Nýtt á VOD

Gamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður McCarthy leikur Deanna, heimavinnandi húsmóður sem þarf að endurskoða líf sitt eftir að eiginmaðurinn fer frá henni. Þar sem hún kláraði aldrei menntaskóla, þá ákveður hún bara að drífa sig í skólann, sem dóttir hennar Amanda er hreint ekki hrifin af, þar sem mamma verður í sama skóla og í sama bekk og hún. En eins og við var að búast þá skemmtir Deanna, eða Dee Rock eins og hún byrjar að kalla sig í skólanum, sér stórvel, og endar með því að finna sjálfa sig.
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Agnieszka Holland
Söguþráður Spoor gerist í hinum afskekkta Kłodzko-dal í suðvestur Póllandi þar sem nokkrir veiðimenn falla fyrir dularfullum morðingja. Janina Duszejko, sem er einn af íbúum dalsins, telur sig vita hver morðinginn er – en er ekki trúað.
DramaGlæpamynd
Leikstjórn William Oldroyd
Söguþráður Myndin gerist í hinum dreifðu byggðum Englands árið 1865. Katharine er óánægð í ástlausu hjónabandi með manni sem er helmingi eldri en hún er, og fjölskyldan er kaldlynd og sýnir henni lítinn skilning. Þegar hún byrjar í ástríðufullu sambandi við ungan vinnumann á býli eiginmanns hennar, þá leysast kraftar úr læðingi innra með henni, sem eru svo sterkir að hún mun ekki láta neitt stöðva sig.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Stórskemmtileg teiknimynd um kanínustrákinn Max sem fyrir mikla tilviljun finnur leynilegan kanínuskóla þar sem hann á eftir að læra ýmsa galdra. Kanínuskólinn er enginn venjulegur skóli heldur læra kanínurnar þar að verða páskakanínur sem skreyta egg og fela þau fyrir mannfólkinu sem leitar þeirra á páskum. Þær gegna einnig því hlutverki að gæta hins gullna eggs sem er nokkurs konar fjöregg páskakanínanna og gráðugir refir reyna í sífellu að komast yfir. Það má þeim alls ekki takast!
Útgefin: 21. september 2018
DramaSöguleg
Leikstjórn Nick Hamm
Söguþráður Í október árið 2006 var enn grunnt á því góða á milli fyrrverandi stríðandi fylkinga á Norður-Írlandi og raunveruleg hætta á því að upp úr myndi sjóða á ný. Við þá tilhugsun var ekki hægt að sætta sig og úr varð að leiðtogarnir Ian Paisley og Martin McGuinness, sem höfðu verið svarnir andstæðingar um áratugaskeið, hittust í fyrsta sinn við vægast sagt óvenjulegar aðstæður. Í miðjum friðarviðræðum sem fram fóru í strandbænum St. Andrews í Skotlandi ákvað Ian Paisley að skreppa til Írlands og fagna gullbrúðkaupi sínu og eiginkonunnar. Ákveðið var að Martin myndi fylgja honum þannig að þeir gætu ræðst við í fyrsta sinn augliti til auglitis. Þau samtöl áttu síðan eftir að breyta sögunni ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Hinrik er lítill drengur sem eins og aðrir á hans aldri er forvitinn um allt og duglegur við að spyrja spurninga. Það kemur sér því vel að á hverjum degi hittir hann alltaf einhverja nýja persónu sem getur svalað forvitni hans.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Deadpool, öðru nafni Wade Wilson, glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri ...
Útgefin: 20. september 2018
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Deadpool, öðru nafni Wade Wilson, glímir hér við hinn öfluga glæpamann Nathan Summers, en hann er betur þekktur sem Cable. Einn og sér uppgötvar Wade fljótlega að hann á ekki nokkra einustu möguleika í Cable og því neyðist hann til að kalla til leiks fleiri bardagahetjur sem geta með samtakamætti sínum sett strik í reikninginn og leitt til þess að réttlætið sigri ...
Útgefin: 20. september 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Darrell Roodt
Söguþráður Þegar nokkur ævintýragjörn ungmenni uppgötva fyrir tilviljun stöðuvatn sem virðist hafa verið afmáð af kortum og kyrfilega afgirt fyllast þau forvitni og ákveða að skoða hvað vatnið og umhverfi þess hefur að geyma. Krókódíllinn risastóri sem kvikmyndaáhugafólk kynntist fyrst árið 1999 í myndinni Lake Placid lifir enn og er eins og áður sísvangur. Hann á því væntanlega eftir að fagna komu ungmennanna forvitnu sem hafa ekki hugmynd um út í hvað þau eru komin fyrr en það er orðið of seint. Nær eitthvert þeirra að lifa ævintýrið af?
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Rob Cohen
Söguþráður Hópur þjófa skipuleggur viðamikið peningarán en um leið nálgast kraftmesti fellibylur allra tíma ránsstaðinn og ógnar bæði þeim og lögreglunni. Það er ekki nóg með að miskunnarlaust þjófagengið ætli sér að ræna 600 milljón dollurum úr sjálfum fjárgeymslum ríkisins og fremja þar með eitt stærsta rán í sögunni heldur er stormurinn sem nálgast einnig sá stærsti sem sögur fara af. Og þótt ránið sjálft heppnist eiga þjófarnir eftir að glíma við þann ofsa, svo og þeir lögreglumenn sem eru sendir til að stöðva þá áður en þeir sleppa út í buskann ...
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn John Rogers
Söguþráður Monica Radcliffe fær einn af draumum sínum uppfylltan þegar hún eignast folald sem hún ákveður að nefna Champion. Hún verður svo meira en lítið hissa þegar í ljós kemur að Champion talar og skilur mannamál og hefur sínar eigin hugmyndir um hvað hann vill verða þegar hann er orðinn stór. Þótt það sé bara á vitorði Monicu að Champion geti talað þá vekur hann fljótlega athygli fyrir aðra hæfileika sína og kemur víða við til að finna þeim hæfileikum farveg, eins og t.d. að leika í bíómynd og prófa að vera sýningarhestur á hlýðnisýningu. En Champion á eins og aðrir á hans aldri ýmislegt ólært áður en hann getur ákveðið endanlega í samvinnu við Monicu hvert lífsstarf hans verður ...
GamanmyndRómantískHrollvekja
Leikstjórn Ben Blaine, Chris Blaine
Söguþráður Rob er ungur maður sem syrgir látna unnustu sína, Nínu, og hefur ekki náð sér heilum eftir dauða hennar. Dag einn kynnist hann annarri stúlku, Holly, en sá böggull fylgir sambandi þeirra að í hvert sinn sem þau elskast snýr Nína aftur frá dauðum, mjög ósátt við að Rob sé að halda fram hjá henni! Til að byrja með ógnar endurkoma Nínu að sjálfsögðu sambandi þeirra Robs og Hollyar – eða allt þar til þau ákveða að gera allt til að flæma hana á brott ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni.
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Söguþráður Lily Davidson verður fyrir miklum vonbrigðum þegar móðir hennar ákveður að senda hana til sumardvalar hjá frænku þeirra, Glo, sem býr á afskekktum sveitabæ. En dvölin hjá Glo á eftir að bjóða Lily upp á glæný tækifæri til að láta til sín taka og sýna í eitt skipti fyrir öll hvað í henni býr. Lily kynnist hestinum Pistachio sem hún fellur fyrir þrátt fyrir að hafa verið vöruð við að hann væri erfiður. En Lily veit sínu viti og nær trausti hestsins á skömmum tíma þótt sú vinna kosti hana vissulega nokkrar byltur. Þetta traust á eftir að koma sér vel þegar óprúttinn nágranni Glo byrjar að ógna henni og það kemur í hlut Lily og Pistachio að bjarga málunum ...
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Aaron Katz
Söguþráður Jill LeBeau er persónuleg aðstoðarkona leikkonunnar og stórstjörnunnar Heather Anderson sem þarf að þola stöðugt áreiti frá fjölmiðlum, sjálfstæðum ljósmyndurum og aðdáendum. Nótt eina er Heather myrt heima hjá sér og um leið breytist líf Jill í martröð sem ætlar engan enda að taka.
DramaGlæpamyndTeiknimyndMyndlist
Söguþráður Þegar Armand Roulin er falið að afhenda síðasta bréf Vincents van Gogh til bróður síns, Theos, fær hann um leið áhuga á lífi listamannsins og fer að gruna að hann hafi í raun verið myrtur en ekki framið sjálfsmorð eins og sagt er. Þegar í ljós kemur að Theo er líka látinn ákveður Armand að fara til bæjarins Auvers-sur-Oise þar sem Vincent bjó síðast og athuga hvort hann finni verðugan viðtakanda bréfsins. Þegar þangað er komið kvikna grunsemdir hans ...
SpennumyndGamanmyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Franck Gastambide
Söguþráður Þegar ítalskir bankaræningjar fara að gera sig breiða í Marseille er lögreglumaðurinn Sylvain Marot sendur á svæðið til að skakka leikinn ásamt glænýjum félögum í lögreglusveit Marseille og vonlausa bílstjóranum Eddy. Ástæðan fyrir því að ítölsku bankaræningjarnir hafa hingað til sloppið úr klóm réttlætisins er að þeir aka um á kraftmestu Ferrari-bílum sem fyrirfinnast og fara því létt með að stinga alla af sem elta þá. En að sjálfsögðu reiknuðu þeir ekki með að þeir Sylvain og Eddy fyndu sér enn kraftmeiri bíl ...
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Nikolaj Peyk
Söguþráður Rikke er tiltölulega óreynd lögreglukona sem í stað þess að fá að njóta jólanna með fjölskyldunni eins og hún var að vona er fyrirskipað að gæta vitnis sem hættulegur eiturlyfjakóngur vill gjarnan koma fyrir kattarnef.
SpennumyndDramaHrollvekja
Leikstjórn Stefan Ruzowitzky
Söguþráður Eftir að sjúkdómur, sem breytir öllum lifandi verum sem smitast af honum í blóðþyrst villidýr, leggst á bróðurpart mannkynsins berst lítill hópur eftirlifenda við að halda lífi og vonast enn til að hægt sé að finna lækningu. Lausnin gæti verið fólgin í því að einn þeirra hefur verið bitinn án þess þó að breytast í uppvakning. Þegar sveitin finnur annan slíkan mann, „prófessorinn“, aukast væntingarnar verulega. En tíminn er naumur og varnirnar veikar ...
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Nick Park
Söguþráður Hér segir frá steinaldarunglingnum Dug sem lifir hamingjuríku lífi ásamt fjölskyldu og vinum í hringlaga dal, talsvert langt frá helstu hættum heimsins eins og eldfjöllum, risaeðlum og loðfílum. Dag einn verður heldur betur breyting á högum þeirra þegar bronsaldarkeisarinn Nooth uppgötvar dalinn og ákveður að sölsa hann undir sig. Við það er Dug skiljanlega ósáttur en má sín til að byrja með lítils gegn allri þeirri nýmóðins tækni sem bronsöldin hefur fært Nooth með tilheyrandi yfirburðum á flestum sviðum. En Dug er úrræðagóður og svo fer að hann nær að skora Nooth á hólm í fótboltaleik um hin endanlegu yfirráð. Vinni bronsaldarliðið eignast Nooth dalinn en vinni steinaldarliðið þarf Nooth að hypja sig. Vandamálið við þetta er að það er ekki til neitt steinaldarlið í fótbolta ...
Útgefin: 6. september 2018