Vinsælast í USA - 15. til 17. apr. 2019

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af því sjötta vegna slæmrar hegðunar, rétt eins og í hin fimm skiptin. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum sem ætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem verulega dularfullur galdrakarl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Til að byrja með hefur Billy/Shazam! ekki nokkra hugmynd um hvaða ofurkröftum hann býr yfir og því síður hvernig hann á að stjórna þeim. Sú þekking kemur auðvitað með reynslunni og ekki seinna vænna því framundan er barátta við hinn hræðilega dr. Thaddeus Sivana ...
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Tina Gordon Chism
Söguþráður Kona fær tækifæri til að lifa aftur sem ung kona, á þeim tíma í lífi hennar þar sem álagið vegna fullorðinsáranna verður henni ofviða.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Neil Marshall
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um það þegar Hellboy og vinir hans etja kappi við illa seiðkonu í hefndarhug.
4. sæti - Aftur á lista
Hrollvekja
Söguþráður Þegar Louis Creed fær stöðu stjórnanda við sjúkrahús í Maineríki flytur hann ásamt fjölskyldu sinni í hús sem stendur við útjaðar bæjarins Ludlow. Framtíðin virðist björt eða allt þar til voveiflegur atburður verður til þess að Louis grípur til úrræðis sem á eftir að gera illt verra - í orðsins fyllstu merkingu!
5. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Burton
Söguþráður Þegar lítill fíll fæðist í fjölleikahúsi telur eigandi þess samstundis að hann sé vanskapaður því hann hefur svo stór eyru. Það á hins vegar eftir að koma í ljós að þessi risastóru eyru gera Dúmbó litla kleift að verða fyrsti fíll í heimi sem getur flogið. Þessir einstöku flughæfileikar hans eiga fljótlega eftir að verða mikil lyftistöng fyrir fjölleikahúsið og laða að fleiri áhorfendur en nokkru sinni fyrr. Um leið vekur hann auðvitað athygli gráðugra manna sem einsetja sér að eignast hann með öllum þeim ráðum sem til duga ...
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ryan Fleck, Anna Boden
Söguþráður Upprunasaga ofurhetjunnar ms. Marvel sem síðar var nefnd Captain Marvel og er að margra mati svalasta og kraftmesta ofurhetja Avengers-gengisins. Myndin gerist á tíunda áratug síðustu aldar þegar Carol, sem er orrustuflugmaður í Bandaríkjaher, lendir ásamt félögum sínum og öðrum Jarðarbúum mitt á milli í stríði tveggja ógnvekjandi geimverutegunda sem berjast hatrammlega um alheimsyfirráð. Sú styrjöld hefði sennilega gert út af við lífið á Jörðinni ef Carol hefði ekki borið gæfu til að öðlast þá ofurkrafta sem gerðu henni kleift að breyta sér í Captain Marvel og um leið í bjargvætt mannkynsins ...
7. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Wilson-hjónin Gabe og Adelaide eru í fríi og á leið í afslöppun á ströndina ásamt börnum sínum tveimur, Zoru og Jason, þar sem þau ætla að hitta vini og taka því rólega í nokkra daga. Sú áætlun fer þó fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir tvífarar þeirra fara að gera þeim lífið leitt og breyta áætlun þeirra úr því að hafa það náðugt í æsispennandi baráttu fyrir lífinu. Enginn veit hvaðan þessi illa útgáfa af Wilson-fjölskyldunni kemur og því síður hvað henni gengur til, en það má bóka að eftir að þau Gabe, Adelaide, Jason og Zora átta sig á alvöru málsins munu þau snúast til varnar ...
8. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Jenny Gage
Söguþráður Ung kona, Tessa, 18 ára, verður ástfangin af manni, Hardin Scott, sem býr yfir myrku leyndarmáli, og þau hefja stormasamt samband.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Butler
Söguþráður Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður, þ.e. hann lítur út fyrir að vera api, en er í raun maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn og lávarðinn Lionel Frost til að aðstoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögulega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Lionel skorast ekki undan áskoruninni frekar en öðrum og verður að sjálfsögðu mjög hissa þegar hann kemst að því að bréfið er frá herra Hlekk, hinum týnda hlekk í þróunarsögu mannsins, sem biður hann um aðstoð við að finna ættingja sína. Að sjálfsögðu er Lionel til í það og ásamt hinni röggsömu Adelinu leggja þeir Hlekkur upp í ævintýralega langferð í leit að Sjangrí-La ...
10. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Robin Bissell
Söguþráður Baráttukonan Ann Atwater á í höggi við C.P. Ellis, sem er háttsettur í Ku Klux Klan, árið 1971 í Durham í Norður Karólínufylki í Bandaríkjunum, vegna blöndunar kynþátta í skóla.
11. sæti - Aftur á lista
Drama
Söguþráður Abby Johnson átti þátt í um 22 þúsund fóstureyðingum í Bandaríkjunum og gaf ótal konum ráð varðandi barnsfæðingar. Ástríða hennar fyrir því að konur hafi valið í þessum efnum, varð til þess að hún varð talsmaður Planned Parenthood, sem berst fyrir löggjöf um málið. En dag einn sá hún nokkuð sem breytti öllu.
12. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Söguþráður Þau Will og Stella eru ungt fólk sem þjáist af hinum arfgenga sjúkdómi Cystic Fibrosis sem á íslensku hefur verið kallaður slímseigjusjúkdómur og er enn sem komið er ólæknandi. Þau kynnast á sjúkrahúsi þar sem þau sækja hin ýmsu meðferðarúrræði og á milli þeirra kvikna rómantískar tilfinningar. Þau komast ekki hjá því að horfa til vandamálanna við sambandið sem eru af margvíslegum toga, þ. á m. það að þeim er bannað að koma nær hvort öðru en sem nemur fimm fetum. Það setur að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn auk þess sem ýmislegt annað við þennan sjúkdóm, sem á árum áður dró fólk yfirleitt til dauða, skerðir allar framtíðarhorfur þeirra. En sem fyrr lætur ástin ekki að sér hæða ...
13. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Anthony Maras
Söguþráður Sönn saga af hryðjuverkaárásinni sem gerð var á Taj hótelið í Mumbai árið 2008. Starfsfólk hótelsins hættir lífi sínu til að tryggja öryggi gestanna.
14. sæti - Aftur á lista
Drama
Söguþráður Saga Roman Coleman, ofbeldisfulls fanga, sem fær tækifæri til að taka þátt í verkefni sem gæti gefið honum uppreisn æru, en í því felst meðal annars að temja villta hesta.
15. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Dögg er ung og ákaflega hugmyndarík stúlka sem með aðstoð móður sinnar skapar ekki bara söguna um Undragarðinn, stórkostlegan skemmtigarð sem stjórnað er af dýrum, heldur byggir upp hluta hans heima hjá þeim mæðgum. Þegar Dögg finnur síðan fyrir tilviljun gamlan og gleymdan skemmtigarð í niðurníðslu reynist ímyndunarafl hennar svo sterkt að garðurinn hreinlega lifnar við ásamt dýrunum sem Dögg skapaði. Fyrir utan Dögg, sem óhætt er að segja að sé gædd miklum sköpunarkrafti, kynnumst við hér kostulegum dýrahópi, þ. á m. bláa birninum Þrym, villigeltinum Grétu, bjórunum og bræðrunum Kobba og Bunka, broddgeltinum Stebba (sem er ástfanginn af Grétu) og apanum Smára, en þessi dýr eiga eftir að hjálpa Dögg að láta Undragarðinn standa undir nafni!
16. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksins Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Sú barátta snýst síðan upp í kapphlaup um að finna á ný „Hið horfna land“ þar sem drekar eru óhultir fyrir mönnum. Sagan gerist um ári eftir atburðina í mynd númer tvö og Hiksti hefur ásamt sínu fólki unnið hörðum höndum við að skapa hinn fullkomna stað á Jörðu, borgríkið Berk, þar sem menn og drekar lifa saman í sátt og samlyndi. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir komu hins öfluga Grimmels sem hótar honum og hans fólki öllu illu láti hann Tannlausa ekki af hendi. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina ...
17. sæti - Aftur á lista
TónlistarmyndHeimildarmynd
Söguþráður Heimildarmynd þar sem bandaríska söngkonan Aretha Franklin kemur fram með kór New Bethel Babtistakirkjunnar í Watts, í Los Angeles í janúar árið 1972.
18. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Tyler Perry
Söguþráður Skemmtilegir fjölskylduendurfundir breytast í sprenghlægilega martröð þegar Madea og gengið hennar fer til Georgiu, þar sem þau þurfa óvænt að skipuleggja jarðarför, sem gæti dregið fjölskylduleyndarmál fram í dagsljósið.
19. sæti - Aftur á lista
DramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Gilles de Maistre
Söguþráður Mia er 11 ára gömul þegar hún þróar með sér einstakt samband við Charlie, ungt hvítt ljón sem býr á búgarði foreldra hennar í Suður Afríku. Næstu þrjú árin vaxa þau og þroskast saman, og vináttan er einlæg. Þegar Mia verður 14 ára og Charlie er orðið fullorðið og stórt ljón, þá kemst hún að hinum óbærilega sannleika: faðir hennar hefur ákveðið að selja ljónið til sportveiðimanna. Mia er nú full örvæntingar, og eina leiðin er að flýja með Charlie, til að bjarga honum.
1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af því sjötta vegna slæmrar hegðunar, rétt eins og í hin fimm skiptin. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum sem ætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem verulega dularfullur galdrakarl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Til að byrja með hefur Billy/Shazam! ekki nokkra hugmynd um hvaða ofurkröftum hann býr yfir og því síður hvernig hann á að stjórna þeim. Sú þekking kemur auðvitað með reynslunni og ekki seinna vænna því framundan er barátta við hinn hræðilega dr. Thaddeus Sivana ...
Vinsælast í bíó - 15. til 17. apr. 2019