Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 8. til 10. ágú. 2022

1. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra allra.
2. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jared Stern
Söguþráður Ofurhundurinn Krypto og Superman eru bestu vinir og algjörlega óaðskiljanlegir. Þeir hafa báðir sömu ofurhæfileikana og berjast hlið við hlið gegn glæpum í Metropolis. En þegar Superman er rænt þarf Krypto á öllu sínu afli að halda til að hjálpa vini sínum og fær auk þess hjálp frá ofurhetjuvinum sínum.
3. sæti - Aftur á lista
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Baz Luhrmann
Söguþráður Mynd um líf og feril hins goðsagnakennda rokktónlistarmanns Elvis Presley, séð í gegnum flókið samband hans við umboðsmanninn Colonel Tom Parker yfir 20 ára tímabil. Fjallað er um feril tónlistarmannsins allt frá því hann slær í gegn og að risi hans til frægðar og frama skoðað í samhengi við þjóðfélagsþróunina í Bandaríkjunum upp úr miðri tuttugustu öldinni. Miðpunkturinn í þeirri vegferð er ein mikilvægasta persónan í lífi Elvis, eiginkonan Priscilla Presley.
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kyle Balda
Söguþráður Saga hins tólf ára Gru sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari. Hann elst upp í úthverfunum og er aðdáandi ofurgrúppunnar Vicious 6. Hann reynir hvað hann getur að verða nógu illur til að fá inngöngu í hópinn. Hann fær góðan stuðning frá hinum tryggu fylgjendum sínum, Skósveinunum. Þegar Vicious 6 rekur foringjann, Wild Knuckles, þá kemst Gru í inntökuviðtal. Það heppnast vægast sagt mjög illa og þeir snúast gegn honum. Á flóttanum leitar Gru til Wild Knuckles eftir hjálp og kemst að því að jafnvel þorparar þurfa stundum smá hjálp frá vinum sínum.
5. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Thor, Valkyrie, Korg og fyrrum kærasta Thors, Jane Foster, reyna að stöðva Gorr, guðaslátrarann, sem vill útrýma goðunum úr alheiminum.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDrama
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.
7. sæti - Aftur á lista
Hrollvekja
Leikstjórn Scott Derrickson
Söguþráður Finney Shaw er rænt af raðmorðingja sem heldur honum föngnum í hljóðeinangruðum kjallara. Þar finnur Shaw ótengdan síma sem hefur þann eiginleika að geta spilað raddir fyrri fórnarlamba morðingjans. Öll eru þau staðráðin í að koma í veg fyrir að Finney lendi ekki í því sama og þau.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Angus MacLane
Söguþráður Upprunasaga Bósa Ljósárs, hetjunnar sem var innblásturinn fyrir samnefnt leikfang. Hér er hinn goðsagnakenndi geimfari yfirgefinn á óvinaplánetu 4,2 milljón ljósár frá Jörðu ásamt yfirmanni sínum og öðrum áhafnarmeðlimum. Hann reynir að finna leiðina heim í gegnum tíma og rúm ásamt kettinum Sox og fleiri góðum félögum. Það flækir málin að erkióvinurinn Zorg er mættur á svæðið með her miskunnarlausra vélmenna sem vilja ræna orkunni hans.
9. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Heimir Bjarnason
Söguþráður Grunsamlegt andlát skekur smábæjarsamfélagið á Hvolsvelli og lífi einmana sendilsins Rögnu er umturnað þegar hálfbróðir hennar, Júlíus, hverfur í kjölfar atviksins. Gömul sár spretta upp og verða að nýjum en þegar hin uppreisnargjarna Arna flækist í atburðarásina er ljóst að eitthvað ógnvægilegt kraumar undir yfirborðinu. Þá reynir á fjölskylduböndin, lífsgildin og tryggðina sem aldrei fyrr enda verður kaldur sannleikurinn þyrnum stráður, jafnvel lífshættulegur.
10. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Pedro Almodóvar
Söguþráður Saga tveggja kvenna, þeirra Janis og Ana, sem fara í gegnum hæðir og lægðir þess að eignast afkvæmi, en báðar eru einhleypar og verða óvænt ófrískar.
11. sæti - Aftur á lista
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem á skyggna móður. Hann og vinir hans alast upp án eftirlits og nota slagsmál til að leysa ágreining. Einn daginn ákveður Addi að taka vinalausan strák undir sinn verndarvæng. Djúp vinátta myndast á milli strákanna en ögrandi hegðun þeirra leiðir þá í lífshættulegar aðstæður. Draumkenndar sýnir byrja þá að birtast Adda. Mun nýfengið innsæi hans verða honum og vinum hans leiðarljós í átt að betra lífi eða munu þeir sökkva lengra inní heim ofbeldis?
12. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Hinni sextán ára gömlu Georgia Nolan dreymir um að verða fyrsti kvenkyns slökkviliðsmaðurinn. Þegar dularfullur brennuvargur byrjar að kveikja í á Broadway, þá hverfa slökkviliðsmenn New York borgar einn af öðrum. Faðir Georgiu, Shawn, er farinn á eftirlaun en er kallaður aftur til starfa til að fara fyrir rannsókn á hvarfi mannanna. Georgia vill ólm hjálpa föður sínum og bjarga borginni og dulbýr sig sem Joe, og slæst í lið með hópi slökkviliðsmanna sem reyna að stöðva brennuvarginn.
13. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Joachim Trier
Söguþráður Hér segir frá fjórum árum í lífi Julie, ungrar konu sem þræðir óræða vegi ástarinnar og reynir að finna rétta leið í lífinu. Þetta leiðir til þess að hún þarf að horfa í eigin barm og sjá hver hún er í raun og veru.
14. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Yngvild Sve Flikke
Söguþráður Hin unga Rakel er með allt annað á dagskránni en að verða móðir. En hún getur ekki hunsað þá staðreynd að hún er ólétt! Stórkostleg gamanmynd um áskoranir lífsins – þar sem teiknimyndir hjálpa auðvitað til!
15. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.
16. sæti - Aftur á lista
17. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmynd
Leikstjórn John Madden
Söguþráður Tveir leyniþjónustumenn í Seinni heimsstyrjöldinni nota lík og fölsuð skilríki til að gabba þýska hermenn.
18. sæti - Aftur á lista
Drama
Söguþráður Wolka fjallar hina pólsku Önnu sem losnar úr pólsku fangelsi eftir 16 ára dvöl. Hún á sér það markmið að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf Anna hinsvegar að brjóta skilorð, brjóta lög og leggja allt undir þegar hún kemst að því að Dorotu sé líklega að finna á Íslandi.
19. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Sebastian Meise
Söguþráður Hans er stöðugt fangelsaður fyrir samkynhneigð, sem er bönnuð samkvæmt lögum í Þýskalandi stuttu eftir stríð. Hann myndar ólíklega ramma taug við fanga sem deilir með honum klefa …
20. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Jasmila Zbanic
Söguþráður Aida vinnur sem túlkur í smábænum Srebrenica. Þegar bærinn er hertekinn af serbneska hernum er fjölskylda hennar á meðal þúsunda borgara sem leita skjóls í búðum Sameinuðu þjóðanna.
Vinsælast í bíó - 8. til 10. ágú. 2022