Náðu í appið

Væntanlegt

Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.

GamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Gagga Jonsdottir
Söguþráður Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir.
Útgefin: 17. september 2021
DramaSpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Frederick Fitzell lifir góðu lífi þar til hann fer að sjá hræðilegar sýnir um Cindy, stúlku sem hvarf í menntaskóla. Hann leitar til gamalla vina sem hann tók eitt sinn dularfullt eiturlyf sem kallaðist Mercury með, en kemst að því að lausnin býr djúpt inni í minningum hans sjálfs. Frederick fer nú í ógnvænlegt andlegt ferðalag til að finna sannleikann.
Útgefin: 17. september 2021
Heimildarmynd
Leikstjórn Dror Moreh
Söguþráður Hér er sögð sagan af því hvað hefur verið að gerast á bakvið tjöldin í tilraunum Bandaríkjamanna til að miðla málum og koma á friði á milli Ísraelsmanna og nágranna þeirra í mið-austurlöndum. Í dag er þörfin á því að læra af mistökum fortíðar aldrei verið brýnni.
Útgefin: 23. september 2021
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Helena Jónsdóttir, kvikmyndaleikstjóri, og Þorvaldur Þorsteinsson, skáld og myndlistarmaður, voru par sem nærðust á skapandi lífskrafti hvers annars. Þar til dauðinn aðskilur eru heit sem ná út fyrir tíma og rúm en Þorvaldur lést árið 2013. Helena leitar að styrk til að halda áfram með líf sitt og listsköpun samhliða því að koma arfleifð hans í örugga höfn.
Útgefin: 24. september 2021
GamanmyndDrama
Leikstjórn Lina Roessler
Söguþráður Lucy Standbridge fékk útgáfufyrirtæki föður síns í arf, en ekki hefur gengið nógu vel að selja bækur. Hún kemst að því að rithöfundurinn Harris Shaw skuldar fyrirtækinu eina bók, en Shaw er sérvitur, geðstirður einsetumaður, sem kom útgáfufyrirtækinu á kortið á sínum tíma. Í síðustu tilraun til að bjarga fyrirtækinu þá gefur Lucy út nýju bókina hans og fær hann til að fara í kynningarherferð til að kynna söguna. Það á eftir að verða óvænt og eftirminnilegt fyrir þau bæði.
Útgefin: 24. september 2021
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Joel Souza
Söguþráður Myndin segir frá viðburðaríku kvöldi í lífi lögreglumannsins Ray Mandel í lögreglunni í Los Angeles, og metnaðarfulls nýliða, Nick Holland. Tveir lögreglumorðingjar ganga lausir og leita að næsta fórnarlambi. Mandel og Holland þurfa núna að fást við borg sem er við suðumark, og einnig kemur við sögu Jack VanZandt, fyrrum lögga í hefndarhug. Eftir því sem kvöldinu og nóttinni vindur fram þá styttist tíminn sem þeir félagar hafa til að finna týnda stúlku.
Útgefin: 24. september 2021
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Jonathan Jakubowicz
Söguþráður Saga látbragðsleikarans Marcel Marceau og samvinnu hans með skátum af gyðingaættum og frönsku andspyrnuhreyfingunni við að bjarga lífi tíu þúsund munaðarleysingja í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 30. september 2021
RómantískDrama
Leikstjórn Mona Fastvold
Söguþráður Í upphéruðum New York á sjötta áratug nítjándu aldar hefur Abigail nýtt ár á bóndabænum sem hún býr á með eiginmanninum Dyer. Á sama tíma og Abigail hugleiðir það sem framundan er á nýju ári, þá upplifum við andstæðurnar í stóískri ró hennar og flóknum tilfinningum. Þegar vorið kemur hittir Abigail Tallie, líflega og fallega unga konu sem leigir bóndabæ í nágrenninu með eiginmanni sínum Finney. Þær verða fljótt vinkonur og fylla upp í tómarúm í lífi sínu sem hvorug vissi að hefði verið til staðar.
Útgefin: 30. september 2021