Drama
Leikstjórn Denzel Washington
Leikarar: Michael B. Jordan, Chanté Adams, Jalon Christian, Robert Wisdom, Tamara Tunie, Jasmine Batchelor, Marchánt Davis, Susan Pourfar, Vanessa Aspillaga, Grey Henson, Johnny M. Wu, David Wilson Barnes
Söguþráður Myndin er byggð á sannri sögu af liðþjálfanum Charles Monroe King sem var sendur til Íraks og hélt þar dagbók fyrir barnungan son sinn. Heima í Bandaríkjunum horfir ritstjóri á dagblaðinu New York Times, Dana Canedy, til baka á samband sitt við King og umhyggju hans fyrir henni og barni þeirra.
RómantískDramaSöngleikur
Leikstjórn Joe Wright
Leikarar: Peter Dinklage, Haley Bennett, Kelvin Harrison Jr., Ben Mendelsohn, Monica Dolan, Bashir Salahuddin, Joshua James, Scott Folan, Mark Bagnall, Peter Wight, Tim McMullan, Ruth Sheen, Richard McCabe
Söguþráður Hinn orðhagi en óöruggi Cyrano de Bergerac hjálpar hinum unga Christian að vinna ástir Roxanne með fallegum ástarbréfum.
RómantískDrama
Leikstjórn Clio Barnard
Leikarar: Adeel Akhtar, Claire Rushbrook, Ellora Torchia, Shaun Thomas, Natalie Gavin, Mona Goodwin, Krupa Pattani, Vinny Dhillon, Tasha Connor, Macy Shackleton, Ariana Bodorova, Sarlota Nagyova
Söguþráður Ali og Ava eru bæði einmana af ólíkum ástæðum. Þau hittast og neistar byrja að fljúga. Flótt fara djúp og innileg tengsl að myndast þrátt fyrir allt sem gekk á í fyrri ástarsamböndum Ava og þrátt fyrir erfiðan skilnað Ali við síðustu eiginkonu.
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Leikarar: Jared Leto, Michael Keaton, Adria Arjona, Matt Smith, Jared Harris, Tyrese Gibson, Ria Fend, J.K. Simmons, Corey Johnson, Charlie Shotwell
Söguþráður Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
GamanmyndHrollvekjaTónlistarmynd
Leikstjórn BJ McDonnell
Leikarar: Dave Grohl, Jenna Ortega, Whitney Cummings, Will Forte, Leslie Grossman, Jeff Garlin, Jason Trost, Taylor Hawkins, Marti Matulis, Foo Fighters, Rami Jaffee, Nate Mendel, Chris Shiflett, Pat Smear
Söguþráður Hin goðsagnakennda rokkhljómsveit Foo Fighters flytur inn í Encino setrið til að taka upp tíundu breiðskífu sína. Þar tekst söngvarinn Dave Grohl á við yfirnáttúruleg öfl sem ógna tilurð plötunnar og lífi hljómsveitarinnar.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Rosalind Ross
Leikarar: Mark Wahlberg, Mel Gibson, Jacki Weaver, Faith Jefferies, Teresa Ruiz, Malcolm McDowell, Annet Mahendru, Winter Ave Zoli, Cody Fern, Ned Bellamy, Niko Nicotera, Danielle K. Golden, Michael Fairman, Carlos Leal, Larry Bagby, Ronnie Gene Blevins, Annie Lee
Söguþráður Myndin segir sögu séra Stuart Long, hnefaleikamanns sem gerðist prestur. Vegferð hans frá sjálfstortímingu til endurlausnar varð mörgum mönnum mikill innblástur.
Drama
Leikstjórn Diego Ongaro
Leikarar: Freddie Gibbs, Bob Tarasuk, Jamie Neumann, David Krumholtz, Leon Michels, Polly MacIntyre, Ella King, Terry Holland, Sharon Washington, Tara Turnbull
Söguþráður Frægur rapptónlistarmaður, Money Merc, sem er ósáttur við tónlistariðnaðinn og álagið sem fylgir því að vera frægur, ákveður að gefa ferilinn upp á bátinn og flytja í lítið sveitaþorp.
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Tom Gormican
Leikarar: Nicolas Cage, Pedro Pascal, Neil Patrick Harris, Tiffany Haddish, Sharon Horgan, Jacob Scipio, Alessandra Mastronardi, Lily Mo Sheen, Anna MacDonald, Demi Moore, David Gordon Green, Ike Barinholtz, Luke McQueen, Joanna Bobin
Söguþráður Skítblankur stórleikarinn Nicolas Cage, sem leikur hér sjálfan sig, samþykkir að koma fram gegn greiðslu einnar milljónar Bandaríkjadala í afmælisveislu milljarðamæringsins Javi Gutierrez á Mallorca, en Gutierrez er mikill aðdáandi leikarans. Þeir Cage og Gutierrez ná vel saman í veislunni en hlutirnir taka óvænta stefnu þegar Cage er ráðinn til að verða uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA til að fletta ofanaf Gutierrez, sem reynist vera forhertur glæpamaður.
Drama
Leikstjórn Adam Leon
Leikarar: Vanessa Kirby, David Ajala, Annika Wahlsten, Lars Wahlsten, Neil Comber, Rosa Walton, Jenny Hollingworth, Simon Brickner, Lauren Colasanti, Eve Van Rens, Claire Buchanan
Söguþráður Enski rithöfundurinn Alina Reynolds missir minnið. Þar sem hún hrekst um götur New York borgar hittir hún unglingsstrákinn Simon og vini hans. Í gegnum samtöl, bæði raunveruleg og ímynduð, reynir hún að finna leiðina heim.
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Analeine Cal y Mayor
Leikarar: Sam Claflin, Verónica Echegui, Fernando Becerril, Ruy Gaytan, Horacio Villalobos, Horacio Garcia Rojas, Lucy Punch, Edwarda Gurrola, Melissa Pino, Daniela Luque, Giovani Florido
Söguþráður Skáldsögur rithöfundarins Henry seljast ekki neitt. En þegar ein bókin slær óvænt í gegn í Mexíkó, þá krefst útgefandi hans þess að hann fari þangað í kynningarferð. Þegar Henry mætir á svæðið kemst hann að raunverulegri ástæðu vinsælda bókarinnar - þýðandi hennar, Maria, er búin að endurskrifa hana og nú er hún ekki lengur þurr og leiðinleg heldur sjóðheit erótísk ástarsaga. Henry, sem er bálreiður, verður nú að ferðast með Mariu í kynningarferð um alla Mexíkó. Þó það sé stirt á milli þeirra í fyrstu þá fara neistar brátt að kvikna milli þeirra.
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Apichatpong Weerasethakul
Leikarar: Tilda Swinton, Agnes Brekke, Daniel Giménez Cacho, Jeanne Balibar, Jerónimo Barón, Juan Pablo Urrego, Aída Morales, Constanza Gutierrez
Söguþráður Skoski grasafræðingurinn Jessica, sem býr í Medellín í Kólumbíu, leggur upp í ferðalag eftir að hún heyrir óskiljanlegan hvell sem vakti hana af værum blundi. Núna á hún erfitt með svefn. Hún leitar svara í frumskógum Bogotá. En það eru ekki allir færir um að meðtaka sannleikann. Er Jessica búinn undir áfallið?
GamanmyndDrama
Leikstjórn Paul Weitz
Leikarar: Kevin Hart, Alfre Woodard, Lil Rel Howery, DeWanda Wise, Melody Hurd, Paul Reiser, Deborah Ayorinde, Anthony Carrigan, Frankie Faison, Ellen David
Söguþráður Ekkill elur dóttur sína upp af sjálfsdáðum eftir að eiginkonan, móðir stúlkunnar, deyr óvænt daginn eftir fæðingu dótturinnar.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Dan Kwan, Daniel Scheinert
Leikarar: Michelle Yeoh, Stephanie Hsu, Ke Huy Quan, James Hong, Jamie Lee Curtis, Tallie Medel, Harry Shum Jr., Jenny Slate, Andy Le, Sunita Mani, Biff Wiff
Söguþráður Kínverskur innflytjandi í Bandaríkjunum, frú Wong, þeysist inn í klikkað ævintýri þar sem hún er ein fær um að bjarga heiminum með því að kanna aðra alheima sem tengjast lífskeiðum sem hún gæti hafa lifað.
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Leikarar: Tom Holland, Mark Wahlberg, Antonio Banderas, Sophia Ali, Tati Gabrielle, Steven Waddington, Patricia Meeden, Sarah Petrick, Diarmaid Murtagh, Jesús Evita, Rudy Pankow, Tiernan Jones, Pingi Moli, Joseph Balderrama, Georgia Goodman
Söguþráður Myndin er byggð á einum mest selda og vinsælasta tölvuleik allra tíma. Hér kynnumst við Nathan Drake í sínu fyrsta fjársjóðsleitarævintýri ásamt félaga sínum Victor "Sully" Sullivan. Leikurinn berst út um allan heim og hætturnar leynast við hvert fótmál. Ásamt því að skima eftir fjársjóðum leita þeir einnig að löngu týndum bróður Nathans.
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Ute von Münchow-Pohl
Leikarar: Jella Haase, Louis Hofmann, Leon Seidel, Elke Heidenreich, Detlef Bierstedt, Rolf Berg, Ranja Bonalana, Bill Mockridge
Söguþráður Hinir goðsagnakenndu álfar í Köln voru upphaflega garðálfar sem hjálpuðu handverksmönnum að kvöldi til uns þeim var sparkað af grimmri eiginkonu skraddara fyrir 200 árum síðan. Þeir hafa því falið sig neðanjarðar síðan þetta gerðist og forðast allt mannfólk. En nú snúa þeir aftur!
SpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Josef Kubota Wladyka
Leikarar: Kali Reis, Daniel Henshall, Tiffany Chu, Michael Drayer, Kevin Dunn, Lisa Emery, Kimberly Guerrero, Shelly Vincent, Mainaku Borrero, Isabelle Chester
Söguþráður Fyrrum hnefaleikameistari af indjánaættum tekst á við erfiðasta verkefni sitt til þessa; leit að týndri systur sinni.
DramaÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Karen Cinorre
Leikarar: Grace Van Patten, Mia Goth, Havana Rose Liu, Théodore Pellerin, Juliette Lewis, Frano Maskovic, Zlatko Buric
Söguþráður Ana er flutt til draumkennds en hættulegs lands þar sem hún gengur til liðs við stúlknaher sem berst í stríði sem engan enda er að taka. Þó hún finni styrk í þessum spennandi heimi þá er hún ekki sá harðsvíraði manndrápari sem þær vilja að hún sé og hún ákveður að taka til sinna ráða.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Tony Stone
Leikarar: Sharlto Copley, Drew Powell, Christian Calloway, Tahmus Rounds, Kate Scott, John David Ward, David Ward, Lois Keister, Teresa Garland, Nicole Nelch, Andrew Senn, Megan Folsom
Söguþráður Ted K býr í nær algjörri einangrun í litlum timburkofa í fjöllunum í Lincoln í Montana í Bandaríkjunum. Einn daginn gerist það að þessi fyrrum háskólaprófessor, sem fyrirlítur nútíma samfélag og ofurtrú þess á tækni, gerist öfgamaður. Það sem byrjar sem lítil skemmdarverk endar með að verða sprengjuárásir þar sem fólk lætur lífið. Hann fær fljótt viðurnefnið Unabomber. Myndin er byggð á dagbókum og skrifum Ted Kacynskis sjálfs.
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Erin Vassilopoulos
Leikarar: Alessandra Mesa, Ani Mesa, Pico Alexander, Jake Hoffman, Stanley Simons, Christopher Dylan White, Cara Ronzetti, Marcus Thompson Jr., Brendan Abbott, Harry Adam
Söguþráður Marian er á flótta. Hún snýr aftur í gamla heimabæinn sinn til að fela sig hjá systur sinni Vivian, en þær eru eineggja tvíburar. Það á eftir að breyta lífi þeirra beggja.
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Tarik Saleh
Leikarar: Chris Pine, Gillian Jacobs, Sander Thomas, Toby Dixon, Dean Ashton, Dustin Lewis, Ben Foster
Söguþráður Bandarískur fyrrverandi sérsveitarmaður, James Harper, hættir öllu fyrir fjölskylduna þegar hann gengur til liðs við einkarekna sveit málaliða.