Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

The Hobbit: The Desolation of Smaug 2013

(The Hobbit: Part 2)

Frumsýnd: 26. desember 2013

Beyond darkness... beyond desolation... lies the greatest danger of all.

161 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 75% Critics
The Movies database einkunn 66
/100

Fyrsti hluti ævintýrsins, An Unexpected Journey sagði frá upphafi hins óvænta ferðalags Bilbós með Gandálfi galdrakarli og dvergunum þrettán sem ætla sér að vinna á ný hið horfna konungsdæmi sitt, Erebor í Einmanafjöllum. Til að svo megi verða þarf sigur að vinnast á hinum ógurlega dreka Smaug sem hefur hreiðrað um sig á gullinu sem hann komst yfir... Lesa meira

Fyrsti hluti ævintýrsins, An Unexpected Journey sagði frá upphafi hins óvænta ferðalags Bilbós með Gandálfi galdrakarli og dvergunum þrettán sem ætla sér að vinna á ný hið horfna konungsdæmi sitt, Erebor í Einmanafjöllum. Til að svo megi verða þarf sigur að vinnast á hinum ógurlega dreka Smaug sem hefur hreiðrað um sig á gullinu sem hann komst yfir fyrir 60 árum. Eftir að hafa lifað af ferðalagið í gegnum Þokufjöll heldur hópurinn áfram í austur þar sem hann kemst í kynni við marga nýja óvini, þar á meðal hina hættulegu skógarálfa og grimmar risakóngulær í Myrkraskógi. Hamskiptingurinn Beorn kemur mikið við sögu og Bilbó Baggins finnur hringinn sem Gollum hafði týnt. Dvergarnir leita eftir stuðningi álfanna sem leiddir eru af álfakónginum Thranduil og Legolas syni hans sem Orlando Bloom leikur hér á ný. Hópurinn kemst síðan til Vatnabæjar og að lokum alla leið að Einmanafjalli þar sem þeirra bíður barátta við hinn illa og eldspúandi dreka, Smaug. Þar þarf Bilbó að uppfylla það stórhættulega verkefni sitt að finna leynihurðina sem varðar leiðina inn í fyrrverandi ríki dverganna ...... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn