Nýjar myndir á leigunum. Þú getur líka leitað að mynd eftir tegund
Drama
Leikstjórn Joachim Trier
Leikarar: Renate Reinsve, Stellan Skarsgård, Inga Ibsdotter Lilleaas, Elle Fanning, Anders Danielsen Lie, Cory Michael Smith, Catherine Cohen, Jesper Christensen, Lena Endre
Tvær systur snúa aftur á æskuheimili sitt þar sem þær hitta föður sinn sem eitt sinn var frægur kvikmyndaleikstjóri. Hann býður annarri þeirra aðalhlutverk í nýrri kvikmynd ... og þá breytist allt.
RómantíkSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Ugla Hauksdóttir
Leikarar: Vigdís Hrefna Pálsdóttir, Pilou Asbæk, Ingvar E. Sigurðsson, Joi Johannsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Þór H. Tulinius, Jörundur Ragnarsson, Óla Blöndal, Einar Haraldsson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, Bogi Ágústsson
Anna Arnardóttir, einn helsti eldfjallafræðingur Íslands, stendur frammi fyrir tvennum hamförum: eldgosi sem ógnar öryggi höfuðborgarbúa og ástarsambandi sem gæti eyðilagt hjónaband hennar.
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael J. Weithorn
Leikarar: Kyra Sedgwick, Kevin Bacon, Judd Hirsch, Brittany O'Grady, Ray Romano, Olivia Luccardi, Heather Burns
Cynthia Rand er siðprúð kona frá New York, gift snjöllum prófessor sem er 25 árum eldri en hún. Hún byrjar að finna fyrir áhrifum hækkandi aldurs eiginmanns síns á samband þeirra, einmitt þegar koma Stan Olszewski, snjalls en fremur duglauss öryggisvarðar, snýr heimi hennar á hvolf.
SpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Ruben Fleischer
Leikarar: Jesse Eisenberg, Dominic Sessa, Ariana Greenblatt, Justice Smith, Rosamund Pike, Woody Harrelson, Dave Franco, Isla Fisher, Morgan Freeman, Daniel Radcliffe, Mark Ruffalo
Töfrahópurinn The Four Horsemen snýr aftur með nýja kynslóð sjónhverfingamanna sem framkvæmir ótrúlegar brellur. Nú er það demantarán sem sameinar gamla gengið og nýja fólkið, Greenblatt, Smith og Sessa.
GamanDramaGlæpa
Leikstjórn Anders Thomas Jensen
Leikarar: Mads Mikkelsen, Nikolaj Lie Kaas, Sofie Gråbøl, Bodil Jørgensen, Lars Brygmann, Nicolas Bro, Søren Malling, Kardo Razzazi, Lars Ranthe, Anette Støvelbæk
Anker er látinn laus úr fangelsi eftir fjórtán ára dóm fyrir rán. Manfred, bróðir Ankers, er sá eini sem veit hvar peningarnir úr ráninu eru. Á meðan hefur Manfred þróað með sér geðsjúkdóm sem veldur því að hann man ekki hvar ránsfengurinn er falinn. Saman leggja bræðurnir nú upp í óvænta ferð til að finna bæði peningana og komast að því hverjir þeir í raun og veru eru.
Gaman
Leikstjórn Alexandra Leclère
Á hverju ári breytist aðfangadagskvöld í martröð fyrir fjölskyldu Nathalie og Antonin. Nathalie er sannfærð um að hún sé fórnarlamb bölvunar og tekur því róttæka ákvörðun: í ár verða engin jól! En Antonin og börnin taka málin í sínar hendur og bjóða Nicole, systur Nathalie sem hún hefur ekki séð lengi. Munu þau loksins komast hjá hörmungum í ár?
GamanDrama
Leikstjórn Mike Leigh
Leikarar: Marianne Jean-Baptiste, Michele Austin, David Webber, Tuwaine Barrett, Sophia Brown, Jonathan Livingstone, Jo Martin, Chinenye Ezeudu
Pansy er svo ofboðslega reið að öll hennar samskipti enda með því að hún rýkur upp, hvort sem það er við undirokaðan eiginmann sinn og son eða ókunnuga sem dirfast að ávarpa hana. Yngri systir hennar, Chantelle, býr aftur á móti með tveimur líflegum dætrum sínum og rekur farsæla hárgreiðslustofu þar sem hún lætur viðskiptavinum líða vel allan daginn. En undir hrjúfu yfirborði Pansy má greina merki um viðkvæma skaddaða sál, knúna áfram af ótta.
DramaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Petra Biondina Volpe
Floria er hjúkrunarfræðingur á skurðdeild svissnesks spítala. Við fylgjumst með henni þar sem hún mætir á kvöldvakt, þar sem er undirmönnun og kapphlaup við tímann.
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Aziz Ansari
Vel meinandi en frekar klaufalegur engill sem heitir Gabriel, blandast inn í tilveru baslandi giggara og auðugs kapítalista.
GamanDrama
Leikstjórn James Sweeney
Ungur maður sem syrgir tvíburabróður sinn gengur í stuðningshóp fyrir "tvíburalausa tvíbura".
SpennaGaman
Leikstjórn Christopher Leone
Leikarar: Rainn Wilson, Lil Rel Howery, Aimee Carrero, Yvette Nicole Brown, Rob Riggle, Page Kennedy, Xolo Maridueña, Andy Milder
Útbrunninn sjúkraflutningamaður reynir að komast í gegnum síðasta sólarhringinn í vinnunni á meðan hann þjálfar nýliða.
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Ricard Cussó, Tania Vincent
Eftir að skelfilegt óveður leggur heimili þeirra í rúst flytja hraðskreiða letidýrið Lára og klikkaða fjölskyldan hennar til stórborgarinnar til að hefja nýtt líf í ryðguðum matarvagni. Þau ákveða að fara elda mat úr bílnum og selja. Þegar girnilegar uppskriftir fjölskyldunnar slá í gegn tekur snjall en óheiðarlegur hlébarði eftir þeim og gerir allt hvað hann getur til að verja skyndibitaveldi sitt í samkeppninni við leitidýrafjölskylduna.
Drama
Leikstjórn Polly Steele
Leikarar: Fionn O'Shea, Pierce Brosnan, Helena Bonham Carter, Gabriel Byrne, Dónal Finn, Olwen Fouéré
Nicholas og Isabel voru sköpuð fyrir hvort annað en hvernig eiga þau nokkurn tímann að komast að því? Á meðan andar, örlög og hreinn kraftur sannrar ástar toga þau saman hótar lífið að slíta þau í sundur.
GamanSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Darren Aronofsky
Leikarar: Austin Butler, Regina King, Zoë Kravitz, Matt Smith, Liev Schreiber, Vincent D'Onofrio, Griffin Dunne, Yuri Kolokolnikov, Bad Bunny, Will Brill, D'Pharaoh Woon-A-Tai, Action Bronson, Carol Kane
Hank Thompson var efnilegur hafnaboltastrákur í menntaskóla sem getur ekki lengur spilað, en annars gengur allt vel hjá honum. Hann á frábæra kærustu, vinnur sem barþjónn á skuggalegum bar í New York og uppáhaldsliðið hans er að gera óvænta tilraun til að vinna deildina.
Þegar pönkrokksnágranninn hans, Russ, biður hann um að passa köttinn sinn í nokkra daga, lendir Hank skyndilega í miðju skrautlegs hóps ógnandi glæpamanna. Þeir vilja allir eitthvað frá honum; vandamálið er að hann hefur ekki hugmynd um af hverju. Á meðan Hank reynir að forðast sífellt harðari tök þeirra á honum, þarf hann að nota alla sína kænsku til að halda lífi nógu lengi til að komast að því hvað er í gangi ...
DramaÆviágrip
Leikstjórn Sean McNamara
Leikarar: William H. Macy, John Corbett, DeVon Franklin, Joel Courtney, Stephanie Szostak, Richard Esteras, Masey McLain, Bourke Floyd, Erik Audé, Enya Flack
Eftir hræðilegt slys sem skilur eftir ör á líkama ungs drengs ákveður hann að trúa á lífið og sýna öllum hvað er mögulegt. Hann fær góða hjálp frá fjölskyldunni, úr trúnni, frá átrúnaðargoði sínu, samfélaginu og allri St. Louis borg.
SpennaDramaÆviágrip
Leikstjórn Kiah Roache-Turner
Þegar bátur þeirra sekkur á Tímorhafi í seinni heimsstyrjöldinni þarf hópur ungra ástralskra hermanna að finna leið til að lifa af á úthafinu á fleka sem fer sífellt minnkandi. Þeir eru hundruð kílómetra frá landi og þurfa að takast á við innbyrðis átök, árásir óvina og ágang eins mjög stórs og mjög svangs hvítháfs.
Drama
Leikstjórn Kate Beecroft
Eftir andlát eiginmanns síns glímir Tabatha – ungur, húðflúraður og uppreisnargjarn hestatemjari – við fjárhagslegt óöryggi og óuppgerða sorg á meðan hún veitir hópi villuráfandi unglinga skjól á niðurníddum búgarði sínum í Badlands.
SpennaDramaVestri
Leikstjórn Brian Skiba
Leikarar: Stephen Dorff, Heather Graham, Nicolas Cage, Randall Batinkoff, Cooper Barnes, Tzi Ma, Jeremy Kent Jackson, Costas Mandylor, Scarlet Rose Stallone, William McNamara
Þegar eftirlýstasti maðurinn í Bandaríkjunum birtist í litlum bæ í Kentucky, fylgir ofbeldisfull fortíð hans - og blóðþyrstur skríll sem sækist eftir hefnd og háu verðlaunafé - fljótt á eftir. Þegar bræður takast hvor á við annan og kúlur rífa bæinn í tætlur, lætur þessi eldsnöggi byssumaður óvini sína borga hátt verð fyrir græðgi sína.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn James Strong
Hin heimsþekkta blaðakona og mannréttindafrömuður Anna Politkovskaja hóf feril sinn sem blaðamaður á staðarblaði en fór síðar á vígvelli Tsjetsjníu og afhjúpaði spillingu rússneska ríkisins undir stjórn Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. Hún neitaði að hætta fréttaflutningi af stríðinu í Tsjetsjníu þrátt fyrir ítrekaðar hótanir og ofbeldisverk, þar á meðal eitrunartilraun. Hún var að lokum myrt í lyftu í fjölbýlishúsinu sínu og enn er óljóst hver greiddi fyrir leigumorðið.
GamanDrama
Leikstjórn Tyler Taormina
Leikarar: Matilda Fleming, Maria Dizzia, Ben Shenkman, Francesca Scorsese, Elsie Fisher, Michael Cera, Gregg Turkington
Fjölskylda hittist mögulega í síðasta skipti á aðfangadagskvöld á ættaróðalinu. Eftir því sem líður á kvöldið og spenna milli kynslóða magnast laumast einn unglingurinn út með vinum sínum.

