Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Hrollvekja
Leikstjórn Deon Taylor
Vinahópur hittist á hóteli uppi í sveit sem á sér ríka og mikla sögu. Skemmtunin breytist í skelfilega martröð þegar vinirnir neyðast hver og einn til að horfast í augu við sinn dýpsta ótta.
Útgefin: 26. febrúar 2024
Hrollvekja
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Þegar tónskáldi er falið að klára einleikskonsert læriföður síns sem fallið hefur frá, kemst hún fljótt að því að tónlistin kallar fram banvænar afleiðingar. Það leiðir til þess að hún afhjúpar hræðilegan uppruna laglínunnar og þá illsku sem vakin hefur verið upp.
Útgefin: 26. febrúar 2024
DramaÆviágripÍþróttir
Leikstjórn Sean Durkin
Sönn saga hinna óaðskiljanlegu Von Erich bræðra en þeir sköpuðu sér nafn í bandarískri fjölbragðaglímu snemma á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Í sorg og í gleði og í skugga stjórnsams föður og þjálfara urðu þeir goðsagnir í glímuhringnum.
Útgefin: 1. mars 2024
GamanDrama
Hæfileikaríkur ungur rithöfundur fer á flug þegar kennari hennar felur henni verkefni sem flækir þau bæði í sífellt flóknari vef.
Útgefin: 8. mars 2024
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Tim Brown
Þegar Ashley og ung dóttir hennar Sarah flækja sig í glæpaveldi sem ógnar lífi þeirra snýr hún sér til einu manneskjunnar sem gæti hjálpað: föður síns Matt sem hún hefur verið í litlu sambandi við. Hann er nú kominn á eftirlaun og hangir mest á ströndinni á Cayman eyjum. Endurfundir þeirra eru skammvinnir þar sem glæpaforinginn Donnie og skósveinninn Bobo elta þau uppi. Eftir því sem Ashley, Sarah og Matt sökkva dýpra í sífellt hættulegri mál kemst Ashley að því að faðir hennar á sér leynilega fortíð sem hún vissi ekkert um og hann er ekki allur þar sem hann er séður.
Útgefin: 8. mars 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Michael Mann
Myndin gerist sumarið 1957. Fyrrum kappakstursmaður, Ferrari, er í vanda. Gjaldþrot vofir yfir fyrirtækinu sem hann og kona hans byggðu upp úr engu tíu árum áður. Stormasamt hjónaband þeirra stendur á brauðfótum á sama tíma og þau syrgja son sinn. Ferrari ákveður að taka áhættu og fara í einn kappakstur enn, eitt þúsund mílna leið yfir Ítalíu þvera og endilanga, hinn goðsagnakennda Mille Miglia.
Útgefin: 12. mars 2024
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Magdalena Lauritsch
Hermaðurinn Hannah og vísindamennirnir Gavin og Dimitri rannsaka þörunga um borð í Rubikon geimstöðinni, sem eiga að sjá mannkyninu fyrir nægum forða af súrefni og mat til frambúðar. En skyndilega hverfur Jörðin sjónum þeirra í brúnni þoku og allt samband rofnar - eru þau síðustu eftirlifendur mannkyns? Eiga þau að hætta á að fljúga til baka og setja sig í bráða lífshættu?
Útgefin: 15. mars 2024
TónlistHeimildarmynd
Leikstjórn Ian White
Mynd um sögu hljómsveitarinnar The Birthday Party, einnar þekktustu og áhrifamestu hljómsveitar neðanjarðarsenunnar. Hljómsveitin er stofnuð af Nick Cave og skólabræðrum hans og vakti bandið mikla athygli fyrir villta sviðsframkomu og stjórnlausan lífsstíl. Birtar eru áður óséðar myndir og myndbrot.
Útgefin: 22. mars 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Steven Luke
Hópur bandarískra hermanna af afrísk-amerískum ættum er sendur í björgunarleiðangur á óvinasvæði til að finna týndan yfirmann og orrustuflugmann sem skotinn var niður.
Útgefin: 22. mars 2024
DramaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Robert Budreau
Louis, sem á við andlega fötlun að stríða, er ranglega sakfelldur fyrir morðið á systur sinni Delia og sendur í fangelsi í fimm ár. Þegar hann losnar út heimsækir hann maður sem var líklega sá síðasti sem sá hana á lífi. Hann gefur í skyn að ekki sé allt sem sýnist hvað morðið varðar. Louis heldur nú af stað í leit að þeim sem er ábyrgur fyrir dularfullum dauða systur sinnar.
Útgefin: 22. mars 2024
Drama
Leikstjórn Ken Loach
Kráareigandi í litlum námubæ sem hefur verið í hnignun síðustu þrjátíu ár lendir í erfiðri stöðu þegar hópur sýrlenskra flóttamanna sest skyndilega að í samfélaginu.
Útgefin: 27. mars 2024
Gaman
Leikstjórn Jeremy LaLonde
Sú hugmynd Daniel Powell að vilja tengjast aftur systkinum sínum reynist ekki sú besta þegar hann kemst að því að þau vilja öll drepa hann útaf peningum, en faðir hans erfði hann einan að miklum auðævum. Þegar bræðurnir og systurnar neyðast til að eyða helgi saman í strandhúsi fjölskyldunnar á Cayman eyjum, þá er eitt kýrskýrt: Daniel kemst að því hvað það þýðir að eiga fjölskyldu, jafnvel þó að hann komist ekki lifandi frá því.
Útgefin: 27. mars 2024