Vinsælast í USA - 24. til 26. apr. 2017

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher. Hvað Dominic gengur til með þessu veit enginn og spurningin er hvort hann viti það sjálfur!
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Myndin segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í hvern þann slag sem lífið býður upp á. En fyrst þarf hann ásamt sjö ára bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðungum að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna – hvolpana.
3. sæti - Aftur á lista
RómantískÆvintýramyndSöngleikur
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann?
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Zach Braff
Söguþráður Þegar þrír aldnir æskuvinir, þeir Al, Willie og Joe, standa skyndilega uppi með vonda fjárhagsstöðu eftir að bankinn svíkur þá um lífeyri ákveða þeir að bregðast við með því að ræna bankann á móti. En fyrst þurfa þeir að undirbúa sig.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi leiðir það til þess að hún, Gáfnastrumpur, Kraftastrumpur og Klaufastrumpur halda í leiðangur í leit að sannleika málsins, þvert á vilja Æðstastrumps.
6. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Leikstjórn Chuan Lu
Söguþráður Myndin fjalla um pandabirnu og hún hennar, gylltan apa, og snjóhlébarðalæðu og tvo unga hennar.
7. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Denise Di Novi
Söguþráður Eftir skilnað við eiginmann sinn David hefur Tessa borið þá von í brjósti að hann muni snúa til hennar og dóttur þeirra aftur. Sú von fer fyrir lítið þegar hún uppgötvar að David er byrjaður í sambúð með konu að nafni Julia. Í fyrstu reynir Tessa að láta á engu bera en smám saman breytast særindi hennar í reiði og síðan í afbrýðisemi og þvílíkt hatur að hún ákveður að eyðileggja líf Juliu eins og hún telur hana hafa eyðilagt sitt.
8. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Marc Webb
Söguþráður Frank, einhleypur maður í Flórída sem elur upp undrabarnið og frænku sína Mary, dregst inn í forsjárdeilu við móður sína.
9. sæti - Aftur á lista
DramaSöguleg
Leikstjórn Terry George
Söguþráður Myndin gerist á síðustu dögum Ottoman veldisins og fjallar um ástarþríhyrning á milli Michael, sem er snjall læknisfræðinemi, hinnar fáguðu og fögru Ana, og Chris, virts bandarísks blaðamanns búsettum í París.
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDrama
Leikstjórn James Gray
Leikarar: Brad Pitt
Söguþráður
11. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Justin Barber
Söguþráður 20 árum eftir að þrír unglingar hverfa í kjölfar þess að dularfull ljós sjást á himnum yfir Phoenix í Arzona, þá finnst áður óséð ljósmynd frá kvöldinu, sem bregður ljósi á síðustu klukkustundirnar í lífi þeirra.
12. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Parið Chris og Allison eru ákaflega ástfangin hvort af öðru, en þau eru hvort af sínum kynþættinum, hann svartur en hún hvít. Að því kemur að Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en af því hefur Chris nokkrar áhyggjur því hann er hræddur um að foreldrar hennar taki sér ekki vel. Hann verður samt að láta á það reyna en á heldur betur eftir að sjá eftir því!
13. sæti - Aftur á lista
14. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jordan Vogt-Roberts
Söguþráður Hópur her- og vísindamanna er sendur í könnunarleiðangur til dularfullrar eyju í miðju Kyrrahafinu sem talin er luma á miklum verðmætum. Það reynist rétt en þau verðmæti eru hins vegar af allt öðrum toga en nokkurn gat grunað ... Leiðangurinn snýst fljótlega upp í baráttu upp á líf eða dauða því ekki aðeins þurfa leiðangursmenn að glíma við sjálfan King Kong heldur einnig hin skelfilegu skrímsli „skullcrawlers“ sem eira engum – og engu sem á annað borð er lifandi ...
15. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður
16. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Dean Israelite
Söguþráður Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi.
17. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Ben Wheatley
Söguþráður Myndin gerist í Boston árið 1978. Fundur tveggja glæpagengja í gömlu vöruhúsi, breytist í skotbardaga og baráttu upp á líf og dauða.
18. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Þeir Logan og Charles Xavier, einnig þekktir sem Wolverine og prófessor X, hafa dregið sig í hlé frá skarkala umheimsins og lifa nú rólegu lífi einhvers staðar við mexíkósku landamærin þar sem þeir reyna að láta lítið á sér bera. En þá birtist hin unga Laura Kinney, öðru nafni X-23, og þar með er friðurinn úti.
19. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaGlæpamyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Sanders
Söguþráður Motoko Kusanagi, sem er alltaf kölluð The Major, er mennsk en um leið er líkami hennar gæddur hátæknivélbúnaði sem gerir hana nánast ósigrandi í þrotlausri baráttu við þrjóta sem vilja komast yfir þá tækni sem fyrirtækið sem skapaði hana ræður yfir. Hingað til hefur Motoko og teymi hennar náð að verjast öllum árásum en nú er kominn til sögunnar nýr andstæðingur sem er öflugari en allir aðrir sem þau hafa áður tekist á við.
20. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Nacho Vigalondo
Söguþráður Kona uppgötvar að hrikaleg stórslys eru á einhvern hátt tengd geðrænum áföllum sem hún hefur gengið í gegnum.
Vinsælast í bíó - 24. til 26. apr. 2017