Þessar upplýsingar geta breyst án fyrirvara.
Drama
Leikstjórn Amin Matalqa
Leikarar: Anna Camp, Rob Mayes, Carson Minniear, Kim Myers, Rod Hallett, Cindy Hogan, Artrial Clark, Jason Coviello, Douglas K. Harrison, Blaire Hastings
Þegar eiginmaður hennar fær taugaáfall og týnist, þá fara kona og ungur sonur hennar út á götur borgarinnar að leita. Þetta hrindir af stað fjöldahreyfingu þar sem fólk fer að gefa nauðstöddum meiri gaum og sýna þeim aukna umhyggju.
Útgefin: 27. mars 2023
Ævintýri
Leikstjórn Aaron Burns
Þegar Jason fer í ævintýraferð með börnum kærustu sinnar, Noelle, endar ferðin með ósköpum. Flugvélin bilar og hann þarf að nauðlenda úti í óbyggðum. Nú kemur í ljós hvort Jason er efni í góðan pabba. Hann þarf að vinna börnin á sitt band áður en þau Noelle ganga í hjónaband.
Útgefin: 27. mars 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Sydney Tooley
Leikarar: Michael Jong-Quin Huang, Madison McLaughlin, Mackenzie Mauzy, Jason Burkey, Alicia Kelley, Leanne Morgan, Justin Chien, Brett Taylor
Eftir að hún er skilin ein eftir við altarið, flýr ung kona til Taiwan til að jafna sig og leita nýrra tækifæra.
Útgefin: 27. mars 2023
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Leikarar: Tom Hanks, Mariana Treviño, Rachel Keller, Manuel Garcia-Rulfo, Cameron Britton, Wolf Albach-Retty, Kailey Hyman, Gina Jun, Juanita Jennings, Kelly Lamor Wilson, Spenser Granese, Christiana Montoya, Elle Chapman
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
Útgefin: 29. mars 2023
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Leikarar: Tom Hanks, Mariana Treviño, Rachel Keller, Manuel Garcia-Rulfo, Cameron Britton, Wolf Albach-Retty, Kailey Hyman, Gina Jun, Juanita Jennings, Kelly Lamor Wilson, Spenser Granese, Christiana Montoya, Elle Chapman
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
Útgefin: 29. mars 2023
SpennaDramaRáðgáta
Leikstjórn Lee Jung-jae
Leikarar: Lee Jung-jae, Jung Woo-sung, Go Yoon-Jung, Nam-gil Kim, Heo Sung-tae, Hwang Jung-min, Park Sung-woong, Jo Woo-jin, Ju Ji-hoon, Man-sik Jeong
Eftir að háttsettur norður-kóreskur embættismaður biður um pólitískt hæli, þá eru forstjóri útlendingamála leyniþjónustunnar, Park Pyong-ho og framkvæmdastjóri innanlandsmála, Kim Jung-do, fengnir til að afhjúpa norður-kóreskan njósnara, sem þekktur er undir nafninu Donglim. Hann hefur komið sér vel fyrir innan leyniþjónustunnar. Þegar njósnarinn fer að leka gögnum sem varða þjóðaröryggi þá þurfa deildirnar tvær að byrja að rannsaka hvora aðra.
Útgefin: 31. mars 2023
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Éric Cazes
Leikarar: Declan Miele-Howell, David Schaal, Owen Frost, Violet Tucker Steel, Dan Russell, Tim Bentinck, David Goudge, Roland Stone, Simon Fellows, Tim McMullan
Vic dreymir um að fara á sjó með Halvar föður sínum. Til allrar óhamingju finnst honum sonurinn of veikburða til að sigla með honum og hans huguðu áhöfn sem í hverri ferð stendur frammi fyrir miklum og hættulegum ævintýrum. En örlögin munu gefa Vic tækifæri til að sanna fyrir Halvar að hann er sannur víkingur.
Útgefin: 31. mars 2023
Drama
Leikstjórn Oliver Hermanus
Leikarar: Bill Nighy, Alex Sharp, Adrian Rawlins, Oliver Chris, Michael Cochrane, Anant Varman, Aimee Lou Wood, Zoe Boyle, Lia Williams, Jessica Flood, Jamie Wilkes, Richard Cunningham, John MacKay, Ffion Jolly, Celeste Dodwell, Patsy Ferran
Mr. Williams, einmana embættismaður í London árið 1953 sem orðinn er leiður á vinnunni fær þær fréttir hjá lækni sínum að hann eigi stutt eftir og áttar sig á að hann megi engan tíma missa. Það er stutt í eftirlaun og hann ákveður að skipta um gír og leita að tilgangi enda hefur honum lengi þótt líf sitt tómt og merkingarlaust.
Útgefin: 4. apríl 2023
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Rasmus A. Sivertsen
Leikarar: Thorbjørn Harr, Aksel Hennie, Jeppe Beck Laursen, Linn Skåber, Anders Baasmo, Ivar Nørve, Anders Baasmo Christiansen, Ine Marie Wilmann, Ine Marie Wilmann, Nader Khademi, Christian Skolmen, Mathias Luppichini, Odd-Magnus Williamson, Anette Amelia Larsen, Trond Espen Seim, Ole Opsal Stavrum, Einar Tørnquist, Hedda Grjotheim
Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ. Þar búa einnig m.a. sanngjarn en góðhjartaður lögregluþjónn og hin stranga Soffía frænka.
Útgefin: 5. apríl 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn John Carter
Leikarar: Jan Gunnar Røise, Kåre Conradi, Nader Khademi, Thorbjørn Harr, Anne Marit Jacobsen, Ingar Helge Gimle, John F. Brungot, Christian Skolmen
Tveir aðalsmenn og kjölturakki fara í háskalega ferð á Norðurpólinn.
Útgefin: 13. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Brad Anderson
Leikarar: Michelle Monaghan, Skeet Ulrich, Finlay Wojtak-Hissong, June B. Wilde, Danika Frederick, Jennifer Rose Garcia, Sarah Constible, Onalee Ames, Candace Smith, Cheryl Gensiorek, Jerni Stewart, Jeff Strome
Jess, nýfráskilin móðir og hjúkrunarfræðingur, flytur aftur með dóttur sinni Tyler og ungum syni sínum Owen í gamla bóndabæ fjölskyldunnar. Kvöld eitt verður hundurinn á bænum órólegur. Hann finnur að eitthvað er á kreiki í skóginum og hleypur til að kanna málið. Hann snýr aftur nokkrum dögum síðar og ræðst á Owen og bítur hann illa áður en Jess kemur til bjargar. Hún flýtir sér með hann á spítala. Ástand hans versnar og enginn veit hvað er að honum ... þar til Jess kemst að óþægilegri lækningu ...
Útgefin: 13. apríl 2023
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Neil Jordan
Leikarar: Liam Neeson, Diane Kruger, Jessica Lange, Danny Huston, Alan Cumming, Ian Hart, Adewale Akinnuoye-Agbaje, Daniela Melchior, Patrick Muldoon, Colm Meaney, François Arnaud, Kim DeLonghi, Darrell D'Silva, Scott Halberstadt, Mark Schardan
Í Bay City seint á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar er hinn fremur ólánssami rannsóknarlögreglumaður Philip Marlowe ráðinn til að finna fyrrum ástmann fagurrar ljósku sem kemur á hans fund. Málið reynist aðeins vera brot af mun stærri ráðgátu.
Útgefin: 14. apríl 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Ira Carpelan
Leikarar: Alma Pöysti
Þegar múmínsnáðinn er stunginn af vespu og þarf að vera í rúminu vill múmínpabbi hressa hann við með ævintýralegum sögum úr æsku sinni. Hann segir frá því hvernig hann var misskilinn sem ungur múmínsnáði, þegar hann flýði af munaðarleysingjahæli og frá sögulegum kynnum af uppfinningamanninum Hodgkins. Þá segir hann frá hressilegri siglingu á bátnum Oshun Oxtra, hvernig hann vingaðist við draug og bjargaði múmínmömmu úr sjávarháska.
Útgefin: 21. apríl 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Mia Hansen-Løve
Leikarar: Léa Seydoux, Pascal Greggory, Melvil Poupaud, Nicole Garcia, Camille Leban Martins, Sarah Le Picard, Pierre Meunier, Fejria Deliba, Jacqueline Hansen-Løve, Catherine Vinatier
Ung móðir sem býr með átta ára dóttur sinni er á tímamótum þar sem hún þarf að sinna föður sínum sem er með taugahrörnunarsjúkdóm. Hún er í miðjum klíðum að reyna koma honum á hjúkrunarheimili þegar hún rekst á vin sinn sem hún hefur samband við, en hann er þó fyrir í öðru sambandi.
Útgefin: 21. apríl 2023
GamanDrama
Leikstjórn Cédric Klapisch
Leikarar: Marion Barbeau, Pio Marmaï, Denis Podalydès, François Civil, Muriel Robin, Hofesh Shechter, Souheila Yacoub, Alexia Giordano, Mehdi Baki, Marion Gautier de Charnacé, Robinson Cassarino, Marilou Aussilloux
Élise hélt að hún ætti fullkomið líf: Frábæran kærasta og upprennandi feril sem ballettdansari. En allt breytist þegar hún kemst að því að kærastinn heldur framhjá henni og hún meiðist í sýningu, sem þýðir að hún getur líklega aldrei dansað á ný. Bataferlið leiðir hana frá París til Brittany þar sem vinir hennar, nýr kærasti og frelsi nútímadansins, hjálpar henni að kynnast föður sínum á ný og sjálfri sér.
Útgefin: 28. apríl 2023
Drama
Leikstjórn Charlotte Wells
Leikarar: Paul Mescal, Frankie Corio, Celia Rowlson-Hall, Sally Messham, Ayse Parlak, Sophia Lamanova, Brooklyn Toulson, Spike Fearn, Harry Perdios
Myndin fjallar um Sophie og ferðalag sem hún fór í með föður sínum fyrir tuttugu árum síðan, þar sem minningar og tilfinningar spila aðalhlutverkið í sambandi þeirra feðgina.
Útgefin: 4. maí 2023
DramaRáðgáta
Leikstjórn Thomas Hardiman
Leikarar: Clare Perkins, Anita-Joy Uwajeh, Kae Alexander, Lilit Lesser, Harriet Webb, Darrell D'Silva, Kayla Meikle, Debris Stevenson
Myndin er morðgáta sem gerist í hárgreiðslukeppni. Óhóf og bruðl spila saman þegar dauðinn gerir sig heimankominn í veröld þar sem ástríðan fyrir hári nálgast þráhyggju.
Útgefin: 17. maí 2023