Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

SögulegÆviágrip
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður The Favourite gerist á valdatíma Önnu Englandsdrottningar (1702–1714) og hefst árið 1708 þegar stríð Englendinga og Frakka stóð sem hæst. Anna drottning var alla tíð frekar heilsulítil og hafði mun meiri áhuga á eigin hugðarefnum en stjórnmálum. Það reyndu ýmsir að nýta sér, þ. á m. hennar hægri hönd, Sarah Churchill, hertogaynja af Marlborough, sem einnig var ástkona hennar. En þegar frænka Söruh, hin smánaða barónessa Abigail Masham, kemur til hirðarinnar í atvinnuleit hefst valdabarátta sem á eftir að breyta öllu ...
Útgefin: 28. maí 2019
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hér þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og hins vegar Elísabetu 1. Englandsdrottningu, en þær háðu afdrifaríka baráttu um völdin yfir Bretlandseyjum um miðja sextándu öld. Myndin er byggð á bókinni Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart eftir John Guy sem kom út árið 2004 og lýsti eins og titilinn ber með sér fyrst og fremst lífi Maríu Stúart sem var fædd árið 1542 og var réttborin drottning Skota. Hún ólst þó að mestu upp í Frakklandi þar sem hún giftist aðeins sextán ára að aldri verðandi konungi Frakka, Francis II, sem tók nokkrum mánuðum síðar við konungdóminum og lést svo nokkrum mánuðum eftir það. Átján ára að aldri var María því bæði orðin ekkja og drottning Frakklands auk þess að vera eins og áður segir réttborin drottning Skota. Á þessum tíma gerðu bæði Frakkar og Englendingar tilkall til yfirráða í Skotlandi og lögðu Frakkar hart að Maríu að taka undir kröfur þeirra. Það vildi hún hins vegar ekki gera og ákvað að fara frekar til Skotlands og taka þar við völdum sem drottning Skota. Hún giftist aftur en varð ekkja skömmu síðar í annað sinn þegar eiginmaður hennar var myrtur. Í hönd fóru róstusamir tímar þar sem einkalíf Maríu var á milli tannanna á fólki eftir að hún giftist í þriðja sinn enda töldu margir að hún hefði sjálf ákveðið að láta myrða eiginmann sinn til að geta gifst morðingjanum. Og þegar María ákvað síðan að gera tilkall til ensku krúnunnar hófst mögnuð barátta milli hennar og frænku hennar, Elísabetar 1. Englandsdrottningar.
Útgefin: 29. maí 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Neil Burger
Söguþráður Eftir að smáglæpamanninum Dell Scott er sleppt úr fangelsi á skilorði þarf hann að sýna fram á að hann sé að leita sér að vinnu til að eiga ekki á hættu að vera settur inn aftur. Sú viðleitni landar honum starfi hjá auðkýfingnum Philip Lacasse sem þarf á umönnun að halda þar sem hann er lamaður. Vandamálið er að Dell hefur hvorki menntunina til að sinna þessu starfi né nokkra hæfileika til þess heldur - eða hvað? Það óvænta gerist hins vegar að á milli þeirra byrjar að þróast innilegt vinasamband sem á eftir að gera líf þeirra beggja betra því báðir hafa þeir af miklu að miðla þótt lífshlaup þeirra hafi verið ólík fram að þeim tímapunkti þegar þeir hittast í fyrsta skipti ...
Útgefin: 29. maí 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Barry Sonnenfeld
Söguþráður Fyrir lögreglufulltrúann J, þá er þetta ofurvenjulegur dagur í vinnunni. Hann er að fylgjast með, gefa út leyfi og halda uppi lögum og reglu meðal geimvera á jörðinni. Einn daginn þá fær J skýrslu um óleyfilega lendingu geimskips nálægt New York. Þetta er gamall óvinur sérsveitarinnar Svartklæddu mannanna, Men In Black, geimvera frá Kyloth sem heitir Surleena. Geimveran er að leita sér að kraftmiklum grip sem heitir Ljós Zartha. J fer að rannsaka málið og fljótlega kemst hann að því að hann þarfnast hjálpar. Til allrar óhamingju þá eru fáir sem eru tilbúnir að vinna með honum, eða eru færir um það, og því leitar hann til K.J þarf að uppfæra minni K, þannig að hann muni allt sem gerðist þegar hann var MIB, og síðan þurfa þeir að stöðva Surleena, áður en það verður of seint.
Útgefin: 30. maí 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Barry Sonnenfeld
Söguþráður Myndin fjallar um hetjudáðir lögreglufulltrúanna Kay og Jay, sem eru meðlimir háleynilegra samtaka sem sett voru á stofn til að fylgjast með og reyna að hafa stjórn á athöfnum geimvera á Jörðinni. Núna eru þeir í miðju samsæri þar sem hryðjuverkamaður, sem starfar í alheiminum, er kominn til Jarðar til að myrða tvo fulltrúa frá óvinaplánetum hans. Til að koma í veg fyrir að alheimurinn fari í uppnám, þá verða svartklæddu mennirnir, Men in Black, að elta uppi hryðjuverkamanninn, og koma í veg fyrir tortímingu Jarðarinnar....sem sagt bara venjulegur dagur í vinnunni hjá þeim félögum.
Útgefin: 30. maí 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Barry Sonnenfeld
Söguþráður Þeir K og J eru sem fyrr uppteknir af því að bjarga veröldinni sem við hin lifum í og þurfa auðvitað að passa sig á því að enginn nema þeir og hitt fólkið í svörtu komist að leyndarmálunum sem þeir hafa komist að. En það er eitt leyndarmál sem enginn hefur enn uppgötvað ... fyrr en daginn sem J mætir í vinnuna og kemst að því að K er ekki til! Í ljós kemur að hann var í raun myrtur árið 1969 og skyndilega hefur öll heimsmyndin breyst frá því sem var í gær. Til að redda málunum verður J að ferðast aftur til ársins 1969 til að hitta K á meðan hann er enn á lífi og koma í veg fyrir að hann deyi. Takist það ekki er voðinn vís fyrir allt mannkyn.
Útgefin: 30. maí 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Barry Sonnenfeld
Söguþráður Þeir K og J eru sem fyrr uppteknir af því að bjarga veröldinni sem við hin lifum í og þurfa auðvitað að passa sig á því að enginn nema þeir og hitt fólkið í svörtu komist að leyndarmálunum sem þeir hafa komist að. En það er eitt leyndarmál sem enginn hefur enn uppgötvað ... fyrr en daginn sem J mætir í vinnuna og kemst að því að K er ekki til! Í ljós kemur að hann var í raun myrtur árið 1969 og skyndilega hefur öll heimsmyndin breyst frá því sem var í gær. Til að redda málunum verður J að ferðast aftur til ársins 1969 til að hitta K á meðan hann er enn á lífi og koma í veg fyrir að hann deyi. Takist það ekki er voðinn vís fyrir allt mannkyn.
Útgefin: 30. maí 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Bruce Beresford
Söguþráður Myndin segir uppvaxtarsögu skólastúlkunnar Lisu, sem fær vinnu í verslanamiðstöð á meðan hún er að bíða eftir einkunnum sínum úr menntaskóla, en draumur hennar er að komast í háskólann í Sydney. Hún vinnur þarna með hópi kvenna sem opnar augu hennar fyrir heimi sem hún hefur ekki þekkt áður.
Útgefin: 30. maí 2019
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Neil Jordan
Söguþráður Frances er ung stúlka sem dag einn finnur handtösku sem einhver hefur gleymt í sæti lestar. Í töskunni er sem betur fer að finna nafnskírteini eigandans, Gretu Hideg, sem Frances ákveður í framhaldinu að finna og koma töskunni til. Hún gerir sér auðvitað enga grein fyrir að töskufundurinn er í raun lífshættuleg gildra sem hún er um það bil að fara að ganga í. Eigandi töskunnar, hin miðaldra Greta, virðist í fyrstu vera hin viðkunnanlegasta og svo fer að á milli hennar og Frances myndast ákveðinn vinskapur sem leiðir til þess að Frances fer að venja komur sínar á heimili hennar. Kvöld eitt rekst hún hins vegar á vísbendingar sem hringja öllum viðvörunarbjöllum – en kannski er það of seint?
Útgefin: 31. maí 2019
BarnamyndTeiknimyndSjónvarpssería
Söguþráður Tölvuteiknuðu þættirnir um Tappa mús eru 8 mínútur á lengd og inniheldur hver þáttur sjálfstæða sögu um ævintýri hans og þeirra sem hann þekkir. Hver einasti dagur ber í skauti sér ný tækifæri fyrir Tappa til að kanna veröldina og undrin sem í henni leynast ásamt fjölskyldu sinni og vinahóp þar sem kætin og gleðin ræður ætíð för.
Útgefin: 31. maí 2019
GamanmyndDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ragnar Bragason
Söguþráður Fíaskó skiptist í þrjá kafla og fjallar um þrjár kynslóðir í sömu fjölskyldu sem búa undir sama þaki í miðbæ Reykjavíkur. Fyrsti hlutinn fjallar um ellilífeyrisþegann Karl Barðdal sem gerir hosur sínar grænar fyrir heldri frú sem þjáist af Alzheimers. Miðkaflinn fjallar um Júlíu Barðdal, unga konu sem lifir í óvissu um hver barnsfaðir sinn sé. Þriðji og síðasti hlutinn fjallar um Steingerði Barðdal og samband hennar við predikara sem er í alvarlegum ógöngum.
Útgefin: 6. júní 2019
DramaUnglingamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Mikael Torfason
Söguþráður Eða hvað? Gemsar segir þér allavega sannleikann og er ekkert að skafa utan af hlutunum. Ein nótt. Einn dagur og önnur nótt í lífi nokkurra krakka í Breiðholti. Það er auðvitað partý. Miðbæjarfyllerí og árekstrar við skilningslausa foreldra og ökukennara sem er algjör fokkings pervert. Viltu vita meira? Í þessari fyrstu kvikmynd rithöfundarins Mikaels Torfasonar (Falskur fugl og Heimsins heimskasti pabbi) er sögð saga unglinga í Reykjavík, af unglingum, fyrir unglinga. Þetta er raunsæ mynd en umfram allt leikur svartur húmorinn við hverja sekúndu og tónarnir sem hljóma eru rjóminn af því besta sem er að gerast í íslenskri tónlist.
Útgefin: 6. júní 2019
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Í Reykjavík nútímans stefnir allt í ósköp venjulegt kvöld þar til rafmagnið fer af... Ólétt stúlka festist í hraðbanka um leið og hún fær hríðir. Líkbílstjóri berst við draug með hjálp páfagauks og hefur ofsaakstur um dimmar göturnar. Rómantískt kvöld nýtrúlofaðs pars fer út um þúfur þegar eldri hjón reyna að leggja þeim lífsreglurnar. Og flugvél með hljómsveit innanborðs villist af leið á meðan tónlistarmennirnir eins og aðrir þetta kvöld, reyna að sjá ljósið í myrkrinu.
Útgefin: 6. júní 2019
RómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Barry Jenkins
Söguþráður Kona í Harlem í New York, Tish, sem er ófrísk og nýtrúlofuð, reynir í kappi við tímann að færa sönnur á sakleysi unnusta síns, Fonny, sem hefur verið ásakaður um glæp sem hann framdi ekki. Glæpurinn sem um ræðir er nauðgun á konu frá Puerto Rico.
Útgefin: 6. júní 2019
Teiknimynd
Söguþráður Eftir að Sjóðríkur dettur niður úr tré og fótbrotnar þar sem hann var að ná í mistiltein með hinni gullnu sigð tilkynnir hann bæjarbúum að það sé tími til kominn fyrir hann að draga sig í hlé og að finna þurfi yngri seiðkarl til að elda töfradrykkinn sem komið hefur í veg fyrir að Rómverjar hertaki Gaulverjabæ. Að sjálfsögðu þurfa þeir Ástríkur og Steinríkur að fara í málið.
Útgefin: 6. júní 2019
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Lars Klevberg
Söguþráður Menntaskólaneminn Bird Fisher starfar með skólanum í antíkverslun þar sem hún rekst dag einn á forláta polaroid-vél sem enn virðist í fínu lagi. Bird byrjar að taka myndir af sjálfri sér og skólafélögum sínum en ekki líður á löngu uns hún gerir sér grein fyrir að þeim sem myndaðir eru með vélinni eru búin hroðaleg örlög. Tilraunir til að eyðileggja myndirnar skapa bara enn meiri skelfingu því það sem kemur fyrir þær kemur einnig fyrir þá sem eru á þeim og myndavélina sjálfa er ekki heldur hægt að eyðileggja. Góð ráð verða því dýr en í æsilegu kapphlaupi við tímann áttar Bird sig á því að e.t.v. liggur lausnin í fortíðinni ...
Útgefin: 6. júní 2019
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn John McPhail
Söguþráður Faraldur uppvakninga ógnar syfjulega bænum Little Haven yfir jólahátíðina. Því neyðast Anna og vinir hennar til að slást, rista og syngja til að berjast fyrir lífi sínu andspænis hinum lifandi dauðu í örvæntingarfullu kapphlaupi til að ná til ástvina sinna. Þau uppgötva fljótt að enginn er óhultur í þessum nýju aðstæðu, þar sem siðmenningin hrynur til grunna fyrir augum þeirra. Þau einu sem þau geta treyst eru þau sjálf.
Útgefin: 7. júní 2019
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Eftir að Beast, 24. persónan, sem býr innra með Kevin Wendell Crumb og ræður yfir ofurhraða og ofurkröftum, tekur stjórn á líkama hans kemur til kasta Davids Dunn að stöðva hann fyrir fullt og allt. Það á hins vegar eftir að reynast hægara sagt en gert, ekki síst vegna afskipta Elijah Price, öðru nafni hr. Glass.
Útgefin: 7. júní 2019
RómantískDrama
Leikstjórn Sean Michael Beyer
Söguþráður Fyrrum kærustupar úr menntaskóla ákveður með semingi að hittast aftur og taka þátt í danskeppni, í þeim tilgangi að bjarga dansskóla í litlum strandbæ í Suður Karólínu frá gjaldþroti.
Útgefin: 7. júní 2019
Spennutryllir
Söguþráður Myndin fjallar um dularfullan múslimskan Breta á leið yfir Pakistan og Indland.
Útgefin: 13. júní 2019