Fréttir

Út með 365 Days segja foreldrasamtök


365 Days er gagnrýnd fyrir að fegra ljóta hluti.

Formaður bandarískra foreldrasamtaka hefur skorað á Netflix að fjarlægja kvikmyndina 365 Days af streymisveitunni, en myndin er kynferðisleg pólsk mynd um konu sem er haldið fanginni í heilt ár, að því er virðist sem frillu. Úr 365 dögum. "Ef Netflix fjarlægir ekki myndina og hættir að hagnast á efni sem… Lesa meira

Sæluvíman stoppar ekki: Dúndur díselpönk á hestasterum


Kraftur fjórðu Mad Max kvikmyndarinnar hefur lítið dvínað á liðnum árum.

Mad Max: Fury Road er blikkandi, brunandi sýnidæmi um rússíbanareið á hvíta tjaldinu í orðsins fyllstu merkingu. Hún er allt það sem nútímahasarmyndir eru (því miður) oftast nær ekki og sannar það með helsjúkum, masterklassa vinnubrögðum aðstandenda. Krafturinn er slíkur að hægt er að horfa á útkomuna með kjaftinn enn… Lesa meira

Mulan beint á VOD


Nýjasta fórnarlamb faraldursins.

Disney afþreyingarrisinn hefur ákveðið að setja leikna útgáfu sína af Mulan, sem búið er að fresta frumsýningu á trekk í trekk vegna veirunnar, beint á streymisleiguna Disney +, í stað þess að fara fyrst í bíó. Frá þessu segir vefurinn News 24. Mulan er klár í bátana. Þessi fordæmalausa ákvörðun,… Lesa meira

Johnson tekur Red Notice í „búbblu“ sóttkví


Allir á leið í búbblu eins og NBA gerir í Orlando.

Einn vinsælasti og eftirsóttasti kvikmyndaleikari í heimi, Dwayne "The Rock" Johnson, hefur ekki farið varhluta af vandræðum sem skapast hafa vegna kórónuveirufaraldursins. Hann hefur nú tilkynnt að framleiðslu á kvikmyndinni Red Notice, sem hann er að búa til fyrir Netflix streymisrisann, verði haldið áfram í "sóttkvíar-búbblu" í næsta mánuði. Framleiðslufyrirtæki… Lesa meira

Alan Parker látinn


Parker átti að baki flottan feril.

Leikstjórinn Alan Parker er látinn, 76 ára að aldri. Þetta var staðfest af fjölskyldu hans í tilkynningu og segir þar að hann hafi glímt við langvarandi veikindi og lést á heimili sínu í London.Parker átti að baki flottan feril og er hvað þekktastur fyrir fjölda tónlistarmynda, meðal annars söngleikina Bugsy… Lesa meira

Bíóin bregðast við hertum reglum


Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana.

Íslensk kvikmyndahús hafa gripið til viðeigandi ráðstafana vegna nýrra frétta af hertum aðgerðum eftir fjölgun kórónusmitaðra í samfélaginu á síðustu dögum. Þá verður starfsemin með svipuðu sniði og í vor þegar hámarksfjöldi á samkomum var 100 manns. Bíóin munu tryggja rúmlega tveggja metra bil á milli sæta og verði aldrei… Lesa meira

Gísli Rúnar látinn


„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip“

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.Gísli varð þjóðkunnur sem annar helmingur Kaffibrúsakarlanna, gamantvíeyki sem hóf göngu sína árið 1972. Hann kom einnig að fjölda Áramótaskaupa, sem leikari,… Lesa meira

Amazon vill Rockwell


Rockwell mun brátt grípa í hljóðnemann.

Sam Rockwell þykir ágætur dansari, en hann ku líka vera ágætur söngvari. Og ef allt fer vel, þá gæti þetta tvennt nýst honum vel í nýrri mynd sem hann er orðaður við, ævisögu kántrísöngvarans Merle Haggards. Robin Bissell, sem leikstýrði Rockwell í The Best of Enemies, mun leikstýra, og mun… Lesa meira

Tökur á Thor: Love and Thunder byrja eftir áramót


Portman hefur lyft lóðum til að búa sig undir tökur.

Ef allt fer samkvæmt áætlun, þá munu tökur á næstu Thor ofurhetjukvikmynd, Thor: Love and Thunder, hefjast skömmu eftir áramót. Natalie Portman, aðalleikona kvikmyndarinnar, sagði í nýlegu samtali við viðskiptafélaga sinn, tenniskonuna Serenu Williams, að hún hefði notað tímann í sóttkví til að bæta á sig vöðvum, og borða kolvetni… Lesa meira

Meinlaus en lúinn elliskellur


Sumt er gott í Hófí, virðist vera.

Þau Edda Björgvinsdóttir og Laddi eru dýnamískt dúó og hafa alltaf verið. Þau spila yfirleitt áreynslulaust á móti hvort öðru og hafa bæði margsinnis sannað það, á skjá og sviði, að miklu meira býr í þeim en að vera „bara“ gamanleikarar. Eða strumpar. Aftur á móti eru nákvæmlega þessir kostir… Lesa meira

Sérstök forsýning á Peninsula – Frímiðar í boði


Íslenskir unnendur Train to Busan, nú skal sameinast!

Á miðvikudaginn, þann 29. júlí kl. 20:00 í Laugarásbíói, verður Kvikmyndir.is með sérstaka forsýningu á uppvakningatryllinum Peninsula. Sýningin verður í AXL sal Laugarásbíós og með íslenskum texta. Óhætt er að segja að margir hrollvekju- og uppvakningaaðdáendur hafa beðið eftir þessari með mikilli eftirvæntingu. Um að ræða sjálfstætt framhald gæðatryllisins Train… Lesa meira

Kvörtuðu mest yfir Joker


Jókerinn kann að valda usla.

Óskarsverðlaunamyndin Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, var sú mynd sem mest var kvartað yfir í Bretlandi á síðasta ári. Samkvæmt Breska flokkunarráðinu (e. British Board of Film Classification (BBFC)) bárust ótalmargar kvartanir frá áhorfendum vegna myndarinnar, en allar voru þær vegna þess að menn töldu að aldurstakmarkið 15 ára… Lesa meira

Skrifaði þríleik um hrunið: „Ég yrði glaður ef það tækist að gera eina“


„Ég hef verið að horfa til baka á þessa tíma og skrifað þrjú handrit”

Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður kveðst vera að draga saman seglin í kvikmyndagerðinni en vill ólmur gera kvikmyndir um hrunið. Segist hann vera með „trílógíu“ á teikniborðinu en þetta kemur fram í viðtali við Lifðu núna.„Mér finnst fyrsti áratugur þessarar aldar vera einhver sá merkilegasti sem ég hef upplifað af mörgum merkilegum… Lesa meira

Deadpool höfundur telur ekki líkur á Deadpool 3


Deadpool 3 gæti mögulega aldrei orðið að veruleika, segir höfundur ofurhetjunnar.

Ofurhetjukvikmyndin Deadpool og framhaldsmyndin, Deadpool 2, eru einar tekjuhæstu X-Men kvikmyndir frá Fox kvikmyndaverinu, þó svo að þær séu ekki beint í sömu söguframvindu og aðrar X-Men myndir. Alltaf hress. Núna á Walt Disney afþreyingarrisinn allar kvikmyndir úr smiðju Fox, og öll sjónvarpsréttindi. Því er framtíð hins orðljóta Deadpool í… Lesa meira

Gosling og Evans í dýrustu Netflix-mynd allra tíma


Litlum 28 milljörðum íslenskra króna verður varið hjá Netflix til að gera myndina.

Ryan Gosling og Chris Evans hafa verið ráðnir í aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Gray Man, eða Grái maðurinn í lauslegri íslenskri snörun. Um er að ræða dýrustu kvikmynd Netflix til þessa, eins og segir á film-news.co.uk. Ryan Gosling steytir hnefana. Kostnaðaráætlun vegna myndarinnar er rétt um 200 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar… Lesa meira

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix


Stórleikarar prýða vinsældarlista veitunnar.

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglulega á streyminu og er reynt eftir fremsta magni að sjá til þess að eitthvað sé í boði fyrir alla. Þetta segir… Lesa meira

20 svalar staðreyndir um The Matrix


Vissir þú að „kóðinn“ í Matrix væri byggður á sushi-uppskrift?

Vísindaskáldsagan og „cyberpunk“ hasarmyndin The Matrix var gefin út vestanhafs þann 31. mars árið 1999 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan, meðal annars sem ein ástsælasta mynd sinnar tegundar, gríðarlegur brautryðjandi í tæknibrellum og verkið sem kom Wachowski-tvíeykinu hratt á kortið.Eins og fram kemur átti myndin stórafmæli á… Lesa meira

Framhaldssaga Bird Box í vinnslu hjá Netflix


Fyrri myndin sló verulega í gegn á streyminu fyrir nokkrum árum.

Streymisveitan Netflix hefur gefið grænt ljós á framhald spennumyndarinnar Bird Box, sem margir ættu að kannast við og skartaði Söndru Bullock í aðalhlutverkinu. Myndin sló rækilega í gegn árið 2018 og horfðu yfir 45 milljón notendur á hana gegnum streymið á fyrstu sjö dögunum eftir útgáfu. Bird Box, sem leikstýrt… Lesa meira

Uppvakningafaraldur hefst 30. júlí


Hið sjálfstæða framhald Train to Busan sem margir hafa beðið eftir.

Margir hafa beðið eftir spennuhrollvekjunni Peninsula með gífurlegri eftirvæntingu en áætlað er að myndin rati í íslensk kvikmyndahús þann 30. júlí. Peninsula er leikstýrt af hinum marglofaða Yeon Sang-ho og er um að ræða sjálfstætt framhald spennutryllisins Train to Busan, frá sama leikstjóra. Myndin er á meðal tekjuhæstu mynda Suður-Kóreu… Lesa meira

Alien, Ghostbusters og The Matrix sýndar í vikunni


Fleiri sígildar kvikmyndir komnar til að fylla í eyðurnar.

Bíósumarið 2020 hefur verið hið óvenjulegasta. Samkvæmt úttekt veftímaritsins Vulture hefur útgáfu 77 stórmynda verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fjölmargar kvikmyndir sem átti að sýna í vor eða sumar. Faraldurinn hefur jafnframt haft áhrif á útgáfudag kvikmynda sem væntanlegar eru á næsta ári. Eftir að kvikmyndahús opnuðu… Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga að kvikmynd: „Þetta er heljarinnar stórt verkefni“


Myndin er sögð vera í stíl við Jumanji og The Goonies

Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir vinna um þessar mundir hörðum höndum að kvikmynd sem byggð er á metsölubókinni "Þín eigin þjóðsaga". Myndin er komin með handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og komst verkefnið einnig inn í Script Lab hjá hátíðinni Cinekid. Cinekid-hátíðin er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni og… Lesa meira

Eru hæfileikar ofmetnir?


Dautt loft á sviði í gamanmyndinni Mentor.

Eftir þrjár (tæknilega séð fjórar) kvikmyndir í fullri lengd er orðið ljóst að Sigurður Anton Friðþjófsson - leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur - hefur fundið formúlu sem hentar honum og hans persónuleika. Uppskriftin gengur út á að finna sífellt nýjar leiðir til að hengja alls kyns brandara, einræður um samtímann og… Lesa meira

Sjáðu sýnishorn úr nýrri þáttaröð The Umbrella Academy


Yfirnáttúrulega furðufjörið heldur áfram.

Spennu-, gaman- og ævintýraþættirnir The Umbrella Academy voru á meðal vinsælasta efnis streymisveitunnar Netflix árið 2019, nánar til tekið í þriðja sæti á eftir The Witcher og Stranger Things 3. Aðdáendur hafa margir hverjir beðið óþreyjufullir eftir framhaldinu, sem lendir á streyminu þann 31. júlí næstkomandi, og nú er búið… Lesa meira

Ólukkutröll og kennsla í skítamixi


Er þetta saga eða söluvara?

Trolls World Tour er það sem þú færð þegar þú ert búinn að gefa krakkafjörkálfi óeðlilegan skammt af sykri og afhenda honum yfirráð yfir lagalista. Á sama tíma býður barnið upp á kennslu um flokka og undirflokka tónlistar og reynir að setja það saman í frásögn sem fullorðinn einstaklingur þarf… Lesa meira

Veldið snýr aftur í bíó – Framúrskarandi í 40 ár


Uppáhalds Stjörnustríðsmynd margra lendir í kvikmyndahúsum í þessari viku.

Hinum fjölmörgu aðdáendum kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back gefst kostur á því að upplifa klassíkina í Sambíóunum Egilshöll á næstu vikum - frá og með miðvikudeginum 8. júlí. Eins og flestir vita er Empire önnur myndin í upprunalega Star Wars-þríleiknum (e. fimmti kaflinn í heildarsögunni). Myndin átti 40 ára útgáfuafmæli… Lesa meira

Ennio Morricone látinn


Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar.

Ítalski tónlistarmaðurinn Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á sjúkra­húsi í Rome og greindu ít­alsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í morg­un, en hann var á sjúkra­húsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lær­legg.Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar og þekktur fyrir… Lesa meira

Með stórt hjarta og starfandi heila: Stjarnfræðilega tilþrifaríkt tilfinningaklám


Tónlistin ein og sér gerir ferðina til að sjá Interstellar (aftur) í bíó vel þess virði.

Interstellar frá 2014 fer rakleiðis á þann lista yfir kvikmyndir sem best skal njóta á stærsta skjánum í þínum radíus og með hljóðið alveg í nötrandi botni (innan þægindamarka þó, vitaskuld). Enn þann dag í dag er þetta, út frá umfanginu einu, það stærsta sem Christopher Nolan hefur og mun… Lesa meira

Tröll skáka veiðiferðina – 65 manns á Mentor


Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið.

Teiknimyndin Trolls World Tour flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans, en kvikmyndaaðsókn hefur hægt og rólega farið vaxandi með hverju viku síðan bíóin opnuðu aftur. Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið en gamanmyndin hafði verið efst frá frumsýningu í mars, með tilliti… Lesa meira

Hvað segja Íslendingar um Eurovision-myndina?


„Gæsahúðarexcellance“

Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymi Netflix síðastliðinn föstudag við miklar vinsældir og háværar undirtektir. Í augum almennings er hér á ferðinni ósköp formúlubundin Will Ferrell-grínmynd en þó er myndin í vissri sérstöðu hjá bæði aðdáendum söngvakeppninnar og ekki síður Íslendingum. Myndin rauk… Lesa meira

Dýrið fær víða dreifingu í Evrópu


Vel hefur gengið að selja kvikmynd Valdimars Jóhannssonar.

Vel hefur gengið að selja kvikmyndina Dýrið (e. Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson, en kvikmyndamarkaðurinn í Cannes hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga. Fréttamiðillinn Variety greindi fyrst frá því þegar gengið var frá samningum um dreifingu kvikmyndarinnar í Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Austurríki, Sviss og Slóvakíu, fyrrum löndum Júgóslavíu,… Lesa meira