Náðu í appið

Nýtt á VOD

SpennaDramaSpennutryllir
Leikstjórn Ariel Vromen
Árið er 1992 og Mercer reynir hvað hann getur að byrja nýtt líf og endurvekja tengslin við son sinn í róstursömu þjóðfélagsástandinu í Los Angeles í kjölfar Rodney King úrskurðarins. Annars staðar í borginni láta aðrir feðgar reyna á samband sitt þegar þeir skipuleggja stórhættulegt rán á hvarfakútum sem innihalda verðmætt hvítagull úr verksmiðjunni þar sem Mercer vinnur. Eftir því sem ástandið magnast og óreiðan vex, ná báðar fjölskyldur suðupunkti þegar þær hittast.
DramaHrollvekja
Leikstjórn Coralie Fargeat
Stórstjarna sem er farin að missa flugið, ákveður að nota svartamarkaðslyf, frumu-skiptaefni sem býr tímabundið til yngri og betri útgáfu af henni sjálfri.
Spennutryllir
Leikstjórn Vaughn Stein
Hjón sem leita að nýju upphafi eftir fósturmissi finna draumaheimilið, en einn böggull fylgir skammrifi; Þau mega aldrei opna kjallaradyrnar. Það hvort þau geti búið þarna án þess að vita hvað er bakvið dyrnar, hefur sláandi afleiðingar.
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Christian Dyekjær
Skólastjóri Jólasveinaskólans hefur boðað til fundar. Lucia, foreldrar hennar Julius og Claudia og allir aðrir í skólanum geta varla beðið. En spennan breytist í sár vonbrigði þegar skólastjórinn ákveður að aflýsa Jólunum. Fljótlega kemur í ljós að ástæðan er áfall sem hann varð fyrir ein Jólin þegar hann var Jólasveinninn. Lucia ákveður að reyna að komast að því hvað gerðist og með hjálp yngri nemanda, Elias, og göldróttar tímavélar, ferðast hún aftur í tímann, til ársins 1897, í þeirri von að geta bjargað Jólunum.
DramaHrollvekja
Leikstjórn Jane Schoenbrun
Owen leiðist, en einn daginn síðla kvölds kynnir vinur hans hann fyrir dularfullum sjónvarpsþætti sem fjallar um yfirnáttúrulegan og spennandi heim ...
DramaFjölskyldaÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Ung Gyðingastúlka fær skjól hjá dreng og fjölskyldu hans í Frakklandi á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar.
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn JT Mollner
Ekkert er sem sýnist þegar brengluð skyndikynni umturnast í hrottalegt morðæði raðmorðingja.
DramaÆvintýriÆviágrip
Leikstjórn Marc Forster
Julian hefur átt erfitt með að aðlagast nýja skólanum allt síðan honum var vísað úr skóla fyrir að stríða bekkjarbróður með afmyndað andlit. Til að hafa áhrif á líf hans ákveður amma Julians að segja honum hetjusögu sem gerðist þegar hún var ung stúlka í Frakklandi á tímum hersetu Nasista í Seinni heimstyrjöldinni, þegar bekkjarbróðir bjargaði lífi hennar.
Útgefin: 15. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Nuri Bilge Ceylan
Ungur kennari vonast til að fá flutning til Istanbúl eftir að hafa klárað skyldudvöl í skóla í þorpi úti á landi í Anatoliu. Eftir að ásakanir um ósæmilegt samband við nemanda koma fram í dagsljósið, minnka vonir hans um flótta og hann sekkur dýpra í tilvistarlega kreppu.
DramaFjölskylda
Leikstjórn Alex Kendrick
Líf hins 19 ára gamla Isaiah Wright snýst um körfubolta og tölvuleiki. Það er eitt ár síðan hann kláraði menntaskólann en hann er ekki með vinnu og engin plön fyrir framtíðina. Einstæð móðir hans, Cynthia, ákveður að setja honum afarkosti - að girða sig í brók eða flytja út. Isaiah fær vinnu hjá Moore Fitness án þess að vita um áhrifin sem eigandinn á eftir að hafa á líf hans. Bænir móður hans og óvænt leiðsögn hins nýja leiðbeinanda neyða Isaiah til að horfast í augu við fortíðina, fórna sjálfselskunni og uppgötva að Guð gæti verið með eitthvað stærra í huga fyrir hann.
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Spencer Brown
Stoðtækjafræðingurinn Abi og svikull eiginmaður hennar Paul, flytja út á land þegar Abi fær vinnu hjá hátæknifyrirtækinu Integrate, þar sem gervigreindarvélmennið T.I.M. er framleitt.
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um. Hún býr í Boston og einn daginn hittir hún taugaskurðlækninn Ryle Kincaid og telur sig þar hafa fundið sinn sálufélaga. Fljótlega fara spurningar þó að vakna um sambandið, og til að flækja málin enn frekar, kemur gamli kærasti hennar úr menntaskóla, Atlas Corrigan, aftur til sögunnar, sem setur sambandið við Ryle í uppnám.
TónlistHeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Antonino D'Ambrosio
Roberta Flack ávann sér stað í tónlistarsögunni þegar hún varð fyrsti tónlistarmaðurinn til að vinna Grammy verðlaun fyrir hljómplötu ársins tvö ár í röð, The First Time I Ever Saw Your Face árið 1973 og Killing Me Softly with His Song árið 1974.
Spennutryllir
Leikstjórn Joel David Moore
Eva Carver, sem neyðist til að gefa eigin drauma upp á bátinn, þar sem hún býr á suðrænni eyju, hittir skrýtna konu sem byrjar smátt og smátt að yfirtaka líf hennar.
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Eli Roth
Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap. Verkefnið felst í að finna og vernda týnda dóttur valdamikils manns sem kallast Atlas. En allt er þó ekki sem sýnist því stúlkan geymir lykilinn að miklum krafti sem gæti breytt örlögum alheimsins.
Gaman
Leikstjórn Nathan Silver
Sorgmæddur söngstjóri, sem efast um Guð, veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar tónlistarkennarinn hans úr grunnskóla birtist á ný, í Bat Mitzvah fermingarfræðslu hjá honum. Þessar tvær einmana sálir mynda sérstakt samband sín á milli.
HrollvekjaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Oz Perkins
Alríkislögreglumaðurinn Lee Harker er efnilegur nýliði í löggunni, en með dularfulla fortíð. Hún fær það verkefni að leita uppi alræmdan fjöldamorðingja. En til þess að binda endi á morðæðið þarf lögreglukonan að leysa ýmsar torræðar þrautir.
Drama
Leikstjórn Tea Lindeburg
Dag einn seint á nítjándu öld breytist líf hinnar fjórtán ára gömlu Lise til frambúðar. Hún er elst systkina sinna, og sú fyrsta til fara í skóla. Hún er vongóð og trúir á lífið og framtíðina. En þegar móðir hennar fær hríðir er augljóst að eitthvað er að. Eftir því sem fæðingin dregst á langinn fer Lisa að átta sig á að þó að hún hafi byrjað daginn sem barn muni hún enda daginn á að þurfa að taka ábyrgð á heimilinu.
GamanÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Inni í bókinni sinni getur Harold látið allt gerast með því einfaldlega að teikna það. Eftir að hann vex úr grasi og teiknar sjálfan sig út úr bókinni og inn í raunheima, áttar hann sig á að hann á ýmislegt eftir ólært um lífið.
Hrollvekja
Bein útsending í sjónvarpi fer illilega úrskeiðis árið 1977 og leysir úr læðingi ógurlega illsku sem leitar inn á heimili fólks.