Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

Heimildarmynd
Leikstjórn David France
Söguþráður Hópur aðgerðasinna hættir lífi sínu í baráttunni fyrir réttindum LGBTQ í Tétsníu.
Útgefin: 4. desember 2020
Drama
Leikstjórn Scott Wiper
Söguþráður Samskipti Englendinga og Bandaríkjamanna versna til muna þegar mafíuforingjar frá London fjárfesta í olíufyrirtæki í vestur Virginíuríki, í þeim tilgangi að þvætta illa fengið fé.
Útgefin: 10. desember 2020
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Clea DuVall
Söguþráður Ung kona sem ætlar að biðja kærustu sína um að giftast sér í jólaveislu fjölskyldunnar, kemst að því að kærastan hefur ekki enn komið út úr skápnum gagnvart íhaldsömum foreldrum sínum.
Útgefin: 10. desember 2020
SpennumyndDramaHrollvekja
Leikstjórn Andrew Traucki
Söguþráður Fimm vinum sem eru í könnunarleiðangri í afskekktu hellum í frumskógum norðurhluta Ástralíu er ógnað af hungruðum mannætukrókódíl þegar óveður skellur á, yfirborð vatnsins hækkar, og þau festast inni í hellunum.
Útgefin: 11. desember 2020
RómantískÆvintýramynd
Leikstjórn John Cerrito
Söguþráður Peter er að verða þrítugur og er enn að reyna að fóta sig á stefnumótasíðum á netinu. Rómantískt kvöld með dularfullri ungri konu endar með því að Peter vaknar einn í rúminu. Hann reynir að gleyma kvöldinu sem fyrst, og snýr sér að nýrri stefnumótasíðu, sem segist ætla að tryggja honum rétta makann. En eftir því sem hann hittir fleiri konur á stefnumótum af síðunni, tekur hann eftir undarlegum líkindum með þeim öllum, og stefnumótinu sem hann fór á fyrst. Eftir því sem hann kemst að meiru um tengslin þarna á milli, þá uppgötvar hann heilan heim af fólki og reynslusögum, sem verður til þess að hann fer að efast um eðli persónueinkenna, aðdráttarafls og ástar.
Útgefin: 11. desember 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Richard Finn, Tim Maltby
Söguþráður Þorparinn og fornleifafræðingurinn Dexter stelur fornum kínverskum smíðisgrip. Með hjálp læmingjavina sinna, þá þarf Nonni nú að standa við stóru orðin og halda af stað í ferðalag þvert yfir heiminn til að hjálpa til við að endurheimta gripinn og skila honum aftur til Beijing í Kína.
Útgefin: 11. desember 2020
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Hill
Söguþráður Peter ákveður að fara í stríð, til að endurheimta herbergið sitt, en hann er ekki sáttur með að þurfa að deila því með afa sínum, sem hann er þó mjög hændur að. Hann fær hjálp frá vinum sínum, en afi er harðari af sér en þeir búast við, og neitar að gefast upp.
Útgefin: 17. desember 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Það er hrekkjavaka á stærstu eyju Hawaii, og því er mikil spenna í loftinu. Þrír vinir, Kai, Eddie og Leilani, finna dularfullt skurðgoð í leynilegum helli, þegar þau eru að leika sér á ströndinni. Þau komast fljótt að því að þau hafa leyst úr læðingi ævafornan illan anda, sem tekur á sig form risastórs skrímslis með ananashöfuð. Börnin fá hjálp frá dularfullum vinum, og til að ná að kveða andann í kútinn þarf Kai að kafa ofaní arfleifð sína, og trúa sögum forfeðra sinna.
Útgefin: 17. desember 2020
RómantískDrama
Leikstjórn Mitja Okorn
Söguþráður Hinn 17 ára gamli Daryn kemst að því að kærasta hans er dauðvona. Hann ákveður að leyfa henni að upplifa heila mannsævi á því eina ári sem hún á eftir ólifað.
Útgefin: 17. desember 2020
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Framhald af myndinni Sonur Stórfótar. Faðirinn notar nýfengna frægð sína til að berjast gegn olíufyrirtæki í Alaska, en þegar hann hverfur einn góðan veðurdag, þá halda sonur hans, móðirin, þvottabjörn og björn norður á bóginn til að bjarga honum.
Útgefin: 18. desember 2020
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Ric Roman Waugh
Söguþráður Fjölskylda berst fyrir lífi sínu í miðju mikilla náttúruhamfara. John Garrity og fyrrverandi eiginkona hans, Allison, og ungur sonur þeirra, Nathan, leita að öruggu skjóli gegn gegn loftsteinaregni sem herjar á Jörðina.
Útgefin: 18. desember 2020
Heimildarmynd
Leikstjórn Benjamin Ree
Söguþráður Ung tékknesk listakona, Barbora Kyskilkova, flytur frá Osló til Berlínar til að gerast listmálari. Í apríl árið 2015 er tveimur verðmætustu verkum hennar stolið, en ránið á sér stað um miðjan dag, í Gallerí Nobel í miðborg Oslóar. Hún fyllist örvæntingu og vill komast að því hvar málverkin eru niðurkomin, og fær óvænt tækifæri til að kynnast manninum sem rændi verkunum, glæpamanninum Karl-'Bertil' Nordland. Kvikmyndagerðarmaðurinn Benjamin Ree byrjar að fylgjast með málinu eftir að Barbora býður þjófinum að sitja fyrir á mynd. Í þessari heimildarmynd er fylgst með sambandinu sem myndast á milli listakonunnar og þjófsins.
Útgefin: 18. desember 2020
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Daniel Ramos
Söguþráður Ungur maður sem óttast að verða verkamaður eins og faðir sinn þegar hann verður stór, fer í menntaskóla þar sem hann djammar svo mikið að fjölskyldan hættir að styrkja hann fjárhagslega. Hann neyðist því til að selja margarítur til að halda áfram í skólanum.
Útgefin: 23. desember 2020