Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Gamanmynd
Leikstjórn Azazel Jacobs
Söguþráður Hjón, sem eru búin að missa alla ástríðuna úr sambandinu, eiga í bæði í ástarsamböndum utan hjónabandsins. En þegar þau er um það bil að fara að skilja, þá kviknar neisti á milli þeirra, og rómantíkin fer að blómstra á nýjan leik.
Útgefin: 22. mars 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Nick Kreiss
Söguþráður Vinkonurnar og skólafélagarnir Annie, Marisa og Kelly eru við það að ljúka námi í grunnskóla og bíða nú eftir að sjá hvort umsókn þeirra um menntaskólavist verður samþykkt. Til að gera hlutina spennandi lofa þær hver annarri því að opna ekki bréfin frá menntaskólanum fyrr en á lokaballinu.
Útgefin: 22. mars 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Luis Prieto
Söguþráður Karla Dyson er fráskilin móðir sex ára stráks, Frankies, vinnur á veitingastað og er bara nokkuð sátt við lífið og tilveruna. Dag einn þegar hún á frí fer hún með Frankie í skemmtigarð en rétt eftir komuna þangað hringir síminn. Eftir stutt símtalið áttar Karla sig á að Frankie er horfinn og að honum hefur verið rænt!
Útgefin: 23. mars 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Joachim Trier
Söguþráður Thelma er nemandi í háskóla sem verður hrifin af samnemanda sínum, Önju, en reynir að fara leynt með tilfinningar sínar til hennar enda hrædd við að opinbera kynhneigð sína. Við það losnar úr læðingi gríðarleg orka úr undirmeðvitund hennar sem hún hefur enga hugmynd um hvernig á að beisla. Í ljós kemur að orkan sem býr innra með Thelmu getur verið banvæn við ákveðnar aðstæður ...
Útgefin: 23. mars 2018
Heimildarmynd
Söguþráður Mögnuð heimildarmynd um atburði sem áttu sér stað í smábænum Leith í Norður-Dakóta þegar þekktur forréttindasinni sem aðhylltist nasisma flutti til bæjarins og fór ekki leynt með að hann hygðist ná pólitískum völdum með því að stofna nýlendu í bænum fyrir fólk með sömu skoðanir og hann.En fólkinu sem bjó í þessu fámenna bæjarfélagi leist ekkert á blikuna og sameinaðist í því skyni að hrekja Craig í burtu og stöðva áætlun hans í fæðingu.
Útgefin: 23. mars 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Hinrik er lítill drengur sem eins og aðrir á hans aldri er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurninga. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans.
Útgefin: 23. mars 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Zack Snyder
Söguþráður Dauði Supermans í kjölfar sjálfsfórnar hans hefur fyllt Batman auknum krafti og eftir að hann og Wonder Woman taka höndum saman ákveða þau að fá til liðs við sig þá Aquaman, The Flash og Cyborg. Baráttan snýst um að bjarga mannkyninu frá útrýmingu og aðalóvinurinn er hinn ægilegi Steppenwolf.
Útgefin: 26. mars 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Zack Snyder
Söguþráður Dauði Supermans í kjölfar sjálfsfórnar hans hefur fyllt Batman auknum krafti og eftir að hann og Wonder Woman taka höndum saman ákveða þau að fá til liðs við sig þá Aquaman, The Flash og Cyborg. Baráttan snýst um að bjarga mannkyninu frá útrýmingu og aðalóvinurinn er hinn ægilegi Steppenwolf.
Útgefin: 26. mars 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður Í fyrstu virðist sem líf hjartaskurðlæknisins Stevens Murphy og fjölskyldu hans gæti vart verið betra enda hafa þau allt til alls. En Steven byrgir inni mistök úr fortíðinni og þegar ungur drengur að nafni Martin leggur á hann bölvun neyðist Steven til að horfast í augu við leyndarmál sitt og gera mistökin upp.
Útgefin: 28. mars 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir aðhaf a orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því sem hún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna náttúruna og myndar tengsl við dýrin á bænum byrjar sýn hennar á allt að breytast og þroskast, ekki síst á sitt eigið líf og tilfinningar. Um leið dregst hún inn í óvænta atburðarás sem hún hefur enga stjórn á en á eftir að setja mark sitt á upplifun hennar og framtíð ...
Útgefin: 28. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Paul King
Söguþráður Paddington lendir í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Paddington ætlaði að kaupa til að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. Þjófurinn lætur sig svo hverfa á dularfullan hátt en með þeim afleiðingum að lögreglan heldur að Paddington sé þjófurinn. Þangað til Paddington getur hreinsað af sér sakirnar er honum stungið í fangelsi. Þar eignast hann fljótlega marga góða vini sem eiga áreiðanlega eftir að hjálpa honum að hafa uppi á hinum rétta þjófi og endurheimta bókina góðu úr höndum hans ...
Útgefin: 28. mars 2018
SpennumyndGamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Anton Sigurðsson
Söguþráður Myndin fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands, sjálfan Gulla bílasala. Til að hjálpa Arnari út úr klípunni ákveða þrír vinir hans að aðstoða hann við að ræna banka,grímuklæddir og vopnaðir. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?
Útgefin: 28. mars 2018
SpennumyndGamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Anton Sigurðsson
Söguþráður Myndin fjallar um fjóra menn sem ræna banka til að eiga fyrir tugmilljóna skuldum eins þeirra við hættulegasta mann Íslands, sjálfan Gulla bílasala. Til að hjálpa Arnari út úr klípunni ákveða þrír vinir hans að aðstoða hann við að ræna banka,grímuklæddir og vopnaðir. Hvað gæti mögulega farið úrskeiðis?
Útgefin: 28. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Paul King
Söguþráður Paddington lendir í mikilli klemmu þegar óprúttinn þjófur stelur fágætri bók sem Paddington ætlaði að kaupa til að gefa frænku sinni í afmælisgjöf. Þjófurinn lætur sig svo hverfa á dularfullan hátt en með þeim afleiðingum að lögreglan heldur að Paddington sé þjófurinn. Þangað til Paddington getur hreinsað af sér sakirnar er honum stungið í fangelsi. Þar eignast hann fljótlega marga góða vini sem eiga áreiðanlega eftir að hjálpa honum að hafa uppi á hinum rétta þjófi og endurheimta bókina góðu úr höndum hans ...
Útgefin: 28. mars 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Sagan er um níu ára gamla stúlku, Sól, sem eftir aðhaf a orðið uppvís að búðarhnupli er send í sveit þar sem henni er gert að dvelja í nokkra mánuði og vinna fyrir viðurværi sínu. Í fyrstu er Sól niðurbrotin, einmana og umkomulaus á þeim afvikna stað sem sveitabærinn er á en eftir því sem hún kynnist fólkinu í sveitinni betur, uppgötvar stórbrotna náttúruna og myndar tengsl við dýrin á bænum byrjar sýn hennar á allt að breytast og þroskast, ekki síst á sitt eigið líf og tilfinningar. Um leið dregst hún inn í óvænta atburðarás sem hún hefur enga stjórn á en á eftir að setja mark sitt á upplifun hennar og framtíð ...
Útgefin: 28. mars 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Daniel di Grado
Söguþráður Alena er rólynd stúlka sem kemur til dvalar og náms í dýrum einkaskóla fyrir stúlkur. Vegna þess hversu hlédræg hún er vekur hún fljótlega andúð Filippu skólasystur sinnar sem byrjar að áreita hana við hvert tækifæri og veit auðvitað ekki að Alena á vin sem lætur ekki bjóða henni hvað sem er!
Útgefin: 28. mars 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
Útgefin: 28. mars 2018
Drama
Leikstjórn Steve Gomer
Söguþráður Michael Spurlock er fyrrverandi viðskiptamaður sem ákveður að gerast forstöðumaður lítillar kirkju í Tennessee, en vegna þess hve fámennur söfnuðurinn er orðinn hefur verið ákveðið að loka henni og fjarlægja. Því vill Michael ekki una og er staðráðinn í að finna leið til að bjarga fjárhag kirkjunnar svo hún fái að standa óhögguð og sinna sínu hlutverki áfram. Þegar nokkrar flóttafjölskyldur frá Burma flytja í sveitina fær Michael þá hugmynd að ef hann gæti breytt landi kirkjunnar í ræktarland með aðstoð þeirra þá gæti kirkjan bjargast. En til að geta hrint hugmyndinni í framkvæmd þarf hann fyrst að fá fólkið til að samþykkja hana ..
Útgefin: 29. mars 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Jesse V. Johnson
Söguþráður Myndin gerist í heimi sjö eftirsóttustu leigumorðingja Englands. Af þeim er Mike Fallon þó sá langeftirsóttasti því hann hefur einstakt lag á að láta aftökur sínar líta út fyrir að vera slys eða sjálfsmorð, viðskiptavinum hans til mikillar ánægju. Hinir sex morðingjarnir í hópnum eru líka mjög færir í faginu en nota hefðbundnari aðferðir til að ljúka sínum verkefnum. Þegar eina konan sem er Mike kær er myrt grunar hann að einn af sex fagfélögum hans hafi verið að verki og við það getur hann ekki unað. En hver er sá seki?
Útgefin: 29. mars 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Fjórir miðskólanemar finna gamlan tölvuleik og dragast inn í leikinn sem er með frumskógarþema, og breytast í þær persónur í leiknum sem þau vilja. Þau komast hinsvegar að því að þau eru ekki bara að spila leikinn - þau verða að lifa hann af. Til að vinna leikinn og snúa aftur í raunheima, þá verða þau að halda af stað í stærsta ævintýri lífs síns, uppgötva hvað Alan Parrish gerði fyrir 20 árum, og breyta eigin sýn á lífið - að öðrum kosti festast þau í leiknum til frambúðar, og aðrir gætu spilað þau sem persónur í leiknum stanslaust út í hið óendanlega.
Útgefin: 5. apríl 2018