Nýtt á VOD

SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Nima Nourizadeh
Söguþráður Mike Howell vinnur sem næturafgreiðslumaður í lítilli verslun og veit ekki að hann er í raun þrautþjálfaður sérsveitarmaður sem hefur verið dáleiddur. Og það er fleira sem Mike veit ekki. Hann veit t.d. ekki að hann er hluti af svokallaðri Ultra-sveit bandarísku leyniþjónustunnar, en hún samanstendur af heilaþvegnum meðlimum sem byrja ekki að nota bardagahæfileika sína fyrr en þeir eru settir af stað með sérstökum leyniorðum. Dag einn kemur í ljós að einn hættulegasti óvinur ríkisins, hinn mjög svo grimmi Adrian Yates, hefur aflað sér vitneskju um hverjir tilheyra Ultra-sveitinni og ákveður að senda sína menn til að kála þeim áður en CIA getur ræst þá út með leyniorðunum. Mike og unnusta hans, Phoebe, vita því vart hvaðan á sig stendur veðrið þegar þau þurfa skyndilega að berjast fyrir lífi sínu ...
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Stig Björkman
Söguþráður Kvikmyndin rekur sögu sænsku leikkonunnar Ingrid Bergman, í viðtölum, áður óbirtu myndefni, persónulegum bréfum og dagbókarfærslum. Afhjúpandi og heillandi heimildarmynd um viðburðarríkt líf ungrar sænskrar stúlku sem varð stærsta stjarnan í Hollywood.
Drama
Leikstjórn Cristian Mungiu
Söguþráður Myndin segir frá því þegar læknirinn Romeo, sem hatar spillinguna í stjórnkerfi lands síns og þráir að komast í burtu með fjölskyldu sína, grípur til sinna ráða til að tryggja að dóttir hans nái mikilvægasta prófi lífs síns, en hún er í áfalli eftir að hafa orðið fyrir árás, og í engu standi til að taka það. Málið er að prófið er lykillinn að því að fjölskyldan geti flutt til Englands því Elizu hefur verið boðinn skólastyrkur til að stunda nám í virtum háskóla þar í landi nái hún því. En til að svo geti orðið þarf Romeo nú að beita brögðum, þeim sömu og hafa einmitt fengið hann til að vilja komast í burtu ...
Barnamynd
Söguþráður Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega. En forvitni Sigga og ævintýraþrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur. Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi.
DramaSöguleg
Leikstjórn Martin Scorsese
Söguþráður Árið er 1639 og tveir portúgalskir prestar ákveða að ferðast alla leið til Japans til að kanna sannleiksgildi þess orðróms að fyrrverandi lærimeistari þeirra, jesúítapresturinn Cristóvão Ferreira, hafi gengið af trúnni og afneitað kristindóminum. ÍJapan á þessum tíma standa yfir trúarofsóknir gegn kristnu fólki og fjöldi þeirra var líflátinn, en það reyndi að sjálfsögðu mikið á trú þeirra sem eftir lifðu.
Útgefin: 20. apríl 2017
SpennumyndHrollvekja
Leikstjórn Anna Foerster
Söguþráður Vampíru- og varúlfabaninn Selena, sem sjálf er vampíra gædd yfirnáttúrulegum kröftum og hæfileikum, sver þess eið ásamt sínum helsta bandamanni, David, og föður hans Thomasi, að ganga endanlega á milli bols og höfuðs á gjörvallri varúlfaættinni, ófreskjunum sem þeim fylgja og vampírunum sem sviku hana, jafnvel þótt það geti kostað hana sjálfa lífið. Varúlfarnir og ákveðnar vampírur vilja komast yfir blóð Selenu svo þeir geti skapað ný og nánast ósigrandi eintök af sjálfum sér. Takist þeim það er úti um Selenu og hennar bandamenn.
Gamanmynd
Leikstjórn John Hamburg
Söguþráður Ned er ástríkur faðir en ofverndar dóttur sína og fjölskyldu. Þau fara í heimsókn til dóttur sinnar í Stanford yfir jólin, og þar hittir hann fyrir sína mestu martröð: hinn viðkunnalega en félagslega klaufalega Silicon Valley milljarðamæring og kærasta dóttur sinnar, Laird. Hinn stífi Ned telur að Laird, sem er mjög blátt áfram og opinn, sé algjörlega kolrangur maður fyrir dóttur sína. Átökin á milli þeirra stigmagnast þar til að pabbinn kemst að því að Laird er um það bil að fara að biðja um hönd dóttur hans.
Útgefin: 19. apríl 2017
GamanmyndDrama
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Myndin segir frá ungum, munaðarlausum „vandræðadreng“, Ricky, sem ákveður að stinga af frá umsjónarmönnum sínum og fela sig í nærliggjandi skóglendi, yfirvöldum til mikillar gremju sem senda þegar leitarflokk á eftir honum. Fljótlega gengur gamall frændi stráksins í lið með honum og saman lenda þeir í kostulegum ævintýrum á flóttanum í skóginum ...
DramaÆviágrip
Leikstjórn Pablo Larraín
Söguþráður Föstudaginn 22. nóvember árið 1963 var forseti Bandaríkjanna, John F. Kennedy myrtur. Myndin fjallar um viðbrögð Jackie eiginkonu hans, og eftirmála morðsins frá hennar sjónarhóli. Myndin hefst rétt fyrir morðið og gerist síðan að mestu næstu daga á eftir þegar bæði Jackie, börn hennar tvö og fjölskyldur, starfsfólk Hvíta hússins, bandaríska þjóðin og heimsbyggðin öll syrgði hinn ástsæla forseta, en mitt í allri ringulreiðinni sem skapaðist stóð Jackie upp úr og sýndi öllum úr hverju hún var gerð ...
Barnamynd
Söguþráður Hér segir frá því þegar barn Greppiklóar ákveður að láta allar viðvaranir sér sem vind um eyru þjóta og halda aleitt út í dimman skóginn í leit að músinni vondu. Á leiðinni lendir barnið í hinum ýmsu ævintýrum, hittir dýr sem það hefur aldrei séð áður og kemst m.a. í bráða lífshættu þegar það fer út á ísilagt vatn ...
GamanmyndRómantískDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Miranda July
Söguþráður Þegar sambýlisfólkið Sophie og Jason ákveða að taka að sér slasaðan, heimilislausan kött grunar þau ekki að þar með hefst byrjunin á endinum. Samkvæmt dýralækninum á kötturinn ekki langt eftir enda gamall og lúinn þótt aldur hans liggi ekki fyrir með neinni vissu. Af þessum sökum reikna þau Sophie og Jason ekki með að þurfa að sinna honum til frambúðar en þegar kötturinn tekur upp á því að lifa lengur en ráð var fyrir gert hefur það kostuleg áhrif á samband þeirra ...
Barnamynd
Söguþráður Skógargengið segir frá nokkrum undarlegum dýrum sem búa í skóginum og hafa tekið upp þá iðju að bjarga öðrum úr hættu. Fremstur á meðal jafningja er Marri mörgæs sem öllu jöfnu ætti ekki að hafast við í frumskóginum en þar sem hann hefur alltaf staðið í þeirri trú að hann sé tígrisdýr þá kemur hitt af sjálfu sér.
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Peter Berg
Söguþráður Þann 15. apríl 2013 sprungu tvær sprengjur með tólf sekúndna millibili við endalínu maraþonhlaupsins í Boylston-stræti í Boston með þeim afleiðingum að þrír áhorfendur létu lífið og um 264 slösuðust, margir mjög alvarlega. Bíómyndin Patriots Day er um það sem gerðist næst – og næstu daga á eftir. Sprengjutilræðið í Boylston-stræti leiddi af sér viðamestu aðgerð í sögu lögreglunnar í Boston enda kom ekkert annað til greina en að hafa sem allra fyrst uppi á þeim sem ábyrgð báru á voðaverkinu því á meðan þeir fengju enn um frjálst höfuð strokið gat enginn í borginni verið öruggur um líf sitt og ástvina sinna ...
Útgefin: 13. apríl 2017
GamanmyndDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn Philip Spink
Söguþráður Þegar frændi hans reynir að hrifsa af honum yfirráð yfir búi hans, þá tekur hertoginn af Dingwall drenginn úr erfðaskrá sinni og erfir hundinn sinn að öllum auðævum sínum.
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Kevin Smith
Söguþráður Myndin gerist í Kanada og segir frá tveimur unglingsstúlkum frá Winnipeg, þeim Colleen Collette og Colleen McKenszie, sem eyða frítíma sínum í að stunda Yoga og vera í símanum, "líka" og "ekki líka" allt í kringum sig. En þegar stúlkunum er boðið í partý sem eldri nemendur halda, af aðal töffaranum í skólanum, þá uppgötva þær af tilviljun ævafornan skratta, sem lengi hefur legið grafinn í Manitoba. Þær slást í lið með mannaveiðara til að berjast gegn þessum óvætti, sem gæti komið í veg fyrir að þær komist í partýið.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Brian Klugman
Söguþráður Þegar leikarinn Sydney hittir listakonuna Sunny, þá telur hann að hún gæti verið sú eina rétta. Hún er fyndin, klár og gullfalleg. Hún er allt sem hann hélt að gaur eins og hann myndi aldrei komast í tæri við. Afbrýðisemi Sydney, og fjörugt ímyndunarafl, fara smátt og smátt að koma honum í vandræði, oft með sprenghlægilegum afleiðingum. Núna þarf að hann að taka sig taki, eða hætta á að missa það besta sem komið hefur fyrir hann.
HeimildarmyndSögulegÆviágripMyndlist
Söguþráður Heimildarmynd um líf myndlistarmógúlsins Peggy Guggenheim, byggt ævisögu hennar. Peggy var erfingi Guggenheim fjölskyldunnar, og varð leiðandi persóna í heimi samtímamyndlistar. Hún safnaði bæði myndlist og listamönnum. Ævi hennar var litrík, hún var marggift, og átti í ástarsamböndum og hjónaböndum við menn eins og Samuel Beckett, Max Ernst, Jackson Pollock, Marcel Duchamp, og óteljandi aðra karlmenn. Hún byggði upp eitt mikilvægasta safn nútímamyndlistar í heiminum, sem geymt er í höll hennar í Feneyjum.
Barnamynd
Söguþráður Stór og smár bralla ýmislegt skemmtilegt saman alla daga og lenda í fjölbreyttum ævintýrum. Þættirnir um Stóran og Smáan höfða til barna á leikskólaaldri og hafa náð miklum vinsældum víða um heim. Í þáttunum taka þeir félagar alltaf upp á einhverju nýju og þótt þeir séu samhentir þá eru þeir ekki alltaf sammála um leiðirnar. Alltaf skal þó allt fara vel og alltaf skulu þeir ná saman í lokin, enda báðir samningsfúsir.
GamanmyndDramaFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Garth Jennings
Söguþráður Kóalabjörninn Buster hefur verið að spreyta sig í skemmtanageiranum, án þess að njóta mikillar velgengni. Dag einn ákveður hann ásamt félaga sínum, sauðkindinni Eddie, að taka við rekstri á eldgömlu leikhúsi. Til að draga að áhorfendur efnir hann til söngvakeppni.
GamanmyndDramaFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Garth Jennings
Söguþráður Kóalabjörninn Buster hefur verið að spreyta sig í skemmtanageiranum, án þess að njóta mikillar velgengni. Dag einn ákveður hann ásamt félaga sínum, sauðkindinni Eddie, að taka við rekstri á eldgömlu leikhúsi. Til að draga að áhorfendur efnir hann til söngvakeppni.