Náðu í appið
Ævintýri
Leikstjórn Simon Cellan Jones
Mikael Lindnord, fyrirliði sænsk þríþrautarliðs, kynnist meiddum hundi þegar hann er að keppa í 650 km langri þraut í frumskógum Ecuador. Fyrstu kynnin urðu þegar hann gaf honum að borða en svo elti hundurinn liðið í gegnum einhver erfiðustu landsvæði á Jörðinni. Lindnord ákveður að taka hundinn að sér og fara með hann heim til Svíþjóðar.
Drama
Þrjár ungar breskar stúlkur fara í geggjað sumarfrí, þar sem þær drekka og daðra við strákana. Sólarstrendur, endalausar nætur, naktir kroppar. En verður þetta besta sumar lífs þeirra eftir allt saman?
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Nikolaj Arcel
Fátækur hermaður, Ludvig Kahlen að nafni, kemur árið 1755 á heiðar Jótlands með eitt markmið: að hlýða skipan konungs og rækta landið og efnast á því sjálfur. En Kahlen eignast fljótt óvin. Það er hinn miskunnarlausi landeigandi Frederik De Schinkel, en hann telur sig eiga heiðarlöndin en ekki konung. Þegar þræll De Schinkel flýr ásamt eiginkonunni Ann Barbara og leitar skjóls hjá Kahlen, þá gerir landeigandinn allt sem hann getur til að koma Kahlen í burtu, og skipuleggur í leiðinni grimmilega hefnd. Kahlen berst á móti og tekur með því mikla áhættu.
Drama
Leikstjórn Andrew Hyatt
Í suðurríkjum Bandaríkjanna á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar reynir Phil Robertsson, sem löngu síðar átti eftir að gera það gott í Duck Dynasty raunveruleikaþáttunum, að sættast við skömmina úr fortíð sinni, og flókið fjölskyldumynstur, og finnur endurlausn á ólíklegum stað.
GamanRómantíkDramaÍslensk mynd
Nútímasaga um fjórar ungar konur. Þær reyna að fóta sig í flóknum ástarsamböndum, en freistingar á borð við sykurpabba og OnlyFans flækja málin. Í leit sinni að bestu útgáfunum af sjálfum sér standa þær frammi fyrir valinu á milli glansmyndar og sannrar ástar.
Drama
Leikstjórn Ilker Çatak
Þegar einn af nemendum hennar er grunaður um þjófnað ákveður kennarinn Carla Nowak að komast til botns í málinu. Hugsjónir hennar og reglur skólakerfsinsins togast á og málið verður að krefjandi verkefni.
Spennutryllir
Leikstjórn Corey Stanton
Þegar stjórnsamur siðblindingi fær ástríðu fyrir hlutabréfaviðskiptum ákveður hún að ná á toppinn í fjármálaheiminum, frá bækistöð sinni í kjallaranum heima hjá sér.
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu og getur séð framtíðina. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
GamanDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Marc Turtletaub
Fljúgandi diskur lendir í garði eldri manns, Milton, sem á við minnisvandræði að stríða. Hann nær góðum tengslum við geimveruna sem hann kallar Jules sem er í fyrstu lafhrædd inni í geimfarinu. Málin flækjast þegar tveir nágrannar fá veður af geimverunni og fljótlega blandast yfirvöld í málið.
GamanDramaTónlist
Hjómsveitin Fisherman´s Friends vill fylgja óvæntum vinsældum fyrstu plötu sinnar "No Hopers, Jokers and Rogues" eftir og gefa út nýja plötu. Það er hægara sagt en gert, enda fátt eins erfitt og einmitt það og pressan mikil.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Jesse V. Johnson
Eftir að fyrrum stöðvarstjóri bandarísku leyniþjónustunnar CIA kemst að því að dauði eiginkonu hans var ekki slys, sogast hann inn í undirheima njósna. Þar tekur hann upp samstarf við andstæðing sinn til að upplýsa um samsæri sem breytt gæti öllu sem hann áður hélt að hann vissi.
GamanÆvintýriTeiknað
Magda er sál skógarins og sér um að vernda hann fyrir ágangi mannfólksins. Þegar hún verður ástfangin af mannveru, tónlistarmanninum Lúkasi, vandast málið heldur betur, því nú stendur hún frammi fyrir vali á milli þess sem er hjartanu kærast eða skógarins sem þarf nauðsynlega á henni að halda eigi hann að blómstra og dafna.
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Jonathan Glazer
Yfirmaður Auschwitz útrýmingarbúða Nasista, Rudolf Höss, og eiginkona hans Hedwig, leggja sig fram um að byggja upp draumalíf fyrir fjölskylduna í húsi með fallegum garði rétt við hlið búðanna.
Spenna
Leikstjórn Ross Boyask
Fyrrum sérsveitarmaðurinn John Gold fær tækifæri til að koma Sean Teague - manninum sem sveik teymið hans í hinstu ferð þess í Austur-Evrópu mörgum árum áður, í herfangelsi, þó hann væri miklu frekar til í að sjá hann dauðan og grafinn. Leiðin í fangelsið er þó ekki greið því félagar Teague vilja frelsa hann og leyniskytta vill drepa hann.
Drama
Líf fólks í bænum Owl í Norður Dakoka árið 1983 umturnast þegar sögulegur blindbylur dynur á bænum. Við fylgjumst með hinum roskna Horace, sem eyðir dögunum að mestu á kaffihúsinu í bænum, unglingnum Mitch, þunglyndum vara-liðsstjórnanda í amerískum fótbolta, og nýráðnum enskukennara, Julia.
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jérémie Degruson
Hér segir frá þeim Don, hugmyndaríkri leikbrúðu sem strauk að heiman, og DJ Doggy Dog, yfirgefnum úttroðnum leikfangahundi. Þeir kynnast í Central Park í New York og halda af stað í ævintýraferð inn í borgina.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ran Huang
Á skandinavískum geðspítala á tíunda áratug tuttugustu aldarinnar játar maður að nafni Mads Lake á sig fjölda morða og er sakfelldur. En Anna Rudebeck sálfræðingur og lögreglumaðurinn Soren Rank vilja komast að hinu sanna í málinu, á sama tíma og sívaxandi meðvirkni gæti heltekið þau öll.
SpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Matt Vesely
Örvæntingarfull ung blaðakona snýr sér að hlaðvarpsgerð til að bjarga starfsferlinum. En kapp hennar í að finna æsifréttir leiðir til þess að hún kemst á snoðir um samsæri utan úr geimnum, þegar hún finnur skrýtinn steindranga.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ole Bornedal
Dóttir Martins, Emma, ​​hittir Wörmer sem er í einangrun í fangelsi. Það vekur hinn dæmda lögreglustjóra úr dái og hrindir af stað örlagaríkum atburðum.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Andrew Cumming
Á steinöld fer hópur frummanna af stað í leit að nýju landsvæði. En þegar þá grunar að einhver ill og dularfull vera sé á eftir þeim neyðast þeir til að mæta hættu sem þeir gátu ekki gert sér í hugarlund.