Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndDramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Henry Brogan er reyndur leigumorðingi hins opinbera en er búinn að fá sig fullsaddan af starfinu og leitar leiða til að draga sig í hlé. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem býr yfir jafnmikilli vitneskju og hann um myrkraverk stjórnarinnar. Dag einn uppgötvar hann að hann er sjálfur orðinn bráð leigumorðingja sem virðist vita allt um hann. Þeim aðila, Junior, hefur verið falið að drepa hann, en sá reynist vera klónn af honum sjálfum og þekkir því hverja hans hreyfingu og taktík.
Útgefin: 22. janúar 2020
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Kazuaki Kiriya
Söguþráður Myndin fjallar um stríðsmanninn sverðfima og bardagameistarann Raiden sem ásamt fámennu gengi sínu segir hinum illa harðstjóra Geza Mott stríð á hendur þegar Geza lætur taka meistara þeirra, Bartok, af lífi fyrir litlar sem engar sakir. Vandamálið er að Geza ræður yfir öflugum her og gríðarlega vel búnu og vel vörðu virki sem ekki er gott að sjá í fyrstu hvernig Raiden og menn hans eiga að vinna. Þeir hafa hins vegar málstaðinn og réttlætið sín megin og stundum dugar það ...
Útgefin: 24. janúar 2020
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Justin Dec
Söguþráður Þegar hjúkrunarfræðingurinn Quinn Harris hleður niður smáforritinu Countdown í snjallsíma sínn, sem á að geta spáð fyrir um dánarstund fólks, þá segir forritið henni að hún eigi aðeins þrjá daga eftir ólifaða. Nú þarf hún að hafa hraðar hendur til að flýja þessi grimmilegu örlög.
Útgefin: 24. janúar 2020
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfisins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu.
Útgefin: 30. janúar 2020
GamanmyndDramaÆvintýramyndÍþróttamynd
Söguþráður Zak, sem er með Down Syndrome, strýkur af stofnuninni sem hann býr á til að láta draum sinn um að verða fjölbragðaglímukappi verða að veruleika.
Útgefin: 30. janúar 2020
Spennutryllir
Leikstjórn Kim Nguyen
Söguþráður Tveir frændur frá New York, Vincent og Anton, stunda háhraða verðbréfaviðskipti, þar sem milli sekúndur skera úr um hvort maður græðir eða tapar. Þá dreymir um að leggja ljósleiðara á milli Kansas og New Jersey, sem gæti gert þá moldríka. Anton er heilinn á bakvið framkvæmdina en Vincent er braskarinn, og saman ýta þeir hvor öðrum og öllum í kring út á ystu nöf.
Útgefin: 31. janúar 2020
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Claudio Giovannesi
Söguþráður Piranhas gerist í þriðju stærstu borg Ítalíu, Napólí, sem hefur löngum verið þekkt fyrir að vera að stóru leyti í klóm ítölsku mafíunnar. Hér fáum við ógnvekjandi innsýn í líf nokkurra fimmtán ára gamalla pilta sem ganga erinda mafíunnar og sjá framtíð sína fólgna í því að komast til metorða innan hennar.
Útgefin: 31. janúar 2020
GamanmyndDramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Robert Olsen, Dan Berk
Söguþráður Tveir viðvaningar brjótast inn á heimili í úthverfinu. Þar komast þeir á snoðir um drungalegt leyndarmál, sem tveir húsráðendur, sem haldnir eru kvalalosta, vilja vernda með öllum tiltækum ráðum.
Útgefin: 6. febrúar 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Joshua Friedlander
Söguþráður Óvenjuleg gamanmynd sem segir frá tilraunum hjóna til að eignast barn, vinum þeirra sem eru búnir að missa neistann úr sambandinu, og spennunni sem byggist upp þegar gamall herbergisfélagi kemur í helgarheimsókn.
Útgefin: 6. febrúar 2020
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Eddie Alcazar
Söguþráður Eftir að hafa upplifað andlega erfiðleika og mikla geðshræringu, er Garrett sendur á ríkmannlegt meðferðarhæli, þar sem persónueinkennum er komið fyrir í líkama hans, og hann er losaður undan drungalegum draumsýnum og upplifunum. En það kostar sitt að öðlast fullkomnun.
Útgefin: 7. febrúar 2020
DramaSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Sagan fjallar um óeirðirnar í Stonewall í New York árið 1969, en þau hrintu af stað réttindabaráttu samkynhneigðra í borginni. Fjallað er um Danny Winters, sem fer til New York, og skilur systur sína eftir heima. Hann fer inn á hommabarinn Stonewall Inn í Greenvich Village, þar sem hann hittir Trevor áður en hann kemur auga á Ed Murphy, framkvæmdastjóra barsins. Hann lendir upp á kant við spillta lögreglu og kynnist ungu fólki í hverfinu. En það er ólga undir niðri sem á eftir að brjótast upp á yfirborðið.
Útgefin: 7. febrúar 2020
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar vinalega geimveran Lu-La, sem er með ótrúlega ofurkrafta, lendir nærri Mossy Bottom sveitabænum, þá hefst viðburðaríkt kapphlaup Hreins og félaga við að koma henni heim aftur áður en útsendarar stjórnarinnar mæta á svæðið.
Útgefin: 14. febrúar 2020
TónlistarmyndHeimildarmynd
Söguþráður Heimildarmynd þar sem bandaríska söngkonan Aretha Franklin kemur fram með kór New Bethel Babtistakirkjunnar í Watts, í Los Angeles í janúar árið 1972.
Útgefin: 14. febrúar 2020
Drama
Leikstjórn Ben Wheatley
Söguþráður Colin hefur tekið á leigu glæsilegt sveitasetur til að halda upp á nýja árið með stórfjölskyldunni. Hann er aðalmaðurinn á svæðinu, þar til bróðir hans David, sem hefur verið í litlu tengslum við fólkið sitt, birtist skyndilega. Koma hans, eftir fimm ára fjarvistir, veldur miklum óróa í fjölskyldunni.
Útgefin: 14. febrúar 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Elizabeth Banks
Söguþráður Sabina Wilson, Elena Houghlin og Jane Kano vinna fyrir hinn dularfulla Charles Townsend, en öryggis- og spæjarastarfsemi hans hefur nú náð alheimsútbreiðslu. Hann ræður til sín klárustu, hugrökkustu, og best þjálfuðu konur um allan heim, og teymi af englum, undir stjórn Bosley, vinna hættuleg verkefni á alþjóðavettvangi. Verkefni englanna núna tengist því þegar ungur kerfisfræðingur ljóstrar upp um stórhættulega tækni.
Útgefin: 20. febrúar 2020
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Það var árið 1948 er Jóhannes Kjarval var á leið til Borgarfjarðar Eystri að heimsækja æskustöðvarnar sínar, að ferjan við Unaós kom ekki og hann snéri þá við og tjaldaði í fögrum hvammi stutt frá Ketilstöðum í Hjaltastaðaþinghá. Hann tók síðan ástfóstri við þennan fagra hvamm, sem síðan hefur verið kallaður Kjarvalshvammur. Í myndinni eru leikin atriði sem sýna enn betur Kjarval sem lifandi persónu með tilfinningar og mannlega gæsku
Útgefin: 20. febrúar 2020
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Myndin dregur nafn sitt af samnefndri sjóorrustu á milli Bandaríkjanna og Japans í heimsstyrjöldinni síðari sem átti sér stað vestan við Midway-eyju á Kyrrahafi 4.–7. júní 1942, sex mánuðum eftir að japanski flugherinn hafði gert árás á og stórlaskað flota Bandaríkjanna í Pearl Harbour við Hawaii-eyjar. Í Midway-orrustunni öttu kappi bandarísku flotaforingjarnir Chester Nimitz, Frank Jack Fletcher og Raymond A. Spruance og japanskir kollegar þeirra, Isoroku Yamamoto, Chūichi Nagumo og Nobutake Kondō, og voru það þeir síðarnefndu sem gerðu árásina, en markmið Japana var sem fyrr að þurrka út allan flota Bandaríkjanna á Kyrrahafi svo þeir gætu verið þar einráðir.
Útgefin: 21. febrúar 2020
SpennumyndVestri
Leikstjórn Scott Martin
Söguþráður Landnemi frá Fíladelfíu í Bandaríkjunum, tveir utangarðsmenn og fjárhættuspilarar, og stórhættulegur predikari, mæta örlögum sínum í fyrrum gróskumiklum bæ sem kallast Big Kill. Í hönd fer róstursamur tími, hörð lífsbarátta og ákvörðun sem mun breyta lífi þeirra allra til frambúðar.
Útgefin: 21. febrúar 2020
SpennumyndGamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Í myndinni mæta uppvakningabanarnir fræknu, þau Columbus, Tallahasse, Wichita og Little Rock, nýrri tegund uppvakninga, sem hafa þróast frá því upprunalega myndin var frumsýnd, auk þess sem þau þurfa að takast á við venjulegt mannfólk sem lifði af uppvakningapláguna sem fór sem eldur í sinu um Jörðina, og eirði engu.
Útgefin: 27. febrúar 2020
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Brian Kirk
Söguþráður Andre Davis er lögregluforingi í New York sem kvöld eitt er kallaður til vettvangsrannsóknar þar sem átta lögreglumenn hafa verið skotnir til bana með öflugum vélbyssum. Til að handsama þá seku grípur Andre til þess ráðs að loka Manhattan fyrir allri umferð og leggur um leið starf sitt undir að honum takist að finna morðingjana áður en nóttin er úti.
Útgefin: 28. febrúar 2020