Nýtt á VOD

GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Gabriele Altobelli
Söguþráður Francesco er ungur ítalskur leikari sem ákveður að leggja allt sitt undir og fara til Los Angeles að freista gæfunnar. Þegar það gengur ekki upp heldur hann til New York þar sem hann slær í gegn sem þjónn á veitingahúsi!
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Phillip Guzman
Söguþráður Beth er ung kona sem þjáist af svokallaðri svefnrofalömun sem lýsir sér í því að þótt hún vakni þá getur hún ekki hreyft sig. Þegar skelfileg vera byrjar að ásækja hana þegar hún er í þessu ástandi getur hún ekki gert sér grein fyrir hvort veran tilheyri draumaveröldinni eða sé raunveruleg.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Jayson Thiessen
Söguþráður Lífið í höfuðborg smáhestanna gæti varla verið fullkomnara en það er, enda byggt á gleði, söng, ævintýrum og órjúfanlegum vinaböndum. En þegar hin vonda og valdagráðuga Tempest Shadow ákveður að taka völdin ásamt ófrýnilegum þjónum sínum neyðast smáhestarnir undir forystu prinsessunnar Skystar til að ferðast þvert í gegnum Smáhestaland og freista þess að finna nýja bandamenn sem geta hjálpað þeim.
Útgefin: 11. janúar 2018
Ævintýramynd
Leikstjórn Richard Boddington
Söguþráður Systkinin Ryan og Emma Croft lenda í miklum vanda þegar flugvél sem þau eru í brotlendir í frumskógi og óbyggðum og flugmaðurinn lætur lífið. Þau deyja ekki ráðalaus þótt útlitið sé svart og reyna að koma sér sem fyrst inn á sléttuna svo þau verði sýnilegri þeim sem leita þeirra úr lofti. En sléttan er jafnvel enn hættulegri en frumskógurinn.
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Griff Furst
Söguþráður Larkins-fjölskyldan býr í litlu bæjarfélagi sunnarlega í Bandaríkjunum og hefur þurft að þola mörg áföll, sum alveg skelfileg ... svo skelfileg reyndar að þau eiga eftir að breyta a.m.k. sumum í fjölskyldunni í blóðþyrst lík.
DramaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Christian Sparkes
Söguþráður Áhugaverð og áhrifarík mynd frá Nýfundnalandi um ungan strák með brotna sjálfsmynd sem telur að tröll eitt sé ábyrgt fyrir óförum sínum.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan fjallar um hina sex ára gömlu og munaðarlausu Heiðu sem flytur upp í Alpana til afa síns, en hann er sérvitur einsetumaður, hvumpinn og önugur við flesta sem hann hittir. En koma Heiðu á fljótlega eftir að gjörbreyta viðhorfum hans til lífsins enda getur enginn verið í vondu skapi lengi sem hefur þessa lífsglöðu, skemmtilegu og snjöllu stúlku sér við hlið.
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Sacha Gervasi
Söguþráður Þegar besti vinur hins 18 ára Addisons er myrtur getur hann ekki sætt sig við þá skýringu sem flestir virðast telja rétta að um gengjamorð hafi verið að ræða og ákveður að hella sér út í rannsókn málsins upp á eigin spýtur.
SpennumyndDramaSpennutryllir
Söguþráður Þegar Gabriel fer að átta sig á að draumar hans tengist á einhvern hátt raunveruleikanum og að morðin sem hann fremur í þeim og ofbeldið sem hann beitir virðist eiga sér raunverulega samsvörun byrjar hann að gruna að eitthvað hafi komið fyrir hann sem hefur samt gjörsamlega þurrkast út úr minninu. Í leit að svörum, og um leið og gátan fer að rakna upp, áttar hann sig líka á að einhver sem hann þekkir og tengist jafnvel náið veit líklega sannleika málsins. En hver?
Drama
Leikstjórn Goran Radovanovic
Söguþráður Myndin gerist í Kosovo árið 2004, fimm árum eftir stríðið. Nenad, tíu ára kristinn drengur frá svæði innan Serbíu, er ákveðinn í að halda alvöru jarðarför fyrir afa sinn. Til þess þarf hann að fara yfir á óvinasvæði, og vingast við múslimska meirihlutann, í hinni stríðshrjáðu og margskiptu Kosovo.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Í þáttunum taka þeir félagar Stór og Smár alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
DramaÆviágrip
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður Sönn saga Jeffs Bauman sem missti báða fætur þegar hryðjuverkamenn sprengdu tvær sprengjur við endalínu Bostonmaraþonhlaupsins þann 15. apríl 2013 og þurfti í framhaldinu að takast á við gjörbreyttar aðstæður í lífi sínu. Þegar Jeff Bauman rankaði við sér á sjúkrahúsi og gerði sér grein fyrir hvað hafði gerst bað hann um blað og penna þar sem átti óhægt um mál og skrifaði: „Sá manninn. Hann horfði beint á mig.“ Þessi orð hjálpuðu lögreglunni að komast á slóð ódæðismannanna tveggja sem frömdu hryðjuverkið fyrr en ella.
Gamanmynd
Leikstjórn Ash Christian
Söguþráður Franny er ung kona sem finnst hún vera algjörlega stopp í lífinu. Hún er í yfirvigt vegna skyndibitafíknar og hefur nánast neyðst til að sjá um ruglaða móður sína og eldri systur sem hefur farið illa á ólifnaði og eiturlyfjaneyslu. Dag einn breytist líf hennar þegar bankaræningi tekur hana í gíslingu.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst. Hann og frændi hans þurfa oft að leysa vandasamar þrautir til að sleppa heilir á húfi frá furðulegustu aðstæðum og enn furðulegri verum ...
SpennumyndDramaSpennutryllirStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Hér segir frá einhverju magnaðasta björgunarafreki sögunnar þegar Bretum og bandamönnum þeirra tókst, þvert á allar aðstæður, að bjarga um 340 þúsund hermönnum úr nánast vonlausri sjálfheldu í Dunkirk og yfir Ermarsundið þrátt fyrir stanslausar árásir þýskra orrustuflugmanna sem einnig fengu skipanir um að sökkva öllum bátum og skipum sem freistuðu þess að bjarga mönnunum. Seinna hlaut þessi atburður viðurnefnið „kraftaverkið í Dunkirk“.
HrollvekjaÍslensk mynd
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Söguþráður Myndin fjallar um barnfóstruna Helen sem villist út í nærliggjandi skóg þegar barnið sem hún passar hverfur um miðja nótt. En sögur segja að skógurinn sé ekki tómur. Í honum á að búa óhugnalegur maður sem gæðir sér á augum barna til þess að veigra sér frá blindu …
DramaHrollvekjaRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Erlingur Thoroddsen
Söguþráður Nokkrum mánuðum eftir að þeir hættu saman, vaknar Gunnar upp við skringilegt símtal frá fyrrverandi kærastanum sínum, Einari. Einar segir að hann fái það stundum á tilfinninguna að hann sé ekki einn þegar hann er staddur í Rökkri, fjölskyldusumarbústaðnum sem stendur undir Snæfellsjökli. Gunnar keyrir af stað upp á nesið til þess að sjá um hvað málið snýst, og kemst fljótt að því að ekki er allt sem sýnist.
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Sagan af Reyni Erni Leóssyni sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum sem sterkasti maður í heimi. Hann var trúaður maður og þótti hafa yfirnáttúrulega hæfileika, enda vann hann mikið þrekvirki á ferli sínum og mörg heimsmet hans standa enn í dag. En erfiðleikar í æsku gerðu hann að manni með myrk leyndarmál og hrakyrtan alkóhólista sem reyndi að fá viðurkenningu frá samfélagi sínu allt sitt líf.
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Sagan af Reyni Erni Leóssyni sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum sem sterkasti maður í heimi. Hann var trúaður maður og þótti hafa yfirnáttúrulega hæfileika, enda vann hann mikið þrekvirki á ferli sínum og mörg heimsmet hans standa enn í dag. En erfiðleikar í æsku gerðu hann að manni með myrk leyndarmál og hrakyrtan alkóhólista sem reyndi að fá viðurkenningu frá samfélagi sínu allt sitt líf.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Juan Carlos Medina
Söguþráður Þegar nokkur hrottaleg morð setja samfélagið í Limehousehverfinu í London á annan endann er Scotland Yard-lögreglumanninum John Kildare falið að komast að sannleikanum og finna morðingjann. En þetta er engin venjuleg morðgáta.