Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndRómantískDramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Myndin byggð á sannri sögu þeirra Tamiar Ashcraft og Richards Sharp sem hittust árið 1983 og féllu hvort fyrir öðru. Nokkrum mánuðum síðar, eða í október sama ár, tóku þau að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför.
Útgefin: 27. september 2018
GamanmyndDramaVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Wes Anderson
Söguþráður Myndin gerist eftir 20 ár þegar hundaplága í borginni Megasaki í Japan leiðir til þess að borgarstjórinn Kobayashi ákveður að banna alla hunda og lætur flytja þá sem eru í borginni til Rusleyju þar sem þeirra bíður lítið annað en að veslast upp. Þegar ungur piltur að nafni Atari kemur út í eyjuna í leit að hundinum sínum Spot tekur atburðarásin ófyrirsjáanlega og óvænta stefnu sem á eftir að breyta öllu ...
Útgefin: 27. september 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Önnur hliðarsagan í Star Wars-sögunni segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker og gekk ásamt honum til liðs við uppreisnarmenn í fyrstu myndinni, þ.e. fjórða kafla sögunnar A New Hope sem var frumsýndur 1977.
Útgefin: 27. september 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Bill Holderman
Söguþráður Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur orðið daufari og daufari. Hlutirnir breytast hins vegar snarlega þegar þær lesa hina erótísku bók Fifty Shades of Grey enda fyllir sagan þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni eins og hún gerðist best fyrr á árum.
Útgefin: 27. september 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Sebastián Lelio
Söguþráður Ronit Krushka er ljósmyndari í New York sem snýr aftur á heimaslóðirnar í Englandi þegar faðir hennar sem er rabbíni deyr, en hún hafði á sínum tíma yfirgefið strangtrúaðan söfnuðinn sem fjölskylda hennar tilheyrir enn. Ronit ákveður að banka upp á hjá æskuvini sínum, Dovid, og kemst þá að því að hann er kvæntur æskuvinkonu þeirra beggja, Esti. Það sem Dovid veit hins vegar ekki er að ein af ástæðunum fyrir því að Ronit yfirgaf söfnuðinn var að hún og Esti áttu í forboðnu ástarsambandi sem gat ekki gengið lengur enda hefðu fjölskyldur þeirra snúið baki við þeim ef upp um þær hefði komist. En hvað gerist núna?
Útgefin: 27. september 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Pat Kiely
Söguþráður Þau Matthew og Louisa eru að fara að gifta sig og bæði fjölskyldur þeirra og vini drífur að til að vera viðstödd hina hátíðlegu stund. Þar á meðal er bróðir brúðgumans, Kurt, en hann glímir við það vandamál að vera fyrrverandi unnusti Louisu og er vægast sagt mjög ósáttur við ráðahaginn. Það er stundum sagt að hver hafi sinn djöful að draga og það mætti vel heimfæra upp á persónur þessarar myndar því fyrir utan Kurt og brúðhjónin glíma nánast allir brúðkaupsgestirnir við eitthvað úr fortíðinni sem ekki hefur verið gert upp. Um leið og hin persónulegu vandamál sem þau Matthew, Louisa og Kurt glíma við sín á milli fara að koma upp á yfirborðið byrja aðrir gestir einnig að rifja upp sín vandamál sem eru af ýmsum toga og öllum tegundum. Hvort þeim takist að leysa þau áður en presturinn kemur og athöfnin hefst kemur svo um síðir í ljós ...
Útgefin: 27. september 2018
Drama
Söguþráður Þegar hræðilegt slys verður til þess að svipta hinn unga Símon lífinu kemur sú spurning upp hvort hann hefði verið tilbúinn að gefa öðrum líffæri sín. Eftir að ljóst er orðið að Símon mun aldrei aftur vakna til lífsins þurfa foreldrar hans að gera það upp við sig á einum sólarhring hvort þeir ætli að lifa í voninni eða láta dauða sonar síns verða öðrum til góðs ...
Útgefin: 28. september 2018
HeimildarmyndMyndlist
Leikstjórn Agnès Varda
Söguþráður Hin tæplega níræða Agnès Varda, sem á margar af merkustu kvikmyndum Frakka að baki, og hinn 35 ára gamli ljósmyndari og listamaður JR tóku sig til og ferðuðust um heimaland sitt sumarið 2016 á hinum sérútbúna ljósmyndabíl JR.
Útgefin: 28. september 2018
Drama
Leikstjórn Xavier Dolan
Söguþráður Louis er rithöfundur sem fyrir tólf árum yfirgaf fjölskyldu sína og hefur síðan verið í litlu sem engu sambandi við hvorki móður sína, eldri bróður né yngri systur sem man varla eftir honum. Þegar hann birtist skyndilega á sínu gamla heimili er uppgjör á milli hans og ættingjanna óumflýjanlegt. Óhætt er að segja að fjölskylda Louis sé ósátt við brotthvarf hans á sínum tíma. Það sem hún veit hins vegar ekki er að ástæðan fyrir því að Louis ákvað að koma í heimsókn er að hann er dauðvona og er því kominn til að kveðja í hinsta sinn ...
Útgefin: 28. september 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
Útgefin: 28. september 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Pétur kanína á í útistöðum við landeigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Með Pétri í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vinveitt dýrunum.
Útgefin: 4. október 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Pétur kanína á í útistöðum við landeigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Með Pétri í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vinveitt dýrunum.
Útgefin: 4. október 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Stefano Sollima
Söguþráður Fíkniefnastríðið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hefur magnast, og dóphringirnir eru byrjaðir að flytja hryðjuverkamenn yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að ná árangri í baráttunni þá leiða þeir saman hesta sína á ný þeir alríkislögreglumaðurinn Matt Graver og Alejandro.
Útgefin: 4. október 2018
Drama
Leikstjórn Jonathan Sobol
Söguþráður Myndin segir frá Padre, smákrimma sem er á flótta undan fulltrúa bandaríska dómsmálaráðuneytisins, Nemes, og lögreglumanninum Gaspar. Þegar Padre er gómaður við afbrot, þá flýr hann af vettvangi í stolnum bíl, óafvitandi um að 16 ára stúlka á flótta hefur falið sig í aftursætinu. Eftir að hún kúgar hann til að leyfa sér að vera með á flóttanum, þá skipuleggur tvíeykið sitt stærsta rán til þessa.
Útgefin: 4. október 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Gaving og félagi hans Matthew eru í leit að ævintýrum, og skrá sig á skipið Ship Mice, en í þann mund kemur hinn ungi Chester og grátbiður um hjálp. Þeir lenda á Draumaeyju, þar sem þeir þurfa að vernda fjölskyldu Chester fyrir Winston the White Weasel, og gengi hans.
Útgefin: 4. október 2018
RómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Dominic Cooke
Söguþráður Sagan gerist árið 1962 og fjallar um ungt par með ólíkan bakgrunn. Þau fella hugi saman, og myndin kafar ofaní kynlíf og félagslegan þrýsting, sem fylgir nánum kynnum, sem leiðir til örlagaríkrar brúðkaupsnætur, en fram að henni eru öll samskipti þeirra takmörkuð og bundin þúsundum óskráðra reglna. Allur leikur er bannaður, öll óviðeigandi snerting – og kossar þar sem tunga leitar inn fyrir varir hins vekja hreinlega viðbjóð Florence – jafnvel ákveðin orð eru bönnuð. Í kjölfarið fylgir uppgjör á milli turtildúfnanna tveggja.
Útgefin: 5. október 2018
GamanmyndDramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Ryan Prows
Söguþráður Myndin gerist í fátækrahverfi í Los Angeles, og skiptist í þrjá hluta, Monsters, Fiends og Thugs. Fjallað er um nokkra skuggalega náunga, sem allir tengjast Teddy, margföldum morðingja og glæpaforingja, sem rænir og myrðir ólöglega innflytjendur, til að selja úr þeim liffærin, eða til að hneppa þá í kynlífsþrælkun.
Útgefin: 5. október 2018
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Christopher Jenkins
Söguþráður Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn. Önd, önd, gæs er glæný teiknimynd um unglingsgæsina Peng sem heldur að hann sé snjallasta gæsin í gæsahópnum og þurfi ekkert að æfa sig fyrir haustferðina suður á bóginn. Þetta viðhorf á eftir að koma honum í koll ... en þó með þeim óvæntu afleiðingum að hann eignast tvo fósturunga! Það skemmtilegasta sem Peng gerir er að fljúga um loftin blá á miklum hraða og taka alls konar áhættu. Hann á hins vegar erfitt með að fylgja reglum og halda aga og er af þeim sökum t.d. óhæfur til að fara fremstur í oddafluginu sem gæsir nota til að komast lengra og fljúga léttara þegar þær eru að ferðast á milli staða, ekki síst heimsálfa eins og þær gera flestar tvisvar á ári. Dag einn gerir Peng mistök í áhættufluginu með tvöföldum afleiðingum. Annars vegar meiðir hann sig í öðrum vængnum sem kemur tímabundið í veg fyrir að hann geti flogið og hins vegar verður honum á að tvístra andahóp þannig að tveir litlir andarungar verða viðskila við fjölskyldu sína. Þótt Peng hafi síst af öllu ætlað sér að gerast fósturfaðir getur hann ekki skilið ungana eftir og þar með hefst nýr kafli í lífi hans ... og andarunganna tveggja.
Útgefin: 11. október 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.A. Bayona
Söguþráður Myndin gerist um fjórum árum eftir atburðina í síðustu mynd en síðan þá hafa risaeðlurnar gengið frjálsar á eyjunni Nublar. Því frelsi er ógnað verulega þegar eldgos hefst skyndilega á eynni og ákveðið er að flytja sem mest af risaeðlunum upp á fastalandið. Það er auðvitað hægara sagt en gert og því er kallað í risaeðlusérfræðingana og fyrrverandi kærustuparið Claire Dearing og Owen Grady sem geta ekki annað en orðið við þeirri beiðni að aðstoða við flutningana. Þau vita að sjálfsögðu ekki að á bak við „björgunina“ eru brögð í tafli og með því að aðstoða við að fanga risaeðlurnar hafa þau í raun komið þeim úr öskunni í eldinn. Við það geta þau ekki unað og ákveða að finna saman leið til að snúa vörn í sókn ...
Útgefin: 11. október 2018
Drama
Leikstjórn Michael Mayer
Söguþráður Leikkonan Irina Arkedina og sonur hennar Konstantin fara í heimsókn til bróður hennar Pjotr Nikoayevich Sorin, sem dvelur í sumarhúsi fjölskyldunnar uppi í sveit, en Konstantin er skotinn í stelpunni á næsta bæ, Nina. Þegar hinn þekkti rithöfundur Boris Trigorin kemur í heimsókn, þá verður Nina heilluð af honum og hundsar Konstantin. Fljótlega verður til ástarþríhyrningur og fjölskyldudrama.
Útgefin: 11. október 2018