Náðu í appið
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Lasse Spang Olsen
Arvid er venjulegur bankastarfsmaður, en líf hans umturnast þegar hann rotar bankaræningjann Franz með Skvass spaðanum sínum. Nokkrum dögum síðar kemur eiginkona Franz í heimsókn til hans og segir honum að hún hafi stólað á peningana úr ráninu til að greiða fyrir glasafrjóvgun. Til að ná í peningana þá skipuleggja þeir Arvid og glæpabróðir hans Harald, rán, sem endar með blóðsúthellingum og þeir lenda í miklum vandræðum.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Hackl
Fyrrum hernaðarsérfræðingurinn Clair Hamilton snýr heim eftir ferð til mið-austurlanda sem hún fór í vegna andláts föður hennar og til að ganga frá erfðamálum. Syni hennar er svo rænt og honum er haldið sem gísl af gengi sem dularfullur náungi sem kallast "Faðirinn" stjórnar.
DramaFjölskylda
Þegar farsæl hljómplötuútgáfa David Smallbone verður gjaldþrota flytur hann með fjölskylduna frá Ástralíu til Bandaríkjanna í leit að betri framtíð. Með ekkert annað í farteskinu en sex börn sín, ferðatöskur og ást sína á tónlist byrja þau David og ófrísk eiginkona hans Helen að byggja lífið aftur upp frá byrjun.
SpennaDrama
Leikstjórn Alex Garland
Nokkrir blaðamenn ferðast saman í bíl til Washingtonborgar í nálægri framtíð þegar borgarastyrjöld geisar í Bandaríkjunum. Þeir vilja ná viðtali við forsetann sem er orðinn aðþrengdur í Hvíta húsinu, enda mun uppreisnarherinn ná til höfuðborgarinnar á hverri stundu.
Drama
Leikstjórn Katrine Brocks
Alma lifir rólegu og einangruðu lífi í kaþólsku klaustri í Danmörku. Þegar hún er að búa sig undir að sverja sig inn sem nunna birtist eldri bróðir hennar Erik skyndilega á svæðinu. Hann er alkahólisti í bata og greinilega þunglyndur. Alma á erfitt með að sýna honum miskunn, en dvöl hans leysir úr læðingi fjölskylduleyndarmál sem Alma hefur með örvæntingarfullum hætti reynt að bæla niður. Nú þegar vígsluathöfnin nálgast fer Alma að efast um hvort hún sé verðug ástar Guðs.
Heimildarmynd
Ris og fall heimsins alræmdustu almannatengslastofu: hinnar bresku alþjóðlegu Bell Pottinger.
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Thea Sharrock
Þegar hin íhaldsama Edith Swan og aðrir íbúar í litlum strandbæ á Englandi snemma á tuttugustu öldinni, fara að fá illkvittin nafnlaus bréf full af móðgunum og blótsyrðum, þá er hin kjaftfora Rose kærð fyrir glæpinn. Bréfin nafnlausu verða þekkt um allt landið og dómsmál hefst. En þegar konurnar í bænum byrja að rannsaka málið sjálfar fer þeim að gruna að eitthvað vanti og Rose sé kannski ekki sek eftir allt saman.
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Rose Glass
Eigandi líkamsræktarstöðvar, Lou, verður ástfanginn af Jackie, metnaðarfullri vaxtarræktarkonu sem komin er til Las Vegas til að láta drauma sína rætast. En ást þeirra hefur ofbeldi í för með sér og dregur þau djúpt niður í glæpavef fjölskyldu Lou.
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Asif Akbar
Alríkislögreglumaður og lögreglan í Albuquerque leita raðmorðingja með viðurnefnið Beinasafnarinn eða The Bone Collector. Lögreglustjórinn og einn lögreglumannanna telja að morðinginn sé mögulega innan raða lögreglunnar.
Drama
Leikstjórn Joshua Enck
Sagan á bakvið jólalagið I Heard the Bells og um höfundinn Henry Wadsworth Longfellow. Líf hans er gott þar til harmleikur á sér stað, sem verður til þess að hann, í miðju borgarastríði í Bandaríkjunum, sest niður á Jóladagsmorgni með penna í hönd og finnur aftur von og trú.
GamanÆvintýri
Leikstjórn Gil Kenan
Spengler fjölskyldan snýr aftur til upprunans, þar sem þetta byrjaði allt saman, slökkvistöðvarinnar í New York. Þar hitta þau upprunalegu Draugabanana sem hafa þróað háleynilega rannsóknarstofu sem mun færa draugaveiðar upp á næsta stig. En þegar uppgötvun á aldagömlum helgigrip leysir úr læðingi illan anda þurfa gamlir og nýir Draugabanar að taka höndum saman til að vernda heimili sín og bjarga heiminum frá nýrri ísöld.
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn Bill Pohlad
Hér er sögð saga Emerson fjölskyldunnar og ólgunnar sem fylgdi í kjölfarið á velgengni samnefndrar pop-fönk plötu sem hún tók sjálf upp. Fáir veittu plötunni athygli þar til gagnrýnendur enduruppgötvuðu hana og hlóðu lofi mörgum áratugum síðar. Núna, sem fullorðinn maður, þarf Donnie að horfast í augu við drauga fortíðar og takast á við tilfinningalegan tollinn sem draumar hans tóku af fjölskyldunni sem studdi hann.
Stríð
Leikstjórn Callum Burn
Í bardaganum um Bretland í Seinni heimsstyrjöldinni berst sveit Spitfire flugvéla til síðasta manns til að verja land sitt.
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn Dev Patel
Nafnlaus ungur maður fer í hefndarför gegn spilltum glæpamönnum sem myrtu móður hans og víla ekki fyrir sér að níðast á fátæku og saklausu fólki.
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Michael D. Olmos
Fyrrum lögreglumaður sem fallinn er í ónáð neyðist til að vinna fyrir miskunnarlausan glæpaforingja til að geta greitt skuldir föður síns og verndað fjölskylduna.
HeimildarmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Clare Beavan
Heimildarmynd um eina síðustu leikkonuna sem enn lifir frá gullaldarárum Hollywood - Joan Collins. Í myndinni er mikið af áður óséðu efni og við fáum dýrmæta innsýn í eina stórkostlegustu leikkonu síðustu áratuga.
Drama
Leikstjórn Minhal Baig
Tveir ungir drengir, bestu vinirnir Malik og Eric, upplifa bæði gleði og erfiðleika þar sem þeir alast upp í félagslegu íbúðahverfi í Chicago árið 1992.
Gaman
Leikstjórn Christian Ditter
Bráðsnjall drengur kemst að því að hann getur ferðast í tíma með hjálp fjölskyldu-erfðagrips. Hann fær systkini sín með sér í lið til að fara aftur í tímann, til þess augnabliks þegar foreldrar þeirra skildu, í þeirri von að geta breytt atburðum og komið í veg fyrir skilnaðinn.
DramaÆvintýri
Leikstjórn Michael Haussman
Sarawak, í norðausturhluta eyjunnar Borneo, árið 1839. Næstum fyrir tilviljun er breski ævintýramaðurinn James Brooke skipaður rajah af soldáninum af Brunei, og sem einvaldur ákveður hann að binda enda á þrælahald og mannaveiðar, á sama tíma og hann reynir að hemja útþenslutilburði breska heimsveldisins.
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Ryan White
Saga tveggja kvenna sem sakfelldar voru fyrir að hafa tekið hálfbróður Kim Jon-un, leiðtoga Norður-Kóreu, Kim Jong-nam, af lífi. Myndin sýnir frá réttarhöldunum og reynt er að kafa ofaní hvort þær séu kaldrifjaðir morðingjar eða bara peð í stærra samsæri.