Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Luc Besson
Söguþráður Eftir að hafa lifað saman í sátt og samlyndi um margra alda skeið ógna nú ókunn öfl lífi íbúa í borginni Alpha, borg hinna þúsund pláneta, og þau Valerian og Laureline hafa aðeins tíu klukkustundir til að bjarga henni frá endanlegri eyðingu. Sagan gerist á 29. öld þegar viti bornar verur alheimsins geta auðveldlega ferðast í gegnum tíma og rúm. Vinsælasti áfangastaðurinn er borgin Alpha sem nefnd er borg hinna þúsund pláneta vegna þess að þar eru saman komnar verur frá öllum byggðum plánetum vetrarbrautanna, þar á meðal maðurinn frá plánetunni Jörð. Þessum verum hefur að mestu tekist að búa saman í sátt og samlyndi í nokkrar aldir og því bregður öllum í brún þegar óþekkt öfl gera árás á Alpha. Strax verður ljóst að árásin ber með sér gereyðingarógn og við henni verða þau Valerian og Laureline að bregðast í snatri, en þau eru nokkurs konar lögreglumenn 29. aldarinnar. Tekst þeim að finna hver það er sem stendur að bak árásinni og stöðva viðkomandi áður en það verður orðið of seint?
Útgefin: 23. nóvember 2017
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Aisling Walsh
Söguþráður Sönn saga eins þekktasta listmálara Kanada, Maud Lewis, sem heillaði landa sína með litríkum náttúru- og dýramyndum sem hún seldi fyrir framan litla húsið sem hún bjó í ásamt eiginmanni sínum í bænum Digby í Nova Scotia. Maud, eða Maudie eins og hún var ætíð kölluð, fæddist árið 1903 og lést árið 1970, 67 ára að aldri. Frá unglingsaldri stríddi hún við slæma gigt sem gerði henni erfitt um gang en aftraði henni ekki frá því að mála myndir af því sem í kringum hana var hverju sinni. Lífshlaup hennar er stórmerkilegt og þá ekki síður lífshlaup eiginmannsins Everetts.
Útgefin: 23. nóvember 2017
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Jon Brewer
Söguþráður Heimildarmynd um Mick Ronson sem átti stóran þátt í að skapa gítarsándið sem einkenndi glamrokk-tímabilið á ferli Davids Bowie, en Mick var gítarleikari sviðshljómsveitar Bowies, The Spiders From Mars. Mick Ronson fæddist í maí árið 1946 í Hull í Bretlandi og lést langt um aldur fram vegna krabbameins í lifur, aðeins 46 ára gamall árið 1993. Í myndinni er farið yfir feril Micks, bæði sem sólólistamanns og sem aðstoðarmanns annarra og rætt við fjölda fólks sem þekkti hann vel.
Útgefin: 23. nóvember 2017
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Mæja býfluga er svo forvitin að hún flutti úr býflugnabúinu sínu til að geta skoðað allan heiminn með bestu vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max. Mæja býfluga elskar frelsið og býr nú í rjóðri þar sem hún flýgur á milli sveppahattanna, lendir í alls konar ævintýrum ásamt vinum sínum, uppgötvar nýja hluti á hverjum degi og hvílir sig á næturnar í blómunum undir berum næturhimni.
Útgefin: 24. nóvember 2017
HrollvekjaVestriVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Söguþráður The Dark Tower er viðamikið ævintýri um leit síðasta „byssumannsins“ Rolands Deschain að „Myrka turninum“ en það hugtak lýsir bæði raunverulegum turni og er jafnframt myndlíking, en turninn er ekki bara bygging heldur einnig hjartað og miðjan í þeirri veröld (eða veröldum) sem sagan gerist í. Falli þessi turn, falla allar veraldir að okkar veröld meðtalinni, og það er einmitt það sem byssumaðurinn vill koma í veg fyrir. Til þess þarf hann að tortíma „manninum í svörtu“ sem leitar einnig Myrka turnsins til að eyðileggja hann svo hið illa (eða dauðinn) öðlist öll völd til eilífðar.
Útgefin: 30. nóvember 2017
Spennumynd
Leikstjórn Keoni Waxman
Söguþráður Harmon er í fíkniefnalöggunni og rannsakar arabíska hryðjuverkamenn sem eru í haldi í Mexíkó. Með hjálp aðstoðarkonu sinnar, Zara, og drónaflugmannsins Sharp, þá fer hann til Istanbul og kemst þar að lævísu ráðabruggi. Íslamistar ráðleggja að nota Sonora smyglleiðir til að smygla inn stórhættulegum vopnum og leiðtogum, til Bandaríkjanna. Til að koma í veg fyrir árás á Bandaríkin þá þarf Harmon að snúa hinum illu öflum gegn hverjum öðrum, áður en það verður um seinan.
Útgefin: 30. nóvember 2017
HrollvekjaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn John R. Leonetti
Söguþráður Unglingsstúlkan Claire, sem glímt hefur við afleiðingar þess að hafa komið að móður sinni látinni í æsku, uppgötvar dularfullt box sem virðist geta uppfyllt allar hennar óskir. Þegar hún fer hins vegar að nýta sér það til að hefna sín á þeim sem henni er í nöp við byrjar veröld hennar sjálfrar að hrynja til grunna. Hvaðan kemur þetta box? Hver bjó það til? Hverjir fleiri hafa átt það?
Útgefin: 30. nóvember 2017
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Ric Roman Waugh
Söguþráður Jacob Harlon er hamingjusamur fjölskyldumaður sem gengið hefur vel í viðskiptum og á nú allt til alls. Kvöld eitt gerir hann þau hroðalegu mistök að aka drukkinn en þeirri ökuferð lýkur með hörðum árekstri og þeim afleiðingum að vinur hans sem var með honum í bílnum deyr. Í framhaldinu er Jacob dæmdur fyrir manndráp og vistaður í öryggisfangelsi þar sem hann neyðist fljótlega til að verja líf sitt eða deyja sjálfur ella.
Útgefin: 30. nóvember 2017
Teiknimynd
Söguþráður Adam er ósköp venjulegur strákur sem uppgötvar dag einn vísbendingar um hvað orðið hafi af föður hans sem hvarf sporlaust fyrir mörgum árum. Þessar vísbendingar verða til þess að Adam ákveður að stinga af út í skóg að leita að honum og þar kemst hann að því sér til ómældrar undrunar að faðir hans er enginn annar en þjóðsagnapersónan Stórfótur. Eftir að hafa útskýrt fyrir Adam hver hann er og hvers vegna hann lét sig hverfa kemur í ljós að Adam getur líka talað við dýrin og ekki nóg með það því hann hefur einnig erft alla aðra hæfileika föður síns og á fyrir höndum að verða eins og hann
Útgefin: 30. nóvember 2017
Heimildarmynd
Söguþráður Heimildarmynd um ítalska klámmyndaleikarann og leikstjórann Rocco Siffredi þar sem fylgst er með honum vinna að myndum sínum og talað við ýmsa sem að kvikmyndunum koma, bæði leikarana og þá sem kvikmynda. Rocco Siffredi er fæddur í bænum Ortona á Ítalíu í maí 1964 og ætlaði sér að læra verkfræði á sínum yngri árum. En heimsókn til Parísar árið 1983 þar sem hann heillaðist af næturlífinu og hitti Gabriel Pontello, ritstjóra tímaritsins Supersex, breytti öllum hans áætlunum. Upp frá því helti hann sér út í klámbransann og varð fljótlega einn þekktasti og afkastamesti klámleikari Evrópu. Hann sneri sér síðan að framleiðslu og leikstjórn sinna eigin mynda og er enn á fullu í því í dag ..
Útgefin: 30. nóvember 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Apted
Söguþráður Þegar yfirheyrslusérfræðingurinn Alice Racine, sem vinnur fyrir CIA en er líka með tengsl við yfirmenn bresku leyniþjónustunnar, er kölluð til að yfirheyra meintan hryðjuverkamann áttar hún sig ekki fyrr en of seint á því að yfirheyrslan er í raun gildra, sett á svið til að veiða upplýsingar upp úr henni sjálfri. Eftir að Alice áttar sig á að hún hefur verið leidd í gildru og í raun gefið hryðjuverkamönnum mikilvægar upplýsingar í stað þess að afla þeirra eins og starf hennar snýst um áttar hún sig um leið á því að í bígerð er að gera sýklavopnaárás á London sem myndi hafa skelfilegar afleiðingar í för með sér. Þá áætlun verður að stöðva en vandamálið er að nú veit Alice ekki lengur hverjum hún getur treyst
Útgefin: 1. desember 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Chadwick
Söguþráður Listamaður verður ástfanginn af ungri giftri konu, þegar hann er að mála af henni mynd eftir pöntun, þegar túlipanabólan reið yfir Amsterdam á 17. öldinni. Þau ákveða að taka þátt í túlipanaviðskiptunum til að safna fé til að geta stungið af saman.
Útgefin: 1. desember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Cal Brunker
Söguþráður Íkorninn Surlí og hin dýrin í Eikarbæ hafa haft það gott frá því við hittum þau í samnefndri mynd árið 2014. Nú er tilveru þeirra hins vegar ógnað þegar borgarstjórinn í Eikarbæ ákveður að ryðja burt almenningsgarðinum sem þau búa í og nota svæðið í staðinn undir skemmtigarð. Það má auðvitað ekki gerast en hvað eiga Surlí og hin dýrin að taka til bragðs?
Útgefin: 1. desember 2017
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Janus Metz Pedersen
Söguþráður Úrslitaleikurinn á Wimbledon-tennismótinu í London 5. júlí 1980 er án nokkurs vafa einhver merkilegasti og mest spennandi íþróttaviðburður sögunnar en í honum mættust hinn rólyndi Svíi og fjórfaldi Wimbledon-meistari Björn Borg og hinn bráði og skapstóri Bandaríkjamaður John McEnroe sem hafði aldrei áður leikið til úrslita á Wimbledon. Hér er sögð forsagan að þessum magnaða leik. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi beggja keppenda og hvað þeir þurftu að leggja á sig til að ná upp á toppinn í tennisheiminum, en þeir þóttu eins ólíkar manngerðir og hugsast gat.
Útgefin: 1. desember 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn Destin Cretton
Söguþráður Jeannette Walls fæddist árið 1960 og ólst upp ásamt þremur systkinum í mikilli fátækt, óreiðu og afskiptaleysi. Faðir þeirra var drykkfelldur skýjaglópur sem hélst hvergi í vinnu og móðirin sagðist vera listakona þótt hún skapaði aldrei neitt af viti og virtist reyndar hvorki vita í þennan heim né annan löngum stundum. Fjölskyldan festi hvergi rætur, var stöðugt að flytja (flýja) og hvorki Jeannette né systkini hennar gengu í skóla á uppvaxtarárunum. Svo fór líka að þau lærðu fljótt að standa á eigin fótum og flúðu öll foreldra sína um leið og þau gátu, en foreldrana dagaði síðan uppi sem hústökufólk í New York.
Útgefin: 1. desember 2017
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Terry Ingram
Söguþráður Mary Tobin á dásamlegar minningar af því þegar fjölskyldan hittist um Jólin í Jóla bústaðnum. Þegar hún skellir sér í helgarfrí í bústaðinn, þá sér hún að gamli góði kofinn, sem hún dýrkar og dáir, er farinn að láta verulega á sjá. Hún hefur ekki mikil fjárráð, en klukkan tifar, og hún nær ekki einungis að blása lífi í bústaðinn á ný, heldur finnur hún ástina í leiðinni.
Útgefin: 1. desember 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Fred Olen Ray
Söguþráður Riley Thomas er ung og á uppleið í einu stærsta eignaumsýslufyrirtæki í heimi. Nú þegar Jólin eru á næsta leiti er hún send í smábæinn Chestnut í Vermont, til að meta eignir eins af fyrirtækjunum sem fyrirtækið hennar á, en það er fataframleiðandi í bænum. Þegar hún kemur á staðinn ræður hún stofnanda félagsins, Nick, sér til aðstoðar. Allir halda að hún sé þarna til að bjarga félaginu, en hún segir engum að hún eigi einmitt að gera hið öndverða, að leysa það upp. En í þessari vinnu allri fer hún að kunna að meta hvað fyrirtækið þýðir fyrir bæinn og hjálpar meira segja til við að gera nýja vöru fyrir Jólin. Nú þegar forgangsatriðin hafa breyst, og ástin bankar á dyrnar, mun hún geta staðið fyrir máli sínu frammi fyrir yfirmanni sínum Preston Bullock, og bjargað fyrirtækinu sem hún átti að eyðileggja?
Útgefin: 1. desember 2017
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Fred Olen Ray
Söguþráður Tveir gæludýrabúðaeigendur, sem lengi hafa eldað saman grátt silfur, verða ástfangnir þegar þau fylgja frægum hundi í kynningarherferð um Jólin.
Útgefin: 1. desember 2017
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn James Marquand
Söguþráður Ungur rithöfundur leitar í ofboði að innblæstri fyrir nýjustu skáldsöguna sína, en er á sama tíma að jafna sig á því að hin stórglæsilega kærasta hans er farin frá honum, og því að búa nú fjarri heimaborginni Liverpool. Tveir bestu vinir hans reyna að hressa hann við með því að fara með hann út á djammið í London, þar sem hann hittir draumadísina, galleristann Anna. En á sama tíma togast á í honum helstu áherslur hans í lífinu, vinirnir, skrifin og ræturnar.
Útgefin: 1. desember 2017
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Anthony Leondis
Söguþráður Gene býr ásamt aragrúa broskarla og alls kyns öðrum táknum í borg emoji-táknanna sem er falin á milli appanna í símanum. Táknin í borginni þrá að vera valin af eiganda símans og Gene er þar engin undantekning. Hann er svokallað „meh“-tákn og á að vera með tómlátan svip. Gene hefur þó litla sem enga stjórn á svipum sínum og hin táknin í borginni eru hrædd um að síminn verði straujaður komist eigandinn að þessu vandamáli. Gémmi Fimm og Töggur ganga til liðs við Gene og ferðast um símann þveran og endilangan í leit að kóðanum sem á að gera Gene að „eðlilegu“ emoji-tákni með einn fastan svip.
Útgefin: 7. desember 2017