Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

RómantískDrama
Leikstjórn Hany Abu-Assad
Söguþráður Taugaskurðlæknirinn Ben og ljósmyndarinn Alex eru strandaglópar á flugvellinum í Boise í Idaho-ríki og eiga það sameiginlegt að þurfa bæði að vera komin til Baltimore fyrir næsta morgun. Þótt þau þekkist ekki neitt ákveða þau að slá saman og leigja sér einkavél til að ferja sig yfir fjöllin. En flugferðin fer illa þegar vélin brotlendir hátt uppi í einu fjallinu, flugmaðurinn deyr og Alex slasast svo illa að útilokað er að hún geti gengið niður af fjallinu af sjálfsdáðum.
Útgefin: 18. janúar 2018
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Steven Soderbergh
Söguþráður Þegar Jimmy Logan er sagt upp vinnunni og fyrrverandi eiginkona hans ákveður að flytja með dóttur þeirra á fjarlægar slóðir sér Jimmy sæng sína útbreidda og leggur til við bróður sinn Clyde að þeir fremji bíræfið rán á milljónum dollara þrátt fyrir hina svokölluðu Logan-bölvun sem er sögð hvíla á þeim.
Útgefin: 18. janúar 2018
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Steven R. Monroe
Söguþráður Leigh heldur úti vefsíðunni Bad Date Chronicles, en þar getur fólk undir nafnleysi sett inn sögur af hræðilegum stefnumótum. Þegar bloggarinn og samkeppnisaðilinn Conner kemur við sögu í einni færslunni hennar, þá ákveða þau að hittast á stefnumóti til að sjá hvort þeirra er slæmi aðilinn á stefnumótinu.
Útgefin: 18. janúar 2018
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Hér segir frá hjónunum James og Ginu sem hafa verið gift í mörg ár, en Gina er blind eftir bílslys sem hún lenti í sem lítil stúlka. Með nýjustu tækni gæti hún þó öðlast sjón á ný og úr verður að hún kemst í aðgerð sem heppnast vonum framar. Í fyrstu eru bæði hún og James himinlifandi með árangurinn eins og við mátti búast en smám saman byrja að renna tvær grímur á Ginu.
Útgefin: 19. janúar 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Stórskemmtilegar fimm mínútna teiknimyndir um alls konar dýr, bæði stór og smá, og kostuleg ævintýrin sem þau lenda í á hverjum einasta degi. Skógarfjörs-þættirnir eru fullir af fjöri frá upphafi til enda, en þeir innihalda ekkert mannamál heldur eingöngu umhverfis- og dýrahljóð og dálítið af tónlist þegar það á við.
Útgefin: 19. janúar 2018
DramaHrollvekja
Leikstjórn Andres Muschietti
Söguþráður Þegar sjö vinir í bænum Derry í Maine-ríki Bandaríkjanna komast á snoðir um að í holræsum bæjarins er á kreiki óvættur sem ber að öllum líkindum ábyrgð á hvarfi margra ungmenna í gegnum árin ákveða þau að rannsaka málið á eigin ábyrgð.
Útgefin: 22. janúar 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Eftir að höfuðstöðvar Kingsman-leyniþjónustunnar í Bretlandi eru sprengdar í tætlur uppgötva þeir Gary „Eggsy“ Unwin og Merlin að til eru bandarísk systursamtök kóngsmannanna, Statesman-leyniþjónustan, og fá í framhaldinu aðstoð starfsmanna hennar til að berjast við hættulegasta óvin mannkyns til þessa, glæpasamtökin Gullna hringinn.
Útgefin: 25. janúar 2018
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Myndin segir kostulega sögu flugmannsins, eiturlyfjasmyglarans og CIA-uppljóstrarans Barrys Seal sem var flugmaður sem eftir að hafa flogið vélum flugfélagsins TWA frá 1966 til 1974 ákvað að söðla hressilega um og gerast stórtækur eiturlyfjasmyglari fyrir hinn stóra, kólumbíska Medellín-eiturlyfjahring þar sem hann tók m.a. við skipunum beint frá Pablo Escobar.
Útgefin: 25. janúar 2018
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Jon Brewer
Söguþráður Heimildarmynd um Mick Ronson sem átti stóran þátt í að skapa gítarsándið sem einkenndi glamrokk-tímabilið á ferli Davids Bowie, en Mick var gítarleikari sviðshljómsveitar Bowies, The Spiders From Mars. Mick Ronson fæddist í maí árið 1946 í Hull í Bretlandi og lést langt um aldur fram vegna krabbameins í lifur, aðeins 46 ára gamall árið 1993. Í myndinni er farið yfir feril Micks, bæði sem sólólistamanns og sem aðstoðarmanns annarra og rætt við fjölda fólks sem þekkti hann vel.
Útgefin: 25. janúar 2018
Rómantísk
Leikstjórn Kevin Connor
Söguþráður Sálfræðingurinn og rithöfundurinn Jessica hefur tvöfalda ástæðu til að vera ánægð þegar hún skilar sinni annarri bók til útgefanda síns, Mikes, því ekki bara hefur hún þá loksins uppfyllt útgáfusamninginn heldur er hún endanlega laus við Mike sem er einnig fyrrverandi eiginmaður hennar!
Útgefin: 25. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Stephen Gyllenhaal
Söguþráður Heidi DeMuth hefur alist upp við þær óvenjulegu aðstæður að hún þekkir engan úr fjölskyldu sinni aðra en móður sína sem er heilabiluð og getur ekki upplýst hana um neitt. Um þessi mál hefur hún orðið forvitnari með árunum og að því kemur að hún ákveður að finna svörin upp á eigin spýtur.
Útgefin: 26. janúar 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.
Útgefin: 26. janúar 2018
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Stephen Frears
Söguþráður Myndin hefst árið 1899 þegar Viktoría Englandsdrottning hafði ríkt í 62 ár og var að verða áttræð. Þegar ungur indverskur sendiboði og þjónn, Abdul að nafni, færir henni gjöf frá heimalandi sínu heillast hún af hreinlyndi hans og framkomu, og ekki síður af þekkingu hans á Kóraninum. Hún ákveður því að gera hann að kennara sínum um trú og siði múslima, mörgum úr hirðinni til mikillar undrunar. Á sama tíma á hún í deilum við þingið og einstaka þingmenn sem vilja bregða fyrir hana fæti ...
Útgefin: 29. janúar 2018
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Gary Preisler
Söguþráður Tveir lúðar kvænast tveimur eldri systrum, og halda að þar með verði þeir erfingjar að miklum auðævum þeirra og húsi í Beverly Hills.
Útgefin: 1. febrúar 2018
Ævintýramynd
Leikstjórn Richard Boddington
Söguþráður Týndur og munaðarlaus drengur og risastór fíll taka höndum saman gegn illum veiðiþjófum.
Útgefin: 1. febrúar 2018
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Rannsókn lögreglu á nokkrum óhugnanlegum morðum leiðir í ljós að allar aðstæður og aðferðir sem morðinginn hefur notað til að murka lífið úr fórnarlömbunum benda ótvírætt til að þar sé á ferðinni enginn annar en John Kramer, öðru nafni Jigsaw, sem gerði lögreglunni lífið leitt fyrr á árum með hefndarmorðum sínum. Vandamálið við þessa kenningu er að John er búinn að vera undir grænni torfu í tíu ár þannig að annað hvort er hann risinn upp frá dauðum eða morðinginn, hver sem hann er, gjörþekkir aðferðir hans svo vel að hann hlýtur að hafa haft aðgang að öllum smáatriðum í rannsóknargögnum lögreglunnar á sínum tíma – nú, eða að hann hafi hreint og beint þekkt Jigsaw og aðferðir hans betur en nokkur annar og vilji nú halda áfram með áætlun hans ...
Útgefin: 2. febrúar 2018
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Ástarsaga þeirra Robin og Diana Cavendish, ævintýragjarns pars sem neitaði að gefast upp fyrir illvígum sjúkdómi. Eftir að hafa fengið lömunarveiki 28 ára að aldri, þá er Robin Cavendish rúmliggjandi og er sagt að hann eigi bara nokkra mánuði eftir ólifaða. Með hjálp eiginkonu sinnar Diana og tvíburabræðra hennar, og byltingarkenndum hugmyndum frumkvöðulsins Teddy Hall, þá nær Cavendish bata, og helgar líf sitt öðrum sjúklingum og fötluðum.
Útgefin: 2. febrúar 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Langt, langt í burtu er eyjan og borgin Ninjago. Þar búa þau Lloyd, Jay, Kai, Cole, Zane og Nya sem á daginn þurfa að glíma við skólann, skólalífið og öll hin hversdagsmálin en á kvöldin við alls konar skrímsli og óvætti sem herja á Ninjago auk hins valdagráðuga og illa Lords Garmadon – sem er faðir Lloyds.
Útgefin: 5. febrúar 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Niels Arden Oplev
Söguþráður Læknanemar rannsaka mörk lífs og dauða, og upplifa ýmislegt, þar til skuggahliðar tilrauna þeirra fara að setja líf þeirra í hættu. Hvernig er að deyja? Hvað hugsar maður á dauðastundinni? Ein af þeim sem langar að finna svörin er læknisfræðineminn Courtney sem fær dag einn þá brjálæðislegu hugmynd að deyja í tilraunaskyni, nokkuð örugg um að verða lífguð við af samnemanda sínum áður en það er orðið of seint. Tilraunin heppnast, eða þannig lítur það út í byrjun, en ekki án eftirmála sem enginn hefði getað séð fyrir ...
Útgefin: 8. febrúar 2018
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Eftir að yngsta og eina eftirlifandi dóttir veitingastaðareigandans Quangs lætur lífið í sprengjuárás IRA í London leitar hann bæði til lögreglunnar og leyniþjónustunnar til að fá það uppgefið hverjir séu grunaðir um verknaðinn, enda ákveðinn í að ganga á milli bols og höfuðs á þeim sjálfur – sem allra fyrst.
Útgefin: 8. febrúar 2018