Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndVísindaskáldskapurTónlistarmynd
Leikstjórn Dean Parisot
Söguþráður Tveir gaurar, sem dreymdu um að verða rokkstjörnur, frá San Dimas í Kaliforníu, og áttu að bjarga heiminum í miðju tímaferðalagi, eru nú miðaldra pabbar, að reyna að semja smell, og gera það sem örlögin hafa ætlað þeim.
Útgefin: 24. september 2020
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Tveir ungir sjóræningjar í leit að týndum bróður, sólbrennd vampíra, drottning sem skiptir um ham og brjálaður apaher. Kapteinn Skögultönn lendir í ótrúlegum ævintýrum í leit sinni að týnda Töfrademantinum.
Útgefin: 25. september 2020
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Marjane Satrapi
Söguþráður Ótrúleg sönn saga Marie Sklodowska-Curie, þar sem segir af störfum hennar sem breyttu heiminum og færðu henni Nóbelsverðlaunin. Uppgötvun hennar á radium og polonium umbyltu lyfjaþróun í heiminum, og breyttu ásýnd vísindanna til framtíðar. Marie var fyrsta konan til að vinna til Nóbelsverðlauna, og er fyrsta manneskjan í sögunni til að vinna verðlaunin tvisvar.
Útgefin: 2. október 2020
DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Josephine Decker
Söguþráður Frægur hrollvekjuhöfundur, Shirley Jackson, fær innblástur fyrir næstu bók sína þegar hún og eiginmaður hennar leyfa ungu pari, hinum nýgilftu Fred og Rose, að búa undir sama þaki og þau.
Útgefin: 9. október 2020
DramaVestriSöguleg
Leikstjórn Igor Kopylov
Söguþráður Eftir nokkurra mánaða harða bardaga, þá nær Rauði herinn loks að reka óvininn út úr þorpinu Ovsyannikovo, með tilheyrandi fórnarkostnaði og manntjóni, en aðeins þriðjungur herliðsins lifir af. Nær úrvinda af þreytu þá bíða hermennirnir eftir liðsauka, en skipun berst frá höfuðstöðvunum um að verja þurfi þorpið hvað sem það kostar. Sú ákvörðun þýðir að nær er um dauðadóm að ræða. Nú stendur herforinginn frammi fyrir erfiðri ákvörðun – annaðhvort að missa það sem eftir stendur af herliðinu, eða að hörfa undan skothríðinni. Og á sama tíma að hætta á að óhlýðnast fyrirskipunum og þurfa að mæta fyrir herdómstól.
Útgefin: 9. október 2020
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Jessica Swale
Söguþráður Ensk kona, sem býr ein og útaf fyrir sig við sjávarsíðuna í suðurhluta Englands, opnar hjarta sitt fyrir manni sem fluttur hefur verið á öruggari stað af hættusvæði, í miðri seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 16. október 2020
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Yuval Adler
Söguþráður Í Bandaríkjunum á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, er kona að byggja upp líf sitt að nýju í úthverfunum. Hún rænir nágranna sínum til að hefna sín á honum fyrir viðurstyggilega stríðsglæpi sem hún telur að hann hafi framið gegn sér.
Útgefin: 16. október 2020
GamanmyndVísindaskáldskapur
Söguþráður Ungur par frá Brooklyn í New York fer út í kofa úti í sveit, til að kúpla sig frá áreiti frá símum, og tengjast betur hvoru öðru. En á meðan þau eru í sínum eigin heimi, er ráðist á Jörðina.
Útgefin: 22. október 2020
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Sang-ho Yeon
Söguþráður Fjögur ár eru liðin síðan ógnvekjandi uppvakningafaraldur hófst í Suður-Kóreu sem hefur að mestu útrýmt íbúum landsins. Hópur sérsveitarmanna leggur í krefjandi sendiför til stórhættulegra óbyggða Kóreuskaga þar sem uppvakningar leynast við hvert fótmál. Sérsveitarhópinn leiðir Jung-seok, sem er hættusvæðunum vel kunnugur, en í miðri för mætir hann ýmsum eftirlifendum í slæmu ásigkomulagi. Verður þá tímaspursmál hvort hópurinn nái að standa saman gegn sameiginlegu ógninni eða illt verði gert verra.
Útgefin: 23. október 2020
Teiknimynd
Söguþráður Ella Bella Bingo og Henry eru bestu vinir, en dag einn flytur nýr strákur í hverfið, og allt breytist.
Útgefin: 29. október 2020
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Phillip Noyce
Söguþráður Sönn saga af nýgiftum alríkislögreglumanni sem er sendur til Pikeville fjallaþorpsins í Kentycky í Bandaríkjunum til að rannsaka mál. Þar dregst hann inn í óheppilegt ástarsamband með blásnauðri konu í bænum, sem verður helsti uppljóstrari hans. Hún sér í honum möguleika á að komast í burtu úr bænum, en þegar til kastanna kemur er ráðahagurinn hinn versti fyrir þau bæði. Hneykslismálið vakti mikið umtal og náði allt á toppinn, og endaði með fyrsta dómi yfir alríkislögreglumanni fyrir morð.
Útgefin: 30. október 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Sean McNamara
Söguþráður Kötturinn Gwen og hundurinn Roger, eru leynilegir fulltrúar, sem vernda Jörðina án þess að mennirnir komist nokkurn tímann að því. Samvinna þeirra byggist á hinu mikla vopnahléi, sem hefur stöðvað hunda og ketti í að fara í hár saman um áratugaskeið. En friðurinn virðist vera úti þegar páfagaukur og erkiþorpari, uppgötvar leið til að stjórna þráðlausum tíðnum sem bara hundar og kettir heyra. Munu hetjurnar ná að stöðva hinar illu erindagjörðir, eða mun páfagaukurinn koma af stað nýju stríði milli tegundanna.
Útgefin: 6. nóvember 2020