Náðu í appið
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Jessica Swale
Söguþráður Ensk kona, sem býr ein og útaf fyrir sig við sjávarsíðuna í suðurhluta Englands, opnar hjarta sitt fyrir manni sem fluttur hefur verið á öruggari stað af hættusvæði, í miðri seinni heimsstyrjöldinni.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Yuval Adler
Söguþráður Í Bandaríkjunum á árunum eftir seinni heimsstyrjöldina, er kona að byggja upp líf sitt að nýju í úthverfunum. Hún rænir nágranna sínum til að hefna sín á honum fyrir viðurstyggilega stríðsglæpi sem hún telur að hann hafi framið gegn sér.
Gamanmynd
Leikstjórn Paolo Sassanelli
Söguþráður Vinirnir Salvatore og Felice eru báðir á flótta frá litlu þorpi í Puglía, Ítalíu. Þeir ferðast um Evrópu og enda síðan í Hollandi og síðar á Íslandi. Í fyrsta sinn skilja þeir hvað það er að vera lifandi og hamingjusamur. í ævintýralegu ferðalagi þeirra fylgjumst við með ýmsum uppákomum og sjáum þá læra að komast yfir eigin ótta og takmarkanir. Á ferðalaginu enduruppgötva þeir félagar sjálfa sig sem hluta af hinni „nútímalegu fjölskyldu“ sem er bæði furðulegt og hvetjandi á sama tíma.
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Eldri borgararnir Hófí og Pétur eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófíog Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans. Sem betur fer er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og Hófí og Pétur eru hörðustu glæpamenn elliheimilisins, þannig að þau eru ekkert á því að sitja að óþörfu.
DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Josephine Decker
Söguþráður Frægur hrollvekjuhöfundur, Shirley Jackson, fær innblástur fyrir næstu bók sína þegar hún og eiginmaður hennar leyfa ungu pari, hinum nýgilftu Fred og Rose, að búa undir sama þaki og þau.
DramaVestriSöguleg
Leikstjórn Igor Kopylov
Söguþráður Eftir nokkurra mánaða harða bardaga, þá nær Rauði herinn loks að reka óvininn út úr þorpinu Ovsyannikovo, með tilheyrandi fórnarkostnaði og manntjóni, en aðeins þriðjungur herliðsins lifir af. Nær úrvinda af þreytu þá bíða hermennirnir eftir liðsauka, en skipun berst frá höfuðstöðvunum um að verja þurfi þorpið hvað sem það kostar. Sú ákvörðun þýðir að nær er um dauðadóm að ræða. Nú stendur herforinginn frammi fyrir erfiðri ákvörðun – annaðhvort að missa það sem eftir stendur af herliðinu, eða að hörfa undan skothríðinni. Og á sama tíma að hætta á að óhlýðnast fyrirskipunum og þurfa að mæta fyrir herdómstól.
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Þriðji Póllinn er heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga.  Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Við heyrum þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von.
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Marjane Satrapi
Söguþráður Ótrúleg sönn saga Marie Sklodowska-Curie, þar sem segir af störfum hennar sem breyttu heiminum og færðu henni Nóbelsverðlaunin. Uppgötvun hennar á radium og polonium umbyltu lyfjaþróun í heiminum, og breyttu ásýnd vísindanna til framtíðar. Marie var fyrsta konan til að vinna til Nóbelsverðlauna, og er fyrsta manneskjan í sögunni til að vinna verðlaunin tvisvar.
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Tveir ungir sjóræningjar í leit að týndum bróður, sólbrennd vampíra, drottning sem skiptir um ham og brjálaður apaher. Kapteinn Skögultönn lendir í ótrúlegum ævintýrum í leit sinni að týnda Töfrademantinum.
GamanmyndVísindaskáldskapurTónlistarmynd
Leikstjórn Dean Parisot
Söguþráður Tveir gaurar, sem dreymdu um að verða rokkstjörnur, frá San Dimas í Kaliforníu, og áttu að bjarga heiminum í miðju tímaferðalagi, eru nú miðaldra pabbar, að reyna að semja smell, og gera það sem örlögin hafa ætlað þeim.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Josh Trank
Söguþráður Glæpaforinginn Al Capone byrjar að þjást af vitglöpum þegar hann er 47 ára gamall, eftir að hafa verið í fangelsi í tíu ár. Ofbeldisfull fortíð hans sækir á hann.
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Unglingsstúlkan Beta (Sonja) skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó (Þórhallur) sem vann sömu keppni 10 árum áður um aðstoð. Í kjölfarið veikist Húgó af fortíðarþrá, á meðan Beta reynir að sigrast á óöryggi sínu.
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Kona sem er um það bil að verða stjúpmóðir, er lokuð inni vegna veðurs með tveimur börnum unnusta síns á afskekktum sumarleyfisstað. Þegar samskiptin byrja að batna á milli þeirra þriggja, þá byrja skrítnir og skelfilegir atburðir að eiga sér stað, og andlegir innri djöflar úr ströngu trúarlegu uppeldi konunnar, láta á sér kræla.
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Alex Orrelle
Söguþráður Kjúklingurinn Condorito lendir í sprenghlægilegu ævintýri, þegar hann reynir að bjarga heiminum og ástvinum sínum, undan illri geimveru.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Brent Cote
Söguþráður Fanginn fyrrverandi, Lance, sem er með tengsl við rússnesku mafíuna og aríska bræðralagið, reynir að lifa rólegu lífi eftir að hafa verið í fimmtán ár í fangelsi. En allt þetta breytist þegar meðlimir í rússnesku mafíunni ráða hann til að ljúka einu lokaverkefni, áður en hann er laus allra mála. Verkefnið mistekst hinsvegar, og hann lendir í miðju hefndaaðgerða, sem mun snerta hvern þann sem verður í vegi hans.
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.
RómantískÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Richard Rich
Söguþráður Odette prinsessa og Derek prins ætla í brúðkaup hjá Mei prinsessu og hennar ástkæra Chen. En hin illa norn Fang leggur álög á brúðkaupið og vill sjálf giftast Chan. Nú þarf bróðir Mei, Li prins, ásamt Odette og hinum konunglegu vinunum, að brjóta álögin þannig að brúðkaupið geti átt sér stað, eins og upphaflega var áætlað.
GamanmyndDrama
Söguþráður Háðsádeila á heim hinna ofurríku. Sögð er saga milljarðamæringsins Sir Richard McCreadie, en smásöluveldi hans á í vanda. Í 30 ár hefur hann ríkt yfir tískuverslanaheiminum, en eftir að hafa lent í mjög skaðlegri rannsókn yfirvalda, er ímynd hans löskuð. Til að bjarga andlitinu þá ákveður hann að halda risastórt og skrautlegt 60 ára afmælispartý á grísku eyjunni Mykonos.
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Grjótharður CIA leyniþjónustumaður á nú allt undir bráðþroska níu ára stúlku, eftir að hann fær það verkefni að fylgjast með fjölskyldu hennar á laun.
DramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Marc Munden
Söguþráður 10 ára munaðarlaus stúlka, Mary Lennox, uppgötvar töfragarð sem er falinn á heimili ráðríks frænda hennar, Lord Craven. Í garðinum lærir veikur frændi hennar, Colin sem hefur verið læstur inni allt sitt líf, aftur að ganga og verður hamingjusamur og heilbrigður ungur drengur. Þegar Lord Craven kemst að því að krakkarnir hafa verið að leika í garðinum, þá verður hann undrandi að sjá son sinn ganga á ný, og finnur fyrir gleði í hjarta í fyrsta skipti í mörg ár.