Sígildar myndir í kvikmyndahúsum framundan

Saga kvikmyndanna er álíka fjölbreytt og hún er forvitnileg. Á síðustu misserum hefur farið fjölgandi sýningum á sígildum titlum og ýmiss konar gullmolum, enda getur mikill ánægja falist í að kynna sér aftur gamla kvikmynd á hvíta tjaldinu eða jafnvel upplifa tímalausa klassík í fyrsta sinn í kvikmyndahúsi. Að minnsta kosti er úr nægu að velja.

Hér að neðan má finna dagskránna fyrir þær klassísku myndir og aðra gullmola sem sýndir verða í kvikmyndahúsum landsins út árið.

*Athugið að dagskráin er/verður reglulega uppfærð í samræmi við liðna atburði*


17. JÚLÍKINGDOM OF HEAVEN: DIRECTOR’S CUT (2005)

SAMBÍÓIN EGILSHÖLL – Kaupa miða

Eftir dauða eiginkonu hans er járnsmiðnum Balian frá Ibelin ýtt inn í konungdæmi, pólitískt ráðabrugg og blóðugt heilagt stríð á tímum krossferðanna á tólftu öld. Director's Cut útgáfan er lengri og bætir inn næstum klukkutíma af efni. Einnig fékk þessi útgáfa mikið ...


19. JÚLÍBOOGIE NIGHTS (1997)

BÍÓ PARADÍS – Kaupa miða

Boogie Nights (1997)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.9
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn8/10

Mynd þessi fjallar um klámmyndastjörnu sem leikin er af Mark Wahlberg. Við fylgjumst með þessum unga fola, sigrum hans og ósigrum í hartnær tvo og hálfan tíma. Myndin er látin gerast seinni hluta áttunda áratugarins og fyrri part þess níunda og spilar tónlistin stórt hlutverk í ...

Tilnefnd til 3 Óskarsverðlauna (Burt Reynolds sem leikari í aukahlutverki, Julianne Moore sem besta leikkona í aukahlutverki og besta handrit)


26. JÚLÍSÓDÓMA REYKJAVÍK (1992)

BÍÓ PARADÍS – Kaupa miða

Kvikmyndin Sódóma Reykjavík er einhver allra mesta perla íslenskrar kvikmyndasögu. Aðstandendur myndarinnar hafa tekið hana í gegn með því að hreinsa upp hljóð og mynd sem hefur skilað sér í útgáfu sem nýtur sín ótrúlega vel á bíótjöldum.

Sódóma Reykjavík (1992)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
The Movie db einkunn7/10

Þvílík vandræði sem geta orðið þegar fjarstýringin týnist... og svo má auðvitað ekki gleyma gullfiskunum. Axel er feiminn og hlédrægur piltur sem býr enn heima hjá mömmu, vinnur á bifreiðaverkstæði og ekur flottum, amerískum kagga. Líf mömmunar snýst að mestu leyti um ...


2. ÁGÚSTSCARFACE (1983)

BÍÓ PARADÍS

Scarface (1983)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 79%
The Movie db einkunn8/10

Þegar Fidel Castro forseti Kúbu opnar höfnina í Mariel á Kúbu, þá sendir hann 125.000 kúbanska flóttamenn til að sameinast fjölskyldum sínum í Bandaríkjunum. Á meðal þessara flóttamanna þá er einn sem er óvenju metnaðargjarn, en sá heitir Tony Montana. Tony og vinur hans ...


5. ÁGÚSTTHE GREAT ESCAPE (1963)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

The Great Escape (1963)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 94%
The Movie db einkunn5/10

Myndin er byggð á sannri sögu um hóp flóttasérfræðinga og stríðsfanga sem eru settir saman í flóttaheldar fangabúðir. Leiðtogi þeirra ákveður að reyna að hjálpa nokkur hundruð föngum að flýja öllum í einu. Fyrri helmingur myndarinnar er einskonar gamanmynd þar sem ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir klippingu.


9. ÁGÚSTTHE WIZARD OF OZ (1939)

BÍÓ PARADÍS

The Wizard of Oz (1939)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn8/10

Dóróthea er dag einn hrifin burt af kraftmiklum töfrastrók sem skilar henni og hundinum hennar, honum Toto, inn í ævintýralandið Oz. Þar hitti hún fyrir ljónið, fuglahræðuna, tinkarlinn, töfradísir og auðvitað sjálfan galdrakarlinn í Oz í leit sinni að leiðinni heim....


15. ÁGÚSTBLACK HAWK DOWN (2001)

SMÁRABÍÓ

Black Hawk Down (2001)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 77%

3. október árið 1993 sendi bandaríski herinn menn sína inn Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, til að ná í tvo háttsetta aðstoðarmenn stríðsherrans Aidid. Atburðarásin komst síðan í heimsfréttirnar þar sem margt fór öðruvísi en áætlað var....


16. ÁGÚSTTHE RING (2002)

BÍÓ PARADÍS

The Ring (2002)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 71%

Rachel Keller er blaðamaður sem er að rannsaka myndband sem gæti hafa drepið fjóra unglinga, þar á meðal frænku hennar. Það er flökkusaga um þetta myndband sem segir að sá sem horfi á það deyji sjö dögum eftir að hafa horft á það. Ef sagan er sönn, þá þarf Rachel nú ...


19. ÁGÚSTSPIDER-MAN (2002)

SMÁRABÍÓ

Smárabíó í samstarfi við Sony Pictures ætlar að endursýna allar 8 Spider-man bíómyndirnar með viku millibili frá og með 19. ágúst.

Spider-Man (2002)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn7/10

Genabreytt könguló bítur Peter Parker. Við það umbreytist hann úr Peter Parker, frekar lúðalegum unglingi, í ofurhetjuna Köngulóarmanninn sem hefur ofurviðbrögð og ofurstyrk auk þess að geta spunnið vef úr höndum sínum og klifrað upp veggi! Við það fær Peter Parker aukið ...


22. ÁGÚSTGOLDFINGER (1964)

SMÁRABÍÓ

Goldfinger er þriðja myndin um njósnara hennar hátingar, James Bond, og af mörgum talin ein sú besta í myndabálknum. Þessi stórmynd er 60. ára gömul í ár og því ekki óviðeigandi að skella þessari aftur í bíó. Myndin verður sýnd núna í fyrsta skipt í 4K upplausn.

Goldfinger (1964)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 99%
The Movie db einkunn7/10

James Bond tekst hér á við milljarðamæringinn og einræðisherrann Auric Goldfinger. Goldfinger hefur skipulagt hrun vestrænna efnahagskerfa. Bond verður að hindra Goldfinger í að gera allt gullið í Fort Knox geislavirkt. Í myndinni nýtur Bond aðstoðar flugmannsins Pussy Galore og ...

Vann Óskarsverðlaun fyrir bestu hljóðbrellur. Tilnefnd til Grammy verðlauna fyrir besta lag. Tilnefnd til BAFTA fyrir listræna stjórnun.


23. ÁGÚSTTRAINING DAY (2001)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Training Day (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 74%
The Movie db einkunn7/10

Í borg þar sem eiturlyfjasalar eru áberandi á götum úti, þá eru aðrir sem hafa svarið eið um að halda uppi lögum og reglu og hreinsa göturnar af þessum óþjóðalýð. Alonzo Harris er rannsóknarlögreglumaður hjá lögreglunni í Los Angeles, og hefur lengi starfað í ...

Denzel Washington fékk Óskarsverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í myndinni.


23. ÁGÚSTCLUELESS (1995)

BÍÓ PARADÍS

Clueless (1995)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
The Movie db einkunn7/10

Cher er menntaskólastúlka í Beverly Hills, og þarf að glíma við hin ýmsu vandamál er fylgja því að vera unglingur. Ytra útlit hennar bendir til þess að hún sé mjög yfirborðsleg, en í raun felur það bara þá staðreynd að hún er snjöll, aðlaðandi og klár, sem allt ...

Alicia Silverstone vann Comedy Awards sem fyndnasta leikkona í aðahlutverki. Silverstone vann einnig MTV verðlaun og Blockbuster verðlaun fyrir leik sinn.


26. ÁGÚSTSPIDER-MAN 2 (2004)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man 2 (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn6/10

Peter Parker er ekki hamingjusamur: Eftir að hafa eytt tveimur árum í að berjast á móti glæpum sem Köngulóarmaðurinn, þá er einkalíf hans allt að fara í vaskinn. Stúlkan sem hann elskar er trúlofuð öðrum, einkunnir hans í skólanum eru ekki nógu góðar lengur, hann helst ekki ...


29. ÁGÚSTDR. STRANGELOVE… (1964)

SMÁRABÍÓ

Dr. Strangelove (or How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb) úr smiðju Stanleys Kubrick verður sextug á þessu ári. Að því gefnu verður hún sýnd í glæsilegri 4K upplausn í MAX sal Smárabíós.

Dr. Strangelove or: How I Learned to Stop Worrying and Love the Bomb (1964)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 98%
The Movie db einkunn6/10

Hinn ofsóknaróði liðsforingi General Jack D. Ripper í Burpelson herstöðinni, trúir því að flúormengun í bandarísku vatni sé úthugsað ráðabrugg Sovétmanna til að eitra fyrir bandarísku þjóðinni. Hann getur komið á kjarnorkuárás á Sovétríkin án þess að yfirmenn hans ...


30. ÁGÚSTSTELLA Í ORLOFI (1986)

BÍÓ PARADÍS

Fru Stella, det er blod! Hin ógleymanlega Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðilla karla, tryllt börn, alkóhólista, flugmenn, Lionsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Ein ástsælasta íslenska gamanmynd allra tíma með þeim Eddu Björgvinsdóttur, Gesti Jónassyni, Þórhalli Sigurðssyni (Ladda) í aðalhlutverkum. Út með gæruna, áfram með fjörið. Lengi lifi Stella.

Stella í orlofi (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2

Stella í orlofi fjallar um Stellu og baráttu hennar við geðillsku karla, tryllt börn, alkóholista, flugmenn, Læjonsklúbbinn Kidda, danskar drósir og laxeldi. Georg ætlar að fara í veiðiferð með erlendum viðskiptafélaga. En þegar hann handleggsbrotnar og endar á spítala ákveður...


2. SEPTEMBERSPIDER-MAN 3 (2007)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man 3 (2007)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.3
Rotten tomatoes einkunn 63%
The Movie db einkunn4/10

Peter Parker er loksins búinn að koma lífi sínu á réttan kjöl, og hefur náð jafnvægi á milli lífs síns í búningi Köngulóarmannsins og sambandsins við Mary-Jane. En það eru blikur á lofti. Æskuvinur Peters, Harry Osbourne, er búinn að ákveða að hefna sín á Peter. Hann ...


2. SEPTEMBERTHE GOOD, THE BAD AND THE UGLY (1966)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Sígildur og grípandi spagettívestri frá meistaranum Sergio Leone. Þriðja myndin í dollaraþríleiknum svonefnda og að mati flestra sú besta.

The Good, the Bad and the Ugly (1966)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.8
Rotten tomatoes einkunn 97%
The Movie db einkunn8/10

Blondi ( sá góði ) er atvinnubyssumaður, sem ferðast um og reynir að vinna sér inn peninga. Angel Eyes ( sá vondi ) er leigumorðingi sem leggur alltaf allt sitt í verkefnið og fylgir því eftir allt til enda, svo lengi sem einhver borgar honum fyrir það. Tuco ( sá ljóti ) er ...


5. SEPTEMBERNOTTING HILL (1999)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Notting Hill (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn9/10

William Thacker, bóksali í Notting Hill, upplifir draum flestra karlmanna þegar Anna Scott, fegursta kona í heimi og vinsælasta kvikmyndaleikkona heims sömuleiðis, kemur inn í búðina hans. Stuttu síðar, þegar hann á enn erfitt með að trúa því sem gerðist, rekst hann aftur á hana...


6. SEPTEMBEROFFICE SPACE (1999)

BÍÓ PARADÍS

Office Space (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn7/10

Á skrifstofu Initech vinnur Peter Gibbons sem hatar starfið sitt, og hinn leiðinlega yfirmann sinn Bill Lumbergh sem er nýbúinn að ráða tvo ráðgjafa sem eiga að hjálpa honum að fækka fólki á skrifstofunni og hagræða. Bestu vinir Gibbons eru forritararnir Michael Bolton og Samir ...


9. SEPTEMBERTHE AMAZING SPIDER-MAN (2012)

SMÁRABÍÓ

The Amazing Spider-Man (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.9
Rotten tomatoes einkunn 71%

Peter Parker elst upp hjá frænda sínum Ben og konunni hans May, eftir að foreldrar hans neyðast til að yfirgefa hann og látast svo af slysförum. Hann er utangátta í skólanum og á erfitt með að átta sig á því hver hann er og hvaðan hann kemur. Hann er á sama tíma að uppgötva ...


MURIEL’S WEDDING (1994)13. SEPTEMBER

BÍÓ PARADÍS

Ógleymanleg lítil perla sem fór sigurför um heiminn og kom leikkonunni Toni Collette almennilega í sviðsljósið.

Muriel's Wedding (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn3/10

Muriel finnst lífið í Porpoise Spit í Ástralíu leiðinlegt og eyðir dögunum mest í að hanga inni í herbergi og hlusta á ABBA tónlist, og dreyma dagdrauma um brúðkaupsdaginn sinn. Það er samt eitt smá vandamál, Muriel hefur aldrei farið á stefnumót með neinum karlmanni. Hún ...


14. SEPTEMBERFRIGHT NIGHT (1985)

BÍÓ PARADÍS

Fright Night (1985)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 83%

Hinn ungi Charley Brewster veitt fátt betra en að horfa á eina góða hrollvekju, seint um kvöld. Tveir menn flytja inn í húsið við hliðina, og fyrir Charlie, hrollvekjuunnendann, þá er ekki hægt að skýra skrítna hegðun þeirra öðruvísi en svo, að þeir séu vampíra og svo ...


16. SEPTEMBERTHE AMAZING SPIDER-MAN 2 (2014)

SMÁRABÍÓ

The Amazing Spider-Man 2 (2014)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn6/10

Í myndinni er haldið áfram að segja sögu Peters Parker sem fyrir utan samverustundirnar með Gwen Stacy veit fátt skemmtilegra en að nýta sér einstæða hæfileika sína til að þeysast á milli bygginga í New York sem Köngulóarmaðurinn. Um leið gerir hann sitt til að hjálpa ...


20. SEPTEMBERTRAINSPOTTING (1996)

BÍÓ PARADÍS

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, furðufuglinn Spud, hinn klikkaða Begbie, kærustuna 14 ára Diane, og íþróttamanninn sem hefur aldrei snert eiturlyf, Tommy, sem getur þó ekki annað en sýnt þeim áhuga … 

Trainspotting (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.1
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn8/10

Klikkað ferðalag um dimmustu afkima Edinborgar í Skotlandi, og fjallar um Mark Renton og tilraunir hans til að hætta neyslu heróíns, og hvernig heróínneyslan hefur áhrif á samband hans við fjölskyldu og vini; þar á meðal Sick Boy sem dreymir um að verða eins og Sean Connery, ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir handrit byggt á áður útgefnu efni. Vann BAFTA verðlaun fyrir handritið, og myndin tilnefnd sem besta breska mynd. Vann skosku BAFTA sem besta mynd og Ewan McGregor sem besti leikari. Tilnefnd til þriggja annarra skoskra


23. SEPTEMBER SPIDER-MAN: HOMECOMING (2017)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: Homecoming (2017)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Peter Parker nýtur lífsins með hina nýfundnu hæfileika sína sem gera hann að köngulóarmanninum. En alvaran er skammt undan og spurningin er hvort Peter hafi í raun það sem þarf til að takast á við hættulegustu glæpamenn New York-borgar....


27. SEPTEMBERLEGALLY BLONDE (2001)

BÍÓ PARADÍS

Bráðskemmtileg mynd sem kitlar auðveldlega hláturtaugarnar. Reese Witherspoon er í essinu sínu og það meira.

Legally Blonde (2001)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 71%
The Movie db einkunn5/10

Elle Woods gengur allt í haginn. Hún er forseti stelpufélagsins, hún er Hawaiian Tropic stúlka, ungfrú Júní í dagatali heimavistarinnar, og auðvitað alvöru ljóska. Kærastinn hennar er sætasti strákurinn úr strákafélaginu og hún þráir ekkert heitar en að verða Frú Warner ...

Tilnefnd til tveggja Golden Globe verðlauna. Myndin sem besta gamanmynd og Reese Witherspoon fyrir leik íaðalhlutverki.


28. SEPTEMBERSAW (2004)

BÍÓ PARADÍS

Saw (2004)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 50%
The Movie db einkunn5/10

Tveir menn vakna upp í sitthvorum endanum á skítugu baðherbergi, hlekkjaðir við ökkklana við rör. Á milli þeirra liggur látinn maður sem heldur lauslega utan um kassettutæki og skammbyssu. Þeir finna báðir hljóðsnældu sem passar í kassettutækið í rassvasa sínum. Þeir spila ...


30. SEPTEMBER SPIDER-MAN: FAR FROM HOME (2019)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: Far From Home (2019)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 91%
The Movie db einkunn8/10

Skólaárið er á enda runnið og Peter Parker hlakkar til að fara í sumarfrí sem m.a. inniheldur skólaferð til Evrópu, þ. á m. til Feneyja og Lundúna. Til að byrja með vonast Peter til að geta hvílt kóngulóarbúninginn í ferðinni en það á eftir að breytast þegar Nick Fury ...


4. OKTÓBERTHE MATRIX (1999)

BÍÓ PARADÍS

Byltingarkennd stórmynd sem á sér gífurlega sterkan sess í sögu hasar- og sci-fi kvikmynda. Alltaf best á stóru tjaldi.

The Matrix (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.7
Rotten tomatoes einkunn 83%
The Movie db einkunn2/10

Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og við kynnumst Thomas A. Anderson (Keanu Reeves). Thomas lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, ...


5. OKTÓBERMAMMA MIA! (2008)

BÍÓ PARADÍS

Mamma Mia (2008)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 55%

Mamma Mia er saga sem á sér stað á grískri eyju og segir frá dóttur í leit að föður sínum til þess að leiða sig upp að altarinu. Ævintýrið er fléttað inn í 27 af vinsælustu lögum hljómsveitarinnar ABBA en þar má nefna lög eins og Dancing Queen, Knowing Me Knowing You, ...


6. OKTÓBERSTREETS OF FIRE (1984)

BÍÓ PARADÍS

Málaliði er ráðinn til að bjarga fyrrverandi kærustu sinni, söngkonu sem hefur verið rænt af mótorhjólagengi. Diane Lane, Rick Moranis, William Dafoe og Michael Paré bíða eftir þér!

Streets of Fire (1984)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Raven Shaddock og miskunnarlaust mótorhjólagengi hans rænir rokksöngkonunni Ellen Aim. Fyrrum kærasti Ellenar, málaliðinn Tom Cody, er af tilviljun á leið í gegnum bæinn. Í tilraun til að bjarga stjörnunni ræður umboðsmaður Ellenar Tom til að ná henni úr klóm þrjótanna. Nú ...

Diane Lane fékk Razzie verðlaunin fyrir versta leik í aukahlutverki.


7. OKTÓBER SPIDER-MAN: NO WAY HOME (2021)

SMÁRABÍÓ

Spider-Man: No Way Home (2021)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 93%
The Movie db einkunn8/10

Í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er vinalega hetjan okkar ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins. Þegar hann leitar hjálpar hjá Dr. Strange, þá verður misheppnaður galdur til þess að hættulegir óvinir úr öðrum heimum ...


10. OKTÓBER10 THINGS I HATE ABOUT YOU (1999)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

10 Things I Hate About You (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 71%
The Movie db einkunn4/10

Myndin er gerð eftir leikriti Shakespeare, "TheTaming of the Screw" eða Skassið tamið. Hún hefst þegar Cameron, sem er nýstúdent við Padua High, situr í skrifstofu hins sérvitra leiðbeinanda fröken Perky. Þá fer Michael, sem á eftir að verða besti vinur hans, með hann í ...


11. OKTÓBERAMÉLIE (2001)

BÍÓ PARADÍS

Amelie (2001)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.3
Rotten tomatoes einkunn 90%
The Movie db einkunn8/10

Alélie er að leita að ástinni, og líklega að tilgangi lífsins einnig. Hún elst upp í óvenjulegri fjölskyldu, en er núna gengilbeina í miðri Parísarborg, og á í áhugaverðum samskiptum við nágranna og viðskiptavini, og einnig dularfullan ljósmyndasafnara, og einnig við ...

Tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta erlenda kvikmyndin 2001 og hlaut meðal annars Evrópsku kvikmyndaverðlaunin, BAFTA‐ og César‐ verðlaunin.


18. OKTÓBER – NATURAL BORN KILLERS (1994)

BÍÓ PARADÍS

Natural Born Killers (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.2
Rotten tomatoes einkunn 51%
The Movie db einkunn7/10

Mynd um drápsferðalag Mickey og Mallory, útlaga, elskenda og fjöldamorðingja. Þau ferðast á þjóðveginum Route 666 í gegnum Bandaríkin, og fremja klikkuð fjöldamorð á leiðinni, ekki útaf peningunum, ekki til að hefna sín, aðeins til gamans. Þau fá á sig hetjuljóma í ...

Oliver Stone tilnefndur til Golden Globe fyrir leikstjórn.


24. OKTÓBERBUTCH CASSIDY AND THE SUNDANCE KID (1969)

SMÁRABÍÓ

Kúrekamyndin Butch Cassidy and the Sundance Kid fagnar 55 ára stórafmæli á þessu ári.

Butch Cassidy and the Sundance Kid (1969)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8
Rotten tomatoes einkunn 89%
The Movie db einkunn7/10

Butch og Sundance eru leiðtogar Hole-in-the-Wall útlagagengisins, sem rænir banka og lestir. Butch er hugmyndasmiðurinn en Sundance er sá sem kann öll trixin. Villta vestrið er að verða meira og meira siðfágað og þegar Butch og Sundace ræna enn eina lestina, þá þá er sendur ...


25. OKTÓBERDJANGO UNCHAINED (2012)

BÍÓ PARADÍS

Django Unchained (2012)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.5
Rotten tomatoes einkunn 87%
The Movie db einkunn8/10

Myndin gerist í suðurríkjum Bandaríkjanna skömmu áður en þrælastríðið braust út. Þýski læknirinn og mannaveiðarinn dr. King Schultz er á höttunum eftir hinum morðóðu Brittles-bræðrum þegar hann hittir þrælinn Django og fær hann til að aðstoða sig við leitina gegn ...


1. NÓVEMBERSCREAM (1996)

BÍÓ PARADÍS

Scream (1996)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.4
Rotten tomatoes einkunn 81%
The Movie db einkunn4/10

Einu ári eftir dauða móður Sidney Prescott, þá finnast tveir nemendur ristir á hol. Þegar fjöldamorðingi fer á kreik, þá fer Sidney að gruna að dauði móður hennar og hin tvö nýlegu dauðsföll, tengist með einhverjum hætti. Enginn er öruggur, nú þegar morðinginn byrjar að...

Var valin besta myndin á MTV verðlaunahátíðinni og Naomi Campbell var valin besta leikkonan á sömu hátíð.


3. NÓVEMBERELECTION (1999)

BÍÓ PARADÍS

Kvikmynd Alexander Payne frá árinu 1999, sem skartar þeim Reese Witherspoon og Matthew Broderick, fjallar um kosningarbaráttu framhaldsskólanemenda í Omaha, Nebraska.

Election (1999)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 92%
The Movie db einkunn7/10

Tracy Flick er duglegasti nemandinn í Carver High skólanum, og á í ástarsambandi við einn af kennurunum sínum. Annar kennari, félagsfræðikennarinn Hr. McAllister, á í ástarsambandi við bestu vinkonu eiginkonu sinnar. Nemendakosningar nálgast, og McAllister hvetur fótboltastrákinn ...


7. NÓVEMBERGHOST (1990)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Ghost (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.1
Rotten tomatoes einkunn 75%
The Movie db einkunn7/10

Sam og Molly eru hamingjusamt par og mjög ástfangin. Á leið heim til sín eitt kvöldið, eftir að hafa farið í leikhús, þá mæta þau þjófi í dimmu húsasundi, og Sam er myrtur. Hann uppgötvar að hann er nú orðinn draugur, og uppgötvar að hann var ekki drepinn af neinni ...

Whoopi Goldberg vann Óskarsverðlaun fyrir leik í aukahlutverki og myndin fékk einnig Óskar fyrir handrit. Tilnefnd til þriggja annarra Óskara, þar á meðal sem besta mynd.


8. NÓVEMBERREALITY BITES (1994)

BÍÓ PARADÍS

Reality Bites (1994)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 62%
The Movie db einkunn7/10

Myndin fjallar um ungt fólk af hinni svokölluðu X kynslóð. Lelaina, dúxinn í hópnum, tekur upp grín heimildamynd af vinum sínum og lífi þeirra eftir útskrift. Troy er besti vinur hennar. Óforbetranlegur slugsi og atvinnulaus tónlistarmaður. Vickie er framkvæmdastjóri í Gap ...

Tilnefnd til MTV verðlauna fyrir besta koss á milli Ethan Hawke og Winona Ryder


11. NÓVEMBER WHERE EAGLES DARE (1968)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Leyniþjónustumenn bandamanna gera djarfa árás á kastala þar sem nasistar halda bandaríska herforingjanum George Carnaby fanga, en það er ekki allt sem sýnist.

Where Eagles Dare (1968)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.6
Rotten tomatoes einkunn 84%
The Movie db einkunn7/10

Bresk flugvél er skotin niður í heimsstyrjöldinni síðari. Hún hrapar á yfirráðsasvæði Nasista. Þjóðverjar handsama eina eftirlifandi áhafnarmeðliminn, bandarískan hershöfðingja, og fara með hann í höfuðstöðvar SS, öryggislögreglunnar. Þjóðverjar vita ekki að ...


22. NÓVEMBER CRY BABY (1990)

BÍÓ PARADÍS

Cry Baby (1990)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.5
Rotten tomatoes einkunn 72%
The Movie db einkunn7/10

Drape, eða Greaser, sem heitir réttu nafni Wade Walker, einnig þekktur sem Cry-Baby fyrir hæfileika hans til að gráta einu tári, verður ástfanginn af hinni mjög svo venjulegu Allison Vernon-Williams sem vill svo vel til að er orðinn þreytt á að vera góða stelpan....


2. DESEMBERUNFORGIVEN (1992)

SAMBÍÓIN KRINGLUNNI

Unforgiven (1992)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn8.2
Rotten tomatoes einkunn 96%
The Movie db einkunn8/10

Íbúar bæjarins Big Whisky eru venjulegt fólk, sem er að reyna að lifa venjulegu lífi. Lögreglustjórinn Little Bill, reynir að byggja sér hús og halda uppi lögum og reglu. Gleðikonur bæjarins hafa í sig og á. Nú birtast nokkrir kúrekar sem fara illa með eina gleðikonuna, og ...

Myndin vann fjögur Óskarsverðlaun. Besta mynd, besti leikari í aukahlutverki Gene Hackman, besta leikstjórn Clint Eastwood, og besta klipping Joel Cox.


5. DESEMBERDUMB & DUMBER (1994)

SMÁRABÍÓ

Dumb and Dumber (1994)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 68%
The Movie db einkunn5/10

Sagan fjallar um Lloyd Christmas og besta vin hans Harry Dunne. Þeir búa saman í Los Angeles. Lloyd vinnur fyrir sér með því að keyra limósínu og þegar sagan hefst er hann að keyra unga og fagra konu út á flugvöll. Lloyd hefur alltaf vitað að ef hann bara hitti réttu konuna færi ...

Vann tvenn MTV verðlaun. Jim Carrey fyrir leik, og Carrey og Lauren Holly fyrir besta kossinn. Carrey einnig tilnefndur til Razzie verðlauna fyrir verstu frumraun.


15. DESEMBERKISS KISS BANG BANG (2005)

BÍÓ PARADÍS

Kiss Kiss Bang Bang (2005)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.5
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Smáþjófurinn Harry Lockhart, sem er á flótta í Los Angeles undan lögreglunni eftir misheppnað rán, er af slysni fenginn í leikprufu fyrir hlutverk rannsóknarlögreglumanns í kvikmynd, og er einnig boðið í partý. Hann hittir einkaspæjarann Gay Perry, sem stingur upp á að hann taki...


19. DESEMBERGREMLINS (1984)

SMÁRABÍÓ

Gremlins er hvorki meira né minna en 40 ára á þessu ári og því tilvalið að skella sér á hana rétt fyrir jólin í bíó. Nú í fyrsta skipti í 4K myndgæðum.


Gremlins (1984)

Aðgengilegt á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.3
Rotten tomatoes einkunn 86%
The Movie db einkunn7/10

Myndin segir frá því þegar strákur í ógáti, brýtur þrjár mikilvægar reglur varðandi nýja krúttlega gæludýrið sitt, og leysir úr læðingi hjörð meinfýsinna og ógeðfelldra lítilla skrýmsla. Reglurnar eru eftirfarandi: 1. Ekki láta þau komast nálægt björtu ljósi. 2. ...

29. DESEMBER BLUE VELVET (1986)

BÍÓ PARADÍS

Blue Velvet (1986)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn7.7
Rotten tomatoes einkunn 95%
The Movie db einkunn6/10

Menntaskólaneminn Jeffrey Beaumont snýr aftur til sín friðsæla heimabæjar Lumberton til að sjá um verkfæraverslun föður síns á meðan faðir hans fer á spítala. Þegar hann er á gangi á gróðursælu engi nálægt heimili fjölskyldunnar þá finnur hann afskorið eyra. Eftir ...

David Lynch tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikstjóri. Dennis Hopper tilnefndur til Golden Globes verðlaun fyrir leik, og Lynch fyrir handrit.