Náðu í appið

Nýtt á VOD

SpennumyndGamanmyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Paul Leyden
Söguþráður Þegar Anna Wyncomb byrjar að stunda neðanjarðar kvenkyns bardagaklúbb, til að koma lífi sínu á réttan kjöl, kemst hún að því að hún er mun tengdari sögu klúbbsins en hún gat ímyndað sér.
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Kareni um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Paul W.S. Anderson
Söguþráður Þegar Artemis höfuðsmaður og hennar traustu og tryggu hermenn eru flutt yfir í nýjan heim, lenda þau í örvæntingarfullri baráttu fyrir lífi sínu gegn gríðarlega öflugum óvinum.
Gamanmynd
Leikstjórn Josh Greenbaum
Söguþráður Sagan af vinkonunum Barb og Star, sem fara í fyrsta skipti saman í ferðalag, en þær búa í smábæ í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Ferðinni er heitið í sumarfrí til Vista Del Mar í Flórída. Þar lenda þær í ævintýrum, verða ástfangnar, og flækjast inn í ráðagerðir ills þorpara sem vill drepa alla íbúa í bænum.
SpennumyndGlæpamynd
Söguþráður Þegar fyrrverandi rannsóknarlögreglumaður fréttir af því að brottfluttur sonur hans hafi verið myrtur, þá snýr hann aftur í hverfin sem hann þekkir alltof vel. Nú er hann vopnaður, hættulegur og hefur engu að tapa og þarf að takast á við miskunnarlausan mafíósa til að ná fram hefndum.
GamanmyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn J Blakeson
Söguþráður Marla Grayson er dómkvaddur umsjónarmaður eldri borgara sem gengur lengra en góðu hófi gegnir, græðir á tá og fingri og hrifsar til sín eigur skjólstæðinga sinna. Allt gengur vel þar til hún leikur þennan sama leik við Jennifer Peterson, auðuga eldri konu sem á enga erfingja á lífi og enga fjölskyldu. Mögulega hafa Marla og félagi hennar Fran mætt ofjarli sínum í þetta sinn, því Jennifer á góða vini í undirheimunum.
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Hu Guan
Söguþráður Árið 1937 börðust átta hundruð kínverskir hermenn innikróaðir í vöruhúsi, á miðjum vígvellinum í Shanghai, algjörlega umkringdir af japanska hernum.
DramaHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Zoe Lister-Jones
Söguþráður Hópur menntaskólanema stofnar nornafélag.
Gamanmynd
Leikstjórn Keith English
Söguþráður Myndin fjallar um Ginu, unga móður, sem reynir að vera ástrík mamma og eiginkona, á sama tíma og geðheilsu hennar fer sífellt hrakandi, á Englandi á níunda áratug tuttugustu aldarinnar. Það versnar í því þegar Gina verður heltekin af veðurfréttamanninum á staðnum, endar inni á geðspítala og er sett á sterk geðlyf. Næstu ár reynir dóttir hennar Alice að ná til hennar. Leiðin er ekki alltaf greið, en endirinn gæti komið á óvart!
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Lee Daniels
Söguþráður Myndin fjallar um það þegar fíkniefnalögreglan í Bandaríkjunum lét til skarar skríða gegn söngkonunni Billie Holiday, en það var alríkislögreglumaðurinn og fyrrum ástmaður Holiday, Jimmy Fletcher, sem stjórnaði rannsókninni.
Drama
Leikstjórn Philippe Falardeau
Söguþráður Ung skáldkona fær vinnu sem ritari fyrir umboðsmann hins þekkta rithöfundar J.D. Salinger í New York seint á tíunda áratug tuttugustu aldarinnar. Á sama tíma og sérvitur og gamaldags yfirmaður hennar lætur hana vinna úr aðdáendabréfum Salinger, reynir hún að finna sína eigin rödd sem rithöfundur.
Heimildarmynd
Söguþráður Litli veitingastaðurinn á bryggjunni er sálin í þorpinu, athvarf gamalla sjómanna, músíkanta og menningarvita. Þegar erlendir ferðamenn uppgötva staðinn og streyma að til að upplifa stemninguna, kaupa fjárfestar reksturinn og færa út kvíarnar. Þá er spurning hvort sálin í Bryggjunni fylgi með.
SpennumyndRómantískDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Mark Williams
Söguþráður Alræmdur bankaræningi, sem þráir það heitast að lifa heiðvirðu lífi, er svikinn af tveimur miskunnarlausum alríkislögreglumönnum. Hann er kallaður "inn og út bófinn" því hann er mjög vandvirkur í sínum verkefnum, og hefur stolið níu milljónum Bandaríkjadala úr litlum bönkum, en samt náð að leyna því hver hann er. En eftir að hann verður ástfanginn af Annie, þá ákveður hann að byrja upp á nýtt, og gera upp glæpafortíð sína og lifa heiðvirðu lífi. En Alríkislögreglumennirnir gætu sett strik í þann reikning.
Teiknimynd
Leikstjórn Christian Ryltenius
Söguþráður Eftir óveður endar Palli Rófulausi í nýjum bæ. Hann er aleinn en eignast fljótlega nýja vini. Palli er samt með heimþrá og saknar líka elsku Birgittu sinnar.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Tiller Russell
Söguþráður Myndin fjallar um ris og fall Silki leiðarinnar, Silk Road, hinnar alræmdu skuggavefssíðu á netinu, sem olli miklum óróa á internetinu á sínum tíma. Ross Ulbricht er ungur og kappsamur maður sem býr til fyrsta markaðstorgið á netinu sem lýtur engum lögum og reglum. Þegar vefurinn breytist í margmilljóna dala greiðsluleið fyrir ólögleg eiturlyf, þá lendir Ross upp á kant við Rick Bowden, illa þokkaða fíkniefnalöggu, sem gerir hvað sem hann getur til að koma lögum yfir Ross.
SpennumyndHrollvekjaStríðsmynd
Leikstjórn Roseanne Liang
Söguþráður Á dimmri nóttu í Seinni heimsstyrjöldinni kemst kvenkyns flugmaður um borð í B-17 sprengjuflugvél með leynilegan farangur. Áhöfnin tekur henni með fyrirvara, og efasemdir um farþegann vaxa eftir að vélin er komin í loftið. En þá birtist skuggi út úr sortanum. Eru það Japanirnir, eða eitthvað mun meira hrollvekjandi? Nú reynir á áhöfnina og farþegann, sem leynir svo sannarlega á sér.
RómantískDrama
Leikstjórn David Weaver
Söguþráður Eftir að kærastinn hættir með Abby, 36 ára, ákveður hún að opna hjarta sitt og skrifa flöskuskeyti sem hún kastar í sjóinn. Nokkrum mánuðum síðar finnur Nick flöskuna með bréfinu og reynir að hafa samband við bréfritara.
GamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Justin Simien
Söguþráður Myndin gerist árið 1989 og segir frá metnaðarfullri ungri konu sem fær sér fléttur í hárið til að ná lengra í heimi tónlistarmyndbanda, þar sem útlitið skiptir miklu máli. En þetta á eftir að reynast henni dýrkeypt þegar hún kemst að því að nýja hárið virðist hafa öðlast sjálfstæða hugsun.
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dimitri Logothetis
Söguþráður Á sex ára fresti þá stendur lítill og ævaforn Jiu Jitsu slagsmálaher frammi fyrir hræðilegum geimverum, sem vilja leggja undir sig Jörðina. Í þúsund ár hafa þessir bardagamenn sem vernda Jörðina, farið eftir leikreglunum … þar til nú. Þegar Jake Barnes, sem er margverðlaunuð stríðshetja og meistari í Jiu Jitsu bardagalistum, neitar að etja kappi við Brax, leiðtoga innrásarhersins, þá er framtíð Jarðarinnar í hættu. Særður og minnislaus, þá er Jake fangaður af herdeild, sem er ekki búin undir að mæta innrásarhernum. Eftir hrottalega geimveruárás á herdeildina, þá bjargar Wylie Jake, á síðustu stundu, og hópur Jiu Jitsu bardagamanna þarf nú að hjálpa honum að endurheimta minnið, og fá aftur styrk, til að kalla saman liðið, og sigra Brax í sögulegu stríði, sem mun enn á ný ákvarða um framtíð Jarðarinnar.
Gamanmynd
Leikstjórn Alex Lykos
Söguþráður Arthur sem þjáist af áráttu og þráhyggjuröskun, hefur eytt síðust mánuðum með Helen, en hann veit ekki hvert sambandið stefnir. Eru þau vinir? Eða meira en vinir? Með hjálp hinnar hressu nágrannakonu Vivien, þá nær Arthur að safna kjarki til að hringja í Helen til að fá botn í málið. En það er aðeins eitt vandamál: Helen svarar ekki, og í hönd fer erfiður tími, og átök við vinstra heilahvelið.