Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier


Kristinn er einna þekktastur fyrir The Val­halla Mur­ders á Net­flix.

Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Val­halla Mur­ders á Net­flix. Fréttamiðillinn… Lesa meira

Upprisa Krists enn í vinnslu hjá Gibson


„Þetta verður stærsta mynd kvikmyndasögunnar“

Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald að kvikmyndinni The Passion of the Christ. Þeir Mel Gibson og handritshöfundurinn Randall Wallace (Braveheart, We Were Soldiers) hafa verið með myndina á teikniborðinu í töluverðan tíma og er hún sögð vera epísk og rándýr í framleiðslukostnaði, en einnig herma heimildir… Lesa meira

Verður Tom Hardy næsti Bond?


Arftaki Craigs er mögulega fundinn.

Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna. Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig frábærlega í prufu síðastliðinn júnímánuð. Á vefnum kemur einnig fram að framleiðendur Bond-myndanna muni tilkynna… Lesa meira

Segir fjórðu Matrix vera ástarsögu


„Við látum fortíðina í friði,“ segir Keanu Reeves.

Fjórða Matrix-kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, er nú á fullu í tökum í Berlín og hafa aðstandendur verið duglegir við að halda leynd yfir söguþræðinum. Það er Lana Wachowski sem leikstýrir nýju myndinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Hún leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur… Lesa meira

Madonna leikstýrir eigin ævisögu


Myndin mun að öllum líkindum ekki bera heitið Body of Evidence.

Hin fjölhæfa Madonna kemur til með að leikstýra nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi poppstjörnunnar stórvinsælu. Það er kvikmyndaverið Universal sem framleiðir en söngkonan segir í yfirlýsingu að enginn annar sé betur til þess fallinn að stýra þessu verkefni en hún sjálf. Jafnframt segir hún að tónlistin verði aðaláherslan í… Lesa meira

Ósátt við nýju skilyrði Óskarsins: „Þið hafið öll misst vitið“


„Þetta er listafólki til skammar,“ segir Alley.

Leikkonan Kirstie Alley gagnrýnir harðlega bandarísku kvikmyndaakademíuna eftir að sett voru ný skilyrði sem kvikmyndir þurfa að uppfylla til að eiga möguleika á Óskarstilnefningu. Þessi skilyrði taka gildi frá og með verðlaunahátíðinni árið 2025 og eiga að tryggja fjölbreytni meðal leikaraliðs og framleiðsluteymis. Leikkonan kveðst styðja fjölbreytni en segir þessar… Lesa meira

Diana Rigg látin


Rigg var á meðal virt­ustu leik­kvenna í Bretlandi.

Breska leik­kon­an Di­ana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu sinnar. Rigg var á meðal virt­ustu leik­kvenna í Bretlandi og hún hef­ur meðal annars verið öðluð. Hún… Lesa meira

Metallica vinnur að kvikmyndatónlist fyrir Disney


Trommari hljómsveitarinnar lofar athyglisverðri blöndu.

Stórhljómsveitin Metallica mun eiga hlut í tónlist kvikmyndarinnar Jungle Cruise frá Disney samsteypunni. Það er tónskáldið James Newton Howard sem semur megnið af músíkinni fyrir ævintýramyndina sem búast má við næsta sumar. Hermt er að tónskáldið og hljómsveitin séu að sjóða saman einhvern athyglisverðan bræðing. Lars Ulrich, trommari Metallica, sagði í… Lesa meira

Nýr Jack Reacher ráðinn


Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher geta glaðst yfir þessu.

Aðdáendur bóka Lee Child um Jack Reacher, tröllvaxna hermanninn fyrrverandi, geta glaðst yfir því að von er á sjónvarpsseríu um manninn án nokkurrar aðkomu frá Tom Cruise.  Það er Amazon Prime sem framleiðir þættina og hefur bandaríski leikarinn Alan Ritchson verið ráðinn í aðalhlutverkið. Hann hefur farið yfir víðan völl… Lesa meira

Pattinson greindur með COVID – Fram­leiðsla á The Batman stöðvuð í annað sinn


Framleiðsluteymi kvikmyndarinnar The Batman er komið í einangrun.

Breski leikarinn Robert Pattinson hefur greinst með COVID-19 sjúkdóminn og hefur verið gert hlé á tökum kvikmyndarinnar The Batman. Kvikmyndaverið Warner Bros. gaf út tilkynningu í dag um stöðvun framleiðslunnar eftir að kom í ljós að einn meðlimur tökuliðsins hefði greinst með veiruna. Í tilkynningunni er einstaklingurinn ekki nafngreindur og… Lesa meira

Boyega ósáttur við Disney: „Svona ferli ger­ir þig reiðan“


Leikarinn kveðst vera bitur út í framleiðendur nýju Stjörnustríðsmyndanna.

Breski leik­ar­inn John Boyega lét hörð orð falla í garð Disney á dögunum, en hann var staddur í viðtali við tímaritið GQ þegar hann gagnrýndi hvernig framleiðendur nýjasta Star Wars þríleiksins hafi þá leikara sem tilheyrðu minnihlutahópum. Hann telur Disney hafa markaðssett myndirnar á röngum forsendum og var minnihlutahópum síðar… Lesa meira

Vill fresta réttarhöldunum vegna ótrúlegra skepna


Galdraheimurinn hefur forgang.

Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur lagt fram beiðni um frest á áframhaldi réttarhalda hans gegn fjölmiðlinum The Sun. Frá þessu var fyrst greint í Deadline og segir þar að tökur á þriðju Fantastic Beasts myndinni stangist á við réttarhöldin.Eins og mörgum er kunnugt gerist Fantastic Beasts í töfraheimi Harry Potter… Lesa meira

Chadwick Boseman látinn


Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black Panther

Bandaríski leikarinn Chadwick Boseman lést í gær, 43 ára að aldri. Banamein hans var ristilskrabbamein en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá fjölskyldu hans. Leikarinn lést á heimili sínu í Los Angeles og voru eiginkona hans og nánasta fjölskylda við dánarbeð hans. Boseman varð heimsfrægur fyrir hlutverk sitt sem Black… Lesa meira

Björk aftur á hvíta tjaldið


Listakonan Björk er sögð leika norn í nýjustu mynd leikstjórans Robert Eggers.

Mæðgurnar Björk Guðmundsdóttir og Ísidóra Bjarkardóttir fara með hlutverk í stórmyndinni The Northman eftir Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar, Robert Eggers. Sjón skrifar handrit kvikmyndarinnar ásamt leikstjóra hennar. Sjón og Björk hafa áður unnið saman við kvikmyndir því Sjón skrifaði lagatexta við lögin í kvikmyndinni Dancer… Lesa meira

Prinsessa fólksins fundin


Mikil spenna hefur ríkt um hver myndi hreppa hlutverk Díönu.

Ástralska leikkonan Elizabeth Debicki hefur gengið frá samningi um að leika Díönu prinsessu í 5. og 6. þáttaröðinni af sjónvarpsþáttunum The Crown. Þættirnir eru með þeim vinsælustu á Netflix síðan þeir komu fyrst út árið 2016 og fjalla um líf Elísa­bet­ar Eng­lands­drottn­ing­ar og fjöl­skyldu henn­ar.Díana, sem lengi var kölluð prinsessa… Lesa meira

Krefst þess að vera einn á hlaupum: „Betra en nokkur Óskarsverðlaun“


Ætli Cruise sé einfaldlega að hlaupa frá sjálfum sér?

Stórstjarnan, áhættuleikarinn og ofurframleiðandinn Tom Cruise er þekktur fyrir það að hlaupa eins og fætur toga í kvikmyndum sínum. Þetta hefur lengi verið mörgum kunnugt og hefur þessi hefð leikarans orðið að miðpunkti óteljandi brandara.Fyrir nokkrum árum fjallaði fréttamiðillinn Independent um athyglisverða könnun á vefnum Rotten Tomatoes. Þar kom fram… Lesa meira

Enginn Reeves í 47 Ronin framhaldinu


Reeves hefur nóg að gera, og er líklega bara ánægður með að sleppa þessu.

Samkvæmt frétt á kvikmyndavefnum Deadline þá er í vinnslu framhald á Keanu Reeves myndinni 47 Ronin. Búið er að ráða leikstjóra, en það sem kemur mest á óvart varðandi kvikmyndina er að aðalstjarna fyrri myndarinnar, Reeves, verður fjarri góðu gamni. Leikstjóri myndarinnar er Mulan leikarinn Ron Yuan. „Ég er ótrúlega… Lesa meira

Efron í endurgerð Three Men and a Baby


Efron fær ungabarn í hendurnar innan tíðar.

Zac Efron mun leika aðalhlutverkið í endurgerð á hinni vinsælu "Three Men and a Baby" fyrir Disney+. Þetta herma heimildir kvikmyndavefjarins TheWrap. Efron klár í slaginn. Tom Selleck, Steve Guttenberg og Ted Danson léku aðalhlutverkin í upprunalegu myndinni frá árinu 1987, en myndin fjallar um þrjá piparsveina sem fá allt… Lesa meira

Alan Parker látinn


Parker átti að baki flottan feril.

Leikstjórinn Alan Parker er látinn, 76 ára að aldri. Þetta var staðfest af fjölskyldu hans í tilkynningu og segir þar að hann hafi glímt við langvarandi veikindi og lést á heimili sínu í London.Parker átti að baki flottan feril og er hvað þekktastur fyrir fjölda tónlistarmynda, meðal annars söngleikina Bugsy… Lesa meira

Gísli Rúnar látinn


„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip“

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.Gísli varð þjóðkunnur sem annar helmingur Kaffibrúsakarlanna, gamantvíeyki sem hóf göngu sína árið 1972. Hann kom einnig að fjölda Áramótaskaupa, sem leikari,… Lesa meira

Gosling og Evans í dýrustu Netflix-mynd allra tíma


Litlum 28 milljörðum íslenskra króna verður varið hjá Netflix til að gera myndina.

Ryan Gosling og Chris Evans hafa verið ráðnir í aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Gray Man, eða Grái maðurinn í lauslegri íslenskri snörun. Um er að ræða dýrustu kvikmynd Netflix til þessa, eins og segir á film-news.co.uk. Ryan Gosling steytir hnefana. Kostnaðaráætlun vegna myndarinnar er rétt um 200 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar… Lesa meira

Ennio Morricone látinn


Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar.

Ítalski tónlistarmaðurinn Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á sjúkra­húsi í Rome og greindu ít­alsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í morg­un, en hann var á sjúkra­húsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lær­legg.Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar og þekktur fyrir… Lesa meira

Ólíklegt að Gibson verði í framhaldsmyndinni – „Á ég eftir að fá AIDS?“


Hefur kjaftur Gibsons komið honum í klandur á ný?

Leikstjórinn og fyrrum stórleikarinn Mel Gibson hefur eina ferðina enn komið sér í sviðsljósið vegna umdeildra ummæla í garð gyðinga og Hollywood-bransinn farinn að bregðast við í takt. Andúðin að sinni gaus upp eftir að breski miðillinn Sunday Times birti viðtal við leikkonuna Winonu Ryder, þar sem hún rifjar upp… Lesa meira

„Baby“ borinn þungum sökum: „Mér þykir þetta afar leitt“


Hjartaknúsarinn var sakaður um kynferðisbrot á dögunum - og segir sína hlið málsins.

Bandaríski leikarinn og skemmtikrafturinn Ansel Elgort hefur verið í brennidepli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Eins og víða hefur verið greint frá var leikarinn sakaður um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart stúlku árið 2014, en umrædd stúlka var þá undir lögaldri að eigin sögn.Ásakandinn, Gabby, gaf út yfirlýsingu á samskiptavefnum Twitter… Lesa meira

Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta


Hundamynd Balta er í öruggum höndum.

Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr en búist var við en ekki var reiknað með að þessi fasi kæmi fyrr en á… Lesa meira

Ian Holm er látinn


Holm átti gífurlega flottan leikferil

Breski leik­ar­inn Sir Ian Holm er lát­inn, 88 ára að aldri. Þetta staðfestir umboðsmaður Holm í samtali við fréttamiðilinn Guardian, en að hans sögn lést leikarinn á spítala vegna veikinda í tengslum við Parkinsons sem hann hafði glímt við undanfarin ár.Holm átti gífurlega flottan leikferil en var hvað þekktastur fyrir… Lesa meira

Í viðræðum um gerð seríu um dóttur 007


Dóttir James Bond verður spæjari eins og pabbinn.

Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins Sunday Mirror, þá á Killing Eve höfundurinn Phoebe Waller-Bridge í viðræðum um að skrifa handrit að kvikmyndaseríu sem á að fjalla um það þegar dóttir James Bond, 007, er þjálfuð upp í að verða njósnari. Phoebe Waller-Bridge Í blaðinu segir heimildarmaðurinn: “Bond fólk er mjög spennt… Lesa meira

Nándarbann vegna COVID-19


Ekki koma of nálægt!

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira

Fred Willard látinn


Frægir minnast leikarans víða.

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. Dóttir hans staðfesti þetta í yfirlýsingu en þar segir að hann hafi látist á aðfaranótt laugardags í faðmi fjölskyldunnar.Willard er þekktur fyrir ýmis hlutverk í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum, en á meðal hans þekktustu eru í vinsælum myndum á borð… Lesa meira

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix


Kannski Volcano Man hefði orðið Eurovision-hittari?

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinnar, ef ekki eitt af fyrri framlögum okkar. https://www.youtube.com/watch?v=JxKs6kUDB60 Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir myndinni en það… Lesa meira