Náðu í appið
Öllum leyfð

Four Christmases 2008

Frumsýnd: 5. desember 2008

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 41
/100

Vince Vaughn og Reese Witherspoon leika parið Kate og Brad sem neyðast til að heimsækja fjölskyldur sínar yfir hátíðitnar eftir að flugið þeirra í fríið er aflýst. Foreldrar þeirra beggja eru hinsvegar skilin og hafa öll gift sig aftur. Kate og Brad rembast því við að heimsækja fjóra staði á jóladag og fagna jólunum með fjórum foreldrum og fjölskyldum... Lesa meira

Vince Vaughn og Reese Witherspoon leika parið Kate og Brad sem neyðast til að heimsækja fjölskyldur sínar yfir hátíðitnar eftir að flugið þeirra í fríið er aflýst. Foreldrar þeirra beggja eru hinsvegar skilin og hafa öll gift sig aftur. Kate og Brad rembast því við að heimsækja fjóra staði á jóladag og fagna jólunum með fjórum foreldrum og fjölskyldum þeirra. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit

Fyrirsjáanleg

Ég fór á þessa mynd með engar væntingar. Bjóst við jafnlélega jólamynd og þær sem hafa komið undanfarin ár t.d. Christmas with the kranks og allar þessar myndir. Seth Gordon leikstýrir þessa mynd en hann leikstýrði hina ágætu The King Of Kong. Þessi mynd er ekki hræðileg en hún er mjög slöpp og húmórinn dvínar með hverri mínútunni


Finnst leikararnir vera frekar slappir í þessari mynd og enginn var solid nema kannski Reese Witherspoon og Robert Duvall. Reese var þó virkilega pirrandi á köflum ég veit ekki afhverju en hún pirraði mig virkilega mikið. Vince Vaughn leikur alltaf sama karakterinn! Hann er alltaf þessi týpa sem er með kaldhæðnisleg djók og oftast ''vandræðalegi'' gaurinn. Hinir leikararnir gera ekkert gott.


Myndin fjallar um þau hjónin Brad (Vince) og Kate (Reese) en þau hafa verið saman í 3 ár minnir mig. Þau sleppa alltaf þessi fjölskyldujólaboð og ljúga að þau séu eitthver staðar að hjálpa fólki út í löndum. Fluginu þeirra er aflýst og koma þau í fréttum í viðtali. Foreldranir fyrir tilviljun eru að horfa á sjónvarpið og hringja í þau og biðja þau um að koma en þessi jólaboð eru fjögur.

Fyrsta jólaboðið var fyndið og myndin lofaði góðu svo fór myndin að sökkva hraðar en Titanic. Finnst alveg furðulegt hvað krakkar í myndum eru alltaf frekar gáfuð og mjög klikkuð!

Smá spoiler (Fyrirsjáanlegur spoiler samt)
Ég sagði við sjálfan mig fyrir myndina að karlinn mundi klúðra eitthverju vitir menn ég hafði rétt fyrir mér. Í hverju einustu jólamynd (fjölskyldu) er það alltaf maðurinn sem klúðrar dæminu og veldur vonbrigðum! Þetta fer virkilega mikið í taugarna á mér en alltaf karlkynið sem gerir eitthvað rangt og fjölskyldan verður reið og verður fyrir vonbrigðum og bla bla bla.

Eins og ég sagði áður var fyrsta jólaboðið fínt og fyndið. Annað var mjög langdregið en fyndið á köflum. Þriðja var ekkert fyndið og bara hundleiðinlegt og fjórða var versta og myndin byrjaði að vera mjög mjög leiðinleg.

Ég hló ekki mikið af henni en ég hló örugglega bara 2svar-3svar upphátt og var það í byrjun. Ef þið viljið sjá góða jólamynd með fjölskyldunni mæli ég frekar með Love Actually og Chrismas Vacation 1(tek það skírt fram nr. 1) Four Christmases er ekki peningana virði því miður.

Hef örugglega aldrei farið á góða jólamynd í bíó en jólamyndir sem koma mér í gott jólaskap og ég mæli hiklaus með eru Love Actually, Christmas Vacation,
Djöflaeyjan (veit reyndar ekki af hverju), Die hard 2(líka 1). og Harry Potter 1

Mæli með Love Actually, Chrismas Vacation og Harry Potter 1 fyrir fjölskylduna en Djöflaeyjan og Die Hard myndirnar fyrir +14

En Four Chrismases er með solid 4 var að pæla í að gefa henni 5 en hún fær 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Peningasoun
Eg for a thessa mynd a fimmtudaginn og byrjunin lofadi godu, mjog godu og eg helt ad thad vaeri losins komin god amerisk jolamynd. Fyrsta heimsoknin og hun var enntha fyndin. Seinni heimsoknin var svo adeins leidinlegri og langdregin, tilgangslaust atridi. Svo vard mynd alveg hundleidinleg og eg er alls ekki anaegdur med hana og vara ykkur vid ad hun se ekki god og eiginlega bara peningasoun.
Eg gef henni:
3,5/10
fin mynd fyrir fjolskyldur med krakka upp i 10 ara
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Enn ein bragðlausa jólamyndin...
Four Christmases er dæmigerð jólamynd að nærri öllu leyti. Það sem einmitt einkennir slíkar myndir (oftast!) er að þær eru sykurhúðaðar, fyrirsjáanlegar og oftar en ekki ófyndnar. Mig langaði til að eiga von á einhverju nýju frá Seth Gordon, en hann gerði hina ágætu King of Kong. Ég var víst fullbjartsýnn að halda að sá maður gæti gert eitthvað nýtt með sína fyrstu mainstream-bíómynd.

Gordon mótar hér svo staðlaða bíómynd að það er sama og ekkert pláss eftir fyrir nýjungar. Það eina sem skilur eitthvað eftir sig eru langsóttar tilviljanir í handritinu og einhverjar kvikindislegustu hegðanir barna sem ég hef séð síðan ábyggilega úr fyrri Hostel myndinni. Í alvöru talað, hver einasti krakki í þessari mynd var algjör djöfull! Kannski Gordon hafi verið að segja manni eitthvað með því. Annars einkennist þessi mynd af alveg merkilega þurrum húmor, píndu slapstick-gríni og boðskap sem þú getur jafnvel spáð fyrir löngu áður en þú sérð myndina sjálfa.

Myndin greinilega vill vera ærslafull, fyndin og að lokum krúttleg, en í staðin er hún allan tímann bara vandræðaleg. Einnig er ósköp lítið varið í skjáparið sjálft. Vince Vaughn er orðinn að vægast sagt teygðum brandara. Hann leikur enn og aftur sama gaur og hann hefur leikið síðan Swingers, þ.e.a.s. hálfvitann með munnræpuna. Hann var eitt sinn drullufyndinn, en ekki lengur. Með þessu áframhaldi endar hann uppi í sama dúr og Tim Allen, sem einhæfur grínisti sem festist oft í jólamyndum. Reese Witherspoon er þó aðeins skemmtilegri karakter, en saman eru þau eitthvað svo pirrandi.

Ýmis hæfileikarík nöfn gera heldur ekkert af viti í aukahlutverkum. En hér er að finna fólk eins og Sissy Spacek, Jon Voight, Dwight Yoakam, Mary Steenburgen (eldist þessi kona ekkert?!) og Robert Duvall. Þeir sem að sáu King of Kong ættu einnig að kannast við Jeff Wiebe, sem kemur fram í smá gestahlutverki, en segir aldrei neitt útaf einhverjum ástæðum.

Þau fern jól sem titillinn vísar í samanstanda af fjórum heimsóknum. Kaldhæðnin er sú að með hverri heimsókn dalar myndin. Fyrsta jólaboðið er skemmtilega klikkað á hálfgerðan Christmas Vacation máta, en þegar komið er að fjórða boðinu verður áhorfið næstum ólýsanlega leiðinlegt. Manni er bara ekki nógu annt um persónurnar til að geta réttlætt mjúku væmnina og fyrirsjáanlegu predikunina um gildi fjölskyldunnar.

Ég er orðinn svo þreyttur á svona "fluffy" jólamyndum sem virka alltaf jafn metnaðarlausar og breytast fljótt í rútínur. Besta meðalið við svona myndum væri einfaldlega Bad Santa, sem er hrikalega vanmetin og voða óhefðbundin (en samt mjög jólaleg) jólamynd. Væri til í að sjá fleiri þannig myndir, frekar en þessar endalausu kópíur. En hver veit? Ef að þið fíluðuð t.d. Christmas with the Kranks eða Deck the Halls, þá ættuð þið kannski að sjá eitthvað gott í þessari líka. Úff...

4/10 - Örlát einkunn finnst mér, en hún fer mestmegnis í ágæta byrjun.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

27.02.2013

Frumsýning: 21 and Over

Sena frumsýndir myndina 21 and Over á föstudaginn næsta, þann 1. mars í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói Akureyri. Á 21 árs afmælisdegi sínum, kvöldið áður en Jeff Chang á að mæta í mikilvægasta pr...

11.08.2010

Verður Witherspoon Peggy Lee?

Reese Witherspoon virðist ætla að halda áfram að túlka bandarískar dægurlagasöngkonur, líkt og hún gerði þegar hún lék June Carter í Walk the Line, og fékk Óskarinn fyrir. Nú er í burðarliðnum ævisöguleg mynd ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn