Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Myndin segir frá því þegar blaðamaðurinn Eddie Brock kemst í snertingu við dularfullt efni utan úr geimnum sem tekur sér bólfestu í honum og gerir honum kleift að breyta sér í ófrýnilegu ofurhetjuna Venom.
Útgefin: 24. janúar 2019
Drama
Leikstjórn Elizabeth Chomko
Söguþráður Þegar Ruth, sem er með Alzheimer-sjúkdóminn, hverfur á náttkjólnum einum fata út í kalda Chicago-nóttina og finnst síðan nokkrum klukkustundum síðar á reiki um borgina ráðleggja læknar eiginmanni hennar, Burt, að koma henni fyrir á viðeigandi sjúkrastofnun. Hann tekur það ekki í mál. Hér er dregin upp trúverðug mynd af afleiðingum Alzheimer-sjúkdómsins, ekki síst fyrir þá sem standa næst sjúklingnum. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi barna þeirra Ruthar og Burts sem upplifa æsku sína og uppeldi hvort á sinn hátt. What They Had er gæðamynd fyrir alla kvikmyndaunnendur sem kunna að meta áhrifaríkar sögur af venjulegu fólki ...
Útgefin: 24. janúar 2019
Spennutryllir
Leikstjórn Mark Polish
Söguþráður Þegar nýliðinn í leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, Kelley Chandler, slasast alvarlega í verkefni, og liggur milli heims og helju í öndunarvél, þá ákveður eiginkona hans, Tess, sem sjálf er fyrrum fulltrúi í leyniþjónustunni, að finna út úr því hvað kom fyrir eiginmanninn. Eftir því sem málin skýrast, og upp kemst að slysið var í raun ekki slys heldur unnið af manni innan CIA, þá gerir Tess allt hvað hún getur til að vernda Kelley, jafnvel þó afleiðingarnar verði stórhættulegar.
Útgefin: 24. janúar 2019
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Ben Parker
Söguþráður Þegar þriggja manna teymi sérsveitarmanna fær það verkefni að endurheimta dularfullan hlut af hafsbotni úti fyrir ströndum Japans fá þau í lið með sér sænska djúpsjávarsérfræðinginn Mats sem ræður yfir og stjórnar litlum köfunarkafbát sem nefnist Aurora. En hér er ekki allt sem sýnist. Enginn af fjórmenningunum sem halda niður í djúpið veit nákvæmlega hvaða hlut þau eiga að finna og koma með upp á yfirborðið og áður en varir er kafbáturinn Aurora kominn í sjálfheldu sem breytir leiðangrinum í æsilega baráttu fyrir lífinu.
Útgefin: 25. janúar 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn James Marsh
Söguþráður Nokkrir afbrotamenn sem komnir eru af léttasta skeiði ákveða ásamt ungum félaga sínum að brjótast inn í rammgerða niðurgrafna öryggisgeymslu í Hatton Garden í London. Ránið heppnast fullkomlega en deilur á milli þjófanna um skiptingu fengsins eiga eftir að verða þeim að falli.
Útgefin: 25. janúar 2019
BarnamyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Holger Tappe
Söguþráður Tiberton prófessor og málglöðu dýrin hans lifa góðu lífi á lítilli hitabeltiseyju. Dag einn finna þau ísjaka sem skolað hafði á ströndina hjá þeim og í honum egg. Úr egginu kemur prakkaralegi risaeðluunginn Ibbi. Saman lenda þau svo í ótrúlegum ævintýrum við að verja Ibba fyrir óprúttnu fólki sem vill klófesta hann.
Útgefin: 25. janúar 2019
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árum áður og nutu mikilla vinsælda bæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðum og gagnlegum boðskap sem á alltaf við.
Útgefin: 25. janúar 2019
Spennutryllir
Söguþráður Hin sextán ára gamla Laura Chant býr með móður sinni og fjögurra ára gömlum bróður sínum Jacko, í fátæku nýju úthverfi, á mörkum hins hálf eyðilagða Christchurch í Nýja Sjálandi. Laura lendir í yfirnáttúrulegum átökum við fornan anda sem ræðst á Jacko og sýgur lífið smátt og smátt úr honum á sama tíma og andinn verður sífellt yngri. Laura kemst að því hver hún raunverulega er, og hvert hið yfirnáttúrulega afl er innra með henni, og þarf að beisla það til að bjarga lífi bróður síns.
Útgefin: 31. janúar 2019
RómantískDrama
Leikstjórn Brian Herzlinger
Söguþráður Eftir að Tom kemst að því að hann á aðeins nokkra mánuði eftir ólifaða þá ákveður hann að finna einhvern sem er vel til þess fallinn að fylla skarð sitt sem fyrrverandi eiginmaður Valentine, og faðir hinnar 8 ára gömlu dóttur sinnar, Phoebe. Í gegnum þennan feril þá áttar hann sig á því að hann veit fátt lengur um eiginkonuna fyrrverandi, og verður aftur ástfanginn af henni, líkt og þau væru að hittast í fyrsta skipti.
Útgefin: 1. febrúar 2019
SpennumyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Thomas Napper
Söguþráður Fyrrum unglingameistari í hnefaleikum, Jimmy McCabe, snýr aftur í æfingahúsnæðið sem hann æfði í sem barn, eftir hafa lent harkalega á botninum. Eina fjölskyldan sem hann á eftir er gamli þjálfarinn hans Bill, aðstoðarmaðurinn Eddie og kynnirinn Joe. Hann byrjar að æfa box á ný, mörgum árum eftir að hann hætti, og reynir að ná aftur á þann stað sem hann var á þegar hann hætti.
Útgefin: 1. febrúar 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Kerr
Söguþráður Þegar voldug og stórhættuleg glæpasamtök komast yfir raunveruleg nöfn allra njósnara bresku leyniþjónustunnar kemur ekkert annað til greina en að kalla í snjallasta njósnara heims og fá hann til að fara í málið. Sá maður heitir Johnny English. Að vísu var hann sestur í helgan stein eftir áratugaþjónustu við ættjörðina en þar sem allir aðrir njósnarar leyniþjónustunnar eru úr leik var einfaldlega ekki um aðra að ræða. Að sjálfsögðu skorast Johnny ekki undan þessari ábyrgð frekar en fyrri daginn og hefur strax að rannsaka málið ásamt dyggum aðstoðarmanni sínum, Bough. Grunurinn beinist fljótlega að hakkaragengi í Suður-Frakklandi og hinni fögru Ophelíu sem virðist vera höfuðpaur þess og aðalskipuleggjandi.
Útgefin: 7. febrúar 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ari Sandel
Söguþráður Vinirnir Sonny og Sam hitta stríðnu talandi dúkkuna Slappy úr óútgefinni Gæsahúðarbók eftir R.L. Stine. Í þeirri von að geta stofnað sína eigin fjölskyldu, þá rænir Slappy móður Sonny, og vekur alla draugalegu vini sína upp til lífsins - rétt áður en Hrekkjavakan gengur í garð. Nú veður allt gengið yfir bæinn, skrímsli, nornir og aðrar dularfullar verur, og Sonny reynir að bjarga móður sinni, með hjálp frá systur sinni og Sam og einum vinalegum nágranna.
Útgefin: 7. febrúar 2019
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Ernesto Padrón
Söguþráður Hinn smái en knái Tom Little býr í ævintýraheimi, og heldur af stað í ferðalag lífs síns, til að leysa konungsríkið undan álögum og vinna ástir fallegrar prinsessu. En hver er hans eina sanna ást: dóttir konungsins eða hinn hugaði þjófur?
Útgefin: 7. febrúar 2019
DramaFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Damian Lee
Söguþráður Mattie er ung og efnileg skautastúlka sem er nálægt því að fá skólastyrk vegna hæfileika sinna þegar slys á skautasvellinu leiðir til þess að hún neyðist til að draga sig út úr mótinu sem hún þurfti nauðsynlega að keppa á til að fá styrkinn. Á hún möguleika á að ná aftur fyrri stöðu?
Útgefin: 7. febrúar 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Tyler Perry
Söguþráður Kona losnar úr fangelsi og hittir systur sína á ný. Hún kemst fljótlega að því að systirin á í ástarsambandi á netinu við mann sem er ekki allur þar sem hann er séður.
Útgefin: 7. febrúar 2019
SpennumyndDrama
Söguþráður Lögreglumaðurinn Mike Chandler, félagi hans og ungur borgari, lenda milli steins og sleggju, þegar örlögin haga því þannig að þeir lenda í miðju bankaráni, sem þrautþjálfaðir og þungvopnaðir málaliðar standa að.
Útgefin: 8. febrúar 2019
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Sophie Fiennes
Söguþráður Hér sjáum við hina mögnuðu söngkonu Grace Jones, allt í senn sem ástkonu, dóttur, móður, systur og jafnvel ömmu, þar sem hún leyfir okkur að kynnast sér betur en nokkru sinni fyrr. Í myndinni fáum við að heyra mörg af hennar þekktustu lögum eins og Slave To The Rhythm og Pull Up To The Bumper.
Útgefin: 8. febrúar 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Myndin fjallar um samfélag snjómanna hátt uppi í snæviþöktum fjöllum sem vita ekki að til séu siðuð samfélög fyrir utan þeirra eigið. Sögur hafa vissulega sprottið upp öðru hverju af smáskrímslum sem hafa komið röltandi neðan frá og upp á tindinn en öllum slíkum sögum hefur verið vísað frá sem hjátrú í besta falli og bulli og vitleysu í því versta. Það kemur því heldur betur fát á einn ungan snjómann, Mígo, þegar hann rekst einmitt á svona smáskrímsli í eigin persónu sem því miður sleppur þó úr greipum hans. Mígo reynir að segja hinum snjómönnunum frá þessu en uppsker bara hæðni og hlátur eins og hann sé sjálfur genginn af göflunum. Við það getur Mígo ekki sætt sig, því hann veit hvað hann sá, og ákveður að halda einn síns liðs niður fjallið og finna hvar smáskrímslin halda sig svo hann geti sannað sitt mál í eitt skipti fyrir öll ...
Útgefin: 11. febrúar 2019
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 14. febrúar 2019
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Damien Chazelle
Söguþráður Sannsöguleg mynd um líf geimfarans Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið, en myndin gerist í aðdraganda geimferðarinnar, 1961 -1969. Fjallað er um fórnirnar sem þurfti að færa í þessari hættulegustu ferð í sögu geimferðanna.
Útgefin: 14. febrúar 2019