Náðu í appið
Heimildarmynd
Leikstjórn Elizabeth Lo
Leikarar: Zeytin
Söguþráður Í þessari heimildarmynd er fjallað um líf flækingshunda á ferðum þeirra um tyrkneskt samfélag. Tíkin Zeytin er í aðalhlutverki, sjálfstæð og ævintýragjörn, og óhrædd að vingast við það mannfólk sem á vegi hennar verður. Kartal aftur á móti er feimin og býr í útjaðri byggingarsvæðis, en finnur félagsskap hjá öryggisvörðum sem annast hana. Flækingshundarnir komast einnig í kynni við hóp ungra Sýrlendinga á götum borgarinnar.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Jaume Balagueró
Söguþráður Thom er bráðsnjall verkfræðingur sem hefur mikinn áhuga á öryggisgeymslum Spánarbanka. Byggingin er meira en 100 ára gömul, engar teikningar eru til af henni og hluti af öryggiskerfinu er neðanjarðarfljót sem fylla mun bankahvelfinguna á augabragði ef einhver brýst inn. Þegar Thom fréttir að goðsagnakenndur týndur fjársjóður verði geymdur í hvelfingunni í tíu daga, þá ákveður hann, ásamt listaverkasalanum Walter “Cunningham” að brjótast inn í geymslurnar. Til þess hafa þeir einungis 105 mínútur, á meðan starfsmenn bankans eru uppteknir við að horfa á úrslitaleikinn í heimsmeistarakeppninni í fótbolta árið 2010, þar sem spænska landsliðið keppir við Holland.
FjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Sagan gerist í neðra Breiðholti og fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára. Hún heyrir fyrir slysni einstæða móður sína, sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman, segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára. Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.
SpennumyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Kellie Madison
Söguþráður Bardagakona er tæld til að taka þátt í slagsmálakeppni í undirheimunum. Miskunnarlausi þrjóturinn sem rændi henni neyðir hana til að berjast, eða deyja ella.
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Mat Hodgson
Söguþráður Saga eins stærsta fótboltaliðs í heimi, Manchester United, og Manchester borgar á Englandi. Sögmaður er sá sem hjálpaði til við að auka velgengni bæði liðs og borgar, franska Man. Utd. goðsögnin Eric Cantona sem var sannkallaður listamaður bæði innan og utan vallar. Hann er enn þann dag í dag sannkölluð stjarna í heimi fótboltans. Í myndinni fáum við einstaka innsýn í félagið og ferska sýn á þann anda sem þar ríkir.
SpennumyndHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Sion Sono
Söguþráður Myndin gerist í hinni víðsjárverðu borg Samurai Town þar sem miskunnarlaus bankaræningi er leystur úr fangelsi af auðugum stríðsherra sem kallast The Governor, en ættleitt barnabarn hans, Bernice, er týnt. The Governor býður fanganum frelsi gegn því að hann finni Bernice. Nú er fanginn settur í leðurklæðnað sem mun eyða sér sjálfur innan þriggja daga. Hér hefst leitin að ungu konunni og leið fangans að uppreisn æru hefst.
DramaHrollvekjaRáðgátaÍslensk mynd
Söguþráður Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund en verður þeim síðar að tortímingu.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Michael Caton-Jones
Söguþráður Hópur stúlkna í kaþólskum skóla á tíunda áratug síðustu aldar, fær tækifæri til að fara til Edinborgar til að keppa í kórsöng. Þær eru hinsvegar mun spenntari fyrir því að drekka og skemmta sér en vinna keppnina.
Gamanmynd
Söguþráður Myndin sækir innblástur í sanna sögu og fjallar um Connie, húsmóður sem er orðin hálf leið á lífinu og tilverunni. Hún og vinkona hennar JoJo, sem rekur YouTube rás, byggja upp tugmilljóna dala afsláttarmiðasvindl. Á hælum þeirra er fulltrúi stórmarkaðs í bænum sem hefur þann starfa að rannsaka rýrnun í búðinni, og rannsóknarfulltrúi frá bandaríska Póstinum.
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Joe Pearlman
Söguþráður Sagan af Manchester United goðsögninni Sir Matt Busby, einum farsælasta knattspyrnustjóra allra tíma. Hann var við stjórnvölinn hjá Man. Utd. í tuttugu og fimm ár og náði á þeim tíma að umbylta leiknum. Hann gerði liðið, sem áður var alltaf annað besta liðið í Manchester borg, að einu þekktasta félagsliði í heimi. Undir hans stjórn léku stjörnur eins og Bobby Charlton og George Best.
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Janicza Bravo
Söguþráður Nektardansmærin Zola fer í villta og tryllta ferð til Flórída.
Drama
Leikstjórn Lee Isaac Chung
Söguþráður Kóresk fjölskylda stofnar bóndabýli á níunda áratug tuttugustu aldarinnar í Arkansas í Bandaríkjunum, en hún hyggst freista þess að upplifa ameríska drauminn með því að rækta kóreska ávexti og grænmeti. En þetta er allt saman hægara sagt en gert.
SpennumyndDramaGlæpamynd
Söguþráður Nákvæmar upplýsingar um hvað gerðist þegar Talib Ben Hassi (19) var í haldi lögreglu er óljóst. Lögreglumennirnir Jens og Mike eru að sinna hefðbundnu eftirliti í Svalegården gettóinu þegar fréttir berast af dauða Talib, sem veldur miklum óróleika og mótmælum í hverfinu. Skyndilega eru löggurnar innilokaðar og þurfa að beita allri sinni kænsku til að komast í burtu.
RómantískDrama
Leikstjórn Christoffer Boe
Söguþráður Hjón fórna öllu til að ná hæstu viðurkenningu í matreiðsluheiminum, Michelin stjörnu. Maggie er mannfræðingur sem hefur sérhæft sig í máltíðum og hefur búið til glæsilegt umhverfi matsölustaðarins Malus sem þau hjón reka. Carsten er frægur kokkur sem töfrar fram réttina í eldhúsinu. Saman eru þau ósigrandi í dönskum veitingaheimi. Þau elska hvort annað, eiga tvö dásamleg börn og veitingastaðurinn er einn sá vinsælasti í Danmörku. Allt er í frábærum málum nema þeim vantar ennþá Michelin stjörnuna og fyrir hana eru þau tilbúin að fórna öllu.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Rodo Sayagues
Söguþráður Blindi maðurinn hefur verið í felum í mörg ár í kofa langt fjarri mannabyggðum, og hefur tekið að sér og alið upp unga stúlku, sem missti foreldra sína í húsbruna. Tilveru þeirra er ógnað þegar hópur mannræningja birtist og tekur stúlkuna, sem neyðir blinda manninn til að grípa til sinna ráða og bjarga henni.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn David Lowery
Söguþráður Hér segir frá Sir Gawain, hinum fremur kærulausa og stíflynda frænda Arthúrs konungs, sem heldur af stað í leiðangur til að skora hinn sögufræga Græna riddara á hólm. Gawain berst við drauga, risa og þjófa á leið sinni, en ferðin mun verða mikill prófsteinn á hugprýði Gawain, í augum fjölskyldu hans og konungsdæmisins alls.
DramaVestri
Leikstjórn Kelly Reichardt
Söguþráður Slyngur matreiðslumaður fer vestur á bóginn og slæst í lið með hópi veiðimanna sem veiðir dýr fyrir feldinn. Þar kynnist hann m.a. kínverskum innflytjanda sem er einnig að freista gæfunnar í villta vestrinu. Þeir ákveða að vinna saman og stofna fyrirtæki.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Justin Kurzel
Söguþráður Saga ástralska flakkarans Ned Kelly og bófagengis hans og flótta þeirra undan yfirvöldum á áttunda áratug nítjándu aldarinnar.
Hrollvekja
Leikstjórn Evan Spiliotopoulos
Söguþráður María guðsmóðir heimsækir heyrnardaufa stúlku með þeim afleiðingum að hún fær heyrn, getur talað og læknað sjúka. Þegar fólk fer að flykkjast að til að verða vitni að kraftaverkinu gerast hræðilegir atburðir. Er María þarna á ferð eða einhver myrkraöfl?
FjölskyldumyndTónlistarmynd
Leikstjórn Trey Fanjoy
Söguþráður Þrjá ungar og efnilegar tónlistarkonur eru valdar til að taka þátt í hæfileikakeppni þar sem leitað er eftir stjörnum framtíðar, en hin heimsfræga Fancy G er stjórnandi keppninnar. Keppendur átta sig fljótt á því að það er betra að “vinna saman” og þær stofna því leynilega hljómsveit sem þær kalla Honey Girls. Hljómsveitin slær í gegn á netinu en meðlimir koma fram í dulargervi til að forðast að vera vísað úr keppni. Að lokum þurfa þessir þrír keppendur að ákveða hvort er mikilvægara – frægð eða vinskapur.