Nýtt á VOD

HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Robert Legato
Söguþráður Þegar faðir Jacobs Martin deyr þarf Jacob að útvega dánarvottorð móður sinnar til að geta fengið arfinn greiddan. En það er hægara sagt en gert. Hann ákveður að brjótast inn á geðveikraspítalann sem móðir hans dvaldi á til að hafa uppi á dánarvottorði hennar eftir að forráðamenn spítalans neita að afhenda honum það. Það innbrot á ekki eftir að fara vel ...
GamanmyndDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Lee Kirk
Söguþráður Við kynnumst hér tónlistarmanninum Perry Miller sem þrátt fyrir að eiga góða konu og tvö dásamleg börn hugsar oft með söknuði um hvernig líf hans hefði þróast ef hann hefði haldið áfram í rokkinu í stað þess að festa ráð sitt. Á fertugasta afmælisdegi sínum verður hann síðan fyrir miklum vonbrigðum þegar eiginkonan gleymir því að hann eigi afmæli. Svo fer að til að lyfta sér upp afræður hann að kalla saman félaga sína úr The Skunks og fá úr því skorið í eitt skipti fyrir öll hvort endurkoma á sviðið sé málið ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst. Þættirnir eru um tólf mínútur að lengd hver og segja frá þeim ótrúlegu ævintýrum sem þeir frændur lenda í, en í þeim þurfa þeir oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ...
Útgefin: 24. mars 2017
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Þegar tólf geimskip koma óvænt til jarðar er málvísindakonunni Louise Banks ásamt vísindamönnum á öðrum sviðum falið að ná sambandi við geimverurnar í von um að komast að ástæðunni fyrir heimsókn þeirra. Það sem Louise og kollegar hennar uppgötva með rannsóknum sínum er langt fyrir utan allt það sem nokkur hefði getað ímyndað sér.
Útgefin: 23. mars 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Sagan um íþróttastjörnuna Buddy heldur hér áfram en hann á nú í hamingjusömu sambandi við Molly nágranna sinn. Þegar sú hamingja gefur af sér fimm fallega og hæfileikaríka hvolpa má segja að líf foreldrana verði svo gott sem fullkomið. En hættan er á næstu grösum því íþróttaafrek og frægð Buddys hefur gert hann afar verðmætan og tilvalið þýfi í augum óprúttinna ræningja. Þegar tveimur slíkum tekst að ræna bæði Buddy og Molly á meðan hvolparnir og mannlegu fjölskyldurnar þeirra sofa þurfa hvolparnir fimm, sem heita Mudbug, B Dawg, Buddah, Rosebud og Budderball, að hafa hraðar loppur til að bjarga þeim ...
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Billy Ray
Söguþráður Þegar tilkynning berst um líkfund eru rannsóknarlögreglumennirnir Ray og Jessica send á staðinn. Í ljós kemur er líkið er af dóttur Jessicu, Carolyn. Eftir líkfundinn fer að sjálfsögðu í gang ítarleg rannsókn en því miður fyrir lögregluna og auðvitað Jessicu skilar hún engu því allar mögulegar vísbendingar reynast haldlausar eða enda í blindgötu. Málið er því að lokum flokkað sem óleyst og rannsókn á því hætt, Jessicu og ekki síður Ray til sárra vonbrigða. Ray gefst þó ekki upp og dag einn er málið opnað á ný.
Drama
Leikstjórn Julio Medem
Söguþráður Hér segir frá atvinnulausa kennaranum Mögdu sem fær það staðfest sem hana grunaði að hún sé komin með brjóstakrabbamein. Þetta fær Mögdu til að endurmeta líf sitt frá grunni og í framhaldinu ákveður hún að gera það allra besta sem hún getur úr aðstæðunum og njóta lífsins svo mikið sem hún má ásamt eiginmanni sínum og syni. Þegar hún verður síðan ófrísk af öðru barni þeirra hjóna fær hún enn eina ástæðuna til að berjast fyrir lífinu ...
DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Oliver Stone
Söguþráður Edward Snowden verður eflaust minnst sem eins helsta uppljóstrara 21. aldarinnar en mál hans komust í hámæli þegar upp komst að hann hafði lekið upplýsingum til fjölmiðla um persónunjósnir breskra og bandarískra yfirvalda.
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Simpansinn Jack er hvergi af baki dottinn og þegar hann hittir hóp af hressum krökkum ákveður hann að prófa eitthvað nýtt: Snjóbretti! Í þessari þriðju mynd um ævintýri apans Jacks ræður hálfgerð tilviljun því að hann slæst í för með hópi krakka sem eru á leið til Kólóradó. Þar er að finna m.a. nokkra af vinsælustu skíða- og snjóbrettastöðum heims og vegna þess að Jack er nú þegar orðinn meistari á hjólabrettum fer hann létt með að ná tökum á snjóbrettabruni. En ævintýrin eru við hvert fótmál!
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Craig Moss
Söguþráður Myndin segir frá fasteignasalanum Alex Reaves sem eftir að hafa keypt gamla verksmiðjubyggingu og breytt henni í íbúðablokk með nýtísku íbúðum flytur sjálfur inn í eina íbúðina ásamt eiginkonu sinni Charlottu og ungri dóttur þeirra, Miu. Það líður ekki á löngu uns hjónin verða ásamt öðrum íbúum hússins vör við að það er ekki allt með felldu í því. Eftir nokkrar dularfullar uppákomur kemur í ljós að verksmiðjueigandinn fyrrverandi var fjöldamorðingi og að húsið er líklega andsetið af fórnarlömbum hans. En þar með er bara hluti sögunnar sagður ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Mæja býfluga er svo forvitin að hún flutti úr býflugnabúinu sínu til að geta skoðað allan heiminn með bestu vinum sínum, þeim Skildi, Villa og Max. Mæja býfluga elskar frelsið og býr nú í rjóðri þar sem hún flýgur á milli sveppahattanna, lendir í alls konar ævintýrum ásamt vinum sínum, uppgötvar nýja hluti á hverjum degi og hvílir sig á næturnar í blómunum undir berum næturhimni. Á þessari útgáfu er að finna átta nýjar teiknimyndir sem byggðar eru á hinum skemmtilegu sögum Þjóðverjans Waldemars Bonsels.
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthias Hoene
Söguþráður Jack Bronson er ungur bandarískur strákur sem lendir óvænt í því að vernda líf kínverskrar prinsessu fyrir hrottanum Arun sem ætlar að nota hana til að ná yfirráðum í Kína. Til að bjarga prinsessunni þarf Jack að ferðast langt aftur í tímann ásamt Kínverjanum Zhang og takast þar á við óvini af öðrum heimi.
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Myndin hefst á því að íþróttasimpansinn Jack er rekinn úr íshokkíliðinu, The Seattle Simians, eftir að hafa verið ranglega sakaður um svindl. Hann fer til borgarinnar, þar sem hann kynnist Ben, heimilislausum brettastrák, og Ollie, sem á brettabúð. Jack reynist vera ótrúlega góður á hjólabrettinu, og áður en langt um líður eru hann og Ben að rúlla upp brettakeppnum um allt land.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Garth Davis
Söguþráður Sönn saga Saroos Brierley sem fimm ára gamall varð viðskila við fjölskyldu sína á Indlandi þegar hann sofnaði í lest sem síðan lagði af stað og bar hann langar leiðir frá heimahögunum. Eftir að Saroo vaknaði og yfirgaf lestina vissi hann ekkert hvert hann ætti að fara og gat engum sagt hvar hann ætti heima. Hann lenti því á vergangi en var að lokum tekinn inn á munaðarleysingjahæli og síðan ættleiddur af áströlskum hjónum sem fóru með hann til Ástralíu. Þar ólst hann síðan upp en í stað þess að gleyma uppruna sínum urðu minningarnar um móður hans og bróður stöðugt áleitnari þar til hann ákvað, þrítugur að aldri, að fara til Indlands og reyna til þrautar að finna hina raunverulegu fjölskyldu sína ...
RómantískDrama
Leikstjórn Matt Ross
Söguþráður Myndin fjallar um nokkur ár í lífi tveggja einstaklinga, ungs manns og ungrar konu, sem eiga skyndikynni í hótelherbergi. Þó að þau fari hvort sína leið, þá hittast þau næstu árin í nýju og nýju hóteli, um öll Bandaríkin, þegar þau eru í viðskiptaferðum. Þau eru bæði í samböndum, en leita til hvors annars eftir rómantískri spennu. En munu þau komast að því með tímanum að þau séu í raun sköpuð fyrir hvort annað?
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Shane Meadows
Söguþráður Árið 2011, eftir meira en 15 ára hlé, koma upprunalegir meðlimir hinnar goðsagnakenndu bresku hljómsveitar The Stone Roses, þeir Ian Brown, John Squire, Alan "Reni" Wren og Gary "Mani" Mounfield, saman til að spila á tónleikum. Í myndinni er fylgst með endurfundum þeirra, æfingum og tónleikunum sjálfum.
Útgefin: 3. mars 2017
ÆvintýramyndHeimildarmynd
Leikstjórn Nick Ryan
Söguþráður Leikin heimildarmynd um þann atburð þegar átta manns fórust við klifur upp á K2-tindinn, en ástæður allra dauðsfallanna hafa aldrei komið í ljós.
FjölskyldumyndStuttmyndTeiknimynd
Söguþráður Stick Man býr með konu sinni og börnum í fjölskyldutrénu. Þegar hann er úti að skokka dag einn, þá hittir hann lítinn dreng sem hendir honum og lætur hundinn sinn sækja. Börn leika sér að honum og svanur notar hann til að byggja sér hreiður. Honum skolar á haf út og á strönd langt í burtu. Eftir ýmsar auðmýkjandi uppákomur, þá bjargar jólasveinninn honum og hjálpar honum að komast heim til sín.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Laurent Tirard
Söguþráður Diane er falleg og aðlaðandi kona. Hún er stjörnulögfræðingur, glaðlynd og hefur að geyma mikinn og geislandi persónuleika. Nú þegar óhamingjusamt hjónaband hennar er að baki hefur hún bæði tíma og pláss í sínu lífi til að hitta þann eina rétta. Það virðist ætla að ganga erfiðlega, allt þar til hún fær símtal fá Alexandre nokkrum en hann fann farsímann hennar. Á meðan á símtalinu stendur þá gerist eitthvað mjög sérstakt. Alexandre er kurteis, skemmtilegur, menningarlega sinnaður ... og hann heillar Diane upp úr skónum. Í kjölfarið ákveða þau að hittast. En stefnumótið fer á annan veg en ætlað var ...
GamanmyndFjölskyldumyndÍþróttamynd
Leikstjórn Robert Vince
Söguþráður Jack er þriggja ára gamall simpansi sem Dr. Kendall hefur gert tilraunir á, og kennt honum að tjá sig á táknmáli. Jack hefur þó ekki náð nógu hröðum framförum að mati Dr. Peabody, sem kostar rannsóknirnar, og hann hefur því hætt stuðningi sínum og selt Jack í tilraunastofu. Dr. Kendall nær að smygla honum þaðan í burtu, en samt sem áður er Jack sendur til Kanada fyrir slysni. Þar sleppur hann úr prísundinni og hittir Tara, heyrnarlausa stúlku, sem getur talað við Jack á táknmáli. Jack sýnir mikla hæfileika í íshokkí, og fer að keppa með bróður Tara, Steven. Nú stefnir liðið hraðbyri í átt að meistaratitli, en Dr. Peabody er staðráðinn í að koma honum aftur til nýju eigenda sinna.