Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 26. til 28. okt. 2020

1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Hill
Söguþráður Peter ákveður að fara í stríð, til að endurheimta herbergið sitt, en hann er ekki sáttur með að þurfa að deila því með afa sínum, sem hann er þó mjög hændur að. Hann fær hjálp frá vinum sínum, en afi er harðari af sér en þeir búast við, og neitar að gefast upp.
2. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Roger Kumble
Söguþráður Tessa hefur öllu að tapa. Hardin hefur engu að tapa - nema henni. Eftir róstursama byrjun á sambandinu, þá er farið að ganga betur hjá þeim Tessu og Hardin. Tessa vissi að Hardin gæti verið grimmur, en þegar sláandi upplýsingar koma fram um uppruna sambands þeirra, og dularfulla fortíð Hardin, þá veit Tessa ekki hvað hún á að gera. Hardin mun ekki breytast. En er hann virkilega þessi djúpt hugsandi, umhyggjusami náungi sem Tessa varð brjálæðislega ástfangin af, eða hefur hann verið framandi og fjarlægur allan tímann. Hún vildi að hún gæti farið frá honum, en það er ekki svo auðvelt.
3. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tomer Eshed
Söguþráður Ungur silfurdreki slæst í lið með anda fjallanna, og munaðarlausum dreng, á ferðalagi í gegnum Himalayafjallgarðinn, í leit af endimörkum himinsins.
4. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Ric Roman Waugh
Söguþráður Fjölskylda berst fyrir lífi sínu í miðju mikilla náttúruhamfara. John Garrity og fyrrverandi eiginkona hans, Allison, og ungur sonur þeirra, Nathan, leita að öruggu skjóli gegn gegn loftsteinaregni sem herjar á Jörðina.
5. sæti - Aftur á lista
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Framhald af myndinni Sonur Stórfótar. Faðirinn notar nýfengna frægð sína til að berjast gegn olíufyrirtæki í Alaska, en þegar hann hverfur einn góðan veðurdag, þá halda sonur hans, móðirin, þvottabjörn og björn norður á bóginn til að bjarga honum.
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Nicol Paone
Söguþráður Abby hlakkar til að halda upp á Þakkargjörðardaginn í rólegheitum ásamt vinkonu sinni Molly. En áætlanirnar fara út í veður og vind þegar nýi kærasti Molly mætir á svæðið, og hin litríka móðir hennar. Einnig mætir á svæðið einhversskonar töfralæknir, og þrír hinsegin hjálparkokkar.
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Reinhard Klooss
Söguþráður Þegar Roger ( einskonar Robin Hood - flækingshundur ) og Belle ( snyrtilegur og ofdekraður heimilisköttur ) kynnast, þegar vélmenni yfirtaka heimabæinn þeirra, þá þurfa þau að ýta öllum fordómum til hliðar til að lifa af. Í hönd fer mikið og æsilegt ævintýri.
8. sæti - Aftur á lista
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndRáðgáta
Leikstjórn Tony Cervone
Söguþráður Teiknimynd upp úr hinum vinsælu teiknimyndasögum um Scooby-Doo. Hér segir frá því hvernig Scooby-Doo og vinur hans Shaggy ná að komast í fremstu röð í baráttunni gegn glæpum. Myndin er upprunasaga, og segir frá fyrstu kynnum þeirra félaga, þegar þeir eru ungir og kynnast Daphne, Velma og Fred, og stofna Mystery Incorporated.
9. sæti - Aftur á lista
Teiknimynd
Söguþráður Ella Bella Bingo og Henry eru bestu vinir, en dag einn flytur nýr strákur í hverfið, og allt breytist.
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna. Söguhetjan hefur aðeins eitt orð í sínu vopnabúri - Tenet - til að berjast fyrir tilveru alls heimsins. Verkefnið er að hindra Andrei Sator, rússneskan svikara og auðmann með forskynjunarhæfileika, í að hefja þriðju heimsstyrjöldina.
11. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Sean Durkin
Söguþráður Rory er metnaðarfullur frumkvöðull og fyrrum verðbréfasali, sem sannfærir bandaríska eiginkonu sína, Allison, og börn þeirra, um að yfirgefa þægilegt líf í úthverfi í Bandaríkjunum, og flytja til heimalands hans Englands, á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Rory gengur aftur til liðs við gamla vinnustaðinn, og leigir gamalt sveitasetur, þar sem Allison getur ræktað hesta. Fljótlega fara áætlanir um bjarta framtíð að riðlast, og hjónin þurfa að horfast í augu við óþægilegan sannleika sem lúrir undir yfirborðinu í hjónabandi þeirra.
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Tate Taylor
Söguþráður Ava er stórhættulegur leigumorðingi sem vinnur fyrir dularfull og háleynileg samtök. Hún ferðast um heiminn og verkefnin tengjast jafnan einhverjum háttsettum aðilum. En þegar eitt verkefni fer illilega úrskeiðis, þá þarf hún að berjast fyrir lífi sínu og tilveru.
13. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramyndBarnamyndTeiknimynd
Leikstjórn Charles Perrault
Söguþráður Geislavirkur loftsteinn veldur því að Hvolpasveitin fær ofurkrafta.
14. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, erfiðum hindrunum og óvæntum uppákomum. Þegar Lára, óttalaus móðir drengjanna, áttar sig á því að þeir eru horfnir, fer hún að leita þeirra ásamt sérkennilegri ævintýraveru sem kallast Mantíkóran. Þessi eini töfradagur á eftir að kenna þeim öllum meira en þau hefðu nokkurn tíma getað ímyndað sér.
15. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Derrick Borte
Söguþráður Sálfræðitryllir um Rachel sem er að verða of sein í vinnuna, þegar hún hittir ókunnugan mann við umferðarljós. Fljótlega er Rachel og allir hennar nánustu orðin skotmörk þessa manns, sem upplifir sig sem afskiptan í samfélaginu, og vill nú láta finna fyrir sér í eitt skipti fyrir öll. Við tekur leikur kattarins að músinni.
16. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Veronica er vinsæll rithöfundur sem festist í hrollvekjandi raunveruleika. Nú þarf hún að leysa úr flókinni ráðgátu áður en tíminn rennur út.
17. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Söguþráður Myndin fjallar um mann sem vinnur að liðveislu hóps ungmenna með sérlega erfiða einhverfu.
18. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Minna nýtir sér hæfileika sinn til að geta búið til og stjórnað draumum fólks, til að kenna pirrandi stjúpsystur sinni lexíu.
19. sæti - Aftur á lista
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Þriðji Póllinn er heimildarmynd um geðhvörf með söngvum og fílum. Söguhetjur eru Högni Egilsson, tónlistarmaður, og Anna Tara Edwards, íslensk kona sem ólst upp í frumskógum Nepals innan um tígrisdýr og nashyrninga.  Anna Tara veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og missti móður sína úr sama sjúkdómi. Hún lifði í skugga veikindanna um árabil, en þegar Högni Egilsson steig fram með sína sögu ákvað hún að feta sömu leið, skora skömmina á hólm og efna til tónleika til vitundarvakningar um geðsjúkdóma í Kathmandu, höfuðborg Nepals. Hún fékk Högna til að spila á tónleikunum og fyrir ágóðann var opnuð hjálparlína fyrir fólk í sjálfsvígshugleiðingum í Nepal. Þriðji Póllinn fylgir Önnu Töru og Högna um framandi slóðir í aðdraganda tónleikanna. Við heyrum þeirra hliðar á sjúkdómnum; um hæðirnar og hinar miklu lægðir og leitina að jafnvægi. Þriðji Póllinn er ekki hefðbundin fræðslumynd heldur innsýn í hugsun og veruleika tveggja einstaklinga sem hafa glímt við sama sjúkdóm. Þetta er ferðasaga, mynd um óvænta vináttu og hreinskilin og opin umræða um hvað það þýðir að vera með geðsjúkdóm, og vera aðstandandi. Sögur þeirra lýsa bæði alvarleika sjúkdómsins, en einnig sigrum, og gefa umfram allt von.
20. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Roy Andersson
Söguþráður Við fylgjum sögumanni í gegnum atburði, bæði sögulega og hversdagslega sem allir fá sömu vigt í þessari einstöku kvikmynd. Anderson bregður upp svipmyndum af mannlegum augnablikum; ungt par flýtur í loftinu yfir stríðshrjáðri Köln, faðir á leið með dóttur sína í afmæli staldrar við til þess að reima skóinn hennar í rigningunni, táningstúlkur dansa fyrir utan kaffihús, sigraðir hermenn marsera í áttina að stríðsfangabúðunum. About Endlessness er bæði óður og harmakvein, óendanlega saga hinnar viðkvæmu tilveru.
Vinsælast í bíó - 26. til 28. okt. 2020