Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanHeimildarmyndÍslensk mynd
Band segir sögu þriggja kvenna í hljómsveitinni The Post Performance Blues Band. Í sameiningu ákveða þær að gefa sér eitt ár til að verða poppstjörnur eða hætta að spila að eilífu. Band sýnir raunveruleikann í öllu sínu veldi. Hún er litrík, klikkuð og bráðfyndin mynd um vináttu, þroska og listina að leika sér frameftir aldri!
Útgefin: 1. desember 2022
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Drew Mylrea
Myndin gerist í heimi eftir veraldarhörmungar. Troy elur son sinn Jake upp í einskonar einkaparadís á útjaðri samfélagsins þúsundum kílómetra frá deyjandi borgum. Þegar Troy særist alvarlega neyðist Jake til að fara og finna lyf. Troy skipar syni sínum að drepa alla sem hann hittir en Jake hlýðir ekki föður sínum þegar hann hittir dularfulla konu, Henriettu, og tekur upp samband við hana. Jake vill halda áfram að vera með konunni en Troy reynir allt sem hann getur til að losna við Henriettu og vernda paradísina sem þeir feðgar bjuggu sér til.
Útgefin: 2. desember 2022
Drama
Leikstjórn Emer Reynolds
Hinn 12 ára gamli Mully er á flótta undan föður sínum og stelur leigubíl. Þar finnur hann óvænt lögmanninn Joy í aftursætinu ásamt barni. Joy er á leið á mikilvægan fund og Mully þarf að komast eins langt og hann getur í burtu frá föður sínum, sem vill fá peningana sem Mully er með á sér. Tvíeykið fer nú í ferð um Írland þvert og endilangt og uppgötvar í leiðinni vináttu, ást og margt fleira í fari hvors annars.
Útgefin: 5. desember 2022
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Isaac Ezban
Vinahópur finnur spegil sem reynist vera gátt inn í "fjölheim". Fljótlega komast þeir að því að það að flytja þekkingu á milli heima hefur sífellt meiri og alvarlegri afleiðingar.
Útgefin: 9. desember 2022
RómantíkDrama
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Í afskettum firði á 5. áratug síðustu aldar verður hinn ungi bóndi Bjarni ástfanginn af Helgu, konunni á næsta bæ. Þau hefja ástríðufullt, forboðið ástarsamband, og brátt fara tilfinningarnar að flæða jafn hömlulaust og hafið sem umkringir þau.
Útgefin: 12. desember 2022
GamanHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Halina Reijn
Hópur ungs fólks fer út úr borginni og heldur partý sem fer illilega úr böndunum.
Útgefin: 12. desember 2022
GamanRómantík
Leikstjórn Aml Ameen
Myndin fjallar um breska rithöfundinn Melvin sem býr í Bandaríkjunum. Hann snýr heim til Lundúna yfir Jólin til að kynna nýju bandarísku kærustuna Lisu, fyrir sérvitri fjölskyldu sinni sem er af bresk - karabískum uppruna. Það reynir verulega á sambandið þegar Lisa áttar sig á hvernig lífið var hjá kærastanum meðan hann bjó í Bretlandi.
Útgefin: 12. desember 2022
FjölskyldaSöngleikurÍslensk mynd
Þegar Hanna og vinir hennar í hljómsveitinni Rauðu Hauskúpunni uppgötva að óprúttnir náungar ætla að sprengja upp skólann á lokaballinu, þurfa þau að beita öllum sínum ráðum til að ná sökudólgnum.
Útgefin: 15. desember 2022
Spenna
Leikstjórn James Clayton
Eftir að hafa stolið milljónum í reiðufé úr felustað sadistans og mafíuforingjans Temple, finnur þjófur laumufarþega í bílnum sem hann notaði til að komast undan. Farþeginn er ófrísk eiginkona Temple, Mia. Til að endurheimta féð og ófæddan son sinn sendir Temple her þrjóta til að elta uppi og ná í Miu og þjófinn.
Útgefin: 16. desember 2022
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Amalie Næsby Fick
Þegar foreldrar Alan skilja neyðist hann til að flytja í glænýjan bæ með föður sínum. Þar kynnist hann Helga sem er mikill áhugamaður um fljúgandi furðuhluti. Ekki líður á löngu þar til geimveran Mæken nauðlendir á leikvellinum hjá Alan. Með þeim myndast mikil vinátta og Alan er staðráðin í að hjálpa Mæke að komast aftur til síns heima.
Útgefin: 19. desember 2022
Gaman
Leikstjórn James Morosini
Myndin segir frá Chuck sem hefur ekki verið í sambandi við son sinn Franklin en langar að tengjast honum á nýjan leik. Chuck, sem Franklin hefur blokkað á Facebook, hefur áhyggjur af syni sínum og grípur til þess ráðs að þykjast vera þjónustustúlka á netinu og setur sig í samband við soninn. Hlutirnir flækjast þegar Franklin verður hrifinn af þessari skálduðu konu og þráir að hitta hana í eigin persónu.
Útgefin: 23. desember 2022
SpennaDramaStríð
Leikstjórn Callum Burn
Ágúst árið 1944. Þegar bandaríski flugherinn er í þann veginn að gera árás á nasista í Þýskalandi, þá kemst breska leyniþjónustan að því að flugmennirnir gætu mögulega verið að fljúga beint inn í lífshættulega gildru. Nú þegar aðeins nokkrir klukkutímar eru í árásarferðina þarf liðþjálfinn Edward Barnes að halda í stórhættulega ferð upp á líf og dauða. Hann á að fljúga yfir Berlín höfuðborg Þýskalands í óvopnaðri Spitfire orrustuþotu til að taka ljósmyndir sem nýtast sem sönnunargögn og geta mögulega bjargað lífi 1.200 manns.
Útgefin: 30. desember 2022