Nýtt á VOD

RómantískDrama
Leikstjórn Luca Guadagnino
Söguþráður Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður-Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoðarmaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Babak Najafi
Söguþráður Mary er leigumorðingi sem starfar fyrir mafíuna í Boston. Hún er vandvirk og nákvæm og undirbýr sig vel fyrir verkefni sín. Dag einn fara hlutirnir þó sérkennilega úrskeiðs þegar hún situr skyndilega uppi með son eins af fórnarlömbum sínum og þarf að taka ákvarðanir um framtíð hans – og sína.
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Þann 15. ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdam og Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða. Þessi mynd er um þann æsispennandi atburð.
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Þann 15. ágúst 2015 unnu fimm menn mikla hetjudáð þegar þeim tókst að stöðva hryðjuverkamann um borð í hraðlestinni á milli Amsterdam og Parísar áður en honum tókst að láta til skarar skríða. Þessi mynd er um þann æsispennandi atburð.
TónlistarmyndHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Mat Whitecross
Söguþráður Heimildarmyndin Supersonic segir frá bræðrunum Liam og Noel Gallagher, allt frá æsku og til fullorðinsára, en þeir urðu heimsfrægir árið 1994 með hljómsveitinni Oasis þegar fyrsta plata þeirra, Definitely Maybe, kom út. Hér er að finna mikið efni frá tónleikum sveitarinnar og enn meira úr einkalífi bræðranna, bæði innan og utan sviðsljóssins.
DramaSpennutryllirSögulegÆviágrip
Leikstjórn Peter Landesman
Söguþráður Innbrotið í höfuðstöðvar demókrata í Watergate-byggingunni í Washington í júní árið 1972 hefði sennilega ekki leitt til afsagnar Nixons forseta Bandaríkjanna ef FBI-maðurinn Mark Felt hefði ekki ákveðið að gerast leynilegur uppljóstrari blaðamannanna Bobs Woodward og Carls Bernstein hjá Washington Post, en þeir áttu mestan þátt í að fletta ofan af sannleika málsins. Um leið og Mark ákvað að hafa samband við þá Bob og Carl var hann auðvitað að leggja sjálfan sig í stórhættu enda varð flestum ljóst að blaðamennirnir nutu aðstoðar einhvers innan stjórn- og rannsóknarkerfisins sem hafði aðgang að leynilegum upplýsingum. Hve lengi gat hann leynst?
DramaÍþróttamynd
Leikstjórn Alex Ranarivelo
Söguþráður Sannsöguleg mynd um hinn 17 ára Írana Ali Jahani sem neyddist til að flýja heimaland sitt árið 1980 og setjast að í Bandaríkjunum. Ákveðinn í að passa inn í hið bandaríska samfélag jafnaldra sinna sem tók honum ekki vel í fyrstu ákvað hann að ganga til liðs við skólafélagið í bandarískri glímu, dyggilega studdur af kennara sínum og skólastjóranum sem hvatti hann til dáða.
Barnamynd
Söguþráður Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná aman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?
Útgefin: 17. maí 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?
Útgefin: 17. maí 2018
Ráðgáta
Leikstjórn Todd Berger
Söguþráður Kvöldið áður en rokkhljómsveitin Starfoxy á að halda sína stærstu og mikilvægustu tónleika til þessa efna fjórir meðlimir hennar, þau Jackie, Byron, Travis og Kirk, til samkvæmis sem endar með því að ein af gestunum og aðdáendum sveitarinnar finnst látin í sundlaug. Hún hefur verið myrt. Nú hefjast yfirheyrslur yfir þeim sem samkvæmið sóttu, þar á meðal hljómsveitarmeðlimunum fjórum. Í ljós kemur að hvert og eitt þeirra hefur mismunandi sögu að segja af atvikum kvöldsins og það verður fljótlega alveg augljóst að a.m.k. eitt þeirra er ekki að segja sannleikann. En hver er hann og hvað var það sem kom raunverulega fyrir hina myrtu?
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Richard Rich
Söguþráður Uberta drottning hefur skrifað skáldsögu um hvernig hún bjargaði ríkinu frá því lenda í klóm Antonios greifa. Morgun einn uppgötvar hún að einhver hefur skorið stórt Z í bókarkápuna og þar með hefst dularfull ráðgáta. Í fyrstu heldur konungurinn að Uberta hafi bara óvart sjálf rispað bókina með löngu nöglunum sínum en þegar dularfullar Z-merkingar byrja að birtast út um allt og á öllu í konungdæminu, auk þess sem það sést til dularfulls svartklædds manns á húsþökum borgarinnar, kemur til kasta Alise prinsessu og vina hennar að rannsaka málið ...
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn John Curran
Söguþráður Skömmu eftir miðnætti, aðfaranótt 19. júlí árið 1969, ók þingmaður Massachusetts og verðandi forsetaframbjóðandi demókrata, Edward Kennedy, fram af einbreiðri brú á Chappaquiddick-eyju með þeim afleiðingum að ung kona sem var farþegi í bílnum, Mary Jo Kopechne, lét lífið. Sjálfur komst Edward út úr bílnum en stakk af og lét ekki vita af slysinu næstu tíu tímana. Chappaquiddick-slysið hefur frá upphafi verið sveipað leyndarhjúp og þeir eru margir sem telja að í raun hafi aldrei verið sýnt fram á hvað gerðist í raun og veru. Edward neitaði ætíð að hafa verið undir áhrifum eða hafa átt í „ósiðlegu“ sambandi við Mary (hann var kvæntur) en gat aldrei útskýrt af hverju hann stakk af í stað þess að hringja á lögreglu. Í þessari mynd er farið í saumana á þessu máli ...
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Simon Rumley
Söguþráður Þessi mynd er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem gerðust eftir að nunna að nafni Tadea Benz var myrt á hrottalegan hátt árið 1981 í bænum Amarillo í Texas. Mikill múgæsingur myndaðist eftir morðið og svo fór að ungur maður var dæmdur til dauða fyrir það þótt sekt hans væri ekki sönnuð. Tíu ár liðu frá því að Johnny Frank Garrett var dæmdur til dauða þar til dauðadóminum var framfylgt. Allan þann tíma reyndi Johnny að fá dóminum hnekkt en allt kom fyrir ekki og svo fór að lokum að hann var tekinn af lífi með eitursprautu. Hans síðustu orð voru að lýsa yfir sakleysi sínu og að hann myndi snúa aftur og hefna sín á þeim sem sakfelldu hann. Og það stóð heima að skömmu eftir aftökuna byrjuðu kviðdómendur og fleiri sem tengdust málinu að týna tölunni einn af öðrum, oft á hinn furðulegasta hátt og við hinar furðulegustu aðstæður ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða þriðju seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti.
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga.
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Þegar hinir farfuglarnir fljúga suður á bóginn kemst Lói ekki með því hann er ekki orðinn fleygur. Það liggur því fyrir hjá honum að lifa veturinn af upp á eigin spýtur, ekki bara kuldann og harðbýlið heldur verður hann einnig að gæta þess að lenda ekki í klóm og kjafti þeirra sem vilja gæða sér á honum, þar á meðal gráðugs refs og fálkans ógurlega, Skugga.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Aaron Sorkin
Söguþráður Sannsöguleg mynd um skíðadrottninguna fyrrverandi Molly Bloom sem eftir að hafa starfað við rekstur ólöglegs pókerklúbbs í Los Angeles ákvað að stofna sitt eigið spilavíti þar sem gríðarlegar upphæðir voru í húfi og spennan var mikil.
Útgefin: 10. maí 2018
DramaÆviágrip
Leikstjórn Aaron Sorkin
Söguþráður Sannsöguleg mynd um skíðadrottninguna fyrrverandi Molly Bloom sem eftir að hafa starfað við rekstur ólöglegs pókerklúbbs í Los Angeles ákvað að stofna sitt eigið spilavíti þar sem gríðarlegar upphæðir voru í húfi og spennan var mikil.
Útgefin: 10. maí 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Andrew Wagner
Söguþráður Sálfræðingurinn Eleanor Weller er ósátt við skilnað sinn og eiginmannsins, rithöfundarins Adams Weller sem sjálfur glímir við alvarlega krísu í sínu lífi. En þegar Eleanor og bróðir Adams, Paul, byrja saman versnar í því fyrir alla. Inn í málin blandast dóttir þeirra Eleanor og Adams, Maud, en hún er í heimspekinámi og er að skrifa ritgerð um atferli manna, sér í lagi það sem ekki þykir siðlegt. Sjálf er hún ekki nein fyrirmynd í þeim efnum. Þegar síðan Adam fær tækifæri til að eigna sér verk látins vinar og grípur það sjálfum sér til frægðar og framdráttar er botninum náð innan þessarar litlu fjölskyldu og eitthvað verður undan að láta ...