Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndSöngleikur
Leikstjórn Ol Parker
Söguþráður Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir og móðir hennar var í svipuðum sporum og hún er í núna.
Útgefin: 22. nóvember 2018
Drama
Leikstjórn Elizabeth Chomko
Söguþráður Þegar Ruth, sem er með Alzheimer-sjúkdóminn, hverfur á náttkjólnum einum fata út í kalda Chicago-nóttina og finnst síðan nokkrum klukkustundum síðar á reiki um borgina ráðleggja læknar eiginmanni hennar, Burt, að koma henni fyrir á viðeigandi sjúkrastofnun. Hann tekur það ekki í mál. Hér er dregin upp trúverðug mynd af afleiðingum Alzheimer-sjúkdómsins, ekki síst fyrir þá sem standa næst sjúklingnum. Um leið er skyggnst á bak við tjöldin í lífi barna þeirra Ruthar og Burts sem upplifa æsku sína og uppeldi hvort á sinn hátt. What They Had er gæðamynd fyrir alla kvikmyndaunnendur sem kunna að meta áhrifaríkar sögur af venjulegu fólki ...
Útgefin: 22. nóvember 2018
Heimildarmynd
Leikstjórn James D. Stern
Söguþráður Þeir voru margir sem trúðu ekki að Donald J. Trump yrði kosinn forseti Bandaríkjanna árið 2016 og því vöknuðu margir upp við vondan draum þegar það gerðist. Einn þeirra var kvikmyndagerðarmaðurinn James D. Stern sem ákvað að fara í ferðalag um „rauðu ríkin“ og tala við kjósendur Trumps um hvað það var sem réð atkvæðum þeirra á kjörstöðunum. Þótt James D. Stern sé yfirlýstur demókrati og mótfallinn ríkisstjórn Trumps reyndi hann að gæta hlutleysis í þessari mynd því honum lék fyrst og fremst forvitni á að vita hvað það var við Trump og stefnu hans sem höfðaði svo sterkt til fólks í lykilríkjunum að hann náði kosningu í embættið. Segja má því að í myndinni sé athyglinni fyrst og fremst beint að sjónarmiðum kjósenda Trumps ...
Útgefin: 22. nóvember 2018
DramaÆviágrip
Leikstjórn Bille August
Söguþráður Sannsöguleg mynd um Eleanor Riese sem var greind með geðklofa og aðrar geðraskanir en sætti sig ekki við að vera gefin lyf gegn vilja sínum og fékk til liðs við sig lögfræðinginn Colette Hughes til að öðlast sjálfsákvörðunarrétt í þeim málum. Fyrir árið 1988 giltu í Bandaríkjunum svonefnd Lanterman–Petris-lög sem heimiluðu yfirvöldum að ekki bara taka fólk úr umferð og loka það inni gegn sínum vilja ef viðkomandi var greindur með geðsjúkdóm heldur og að neyða sjúklingana til að taka inn geðlyf gegn sínum vilja. Í því hafði Eleanor Riese margoft lent og hélt því fram að mörg af þeim lyfjum sem neydd höfðu verið ofan í hana hefðu gert líf hennar verra. Með aðstoð lögfræðingsins Colette Hughes og lærimeistara hennar, Mort Cohen, sagði hún þessum lögum stríð á hendur ...
Útgefin: 22. nóvember 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Jaime Zevallos
Söguþráður Hinn frekar viðkunnalegi lúser Charlie, sem er á fertugsaldri og starfar sem þjónn, og dreymir um að geta gefið út bók sína 7 Steps of Healing the Male Broken Heart, er fastur í þjónastarfinu, og sér enga leið út úr þessu ástandi aðra en að leita sér að herbergisfélaga. Sú fyrsta sem svarar auglýsingu hans er hans fyrrverandi, og sú eina rétta að hans mati, Pam, en hún hryggbraut hann á sínum tíma og hvarf án skýringa. Hún er jafnframt innblásturinn að skáldsögunni góðu. Sú Pam sem hann þekkti áður var orkumikil, og átti fullt af peningum, en er núna blönk og illa til höfð. Nú vill Charlie komast að því hvað gerðist á þessum þremur árum sem eru liðin.
Útgefin: 23. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Anthony G. Cohen
Söguþráður Eddie Greenleaf er rithöfundur sem hefur útlitið með sér og notar það óspart til að komast í náin kynni við hitt kynið. Dag einn neitar hann að gefa gamalli, heimilislausri og hrörlegri konu koss og uppsker bölvun hennar með þeim afleiðingum að daginn eftir vaknar hann í konulíkama! Eddie, sem er einna þekktastur fyrir kvenhylli sína og hefur skrifað bók um hvernig karlmenn geti sængað hjá nýrri konu í hverri viku, vaknar morgun einn sjálfur sem kona! Til að byrja með er hann sannfærður um að gamla konan sem hann neitaði um kossinn beri ábyrgð á þessu en þegar hann finnur hana ekki til að láta breyta sér til baka í karlmanninn sem hann var neyðist hann til að sætta sig við orðinn hlut með öllum þeim glænýju vandamálum sem því fylgja ...
Útgefin: 23. nóvember 2018
GamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jacques Audiard
Söguþráður Á sjötta áratug nítjándu aldarinnar í Oregon er gulleitarmaður á flótta undan hinum alræmdu leigumorðingjum, the Sisters Brothers.
Útgefin: 23. nóvember 2018
Teiknimynd
Leikstjórn Theresa Strozyk
Söguþráður
Útgefin: 23. nóvember 2018
SpennumyndGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Daniel Grove
Söguþráður Eftir að hafa verið ranglega sakaður um að stela eiturlyfjum frá fyrrverandi vinnuveitanda sínum þarf hinn íranski Behrouz að sanna sakleysi sitt með því að hafa uppi á hinum raunverulegu ræningjum og endurheimta fenginn. The Persian Connection gerist í undirheimum Los Angeles þar sem íranskar og rússneskar glæpamafíur berjast um völdin. Við komumst samt fyrst að því að aðalpersónan, Behrouz, hafði sem ungur drengur verið sendur í stríðið gegn Írökum þar sem honum var naumlega bjargað frá dauða af írönskum glæpaforingja. Hann var síðan sendur til Los Angeles þar sem honum var gert að vinna fyrir írönsku mafíuna, m.a. við „aftökur“ á óvinum hennar. Honum hafði samt tekist um síðir að losna undan áhrifum mafíunnar og þegar myndin byrjar er hann að reyna að koma undir sig fótunum í heiðarlegri vinnu þegar honum er skyndilega kippt aftur til fortíðar sinnar og hótað öllu illu finni hann ekki hin stolnu eiturlyf. Inn í málin blandast svo unnusta Behrouz og ungur drengur sem gefa honum meiri og betri ástæðu en nokkurn tíma fyrr til að losna við óværu fortíðar sinnar af bakinu í eitt skipti fyrir öll ...
Útgefin: 23. nóvember 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Lífið er gott hjá hinum fjölbreytta dýrahóp sem býr á dýrabænum Grænuvöllum þar sem Nonni mús, Valdimar svín og Franz hani eru yfirleitt allt í öllu. En þegar Hörður villigöltur og gengi hans gera tilraun til að yfirtaka Grænuvelli og plata þá Nonna, Valdimar og Franz í langferð vandast málin.
Útgefin: 23. nóvember 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Þættirnir um ráðagóða björgunarbátinn Elías og vini hans, Trolla, Kraneyju, Doppu, Kalla, Glað og alla hina, voru fastir póstar í barnatímum sjónvarpsins á árum áður og nutu mikilla vinsælda bæði smáfólksins og hinna fullorðnu, enda afar vandaðir í alla staði með góðum og gagnlegum boðskap sem á alltaf við.
Útgefin: 23. nóvember 2018
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Eftir að verkefni sem Ethan Hunt átti að sinna fer úrskeiðis lendir hann á milli steins og sleggju því um leið og hann þarf að stöðva ný áform hryðjuverkamanna um að sprengja þrjár kjarnorkusprengjur er honum ekki lengur treyst af eigin fólki.
Útgefin: 28. nóvember 2018
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Alexandre Espigares
Söguþráður Úlfhundurinn rábær saga sem gerist á tímum gullæðisins í Klondike í Alaska á árunum 1896–1899. Sagan hefst reyndar áður en aðalsöguhetjan, úlfhundurinn White Fang, fæðist og við kynnumst aðstæðum foreldra hans á hinum harðbýlu og köldu slóðum. Gullfundurinn í Klondike hefur dregið að marga leitarmenn sem þurfa að flytja með sér mat og tæki og eiga í stöðugum átökum við úlfana. Þegar White Fang fæðist er hann hins vegar tekinn í fóstur af mönnum og verður því ákveðinn hlekkur á milli þeirra og villtu úlfana – og nokkurs konar verndari beggja ...
Útgefin: 29. nóvember 2018
TónlistarmyndHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Guy Guido
Söguþráður Leikin heimildarmynd eftir Guy Guido þar sem fjallað er um hljómsveitina The Breakfast Club í upphafi níunda áratugarins þegar Madonna var einn af meðlimum hennar og dró enga dul á þá áætlun sína að verða heimsfræg. Í þessari merkilegu mynd er farin sú leið að blanda saman leiknum atriðum og viðtölum við þá sem voru í The Breakfast Club með Madonnu á sínum tíma, en hljómsveitin samanstóð af þeim Angie Smit og Gilroy-bræðrunum Dan og Ed auk Madonnu sem spilaði á trommur. Dan var á þessum tíma unnusti Madonnu og kenndi henni m.a. fyrstu gítargripin. Sveitin, sem var stofnuð 1979 og átti síðar, þ.e. árið 1987, eftir að ná nokkrum vinsældum, m.a. með smellinum Right on Track, spilaði víða í New York á árinu 1980 án teljandi árangurs og svo fór að Madonna yfirgaf hana til að stofna hljómsveitina Emmy and the Emmys ásamt Mark Frazier. Skömmu síðar, eða árið 1983, sló Madonna síðan í gegn með sinni fyrstu plötu ...
Útgefin: 29. nóvember 2018
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Eins og allir vita er Bangsi sterkasti og besti bangsi í heimi. Hann þolir ekkert illt og berst gegn ranglæti hvar og hvenær sem er. Einn dag finnur Krissi Kló gull í stíflu bjórsins. Til þess að brjóta upp sífluna fær Krissi hana Lovu, dóttur nornarinnar, til að galdra Bangsa í burtu og getur hann þá komist óhindraður að gullinu. Þar sem Bangsi ef horfinn verða börnin í skóginum að hjálpast að og stöðva Krissa, en þá verða þau líka að hætta að rífast!
Útgefin: 29. nóvember 2018
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Director X.
Söguþráður Hinn ungi eiturlyfjasali Youngblood Priest hefur grætt á tá og fingri á eiturlyfjamarkaðinum í Atlanta en er búinn að fá nóg af hættunum sem fylgja og hefur ákveðið að draga sig í hlé. En fyrst ætlar hann að sjá um einn díl enn. Superfly gerist í hörðum heimi eiturlyfjaviðskipta í borginni Atlanta í Georgíu þar sem enginn er annars bróðir í leik og allt getur gerst, enda skipta milljónir dollara um hendur í þessum bransa á hverjum degi. En þótt ávinningurinn freisti margra er áhættan líka mikil því ekki bara er löggan aldrei langt undan heldur svífast flestir keppinautarnir einskis þegar biti af kökunni er annars vegar og loforða- og samningssvik eru engar nýjar fréttir. Þótt ungur sé að árum hefur Youngblood Priest náð ótrúlegum árangri í þessum heimi. En kemst hann lifandi frá honum?
Útgefin: 29. nóvember 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Kirby Voss
Söguþráður Eric er ungur maður sem á við þann vanda að stríða að hann getur varla verið í návist dökkhærðra kvenna því þær minna hann svo illilega á stjúpmóður hans. Málin vandast verulega þegar hann verður ástfanginn af dökkhærðri konu, en þá ákveða æðri máttarvöld að senda honum aðstoð! Love Me True er farsa- og fantasíukennd gamanmynd þar sem handritshöfundurinn og leikstjórinn Kirby Voss leikur sér að því að blanda saman hugarheimum hins unga Erics á 21. öldinni og rússneska rithöfundarins Fjodors Dostojevskíj sem skrifaði og gaf út margar frægar bækur á árunum 1846 til 1880, þar á meðal stórvirkin Fávitann og Glæp og refsingu, en sögur Fjodors fjölluðu flestar hverjar um fólk sem var á jaðri samfélagsins. Og hvernig sem það má annars vera, endurholdgast Fjodor skyndilega í íbúð Erics, boðinn og búinn til að aðstoða hann í vandræðunum varðandi dökkhærðar konur. En Fjodor á líka ýmislegt ólært ...
Útgefin: 30. nóvember 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Blair Hayes
Söguþráður Tom Jacobs er smekkmaður sem hefur byggt upp eins manns fyrirtæki sem sérhæfir sig í að finna hinna fullkomnu gjöf fyrir þá sem viðskiptavinir hans elska. Málin vandast þegar hann tekur að sér að finna gjöf fyrir hina heillandi og skemmtilegu Jenny Stone og verður sjálfur ástfanginn af henni. Hér svífur bæði jólaandinn og rómantíkin yfir vötnum þegar við fylgjumst með vandræðum Toms sem verður yfir sig ástfanginn af unnustu viðskiptavinar síns, en sá hafði leitað til hans og beðið hann að finna hina fullkomnu jólagjöf fyrri hana. Til að geta gert það þarf Tom að kynnast unnustunni sem reynist vera hin heillandi Jenny Stone. Áður en varir er Tom orðinn ástfanginn af henni en eins og gefur að skilja eru ljón á veginum.
Útgefin: 30. nóvember 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Adrienne Subia
Söguþráður Emma er efnilegur hljóðhönnuður í Los Angeles, en neyðist til að sjá sér farborða með því að búa til hljóð fyrir klámmyndir. Barkley er hætt í meistaranáminu en þykist samt fara í skólann á hverjum morgni til að pólska innflytjendafjölskyldan hennar, komist ekki að því að hún sé hætt. Og Rachel er besti grunnskólakennari í heimi en þegar hún er ekki í vinnunni, er líf hennar fullkomlega innantómt. Þegar vinkonurnar heyra að foreldrar Emmu séu hættir við að gera upp bát sem þau ætluðu að gera upp, þá bruna þær til Maryland fylkis til að bjarga bátnum og heiðri fjölskyldunnar. Á meðan þær byggja bátinn, þá læra þær ýmislegt um hverja aðra, og hvernig á að láta drauma verða að veruleika.
Útgefin: 30. nóvember 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Hughes
Söguþráður Alpha gerist fyrir 20 þúsund árum, einhvers staðar á meginlandi Evrópu, og segir frá ungum dreng, Keda, sem í miðri veiðiferð með föður sínum verður viðskila við hann og aðra veiðifélaga þeirra. Keda neyðist því til að sjá um sig sjálfur í fyrsta sinn á ævinni og finna leiðina heim áður en veturinn skellur á. Nokkrum dögum eftir viðskilnaðinn gengur Keda fram á særðan úlf sem undir venjulegum kringumstæðum væri einn af hans verstu óvinum en getur nú litla sem enga björg sér veitt. Keda ákveður að taka úlfinn með sér í hellinn sem hann hefur fundið og gerir í framhaldinu sitt besta til að bæði fæða hann og hjúkra honum. Smám saman fer úlfurinn að treysta bjargvætti sínum betur og betur uns á milli þeirra myndast traust vinátta. Hún á í raun eftir að breyta mannkyninu til allrar framtíðar því þetta er í fyrsta sinn sem maður og úlfur mynda á milli sín slíka vináttu, en úlfar eru eins og flestir vita forfeður allra hunda og hundakynja á jörðinni.
Útgefin: 6. desember 2018