Náðu í appið
GamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Gagga Jonsdottir
Söguþráður Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir.
DramaSpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Frederick Fitzell lifir góðu lífi þar til hann fer að sjá hræðilegar sýnir um Cindy, stúlku sem hvarf í menntaskóla. Hann leitar til gamalla vina sem hann tók eitt sinn dularfullt eiturlyf sem kallaðist Mercury með, en kemst að því að lausnin býr djúpt inni í minningum hans sjálfs. Frederick fer nú í ógnvænlegt andlegt ferðalag til að finna sannleikann.
Heimildarmynd
Söguþráður Djúpt inni í skógum Piedmont á Ítalíu leitar hópur sjötíu til áttatíu ára gamalla karla að sjaldgæfri og rándýrri hvítri Alba trufflu, en mönnum hefur ekki tekist að rækta truffluna eins og aðrar svepptegundir og yfir henni hvílir mikill leyndardómur.
Drama
Leikstjórn Ken Loach
Söguþráður Hér er sögð saga fjölskyldu í Newcastle sem er skuldum vafin eftir fjármálakreppuna. Fjölskyldufaðirinn vonast til þess að fjárhagurinn vænkist þegar hann byrjar í nýrri vinnu sem sjálfstætt starfandi sendill.
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Kjell Sundvall
Söguþráður Myndin segir frá rannsóknarlögreglumanninum Erik sem er fenginn til heimabæjar síns í Svíþjóð til að rannsaka morðmál. Þó hann sé hikandi við að snúa aftur á gamlar slóðir, vegna óþægilegra minninga, þá samþykkir hann að koma. Það á hinsvegar eftir að reynast flókið að leysa morðgátuna.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Jeremy Sims
Söguþráður Myndin fjallar um tvo sauðfjárbændur á sjötugsaldri, Þá Colin og Les, sem búa hlið við hlið í afskekktum dal í Ástralíu. Fjárstofn þeirra bræðra þykir einn sá besti á landinu og eru þeir margverðlaunaðir fyrir hrútana sína. Þrátt fyrir að deila sama landi og lífsviðurværi þá hafa bræðurnir ekki talast við í fjóra áratugi. Þegar riðuveiki kemur upp í dalnum grípur um sig mikil örvænting á meðal bændanna þar. Yfirvöld ákveða að skera niður allt sauðfé til þess að sporna við útbreiðslu sjúkdómsins. Bræðurnir standa frammi fyrir því að missa það sem er þeim kærast og grípa til sinna ráða...
SpennumyndRómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Collin Schiffli
Söguþráður Ratchard fjölskyldan og Gibbons fjölskyldan eru einskonar nútímaútgáfur af Montagues og Capulets fjölskyldunni í sögunni af Rómeó og Júlíu. Þetta eru tvær fjölskyldur sem eiga í illdeilum, en hvor fjölskylda um sig á sitt fjölmiðlaveldi í New York borg. Unglingarnir í fjölskyldunum hunsa átökin og verða ástfangin, þrátt fyrir tilraunir foreldranna til að halda þeim aðskildum. Það hitnar svo verulega í kolunum í brúðkaupinu.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Michael Sarnoski
Söguþráður Trufflutínslumaður sem býr einn í óbyggðum Oregon í Bandaríkjunum þarf að heimsækja fortíð sína í Portland til að finna svínið sitt eftir að því er stolið.
DramaSpennutryllirStríðsmynd
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Tveir bandarískir hermenn eru í sjálfheldu vegna stórhættulegrar leyniskyttu sem bíður færis á að skjóta þá, og aðeins óstöðugur veggur skilur þá að.
Drama
Söguþráður Louise elskaði Adam. Adam elskaði Louise. Þannig var þetta alltaf. En barn er horfið, þeirra barn. Lögreglan segir að það hafi drukknað fyrir slysni. En sannleikurinn er sá að líkið af litla stráknum þeirra fannst aldrei, honum Lucasi, tíu ára. Bara ef sjórinn hefði nú látið svo lítið að skila líkinu upp á ströndina. Eða ef einhver ölvaður ökumaður hefði ekið á hann. Það hefði þýtt ólýsanlegan sársauka. Öll gleði horfin. En í staðinn væru engum spurningum ósvarað. Til allrar óhamingju er það ekki svona hjá Adam og Louise.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Dennis Dugan
Söguþráður Rómantísk kvikmynd þar sem margar sögur fléttast saman. Fjallað er um fólk sem vinnur við að gera brúðkaup að fullkomnum degi fyrir brúðhjónin. Á sama tíma eru þeirra eigin sambönd langt frá því að vera fullkomin.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Andrzej Bartkowiak
Söguþráður Niko og Tillie eru ung og ástfangin og njóta lífsins í fegurðinni við strendur Nantucket. En þegar bróðir Niko, hryðjuverkamaðurinn, kemur til Bandaríkjanna þá þarf Niko að setja sig upp á móti eigin fjölskyldu til að tryggja öryggi konunnar sem hann elskar og þúsunda annarra.
Gamanmynd
Leikstjórn Nikole Beckwith
Söguþráður Þegar ung kona verður staðgöngumóðir fyrir einhleypan mann á fimmtugsaldri, þá átta þessir tveir ókunnugu aðilar sig á að þetta óvænta samband mun reyna á skilning þeirra á samböndum, mörkum í samskiptum og hlutum sem tengjast ástinni.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Euros Lyn
Söguþráður Dream Alliance er lítt efnilegur keppnishestur sem er ræktaður af velskum barþjóni í litlum bæ, Jan Vokes. Þó að Jan hafi enga reynslu af kappreiðum, þá sannfærir hann nágranna sína um að styrkja uppeldi hestsins svo hann geti keppt við þá bestu. Fjárfestingin borgar sig þegar Dream tekst að koma öllum á óvart og fer og keppir í landskeppninni í Wales, og sýnir að í honum býr sannur meistari.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Myndin segir frá H, ísköldum og dularfullum náunga sem vinnur hjá peningaflutningafyrirtæki sem flytur hundruði milljóna bandaríkjadala virði af fjármunum í Los Angeles borg í hverri einustu viku.
GamanmyndDramaSöguleg
Leikstjórn Philippa Lowthorpe
Söguþráður Hópur kvenna sameinast um að trufla keppnina Ungfrú heimur í London árið 1970. Kynnir keppninnar var hinn þekkti bandaríski leikari Bob Hope. Á þessum tíma var Ungfrú heimur vinsælasta sjónvarpsefni í heimi með um 100 milljón áhorfendur. Mótmælendurnir vildu meina að keppnin gerði lítið úr konum og nýstofnuð kvennréttindasamtök urðu fræg á einni nóttu fyrir aðgerðirnar en þær ruddust upp á svið og trufluðu útsendinguna. En það var ekki bara uppreisnin sem vakti athygli. Keppnin hélt áfram og í fyrsta sinn í sögunni sigraði svört kona, ungfrú Grenada, en ekki sú sem allir héldu að myndi vinna, ungfrú Svíþjóð.
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Dave Needham
Söguþráður Lincoln Loud fer til Skotlands með foreldra sína og tíu systur í eftirdragi og kemst að því að það er blátt blóð í fjölskyldunni.
SpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Martin Zandvliet
Söguþráður Marco er ungur drengur af erlendum uppruna sem stundar hnupl og rán á götum Kaupmannahafnar – og hann er flinkur þjófur. Hann er líka greindur og ráðagóður en fastur undir járnhæl frænda síns, glæpaforingjans Zola. Þegar Marco áttar sig á skelfilegum áformum frændans og afræður að flýja hrasar hann nánast um lík af manni; embættismanni sem hefur þvælst fyrir slóttugum bröskurum með vafasamar fyrirætlanir í tengslum við danska þróunaraðstoð í Afríku. Í kjölfarið er það ekki aðeins Zola frændi sem er á hælum Marcos …
Teiknimynd
Söguþráður Frábær teiknimynd um vinina Knútsson og Lúðvígsen sem búa í neðanjarðargöngum. Það býr greifingi á þakinu hjá þeim, þeir syngja, spila og skemmta sér og öðrum alla daga. Lífið gengur sinn vanagang hjá þessum tveimur áhyggjulausu trúbadorum, þar til einn daginn að ung kona dettur úr lestinni - inni í göngunum þeirra! Amanda er dóttir Prófessor Fróða, sem hefur verið tekinn af hinum hræðilega Raspútín. Raspútín ætlar að neyða Prófessor Fróða til að búa til hræðilega lyfjablöndu sem breytir fólki í dúkkur.
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Myndin fjallar um hinn 13 ára gamla Jas sem býr einn með föður sínum sem er vörubílstjóri og er mikið að heiman. Jas kynnist ungri stúlku og ömmu hennar dag einn þegar hann er skilinn einn eftir heima á bænum. Í ljós kemur að þær eru álfar sem hafa leitað skjóls í hesthúsinu á bænum undan ofsóknum veiðimanna sem ofsækja álfana og reyna að ná frá þeim perlum sem veita töframátt.