Náðu í appið

Nýtt á VOD

RómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Scott Speer
Söguþráður Þegar hinir mjög svo ástföngnu menntaskólanemar Riley og Chris skiljast að vegna hörmulegs bílslyss, þá kennir Riley sér um dauða kærastans, en Chris er fastur á milli lífs og dauða. En hið ótrúlega getur gerst, og fyrir einhverskonar kraftaverk finna þau leið til að eiga samskipti.
Spennumynd
Leikstjórn Kaare Andrews
Söguþráður Hin goðsagnakennda leyniskytta Thomas Beckett og sonur hans, sérsveitarmaðurinn Brandon Beckett, eru á flótta undan bandarísku leyniþjónustunni CIA, rússneskum málaliðum og leigumorðingja sem hlaut þjálfun hjá japönsku mafíunni Yakuza.
RómantískDramaTónlistarmynd
Leikstjórn Andrew Erwin, Jon Erwin
Söguþráður Sönn saga kristilega tónlistarmannsins Jeremy Camp, um hvernig líf hans snýst um að sanna að það sé þrátt fyrir allt, ætíð von handan við hornið.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Litla svalan Máni, vex úr grasi í þeirri trú að hann sé mávur, en kemst síðan að því að svo er ekki. Þegar hann strýkur að heiman kynnist hann fuglum sem eru af sömu tegund og hann sjálfur, og kemst að því hver hann er í raun og veru.
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Brent Bell
Söguþráður Þegar fjölskylda flytur inn í stórhýsið í Heelshire, þá vingast yngsti sonurinn við raunverulega útlítandi postulínsdúkkuna Brahms. Þetta hefur í för með sér hrollvekjandi atburðarás.
SpennumyndHrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Benh Zeitlin
Söguþráður Wendy, sem er föst á dularfullri eyju þar sem tengslin á milli aldurs og tíma hafa liðast í sundur, þarf að bjarga fjölskyldu sinni, berjast fyrir eigin frelsi og bjarga gleði æskunnar frá hættunum sem fylgja því að eldast.
Drama
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Bandaríski öryggisvörðurinn Richard Jewell drýgir mikla hetjudáð þegar hann bjargar þúsundum mannslífa frá sprengjutilræði á Sumarólympíuleikunum í Atlanta í Bandaríkjunum árið 1996. Hann er þó ranglega sakaður um það í fjölmiðlum að vera sjálfur hryðjuverkamaðurinn.
SpennumyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn Callum Burn
Söguþráður Douglas er niðurbrotinn og einmana flugmaður Spitfire orrustuþotu. Hann þarf að yfirvinna erfiða reynslu og minningar úr fortíðinni, til að leiða sprengjusveit frá Lancester í mikilvægri loftorrustu yfir Berlín árið 1944.
DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina Mister Rogers' Neighborhood.
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Eubank
Söguþráður Hópur neðansjávarkönnuða reyna að komast í skjól eftir að jarðskjálfti eyðileggur rannsóknarstofu þeirra á hafsbotni. En það leynast fleiri hættur í hafinu.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Nicolas Pesce
Söguþráður Þegar fasteignasalinn Peter Spencer fer að skoða hús sem honum hefur verið falið að selja kemst hann að því að húsið er alls ekki yfirgefið eins og það átti að vera. Hann lætur lögreglukonuna Muldoon vita að eitthvað dularfullt sé á seyði í húsinu og hún á eftir að uppgötva sér til skelfingar að hver sá sem stígur fæti inn fyrir þröskuld þess er í raun dæmdur til dauða.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Josh Trank
Söguþráður Glæpaforinginn Al Capone byrjar að þjást af vitglöpum þegar hann er 47 ára gamall, eftir að hafa verið í fangelsi í tíu ár. Ofbeldisfull fortíð hans sækir á hann.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, erfiðum hindrunum og óvæntum uppákomum. Þegar Lára, óttalaus móðir drengjanna, áttar sig á því að þeir eru horfnir, fer hún að leita þeirra ásamt sérkennilegri ævintýraveru sem kallast Mantíkóran. Þessi eini töfradagur á eftir að kenna þeim öllum meira en þau hefðu nokkurn tíma getað ímyndað sér.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Söguþráður Lögfræðingurinn Bryan Stevenson berst fyrir lausn fanga af dauðadeild í fangelsi, en Walter McMillian var dæmdur til dauða árið 1987 fyrir morð á 18 ára gamalli stúlku, þrátt fyrir fjölda sönnunargagna sem bentu til sakleysis hans.
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn John Turturro
Söguþráður Hliðarmynd af The Big Lebowski um keiluspilarann Jesus Quintana. Við sögu koma þrír kynferðislega brenglaðir utangarðsmenn í vafasömum erindagjörðum.
GamanmyndDrama
Söguþráður Leikararnir Rob Brydon og Steve Coogan ferðast frá Troy til Íbaka ( Ithaca ) í Grikklandi, og feta í fótspor guðsins Ódysseifs.
SpennumyndSöguleg
Leikstjórn Richard Gray
Söguþráður Myndin tekur upp þráðinn þar sem Braveheart endaði. Sagan gerist í Skotlandi árið 1306. Robert the Bruce krýnir sjálfan sig konung, og leggur allan metnað í sjálfstæði Skotlands. En Englendingar reynast ofjarlar hans trekk í trekk, og her hans er gersigraður. Nú er hann hundeltur, og fé er lagt til höfuðs honum. Hann er á flótta, einn og særður. Frelsisbaráttan virðist töpuð. En hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð, og neitar að gefast upp.
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Richard Stanley
Söguþráður Skrýtinn loftsteinn lendir á afviknum bóndabæ, sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir The Gardners, fjölskylduna sem býr þar, og mögulega heiminn allan.
Gamanmynd
Leikstjórn Ara Paiaya
Söguþráður Í þessari skopstælingu af Game of Thrones sjónvarpsþáttunum, fara aðalsmenn úr hinum átta konungdæmum á hreinsunarhátíðina Purge Fest 3000, til að reyna að binda enda á blóðug átök milli konungdæmanna. Á sama tíma ætla meðlimir í fjölskyldu Feita kóngsins, að steypa honum af stóli.