Náðu í appið

Vinsælast í bíó - 20. til 22. mar. 2023

1. sæti - Aftur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn David F. Sandberg
Hér er haldið áfram með sögu unglingsdrengsins Billy Batson en með því að segja töfraorðið SHAZAM breytist hann í fullorðnu ofurhetjuna, Shazam. Í myndinni þurfa Batson og fóstursystkin hans, sem öll geta breyst í ofurhetjur, m.a. að berjast við Dætur Atlasar.
2. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Fjórir eftirlifendur úr morðæði Ghostface í Woodsboro fara úr bænum og byrja upp á nýtt í New York.
3. sæti - Aftur á lista
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hilmar Oddsson
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
4. sæti - Aftur á lista
DramaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn. Nú þarf hann, ásamt þeim eina sem lifði af ásamt honum, Koa, og einum möguleika á björgun, að ferðast yfir ókunn landsvæði þar sem stórhættulegar forsögulegar skepnur berjast um yfirráðin.
5. sæti - Aftur á lista
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Volaða Land er stórbrotin saga af baráttu manns við náttúruna, trúnna og sitt dýrslega eðli. Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands í þeim tilgangi að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
6. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Örkina hans Nóa rekur úti á opnu úthafinu og um borð eru aldavinirnir Finny og Leah. En eftir að hafa ekki séð til lands í margar vikur þá eru matarbirgðir bráðum á þrotum. Friðurinn á milli kjötætanna og grasbítanna gæti brostið á hverri sekúndu. Eftir nokkur óhöpp detta þau útbyrðis ásamt síðustu matarbitunum. Leah og Jelly eru föst á eyðieyju. Finny vaknar í skrýtinni nýlendu þar sem undarlegar verur búa saman í sátt og samlyndi í nágrenni við ógnandi eldfjall! Nú hefst mikið kapphlaup við tímann og Finny þarf að bjarga vinum sínum, sameina fjölskylduna og bjarga nýlendunni frá algjörri eyðileggingu.
7. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Guillaume Canet
Einkadóttir kínverska keisarans Han Xuandi flýr frá illum prinsi og leitar skjóls í Gallíu, hjá hinum hugrökkum hermönnum Ástríki og Steinríki.
8. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirÍslensk mynd
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
9. sæti - Aftur á lista
DramaÍþróttir
Leikstjórn Michael B. Jordan
Eftir að hafa náð á toppinn í hnefaleikunum hefur ferill Adonis Creed gengið vel og fjölskyldulífið verið í blóma. Þegar æskuvinur og fyrrum hnefaleikastjarna, Damian, kemur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist, vill hann sýna og sanna að hann eigi afturkvæmt í hringinn. Átök fyrrum vinanna snúast um meira en bardagann einan. Til að jafna út um þetta þarf Adonis að setja framtíðina að veði og berjast við Damian - sem hefur engu að tapa.
10. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Stígvélaði kötturinn sér að ástríða hans fyrir ævintýrum er farin að taka sinn toll. Hann hefur eytt átta af níu lífum sínum. Hann fer nú í ævintýraferð til að finna hina goðsagnakenndu Síðustu Ósk til að endurheimta öll lífin sín níu.
11. sæti - Aftur á lista
GamanDramaÍslensk mynd
Í matarboði í Vesturbænum ákveða sjö vinir að fara í stórhættulegan samkvæmisleik. Viðstaddir leggja símana á borðið og fallast á að öll símtöl og skilaboð sem berast verði deilt með samkomunni til að sanna að ekkert þeirra hafi nokkuð að fela.
12. sæti - Aftur á lista
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Rasmus A. Sivertsen
Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ. Þar búa einnig m.a. sanngjarn en góðhjartaður lögregluþjónn og hin stranga Soffía frænka.
13. sæti - Aftur á lista
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Peyton Reed
Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst.
14. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Alexs Stadermann
Freddi er viss um að hann muni verða hræðilegasti varúlfur allra tíma, en honum bregður í brún þegar hann umbreytist í fyrsta sinn og verður að púðluhundi.
15. sæti - Aftur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
16. sæti - Aftur á lista
GamanSpennutryllir
Leikstjórn Elizabeth Banks
Björn étur kókaín sem fellur úr flugvél og verður morðóður. Safnast þá saman furðulegur hópur sem samanstendur af lögreglumönnum, glæpamönnum, ferðamönnum og táningum og stefnir inn í skóg í Georgíuríki á höttunum eftir birninum drápsóða.
17. sæti - Aftur á lista
DramaTónlist
Leikstjórn Todd Field
Myndin gerist í heimi sígildrar vestrænnar tónlistar og fjallar um Lydia Tár, sem er talin eitt helsta tónskáld og stjórnandi í heimi og fyrsti kvenstjórnandi stórrar þýskrar sinfóníuhljómsveitar.
18. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllir
Eftir að móðir hennar týnist í fríi í Kólumbíu, ásamt nýja kærastanum, leitar dóttir hennar June að henni heiman að frá sér, í Los Angeles. Í leitina notar hún þau tól og tæki sem netið býður upp á og vonast til að finna móður sína áður en það verður um seinan. Leitin leiðir í ljós fleiri spurningar en svör ... og þegar June kemst að leyndarmálum um mömmuna, sér June að hún þekkti móður sína í raun ekki neitt.
19. sæti - Aftur á lista
GamanDrama
Leikstjórn Martin McDonagh
Tveir aldavinir, Padraic og Colm, lenda í ógöngum þegar annar þeirra ákveður að slíta vinskapnum, sem hefur miklar og sláandi afleiðingar í för með sér fyrir þá báða.
20. sæti - Aftur á lista
GamanÆvintýriFjölskyldaSöngleikurTeiknað
Hér segir frá Madrigal fjölskyldunni, óvenjulegri fjölskyldu sem býr á töfrandi stað sem kallast Encanto í Kólumbíu. Hvert einasta barn sem fæðist fær að gjöf ofurkrafta - öll börn nema eitt, Mirabel. En þegar heimili fjölskyldunnar er í hættu, þá gæti Mirabel verið þeirra eina von.
Vinsælast í bíó - 20. til 22. mar. 2023