Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Rose Glass
Söguþráður Maud er guðrækin nunna sem verður hættulega heltekin af því að hún þurfi að bjarga sálu dauðvona sjúklings.
Útgefin: 8. apríl 2021
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Sam Kelly
Söguþráður Myndin sækir innblástur í sannar sögur af götugengjum í Nýja Sjálandi yfir þrjátíu ára tímabil. Sagt er frá Danny á þremur mikilvægum augnablikum í lífi hans þar sem hann þroskast úr ungum dreng yfir í ofbeldisfullan foringja í gengi.
Útgefin: 9. apríl 2021
DramaSpennutryllir
Leikstjórn John Hyams
Söguþráður Konu á ferðalagi, sem er nýbúin að missa eiginmann sinn, er rænt af kaldrifjuðum morðingja. Hún flýr út í óbyggðir, en þar mæta henni óblíð náttúruöflin og kvalari hennar er einnig á næsta leiti.
Útgefin: 16. apríl 2021
Gamanmynd
Söguþráður Markus þarf að snúa heim til táningsdóttur sinnar, Mathilde, þegar konan hans deyr í lestarslysi. Þegar stærðfræðisnillingur, sem var líka í lestinni, og tveir félagar hans mæta á svæðið kemur í ljós að líklega var þetta alls ekkert slys.
Útgefin: 22. apríl 2021
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Francis Lee
Söguþráður Hinn virti steingervingafræðingur Mary Anning starfar á hrjóstrugri suðurströnd Englands á fimmta áratug nítjándu aldarinnar. Tíminn þegar hún gerði sínar stærstu uppgötvanir er liðinn og nú leitar hún að algengum steingervingum til að selja til ferðamanna, og afla þannig tekna fyrir sig og roskna móður sína. Þegar auðugur gestur treystir Mary fyrir eiginkonu sinni Charlotte Murchison, þá hefur hún ekki efni á að hafna boðinu. Mary, sem er stolt og ástríðufull gagnvart starfi sínu, lendir í fyrstu upp á kant við hinn óvelkomna gest, en smátt og smátt tengast þær traustum böndum.
Útgefin: 22. apríl 2021
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Adam Egypt Mortimer
Söguþráður Max Fist segist vera hetja úr annarri vídd, sem féll til Jarðar í gegnum tíma og rúm, en hann hefur enga ofurkrafa á Jörðinni. Sá eini sem trúir honum er Hamster, strákur úr bænum. Saman skera þeir upp herör gegn dópsölum bæjarins og harðsvíraða glæpaforingjanum The Manager.
Útgefin: 23. apríl 2021
Drama
Leikstjórn Glendyn Ivin
Söguþráður Sam Bloom er ung móðir sem lamast eftir slys. Eiginmaður hennar, þrír synir þeirra og móðir hennar, reyna að laga sig að nýjum aðstæðum þegar skjór kemur skyndilega inn í líf þeirra, sem þau kalla Penguin, eða Mörgæsina. Koma fuglsins er ánægjuleg tilbreyting fyrir Bloom fjölskylduna, og á eftir að valda straumhvörfum í fjölskyldulífinu.
Útgefin: 29. apríl 2021
DramaTónlistarmynd
Leikstjórn Darius Marder
Söguþráður Líf þungarokkstrommarans Ruben breytist þegar hann byrjar að tapa heyrn. Þegar sérfræðingur segir honum að ástandið muni versna hratt, þá óttast hann að tónlistarferlinum sé lokið og lífi sínu líka. Félagi hans í hljómsveitinni og kærasta, Lou, skráir hann inn í meðferðarmiðstöð fyrir heyrnarlausa í þeirri von að það geti hjálpað honum að vinna úr áfallinu.
Útgefin: 29. apríl 2021
Drama
Leikstjórn Claire Oakley
Söguþráður Eftir að Ruth flytur inn til kærasta síns í sumarhúsabyggð í Cornwall, vex spennan þegar Ruth fer að gruna kærastann um framhjáhald.
Útgefin: 30. apríl 2021