Ég get ekki sagt að ég sé aðdáandi Lord Of The Rings myndana en þessi er samt besta af hinum. Smiður gerir hringa fyrir Álfana,Dvergana,Mennina og hringinn sem ræður yfir öllum hinum til myrkrahöfðingjans Sauron. En í stríði við Orkana og Sauron sker Ísíldúr puttan af honum og fær hringinn. En hann týnist og svo finnur Gollum hann eða réttara sagt frændi hans sem hann drap svo. En svo fann Bilbó Baggan hringinn sem er frændi Fróða. En Bilbó ætlar að eyða síðustu dögum sínum í ævintýri um Miðgarðinn og gefur Fróða hringinn. En Gandalfur segir honum að hann þarf að eyða honum. Þá býr hann til hóp manna og álfa og dverga og hobbita til að eyða hringnum. Þeir í hópnum eru Aragorn (Viggo Mortensen,Psycho endurgerðin) Ísíldúr, Legolas (Orlando Bloom,Pirates Of The Caribbean) Gimli (John Rhys-Davis) Gandalfur (Sir Ian MacKellen,X-men eitt og tvö) Pípinn og Kát og Sóma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei