Vinsælast í USA - 22. til 24. maí 2017

1. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Í myndinni fylgjumst við með geimskipinu Covenant sem er á leiðinni til fjarlægrar plánetu. Þegar þangað er komið þá finna þau David einn og yfirgefinn, en einnig hinar ófrýnilegu Xenomorph geimverur.
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Gunn
Söguþráður Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.
3. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Stella Meghie
Söguþráður Unglingsstúlka sem lifað hefur vernduðu lífi, af því að hún hefur ofnæmi fyrir öllu, verður ástfangin af strák sem flytur í næsta hús.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Jonathan Levine
Söguþráður Þegar kærastinn segir henni upp, þá ákveður Emily að fara með móður sinni, sem er ofur varkár, í ævintýralegt frí til Ecuador. Það endar ekki betur en svo að þeim er rænt. Það hefur hinsvegar góð áhrif á samband þeirra og þær bindast fyrir vikið traustari böndum við það að reyna að losna úr prísundinni í frumskóginum.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Bowers
Söguþráður Ferðalag Heffley fjölskyldunnar fer öðruvísi en ætlað var, þegar hún fer í heimsókn til Meemaw að halda upp á 90 ára afmælið, einkum vegna þess að Greg vill komast á tölvuleikjaráðstefnu.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Hinn ungi Arthur er á hlaupum eftir götum Lundúnaborgar ásamt félögum sínum, óafvitandi um konunglega stöðu sína, þar til að hann nær sverðinu Excalibur, og verður umsvifalaust heltekinn af mætti þess. Arthur neyðist til að gera upp hug sinn. Hann slæst í lið með uppreisnarsveitinni og skuggalegri ungri konu að nafni Guinevere. Nú þarf hann að læra inn á eiginleika sverðsins, glíma við innri djöfla og sameina fólkið í baráttu við einræðisherrann Vortigern, manninn sem myrti foreldra hans og rændi völdum.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Já, reglurnar hafa sannarlega breyst í þessari áttundu mynd Fast and Furious-seríunnar þegar aðalmaður þeirra og höfuð „fjölskyldunnar“, Dominic Toretto, svíkur bæði félaga sína og eiginkonu og gengur í lið með hátæknisérfræðingnum og glæpadrottningunni Cipher. Hvað Dominic gengur til með þessu veit enginn og spurningin er hvort hann viti það sjálfur!
8. sæti - Aftur á lista
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Myndin segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í hvern þann slag sem lífið býður upp á. En fyrst þarf hann ásamt sjö ára bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðungum að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna – hvolpana.
9. sæti - Aftur á lista
RómantískÆvintýramyndSöngleikur
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Ævintýrið um Fríðu og dýrið segir frá prinsi í álögum sem verður ekki aflétt nema einhver stúlka verði ástfangin af honum áður en rós sem geymd er í höll hans deyr. En hver getur elskað jafn önuga og forljóta skepnu eins og hann?
10. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Ken Marino
Söguþráður Eftir að hafa lifað í sannkölluðum lúxus í 25 ár er Maximo sparkað af auðugri eiginkonu sinni sem ákveður að taka saman við yngri mann. Slyppur og snauður er Maximo því allt í einu á götunni og neyðist til að leita ásjár systur sinnar sem verður þvert á vilja sinn að skjóta yfir hann skjólshúsi þar til hann getur staðið á eigin fótum á ný. En hvenær gerist það?
11. sæti - Aftur á lista
Drama
Söguþráður Myndin fjallar um Low Rider samfélagið í suður Kaliforníu, í LA County. Hún segir frá fólkinu og hvernig það lifir fyrir bifreiðarnar og akstur þeirra. En það er drungaleg hlið á samfélaginu, og í myndinni er fjallað um allar hliðar þessa samfélags, og segir sögu ungs götulistamanns sem á föður sem aðhyllist Low Rider lífstílinn, og bróður sem er fyrrum fangi, en sjálfur hefur hann mikla þörf fyrir listræna tjáningu.
12. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Marc Webb
Söguþráður Frank, einhleypur maður í Flórída sem elur upp undrabarnið og frænku sína Mary, dregst inn í forsjárdeilu við móður sína.
13. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Joseph Cedar
Söguþráður Norman Oppenheimer er smákrimmi og reddari, sem vingast við ungan stjórnmálamann, þegar lífið hefur leikið hann grátt. Þremur árum síðar, þegar stjórnmálamaðurinn verður alþjóðlegur leiðtogi, þá breytist líf Norman bæði til hins betra og til hins verra.
14. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi leiðir það til þess að hún, Gáfnastrumpur, Kraftastrumpur og Klaufastrumpur halda í leiðangur í leit að sannleika málsins, þvert á vilja Æðstastrumps.
15. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Ponsoldt
Söguþráður Mae Holland er ung kona sem verður afar glöð þegar hún landar nýju starfi hjá hátæknirisanum The Circle. Fljótlega renna þó á hana tvær grímur þegar hún uppgötvar að nýjasta afurð fyrirtækisins er hátæknibúnaður sem gerir hverjum sem er kleift að fylgjast með hverjum sem er hvar og hvenær sem er.
16. sæti - Aftur á lista
Heimildarmynd
Leikstjórn Chuan Lu
Söguþráður Myndin fjalla um pandabirnu og hún hennar, gylltan apa, og snjóhlébarðalæðu og tvo unga hennar.
17. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirStríðsmynd
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Tveir bandarískir hermenn eru í sjálfheldu vegna stórhættulegrar leyniskyttu sem bíður færis á að skjóta þá, og aðeins óstöðugur veggur skilur þá að.
18. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Azazel Jacobs
Söguþráður Hjón, sem eru búin að missa alla ástríðuna úr sambandinu, eiga í bæði í ástarsamböndum utan hjónabandsins. En þegar þau er um það bil að fara að skilja, þá kviknar neisti á milli þeirra, og rómantíkin fer að blómstra á nýjan leik.
19. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Dean Israelite
Söguþráður Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi.
20. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður
Vinsælast í bíó - 22. til 24. maí 2017