Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 9. til 11. maí 2022

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Sam Raimi
Söguþráður Dr. Stephen Strange leggur á forboðin álög sem opna gáttir inn í hliðarheima, þar á meðal yfir í aðrar útgáfur af honum sjálfum. Ógnin sem þetta skapar fyrir mannkynið er meiri en Strange, Wong og Wanda Maximoff ráða við í sameiningu.
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí. En um leið og þau eru horfin út um dyrnar birtist Dr. Robotnik á ný, nú með nýjum félaga, Knuckles, í leit að gimsteini sem getur bæði byggt og eyðilagt heilu menningarsamfélögin. Sonic fer með félaga sínum Tails, í leit að gimsteininum áður en hann kemst í rangar hendur.
3. sæti - Aftur á lista
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem á skyggna móður. Hann og vinir hans alast upp án eftirlits og nota slagsmál til að leysa ágreining. Einn daginn ákveður Addi að taka vinalausan strák undir sinn verndarvæng. Djúp vinátta myndast á milli strákanna en ögrandi hegðun þeirra leiðir þá í lífshættulegar aðstæður. Draumkenndar sýnir byrja þá að birtast Adda. Mun nýfengið innsæi hans verða honum og vinum hans leiðarljós í átt að betra lífi eða munu þeir sökkva lengra inní heim ofbeldis?
4. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander. Albus Dumbledore prófessor veit að hinn valdamikli galdramaður Gellert Grindelwald vill ná yfirráðum yfir galdraheiminum. Dumbledore getur ekki stöðvað hann einn og fær því töfrafræðinginn Newt Scamander til liðs við sig, til að fara fyrir liði töframanna, norna og einum Mugga bakara, í hættulega ferð þar sem gömul og ný skrímsli verða á vegi þeirra.
5. sæti - Aftur á lista
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Eftir ævintýralegan laxveiðitúr fyrra sumars er ákveðið að halda aftur til veiða, þrátt fyrir misgóðar minningar úr þeim túr. Til að koma sér áfram í pólitík býður Valur Aðalsteins félögunum í flotta laxveiði með því skilyrði að þeir hagi sér vel og ekkert megi klikka. Vegurinn til Helvítis er eins og áður varðaður góðum ásetningi og er þessi túr ekki undanskilin því
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Pierre Perifel
Söguþráður Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En þegar gengið er loksins gómað þá gerir Mr. Wolf samning um að ef þau sleppi við fangavist þá ætli þau að hætta öllu misjöfnu. Þau ætla að sjálfsögðu ekki að virða samninginn en hyggjast blekkja heiminn og láta alla trúa að þau séu orðin hin mestu ljúfmenni. Á sama tíma fer Mr. Wolf þó að spá í hvort að góðverkin muni veita honum það sem hann hefur alltaf þráð: viðurkenningu. En þegar nýr þrjótur ógnar borginni, mun Mr. Wolf takast að sannfæra hina um að verða ... The Good Guys, eða Góðu gaurarnir?
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Tom Gormican
Söguþráður Skítblankur stórleikarinn Nicolas Cage, sem leikur hér sjálfan sig, samþykkir að koma fram gegn greiðslu einnar milljónar Bandaríkjadala í afmælisveislu milljarðamæringsins Javi Gutierrez á Mallorca, en Gutierrez er mikill aðdáandi leikarans. Þeir Cage og Gutierrez ná vel saman í veislunni en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Cage er ráðinn til að verða uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA til að fletta ofanaf Gutierrez, sem reynist vera forhertur glæpamaður.
10. sæti - Aftur á lista
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Julien Fournet
Söguþráður Píla er lítill munaðarleysingi sem býr á götunni. Ásamt tömdu hreysiköttunum sínum þremur kemst hún af með því að stela mat úr kastala illgjarna ríkisstjórans Tristains sem hafði hrifsað völdin. Dag einn dulbýr Píla sig sem prinsessa til að komast undan vörðunum sem eru á hælum hennar. Fyrr en varir er hún lögð, þrátt fyrir að þora varla, í hættuför til að bjarga Roland, réttmætum ríkisarfa, sem hefur verið hnepptur í álög og breytt í … kattakjúkling (hálfan kött og hálfan kjúkling).
11. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, frú Wong, þeysist inn í klikkað ævintýri þar sem hún er ein fær um að bjarga heiminum með því að kanna aðra alheima sem tengjast lífskeiðum sem hún gæti hafa lifað.
12. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmynd
Leikstjórn John Madden
Söguþráður Tveir leyniþjónustumenn í Seinni heimsstyrjöldinni nota lík og fölsuð skilríki til að gabba þýska hermenn.
13. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Pedro Almodóvar
Söguþráður Saga tveggja kvenna, þeirra Janis og Ana, sem fara í gegnum hæðir og lægðir þess að eignast afkvæmi, en báðar eru einhleypar og verða óvænt ófrískar.
14. sæti - Aftur á lista
DramaRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Tinna Hrafnsdóttir
Söguþráður Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.“ sagði Tinna um söguþráðinn í viðtali við Vísi fyrr á árinu.
15. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Aaron Nee, Adam Nee
Söguþráður Höfundur rómantískra ástarsagna er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt sjóðheitri karlfyrirsætunni á bókarkápunni. Auðugur fjársjóðsleitarmaður vill að rithöfundurinn hjálpi sér að finna Týndu borgina og hann bregður á það ráð að ræna höfundinum – og fyrirsætan ákveður að bjarga deginum!
16. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Leðublökumaðurinn, Batman, kemst á snoðir um spillingu í Gotham borg sem tengist fjölskyldu hans. Á sama tíma glímir hann við raðmorðingja sem gengur undir nafninu Gátumaðurinn, eða The Riddler.
17. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Kevin Johnson
Söguþráður Hundurinn Klandri býr við lúxus og dekur allt þar til eigandi hans deyr. Nú þarf hann að fara út í lífið og þar er ekki tekið á honum með neinum silkihönskum. Hann hittir stelpu með stóra drauma, en enga peninga til að láta þá verða að veruleika. Lífið er framundan en ekki án erfiðleika.
18. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
19. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Yngvild Sve Flikke
Söguþráður Hin unga Rakel er með allt annað á dagskránni en að verða móðir. En hún getur ekki hunsað þá staðreynd að hún er ólétt! Stórkostleg gamanmynd um áskoranir lífsins – þar sem teiknimyndir hjálpa auðvitað til!
20. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Ryûsuke Hamaguchi
Söguþráður Tveimur árum eftir óvænt fráfall eiginkonunnar, þá fær hinn þekkti leikari og leikstjóri Yusuke Kafuku, boð um að leikstýra Chekhov leikritinu Vanya frændi í Hiroshima. Þar horfist hann í augu við erfiðar og flóknar ráðgátur sem tengjast lífi eiginkonunnar.
Vinsælast í bíó - 9. til 11. maí 2022