Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður A Quiet Place gerist í náinni framtíð þegar einhvers konar óvættir hafa náð jörðinni á sitt vald og útrýmt meirihluta mannkyns. Þeir sem eftir lifa eru í bráðri lífshættu og þurfa að gæta þess að gefa ekki frá sér nein hljóð því ef þau gera það þá ráðast þessi skrímsli á þau. En hvernig er hægt að lifa án þess að gefa nokkurn tíma frá sér hljóð? Svar: Það er ekki hægt.
Útgefin: 18. júlí 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Myndin gerist í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar og segir frá hinni mállausu verkakonu Elisu sem sinnir þrifum í leynilegri rannsóknarstöð í Bandaríkjunum þar sem dularfull vatnavera í mannsmynd hefur verið hýst og rannsökuð. Elisa heillast af þessari sérstöku veru og vingast við hana á afar sérstakan hátt. Þegar hún uppgötvar að líf vatnaverunnar kunni að vera í hættu ákveður hún að nema hana á brott úr rannsóknarstöðinni og koma henni til sjávar svo hún geti synt til síns heima. Brottnámið heppnast með aðstoð samstarfskonu Elisu, Zeldu, en eins og búast mátti við er yfirmaður þeirra, Richard Strickland, síður en svo ánægður með framtakið og í gang fer bæði spennandi og heillandi atburðarás ...
Útgefin: 20. júlí 2018
RómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Michael Sucsy
Söguþráður Hér segir frá hinni 16 ára gömlu Rhiannon sem verður ástfangin af persónu – eða sál – sem vaknar á hverjum degi í öðrum líkama en hún var í í gær. Sálin sem um ræðir og flakkar á milli líkama á 24 klukkustunda fresti nefnist einfaldlega A. Hún á sínar eigin minningar en um leið og hún yfirtekur nýjan líkama tengist hún um leið við allar minningar þess sem á hann þannig að aðstæður hans – eða hennar – koma A aldrei á óvart.
Útgefin: 20. júlí 2018
Drama
Leikstjórn Jacob Bitsch
Söguþráður Janus er 21 árs gamall og hefur undanfarin fjögur ár dvalið á geðspítala þar sem hann hefur tekist á við geðklofa og fleiri geðraskanir. Þegar hann er útskrifaður kemst aðeins eitt að í huga hans og það er að hafa uppi á Aminu. Amina er fyrrverandi skólafélagi Janusar og á meðan hann glímdi við verstu einkenni sjúkdóma sinna hafði hún skrifað honum mörg hughreystandi bréf sem segja má að hafi verið það eina sem hann lifði fyrir. Dag einn hættu bréf frá Aminu hins vegar að berast og nú þegar Janus er frjáls kemst ekkert annað að hjá honum en að finna hana, enda telur hann að hún kunni að vera í lífshættu ...
Útgefin: 20. júlí 2018
RómantískDramaSpennutryllir
Leikstjórn Wim Wenders
Söguþráður John Moore er skoskur útsendari bresku leyniþjónustunnar sem hefur verið tekinn höndum af sómölskum jihadistum og bíður nú örlaga sinna í gluggalausum klefa. Á sama tíma er djúpsjávarljósmyndarinn Danielle Flinders á leiðinni niður á botn Grænlandshafs til að taka myndir. Á þessari örlagastundu í lífi þeirra beggja sameinast hugur þeirra í upprifjun á þeirra fyrstu kynnum, atburðarásinni eftir það og ákvörðununum sem leiddu þau í sporin sem þau eru í núna ...
Útgefin: 20. júlí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Steven S. DeKnight
Söguþráður Nokkur ár eru liðin síðan Stacker Pentecost og mönnum hans tókst að ráða niðurlögum síðasta Kaiju-skrímslisins og loka fyrir gátt þeirra á botni Kyrrahafsins. Það verður því uppi fótur og fit þegar í ljós kemur að einhver hefur opnað gáttina aftur og að yfirvofandi er ný árás enn öflugri skrímsla en áður.
Útgefin: 23. júlí 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Tarik Saleh
Söguþráður Þegar kona að nafni Lalena er myrt á hótelherbergi í Kaíró er lögreglumaðurinn Noredin fenginn til að rannsaka málið. Hann finnur fljótlega vísbendingar sem tengja hina myrtu við þekktan fasteignasala en er þá fyrirskipað að hætta rannsókninni því lát Lalenu hefur verið úrskurðað sem sjálfsmorð. Myndin gerist í aðdraganda þess að Hosní Mubarak og stjórn hans var felld í febrúar árið 2011, og lögreglumaðurinn Noredin er einn þeirra sem notið hafa góðs peningalega af gríðarlegri spillingu innan valdastofnana, en er nóg boðið þegar honum er sagt að hætta rannsókninni á morðinu. Þvert á þau fyrirmæli ákveður hann að rekja slóðina sem hann hefur fundið þótt honum megi vera ljóst að þar með er hann e.t.v. að undirrita sína eigin aftöku ...
Útgefin: 27. júlí 2018
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Simon West
Söguþráður Þegar breska leyniþjónustan uppgötvar að rússneskur hryðjuverkamaður hefur komist yfir öflugt og stórhættulegt vopn og hyggst nota það til að fremja hryðjuverk í London er John Stratton fenginn til að redda málunum.
Útgefin: 27. júlí 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
Útgefin: 27. júlí 2018
HrollvekjaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Tveir bræður fá dularfull myndbandsskilaboð sem hvetja þá til að heimsækja á ný geimveru - sértrúarsöfnuð sem þeir sluppu frá fyrir áratug síðan. Þeir vonast til að ná að sátt við sjálfa sig, sem þeir fundu aldrei sem ungir menn, og neyðast til að endurhugsa skilaboð safnaðarins, þegar þeir verða vitni að ótrúlegu fyrirbæri sem umlykur búðirnar.
Útgefin: 3. ágúst 2018
Spennutryllir
Leikstjórn Arto Halonen
Söguþráður Ótrúlegustu dáleiðsluglæpir sögunnar, verða til þess að rannsakandi og dáleiðslulæknir, sogast inn í sálfræðilega flækju.
Útgefin: 3. ágúst 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Ready Player One gerist árið 2045 þegar alvarlegur orkuskortur og loftslagsbreytingar hafa haft neikvæð áhrif á líf flestra jarðarbúa. Við kynnumst hér hinum unga Wade Watts sem eins og milljónir annarra býr við kröpp kjör í Oklahómaborg. Til að gefa hversdagslífi sínu tilgang flýr Wade ásamt öllum öðrum sem það geta inn í tölvuveröldina Oasis eins oft og hann getur og leitar þar m.a. vísbendinga um hvar skapari Oasis, James Halliday sem lést fimm árum fyrr, hafi falið svokallað „páskaegg“, en James hafði lofað þeim sem fyndi það fullum yfirráðum yfir Oasis og öllum sínum eigum sem eru metnar á 500 milljarða dollara. Til að finna eggið þarf samt fyrst að finna vísbendingarnar sem eru í formi þriggja „lykla“. Dag einn uppgötvar Wade, sem notar nikkið Parzival þegar hann er í Oasis-heiminum, hvar fyrsta lykilinn að leyndardóminum er að finna. Upp frá því breytist líf hans og tilvera hans algjörlega og á þann hátt sem hann hefði sjálfur aldrei getað ímyndað sér ...
Útgefin: 6. ágúst 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Þegar þau Lisa, Mitchell og Hunter uppgötva að dætur þeirra, Julie, Kayla og Sam, hafa bundist samkomulagi um að missa meydóminn eftir útskriftarball menntaskólans ákveða þau að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir það.
Útgefin: 9. ágúst 2018
GamanmyndRómantísk
Söguþráður Þegar hinn hrokafulli og gjörspillti milljónamæringur Leonardo fellur út af snekkju sinni eina nóttina og skolar síðan minnislausum í land ákveður fyrrverandi ræstitæknir hans, Kate, að nýta sér aðstöðuna og telja honum trú um að þau séu hjón. En hrekkurinn á fljótlega eftir að vinda upp á sig ...
Útgefin: 9. ágúst 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Bróðir Marlo, þriggja barna móður, reddar fyrir hana barnapíu sem á að passa krakkana yfir nótt, þar á meðal eitt nýfætt. Marlo og barnfóstran Tully, sem er að mörgu leiti óvenjuleg, tengjast einstökum böndum.
Útgefin: 10. ágúst 2018
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Jake Helgren
Söguþráður Þegar hin metnaðargjarna blaðakona Allie Rusch er ráðin til hefnigjarna útgefandans Vivian Cartwright, til að hjálpa til við að kveikja ástareld milli popplistamannanna Caleb Greene og Carson Peet, í skiptum fyrir góða frétt, þá áttar Allie sig fljótt á því að Caleb er orðinn skotinn í henni. Núna togast á í henni framinn í blaðamennskunni, og sífellt sterkari tilfinningar hennar til Caleb.
Útgefin: 10. ágúst 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Henrik Ruben Genz
Söguþráður Jens og bræður hans búa saman í Risskov, úthverfi Aarhus í Danmörku. Fjölskyldufaðirinn og sálfræðingurinn, og sjálfskipaður Guð, Uffe, stjórnar öllu, íklæddur slopp og nærbuxum. Friðurinn er úti þegar Uffe ákveður að skrifa æviminningar sínar. Heimilið er verður skyndilega undirlagt af sjúklingum Uffe, sem bæði vilja veita honum stuðning sinn, og drekka með honum. Synirnir þrír verða óöruggir, og móðirin Lillian, gerir hvað hún getur til að halda fjölskyldunni saman. Ef sonunum á að takast að brjótast undan ofríki föðurins og verða fullorðnir, þá verður að koma til uppgjör við sjálfan "Guð".
Útgefin: 10. ágúst 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ísold Uggadóttir
Söguþráður Hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.
Útgefin: 16. ágúst 2018
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Haifaa Al-Mansour
Söguþráður Hennar mun alltaf verða minnst sem rithöfundarins sem skapaði Frankenstein, en saga Mary Shelley og sköpunarverks hennar, er nærri jafn ævintýraleg og skáldskapurinn hennar. Hún ólst upp hjá föður sínum sem var þekktur heimspekingur á 19. öld í London, sem Mary Wollstonecraft Godwin. Hún var átti sér draum um sigra heiminn, en hitti þá Percy Shelley, og þar með byrjaði ástarsamband sem var blanda af ástríðum og harmi, sem breytti Mary og varð henni innblástur að því að skrifa meistaraverk sitt.
Útgefin: 17. ágúst 2018
RómantískDramaStríðsmynd
Leikstjórn Radu Mihaileanu
Söguþráður Saga bókar sem talin var löngu glötuð, en birtist aftur á dularfullan hátt, og tengir saman eldri mann sem leitar sonar síns, og unga stúlku sem leitar ráða við einmanaleika móður sinnar.
Útgefin: 17. ágúst 2018