Náðu í appið

Væntanlegar íslenskar myndir

26. desember 2020
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Kareni um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.
Útgefin: 26. desember 2020
15. janúar 2021
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Ung kona erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra.
Útgefin: 15. janúar 2021
19. febrúar 2021
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Marteinn Þórsson
Söguþráður Brynja, 40 ára, sem getur ekki horfst í augu við móður sína sem yfirgaf hana á unga aldri, fær inni í litlu gistihúsi í þorpi rétt fyrir utan Reykjavík. Þar kynnist hún Mark, 50 ára gömlum breskum túrista, sem glímir við sinn eigin persónulega harm.
Útgefin: 19. febrúar 2021
Myndir ekki komnar með dagsetningu
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Alma er örlagagasaga ungrar konu sem er lokuð inni á réttargeðdeild eftir að hafa játað á sig morð á kærasta sínum án þess þó að muna eftir þeim atburði. Eftir sjö ár berast þær fréttir að kærastinn sé sprellifandi og á leið til landsins. Hún ákveður að drepa hann þar sem hún er hvort sem er búin að afplána dóm fyrir glæpinn.
HeimildarmyndÍslensk mynd
Söguþráður Sérstök frumsýning á nýrri íslenskri heimildarmynd framleidd af BBC og RÚV. The Far Traveller rekur ævi víðförulustu konu miðalda, Guðríði Þorbjarnardóttur. Guðríður sigldi yfir atlantshafið alls átta sinnum yfir ævina og lágu leiðir hennar til Grænlands, Norður-Ameríku, Skandinavíu, Bretlandseyja og í gegnum Evrópu alla leið í Vatíkanið í Róm.
GamanmyndÍslensk myndSjónvarpssería
Söguþráður Þáttaröðin fjallar um dauðvona mann sem ákveður að bæta upp fyrir tapaðan tíma með því að halda sína eigin jarðarför og vera sjálfur viðstaddur. Það er samt ekki eins einfalt og það hljómar.