Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

RómantískDrama
Leikstjórn Luca Guadagnino
Söguþráður Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður-Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoðarmaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar.
Útgefin: 24. maí 2018
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Babak Najafi
Söguþráður Mary er leigumorðingi sem starfar fyrir mafíuna í Boston. Hún er vandvirk og nákvæm og undirbýr sig vel fyrir verkefni sín. Dag einn fara hlutirnir þó sérkennilega úrskeiðs þegar hún situr skyndilega uppi með son eins af fórnarlömbum sínum og þarf að taka ákvarðanir um framtíð hans – og sína.
Útgefin: 24. maí 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Mike Mills
Söguþráður 20th Century Woman gerist að mestu í Santa Barbara í Kaliforníu árið 1979. Við kynnumst hér gistihúsaeigandanum Dorothy sem hefur áhyggjur af því að hafa ekki náð að kenna 15 ára syni sínum nægilega vel á lífið og ákveður því að biðja tvær ungar konur að aðstoða sig við það á meðan hún sjálf kannar grundvöllinn að sambandi við einn af leigjendum sínum, William.
Útgefin: 25. maí 2018
Heimildarmynd
Leikstjórn Tom Volf
Söguþráður Maria Callas er tvímælalaust þekktasta óperusöngkona sem uppi hefur verið og jafnframt ein sú dáðasta enda bjó hún yfir einstæðum sönghæfileikum og hlaut af þeim sökum viðurnefnið „gyðjan“ eða „hin guðdómlega“. Í þessari vönduðu mynd er farið yfir feril hennar í máli og myndum og mikil áhersla lögð á að hennar eigin orð og sjónarmið komi skýrt fram. Maria, sem lést langt um aldur fram árið 1977, aðeins 53 ára, fór ekki í felur með að hún væri ekki sama manneskjan fyrir framan sviðsljósin og fyrir aftan þau. Annars vegar væri hún söngkonan Callas og hins vegar hin brothætta Maria sem glímdi við þunglyndi og depurð, en ástæður þess rakti hún m.a til æskuára sinna. Í myndinni er einnig farið yfir persónlegt líf Mariu, samböndin sem hún átti í við hina ýmsu karlmenn og vinskapinn sem hún myndaði við listafólk um allan heim.
Útgefin: 25. maí 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan fjallar um ina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
Útgefin: 25. maí 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Myndin gerist í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar og segir frá hinni mállausu verkakonu Elisu sem sinnir þrifum í leynilegri rannsóknarstöð í Bandaríkjunum þar sem dularfull vatnavera í mannsmynd hefur verið hýst og rannsökuð. Elisa heillast af þessari sérstöku veru og vingast við hana á afar sérstakan hátt. Þegar hún uppgötvar að líf vatnaverunnar kunni að vera í hættu ákveður hún að nema hana á brott úr rannsóknarstöðinni og koma henni til sjávar svo hún geti synt til síns heima. Brottnámið heppnast með aðstoð samstarfskonu Elisu, Zeldu, en eins og búast mátti við er yfirmaður þeirra, Richard Strickland, síður en svo ánægður með framtakið og í gang fer bæði spennandi og heillandi atburðarás ...
Útgefin: 31. maí 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Adam Robitel
Söguþráður Rannsakandinn Elise Rainer ákveður að verða við beiðni ungs manns um að heimsækja hann þegar maðurinn fullyrðir að í húsi hans hafi einhver ill öfl tekið sér bólfestu. Og það reynast engar ýkjur!
Útgefin: 31. maí 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Myndin gerist í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar og segir frá hinni mállausu verkakonu Elisu sem sinnir þrifum í leynilegri rannsóknarstöð í Bandaríkjunum þar sem dularfull vatnavera í mannsmynd hefur verið hýst og rannsökuð. Elisa heillast af þessari sérstöku veru og vingast við hana á afar sérstakan hátt. Þegar hún uppgötvar að líf vatnaverunnar kunni að vera í hættu ákveður hún að nema hana á brott úr rannsóknarstöðinni og koma henni til sjávar svo hún geti synt til síns heima. Brottnámið heppnast með aðstoð samstarfskonu Elisu, Zeldu, en eins og búast mátti við er yfirmaður þeirra, Richard Strickland, síður en svo ánægður með framtakið og í gang fer bæði spennandi og heillandi atburðarás ...
Útgefin: 31. maí 2018
Drama
Leikstjórn Maggie Betts
Söguþráður Gæðamyndin Novitiate gerist í Tennessee-ríki á árunum 1962 til 1965 og segir frá ungri stúlku, Cathleen, sem ákveður að gerast nunna. Þetta er á tíma þegar talsverðar róstur eru innan kirkjunnar vegna nýrra tilskipana frá Páfagarði þar sem gömlum og grónum reglum var breytt. Áður en langt um líður er Cathleen farin að spyrja sig hvort hún hafi tekið rétta ákvörðun.
Útgefin: 31. maí 2018
GamanmyndRómantískVísindaskáldskapurTónlistarmynd
Söguþráður Geimvera á ferð um himinhvolfin fer frá ferðafélögum sínum, og hittir tvo íbúa hættulegasta staðar í alheiminum: úthverfisins Croydon í London.
Útgefin: 1. júní 2018
DramaÆviágrip
Leikstjórn Dome Karukoski
Söguþráður Myndin fjallar um líf og list myndlistarmannsins Touko Valio Laaksonen, öðru nafni Tom of Finland, en hann var einn áhrifamesti og dáðasti aðili í menningu samkynhneigðra á tuttugustu öldinni.
Útgefin: 1. júní 2018
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Myndin gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Winston Churchill var skipaður forsætisráðherra Bretlands svo og fyrstu dögum hans í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðinum eftir að króa Bandamenn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma.
Útgefin: 2. júní 2018
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Myndin gerist öll í maí 1940 og lýsir aðdraganda þess að Winston Churchill var skipaður forsætisráðherra Bretlands svo og fyrstu dögum hans í embætti, en óhætt er að segja að hann hafi tekið við erfiðu búi. Þjóðverjar höfðu ráðist inn í Frakkland og áttu síðar í mánuðinum eftir að króa Bandamenn af í Dunkirk þar sem 400 þúsund hermenn horfðu fram á að verða stráfelldir tækist ekki að ferja þá yfir Ermarsundið í tíma.
Útgefin: 2. júní 2018
DramaSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Graeme Maley
Söguþráður A Reykjavik Porno fjallar um ungan mann sem forvitnin leiðir í ógöngur sem hafa alvarlegar og óafturkræfar afleiðingar. Myndin gerist um miðjan vetur og myrkrið liggur yfir borginni þar sem Ingvar leigir herbergi hjá konu sem munað hefur fífil sinn fegurri. Hún hefur þróað með sér þráhyggju og áfengissýki og höndlar illa samverustundir Ingvars og kærustu hans, Ödu upp í herberginu. Ada sýnir Ingvari vefsíðu í símanum sem gengur út á að foreldrar eru sýndir í kynlífsathöfnum, óafvitandi af upptökunum. Hann fyllist forvitni og byrjar að snuðra, en sá áhugi leiðir af sér keðju af slæmum atburðum sem soga hann stöðugt dýpra niður.
Útgefin: 7. júní 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Eftir að grímuklæddir innbrotsþjófar myrða eiginkonu læknisins Pauls Kersey og stórslasa dóttur hans ... og lögreglan segist ekkert geta gert vegna skorts á vísbendingum, ákveður Paul að taka málin í eigin hendur, finna morðingjana og refsa þeim sjálfur með miskunnarlausum dauðadómi og aftöku.
Útgefin: 7. júní 2018
DramaVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Scott Cooper
Söguþráður Árið er 1892 og herdeildarforingjanum Joseph Blocker er fyrirskipað að fylgja dauðvona indíánaforingja og fjölskyldu hans frá Berringer-virki í Nýju-Mexíkó til heimaslóða þeirra í Montana. Þótt Joseph, sem hefur um margra ára skeið barist við bæði óvinveitta indíána og annan óþjóðalýð til verndar landnemum, sé meinilla við að taka verkefnið að sér neyðist hann til þess enda kemur skipunin beint frá forseta Bandaríkjanna.
Útgefin: 7. júní 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Eftir að grímuklæddir innbrotsþjófar myrða eiginkonu læknisins Pauls Kersey og stórslasa dóttur hans ... og lögreglan segist ekkert geta gert vegna skorts á vísbendingum, ákveður Paul að taka málin í eigin hendur, finna morðingjana og refsa þeim sjálfur með miskunnarlausum dauðadómi og aftöku.
Útgefin: 7. júní 2018
DramaVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Scott Cooper
Söguþráður Árið er 1892 og herdeildarforingjanum Joseph Blocker er fyrirskipað að fylgja dauðvona indíánaforingja og fjölskyldu hans frá Berringer-virki í Nýju-Mexíkó til heimaslóða þeirra í Montana. Þótt Joseph, sem hefur um margra ára skeið barist við bæði óvinveitta indíána og annan óþjóðalýð til verndar landnemum, sé meinilla við að taka verkefnið að sér neyðist hann til þess enda kemur skipunin beint frá forseta Bandaríkjanna.
Útgefin: 7. júní 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Darren Grant
Söguþráður Næturklúbbaeigandi, sem á í miklu basli, grípur til örþrifaráða, til að geta borgað peninga sem hann skuldar veðlánara.
Útgefin: 8. júní 2018
RómantískDramaSpennutryllir
Leikstjórn James Foley
Söguþráður Eftir að hafa beðið Anastasiu í síðustu mynd ganga þau Christian nú í hjónaband og halda í brúðkaupsferð til Suður-Evrópu þar sem þau njóta alls þess besta sem peningar geta keypt. En þegar þau snúa aftur heim til Seattle bankar fortíðin upp á og þau standa bæði frammi fyrir alvarlegum vanda sem verður að leysa ef ekki á illa að fara fyrir þeim og hjónabandi þeirra.
Útgefin: 14. júní 2018