Vinsælast í USA - 14. til 16. okt. 2019

1. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður Upprunasaga Arthurs Fleck og hvernig mótlætið sem hann mætti í lífinu breytti honum smám saman í stórglæpamanninn síhlæjandi, Joker, sem eins og flestir vita varð síðar að einum helsta andstæðingi Bruce Wayne/Batmans í Gothamborg.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Heimsins furðulegasta fjölskylda, Addams-fjölskyldan, hefur nýverið flutt sig um set og hreiðrað um sig í gömlu húsi í New Jersey þar sem krakkarnir, Wednesday og Pugsley, þurfa nú að ganga menntaveginn eins og önnur börn. Ekki líður á löngu uns þessi sérstaka fjölskylda er búin að gera allt vitlaust á svæðinu án þess þó að gera sér grein fyrir út af hverju!
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Henry Brogan er reyndur leigumorðingi hins opinbera en er búinn að fá sig fullsaddan af starfinu og leitar leiða til að draga sig í hlé. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem býr yfir jafnmikilli vitneskju og hann um myrkraverk stjórnarinnar. Dag einn uppgötvar hann að hann er sjálfur orðinn bráð leigumorðingja sem virðist vita allt um hann. Þeim aðila, Junior, hefur verið falið að drepa hann, en sá reynist vera klónn af honum sjálfum og þekkir því hverja hans hreyfingu og taktík.
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan gerist í Kína og við kynnumst hér ungu tónlistarkonunni og fiðluleikaranum Yi sem verður meira en lítið hissa þegar hún rekst á ungan en risastóran snjómann í felum á þaki blokkarinnar þar sem hún býr. Þeim verður strax vel til vina og þegar Yi áttar sig á að snjómanninum unga hefur verið rænt fær hún vini sína, þá Jin og Peng, til að aðstoða sig við að koma honum aftur heim til fjölskyldu sinnar sem býr á toppi Everest-tinds í Himalaja-fjöllum ...
5. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Michael Engler
Söguþráður Saga Crawley fjölskyldunnar heldur áfram, auðugra landeigenda í Englandi snemma á tuttugustu öldinni. Lífið gengur sinn vanagang í Downton Abbey með alls konar blæbrigðum þegar Crawley-hjónunum Robert og Coru berast þau skilaboð að Georg fimmti, konungur Englands, og Mary drottning ætli að heimsækja þau á setrið. Eins og gefur að skilja fer allt í háaloft í Downton Abbey við þessar fréttir og undirbúningurinn hefst ...
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Lorene Scafaria
Söguþráður Hustlers fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa súlustöðum í New York á árunum eftir aldamótin síðustu og löðuðu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu margir hverjir í peningum á þeim tíma. En svo kom hrunið!
7. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Rupert Goold
Söguþráður Skemmtikrafturinn Judy Garland kemur til Lundúna að vetri til árið 1968 til að syngja á röð tónleika, sem allir eru uppseldir.
8. sæti - Aftur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Andy Muschietti
Söguþráður Lúðaklúbburinn er orðinn fullorðinn, enda 27 ár frá atburðum fyrri myndarinnar. Þá fá þeir símtal með hræðilegum skilaboðum, og þeir neyðast til að snúa aftur á fornar slóðir.
9. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Jon Lucas, Scott Moore
Söguþráður Gamanmynd um það hvað getur gerst þegar þú elskar símann þinn meira en allt annað í lífinu. Phil glímir við meðvirkni á háu stigi - hann er háður símanum sínum. Hann á enga vini, hann vinnur við að skrifa topp tíu lista, og lifir engu ástalífi. En nú er staða hans að breytast. Þegar hann neyðist til að uppfæra símann sinn, þá kemur nýja útgáfan með óvæntri virkni ... Jexi - sem er gervigreindar markþjálfi, sýndarveruleikaaðstoð og klappstýra. Með þessari hjálp byrjar Phil smám saman að öðlast venjulegt líf á ný. En eftir því sem hann verður minna háður símanum, þá þróast gervigreindin yfir í tæknimartröð, sem er ákveðin í að halda Phil fyrir sjálfa sig, hvað sem það kostar.
10. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfisins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu.
11. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Adrian Grunberg
Söguþráður Vonir Johns Rambo um að fara að geta tekið því rólega á fjölskyldubúgarðinum fara fyrir lítið þegar ungri frænku hans er rænt af mexíkósku glæpagengi og hann neyðist til að fara til Mexíkó til að frelsa hana úr prísundinni áður en það er of seint.
12. sæti - Aftur á lista
DramaÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jon Favreau
Söguþráður Þetta stórkostlega ævintýri segir sögu Simba, fjörugs ljónsunga sem hlakkar óskaplega mikið til að vera konungur. Skari frændi hans leiðir hann á glapstigu og Simbi tileinkar sér kæruleysislegan lífsmáta ásamt kostulegum förunautum, þeim Tímon og Pýmba, og gleymir konunglegri ábyrgð sinni. En örlögin grípa í taumana og hann þarf að endurheimta sess sinn í „Hringrás lífsins“...
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Joon-ho Bong
Söguþráður Myndin fjallar um bláfátæka fjölskyldu í kóreskri borg en einn daginn breytist allt þegar sonurinn fær vinnu við að kenna unglingsstúlku ríkra hjóna.
14. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Gene Stupnitsky
Söguþráður Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn. Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max, Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“ þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrrnefndan dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum, þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ...
15. sæti - Aftur á lista
Ævintýramynd
Söguþráður Zak, sem er með Down Syndrome, strýkur af stofnuninni sem hann býr á til að láta draum sinn um að verða fjölbragðaglímukappi verða að veruleika.
16. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Paul Downs Colaizzo
Söguþráður Ung kona ákveður að gera breytingar á sínu lífi til batnaðar, og byrjar að æfa fyrir New York maraþonið.
17. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Billy Senese
Söguþráður Það reynir á geiðheilsu geðlæknis á spítala, þegar hræddur minnislaus sjúklingur fullyrðir að hann hafi dáið og hafi komið með hræðilega hlut með sér að handan.
18. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Leikstjórn Robin McKenna
Söguþráður Heimildarmynd sem fjallar um það hvort að lífið sé um að afla eða gefa. Myndin er byggð á metsölubókinni The Gift, eftir Lewis Hyde.
19. sæti - Aftur á lista
DramaSöguleg
Leikstjórn Kaige Chen, Zheng Xu
Leikarar: Jing Wu, Bo Huang
Söguþráður Samansafn sjö stuttmynda, eftir mismunandi leikstjóra. Sögurnar byggjast á sjö atvikum í sögunni frá því alþýðulýðveldið Kína var stofnað.
20. sæti - Aftur á lista
Rómantísk
Leikstjórn Michael Damian
Söguþráður Myndin fjallar um hæfileikaríkan nútímadansara og píanóleikara, sem taka þátt í sýningarferðalaginu Free Dance.
Vinsælast í bíó - 14. til 16. okt. 2019