Náðu í appið
Phenomenon
Öllum leyfð

Phenomenon 1996

Some things in life just can't be explained.

123 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 50% Critics
The Movies database einkunn 6
/10
The Movies database einkunn 41
/100
John Travolta og Kyra Sedgwick voru tilnefnd til MTV verðlauna fyrir besta kossinn, og Travolta og myndin voru einnig tilnefnd. John Travolta og Forest Whitaker fengu Blockbuster verðlaun fyrir frammistöðu sína.

Aðalsögupersónan sér skrýtið ljós á himni, þegar hann er á barnum á afmælisdegi sínum. Á næstu dögum verður hann mjög gáfaður og notar gáfur sínar til góðs fyrir bæjarfélagið sem hann býr í. Þegar þetta spyrst út, þá fara menn að líta á hann sem viðundur, og fara að spyrja sig afhverju svona lagað gerist fyrir einhvern ofurvenjulegan bifvélavirkja.... Lesa meira

Aðalsögupersónan sér skrýtið ljós á himni, þegar hann er á barnum á afmælisdegi sínum. Á næstu dögum verður hann mjög gáfaður og notar gáfur sínar til góðs fyrir bæjarfélagið sem hann býr í. Þegar þetta spyrst út, þá fara menn að líta á hann sem viðundur, og fara að spyrja sig afhverju svona lagað gerist fyrir einhvern ofurvenjulegan bifvélavirkja. Stjórnvöld blanda sér einnig í málið og vilja komast yfir þetta fyrirbæri sem gerði hann ofurgáfaðan, til að nýta sér það til annarra hluta. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (3)


Ég fíla svona myndir í botn og þessi olli mér ekki vonbrigðum. Ég kann nokkuð vel við flest það sem þeir leikstjórinn Jon Turteltaub (While you were sleeping, Cool runnings) og handritshöfundurinn Gerald Di Pego (Message in a bottle) hafa verið að gera, þá sérstaklega fyrir virðingu þeirra fyrir mönnum og þeirri heimspeki sem fylgir myndum þeirra. Rómantíkin er heldur ekki langt undan eða húmorinn. Saman hafa þeir gert myndina Instinct, sem kom mér talsvert á óvart. Myndir þeirra eiga þó til að vera langdregnar, en það dregur Phenomenon engan veginn niður. Mér finnst hún í alla staði vel gerð og John Travolta er að sýna góðan leik, auk flestra hinna leikaranna. Hann leikur hér máttmikinn mann, vægast sagt, sem gerir kraftaverk en því fylgja eðlilega erfiðleikar sem ég ætla ekki að þylja hér. Ég mæli með þessari fyrir alla sem eru forvitnir og hafa opinn huga í þessari síbreytilegu veröld.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ótrúlega léleg mynd. Merkilegt hvað Travolta hefur leikið í mörgum afleitum myndum. Hrikalega langdregin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd voru mikil vonbrigði á sínum tíma. Travolta var nýrisinn til vegs og virðingar þegar þessi mynd er gerð. Hann stendur sig að vísu ágætlega en það vantar allan neista í þessa mynd. Betur má ef duga skal...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn