Nýtt á VOD

DramaSpennutryllir
Leikstjórn Tony Germinario
Söguþráður Frank er maður sem við fyrstu sýn virðist hafa góð tök á tilveru sinni. Hann er kvæntur góðri konu, er í góðri og vel borgaðri vinnu og virðist sáttur við allt og alla. En á bak við þessa framhlið býr annar og stórhættulegur maður. Við komumst fljótlega að því að hann á ofbeldisfullan glæpaferil að baki sem m.a. rústaði sambandi hans við fjölskyldu sína. Með aðstoð sálfræðinga og lyfja hefur honum nú tekist að halda aftur af glæpa- og ofbeldishneigð sinni um nokkurt skeið og hefur á þeim tíma tekist að koma fótunum undir sig. En þótt Frank hafi sagt skilið við fortíð sína hefur fortíðin ekki sagt skilið við hann og þegar hún bankar á dyrnar missir hann gjörsamlega stjórn á sér með alvarlegum afleiðingum ...
Gamanmynd
Leikstjórn Tony Britten
Söguþráður Fjórir kunningjar sem um árabil hafa vanið komur sínar á hverfiskrána til að spila dómínó ákveða að bjarga kránni frá gjaldþroti með því að skrifa bók í anda Fimmtíu grárra skugga-bókanna. Bókin slær í gegn en um leið verður til nýtt vandamál ... því enginn þeirra vill leggja nafn sitt við söguna. Ástæðan fyrir því að félagarnir fjórir vilja alls ekki láta bendla sig við þetta „konuklám“ eins og þeir sjálfir nefna sögu sína er orðspor þeirra á öðrum vettvangi. Og þegar útgefandinn heimtar að fá að hitta höfundinn detta þeir niður á þá lausn að ráða tímabundið unga leikkonu til að leika hann. Málin vandast hins vegar verulega þegar bókin slær í gegn og byrjar að seljast í miklu meira magni en nokkurn gat órað fyrir með þeim afleiðingum að kvikmyndarisar í Hollywood fá áhuga ...
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Ant-Man and the Wasp gerist um tveimur árum eftir atburðina í Captain America: Civil War og segir frá því þegar uppfinningamaðurinn Hank Pym felur Scott Lang nýtt verkefni sem snýst um að grafa upp hættulegt leyndarmál úr fortíðinni. Og í þetta sinn þarf Scott ekki að glíma við vandann einn heldur nýtur hann aðstoðar dóttur Hanks, Hope, öðru nafni The Wasp.
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Ant-Man and the Wasp gerist um tveimur árum eftir atburðina í Captain America: Civil War og segir frá því þegar uppfinningamaðurinn Hank Pym felur Scott Lang nýtt verkefni sem snýst um að grafa upp hættulegt leyndarmál úr fortíðinni. Og í þetta sinn þarf Scott ekki að glíma við vandann einn heldur nýtur hann aðstoðar dóttur Hanks, Hope, öðru nafni The Wasp.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Lucas, Scott Moore
Söguþráður Jólin nálgast með öllu sínu umstangi og undirbúningi sem eins og margir vita, ekki síst mömmur, getur gert fólk gráhært af stressi enda er krafan sú að ekkert megi gleymast og allt þurfi að vera í toppstandi og skipulagt þegar hátíðin gengur í garð. En hvað gerist ef þær Amy, Kiki og Carla ákveða að brjóta hefðina og slá alvörunni upp í mátulegt kæruleysi? Nú gerist það að mæður þeirra koma í heimsókn og þar sem þær eru af gamla skólanum hafa þær misjafnar skoðanir á uppátækjum dætranna ...
Útgefin: 15. nóvember 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Söguþráður Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni. ...
Útgefin: 15. nóvember 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á. Robert einhendir sér að sjálfsögðu þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og refsa þeim seku ...
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á. Robert einhendir sér að sjálfsögðu þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og refsa þeim seku ...
Spennumynd
Leikstjórn Peter Berg
Söguþráður Hér segir frá sérsveitarmanninum James Silva sem fær það erfiða og vandasama verkefni að smygla asískum lögreglumanni úr landi sínu, en sá hafði leitað til bandaríska sendiráðsins um vernd þar sem hann býr yfir leynilegum upplýsingum sem tengjast eiturvopnaframleiðslu og höfðu aflað honum dauðadóms hjá eigin stjórnvöldum. Verkefnið virðist nánast óframkvæmanlegt því sendiráðið er umkringt þungvopnuðum farartækjum og mönnum sem hefur verið fyrirskipað að fanga eða drepa flóttamanninn um leið og hann reynir að yfirgefa sendiráðið. En James leggur samt í hann ásamt sínu fólki og veit sem er að til að verkefnið heppnist má hann ekki gera ein einustu mistök ...
Útgefin: 15. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Uppfinningamanninum Bernard D. Elf mistekst að búa til vél sem gerir uppáhalds jólaminningu fólks að veruleika. En þegar Jólasveininum er rænt af hinum illa Neville Baddington, og móður hans Vera, þá getur hann sýnt úr hverju hann er gerður. Þau mæðginin hyggjast afhjúpa stærsta leyndarmál Jólasveinsins: hvernig hann getur afhent jólapakka um allan heim á einni nóttu. D. Elf ákveður að ferðast aftur í tímann til að koma í veg fyrir að ránið eigi sér stað, og bjarga þar með Jólasveininum og Jólunum sjálfum.
Útgefin: 15. nóvember 2018
Ævintýramynd
Leikstjórn Richard Boddington
Söguþráður Eftir að hafa misst báða foreldra sína flytur hinn þrettán ára gamli Phoenix til frænku sinnar sem býr í Afríku. Þar líkar honum lífið vel og í safaríferð stuttu eftir komuna bjargar hann fullorðnum fíl úr gildru veiðiþjófa. Það verður upphafið að vináttu sem á eftir að snúast upp í spennandi ævintýri. Eftir að hafa vingast við fílinn sem hann bjargar kynnist einnig fjölskyldu hans. En hætta steðjar að því á svæðinu eru gráðugir og ósvífnir veiðiþjófar á höttunum eftir fílabeini og það á eftir að koma í hlut Phoenix og nýju fílavinanna hans að stöðva þá fyrir fullt og allt ...
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Tomsic
Söguþráður Lítill hópur fyrrum bekkjarfélaga skipuleggur flókinn, árlegan "klukk" eltingarleik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt, til að ná að snerta næsta mann, sem er´ann þangað til hann nær að klukka næsta mann, og svo framvegis og svo framvegis. Hópurinn hefur leikið leikinn árlega í maímánuði í 30 ár í röð, en einn úr hópnum hefur aldrei verið klukkaður, og nú ætla vinirnir að láta sverfa til stáls!
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn James McTeigue
Söguþráður Shaun Russell er móðir tveggja barna sem lendir í æsilegu kapphlaupi við tímann þegar þrír innbrotsþjófar brjótast inn í rammgert hús föður hennar og taka börnin hennar tvö í gíslingu. Til að bjarga þeim þarf Shaun að taka á öllu sem hún hefur – og það er mun meira en innbrotsþjófarnir áttu von á.
TónlistarmyndHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Kevin Macdonald
Söguþráður Einstök heimildarmynd um bandarísku söngkonuna Whitney Houston. Afar persónuleg frásögn þar sem ekkert er dregið undan, og nýju ljósi varpað á líf og feril Whitney sem sló fleiri met í músíkbransanum heldur en nokkur önnur söngkona í sögunni, þar á meðal seldi hún yfir 200 milljónir hljómplatna á heimsvísu og var eini listamaðurinn til að komast á topp bandarísku vinsældalistanna með 7 lögum í röð í 1. sætinu. Hún fór einnig með aðalhlutverkið í fjöldamörgum kvikmyndum sem slógu í gegn, t.d. í The Bodyguard á móti Kevin Costner þar sem hún lék vinsæla poppstjörnu. Síðar tók ferill hennar að fara út af sporinu. Hún lést aðeins 48 ára að aldri.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Jake Goldberger
Söguþráður Charlie er 25 ára maður sem býr enn í foreldrahúsum og hefur svo gott sem gersamlega misst sjónar á markmiðum sínum, ef þau voru þá einhver til að byrja með. Charlie hefur ýmislegt til brunns að bera, er til dæmis góður kokkur, en virðist algjörlega metnaðarlaus hvað framtíðinni viðkemur og vinnur fyrir sér í miðasölu í kvikmyndahúsi. Dag einn kynnist hann hinni heillandi Amber sem virðist að sumu leyti endurgjalda áhuga hans. Áður en varir er Charlie orðinn ástfanginn upp fyrir haus en það er tvennt sem stendur í vegi hans: Hans eigin óákveðni og stefnuleysi, og sú staðreynd að Amber er á föstu ...
GamanmyndDrama
Söguþráður Theo er inúíti frá Norður-Ameríku sem kominn er til New York til að hafa tal af ráðamönnum og fá þá til að grípa til aðgerða gegn loftslagsbreytingum sem eru þegar farnar að hafa mikil áhrif á lífsafkomu hans og hans fólks. Sú fyrsta sem hann hittir er hin heimilislausa Chloe sem ákveður að hjálpa til. Theo hefur þegar upplifað hvaða geigvænlegu áhrif hlýnunin hefur haft á heimaslóðum hans og þar sem hann er ókunnugur í New York þiggur hann aðstoð Chloe, þótt hún sé dálítið skrítin. Chloe byrjar þegar að safna liði á meðal annarra heimilislausra og saman ákveða þau að ná tali af leiðtogum heimsins í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna, vongóð um að erindi þeirra beri árangur ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni. Þessi útgáfa inniheldur sögur af ævintýrum Nils Holgerssonar þar sem hann ferðast heilt sumar á baki gæsa og kynnist mörgum nýjum svæðum og dýrunum sem þar búa. Sum eru góð en sum geta verið hættuleg og það á eftir að reyna verulega á Nils í samskiptum við þau. Hér er um að ræða aðra seríu útgáfunnar sem inniheldur sjö sjálfstæða og fjöruga þætti.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Genndy Tartakovsky
Söguþráður Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, þá verður Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlutverk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta samband allt of gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla.
Útgefin: 8. nóvember 2018
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Susanna Fogel
Söguþráður Vinkonurnar Morgan og Audrey ákveða að fara til Evrópu og slaka á eftir að unnusti Audrey segir henni upp. En áður en þær leggja í hann komast þær að því í gegnum dularfulla en vinsamlega menn sem yfirheyra Audrey að unnustinn fyrrverandi er í raun njósnari. Audrey vissi auðvitað ekkert um það og hefur ekki hugmynd um hvar hann er niðurkominn. Hún verður því afar hissa þegar sá fyrrverandi dúkkar upp í íbúðinni hennar og það sem verra er, að hann skuli vera með leigumorðingja á hælunum. Þar með verður hún einnig skotmark leigumorðingjans og það er með naumindum að henni og Morgan takist að sleppa upp í flugvél og fara í hina fyrirhuguðu ferð til Evrópu. Vandamálið er að leigumorðingjar geta líka farið til Evrópu og áður en þær vinkonur ná að taka upp úr töskunum eiga þær fótum fjör að launa. Tekst þeim að snúa aðstæðunum sér í vil?
Útgefin: 8. nóvember 2018
Drama
Leikstjórn Debra Granik
Söguþráður Will er fyrrverandi hermaður sem þjáist af áfallaröskun (PTSD) og hefur kosið að búa utan samfélags manna ásamt þrettán ára dóttur sinni, Tom. Við það eru yfirvöld í Oregon ekki sátt og ákveða að bregðast við til aðstoðar.