Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Gamanmynd
Leikstjórn Billy Crystal
Söguþráður Þegar grínistinn Charlie Burnz hittir götusöngkonu frá New York, Emma Payge, verður til óvænt vinátta sem brúar kynslóðabilið og endurskilgreinir tilgang ástar og trausts.
Útgefin: 9. desember 2021
GamanmyndDramaHrollvekja
Leikstjórn Camille Griffin
Söguþráður Fjölskylda og vinir mæta í jólaboð til Nell, Simon og sonar þeirra Art. Boðið er fullkomið í alla staði, fyrir utan eitt lítið atriði: það eru allir að fara að deyja.
Útgefin: 9. desember 2021
Glæpamynd
Leikstjórn Daniel Farrands
Söguþráður Alríkislögreglumennirnir Kathleen McChesney og Robert Ressler skipuleggja mestu mannaveiðar í sögunni til að klófesta alræmdasta raðmorðingja Bandaríkjanna Ted Bundy, sem myrti og nauðgaði tugum kvenna á áttunda áratug 20. aldarinnar.
Útgefin: 10. desember 2021
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn David Darg, Price James
Söguþráður Kvikmyndaleikarinn David Arquette, sem var kallaður hataðasti maðurinn í bandarískri fjölbragðaglímu, eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn árið 2000, snýr aftur í íþróttina sem truflaði farsælan Hollywood feril hans. Hann er ákveðinn í því að endurheimta orðsporið og sjálfsvirðinguna, og gerir allt sem hann getur til að skapa sér nafn á ný í glímunni.
Útgefin: 10. desember 2021
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Katie Mitchell fær inngöngu í drauma-kvikmyndaskólann. Öll fjölskyldan fylgir henni í skólann, en allt fer úr skorðum þegar mikil vélmennauppreisn hefst, þar sem öll tæki vakna til lífsins. Nú þarf Mitchells fjölskyldan að standa saman til að bjarga heiminum.
Útgefin: 16. desember 2021
DramaHeimildarmynd
Leikstjórn Rick Altizer
Söguþráður Allir hafa sögu að segja af föður sínum. Hvort sem hún er jákvæð eða sársaukafull þá hefur hún alltaf mikil og djúp áhrif á okkar innri mann og stefnu í lífinu. Í myndinni eru sagðar ýmsar svona sögur sem varpa ljósi á hlutverk feðra í samfélaginu en einnig er fjallað um tengsl okkar við annan föður, þann á himnum.
Útgefin: 16. desember 2021
DramaÆviágrip
Söguþráður Sönn saga af Joe Bell, sem heiðrar minningu samkynhneigðs unglingssonar síns Jadin með því að halda af stað í göngu þvert yfir Bandaríkin, frá Oregon á vesturströnd landsins til New York á austurströndinni. Með göngunni vill hann vekja umræðu um einelti og hörmulegar afleiðingar þess, en Jadin framdi sjálfsmorð eftir að hafa verið lagður í einelti í skóla.
Útgefin: 16. desember 2021
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn J.P. Watts
Söguþráður Bretar eru að tapa fyrir Þjóðverjum í Fyrri heimsstyrjöldinni og þurfa að grípa til óvenjulegra ráða. Hópur breskra námuverkamanna er ráðinn til að grafa göng undir einskismannsland og koma fyrir sprengjum undir framlínu þýska hersins til að rjúfa hina hræðilegu pattstöðu í bardaganum um Messines, sem kostað hefur ótal mannslíf.
Útgefin: 17. desember 2021
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Amber Sealey
Söguþráður Árið 1980 var raðmorðinginn bandaríski Ted Bundy dæmdur til dauða. Á árunum eftir að dómurinn féll samþykkti hann að segja frá ýmsum atriðum sem tengdust glæpunum, en hann vildi aðeins tala við einn mann. Bill Hagmaier, greinandi hjá alríkislögreglunni, hitti Ted Bundy í þeirri von að fá betri skilning á því afhverju Bundy framdi hina hræðilegu glæpi, í þeirri von að fjölskyldur fórnarlambanna gætu náð meiri sátt. Eftir því sem Hagmaier grefur sig dýpra inn í sjúkan huga Bundy verða til bönd milli þeirra sem hvorugur átti von á að gætu orðið til. Myndin er byggð á raunverulegum handritum af samtölum þeirra Hagmaier og Bundy.
Útgefin: 17. desember 2021
Teiknimynd
Leikstjórn Samuel Tourneux
Söguþráður Bókhneigður silkiapi leggur upp í ævintýralegt ferðalag umhverfis Jörðina á 80 dögum eftir áskorun frá gráðugum froski.
Útgefin: 23. desember 2021
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður Slunginn svikahrappur sem er á flótta undan stórhættulegum leigumorðingja felur sig inni á lögreglustöð í litlum bæ. En þegar morðinginn birtist, þá lendir nýliði í löggunni óvænt í miðju atburða.
Útgefin: 23. desember 2021
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Maria Bissell
Söguþráður Jólin eru að koma í eyðilegum bæ í Norður Wisconsin í Bandaríkjunum. Ungt par er óvænt sakað um þjófnað eftir að hafa gert sig heimakomið í tómum sumarbústað. Fljótlega þurfa þau að reka grímuklædda þjófa á brott og setja meðal annars upp margvíslegar Home Alone gildrur.
Útgefin: 23. desember 2021
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Castille Landon
Söguþráður Fyrir unglingsstúlkuna Rain Burroughs þýðir geðklofagreining hennar að hver dagur er barátta. Hún reynir að greina í sundur hver hinna óþægilegu sýna, radda, eða erfiðu tilfinninga sem hún upplifir eru raunveruleg og hver eru einungis í hennar eigin huga. En þegar hún fullyrðir, gegn ráði foreldra sinna, að skuggarnir og hávaðinn sem hún heyrir frá háalofti nágrannans þýði að þar eigi sér stað skelfilegir hlutir, þá fær hún hjálp frá Caleb, nýja stráknum í skólanum – sem er mögulega ekki raunverulegur.
Útgefin: 30. desember 2021
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Benjamin Cleary
Söguþráður Í nálægri framtíð er Cameron Turner greindur með banvænan sjúkdóm. Hann fær kynningu á tilraunameðferð sem felst í því að búið er til afrit af honum sjálfum. Til að hlífa fjölskyldu sinni við sorg og trega, þá ákveður hann að taka þátt, en hann má alls ekki greina fjölskyldunni frá ákvörðuninni.
Útgefin: 30. desember 2021