Dagbækur Rickmans gefnar út


Einn ástsælasti leikari Breta þótti duglegur að halda utan um rit um líf sitt.

Til stendur að gefa út dagbækur breska leikarans Alan Rickman árið 2022. Fram kemur á vef The Guardian að leikarinn virti hafi í áraraðir haldið utan um minnisbækur í áratugaraðir, nánar til tekið frá lok níunda áratugarins. Talið er að síðasta dagbókarfærsla Rickmans hafi verið skrifuð skömmu áður en hann… Lesa meira

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix


Glæný þáttaröð Ófærðar verður afhjúpuð á Netflix árið 2021

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun bera erlenda heitið Entrapped. Atburðarásin gerist tveimur árum eftir atburði síðustu seríu og verða þau Ólafur Darri Ólafsson og… Lesa meira

Stórleikarar í nýjustu mynd Gríms


Um er að ræða pólitíska ádeilu og hefjast tökur í mars næstkomandi.

Leikararnir Miles Teller, Shailene Woodley og William Hurt fara með aðalhlutverkin í nýjustu mynd Gríms Hákonarsonar, The Fence.  Það er fréttamiðillinn Deadline sem greindi fyrst frá þessu en þar kemur fram að söguþráður myndarinnar snúist um kostulegar nágrannaerjur. Þau Teller og Woodley fara með hlutverk nýgifts pars sem stangast á… Lesa meira

Ari Eldjárn með uppistand á Netflix


Grínarinn stórvinsæli er væntanlegur á streymið 2. desember.

Uppistandið Pardon my Icelandic með hinum stórvinsæla Ara Eldjárn verður gefið út á streymisveitunni Netflix. Öruggt er að fullyrða að Ari sé fyrstur íslenskra grínista til að stíga á stokk á streyminu fræga en umrædd sýning var kvikmynduð sumarið 2019 í Þjóðleikhúsinu. Á árunum 2017-2018 var uppistandið alls sýnt 50… Lesa meira

Stórleikarinn Sean Connery látinn


Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn

Skoski stórleikarinn Sir Sean Connery er látinn, 90 ára að aldri. Connery var sá fyrsti sem lék spæj­ar­ann James Bond á hvíta tjald­inu.Hann fór með hlut­verk í alls sex Bond-kvik­mynd­un­um á ár­un­um 1962 til 1971 og í Bond-kvik­mynd­inni Never Say Never Again árið 1983. Mörg­um þótti Connery besti Bond-leik­ar­inn en… Lesa meira

Fyrsta sýnishornið lent fyrir The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

Vísindaskáldsagan The Midnight Sky í leikstjórn George Clooney nálgast óðum og hefur nú tekið á sig skýrari mynd með fyrstu stiklunni. Myndin er framleidd fyrir streymisveituna Netflix og fóru tökur meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust. The Midnight Sky er gerð eftir skáldsögunni Good Morning, Midnight… Lesa meira

Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?


Poppkúltúr stóðst ekki mátið að stúdera furðulegan prófíl og feril Krúsarans.

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúar-ríki sínu.Hvað liggur þó á… Lesa meira

Jared Leto snýr aftur sem Jókerinn


Umdeildasti Jókerinn til margra ára mætir á ný.

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun snúa aftur í hlutverki Jókersins og þá í væntanlegri leikstjóraútgáfu Justice League. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og segir þar að Leto sé á meðal leikara sem eru áætlaðir fyrir sérstakar aukatökur á stórmynd Snyders sem sýnd verður á HBO Max á næsta… Lesa meira

Þorsti verðlaunuð á Screamfest


„Gay-vampírumyndin“ verðlaunuð vestanhafs.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest. Um er að ræða stærstu og elstu hryllingsmyndahátíð vestanhafs og eru þar sýndar kvikmyndir frá öllum heimshornum í þeim geira.  Bæði verðlaun Þorsta á Screamfest voru fyrir brellur; hlaut þá  Geir Njarðarson… Lesa meira

Sigraði hjörtu víða og hreppti hlutverk Napóleons


Árið 2020 hefur reynst Phoenix afar gefandi.

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix hefur verið ráðinn í hlutverk smávaxna stórmennisins Napóleons Bónaparte í væntanlegri kvikmynd frá Ridley Scott. Myndin mun bera heitið Kitbag og segir frá yngri árum Napóleons og upprisu hans sem herforingi frönsku byltingarinnar.  Áætlað er að tökur á Kitbag hefjist ekki fyrr en eftir að Scott hefur lokið við kvikmyndina The Last Duel. Handritið er þar í höndum félaganna Matt Damon og… Lesa meira

Borat kominn á samfélagsmiðla


„Trump vildi ekki særa tilfinningar covid.“

Borat nokkur Sagdiyev, dáðasta persóna leikarans Sacha Baron Cohen, er mættur á samfélagsmiðla og ekki lengi að sópa að sér fylgjendum. Á Twitter-síðunni hefur Donald Trump og kórónuveiran verið í brennidepli hjá bragðarefnum frá frá Kasakstan. Eins og margir vita er Borat væntanlegur í framhaldsmynd og var sprellfjörugt sýnishorn gefið út á dögunum. Myndin verður gefin úr á næstu vikum í aðdraganda… Lesa meira

Hitti Game of Thrones stjörnu á Skólavörðustíg


Sögur herma að leikarinn sé að vinna með Balta um þessar mundir.

Game of Thrones-leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hermt er að Daninn sé staddur á landinu við tökur á nýju sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, Katla, en það hefur ekki enn fengist staðfest. Nicolaj sást spóka sig í byrjun vikunnar á Skólavörðustíg og stóðst tónlistarmaðurinn Haraldur Fannar Arngrímsson… Lesa meira

„Konur hræktu á mig“


Jason Alexander var um skeið einn hataðasti leikari heims.

Bandaríski leikarinn Jason Alexander, þekktur af flestum sem George Costanza úr Seinfeld, þurfti aldeilis að gjalda eftir að hafa leikið í hinni stórvinsælu Pretty Woman frá árinu 1990. Í myndinni leikur hann óviðkunnanlegan lögfræðing sem reynir að beita persónu Juliu Roberts kynferðisofbeldi.Alexander var gestur í hlaðvarpinu At Home With The… Lesa meira

Ráðherrar og landsmenn með sterkar skoðanir á Ráðherranum


„Af hverju hvísla allir svona mikið í íslenskum þáttum?“

Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í síðustu viku við blendin en að mestu jákvæð viðbrögð. Nú hafa tveir þættir verið sýndir (og eru aðgengilegir á RÚV) og hefur serían verið á vörum margra landsmanna; áhorfenda, gagnrýnenda og ekki síst ráðamenn þjóðarinnar.Í þáttunum fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk háskólakennarans Benedikts… Lesa meira

Borat væntanlegur í október


„Very niiice!“

Bragðarefurinn Borat Sagdiyev, betur kunnugur sem dáðasta persóna grínarans Sacha Baron Cohen, snýr aftur á skjáinn - töluvert fyrr en áhorfendur reiknuðu með. Virðist sem að Cohen hefur unnið að framhaldsmynd í laumi en fyrr á árinu sást til hans víða á ýmsum uppákomum í Bandaríkjunum. Miðað við þá staði… Lesa meira

Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong


„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng


Ýmsir leikarar hafa reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri.

Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða hafa skrítinn smekk fyrir lagavali. Hér ætlum við aðeins að fara yfir nokkra… Lesa meira

Eddie Redmayne kemur J.K. Rowling til varnar: „Ógeðslegt“


Redmayne kveðst ekki vera sammála Rowling, en segir hatrið vera gengið fulllangt.

Breski leikarinn Eddie Redmayne virðist standa með höfundinum og áhrifavaldanum J.K. Rowling, að minnsta kosti á vissum grundvelli í ljósi mikillar gagnrýni vegna skoðanna hennar um kynvitund. Að sögn Redmayne hefur hatrið í garð rithöfundarins gengið fulllangt. Rowling er auðvitað þekktust fyrir að hafa skrifað bækurnar um Harry Potter, og… Lesa meira

Þau voru eitt sinn bíógagnrýnendur


Kíkjum á þessa fyrrum gagnrýnendur og skoðum brot úr minnisstæðum dómum þeirra.

Gagnrýnandinn er oft kallaður lappalaus maður sem segir öðrum hvernig best skal hlaupa. Þetta er vanþakklátt starf sem svo sannarlega er ekki allra en öll list hefur gott af að vera sett undir smásjána. Bæði verður gagnrýni til að auka umræðu um listformið, en einnig vonandi til að velta upp… Lesa meira

Sjáðu fyrstu myndirnar úr The Midnight Sky


Tökur fóru meðal annars fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði.

The Midnight Sky, sem er í leikstjórn George Clooney og framleidd fyrir streymisveituna Netflix, er farin að taka á sig mynd. Tímaritið Vanity Fair birti í dag fyrstu stillurnar úr vísíndaskáldsögunni. Tökur á myndinni fóru fram í nágrenni Hafnar í Hornafirði í fyrrahaust og var meðal annars leitað að fjölskyldum… Lesa meira

Faðir brúðarinnar snýr aftur eftir 25 ár


Banks-fjölskyldan bankar að dyrum á ný.

„Þriðja“ Father of the Bride myndin mun líta dagsins ljós á föstudag, með öllum upprunalegu leikurunum. Um er að ræða sjónvarpsviðburð og því ekki saga í hefðbundinni kvikmyndalengd.  Það er streymisrisinn Netflix sem hýsir næstum-því-þriðju myndina - sem hlotið hefur nafnið Father of the Bride: Part 3(-ish) - í samstarfi… Lesa meira

WandaVision sýnishornið slær met


Disney+ gleður Marvel-unnendur í desember.

Fyrsta sýnishornið fyrir sjónvarpsþættina WandaVision sló áhorfsmet á fyrsta sólahring eftir frumsýningu. Horft var á stikluna rúmlega 50 milljón sinnum á fyrstu 24 tímunum eftir að hún var frumsýnd. Þetta er fordæmalaust fyrir þætti framleidda fyrir streymi en mikill spenningur er fyrir þessa seríu sem kemur úr smiðju stórrisa Disney… Lesa meira

Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier


Kristinn er einna þekktastur fyrir The Val­halla Mur­ders á Net­flix.

Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Val­halla Mur­ders á Net­flix. Fréttamiðillinn… Lesa meira

Upprisa Krists enn í vinnslu hjá Gibson


„Þetta verður stærsta mynd kvikmyndasögunnar“

Lengi hefur verið talið að Gibson myndi gera framhald að kvikmyndinni The Passion of the Christ. Þeir Mel Gibson og handritshöfundurinn Randall Wallace (Braveheart, We Were Soldiers) hafa verið með myndina á teikniborðinu í töluverðan tíma og er hún sögð vera epísk og rándýr í framleiðslukostnaði, en einnig herma heimildir… Lesa meira

Verður Tom Hardy næsti Bond?


Arftaki Craigs er mögulega fundinn.

Breski leikarinn Tom Hardy er sagður efstur á óskalista framleiðenda kvikmyndanna um James Bond þegar Daniel Craig leggur byssuna á hilluna. Samkvæmt vef The Vulcan Reporter var Hardy boðið hlutverkið eftir að hafa staðið sig frábærlega í prufu síðastliðinn júnímánuð. Á vefnum kemur einnig fram að framleiðendur Bond-myndanna muni tilkynna… Lesa meira

Segir fjórðu Matrix vera ástarsögu


„Við látum fortíðina í friði,“ segir Keanu Reeves.

Fjórða Matrix-kvikmyndin, sem enn hefur ekki fengið nafn, er nú á fullu í tökum í Berlín og hafa aðstandendur verið duglegir við að halda leynd yfir söguþræðinum. Það er Lana Wachowski sem leikstýrir nýju myndinni sem enn hefur ekki fengið nafn. Hún leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur… Lesa meira

Madonna leikstýrir eigin ævisögu


Myndin mun að öllum líkindum ekki bera heitið Body of Evidence.

Hin fjölhæfa Madonna kemur til með að leikstýra nýrri kvikmynd sem byggð er á ævi poppstjörnunnar stórvinsælu. Það er kvikmyndaverið Universal sem framleiðir en söngkonan segir í yfirlýsingu að enginn annar sé betur til þess fallinn að stýra þessu verkefni en hún sjálf. Jafnframt segir hún að tónlistin verði aðaláherslan í… Lesa meira

Ósátt við nýju skilyrði Óskarsins: „Þið hafið öll misst vitið“


„Þetta er listafólki til skammar,“ segir Alley.

Leikkonan Kirstie Alley gagnrýnir harðlega bandarísku kvikmyndaakademíuna eftir að sett voru ný skilyrði sem kvikmyndir þurfa að uppfylla til að eiga möguleika á Óskarstilnefningu. Þessi skilyrði taka gildi frá og með verðlaunahátíðinni árið 2025 og eiga að tryggja fjölbreytni meðal leikaraliðs og framleiðsluteymis. Leikkonan kveðst styðja fjölbreytni en segir þessar… Lesa meira

Diana Rigg látin


Rigg var á meðal virt­ustu leik­kvenna í Bretlandi.

Breska leik­kon­an Di­ana Rigg lést í morgun, 82 ára að aldri, en frá því greindi umboðsmaður hennar. Segir í tilkynningu frá honum að leikkonan hafi látist friðsamlega á heimili sínu í nærveru fjölskyldu sinnar. Rigg var á meðal virt­ustu leik­kvenna í Bretlandi og hún hef­ur meðal annars verið öðluð. Hún… Lesa meira

Metallica vinnur að kvikmyndatónlist fyrir Disney


Trommari hljómsveitarinnar lofar athyglisverðri blöndu.

Stórhljómsveitin Metallica mun eiga hlut í tónlist kvikmyndarinnar Jungle Cruise frá Disney samsteypunni. Það er tónskáldið James Newton Howard sem semur megnið af músíkinni fyrir ævintýramyndina sem búast má við næsta sumar. Hermt er að tónskáldið og hljómsveitin séu að sjóða saman einhvern athyglisverðan bræðing. Lars Ulrich, trommari Metallica, sagði í… Lesa meira