Ennio Morricone látinn


Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar.

Ítalski tónlistarmaðurinn Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á sjúkra­húsi í Rome og greindu ít­alsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í morg­un, en hann var á sjúkra­húsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lær­legg.Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar og þekktur fyrir… Lesa meira

Ólíklegt að Gibson verði í framhaldsmyndinni – „Á ég eftir að fá AIDS?“


Hefur kjaftur Gibsons komið honum í klandur á ný?

Leikstjórinn og fyrrum stórleikarinn Mel Gibson hefur eina ferðina enn komið sér í sviðsljósið vegna umdeildra ummæla í garð gyðinga og Hollywood-bransinn farinn að bregðast við í takt. Andúðin að sinni gaus upp eftir að breski miðillinn Sunday Times birti viðtal við leikkonuna Winonu Ryder, þar sem hún rifjar upp… Lesa meira

„Baby“ borinn þungum sökum: „Mér þykir þetta afar leitt“


Hjartaknúsarinn var sakaður um kynferðisbrot á dögunum - og segir sína hlið málsins.

Bandaríski leikarinn og skemmtikrafturinn Ansel Elgort hefur verið í brennidepli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Eins og víða hefur verið greint frá var leikarinn sakaður um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart stúlku árið 2014, en umrædd stúlka var þá undir lögaldri að eigin sögn.Ásakandinn, Gabby, gaf út yfirlýsingu á samskiptavefnum Twitter… Lesa meira

Nýjasta mynd Baltasars komin með fjárfesta


Hundamynd Balta er í öruggum höndum.

Sannsögulega dramað Arthur the King í leikstjórn Baltasars Kormáks hefur náð að tryggja sér framleiðslufjármagn, en frá því var greint í Variety nú á dögunum. Segir þar að myndin hafi fengið fullan styrk fyrr en búist var við en ekki var reiknað með að þessi fasi kæmi fyrr en á… Lesa meira

Ian Holm er látinn


Holm átti gífurlega flottan leikferil

Breski leik­ar­inn Sir Ian Holm er lát­inn, 88 ára að aldri. Þetta staðfestir umboðsmaður Holm í samtali við fréttamiðilinn Guardian, en að hans sögn lést leikarinn á spítala vegna veikinda í tengslum við Parkinsons sem hann hafði glímt við undanfarin ár.Holm átti gífurlega flottan leikferil en var hvað þekktastur fyrir… Lesa meira

Í viðræðum um gerð seríu um dóttur 007


Dóttir James Bond verður spæjari eins og pabbinn.

Samkvæmt heimildarmanni breska dagblaðsins Sunday Mirror, þá á Killing Eve höfundurinn Phoebe Waller-Bridge í viðræðum um að skrifa handrit að kvikmyndaseríu sem á að fjalla um það þegar dóttir James Bond, 007, er þjálfuð upp í að verða njósnari. Phoebe Waller-Bridge Í blaðinu segir heimildarmaðurinn: “Bond fólk er mjög spennt… Lesa meira

Nándarbann vegna COVID-19


Ekki koma of nálægt!

Samkvæmt fréttum í breska blaðinu The Daily Mail, sem vitnar í frétt í The Sun, þá segir í nýrri skýrslu frá stéttarfélagi klippara í kvikmyndaiðnaðinum, að atriði þar sem fólk á í nánum samskiptum, þurfi að vera endurskrifuð, hætta þarf við þau, eða að notaðar verði tæknibrellur ( CGI )… Lesa meira

Fred Willard látinn


Frægir minnast leikarans víða.

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. Dóttir hans staðfesti þetta í yfirlýsingu en þar segir að hann hafi látist á aðfaranótt laugardags í faðmi fjölskyldunnar.Willard er þekktur fyrir ýmis hlutverk í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum, en á meðal hans þekktustu eru í vinsælum myndum á borð… Lesa meira

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix


Kannski Volcano Man hefði orðið Eurovision-hittari?

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinnar, ef ekki eitt af fyrri framlögum okkar. https://www.youtube.com/watch?v=JxKs6kUDB60 Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir myndinni en það… Lesa meira

Back to the Future teymið sameinað á ný


Það er allt hægt með tækninni í dag.

Bandaríski leikarinn Josh Gad hefur verið duglegur að safna saman hópi leikara og aðstandenda úr kvikmyndum sem voru honum (og mörgum) mjög kærar í æsku. Gad vakti mikla athygli með vefþættinum Reunited Apart þegar hann skipulagði hitting gegnum streymi með leikurum og nokkrum aðstandendum ævintýramyndarinnar The Goonies. Einn tilgangur þessara… Lesa meira

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu – Átta safaríkar senur


Nekt þarf ekki að vera feimnismál.

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk því þá er þetta eðlilegt. Því spyr undirrituð*, hvaða erlendu myndir eru… Lesa meira

Gamanleikarinn Jerry Stiller látinn


„Hann var frá­bær pabbi, afi og góður eig­inmaður“

Gamanleik­ar­inn Jerry Stiller er lát­inn 92 ára að aldri. Son­ur hans, leik­ar­inn Ben Stiller, til­kynnti and­lát föður síns snemma í morg­un. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginmann. Jerry Stiller var giftur Anne Meara í 62 ár en hún dó 2015. „Ég til­kynni með sorg að… Lesa meira

Snýr Sidney Prescott aftur í Scream 5?


Það getur varla verið útilokað að myndin beri titilinn „5cream“.

Bandaríska leikkonan Neve Campbell er opin fyrir fimmtu kvikmyndinni í Scream-seríunni frægu, en leikstjórateymið á bak við spennutryllirinn Ready or Not hefur staðfest sína þátttöku. Hermt er að Sidney Prescott eigi að snúa aftur í heimbæ sinn í fimmta kaflanum eftir að kunnuglegt mynstur hrottalegra morða herjar á íbúa. Scream-mynd­irnar… Lesa meira

Líkir útliti sínu í Cats við refi að stunda samfarir


Judi Dench er ekki ánægð með Cats.

Kvikmyndaaðlögunin af söng­leikn­um Cats virðist falla í grýtt­an jarðveg hvert sem litið er. Umtalið í kringum myndina hefur magnast töluvert undanfarna fjóra mánuði og verið undirstaða óteljandi brandara og nokkurra hneykslismála á bak við tjöldin frá því að stiklurnar voru fyrst gefnar út. Fyrir nokkrum vikum var skammarstimpillinn endanlega innsiglaður… Lesa meira

Darth Maul leikari segir Rian Johnson ekki skilja Star Wars


Það er alltaf jafn vinsælt að hrauna yfir The Last Jedi.

Bandaríski leikarinn Sam Witwer, sem þekktur er af mörgum Star Wars unnendum sem rödd Sith-lávarðsins Darth Maul í þáttunum The Clone Wars og Rebels, hefur bæst við hóp þeirra sem voru allt annað en ánægðir með áttunda kafla Skywalker-sögunnar, The Last Jedi.Eins og mörgum er kunnugt var myndin leikstýrð og… Lesa meira

Ný Star Wars-mynd í bígerð frá Taika Waititi


Næsta Star Wars mynd verður eflaust á léttu nótunum.

Á þessum degi, hinum alþjóðlega Star Wars-degi þann 4. maí, tilkynnti Lucasfilm að glæný Stjörnustríðsmynd væri í vinnslu frá engum öðrum en nýsjálenska grínaranum Taika Waititi. Af viðbrögðum netheima að dæma eru aðdáendur hæstánægðir með þessar fregnir en eins og margir vita leikstýrði hann lokaþætti fyrstu seríu The Mandalorian fyrir… Lesa meira

Stórleikkonur í hörkuslag


Sjón er sögu ríkari.

Áhættuleikkonan Zoë Bell, sem er líklega þekktust fyrir þátttöku sína í kvikmyndum leikstjórans Quentin Tarantino, stuðlar að því að berjast gegn leiðindum á tímum sóttkvía og samkomubanna. Nýverið kom Bell af stað gjörningnum Boss Bitch Fight Challenge sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og víðar. Um er þarna að… Lesa meira

Segir faraldurinn hafa jákvæð áhrif á fjórðu Thor-myndina


Leikstjórinn lofar betri mynd í ljósi COVID.

Fjölmargir sem starfa í kvikmyndageiranum hafa nýtt sér þennan tíma einangrunar, samkomubanna og seinkana í ljósi faraldursins til að fínpússa þau verk sem eru í vinnslu. Á meðal þeirra er nýsjálenski leikstjórinn, handritshöfundurinn og gamanleikarinn Taika Waititi. Waititi hefur síðustu mánuði unnið hörðum höndum að undirbúningi Marvel-myndarinnar Thor: Love and… Lesa meira

15 staðreyndir um gerð Jurassic Park: Hataði frægðina eftir myndina


Vissir þú að fyrsti „skjákossinn“ hans Mazzello var með Sam Neill? Þetta var í senunni þar sem Alan Grant reynir að endurlífga Tim.

Í gærkvöldi fór fram glápspartí (e. „watch party“) á Jurassic Park gegnum streymi á vegum IGN og Universal en þar fór leikarinn Joseph Mazzello yfir ýmsar sögur á bakvið gerð myndarinnar. Mazzello lék hinn góðkunna Tim Murphy í myndinni, sem lendir í ýmsum ævintýrum með Alan Grant og systur sinni,… Lesa meira

Ezra Miller vildi breyta Bíó Paradís í einkaklúbb: „Korteri frá því að fara í geðrof”


„Það var engan veginn í lagi með hann,“ segir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Bandaríski leikarinn Ezra Miller hefur víða verið gagnrýndur vegna uppákomu hans á skemmti­staðnum Prikinu í Reykja­vík í byrjun aprílmánaðar. Atvikið náðist á myndband og sést Miller þar spyrja konu hvort hún vilji slást, grípur þá utan um háls­inn á henni og snýr hana niður. Margir fjölmiðlar hafa greint frá málinu en leikarinn… Lesa meira

Mælir með 54 hasarmyndum fyrir sóttkvína – Hvað hefur þú séð margar?


James Gunn þekkir sinn hasar. Nú er bara að haka við þær sem þú hefur séð.

Kvikmyndagerðarmaðurinn James Gunn heldur áfram að gleðja bíófíkla á samfélagsmiðlum sínum og koma skemmtilegum umræðum af stað. Á meðan faraldri stendur hefur Gunn haldið sér uppteknum við að svara fyrirspurnum aðdáenda, birta fróðlegar stöðufærslur og sinna klippivinnu heimanfrá á nýjustu kvikmynd sinni, The Suicide Squad. Fyrir nokkru hlóð Gunn í… Lesa meira

Ný mynd úr smiðju Michael Moore aðgengileg á YouTube


„Þetta er vitundarvakning til allra sem þora ekki að horfast í augu við raunveruleikann sem blasir við“

Heimildarmyndin Planet of the Humans var gefin út á YouTube í vikunni (þann 22. apríl, á svonefndum degi Jarðar, nánar til tekið) og er aðgengileg á rás bandaríska kvikmyndagerðarmannsins Michael Moore. Þarna er fjallað um umhverfismál og eru orkugjafar af ýmsum toga teknir fyrir og aðferðir umhverfisáhugafólks og auðvaldssinnum harðlega… Lesa meira

Horfðu á Jurassic Park með leikara myndarinnar í kvöld


Það eru til verri leiðir til að drepa tímann.

Bandaríski leikarinn Joseph Mazzello mun horfa á Jurassic Park í kvöld og hvetur aðdáendur til að horfa á myndina með sér, í svonefndu glápspartíi (e. „watch party“) gegnum streymi. Yfirlesturinn og streymið verður í boði kvikmyndaversins Universal og IGN á síðarnefndum vef. Þó verður það undir áhorfendum komið að útvega… Lesa meira

Chris Pine nýi Dýrlingurinn


Ef þú veist ekki hver Simon Templar er, spurðu foreldra þína eða afa þinn.

Bandaríski leikarinn (og Íslandsvinurinn?) Chris Pine hefur verið ráðinn í hlutverk „Dýrlingsins“ Simon Templar í glænýrri endurræsingu. Kvikmyndin verður framleidd af Paramount og mun leikarinn og leikstjórinn Dexter Fletcher sjá um leikstjórnina, en hann vakti mikla lukku í fyrra með ævisögunni um Elton John, Rocketman. Pine hefur átt góð tengsl… Lesa meira

Forsaga Hungurleikanna í vinnslu – Lawrence sest í leikstjórastólinn


Stærri spurningin er; hungrar heimurinn í meira?

Bandaríski leikstjórinn Francis Lawrence hefur verið ráðinn til að sitja við stjórnvölinn á kvikmyndinni The Ballad of Songbirds and Snakes. Þarna er um að ræða forsögu að Hungurleikaseríunni frá Suzanne Collins og verður myndin byggð á nýrri bók úr hennar smiðju. Hermt er að Collins muni skrifa handritsaðlögunina ásamt höfundinum… Lesa meira

Áhorfsteiti með leikara úr Jurassic Park


Júragarðsunnendur, sameinist!

„Við sitjum öll þessa dagana og bíðum eftir að þessir óhugnanlegu óvissutímar líða hjá. Sjálfum hefur mér þótt sérstaklega gaman að nýta tímann og horfa á klassískar kvikmyndir og það er mitt kalda mat að Jurassic Park sé með þeim betri í kvikmyndasögunni.“ Þetta segir Bandaríski leikarinn Joseph Mazzello en… Lesa meira

Tökumaður E.T. látinn af völdum COVID-19


„Hann var einstakur hæfileikamaður og ofar öllu falleg manneskja,“ segir Spielberg.

Bandaríski kvikmyndatökumaðurinn Allen Daviau er látinn. Hann lést á miðvikudaginn á MPTF spítalanum í Los Angeles, 77 ára að aldri og er dánarorsök sögð vera af völdum COVID-19. Daviau var gífurlega virtur í sínu fagi og var fimm sinnum tilnefndur til Óskarsverðlauna, þar á meðal fyrir kvikmyndirnar E.T. the Extra… Lesa meira

Britney vekur athygli með bíódómi


Söngkonan sparar ekki stóru orðin, að minnsta kosti hvað það varðar sem hún sá af myndinni.

Söngkonan Britney Spears, einnig þekkt sem aðalleikkona kvikmyndarinnar Crossroads, hefur horft á óteljandi bíómyndir í sóttkvínni. Þetta sagði hún nýlega á Instagram-aðgangi sínum en þar hefur hún heldur betur komið umtali í gang með svonefndu „hot take“ á kvikmynd sem er talin eitt stærsta flopp síðustu missera. Það mun vera… Lesa meira

Framhaldsmyndir sem toppa forvera sína


Eflaust þykir fólki ýmist umdeilt á þessum lista.

Leikstjórinn og handritshöfundurinn James Gunn er þekktur fyrir að láta ýmis orð falla á samskiptamiðlinum Twitter (meira um það hér) og er öruggt að fullyrða það að aðgangurinn hans er afar virkur - oft þrælskemmtilegur. Nýverið kom Gunn af stað umræðuþræði þar sem hann taldi upp framhaldsmyndir (en einungis myndir… Lesa meira

Segir óþarft að fínpússa nýju Bond-myndina


„Myndin er frábær eins og hún er“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Cary Fukunaga, leikstjóri nýjustu myndarinnar um njósnarann James Bond, telur óþarft að nýta aðstæðurnar til að laga verkið til. Nýverið hafa sumir framleiðendur verið að nýta sér aukna tímann sem hefur fylgt ýmsum frestunum til að fínpússa lokavöru sína. Þekkt dæmi væri framleiðsla myndarinnar Black Widow, en ákvað kvikmyndaverið… Lesa meira