Nýtt á VOD

Drama
Leikstjórn Eliza Hittman
Söguþráður Frankie er ungur maður, mitt á milli þess að vera unglingur og fullorðinn, og hefur ekki markað sér neina lífsstefnu. Hann flækist um Brooklyn eins og rekald á hverjum degi og skiptir tíma sínum á milli þess að hitta nýtilkomna unnustu sína, vinina sem eru flestir að fikta við eiturlyf og á netinu þar sem hann reynir að komast í kynni við eldri menn sem greiða honum fyrir kynlíf.
DramaHrollvekjaÆviágrip
Leikstjórn Marc Meyers
Söguþráður Sannsöguleg mynd um unglingsár fjöldamorðingjans Jeffreys Dahmer, Dahmer (1960–1994) var einn alræmdasti fjöldamorðingi í sögu Bandaríkjanna en hann var dæmdur í margfalt lífstíðarfangelsi árið 1992. Myndin gerist hins vegar á árunum 1974–1978 þegar Jeffrey sótti Revere-framhaldsskólann í bænum Bath í Ohioríki og lýsir á eins sannferðugan hátt og nokkur kostur var aðstæðum hans og atferli á þeim árum, allt þar til hann framdi sitt fyrsta morð ...
Gamanmynd
Leikstjórn Armando Iannucci
Söguþráður Einn alræmdasti harðstjóri sögunnar, Jósef Stalín, lést 5. mars árið 1953 eftir að hafa fengið heilablóðfall fjórum dögum fyrr. Þar sem hann hafði ekki skilið eftir nein fyrirmæli um arftaka sinn hófst þá þegar alveg makalaust valdatafl hæst settu mannanna í stjórn hans í Kreml sem hér er gert stólpagrín að.
Gamanmynd
Leikstjórn Armando Iannucci
Söguþráður Einn alræmdasti harðstjóri sögunnar, Jósef Stalín, lést 5. mars árið 1953 eftir að hafa fengið heilablóðfall fjórum dögum fyrr. Þar sem hann hafði ekki skilið eftir nein fyrirmæli um arftaka sinn hófst þá þegar alveg makalaust valdatafl hæst settu mannanna í stjórn hans í Kreml sem hér er gert stólpagrín að.
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Nick Gillespie
Söguþráður Við kynnumst hér sex málaliðum, þeim Reeves, Karlsson, Gantz, Capper, Evans og Smith sem eru á heimleið í gegnum skóglendi með tvo fanga sem þeim var gert að sækja þegar á þá er ráðist. Þeir sjá hins vegar ekki óvininn og neyðast til að leita skjóls í yfirgefnum bryndreka sem verður á vegi þeirra. En þá hefst martröð þeirra fyrir alvöru ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Nils Holgersson er latur strákur og hrekkjóttur og vondur við dýrin á bænum. Þegar dvergálfur leggur á hann álög svo hann breytist í lítinn álf sjálfur þarf hann að endurmeta viðhorf sín og læra að breyta hegðun sinni.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Söguþráður Sawyer Valentini er ung kona sem um langt skeið hefur glímt við eltihrelli sem virðist fylgjast með hverju skrefi hennar. Hún hefur reynt allt til að losna við hann, skipt um síma, heimilisfang og meira að segja flutt til annarrar borgar, en allt kemur fyrir ekki. En er þessi eltihrellir hennar raunverulegur?
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Þrenn hjón sem hafa komið sér upp þeirri venju að hittast vikulega og spila leiki fá um nóg að hugsa þegar nýr og spennandi morðleikur er kynntur fyrir þeim og gengur út á að safna vísbendingum sem geta leitt til þess að sökudólgurinn finnist. Það kemur auðvitað brátt í ljós að í raun er þetta enginn leikur!
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Þrenn hjón sem hafa komið sér upp þeirri venju að hittast vikulega og spila leiki fá um nóg að hugsa þegar nýr og spennandi morðleikur er kynntur fyrir þeim og gengur út á að safna vísbendingum sem geta leitt til þess að sökudólgurinn finnist. Það kemur auðvitað brátt í ljós að í raun er þetta enginn leikur!
DramaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Lynne Ramsay
Söguþráður Þegar fyrrverandi sérsveitar- og FBI-manninum Joe er falið að hafa uppi á ungri stúlku sem seld hefur verið mansali á vændishús í New York kemst hann brátt að því að björgun hennar gæti kostað hann allt, jafnvel lífið.
DramaÆvintýramyndÆviágrip
Leikstjórn James Marsh
Söguþráður Ótrúleg saga Donald Crowhurst, áhugamanns í siglingum, sem keppti árið 1968 í Sunday Times Golden Race keppninni, í þeirri von að verða fyrsti maðurinn í sögunni til að sigla hringinn í kringum hnöttinn án þess að stoppa á leiðinni. Áhættan sem hann tók var mikil, báturinn ókláraður, vinnan í uppnámi og hann átti á hættu á að missa heimili sitt. Heima beið fjölskyldan milli vonar og ótta.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Sophie Brooks
Söguþráður Diana er rithöfundur sem eftir að hafa stundað nám í London flytur til New York þar sem hún leigir sér íbúð. Þegar hún er að flytja inn uppgötvar hún hins vegar að sá sem býr á jarðhæðinni er fyrrverandi unnusti hennar, Ben. Vandamálin við hin endurnýjuðu kynni Diönu og Bens eru annars vegar að þau eru í raun enn ástfangin hvort af öðru og gerðu samband sitt í raun aldrei upp og hins vegar að Ben býr nú með annarri konu. Það kallar auðvitað á árekstra af ýmsum toga, og spurningin er hvort á aðstæðum þeirra sé til lausn, og þá að sjálfsögðu hvaða ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Sagan er um hana Ronju sem elst upp í ræningjakastala á miðöldum í Svíþjóð. Hún verður fljótlega mjög forvitin um umhverfi sitt og lendir í ýmsum ævintýrum í skóglendinu umhverfis kastalann þar sem alls kyns kynjaverur hafast við. Þegar hún síðan kynnist jafnaldra sínum, strák, sem reynist sonur svarinna andstæðinga foreldra hennar breytist allt ...
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Francis Lawrence
Söguþráður Þegar ballettdansmærin Dominika Egorova lendir í slysi sem endar feril hennar sem ballerína þarf hún ásamt móður sinni að takast á við óljósa framtíð. Hún er göbbuð til að skrá sig í afar óhefðbundið nám, Sparrow School, leyniþjónustu sem þjálfar efnilegt ungt fólk eins og hana sjálfa og kennir þeim að nota líkama sína og hugarafl sem vopn. Að þesssari siðlausu og sadísku þjálfun lokinni stendur hún uppi sem hættulegasti „Sparrow-inn“ sem skólinn hefur sent frá sér.
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Francis Lawrence
Söguþráður Þegar ballettdansmærin Dominika Egorova lendir í slysi sem endar feril hennar sem ballerína þarf hún ásamt móður sinni að takast á við óljósa framtíð. Hún er göbbuð til að skrá sig í afar óhefðbundið nám, Sparrow School, leyniþjónustu sem þjálfar efnilegt ungt fólk eins og hana sjálfa og kennir þeim að nota líkama sína og hugarafl sem vopn. Að þesssari siðlausu og sadísku þjálfun lokinni stendur hún uppi sem hættulegasti „Sparrow-inn“ sem skólinn hefur sent frá sér.
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Martin McDonagh
Söguþráður Sjö mánuðum eftir að dóttir hennar var myrt þrýtur Mildred Hayes þolinmæðina og grípur til sinna ráða til að fá lögreglustjórann Bill Willoughby og menn hans í smábænum Ebbing í Missouri til að rannsaka málið og finna morðingjann. Tekst það eða býr eitthvað meira að baki afskiptaleysi Willoughbys?
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Martin McDonagh
Söguþráður Sjö mánuðum eftir að dóttir hennar var myrt þrýtur Mildred Hayes þolinmæðina og grípur til sinna ráða til að fá lögreglustjórann Bill Willoughby og menn hans í smábænum Ebbing í Missouri til að rannsaka málið og finna morðingjann. Tekst það eða býr eitthvað meira að baki afskiptaleysi Willoughbys?
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Steven Quale
Söguþráður Þegar fimm SEAL-sérsveitarmenn í Bandaríkjaher uppgötva að á botni vatns í Bosníu liggja gullstangir sem eru um 300 milljón dollara virði ákveða þeir að ná í þær þótt þeim sé það óheimilt enda er vatnið handan víglínanna og því nokkuð ljóst að um sjálfsmorðsferð gæti verið að ræða.