Nýtt á VOD

Gamanmynd
Leikstjórn Seth Gordon
Söguþráður Strandverðinum Mitch Buchannon líst nákvæmlega ekkert á nýjan liðsmann teymis síns, Matt Brody, sem þrátt fyrir að skarta tveimur gullverðlaunum virðist ekki hafa mikið annað til brunns að bera. En þegar þeir Mitch og Matt komast á snoðir um lævísa tilraun hinnar slóttugu Victoriu Leeds til að sölsa undir sig ströndina neyðast þeir til að snúa bökum saman.
RómantískDramaFjölskyldumyndHeimildarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Roger Ross Williams
Söguþráður Þegar Owen Suskind var orðinn þriggja ára hvarf hann skyndilega inn í heim einhverfunnar og hætti að tala. Foreldrar hans reyndu allt sem þau gátu til að ná til hans án árangurs uns dag einn að þau uppgötvuðu aðferð til þess. Life, Animated er ákaflega vel gerð mynd þar sem viðtölum, heimildarmyndum, frumsömdum teiknimyndum og Disney-teiknimyndum er blandað saman til að segja frá því á sem sannferðugastan hátt hvernig foreldrar Owens náðu að rjúfa einangrun hans í heiminum sem hann hvarf inn í sem barn.
Heimildarmynd
Söguþráður Þegar rithöfundurinn James Baldwin lést lét hann eftir sig ókláraða bók þar sem hann spann saman réttindabaráttu svartra og morðin á þeim Martin Luther King Jr., Malcolm X og Medgar Evers. Þessi mynd er byggð á henni. I Am Not Your Negro þykir snilldarverk en í henni er lesið upp úr ólokinni bók James Baldwin og er sagan síðan myndskreytt af Raoul Peck með áhrifaríkum ljósmyndum úr sögunni og myndskeiðum. Einnig er hér að finna viðtöl við James sem varpa skýru ljósi á hver hann var og fyrir hvað hann stóð, en James var á sínum tíma áberandi í öllum sjónvarpsumræðum um réttindabaráttu svartra.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Ljónið Leon sem býr á sléttum Afríku er sannarlega ekki eins og ljón eru flest og alveg sérlega óheppinn í öllu því sem hann tekur sér fyrir loppur. Þetta eru þriggja mínútna þættir sem eru hver öðrum fjörugri. Leon er eins og önnur ljón alltaf að leita að mat en óheppni hans við veiðarnar er með eindæmum. Einnig rekst hann stundum á forvitnilega hluti eða dýr og sum þeirra hafa óskaplega gaman af að láta hann elta sig út um allt!
GamanmyndRómantískÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um unga konu, Salóme, sem hefur átt í on/off sambandi við besta vin sinn og langvarandi leigufélaga, Hrafn, í rúm fimmtán ár. Allt breytist þegar Hrafn barnar aðra dömu, Ríkeyju, og hún flytur inn.
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Sex manna áhöfn alþjóðlegrar geimstöðvar tekur á móti könnunarfari sem sent var til sýnatöku á Mars og uppgötvar að í sýnunum er að finna nýtt lífsform og um leið fyrsta lífið sem menn finna utan Jarðar. En gleðin og spennan yfir uppgötvuninni breytist í skelfingu þegar í ljós kemur að þetta litla lífssýni er banvænna en nokkuð annað sem menn hafa séð.
Útgefin: 14. september 2017
HeimildarmyndSjónvarpssería
Söguþráður Planet Earth-þættir Davids Attenborough eru án nokkurs vafa stórkostlegustu heimildarþættir sem gerðir hafa verið um fjölbreytt lífið á Jörðinni og þann 7. september kemur þáttaröð númer tvö út í heild sinni á DVD-diskum. Fyrri hluti Planet Earth kom út árið 2006 og sló í gegn. Næstu átta árin unnu síðan sömu aðilar að gerð annars hlutans og er hann tekinn upp í fjörutíu löndum víðs vegar um heiminn. Samtals urðu tökudagarnir 2.089 í 117 ferðum frá Bretlandi en það var sem fyrr breska sjónvarpsstöðin BBC sem stóð fyrir gerð þáttanna.
Útgefin: 14. september 2017
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Hallvard Bræin
Söguþráður Hér segir frá bílapartasalanum og bílaáhugamanninum Roy sem elskar kappakstur og er sjálfur liðtækur á því sviði. Þegar gamall andstæðingur hans skorar hann á hólm í kappakstur frá Osló til nyrsta hluta Noregs, um 2000 kílómetra leið, getur hann ekki annað en tekið áskoruninni, þó ekki væri nema til að halda andlitinu gagnvart öðrum í bransanum. Með í för er síðan dóttir hans, Sylvia, en á milli þeirra feðgina hefur verið frekar stirt samband að undanförnu. Eftir undirbúning hefst svo kappaksturinn norður eftir endilöngu landinu.
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Hallvard Bræin
Söguþráður Eftir að hafa setið í fangelsi fyrir glæfraakstur ákveður Roy að hafna þátttöku í ólöglegum kappakstri frá Björgvin til Múrmansk. Þegar hann fréttir að dóttir hans sé á meðal þátttakenda skiptir hann snarlega um skoðun. Í þetta sinni liggur kappakstursleiðin frá Björgvin á vesturströnd Noregs til Múrmansk í Rússlandi, í gegnum Svíþjóð og Finnland, alls um 2.340 kílómetra leið. Um vetrarakstur er að ræða og því verða bæði bílar og ökumenn að vera betur útbúnir en áður, ekki bara til að eiga möguleika á sigri heldur einnig til að geta komist undan þeim ótal löggum sem sendar eru á vettvang til að stöðva þá ...
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Gunn
Söguþráður Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Gunn
Söguþráður Í myndinni halda útverðir alheimsins áfram að ferðast um alheiminn. Þau þurfa að passa upp á hópinn, og leysa ráðgátuna um foreldra Peter Quill. Gamlir óvinir verða bandamenn, og þekktar persónur úr teiknimyndaheimi Marvel koma hetjunum til bjargar.
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Martin Zandvliet
Söguþráður Þegar seinni heimsstyrjöldin lýkur þvingar danski herinn hóp ungra þýskra stríðsfanga til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Piltarnir, sem búa yfir ýmist lítilli eða engri þjálfun til verksins, komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið.
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Martin Zandvliet
Söguþráður Þegar seinni heimsstyrjöldin lýkur þvingar danski herinn hóp ungra þýskra stríðsfanga til að sinna lífshættulegu verkefni; að fjarlægja jarðsprengjur af strönd Danmerkur og gera þær óvirkar. Piltarnir, sem búa yfir ýmist lítilli eða engri þjálfun til verksins, komast brátt að því að stríðinu er hvergi nærri lokið.
SpennumyndDramaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn J.D. Dillard
Söguþráður Ungur götutöframaður þarf að sjá um litlu systir sína eftir að foreldrar þeirra deyja. Hann snýr sér að glæpum til að hafa í þau og á. Þegar hann gengur of langt á glæpabrautinni er systur hans rænt, og hann neyðist til að nota töfra og góðar gáfur sínar, til að bjarga henni.
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tom McGrath
Söguþráður Myndin segir frá töffaranum Stubbi sem fæðist með allt á hreinu og klár í hvern þann slag sem lífið býður upp á. En fyrst þarf hann ásamt sjö ára bróður sínum og nokkrum öðrum hvítvoðungum að stöðva skæðustu samkeppniskrútt allra barna – hvolpana.
HeimildarmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Laura Israel
Söguþráður hans, The Americans sem kom út árið 1958, breytti því hreinlega hvernig aðrir ljósmyndarar nálguðust viðfangsefni sín. Hér er saga hans sögð. Robert Frank fæddist í Sviss 9. nóvember 1924. Móðir hans var svissnesk en faðir hans var þýskur gyðingur sem lenti í miklum og alvarlegum hremmingum þegar nasistar náðu völdum í heimalandi hans og gerðu hann landlausan. Robert ólst því upp við rask og ótta sem átti eftir að marka líf hans og list eftir það. Í myndinni er farið yfir lífsstarf þessa merka ljósmyndara í máli og myndum, tækni hans og innsýn, og er stór hluti helgaður samtölum við hann sjálfan, en Robert, sem er enn á lífi, forðaðist það ætíð sjálfur að birtast fyrir framan linsurnar.
Drama
Leikstjórn Bart Freundlich
Söguþráður Anthony er menntaskólanemi sem virðist stefna í rétta átt, en hann er fyrirliði skólaliðsins í körfubolta og hefur vegna hæfileika sinna góða von um að fá skólastyrk frá Cornell-háskólanum. En það er ekki allt sem sýnist. Þótt Anthony virðist utan frá séð ganga allt í haginn glímir hann við erfitt vandamál heima hjá sér því faðir hans, Lee, er drykkfelldur rusti sem komið hefur sér í miklar skuldir vegna spila- og veðmálafíknar. Þegar lið Anthonys, Wolves, kemst langt í skólakeppninni sér Lee í því tækifæri til að vinna háa upphæð en til þess þarf hann að fá Anthony til að hafa rangt við. Og þá reynir á hinn unga mann.
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Alain Gsponer
Söguþráður Hið sígilda ævintýri um Heiðu, sem býr hjá afa sínum í svissnesku Ölpunum, hefur fangað hjörtu allra um áratugabil. Spennandi, hjartnæm og falleg kvikmynd fyrir alla fjölskylduna.
Útgefin: 31. ágúst 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jake Paltrow
Söguþráður Myndin gerist í nálægri framtíð þegar vatn er orðið verðmætasta auðlind jarðar og birgðirnar fara hratt dvínandi. Vatn stjórnar þannig öllu, allt frá stjórnmálum að málum fjölskyldna og rómantískra sambanda. Landið er orðið skorpið. Rykið hefur sest á einmana og ófrjósama jörð. Eftirlifendur strita við að halda lífi. Ernest Holm býr við kröpp kjör ásamt börnum sínum Jerome og Mary. Hann ver bæinn sinn fyrir þorpurum, heldur aðfangaleiðum opnum og vonast til að moldin verði frjó á ný svo þar fái eitthvað gróið. En kærasti Mary, Flem Lever, er með stærri áætlanir. Hann vill sjálfur komast yfir land Ernest, og gerir allt sem hann getur til að eignast það.