Náðu í appið
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Luc Besson
Drengur sem ekki hefur átt sjö dagana sæla finnur gleðina í lífinu í samvistum við hunda.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Stefon Bristol
Súrefni er af skornum skammti í framtíðinni. Tvær mæðgur, Maya og Zora, neyðast til að berjast fyrir lífi sínu þegar ókunnugt fólk mætir á svæðið, sem vill öðlast eitthvað af lífsgæðunum.
GamanÆvintýriTeiknað
Toto og vinir hans þurfa að bjarga eggjabörnunum hans þegar þeim er rænt til að fara með þau á sælkeraviðburð í Afríku.
DramaSöguleg
Leikstjórn Karim Aïnouz
Katherine Parr, sjötta eiginkona Henry áttunda Englandskonungs, er látin stjórna landinu á meðan eiginmaðurinn er í herför í útlöndum. Þegar kóngurinn snýr aftur, sífellt veikari og ofsóknaróðari, þarf Katherine að berjast fyrir eigin lífi og tilveru.
Spenna
Phillip og Suzanne eru sest í helgan stein. Þau hafa látið af störfum sem njósnarar og njóta lífsins á þægilegum stað. En þegar Vlad, bróðir skotmarks þeirra í fyrstu myndinni, kemst að því hvar þau halda sig, leitar hann þau uppi með hefnd í huga.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Adam Randall
Þegar tíu ára gamals drengs er saknað er rannsóknarlögreglumaðurinn Greg Harper bæði að reyna að leysa málið en á sama tíma að finna lausn á vandamálum í hjónabandinu með konu sinni Jackie. Þau horfast í augu við framhjáhald sem setur mikla pressu á fjölskylduna og smátt og smátt missir Jackie tökin á raunveruleikanum. En eftir að óhugnanlegur vættur tekur sér bólfestu á heimilinu og setur son þeirra Connor í hættu, opinberast napur sannleikurinn um illskuna á Harper heimilinu.
DramaSöguleg
Leikstjórn Ava DuVernay
Blaðamaður, sem er að rannsaka slæm áhrif erfðastétta og stigveldis á þjóðfélagið, upplifir mikinn persónulegan missi og uppgötvar fegurðina í mannlegri glaðværð.
Ævintýri
Leikstjórn Daina Oniunas-Pusic
Móðir þarf að ræða dauðann við dóttur sína þegar hann mætir á svæðið í líki talandi páfagauks.
Gaman
Leikstjórn Jocelyn Moorhouse
Fjórar vinkonur sem þekkst hafa allt sitt líf fara til Key West í Flórída til að vera brúðarmeyjar í óvæntu brúðkaupi Marilyn, vinkonu þeirra úr menntaskóla. Þegar þær mæta á svæðið kvikna aftur systrabönd og fortíðin blossar upp í allri sinni dýrð. Það er nóg af neistum, drykkjum og rómansi til að breyta lífi allra á hátt sem enginn átti von á.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Rachel Lambert
Fran hefur gaman af að hugsa um dauðann. Það færir spennu inn í annars rólegt líf hennar. Þegar hún nær að fá nýja gaurinn í vinnunni til að hlæja, þá leiðir það til: stefnumóts, bökusneiðar, samtals og neista. Það eina sem stendur í veginum er Fran sjálf.
Hrollvekja
Leikstjórn Renny Harlin
Eftir að bíll þeirra bilar í uggvekjandi litlum bæ neyðist ungt par til að gista í kofa fyrir utan bæinn. Þau verða skelfingu lostin þegar þrír grímuklæddir menn ógna þeim alla nóttina af miklu miskunnarleysi og án nokkurrar ástæðu.
GamanRómantík
Leikstjórn Lars Kaalund
Maja reynir að ná stjórn á lífi sínu eftir skilnað. Myndin er rómantísk gamanmynd um allt það drama sem fylgir því þegar hugmyndum okkar um ástina er kollvarpað.
Rómantík
Leikstjórn Tyler Russell
Það verður hinum unga arkitekt Dawson mikið áfall þegar hann fréttir af fráfalli besta vinar síns London. Í framhaldinu finnst honum hann knúinn til að finna leynilega systur London, en þau voru tvíburar skilin að þegar þau voru fóstur. En Dawson bjóst aldrei við að verða ástfanginn á meðan á öllu þessu stóð.
Gaman
Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Christopher Jenkins
Beggi er ofdekraður köttur sem tekur sem sjálfsögðum hlut þeirri lukku sem hann varð fyrir þegar honum var bjargað af Rósu. Þegar hann missir níunda líf sitt grípa örlögin inní og senda hann í ævintýri lífs síns.
RómantíkDrama
Leikstjórn Ira Sachs
Tomas og Martin eru samkynhneigt par sem býr í París. Hjónaband þeirra lendir í vanda þegar Tomas byrjar í ástríðufullu sambandi við unga konu, grunnskólakennarann Agathe. En þegar Martin byrjar einnig í sambandi utan hjónabandsins þarf Tomas að horfast í augu við ákvarðanirnar, sem gæti reynst honum erfitt.
Drama
Lillian, menntaskólanemi frá Suður Karólínufylki í Bandaríkjunum, fær nasasjón af umheiminum, fallegum borgum og skógum austurstrandarinnar í bekkjarferð til höfuðborgarinnar Washington, D.C.
Spennutryllir
Fimm vinkonur hittast á ný í brúðkaupi á framandi paradísareyju. Þær ákveða að leigja sér bát og sigla meðfram ströndinni. Það reynir á vináttu þeirra þegar þær stranda úti á rúmsjó og berjast þar fyrir lífi sínu við hákarla og móður náttúru.
Drama
Blíðuhót og umvefjandi faðmlög leiða okkur inn í líf Mack, svartrar konu í Mississippi. Við kynnumst eftirvæntingu hennar, ást og sorg sem hún upplifir allt frá bernsku og fram á fullorðinsár. Þetta er óður til tengslamyndunar við ástvini og staði.
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mark Dindal
Kötturinn Grettir er á leið í stórskemmtilegt útivistar-ævintýri en eftir óvænta endurfundi með löngu týndum föður sínum, neyðast Grettir og hundurinn Oddi til að yfirgefa dekurlíf sitt og ganga til liðs við pabbann í hættulegri ránsferð.