Fréttir

Furiosa fór á toppinn


Nýja Mad Max kvikmyndin, Furiosa: A Mad Max Saga fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Nýja Mad Max kvikmyndin, Furiosa: A Mad Max Saga fór rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og ruddi þar með IF niður í annað sætið. Í þriðja sæti er svo önnur fyrrum toppmynd listans, The Kingdom of the Planet of the Apes. Sjáðu íslenska bíóaðsóknarlistann í heild sinni… Lesa meira

Vill snúa aftur heim, hvað sem það kostar


Furiosa: A Mad Max Story, sem komin er í bíó á Íslandi, er í mjög stuttu máli um konu sem er tekin ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar.

Furiosa: A Mad Max Saga, sem komin er í bíó á Íslandi, er í mjög stuttu máli um konu sem tekin er ung af heimili sínu og heitir því að snúa aftur heim, hvað sem það kostar. Þetta kemur fram í máli leikstjórans George Miller en hér fyrir neðan má… Lesa meira

Ímyndaðir vinir á toppnum


Toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans í síðustu viku The Kingdom of the Planet of the Apes var ekki langlíf í efsta sætinu því gaman-ævintýramyndin IF hefur nú hirt af henni toppsætið.

Toppmynd íslenska bíóaðsóknarlistans í síðustu viku The Kingdom of the Planet of the Apes var ekki langlíf í efsta sætinu því gaman-ævintýramyndin IF hefur nú, á sinni fyrstu viku á lista, hirt af henni toppsætið eftir sýningar síðustu helgar. Aparnir þurfa því að gera sér annað sætið að góðu en… Lesa meira

Grettir gerir bara það sem honum sýnist


Á meðan leikarinn og grínistinn Vilhelm Netó talar fyrir Gretti í íslenskri talsetningu teiknimyndarinnar The Garfield Movie þá er það bandaríski leikarinn Chris Pratt sem er rödd kattarins í frumútgáfu myndarinnar.

Á meðan leikarinn og grínistinn Vilhelm Netó talar fyrir Gretti í íslenskri talsetningu teiknimyndarinnar The Garfield Movie, sem kemur í bíó hér á Íslandi 29. maí nk., þá er það bandaríski leikarinn Chris Pratt sem er rödd kattarins í frumútgáfu myndarinnar en teiknimyndin segir frá uppruna hins lasagna-unnandi kattar og… Lesa meira

Reynolds átti sér ímyndaðan vin sem barn


Leikstjórinn og fyrrum Office stjarnan John Krasinski hefur safnað heimsfrægum leikurum saman í nýjustu kvikmynd sína IF, eða Imaginary Friend.

Leikstjórinn og fyrrum Office stjarnan John Krasinski hefur safnað heimsfrægum leikurum saman í nýjustu kvikmynd sína IF, eða Imaginary Friend, sem komin er í bíó hér á Íslandi. Þar má fremsta nefna Ryan Reynolds og Steve Carrell. Reynolds leikur burðarhlutverk í myndinni en kvikmyndin fjallar um unga stúlku sem lendir… Lesa meira

Apar taka sér stöðu á toppinum


Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Aparnir í kvikmyndinni Kingdom of the Planet of the Apes, sem gerist 300 árum eftir atburði síðustu myndar í flokknum, fóru rakleiðis á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi þegar rúmlega tvö þúsund manns lögðu leið sína í bíó að sjá hana. Tekjur voru 4,2 milljónir. Í öðru sæti er… Lesa meira

Elskar Lasagna eins og Grettir


Kvikmyndir.is ræddi við Vilhelm Neto sem leikur Gretti í nýrri mynd sem kemur í bíó 29. þessa mánaðar!

Þann 29. maí næstkomandi verður ný teiknimynd um köttinn Gretti, eða Garfield eins og hann heitir á frummálinu, frumsýnd á Íslandi. Myndin heitir The Garfield Movie.Með hlutverk Grettis í bandarísku útgáfunni fer leikarinn Chris Pratt en í íslensku talsetningunni er það enginn annar en leikarinn og grínistinn Vilhelm Neto sem… Lesa meira

Margir bjuggust við mynd um son Caesars


Þegar tilkynnt var um gerð kvikmyndarinnar Kingdom of the Planet of the Apes bjuggust flestir við að þar yrði sögð saga sonar apaforingjans Caesars.

Þegar tilkynnt var um gerð kvikmyndarinnar Kingdom of the Planet of the Apes, nýjustu myndarinnar í hinni vinsælu Apaplánetuseríu, sem kemur í bíó í dag hér á Íslandi, þá bjuggust flestir við að þar yrði sögð saga sonar apaforingjans Caesars, Corneliusar. Það hefði verið eðlilegt framhald að margra mati þar… Lesa meira

The Fall Guy flaug á toppinn


Gamanmyndin The Fall Guy, með Ryan Gosling og Emily Blunt í aðalhlutverkum, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Gamanmyndin The Fall Guy, með Ryan Gosling og Emily Blunt í aðalhlutverkum, flaug beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi. 2.400 manns sáu myndina og tekjur voru 4,6 milljónir króna. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, Challengers, sem hefur verið að fá fína dóma, rétt eins og Fall… Lesa meira

Svalasti náunginn á Jörðinni


The Fall Guy er byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum frá níunda áratug síðustu aldar.

Það er ekki víst að allir Íslendingar þekki hasarþættina The Fall Guy sem voru í sjónvarpi í Bandaríkjunum á níunda áratug síðustu aldar en eins og Total Film greinir frá þá er auðvelt að sjá efnivið í endurgerð þegar rýnt er í söguþráð þáttanna. Þar leikur Lee Majors (The Six… Lesa meira

Tennisinn tyllti sér á toppinn


Tennismyndin Challengers gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Tennismyndin Challengers gerði sér lítið fyrir og tyllti sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi en rúmlega sexhundruð manns sáu myndina . Í öðru sæti, upp um eitt sæti frá síðustu viku, er svo Kung Fu Panda 4 en teiknimyndin hefur verið í átta vikur á listanum! Borgarastríðið í… Lesa meira

Ástir á tennisvellinum


Í Challengers, sem komin er í bíó hér á Íslandi, keppa tveir bestu vinir og tennisleikarar, Patrick og Art, um ástir ofur-tennisstjörnunnar Tashi Duncan.

Í nýrri kvikmynd Call Me By Your Name leikstjórans Luca Gaudagnino, Challengers, sem komin er í bíó hér á Íslandi, keppa tveir bestu vinir og tennisleikarar, Patrick og Art, um ástir ofur-tennisstjörnunnar Tashi Duncan. Fyrst er þetta saklaust daður en alvaran eykst eftir að ferill Tashi endar skyndilega vegna meiðsla.… Lesa meira

Þegar fólki er ýtt út á brúnina


Ana Taylor-Joy og Chris Hemsworth sem leika aðalhlutverkin í Furiosa: A Mad Max Story segja það hafa verið algjör draumur að vera í Mad Max heiminum.

Aðalleikarar Furiosa: A Mad Max Saga sem kemur í bíó 22. maí nk., Anya Taylor-Joy og Chris Hemsworth, svöruðu nýlega nokkrum spurningum um myndina og framleiðsluferlið, en efnið kemur frá kynningarteymi kvikmyndarinnar. Spurning: Hvað kom upp í hugann fyrst þegar þú last handritið. ANYA TAYLOR-JOY: „Ég hef alltaf trúað því… Lesa meira

Ofdekraður kisi vinsælastur


Kötturinn Beggi sló í gegn í bíó um síðustu helgi en kvikmyndin um hann, 10 líf, fór rakleitt ný á lista beint á topp íslenska aðsóknarlistans.

Kötturinn Beggi sló í gegn í bíó um síðustu helgi en kvikmyndin um hann, 10 líf, fór rakleitt ný á lista beint á topp íslenska aðsóknarlistans. Rúmlega þúsund manns börðu myndina augum um helgina. Í öðru sæti er toppmynd síðustu viku, dystópían Civil War sem gerist í miðju borgarastríði í… Lesa meira

Vilja lausnargjald fyrir vampíruna


Í gegnum tíðina hafa vampírukvikmyndir gert margan ungan leikarann að stjörnu, allt frá Kirsten Dunst til Kirsten Stewart.

Í gegnum tíðina hafa vampírukvikmyndir gert margan ungan leikarann að stjörnu, allt frá Kirsten Dunst til Kirsten Stewart. Og bráðum getum við líklega sagt það sama um hina 13 ára gömlu Alisha Weir en hún er aðalleikkona hrollvekjunnar Abigail sem komin er í bíó hér á Íslandi. Í myndinni leikur… Lesa meira

Sagan lét Keaton ekki í friði


Knox Goes Away er önnur kvikmyndin sem Michael Keaton leikstýrir en hin er The Merry Gentleman frá árinu 2008.

Knox Goes Away, sem komin er í bíó á Íslandi, er önnur kvikmyndin sem Michael Keaton leikstýrir. Hin er The Merry Gentleman frá árinu 2008. Og eins og í þeirri kvikmynd þá er Knox Goes Away íhugul persónuskoðun með hamlandi en tjáningaríkum sjónrænum stíl, eins og segir á vefsíðunni IndieWire.… Lesa meira

Vildi gera blaðamennina að hetjum


Stríðsfréttaritarar eru í forgrunni í hinni mjög svo sláandi Civil War.

Dystópían Civil War er dýrasta kvikmynd sjálfstæða framleiðslufyrirtækisins A24 til þessa með 50 milljóna Bandaríkjadala kostnaðaráætlun. Myndin er eftir hinn Óskarstilnefnda Alex Garland og sýnir okkur Bandaríkin í borgarastríði, sem er ákveðin áminning um hvað gæti gerst í landinu ef allt færi á versta veg. Garland hefur lýst því yfir… Lesa meira

Pínu óþægilegt á OnlyFans


„Ég leik Kríu. Hún er dálítið svona persónuleiki sem er á Only Fans en finnst það pínu óþægilegt. Henni finnst svolítið erfitt að tilheyra þessari ákveðnu stétt vinnandi fólks,“ segir Edda Lovísa Björgvinsdóttir í samtali við Kvikmyndir.is.

„Ég leik Kríu. Hún er dálítið svona persónuleiki sem er á Only Fans en finnst það pínu óþægilegt. Henni finnst svolítið erfitt að tilheyra þessari ákveðnu stétt vinnandi fólks,“ segir Edda Lovísa Björgvinsdóttir í samtali við Kvikmyndir.is. Hún fer með eitt aðalhlutverkanna í nýrri íslenskri kvikmynd, Einskonar ást, sem frumsýnd… Lesa meira

Borgarastríðið braut sér leið á toppinn


Dystópían Civil War eftir Alex Garland (Ex Machina, Annihilation, 28 Days Later) fór ný beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi.

Dystópían Civil War eftir Alex Garland (Ex Machina, Annihilation, 28 Days Later) fór ný beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans um síðustu helgi og sló þar með við Godzilla x Kong - The New Empire sem hrapaði niður í fjórða sæti listans eftir tvær vikur á toppinum. Kvikmyndir.is fór að sjá… Lesa meira

Mesta áskorunin að finna réttu Amy


Marisa Abela fer með hlutverk Amy Winehouse í kvikmyndinni Back to Black.

Marisa Abela fer með hlutverk Amy Winehouse í kvikmyndinni Back to Black sem kemur í bíó á Íslandi á morgun, föstudaginn 12. apríl. Í samtali Morgunblaðsins við aðstandendur myndarinnar kemur fram að mesta áskorunin við gerð kvikmyndarinnar hafi verið að finna leikkonu sem myndi smellpassa í hlutverkið en ljóst hafi… Lesa meira

Djöfulleg aðsókn – 666 gestir mættu


Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen.

Eins og flestum er kunnugt er talan 666 best þekkt sem númer djöfulsins (e. The Number of the Beast). Þau merku, eða öllu heldur myrku tíðindi urðu nú um helgina að nákvæmlega 666 gestir mættu á hrollvekjuna The First Omen sem þýddi að myndin er sú fimmta vinsælasta í bíó… Lesa meira

Uppgötvar komu andkrists


Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri.

Leikstjóri hrollvekjunnar The First Omen, sem komin er í bíó á Íslandi, Arkasha Stevenson, segist hafa verið aðdáandi The Omen myndaflokksins frá unga aldri. Það var því talsverð áskorun fyrir hana að fá það verkefni að gera forsögu upprunalegu myndarinnar frá árinu 1976 og mögulega að fá að breyta sjónarhorninu.… Lesa meira

Spennumyndafíkill frá unga aldri


Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda spennumyndarinnar Monkey Man, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri.

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horfði á Bruce Lee í gegnum stigahandriðið í Enter the Dragon – það breytti lífi mínu,“ segir Patel í samtali… Lesa meira

Risaskrímsli tóku áhorfendur með trompi


Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi.

Risaskrímslin Godzilla og King Kong tóku íslenska bíógesti með trompi um síðustu helgi en kvikmyndin um þessa ólíklegu "vini" sigldi beint á topp íslenska bíóaðsóknarlistans. Myndin ruddi þar með úr vegi teiknimyndinni Kung Fu Panda 4 sem setið hafði á toppinum í þrjár vikur í röð. Áfram í þriðja sæti… Lesa meira

Eins manns her – Villimannslegur stórsigur


Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um Monkey Man lýsir myndinni sem Villimannslegum stórsigri.

Fyrirsögn fjögurra stjörnu dóms netmiðilsins Games Radar um fyrstu kvikmynd Slumdog Millionaire leikarans Dev Patel sem leikstjóra, hasarmyndina Monkey Man, sem kölluð hefur verið John Wick í Mumbai, lýsir myndinni sem Villimannslegum stórsigri (e. Savage Triumph). Myndin sé krefjandi, æsandi og kreysti úr manni alla orku. Gagnrýnandinn tekur ofan fyrir… Lesa meira

Líkir skrímslum við löggurnar í Lethal Weapon


Godzilla og King Kong snúa bökum saman í nýjustu kvikmyndinni!

Þegar ofurskrímslið Godzilla og risa-apinn King Kong voru síðast á hvíta tjaldinu fengum við að upplifa epískan bardaga þeirra tveggja, í kvikmynd leikstjórans Adam Wingard, Godzilla Vs. Kong. En núna hefur orðið breyting á, því í þetta skiptið, í kvikmyndinni Godzilla x Kong: The New Empire, hafa dýrin snúið bökum… Lesa meira

Aðstoða fólk við að losna við áreiti


Í tilefni af því að draugabanamyndin Ghostbusters: Frozen Empire er komin í bíó leitaði Kvikmyndir.is til Sálarrannsóknarfélags Íslands til að kanna sannleiksgildi myndarinnar.

Í tilefni af því að draugabanamyndin Ghostbusters: Frozen Empire er komin í bíó leitaði Kvikmyndir.is til Sálarrannsóknarfélags Íslands til að kanna sannleiksgildi myndarinnar. Eins og flestir ættu að vita ganga Ghostbusters kvikmyndirnar, sem eru fimm að tölu, út á baráttu svokallaðra Draugabana við vofur og aðrar forynjur sem leika lausum… Lesa meira

Þriðja vika Po á toppinum – Draugabanar efstir í Bandaríkjunum


Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans.

Þriðju vikuna í röð er kínverski pandabjörninn Po í fyrsta sæti íslenska bíóaðsóknarlistans. 2.800 manns komu í bíó að sjá myndina um helgina og tekjur voru 4,5 milljónir króna. Í öðru sæti var vísindaskáldsagan Dune: Part Two með 2.100 gesti og 4,3 milljónir í tekjur en Ghostbusters: Frozen Empire fór… Lesa meira

Hafa íbúar New York öllu gleymt?


Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni.

Kvikmyndinni Ghostbusters: Frozen Empire, sem kemur í bíó núna á föstudaginn, gefst gullið tækifæri til að útskýra ýmsa undarlega hluti sem áttu sér stað í fyrri kvikmyndum í seríunni. Frá þessu er sagt á Screenrant.com Í greininni segir að margt sé sérstakt við Ghostbusters seríuna, þrátt fyrir goðsagnakenndan stall hennar… Lesa meira

Kung Fu Panda 4 aftur vinsælust í bíó


Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð.

Po, aðalhetjan í Kung Fu Panda fjögur, sýndi styrk sinn á íslenska bíóaðsóknarlistanum aðra vikuna í röð, en myndin er enn vinsælasta kvikmynd landsins og var með 5.800 áhorfendur um síðustu helgi. Í öðru sæti er Dune með 3.200 gesti á sama tímabili. Í þriðja sæti er svo hin sannsögulega… Lesa meira