Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 29. nóv. til 1. des. 2021

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um einstæða móður og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og kynnast dularfullu lífshlaupi afa síns.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Hér segir frá Madrigal fjölskyldunni, óvenjulegri fjölskyldu sem býr á töfrandi stað sem kallast Encanto í Kólumbíu. Hvert einasta barn sem fæðist fær að gjöf ofurkrafta - öll börn nema eitt, Mirabel. En þegar heimili fjölskyldunnar er í hættu, þá gæti Mirabel verið þeirra eina von.
3. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Auðunn Blöndal leikur hér besta lögreglumann Reykjavíkur. Hann á í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann tekst á við hættulegustu glæpamenn landsins.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Chloé Zhao
Söguþráður Saga hinna Eilífu, sem er kynþáttur ódauðlegra geimvera, sem lifað hafa í leyni á Jörðinni og mótað sögu hennar og menningu í þúsundir ára. Eftir atburðina í Avengers: Endgame, þá verður óvæntur harmleikur til þess að hin Eilífu þurfa að koma út úr myrkrinu og berjast ásamt mannkyninu við sameiginlegan óvin.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Wes Anderson
Söguþráður Arthur Howitzer Jr., ritstjóri dagblaðsins The French Dispatch, fær skyndilega hjartaáfall og deyr. Samkvæmt erfðaskrá hans skal umsvifalaust hætta útgáfu dagblaðsins, eftir að búið er að gefa út eitt loka tölublað. Í því eru endurbirtar þrjár greinar úr eldri tölublöðum blaðsins ásamt minningargrein um Howitzer. Myndin segir þessar þrjár sögur og er kynnt sem ástarbréf til blaðamanna.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Sagan hefst þar sem Bond er að slaka á á Jamaíku, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð. Bond kemst nú á snoðir um ill áform dularfulls þorpara, sem býr yfir hættulegri nýrri tækni.
7. sæti - Aftur á lista
FjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Sagan gerist í neðra Breiðholti og fjallar um Birtu Bjarkadóttur 11 ára. Hún heyrir fyrir slysni einstæða móður sína, sem vinnur myrkrana á milli sem hjúkrunarfræðingur til að ná endum saman, segja við vinkonu í símann að hún hafi ekki efni á að halda jól. Hún þurfi að minnsta kosti hundrað þúsund krónur til að geta haldið mannsæmandi jólahátíð fyrir stelpurnar sínar. Birta tekur þessum fréttum bókstaflega og ákveður að reyna bjarga jólunum fyrir mömmu og litlu systur sína Kötu sem er sex ára. Birta reynir margar leiðir til að hjálpa mömmu sinni án hennar vitneskju að afla fjár en kemst fljótt að því að það er alls ekkert einfalt mál að vinna sér inn pening, hvað þá þegar maður er ellefu ára.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Eddie Brock reynir að laga sig að sínu nýja lífi, sem hýsill lífverunnar Venom, sem er ættuð utan úr geimnum. Venom veitir Brock ofurhæfileika sem hann notar til að vera sjálfskipaður löggæslumaður götunnar. Brock reynir að endurvekja feril sinn sem blaðamaður með því að taka viðtal við raðmorðingjann Cletus Kasady. Hann á síðan eftir að breytast í hýsil fyrir lífveruna Carnage en Kasady sleppur úr fangelsi eftir að aftaka hans fer forgörðum.
9. sæti - Aftur á lista
DramaÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Mynd sem fjallar um tennis ofurstjörnurnar Venus og Serena Williams og hvaða áhrif faðir þeirra og þjálfari Richard Williams hafði á þær.
10. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jean-Philippe Vine
Söguþráður Myndin gerist í heimi þar sem gangandi, talandi og sítengd vélmenni eru orðin bestu vinir barna. Aðalpersónan er Barney, 11 ára strákur sem kemst að því að vélmennavinur hans Ron er hættur að virka, og hann tekur til sinna ráða.
11. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Addams fjölskyldan lendir hér í fleiri stórskrítnum ævintýrum, og hittir allskonar óvæntar persónur. Morticia og Gomes eru leið yfir því að börnin þeirra eru að vaxa úr grasi, þau hætta að vera með á matmálstímum og eru algjörlega niðursokkin í "Ótíma", eða "Scream Time". Til að styrkja fjölskylduböndin þá ákveða þau að troða Wednesday, Pugsley, Fester frænda og liðinu inn í ferðavagn og fara í ferðalag í eitt lokaskipti.
12. sæti - Aftur á lista
DramaHrollvekjaRáðgátaÍslensk mynd
Söguþráður Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund en verður þeim síðar að tortímingu.
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Cal Brunker
Söguþráður Ryder og hvolparnir eru fengin til að koma til Ævintýraborgar til að hindra erkióvin sinn, Humdinger borgarstjóra, í að skapa glundroða í borginni.
14. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Charlotte Sieling
Söguþráður Árið er 1402. Margrét drottning ríkir í friði yfir Svíþjóð, Noregi og Danmörku í gegnum ættleiddan son sinn Erik. En samsæri kraumar undir og Margrét lendir í úlfakreppu sem gæti breytt öllu: Kalmar ríkjasambandinu.
15. sæti - Aftur á lista
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jennifer Westcott
Söguþráður Þegar eitt af hreindýrum Jólasveinsins, Blitzen, tilkynnir að hann ætli að setjast í helgan stein þann 21. desember, þá hefur smáhestur þrjá daga til að láta draum sinn um að draga sleða Jólasveinsins rætast.
16. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Jean-Paul Salomé
Söguþráður Léttgeggjuð gamanmynd eftir leikstjórann Jean-Paul Salomé og skartar Isabelle Huppert í aðalhlutverki sem Patience Portefeux sem á tvær dætur í háskólanámi og aldraða móður á elliheimili. Lúsarlaunin sem hún fær sem túlkur hjá dómsmálaráðuneytinu duga fjölskyldunni engan veginn og útséð um að nokkuð sé hægt að leggja fyrir til efri áranna. En dag einn kemst hún á snoðir um yfirgefna hasssendingu og þá stígur hin harðsvíraða glæpadrottning Mútta fram á sjónarsviðið.
17. sæti - Aftur á lista
DramaÆviágrip
Leikstjórn Zaida Bergroth
Söguþráður Stórkostleg kvikmynd byggð á ævi Tove Jansson, skapara múmínálfanna sem lætur engan ósnortinn! Komdu inn í heillandi heim listamanns. Stigið er inn í skemmtanalíf bóhema þar sem jazzslagarar óma og eitthvað mjög spennandi er í loftinu. Þaðan förum við inn í rýmið þar sem sjálfir múmínálfarnir urðu til!
18. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSöguleg
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Jean de Carrouges er virtur riddari, þekktur fyrir hugrekki og hæfni á vígvellinum. Jacques Le Gris er skjaldsveinn, en gáfur hans og mælska hafa gert hann að einum virtasta aðalsmanni hirðarinnar. Þegar Le Gris nauðgar eiginkonu Carrouge, þá stígur hún fram með ásakanir á hendur árásarmanni sínum, sem sýnir mikið hugrekki af hennar hálfu, en setur líf hennar í hættu á sama tíma. Í hönd fer grimmilegt uppgjör, einvígi þar sem barist er til dauða, og örlög allra þriggja ráðast nú af almættinu.
19. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Julia Ducournau
Söguþráður Myndin fjallar um konu sem verður ólétt eftir að hafa stundað kynlíf með tryllitæki! Búðu þig undir að þenja taugarnar og upplifa líkams-hrylling sem aldrei fyrr á hvíta tjaldinu!
20. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Radu Jude
Söguþráður Kennarinn Emi kemst í hann krappann eftir að kynlífsmyndbandi sem hún og maður hennar tóku upp er lekið á netið. Henni er gert að hitta foreldra barnanna sem hún kennir og útskýra sína hlið á málinu.
Vinsælast í bíó - 29. nóv. til 1. des. 2021