Náðu í appið
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Andrew Erwin, Jon Erwin
Söguþráður Myndin er sönn saga Kurt Warner sem vann sig upp frá því að vera að fylla á hillur í matvöruverslun í að verða tvöfaldur heimsmeistari í bandarískum fótbolta og leikstjórnandi í frægðarhöll NFL MVP.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Jacques Audiard
Söguþráður Myndin fjallar um vinahóp þar sem mörkin á milli vináttu og kynlífs eru óljós. Émilie hittir Camille sem laðast að Nora, sem hittir Amber. Þrjár stúlkur og einn strákur. Þau eru vinir, stundum elskendur og oft hvorutveggja.
DramaÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Mitch Jenkins
Söguþráður Hæfileikaríkur dularfullur maður kemur í enskan draugabæ og sér að hann er ekki svo ólíkur honum sjálfum, skrýtinn og hættulegur á marga vegu. Hann er að leita að ákveðinni manneskju og smíðisgrip fyrir viðskiptavin sinn. Smátt og smátt sekkur hann í kviksyndi galdra og ævintýra í bæ sem skiptir um ham þegar kvölda tekur.
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Barry Levinson
Söguþráður Hnefaleikamaðurinn Harry Haft barðist við samfanga sína í útrýmingarbúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni í þeim tilgangi að reyna að lifa hörmungarnar af. Hann glímir nú við erfiðar minningar og sektarkennd og ákveður að keppa við fræga hnefaleikakappa eins og Rocky Marciano til að reyna að finna æskuástina.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Jon Keeyes
Söguþráður Einstæði faðirinn og fyrrum sjóliðshermaðurinn Kyle Snowden á erfitt með að venjast lífinu eftir hermennskuna og þjáist af áfallastreituröskun. Þegar hann er í venjubundnu eftirliti fyrir barnaverndaryfirvöld, þá lokast hann inni í verslun stjúpföður síns þegar brjálæðingurinn Eagan Raize ræðst inn og tekur alla gísla sem inni í búðinni eru. Í ljós koma óþægilegar upplýsingar um óvild Eagan í garð stjúpföður Kyle, öldungadeildarþingmannsins Sam Nelson, sem setur líf allra í mikla hættu, þar á meðal þingmanninn sjálfan og unga dóttur Kyle. Nú á Kyle í kappi við klukkuna til að bjarga fólkinu.
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Dularfullt afl ýtir tunglinu af braut um Jörðu sem skapar stórhættu fyrir alla íbúa hennar. Aðeins nokkrar vikur eru þar til áreksturinn mun eiga sér stað og heimurinn er á barmi tortímingar. NASA stjórnandinn og fyrrum geimfarinn Jo Fowler er sannfærð um að hún viti hvernig hægt sé að bjarga heiminum - en þeir einu sem trúa henni eru annar geimfari, Brian Harper, og samsæringakenningasmiðurinn K.C. Houseman. Nú þarf þríeykið að fara út í geim, á brott frá ástvinum sínum, einungis til að að komast að því að mögulega voru þau að búa sig undir rangt verkefni.
Heimildarmynd
Söguþráður Djúpt inni í skógum Piedmont á Ítalíu leitar hópur sjötíu til áttatíu ára gamalla karla að sjaldgæfri og rándýrri hvítri Alba trufflu, en mönnum hefur ekki tekist að rækta truffluna eins og aðrar svepptegundir og yfir henni hvílir mikill leyndardómur.
SpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Serik Beyseu
Söguþráður Vísindatryllir um geimleiðangur sem hefur það verkefni að gera fjarlæga plánetu hæfa til búsetu fyrir menn. En leiðangursmenn hitta á fyrir óþekkt fyrirbæri sem hefur sínar eigin hugmyndir um hvað gera eigi við plánetuna.
Spennutryllir
Leikstjórn Gigi Gaston
Söguþráður Búrlesku-dansari leggur á flótta til að bjarga nágranna sínum, dreng sem fyrrum kærasti dansarans hefur hótað lífláti.
HeimildarmyndMyndlist
Leikstjórn Andreas Koefoed
Söguþráður Ráðgátan í kringum málverkið Salvator Mundi, fyrsta málverk Leonardo da Vinci sem uppgötvað hefur verið í meira en heila öld, og virðist nú vera týnt, er hér til umfjöllunar. Verkið er dýrasta málverk sem selt hefur verið, en það fór á 450 milljónir Bandaríkjadala á uppboði.
SpennumyndGamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Deon Taylor
Söguþráður Þegar metsöluhöfundurinn Carl Black flytur með fjölskylduna á æskuheimilið, þá þarf hann að ganga í lið með furðulegum nágrönnum sínum og berjast með þeim gegn melludólgi, sem gæti verið alvöru vampíra.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Í fyrsta skipti í sögu Spider-Man þá er vinalega hetjan okkar ógrímuklædd og á erfitt með að skilja á milli daglegs lífs síns og ofurhetjulífsins. Þegar hann leitar hjálpar hjá Dr. Strange, þá verður misheppnaður galdur til þess að hættulegir óvinir úr öðrum heimum birtast. Peter Parker þarf nú að átta sig á hvað það þýðir í raun og veru að vera Köngulóarmaðurinn.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Will Sharpe
Söguþráður Enski myndlistarmaðurinn Louis Wain slær í gegn undir lok 19. aldarinnar fyrir kynleg kattamálverk sín sem virðast endurspegla versnandi andlegt ástand hans sjálfs. Hin skynörvandi verk breyttu sýn fólks á ketti til frambúðar.
Heimildarmynd
Leikstjórn Roger Michell
Söguþráður Heimildarmynd um líf Elísabetar Englandsdrottningar, sem er sá þjóðhöfðingi Bretlands sem ríkt hefur lengst allra og er sömuleiðis sá kvenkyns leiðtogi sem setið hefur lengst í embætti í sögunni.
GamanmyndRómantískDrama
Söguþráður Uppvaxtarsaga Alana Kane og Gary Valentine þar sem þau lifa og leika sér og verða ástfangin í San Fernando Valley árið 1973.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Hadi Hajaig
Söguþráður Harry hefur verið niðurbrotinn eftir að eiginkona hans og dóttir voru myrtar fyrir fimm árum síðan. Þegar hann kemst að því hvar morðingjana er að finna þá tekur hann sig saman í andlitinu og heldur á fund illmennanna til að kenna þeim þá lexíu sem þeir eiga skilið.
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Lífið í lestargöngunum leikur við Knútsen, Lúðvíksen og greifingjann. Lífið einkennist af söng, sultuáti og vinalegri stríðni. En einn daginn eru þeir heimsóttir af lestarstjóra. Hún er mjög ströng og hótar að láta bera þá út. Lestargöng eru fyrir lestir, ekki fólk, og þeir verða allir að flytja í burtu, strax!
Drama
Leikstjórn François Ozon
Söguþráður Eftir að André fær heilablóðfall á hann sér þá ósk heitasta að enda líf sitt. Emmanuelle dóttir hans á í erfiðleikum með áfallið og við tekur innri barátta. Mun hún virða óskir föður síns sem hún elskar svo heitt?
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn David Hackl
Söguþráður Dylan Forrester tekur því rólega, enda er hann á skilorði. Það hjálpar honum að vera á þunglyndislyfjum sem hinn sérvitri læknir hans sér honum fyrir. En þegar bróðir Dylans deyr á undarlegan hátt, þá rýfur Dylan skilorðið. Með FBI alríkislögreglumann á hælunum reynir Dylan að komast að sannleikanum. Á sama tíma vilja vopnaðir málaliðar komast yfir nokkuð sem bróðir Dylans faldi, og Dylan þarf að nota alla sína útsjónarsemi til að lifa af.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Daniel Graham
Söguþráður Þrasgjarn en bráðsnjall arkitekt, Alfred Rott, fær óvenjulegt verkefni hjá sérvitrum milljarðamæringi á Möltu sem kallar sig erkihertogann af Korsíku. Malaríufaraldur geisar á eynni og veldur skelfingu, en Alfred er ákveðinn í að ljúka við verkefnið.