Nýtt á VOD

Drama
Leikstjórn Mia Hansen-Løve
Söguþráður Nathalie kennir heimspeki við menntaskóla í París. Hún er ástríðufullur kennari, og vill fá nemendur sína til að hugsa um hlutina. Hún er gift og á tvö börn, og deilir tíma sínum milli fjölskyldu sinnar, fyrrum nemenda og kröfuharðrar móður. Dag einn tilkynnir eiginmaður hennar henni að hann ætli að fara frá henni vegna annarrar konu. Eftir að hafa fengið frelsið svona skyndilega og óumbeðið, þá þarf Nathalie nú að endurhugsa allt sitt líf.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Myndin gerist árið 1997, eftir að alheimsfaraldur hefur lagt Jörðina í eyði. The Kid er ungur skransafnari sem er með ástríðu fyrir teiknimyndasögum. Hann þarf að horfast í augu við hættur og sýna djörfung, og breytast í uppáhalds ofurhetjuna sína, þegar hann hittir dularfulla stúlku að nafni Apple. Zeus, hinn sjálfskipaði og illskeytti leiðtogi, gerir þeim lífið leitt, og með lítið annað í farteskinu en trú á sjálfan sig og gamaldags vopn, heldur The Kid af stað í tilraun til að kveða hin illu öfl í kútinn, og bjarga draumastúlkunni.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er eins og flestir vita um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Jordan Peele
Söguþráður Parið Chris og Allison eru ákaflega ástfangin hvort af öðru, en þau eru hvort af sínum kynþættinum, hann svartur en hún hvít. Að því kemur að Allison vill kynna Chris fyrir foreldrum sínum, en af því hefur Chris nokkrar áhyggjur því hann er hræddur um að foreldrar hennar taki sér ekki vel. Hann verður samt að láta á það reyna en á heldur betur eftir að sjá eftir því!
Útgefin: 20. júlí 2017
Drama
Leikstjórn Tommy Bertelsen
Söguþráður Olivia og Matthew Grey eru 18 ára gamlir tvíburar sem eru fædd inn í heim forréttinda og mikilla væntinga. Það er eiginlega ekkert sem skilur þau að, jafnvel draumar þeirra eru samtvinnaðir. Þegar þau eru að búa sig undir síðasta skólaárið saman, þá verður harmleikur til þess að þau skiljast að, og sá tvíburi sem eftir lifir, þarf að læra að lifa lífinu án hins - eða láta reyna á hve langt á að ganga til að reyna að endurheimta þann sem fór.
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður The Zookeeper’s Wife er sönn saga Zabinski-hjónanna sem ráku dýragarðinn í Varsjá þegar Þjóðverjar hertóku landið árið 1939 og hófu þar með síðari heimsstyrjöldina. Af ótrúlegu hugrekki og útsjónarsemi tókst hjónunum að breyta bæði dýragarðinum og heimili sínu í felustað fyrir gyðinga, beint fyrir framan nefið á hernámsliðinu sem hefði að öllum líkindum tekið hjónin af lífi ef upp um þau hefði komist.
Drama
Leikstjórn Charlotte Sieling
Söguþráður Simon er kóngurinn í dönsku listalífi. Hann er sérvitur, farsæll, auðugur, á fagra konu og unga hjákonu. Lífið er frábært, þar til dag einn þegar áður óþekktur sonur hans birtist og fær alla athyglina. Það kemur í ljós að Casper er hinn heimsfrægi veggjakrotari "The Ghost". Þetta er ögrun og áskorun fyrir Simon, og nú reynir á sambandið á milli feðganna. En samt sem áður styrkist samband þeirra smátt og smátt, en spurningin er hvort að blóðskyldleikinn sé nægjanlegur? Þegar allt kemur til alls þá ætlaði Simon sér alls ekki að verða faðir, og Casper er með aðrar áætlanir með föður sinn en bara að kynnast honum.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Breskir þættir með íslensku tali um þá félaga Stóran og Smáan sem bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Þættirnir um Stóran og Smáan höfða til barna á leikskólaaldri og hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Mick Jackson
Söguþráður David Irving er einn þekktasti helfararafneitari heims, en hann heldur því m.a. fram að enginn hafi nokkurn tíma verið tekinn af lífi í gasklefum útrýmingarbúða nasista í síðari heimsstyrjöldinni og að helförin sé í raun alger uppspuni frá rótum. Þegar sagnfræðingurinn Deborah Lipstadt, sem jafnframt er sérfræðingur í sögu gyðinga, hélt því fram í bók sem hún skrifaði og á fyrirlestrum að David Irving væri lygari og falsari ákvað hann í september 1996 að stefna bæði henni og útgefanda hennar fyrir rógburð og meiðyrði. Þessi mynd er um þau stórmerkilegu réttarhöld.
Spennutryllir
Leikstjórn Jonathan Wright
Söguþráður Myndin segir frá pari sem finnur myndbandsupptökur í eigu raðmorðingja. Þau ákveða að taka lögin í sínar eigin hendur og hætta öllu, í þeirri von að komast yfir 100 þúsund dali. Áður en langt um líður eru þau komin með morðingjann á hælana.
Drama
Leikstjórn Benedict Andrews
Söguþráður Una er 27 ára kona sem kemur í vinnuna til Ray til þess að gera upp sambandið sem þau áttu í mörgum árum áður. Þau höfðu hlaupist á brott saman og áttu, að henni fannst þá, í ástarsambandi. En þar sem hún var aðeins tólf ára þá og Ray var fertugur þá lítur hún málið öðrum augum núna. En hún er enn að leita að svörum og endar á að eiga langt og erfitt samtal við Ray á skrifstofunni hans.
RómantískDrama
Leikstjórn François Favrat
Söguþráður Við kynnumst hér hinum fertuga og fráskilda Antoine Rey sem var tíu ára þegar móðir hans fannst látin á sumarleyfisstað við vesturströnd Frakklands. Dánarorsökin var drukknun og var dauði hennar úrskurðaður slys. Laurent hefur hins vegar alltaf haft á tilfinningunni að „slysið“ hafi alls ekki verið rannsakað til hlítar og þegar hann og systir hans fara nú saman á staðinn þar sem líkið fannst uppgötva þau vísbendingar sem galopna málið upp á nýtt ....
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Hér segir frá hinum ókvænta Davíð sem tekið hefur að sér að ala upp sex íkornakrakka, þrjá stráka og þrjár stelpur. Það gengur því að sjálfsögðu mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“
Drama
Leikstjórn Kelly Reichardt
Söguþráður Áhorfendum er hér boðið að kynnast fjórum konum og glímu þeirra við ólíkar aðstæður sínar. Þetta eru lögfræðingurinn Laura sem er kölluð út þegar einn af skjólstæðingum hennar fremur alvarlegan glæp, bóndakonan Gina sem stendur andspænis mikilvægri viðskiptaákvörðun sem um leið snertir hennar persónulega líf verulega og lögfræðineminn Elizabeth sem tekið hefur að sér kennslu heima hjá sér og lendir í óvæntu sambandi við einn af nemendunum, hina feimnu og einmana Jamie sem Lily Gladstone leikur. Hvað myndir þú gera í sporum þessara kvenna?
Spennumynd
Leikstjórn Peter Malota
Söguþráður Hér leikur Van Damme mann að nafni Philip sem hefur einsett sér að þurrka út heilt mafíugengi, að mafíuforingjanum meðtöldum, í hefndarskyni fyrir dauða föður síns. Til að byrja með virðist atlaga hans runnin út í sandinn þegar hann særist alvarlega, en Philip er ekki mættur á svæðið til að gefast upp!
GamanmyndRómantískDramaÆvintýramynd
Söguþráður Hank er strandaglópur á eyðieyju og hefur misst alla von um björgun. Hann ákveður því að ljúka þessu af og hengja sig – en þá sér hann lík í fjöruborðinu! Eftir að Hank uppgötvar líkið, sem er af ungum manni, fyllist hann nýrri von um að komast heim. Ásamt líkinu, sem reynist reyndar grunsamlega líflegt af líki að vera, heldur hann svo bjartsýnn af stað ...
Drama
Leikstjórn Kenneth Lonergan
Söguþráður Þegar bróðir Lees Chandler deyr er hann beðinn um að taka að sér son hans, Patrick. Þá ósk á Lee afar erfitt með að uppfylla. Hann hefur í kjölfar skelfilegs atburðar og persónulegs áfalls nánast dregið sig í hlé frá umheiminum. Þegar hann stendur skyndilega frammi fyrir beiðni um ábyrgð sem hann getur hvorki hafnað né höndlað má segja að hann sé neyddur til að endurmeta allt sitt ...
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Dean Israelite
Söguþráður Fimm ungmenni sem þekkjast ekki mikið í byrjun en eiga meira sameiginlegt en sýnist eru fyrir gráglettni örlaga leidd saman einn góðan veðurdag og komast þá að því að þau eru ný kynslóð af hinum öfluga Power Rangers-bardagahópi.
Útgefin: 29. júní 2017
DramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Yared Zeleke
Söguþráður Ephraim er ungur eþíópískur drengur sem býr með föður sínum og litlu lambi. Ephraim og lambið hans ferðast langa vegalengd til fjarskyldra ættingja þar sem hann stendur sig vel í landbúnaðarstörfum en hann á sér einnig einn dulinn hæfileika, hann er nefnilega góður kokkur! Einn daginn kemur frændi hans að máli við hann og segir honum að hann þurfi að fórna lambinu í trúarlegri athöfn sem er á döfinni – en ungi drengurinn vill leggja allt í sölurnar til þess að bjarga lambinu og til þess að snúa aftur heim.
Spennutryllir
Leikstjórn Suzanne Osten
Söguþráður Siri er einstæð móðir sem býr ein í íbúð með dóttur sinni. Djöflarnir ráða ríkjum í lífi hennar en dóttir hennar Ti upplifir veröldina í íbúðinni öðruvísi. Ti er lítil stúlka sem hvorki heyrir né sér djöflana sem móðir hennar talar stundum við en ástandið versnar þegar djöflanir taka alveg yfir. Ti styðst við sitt eigið ímyndunarafl til þess að sigra djöfla móður sinnar.