Náðu í appið
RómantískDrama
Leikstjórn Eva Husson
Söguþráður Á heitum vordegi árið 1924 er húshjálpin Jane Fairchild ein heima á mæðradaginn. Vinnuveitendur hennar, hr. og frú Niven, eru fjarverandi og hún fær sjaldgæft tækifæri til að eyða gæðastund með leynilegum elskhuga sínum. Paul býr á nálægum herragarði. Hann og Jane hafa lengi átt í sambandi þrátt fyrir þá staðreynd að hann er trúlofaður annarri konu, æskuvinkonu sinni og dóttur vina foreldra hans. En atburðir sem hvorugt þeirra gat séð fyrir munu breyta lífi Jane til frambúðar.
Drama
Leikstjórn June Brown, David Siegel
Söguþráður Systkini snúa heim á búgarðinn sem þau eitt sinn þekktu svo vel, til að horfast í augu við djúpa og bitra fjölskyldusögu og erfiðar tilfinningar.
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Max hefur náð markmiði sínu um að verða fyrsta borgarkanínan til að vera valin inn í meistaranám fyrir páskakanínur. Núna þurfa hann og vinir hans að finna hver sína ofurhæfileika til að vernda Páskana. En þá gerist hið ótrúlega. Kraftmesti töfragripur páskakanínanna, gullna eggið, verður svart, sem þýðir að Páskarnir eru í bráðri hættu!
Drama
Leikstjórn Mike Mills
Söguþráður Johnny er útvarpsmaður sem ferðast um landið og tekur viðtöl við krakka um heiminn og framtíðina. Dag einn biður systir hans hann um að passa son sinn Jesse. Á ferðum þeirra frænda frá einu ríkinu til þess næsta fer Johnny að sjá tilveruna í nýju ljósi.
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem á skyggna móður. Hann og vinir hans alast upp án eftirlits og nota slagsmál til að leysa ágreining. Einn daginn ákveður Addi að taka vinalausan strák undir sinn verndarvæng. Djúp vinátta myndast á milli strákanna en ögrandi hegðun þeirra leiðir þá í lífshættulegar aðstæður. Draumkenndar sýnir byrja þá að birtast Adda. Mun nýfengið innsæi hans verða honum og vinum hans leiðarljós í átt að betra lífi eða munu þeir sökkva lengra inní heim ofbeldis?
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jon Keeyes
Söguþráður Einu og hálfu ári eftir að hræðilegur vírus hefur orsakað hrun siðmenningarinnar neyðist fyrrum FBI fulltrúi til að vernda unga ónæma konu fyrir hættulegu gengi sem er á hælum hennar.
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Kogonada
Söguþráður Jake og Kyra búa ásamt dóttur sinni Mika og vélmenninu Yang í nálægri framtíð. Þegar Yang bilar ráðleggur fyrirtækið sem seldi honum vélmennið, Brothers and Sisters, honum að fá sér nýtt vélmenni. Jake vill ekki koma Mika í uppnám og ákveður að reyna að bjarga þessu gervigreindarbarni sínu. Í leiðinni enduruppgötvar hann lífið sem hefur liðið hjá án þess að hann tæki almennilega eftir því og nær aftur tengslum við eiginkonu og dóttur.
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi klikka. Vegurinn til Helvítis er eins og áður varðaður góðum ásetningi og er þessi túr ekki undanskilin því
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Ali Samadi Ahadi
Söguþráður Ungur drengur, Peter, leggur af stað í ferð út í geim til að bjarga litlu systur sinni úr klóm karlsins í tunglinu. Með í för er Mr. Zoomzeman, vinaleg eldri bjalla og hinn syfjaði Mr. Sandman.
DramaRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Tinna Hrafnsdóttir
Söguþráður Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.“ sagði Tinna um söguþráðinn í viðtali við Vísi fyrr á árinu.
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Eddie Gossling
Söguþráður Píla er lítill munaðarleysingi sem býr á götunni. Ásamt tömdu hreysiköttunum sínum þremur kemst hún af með því að stela mat úr kastala illgjarna ríkisstjórans Tristains sem hrifsað hefur til sín völdin. Dag einn dulbýr Píla sig sem prinsessa til að komast undan vörðunum sem eru á hælum hennar. Fyrr en varir er hún lögð, þrátt fyrir að þora varla, af stað í hættuför til að bjarga Roland, réttmætum ríkisarfa, sem hefur verið hnepptur í álög og breytt í … kattakjúkling (hálfan kött og hálfan kjúkling).
DramaSpennutryllirStríðsmynd
Leikstjórn Philipp Stölzl
Söguþráður Þegar Nasistar réðust inn í Vín í Austurríki reynir lögfræðingurinn Josef Bartok að komast til Bandaríkjanna ásamt eiginkonu sinni en er handtekinn af öryggislögreglunni Gestapo. Bartok er staðfastur og neitar að vinna með lögreglunni sem vill fá hjá honum leynilegar upplýsingar. Honum er varpað í einangrun og pyntaður sálfræðilega í marga mánuði og smátt og smátt gefur hann eftir. En þegar hann nær að stela gamall bók um skák þá hjálpar það honum að þola þjáningarnar, þar til skákin verður hættuleg þráhyggja.
DramaFjölskyldumyndSöguleg
Leikstjórn Peter H. Hunt
Söguþráður Söngleikur um pólitísk átök í frelsisbarátta bresku nýlendnanna á austurströnd Norður Ameríku frá 1763 — 1783. Í aðdraganda 4. júlí 1776 fá þingmennirnir John Adams og Benjamin Frankin, Thomas Jefferson, til að skrifa sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna í þeim tilgangi að tefja fyrir á meðan þeir reyna að sannfæra bandarísku nýlendurnar til að samþykkja sjálfstæði.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Sam Boyd
Söguþráður Skemmtileg saga af sumri í lífi tveggja para. Owen og Hallie hafa verið saman lengi en eru nú að hætta saman, eða kannski ekki? Þegar samband þeirra er að nálgast endapunkt, fara Matt og Willa í rómantíska ferð.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Oliver Thompson
Söguþráður Þegar spilltur alríkislögreglumaður flækist inn í mansalshring ákveða tvær CIA leyniskyttur að svíkja lit og fá leigumorðingjann Lady Death og fyrrum Homeland Security fulltrúa í lið með sér til að afhjúpa þrjótinn og brjóta glæpasamtökin á bak aftur.
Gamanmynd
Leikstjórn Hal Salwen
Söguþráður Vinahópur í New York sem vinnur í fjarvinnu á tölvur sínar, heldur sambandi eingöngu í gegnum síma og faxtæki, þar sem þau eru öll of upptekin til að hittast augliti til auglitis.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Adam Ethan Crow
Söguþráður Brotin fjölskylda neyðist til að horfast í augu við sína innri djöfla, bæði fræðilega og bókstaflega, þegar hún lendir í miðri tilraun manns sem vill sanna tilvist hins yfirnáttúrulega. Tilgangur mannsins er að snúa við dómi yfir vini hans, sem sakfelldur var fyrir morð að yfirlögðu ráði.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Rohit Karn Batra
Söguþráður Þrír bræður í indverskri glæpafjölskyldu takast á um framtíð ættarveldisins eftir að faðir þeirra deyr. Á sama tíma reynir lögreglumaður sem vinnur á laun, að binda enda á starfsemina.
GamanmyndRómantískÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Nútíma söngleikjaútgáfa af hinu sígilda ævintýri um Öskubusku. Söguhetjunni okkar dreymir stóra drauma og fær góða hjálp til að láta þá rætast.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn William Fichtner
Söguþráður Cold Brook segir sögu tveggja ósköp venjulegra manna í litlum bæ sem lenda í ótrúlegu ævintýri og hætta öllu fyrir ókunnugan mann sem þarfnast hjálpar þeirra. Þetta er saga af því að koma heim; sem er eitthvað sem allir þrá.