Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Ævintýramynd
Leikstjórn Tim Burton
Söguþráður Þegar Jakob var lítill drengur hafði afi hans sagt honum sögur af barnaheimili þar sem munaðarlaus börn voru ekki bara undarleg og öðruvísi heldur bjuggu einnig yfir óvenjulegum hæfileikum. Nú þegar Jakob er orðinn sextán ára ákveður hann að athuga hvort eitthvað hafi verið til í þessum sögum. Það sem hann uppgötvar á eftir að flækja hans eigið líf verulega.
Útgefin: 30. mars 2017
Teiknimynd
Söguþráður Sagan er um hina sex ára gömlu en munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
Útgefin: 30. mars 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn John Madden
Söguþráður Elizabeth er eftirsóttur lobbíisti í Washington D.C. og gerir allt sem gera þarf til að vinna. En þegar hún tekst á við valdamesta andstæðing sinn til þessa, þá kemst hún að því að hún kemur til með að þurfa að fórna of miklu til að knýja fram sigur í baráttunni.
Útgefin: 31. mars 2017
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Russell er hundur af Terrier kyni sem dreymir um að eignast fjölskyldu. Þegar hann strýkur úr gæludýrabúðinni, þá tekur The Ferraros fjölskyldan hann að sér, en fjölskyldan er að reyna að endurvekja fjölbragðaglímuhöll sem afi þeirra átti. Nú komast þau að því sér til mikillar gleði að Russell er mikill fjölbragðakappi, og nú rís stjarna hans hratt í fjölbragðaglímuheiminum. En þegar óheiðarlegur mangari svíkur Ferraros fjölskylduna, þá reynir á Russell.
Útgefin: 31. mars 2017
Hrollvekja
Leikstjórn Sean Byrne
Söguþráður Eftir að málarinn Jesse Hellman flytur inn í draumahúsið ásamt fjölskyldu sinni kemur í ljós að húsið og nágrenni þess er á valdi Satans og púka hans. Í fyrstu vita Jesse, eiginkona hans Astrid og dóttir þeirra Zooey auðvitað ekki hvað er að gerast í höfðum þeirra og að háttur Satans sé að taka líkama fólks og hug yfir og láta þau síðan fremja illvirki sín og þegar þau átta sig loksins á hættunni er það e.t.v. orðið of seint ...
Útgefin: 31. mars 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Garth Jennings
Söguþráður Kóalabjörninn Buster hefur verið að spreyta sig í skemmtanageiranum, án þess að njóta mikillar velgengni. Dag einn ákveður hann ásamt félaga sínum, sauðkindinni Eddie, að taka við rekstri á eldgömlu leikhúsi. Til að draga að áhorfendur efnir hann til söngvakeppni.
Útgefin: 6. apríl 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Garth Jennings
Söguþráður Kóalabjörninn Buster hefur verið að spreyta sig í skemmtanageiranum, án þess að njóta mikillar velgengni. Dag einn ákveður hann ásamt félaga sínum, sauðkindinni Eddie, að taka við rekstri á eldgömlu leikhúsi. Til að draga að áhorfendur efnir hann til söngvakeppni.
Útgefin: 6. apríl 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Kelly Fremon
Söguþráður Allir vita að það er erfitt að vaxa úr grasi, og það er það sem miðskólaneminn Nadine upplifir líka. Henni finnst allt vera hálf vandræðalegt í kringum sig og ekki batnar það þegar eldri bróðir hennar Darian, sem er aðal gaurinn í skólanum, byrjar með bestu vinkonu hennar, Krista. Allt í einu finnst Nadine hún vera meira einmana en nokkru sinni fyrr, eða þar til að hún kynnist óvænt strák sem gefur henni smá von um að lífið sé ekki svo slæmt eftir allt saman.
Útgefin: 6. apríl 2017
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Paul Verhoeven
Söguþráður Myndin segir frá Michèle sem stýrir stóru fyrirtæki á sama hátt og einkalífinu: með engum vettlingatökum. Líf hennar tekur hins vegar skyndilegum breytingum þegar ókunnugur maður ræðst á hana á hennar eigin heimili. Michèle lætur ekki bugast, kemst að því hver árásarmaðurinn er og í kjölfarið upphefst undarlegur leikur á milli þeirra tveggja, leikur sem gæti endað með ósköpum.
Útgefin: 6. apríl 2017
GamanmyndDrama
Söguþráður Buddy Young var dáður grínisti, en kemur núna fram á elliheimilum, fyrir framan örfáar hræður. Svo virðist sem allir nema Buddy viti að hann eigi að setja grínið á hilluna. Nú þegar Buddy leitar sér að vinnu í skemmtanabransanum, þá áttar hann sig á því að allir virðast hafa gleymt hinum glæstu árum Buddy Young, og mögulega er ekkert pláss fyrir gamlan grínista í bransanum.
Útgefin: 6. apríl 2017
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Bob Rafelson
Söguþráður Varðhundaþjálfarinn ísmeygilegi en vinalegi Harry Bliss á í vandræðum í hjónabandinu. Raðmorðingi gengur laus í Los Angeles, og þegar ráðist er inn á heimili söngkonunnar Joan Spruance, og hún fer að fá ógnandi símaskilaboð, þá flytur hún heim til systur sinnar Andy í Hollywood Hills. Joan upplifir sig ekki örugga þar heldur, útaf fyrrverandi kærustum Andy. Hún ræður sér því varðhund frá fyrirtæki Harry, og fljótlega fella þau hugi saman.
Útgefin: 6. apríl 2017
Spennutryllir
Leikstjórn Werner Herzog
Söguþráður Vísindamaður kennir forstjóra stórs fyrirtækis um umhverfisslys í Suður Ameríku. En þegar eldfjall fer að gera sig líklegt til að byrja að gjósa, þá þurfa þeir að vinna saman til að koma í veg fyrir stórslys.
Útgefin: 6. apríl 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Ian Edelman
Söguþráður Tveir púerto ríkanskir rannsóknarlögreglumenn í New York, fara til Parísar í leit að stolinni handtösku.
Útgefin: 6. apríl 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Susan Johnson
Söguþráður Kona með háa greindarvísitölu, sem útskrifaðist frá Harvard háskóla 19 ára gömul, reynir að komast til botns í heiminum, og hugleiðir siðferði, sambönd, kynlíf og það að fara út úr íbúðinni í New York. Hún er atvinnulaus og vinalaus, vegna þess að hún setur markið óeðlilega hátt. Geðlæknirinn hennar segir henni að búa til áætlun í fimm liðum til að koma sér aftur.á rétta braut.
Útgefin: 7. apríl 2017
HeimildarmyndSögulegÆviágripMyndlist
Söguþráður Heimildarmynd um líf myndlistarmógúlsins Peggy Guggenheim, byggt ævisögu hennar. Peggy var erfingi Guggenheim fjölskyldunnar, og varð leiðandi persóna í heimi samtímamyndlistar. Hún safnaði bæði myndlist og listamönnum. Ævi hennar var litrík, hún var marggift, og átti í ástarsamböndum og hjónaböndum við menn eins og Samuel Beckett, Max Ernst, Jackson Pollock, Marcel Duchamp, og óteljandi aðra karlmenn. Hún byggði upp eitt mikilvægasta safn nútímamyndlistar í heiminum, sem geymt er í höll hennar í Feneyjum.
Útgefin: 7. apríl 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Philip Spink
Söguþráður Þegar frændi hans reynir að hrifsa af honum yfirráð yfir búi hans, þá tekur hertoginn af Dingwall drenginn úr erfðaskrá sinni og erfir hundinn sinn að öllum auðævum sínum.
Útgefin: 12. apríl 2017
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Kevin Smith
Söguþráður Myndin gerist í Kanada og segir frá tveimur unglingsstúlkum frá Winnipeg, þeim Colleen Collette og Colleen McKenszie, sem eyða frítíma sínum í að stunda Yoga og vera í símanum, "líka" og "ekki líka" allt í kringum sig. En þegar stúlkunum er boðið í partý sem eldri nemendur halda, af aðal töffaranum í skólanum, þá uppgötva þær af tilviljun ævafornan skratta, sem lengi hefur legið grafinn í Manitoba. Þær slást í lið með mannaveiðara til að berjast gegn þessum óvætti, sem gæti komið í veg fyrir að þær komist í partýið.
Útgefin: 12. apríl 2017
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Brian Klugman
Söguþráður Þegar leikarinn Sydney hittir listakonuna Sunny, þá telur hann að hún gæti verið sú eina rétta. Hún er fyndin, klár og gullfalleg. Hún er allt sem hann hélt að gaur eins og hann myndi aldrei komast í tæri við. Afbrýðisemi Sydney, og fjörugt ímyndunarafl, fara smátt og smátt að koma honum í vandræði, oft með sprenghlægilegum afleiðingum. Núna þarf að hann að taka sig taki, eða hætta á að missa það besta sem komið hefur fyrir hann.
Útgefin: 12. apríl 2017
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Peter Berg
Söguþráður Þann 15. apríl 2013 sprungu tvær sprengjur með tólf sekúndna millibili við endalínu maraþonhlaupsins í Boylston-stræti í Boston með þeim afleiðingum að þrír áhorfendur létu lífið og um 264 slösuðust, margir mjög alvarlega. Bíómyndin Patriots Day er um það sem gerðist næst – og næstu daga á eftir. Sprengjutilræðið í Boylston-stræti leiddi af sér viðamestu aðgerð í sögu lögreglunnar í Boston enda kom ekkert annað til greina en að hafa sem allra fyrst uppi á þeim sem ábyrgð báru á voðaverkinu því á meðan þeir fengju enn um frjálst höfuð strokið gat enginn í borginni verið öruggur um líf sitt og ástvina sinna ...
Útgefin: 13. apríl 2017
DramaÆviágrip
Leikstjórn Pablo Larraín
Söguþráður Eftir morðið á John F. Kennedy Bandaríkjaforseta, þá berst eiginkona hans Jacquiline Kennedy við sorgina og áfallið, til að endurheimta trúna, hugga börn þeirra, og skilgreina arfðleifð eiginmannsins.
Útgefin: 14. apríl 2017