Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndSöguleg
Leikstjórn Justin Kurzel
Söguþráður Myndin fjallar um inngrip manns að nafni Callums Lynch í sögulega atburði á tímum spænska rannsóknarréttarins, en Callum þessi er afkomandi hins vígfíma Aguilar sem ásamt félögum sínum barðist á móti óréttlæti og illum mönnum sem voru uppi á þessum tíma. Með sérstakri tækni í nútímanum getur Callum ferðast aftur í tímann, tekið sér bólfestu í líkama Aguilar og haldið verkum hans áfram.
Útgefin: 27. apríl 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Deane Taylor
Söguþráður Kóalabjarnarstrákurinn Billi Blikk heldur í sannkallaða hættuför inn í auðnir Ástralíu í leit að föður sínum sem hvarf sporlaust í könnunarleiðangri og allir nema Billi telja að sé dáinn.
Útgefin: 27. apríl 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Baena
Söguþráður Eftir að það slitnar upp úr trúlofun hans og kærustunnar, þá ákveða Joshy og nokkrir vinir hans að halda öllum fyrri áætlunum um steggjapartý til streitu, og fara til Ojai í Kaliforníu, og detta ærlega í það með öllu tilheyrandi.
Útgefin: 27. apríl 2017
Spennutryllir
Leikstjórn Sophia Takal
Söguþráður Vinkonurnar Anna og Beth fara í helgarferð til Big Sur strandarinnar í Kaliforníu, í þeirri von að endurnýja vinskapinn, eftir áralanga samkeppni og afbrýðisemi. Spennan vex samt sem áður, og ferðin endar með átökum, sem breytir lífi þeirra beggja til frambúðar.
Útgefin: 27. apríl 2017
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Ofur-apanjósnarinn Minkey, og félagi hans Mike, voru bestu njósnararnir í bransanum í mörg ár. En þegar Mike ákveður að setjast í helgan stein til að sinna dóttur sinni Amelia, gerði hann sér ekki grein fyrir að sagan gæti endurtekið sig. Tíu árum síðar er Amelia, sem nú er búin að finna upp byltingarkennda nýja tækni, rænt og hún send til Japans að vinna að stórhættulegri tilraun sem gæti valdið gereyðingu á Jörðinni. Mike og Minkey ákveða að vinna saman á ný til að bjarga Amelia og heiminum, úr höndum hins illa Dr. Farley.
Útgefin: 27. apríl 2017
Drama
Leikstjórn Sebastián Silva
Söguþráður Freddy og Mo eru hommapar, sem er að reyna að eignast barn með hjálp vinkonu sinnar, Polly. Á sama tíma er Freddy að gera stuttmyndina Nasty Baby þar sem hann leikur öskrandi smábarn. Sæðisfrumur Freddy eru ekki nógu margar, þannig að Mo þarf að gefa sæði, og að lokum verður Polly ófrísk. Freddy verður það síðan á að drepa mann sem hefur gert þeim lífið leitt. Þríeykið ákveður að fara með líkið út í skóg og brenna það.
Útgefin: 28. apríl 2017
Drama
Söguþráður Hér segir frá blaðamanni og kvikmyndagerðarmanni þar sem þeir rannsaka alræmt morðmál. Myndin er byggð á sannri sögu af bandarískum nema, Amanda Fox, sem sökuð var um morð á Ítalíu. Amanda hélt fram sakleysi sínu en kom engum vörnum við þegar hún var dæmd í 26 ára fangelsi fyrir morðið.
Útgefin: 28. apríl 2017
RómantískDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Morten Tyldum
Söguþráður Risageimferja er að flytja þúsundir manna til plánetu í fjarlægu sólkerfi þegar bilun í svefnbúnaði veldur því að tveir af farþegunum, þau James Preston og Aurora Lane, vakna af dásvefninum sem þau áttu að vera í, níutíu árum á undan áætlun. Eftir að þau James og Aurora vakna og átta sig á því að þeim mun ekki takast að falla í dásvefn á ný blasir við að þau þurfi að eyða því sem eftir er ævinnar í félagsskap hvors annars um borð
Útgefin: 4. maí 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Stacy Title
Söguþráður Árið 1960 framdi ungur maður fjöldamorð í blokkinni þar sem hann bjó og eftir að hafa verið handsamaður bar hann því við að „Bye Bye-maðurinn“ hefði sagt honum að fremja morðin. Löngu síðar gera fjögur ungmenni tilraun til að ná sambandi við framliðið fólk og vita ekki að þar með kalla þau yfir sig endurkomu Bye Bye-mannsins með hörmulegum afleiðingum. „Vondi kallinn“, eða „boogie man“ eins og hann er nefndur á ensku, hefur í gegnum árin tekið á sig ýmsar myndir. Bye Bye-maðurinn er ein þeirra en í þeirri útgáfu drepur hann ekki sjálfur heldur fær fórnarlömb sín til að gera það með því að fylla þau af ranghugmyndum og ofsjónum. Að þessu komast vinirnir John, Sasha, Kim og Elliott illu heilli kvöld eitt þegar þau eru að gera tilraunir með andaglas og bjóða fyrir slysni þessari óvætt að kíkja í heimsókn ...
Útgefin: 4. maí 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumyndÆviágrip
Leikstjórn Roger Spottiswoode
Söguþráður Myndin er byggð á metsölubók og segir sanna sögu af því hvernig trúbadorinn og fyrrum eiturlyfjaneytandinn James Bowen, breytti lífi sínu til betri vegar eftir að hann hitti villikött.
Útgefin: 4. maí 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurRáðgátaTeiknimynd
Leikstjórn Richard Rich
Söguþráður Eftir að dularfullir gestir koma til konungsríkisins, þá fara Alise prinsessa, Lucas og vinir þeirra í leynilega njósnaferð til að sjá hvort gestunum sé treystandi. Þau þurfa að nota alla hæfileika sína og njósnatæki, til að leysa gátuna og bjarga konungsríkinu.
Útgefin: 4. maí 2017
RómantískDramaRáðgáta
Leikstjórn Peter Strickland
Söguþráður Kona, sem er skordýrafræðingur að mennt, lætur reyna á samband sitt við lesbíska ástkonu sína.
Útgefin: 5. maí 2017
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Kai Barry
Söguþráður Þegar byrjendamistök Alex verða þess valdandi að heilt lið sérsveitarmanna lætur lífið, þá hefst áköf leit að honum. Alex leggur á flótta og þarf á sama tíma að reyna að átta sig á því hvað gerðist í raun og veru, með því að endurskapa atburðina í aðgerðinni misheppnuðu.
Útgefin: 5. maí 2017
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramyndRáðgátaSöguleg
Leikstjórn Yimou Zhang
Söguþráður Söguleg, rómantísk vísindaskáldsaga og skrímslamynd um eina merkilegustu og stærstu byggingu veraldar, Kínamúrinn.
Útgefin: 11. maí 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Andy Goddard
Söguþráður Walter Stackhouse er vinsæll arkitekt í New York á sjöunda áratug síðustu aldar. Hann er kvæntur hinni fögru Clara, og lífið gæti ekki verið betra. En áhugi hans á óupplýstu morðmáli, leiðir hann inn í hringiðu óreiðu, og hann neyðist til að spila leik kattarins og músarinnar, við snjallan morðingja, og metnaðarfullan rannsóknarlögreglumann. Á sama tíma girnist hann aðra konu.
Útgefin: 11. maí 2017
Drama
Leikstjórn Jim O'Hanlon
Söguþráður Þrjár manneskjur, og þrjár ótrúlegar sögur. Allar manneskjurnar bjuggu á 100 gatna svæði í Lundúnum. Max Moore er fyrrverandi leikmaður í bandaríska fótboltanum, sem er að reyna að laga sig að lífinu eftir boltann. Hann missir fljótt stjórn á lífinu og fer að drekka, dópa og fara á kvennafar, og glatar konu sinni og börnum í kjölfarið. Í reiði og örvæntingu verður hann fljótlega ofbeldishneigður.
Útgefin: 11. maí 2017
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Paco Cabezas
Söguþráður Eftir að hafa gengið í gegnum sáran skilnað, þá hittir Martha mann sem virðist vera sá eini rétti. En eftir því sem sambandið þróast, þá kemst hún smám saman að því að draumaprinsinn er fyrrum leigumorðingi. Það reynir á sambandið þegar þau reyna að bjarga hvoru öðru eftir að fortíð hans fer að valda miklum vandræðum, og gamlir óvinir enda með að ræna Martha.
Útgefin: 12. maí 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður Leigumorðinginn John Wick sem var neyddur aftur í slaginn í fyrstu myndinni um hann þarf nú í framhaldinu að sinna beiðni gamals félaga og takast á við stórhættulega morðingja alþjóðlegs glæpa- og njósnagengis sem hreiðrað hefur um sig í Róm.
Útgefin: 18. maí 2017
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Paul W.S. Anderson
Söguþráður Resident Evil: The Final Chapter er beint framhald af síðustu mynd, Retribution, þar sem Alice stóð ein eftir af þeim sem lögðu í lokabardagann við Regnhlífasamtökin. Nú neyðist hún til að snúa aftur þangað sem martröðin byrjaði og freista þess ásamt örfáum bandamönnum að verjast síðustu árásinni. Takist þessi lokatilraun hennar ekki er úti um mannkynið ...
Útgefin: 18. maí 2017
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Ben Younger
Söguþráður Sönn saga hnefaleikameistarans Vinny Pazienza, sem sneri aftur í hringinn eftir að hafa lent í hörðum árekstri sem varð honum nærri að aldurtila. Pazienza, kallaður "Pazmaníu djöfullinn", var litríkur hnefaleikakappi og fimmfaldur heimsmeistari. Best þekkti bardagi hans var við Roy Jones Jr. árið 1995, þar sem hann hélt áfram að berjast fram í rauðan dauðann, þó andstæðingur hans væri búinn að berja hann í buff, en þetta úthald hans og þrákelni má rekja til árekstursins, en eftir að hafa lent í því að geta jafnvel ekki gengið á ný, þá fannst honum engin þolraun jafnast á við þá lífsreynslu.
Útgefin: 18. maí 2017