Náðu í appið

Vinsælast í USA - 19. til 21. okt. 2020

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Mark Williams
Söguþráður Alræmdur bankaræningi, sem þráir það heitast að lifa heiðvirðu lífi, er svikinn af tveimur miskunnarlausum alríkislögreglumönnum. Hann er kallaður "inn og út bófinn" því hann er mjög vandvirkur í sínum verkefnum, og hefur stolið níu milljónum Bandaríkjadala úr litlum bönkum, en samt náð að leyna því hver hann er. En eftir að hann verður ástfanginn af Annie, þá ákveður hann að byrja upp á nýtt, og gera upp glæpafortíð sína og lifa heiðvirðu lífi. En Alríkislögreglumennirnir gætu sett strik í þann reikning.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Hill
Söguþráður Peter ákveður að fara í stríð, til að endurheimta herbergið sitt, en hann er ekki sáttur með að þurfa að deila því með afa sínum, sem hann er þó mjög hændur að. Hann fær hjálp frá vinum sínum, en afi er harðari af sér en þeir búast við, og neitar að gefast upp.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna. Söguhetjan hefur aðeins eitt orð í sínu vopnabúri - Tenet - til að berjast fyrir tilveru alls heimsins. Verkefnið er að hindra Andrei Sator, rússneskan svikara og auðmann með forskynjunarhæfileika, í að hefja þriðju heimsstyrjöldina.
4. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Henry Selick
Söguþráður Jack Skellington, graskerskóngur Halloweenbæjar, er orðinn leiður á að gera það sama á hverju ári á Halloween, eða Hrekkjavökuhátíðinni. Einn daginn þvælist hann inn í Jólabæ, og heillast svo af hugmyndinni um jólin, að hann reynir að fá allar leðurblökur, drauga og álfa í Halloweenbæ til að hjálpa sér að setja upp jól í stað Halloween í bænum - en það er hætt við því að eitthvað fari úrskeiðis.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kenny Ortega
Söguþráður Þrjúhundruð ár hafa liðið síðan Sanderson systurnar voru teknar af lífi fyrir galdra í Salem í Massachusetts. Nú snúa þær aftur fyrir tilstilli Max sem nær óvart að endurvekja þær til lífsins, en systurnar hafa núna eina nótt til að tryggja áframhaldandi tilveru sína.
6. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Lance Hool
Söguþráður Tvö pör fara ólíkar leiðir í lífinu í tvo áratugi, en óvænt tenging mun færa þau aftur saman, á máta sem enginn hefði getað spáð fyrir um.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
8. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Derrick Borte
Söguþráður Sálfræðitryllir um Rachel sem er að verða of sein í vinnuna, þegar hún hittir ókunnugan mann við umferðarljós. Fljótlega er Rachel og allir hennar nánustu orðin skotmörk þessa manns, sem upplifir sig sem afskiptan í samfélaginu, og vill nú láta finna fyrir sér í eitt skipti fyrir öll. Við tekur leikur kattarins að músinni.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Michael Matthews
Söguþráður Í heimi þar sem skrímsli hafa ráðið lögum og lofum í sjö ár, kemst Joel að því að kærastan hans er aðeins 130 kílómetra í burtu. Til að leggja í hættuför til að bjarga kærustunni, þarf Joel að uppgötva sína innri hetju.
10. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Evan Morgan
Söguþráður Þrjátíu og tveggja ára gamall spæjari, sem áður var vinsæll ungspæjari, heldur áfram að leysa sömu ómerkilegu málin og áður, milli þess sem hann liggur í þynnku og sjálfsvorkunn. En þá fær hann skyndilega í hendur fyrsta alvöru "fullorðins" sakamálið, þar sem hann þarf að finna út úr því hver myrti kærasta skjólstæðings hans með hrottalegum hætti.
1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Hill
Söguþráður Peter ákveður að fara í stríð, til að endurheimta herbergið sitt, en hann er ekki sáttur með að þurfa að deila því með afa sínum, sem hann er þó mjög hændur að. Hann fær hjálp frá vinum sínum, en afi er harðari af sér en þeir búast við, og neitar að gefast upp.
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna. Söguhetjan hefur aðeins eitt orð í sínu vopnabúri - Tenet - til að berjast fyrir tilveru alls heimsins. Verkefnið er að hindra Andrei Sator, rússneskan svikara og auðmann með forskynjunarhæfileika, í að hefja þriðju heimsstyrjöldina.
3. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kenny Ortega
Söguþráður Þrjúhundruð ár hafa liðið síðan Sanderson systurnar voru teknar af lífi fyrir galdra í Salem í Massachusetts. Nú snúa þær aftur fyrir tilstilli Max sem nær óvart að endurvekja þær til lífsins, en systurnar hafa núna eina nótt til að tryggja áframhaldandi tilveru sína.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
5. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Derrick Borte
Söguþráður Sálfræðitryllir um Rachel sem er að verða of sein í vinnuna, þegar hún hittir ókunnugan mann við umferðarljós. Fljótlega er Rachel og allir hennar nánustu orðin skotmörk þessa manns, sem upplifir sig sem afskiptan í samfélaginu, og vill nú láta finna fyrir sér í eitt skipti fyrir öll. Við tekur leikur kattarins að músinni.
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurRáðgátaTeiknimynd
Söguþráður Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum. Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma. Dag einn yfirgaf hann fjölskylduna, hvarf sporlaust, og spurðist aldrei til hans framar. Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tónlist og er meinilla við öll hljóðfæri, Miguel til mikillar mæðu. Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans, hundurinn Dante, inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg. Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu þar sem hann á síðan eftir að hitta löngu liðna ættingja sem nú eru gangandi beinagrindur. Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um hvað orðið hafi um langalangafa sinn ...
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cyrus Nowrasteh
Söguþráður Bandaríkjamanni sem er boðið til Kaíró í Egyptalandi, til að tjá sig um uppreisn hersins, er rænt. Eiginkona hans fer til borgarinnar þegar hún fær fréttirnar, harðákveðin í að leysa hann úr haldi.
8. sæti - Aftur á lista
DramaTónlistarmynd
Leikstjórn Diane Paragas
Söguþráður 17 ára stúlka frá Texas af filippeyskum ættum, reynir að láta drauma sína um að verða sveitatónlistarmaður rætast, en það togast í henni hvort hún á að fara að heiman þegar vandi steðjar að fjölskyldunni eða fara hvergi.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Irvin Kershner
Söguþráður Uppreisnarmennirnir flýja hið illa keisaraveldi og yfirgefa bækistöð sína á Hoth. Leia prinsessa, Han Solo og vélmennið C-3PO flýja í hinni löskuðu geimflaug Millenium Falcon, en eru síðar tekin til fanga af Svarthöfða og Bespin. Logi geimgengill og vélmennið R2-D2, á sama tíma, fylgja skipunum hins framliðna Ben Kenobi, og fá Jedi þjálfun hjá Yoda á Dagobah. Mun Logi ná að bjarga vinum sínum frá hinum illa Svarthöfða?
10. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Brandon Cronenberg
Söguþráður Myndin fjallar um fulltrúa sem vinnur fyrir leynileg samtök sem nota heilaígreiðslutækni, til að komast inn í líkama annars fólks. Þetta verður til þess að fólkið fremur leigumorð fyrir vel borgandi viðskiptavini.
Vinsælast í bíó - 19. til 21. okt. 2020