Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Leikarar: Liam Neeson, Guy Pearce, Taj Atwal, Harold Torres, Ray Fearon, Monica Bellucci, Ray Stevenson, Louis Mandylor, Stella Stocker, Lee Boardman, Rebecca Calder, Antonio Jaramillo, Natalie Anderson, Daniel De Bourg, Atanas Srebrev
Söguþráður Leigumorðingi áttar sig á að hann er sjálfur orðinn skotmark þegar hann neitar að ljúka verkefni fyrir hættuleg glæpasamtök. Nú þarf hann að elta uppi og drepa fólkið sem réð hann til starfa áður en þau og alríkislögreglumaðurinn Vincent Serra ná til hans á undan. Alex er afar fær í sínu fagi, en minnið er farið að bregðast honum og hann þarf því að velta hverju skrefi vandlega fyrir sér sem gerir mörkin milli þess sem er rétt og rangt þokukennd.
Útgefin: 8. júlí 2022
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Debra Neil-Fisher
Leikarar: Eva Longoria, Matt Walsh, Lea Thompson, Joel Kim Booster, Keith David, Johnny Pemberton, Tina Parker, Gail Cronauer, Brad Morris, Al Madrigal, Hala Finley, Nicole Byer
Söguþráður Til að blása nýju lífi í hjónabandið ákveða hjón að fara í sjálfskipaða "detox" ferð, án allra stafrænna tækja, í fjarlægan fjallabæ. Það sem byrjar sem hin fullkomna tæknilausa helgi, spinnst hinsvegar fljótlega allt úr böndunum. Nú neyðast Dan og Jeanine til að tengjast hvoru öðru til að reyna að bjarga hjónabandinu og geðheilsunni.
Útgefin: 8. júlí 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Regina Welker, Nina Wels
Leikarar: Ashley Bornancin, Danny Fehsenfeld, Daniel Amerman, Timur Bartels, Henning Baum, Julian Grant
Söguþráður Myndin fjallar um Baddý, ungan broddgölt sem vill bjarga skóginum og íbúum hans frá hræðilegum þurrki með því að endurheimta töfrasteininn frá bjarnarkonunginum sem stal honum.
Útgefin: 15. júlí 2022
GamanmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Kyle Newman
Leikarar: Ruby Rose, Taylor Zakhar Perez, Hari Nef, Paris Berelc, Nicholas Coombe, Aviva Mongillo, Kyle Newman, Madison Baines
Söguþráður Hér segir frá tölvuleikjaspilaranum Valerie Lee sem hættir í rafíþróttaliðinu sínu í háskólanum vegna kynferðislegrar áreitni frá strákunum í liðinu. Ákvörðunin verður til þess að hún missir námsstyrkinn en fljótlega sér hún leið til að bjarga námsferlinum. Hún þarf bara að finna þjálfara og setja saman nýtt lið sem gæti náð alla leið í úrslitin.
Útgefin: 15. júlí 2022
DramaHrollvekjaGlæpamynd
Leikstjórn William Brent Bell
Leikarar: Julia Stiles, Isabelle Fuhrman, Rossif Sutherland, Hiro Kanagawa, Stephanie Sy, Matthew Finlan, Jade Michael, Lauren Cochrane, Erik Athavale, Samantha Walkes, Sharon Bajer, Andrea del Campo, Bradley Sawatzky
Söguþráður Forsaga myndarinnar Orphan frá árinu 2009. Hin geðtruflaða Leena Klammer skipuleggur snilldarlegan flótta frá geðspítala í Eistlandi. Hún kemst til Bandaríkjanna með því að stela persónueinkennum týndrar dóttur auðugra hjóna. En nýju lífi Leenu undir nafninu Esther fylgja ákveðin vandræði. Hún lendir meðal annars upp á kant við móður sína, sem vill vernda fjölskylduna hvað sem það kostar.
Útgefin: 22. júlí 2022
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Daniel Robinette
Söguþráður Blindi unglingsdrengurinn Solomon býr einn í algjörri einangrun langt frá mannabyggðum, í skógum Norður Karólínufylkis í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir fötlunina þá getur Solomon ratað með því að binda langt reipi um mittið á sér og þannig er hann tjóðraður við kofann sem hann býr í. Hann veiðir fisk og lítil dýr sér til matar. Eina skemmtunin eru segulbandsupptökur með þremur dularfullum reglum: Þegar þú veiðir, veiddu fyrir tvo, fyrir skóginn og þig. Regla nr. 2: Þegar þú vilt gefast upp syngdu lagið okkar. Þriðja regla: Þú mátt aldrei sleppa reipinu.
Útgefin: 22. júlí 2022
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Yann Gozlan
Leikarar: Pierre Niney, Lou de Laâge, André Dussollier, Sébastien Pouderoux, Olivier Rabourdin, Guillaume Marquet, Mehdi Djaadi, Anne Azoulay, Aurélien Recoing
Söguþráður Matthieu er ungur og hæfileikaríkur svartkassagreinandi, þ.e. hann rannsakar svarta kassann svokallaða sem er um borð í flugvélum og skráir allt sem þar gerist. Hann þarf nú að rannsaka hrap nýrrar þotu. En þegar yfirvöld loka málinu, þá fer hann að velta fyrir sér hvort að eitthvað sé bogið við sönnunargögnin. Eftir því sem hann hlustar á upptökurnar aftur og aftur þá fer hann að heyra mjög alvarlega hluti. Gæti upptöunni hafa verið breytt eftir á? Hann ákveður þvert á vilja yfirmanna sinna að kanna málið sjálfur sem á eftir að reynast hættuleg vegferð sem ógnar ekki bara ferli hans heldur ýmsu öðru.
Útgefin: 29. júlí 2022
Drama
Leikstjórn Emmanuelle Bercot
Leikarar: Catherine Deneuve, Benoît Magimel, Gabriel A. Sara, Cécile De France, Oscar Morgan, Lou Lampros, Melissa George, Clément Ducol, Olga Mouak, Marc Fauveau
Söguþráður Sonur sem er í afneitun gagnvart alvarlegum sjúkdómi. Móðir sem horfist í augu við hið erfiða og óumflýjanlega. Mitt á milli er læknir og hjúkrunarfræðingur sem reyna að vinna vinnuna sína og gera alla sátta. Mæðginin hafa eitt ár og fjórar árstíðir til að skilja hvað það þýðir að deyja á meðan maður lifir.
Útgefin: 29. júlí 2022
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn William Fichtner
Leikarar: Mary Lynn Rajskub, William Fichtner, Harold Perrineau, Kim Coates, Robin Weigert, Brad William Henke, Jenna Clause, Charlene Amoia, Johnny Strong, Louis Mustillo, Kymberly Kalil, Erich Anderson, Pat Asanti
Söguþráður Cold Brook segir sögu tveggja ósköp venjulegra manna í litlum bæ sem lenda í ótrúlegu ævintýri og hætta öllu fyrir ókunnugan mann sem þarfnast hjálpar þeirra. Þetta er saga af því að koma heim; sem er eitthvað sem allir þrá.
Útgefin: 5. ágúst 2022
GamanmyndRómantískÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Kay Cannon
Leikarar: Camila Cabello, Billy Porter, Idina Menzel, Nicholas Galitzine, Minnie Driver, Maddie Baillio, John Mulaney, Charlotte Spencer, James Corden, Pierce Brosnan, Romesh Ranganathan
Söguþráður Nútíma söngleikjaútgáfa af hinu sígilda ævintýri um Öskubusku. Söguhetjunni okkar dreymir stóra drauma og fær góða hjálp til að láta þá rætast.
Útgefin: 8. ágúst 2022
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Adam Ethan Crow
Leikarar: Oded Fehr, Corey Johnson, Alexandra Gilbreath, Sean Buchanan, Aislinn Derbez, Lee Nicholas Harris, Emily Haigh, Connor Byrne, Paul Warren, Alana Wallace, Anya Newall
Söguþráður Brotin fjölskylda neyðist til að horfast í augu við sína innri djöfla, bæði fræðilega og bókstaflega, þegar hún lendir í miðri tilraun manns sem vill sanna tilvist hins yfirnáttúrulega. Tilgangur mannsins er að snúa við dómi yfir vini hans, sem sakfelldur var fyrir morð að yfirlögðu ráði.
Útgefin: 12. ágúst 2022
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Rohit Karn Batra
Leikarar: Brendan Fraser, Prem Chopra, Abhay Deol, Ronit Roy, Ekavali Khanna, Neeraj Kabi, Ali Haji, Anisha Victor, Charlotte Poutrel
Söguþráður Þrír bræður í indverskri glæpafjölskyldu takast á um framtíð ættarveldisins eftir að faðir þeirra deyr. Á sama tíma reynir lögreglumaður sem vinnur á laun, að binda enda á starfsemina.
Útgefin: 12. ágúst 2022
GamanmyndDrama
Leikstjórn Sam Boyd
Leikarar: Emma Roberts, Michael Angarano, Dree Hemingway, Patrick Gibson, Janet Montgomery, Jay Ellis, Greta Lee, Sasha Spielberg, Melora Walters, Gayle Rankin, Armen Weitzman, Luka Jones
Söguþráður Skemmtileg saga af sumri í lífi tveggja para. Owen og Hallie hafa verið saman lengi en eru nú að hætta saman, eða kannski ekki? Þegar samband þeirra er að nálgast endapunkt, fara Matt og Willa í rómantíska ferð.
Útgefin: 19. ágúst 2022
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Julien Fournet
Leikarar: Kaycie Chase, Paul Borne, Julien Crampon, Pierre Tessier, Gauthier Battoue, Barbara Tissier, Emmanuel Curtil
Söguþráður Píla er lítill munaðarleysingi sem býr á götunni. Ásamt tömdu hreysiköttunum sínum þremur kemst hún af með því að stela mat úr kastala illgjarna ríkisstjórans Tristains sem hafði hrifsað völdin. Dag einn dulbýr Píla sig sem prinsessa til að komast undan vörðunum sem eru á hælum hennar. Fyrr en varir er hún lögð, þrátt fyrir að þora varla, í hættuför til að bjarga Roland, réttmætum ríkisarfa, sem hefur verið hnepptur í álög og breytt í … kattakjúkling (hálfan kött og hálfan kjúkling).
Útgefin: 26. ágúst 2022
DramaSpennutryllirStríðsmynd
Leikstjórn Philipp Stölzl
Leikarar: Oliver Masucci, Dieter Bernhardt, Elias Gabele, Birgit Minichmayr, Maresi Riegner, Isa Hochgerner, Rafael Stachowiak, Andreas Lust, Markus Schleinzer, Johannes Zeiler, Anton Rattinger
Söguþráður Þegar Nasistar réðust inn í Vín í Austurríki reynir lögfræðingurinn Josef Bartok að komast til Bandaríkjanna ásamt eiginkonu sinni en er handtekinn af öryggislögreglunni Gestapo. Bartok er staðfastur og neitar að vinna með lögreglunni sem vill fá hjá honum leynilegar upplýsingar. Honum er varpað í einangrun og pyntaður sálfræðilega í marga mánuði og smátt og smátt gefur hann eftir. En þegar hann nær að stela gamall bók um skák þá hjálpar það honum að þola þjáningarnar, þar til skákin verður hættuleg þráhyggja.
Útgefin: 26. ágúst 2022