Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndDramaÆvintýramyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Myndin segir ótrúlega sögu breska landkönnuðarins Percy Fawcett, sem fór inn í Amazon frumskóginn í byrjun 20. aldarinnar og finnur þar merki um áður óþekkta menningu. Þó að hann hafi þurft að þola háð og spott vísindasamfélagsins, sem skilgreindi frumstæða ættbálka sem villimenn, þá fór Fawcett ítrekað á svæðið til að afla sönnunargagna, þar til hann hvarf með dularfullum hætti árið 1925.
Útgefin: 28. júlí 2017
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimyndaþættirnir um Tashi og frænda hans, hinn hugmyndaríka Jack sem heimsækir Tashi oft og tíðum, hafa notið mikilla vinsælda á sjónvarpsstöðvum enda litríkir og viðburðaríkir svo af ber auk þess sem húmorinn er í hávegum hafður. Þeir segja frá þeim ótrúlegu ævintýrum sem þeir frændur lenda í, en í þeim þurfa þeir oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ...
Útgefin: 28. júlí 2017
RómantískDrama
Leikstjórn Kim Nguyen
Söguþráður Myndin gerist í litlum bæ nálægt Norðurpólnum og segir frá Roman og Lucy, tveimur eldhugum sem ákveða í sameiningu að láta lífið leiða sig í nýjar áttir og finna innri ró.
Útgefin: 3. ágúst 2017
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Fenar Ahmad
Söguþráður Farsæll læknir sem missir bróður sinn í gengjaárás, ákveður að gefa þægilegt líf sitt upp á bátinn og gerast grímuklæddur vígamaður, og hefna bróður síns.
Útgefin: 4. ágúst 2017
SöngleikurHeimildarmyndDansmynd
Leikstjórn German Kral
Söguþráður Maria Nieves og Juan Carlos Copes eru frægasta tangópar heims og hefur mótað dansinn meira en nokkur annar. Þau dönsuðu saman af ástríðu, elskuðu og hötuðu hvort annað til skiptis, í næstum 50 ár, þar til að dag einn skildu leiðir. Og það skildi eftir sig stórt gat í Tangóheiminn - nú, undir lok lífsins, segja þau sögu sína í fyrsta skipti.
Útgefin: 4. ágúst 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Joseph Cedar
Söguþráður Norman Oppenheimer er smákrimmi og reddari, sem vingast við ungan stjórnmálamann, þegar lífið hefur leikið hann grátt. Þremur árum síðar, þegar stjórnmálamaðurinn er orðinn þekktur alþjóðlegur leiðtogi, þá breytist líf Norman bæði til hins betra og til hins verra.
Útgefin: 10. ágúst 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Rachel Tunnard
Söguþráður Anna syrgir dauða tvíburabróður síns. Til að hún nái að jafna sig þarf hún að hlusta á nöldur móður sinnar, vísdómsorð ömmu sinnar, þola hrifningu Brendan, og kynnast ungum dreng sem hefur gengið í gegnum sömu lífsreynslu.
Útgefin: 11. ágúst 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher. Hvað Dominic gengur til með þessu veit enginn og spurningin er hvort hann viti það sjálfur!
Útgefin: 17. ágúst 2017
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Tony Giglio
Söguþráður Þegar sameiginleg handtaka fíkniefnalögreglunnar og sérsveitarinnar á fíkniefnahring endar í skotbardaga, þá tekur sérsveitarmaðurinn Travis Hall dularfullan mann til fanga. Áður en langt um líður er ráðist ítrekað á herbúðir sérsveitarinnar, í þeim tilgangi að frelsa fangann sem þekktur er undir nafninu “Sporðdrekinn”, vegna risastórs húðflúrs á baki hans. Þegar Travis kemst að því að fanginn er leynilegur gagnnjósnari sem starfað hefur innan fíkniefnahringsins, þá þurfa hann og félagar hans í sveitinni að halda Sporðdrekanum og leyndarmáli hans öruggu.
Útgefin: 17. ágúst 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Ponsoldt
Söguþráður Mae Holland er ung kona sem verður afar glöð þegar hún landar nýju starfi hjá hátæknirisanum The Circle. Fljótlega renna þó á hana tvær grímur þegar hún uppgötvar að nýjasta afurð fyrirtækisins er hátæknibúnaður sem gerir hverjum sem er kleift að fylgjast með hverjum sem er hvar og hvenær sem er.
Útgefin: 18. ágúst 2017
Drama
Leikstjórn Gaby Dellal
Söguþráður Stórfjölskylda sem býr undir sama þaki í New York þarf að takast á við miklar breytingar í lífi eins fjölskyldumeðlimsins. Ray er unglingur og hefur komist að því að hann sé karl fæddur í líkama konu, og hefur ákveðið að fara í kynskiptaaðgerð. Einstæð móðir hans, Maggie, þarf að finna líffræðilegan föður Ray, til að fá samþykki hjá honum. Dolly, sem er lesbísk amma Ray, á erfitt með að laga sig að þeirri staðreynd að hún eigi nú ömmustrák. Þau þurfa nú öll að horfa í eigin barm og standa saman.
Útgefin: 18. ágúst 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.
Útgefin: 25. ágúst 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.
Útgefin: 25. ágúst 2017
DramaSöguleg
Leikstjórn Terry George
Söguþráður Myndin gerist á síðustu dögum Ottoman veldisins og fjallar um ástarþríhyrning á milli Michael, sem er snjall læknisfræðinemi, hinnar fáguðu og fögru Ana, og Chris, virts bandarísks blaðamanns búsettum í París.
Útgefin: 25. ágúst 2017
GamanmyndDramaSpennutryllirÆvintýramyndRáðgátaTeiknimynd
Söguþráður Unglingsstúlkan Avril fer að leita að foreldrum sínum, vísindamönnunum, sem hverfa með dularfullum hætti, í París á tímum Napóleons á 19. Öldinni.
Útgefin: 25. ágúst 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Alain Gsponer
Söguþráður Hið sígilda ævintýri um Heiðu, sem býr hjá afa sínum í svissnesku Ölpunum, hefur fangað hjörtu allra um áratugabil. Spennandi, hjartnæm og falleg kvikmynd fyrir alla fjölskylduna.
Útgefin: 31. ágúst 2017