Nýtt á VOD

DramaSpennutryllirÆviágrip
Leikstjórn Lars Kraume
Söguþráður Lögmaðurinn Fritz Bauer var mikill andstæðingur Hitlers og stefnu hans og neyddist til að flytja til Danmerkur árið 1935 og síðan til Svíþjóðar árið 1943. Eftir stríð flutti hann aftur til Þýskalands og hóf um leið þrotlausa leit að nasistum sem voru eftirlýstir vegna stríðsglæpa og höfðu flúið land. Í myndinni er sögð hin sanna saga af því þegar Fritz komst á snoðir um dvalarstað Adolfs Eichmann og lagði á sig þá þrautargöngu að finna hann og koma honum í hendur Ísraelsmanna. Sú aðgerð varð hættulegri en hann sá fyrir enda vildu ekki allir landar hans finna Eichmann ...
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Eleanor Coppola
Söguþráður Eiginkona bandarísks viðskiptamanns sem eftir viðskiptafund í Nice ákveður að fara landleiðina til Parísar í boði viðskiptafélaga eiginmannsins í stað þess að fljúga. Í upphafi sér Anne Lockwood ekkert annað fyrir sér en að bruna á hraðbrautum beint til Parísar en þegar Anaud leggur til að þau leggi lykkju á leið sína svo hann geti sýnt henni sveitir landsins samþykkir hún það enda er tíminn nægur. En þessi „lykkja“ reynist bara sú fyrsta af nokkrum sem verða hver annarri skemmtilegri ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Stórskemmtileg teiknimyndasyrpa um ævintýri sex eldfjörugra íkornabarna sem eru stöðugt að lenda í alls konar ævintýrum og óvæntum uppákomum, uppeldisföður þeirra, Davíð, oftar en ekki til mikillar mæðu.
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Í þetta sinn þarf þrumuguðinn Þór og félagar hans að takast á við hina illu en máttugu Hel sem Óðinn kastaði niður í Niflheim við fæðingu. Hún er nú komin aftur til baka staðráðin í að leggja Ásgarð í eyði og um leið losa sig við alla sína bræður og systur ásamt mannkyninu í heild. Það mun reyna verulega á Þór og þá sem með honum standa því ef baráttan tapast er úti um þau öll og Ásgarð líka.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Timothy Reckart
Söguþráður Hér er sagt frá fæðingu Jesú frá sjónarhóli dýranna, bæði þeirra sem fylgdu Maríu og Jósef og vitringunum þremur svo og annarra dýra í Betlehem. Myndin hefst skömmu áður en þau María og Jósef koma til Betlehem. Þegar asninn þeirra telur sig skynja að María sé í hættu fer í gang atburðarás sem teygir anga sína um allt dýraríki borgarinnar.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Reginald Hudlin
Söguþráður Thurgood Marshall (1908–1993) varð árið 1967 fyrsti maðurinn af afrískum uppruna sem var skipaður hæstaréttardómari í Bandaríkjunum. Áður en það gerðist hafði hann skapað sér nafn sem einn besti mannréttindalögmaður landsins og í þessari mynd er fjallað um eitt af fyrstu málum hans.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Dave McCary
Söguþráður James hefur alla sína ævi búið í neðanjarðarbyrgi. Hann veit ekki að foreldrar hans eru ekki foreldrar hans heldur rændu þau honum sem litlu barni og lokuðu inni. Loks er honum bjargað úr prísundinni og komið til sinna raunverulegu foreldra. Aðaláhyggjuefni James eftir björgunina er afdrif brúðunnar Brigsbys sem hann hafði alltaf horft á í sjónvarpinu. Í ljós kemur að þættirnir um Brigsby voru búnir til af ræningjum hans og því er ekki nokkur leið að James fái nokkurn tíma að sjá endalok sögunnar. En hann kann ráð við því.
Gamanmynd
Leikstjórn Sean Anders
Söguþráður Þeir Dusty og Brad hafa ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban Kurt, faðir Dusty, sem er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami Don, faðir Brad, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Dalton Trumbo var einn af hæfileikaríkustu handritshöfundunum í Hollywood um miðja síðustu öld og náði því að verða hæst launaði handritshöfundur í heimi áður en sögur um að hann væri kommúnisti leiddu til ákæru og ellefu mánaða fangelsisdóms yfir honum. En Trumbo var ekki af baki dottinn.
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Craig Gillespie
Söguþráður Hér segir frá þeim fræga atburði þegar ráðist var á bandarísku listskautadrottninguna Nancy Kerrigan í ársbyrjun 1994 og tilraun gerð til að fótbrjóta hana. Rannsókn lögreglunnar á árásinni á Nancy Kerrigan leiddi fljótlega í ljós að þar hafði verið að verki maður að nafni Shane Stant og hafði hann verið ráðinn til þess af lífverði og fyrrverandi eiginmanni helsta keppinautar Nancyar, Tonyu Harding, þeim Shawn Eckhardt og Jeff Gillooly. Með árásinni vildu þeir tryggja að Nancy heltist úr leik í samkeppninni um ólympíusæti í liði Bandaríkjanna sem keppa átti á Vetrarólympíuleikunum í Lillehammer í febrúar þetta sama ár.
Útgefin: 9. mars 2018
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni.
Útgefin: 9. mars 2018
DramaÆviágrip
Leikstjórn Angela Robinson
Söguþráður Hér fáum við að sjá hvernig það kom til að sálfræðingurinn William M. Marston ákvað að búa til ofurkonuna Díönu prinsessu af Þemyscíru og áhrifin sem eiginkona hans, Elizabeth, og hjákonan Olive höfðu á þá sköpun, en lífssýn þeirra þriggja var afar sérstök ...
DramaGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Þau Charles og Sophie Leonides eru par og hyggjast ganga í hjónaband. Þeim áformum þarf hins vegar að fresta þegar afi Sophiu er myrtur, a.m.k. þangað til morðinginn er fundinn. Þetta verður til þess að Charles fer sjálfur að rannsaka málið og fær síðan í gegnum sambönd sín við Scotland Yard hinn trausta en sérlundaða rannsóknarlögreglumann Taverner til liðs við sig. Hver er morðinginn?
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Dean Devlin
Söguþráður Eftir að breytingar í veðurfari ollu sífellt alvarlegri náttúruhamförum í formi kröftugra storma og flóða ákváðu þjóðir heims að byggja upp net gervihnatta sem gætu eytt hættulegum veðurmyndunum áður en þær verða mannskæðar. Til að byrja með verkar kerfið eins og draumur en þegar endurteknar bilanir fara að gera vart við sig með alvarlegum afleiðingum er loftslagsfræðingurinn Jake Lawson fenginn til að kanna málið. Þegar rannsókn hans leiðir í ljós að bilanirnar eru í raun af mannavöldum hefst æsilegt kapphlaup við tímann því þá sem bera ábyrgð á hamförunum verður að finna og stöðva áður en það er orðið of seint fyrir mannkynið ...
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rod Blackhurst
Söguþráður Ann er ung kona sem um eins árs skeið hefur dvalið ein í skóglendi eftir að ógnvekjandi og óþekkt plága gerði út af við flest fólk, þ. á m. hennar eigin fjölskyldu, og breytti öðrum í uppvakninga. Dag einn rekst hún á feðgin sem eru á flótta. Ann hjálpar þeim og kynnist en ... getur hún treyst þeim?
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Krökkum á öllum aldri er hér boðið með í tónleikaferðir um víða veröld með þeim Kötu, Kylie og Kim sem saman nefna sig K3. Þær eru æskuvinkonur sem fyrir utan sönginn og að koma fram á tónleikum slá aldrei hendinni á móti öðrum ævintýrum sem þeim býðst að taka þátt í á ferðum sínum, hvort sem þau snúast um að góma fingralanga, berjast við skrímsli eða hjálpa þeim sem minna mega sín í veröldinni.
Drama
Leikstjórn Stephen Chbosky
Söguþráður August Pullman, alltaf kallaður Auggie, þjáist af sjaldgæfum litningagalla sem hefur afmyndað andlit hans. Af þeim sökum þarf hann að glíma við fordóma og útskúfun flestra á hans aldri, m.a. í skólanum. Gæfa hans er að eiga að góða, jákvæða og samheldna fjölskyldu sem styður hann með ráðum og dáð og hvetur hann áfram. En stundum er jafnvel það ekki nóg.
Útgefin: 1. mars 2018
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Belgíski morðgátusérfræðingurinn sérvitri, Hercule Poirot, er á leið til Vestur-Evrópu á fyrsta farrými Austurlandahraðlestarinnar ásamt fleiri farþegum. Nótt eina er einn af farþegunum myrtur í svefni og þar sem lestin er teppt vegna snjóskriðu sem hylur lestarteinana fær Hercule tíma og tækifæri til að rannsaka málið, raða saman sönnunargögnunum og finna morðingjann áður en lögreglan kemur um borð.
Útgefin: 1. mars 2018
FjölskyldumyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Simon Curtis
Söguþráður Einstaklega góð, vel leikin og áhrifarík mynd um breska rithöfundinn Alan Alexander Milne, eiginkonu hans, Daphne, og son þeirra, Christopher Robin, en það var einmitt hann og bangsinn hans sem varð Alexander innblásturinn að bókunum um Bangsímon og vin hans, Christopher Robin.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Stanley Tucci
Söguþráður Hinn dáði listamaður Alberto Giacometti rekst á gamlan vin í París 1964 og sannfærir hann um sitja fyrir á portrettmynd. Vinur hans er ameríski gagnrýnandinn James Lord tekst á við áskorunina og það renna á hann tvær grímur þegar verkið virðist engan endi ætla að taka og upplifir í leiðinni óreiðukenndan hugarheim listamannsins.