Dolfallinn yfir Dune: „Þetta er ástæðan fyrir því að mig langaði til að verða leikari“


Skyggnst er á bakvið tjöldin á stórmyndinni DUNE.

„Denis Villeneuve hefur frábær tök á persónudrifnum sögum, hvort sem þær eru stórar eða smáar í umfangi," segir leikarinn Timothée Chalamet um leikstjóra nýju DUNE kvikmyndarinnar. Í stuttu myndbroti sem sjá má hér að neðan er skyggnst á bak við tjöldin og rakin saga bæði myndarinnar og arfleið upprunalega verksins.… Lesa meira

Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad


Frábær playlisti, ekki satt?

Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn James Gunn um stjórntaumana.Gunn, líkt og margir vita, er þekktastur fyrir Guardians of the Galaxy-myndirnar og hefur góður tónlistarsmekkur… Lesa meira

Hereditary olli miklum andlegum skaða


Hryllingsmyndin fræga er oft sögð ekki vera fyrir viðkvæma.

Bandaríski leikarinn Alex Wolff segir hryllingsmyndina Hereditary hafa tekið gríðarlega á og vill hann meina að hlutverk sitt í þeirri frægu kvikmynd hafi tekið gífurlega á sína andlegu heilsu, þá ekki síst svefninn - enn þann dag í dag. Þetta staðfesti Wolff í samtali við fréttamiðilinn Looper og kveðst leikarinn… Lesa meira

Einn fremsti leikjahönnuður samtímans dásamar Kötlu


Höfðinginn er sáttur.

Hideo Kojima, einn af þekktustu leikjahönnuðum heims, oft kenndur við Metal Gear Solid seríunna og stofnandi Kojima Productions, virðist vera mikill aðdáandi KÖTLU, sjónvarpsþáttanna vinsælu á Netflix, og Baltasars Kormáks. Kojima hefur verið duglegur að mæla með seríunni á samfélagsmiðlum sínum með eftirtektarverðum færslum. Kojima kveðst hafa kynnst KÖTLU þegar… Lesa meira

Richard Donner látinn


Donner fór aldeilis yfir víðan völl og markaði sín spor í Hollywood.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikstjóri og framleiðandi en hann var einna þekktastur fyrir allar fjórar Lethal Weapon-myndirnar ásamt The Omen, The Goonies, Ladyhawke og fyrstu… Lesa meira

Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann


„Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll“

Hasargamanmyndin Leynilögga hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno, sem fram fer í Sviss dagana 4. – 14. ágúst. „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvikmyndahátíðir vegna Covid er óvanalega… Lesa meira

Katla upphafið að einhverju stærra: „Við héldum okkur við ákveðinn realisma“


„Ég hef unnið að þessu og dreymt um að stækka kökuna hérna,“ segir Baltasar.

„Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt enda þungt í framleiðslu. Ég vildi ekki hlaupa til með þetta en svo fékk ég hringingu frá Netflix og þá fór vélin hratt af stað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður.Eins og mörgum er eflaust kunnugt var sjónvarpsþáttaröðin Katla gefin út á streymi Netflix í… Lesa meira

Yfir 600 titlar á Disney+ væntanlegir með ís­lensk­um texta eða tali


Mynd­irn­ar verða aðgengi­leg­ar á streym­isveit­unni Disney+ í lok júní.

Yfir 600 kvikmyndir verða aðgengilegar með ís­lensk­um texta eða tali á streym­isveitunni Disney+ á næstunni, þar af eru yfir 100 teikni­mynd­ir tal­sett­ar á ís­lensku. Þessu greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá á Facebook-síðu sinni í dag en hún hef­ur lengi unnið að því að fá Disney til að tryggja að bíó­mynd­ir… Lesa meira

Covid-smit á tökustað Mission: Impossible


Þessi framhaldsmynd virðist ekki fá breik.

Tökum á sjöundu kvikmyndinni í Mission: Impossible myndabálknum hefur verið frestað á ný eftir að greindist kórónaveirusmit á meðal tökuliðs. Framleiðendur staðfestu þetta í fréttatilkynningu. Þar er fullyrt að gert hafi verið 14 daga hlé á tökum.Þetta er ekki fyrsta töfin á tökum myndarinnar en skömmu eftir að þær hófust… Lesa meira

Lífið hermir eftir listinni á Skriðuklaustri


Rætt er um hvort ráðskonan Skotta sé ímyndun eður ei.

Hlaðvarpsþátturinn Atli & Elías hefur nú fundið sér annað (auka)heimili á Kvikmyndir.is og verður sarpur þeirra félaga aðgengilegur hér á vefnum von bráðar sem og fleiri veitum. Umrædd sería er nú komin á fjórða tug í þáttafjölda og við hljóðnemann sitja þeir Atli Óskar Fjalarsson og Elías Helgi Kofoed Hansen,… Lesa meira

Spacey ráðinn í nýja mynd: „Ég get ekki beðið eftir að hefja tökur“


Leikarinn hefur lítið verið í sviðsljósinu á síðastliðnum árum. Af góðum ástæðum...

Bandaríski leikarinn Kevin Spacey hefur verið ráðinn í ítölsku kvikmyndina L'uomo Che Disegno Dio (e. The Man Who Drew God) eftir hinn góðkunna Franco Nero. Þetta mun vera fyrsta hlutverk Spaceys í fjögur ár en hann hefur lítið verið í sviðsljósinu eftir að hafa verið sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni af fjöl­mörg­um aðilum. Í kjölfar þessara ásakana var Spacey t.a.m. klipptur út úr All the Money in the World frá Ridley Scott. Spacey lék þar olíufurstann J. Paul Getty en… Lesa meira

Jungle Cruise á Disney+


Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020.

Ævintýramyndin Jungle Cruise verður aðgengileg á streymi Disney+ samhliða bíóútgáfu hennar. Til stóð upphaflega að frumsýna myndina um sumarið 2020 áður en hún var færð til júlímánaðar 2021. Verður hún þá gefin út á streymið 30. júlí en þá gegn aukagjaldi en myndin lendir í kvikmyndahúsum hérlendis þann dag. Jungle… Lesa meira

Önnur Kryddpíumynd sögð vera í pípunum


Ætli Spice Universe verði málið?

Stúlknasveitin Spice Girls eða Kryddpíurnar eru með nýja kvikmynd á teikniborðinu, eða svo herma heimildir slúðurmiðilsins The Sun. Segir þar að fjórir meðlimir bandsins - þær Geri Horner, Melanie C, Mel Burton og Emma Bunton - hafi nálgast handritshöfund. Áætlanir þessar eru enn á forvinnslustigi en stefnt er að því… Lesa meira

Olympia Dukakis látin


Óskarsverðlaunaleikkonan var 89 ára að aldri.

Bandaríska leikkonan Olympia Dukakis er látin. Hún lést í gærmorgun í New York og var 89 ára að aldri. Dukakis hafði marga fjöruna sopið á sviði, í kvikmyndum og sjónvarpi og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki fyrir kvikmyndina Moonstruck. Þá er hún einnig þekkt fyrir hlutverk sín í… Lesa meira

Þetta eru sigurvegararnir á Óskarnum 2021


Umræðuvert kvöld að baki.

Öruggt er að fullyrða að Óskarinn sé langstærsti viðburður tileinkaður kvikmyndum í Bandaríkjunum og er þetta í 93. skipti sem hátíðin fer fram. Niðurstaðan var alþjóðleg og fjölbreytt að sinni en eins og margir hverjir spáðu fyrir var það Nomadland sem hlaut aðalverðlaunin, þó íslenska lukkan hafi ekki alveg farið… Lesa meira

„Epísk og alls ekki fyrir börn“


Aðdáendur tölvuleiksins gætu átt von á góðu.

Skjáskot / Instagram Stórleikarinn Ólafur Darri Ólafsson fer jákvæðum orðum um hasarmyndina Mortal Kombat, þ.e. endurræsinguna sem væntanleg er í kvikmyndahús á næstu dögum. Ólafur var staddur á frumsýningu myndarinnar í Ástralíu á dögunum og birti færslu á Instagram-síðu sinni. Hann hrósar þar leikkonunni Jessica McNamee, sem fer með hlutverk… Lesa meira

Helen McCr­ory látin


Leikkonan fjölhæfa var 52 ára að aldri.

Breska leik­kon­an Helen McCr­ory er lát­in 52 ára að aldri. McCr­ory átti afkastamikinn feril og var sérlega áberandi í sjónvarpsþáttum og kvikmyndum. Hún var hvað þekkt­ust fyr­ir að fara með hlut­verk í þátt­un­um Pea­ky Blind­ers og hlut­verk Narcissu Mal­foy í Harry Potter-myndabálknum.McCrory lést úr krabbameini og var það leikarinn Damian… Lesa meira

10 ár á leiðinni – Leynilögga tekur á sig mynd


Fyrsta sýnishornið er lent fyrir stórmyndina Cop Secret.

Fyrsta sýnishornið er lent fyrir íslensku kvikmyndina Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er hún byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar með gestahlutverk og má fastlega gera ráð fyrir að umrædd kvikmynd haldi sama stíl.Það er Hannes Þór Halldórsson, landsliðsmarkvörður og auglýsingaleikstjóri, sem… Lesa meira

Mikkelsen í næstu Indiana Jones


Nóg að gera hjá Mikkelsen, að venju.

Danska stórstjarnan Mads Mikkelsen mun fara með eitt af aðalhlutverkum fimmtu kvikmyndarinnar um fornleifafræðinginn og ævintýramanninn Indiana Jones, en frá þessu er greint í Deadline. Mikkelsen hefur verið á vörum margra á undanförnum mánuðum og hefur hann haft sérdeilis mörg járn í eldinum. Nýverið tók hann við hlutverki galdrakarlsins Gellerts… Lesa meira

Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Húsavík á Óskarnum


Lengi lifi Speorg-nótan!

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut rétt í þessu Óskarstilnefningu í flokki besta frumsamda lags, en verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi.Líkt og tit­ill­inn gef­ur til kynna fjallar lagið um bæ­inn Húsa­vík en gamanmynd­in ger­ist á Húsa­vík og var hluti henn­ar tek­inn… Lesa meira

Gísli Darri tilnefndur til Óskarsverðlauna


Íslendingar eru komnir til að vera á Óskarnum!

Stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hlaut rétt í þessu tilnefningu til Óskarsverðlauna. Verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi, en þess má einnig geta að lagið Húsavík úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut tilnefningu í flokki besta frumsamda lags úr kvikmynd. Já fólkið hefur… Lesa meira

Heillaðist ungur af Halastjörnu í Múmínlandi


„Mundu að þú ert að gera þetta fyrir sjálfan þig“

Leikarinn og grínistinn Vilhelm Þór Neto hefur haft nóg við að vera upp á síðkastið og verið á margra vörum. Eftir að hafa stolið senunni í síðasta Áramótaskaupi leið ekki á löngu þar til hann hélt áfram að gleðja landsmenn, bæði í þættinum Já OK hjá Útvarpi 101 og síðan… Lesa meira

Segir skilið við leiklistina


Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna.

Breska leikkonan Emma Watson hefur ákveðið að leggja leikferilinn á hilluna og einblína á önnur verkefni. Þetta staðfestir umboðsmaður hennar í samtali við fréttaveituna Daily Mail og segir það öruggt að Watson muni ekki þiggja fleiri hlutverk í framtíðinni.Watson var aðeins níu ára þegar hún var valin úr röð stúlkna… Lesa meira

Ævisaga um Robbie Williams á leið í tökur


Bíómynd um skemmtikraftinn stórvinsæla frá leikstjóra The Greatest Showman.

Vinnsla er formlega hafin á kvikmyndaðri ævisögu breska söngvarans Robbie Williams. Bíómyndin mun ganga undir heitinu Better Man og er sögð vera í stíl Rocketman (2019) í umfangi og tónlistarnálgun. Má þá búast við eins konar söngleik í leikstjórans Michael Gracey, en hann sat við stjórnvölinn á hinni massavinsælu The… Lesa meira

Depardieu ákærður fyrir kynferðisbrot


Depardieu hefur lengi þótt alræmdur fyrir hegðun sína

Gerard Depardieu, einn frægasti leikari Frakklands, hefur verið ákærður fyrir að brjóta gegn leikkonu á þrítugsaldri fyrir þremur árum. Málið var fellt niður fyrir tveimur árum vegna skorts á sönnunargögnum en tekið síðar upp að nýju. Leikkonan segir Depardieu hafa nauðgað sér í tvígang í íbúð hans í 6. hverfi… Lesa meira

Cara Dune leikföng tekin af markaðnum


Ekki verða framleidd fleiri leikföng eftir fígúru Carano.

Framleiðsla á leikföngum sem tengjast persónunni Cara Dune úr Stjörnustríðsþáttunum The Mandalorian hefur verið stöðvuð. Þetta kemur í kjölfar brottreksturs leikkonunnar Ginu Carano eftir að hún líkti ofsóknum gyðinga í Þýskalandi á fjórða áratugnum við stöðuna í bandarískum stjórnmálum. Talsmaður Lucasfilm tjáði fréttamiðlinum Variety að ummæli Carano væru hræðilegar og… Lesa meira

Stanley Tucci dásamar Ísland


„Þegar faraldurinn er afstaðinn langar mig að fara þangað aftur með börnunum mínum“

Bandaríski leikarinn Stanley Tucci frumsýndi á dögunum glænýja þáttaröð fyrir CNN, Searching for Italy, þar sem hann skoðar ítalska matarmenningu og þann sess sem hún skipar. Tucci kveðst vera mikill unnandi Ítalíu en í viðtali við tímaritið Condé Nast Traveler stóðst hann ekki mátið að undirstrika annað land sem hefur… Lesa meira

Framhald af Face/Off í bígerð


Leikstjóri myndarinnar lofar beinu framhaldi, ekki endurgerð.

Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Adam Wingard hyggst gera framhald af einni vinsælustu og að margra mati trylltustu hasarmynd tíunda áratugarins. Aðdáendur Face/Off ('97) finnast víða og er myndin skólabókadæmi um fagmenn í sínum hæsta gír, leikstjórann John Woo og leikaranna John Travolta og Nicolas Cage í banastuði. Wingard mun leikstýra framhaldsmyndinni og… Lesa meira

Klippir hasarmyndina Kate fyrir Netflix


Spennandi hasar framundan frá einum færasta klippara landsins.

Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, er svo sannarlega merkt nokkrum stórum og svölum kvikmyndaverkefnum sem áætlað er að frumsýna á þessu ári. Fyrst ber að nefna Marvel-stórmyndina Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings (sem sýnd verður í júlí, að öllu óbreyttu) að ógleymdri hasarmyndinni Kate frá streymisþursanum… Lesa meira