Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 10. til 12. ágú. 2020

1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Eldri borgararnir Hófí og Pétur eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófíog Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans. Sem betur fer er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og Hófí og Pétur eru hörðustu glæpamenn elliheimilisins, þannig að þau eru ekkert á því að sitja að óþörfu.
2. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Derrick Borte
Söguþráður Sálfræðitryllir um Rachel sem er að verða of sein í vinnuna, þegar hún hittir ókunnugan mann við umferðarljós. Fljótlega er Rachel og allir hennar nánustu orðin skotmörk þessa manns, sem upplifir sig sem afskiptan í samfélaginu, og vill nú láta finna fyrir sér í eitt skipti fyrir öll. Við tekur leikur kattarins að músinni.
3. sæti - Aftur á lista
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndRáðgáta
Leikstjórn Tony Cervone
Söguþráður Teiknimynd upp úr hinum vinsælu teiknimyndasögum um Scooby-Doo. Hér segir frá því hvernig Scooby-Doo og vinur hans Shaggy ná að komast í fremstu röð í baráttunni gegn glæpum. Myndin er upprunasaga, og segir frá fyrstu kynnum þeirra félaga, þegar þeir eru ungir og kynnast Daphne, Velma og Fred, og stofna Mystery Incorporated.
4. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Walt Dohrn
Söguþráður Poppy og Branch komast að því þau eru ein af sex tröllaættbálkum, sem dreifast yfir sex mismunandi lönd, sem öll búa yfir sinni eigin tónlistarstefnu: fönk, kántrý, techno, sígild, popp og rokk. Rokkdrottningin Barb, með aðstoð konungsins Trash, vill eyða allri annarri tónlist, þannig að rokkið ráði yfir heiminum. Nú eru örlög heimsins í höndum Poppy og Branch, og vinum þeirra, sem þurfa að sameina tröllaættirnar allar í baráttunni við Barb.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.
6. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Minna nýtir sér hæfileika sinn til að geta búið til og stjórnað draumum fólks, til að kenna pirrandi stjúpsystur sinni lexíu.
7. sæti - Aftur á lista
RómantískDrama
Leikstjórn Andy Tennant
Söguþráður Ekkja sem gengur ekkert alltof vel að fóta sig í lífinu, hittir ókunnugan mann sem ástundar heimspeki þar sem áhersla er lögð á jákvæða hugsun. Myndin er kvikmyndagerð sjálfshjálparbókarinnar The Secret, þar sem áhersla er lögð á áhrif jákvæðrar hugsunar.
8. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Aðalpersónur myndarinnar eru tvær, annars vegar löggukanínan Judy og hins vegar svali rebbinn Nick sem er þekktur fyrir að vera ekki alltaf alveg réttum megin við lögin og er nokkuð hrekkjóttur í þokkabót. Þegar Nick er ranglega sakaður um alvarlegt afbrot kemur það í hlut Judyar að hafa hendur í skotti hans. Það reynist ekki auðvelt enda er Nick háll sem áll og á auðvelt með að láta sig hverfa. Málin taka hins vegar nýja stefnu þegar Nick og Judy flækjast bæði inn í sama samsærið og neyðast til að snúa bökum saman til að endurheimta heiður sinn og orðspor.
9. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Grjótharður CIA leyniþjónustumaður á nú allt undir bráðþroska níu ára stúlku, eftir að hann fær það verkefni að fylgjast með fjölskyldu hennar á laun.
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Sang-ho Yeon
Söguþráður Fjögur ár eru liðin síðan ógnvekjandi uppvakningafaraldur hófst í Suður-Kóreu sem hefur að mestu útrýmt íbúum landsins. Hópur sérsveitarmanna leggur í krefjandi sendiför til stórhættulegra óbyggða Kóreuskaga þar sem uppvakningar leynast við hvert fótmál. Sérsveitarhópinn leiðir Jung-seok, sem er hættusvæðunum vel kunnugur, en í miðri för mætir hann ýmsum eftirlifendum í slæmu ásigkomulagi. Verður þá tímaspursmál hvort hópurinn nái að standa saman gegn sameiginlegu ógninni eða illt verði gert verra.
11. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, erfiðum hindrunum og óvæntum uppákomum. Þegar Lára, óttalaus móðir drengjanna, áttar sig á því að þeir eru horfnir, fer hún að leita þeirra ásamt sérkennilegri ævintýraveru sem kallast Mantíkóran. Þessi eini töfradagur á eftir að kenna þeim öllum meira en þau hefðu nokkurn tíma getað ímyndað sér.
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn George Miller
Söguþráður Saga sem gerist eftir að heimurinn hefur gengið í gegnum mikla eyðileggingu, og gerist á útjaðri jarðarinnar, í eyðilegu landslagi þar sem hið mannlega er ekki lengur mannlegt, og allir berjast fyrir lífi sínu. Í þessu umhverfi býr Max, bardagamaður sem er fámáll og fáskiptinn, eftir að hann missti eiginkonu og barn eftir eyðilegginguna og ringulreiðina. Þarna er einnig Furiosa, bardagakona sem trúir því að hún nái að lifa af ef hún kemst yfir eyðimörkina, aftur til heimalands síns.
13. sæti - Aftur á lista
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Söguþráður Myndin gerist einhvern tíma í framtíðinni og við kynnumst Thomas A. Anderson (Keanu Reeves). Thomas lifir tvöföldu lífi, á daginn er hann tölvuforritari hjá hugbúnaðarfyrirtæki, en á kvöldin er hann hakkarinn Neo. Venjubundið líf hans breytist þó snögglega þegar Morpheus, frægur hakkari hefur samband við hann og hann er allt í einu orðinn eftirlýstur af yfirvöldum. Neo veit ekki hvort hann eigi að gefa sig fram eða hlýða skipunum Morpheusar. Hverjir eru hinir svartklæddu menn sem vilja ná tali af honum og hvað er þetta umtalaða Matrix sem Neo hefur heyrt af.
14. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Nisha Ganatra
Söguþráður Myndin gerist í iðandi tónlistarheimi Los Angelesborgar, og segir frá Grace Davis, frægri söngkonu, og Maggie, hinni óþreytandi aðstoðarkonu hennar. Á sama tíma og Maggie sinnir margvíslegum verkefnum fyrir Grace, þá dreymir hana um að verða upptökustjóri. Þegar umboðsmaður Grace býður henni upp á valmöguleika sem gæti haft mikil áhrif á feril hennar, þá gera þær Maggie og Grace áætlun sem gæti breytt lífi þeirra beggja til frambúðar.
15. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Danis Tanovic
Söguþráður Rannsóknarlögreglumaður í New York rannskar dauða dóttur sinnar, sem var myrt á brúðkaupsferðalagi í London. Hann fær hjálp frá skandinavískum blaðamanni, þegar önnur pör víða í Evrópu hljóta sömu örlög.
16. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Rod Lurie
Söguþráður Lítill hópur bandarískra hermanna berst gegn hundruðum vígamanna Talibana í Afghanistan.
17. sæti - Aftur á lista
SpennumyndÆvintýramyndBarnamyndTeiknimynd
Leikstjórn Charles Perrault
Söguþráður Geislavirkur loftsteinn veldur því að Hvolpasveitin fær ofurkrafta.
18. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Unglingsstúlkan Beta (Sonja) skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó (Þórhallur) sem vann sömu keppni 10 árum áður um aðstoð. Í kjölfarið veikist Húgó af fortíðarþrá, á meðan Beta reynir að sigrast á óöryggi sínu.
1. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Eldri borgararnir Hófí og Pétur eru olnbogabörn í kerfi sem hefur lítið gagn af þeim lengur. Þau eru orðin leið á aðbúnaðinum á elliheimilinu og ræna banka til að hafa efni á að kaupa sér litla íbúð. Ýmis ljón eru í vegi þeirra og Hófíog Pétri lendir saman við harðasta handrukkara bæjarins og skósveina hans. Sem betur fer er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og Hófí og Pétur eru hörðustu glæpamenn elliheimilisins, þannig að þau eru ekkert á því að sitja að óþörfu.
2. sæti - Aftur á lista
Spennutryllir
Leikstjórn Derrick Borte
Söguþráður Sálfræðitryllir um Rachel sem er að verða of sein í vinnuna, þegar hún hittir ókunnugan mann við umferðarljós. Fljótlega er Rachel og allir hennar nánustu orðin skotmörk þessa manns, sem upplifir sig sem afskiptan í samfélaginu, og vill nú láta finna fyrir sér í eitt skipti fyrir öll. Við tekur leikur kattarins að músinni.
Vinsælast í bíó - 10. til 12. ágú. 2020