Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 11. til 13. mar. 2024

1 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Mike Mitchell
Po er um það bil að verða andlegur leiðtogi í Friðardanum, en þá þarf einhver að taka við stöðu hans sem Drekastríðsmaður. Po þarf nú að þjálfa nýja kung fu iðkendur í starfið og mæta nýjum þorpara sem kallast Kameljónið en í honum búa allir óþokkar fortíðar.
2 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlaga alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
3 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
4 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Jeff Wadlow
Þegar Jessica flytur aftur á æskuheimilið með fjölskyldunni þá tengist stjúpdóttir hennar Alice bangsanum Chauncey á óhuganlegan hátt, eftir að hún finnur hann ofaní kjallara. Alice byrjar að leika við Chauncey, fyrst mjög saklaust en svo verða leikirnir skuggalegri og skuggalegri. Eftir því sem ástandið versnar ákveður Jessica að skerast í leikinn og kemst þá að því að Chauncey er miklu meira en bara venjulegur tuskubangsi.
5 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Gaman
Kammersveit í kröggum er að fara á hausinn. Það er gripið til örþrifaráða til að halda góða tónleika. Heimsfrægur sellóleikari er ráðinn til að spila með þeim en hans innri maður er ekki eins glansandi fínn og hans opinbera persóna. Sellóleikarinn spillir sveitinni allri og dregur þau enn neðar í svaðið.
6 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanRómantík
Leikstjórn Will Gluck
Bea og Ben líta út sem hið fullkomna par, en eftir frábært fyrsta stefnumót gerist eitthvað sem breytir ástríðuhitanum yfir í algjört frost - þar til þau hittast óvænt í brúðkaupi í Ástralíu. Þau ákveða því að gera það sem allir þroskaðir fullorðnir einstaklingar gera: þykjast vera par.
7 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaÆvintýri
Leikstjórn Andrew Haigh
Kvöld eitt er handritshöfundurinn Adam heima hjá sér þar sem hann býr í hálftómri blokk í Lundúnum nútímans og hittir dularfullan nágranna sinn Harry, sem breytir tilveru hans. Adam og Harry verða sífellt nánari og dag einn fer Adam á æskuheimili sitt og kemst að því að löngu dánir foreldrar hans búa þar bæði og líta út eins og þau gerðu daginn sem þau dóu fyrir 30 árum síðan.
8 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaStríðSöguleg
Leikstjórn Jonathan Glazer
Yfirmaður Auschwitz útrýmingarbúða Nasista, Rudolf Höss, og eiginkona hans Hedwig, leggja sig fram um að byggja upp draumalíf fyrir fjölskylduna í húsi með fallegum garði rétt við hlið búðanna.
9 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Drama
Leikstjórn Wim Wenders
Hirayama er sáttur við líf sitt sem klósettræstir og húsvörður í Tókíó í Japan. Auk daglegrar rútínu í starfi hlustar hann á rokktónlist á snældum, les bækur og tekur ljósmyndir af trjám. Á ferðum sínum leitar hann uppi fegurðina í heiminum.
10 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Benjamin Renner
Andafjölskylda reynir að sannfæra ofverndandi föðurinn um að fara í besta sumarfrí allra tíma.
11 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Walt Dohrn
Poppy kemst að því að Branch var einu sinni í strákabandinu BroZone, ásamt bræðrum sínum Floyd, John Dory, Spruce og Clay. En þegar Floyd er rænt þá fara Branch og Poppy af stað til að finna Floyd og sameina bræðurna.
12 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaSpennutryllir
Leikstjórn David Ayer
Grimmileg hefndarför eins manns hefur áhrif á þjóðfélagið allt eftir að í ljós kemur að hann er fyrrum liðsmaður háleynilegrar sérsveitar sem þekkt er undir nafninu Beekeepers, eða Býflugnabændurnir.
13 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Magda er sál skógarins og sér um að vernda hann fyrir ágangi mannfólksins. Þegar hún verður ástfangin af mannveru, tónlistarmanninum Lúkasi, vandast málið heldur betur, því nú stendur hún frammi fyrir vali á milli þess sem er hjartanu kærast eða skógarins sem þarf nauðsynlega á henni að halda eigi hann að blómstra og dafna.
14 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
RómantíkVísindaskáldskapur
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Bella Baxter er vakin aftur til lífsins af hinum bráðsnjalla en óhefðbundna vísindamanni Dr. Godwin Baxter. Hungruð í að kynnast heiminum betur þá strýkur hún með lögfræðingnum Duncan Wedderburn og lendir í ýmsum ævintýrum.
15 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirÍslensk mynd
Ung stúlka dvelur hjá ömmu sinni og afa í borginni á meðan hún þreytir inntökupróf í listhóp. Þegar fjölskyldan, sem hefur ekki hist í langan tíma, kemur saman til að fagna inntöku hennar í hópinn koma ljót fjölskylduleyndarmál upp á yfirborðið og kvöldið endar með hræðilegum harmleik.
16 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaTónlistTeiknað
Leikstjórn Pablo Berger
Hundur býr í New York og er einmana. Einn daginn ákveður hann að smíða sér vin, Vélmennið! Vinátta þeirra þroskast og þróast þar til þeir verða óaðskiljanlegir. Sumarkvöld eitt neyðist Hundur til að yfirgefa Vélmennið á ströndinni. Munu þeir einhverntímann hittast aftur?
17 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Hér segir frá hinni ungu Asha sem óskar sér og fær beinskeittara svar en hana hafði nokkru sinni órað fyrir þegar óþekk stjarna kemur til hennar beint af himnum ofan.
18 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
Teiknað
Leikstjórn Haruo Sotozaki
Tanjiro fer í stranga þjálfun hjá steina-Hashira, Himejima, á leið sinni í átt að þvi að verða Hashira. Í millitíðinni heldur Muzan áfram að leita að Nezuko og Ubuyashiki.
19 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
DramaSpennutryllirGlæpa
Samuel finnst látinn í snjónum fyrir utan kofann úti í sveit þar sem hann bjó ásamt eiginkonunni Söndru, þýskum rithöfundi, og sjóndöprum ellefu ára syni þeirra Daniel. Dauðinn er úrskurðaður grunsamlegur og Sandra er kærð fyrir morð og leidd fyrir rétt. Daniel lendir mitt á milli og réttarhöldin taka sinn toll af sambandi þeirra mæðgina.
20 sæti - Var í. sæti - Hefur verið vikur á lista
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn S.J. Clarkson
Sjúkraflutningamaðurinn Cassandra Webb byrjar að finna fyrir skyggnigáfu og getur séð framtíðina. Hún þarf nú að horfast í augu við atburði úr fortíðinni og vernda þrjár ungar konur fyrir dularfullum fjandmanni sem vill þær feigar.
Vinsælast í bíó - 11. til 13. mar. 2024