Fréttir

Krafist þess að fá upprunalegu útgáfu Suicide Squad


Bænum aðdáenda var svarað með Justice League. Þá er komið að næstu áskorun.

Eins og mörgum unnendum DC-myndasagnaheimsins er kunnugt um hefur nú fengist staðfest að leikstjórinn Zack Snyder fái að gefa út stórepíkina Justice League, í sínu upprunalega formi á næsta ári. Hreyfingin #ReleaseTheSnyderCut skilaði aldeilis glæstum árangri og uppskar það gífurlegan fögnuð hjá aðdáendum leikstjórans að loksins verði hægt að sjá… Lesa meira

The Goonies sýnd um helgina


Þessi stórfræga '80s ævintýramynd bætist í nostalgíusarp íslenskra kvikmyndahúsa.

Bandaríska ævintýramyndin The Goonies hefur lengi verið í miklu uppáhaldi marga ‘80s-barna en um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum Álfabakka.Myndin er frá árinu 1985 og sameina þeir Richard Donner og Steven Spielberg krafta sína í myndinni. Hér segir frá hópi krakka sem finna fjarsjóðskort á háalofti hjá einum meðlimi hópsins.… Lesa meira

Stella sýnd í endurbættri útgáfu


Stella Löve prýðir hvíta tjaldið á ný - nú í endurbættri útgáfu.

Óhætt er að fullyrða að gamanmyndin og frasaveitan Stella í orlofi sé einhver ástsælasta perla íslenskrar kvikmyndasögu. Nýverið hafa aðstandendur myndarinnar tekið hana í gegn með því að hreinsa upp hljóð og mynd sem hefur skilað sér í útgáfu sem nýtur sín ótrúlega vel á stóru tjaldi. Að þessu tilefni… Lesa meira

Lægðir, hægðir og fortíðardraugar glæpaforingja


Tom Hardy bestur þegar hann er kominn í ruglið. Staðreynd.

Ef eitthvað hefur sannað sig ítrekað, þá er það sú regla að Tom Hardy er alltaf bestur þegar hann er ekki í lagi. Eins og óteljandi taktar frá honum hafa sýnt (hvort sem það kemur frá Warrior, Legend Lawless, Mad Max eða Venom) er maðurinn hreint dásamlegur þegar allir taumar… Lesa meira

Líklegast engin Óskarsverðlaun á næsta ári


Jæja. Nú á Bloodshot engan séns.

Öruggt er að fullyrða að kvikmyndaiðnaðurinn eins og hann leggur sig, líkt og flestar starfsgreinar, hafi orðið fyrir talsverðu áfalli vegna kórónuveirunnar. Bæði hefur gífurlegum fjölda kvikmynda verið frestað og er ekki hægt að standa í fjöl­mennum tökum um þessar mundir. Einnig er víða deilt um hvort flest kvikmyndahús megi… Lesa meira

Skorað á Christopher Nolan að fresta Tenet


„Mig dauðlangar að sjá myndina þína, en ekki nógu mikið til að leggja líf mitt í hættu.“

Margir bíða óþreyjufullir eftir nýjum fregnum af komandi stórmynd leikstjórans Christopher Nolan. Þessi nýi hasartryllir leikstjórans ber heitið Tenet og ríkir mikil leynd yfir söguþræði hans en sumir í leikhópnum hafa jafnvel viðurkennt í fjölmiðlum að þeir hafi ekki hugmynd um hvað kvikmyndin fjallar um. Eins og staðan er þegar… Lesa meira

The Shining og Shawshank sýndar um helgina


Tvær gamlar og góðar fylla í nokkrar eyður kvikmyndahúsa á COVID-tímum.

Nú um helgina hefjast sýningar í Sambíóunum á tveimur ólíkum perlum sem sprottnar eru úr hugarheimi rithöfundarins Stephen King. Gefst þá bíógestum tækifæri til að upplifa The Shining frá 1980 og The Shawshank Redemption (1994) í kvikmyndasal. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Sambíóunum og er verðið 1000 krónur á… Lesa meira

Þekkir þú Tom Hardy karakterinn? – Taktu þátt í Capone-bíómiðaleik


Giskaðu á réttan Tom og þú gætir unnið bíómiða fyrir tvo.

Glæpamyndin Capone var frumsýnd síðastliðnu helgi en þar fær breski leikarinn Tom Hardy aldeilis að sýna sínar villtari hliðar - sem flestir geta verið sammála um. Að venju sýnir hann tilþrifaríka frammistöðu sem fellur undir sama dálk og ýmsir aðrir stórbrotnir taktar þar sem Hardy leikur sér að geggjuninni. Capone… Lesa meira

Nýjustu mynd Edgar Wright slegið á frest


Hleðst þá meira á kvikmyndaárið 2021.

Edgar Wright, leikstjóri og handritshöfundur Shaun of the Dead, Hot Fuzz, Baby Driver og fleiri mynda, neyðist til að fresta nýjasta verki sínu, Last Night in Soho. Greint var fyrst frá þessu í Variety en þar segir að kórónaveiran hafi ollið því að eftirvinnsla myndarinnar nái ekki upprunalega frumsýningardeginum sökum… Lesa meira

Vitleysingar og fyrrum glæpaforingi vinsælastir


Þessi veiðiferð er ósigrandi.

Aðsókn í kvikmyndahúsum Íslands hefur smám saman tekið gott flug eftir að þau opnuðu (flest) aftur 4. maí. Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans og hefur haldið þeirri siglingu frá frumsýningu hennar í mars, þó vissulega sé tillit tekið til þess að kvikmyndahúsin lokuðu nokkrum vikum seinnar.Engu að… Lesa meira

Fred Willard látinn


Frægir minnast leikarans víða.

Bandaríski gamanleikarinn Fred Willard er látinn, 86 ára að aldri. Dóttir hans staðfesti þetta í yfirlýsingu en þar segir að hann hafi látist á aðfaranótt laugardags í faðmi fjölskyldunnar.Willard er þekktur fyrir ýmis hlutverk í fjölmörgum kvikmyndum og þáttum, en á meðal hans þekktustu eru í vinsælum myndum á borð… Lesa meira

The Platform: Hugmyndafræði sem hegðun


Ýmsar spurningar vakna í Netflix-kvikmyndinni The Platform.

The Platform (2020, Galder Gaztelu-Urrutia) er öll um mannlega hegðun. Hvernig við bregðumst við aðstæðum, hvað við tökum með okkur frá þeim aðstæðum og hvað fær okkur til þess að breyta hegðun, breyta viðbrögðum, hvað breytir persónuleikum okkar? Kvikmyndin kafar þó dýpra og leitast við að spyrja spurninga, ekki bara… Lesa meira

Eurovision-myndin komin með útgáfudag – og tónlistarmyndband


Fullt nafn kvikmyndarinnar er Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga.

Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir Eurovision-gamanmyndinni frá Netflix með Will Ferrell og Rachel McAdams í aðalhlutverkum. Héldu ýmsir að til stæði að afhjúpa myndina nú í maí en nú hefur Ferrell sjálfur gefið upp að myndin verði gefin út þann 26. júní næstkomandi á streymið.Má þess geta að… Lesa meira

Sjáðu stikluna úr endurgerð Hrúta


Saga Gríms Hákonarsonar tekur á sig nýja mynd.

Fyrsta sýnishornið hefur verið opinberað fyrir kvikmyndina Rams, endurgerð Hrúta í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Það er Ju­les Duncan sem sér um handritið, sem er byggt á því upp­runa­lega, og er myndinni leikstýrt af Jeremy Sims. Þeir Michael Caton og Sam Neil fara með hlutverk bræðranna sem Theódór Júlíusson og Sigurður… Lesa meira

Hlustaðu á „íslenska“ lagið úr Eurovision-myndinni frá Netflix


Kannski Volcano Man hefði orðið Eurovision-hittari?

Glænýtt lag úr Eurovision-kvikmyndinni frá Will Ferrell hefur verið afhjúpað og ber hið kostulega heiti Volcano Man. Þykir ekki ólíklegt að þetta eigi að vera framlag Íslands til keppninnar í söguþræði myndarinnar, ef ekki eitt af fyrri framlögum okkar. https://www.youtube.com/watch?v=JxKs6kUDB60 Íslendingar bíða eflaust margir hverjir spenntir eftir myndinni en það… Lesa meira

Teiknimyndir á íslensku verði ófáanlegar á DVD


Nú er tíminn til að sigta út safngripina í gamla DVD-safninu.

Útgáfa DVD-diska með talsettum teiknimyndum á Íslandi virðist vera öll og markar Óskarsverðlaunateiknimyndin Frozen II síðasta naglann í líkkistuna. Þetta kemur fram á vef RÚV en þar er vakið athygli á því að teiknimyndin sé hvergi fáanleg með íslensku tali á DVD.Ákvörðun þessi kemur frá höfuðstöðvum framleiðslufyrirtækjanna erlendis, sem hefur… Lesa meira

Back to the Future teymið sameinað á ný


Það er allt hægt með tækninni í dag.

Bandaríski leikarinn Josh Gad hefur verið duglegur að safna saman hópi leikara og aðstandenda úr kvikmyndum sem voru honum (og mörgum) mjög kærar í æsku. Gad vakti mikla athygli með vefþættinum Reunited Apart þegar hann skipulagði hitting gegnum streymi með leikurum og nokkrum aðstandendum ævintýramyndarinnar The Goonies. Einn tilgangur þessara… Lesa meira

Á Adamsklæðum á hvíta tjaldinu – Átta safaríkar senur


Nekt þarf ekki að vera feimnismál.

Konur eru oft naktar á hvíta tjaldinu eða á sjónvarpsskjám. Svo oft eru þær naktar að við erum mörg hver hætt að taka eftir því. Hins vegar lítum við tvisvar við þegar göndull birtist….. nema myndin sé íslensk því þá er þetta eðlilegt. Því spyr undirrituð*, hvaða erlendu myndir eru… Lesa meira

Beðið eftir grænu ljósi á Sonic framhaldi


Þrátt fyrir velgengni Sonic myndarinnar hefur kvikmyndaverið ekkert gefið upp.

Bíómyndin um hraðskreiða broddgöltinn Sonic hefur reynst óstöðvandi enda myndin halað inn vænum upphæðum á aðsóknarlistum víða um heim. Alls hefur myndin sópað til sín rúmar 300 milljónir í Bandaríkjadölum á heimsvísu. Öruggt er að segja að þetta sé ein aðsóknarmesta kvikmynd fyrr og síðar sem byggð er á tölvuleik.… Lesa meira

Vinsælast á Netflix á Íslandi: Sorg, keppnisandi og byssur Baltasars


Ótrúlegur kraftur í RuPaul, að venju!

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Eins og flestir vita birtir veitan lista yfir vinsælustu titla í hverju landi. 1. Dead to Me https://www.youtube.com/watch?v=HmU7ylnmn_M Christina Applegate, Linda Cardellini og James Marsden fara með helstu hlutverkin í… Lesa meira

Gamanleikarinn Jerry Stiller látinn


„Hann var frá­bær pabbi, afi og góður eig­inmaður“

Gamanleik­ar­inn Jerry Stiller er lát­inn 92 ára að aldri. Son­ur hans, leik­ar­inn Ben Stiller, til­kynnti and­lát föður síns snemma í morg­un. Hann sagði föður sinn hafa verið frábæran pabba, afa og eiginmann. Jerry Stiller var giftur Anne Meara í 62 ár en hún dó 2015. „Ég til­kynni með sorg að… Lesa meira

Bíóplaköt sem þóttu ekki kvikmyndahúsum bjóðandi


Má ekkert??

Það er vanmetin listgrein að hanna grípandi kvikmyndaplakat. Flottustu veggspjöldin geta vakið upp mikla forvitni fyrir verkinu en um leið endurspeglað fullkomlega innihald þess. En veggspjöld eru vissulega notuð fyrst og fremst í kynningar- og markaðstilgangi og geta hönnuðir af og til gengið aðeins of langt. Oft kemur það fyrir… Lesa meira

Handtóku Stormsveitarmann á hátíðisdegi Star Wars-unnenda


Úps?

Eins og glöggir vita hefur dagurinn 4. maí fest sig í sessi sem alþjóðlegur hátíðisdagur Star Wars-aðdáenda um allan heim. Dagsetningin var fyrst stimpluð formlega árið 2011 og með aðstoð veraldarvefsins orðið að sameiningartákni aðdáenda, um allan heim og út fyrir vetrarbrautina. Lögreglan í Alberta-fylki í Kanada virðist hafa misst… Lesa meira

Snýr Sidney Prescott aftur í Scream 5?


Það getur varla verið útilokað að myndin beri titilinn „5cream“.

Bandaríska leikkonan Neve Campbell er opin fyrir fimmtu kvikmyndinni í Scream-seríunni frægu, en leikstjórateymið á bak við spennutryllirinn Ready or Not hefur staðfest sína þátttöku. Hermt er að Sidney Prescott eigi að snúa aftur í heimbæ sinn í fimmta kaflanum eftir að kunnuglegt mynstur hrottalegra morða herjar á íbúa. Scream-mynd­irnar… Lesa meira

10 ára starf Bíó Paradísar í vaskinn: „Við erum eins og Titanic-skipið”


„Ég trúði því bara innilega að við værum búin að leysa málið,” segir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur Bíó Paradísar á síðustu vikum. Þegar tilkynnt var að kvikmyndahúsið myndi loka brugðust margir illa við og stuðningur barst úr ýmsum áttum. Upphaflega stóð til að skella í lás þann 1. maí en bíóinu var lokað þegar samkomubann tók gildi. Nú er útlit fyrir… Lesa meira

Líkir útliti sínu í Cats við refi að stunda samfarir


Judi Dench er ekki ánægð með Cats.

Kvikmyndaaðlögunin af söng­leikn­um Cats virðist falla í grýtt­an jarðveg hvert sem litið er. Umtalið í kringum myndina hefur magnast töluvert undanfarna fjóra mánuði og verið undirstaða óteljandi brandara og nokkurra hneykslismála á bak við tjöldin frá því að stiklurnar voru fyrst gefnar út. Fyrir nokkrum vikum var skammarstimpillinn endanlega innsiglaður… Lesa meira

Darth Maul leikari segir Rian Johnson ekki skilja Star Wars


Það er alltaf jafn vinsælt að hrauna yfir The Last Jedi.

Bandaríski leikarinn Sam Witwer, sem þekktur er af mörgum Star Wars unnendum sem rödd Sith-lávarðsins Darth Maul í þáttunum The Clone Wars og Rebels, hefur bæst við hóp þeirra sem voru allt annað en ánægðir með áttunda kafla Skywalker-sögunnar, The Last Jedi.Eins og mörgum er kunnugt var myndin leikstýrð og… Lesa meira

Ný Star Wars-mynd í bígerð frá Taika Waititi


Næsta Star Wars mynd verður eflaust á léttu nótunum.

Á þessum degi, hinum alþjóðlega Star Wars-degi þann 4. maí, tilkynnti Lucasfilm að glæný Stjörnustríðsmynd væri í vinnslu frá engum öðrum en nýsjálenska grínaranum Taika Waititi. Af viðbrögðum netheima að dæma eru aðdáendur hæstánægðir með þessar fregnir en eins og margir vita leikstýrði hann lokaþætti fyrstu seríu The Mandalorian fyrir… Lesa meira

Stórleikkonur í hörkuslag


Sjón er sögu ríkari.

Áhættuleikkonan Zoë Bell, sem er líklega þekktust fyrir þátttöku sína í kvikmyndum leikstjórans Quentin Tarantino, stuðlar að því að berjast gegn leiðindum á tímum sóttkvía og samkomubanna. Nýverið kom Bell af stað gjörningnum Boss Bitch Fight Challenge sem slegið hefur í gegn á samfélagsmiðlum og víðar. Um er þarna að… Lesa meira

Topp 10 á Netflix: Never Have I Ever efst – RuPaul heldur sér


Unglingadrama, lygar, körfubolti, orrustur. Þetta venjulega.

Notkun Íslendinga á streymisveitunni Netflix heldur stöðugum dampi og virðist vera nóg af framboði efnis sem hentar hverjum og einum. Eins og flestir vita birtir veitan lista yfir tíu vinsælustu titla í hverju landi, en þar falla kvikmyndir, sjónvarpsþættir, heimildarmyndir og allt tilheyrandi undir sama hatt. Listinn uppfærist daglega en… Lesa meira