Vinsælast í USA - 18. til 20. jún. 2018

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Þótt þrettán ár séu liðin frá því við hittum Parr-fjölskylduna hefur tíminn í sögunni um þau lítið liðið því myndin byrjar nánast þar sem þeirri fyrstu lauk. Eftir að hafa bjargað heiminum frá glötun færist nú ró yfir fjölskyldulífið, allt þar til Helenu er boðið nýtt og mikilvægt starf sem hún getur ekki hafnað. Vandamálið við það er að þá verður Bob auðvitað að sjá um heimilishaldið en það er langt í frá létt verk því það inniheldur að hafa hemil á krökkunum þremur, þeim Violet, Dash og hvítvoðungnum Jack- Jack sem er stórhættulegur sem fyrr því hann hefur lítið vald yfir ofurkröftum sínum og má alls ekki borða kökur. En að sjálfsögðu gerast síðan atburðir sem kalla á að Parr-fjölskyldan bretti enn á ný upp ermarnar og bjargi mannkyninu frá tortímingu ...
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Gary Ross
Söguþráður Myndin gerist í New York og fjallar um skipulagt rán sem konurnar átta ætla að fremja á Met Gala-samkomunni. Á þessari samkomu fer árlega fram fjáröflun og tískusýning. Þar má einnig sjá skærustu stjörnur heims ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi.
3. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Tomsic
Söguþráður Lítill hópur fyrrum bekkjarfélaga skipuleggur flókinn, árlegan "klukk" leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Önnur hliðarsagan í Star Wars-sögunni segir frá ævintýrum Hans Solo áður en hann hitti Luke Skywalker og gekk ásamt honum til liðs við uppreisnarmenn í fyrstu myndinni, þ.e. fjórða kafla sögunnar A New Hope sem var frumsýndur 1977.
5. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Deadpool, öðru nafni Wade Wilson, glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri ...
6. sæti - Aftur á lista
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ari Aster
Söguþráður Þegar ættmóðir Graham fjölskyldunnar fellur frá þá fer fjölskylda dóttur hennar að upplifa ýmis skelfileg leyndarmál um ætterni sitt og genamengi.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Director X.
Söguþráður Endurgerð myndarinnar Super Fly frá árinu 1972.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Russo, Joe Russo
Söguþráður Allar þekktustu ofurhetjur Marvel-sagnaheimsins hittast og taka höndum saman því von er á til Jarðar máttugasta óvini manna hingað til, Thanos, óvini sem engin ofurhetja á roð í ein síns liðs. Thanos er kominn til jarðar ásamt sínum grimma og ómennska her til að finna svokallaða „eilífðarsteina“.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndRómantískDramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Myndin byggð á sannri sögu þeirra Tamiar Ashcraft og Richards Sharp sem hittust árið 1983 og féllu hvort fyrir öðru. Nokkrum mánuðum síðar, eða í október sama ár, tóku þau að sér að sigla 44 feta skútu, Hazana, frá Tahiti-eyju í Pólýnesíu til viðtakenda í San Diego, um 6.500 kílómetra leið yfir opið Kyrrahafið. Það reyndist feigðarför.
10. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Bill Holderman
Söguþráður Æskuvinkonurnar Diane, Sharon, Vivian og Carol hafa allar upplifað með árunum að blossinn í sambandi þeirra við karlmenn hefur orðið daufari og daufari. Hlutirnir breytast hins vegar snarlega þegar þær lesa hina erótísku bók Fifty Shades of Grey enda fyllir sagan þær allar löngun til að endurnýja kynni sín af ástinni eins og hún gerðist best fyrr á árum.
11. sæti - Aftur á lista
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ava DuVernay
Söguþráður Eftir að vísindamaðurinn faðir hennar hverfur sporlaust, þá senda þrjár undarlegar verur Meg, og bróður hennar, og vin út í geim til að leita að honum.
12. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Kevin Connolly
Söguþráður Myndin segir sögu glæpaforingjans John Gotti, yfirmanns Gambino mafíufjölskyldunnar, og sonar hans Gotti Jr.
13. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Remo D'Souza
Söguþráður Myndin fjallar um fjölskyldu sem dansar á mörkum þess sem telst löglegt.
14. sæti - Aftur á lista
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Morgan Neville
Söguþráður Lífi Fred Rogers eru hér gerð skil, en hann stjórnaði vinsælum barnaþáttum í sjónvarpi um árabil.
15. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Drew Pearce
Söguþráður Hotel Artemis gerist í ekki svo fjarlægri framtíð í Los Angeles þar sem blóðug og mannskæð uppþot og óeirðir hafa sett allt daglegt líf fólks úr skorðum. Ein vin er til staðar mitt í glundroðanum en það er Hotel Artemis sem í raun er leynilegt sjúkrahús fyrir glæpamenn, stofnað af voldugum mafíuforingja sem er ætíð kallaður Wolf og rekið af hjúkrunarkonunni Jean Thomas sem lætur fátt sem ekkert koma sér úr jafnvægi.
16. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Leigh Whannell
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þar sem tæknin stjórnar nær öllu í mannlegu lífi. En þegar líf Grey, sem þolir ekki tölvur og tækni, fer allt á annan endann, þá er eina von hans sú að tilraunatölvan Stem reddi málunum.
17. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Leikstjórn Betsy West, Julie Cohen
Söguþráður 84 ára að aldri er hæstaréttardómarinn Ruth Bader Ginsburg orðin goðsögn í lifanda lífi, en einnig óvænt költ-hetja. En leið hennar í embættið er fáum kunn, jafnvel hörðustu aðdáendum hennar - þar til nú.
18. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður McCarthy leikur Deanna, heimavinnandi húsmóður sem þarf að endurskoða líf sitt eftir að eiginmaðurinn fer frá henni. Þar sem hún kláraði aldrei menntaskóla, þá ákveður hún bara að drífa sig í skólann, sem dóttir hennar Amanda er hreint ekki hrifin af, þar sem mamma verður í sama skóla og í sama bekk og hún. En eins og við var að búast þá skemmtir Deanna, eða Dee Rock eins og hún byrjar að kalla sig í skólanum, sér stórvel, og endar með því að finna sjálfa sig.
19. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn James McTeigue
Söguþráður Kona gerir hvað hún getur til að vernda fjölskylduna, eftir að brotist er einn á heimilið.
20. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantísk
Söguþráður Þegar hinn hrokafulli og gjörspillti milljónamæringur Leonardo fellur út af snekkju sinni eina nóttina og skolar síðan minnislausum í land ákveður fyrrverandi ræstitæknir hans, Kate, að nýta sér aðstöðuna og telja honum trú um að þau séu hjón. En hrekkurinn á fljótlega eftir að vinda upp á sig ...
Vinsælast í bíó - 18. til 20. jún. 2018