er á með það að markmiði að senda hann yfir móðuna miklu áður en eitthvað fer illa úrskeiðis ...
Útgefin: 29. mars 2019
Barnamynd
Söguþráður Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
Útgefin: 29. mars 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Travis Knight
Söguþráður Sagan segir upprunasögu vélmennisins Bumblebees. Hin átján ára gamla Charlie Watson er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að nurla saman fyrir gamalli Volkswagen-bjöllu sem hún finnur í bílakirkjugarði og er eins og fyrir einhverja töfra enn gangfær. Staðráðin í að gera bílinn upp eftir bestu getu fer Charlie með bjölluna heim í bílskúr foreldra sinna þar sem hún á eftir að uppgötva sér til mikillar undrunar að þessi bíll er langt frá því að vera eins og aðrir bílar. Í raun er þetta vélmennið Bumblebee sem er í felum og á flótta, bæði undan sérsveitarmönnum svo og öðrum vélmennum utan úr geimnum ...
Útgefin: 3. apríl 2019
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Hin hugrakka Lotte lendir í ævintýrum með frænda sínum Klaus, og saman ráða þau gátuna um steinana þrjá, sem hettuklæddu verurnar eru að reyna að ná í.
Útgefin: 4. apríl 2019
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Ben Stiller
Söguþráður Myndin fjallar um Steven Kovacs og mann sem birtist einn góðan veðurdag í íbúðinni hans og heimtar að fá að vera besti vinur hans, hvað sem það kostar. Þetta hófst þegar Steven var nýhættur með kærustunni sinni og var að flytja í nýja íbúð. Hann langaði til að fá sér áskriftarsjónvarp og vinur hans benti honum á heillaráð til að græða í þeim viðskiptum. Ráðið er að bjóða manninum sem kemur til að tengja kapal áskriftarsjónvarpsins upp á svört viðskipti. Hann fái peninga og Steven í staðinn ókeypis áskrift. En það er þegar fundum Stevens og sendimanns kapalsjónvarpsins ber saman sem örlög arkitektsins unga ráðast. Steven á eftir að komast að því að það er ekkert til sem heitir ókeypis áskriftarsjónvarp. Þessi náungi frá kapalsjónvarpinu er algjör plága. Hann vill enga 50 dollara, hann vill bara að þeir Steven verði bestu vinir og í hans huga er nei ekkert svar.
Útgefin: 5. apríl 2019
GamanmyndDrama
Söguþráður Collin þarf að komast í gegnum síðustu þrjá dagana á skilorðinu, til að eiga möguleika á því að byrja nýtt líf. Hann og vandræðagemsinn, æskuvinur hans, Miles, vinna sem flutningamenn, og horfa upp á gamla hverfið sitt breytast í vinsælt tískuhverfi.
Útgefin: 5. apríl 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann. Í þeim efnum hefur hann rangt fyrir sér því hann er bara einn af nokkrum sem geta kallað sig því nafni. Að því kemst Miles þegar hann kynnist hinni framandi Spider-Manveröld þar sem köngulóarmenn, köngulóarkonur og köngulóardýr hafast við og eru öll gædd sömu ofurhæfileikunum. Þeirra á meðal er Peter Parker sem tekur Miles í kennslustund í sveiflutækninni áður en hann hittir allar hinar köngulóarútgáfunar, þar á meðal Gwen Stacy, svarta köngulóarmanninn og Spider-Ham, sem er í raun svín. Úr þessu öllu verður heljarinnar ævintýri, spennandi og mjög fyndið, þar sem hersingin þarf að takast á við glæpakónginn þykka, Wilson Fisk, sem síðast lét á sér kræla í nýjasta Spider-Man-tölvuleiknum.
Útgefin: 5. apríl 2019
Drama
Leikstjórn Peter Hedges
Söguþráður Ben Is Back segir frá ungum manni, Ben Burns, sem var bæði djúpt sokkinn og hætt kominn vegna eiturlyfjafíknar og glæpa sem hann framdi til að fjármagna fíkn sína áður en honum tókst að rétta sig af á meðferðarstofnun. Myndin hefst á jóladag þegar Ben kemur óvænt heim í jólafrí þar sem m.a. móðir hans tekur á móti honum. Þótt hún sé auðvitað fegin að það sé í lagi með son sinn og að hann sé edrú er hún jafnframt dauðhrædd um að hann falli á ný. Á þann ótta slær ekki þegar hún kemst að því að einn af fyrrverandi dópfélögum Bens telur hann skulda sér peninga sem hann verði að greiða, ef ekki með peningum þá með öðrum hætti.
Útgefin: 5. apríl 2019
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Myndin segir frá blaðakonunni Gísellu Dal sem býr ein í stóru húsi ömmu sinnar í Vesturbæ Reykjavíkur og ákveður að leigja út herbergi í því til að ná endum saman. Úr verður að þær Marisol frá Kólumbíu og Abeba frá Úganda flytja inn, en þeirri síðarnefndu fylgir sjö ára dóttir, Luna. Til að byrja með gengur sambúð kvennanna vel en með tímanum fara alls kyns uppákomur að spilla fyrir, bæði menningartengdir árekstrar svo og deilur vegna þess að Gísella er stöðugt að setja leigjendum sínum nýjar og bindandi reglur ...
Útgefin: 5. apríl 2019
Teiknimynd
Söguþráður Ótrúleg saga um risastóra peru segir frá vinunum Sebastian sem er fíll og kisustelpunni Mithco sem dag einn veiða flöskuskeyti í höfninni frá týndum bæjarstjóra bæjarins sem þau búa í, en flaskan sem skeytið var í inniheldur einnig stórt fræ sem vinirnir planta að sjálfsögðu í mold og uppskera fyrir vikið risastóra peru. Fyrir gráglettni örlaga og tilviljana fer svo að þau leggja svo ásamt prófessor Glúkos upp í langferð yfir úthafið í perunni eftir að hafa útbúið hana sem bát. Á leiðinni lenda þau í vondum veðrum, hitta sjóræningja, drauga, drekaskip og margt fleira áður en þau finna loksins eyjuna þar sem bæjarstjórinn er.
Útgefin: 5. apríl 2019
DramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Anders Walter
Söguþráður Hin tólf ára gamla Barbara Thorson flýr raunveruleikann og býr í ímyndaðri veröld, þar sem ævintýri og galdrar eru daglegt brauð, og hún berst við risa. Fjölskylda hennar á erfitt með að skilja hana, skólafélögunum líkar ekki við hana, og hún fer í taugarnar á kennurunum. En ný stelpa, Sofia, vill verða vinkona hennar.
Útgefin: 5. apríl 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Andrés Couturier
Söguþráður Terry er unglingspiltur sem hefur alist upp hjá ömmu sinni í London þar sem hún rekur skemmtigarð. Þegar fjárhagsörðugleikar eru við það að setja skemmtigarðinn á hausinn gerist nokkuð óvænt og Terry er fyrir töfra fluttur yfir í ævintýraheim þar sem hann fær það verkefni að bjarga prinsessu og stöðva hinn göldrótta Grama, en hann hefur ákveðið að banna alla hamingju í veröldinni. Það má honum auðvitað ekki takast!
Útgefin: 11. apríl 2019
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Adam Robitel
Söguþráður Sex ungmenni sem þekkjast ekki innbyrðis fá dag einn senda litla gestaþraut sem reynist, þegar hún hefur verið leyst, innihalda boð um að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma og keppa þar um milljón dollara við að leysa aðra stærri þraut. Það sem þau vita ekki og komast ekki að fyrr en það er um seinan er að nái þau ekki að leysa þrautina munu þau deyja.
Útgefin: 12. apríl 2019
Spennutryllir
Leikstjórn Wilson Coneybeare
Söguþráður Tveir menn eru hlekkjaðir niðri í kjallara. Ræningi þeirra, sem hótar að drepa þá innan dagsins, hefur beint að þeim myndavélum og streymir myndum af þeim út á internetið - og breytir þessu í réttarhald á netinu þar sem áhorfendur verða kviðdómarar.
Útgefin: 12. apríl 2019
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Tommy Wirkola
Söguþráður Í framtíðarheimi þar sem aðeins eitt barn er leyft í hverri fjölskyldu vegna offjölgunar mannkyns, þá þurfa eineggja sjöbura systur að berjast fyrir lífi sínu, og lifa í felum, þegar ríkisstjórnin vill svæfa þær svefninum langa. Þær voru aldar upp af afa sínum og heita mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur, fimmtudagur, föstudagur, laugardagur og sunnudagur. Þær mega fara út einu sinni í viku hver, en þá sem sama persónan, en geta aðeins verið þær sjálfar heima hjá sér. En dag einn skilar Mánudagur sér ekki heim.
Útgefin: 12. apríl 2019