Nýtt á VOD

RómantískDrama
Leikstjórn Sebastián Lelio
Söguþráður Gloria Bell er fráskilin kona á sextugsaldri sem er staðráðin í að láta hvorki skilnaðinn né aðrar kringumstæður í lífi sínu koma í veg fyrir að hún njóti þess til fulls. Hún býr í Los Angeles og hefur að undanförnu sótt bari og dansstaði í borginni sér til upplyftingar. Kvöld eitt hittir hún hinn fráskilda Arnold og áður en varir eru þau byrjuð saman. En þegar í ljós kemur að Arnold á við vandamál að stríða sem láta hann ekki í friði renna tvær grímur á Gloriu.
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Söguþráður Þau Will og Stella eru ungt fólk sem þjáist af hinum arfgenga sjúkdómi Cystic Fibrosis sem á íslensku hefur verið kallaður slímseigjusjúkdómur og er enn sem komið er ólæknandi. Þau kynnast á sjúkrahúsi þar sem þau sækja hin ýmsu meðferðarúrræði og á milli þeirra kvikna rómantískar tilfinningar. Þau komast ekki hjá því að horfa til vandamálanna við sambandið sem eru af margvíslegum toga, þ. á m. það að þeim er bannað að koma nær hvort öðru en sem nemur fimm fetum. Það setur að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn auk þess sem ýmislegt annað við þennan sjúkdóm, sem á árum áður dró fólk yfirleitt til dauða, skerðir allar framtíðarhorfur þeirra. En sem fyrr lætur ástin ekki að sér hæða ...
Útgefin: 23. ágúst 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Ondi Timoner
Söguþráður Mynd um líf og störf ljósmyndarans Robert Mapplethorpe, frá því hann slær í gegn snemma á áttunda áratug síðustu aldar og þar til hann deyr langt fyrir aldur fram árið 1989. Hann er að margra mati á meðal fremstu list- og auglýsingaljósmyndara Bandaríkjanna á 20. öld en hvað listina varðar var hann þekktastur fyrir ljósmyndir sínar af frægu listafólki, blómum og ekki síst umdeildar og djarfar nektarmyndir og ljósmyndir af alls konar BDSM-uppstillingum.
DramaHeimildarmyndSöguleg
Leikstjórn Kasper Collin
Söguþráður Sambandi jasstrompetleikarans vinsæla Lee Morgan og eiginkonunnar Helen eru hér gerð skil, en hún skaut eiginmann sinn til bana í febrúar árið 1972 á miðjum tónleikum á tónleikastað í New York borg. Jassheimurinn skalf, og minningin um morðið er enn ljóslifandi hjá þeim sem þekktu Morgan. Þetta er kvikmynd um jass, ást og Bandaríkin.
Gamanmynd
Leikstjórn Laura Steinel
Söguþráður Kate Stone er framakona og nýtur lífsins. Það er ekkert pláss í hennar lífi fyrir börn eða maka. Þegar bróðir hennar biður hana um að passa dóttur sína, þá ákveður hún með semingi að gera honum þann greiða í einn dag. En þegar dagurinn verður að viku, fer allt í óreiðu, en að lokum bindast þær frænkum sterkum böndum.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Eftir að hafa lifað af fjarstæðukennda og stórhættulega hluti í atburðum fyrri myndarinnar, Happy Death Day, þá er Tree Gelbman nú aftur stödd á heimavistinni, þakklát fyrir að vera á lífi. En núna er það herbergisfélagi hennar, Ryan, sem segist upplifa sama daginn aftur og aftur, þar sem dularfullur, grímuklæddur morðingi myrðir hann daglega með stórum búrhníf. Nú þarf Tree að upplifa sömu martröðina á nýjan leik.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Robin Bissell
Söguþráður Eftir að barnaskólinn fyrir svarta nemendur í bænum Durham í Norður-Karólínuríki brennur til grunna þurfa íbúar bæjarins að endurskoða aðskilnaðarstefnu sína, Ku Klux Klan-meðlimum til mikillar gremju. The Best of Enemies gerist árið 1971 og lýsir baráttu Ann Atwater fyrir borgaralegum réttindum svartra í bænum Durham og átökum hennar við Ku Klux Klan-klíkuna sem þá var leidd af C. P. Ellis. Eftir að barnaskólinn sem ætlaður var svörtum nemendum brann krafðist Ann þess að aðskilnaðarstefnan yrði aflögð í bænum, a.m.k. hvað varðaði skólahald þannig að svörtum og hvítum nemendum yrði ekki lengur stíað í sundur. Málið átti síðan eftir að taka óvæntari stefnu en nokkurn gat órað fyrir.
HeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Asif Kapadia
Söguþráður Argentínska fótboltahetjan Diego Maradona er að margra mati besti og hæfileikaríkasti knattspyrnumaður sögunnar enda var hann nánast tekinn í guðatölu þegar hann kom til Napoli árið 1984 og átti svo stóran þátt í að knattspyrnulið borgarinnar landaði sínum fyrsta deildarmeistaratitli tímabilið 1986–1987. Diego Maradona er nýjasta heimildarmynd breska Óskarsverðlaunahafans Asifs Kapadia sem hlaut Óskarinn fyrir heimildarmyndina Amy árið 2016 og hefur þrisvar hampað BAFTA-verðlaununum fyrir bestu heimildarmyndir ársins, þ.e. fyrir myndirnar Amy, Senna og The Warrior. Fyrir gerð Diego Maradona fékk hann fullt samþykki Maradona og fullt listrænt frelsi til að segja sögu hans á sinn hátt og án nokkurra inngripa að hálfu Maradona. Þetta er því eins sönn saga og hún getur orðið ... og er um leið sögð í eitt skipti fyrir öll
DramaHrollvekjaRáðgáta
Söguþráður Á tíu árum, frá 1974 til 1983, hafa þrettán unglingspiltar horfið sporlaust frá Cape May-svæðinu í Oregon án þess að hvörf þeirra hafi verið tengd saman. Þegar fjóra pilta, þá Davey, Curtis, Tommy og Dale, fer að gruna að nágranni Daveys, lögreglumaðurinn Wayne, sé ábyrgur fyrir hvörfunum og í raun raðmorðingi ákveða þeir að rannsaka málið upp á eigin spýtur.
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Chad Stahelski
Söguþráður Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorðingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum til höfuðs. „Winston. Segðu þeim, segðu þeim öllum, að hver sem kemur, hver sem það er, að ég muni drepa hann. Að ég muni drepa þau öll,“ voru lokaorð Johns Wick þegar við skildum við hann síðast, aðeins klukkustund áður en hann yrði réttdræpur í augum leigumorðingja heimsins. Þessi þriðji kafli sögunnar hefst innan þessarar sömu klukkustundar sem er einnig sá tími sem John hefur til að undirbúa sig undir það sem verða vill. Sá undirbúningur felst auðvitað helst í því að verða sér úti um vopn og skotfæri í miklu magni, enda mun ekki veita af. Og nú er bara að sjá hvernig John reiðir af og hvort honum takist að sleppa lifandi frá þeim hasar sem framundan er ...
Útgefin: 15. ágúst 2019
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Richard Finn, Tim Maltby
Söguþráður Ísbjörninn viðkunnanlegi Nonni norðursins sem bjargaði málunum í fyrstu myndinni um hann og vini hans snýr hér aftur til að taka við gulllyklinum að New York þar sem hann er hetja og heiðursgestur. En skjótt skipast veður í lofti og áður en varir er Nonni kominn á kaf í ný vandamál sem hann verður að leysa. Þeir sem gaman höfðu af fyrri myndinni um Nonna munu örugglega hafa gaman af endurkomu hans þar sem hann þarf ekki bara enn á ný að sanna hvers hann er megnugur heldur tekur ásamt félögum sínum á Norðurpólnum þátt í íshokkíleik aldarinnar!
Útgefin: 15. ágúst 2019
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David F. Sandberg
Söguþráður Billy Batson er 14 ára munaðarlaus strákur sem í byrjun sögunnar er að flytja inn á sitt sjöunda fósturheimili eftir að hafa verið úthýst af því sjötta vegna slæmrar hegðunar, rétt eins og í hin fimm skiptin. Kvöld eitt þegar hann er á flótta undan strákum sem ætla að berja hann lendir hann í nokkurs konar hliðarveröld þar sem verulega dularfullur galdrakarl gefur honum krafta til að breyta sér í fullorðnu ofurhetjuna Shazam! Til að byrja með hefur Billy/Shazam! ekki nokkra hugmynd um hvaða ofurkröftum hann býr yfir og því síður hvernig hann á að stjórna þeim. Sú þekking kemur auðvitað með reynslunni og ekki seinna vænna því framundan er barátta við hinn hræðilega dr. Thaddeus Sivana ...
DramaTónlistarmynd
Leikstjórn Brady Corbet
Söguþráður Segja má að hin 13 ára Celeste Montgomery verði stórstjarna á einni nóttu þegar lag sem hún flytur á minningarathöfn um þá sem létu lífið í skotárás í skóla hennar árið 2000 verður að risasmelli. 17 árum síðar hefur líf hennar tekið algjörum stakkaskiptum en í þeim efnum er ekki allt sem sýnist.
Drama
Leikstjórn Sara Colangelo
Söguþráður Lisa Spinelli er leikskólakennari á Staten-eyju sem lifir frekar daufu einkalífi en bætir það upp með því að sækja skóla þar sem hinn hrífandi Simon kennir nemendum sínum ljóðagerð. Dag einn uppgötvar Lisa að einn af nemendum leikskólans, Jimmy, býr yfir ljóðagáfu sem er langt umfram það sem búast mætti við af svo ungu barni ... og um leið hefst ófyrirsjáanleg atburðarás.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Ralph Fiennes
Söguþráður Sagan af því þegar ballettdansarinn Rudofl Nureyev flúði frá Rússlandi til vesturlanda.
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Richard Rich
Söguþráður Odette prinsessa heldur tónlistarkeppni til að fagna afmæli Alise prinsessu. Li, prins af Cathay, kemur til keppninnar, en systir hans Mei Li prinsessa, stelst í burtu á skipi hans til að fá Odette og Derek til að hjálpa Chen, sem hefur verið hnepptur í álög, og breytt í dreka. Hver mun vinna keppnina, og mun takast að frelsa Chen undan álögunum?
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Tim Burton
Söguþráður Þegar lítill fíll fæðist í fjölleikahúsi telur eigandi þess samstundis að hann sé vanskapaður því hann hefur svo stór eyru. Það á hins vegar eftir að koma í ljós að þessi risastóru eyru gera Dúmbó litla kleift að verða fyrsti fíll í heimi sem getur flogið. Þessir einstöku flughæfileikar hans eiga fljótlega eftir að verða mikil lyftistöng fyrir fjölleikahúsið og laða að fleiri áhorfendur en nokkru sinni fyrr. Um leið vekur hann auðvitað athygli gráðugra manna sem einsetja sér að eignast hann með öllum þeim ráðum sem til duga ...
Ráðgáta
Leikstjórn David Gleeson
Söguþráður Ben er niðurbrotinn eftir að dóttir hans ferst í slysi með sviplegum hætti. Hann sannfærist síðar um að geta vakið hana aftur til lífsins í gegnum draum sem endurtekur sig í sífellu. En er þetta draumur? Eða er hann búinn að missa vitið?
Heimildarmynd
Leikstjórn Heather Lenz
Leikarar: Yayoi Kusama
Söguþráður Mynd um líf myndlistarkonunnar japönsku Yayoi Kusama, allt frá því hún var óþekkt listakona í heimalandinu og þar til hún slær í gegn á alþjóðavísu. Kusama hefur búið síðustu 30 ár á geðspítala í Japan. Hún er fædd í mars 1929 og er því nýlega orðin níræð, var einn af upphafsmönnum popplistarinnar ásamt Andy Warhol og fleirum í upphafi sjötta áratugarins og er af mörgum talin einn áhrifamesti japanski listamaður síðustu aldar.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Dögg er ung og ákaflega hugmyndarík stúlka sem með aðstoð móður sinnar skapar ekki bara söguna um Undragarðinn, stórkostlegan skemmtigarð sem stjórnað er af dýrum, heldur byggir upp hluta hans heima hjá þeim mæðgum. Þegar Dögg finnur síðan fyrir tilviljun gamlan og gleymdan skemmtigarð í niðurníðslu reynist ímyndunarafl hennar svo sterkt að garðurinn hreinlega lifnar við ásamt dýrunum sem Dögg skapaði. Fyrir utan Dögg, sem óhætt er að segja að sé gædd miklum sköpunarkrafti, kynnumst við hér kostulegum dýrahópi, þ. á m. bláa birninum Þrym, villigeltinum Grétu, bjórunum og bræðrunum Kobba og Bunka, broddgeltinum Stebba (sem er ástfanginn af Grétu) og apanum Smára, en þessi dýr eiga eftir að hjálpa Dögg að láta Undragarðinn standa undir nafni!