Nýtt á VOD

Gamanmynd
Leikstjórn Jonathan Kesselman
Söguþráður Írani einn verður frá sér numinn af gleði þegar hann vinnur grænakortslottóið og heldur þegar af stað til Bandaríkjanna, staðráðinn í að verða hetja, en flækist svo inn í áætlun um að starta þriðju heimsstyrjöldinni. Eftir að Jimmy kemur til Bandaríkjannakemur hann sér f yrir og hefur síðan störf sem öryggisvörður á markaði. Bráðlega vekur hann hins vegar eftirtekt manna sem leiða hann inn á kolrangar brautir ...
Barnamynd
Söguþráður Ástralskir teiknimyndaþættir um hinn hugrakka Tashi sem býr í sannkölluðu ævintýralandi þar sem furðuverur eru á hverju strái og allt getur gerst.
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar þeim Gru og Lucy er sparkað úr starfi eftir að þau klúðra mikilvægu verkefni og skósveinarnir ákveða að yfirgefa Gru vegna skorts hans á glæpsamlegu innræti ákveða þau Lucy að gera gott úr öllu og einbeita sér að heimilislífinu og uppeldi fósturdætranna. En þá uppgötvar Gru að hann á tvíburabróður.
Útgefin: 16. nóvember 2017
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei.
Útgefin: 16. nóvember 2017
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri um miðjan vetur fer að gruna að þau séu ekki einu gestirnir í þessu eyðiþorpi. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inní rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf fyrir nokkrum árum og fannst aldrei.
Útgefin: 16. nóvember 2017
SpennumyndSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Þegar einn af bestu njósnurum leyniþjónustunnar er myrtur í Berlín er Lorraine send þangað til að finna þá seku og lendir fljótlega ásamt samstarfsmanni sínum, David Perciva, í svakalegum hasar þegar þau uppgötva að morðið er bara yfirborðið á miklu stærra máli sem ógnar ekki bara lífi þeirra sjálfra heldur og lífi allra njósnara og annarra sem starfa hjá leyniþjónustum vestrænna ríkja. Og hvað getur Lorraine gert í því?
Útgefin: 16. nóvember 2017
Heimildarmynd
Leikstjórn Vadim Jean
Söguþráður Saga þriggja manna sem hafa eytt lengri tíma í einangrun en nokkrir aðrir fangar í Bandaríkjunum, vegna þess að þeir myrtu fangavörð árið 1972 í Angola, fangelsinu í Louisiana. Robert King, Herman Wallace og Albert Woodfox voru sakfelldir af vitnum sem hafði verið mútað og sáu ekkert, og engin sönnunargögn tengdu þá við morðið. Þeir voru bendlaðir við hreyfinguna Black Panther, en myndin segir frá baráttu þeirra við kerfið og slæmri meðferð. Sagan náði hámarki árið 2016 þegar Albert Woodfox var sleppt eftir 43 ára einangrunarvist árið 2016.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Dan Bush
Söguþráður Til að bjarga bróður sínum ákveða systurnar Vee og Leah að fremja bankarán. Vandamálið er að bankinn sem þær ræna er enginn venjulegur banki. Systurnar fara ásamt samstarfsmönnum sínum niður í kjallara bankans og opna þar rammgerðar fjárhirslurnar. Um leið leysa þær úr læðingi verur sem líta út fyrir að vera fólk – þangað til þær koma nær!
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Barþjóninn August grunar ekki í hvað hann er að flækja sig þegar hann hittir Signe, konu sem virðist hafa orðið vitni að morði og er nú sjálf á flótta undan bæði hinum meinta morðingja og mönnunum sem leita hans.
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Söguþráður Jackson Shea er margdæmdur ofbeldismaður og morðingi sem eftir síðasta morðið sem hann framdi innan veggja fangelsisins hefur verið settur í einangrun og dæmdur til dauða. Til stendur að aftakan fari fram eftir 72 klukkustundir. En Jackson á einn séns eftir. Honum er gert að ræða við afbrotafræðinginn Amöndu Tyler sem hefur það í hendi sér að ákvarða hvort sjálfvirk áfrýjun Jacksons verði tekin til greina eða ekki. Mun saga hans breyta einhverju?
Barnamynd
Söguþráður Skemmtilegir enskir tölvuteiknaðir þættir um hinn bogfima Hróa hött og félaga hans í Skírisskógi sem berjast í þágu þeirra sem minna mega sín gegn ofríki Jóhanns konungs og harðstjórn hans, og hvers konar spillingu.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Peter Parker nýtur lífsins með hina nýfundnu hæfileika sína sem gera hann að köngulóarmanninum. En alvaran er skammt undan og spurningin er hvort Peter hafi í raun það sem þarf til að takast á við hættulegustu glæpamenn New York-borgar.
Útgefin: 9. nóvember 2017
Drama
Leikstjórn Liz W. Garcia
Söguþráður Æskuvinkonurnar Iris og Catherine hittast aftur eitt sumar á æskuslóðunum og þurfa að takast á við það skelfilega atvik úr fortíðinni þegar vinkona þeirra lét lífið í slysi sem þær sjálfar sluppu líkamlega óskaddaðar frá. Þær Iris og Catherine þjást af því sem kallað er „sektarkennd eftirlifenda“ og þurfa auk þess að lifa með sorginni. Og eins og það sé ekki nóg kenna ýmsir þeim um slysið og dauða vinkonunnar. Til að geta haldið áfram með lífið verða þær að gera málið upp og freista þess að ná sátt ...
RómantískDrama
Leikstjórn Kate Lane
Söguþráður Þegar tvær ungar stúlkur hittast, Alexia og Eleanor, sem koma úr mjög ólíkum fjölskyldum, annarri fátækri og hinni auðugri, komast þær að því að þrátt fyrir ólíkan bakgrunn eiga þær meira sameiginlegt en sýnist. Þær hafa báðar gengið í gegnum sömu vandamálin gagnvart fjölskyldum sínum, deila sameiginlegri reynslu hvað varðar sínar eigin tilfinningar og eiga því eftir, ef svo má segja, að finna sjálfar sig hvor í annarri ...
Barnamynd
Söguþráður Siggi sebrahestur býr ásamt öllum litríku félögunum sínum á fallegri eyju þar sem ýmislegt getur komið upp á dags daglega. En forvitni Sigga og ævintýraþrá leiðir iðulega til þess að hann kemur sér í einhvers konar vanda og þá er ekki verra að eiga úrræðagóða vini sem nota hugmyndaflugið og sköpunargleðina til að leysa allt sem upp á kemur. Um leið læra þau öll eitthvað nýtt á hverjum degi
GamanmyndSöngleikur
Leikstjórn Isaac Rentz
Söguþráður Nick er framleiðslustjóri í leikhúsi á Broadway en hann var sjálfur á árum áður upprennandi stjarna áður en ferill hans brann út. Í kvöld fær hann um nóg að hugsa því frumsýning á verkinu One Hit Wonderland stendur fyrir dyrum þar sem aðalstjarnan er ‘N Sync-meðlimurinn J.C. Chasez. Í mörg horn er að líta en aðalvandinn felst í að hafa hemil á öllum sem leika í sýningunni, þar á meðal á fyrrverandi unnustu Nicks sem getur gert hann gráhærðan með útlistunum sínum á sambandi þeirra í allra manna áheyrn. Auk hennar eru margar prímadonnur á svæðinu, af báðum kynjum, og það krefst mikillar þolinmæði og sjálfstjórnar að sinna þeim án þess að missa kúlið. Er Nick vandanum vaxinn? Sýningin er jú alveg að byrja ...
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Söguþráður Þegar Strympa verður vör við að ókunnug augu eru að stara á hana í nágrenni Strumpaþorps og finnur í framhaldinu dularfullt kort sem gefur til kynna að Strumparnir séu ekki einu íbúarnir í Strumpaskógi leiðir það til þess að hún, Gáfnastrumpur, Kraftastrumpur og Klaufastrumpur halda í leiðangur í leit að sannleika málsins, þvert á vilja Æðstastrumps.
Útgefin: 2. nóvember 2017
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Í War for the Planet of the Apes, þriðja kaflanum í hinni vinsælu Apaplánetu seríu, þá neyðast Caesar og aparnir til að fara í blóðugt stríð við her manna, undir stjórn hins miskunnarlausa Colonel. Þegar aparnir verða fyrir gríðarlegu “mann”falli, þá á Caesar í innri glímu við myrka hlið eðlis síns og byrjar að leita að leið til að hefna þeirra sem féllu. Að lokum liggja leiðir þeirra Caesar og Colonel saman, og úr verður sögulegur bardagi sem mun ákvarða örlög kynþáttanna og framtíð plánetunnar.
Útgefin: 2. nóvember 2017
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Erik Poppe
Söguþráður Sannsögulega myndin Höfnun konungsins gerist á þremur dögum í apríl árið 1940 og segir frá því þegar þýski herinn kom til Oslóar og setti norsku ríkisstjórninni og konungi Noregs, Hákoni sjöunda, þá afarkosti að gefast upp eða deyja ella. Norðmenn höfðu vonast til að hlutleysi þeirra í síðari heimsstyrjöldinni yrði virt enda vanbúnir til átaka og því var þeim mikill vandi á höndum þegar Þjóðverjar kröfðu þá um uppgjöf. Átti konungurinn að fallast á það eða átti hann að hvetja norska herinn til mótstöðu gegn innrásarliðinu og hætta þar með á mikið mannfall?
DramaSpennutryllir
Söguþráður Theresa vinnur á afskekktum stað við framleiðslu á kannabis. Eiginmaður hennar er orðinn fjarlægur í viðmóti og vinnuveitandinn á það til að gera henni lífið leitt auk þess sem móðir hennar er að deyja. Allt þetta tekur sinn toll og smám saman kemur í ljós að undir yfirborðinu er önnur saga.