Náðu í appið

Vinsælast í USA - 16. til 18. mar. 2020

1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, erfiðum hindrunum og óvæntum uppákomum. Þegar Lára, óttalaus móðir drengjanna, áttar sig á því að þeir eru horfnir, fer hún að leita þeirra ásamt sérkennilegri ævintýraveru sem kallast Mantíkóran. Þessi eini töfradagur á eftir að kenna þeim öllum meira en þau hefðu nokkurn tíma getað ímyndað sér.
2. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Andrew Erwin, Jon Erwin
Söguþráður Sönn saga kristilega tónlistarmannsins Jeremy Camp, um hvernig líf hans snýst um að sanna að það sé þrátt fyrir allt, ætíð von handan við hornið.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dave Wilson
Söguþráður Úrvalshermaðurinn Ray Garrison deyr í bardaga, en er reistur upp frá dauðum með hjálp háþróaðrar tækni, og fær í leiðinni ofurkrafta. Kraftarnir gera honum einnig kleift að læknast mjög fljótt af meiðslum. Með þessa nýju hæfileika í farteskinu leitar hann hefnda á þeim sem drápu eiginkonu hans. Hann kemst fljótlega að því að engum er treystandi. En getur hann treyst sjálfum sér?
4. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Leigh Whannell
Söguþráður Þegar ofbeldisfullur eiginmaður Cecilia fremur sjálfsmorð og erfir hana að umtalsverðum fjármunum, þá fer hana að gruna að dauði hans hafi verið settur á svið. Eftir að hver atburðurinn rekur annan þar sem hún lendir í lífshættu, þá reynir hún að sanna að hún sé elt af ósýnilegum manni.
5. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Craig Zobel
Söguþráður Tólf ókunnugir einstaklingar vakna í skógarrjóðri. Þeir vita ekki hver þau eru, eða hvernig þau komust þangað. Þau vita ekki að þau voru valin - í sérstökum tilgangi - í Veiðina.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Lögreglumaður í smábæ kynnist litlum, bláum og ofursnöggum broddgelti, og þarf nú að hjálpa honum í baráttu gegn illa innrætta snillingnum Dr. Robotnik, sem hyggur á heimsyfirráð.
7. sæti - Aftur á lista
DramaÍþróttamynd
Leikstjórn Gavin O'Connor
Söguþráður Fyrrum körfuboltaleikmaður, sem glímir við áfengissýki, fær boð um að gerast þjálfari í gamla skólanum sínum. Þegar liðið hans kemst á sigurbraut, þá gæti hann notað tækifærið til að horfast í augu við sína innri djöfla. En dugar það?
8. sæti - Aftur á lista
DramaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Sanders
Söguþráður Líf heimilishundsins Buck breytist mikið þegar hann er skyndilega fluttur til óbyggða Alaska til að verða þar sleðahundur, á tímum gullæðisins undir lok 19. aldar. Þar verður Buck nýjasta viðbótin í sleðahundateymi sem sér um að flytja póst á milli staða. Í Alaska upplifir Buck mikil ævintýri, og finnur sína réttu hillu í lífinu.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Autumn de Wilde
Söguþráður Kvikmyndagerð af Emmu, sögu Jane Austen. Sagan gerist á 19. öldinni í Englandi, og segir af ungri konu sem skiptir sér af ástarlífi vinkvenna sinna. Emma Woodhouse er falleg, klár og rík, en vill allt fyrir vinkonur sínar gera, til að þær finni hinn eina rétta
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður Það eru liðin sextán ár síðan æskuvinirnir og lögreglufélagarnir Marcus Burnett og Mike Lowrey börðust síðast við eiturlyfjabaróna og annan óþjóðalýð í Miami og er óhætt að segja að þeir hafi hægt á sér að undanförnu enda báðir komnir nálægt því að fara á eftirlaun. En skyndilega er friðurinn úti! Albanskur málaliði skýtur upp kollinum, staðráðinn í að hefna bróður síns sem féll í einum skotbardaganum við þá félaga. Og við þeirri vá verða þeir auðvitað að bregðast ...
11. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Cathy Yan
Söguþráður Eftir aðskilnað við Jókerinn, þá gengur Harley Quinn til liðs við ofurhetjurnar Black Canary, Huntress og Renee Montoya, sem ætla í sameiningu að bjarga ungri stúlku frá illum glæpaforingja.
12. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Chris Henchy
Söguþráður Saga af óheppilegu atviki í menntaskóla árið 1992, sem fær grínarana til að fara í ferðalag og keppa í falinni myndavél, í þeim tilgangi að snúa við klukkunni og endurheimta þrjá af fjórum grínurunum.
13. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Eftir að hafa sloppið naumlega úr Jumanji-leiknum hafa þau Bethany, Fridge og Martha lítinn áhuga á að heimsækja hann á ný. Það neyðast þau hins vegar til að gera þegar Spencer hverfur aftur inn í leikinn og í þetta sinn fara óvart með þeim afi Spencers, Eddie, og besti vinur hans, Milo. Nú er bara að finna Spencer, passa upp á að Eddie og Milo fari sér ekki að voða og sleppa svo út í raunheima á ný!
14. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Brent Bell
Söguþráður Þegar fjölskylda flytur inn í stórhýsið í Heelshire, þá vingast yngsti sonurinn við dúkkuna Brahms.
15. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Sam Mendes
Söguþráður 1917 gerist í fyrri heimsstyrjöldinni, nánar tiltekið í NorðurFrakklandi vorið 1917, þegar tveimur breskum hermönnum, Schofield og Blake, er falið að koma þeim áríðandi skilaboðum til 1600-manna herdeildar sem komin er að víglínu Þjóðverja að hún sé um það bil að fara að ganga í gildru og verði þurrkuð út eins og hún leggur sig snúi hún ekki við nú þegar.
16. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Bong Joon Ho
Söguþráður Myndin fjallar um bláfátæka fjölskyldu í kóreskri borg en einn daginn breytist allt þegar sonurinn fær vinnu við að kenna unglingsstúlku ríkra hjóna.
17. sæti - Aftur á lista
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Jeff Wadlow
Söguþráður Hryllingsútgáfa af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum frá áttunda áratug síðustu aldar, sem gerðust á glæsilegu hóteli á eyju. Hinn heillandi Mr. Roarke lætur drauma heppinna gesta sinna rætast. En þegar draumarnir breytast í martraðir, þá þurfa gestirnir að leysa ráðgátuna um eyna, til að sleppa þaðan lifandi.
18. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Céline Sciamma
Söguþráður Hin unga listakona Marianne er ráðin í verkefni við að mála portrett af Héloïse, tilvonandi brúður sem hefur ítrekað neitað að sitja fyrir því hún neitar að giftast manninum sem til stendur að binda hana við. Marianne dulbýr sig sem vinnukonu til að ávinna sér traust hennar en ekki líður á löngu þar til hún verður ástfangin af fyrirsætunni.
19. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kenji Nagasaki
Söguþráður Hópur ungmenna sem vill verða ofurhetjur, tekst á við fólk með sérstaka hæfileika.
20. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Spæjari rannsakar dauða ættföðurs í sérkennilegri og átakagjarnri fjölskyldu. Þegar hinn þekkti glæpasagnahöfundur Harlan Thrombley finnst látinn á heimili sínu, rétt eftir 85 ára afmæli sitt, þá er hinn hnýsni en jafnframt háttprúði rannsóknarlögreglumaður Benoit Blanc ráðinn til að rannsaka málið.
Vinsælast í bíó - 16. til 18. mar. 2020