Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Húsavík á Óskarnum


Lengi lifi Speorg-nótan!

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn… Lesa meira

Gísli Darri tilnefndur til Óskarsverðlauna


Íslendingar eru komnir til að vera á Óskarnum!

Stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hlaut rétt í þessu tilnefningu til Óskarsverðlauna. Verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi, en þess má einnig geta að lagið Húsavík úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut tilnefningu í flokki besta frumsamda lags úr kvikmynd. Já fólkið hefur… Lesa meira

Heillaðist ungur af Halastjörnu í Múmínlandi


„Mundu að þú ert að gera þetta fyrir sjálfan þig“

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Þór Neto hefur haft nóg við að vera upp á síðkastið og verið á margra vörum. Eftir að hafa stolið senunni í síðasta Áramótaskaupi leið ekki á löngu þar til hann hélt áfram að gleðja landsmenn, bæði í þættinum Já OK hjá Útvarpi 101 og síðan… Lesa meira

Segir skilið við leiklistina


Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna.

Breska leikkonan Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna og einblína á önnur verkefni. Þetta staðfestir umboðsmaður hennar í samtali við fréttaveituna Daily Mail og segir það öruggt að Watson muni ekki þiggja fleiri hlutverk í framtíðinni.Watson var aðeins níu ára þegar hún var valin úr röð stúlkna… Lesa meira

Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur


Bíómynd um skemmtikraftinn stórvinsæla frá leikstjóra The Greatest Showman.

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast við eins konar söngleik í leikstjórans Michael Gracey, en hann sat við stjórnvölinn á hinni massavinsælu The… Lesa meira

Depardieu ákærður fyrir kynferðisbrot


Depardieu hefur lengi þótt alræmdur fyrir hegðun sína

Gerard Depardieu, einn frægasti leikari Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að brjóta gegn leikkonu á þrítugsaldri fyrir þremur árum. Málið var fellt niður fyrir tveimur árum vegna skorts á sönnunargögnum en tekið síðar upp að nýju. Leikkonan segir Depardieu hafa nauðgað sér í tvígang í íbúð hans í 6. hverfi… Lesa meira

Cara Dune leikföng tekin af markaðnum


Ekki verða framleidd fleiri leikföng eftir fígúru Carano.

Framleiðsla á leikföngum sem tengjast persónunni Cara Dune úr Stjörnustríðsþáttunum The Mandalorian hefur verið stöðvuð. Þetta kemur í kjölfar brottreksturs leikkonunnar Ginu Carano eftir að hún líkti ofsóknum gyðinga í Þýskalandi á fjórða áratugnum við stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Talsmaður Lucasfilm tjáði fréttamiðlinum Variety að ummæli Carano væru hræðilegar og… Lesa meira

Stanley Tucci dásamar Ísland


„Þegar faraldurinn er afstaðinn langar mig að fara þangað aftur með börnunum mínum“

Bandaríski leikarinn Stanley Tucci frumsýndi á dögunum glænýja þáttaröð fyrir CNN, Searching for Italy, þar sem hann skoðar ítalska matarmenningu og þann sess sem hún skipar. Tucci kveðst vera mikill unnandi Ítalíu en í viðtali við tímaritið Condé Nast Traveler stóðst hann ekki mátið að undirstrika annað land sem hefur… Lesa meira

Framhald af Face/Off í bígerð


Leikstjóri myndarinnar lofar beinu framhaldi, ekki endurgerð.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Adam Wingard hyggst gera framhald af einni vinsælustu og að margra mati trylltustu hasarmynd tíunda áratugarins. Aðdáendur Face/Off ('97) finnast víða og er myndin skólabókadæmi um fagmenn í sínum hæsta gír, leikstjórann John Woo og leikaranna John Travolta og Nicolas Cage í banastuði. Wingard mun leikstýra framhaldsmyndinni og… Lesa meira

Klippir hasarmyndina Kate fyrir Netflix


Spennandi hasar framundan frá einum færasta klippara landsins.

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, er svo sannarlega merkt nokkrum stórum og svölum kvikmyndaverkefnum sem áætlað er að frumsýna á þessu ári. Fyrst ber að nefna Marvel-stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (sem sýnd verður í júlí, að öllu óbreyttu) að ógleymdri hasarmyndinni Kate frá streymisþursanum… Lesa meira

Christopher Plummer látinn


Plummer átti langan og glæsilegan feril.

Kanadíski stórleik­ar­inn Christoph­er Plum­mer er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést í morgun á heimili sínu í Connecticut í Bandaríkjunum en það var fjölskylda hans sem tilkynnti andlátið og sagði hann hafa kvatt heiminn friðsamlega. Leikarinn var giftur leikkonunni Elaine Taylor í 53 ár og er dóttir þeirra leikkonan Amanda… Lesa meira

„Ég horfði bara á fyrstu þrjár“


Þessu bjuggust aðdáendur ekki við.

Ófáum unnendum Harry Potter-kvikmyndanna var brugðið þegar breski leikarinn Rupert Grint varpaði fram sturlaðri staðreynd um sjálfan sig. Svo herma að minnsta kosti heimildir galdraheimsins en netheimastormurinn hófst þegar Grint var staddur í viðtali við Variety og var þar spurður um tengsl sín og minningar bakvið tjöld myndabálksins stórfræga. „Ég… Lesa meira

Lykilatriði að komast framhjá ofhugsun


Ólafur deilir reynslu sinni og fáeinum brögðum í kvikmyndagerð.

„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Þessa dagana býður hann upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare sem gengur út á smíði á einna mínútna stiklu. Flestir þekkja manninn undir nafninu Olaf De Fleur, en… Lesa meira

The Crown og Mank með flestar tilnefningar


Hátíðin fer fram þann 28. febrúar næstkomandi.

Tilnefningarnar til Golden Globe verðlaunanna voru tilkynntar í gær og stóðu þættirnir The Crown (fjórða sería) og kvikmyndin Mank uppi með flestar tilnefningar, eða sex talsins. Í kvikmyndahlutanum hafa Golden Globe verðlaunin yfirleitt gefið upp ágæta mynd af þeim titlum sem þykja líklegir á komandi Óskarsverðlaunum. Golden Globe hátíðin fer… Lesa meira

Þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð


Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar.

Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið verður betur kynnt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg snemma í febrúar. Á vef Variety er greint frá því að í þáttaröðinni verði fylgst með Vig­dísi frá æsku­ár­um henn­ar og þar til hún var… Lesa meira

„Þetta er vandamálið með unga fólkið í dag“


Russell Crowe stekkur kvikmynd sinni til varnar.

„Það kvarta margir undan svefnleysi á tímum faraldursins. Þá ætla ég að mæla með Master & Commander, með hinum yfirleitt grípandi og athyglisverða Russell Crowe. Ég hef aldrei komist yfir fyrstu tíu mínúturnar. Verði ykkur að góðu. Og takk, Russell.“ Svo skrifar Robert McNabb, Twitter-notandi sem tekinn var hressilega á… Lesa meira

Saga Mikkelsens í framleiðslu Baltasars


Samstarfsverkefni Balta og Game of Thrones-leikarans er farið að taka á sig mynd.

Leikstjórinn og ofurframleiðandinn Baltasar Kormákur er með mörg járn í eldinum þessa dagana og hefur lítið látið faraldurinn stöðva maskínuna. Auk sjónvarpsseríunnar Kötlu, sem sýndir verða á Netflix í vor eða sumar, er Baltasar að ljúka við að klippa þriðju þáttaröðina af Ófærð og jafnframt er spennutryllirinn Beast með Idris Elba í vinnslu fyrir Universal Studios.  Þá er Baltasar einnig… Lesa meira

Ólíklegt að stórmynd Pratts komi í bíó


Tökur á The Tomorrow War fóru meðal annars fram á Vatnajökli.

Lengi hefur staðið til að frumsýna stórmyndina The Tomorrow War í kvikmyndahúsum. Upphaflega átti að frumsýna myndina í fyrra, en hún var síðar færð til júlímánaðar 2021. Þykir nú líklegt að myndin sleppi alfarið bíóútgáfu þar sem streymisrisinn Amazon Prime er í samningaviðræðum um að tryggja sér sýningarréttinn. Samkvæmt vef… Lesa meira

Óþolandi að leika Bean


Þriðja bíómyndin um Mr. Bean er í vinnslu um þessar mundir.

„Velgengni Mr. Bean hefur aldrei komið mér á óvart. Það er einfaldlega stórfyndið að fylgjast með fullorðnum einstaklingi hegða sér eins og smákrakki án þess að hann gerir sig grein fyrir því,“ segir breski leikarinn Rowan Atkinson um frægustu persónu sína - sem hann þolir ekki að leika. Atkinson tjáði… Lesa meira

Sér eftir hlutverki Bond-stúlkunnar


„Með aldrinum áttaði ég mig á því hversu margt er á gráu svæði varðandi konur í Bond-myndum.“

Breska leikkonan Gemma Arterton ber ekki hlýjan hug til ákvörðun sinnar um að gerast svonefnd Bond-stúlka í hasarmyndinni Quantum of Solace. Myndin var gefin út árið 2008 - við mikla aðsókn en dræmar viðtökur - og fór þar Arterton með hlutverk MI6 njósnarans Strawberry Fields, persónu sem leikkonan segir hafa… Lesa meira

Stjörnurnar sem kvöddu okkur á árinu


Margir snillingar féllu frá árið 2020.

Fjölmargir þekktir einstaklingar víða kvöddu okkur á árinu 2020; fólk sem hafði getið af sér gott orð í listaheiminum. Í hópi þeirra sem létust má nefna tónskáld á heimsmælikvarða, nokkrar skærustu leikkonur frá gullaldarárum Hollywood, upprennandi stórleikara, brautryðjandi Íslendinga, tvo fræga úr heimi Star Wars og uppáhalds James Bond leikara… Lesa meira

Wonder Woman 3 í bígerð


WW84 hefur verið á vörum margra yfir hátíðirnar.

Framleiðsla á þriðju kvikmyndinni um Wonder Woman er þegar hafin og mæta þær Gal Gadot og Patty Jenkins leikstjóri aftur til leiks til að klára þríleikinn.Kvikmyndaverið Warner Bros. tilkynnti þetta um leið og aðsókn og áhorfstölur streymdu inn fyrir Wonder Woman 1984. Myndin var frumsýnd víða um heim í kvikmyndahúsum… Lesa meira

Upprunalegi Boba Fett látinn


Leikarinn hafði glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið.

Breski leikarinn Jeremy Bulloch lést í gær, 75 ára að aldri, en hann er mörgum Stjörnustríðsunnendum kunnugur sem mannaveiðarinn Boba Fett. Bulloch hafði átt við heilsuvandamál að stríða og hafði einnig glímt við Parkinsons-sjúkdóminn um nokkurra ára skeið. Ferill Bullochs og sjónvarpi spannaði hálfa öld en auk Stjörnustríðs lék hann… Lesa meira

Alsæll með bóluefnið


Breski gæðaleikarinn kveðst vera afar heppinn.

Sir Ian McKell­en, hinn virti leikari, var bólusettur í gær vegna Covid-19 og þar af leiðandi með fyrstu frægu einstaklingum til að hljóta slíkt. Kveðst hann vera mjög heppinn og hikar ekki við að mæla með bóluefninu frá Pfizer fyrir alla.McKell­en, sem er 81 árs, er þekktastur fyrir túlkun sína… Lesa meira

Sjón með nýja túlkun á Hamlet


Hin óviðjafnanlega Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.

Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari aðlögun og hefur dansk-íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Ali Abbasi leikstjórn með höndum. Myndin verður samstarfsverkefni fyrirtækjanna Meta Film og Boom Films og er… Lesa meira

Fleiri æfir yfir HBO Max herferðinni: „Ólöglegt niðurhal mun sigra“


Leikstjóri Dune er ekki bjartsýnn á framhaldsmynd.

Það fór aldeilis ekki lítið fyrir tilkynningu kvikmyndaversins Warner Bros. þegar ákveðið var að gjörbreyta útgáfuplani 17 væntanlegra stórmynda. Ákvörðunin felur það í sér að gefa kvikmyndir félagsins út á streymisþjónustu HBO Max á sama tíma og þær eiga að lenda í bíóhúsum. Þetta skipulag kom mörgu kvikmyndagerðarfólki í opna… Lesa meira

Kvikmyndin þarf ekki að vera eins og bókin


Ólafur Darri ræðir tilgang lífsins og ágæti The Shining.

Leikarinn Ólafur Darri Ólafsson er landsmönnum vel kunnur enda reglulega með mörg járn í eldinum. Nýverið vakti hann mikla athygli fyrir sjónvarpsþættina Ráðherrann auk þess sem honum brá fyrir í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Hefur hann einnig komið við sögu í þáttunum Cursed, tölvuleiknum Assassins… Lesa meira

Cook ráðin í He’s All That


Úr “lúðanum” í mömmuna.

Bandaríska leikkonan Rachael Leigh Cook mun bregða fyrir í gamanmyndinni He’s All That, væntanlegri endurgerð hinnar geysivinsælu She’s All That frá 1999. Cook fór þar með annað aðalhlutverkið. Kynjahlutverkum verður snúið við í nýju myndinni, en sú upprunalega fjallaði um vinsælan „töffara“ á útskriftarári sem gerir veðmál við félaga sína… Lesa meira

Skoða eldfjöll á Íslandi fyrir Disney+


Will Smith var staddur hér á landi í sumar við tökur á nýrri þáttaröð frá Darren Aronofsky.

Eins og greint var frá í sumar var bandaríska stórstjarnan Will Smith í tökum á Íslandi fyrir sjónvarpsþátt. Nú hefur fengist staðfest að verkefnið hafi verið á vegum kvikmyndagerðarmannsins Darren Aronofsky, sem framleiðir ásamt National Geographic fyrir streymisveituna Disney+. Þáttaröðin ber heitið Welcome to Earth og mun Smith sjást þar… Lesa meira