1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Paul Briggs, Dean Wellins
Leikarar: Kelly Marie Tran, Alan Tudyk, Gemma Chan, Awkwafina, Daniel Dae Kim, Sandra Oh, Benedict Wong, Ross Butler
Söguþráður Drekar og menn bjuggu í sátt og samlyndi fyrir 500 árum síðan, en þegar hin hræðilegu Druun skrímsli réðust á Lumandra samfélagið með ógn og skelfingu, fórnuðu drekarnir sér til að bjarga mannkyninu. Nú hafa skrímslin snúið aftur, og stríðsmaðurinn Raya þarf að finna síðasta drekann til að drepa Druun skrímslin í eitt skipti fyrir öll.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tim Story
Leikarar: Chloë Grace Moretz, Michael Peña, Rob Delaney, Colin Jost, Ken Jeong, Pallavi Sharda, Jordan Bolger, Daniel Adegboyega, Janis Ahern
Söguþráður Eftir að hafa eyðilagt hús eigenda sinna eru kötturinn Tommi og músin Jenni nú heimilislausir. Jenni sest að í Lúxushóteli í New York þar sem til stendur að halda brúðkaup aldarinnar.
3. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Anders Thomas Jensen
Leikarar: Mads Mikkelsen, Nikolaj Lie Kaas, Lars Brygmann, Roland Møller, Gustav Lindh, Nicolas Bro, Albert Rudbeck Lindhardt, Morten Suurballe, Jacob Lohmann, Kaspar Velberg, Rikke Louise Andersson, Gustav Dyekjær Giese
Söguþráður Markus þarf að snúa heim til táningsdóttur sinnar, Mathilde, þegar konan hans deyr í lestarslysi. Þegar stærðfræðisnillingur, sem var líka í lestinni, og tveir félagar hans mæta á svæðið kemur í ljós að líklega var þetta alls ekkert slys.
4. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Florian Zeller
Leikarar: Olivia Colman, Anthony Hopkins, Mark Gatiss, Olivia Williams, Imogen Poots, Rufus Sewell, Ayesha Dharker, Roman Zeller, Ray Burnet, Adnan Kundi, Evie Wray
Söguþráður Anthony neitar að þiggja hjálp frá dóttur sinni Anne þegar hann eldist. Eftir því sem hann reynir að skilja betur hvernig allar kringumstæður eru að breytast hjá honum, þá fer hann að efast um ástvini sína, eigin geðheilsu og jafnvel raunveruleikann í kringum hann.
5. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Chloé Zhao
Leikarar: Frances McDormand, Gay DeForest, Patricia Grier, Linda May, Angela Reyes, Carl R. Hughes, Douglas G. Soul, Ryan Aquino, Teresa Buchanan, Karie Lynn McDermott Wilder, Brandy Wilber, Makenzie Etcheverry
Söguþráður Myndin segir frá Fern, konu á sjötugsaldri, sem býr í litlum bæ í Nevada ríki í Bandaríkjunum. Hún heldur af stað í ferðalag á sendiferðabíl eftir að hafa tapað öllu í kreppunni miklu. Hún kannar tilveruna utan við hið hefðbundna samfélag, og lifir lífinu eins og nútíma hirðingi.
6. sæti - Aftur á lista
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Shaka King
Leikarar: Daniel Kaluuya, Lakeith Stanfield, Jesse Plemons, Dominique Fishback, Ashton Sanders, Algee Smith, Darrell Britt-Gibson, Lil Rel Howery, Martin Sheen, Brian Duffield, Caleb Eberhardt, Robert Longstreet
Söguþráður Sagan af Fred Hampton, yfirmanni Svörtu pardusanna í Illinois í Bandaríkjunum og svikum sem hann varð fyrir þegar FBI laumaði uppljóstraranum William O´Neal í raðir pardusanna.
7. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Joe Carnahan
Leikarar: Frank Grillo, Mel Gibson, Naomi Watts, Will Sasso, Annabelle Wallis, Sheaun McKinney, Selina Lo, Michelle Yeoh, Ken Jeong, Meadow Williams, Mathilde Ollivier, Rio Grillo, Armida Lopez, Buster Reeves, Eric Etebari
Söguþráður Fyrrverandi sérsveitarmaður festist í tímalykkju þar sem hann upplifir dánardag sinn aftur og aftur, á sama tíma og hann er hundeltur af ótal hættulegum leigumorðingjum.
8. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Ólöf Birna Torfadóttir
Leikarar: Ásta Júlía Elíasdóttir, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Konni Gotta, Rúnar Vilberg, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Þorsteinn Bachmann, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Þórhallur Þórhallsson, Aron Freyr Aðalbjörnsson, Ármann Bernharð Ingunnarsson, Silla Berg, Dagný Harðardóttir, Lára Magnúsdóttir, Ólafur Elías Harðarson, Páll Óskar Hjálmtýsson, Zlatko Krickic, Júlí Heiðar Halldórsson, Arnar Hauksson
Söguþráður Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Kareni um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Thomas Vinterberg
Leikarar: Mads Mikkelsen, Thomas Bo Larsen, Magnus Millang, Lars Ranthe, Maria Bonnevie, Helene Reingaard Neumann, Susse Wold, Michael Asmussen, Cassius Aasav Browning, Palmi Gudmundsson, Ole Dupont, Oskar Kirk Damsgaard
Söguþráður Fjórir vinir, sem allir eru menntaskólakennarar, ákveða að sannreyna kenninguna um að þeim muni ganga betur í lífinu ef þeir eru alltaf með örlítið áfengismagn í blóðinu. Þessi tilraun á eftir að hafa óvæntar afleiðingar og sýna þeim félögum nýjar hliðar á sjálfum sér sem þeir áttu kannski ekki von á.
10. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Kevin Macdonald
Leikarar: Benedict Cumberbatch, Shailene Woodley, Zachary Levi, Jodie Foster, Tahar Rahim, Langley Kirkwood, Corey Johnson, Matthew Marsh, Saamer Usmani, David Fynn, Meena Rayann, Andre Jacobs, Robert Hobbs, Alaa Safi
Söguþráður Fanga í bandaríska herfangelsinu í Guantanamo Bay, Mohamedou Ould Slahi, er haldið án ákæru í meira en áratug, og leitar hjálpar lögfræðingsins Nancy Hollander til að losna úr fangelsinu. Byggt á sannri sögu.
11. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Robert Lorenz
Leikarar: Liam Neeson, Jacob Perez, Harry Maldonado, Amber Midthunder, Alfredo Quiroz, Sean A. Rosales, Jose Vasquez, Juan Pablo Raba, Luce Rains, Dylan Kenin, Katheryn Winnick
Söguþráður Búgarðseigandinn Jim Hanson þráir það heitast að fá að vera í friði, á meðan stöðugt er verið að reyna að bola honum af búgarðinum, sem er staðsettur úti í auðninni í Arizona. En allt breytist þegar Hanson, sem er fyrrum leyniskytta úr hernum, verður vitni að flótta hins 11 ára gamla innflytjanda Miguel og móður hans Rosa, undan útsendurum dóphrings, sem hinn miskunnarlausi Mauricio stjórnar. Eftir að hafa lent í skothríð þá grátbiður Rosa hann á dánarbeðinu að fylgja syni sínum tli fjölskyldu hennar í Chicago. Jim samþykkir það og þeir halda af stað með hóp af morðingjum á hælunum.
12. sæti - Aftur á lista
VísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Doug Liman
Leikarar: Tom Holland, Daisy Ridley, Mads Mikkelsen, Demián Bichir, Kurt Sutter, Nick Jonas, David Oyelowo, Óscar Jaenada, Ray McKinnon
Söguþráður Todd Hewitt býr á hinni fjarlægu plánetu New World, sem er ný von fyrir mannkynið, eða þar til vírusinn "The Noise" breiðist út og sýkir huga fólks. Faraldurinn gerir flesta sturlaða þar til Todd uppgötvar að stúlka að nafni Viola gæti verið lausnin að mörgum leyndarmálum plánetunnar.
13. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tanguy de Kermel
Leikarar: Isaac Lobé-Lebel, Lior Chabbat, Jérémy Prévost, Sébastien Desjours, Léopold Vom Dorp, Victoire Pauwels
Söguþráður SamSam er ofurhetja sem virðist hafa allt til alls: sitt eigið geimfar og frábæra fjölskyldu og vini. Eina sem hann vantar eru einhverjir raunverulegir ofurkraftar.
14. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tomer Eshed
Leikarar: Felicity Jones, Freddie Highmore, Patrick Stewart, Thomas Brodie-Sangster, Nonso Anozie, Sanjeev Bhaskar, Meera Syal, Stephen Hogan, David Brooks
Söguþráður Ungur silfurdreki slæst í lið með anda fjallanna, og munaðarlausum dreng, á ferðalagi í gegnum Himalayafjallgarðinn, í leit af endimörkum himinsins.
15. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Mike P. Nelson
Leikarar: Matthew Modine, Charlotte Vega, Emma Dumont, Daisy Head, Bill Sage, Valerie Jane Parker, Tim DeZarn, Daniel R. Hill, Damian Maffei
Söguþráður Vinir á ferðalagi um Appalachian fjallaleiðina í Bandaríkjunum rekast á samfélag sem kallar sig The Foundation, eða Undirstöðuna, sem búið hefur í fjöllunum í mörg hundruð ár. Vinirnir eru alls ekki velkomnir, og þeirra bíður ógn og skelfing við hvert fótmál.
16. sæti - Aftur á lista
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Marteinn Þórsson
Leikarar: Tim Plester, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Laufey Elíasdóttir, Sóley Elíasdóttir, Helgi Svavar Helgason, Eygló Hilmarsdóttir, Jóhann Gunnarsson, Mínerva Marteinsdóttir, Gudrun Eva Minervudottir, Irma Lín Geirsdóttir, Edda Þorkelsdóttir
Söguþráður Brynja, 40 ára, sem getur ekki horfst í augu við móður sína sem yfirgaf hana á unga aldri, fær inni í litlu gistihúsi í þorpi rétt fyrir utan Reykjavík. Þar kynnist hún Mark, 50 ára gömlum breskum túrista, sem glímir við sinn eigin persónulega harm.
17. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn John Lee Hancock
Leikarar: Denzel Washington, Rami Malek, Jared Leto, Natalie Morales, Sofia Vassilieva, Tom Hughes, Chris Bauer, Michael Hyatt, Jason James Richter, Terry Kinney, Kerry O'Malley, Dimiter D. Marinov, Joris Jarsky
Söguþráður Útbrunna löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter, vinna saman að því að elta uppi raðmorðingja. Deke hefur nef fyrir smátriðum, sem hjálpar mikið til við lausn málsins, en hann er ekki tilbúinn að fara á svig við lög og reglur, sem veldur spennu milli mannanna. Draugar fortíðar sækja einnig að Deke.
18. sæti - Aftur á lista
Gamanmynd
Leikstjórn Manele Labidi
Leikarar: Golshifteh Farahani, Majd Mastoura, Aïsha Ben Miled, Feryel Chammari, Hichem Yacoubi, Najoua Zouhair, Jamel Sassi, Ramla Ayari, Moncef Ajengui
Söguþráður Sálgreinirinn Selma snýr aftur til heimabæjar síns í Túnis til þess að opna sálfræðistofu. Ekki eru allir bæjarbúar sáttir við þetta framtak í fyrstu en fljótlega fara furðufuglar bæjarins að láta sjá sig og kúnnahópur Selmu stækkar ört. Fljótlega er Selma komin inn í öll leyndarmál og slúður bæjarins og málin flækjast enn frekar þegar myndarlegur lögreglumaður fer að sýna henni áhuga.
19. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Jan Holoubek
Leikarar: Piotr Trojan, Agata Kulesza, Jan Frycz, Dariusz Chojnacki, Lukasz Lewandowski, Mikolaj Chroboczek, Andrzej Konopka, Julian Swiezewski, Magdalena Rózczka, Adam Nawojczyk, Adam Kupaj
Söguþráður Hversdagsleg tilvera Tomasz Komenda umturnar þegar hann er ranglega sakaður um hrottalegt morð og er dæmdur í 25 ára fangelsi.
20. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn François Ozon
Leikarar: Félix Lefebvre, Benjamin Voisin, Philippine Velge, Valeria Bruni Tedeschi, Melvil Poupaud, Isabelle Nanty, Laurent Fernandez
Söguþráður Þegar bát hins 16 ára Alexis hvolfir við strendur Normandí kemur hinn 18 ára David til bjargar. Þar hittir Alexis fyrir draumavin sinn. En getur draumurinn enst lengur en eitt sumar? Sumarið ’85.