Nýjar myndir
Nýir trailerar
Ný plaköt
Nýir punktar (Vissirðu að?)
Myndin var kvikmynduð í Liège í Belgíu.
Vegna þess hve bersögul og erfið myndin er áhorfs, þá fengu bíógestir í Nuart kvikmyndahúsinu í Los Angeles ælupoka afhenta.
Hrái kjúklingurinn sem Justine borðar beint úr ísskápnum er í raun sykur. Garance Marillier hefur sagt að atriðið hafi ekki gert hana fráhverfa því að borða kjúkling eftir þetta. Aftur á móti ætlar hún ekki að borða sælgæti framar.
Eftir að Zar Amir-Ebrahimi hlaut verðlaunin sem besta leikkona í aðalhlutverki í Cannes sökuðu írönsk stjórnvöld hana og leikstjóra myndarinnar um guðlast.
Zar Amir-Ebrahimi var upphaflega ráðin til að velja leikara í myndina en var valin í aðalhlutverkið eftir að önnur leikkona neitaði að leika það hlutverk án þess að ganga með slæðu.
Raðmorðinginn Saeed Hanaei var verkamaður og hermaður í stríðinu milli Írans og Íraks. Sagt er að hann hafi byrjað morðferil sinn þegar einhver tók misgrip á eiginkonu hans og vændiskonu.
Thorbjörn Egner var afar fjölhæfur listamaður, fékkst við myndlist og samdi ljóð, sögur, leikrit og tónlist. Hann er einna þekktastur fyrir leikrit sín Dýrin í Hálsaskógi, Kardemommubæinn og Karíus og Baktus, en hann sendi einnig frá sér fjölda bóka, myndskreytti bækur og vann margskonar barnaefni fyrir útvarp. Hann lét til sín taka á ýmsum sviðum barnamenningar, og sá meðal annars um útgáfu lestrarbóka fyrir börn.
Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) og Oddur Júlíusson fóru einnig með hlutverk ræningjanna í uppsetningu Þjóðleikhússins á Kardemommubænum sem frumsýnd var í september 2020.
Á vef Þjóðleikhússins segir að Kardemommubærinn sé ástsælasta barnaleikrit Íslandssögunnar.
Íslenskir leikarar: Hallgrímur Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Oddur Júlíusson, Örn Árnason, Stefanía Svavarsdóttir og Þórhallur Sigurðsson.
Myndin er gerð af þeim sömu og færðu okkur Dýrin í Hálsaskógi árið 2016.
Tyrfingur sagði við Morgunblaðið: Snjallsíminn, sem er svo fallega hannaður og fer vel í hendi, er tortímingartæki um leið og þetta er flóttaleið. Þetta er eins og svartur spegill sem hjálpar fólki að flýja þá viktoríönsku tíma sem við lifum með öllum sínum hressilegu bælingum.
Egypsk útgáfa kvikmyndarinnar olli miklu uppnámi. Kröfðust egypskir þingmenn þess að lokað yrði fyrir streymisveituna Netflix, sem sýndi myndina.
Villibráð er endurgerð ítölsku kvikmyndarinnar Perfetti Sconosciuti frá 2016. Hún hefur ratað í Heimsmetabók Guinness sem sú mynd sem oftast hefur verið endurgerð í kvikmyndasögunni. Villibráð er 22. endurgerðin.
Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar. Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir það \"afar vel heppnað\".
Myndin verður frumsýnd í 200 sölum í Þýskalandi í mars.
Þegar bókin Napóleonsskjölin kom út fyrir næstum aldarfjórðungi var bandaríski herinn enn með herstöð á Miðnesheiði.
Napóleonsskjölin eru meðal stærstu verkefna Sagafilm síðasta áratuginn.
Iain Glen lék Jack Taylor í samnefndum sjónvarpsmyndaflokki 2010, en Marteinn Þórisson var aðalhandritshöfundar myndaflokksins.
Þetta er þriðja kvikmyndin sem Richard Gere og Susan Sarandon leika saman í. Hinar eru Shall We Dance (2004) og Arbitrage (2012), en þar leika þau einnig hjón.
Richard Gere lék áður með frænku Emmu Roberts, Juliu Roberts, í Pretty Woman (1990) og Runaway Bride (1999). Susan Sarandon vann áður með Juliu í Stepmom (1998).
Emma Roberts og Luke Bracey léku einnig saman sem ástfangið par í Holidate (2020).
Líklega er þetta ein síðasta myndin sem Spielberg og tónskáldið John Williams gera saman en samkvæmt fréttum þá hyggst Williams, sem verður 91 árs í febrúar 2023,
hætta að semja kvikmyndatónlist eftir að hann klárar tónlistina fyrir Indiana Jones and the Dial of Destiny (2023). Hann bætti við að það væri aldrei auðvelt að segja nei við Spielberg .
Fyrsta mynd Steven Spielberg sem frumsýnd er á kvikmyndahátíðinni í Toronto.
Seth Rogen sagði blaðamönnum að Steven Spielberg hafi oft komist við á tökustað. \"Þetta var mjög tilfinningarík reynsla. Hann grét mikið.\" Og svo bætti hann við. \"Þetta er beinlínis byggt á lífi hans og allt sem gerist í kvikmyndinni er eitthvað sem kom fyrir hann. Á meðan að á tökum stóð sagði ég kannski; \"Gerðist þetta í raun og veru?\"
og svarið var \"Já, alltaf.\"
Á meðan að á tökum stóð fékk leikaraliðið aðgang að heimamyndböndum, ljósmyndum og ýmsu öðru frá fjölskyldu Steven Spielberg til að átta sig betur á því hvernig lífið var hjá fjölskyldunni. Paul Dano sagði m.a.: ... Fyrir einhvern eins og Steven að deila svo miklu úr eigin lífi með okkur - og áhorfendum - var reglulega djúpstæð reynsla.
Steven Spielberg segir að þó að hann og Tony Kushner hafi rætt um kvikmyndina í mörg ár, þá hafi það verið í COVID-19 faraldrinum árið 2020 sem hann hafi ákveðið að skrifa handritið með Kushner frá byrjun, á meðan rólegt var hjá honum. Tvíeykið sat heima og skrifaði í útgöngubanni og kláraði það á tveimur mánuðum.
Kærasti Charlie heitir Alan Grant, og dóttir hans heitir Ellie. Þetta eru líka nöfn aðal persónanna í Jurassic Park (1993).
Í myndinni pantar Charlie mat frá Gambino´s sem er í raun ítalskur veitingastaður í Moscow í Idaho þar sem myndin á að gerast. Handritshöfundur kvikmyndarinnar, Samuel D. Hunter, ólst upp í Moscow.
Fréttirnar sem Charlie horfir á í sjónvarpinu eru m.a. af úrslitum í forkosningum Repúblikana árið 2016, sem segir manni að myndin á að gerast snemma árs 2016. Minnst er á Donald Trump, Ted Cruz og Marco Rubio í þessum fréttum.