Fréttir

Hví hleypur Tom Cruise frá sjálfum sér?


Poppkúltúr stóðst ekki mátið að stúdera furðulegan prófíl og feril Krúsarans.

Skemmtikrafturinn og Íslandsvinurinn Tom Cruise (Legend) er óneitanlega, samkvæmt öllum mælikvörðum, einstök og á sama tíma hin furðulegasta mannvera. Umdeildur, drífandi, faglegur, flippaður - óhugnanlegur; í hópi á meðal deyjandi stórstjarna, en þó í sérflokki sem aðdáunarverður (e.t.v. klikkaður) áhættuleikari, reyndur hlaupari og konungur í trúar-ríki sínu.Hvað liggur þó á… Lesa meira

Klassískar hrollvekjur í bíó á hrekkjavöku


Hryllilega gott úrval.

Eins og flestum er kunnugt hefur bíóárið 2020 verið vægast sagt óvenjulegt vegna faraldursins. Eftir að kvikmyndahús opnuðu á ný í kjölfar Covid-19 hefur verið reynt að bæta upp skort á nýjum titlum með því sýna eldri myndir. Í kvikmyndahúsum, og þá ekki síst hérlendis, hefur verið boðið upp á… Lesa meira

Jared Leto snýr aftur sem Jókerinn


Umdeildasti Jókerinn til margra ára mætir á ný.

Óskarsverðlaunahafinn Jared Leto mun snúa aftur í hlutverki Jókersins og þá í væntanlegri leikstjóraútgáfu Justice League. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og segir þar að Leto sé á meðal leikara sem eru áætlaðir fyrir sérstakar aukatökur á stórmynd Snyders sem sýnd verður á HBO Max á næsta… Lesa meira

Sjáðu brot úr nýjustu mynd Finchers


'Mank' mætir á Netflix í byrjun desember.

Glænýtt sýnishorn er lent fyrir kvikmyndina Mank, frá leikstjóranum David Fincher, en á bakvið hana standa stórrisarnir hjá Netflix og verður myndin gefin út á streymið þann 4. desember. Það er faðir leikstjórans, Jack Fincher, sem skrifaði handritið að myndinni en hann lést árið 2003. Sögusvið 'Mank' er Hollywood á… Lesa meira

Kraftur og kjaftur sjömenninga Sorkins


The Trial of the Chicago 7 er vel tímans virði. Ert þú búin/n að sjá hana?

Aaron Sorkin, hinn virti og sífellt hvassi bandaríski handritshöfundur, er algjörlega engum líkur þegar kemur að því að rífa kjaft með skrifum sínum, að minnsta kosti ekki síðan David nokkur Mamet var upp á sitt besta. Eins og sjá má í öðrum verkum Sorkin, A Few Good Men, The West… Lesa meira

Smárabíó opnar á morgun með meiri sjálfvirkni


Vegna veirunnar bætir Smárabíó enn meiri sjálfvirkni við þjónustu sína.

Smárabíó opnar á morgun, þriðjudag, eftir 2ja vikna lokun vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja. Í tilkynningu frá bíóinu segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta einkenni þá þróun sem Smárabíó hafi tileinkað sér, og nú er boðið upp á enn fleiri snertilausar lausnir og sjálfvirka þjónustu. Sjálfvirk hlið hafa verið sett… Lesa meira

Þorsti verðlaunuð á Screamfest


„Gay-vampírumyndin“ verðlaunuð vestanhafs.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest. Um er að ræða stærstu og elstu hryllingsmyndahátíð vestanhafs og eru þar sýndar kvikmyndir frá öllum heimshornum í þeim geira.  Bæði verðlaun Þorsta á Screamfest voru fyrir brellur; hlaut þá  Geir Njarðarson… Lesa meira

Hvers vegna tölum við ekki oftar um Before-þríleikinn?


Ástin, tilveran og eitt meiriháttar skjápar.

Poppkúltúr Extra er sérstakur „bónusþáttur“ í flokki okkar hlaðvarps þar sem meiri áhersla er lögð á kvikmyndaumræður fyrir lengra komna, ef svo mætti að orði komast. Til umræðu núna er litli þríleikurinn sem gat; með litla peninga, mikla einlægni og þolinmæði að vopni ásamt krafti góðs samspils og lúmska bíótöfra.… Lesa meira

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl


Hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn?

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn? Er það búningafjör, graskersskreytingar, beinagrindur og almennur drungi eða býr eitthvað meira þarna að baki? - eða… Lesa meira

Er siðlaust að mæla með Kevin Spacey myndum?


Hvenær og hvar er ásættanlegt að draga línu á milli listafólks og vafasams einkalífs þess?

Getum við nokkurn tímann horft sömu augum á American Beauty og Seven?Í Poppkúltúr vikunnar eru dregnar upp nokkrar spurningar í garð umdeildra (og jafnvel dæmdra) leikara, leikstjóra og annarra þekktra úr skemmtanaiðnaðinum. Bandaríski leikarinn Kevin Spacey er þó sérstaklega settur undir smásjá þáttastjórnenda. Er það til dæmis almennt litið hornauga í… Lesa meira

Sigraði hjörtu víða og hreppti hlutverk Napóleons


Árið 2020 hefur reynst Phoenix afar gefandi.

Bandaríski leikarinn Joaquin Phoenix hefur verið ráðinn í hlutverk smávaxna stórmennisins Napóleons Bónaparte í væntanlegri kvikmynd frá Ridley Scott. Myndin mun bera heitið Kitbag og segir frá yngri árum Napóleons og upprisu hans sem herforingi frönsku byltingarinnar.  Áætlað er að tökur á Kitbag hefjist ekki fyrr en eftir að Scott hefur lokið við kvikmyndina The Last Duel. Handritið er þar í höndum félaganna Matt Damon og… Lesa meira

Borat kominn á samfélagsmiðla


„Trump vildi ekki særa tilfinningar covid.“

Borat nokkur Sagdiyev, dáðasta persóna leikarans Sacha Baron Cohen, er mættur á samfélagsmiðla og ekki lengi að sópa að sér fylgjendum. Á Twitter-síðunni hefur Donald Trump og kórónuveiran verið í brennidepli hjá bragðarefnum frá frá Kasakstan. Eins og margir vita er Borat væntanlegur í framhaldsmynd og var sprellfjörugt sýnishorn gefið út á dögunum. Myndin verður gefin úr á næstu vikum í aðdraganda… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng – Annar hluti


Hér kemur annar skammtur af syngjandi leikurum.

Á dögunum fjölluðum við um syngjandi leikara en það var auðvitað bara hægt að koma þar fyrir broti af þeim fjölmörgu skemmtilegu dæmum sem hægt er að finna um leikara að syngja á eftirminnilegan hátt í einni grein, og svo fengum við þónokkrar ábendingar. Því var ákveðið að gera framhald… Lesa meira

Hvað heillar okkur við raunveruleikaþætti?


Nú skal grannskoða gullaldartíð raunveruleikasjónvarps.

Hvenær var gullaldartíð raunveruleikasjónvarps? Hvers vegna skammast fólk sín oft fyrir að fíla slíka þætti, eða afskrifar þá sem „guilty pleasure“? Hvað vantar í flóru íslensks raunveruleikasjónvarps?  Þetta og fleira er til umræðu í Poppkúltúr vikunnar.. https://open.spotify.com/episode/7wj9kiU1SkfZumbHOcWmRw Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og… Lesa meira

Soul gefin beint út á Disney+


Fyrsta Pixar-myndin sem frumsýnd verður á Disney+

Teiknimyndin Soul verður sú fyrsta frá kvikmyndaverinu Pixar sem frumsýnd verður á Disney+ streyminu. Í tilkynningu frá Bob Chapek, forstjóra Disney, kemur fram að myndin verður gefin út þann 25. desember. Upphaflega átti að frumsýna myndina í bíó síðastliðið sumar en þá var hún færð til 20. nóvember vegna útbreiðslu… Lesa meira

Möguleiki á framhaldi – Vill fjalla um myrku hliðar Facebook


Myndir þú vilja sjá framhald af The Social Network?

Handritshöfundurinn Aaron Sorkin vill ólmur skrifa framhaldssögu kvikmyndarinnar The Social Network. Höfundurinn virti hefur verið afar opinskár með að kominn sé tími á nýja sögu um samfélagsmiðilinn Facebook og helstu aðstandendur hans.Í The Social Network rekur atburðarásin sögu frumkvöðulsins Mark Zuckerberg (Jesse Eisenberg), samskipti hans við teymi sitt og lögsóknir… Lesa meira

No Time to Die færð til næsta árs


Þá er það staðfest. Enginn Bond í ár.

Framleiðendur nýju kvikmyndarinnar um James Bond hafa ákveðið að fresta útgáfunni til næsta árs vegna útbreiðslu kórónaveirunnar, en áætlað var að frumsýna myndina næstkomandi nóvember, þar áður í vor. Að öllu óbreyttu má nú búast við njósnaranum þann 2. apríl 2021.  Þessar vendingar koma sjálfsagt fáum á óvart, enda er… Lesa meira

Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?


Poppkúltúr spyr hvort hið hámenningarlega Ísland sé alltof meðvirkt.

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson,… Lesa meira

Foxx snýr aftur sem Electro


Árið 2020 heldur áfram að koma á óvart.

Bandaríski leikarinn Jamie Foxx hefur verið ráðinn (aftur) í hlutverk skúrksins Electro og mun hann bregða fyrir í komandi Spider-Man framhaldsmynd. Fréttamiðillinn The Hollywood Reporter greindi fyrst frá þessu og hafa ófáir aðdáendur Köngulóarmannsins klórað sér í hausnum yfir þessum tíðindum. Foxx lék áður Electro - við blendnar viðtökur -… Lesa meira

Heillandi og berskjölduð viðbót í þarfa umræðu


Það er margt til að dást að í Þriðja pólnum.

Þriðji póllinn er fínasta dæmi um hvernig hægt er að snerta á þungum málefnum á einfaldan hátt, með opnum örmum. Þau Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnússon leggja saman í forvitnilegan leiðangur um sjálf og hugarheim tveggja ólíkra einstaklinga þar sem ýmsir pólar geðhvarfa eru skoðaðir. Hér höfum við ferðalag… Lesa meira

Hitti Game of Thrones stjörnu á Skólavörðustíg


Sögur herma að leikarinn sé að vinna með Balta um þessar mundir.

Game of Thrones-leikarinn Nikolaj Coster-Waldau er staddur á Íslandi um þessar mundir. Hermt er að Daninn sé staddur á landinu við tökur á nýju sjónvarpsseríu Baltasars Kormáks, Katla, en það hefur ekki enn fengist staðfest. Nicolaj sást spóka sig í byrjun vikunnar á Skólavörðustíg og stóðst tónlistarmaðurinn Haraldur Fannar Arngrímsson… Lesa meira

„Konur hræktu á mig“


Jason Alexander var um skeið einn hataðasti leikari heims.

Bandaríski leikarinn Jason Alexander, þekktur af flestum sem George Costanza úr Seinfeld, þurfti aldeilis að gjalda eftir að hafa leikið í hinni stórvinsælu Pretty Woman frá árinu 1990. Í myndinni leikur hann óviðkunnanlegan lögfræðing sem reynir að beita persónu Juliu Roberts kynferðisofbeldi.Alexander var gestur í hlaðvarpinu At Home With The… Lesa meira

Ráðherrar og landsmenn með sterkar skoðanir á Ráðherranum


„Af hverju hvísla allir svona mikið í íslenskum þáttum?“

Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í síðustu viku við blendin en að mestu jákvæð viðbrögð. Nú hafa tveir þættir verið sýndir (og eru aðgengilegir á RÚV) og hefur serían verið á vörum margra landsmanna; áhorfenda, gagnrýnenda og ekki síst ráðamenn þjóðarinnar.Í þáttunum fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk háskólakennarans Benedikts… Lesa meira

Borat væntanlegur í október


„Very niiice!“

Bragðarefurinn Borat Sagdiyev, betur kunnugur sem dáðasta persóna grínarans Sacha Baron Cohen, snýr aftur á skjáinn - töluvert fyrr en áhorfendur reiknuðu með. Virðist sem að Cohen hefur unnið að framhaldsmynd í laumi en fyrr á árinu sást til hans víða á ýmsum uppákomum í Bandaríkjunum. Miðað við þá staði… Lesa meira

Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong


„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng


Ýmsir leikarar hafa reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri.

Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða hafa skrítinn smekk fyrir lagavali. Hér ætlum við aðeins að fara yfir nokkra… Lesa meira

Eddie Redmayne kemur J.K. Rowling til varnar: „Ógeðslegt“


Redmayne kveðst ekki vera sammála Rowling, en segir hatrið vera gengið fulllangt.

Breski leikarinn Eddie Redmayne virðist standa með höfundinum og áhrifavaldanum J.K. Rowling, að minnsta kosti á vissum grundvelli í ljósi mikillar gagnrýni vegna skoðanna hennar um kynvitund. Að sögn Redmayne hefur hatrið í garð rithöfundarins gengið fulllangt. Rowling er auðvitað þekktust fyrir að hafa skrifað bækurnar um Harry Potter, og… Lesa meira

Ofurlögga í afneitun: Grínstikla verður að bíómynd


Kvikmyndin segir frá ofurlöggu í afneitun varðandi kynhneigð sína.

Tökur eru hafnar á nýrri grínhasarmynd í framleiðslu Pegasus með Auðunni Blöndal, Agli „Gillz“ Einarssyni og fleiri fræknum í aðalhlutverkum. Það er þó ekki frásögur færandi nema myndin ber heitið Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar… Lesa meira

Endurgerð Síðustu veiðiferðarinnar í spilunum


Reyndir rúmenskir leikarar hafa þegar verið ráðnir í hlutverk.

Til stendur að endurgera gamanmyndina Síðasta veiðiferðin í Rúmeníu. Það er vefurinn Klapptré sem greinir frá þessu og þar segir að þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film endurgerð myndarinnar. Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem… Lesa meira

Þau voru eitt sinn bíógagnrýnendur


Kíkjum á þessa fyrrum gagnrýnendur og skoðum brot úr minnisstæðum dómum þeirra.

Gagnrýnandinn er oft kallaður lappalaus maður sem segir öðrum hvernig best skal hlaupa. Þetta er vanþakklátt starf sem svo sannarlega er ekki allra en öll list hefur gott af að vera sett undir smásjána. Bæði verður gagnrýni til að auka umræðu um listformið, en einnig vonandi til að velta upp… Lesa meira