Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Tate Taylor
Söguþráður Sue Buttons er húsmóðir í úthverfi sem verður fræg í bænum þegar hún fer að leita týnds eiginmanns síns í Yuba sýslu. Hún kynnist ýmsum skrautlegum persónum á leiðinni, þar á meðal lögreglukonu, blaðakonu og konu sem langar að verða mafíósi. Allir leggja sín lóð á vogarskálarnar í leitinni að eiginmanninum.
Útgefin: 18. júní 2021
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Brenda Chapman
Söguþráður Myndin er upprunasaga Péturs Pan og Lísu í Undralandi. Hin átta ára gamla Alice, uppátækjasamur bróðir hennar Peter og hinn bráðsnjalli eldri bróðir þeirra David gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn, að sumarlagi í enskri sveitasælu. Foreldrar þeirra, Jack og Rose, hvetja þau til að halda þykjustu tepartí, berjast með sverðum og leika sjóræningja. Allt þetta fær þó skjótan endi þegar harmleikur á sér stað. Peter, sem vill hjálpa sorgmæddum foreldrum sínum sem einnig eiga í fjárhagserfiðleikum, fer til London með Alice þar sem þau reyna að selja dýrmætan erfðagrip í veðlánasjoppu. Þegar heim er komið leitar Alice að skjóli í töfrandi kanínuholu en Peter flýr raunveruleikann inn í töfraheim sem leiðtogi Lost Boys.
Útgefin: 18. júní 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Ainbu er 13 ára gömul stúlka sem elst upp djúpt í frumskógum Amazon, í Colonia, en þar ræður ríkjum máttugasti andi skógarins, risaskjaldbakan Motelo Mama. Dag einn kemst Ainbu að því að landi hennar er ógnað af illum öflum sem láta stýrast af gróðahyggju. Stórvirkum vinnuvélum er beint inn í regnskóginn. Hún áttar sig nú á að það eru fleiri manneskjur í heiminum en bara hennar eign þjóð. Ainbu leggur upp í leiðangur til að bjarga paradísinni sem hún býr í og með henni í liði er andi móður hennar og ýmis ráðagóð dýr. Nú ríður á að bjarga þjóðinni áður en það verður um seinan.
Útgefin: 24. júní 2021
DramaÆviágrip
Leikstjórn Clark Johnson
Söguþráður Percy Schmeiser er sjötugur bóndi sem rís upp gegn stórfyrirtæki þegar erfðabreytt repjuolía frá fyrirtækinu finnst í uppskeru hans. Þegar barátta hans hefst kemst hann að því að þúsundir annarra bænda um allan heim glíma við sama vandamál. Skyndilega er hann orðinn alþýðuhetja sem berst fyrir réttindum bænda gegn gróðastefnu stórfyrirtækja.
Útgefin: 25. júní 2021
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Söguþráður Loftslagsbreytingar hafa leyst úr læðingi aldagamlan hundaæðis-vírus á Suðurheimskautinu. Vísindakona reynir að komast að rannsóknarstofunni til að finna lækningu og bjarga heiminum. Henni til aðstoðar eru sérvitringur nokkur og tveir sérsveitarmenn.
Útgefin: 25. júní 2021
GamanmyndDrama
Leikstjórn Azazel Jacobs
Söguþráður Roskin yfirstéttarkona sem rétt nær að draga fram lífið á því litla sem eftir er af arfi sem hún fékk, flytur í litla íbúð í París ásamt syni sínum og ketti.
Útgefin: 5. júlí 2021
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Stephen Basilone
Söguþráður Eftir að Bart hittir hina hressu Vienna óvænt, eyða þau skemmtilegri helgi saman. Þau verða fljótt ástfangin, en bæði fela leyndarmál sem gæti sett strik í reikninginn.
Útgefin: 12. júlí 2021
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Francis Lee
Söguþráður Hinn virti steingervingafræðingur Mary Anning starfar á hrjóstrugri suðurströnd Englands á fimmta áratug nítjándu aldarinnar. Tíminn þegar hún gerði sínar stærstu uppgötvanir er liðinn og nú leitar hún að algengum steingervingum til að selja til ferðamanna, og afla þannig tekna fyrir sig og roskna móður sína. Þegar auðugur gestur treystir Mary fyrir eiginkonu sinni Charlotte Murchison, þá hefur hún ekki efni á að hafna boðinu. Mary, sem er stolt og ástríðufull gagnvart starfi sínu, lendir í fyrstu upp á kant við hinn óvelkomna gest, en smátt og smátt tengast þær traustum böndum.
Útgefin: 19. júlí 2021