Náðu í appið

Vinsælast í USA - 9. til 11. maí 2022

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Sam Raimi
Söguþráður Dr. Stephen Strange leggur á forboðin álög sem opna gáttir inn í hliðarheima, þar á meðal yfir í aðrar útgáfur af honum sjálfum. Ógnin sem þetta skapar fyrir mannkynið er meiri en Strange, Wong og Wanda Maximoff ráða við í sameiningu.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Pierre Perifel
Söguþráður Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En þegar gengið er loksins gómað þá gerir Mr. Wolf samning um að ef þau sleppi við fangavist þá ætli þau að hætta öllu misjöfnu. Þau ætla að sjálfsögðu ekki að virða samninginn en hyggjast blekkja heiminn og láta alla trúa að þau séu orðin hin mestu ljúfmenni. Á sama tíma fer Mr. Wolf þó að spá í hvort að góðverkin muni veita honum það sem hann hefur alltaf þráð: viðurkenningu. En þegar nýr þrjótur ógnar borginni, mun Mr. Wolf takast að sannfæra hina um að verða ... The Good Guys, eða Góðu gaurarnir?
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí. En um leið og þau eru horfin út um dyrnar birtist Dr. Robotnik á ný, nú með nýjum félaga, Knuckles, í leit að gimsteini sem getur bæði byggt og eyðilagt heilu menningarsamfélögin. Sonic fer með félaga sínum Tails, í leit að gimsteininum áður en hann kemst í rangar hendur.
4. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander. Albus Dumbledore prófessor veit að hinn valdamikli galdramaður Gellert Grindelwald vill ná yfirráðum yfir galdraheiminum. Dumbledore getur ekki stöðvað hann einn og fær því töfrafræðinginn Newt Scamander til liðs við sig, til að fara fyrir liði töframanna, norna og einum Mugga bakara, í hættulega ferð þar sem gömul og ný skrímsli verða á vegi þeirra.
5. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, frú Wong, þeysist inn í klikkað ævintýri þar sem hún er ein fær um að bjarga heiminum með því að kanna aðra alheima sem tengjast lífskeiðum sem hún gæti hafa lifað.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Aaron Nee, Adam Nee
Söguþráður Höfundur rómantískra ástarsagna er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt sjóðheitri karlfyrirsætunni á bókarkápunni. Auðugur fjársjóðsleitarmaður vill að rithöfundurinn hjálpi sér að finna Týndu borgina og hann bregður á það ráð að ræna höfundinum – og fyrirsætan ákveður að bjarga deginum!
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Tom Gormican
Söguþráður Skítblankur stórleikarinn Nicolas Cage, sem leikur hér sjálfan sig, samþykkir að koma fram gegn greiðslu einnar milljónar Bandaríkjadala í afmælisveislu milljarðamæringsins Javi Gutierrez á Mallorca, en Gutierrez er mikill aðdáandi leikarans. Þeir Cage og Gutierrez ná vel saman í veislunni en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Cage er ráðinn til að verða uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA til að fletta ofanaf Gutierrez, sem reynist vera forhertur glæpamaður.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Leigumorðingi áttar sig á að hann er sjálfur orðinn skotmark þegar hann neitar að ljúka verkefni fyrir hættuleg glæpasamtök. Nú þarf hann að elta uppi og drepa fólkið sem réð hann til starfa áður en þau og alríkislögreglumaðurinn Vincent Serra ná til hans fyrst. Alex er afar fær í sínu fagi, en minnið er farið að bregðast honum og hann þarf því að velta hverju skrefi vandlega fyrir sér sem gerir mörkin milli þess sem er rétt og rangt þokukennd.
10. sæti - Aftur á lista
DramaÆviágrip
Leikstjórn Rosalind Ross
Söguþráður Myndin segir sögu séra Stuart Long, hnefaleikamanns sem gerðist prestur. Vegferð hans frá sjálfstortímingu til endurlausnar varð mörgum mönnum mikill innblástur.
11. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Roger Michell
Söguþráður Árið 1961 stal hinn sextíu ára gamli leigubílstjóri Kempton Bunton andlitsmynd sem spænski listmálarinn Francisco Goya málaði af hertoganum af Wellington sem hékk uppi í National Gallery í London. Hann sendi svo lausnargjaldsbréf þar sem hann sagðist myndu skila málverkinu ef ríkisstjórnin setti meiri fjármuni í öldrunarþjónustu.
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Hermanninum fyrrverandi Will Sharp vantar sárlega fé til að greiða sjúkrakostnað eiginkonunnar. Hann leitar hjálpar hjá eina manninum sem hann veit að hann ætti ekki að leita til, ættleiddum bróður sínum Danny. Danny er atvinnuglæpamaður og býður Sharp upp á valkost, að taka þátt í stærsta bankaráni allra tíma í Los Angeles, þar sem stela á 32 milljónum Bandaríkjadala. Will er í klemmu vegna veikinda eiginkonunnar og getur ekki sagt nei. En þegar flóttinn fer illilega úrskeiðis, þá ræna bræðurnir sjúkrabíl með særðri löggu og bráðaliða innanborðs. Nú fer í hönd æsispennandi eltingarleikur um alla borg.
1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Pierre Perifel
Söguþráður Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En þegar gengið er loksins gómað þá gerir Mr. Wolf samning um að ef þau sleppi við fangavist þá ætli þau að hætta öllu misjöfnu. Þau ætla að sjálfsögðu ekki að virða samninginn en hyggjast blekkja heiminn og láta alla trúa að þau séu orðin hin mestu ljúfmenni. Á sama tíma fer Mr. Wolf þó að spá í hvort að góðverkin muni veita honum það sem hann hefur alltaf þráð: viðurkenningu. En þegar nýr þrjótur ógnar borginni, mun Mr. Wolf takast að sannfæra hina um að verða ... The Good Guys, eða Góðu gaurarnir?
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí. En um leið og þau eru horfin út um dyrnar birtist Dr. Robotnik á ný, nú með nýjum félaga, Knuckles, í leit að gimsteini sem getur bæði byggt og eyðilagt heilu menningarsamfélögin. Sonic fer með félaga sínum Tails, í leit að gimsteininum áður en hann kemst í rangar hendur.
3. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander. Albus Dumbledore prófessor veit að hinn valdamikli galdramaður Gellert Grindelwald vill ná yfirráðum yfir galdraheiminum. Dumbledore getur ekki stöðvað hann einn og fær því töfrafræðinginn Newt Scamander til liðs við sig, til að fara fyrir liði töframanna, norna og einum Mugga bakara, í hættulega ferð þar sem gömul og ný skrímsli verða á vegi þeirra.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.
5. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, frú Wong, þeysist inn í klikkað ævintýri þar sem hún er ein fær um að bjarga heiminum með því að kanna aðra alheima sem tengjast lífskeiðum sem hún gæti hafa lifað.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Aaron Nee, Adam Nee
Söguþráður Höfundur rómantískra ástarsagna er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt sjóðheitri karlfyrirsætunni á bókarkápunni. Auðugur fjársjóðsleitarmaður vill að rithöfundurinn hjálpi sér að finna Týndu borgina og hann bregður á það ráð að ræna höfundinum – og fyrirsætan ákveður að bjarga deginum!
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Tom Gormican
Söguþráður Skítblankur stórleikarinn Nicolas Cage, sem leikur hér sjálfan sig, samþykkir að koma fram gegn greiðslu einnar milljónar Bandaríkjadala í afmælisveislu milljarðamæringsins Javi Gutierrez á Mallorca, en Gutierrez er mikill aðdáandi leikarans. Þeir Cage og Gutierrez ná vel saman í veislunni en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Cage er ráðinn til að verða uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA til að fletta ofanaf Gutierrez, sem reynist vera forhertur glæpamaður.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Martin Campbell
Söguþráður Leigumorðingi áttar sig á að hann er sjálfur orðinn skotmark þegar hann neitar að ljúka verkefni fyrir hættuleg glæpasamtök. Nú þarf hann að elta uppi og drepa fólkið sem réð hann til starfa áður en þau og alríkislögreglumaðurinn Vincent Serra ná til hans fyrst. Alex er afar fær í sínu fagi, en minnið er farið að bregðast honum og hann þarf því að velta hverju skrefi vandlega fyrir sér sem gerir mörkin milli þess sem er rétt og rangt þokukennd.
Vinsælast í bíó - 9. til 11. maí 2022