Taibhse, sem sýnd verður á PIFF, er fyrsta hryllingsmyndin sem gerð hefur verið algjörlega á írsku.
Von er rúmlega 30 gestum á alþjóðlegu kvikmyndahátíðina PIFF (Pigeon InternationalFilm Festival) sem hefst á Ísafirði á fimmtudag. Koma þeir frá flestum heimshornum svo sem Póllandi, Íran, Íslandi og Írlandi. Einn þeirra er John Farrelly, leikstjóri og handritshöfundur hryllingsmyndarinnar An Taibhse sem sýnd er í Ísafjarðarbíói kl. 20 á fimmtudagskvöld.… Lesa meira
Fréttir
Jókerinn á toppnum
Íslendingar hafa sýnt Joker: Folie a Deux talsverðan áhuga og fóru alls 4,532 manns á myndina og tókst Phoenix og félögum að velta Ljósvíkingum úr toppsætinu.
Nýjasta kvikmyndin um Arthur Fleck, Joker: Folie a Deux, skaust rakleiðis í toppsætið á aðsóknarlista íslenskra kvikmyndahúsa nú um helgina. Myndin hefur hlotið gríðarlegt umtal víða um heim og skartar þeim Joaquin Phoenix líkt og í fyrri myndinni ásamt Lady Gaga og fleirum. Fleck glímir áfram við tvöfalda sjálfsmynd sína… Lesa meira
Áttu sígarettu? er það fyrsta sem hann segir
Todd Phillips leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux segir að kvikmyndir séu spegill samfélagsins.
Todd Phillips leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux, sem kemur í bíó núna á fimmtudaginn, segir spurður að því afhverju áhorfendur hafi tengt svona sterkt við Arthur Fleck í fyrri myndinni og hvernig vinna við þessa mynd hófst eftir velgengni hinnar, að kvikmyndir séu spegill fyrir samfélagið. “Ég… Lesa meira
Ljósvíkingar í góðum gír á toppnum eftir fjórðu helgi
Íslenskt hefur verið ríkjandi í bíóhúsum borgarinnar þessa dagana.
Íslenskt hefur verið ríkjandi í bíóhúsum borgarinnar að undanförnu. 2.897 gestir sáu Ljósvíkinga í kvikmyndahúsum í vikunni, en alls hafa 10.046 séð hana eftir fjórðu helgi. Enn trónir þessi kvikmynd Snævars Sölva Sölvasonar og félaga í toppsætinu og er óhætt að segja að myndin hafi verið að spyrjast vel út.… Lesa meira
Byrjuðu snemma að vinna með Hildi
Todd Phillips segir það aldrei hafa verið spurningu að fá Hildi Guðnadóttur til að semja tónlistina í Joker: Folie à Deux.
Todd Phillips, leikstjóri, handritshöfundur og framleiðandi Joker: Folie à Deux sem kemur í bíó á fimmtudaginn 3. október nk. segir það aldrei hafa verið spurningu að fá kvikmyndatónskáldið Hildi Guðnadóttur, sem fékk Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í fyrri myndinni, aftur til að semja tónlistina í nýju myndina. “Það var aldrei spurning.… Lesa meira
Topp 10 Möst að mati Ólafar Birnu
Ólöf Birna Torfadóttir kvikmyndagerðarkona leiðir okkur í gegnum tíu kvikmyndir sem henni þykir vænt um.
Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur svörtu gamanmyndarinnar Topp 10 Möst - sem væntanleg er í bíó þann 11. október - deilir hér með lesendum lista yfir sínar topp tíu uppáhalds kvikmyndir og hvers vegna. Sjá einnig: Með spennu og kómík að leiðarljósi Topp 10 Möst segir annars vegar frá… Lesa meira
Skaust í toppsætið í þriðju viku
Þegar á heildina er litið voru 2,545 gestir sem sáu Ljósvíkinga í vikunni, en alls hafa 7,149 séð hana eftir þriðju helgi.
Árangur Ljósvíkings, nýjustu kvikmyndar Snævars Sölva Sölvasonar, var glæsilegur um helgina en myndin rauk upp í efsta sæti bíóaðsóknarlistans á sinni þriðju viku í sýningum. Myndinni tókst að velta Beetlejuice Beetlejuice úr toppsætinu og sló einnig út Transformers One, sem frumsýnd var um helgina og lenti í þriðja sæti. Þrjár… Lesa meira
Úrvalið aldrei meira af íslenskum myndum í fullri lengd
Þetta er það íslenska sem þú vilt sjá á RIFF í ár.
Íslensk kvikmyndagerð er í hávegum höfð á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Reykjavík (e. RIFF) sem hefst í Háskólabíói á fimmtudag í næstu viku, þann 26. september og stendur yfir til 6. október. Í fréttatilkynningu RIFF segir að úrvalið af leiknu efni og heimildarmyndum, eftir Íslendinga eða um Ísland, hafi raunar aldrei… Lesa meira
Þetta eru leikraddirnar og persónurnar í Transformers One
Tilefni til að kynnast betur persónum myndarinnar og fólkinu sem ljáir þeim raddir sínar - á íslensku og ensku.
Ævintýramyndin Transformers One verður frumsýnd nú á föstudaginn. Af því tilefni birtum við hér lýsingar á helstu persónum myndarinnar, en það mun pottþétt gera bíóupplifunina betri að kynnast persónunum áður en þær birtast á hvíta tjaldinu. Einnig má sjá hér að neðan yfirlit yfir helstu leikraddir myndarinnar í íslensku og… Lesa meira
Beetlejuice enn í stuði á toppnum
Áhorfendur víða um heim eru óhræddir við að hrópa 'Beetlejuice' þrisvar sinnum.
Fríkaða framhaldsmyndin úr smiðju leikstjórans Tim Burton, Beetlejuice Beetlejuice, heldur áfram að mala gull í aðsókn víða, en myndin hefur farið létt með að halda toppsætinu vestanhafs jafnt og á Íslandi. Alls hafa núna tæplega sjö þúsund manns séð myndina í kvikmyndahúsum á Íslandi. Ljósvíkingar halda enn ágætisdampi í öðru… Lesa meira
James Earl Jones er látinn
Stórleikarinn fannst látinn á heimili sínu í New York. Hann var 93 ára.
Bandaríski leikarinn James Earl Jones, maðurinn sem hefur ljáð Svarthöfða rödd sína (ásamt Mufasa úr Konungi ljónanna) í áraraðir, er látinn, 93 ára að aldri. Jones átti að baki stórglæsilegan feril í kvikmyndum og á Broadway er á meðal EGOT sigurvegara svonefndu, sum sé þeirra sem hafa hlotið Emmy-, Grammy-,… Lesa meira
Topp 10 Möst: Með spennu og kómík að leiðarljósi
„Við erum svolítið forrituð þannig að geta hlegið að fáránlegum hlutum af því þeir eru svo sannir"
Nýjasta kvikmyndin frá Ólöfu Birnu Torfadóttur, Topp 10 Möst, er væntanleg í bíó þann 11. október en myndin segir frá listakonu sem ákveður að gera topp 10 lista yfir hluti sem hún vill gera áður en hún deyr. Með helstu hlutverk fara Helga Braga Jónsdóttir og Tanja Björk Ómarsdóttir. Ólöf… Lesa meira
‘Beetlejuice Beetlejuice’ hrópað um allan heim
Beetlejuice skaust rakleiðis á toppinn hérlendis og víða.
Svarta kómedían Beetlejuice Beetlejuice fór töluvert fram úr væntingum í aðsókn víða um heim og þá ekki síst vestanhafs. Þar halaði framhaldsmyndin inn um 110 milljónum bandaríkjadollara og er þar með þriðja stærstu opnun ársins (á eftir Deadpool & Wolverine og Inside Out 2) og stærsta helgaropnun kvikmyndar úr smiðju… Lesa meira
Topp tíu matarmyndir
Ljósvíkingar er líklega fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um matar- og veitingahúsamenningu.
Ljósvíkingar er líklega fyrsta íslenska leikna kvikmyndin sem fjallar um matar- og veitingahúsamenningu. Af því tilefni tókum við saman topplista yfir helstu kvikmyndir um matargerð: 1. Ratatouille (2007) Af hverju er hún góð: Fallega teiknuð og hlýleg saga gerir myndina að einni bestu matarmynd sem gerð hefur verið. [movie id=3505]… Lesa meira
Topp 10 Michael Keaton myndir
Bandaríski leikarinn Michael Keaton, sem leikur titilhlutverkið í Beetlejuice Beetlejuice, sem kemur í bíó á morgun, hefur átt frábæran feril í kvikmyndum sem spannar nokkra áratugi.
Bandaríski leikarinn Michael Keaton, sem leikur titilhlutverkið í Beetlejuice Beetlejuice, sem kemur í bíó á morgun, hefur átt frábæran feril í kvikmyndum sem spannar nokkra áratugi, en hann hefur bæði á valdi sínu dramahlutverk og gamanhlutverk. Hér eru tíu myndir sem vert er að gefa gaum: 1. Birdman or (The… Lesa meira
Fjölmennt á frumsýningu Ljósvíkinga
Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar var frumsýnd í Smárabíói við mikil fagnaðarlæti.
Íslenska kvikmyndin Ljósvíkingar var frumsýnd í Smárabíói við mikil fagnaðarlæti og meira að segja lét forseti okkar Halla Tómasdóttir sig ekki vanta á viðburðinum. Öruggt má segja að margt hafi verið um manninn og flotta gesti enda var pakkað í sölum bíósins þetta kvöld.* Kvikmyndin er úr smiðju Snævars Sölva Sölvasonar… Lesa meira
Lætur fólki líða betur með sjálft sig og lífið
Ljósvíkingar er svona "feel-good" kvikmynd í ætt við Sideways og Little Miss Sunshine, segir leikstjórinn Snævar Sölvi Sölvason.
„Við kláruðum myndina í byrjun ágúst. Nú bíður maður bara spenntur eftir viðbrögðum áhorfenda í bíó,“ segir Snævar Sölvi Sölvason leikstjóri kvikmyndarinnar Ljósvíkinga í samtali við Kvikmyndir.is en myndin verður frumsýnd næstkomandi föstudag. Hann lýsir myndinni sem “feel-good” kvikmynd. “Nokkrar af mínum uppáhaldsmyndum eru eftir leikstjórann Alexander Payne, myndir eins… Lesa meira
Eftirleikir: Ógnartryllir með meiru – Sjáðu plakat og sýnishorn
„Þetta fellur allt heim og saman í kosmískum skilningi,“ segir Ólafur Árheim.
Sýnishorn og veggspjald fyrir íslenska ógnartryllinn Eftirleikir er lent en myndin fjallar um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða. Með helstu… Lesa meira
Ljósbrot veltir Alien úr toppsætinu
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar fær sterka aðsókn.
Ljósbrot Rúnars Rúnarssonar rauk beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlista kvikmyndahúsa um helgina og hafa nú rúmlega 2.500 manns séð myndina. Spennumyndin Alien: Romulus er komin niður um eitt sæti og trónir núna með trompi í öðru sæti aðsóknarlistans. Ljósbrot var í vor opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur… Lesa meira
Vinsældir Beetlejuice 1 komu Burton á óvart
Um fyrstu myndina segist Burton aldrei hafa skilið afhverju hún sló í gegn.
Það eru ekki margar kvikmyndir sem drepa aðalpersónurnar á fyrstu átta mínútunum. En það er einmitt það sem leikstjórinn Tim Burton gerði í fyrstu Beetlejuice kvikmyndinni þegar hann lætur Adam og Barbara Maitland, sem leikin eru af Alec Baldwin og Geena Davis, fljúga útaf brú og ofaní á í svefnbænum… Lesa meira
Svörtu sandar II: Það sem er ekki sagt gerðist ekki
Fyrsta sýnishornið úr annarri seríu af Svörtu söndum er komið í lofti ásamt veggspjaldi en þættirnir hefja göngu sína þann 6. október næstkomandi.
Fyrsta sýnishornið úr annarri seríu af sjónvarpsþáttunum Svörtu söndum er komið í loftið ásamt veggspjaldi en þættirnir hefja göngu sína þann 6. október næstkomandi. Um er að ræða beint framhald af fyrri seríu, en þráðurinn er tekinn upp fimmtán mánuðum eftir atburðina undir lok síðustu þáttaraðar. Í fyrstu seríu var… Lesa meira
Geimskrímsli á toppinn í annarri tilraun
Geimtryllirinn Alien: Romulus gerði sér lítið fyrir og laumaði sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni annarri viku í sýningum
Geimtryllirinn Alien: Romulus gerði sér lítið fyrir og laumaði sér á topp íslenska bíóaðsóknarlistans á sinni annarri viku í sýningum, en myndin var í öðru sæti listans í síðustu viku. It Ends With Us þarf því að sætta sig við annað sætið á vinsældarlistanum, eftir að hafa vermt það efsta… Lesa meira
Engin endalok hjá Þessu lýkur hér
Dramamyndin It Ends With US, eða Þessu lýkur hér, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Dramamyndin It Ends With US, eða Þessu lýkur hér, heldur sæti sínu á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans aðra vikuna í röð, en myndin er byggð á geysivinsælli skáldsögu. Geimskrímslin í Alien: Romulus gerðu sér lítið fyrir og kræktu sér í annað sæti listans og gáfu toppmyndinni talsverða samkeppni. Hin geysivinsæla Deadpool… Lesa meira
It Ends with Us beina leið á toppinn
Rómantíska dramamyndin It Ends with Us gerði sér lítið fyrir um helgina og ruddi Deadpool & Wolverine af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans.
Rómantíska dramamyndin It Ends with Us gerði sér lítið fyrir um helgina og ruddi Deadpool & Wolverine af toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, en þar hefur hún setið síðustu tvær vikur. Ný mynd ráðgátumeistarans M. Night Shyamalans fór beint í þriðja sæti listans og Borderlands, þriðja nýja mynd helgarinnar, fór í það… Lesa meira
25 ómissandi hinsegin kvikmyndir
Fögnum fjölbreytileikanum!
Tómas Valgeirsson skrifar: Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En hvernig hefur kvikmyndasagan fjallað um eða talað til hinsegin hópa?Hvaða gullmolar standa upp úr, hvaða… Lesa meira
Deadpool og Wolverine komnir í sögubækurnar
Enn einn stórhittarinn hjá Marvel Studios.
Stuðmyndin Deadpool & Wolverine var frumsýnd á dögunum og var ávallt búist við miklum vinsældum, en svo virðist sem myndin hafi slegið hvert aðsóknarmetið á eftir öðru víða um heim, þ.á.m. vestanhafs. Myndin halaði inn 205 milljónum Bandaríkjadala um helgina - eða um 30,7 milljörðum íslenskra króna og er þar… Lesa meira
Robert Downey Jr. snýr aftur sem skúrkur
Fagnaðarlætin voru mikil en skoðanir eru skiptar.
Stórleikarinn Robert Downey Jr. snýr aftur til MCU (e. Marvel Cinematic Universe) myndaflokksins, nema nú í hlutverki gríðarlega vinsæla skúrksins Victor von Doom, eða Doctor Doom, í komandi Avengers-mynd. Þetta var tilkynnt á San Diego Comic Con hátíðinni við mikil fagnaðarlæti en er öruggt að fullyrða að þessar fregnir hafa… Lesa meira
Hrollur beint á toppinn
Hin stórvinsæla Longlegs er trúlega óvæntasti smellur sumarsins.
Spennuhrollvekjan Longlegs var frumsýnd nú á dögunum og velti Gru og skósveinum hans úr toppsæti íslenska bíóaðsóknarlistans. Alls hafa rúmlega fjögur þúsund Íslendingar séð Longlegs þegar þetta er ritað, en Despicable Me 4 heldur áfram góðu róli með tæplega 30 þúsund gesti. Longlegs hefur náð gríðarlegum vinsældum um heim allan… Lesa meira
Þessir Íslendingar eru tilnefndir í ár
Þrír Íslendingar hljóta tilnefningu til Emmy-verðlaunanna í ár.
Alls hljóta níu Íslendingar tilnefningu til Emmy verðlaunanna í ár. Atli Örvarsson fær tilnefningu fyrir tónlistina í þáttaröðinni Silo. Atli hlaut BAFTA verðlaun fyrr á árinu fyrir sömu tónlist. Eggert Ketilsson (Production SFX Supervisor) er tilnefndur fyrir sjónrænar brellur í þáttaröðinni True Detective: Night Country, ásamt Barney Curnow, Jan Guilfoyle, Simon Stanley-Clamp, Manuel… Lesa meira
Styttist í Beetlejuice Beetlejuice
Glæný stikla er lent ásamt plakati.
Glæný stikla er lent ásamt plakati fyrir framhaldsmyndina Beetlejuice Beetlejuice en myndin er væntanleg þann 6. september næstkomandi. Líkt og nafnið gefur til kynna er hér um að ræða framhald af hinni stórfrægu Beetlejuice frá 1988 og er Tim Burton aftur sestur í leikstjórastólinn. [movie id=236] Þau Michael Keaton, Winona… Lesa meira