Vinsælast í USA - 15. til 17. okt. 2018

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Myndin segir frá því þegar blaðamaðurinn Eddie Brock kemst í snertingu við dularfullt efni utan úr geimnum sem tekur sér bólfestu í honum og gerir honum kleift að breyta sér í ófrýnilegu ofurhetjuna Venom.
2. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama.
3. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Damien Chazelle
Söguþráður Sannsöguleg mynd um líf geimfarans Neil Armstrong sem fyrstur steig fæti á tunglið, en myndin gerist í aðdraganda geimferðarinnar, 1961 -1969. Fjallað er um fórnirnar sem þurfti að færa í þessari hættulegustu ferð í sögu geimferðanna.
4. sæti - Aftur á lista
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Myndin fjallar um samfélag snjómanna hátt uppi í snæviþöktum fjöllum sem vita ekki að til séu siðuð samfélög fyrir utan þeirra eigið. Sögur hafa vissulega sprottið upp öðru hverju af smáskrímslum sem hafa komið röltandi neðan frá og upp á tindinn en öllum slíkum sögum hefur verið vísað frá sem hjátrú í besta falli og bulli og vitleysu í því versta. Það kemur því heldur betur fát á einn ungan snjómann, Mígo, þegar hann rekst einmitt á svona smáskrímsli í eigin persónu sem því miður sleppur þó úr greipum hans. Mígo reynir að segja hinum snjómönnunum frá þessu en uppsker bara hæðni og hlátur eins og hann sé sjálfur genginn af göflunum. Við það getur Mígo ekki sætt sig, því hann veit hvað hann sá, og ákveður að halda einn síns liðs niður fjallið og finna hvar smáskrímslin halda sig svo hann geti sannað sitt mál í eitt skipti fyrir öll ...
6. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Malcolm D. Lee
Söguþráður Teddy Walker er sölumaður af guðs náð en á við þann vanda að stríða að hann hætti í framhaldsskóla á sínum tíma og tók aldrei lokaprófið. Af þeim sökum getur hann ekki fengið starf þar sem launin eru nógu mikil til að hann geti stofnað fjölskyldu með sinni heittelskuðu Lisu. Og hvað gera menn þá? Jú ... menn fara auðvitað í kvöldskóla og freista þess að ná prófinu þótt seint sé. Vandamálið í tilfelli Teddys er hins vegar að hann þjáist af öllu því sem kemur í veg fyrir að hann geti lært, þ. á m. bæði les- og skrifblindu auk þess sem hann er hræddur við tölur og getur ekki leyst einföldustu stærðfræðidæmi. Honum til happs er að kennarinn hans í kvöldskólanum, Carrie, er ekkert blávatn og sættir sig ekki við annað en að nemendur hennar nái tilskildum árangri ...
7. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Drew Goddard
Söguþráður Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á El Royale-hótelinu, en það stendur þannig á ríkjamörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur herbergjanna er Nevada-megin en hinn helmingurinn Kaliforníu-megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir gista. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til andskotans.
8. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Eftir að Lewis Barnavelt missir foreldra sína, er hann sendur til Michigan til að búa með frænda sínum Jonathan. Hann kemst að því að frændinn er seiðkarl, og sogast með honum inn í heim galdra og seiðmögnunar. En það eru fleiri sem búa yfir sambærilegum kröftum, þar á meðal hinn illi Isaac Izard, sem vill valda heimsendi, bara til að sjá hvað gerist eftir á. Til að koma þessu í kring býr hann til töfraklukku með svartagaldri, en klukkan mun halda áfram að ganga svo lengi sem hún er til, og telur niður allt til dómsdags. Izard lést áður en hann gat lokið við smíði klukkunnar, en til allrar óhamingju faldi hann klukkuna heima hjá sér, þar sem Jonathan býr núna. Núna þurfa Lewis og Jonathan að finna klukkuna áður en það er um seinan, og áður en ekkja Isaac, Selena, finnur hana.
9. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamynd
Leikstjórn George Tillman Jr.
Söguþráður Starr Carter lifir í tveimur heimum: fátækrahverfinu þar sem þeldökkir búa, og þar sem hún sjálf býr, og heimi hvíta ríka fólksins, þar sem hún er í skóla. Jafnvægið á milli þessa raskast þegar Starr verður vitni að því þegar æskuvinur hennar Khalil er myrtur af lögreglunni. Núna er pressa frá öllum hliðum, og Starr þarf að finna styrk til að standa með því sem er satt og rétt.
10. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Paul Feig
Söguþráður Stephanie er videóbloggari í smábæ í Connecticut sem fjallar í bloggi sínu um ýmislegt sem við kemur mömmum, uppeldi og heimilishaldi. Þegar einn af íbúum bæjarins, hin fagra en dularfulla Emily, sem Stephanie hafði kynnst nokkrum vikum fyrr, hverfur sporlaust, ákveður hún að rannsaka málið sjálf.
11. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður The Nun segir frá ungri nunnu, Irene, sem er ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í suðurhluta Transylvaníu. Fljótlega eftir komuna þangað uppgötva þau Irene og Burke að hlutirnir eru sannarlega ekki með felldu í klaustrinu því þar hefur hin framliðna og meinilla nunna Valak tekið völdin ...
12. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Nick Searcy
Söguþráður Saga Dr. Kermit Gosnell, sem um áratugaskeið rak fóstureyðingarstofu í Fíladelfíu. Árið 2010 gerir lögreglan áhlaup á stofuna vegna gruns um að ávísanir á ólögleg lyf. Þeir fá áfall yfir sóðaskapnum á staðnum, og komast að því að ekki er allt með felldu.
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Jon M. Chu
Söguþráður Þau Rachel, sem er hagfræðiprófessor í New York, og Nick, sem stundar viðskipti í borginni, hafa verið saman í rúmlega ár og eru ástfangnari en nokkurn tíma fyrr. Nick ákveður því að bjóða Rachel til Singapúr að hitta fjölskyldu sína, en sú fjölskylda á sannarlega eftir að koma henni verulega á óvart. Það sem Rachel veit ekki þegar hún leggur upp í ferðina til Singapúr ásamt Nick er að hann er kominn af ríkasta fólki landsins. Því hafði hann haldið leyndu og því líka að hann hefur um árabil verið eftirsóttasti piparsveinn landsins. Þegar við bætist að móðir hans er síður en svo sátt við val hans á kvonfangi og reynir allt sem hún getur að til að hrekja Rachel á brott þarf Rachel að ákveða hvort hún eigi að hrökkva eða stökkva ...
14. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Wash Westmoreland
Söguþráður Eftir að hafa gifst vinsælum rithöfundi frá París, sem þekktur er undir nafninu Willy, þá flyst Sidonie-Gabrielle Colette frá æskuheimili sínu í franskri sveit, til Parísar þar sem allt iðar af menningu og mannlífi. Fljótlega sannfærir Willy Colette um að skrifa fyrir sig í hans nafni. Hún skrifar hálf sjálfsævisögulega skáldsögu um sniðuga og djarfa stúlku sem kallast Claudine, og nær bókin metsölu og verður umtöluð. Eftir velgengnina þá verða þau Colette og Willy vel þekkt í París, og ævintýri þeirra verða kveikjan að fleiri sögum um Claudine. Barátta Colette á sviði höfundarréttar og kynjamála verða til þess að hún nær að yfirvinna samfélagslegar hömlur, og hún umbyltir bókmenntunum og tísku m.a.
15. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn David Lowery
Söguþráður Myndin er byggð á sannri sögu af Forrest Tucker sem á fífldjarfan hátt strauk frá San Quentin fangelsinu þegar hann var sjötugur, og hóf að ræna og rupla í kjölfarið. Á hælunum á honum var rannsóknarlögreglumaðurinn John Hunt, sem heillaðist af stíl Tucker, og kona sem elskar hann þrátt fyrir val hans á vafasömu lífsviðurværi.
16. sæti - Aftur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Gregory Plotkin
Söguþráður Grímuklæddur fjöldamorðingi breytir hryllings-skemmtigarði í sinn eigin leikvöll, og hræðir líftóruna úr hópi vina á meðan aðrir gestir halda að þetta sé allt hluti af skemmtiatriðunum í garðinum.
17. sæti - Aftur á lista
GamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jacques Audiard
Söguþráður Á sjötta áratug nítjándu aldarinnar í Oregon er gulleitarmaður á flótta undan hinum alræmdu leigumorðingjum, the Sisters Brothers.
18. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Þótt þrettán ár séu liðin frá því við hittum Parr-fjölskylduna hefur tíminn í sögunni um þau lítið liðið því myndin byrjar nánast þar sem þeirri fyrstu lauk. Eftir að hafa bjargað heiminum frá glötun færist nú ró yfir fjölskyldulífið, allt þar til Helenu er boðið nýtt og mikilvægt starf sem hún getur ekki hafnað. Vandamálið við það er að þá verður Bob auðvitað að sjá um heimilishaldið en það er langt í frá létt verk því það inniheldur að hafa hemil á krökkunum þremur, þeim Violet, Dash og hvítvoðungnum Jack- Jack sem er stórhættulegur sem fyrr því hann hefur lítið vald yfir ofurkröftum sínum og má alls ekki borða kökur. En að sjálfsögðu gerast síðan atburðir sem kalla á að Parr-fjölskyldan bretti enn á ný upp ermarnar og bjargi mannkyninu frá tortímingu ...
19. sæti - Aftur á lista
DramaÆviágrip
Söguþráður Myndin er byggð á metsölubók og æviminningum föður og sonar, þeim David og Nic Sheff. Þetta er átakanleg en um leið heillandi saga af fjölskyldu sem þarf að takast á við fíkniefnavanda sonarins.
20. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Björn Runge
Söguþráður Joan Castleman er vel gefin og bráðfalleg kona, sem hefur helgað líf sitt eiginmanni sínum Joe, sem er frægur rithöfundur. Hún hefur sætt sig við framhjáhald af hans hálfu, og afsakanir sem hann tengir við “listina”, með reisn og húmor. En nú er staðfesta Joan að bresta. Kvöldið sem Joe er að fara að taka á móti Nóbelsverðlaununum í bókmenntum, ákveður Joan að horfast í augu við þær fórnir sem hún hefur fært, og opinbera leyndarmálið við feril eiginmannsins.
Vinsælast í bíó - 15. til 17. okt. 2018