Nýtt á VOD

DramaÆviágrip
Söguþráður Myndin er byggð á metsölubók og æviminningum föður og sonar, þeim David og Nic Sheff. Þetta er átakanleg en um leið heillandi saga af fjölskyldu sem þarf að takast á við fíkniefnavanda sonarins. Hún lýsir á raunsæislegan hátt reynslu af seiglu, áföllum og bata yfir margra ára skeið. Í myndinni er farið yfir meðferðir, brotthvörf, brotin loforð og gremju er Nic sekkur dýpra niður í eiturlyfjaheiminn, ásamt því hvernig faðir hans David reynir hvað hann getur að bjarga “fallega stráknum sínum” frá eyðileggingarmætti fíkninnar.
Glæpamynd
Leikstjórn Stephen McCallum
Söguþráður Þegar Knuck, fyrrverandi leiðtogi mótorhjólagengisins Copperheads, er látinn laus úr fangelsi eftir þriggja ára afplánun lendir hann fljótlega upp á kant við eftirmann sinn, Paddo, enda hafa þeir gjörólíka sýn á tilgang gengisins og framtíð þess. Afleiðingarnar verða barátta upp á líf eða dauða. Deilur þeirra Knucks og Paddos snúast um hvaða stefnu gengið á að taka því á meðan Paddo vill hafa starfsemina innan ramma laganna gefur Knuck lítið fyrir það. Og framundan er afdrifaríkt uppgjör ...
GamanmyndDrama
Leikstjórn Quentin Tarantino
Söguþráður Sjónvarpsleikari sem má muna sinn fífil fegurri og staðgengill hans, reyna að öðlast frægð í kvikmyndaborginni, á síðustu árum gullaldarinnar í Hollywood, árið 1969 í Los Angeles.
Spennumynd
Leikstjórn Patrick Durham
Söguþráður Callan snýr nú aftur vopnaður ævafornum, helgum og kraftmiklum krossi, og með honum í för er hópur vopnasérfræðinga. Saman þurfa þeir að vernda Los Angeles borg fyrir mestu ógninni sem borgin hefur nokkru sinni staðið frammi fyrir, erkiþorpurunum Muerte og Drago.
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Terry Gilliam
Söguþráður Toby Grisoni gerði stutta mynd um Don Kíkóta á skólaárum sínum. Mörgum árum síðar hittir hann á ný skósmiðinn Javier sem fór með aðalhlutverkið í mynd hans og hefur síðan sannfærst um að hann sé í raun hinn eini sanni Don Kíkóti ...
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Mélanie Laurent
Söguþráður Eftir að hafa sloppið naumlega úr fyrirsát, þar sem fyrrum mafíuforinginn hans vildi koma honum fyrir kattarnef, þá snýr krabbameinssjúki leigumorðinginn Roy Cody, aftur til heimabæjar síns, Galveston, þar sem hann skipuleggur grimmilega hefnd.
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Michael Dowse
Söguþráður Stu er sérlega kurteis, hæglátur og vandvirkur maður sem er einkar umhugað um að halda í fimm stjörnu-einkunnina sem hann hefur aflað sér sem Uber-leigubílstjóri. Þegar lögreglumaðurinn Vic tekur bíl hans á leigu ógnar hann um leið öllu því sem Stu er kærast og setur líf hans algjörlega úr skorðum. Vic dregur Stu út í eltingarleik við stórhættulegan morðingja að nafni Teijo. Ef það var eitthvað sem Stu vantaði ekki inn í líf sitt þá er það einmitt brjálaður morðingi, enda ógnar Teijo ekki bara heilsu hans og lífi heldur einnig vel bónaða bílnum og orðsporinu hjá Uber ...
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Grímur Hákonarson
Söguþráður Héraðið gerist í litlu samfélagi og segir sögu Ingu, miðaldra kúabónda, sem gerir uppreisn gegn kaupfélaginu á staðnum. Hún reynir að fá aðra bændur í lið með sér en það gengur erfiðlega þar sem kaupfélagið hefur sterk ítök í sveitinni.
Heimildarmynd
Leikstjórn Sara Dosa
Söguþráður Töfrandi raunsætt ævintýri um ósýnilega álfa, fjárhagshrun og mátt trúarinnar, allt sagt í gegnum sögu íslenskrar konu, sem talar máli náttúrunnar.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Greg Kinnear
Söguþráður Þunglyndur tannlæknir, Phil, sem á í miðaldra tilvistarvanda, reynir að átta sig á því afhverju einn af hans lífsglöðustu sjúklingum fremur sjálfsmorð. Til að komast að hinu sanna, þá ákveður Phil að villa á sér heimildir og þykjast vera þúsundþjalasmiður til að kynnast eiginkonu og dóttur hins látna. En hve lengi getur Phil haldið þessu áfram, þegar hann er sjálfur á mörkum þess að vilja kveðja þessa jarðvist.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Jonah Hill
Söguþráður Stevie er 12 ára gamall strákur í Los Angeles árið 1995 sem fær mikinn áhuga á hjólabrettaíþróttinni og kynnist í framhaldinu nokkrum eldri strákum sem eru lengra komnir í henni en hann og leggja fyrir sig ýmsar áhættuþrautir. En um leið og Stevie reynir að ná tökum á tækninni kynnist hann nýrri veröld og veruleika sem ef til vill er ekki hollur fyrir strák á hans aldri.
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Gorka Sesma
Söguþráður Pixie Post er álfastúlka sem býr í Arbolié, leynistað á Suðurskautinu, þar sem allskonar andar Jólanna búa allt árið um kring, andar eins og Jólasveinninn, Vitringarnir þrír, Olentzero frá Baskalandi, Hoteiosho frá Japan, og fleiri. Eftir að Hoteiosho týnist, þá biðja andarnir Pixie að fara að leita hans. Hún dulbýr sig sem manneskju og fær vinnu í póstfyrirtæki sem heitir Mezzenger, og kemst að því að fyrrum Jólaandinn Monopolish, sem er ættaður úr Rómaveldi hinu forna, er ábyrgur fyrir hvarfinu.
GamanmyndRómantískDramaFjölskyldumynd
Leikstjórn John Stimpson
Söguþráður Ástarsaga í stíl við söguna af Rómeó og Júlíu. Um áraraðir hafa Spruce- og Pines-fjölskyldurnar eldað saman grátt silfur enda keppinautar á grenitrjáamarkaðinum sem nær hámarki á hverju ári þegar trén eru seld sem jólatré til þúsunda heimila. En hvað gerist þegar þau Rick úr Spruce-fjölskyldunni og Julie úr Pine-fjölskyldunni fella hugi saman og þora svo hvorugt að segja sínum nánustu frá sambandinu?
GamanmyndRómantískÆvintýramyndSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Danny Boyle
Söguþráður Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Þetta leiðir fljótlega til þess að Jack verður heimsfrægur og eftirsóttur, bæði af aðdáendum og tónlistarútgefendum. En ekki er allt gull sem glóir.
Útgefin: 31. október 2019
RómantískDrama
Leikstjórn Ry Russo-Young
Söguþráður Unglingsstúlka verður ástfangin á sama tíma og erfiðleikar steðja að fjölskyldu hennar. Natasha trúir á vísindi og staðreyndir. Ekki á örlög eða drauma sem aldrei rætast. Hún er ekki sú persónugerð sem hittir sætan strák á troðfullri götu í New York og verður ástfangin. Ekki þegar fjölskylda hennar er um 12 tímum frá því að verða rekin úr landi. Hún ætlar ekki að verða ástfangin. Daniel hefur alltaf verið góði sonurinn, góður nemandi, allt það sem foreldrana dreymir um. Ekki skáld. Eða draumóramaður. En þegar hann sér hana, þá gleymir hann öllu. Eitthvað við Natasha fær hann til að halda að örlögin hafi leitt þau saman.
Hrollvekja
Leikstjórn Gary Dauberman
Söguþráður Eftir að hafa séð hvers megnug andsetna dúkkan Annabelle er ákveða Warren-hjónin Ed og Lorraine að fara með hana heim til sín, loka hana inni í glerskáp sem hefur verið blessaður af presti og koma honum fyrir í rammgerðri geymslu í kjallara húss síns. En Annabelle lætur engan loka sig af til frambúðar. Þótt Warren-hjónin komi við sögu í myndinni er það dóttir þeirra Judy og vinir hennar sem þurfa að glíma við Annabelle í þetta sinn, því þegar Warren-hjónin bregða sér af bæ notar Annabelle tækifærið til að vekja upp illa anda sem búa í geymslunni auk síns eigin ...
GamanmyndHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Kiah Roache-Turner
Söguþráður Howard North, lánlaus holræsastarfsmaður, dregst inn í alþjóðlega baráttu á milli Nekromancers, sem er fjölskylda harðskeyttra djöflaveiðimanna, og Finnegan, ills fjanda sem étur sálir fólks til að auk við sín eigin völd. Þegar Howard kemst að sannleikanum um fortíð Finnegan og illar áætlanir hennar, þá slæst hann í hóp með nýju vinunum sínum og uppgötvar að hann er sjálfur öflugur Nekromancer, og sá eini sem getur stöðvað Finnegan og bjargað heiminum.
GamanmyndRómantískDramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Douglas Mitchell
Söguþráður Á hverju ári gerir Sarah sinn eigin "Snjó-eiginmann" ásamt besta vini sínum Nick. Eftir enn ein sambandsslitin þá fer hún að spá í hvort að hún muni nokkru sinni finna hina einu sönnu ást. En þá gerast sannkallaðir jólatöfrar og snjómaðurinn lifnar við.
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn McG
Söguþráður Einkaspæjarafyrirtækið Charlie fær verkefni frá forritaranum Eric Knox, fyrrum eiganda Knox Technologies, en byltingarkenndum raddgreiningarbúnaði hans hefur verið stolið. Englar Charlie, þær Natalie, Dylan og Alex, sem allir eru þjálfaðir í bardagalistum og njónsnum, eru sendir til að koma fyrir veiru í kerfi keppinautar Knox, Roger Corwin, sem er sterklega grunaður um stuldinn. En eftir að búið er að vinna verkið, þá er bækistöð Englanna eyðilögð, sem og yfirmanns þeirra Bosley, auk þess sem líf þeirra er í hættu. En hvernig er hægt að vernda einhvern sem þú hefur aldrei hitt?
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn McG
Söguþráður Einkaspæjarafyrirtækið Charlie fær verkefni frá forritaranum Eric Knox, fyrrum eiganda Knox Technologies, en byltingarkenndum raddgreiningarbúnaði hans hefur verið stolið. Englar Charlie, þær Natalie, Dylan og Alex, sem allir eru þjálfaðir í bardagalistum og njónsnum, eru sendir til að koma fyrir veiru í kerfi keppinautar Knox, Roger Corwin, sem er sterklega grunaður um stuldinn. En eftir að búið er að vinna verkið, þá er bækistöð Englanna eyðilögð, sem og yfirmanns þeirra Bosley, auk þess sem líf þeirra er í hættu. En hvernig er hægt að vernda einhvern sem þú hefur aldrei hitt?