Náðu í appið

Nýtt á VOD

SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Abigail býr í borg sem búið er að loka vegna dularfulls faraldurs sem þar geisar, og faðir hennar er einn hinna veiku. Hann var tekinn frá henni þegar hún var sex ára gömul. Abby brýtur reglurnar til að geta fundið föður sinn, og kemst að því að borgin er full af töfrum. Hún kemst einnig að því að hún sjálf hefur ótrúlega töfrahæfileika.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Anthony Jerjen
Söguþráður Systkini á Appalachia svæðinu í Bandaríkjunum, Kip, Josie og Boots, vinna fyrir sér með sölu á ópíóðum, og reyna að sogast ekki inn í ofbeldið sem fylgir. Þegar ein viðskipti enda á skelfilegan hátt, þá ákveður Kip að hætta í bransanum. En það er hægara sagt en gert.
Drama
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Roy Courtnay er svindlari sem lifir á því að svíkja peninga af grunlausum fórnarlömbum. Dag einn telur hann sig hafa hitt á gullnámu þegar hann kynnist efnaðri ekkju, Betty McLeish, sem hann á auðvelt með að vefja um fingur sér enda fer hann létt með að setja upp sjarma séntilmannsins. En þegar áætlun hans um að losa Betty við auðæfin byrjar að fara úrskeiðis hefst ótrúleg atburðarás sem enginn hefði getað séð fyrir.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Espen Sandberg
Söguþráður Mynd um líf og störf norska landkönnuðarins Roald Amundsen, fyrsta mannsins sem fór á Suðurpólinn, árið 1912.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Lögreglumaður í smábæ kynnist litlum, bláum og ofursnöggum broddgelti, og þarf nú að hjálpa honum í baráttu gegn illa innrætta snillingnum Dr. Robotnik, sem hyggur á heimsyfirráð.
SpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Carson Phillips, fyrrum fótboltastjarna sem nú starfar sem einkaspæjari, er veikur fyrir konum í vanda. Hann fer að rannsaka mannshvarf, en fljótlega kemur í ljós flókinn vefur glæpa og grunaðra aðila. Og líkin hrannast upp. Þegar hann kemst að því að löngu týnd dóttir hans er efst á lista grunaðra í málinu, þá á hann í kapphlaupi við klukkuna um að bjarga henni, leysa málið og komast að leyndarmálum sem liggja grafin í bænum.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Edward Norton
Söguþráður Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar í New York í Bandaríkjunum. Lionel Essrog er einmana einkaspæjari með Tourette heilkennið, sem reynir að leysa gátuna um morðið á lærimeistara sínum og eina vini, Frank Minna.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Chris Buck, Jennifer Lee
Söguþráður Hér segir frá því þegar þau Elsa, Anna, Kristoff, Ólafur og hreindýrið Sveinn halda norður á bóginn í leit að uppruna þess töframáttar sem Elsa býr yfir. Þar lenda þau í mögnuðu og verulega óvæntu ævintýri, en einnig hættum sem verða til þess að öfugt við ótta Elsu í fyrri myndinni um að kraftur hennar væri of mikill óttast hún nú að krafturinn verði ekki nægur.
GamanmyndRómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Elijah Bynum
Söguþráður Sagan gerist sumarið árið 1991. Unglingur, sem kemur úr vernduðu umhverfi þroskast mikið á viðburðaríku sumri á Cape Cod í Bandaríkjunum. Hann efnast á því að selja glæpamönnum gras, verður ástfanginn í fyrsta sinn, fer í partý, og kemst svo að því að honum hefur færst allt of mikið í fang.
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Lorcan Finnegan
Söguþráður Ungt par, sem er að leita sér að íbúð, festist inni í dularfullu völundarhúsi, sem samanstendur af íbúðahverfi með mörgum nákvæmlega eins húsum. Í hönd fer martraðakennd upplifun.
SpennumyndDramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Reed Morano
Söguþráður Stephanie Patrick, er á barmi örvæntingar eftir að hafa misst fjölskyldu sína í flugslysi. Þegar hún kemst að því að slysið hafi í raun ekki verið slys, þá leitar hún hefnda á þeim sem bera ábyrgð á verknaðinum.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.J. Abrams
Söguþráður Kvikmyndin gerist um ári eftir atburðina í síðustu mynd, The Last Jedi. Er komið að endalokum andspyrnunnar eða munu þau Rey, Finn og Poe finna leið sem snýr taflinu við, nú þegaer dularfull endurkoma Palpatine keisara er orðin að raunveruleika.
Gamanmynd
Leikstjórn Miguel Arteta
Söguþráður Þær Mel og Mia eru bestu vinkonur sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt og reka sína eigin verslun með förðunarvörur. Sá rekstur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið og þegar viðskiptakonan Claire Luna býðst til að koma þeim til bjargar með meira en milljón dollara innspýtingu telja þær sig himin hafa höndum tekið – eða allt þar til þær uppgötva að Claire er sannkallaður úlfur í sauðargæru.
SpennumyndGlæpamynd
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Mickey Pearson er bandarískur glæpaforingi sem byggt hefur upp öflugt marijúanaveldi í London. Þegar hann lætur á sér skiljast að hann hyggist draga sig í hlé og vilji selja viðskiptaveldið hugsa margir í undirheimunum sér gott til glóðarinnar og í gang fara alls kyns fléttur og blekkingar þar sem enginn er annars bróðir í leik og ekkert er eins og það sýnist.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Nick Bruno, Troy Quane
Söguþráður Lans Sterling er heimsins færasti njósnari og sérsveitarmaður og ef ekki væri fyrir hann þá væri einhver glæpamaðurinn fyrir löngu búinn að útrýma mannkyninu. Það má því segja að stórhætta skapist þegar nánasti samstarfsmaður Lans, ungur tækninörd að nafni Valtýr, breytir honum óvart í dúfu. Eftir að Valtýr breytir Lans í dúfu (sem var reyndar dálítið Lans sjálfum að kenna) verða góð ráð dýr því stórglæpamaðurinn illi og voldugi, Kiljan, er um það bil að fara að láta til skarar skríða gegn mannkyninu. Ljóst er að til að stöðva hann dugar ekki dúfa sem er ekki einu sinni búin að læra að fljúga – nema eitthvað meira komi til!
GamanmyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Jojo er tíu ára drengur í ungliðahreyfingu Adolfs Hitlers, svonefndri Hitlersæsku, þar sem ungdóminum er m.a. kennt að meðhöndla vopn og að gyðingar séu rót alls ills. Þegar Jojo, sem á sér ímyndaðan vin að nafni Adolf, uppgötvar dag einn að móðir hans hefur falið gyðingastelpu í húsi þeirra neyðist hann til að endurmeta allt sem hann hefur lært um nasisma.
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dave Wilson
Söguþráður Úrvalshermaðurinn Ray Garrison deyr í bardaga, en er reistur upp frá dauðum með hjálp háþróaðrar tækni, og fær í leiðinni ofurkrafta. Kraftarnir gera honum einnig kleift að læknast mjög fljótt af meiðslum. Með þessa nýju hæfileika í farteskinu leitar hann hefnda á þeim sem drápu eiginkonu hans. Hann kemst fljótlega að því að engum er treystandi. En getur hann treyst sjálfum sér?
Spennumynd
Söguþráður Lögreglustjóri í smábæ, sem hefur ekki gengið með skammbyssu síðan hann hætti í Texas Rangers rannsóknarlögreglunni, eftir skotbardaga sem endaði hörmulega, þarf að grípa aftur til byssunnar, þegar hópur útlaga á mótorhjólum, ræðst inn í bæinn, með yfirgangi og ofbeldi.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Rúmu ári áður en Metoo-hreyfingin fór á flug um allan heim í kjölfar ásakana fjölda kvenna í garð kvikmyndaframleiðandans Harveys Weinstein um kynferðisglæpi varpaði fyrrverandi fréttakona Fox News-sjónvarpsstöðvarinnar, Gretchen Carlson, sprengju á sinn gamla vinnustað þegar hún kærði stjórnarformann Fox New, Roger Ailes, fyrir að hafa rekið sig vegna þess eins að hún vildi ekki þýðast hann kynferðislega.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Söguþráður Vinahópur kemur að sérstaklega draugalegu húsi á hrekkjavökuhátíðinni, en húsið er sagt munu nærast á þeirra dýpsta og myrkasta ótta. Kvöldið á eftir að reynast banvænt. Veruleikinn bankar á dyrnar, og hópurinn kemst að því að sumar martraðir eru raunverulegar.