Náðu í appið

Nýtt á VOD

Spennutryllir
Leikstjórn Aneil Karia
Söguþráður Myndin gerist á einum sólarhring í Lundúnum og fjallar um mann sem fær nóg af öllu ruglinu og fer í tryllingslega leit að sjálfum sér.
Drama
Söguþráður Eftir að hafa fengið þungbærar fréttir, þar sem Nicole er greind með ólæknandi krabbamein, fá hún, Matt og tvær ungar dætur þeirra, óvæntan stuðning frá besta vini þeirra, Dane Faucheux. Hann gerir hlé á sínu eigin lífi og flytur inn til þeirra. Það hefur mikil áhrif og breytir lífi þeirra meira en nokkurn hefði grunað.
GamanmyndDramaRáðgáta
Leikstjórn Yaniv Raz
Söguþráður Eftir að systir hans hverfur reynir hinn sextán ára gamli James Whitman að yfirvinna kvíða, stress og þunglyndi með hjálp Dr. Bird, dúfu ættaðri úr hans eigin hugarheimi.
VísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Doug Liman
Söguþráður Todd Hewitt býr á hinni fjarlægu plánetu New World, sem er ný von fyrir mannkynið, eða þar til vírusinn "The Noise" breiðist út og sýkir huga fólks. Faraldurinn gerir flesta sturlaða þar til Todd uppgötvar að stúlka að nafni Viola gæti verið lausnin að mörgum leyndarmálum plánetunnar.
RómantískDrama
Leikstjórn Svetlana Cvetko
Söguþráður Mynd um ungt fólk, þrjá einstaklinga sem fæðast eftir aldamótin 2000, sem eiga í nánu og óvenjulegu sambandi, sem spyr spurninga um hver við erum og hverja við elskum.
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Söguþráður Hinni sjö ára gömlu Chloe, sem býr með föður sínum, hefur verið innrætt að heimurinn utan veggja heimilisins sé hættulegur staður og því eyðir hún einmanalegum dögum heima hjá sér. Dag einn fer hún að heiman á meðan faðir hennar er sofandi, og gamall maður sem keyrir ísbíl kemur og talar við hana. Maðurinn er í raun afi Chloe og segir henni að móðir hennar sé á lífi, og að Chloe búi yfir sérstökum ofurhæfileikum.
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgátaÆviágrip
Leikstjórn Brad Furman
Söguþráður Rannsóknarlögreglumaðurinn Russell Poole hefur eytt mörgum árum í að reyna að leysa stærsta málið til þessa - morðin á röppurunum The Notorious B.I.G. og Tupac Shakur. Nú, tveimur áratugum síðar, eru málin enn óleyst. Jack Jackson, blaðamaður, sem reynir hvað hann getur að bjarga orðspori sínu og ferli, er líka ákveðinn í að komast til botns í málinu. Í leit sinni að sannleikanum þá ákveða mennirnir tveir að vinna saman, og smátt og smátt kemur í ljós flókinn lyga- og spillingarvefur.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Edward James Olmos
Söguþráður Bóndinn og ekkillinn Fred Stern finnur sér nýjan tilgang í lífinu þegar hann kemst að því að sturlaður eigandi olíufyrirtækis hefur mengað vatnið á jörðinni hans. Hann leggur upp í krossferð gegn fyrirtækinu sem nær bæði inn í réttarsal og einkalífið. Hann þarf nú að finna leið til að forðast gjaldþrot býlisins, niðurbrot fjölskyldunnar og drauma sinna. Myndin er innblásin af sönnum atburðum.
RómantískDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Chad Hartigan
Söguþráður Par reynir að halda sambandi sínu á lífi á sama tíma og skæður faraldur geisar í heiminum sem eyðir út öllum minningum um ástina.
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Leikstjórinn Gillian Horvat leikur hér hálf-skáldaða útgáfu af sjálfri sér, en hér segir af baslandi kvikmyndagerðarkonu sem áttar sig á því að það þarf sömu hæfileika í að búa til kvikmynd og að fremja hið fullkomna morð.
GamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Chris Baugh
Söguþráður Eitthvað skrýtið er á seyði í Six Mile Hill - rólegum írskum bæ, en sagan segir að hinn heimsþekkti höfundur sögunnar um Drakúla, Bram Stoker, hafi eitt sinn lagt leið sína um bæinn. Þegar bygging nýs vegar truflar ætlaðan grafarstað Abhartach, goðsagnakenndrar írskrar vampíru, sem á að hafa verið innblásturin að sögunni um Drakúla, fara ill öfl á kreik og valda vinnuflokki undir stjórn Francie Moffat og sonar hans Eugene, ýmsum vandræðum. Nú þurfa þeir að berjast fyrir lífi sínu til að lifa af nóttina, en um leið varpa ljósi á hið sanna í hryllingnum sem býr í sögu bæjarins .
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Kevin Macdonald
Söguþráður Fanga í bandaríska herfangelsinu í Guantanamo Bay, Mohamedou Ould Slahi, er haldið án ákæru í meira en áratug, og leitar hjálpar lögfræðingsins Nancy Hollander til að losna úr fangelsinu. Byggt á sannri sögu.
Drama
Leikstjórn Claire Oakley
Söguþráður Eftir að Ruth flytur inn til kærasta síns í sumarhúsabyggð í Cornwall, vex spennan þegar Ruth fer að gruna kærastann um framhjáhald.
Drama
Leikstjórn Glendyn Ivin
Söguþráður Sam Bloom er ung móðir sem lamast eftir slys. Eiginmaður hennar, þrír synir þeirra og móðir hennar, reyna að laga sig að nýjum aðstæðum þegar skjór kemur skyndilega inn í líf þeirra, sem þau kalla Penguin, eða Mörgæsina. Koma fuglsins er ánægjuleg tilbreyting fyrir Bloom fjölskylduna, og á eftir að valda straumhvörfum í fjölskyldulífinu.
DramaTónlistarmynd
Leikstjórn Darius Marder
Söguþráður Líf þungarokkstrommarans Ruben breytist þegar hann byrjar að tapa heyrn. Þegar sérfræðingur segir honum að ástandið muni versna hratt, þá óttast hann að tónlistarferlinum sé lokið og lífi sínu líka. Félagi hans í hljómsveitinni og kærasta, Lou, skráir hann inn í meðferðarmiðstöð fyrir heyrnarlausa í þeirri von að það geti hjálpað honum að vinna úr áfallinu.
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Adam Egypt Mortimer
Söguþráður Max Fist segist vera hetja úr annarri vídd, sem féll til Jarðar í gegnum tíma og rúm, en hann hefur enga ofurkrafta á Jörðinni. Sá eini sem trúir honum er Hamster, strákur úr bænum. Saman skera þeir upp herör gegn dópsölum bæjarins og harðsvíraða glæpaforingjanum The Manager.
GamanmyndDrama
Söguþráður Kyle og Mike eru nánir vinir, eða allt þar til Mike sefur hjá kærustu Kyle. Þeir eru báðir hjólreiðarmenn, og Mike viðurkennir svikin í hjólreiðaferð á fjallstoppi í Frakklandi, en þar þarf Mike að meðtaka upplýsingarnar og ákveða hvernig hann eigi að bregðast við.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn John Hyams
Söguþráður Konu á ferðalagi, sem er nýbúin að missa eiginmann sinn, er rænt af kaldrifjuðum morðingja. Hún flýr út í óbyggðir, en þar mæta henni óblíð náttúruöflin og kvalari hennar er einnig á næsta leiti.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Sam Kelly
Söguþráður Myndin sækir innblástur í sannar sögur af götugengjum í Nýja Sjálandi yfir þrjátíu ára tímabil. Sagt er frá Danny á þremur mikilvægum augnablikum í lífi hans þar sem hann þroskast úr ungum dreng yfir í ofbeldisfullan foringja í gengi.
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Rose Glass
Söguþráður Maud er guðrækin nunna sem verður hættulega heltekin af því að hún þurfi að bjarga sálu dauðvona sjúklings.