Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Khaled Ridgeway
Söguþráður Tungulipur símasölumaður lendir í lífsháska þegar honum er haldið sem gísl fyrir að reyna að plata miðaldra mann, þegar haldin er einskonar hungurleika-sölukeppni í vinnunni.
Útgefin: 27. janúar 2022
GamanmyndGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Nicolas Benamou
Söguþráður Milljarðamæringurinn Claude Tranchant er sannfærður um að myrða eigi eiginkonu hans Élaine Tranchant og hann biður því vin sinn Jacques Chirac um að redda sér besta lögreglumanni í París til að finna morðingjann. Eina löggan sem er tiltæk er hinsvegar hinn klaufalegi Jean Boullin sem mætir á svæðið og reynir að leysa gátuna.
Útgefin: 28. janúar 2022
Spennutryllir
Leikstjórn Jeremy Dylan Lanni
Söguþráður Hópur af framfarasinnuðu fólki neyðist til að fara í felur í skíðakofa úti á landi á meðan borgarastríð brýst út í nálægri framtíð milli hægrimanna og vinstrimanna í Bandaríkjunum. En hætturnar eru ekki einungis bundnar við óvinina utan kofans, heldur einnig innan þeirra eigin raða.
Útgefin: 28. janúar 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Eddie Brock reynir að laga sig að sínu nýja lífi, sem hýsill lífverunnar Venom, sem er ættuð utan úr geimnum. Venom veitir Brock ofurhæfileika sem hann notar til að vera sjálfskipaður löggæslumaður götunnar. Brock reynir að endurvekja feril sinn sem blaðamaður með því að taka viðtal við raðmorðingjann Cletus Kasady. Hann á síðan eftir að breytast í hýsil fyrir lífveruna Carnage en Kasady sleppur úr fangelsi eftir að aftaka hans fer forgörðum.
Útgefin: 10. febrúar 2022
Heimildarmynd
Leikstjórn Betsy West, Julie Cohen
Söguþráður Myndin segir sögu hinnar stórmerku Juliu Child. Hún samdi matreiðslubækur og var með kokkaþætti í sjónvarpi og breytti viðhorfi Bandaríkjamanna til matar, sjónvarps og jafnvel kvenna.
Útgefin: 10. febrúar 2022
Drama
Leikstjórn Maggie Gyllenhaal
Söguþráður Ein á ferð í fríi við ströndina verður Leda (Olivia Colman) hugfangin af ungri móður og dóttur hennar er hún fylgist með þeim á ströndinni. Henni verður órótt yfir einlægu sambandi þeirra (og háværri og ógnvekjandi stórfjölskyldunni). Yfir Ledu hellast minningar um ógn, ringulreið og ákefð þess að verða ný móðir. Hvatvís gjörð sviptir Ledu inn í hennar eigin ógnvekjandi hugarheim þar sem hún neyðist til að takast á við óhefðbundnar ákvarðanir sem hún tók sem ung móðir og afleiðingar þeirra.
Útgefin: 17. febrúar 2022