Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 8. til 10. jún. 2021

1. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Michael Chaves
Söguþráður Taugatrekkjandi saga af hryllingi, morði og óþekktri illsku sem kom jafnvel hinum reyndu rannsakendum Ed og Lorraine Warren úr jafnvægi. Myndin hefst á baráttu þeirra fyrir sálu ungs drengs og í framhaldinu mæta þau öflum sem eru magnaðari en allt sem þau hafa áður upplifað. Þetta var í fyrsta skipti í bandarískri sögu sem aðili grunaður um morð tefldi því fram í rannsókninni að hann hafi verið haldinn illum anda.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Gagga Jonsdottir
Söguþráður Fimm konur á besta aldri skella sér saman í bústað til að hafa það reglulega gott og slaka á - frjálsar frá sifelldu amstri hversdagsins. Undir huggulegu yfirborðinu leynast þó gamlar syndir sem leysast úr læðingi þegar síst varir.
3. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Joel Crawford
Söguþráður Forsögulega Croods fjölskyldan, þarf að takast á við Betterman fjölskylduna, sem þykist vera lengra komin á þróunarbrautinni en Croods fjölskyldan.
4. sæti - Aftur á lista
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Eftir hina hryllilegu atburði inni á heimili Abbott fjölskyldunnar, þá þarf fjölskyldan nú að eiga við ytri ógnir. Þau neyðast til að fara út á ókunnar slóðir og átta sig þar á að verurnar sem veiða bráð sína eftir hljóðum sem þær heyra, eru ekki eina hættan þarna úti.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Craig Gillespie
Söguþráður Upprunasaga Grímhildar Grimmu, eða Cruella de Vil. Hin unga Estella á sér draum. Hana langar að verða fatahönnuður og býr yfir ríkulegum hæfileikum á því sviði. En svo virðist sem tilveran ætli að koma í veg fyrir að draumur hennar rætist. Eftir að hún endar uppi aura- og munaðarlaus í Lundúnum 12 ára gömul, fylgjumst við með henni fjórum árum síðar að mála bæinn rauðan ásamt bestu vinum sínum, þjófunum Horace og Jasper. Þegar Estelle fyrir tilviljun fær að stinga litlutá inn í heim hinna ungu ríku og frægu, þá fer hún að velta fyrir sér hvort hún gæti mögulega náð lengra í lífinu. Þegar efnileg rokkstjarna fær Estelle til að hanna fyrir sig, þá fer hún að trúa því að hún geti náð alla leið á toppinn.
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Thomas og Bea eru núna gift og búa með Pétri og kanínufjölskyldunni. Pétur, sem er orðinn leiður á lífinu í garðinum, ákveður að fara til borgarinnar þar sem hann kynnist skuggalegum karakterum. Það endar allt í mikilli ringulreið og fjölskyldan þarf að hætta öllu til að koma honum til bjargar. Nú þarf Peter að átta sig á því hverskonar kanína hann vill vera.
7. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar tvær Flummur ( krúttleg lítil dýr með gati í miðjunni ) eru send til nútímans, þá komast þau að því að kynstofninn er útdauður og öllum gleymdur. Nú þurfa þau að ferðast aftur í tímann til að reyna að bjarga ættbálkinum frá því að hverfa að eilífu.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Myndin segir frá H, ísköldum og dularfullum náunga sem vinnur hjá peningaflutningafyrirtæki sem flytur hundruði milljóna bandaríkjadala virði af fjármunum í Los Angeles borg í hverri einustu viku.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Ainbu er 13 ára gömul stúlka sem elst upp djúpt í frumskógum Amazon, í Colonia, en þar ræður ríkjum máttugasti andi skógarins, risaskjaldbakan Motelo Mama. Dag einn kemst Ainbu að því að landi hennar er ógnað af illum öflum sem láta stýrast af gróðahyggju. Stórvirkum vinnuvélum er beint inn í regnskóginn. Hún áttar sig nú á að það eru fleiri manneskjur í heiminum en bara hennar eign þjóð. Ainbu leggur upp í leiðangur til að bjarga paradísinni sem hún býr í og með henni í liði er andi móður hennar og ýmis ráðagóð dýr. Nú ríður á að bjarga þjóðinni áður en það verður um seinan.
10. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDrama
Leikstjórn Thomas Vinterberg
Söguþráður Fjórir vinir, sem allir eru menntaskólakennarar, ákveða að sannreyna kenninguna um að þeim muni ganga betur í lífinu ef þeir eru alltaf með örlítið áfengismagn í blóðinu. Þessi tilraun á eftir að hafa óvæntar afleiðingar og sýna þeim félögum nýjar hliðar á sjálfum sér sem þeir áttu kannski ekki von á.
11. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Darren Lynn Bousman
Söguþráður Hrotti með kvalalosta lætur til skarar skríða, og fyrrum lögregluþjónn, rannsóknarlögreglumaðurinn Ezekiel “Zeke” Banks og nýliðinn, félagi hans, byrja að rannsaka málið. Um er að ræða ruddaleg morð, sem vekja upp slæmar minningar í borginni. Smátt og smátt áttar Zeke sig á því að morðinginn hefur sérstakan áhuga á honum.
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Taylor Sheridan
Söguþráður Unglingur sem varð vitni að morði, er eltur af tvíburum sem báðir eru leigumorðingjar, í óbyggðum Montana í Bandaríkjunum. Honum til verndar er maður sem er sérfræðingur í að lifa af úti í náttúrunni. Á sama tíma kvikna skógareldar sem gætu gleypt þá alla.
13. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Adam Wingard
Söguþráður Hinn gríðarstóri api King Kong mætir hinu óstöðvandi japanska skrímsli Godzilla og heimurinn horfir á og fylgist með hvort skrimslanna endar uppi sem konungur. Sagan hefst með því að Kong og hans fólk leggja upp í mikla háskaför í leit að hans eina rétta heimili, sem hann tengist traustum böndum. En á leiðinni verður Godzilla á vegi þeirra, en ferlíkið hrikalega breiðir ógn og skelfingu út hvar sem það fer. Barátta risanna tveggja er aðeins byrjunin á ráðgátu sem nær langt inn að kjarna Jarðarinnar.
14. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Chloé Zhao
Söguþráður Myndin segir frá Fern, konu á sjötugsaldri, sem býr í litlum bæ í Nevada ríki í Bandaríkjunum. Hún heldur af stað í ferðalag á sendiferðabíl eftir að hafa tapað öllu í kreppunni miklu. Hún kannar tilveruna utan við hið hefðbundna samfélag, og lifir lífinu eins og nútíma hirðingi.
15. sæti - Aftur á lista
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprellifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.
16. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tim Story
Söguþráður Eftir að hafa eyðilagt hús eigenda sinna eru kötturinn Tommi og músin Jenni nú heimilislausir. Jenni sest að í Lúxushóteli í New York þar sem til stendur að halda brúðkaup aldarinnar.
17. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Emerald Fennell
Söguþráður Ung kona, sem varð fyrir sálrænu áfalli vegna hörmulegs atviks í fortíðinni, hefnir sín á þeim sem verða á vegi hennar. Öllum fannst Cassie vera sérlega efnileg ung kona ... þar til dularfullur atburður eyðilagði framtíð hennar. Hún er gáfuð og útsmogin og lifir tvöföldu lífi. Skyndilega fær hún tækifæri til að leiðrétta misgjörðir fortíðarinnar.
18. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Hirokazu Koreeda
Söguþráður Fabienne er frönsk kvikmyndastjarna sem er vön að vefja karlmönnum um fingur sér. Eftir að hún gefur út endurminningar sínar snýr dóttir hennar Lumir aftur til Parísar, ásamt bandarískum eiginmanni sínum og barni. Endurfundir móður og dóttur verða viðburðaríkir og hulunni er svipt af ýmsum leyndarmálum þegar þær neyðast til þess að horfast í augu við sannleikann.
19. sæti - Aftur á lista
Drama
Leikstjórn Florian Zeller
Söguþráður Anthony neitar að þiggja hjálp frá dóttur sinni Anne þegar hann eldist. Eftir því sem hann reynir að skilja betur hvernig allar kringumstæður eru að breytast hjá honum, þá fer hann að efast um ástvini sína, eigin geðheilsu og jafnvel raunveruleikann í kringum hann.
20. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Dominic Cooke
Söguþráður Kaldastríðsnjósnarinn Greville Wynne og rússneskur tengiliður hans reyna að binda enda á Kúbudeiluna.
Vinsælast í bíó - 8. til 10. jún. 2021