Nýtt á VOD

GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Tracey Hecht
Söguþráður Will er arkitekt á Manhattan, og allt virðist leika í höndunum á honum. Hann á vel rekið fyrirtæki, fallega konu, og son, auk þess sem hann er með nýtt tilboð í höndunum um samruna við risafyrirtæki í Brooklyn. En þá hittir hann hinga ungu Kate, og fer að endurhugsa allt sitt líf. Getur maður sem hefur lifað samkvæmt áætlun allt sitt líf, fundið hugrekkið til að byrja að lifa því lífi sem hann raunverulega vill lifa?
Drama
Leikstjórn Pierre Schoeller
Söguþráður One Nation, One King (Un peuple et son roi) er sögulegt skáldverk sem gerist í Frönsku byltingunni á árunum 1789–1793. Örlög almúgakarla og kvenna og sögufrægra persóna eins og t.d. Robespierres, Marats, Desmoulins og Dantons fléttast saman í aðdraganda byltingarinnar en þungamiðja sögunnar eru afdrif konungsins, Lúðvíks 16., og stofnun franska lýðveldisins. Hér er fjallað um aðdraganda og fyrstu ár Frönsku byltingarinnar frá mjög víðu sjónarhorni þar sem áhorfendur kynnast ekki bara fólki og þátttakendum af öllum stigum og stéttum þjóðfélagsins heldur og kjörum þeirra og daglegu lífi mitt í allri ringulreiðinni sem fylgdi þessari sögulegu byltingu – sem gjörbreytti síðan allri Evrópu.
BarnamyndTeiknimyndSjónvarpsþáttur
Leikstjórn Olivier Jean Marie
Söguþráður Kötturinn Oggy er alveg einstaklega uppátækjasamur og víðförull en glímir við það vandamál að honum fylgja þrír kakkalakkar sem eiga það til að gera honum lífið leitt. Oggy lendir í ótrúlegustu ævintýrum ásamt félögum sínum sem eru hver öðrum litríkari auk þess sem kakkalakkarnir þrír eru aldrei langt undan.
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Söguþráður Sönn saga glímudrottningarinnar Sarayu-Jade Bevis sem undir sviðsnafninu Britani Knight (síðar Paige) hóf atvinnuferil í glímu þrettán ára gömul og vann sig upp í bandarísku WWEatvinnumannaglímuna þar sem hún varð aðeins 21 árs að aldri yngsta konan til að vinna svokallaða Divas-glímukeppni. Þessi merka saga sem hér er sögð á gamansaman hátt sækir efnið að stórum hluta í samnefnda heimildarmynd frá árinu 2012 um bresku Bevis-fjölskylduna, en allir fimm fjölskyldumeðlimirnir voru atvinnumenn í fjölbragðaglímu.
Útgefin: 23. maí 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Philippe Godeau
Söguþráður Yao er 13 ára gamall drengur sem býr í þorpi í norðurhluta Senegal. Hann er tilbúinn að gera allt sem hann getur til að fá tækifæri til að hitta hetjuna sína: Seydou Tall, frægan franskan leikara. Þegar Tall er boðið til Dakar að kynna nýjustu bók sína, fer hann til ættlands síns í fyrsta skipti. Til að láta draum sinn rætast skipuleggur Yao 387 kílómetra ferðalag til að hitta hetjuna sína. Þegar þeir hittast þá heillast leikarinn af Yao, og lætur skyldur sínar lönd og leið, og ákveður að fylgja honum heim. Ferðalagið fær hann til að hugsa um rætur sínar upp á nýtt.
Leikstjórn Luca Guadagnino
Söguþráður Susie Bannion er bandarískur dansari sem kemur til Berlínar til að sækja um danshlutverk hjá hinu virta dansstúdíói Helenu Markos. Þar heillar hún einn helsta danshöfund heims, Madame Blanc, upp úr skónum og áður en varir er hún orðin aðaldansari stúdíósins. En hér býr meira að baki en sýnist!
DramaÍþróttamynd
Leikstjórn Paddy Considine
Söguþráður Matty Burton er heimsmeistari í hnefaleikum í millivigtarflokki. Núna er hann að nálgast endalok ferilsins, og veit að hann þarf að græða nóg af peningum til að geta hætt að boxa. Stefnan er að tryggja sér heimili fyrir sig og konu sína Emma, og treysta fjárhagslega framtíð þeirra og dótturinnar Mia. Eftir risabardaga við Andre “The Future” Bryte, þá snýr Matty heim til Emmu, en hnígur fljótlega niður í stofunni, vegna áverka úr bardaganum. Þegar Matty vaknar úr dauðadái þá byrjar baráttan fyrir alvöru. Hann þjáist af minnisleysi og persónuleikinn hefur breyst. Nú þarf hann púsla lífi sínu saman á ný, á sama tíma og tilvera hans er að liðast í sundur.
BarnamyndTeiknimyndSjónvarpssería
Söguþráður Mía og ég fjalla um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum.
SpennumyndRómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi en uppgötvar í staðinn að hún býr yfir gríðarlega öflugri bardagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna.
Útgefin: 16. maí 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Joe Cornish
Söguþráður Hinn tólf ára Alex finnur fyrir tilviljun sverðið Excalibur og dregur það úr steininum. Um leið vekur hann hina illu norn Morgönu til lífsins, en hún ætlar sér að komast yfir sverðið, hvað sem það kostar. Alex gerir sér í fyrstu hvorki grein fyrir töframætti sverðsins né hvað fundur þess boðar en þegar Merlin seiðkarl birtist og upplýsir hann um það bregður Alex á það ráð að fá nokkra skólafélaga sína í lið með sér. Þeir eru í fyrstu vantrúaðir á sögu Alex, en það breytist snarlega þegar Morgana og hennar illa slekti mætir á svæðið ...
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Hans Petter Moland
Söguþráður Nels Coxman er heiðursborgari smábæjarins Kehoe í Klettafjöllum og vinnur við að hreinsa snjó af vegum bæjarins og nágrennis hans með öflugustu snjóruðningstækjum sem völ er á. Þegar sonur hans finnst látinn sannfærist Nels um að eiturlyfjakóngur einn á svæðinu beri ábyrgð á dauða hans og sver þess eið að koma fram hefndum, ekki bara gagnvart honum heldur öllu hans gengi. Málið reynist þó talsvert flóknara en Nels gerði ráð fyrir (þótt það væri nú þegar frekar flókið) þegar inn í það blandast mun erfiðari og hættulegri andstæðingar en þeir sem hann hélt að hann ætti í höggi við ...
Útgefin: 16. maí 2019
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Vegna fjárhagsvandræða tekur garðyrkjufræðingurinn Earl Stone upp á því á gamals aldri að smygla eiturlyfjum fyrir mexíkóskan eiturlyfjahring frá landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til Michigan og Arizona þar sem hann kemur þeim í hendur dreifenda. Sagan er byggð á sönnum atburðum og sækir efniviðinn í grein Sams Dolnick sem nefnist The Sinaloa Cartel’s 90-Year Old Drug Mule og birtist í The New York Times fyrir nokkrum árum. Þar sagði frá hinum níræða Leo Sharp (sem í myndinni er látinn heita Earl Stone) sem var handtekinn árið 2011 með hátt í 100 kíló af kókaíni í bíl sínum eftir að aksturslag hans hafði vakið athygli lögreglumanns. Í ljós kom að Leo hafði um tíu ára skeið stundað stórfellt kókaínsmygl beint fyrir framan nefið á landamæraeftirlitinu án þess að vekja nokkurn grun. Vakti málið að vonum athygli enda er Leo sennilega elsti maður sem handtekinn hefur verið sem burðardýr auk þess sem hann var nokkuð þekktur innan garðyrkjusamfélagsins í Bandaríkjunum, sérstaklega fyrir ræktun sína á liljum í ýmsum nýjum litaafbrigðum og er eitt þeirra meira að segja nefnt í höfuðið á honum.
GamanmyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Gilles Lellouche
Söguþráður Hér segir af átta körlum sem eru að nálgast miðjan aldur og eiga hver fyrir sig við ýmiskonar tilvistarkreppu að stríða, bæði sem tengist einkalífinu og framabrautinni. Fyrir tilviljun liggja leiðir þeirra saman í sundi þar sem sú hugmynd kviknar að þeir fari að æfa svokallað samhæft sund undir stjórn tveggja afrekskvenna í íþróttinni, en hún hefur hingað til verið talin „kvennaíþrótt“. Þrátt fyrir efasemdir og byrjunarörðugleika fara karlarnir átta brátt að finna sig í svamlinu og um leið og þeir verða sífellt betri í því fáum við að kynnast hverjum og einum þeirra nánar, vandamálunum sem þeir glíma við og ekki síst hvað það var sem leiddi þá saman í sundhöllinni.
GamanmyndDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Richard Loncraine
Söguþráður Þegar Sandra Abbott kemst að því að eiginmaður hennar til 35 ára hefur átt í ástarsambandi við bestu vinkonu hennar pakkar hún niður í hvelli og flytur til systur sinnar, Bif, sem býr í London og lumar á ráðum til að hressa systur sína við. Ekki líður á löngu uns Sandra tekur að átta sig á að það er engin ástæða til að leggja árar í bát heldur nota tækifærið til að lifa lífinu til fulls! Þótt Sandra sé í byrjun bæði döpur og öskureið yfir framkomu eiginmannsins byrjar hún að taka gleði sína aftur þegar Bif kynnir hana fyrir danshóp sem hún er hluti af – og á eftir að reynast það besta sem fyrir Söndru gat komið!
BarnamyndTeiknimyndSjónvarpssería
Söguþráður Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjálenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim.
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist um 25–30 árum eftir atburðina í fyrri myndinni og Banks-krakkarnir Michael og Jane eru sjálf orðin fullorðin. Michael býr enn í húsinu við Kirsuberjagötu og á nú þrjú börn á svipuðum aldri og hann og Jane voru þegar Mary Poppins kom fyrst í heimsókn. Þegar alvarlegur fjölskylduvandi steðjar að sem Banks-fjölskyldan á erfitt með að höndla birtist Mary Poppins á ný á heimilinu, staðráðin í að bjarga málunum og alveg viss um að hún geti það ...
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Söguþráður Allt verður vitlaust, í orðsins fyllstu merkingu, þegar risastór hola myndast við breskan heimavistarskóla og upp úr henni skríða alls konar óvættir sem hefjast handa við að gera nemendum og kennurum skólans lífið leitt.
Drama
Leikstjórn Rafael Monserrate
Söguþráður Peel Munter þekkir ekki meira af heiminum en heimilið sem hann ólst upp á, en faðir hans yfirgaf hann þegar hann var fimm ára, og ofverndandi móðir hans ól hann upp. Þegar móðir hans fellur óvænt frá þegar Peel er 30 ára, þá er hann einn og yfirgefinn. Hann er ekki með vinnu, né fjölskyldu eða vini, og þarf að taka ákvörðun um hvort hann ætli að lifa lífi sínu áfram í einangrun, eða breyta um stefnu. Þar sem hann á ekki fyrir útgjöldum heimilisins býður hann tveimur flækingum að gista hjá sér, en einn þeirra misnotar traustið, og Peel fer því að heiman í leit að bróður sínum sem hann hefur ekki séð í áratugi.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Adam McKay
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um Dick Cheney, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna í stjórn Georges W. Bush á árunum 2001 til 2009, en Cheney notaði áhrif sín og völd til að fara sínu fram og er margt af því sem hann gerði verulega umdeilt og verður það um ókomin ár. Dregið er upp á yfirborðið ýmislegt sem Dick Cheney kom til leiðar á sínum stjórnmálaferli og um leið kynnumst við sögu hans, allt frá því að hann kom fyrst fram á sjónarsvið stjórnmálanna á áttunda áratug síðustu aldar, en Cheney hafði víða komið við áður en hann varð varaforseti.
Útgefin: 3. maí 2019
Drama
Leikstjórn Richard Eyre
Söguþráður Hæstaréttardómarinn Fiona Maye fær til úrskurðar mál þar sem læknar vilja veita ungum manni blóðgjöf til að freista þess að bjarga lífi hans, gegn samþykki hans sjálfs og foreldra hans af trúarlegum ástæðum. Í Bretlandi eru í gildi lög, The Children Act, sem segja fyrir um að velferð barna skuli ávallt höfð að leiðarljósi í dómsmálum sem þau snerta og skipti meira máli en vilji foreldra þeirra eða forráðamanna. Málin vandast hins vegar verulega þegar barnið sjálft er á öndverðri skoðun eins og í tilfelli hins 17 ára gamli Adams sem þjáist af hvítblæði en vill alls ekki þiggja blóðskipti þótt þau gætu bjargað lífi hans. Það gerir málið enn erfiðara fyrir Fionu að hún glímir sjálf við alvarlega tilvistarkreppu á heimavelli þar sem hjónaband hennar og eiginmannsins Jacks riðar til falls ...