Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að myndin hafi verið óvenju flókin og jafnvel sú flóknasta sem hann hafi gert „Við fórum á milli heimsálfa og í myndinni eru töluð mörg tungumál. Við þurftum að huga að menningu annarra þjóða og til dæmis að skapa japanskan veitingastað í London árið 1969. Hvar finnur maður dótið í það?“
Upphafið að verkefninu má rekja til þess þegar Baltasar fékk Snertingu, bók Ólafs Jóhanns, í jólagjöf og sá strax fyrir sér kvikmynd.
Um aðalleikarann, Egil Ólafsson, segir Baltasar m.a. í samtali við Morgunblaðið: \"Mig langaði að áhorfandinn myndi verða „skotinn“ í honum. Mér fannst svo mikilvægt að hann væri rómantískur og að áhorfandann myndi langa til að hann fengi að ljúka þessu máli sínu. Og þrátt fyrir að Egill sé kominn á efri ár, þá hefur hann þetta.“
Egill Ólafsson borðar með prjónum í myndinni og notar vinstri hendi. Ástæðan er að Pálmi Kormákur, sem leikur persónuna unga, er örvhentur.
Pálmi Kormákur, sem leikur aðalpersónuna unga, er sonur leikstjórans, Baltasars Kormáks. Eiginkona Baltasars, Sunneva Ása Weisshappel, sá um leikmyndina.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Baltasar Kormákur, Ólafur Jóhann Ólafsson
Frumsýnd á Íslandi:
29. maí 2024