Nýtt á VOD

SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Kazuaki Kiriya
Söguþráður Myndin fjallar um stríðsmanninn sverðfima og bardagameistarann Raiden sem ásamt fámennu gengi sínu segir hinum illa harðstjóra Geza Mott stríð á hendur þegar Geza lætur taka meistara þeirra, Bartok, af lífi fyrir litlar sem engar sakir. Vandamálið er að Geza ræður yfir öflugum her og gríðarlega vel búnu og vel vörðu virki sem ekki er gott að sjá í fyrstu hvernig Raiden og menn hans eiga að vinna. Þeir hafa hins vegar málstaðinn og réttlætið sín megin og stundum dugar það ...
Útgefin: 24. september 2015
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Justin Dec
Söguþráður Þegar hjúkrunarfræðingurinn Quinn Harris hleður niður smáforritinu Countdown í snjallsíma sínn, sem á að geta spáð fyrir um dánarstund fólks, þá segir forritið henni að hún eigi aðeins þrjá daga eftir ólifaða. Nú þarf hún að hafa hraðar hendur til að flýja þessi grimmilegu örlög.
SpennumyndDramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Henry Brogan er reyndur leigumorðingi hins opinbera en er búinn að fá sig fullsaddan af starfinu og leitar leiða til að draga sig í hlé. Það er hins vegar hægara sagt en gert fyrir mann sem býr yfir jafnmikilli vitneskju og hann um myrkraverk stjórnarinnar. Dag einn uppgötvar hann að hann er sjálfur orðinn bráð leigumorðingja sem virðist vita allt um hann. Þeim aðila, Junior, hefur verið falið að drepa hann, en sá reynist vera klónn af honum sjálfum og þekkir því hverja hans hreyfingu og taktík.
Hrollvekja
Leikstjórn Andy Muschietti
Söguþráður Lúðaklúbburinn er orðinn fullorðinn, enda 27 ár frá atburðum fyrri myndarinnar. Þá fá þeir símtal með hræðilegum skilaboðum, og þeir neyðast til að snúa aftur á fornar slóðir.
Gamanmynd
Leikstjórn Jon Lucas, Scott Moore
Söguþráður Gamanmynd um það hvað getur gerst þegar þú elskar símann þinn meira en allt annað í lífinu. Phil glímir við meðvirkni á háu stigi - hann er háður símanum sínum. Hann á enga vini, hann vinnur við að skrifa topp tíu lista, og lifir engu ástalífi. En nú er staða hans að breytast. Þegar hann neyðist til að uppfæra símann sinn, þá kemur nýja útgáfan með óvæntri virkni ... Jexi - sem er gervigreindar markþjálfi, sýndarveruleikaaðstoð og klappstýra. Með þessari hjálp byrjar Phil smám saman að öðlast venjulegt líf á ný. En eftir því sem hann verður minna háður símanum, þá þróast gervigreindin yfir í tæknimartröð, sem er ákveðin í að halda Phil fyrir sjálfa sig, hvað sem það kostar.
DramaVísindaskáldskapurÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Claire Denis
Söguþráður High Life gerist í ótímasettri framtíð um borð í geimskipi sem er á leiðinni inn í svarthol. Um borð í geimskipinu er hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa verið dæmt til dauða fyrir morð. En í stað þess að taka það af lífi var ákveðið að senda hópinn saman í eilífðarferð inn í svarthol og sjá hvað gerist, þ.e. ef geimskipið sem þau eru í nær þá alla leið á áfangastað með einhvern í hópnum enn á lífi ...
Spennumynd
Leikstjórn Nick Powell
Söguþráður Scott Filtenborg, sem vinnur við að veiða villt dýr og selja í dýragarða, á bókað far með suður- amerísku flutningaskipi, og með í för eru nokkur framandi en stórhættuleg dýr úr Amazon frumskóginum, þar á meðal mjög sjaldgæft hvítt tígrisdýr. En á skipinu er einnig leigumorðingi sem hefur verið framseldur á laun til Bandaríkjanna. Tveimur dögum eftir að skipið leggur úr höfn, þá sleppur leigumorðinginn úr haldi, og lætur dýrin laus, sem veldur miklum glundroða um borð.
Drama
Leikstjórn Michael Tyburski
Söguþráður Maður sem nýtur velgengni sem "húsastillir" í New York, og stillir hljóð á heimilum fólks, hittir viðskiptavin með vandamál sem hann á erfitt með að leysa.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Gurinder Chadha
Söguþráður Javed er breskur táningur af pakistönskum ættum sem er fæddur og uppalinn í Luton í Bretlandi. Hann dundar sér við að semja ljóð og þegar hann uppgötvar lög og texta Bruce Springsteen finnur hann svo mikinn samhljóm með þeim og sínu eigin lífi í Luton að hann einsetur sér að heimsækja heimabæ Bruce í New Jersey, þvert á vilja foreldra sinna.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Alex Pettyfer
Söguþráður Árið er 1993 í kolanámubænum Laurel Falls í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum. Ofbeldishneigður faðir Harley er skotinn og myrtur, og móðir hans fer í fangelsi sökuð um glæpinn. Hann þarf að sjá um sig og þrjár yngri systur sínar í kjölfarið, og verður að sleppa menntaskólanum. Næstu tvö árin koma fjölskylduleyndarmál smátt og smátt upp á yfirborðið. Mun sálfræðimeðferð duga?
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Lino DiSalvo
Söguþráður Þegar Marla og litli bróðir hennar eru fyrir einhverja galdra flutt inn í veröld Playmobile þar sem þau breytast sjálf í Playmobilefígúrur hefst ævintýri sem óhætt er að segja að sé engu öðru líkt. Þarna eru hættur við hvert fótmál, en einnig mikil gleði og húmor auk þess sem persónur sögunnar eiga það til að bresta í söng og dans við hin ýmsu tilefni.
Útgefin: 3. janúar 2020
TónlistarmyndHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Lili Fini Zanuck
Söguþráður Nýjasta heimildarmynd Óskarsverðlaunahafans Lili Fini Zanuck fjallar um líf og starf Erics Clapton allt frá æsku og fram yfir fyrri hluta ferils hans þegar hann átti m.a. í harðri glímu við eiturlyfjafíkn og er ekkert dregið undan í þeim efnum. Myndin gefur einnig einstaka innsýn í einkalíf hans, bæði sorgir og gleði, enda var hún unnin með hans samþykki að öllu leyti. Eric Clapton er fyrir löngu orðinn goðsögn í lifanda lífi og er af flestum talinn einn allra besti gítarleikari sögunnar. Maðurinn og persónan á bak við gítarleikarann var mun umdeildari enda var hegðun hans síður en svo alltaf til fyrirmyndar fram að þeim kaflaskilum sem urðu í lífi hans í mars 1991 þegar fjögurra ára sonur hans, Conor, féll út um glugga á 53. hæð byggingar í New York og dó. Þá breyttist allt.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Það verður glatt á hjalla hjá Bubba byggi og félögum þegar jólin nálgast enda að mörgu að hyggja. Það er reyndar alltaf glatt á hjalla hjá Bubba en aldrei samt eins og þegar jólin koma því það er eitthvað við jólaundirbúninginn sem er meira spennandi en önnur verkefni. Huga þarf að jólatrénu, jólaljósunum og jólaskreytingunum og þá ekki síður að jólapökkunum sem í huga flestra krakka er það mest spennandi af öllu. Í þessari skemmtilegu jólamynd um Bubba byggi er víða komið við til að stytta börnunum biðina og það er enginn annar en Elton John sem sér um tónlistina.
SpennumyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn David Blair
Söguþráður Þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland 1939 flúðu margir pólskir flugmenn til Englands þar sem þeir sameinuðust í sextán flugsveitum samkvæmt samningi Englandsstjórnar og pólsku útlagastjórnarinnar. Ein þessara sveita nefndist Sveit 303 (No. 303 Squadron RAF) og er það mál margra að ef hennar hefði ekki notið við hefði „Baráttan um Bretland“ farið öðruvísi. Það var langt frá því að vera sjálfsagt að þeir pólsku flugmenn sem voru í Sveit 303 og höfðu flúið heimalandið í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar hefðu áhuga á að berjast fyrir England. Fyrir það fyrsta voru margir þeirra þjakaðir af ástvinamissi á meðan aðrir vissu ekki hvort ástvinir þeirra væru yfirleitt á lífi. Þess utan mættu þeir miklum fordómum Englendinga, töluðu ekki ensku og þurftu að læra á stjórnbúnað flugvélanna sem var allt öðruvísi en sá sem þeir þekktu ...
SpennumyndGamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Marcus Burnett er fjölskyldumaður fram í fingurgóma. Mike Lowry, er hinsvegar glaumgosi og piparsveinn. Þeir eru báðir í lögreglunni í Miami, og nú hafa þeir aðeins 72 klukkustundir til að endurheimta gríðalegt magn af eiturlyfjum sem var stolið úr geymslum lögreglunnar, beint fyrir framan nefið á þeim. Til að flækja málin enn frekar, og til að fá aðstoð frá lykilvitni í málinu, þá þurfa þeir að skipta um hlutverk, Burnett þarf að þykjast vera glaumgosinn Lowry, og Lowry þarf að þykjast vera fjölskyldumaðurinn Burnett.
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Fíkniefnalögreglumennirnir Mike Lowrey og Marcus Burnett leiða sérsveit sem á að rannsaka flæði af alsælu inn í Miami. Leit þeirra leiðir þá á slóð hættulegs eiturlyfjabaróns, Johnny Tapia, en hann ætlar sér að stjórna eiturlyfjasölu í borginni, og hefur komið af stað stríði í undirheimunum. Á sama tíma kviknar ástin á milli Mike og Syd, systur Marcus.
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Fíkniefnalögreglumennirnir Mike Lowrey og Marcus Burnett leiða sérsveit sem á að rannsaka flæði af alsælu inn í Miami. Leit þeirra leiðir þá á slóð hættulegs eiturlyfjabaróns, Johnny Tapia, en hann ætlar sér að stjórna eiturlyfjasölu í borginni, og hefur komið af stað stríði í undirheimunum. Á sama tíma kviknar ástin á milli Mike og Syd, systur Marcus.
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Deon Taylor
Söguþráður Alicia West er þrautþjálfaður, fyrrverandi hermaður sem nú er nýgengin í lögreglulið heimaborgar sinnar, New Orleans. Þegar hún verður vitni að því að þrír félagar hennar í lögreglunni myrða óvopnaðan eiturlyfjasala undirritar hún um leið sinn eigin dauðadóm og neyðist til að leggja á flótta. Málið er að um leið og Alicia sá kaldrifjað morðið með eigin augum tók hún það upp á myndavélina sem fest er á lögregluvesti hennar en ef ekkert er gert þá mun sú upptaka þurrkast út eftir tólf tíma. Morðingjarnir verða því að ná henni áður en henni tekst að skila af sér upptökunni og þegar hún uppgötvar að hún getur ekki heldur treyst yfirmönnum sínum vandast málið ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Jim Cummings
Söguþráður Lögreglumaðurinn Jim Arnaud er að ganga í gegnum erfiða tíma. Það er ekki nóg með að kær móðir hans sé nýdáin og að hann hafi gert sig að athlægi í útför hennar heldur hefur hann nýlega komist að framhjáhaldi eiginkonu sinnar sem nú er flutt til viðhaldsins og krefst þess að fá fullt forræði yfir dóttur þeirra, Crystal – auk þess sem hún hótar að flytja á fjarlægar slóðir þannig að Jim geti ekki hitt hana. En það allra versta er eftir.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Mary Harron
Söguþráður Þrjár ungar konur Leslie Van Houten, Patricia Krenwinkel og Susan Atkins voru dæmdar til dauða í hinu alræmda Manson morðmáli, en þegar dauðarefsingunni yfir þeim var aflétt, var henni breytt í ævilangt fangelsi. Ung námskona fékk það hlutverk að heimsækja þær og kenna þeim. Í gegnum hana fá áhorfendur að kynnast því þegar konurnar átta sig á hryllilegum gjörðum sínum, en þær myrtu Hollywood leikkonuna Sharon Tate, eiginkonu leikstjórans Roman Polanski, þann 9. ágúst árið 1969. Þær voru hluti af Manson genginu, sem Charles Manson stjórnaði.