Vinsælast á leigunni - 27. feb. til 1. mar. 2019

1. sæti - Aftur á lista
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
2. sæti - Aftur á lista
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Myndin fjallar um samfélag snjómanna hátt uppi í snæviþöktum fjöllum sem vita ekki að til séu siðuð samfélög fyrir utan þeirra eigið. Sögur hafa vissulega sprottið upp öðru hverju af smáskrímslum sem hafa komið röltandi neðan frá og upp á tindinn en öllum slíkum sögum hefur verið vísað frá sem hjátrú í besta falli og bulli og vitleysu í því versta. Það kemur því heldur betur fát á einn ungan snjómann, Mígo, þegar hann rekst einmitt á svona smáskrímsli í eigin persónu sem því miður sleppur þó úr greipum hans. Mígo reynir að segja hinum snjómönnunum frá þessu en uppsker bara hæðni og hlátur eins og hann sé sjálfur genginn af göflunum. Við það getur Mígo ekki sætt sig, því hann veit hvað hann sá, og ákveður að halda einn síns liðs niður fjallið og finna hvar smáskrímslin halda sig svo hann geti sannað sitt mál í eitt skipti fyrir öll ...
3. sæti - Aftur á lista
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Drew Goddard
Söguþráður Sjö gerólíkir einstaklingar, sem allir hafa einhverju að leyna, hittast á El Royale-hótelinu við Tahoe-vatn þar sem skuggaleg fortíðin svífur yfir vötnum. Á El Royale-hótelinu, en það stendur þannig á ríkjamörkum Nevada og Kaliforníu að helmingur herbergjanna er Nevada-megin en hinn helmingurinn Kaliforníu-megin. Gestir geta sem sagt valið í hvoru ríkinu þeir gista. Á einum sólarhring fær allt þetta fólk tækifæri til að gera yfirbót – áður en allt fer til andskotans.
4. sæti - Aftur á lista
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Fede Alvarez
Söguþráður Þau Lisbeth Salander og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist snúa aftur og takast nú á við flókið glæpamál og ráðgátu þar sem miskunnarlausir morðingjar, tölvuhakkarar, og spilltir útsendarar yfirvalda koma við sögu ásamt tvíburasystur Lisbeth sem reynist hennar erfiðasti andstæðingur.
5. sæti - Aftur á lista
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ari Sandel
Söguþráður Vinirnir Sonny og Sam hitta stríðnu talandi dúkkuna Slappy úr óútgefinni Gæsahúðarbók eftir R.L. Stine. Í þeirri von að geta stofnað sína eigin fjölskyldu, þá rænir Slappy móður Sonny, og vekur alla draugalegu vini sína upp til lífsins - rétt áður en Hrekkjavakan gengur í garð. Nú veður allt gengið yfir bæinn, skrímsli, nornir og aðrar dularfullar verur, og Sonny reynir að bjarga móður sinni, með hjálp frá systur sinni og Sam og einum vinalegum nágranna.
6. sæti - Aftur á lista
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Þótt þrettán ár séu liðin frá því við hittum Parr-fjölskylduna hefur tíminn í sögunni um þau lítið liðið því myndin byrjar nánast þar sem þeirri fyrstu lauk. Eftir að hafa bjargað heiminum frá glötun færist nú ró yfir fjölskyldulífið, allt þar til Helenu er boðið nýtt og mikilvægt starf sem hún getur ekki hafnað. Vandamálið við það er að þá verður Bob auðvitað að sjá um heimilishaldið en það er langt í frá létt verk því það inniheldur að hafa hemil á krökkunum þremur, þeim Violet, Dash og hvítvoðungnum Jack- Jack sem er stórhættulegur sem fyrr því hann hefur lítið vald yfir ofurkröftum sínum og má alls ekki borða kökur. En að sjálfsögðu gerast síðan atburðir sem kalla á að Parr-fjölskyldan bretti enn á ný upp ermarnar og bjargi mannkyninu frá tortímingu ...
7. sæti - Aftur á lista
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Tumi litli er fátækur bóndasonur sem dag einn fær það verkefni í hendur að bjarga konungsríkinu frá því að lenda í höndum illrar nornar. Til að geta gert það fær hann ómetanlega aðstoð frá hugrakkri prinsessu, risa, dularfullum þjófi og ekki síst galdraspegli sem sér inn í framtíðina.
8. sæti - Aftur á lista
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Tónlistarmaðurinn Jackson Maine má muna sinn fífil fegurri og þótt hann njóti enn hylli gamalla aðdáenda er ferill hans á fallanda fæti, ekki síst vegna óhóflegrar drykkju. Þegar hann hittir hina efnilegu leik- og söngkonu Ally má segja að hann fái nýtt markmið í lífinu: Að aðstoða Ally við að ná frægð og frama.
9. sæti - Aftur á lista
GamanmyndSöngleikur
Leikstjórn Ol Parker
Söguþráður Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir og móðir hennar var í svipuðum sporum og hún er í núna.
10. sæti - Aftur á lista
SpennumyndDrama
Söguþráður Lögreglumaðurinn Mike Chandler er nýbúinn að missa eiginkonu sína úr krabbameini og er því ekki upp á sitt besta þegar honum og félaga hans, Steve, er falið að taka ungan mann, Kenny, með sér í venjubundna eftirlitsferð. Áður en varir breytist verkefnið hins vegar í skotbardaga við þungvopnaða bankaræningja sem hlífa engum sem stendur í vegi þeirra. Þremenningarnir í lögreglubílnum vita vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar þeir aka inn á vettvang ránsins og verða þegar fyrir kröftugri kúlnahríð. Með snarræði tekst Mike og Steve að komast í skjól en hinn ungi Kevin hleypur út úr bílnum og reynir að fela sig í aftursæti annarrar bifreiðar. Það kemur í veg fyrir að Mike geti hörfað og í gang fer æsileg barátta þar sem hann freistar þess að bjarga bæði sér og Kevin áður en það er of seint.
11. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamynd
Leikstjórn James Marsh
Söguþráður Nokkrir afbrotamenn sem komnir eru af léttasta skeiði ákveða ásamt ungum félaga sínum að brjótast inn í rammgerða niðurgrafna öryggisgeymslu í Hatton Garden í London. Ránið heppnast fullkomlega en deilur á milli þjófanna um skiptingu fengsins eiga eftir að verða þeim að falli.
12. sæti - Aftur á lista
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurStríðsmyndRáðgáta
Leikstjórn Julius Avery
Söguþráður Overlord hefst á D-deginum svokallaða, 6. júní 1944, þegar Bandamenn gerðu innrás í Normandy. Dagskipun sveitar fallhlífarhermanna, sem er ætlað að kasta sér út handan víglínunnar og gera einn af fjarskiptaturnum Þjóðverja óvirkan, fer fyrir lítið þegar flugvél þeirra er sprengd í tætlur. Flestir hermannanna farast en þeirra sem lifa af bíður enn erfiðari raun. Útlitið er því ekki gott fyrir okkar menn og ekki skánar það þegar þeir og bandamenn þeirra uppgötva hús í bænum þar sem efnatilraunir Þjóðverja hafa skapað nýja tegund af blóðþyrstum uppvakningum ...
13. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Aku Louhimies
Söguþráður Framhaldsstríðið, eins og Finnar kalla það sjálfir, var háð eftir Vetrarstríðið 1939– 1940 þegar Rússum tókst að leggja undir sig hluta Finnlands. Það var óviðsættanlegt fyrir Finna og markmiðið með Framhaldsstríðinu var að ná landinu aftur og hrekja Rússa til síns heima. Mörgþúsund ungir mennn sem höfðu ekki barist áður voru sendir til að mæta Rússunum ásamt eldri hermönnum sem höfðu meiri reynslu og vissu betur út í hvað verið var að etja þeim. Í myndinni kynnumst við nokkrum þessara hermanna sem komu úr öllum stéttum samfélagsins og þeirri baráttu sem þeir háðu við einhverjar erfiðustu aðstæður sem hugsast getur þar sem kuldinn og matarskorturinn voru síst erfiðari óvinir en Rússarnir sjálfir.
14. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Sögur breska rithöfundarins Alans Alexander Milne um Bangsímon og vini hans í Hundraðekruskógi, og þá ekki síst vinskap þeirra og Christophers Robin, eru fyrir löngu orðnar sígildar. Í þessari mynd bregðum við okkur aftar í tímann og sjáum hvað gerist þegar þeir Christopher og Bangsímon hittast á ný eftir að hafa ekki sést í meira en tvo áratugi. Hefur eitthvað breyst? Christopher Robin, sem nú er orðinn fullorðinn, býr í London ásamt eiginkonu sinni og dóttur og er svo gott sem búinn að gleyma æskuævintýrum sínum með Bangsímon og félögum í Hundraðekruskógi. Hann verður því ekkert lítið undrandi þegar hann hittir Bangsímon lifandi kominn á ný í garði einum í borginni. Þegar í ljós kemur að Bangsímon er týndur og ratar ekki aftur heim hefst nýtt ævintýri í lífi þeirra beggja – og allra annarra sem við sögu koma ...
15. sæti - Aftur á lista
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Rithöfundurinn Lee Israel má muna sinn fífil fegurri enda vill enginn lengur gefa út bækur hennar. Langt á eftir með leiguna og enga peninga á leiðinni dettur hún fyrir tilviljun niður á snjalla lausn – sem því miður er líka glæpur. Eftir að hafa gefið út nokkrar ævisögur sem gengu ágætlega féll Lee í hálfgerða ónáð þegar hún gaf út ævisögu Estée Lauder í óþökk hennar. Slypp og snauð datt hún niður á þá lausn að falsa sendibréf frægs fólks og selja þau til safnara. Þar með setti hún í gang atburðarás sem hefði varla verið hægt að skálda ...
16. sæti - Aftur á lista
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Andrew Bowler
Söguþráður Hinn bráðsnjalli Stillman er yfir sig ástanginn af Debbie, sem svo segir honum upp eftir aðeins eins árs samband. Hann ákveður að búa til tímavél til að reyna ítrekað að laga það sem fór úrskeiðis í sambandinu, og vinna aftur ástir Debbie.
17. sæti - Aftur á lista
DramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Matthew Heineman
Söguþráður Mögnuð saga verðlaunablaðakonunnar Marie Colvin sem frá árinu 1985 og allt til dauðadags starfaði fyrir breska dagblaðið The Sunday Times, lengst af við öflun frétta og frásagna frá stríðshrjáðum héruðum og löndum. Saga Marie Colvin er jafnframt saga af óbugandi viljaþreki og hugrekki þessarar stórmerku konu sem fann köllun sína í að koma fréttum frá hættulegustu stöðum Evrópu, Asíu og Norður-Afríku á framfæri við heiminn og lagði sjálfa sig um leið í hina mestu lífshættu. Hennar eigin orð um það hvers vegna hún var tilbúin til að leggja líf sitt í hættu voru að öðruvísi gæti hún ekki gefið þeim raddlausu rödd og þeim ósýnilegu sem þjáðust vegna aðgerða stríðsherranna tilvist frammi fyrir alþjóðasamfélaginu. Myndin þykir lýsa því afar vel við hvaða aðstæður Marie starfaði alla tíð og gefur um leið sannferðuga mynd af því úr hverju hún var gerð ...
18. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamynd
Leikstjórn George Tillman Jr.
Söguþráður Starr Carter lifir í tveimur heimum: fátækrahverfinu þar sem þeldökkir búa, og þar sem hún sjálf býr, og heimi hvíta ríka fólksins, þar sem hún er í skóla. Jafnvægið á milli þessa raskast þegar Starr verður vitni að því þegar æskuvinur hennar Khalil er myrtur af lögreglunni. Núna er pressa frá öllum hliðum, og Starr þarf að finna styrk til að standa með því sem er satt og rétt.
19. sæti - Aftur á lista
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Yann Demange
Söguþráður Saga unglingsins Richard Wershe Jr., eða Rick Wershe, sem varð uppljóstrari fyrir lögregluna á níunda áratug síðustu aldar, í skiptum fyrir að faðir hans þurfi ekki að fara í fangelsi fyrir vopnasölu. Þegar hinn ungi Rick sekkur of djúpt í eiturlyfjaheiminn og heillast um of af peningum og gjálífi verður það honum til falls. Hann var að lokum handtekinn fyrir eiturlyfjaviðskipti, og dæmdur í lífstíðarfangelsi.
20. sæti - Aftur á lista
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður The Nun segir frá ungri nunnu, Irene, sem er ásamt prestinum Burke send til Rúmeníu að rannsaka dularfullt sjálfsmorð nunnu í hinu sögufræga Cârța-nunnuklaustri í suðurhluta Transylvaníu. Fljótlega eftir komuna þangað uppgötva þau Irene og Burke að hlutirnir eru sannarlega ekki með felldu í klaustrinu því þar hefur hin framliðna og meinilla nunna Valak tekið völdin ...
Vinsælast í bíó - 27. feb. til 1. mar. 2019