Nýjar myndir á leigunum. Þú getur líka leitað að mynd eftir tegund
SpennaHrollvekjaGlæpa
Leikstjórn Nick Cassavetes
Leikarar: Maika Monroe, Nikolaj Coster-Waldau, Karl Glusman, January Jones, Jamie Foxx, Paul Johansson, David Thornton, Ethan Suplee, Jonathan Tucker, Brendan Sexton III, Garrett Wareing, Virginia Cassavetes, Tonya Cornelisse, Robert Craighead, Nancy De Mayo, Samantha Lockwood, Chloe Guy
Fyrrum eiginkona rannsóknarlögreglumannsins Bob Hightower er myrt og dóttur þeirra rænt af djöfladýrkendum í sértrúarsöfnuði. Vegna óánægju með rannsókn lögreglunnar ákveður hann að segja upp og ganga í söfnuðinn til að finna leiðtogann, Cyrus. Hann fær aðstoð frá einu konunni sem tekist hefur að sleppa úr klóm safnaðarins, Case Hardin.
DramaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kristina Buozyte, Bruno Samper
Leikarar: Raffiella Chapman, Eddie Marsan, Rosy McEwen, Richard Brake, Melanie Gaydos, Edmund Dehn, Matvej Buravkov, Marijus Demiskis, Nojus Buslevicius
Eftir allherjarhrun vistkerfis heimsins þarf hin 13 ára gamla Vesper að nota allt sitt hyggjuvit og styrk, og kunnáttu sem hakkari, til að berjast fyrir framtíðinni.
GamanHrollvekjaÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Jennifer Kluska, Derek Drymon
Leikarar: Brian Hull, Selena Gomez, Andy Samberg, Kathryn Hahn, Joey Box, Jim Gaffigan, Molly Shannon, David Spade, Keegan-Michael Key, Fran Drescher, Brad Abrell, Asher Blinkoff, Asher Bishop, Melissa Sturm, Scott Underwood, Michelle Murdocca, William Townsend, Jess Harnell
Drakúlagengið er mætt aftur, í meira stuði en nokkru sinni fyrr. Þegar dularfull uppfinning Van Helsing, Skrímslageislinn, bilar, þá breytast Drakúla og allir skrímslavinir hans í manneskjur og Johnny verður skrímsli. Nú þegar allir eru í röngum líkama þá missir Drakúla hæfileika sína og Johnny geislar af lífsgleði í nýju hlutverki sem skrímsli. Hann þarf nú að fara af stað í leiðangur í leit að lækningu við ástandinu, áður en allt verður um seinan, og áður en allir verða brjálaðir hver á öðrum.
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Guillaume Canet
Leikarar: Guillaume Canet, Gilles Lellouche, Vincent Cassel, Jonathan Cohen, Julie Chen, Leanna Chea, Marion Cotillard, José Garcia, Linh-Dan Pham, Ramzy Bedia, Philippe Katerine, Jérôme Commandeur, Audrey Lamy, Franck Gastambide, Vincent Desagnat
Einkadóttir kínverska keisarans Han Xuandi flýr frá illum prinsi og leitar skjóls í Gallíu, hjá hinum hugrökkum hermönnum Ástríki og Steinríki.
SpennutryllirStríð
Leikstjórn Ben Parker
Leikarar: Charlotte Vega, Barry Ward, Bill Milner, Kristo Viiding, Harriet Walter, Tambet Tuisk, Maksim Demidov, Sergei Furmanjuk, David Alexander, Kimberley Howson, Dan Renton Skinner
Á síðustu dögum Seinni heimsstyrjaldarinnar fær hópur rússneskra hermanna, undir stjórn leyniþjónustukonunnar Brana Vasilyeva, það verkefni að flytja líkamsleifar Hitlers til Stalíns í Rússlandi. Á leiðinni verða þeir fyrir árás þýskra skæruliða og týna tölunni einn af öðrum. Brana leiðir þá sem eftir lifa í lokabardaga til að tryggja að farmurinn lendi ekki í höndum þeirra sem vilja grafa hann og fela að eilífu.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Leikarar: Elliott Crosset Hove, Vic Carmen Sonne, Ingvar E. Sigurðsson, Jacob Lohmann, Ída Mekkín Hlynsdóttir, Hilmar Guðjónsson , Waage Sandø, Friðrik Friðriksson, Gunnar Bragi Þorsteinsson, Snæbjörg Guðmundsdóttir, Friðrik Hrafn Reynisson, Ísar Svan Gautason, Ingvar Þórðarson
Volaða Land er stórbrotin saga af baráttu manns við náttúruna, trúnna og sitt dýrslega eðli. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikarar: Shameik Moore, Hailee Steinfeld, Jason Schwartzman, Oscar Isaac, Brian Tyree Henry, Luna Lauren Velez, Jake Johnson, Issa Rae, Shea Whigham, Jorma Taccone, Rachel Dratch, Daniel Kaluuya
Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp á kant við hópinn og þarf að endurskilgreina hvað það þýðir að vera hetja, svo hann geti bjargað fólkinu sem hann ann mest.
RómantíkDrama
Leikstjórn Sydney Tooley
Leikarar: Mackenzie Mauzy, Justin Chien, Michael Jong-Quin Huang, Madison McLaughlin, Leanne Morgan, Jason Burkey, Alicia Kelley, Stephanie Hong, Wan-Ru Zhan, Brett Taylor, Sharon Landon
Eftir að hafa verið skilin eftir við altarið fer ung kona til Taívan að kenna ensku og vonast eftir bata og von.
Drama
Leikstjórn Elegance Bratton
Leikarar: Jeremy Pope, Gabrielle Union, Bokeem Woodbine, Raúl Castillo, McCaul Lombardi, Nicholas Logan, Eman Esfandi, Aaron Dominguez, Aubrey Joseph, Andrew Kai, Tyler Merritt, Steve Mokate
Ellis French er ungur samkynhneigður svartur maður, sem var hafnað af móður sinni. Þar sem framtíðarmöguleikarnir voru ekki margir gengur hann í herinn og gerir hvað hann getur til að komast áfram í kerfi sem gæti útilokað hann. En á sama tíma og hann berst gegn rótgrónum fordómum og þarf að ganga í gegnum erfiða þjálfun finnur hann fyrir óvæntri vináttu, styrk og stuðningi frá þessu nýja samfélagi, sem lætur honum finnast hann tilheyra hópnum og breytir lífi hans til frambúðar.
Drama
Leikstjórn Emanuele Crialese
Leikarar: Penélope Cruz, Vincenzo Amato, Luana Giuliani, Patrizio Francioni, Penélope Nieto Conti, María Chiara Goretti
Sagan af ástinni milli Clöru og barna hennar í Róm á áttunda áratug síðustu aldar.
GamanDramaÍþróttir
Leikstjórn Ray Romano
Leikarar: Ray Romano, Laurie Metcalf, Sadie Stanley, Jennifer Esposito, J.C. MacKenzie, Danny Garcia, Jacob Ward, June Gable, Sebastian Maniscalco, Tony Lo Bianco, Katie Kreisler, Jennifer Simard, P.J. Byrne, Karen Lynn Gorney, Geoffrey Owens, Matt Romano
Leo og Angela Russo lifa rólegu lífi í Queens í New York, umkringd hávaðasamri ítalsk-amerískri fjölskyldu sinni. Þegar sonur þeirra Stick slær í gegn með skólaliðinu í körfubolta gerir Leo allt hvað hann getur til að sonurinn nái alla leið í íþróttinni.
Drama
Leikstjórn Laurent Cantet
Leikarar: Rabah Nait Oufella, Antoine Reinartz, Sofian Khammes, Bilel Chegrani, Sarah Henochsberg, Malika Zerrouki, Anne Alvaro
Hver er þessi Karim D. ? Ungi rithöfundurinn sem fjölmiðlar fá ekki nóg af? Eða hliðarsjálf hans Arthur Rambo, höfundur hatursfullra skilaboða, sem grafin eru upp af samfélagsmiðlum dag einn?
GamanDramaMyndlist
Leikstjórn Brit McAdams
Leikarar: Owen Wilson, Michaela Watkins, Elisabeth Henry, Wendi McLendon-Covey, Paul Kosopod, Lusia Strus, Stephen Root, Denny Dillon, Michael Pemberton, Rob Figueroa, Sonia Darmei Lopes, Joel Leffert, Sarah Baker, Brit McAdams, Ryan Gaul
Carl Nargle, aðal sjónvarpslistmálarinn í Vermont í Bandaríkjunum, er sannfærður um að hann hafi sé algjörlega með allt á hreinu: frábærar krullur, sérútbúinn sendibíl og aðdáendur sem fylgjast af aðdáun með hverri pensilstroku ... þar til yngri og betri myndlistarmaður kemur og stelur öllu og öllum sem Carl elskar.
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Eiichirô Hasumi
Leikarar: Matthew Mercer, Nicole Tompkins, Kevin Dorman, Stephanie Panisello, Erin Cahill, Bill Butts
D.S.O. fulltrúinn Leon S. Kennedy er í leiðangri til að bjarga Dr. Antonio Taylor úr höndum mannræningja þegar dularfull kona hindrar hann. Á sama tíma er B.S.A.A. fulltrúinn Chris Redfield að rannsaka uppvakningafaraldur í San Fransisco, en upptök faraldursins eru ókunn. Það eina sem fórnarlömbin eiga sameiginlegt er að þau hafa öll heimsótt fangaeyjuna Alcatraz nýlega. Með þá vísbendingu í farteskinu fara Chris og teymi hans til eyjunnar, þar sem hryllingur bíður þeirra.
GamanRómantík
Leikstjórn Shekhar Kapur
Leikarar: Lily James, Shazad Latif, Shabana Azmi, Emma Thompson, Chuck Church, Oliver Chris, Asim Chaudhry, Alice Orr-Ewing, Rob Brydon, Ben Ashenden, Nosheen Phoenix, Nikkita Chadha, Haqi Ali
Endalausar tilraunir Zoe til að finna þann eina rétta í gegnum stefnumótaöpp, hefur engum árangri skilað, og hinni sérvitru móður hennar Cath, líst ekkert á þetta allt saman. Æskuvinur hennar og nágranni Kaz fer þó aðra leið. Hann ætlar að fylgja fordæmi foreldra sinna og fara inn í skipulagt hjónaband með stúlku frá Pakistan. Zoe, sem er heimildarmyndargerðarkona, tekur upp ferðalag hans frá London til Lahore þar sem hann hyggst kvænast ókunnri konu, sem foreldrar hans völdu. Í ferðinni fer hún að velta fyrir sér hvort hún geti lært eitthvað af þessari mjög svo ólíku aðferð við að finna sér lífsförunaut.
Drama
Leikstjórn Asghar Farhadi
Leikarar: Amir Jadidi, Mohsen Tanabandeh, Sahar Goldoost, Fereshteh Sadre Orafaiy, Ehsan Goodarzi, Sarina Farhadi
Rahim er í fangelsi útaf skuld sem hann gat ekki borgað. Þegar hann fær tveggja daga frí reynir hann að sannfæra lánadrottna sína um að draga kröfuna til baka gegn því að hann greiði hluta hennar. En hlutirnir fara ekki eins og áætlað var.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Samuel Bodin
Leikarar: Lizzy Caplan, Antony Starr, Cleopatra Coleman, Woody Norman, Ellen Dubin, Luke Busey, Steffanie Sampson, Jay Rincon, Debora Zhecheva, Anton Kottas
Hryllilegir atburðir gerast þegar hinn átta ára gamli Peter skoðar hvaða dularfullu bankhljóð berast sífellt innan úr veggjunum í herbergi hans. Drungalegt leyndarmál foreldra hans kemur nú í ljós.
Gaman
Leikstjórn Anders W. Bertelsen
Leikarar: Sofie Torp, Roberta Hilarius Reichhardt, Esben Smed, Joachim Fjelstrup, Martin Høgsted, Kristian Halken, Søren Malling, Nicolaj Kopernikus, Christiane Gjellerup Koch
Þegar Karoline verður óvart ólétt, en hefur ekki hug á að halda barninu, gerir hún áætlun um að gefa barnlausri systur sinni krakkann - í skiptum fyrir góða peningasummu.
HrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Riccardo Chemello
Leikarar: Wade Briggs, Stuart Martin, Frida Gustavsson, Sebastian Croft, Luke Roberts, David Morrissey, Radu Andrei Micu, Ionut Grama, Florin Fratila, Madalina Bellariu Ion, Andreea Coff, Alice Cora Mihalache, Alexandra Poiana
Harlan Draka er Dampyr, hálfur maður og hálf vampíra. En hann veit ekki af því. Hann þvælist um landið og þykist vera Dampyr og býður þorpsbúum upp á þjónustu við að hrekja burtu skrímsli og óvætti. Fljótlega þarf hann þó að kynnast kröftunum og nota þá til að eyða raunverulegum vampírum.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Marie Kreutzer
Leikarar: Vicky Krieps, Florian Teichtmeister, Katharina Lorenz, Jeanne Werner, Alma Hasun, Finnegan Oldfield, Manuel Rubey, Aaron Friesz, Colin Morgan, Ivana Urban, Alexander Pschill, Klaus Huhle, Raphael von Bargen
Keisaraynjan Elísabet af Austurríki heldur upp á 40 ára afmæli sitt og verður að viðhalda almenningsímynd sinni með því að herða sífellt á lífstykkinu. Hlutverki hennar hafa verið reistar skorður og hana þyrstir í fróðleik og lífsfyllingu – sem hún óttast að finna ekki í Vín.