Fréttir

Leynilögga verður 2 Bad Cops í Japan


Leynilögga verður talsett á japönsku og heitir 2 Bad Cops.

Grínhasarinn Leynilögga, sem 39 þúsund manns hafa séð hér á landi frá því hún var frumsýnd í október sl. mun heita 2 Bad Cops í Japan. Myndin verður sýnd þar í landi á næstunnni, talsett á japönsku, samkvæmt fréttatilkynningu. Myndin verður einnig frumsýnd í Taiwan í næstu viku og í… Lesa meira

Draugagangur á toppnum


Draugabanarnir í Ghostbusters: Afterlife náðu að heilla flesta bíógesti um síðustu helgi,

Draugabanarnir í Ghostbusters: Afterlife náðu að heilla flesta íslenska bíógesti um síðustu helgi, en myndin settist á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni fyrstu viku á lista. Myndin fjallar um einstæða móður og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og kynnast dularfullu lífshlaupi… Lesa meira

Vill myrða Gucci


Ein ný kvikmynd kemur í bíóhús nú um helgina og hún er ekki af verri endanum. Um er að ræða hina sögulegu House of Gucci eftir engan annan en stórleikstjórann Ridley Scott.

Ein ný kvikmynd kemur í bíóhús nú um helgina og hún er ekki af verri endanum. Um er að ræða hina sannsögulegu House of Gucci eftir engan annan en stórleikstjórann Ridley Scott ( Gladiator, Alien, Blade Runner ). Myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum um síðustu helgi, Þakkargjörðarhelgina. Hún fór beint… Lesa meira

Vill hafa Sjúgðu mig Nínu óaðgengilega


Óskar Jónasson er einn af mikilvægustu leikstjórum íslensku vikmyndasögunnar.

Óskar Jónasson er einn af mikilvægustu leikstjórum íslensku kvikmyndasögunnar. Hann hefur leikstýrt kvikmyndum eins og Reykjavík Rotterdam (2008), Perlur og svín (1997) og Sódóma Reykjavík (1992). Sú síðastnefnda er án efa í uppáhaldi hjá flestum Íslendingum enda inniheldur hún ógleymanlegar persónur sem halda partýinu gangandi og segja eftirminnilega frasa eins… Lesa meira

Ósigrandi Leynilögga


Leynilögga er ósigrandi á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.

Leynilögga er ósigrandi á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en myndin er sú vinsælasta á Íslandi rétt eina ferðina, eftir að hafa gefið toppsætið eftir í stuttan tíma til Eternals fyrir tveimur helgum síðan. Alvöru byssa. Tekjur af sýningu Leynilöggu eru nú komnar í sjötíu milljónir króna og nærri 40 þúsund manns… Lesa meira

Þrjár óvenjulegar fjölskyldur


Þrjár spennandi kvikmyndir koma í bíó í vikunni.

Þrjár nýjar kvikmyndir koma í bíó nú í vikunni. Þær eru nokkuð ólíkar en ættu þó að vekja áhuga margra, enda er umfjöllunarefnið fjölbreytt með fjölskylduþema; bresk konungsfjölskylda, kólumbísk töfrafjölskylda og draugabanafjölskylda. Ofurkraftar flestra Encanto segir frá Madrigal fjölskyldunni, óvenjulegri fjölskyldu sem býr á töfrandi stað sem kallast Encanto í… Lesa meira

Síðasti séns að sjá Dune á stærsta tjaldi landsins


Farðu á instagram kvikmyndir.is og taktu þátt í bíómiðaleik!

Vísindaskáldsagan Dune, eftir Denis Villeneuve, er um það bil að hverfa af hvíta tjaldinu, en myndin var frumsýnd þann 17. september á Íslandi. Nú gefst fólki kjörið lokatækifæri til að sjá þessa geggjuðu mynd við bestu aðstæður á stærsta bíótjaldi landsins, sal 1 í Sam bíóunum í Egilshöll á morgun… Lesa meira

12 íslenskir leikarar í Encanto


Salka Sól Eyfeld talar fyrir Mirabel í Disneymyndinni Encanto.

Teiknimyndin Encanto, sem fjallar um óvenjulega fjölskyldu sem býr á töfrandi stað sem kallast Encanto í Kólumbíu þar sem hvert einasta barn sem fæðist fær að gjöf ofurkrafta - öll börn nema eitt, Mirabel, verður frumsýnd á morgun, miðvikudaginn 24. nóvember. Salka Sól talar fyrir Mirabel. Í myndinni fer einvalalið… Lesa meira

Banar í banastuði


Draugabanarnir komu sáu og sigruðu í Bandaríkjunum um helgina.

Ghostbusters Afterlife, eða Draugabanar Framhaldslíf, sem kemur í bíó á Íslandi á næsta föstudag, kom sá og sigraði í bíóhúsum í Bandaríkjunum um helgina. Tekjur af sýningum myndarinnar námu um 44 milljónum Bandaríkjadala, en myndin í öðru sæti, Eternals, sem hefur verið í sýningum í meira en tvær vikur, tók… Lesa meira

Nýtt Matrix plakat


Nýtt hörkuflott plakat er komið fyrir The Matrix Resurrections.

Nýtt plakat var að lenda fyrir The Matrix Resurrections, eða Fylkið: Upprisur, í lauslegri íslenskri snörun, sem kemur í bíó 22. desember nk. Söguþráður er enn á huldu en þangað til er hægt að ímynda sér atburði myndarinnar með því að skoða stikluna hér að neðan og plakatið.... Á plakatinu… Lesa meira

Leynilögga upp fyrir Eternals


Fyrrum toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans, Leynilögga, eftir Hannes Þór Halldórsson, gerði sér lítið fyrir og fór aftur á toppinn eftir einnar viku hlé um síðustu helgi.

Fyrrum toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans, Leynilögga, eftir Hannes Þór Halldórsson, gerði sér lítið fyrir og fór aftur á topp íslenska bíóaðsóknarlistans eftir einnar viku hlé um síðustu helgi. Hún skaut þar með Marvel ofurhetjunum í Eternals ref fyrir rass, en þær hrifsuðu toppsætið af Leynilöggu helgina á undan. Auddi grjótharður. Tekjur… Lesa meira

Draugabanar og tennispabbi


Bíómyndirnar sem koma í kvikmyndahús í þessari viku og næstu eru nokkuð ólíkar, svo ekki sé meira sagt.

Bíómyndirnar tvær sem koma í kvikmyndahús í þessari viku og þeirri næstu eru nokkuð ólíkar, svo ekki sé meira sagt. Önnur myndin er sannsöguleg, en hin er tja .... ekki sannsöguleg, enda fjallar hún um draugagang og draugar eru ekki til, eða hvað ? King Richard fjallar um bandarísku tennis… Lesa meira

Eilíflega á toppnum


Marvel ofurhetjumyndin Hin Eilífu, eða Eternals, rauk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Marvel ofurhetjumyndin Hin Eilífu, eða Eternals, rauk beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og skákaði þar með íslensku myndinni Leynilöggu sem átti toppsætið tvær helgar þar á undan. Leynilögga færðist niður í annað sætið, en tæplega þúsund fleiri sáu Eternals en Leynilöggu nú um helgina. Vígalegar ofurhetjur. Önnur… Lesa meira

Aldinn kúreki í sendiferð og þrjár sögur í frönsku dagblaði


Tvær áhugaverðar kvikmyndir koma í bíó í þessari viku eftir tvo fantagóða og margverðlaunaða gæðaleikstjóra.

Tvær áhugaverðar kvikmyndir koma í bíó í þessari viku eftir tvo fantagóða og margverðlaunaða gæðaleikstjóra. Annars vegar er það nýjasta mynd Clint Eastwood, þar sem hann fer sjálfur með aðalhlutverkið, eins og svo oft áður, og hinsvegar er það ný mynd eftir Wes Anderson, sem er í miklum metum hjá… Lesa meira

Góðmenni breytist í blóðþyrsta vampíru


Ný stikla fyrir Morbius, nýju myndina úr Marvel heimi Sony kvikmyndaversins er komin út.

Ný stikla fyrir Morbius, nýju myndina úr Marvel heimi Sony kvikmyndaversins, ofurhetjuheimi þar sem kvikmyndirnar eiga allar að tengjast Köngulóarmanninum með einhverjum hætti, er komin út. Blóðþyrstur. Aðrar myndir í þessum heimi eru til dæmis Venom: Let there be Carnage og væntanleg Spider-Man mynd, Spider-Man: No Way Home sem kemur… Lesa meira

Flogaveiki og minnisleysi í fyrstu stiklu úr Skjálfta


Fyrsta stiklan fyrir nýja íslenska kvikmynd, Skjálfti, sem gerð er eftir verðlaunabók rithöfundarins Auðar Jónsdóttur Stóra skjáfta, var frumsýnd nú í vikunni.

Fyrsta stiklan fyrir nýja íslenska kvikmynd, Skjálfti, sem gerð er eftir verðlaunabók rithöfundarins Auðar Jónsdóttur, Stóra skjálfta, var frumsýnd nú í vikunni. Anita Briem ( Journey to the Center of the Earth, Ráðherrann ofl. ) fer með burðarhlutverkið, en aðrir leikarar eru m.a. Jóhann Sigurðarson, Edda Björgvinsdóttir og Kristín Þóra… Lesa meira

Leynilöggan aftur vinsælust


Íslenski grínhasarinn Leynilögga heldur áfram að heilla bíógesti.

Leynilögga, mynd Hannesar Þórs Halldórssonar, með Auðunni Blöndal í hlutverki lögreglu í baráttu við harðsvíraða glæpamenn, og sjálfan sig á sama tíma, heldur áfram sigurgöngu sinni í miðasölunni og nú hafa rétt tæplega 25,000 gestir séð myndina í kvikmyndahúsum hér á landi á aðeins 13 dögum. Tekjur af sýningum nema… Lesa meira

Eilíf Birta


Tvær nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó í þessari viku, önnur þeirra íslensk en hin bandarísk. 

Tvær nýjar og spennandi kvikmyndir koma í bíó í þessari viku, önnur þeirra íslensk en hin bandarísk.  Það eru jafnan mikil og góð tíðindi þegar ný íslensk kvikmynd er frumsýnd, í þetta skiptið er það Birta, ný mynd leikstjóra Vítis í Vestmannaeyjum og fleiri frábærra fjölskyldumynda, Braga Þórs Hinrikssonar.  Handrit… Lesa meira

Nútíma ástarbréf Edgar Wright


A Quiet Place og The Office leikarinn John Krasinski hrósar nýjustu kvikmynd vinar síns Edgar Wright á Twitter

A Quiet Place og The Office leikarinn John Krasinski hrósar Last Night in Soho, nýjustu kvikmynd vinar síns Edgar Wright á Twitter og segir hana m.a. "nútíma ástarbréf. Myndin hefur verið að fá góðar viðtökur ef marka má þær Twitter færslur sem framleiðendur myndarinnar setja inn á forritið. Margir tala… Lesa meira

40 milljóna bíótekjur um helgina


Leynilögga, Venom: Let There Be Carnage og No Time to Die voru tekjuhæstar í bíó um helgina.

Tæplega fjörutíu milljónir voru greiddar í aðgangseyri í bíóhúsum landsins um helgina samkvæmt aðsóknarlista FRISK sem birtur var í gær og 23.600 manns mættu í bíó. Það eru 6,4% þjóðarinnar. Til samanburðar var greiddur aðgangseyrir helgina þar áður um 29 milljónir króna. Tekjurnar jukust því um 38% milli vikna. Auddi… Lesa meira

Tvær nýjar í bíó fara aftur í tímann


Tvær hörkuspennandi myndir koma í bíó nú í vikunni,

Tvær hörkuspennandi og áhugaverðar myndir koma nýjar í bíó nú í vikunni, en svo skemmtilega vill til að titlar myndanna tveggja eru keimlíkir. Í þeim er vísað til einhvers sem er að fara að gerast í síðasta skipti eða einhvers sem áður hefur gerst. Farið er aftur í tímann í… Lesa meira

Tekjuhæsta mynd allra tíma


Nýja íslenska grínhasarmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar á frumsýningarhelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum, en myndin var frumsýnd í síðustu viku. Kvikmyndin slær þar með fimmtán ára gamalt frumsýningarmet Mýrinnar, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, en hún var frumsýnd árið 2006 og…

Nýja íslenska grínhasarmyndin Leynilögga, í leikstjórn Hannesar Þórs Halldórssonar, er tekjuhæsta íslenska kvikmynd sögunnar á frumsýningarhelgi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framleiðendum, en myndin var frumsýnd í síðustu viku. Auddi mundar byssuna. Kvikmyndin slær þar með fimmtán ára gamalt frumsýningarmet Mýrinnar, sem Baltasar Kormákur leikstýrði, en hún var frumsýnd… Lesa meira

WALL-E vinsælasta vélmennið


Dregið hefur verið í bíómiðaleik kvikmyndir.is og hafa vinningshafar fengið miða sína senda í tölvupósti.

Dregið hefur verið í bíómiðaleik kvikmyndir.is og hafa vinningshafar fengið miða sína senda í tölvupósti. Við þökkum fyrir góða þátttöku og hvetjum alla til að fylgjast með í framtíðinni. Við verðum reglulega með bíómiðaleiki í vetur, hvort sem er í fréttabréfinu, eins og núna í vikunni, eða á samfélagsmiðlum okkar.… Lesa meira

Ekki alltaf dans á rósum


Tom Hardy er án efa einn af þekktustu leikurum okkar tíma. Hann hefur leikið í mörgum af frægustu kvikmyndum 21. aldarinnar og er þekktur fyrir fjölbreytta frammistöðu. Leiðin að þessum gríðarlega farsæla ferli var þó langt frá því að vera dans á rósum. Hardy varð ungur háður áfengi og öðrum…

Tom Hardy er án efa einn af þekktustu leikurum okkar tíma. Hann hefur leikið í mörgum af frægustu kvikmyndum 21. aldarinnar og er þekktur fyrir fjölbreytta frammistöðu. Leiðin að þessum gríðarlega farsæla ferli var þó langt frá því að vera dans á rósum. Hardy varð ungur háður áfengi og öðrum… Lesa meira

34 íslenskir leikarar í Ron er í rugli


Í myndinni fer einvalalið íslenskra leikara með hlutverk.

Teiknimyndin Ron er í rugli, sem fjallar um Barney, sem fær bilað vélmenni í afmælisgjöf, á sama tíma og allir skólafélagarnir fá vélmenni sem er ekki bilað, verður frumsýnd á föstudaginn næsta. Í myndinni fer einvalalið íslenskra leikara með hlutverk, og ber þar hæst Daða Víðisson sem fer með hlutverk… Lesa meira

Fimm nýjar á topp 16


Vinsælasta kvikmynd landsins er James Bond kvikmyndin nýja No Time to Die.

Fimm nýjar myndir eru á splunkunýjum topp 16 lista yfir vinsælustu kvikmyndir í bíó á Íslandi. Sú vinsælasta af þessum fimm nýju er Addams fjölskyldan 2, en hún er jafnframt í öðru sæti aðsóknarlistans. Halloween Kills, vinsælasta myndin í Bandaríkjunum í dag, er önnur vinsælasta myndin af þessum fimm nýju,… Lesa meira

Risastór bíóvika framundan


Það er óhætt að segja að það sé risastór bíóvika framundan í íslenskum kvikmyndahúsum.

Það er óhætt að segja að það sé risastór bíóvika framundan í íslenskum kvikmyndahúsum. Fyrst ber að geta frumsýningar á nýrri íslenskri grínhasarmynd, Leynilöggu, núna á miðvikudaginn. Það eru örugglega fjölmargir sem bíða spenntir eftir að sjá þessa fyrstu bíómynd fyrrum landsliðsmarkvarðarins Hannesar Þórs Halldórssonar í fullri lengd, sem hefur… Lesa meira

260 milljóna króna tekjur Dýrsins


Tekjur Dýrsins um helgina nema rúmum sjötíu milljónum króna.

Íslenska kvikmyndin Lamb, eða Dýrið,  er í níunda sæti bandaríska aðsóknarlistans eftir sýningar helgarinnar, en myndin var frumsýnd í Bandaríkjunum á sex hundruð bíótjöldum um síðustu helgi sem er meiri útbreiðsla en nokkur önnur íslensk mynd hefur fengið í landinu. Uppi í sveit. Tekjur Dýrsins um helgina nema rúmum sjötíu… Lesa meira

James Bond langvinsælastur


Tekjur af No Time to Die um síðustu helgi námu rúmlega tuttugu og fjórum milljónum króna.

Nýja James Bond kvikmyndin No Time to Die er vinsælasta kvikmyndin á landinu samkvæmt nýjasta aðsóknarlista FRISK. Tæplega fimmtán þúsund miðar seldust um síðustu helgi en myndin heldur sigurgöngu sinni áfram nú helgina. Hún bar höfuð og herðar yfir myndina í öðru sæti, vísindaskáldsöguna Dune, en um þrettán hundruð manns… Lesa meira

Myers, Addams og Wolka


Þrjár nýjar í bíó í hrekkjavökumánuði.

Október er hrekkjavökumánuður en Halloween er 31. október næstkomandi. Það kemur því ekki á óvart að tvær af þremur nýjum myndum í bíó þessa vikuna eru til þess gerðar að senda kaldan hroll niður bakið á okkur, bæði í gamni og alvöru. Önnur er hreinræktaður spennutryllir og hrollvekja, Halloween Kills,… Lesa meira