NASA var með í gríninu

Það er svo sannarlega meira en að segja það að koma manneskju á mánann og hvað þá á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar þegar tæknin var ekki alveg sú sama og í dag!

Í rómantísku gamanmyndinni Fly Me To the Moon, eftir Greg Barlanti, leika þau Scarlett Johansson og Channing Tatum tvo aðila sem spila stóra rullu í undirbúningnum fyrir þetta magnaða verkefni, þó þau nálgist það frá tveimur hliðum. Tatum undirbýr Apollo 11 verkefnið sjálft sem skotstjóri á Canaveralhöfða en Johansson, sem er markaðsmanneskja, á að markaðssetja og selja Bandaríkjamönnum hugmyndina um tunglferðina þannig að þeir styðji það sem flestir, en sá stuðningur er við frostmark þegar Johansson kemur fyrst að málum. Ástæðan er að NASA, geimferðastofnun Bandaríkjanna, er á þessum tíma ung að árum auk þess sem Víetnamstríðið er í fullu gangi og almenningur er orðinn því mjög andsnúinn.

Yfirvöld vilja þó alls ekki bakka með tunglferðina enda hafa Sovétmenn sömu plön, og Bandaríkin vilja ekki tapa í samkeppninni.

Meðal þess sem Kelly, sem Johanssen leikur, er falið að gera er að undirbúa sjónvarpsútsendingu af falskri lendingu á tunglinu, fari svo að ferðin sjálf gangi ekki að óskum. (Rétt er að geta þess að engar vísbendingar eru til um að NASA hafi gert varaáætlun sem þessa.)

Þar koma til sögunnar leikararnir Jim Rash, sem leikur leikstjóra “tungllendingarinnar” Lance Vespertine, og Anna Garcia sem leikur Ruby, aðstoðarkonu Kelly.

Magnaðasta samsæriskenningin

Í samtali við kvikmyndaritið Collider segja leikararnir tveir frá samvinnu sinni við NASA, hvernig var að gera grín að einni mögnuðustu samsæriskenningu allra tíma, og hvernig allir voru til í það, þar á meðal NASA sjálf.

Þá ræða þau húmorinn á tökustað, hvað var spunnið á staðnum og hvað kom beint upp úr handritinu, og einnig hvernig var að horfa á áhættuleikarana að störfum þar sem þeir kútveltust og hentust til og frá á gervi-tunglinu.

Fly Me to the Moon (2024)

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi
Rotten tomatoes einkunn6.6
Rotten tomatoes einkunn 65%

Markaðsfrömuðurinn Kelly Jones verður verkefnastjóranum Cole Davis til trafala þegar sá síðarnefndi er í sínu allra erfiðasta verkefni, að lenda geimflaug á tunglinu. Þegar Hvíta húsið úrskurðar að verkefnið sé of mikilvægt til að það megi mistakast, er Jones skipað að ...

Collider segir að það hafi komið á óvart hversu mikið NASA var tilbúið að taka þátt í öllu gríninu. Voruð þið undrandi að NASA spilaði með?

Jim Rash: “Ég held það, en það er ákveðinn kaldhæðni í þessu líka. Sagan er í raun um að persóna Woody Harrelson, Moe, vill tryggja að almenningur trúi því að þetta [tungllendingin] hafi gerst, enda gerðist hún í raun og veru.”

Ákveðið sjónarhorn

Anna Garcia: “Þetta er aðallega ákveðið sjónarhorn á þetta efni sem hefur ekki verið rætt um áður. Það er mjög gaman að leika sér að þessu, en ég held að kvikmyndin, algjörlega, staðfesti sannleikann og raunveruleikann á bakvið þetta.”

Collider: Eitt af því sem leikstjórinn gerir mjög vel er að hann þarf að halda mörgum tónum á lofti á sama tíma, halda þeim í jafnvægi. Jim, þú er klárlega hluti af gríninu í myndinni og húmornum. Á sýningunni sem ég sá þá hló fólk dátt að sumu sem þú sagðir. Hversu mikið af þessu er í handritinu og hve mikið er spunnið á staðnum?

Rash: “Ég vil ekki segja neitt um það, ég vil að Rose Gilroy, handritshöfundur fái allt hrósið.”

Garcia: “Og hún er frábær.”

Rash: “Sum atriðin í handritinu voru einskonar lýsingar. Við Garcia höfum lært spuna, þannig að ég í raun gerði ég engin plön. Stundum var einhverju hent í mann og þá er bara að sjá hvað gerist. Ég er hrifnust af því, að byrja með hreint borð þar sem ekkert er ákveðið.”

Collider: Þegar þið fenguð að sjá yfirlitið yfir tökudagana, voru einhverjir dagar sem þið settuð hring utan um og sögðuð: Ég get ekki beðið eftir að leika í þessu?

Garcia: “Þetta er frábær spurning. Það sem heillaði mig mest var að taka upp á staðnum hjá NASA. það voru allir mjög spenntir fyrir því. Við þurftum að fara í allskonar öryggisleitir, fá sérstök nafnspjöld og allt. Þetta byggði upp spennu og eftirvæntingu. Það var í raun betra en hægt er að ímynda sér. Alveg ótrúlegt.”

Rash: ég held að það að vita að maður væri í atriðum þar sem við fengum að horfa á áhættuleikarana leika í rauntíma, eins og þú værir í miðju atriðinu að horfa á þetta fólk detta af svölum, hoppa eða hlaupa á hvert annað, klessa á ljós, osfrv. Einhvernveginn, þá ertu í atriðinu, en þú ert samt einhvern veginn að horfa á bakvið tjöldin. Þeir eru ekki öfundsverðir að láta þetta allt yfir sig ganga. Algjörir meistarar.”

Garcia: “Já þeir voru svo góðir.”

Rash: “Já og ekki gleyma kettinum, við elskuðum að horfa á hann leika.”