Vinsælast í USA - 11. til 13. feb. 2019

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Það eru liðin fimm ár síðan viðkunnanlegi verkakubburinn Hemmi bjargaði heimaborg sinni frá tortímingu með aðstoð vina sinna sem sumir hverjir voru gæddir ofurkröftum. Nú þarf Hemmi að taka á honum stóra sínum á ný þegar bestu vinkonu hans, Lísu, er rænt af stórskrítnum geimverum ... sem þýðir auðvitað að Hemmi verður að fljúga út í geim og bjarga henni.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Adam Shankman
Söguþráður Metnaðarfull kona grípur til sinna ráða þegar gengið er freklega framhjá henni á karllæga vinnustaðnum þar sem hún starfar. Hún fær þó óvænt spil á hendur þegar hún öðlast hæfileikann til að heyra hugsanir karlmanna, eftir heimsókn til seiðkonu.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Hans Petter Moland
Söguþráður Nels Coxman er heiðursborgari smábæjarins Kehoe í Klettafjöllum og vinnur við að hreinsa snjó af vegum bæjarins og nágrennis hans með öflugustu snjóruðningstækjum sem völ er á. Þegar sonur hans finnst látinn sannfærist Nels um að eiturlyfjakóngur einn á svæðinu beri ábyrgð á dauða hans og sver þess eið að koma fram hefndum, ekki bara gagnvart honum heldur öllu hans gengi. Málið reynist þó talsvert flóknara en Nels gerði ráð fyrir (þótt það væri nú þegar frekar flókið) þegar inn í það blandast mun erfiðari og hættulegri andstæðingar en þeir sem hann hélt að hann ætti í höggi við ...
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Neil Burger
Söguþráður Philippe er franskur auðmaður sem slasast illa í fallhlífarsvifi og lamast við það fyrir neðan háls. Þetta verður honum að sjálfsögðu mikið áfall ekki síst vegna þess hversu lífsglaður útivistarmaður hann var fyrir slysið. Þegar Philippe er ásamt aðstoðarkonu sinni að ráða einhvern til að annast sig sækir um starfið ungur maður, Driss, en hann er með heldur vafasaman feril að baki. Driss sjálfum til mestu furðu ræður Philippe hann þrátt fyrir að ljóst sé að fagleg þekking hans á umönnun fatlaðra er engin. En Philippe hefur sínar ástæður fyrir því að honum leist best á þann sem engan séns átti í starfið. Það á síðan eftir að koma í ljós að innsæi hans var rétt og smám saman myndast á milli þessara ólíku manna einstök vinátta sem smitar alla sem á horfa.
5. sæti - Aftur á lista
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Eftir að Beast, 24. persónan, sem býr innra með Kevin Wendell Crumb og ræður yfir ofurhraða og ofurkröftum, tekur stjórn á líkama hans kemur til kasta Davids Dunn að stöðva hann fyrir fullt og allt. Það á hins vegar eftir að reynast hægara sagt en gert, ekki síst vegna afskipta Elijah Price, öðru nafni hr. Glass.
6. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Nicholas McCarthy
Söguþráður Móðir sem er frekar óróleg yfir skrítinni hegðun sonar síns, heldur að eitthvað yfirnáttúrulegt sé á seyði, og hafi tekið sér bólfestu í honum. Hún óttast um öryggi fjölskyldunnar og þarf að velja á milli móðureðlisins, sem segir henni að elska og vernda Miles, og nauðsyn þess að komast að því hvað veldur þessum umsnúningi hjá barninu. Hún horfir aftur til fortíðar, og mörkin á milli raunveruleika og ímyndunar verða þokukennd.
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Peter Farrelly
Söguþráður Green Book segir frá tónleikaferðalagi djasspíanistans Dons Shirley og bílstjóra hans og lífvarðar Tonys Lip um Suðurríki Bandaríkjanna árið 1964, en ferðalaginu fylgdi mikil áhætta fyrir Don vegna fordóma margra Suðurríkjabúa á þessum tíma gagnvart fólki af afrískum uppruna. Um leið er þetta sagan af því hvernig hin djúpa vinátta þeirra Dons og Tonys kviknaði. Myndin, sem er eftir Peter Farrelly, dregur nafn sitt af leiðarvísinum The Negro Motorist Green Book, eða Grænu bókinni, en í honum var að finna leiðbeiningar fyrir svarta um staði í Suðurríkjunum sem óhætt átti að vera að ferðast um án þess að verða fyrir árás. Með fylgdu listar yfir gisti- og matsölustaði sem úthýstu ekki svörtu fólki. Þeim Don og Tony, sem var af ítölsku bergi brotinn og hafði síðast starfað sem útkastari í Bronx, kom ekki vel saman til að byrja með enda gjörólíkir að upplagi. Don ákvað samt að ráða Tony sem bílstjóra og lífvörð og á meðan á hinu 8 vikna tónleikaferðalagi stóð kviknaði á milli þeirra vinátta sem átti eftir endast þeim til æviloka. Þetta er áhrifarík mynd sem þrátt fyrir að lýsa stækum fordómum þessa tíma í Suðurríkjum Bandaríkjanna er full af hlýju og húmor.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Hér er um upprunasögu að ræða sem hefst þegar Arthur Curry, öðru nafni Aquaman, er aðeins þriggja ára og fer fyrsti hluti myndarinnar í að sýna hvernig hann kemst að því að hann er hinn eini sanni konungur sjávarborgarinnar Atlantis. Arthur er í fyrstu ekkert allt of hrifinn af þeirri ábyrgð sem því fylgir en getur ekki hlaupist undan merkjum þegar hættur steðja að úr öllum áttum sem ekki bara ógna Atlantis og íbúum sjávarins heldur og öllu mannkyninu. Þá kemur sér vel að hann býr að ógnarkröftum, getur stjórnað sjávarföllunum, synt á hljóðhraða og talað við dýrin sem búa í hafinu auk þess sem hann nýtur ómetanlegrar aðstoðar sjávarprinsessunnar Meru sem gefur honum lítið eftir hvað ofurkrafta varðar. En andstæðingarnir eru líka öflugir, þar á meðal Ormur hálfbróðir Arthurs sem vill sameina hin sjö konungsríki hafsins og segja mannkyninu stríð á hendur enda telur hann mannfólkið bera ábyrgð á hnignun hafsins. Þá skelfilegu áætlun verður Aquaman að stöðva hvað sem það kostar ...
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Hér er um að ræða hliðarævintýri frá hinum venjulegu Spider-Man-myndum þar sem aðalsöguhetjan er Miles Morales sem telur sig hinn eina og sanna köngulóarmann. Í þeim efnum hefur hann rangt fyrir sér því hann er bara einn af nokkrum sem geta kallað sig því nafni. Að því kemst Miles þegar hann kynnist hinni framandi Spider-Manveröld þar sem köngulóarmenn, köngulóarkonur og köngulóardýr hafast við og eru öll gædd sömu ofurhæfileikunum. Þeirra á meðal er Peter Parker sem tekur Miles í kennslustund í sveiflutækninni áður en hann hittir allar hinar köngulóarútgáfunar, þar á meðal Gwen Stacy, svarta köngulóarmanninn og Spider-Ham, sem er í raun svín. Úr þessu öllu verður heljarinnar ævintýri, spennandi og mjög fyndið, þar sem hersingin þarf að takast á við glæpakónginn þykka, Wilson Fisk, sem síðast lét á sér kræla í nýjasta Spider-Man-tölvuleiknum.
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Catherine Hardwicke
Söguþráður Fegurðardrottning er neydd til að starfa fyrir glæpaforingja eftir að hún verður vitni að morði.
11. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Hundur ferðast 650 kílómetra í leit að eiganda sínum.
12. sæti - Aftur á lista
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Frant Gwo
Söguþráður Sólin er að brenna upp og deyja, og fólk um allan heim byggir gríðarstóran hreyfil sem á að færa Jörðina út af sporbaug um Sólu, og yfir í nýtt sólkerfi, sem er 4,5 ljósár í burtu. En þessi ferð, sem á að taka um 2.500 ár, er ekki með öllu hættulaus.
13. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Heimildarmynd um Fyrri heimsstyrjöldina, með myndum sem ekki hafa áður komið fyrir augu almennings. Myndin er gerð til að minnast þess að ein öld er síðan stríðinu lauk.
14. sæti - Aftur á lista
DramaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Adam Robitel
Söguþráður Sex ungmenni sem þekkjast ekki innbyrðis fá dag einn senda litla gestaþraut sem reynist, þegar hún hefur verið leyst, innihalda boð um að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma og keppa þar um milljón dollara við að leysa aðra stærri þraut. Það sem þau vita ekki og komast ekki að fyrr en það er um seinan er að nái þau ekki að leysa þrautina munu þau deyja.
15. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Joe Cornish
Söguþráður Alex er eins og hver annar 12 ára strákur þar til hann rekst á dularfullt sverð sem er stungið í stein, en þarna er á ferð sjálft Excalibur sverðið. Hann dregur sverðið úr steininum og þá gerast undur og stórmerki. Núna þarf hann að safna riddurum að hringborði sínu, og ásamt hinum goðsagnakennda galdrakarli Merlin berjast þau gegn seiðkonunni Morgana.
16. sæti - Aftur á lista
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Söguþráður Breska hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1970 og átti eftir að afla sér heimsfrægðar á næstu fimmtán árum með lögum sem eru fyrir löngu orðin sígild og allir þekkja. Í Bohemian Rhapsody er farið yfir feril sveitarinnar allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöfundarins og eins besta söngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Hápunktur myndarinnar er síðan Live Aid-tónleikarnir í júlí 1985 en frammistaða Queen á þeim hefur síðan margoft verið valin og nefnd besta tónleikaframmistaða rokksveitar fyrr og síðar ...
17. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Söguþráður Stuttmyndirnar sem keppa um Óskarsverðlaunin 2019.
18. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Travis Knight
Söguþráður Sagan segir upprunasögu vélmennisins Bumblebees. Hin átján ára gamla Charlie Watson er nýbúin að fá bílprófið og dreymir um að eignast bíl. Peningar fyrir honum eru hins vegar af skornum skammti og því hrósar hún happi þegar henni tekst að nurla saman fyrir gamalli Volkswagen-bjöllu sem hún finnur í bílakirkjugarði og er eins og fyrir einhverja töfra enn gangfær. Staðráðin í að gera bílinn upp eftir bestu getu fer Charlie með bjölluna heim í bílskúr foreldra sinna þar sem hún á eftir að uppgötva sér til mikillar undrunar að þessi bíll er langt frá því að vera eins og aðrir bílar. Í raun er þetta vélmennið Bumblebee sem er í felum og á flótta, bæði undan sérsveitarmönnum svo og öðrum vélmennum utan úr geimnum ...
19. sæti - Aftur á lista
SögulegÆviágrip
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður Snemma á 18. öldinni á England í stríði við Frakka. Hin veikbyggða drottning Anne er við völd, en náin vinkona hennar Sarah, stjórnar landinu í hennar stað, ásamt því að sinna Anna. Þegar ný þjónustustúlka, Abigail, kemur, þá tekur Sarah Abigail undir sinn verndarvæng. En eftir því sem tími Sarah fer meira og meira í að sinna málum vegna stríðsins, fer Abigail meira í hennar hlutverk, sem fylgdarkona drottningar.
20. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Jane voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heimsókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem Banks-fjölskyldan á erfitt með að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það ...
Vinsælast í bíó - 11. til 13. feb. 2019