Nýtt á VOD

GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Boots Riley
Söguþráður Til að byrja með gengur Cassius Green ekki vel í nýja starfinu sem felst í símasölu á vörum fyrir stórfyrirtæki. Þá gaukar vinnufélagi hans að honum stórsnjallri símasölutækni sem á eftir að breyta öllu ... og við meinum ÖLLU! Sorry to Bother You gerist í nokkurs konar hliðarveruleika við þann sem við þekkjum og þykir einstaklega góð og fyndin mynd auk þess sem hún inniheldur hárbeitta þjóðfélagsádeilu þar sem áhrif peninga og græðgi eru tekin fyrir því um leið og almúgamanninum Cassius Green fer að ganga betur að selja en nokkur gat átt von á opnast honum allar dyr inn í heim hinna ríku. En það kostar líka sitt ...
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Lucky McKee
Söguþráður Þegar þrír vinir sem eru í gönguferð í óbyggðum finna tösku sem er full af peningum ákveða þeir að slá eign sinni á þá. Hinn raunverulegi eigandi er hins vegar ekki langt undan, staðráðinn í að ná peningunum aftur úr höndum þeirra og í gang fer atburðarás sem getur ekki annað en endað illa. En peningar geta kallað fram allt það versta í fólki og þremenningarnir byrja að snúast hvert gegn öðru yfir skiptingu fengsins og verða þannig smám saman sjálf sínir verstu óvinir, jafnvel enn verri en maðurinn sem er á eftir þeim ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Paolo Virzì
Söguþráður Þær Donatella og Beatrice hafa verið nauðvistaðar á geðsjúkrahæli þar sem þær hittast í fyrsta sinn og verða góðar vinkonur þrátt fyrir að vera gerólíkar að upplagi og með gerólíkar sögur að baki. Dag einn gefst þeim tækifæri til að flýja af hælinu og halda á vit ævintýra ... og því tækifæri sleppa þær ekki!
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjálenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim.
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Þegar hin unga og móðurlausa Clara fær jólagjöfina frá guðföður sínum Drosselmeyer grunar hana ekki að gjöfin muni leiða hana á vit stórkostlegra ævintýra í fjórum hliðarheimum, Snjókornalandi, Blómalandi, Sælgætislandi og svo fjórða landinu þar sem hin illviljaða rauða móðir býr og hefur öll völd.
SpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Christoffer Boe
Söguþráður Árið 1987 hurfu nokkrar manneskjur í Kaupmannahöfn um svipað leyti án þess að vitað væri til að þær tengdust á nokkurn hátt. Rúmum tuttugu árum seinna vekja þessi mannshvörf athygli Carls Mørk og félaga hans, Assads og Rose, hjá Deild Q í dönsku lögreglunni. Smám saman rekja þau óljósa slóð, annars vegar til þekkts læknis og forystumanns í nýjum stjórnmálaflokki og hins vegar til Sprogeyjar þar sem lengi var hæli fyrir afvegaleiddar stúlkur. Sá staður reyndist mörgum vistmönnum helvíti á jörð. Og til eru þeir sem vilja frekar drepa vitnin en láta ýmislegt sem þar gerðist komast upp.
Drama
Leikstjórn Paul Dano
Söguþráður Joe er sextán ára sonur hjónanna Jerrys og Jeanette sem eru tiltölulega nýflutt til Great Falls í Montana. Þegar Jerry missir vinnuna tekur að hrikta í stoðum hjónabandsins og Joe lendir í því erfiða hlutverki að þurfa að velja á milli foreldra sinna.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Rupert Everett
Söguþráður Rithöfundurinn Oscar Wilde liggur fyrir dauðanum á hóteli í París. Fortíðin svífur fyrir augum hans, og fer með hann á aðra tíma og staði. Var hann eitt sinn frægasti maðurinn í Lundúnaborg? Listamaðurinn sem krossfestur var af samfélaginu sem eitt sinn dáði hann? Á þessari dauðastundu, þá fer hann yfir misheppnaðar tilraunir til að sættast við eiginkonuna Constance, ástarsambandið við Alfred Douglas lávarð, og hlýjuna og trúfestuna hjá Robbie Ross, sem reyndi en mistókst að bjarga honum frá sér sjálfum.
GamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jacques Audiard
Söguþráður Myndin gerist á tímum gullæðisins í Kaliforníu um miðja nítjándu öld. Bræðurnir Charlie og Eli Sisters hafa tekið að sér að elta uppi gullleitarmann og efnafræðing (að eigin sögn) að nafni Hermann Warm fyrir mann sem er alltaf kallaður „Commodore“ (Rutger Hauer) og fullyrðir að Hermann þessi hafi stolið af sér fé. Óhætt er að segja að ferð bræðranna og leit þeirra að Hermanni verði þyrnum stráð enda kemur í ljós að það eru fleiri en þeir sem vilja hafa hendur í hári hans. Ekki bætir úr skák að Eli, sem langar helst að hætta í þessum bransa og opna verslun, hefur miklar efasemdir um að þessi Commodore hafi verið að segja þeim sannleikann og Charlie er sífellt að detta í það með tilheyrandi hliðarsporum, töfum og alls konar veseni ...
HrollvekjaSpennutryllirGlæpamynd
Söguþráður Fjöldamorðinginn Jed Sawyer, sem síðar varð þekktur sem Leðurfés er hér unglingur, og sleppur úr geðspítala ásamt þremur öðrum stórhættulegum vistmönnum. Þeir ræna ungum kvenkyns hjúkrunarfræðingi og fara með hana í hrollvekjandi ferðalag. Á hælum þeirra er lögreglumaður sem vill koma fram hefndum, eftir að dóttir hans var myrt á hrottalegan hátt.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu. Það gengur mikið á á heimilinu því íkornakrakkarnir eru hugmyndaríkir með eindæmum og óhræddir við að feta nýjar slóðir í hverju því sem þeir taka sér fyrir hendur. En stundum þrýtur Davíð þolinmæðina og þegar það gerist kallar hann yfir sig: „ALVINNN!!!“
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Söguþráður Breska hljómsveitin Queen var stofnuð árið 1970 og átti eftir að afla sér heimsfrægðar á næstu fimmtán árum með lögum sem eru fyrir löngu orðin sígild og allir þekkja. Í Bohemian Rhapsody er farið yfir feril sveitarinnar allt frá byrjun, með sérstakri áherslu á hlut píanóleikarans, laga- og textahöfundarins og eins besta söngvara allra tíma, Freddies Mercury, sem lést langt um aldur fram árið 1991, aðeins 45 ára að aldri. Hápunktur myndarinnar er síðan Live Aid-tónleikarnir í júlí 1985 en frammistaða Queen á þeim hefur síðan margoft verið valin og nefnd besta tónleikaframmistaða rokksveitar fyrr og síðar ...
Útgefin: 7. mars 2019
SögulegÆviágrip
Leikstjórn Yorgos Lanthimos
Söguþráður Snemma á 18. öldinni á England í stríði við Frakka. Hin veikbyggða drottning Anne er við völd, en náin vinkona hennar Sarah, stjórnar landinu í hennar stað, ásamt því að sinna Anna. Þegar ný þjónustustúlka, Abigail, kemur, þá tekur Sarah Abigail undir sinn verndarvæng. En eftir því sem tími Sarah fer meira og meira í að sinna málum vegna stríðsins, fer Abigail meira í hennar hlutverk, sem fylgdarkona drottningar.
Hrollvekja
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður Fjörutíu árum eftir að Michael Myers myrti þrjá á hrekkjavökunni snýr hann aftur til að ljúka verkinu. En í þetta sinn er Laurie Stroder, sem slapp naumlega undan honum árið 1978, tilbúin.
GamanmyndTónlistarmynd
Söguþráður Turo, sem er 25 ára sveitapiltur, er drullusama um allt og alla nema hljómsveitina Impaled Rektum sem hann eyðir öllum frítíma sínum í, en hann er söngvari þessa harðasta (og eina) metalbands á svæðinu. Turo og hljómsveitarmeðlimunum býðst óvænt tækifæri lífsins að komast úr sveitinni og útí hinn stóra heim. Framundan býður þeirra eitt svakalegasta ferðalag allra tíma með þungarokki, grafarránum, víkingaparadís og vopnuðum átökum á milli Finnlands og Noregs!
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Amanda Sthers
Söguþráður Bandarísku hjónin Anne og Bob eru auðug og vel þekkt í samfélagslífinu, sem vilja hressa aðeins upp á hjónalífið, og flytja í stórhýsi í París í Frakklandi. Þegar Anne er að undirbúa kvöldverð fyrir alþjóðlega og fína vini, þá kemst hún að því að gestirnir eru þrettán talsins, sem er óheillatala. Anne fær kvíðakast og biður þernuna Marie að dulbúa sig sem spænska aðalskonu, til að ná að koma gestafjöldanum upp í 14. En eftir nokkur vínglös og glens, þá verður Marie skotin í breskum listaverkasala. Það verður til þess að Anne eltir þernuna um alla París, og reynir að spilla fyrir sambandinu.
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Gerhard Hahn
Söguþráður Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Trölli býr í fjalli fyrir ofan Hver-bæ sem eitt sinn var heimabær hans og lætur það fara alveg sérstaklega í taugarnar á sér þegar fyrrverandi nágrannar hans byrja að skreyta fyrir jólin, kaupa gjafir og gleðjast. Hann ákveður því að taka til sinna ráða, læðast inn í bæinn að næturlagi og hreinlega stela öllum gjöfunum og skreytingunum þannig að íbúarnir nái ekki að halda upp á jólin og verði jafnfúllyndir og hann er sjálfur. Það sem hann reiknar hins vegar ekki með er að þótt hann geti í sjálfu sér stolið því efnislega sem tengt er jólunum getur hvorki hann né nokkur annar stolið jólagleðinni sjálfri. Og hvað gerir Trölli þá?
Útgefin: 28. febrúar 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kosningabarátta öldungadeildarþingmannsins Gary Hart frá Colorado fer út af sporinu þegar kemst upp um hneykslanlegt ástarsamband. Hart er að keppa um að fá útnefningu til að verða forsetaefni demókrataflokksins í Bandaríkjunum árið 1987. Gáfur hans, úgeislun og hugmyndafræði, skapa honum vinsældir meðal yngri kjósenda, og svo virðist sem leiðin sé greið í Hvíta húsið. En allt þetta verður að engu þegar ásakanir um framhjáhald koma fram í fjölmiðlum, og neyða frambjóðandann til að svara fyrir ávirðingarnar sem nú ógna bæði framboðinu og einkalífi hans.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Carly Stone
Söguþráður Svekkt yfir því hvað strákar á hennar aldri eru gersneyddir allri riddaramennsku, þá ákveður háskólastúlka að hætta að eltast við ástina hjá jafnöldrunum, en fara frekar á stefnumót með eldri manni, sem eys í hana gjöfum.