Náðu í appið

Nýtt á VOD

DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina Mister Rogers' Neighborhood.
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Eubank
Söguþráður Hópur neðansjávarkönnuða reyna að komast í skjól eftir að jarðskjálfti eyðileggur rannsóknarstofu þeirra á hafsbotni. En það leynast fleiri hættur í hafinu.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Nicolas Pesce
Söguþráður Þegar fasteignasalinn Peter Spencer fer að skoða hús sem honum hefur verið falið að selja kemst hann að því að húsið er alls ekki yfirgefið eins og það átti að vera. Hann lætur lögreglukonuna Muldoon vita að eitthvað dularfullt sé á seyði í húsinu og hún á eftir að uppgötva sér til skelfingar að hver sá sem stígur fæti inn fyrir þröskuld þess er í raun dæmdur til dauða.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Leikstjórn Josh Trank
Söguþráður Glæpaforinginn Al Capone byrjar að þjást af vitglöpum þegar hann er 47 ára gamall, eftir að hafa verið í fangelsi í tíu ár. Ofbeldisfull fortíð hans sækir á hann.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Bræðurnir Ívar og Barði eru unglingsálfar sem fá einstakt tækifæri til að eyða einum degi til viðbótar með látnum föður sínum. En fyrst verða þeir að leggja í ævintýraför á Háðvöru (kagganum hans Barða) með tilheyrandi töfraþulum, bölvunum, dularfullum kortum, erfiðum hindrunum og óvæntum uppákomum. Þegar Lára, óttalaus móðir drengjanna, áttar sig á því að þeir eru horfnir, fer hún að leita þeirra ásamt sérkennilegri ævintýraveru sem kallast Mantíkóran. Þessi eini töfradagur á eftir að kenna þeim öllum meira en þau hefðu nokkurn tíma getað ímyndað sér.
DramaGlæpamyndÆviágrip
Söguþráður Lögfræðingurinn Bryan Stevenson berst fyrir lausn fanga af dauðadeild í fangelsi, en Walter McMillian var dæmdur til dauða árið 1987 fyrir morð á 18 ára gamalli stúlku, þrátt fyrir fjölda sönnunargagna sem bentu til sakleysis hans.
GamanmyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn John Turturro
Söguþráður Hliðarmynd af The Big Lebowski um keiluspilarann Jesus Quintana. Við sögu koma þrír kynferðislega brenglaðir utangarðsmenn í vafasömum erindagjörðum.
GamanmyndDrama
Söguþráður Leikararnir Rob Brydon og Steve Coogan ferðast frá Troy til Íbaka ( Ithaca ) í Grikklandi, og feta í fótspor guðsins Ódysseifs.
SpennumyndSöguleg
Leikstjórn Richard Gray
Söguþráður Myndin tekur upp þráðinn þar sem Braveheart endaði. Sagan gerist í Skotlandi árið 1306. Robert the Bruce krýnir sjálfan sig konung, og leggur allan metnað í sjálfstæði Skotlands. En Englendingar reynast ofjarlar hans trekk í trekk, og her hans er gersigraður. Nú er hann hundeltur, og fé er lagt til höfuðs honum. Hann er á flótta, einn og særður. Frelsisbaráttan virðist töpuð. En hann hefur ekki sagt sitt síðasta orð, og neitar að gefast upp.
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Richard Stanley
Söguþráður Skrýtinn loftsteinn lendir á afviknum bóndabæ, sem hefur skelfilegar afleiðingar fyrir The Gardners, fjölskylduna sem býr þar, og mögulega heiminn allan.
Gamanmynd
Leikstjórn Ara Paiaya
Söguþráður Í þessari skopstælingu af Game of Thrones sjónvarpsþáttunum, fara aðalsmenn úr hinum átta konungdæmum á hreinsunarhátíðina Purge Fest 3000, til að reyna að binda enda á blóðug átök milli konungdæmanna. Á sama tíma ætla meðlimir í fjölskyldu Feita kóngsins, að steypa honum af stóli.
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Hinn 10 ára gamli Morten er dreyminn strákur, sem eyðir dögunum í að byggja leikfangaskip, og reynir að víkja sér undan reiði umsjónarmanns síns, hinni illgjörnu piparmey Anna. Hann saknar föður síns, Captain Viks, sem er úti á sjó. Morten vonast til að verða skipstjóri einn daginn eins og pabbinn. Eftir að hann hittir töframanninn klaufalega Senór Cucaracha, þá minnkar hann niður í skordýrastærð, og festist um borð í leikfangaskipinu sínu. Þar eru fyrir hin illa köngulóardrottning og sporðdrekasjóræninginn. Það þarf því útsjónarsemi til að stýra þessu fleyi til hafnar.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Malik Vitthal
Söguþráður Lögreglukona lendir í því að hræðilegt atvik, þegar félagi hennar deyr á hryllilegan hátt við hefðbundið vegaeftirlit, spilast í sífellu fyrir augum hennar einnar. Eftir því sem þetta ágerist, þá leitar hún svara, til að skilja hin yfirnáttúrulegu öfl sem eru að verki.
RómantískDrama
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Little Women er um March-fjölskylduna og þá sérstaklega Marchsysturnar fjórar, Jo, Meg, Beth og Amy, en er um leið sjálfsævisaga því Louisa May byggði hana á eigin lífi og systra sinna þriggja. Þótt þær systur væru samrýndar voru þær ólíkar að því leyti að þær horfðu hver með sínum augum á framtíðina. Þannig voru t.d. þær Meg og Amy vissar um að þeim yrði best borgið með því að giftast góðum mönnum (á ólíkum forsendum samt) á meðan Jo (sem í raun er Louisa May) vildi skapa sér sjálfstætt líf, óháð því hverjum hún myndi svo giftast – ef hún myndi giftast. Sagan þykir gefa ómetanlega innsýn í líf milli- og yfirstéttarfólks í Bandaríkjunum á árunum eftir bandarísku borgarastyrjöldina, er í senn áhrifarík og ógleymanleg og inniheldur bæði mikla rómantík og góðan húmor.
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Matt Peters
Söguþráður Þegar drengjahetjunni Shazam, sem er 10 ára gamall, er boðið að ganga til liðs við Justice League ofurhetjuflokkinn, er hann hikandi. En þegar ógn steðjar að Justice League frá óvinum Shazam í Skrímslafélaginu, þá er hann sá eini sem getur bjargað þeim.
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Stephen Gaghan
Söguþráður Eftir að hafa misst eiginkonu sína fyrir sjö árum hefur hinn frægi en sérlundaði Dagfinnur dýralæknir að mestu haldið sig á herrasetri sínu þar sem hann kýs frekar félagsskap dýra en manna. En þegar Viktoría Bretadrottning veikist alvarlega ákveður Dagfinnur, ásamt sjálfskipaða aðstoðarmanninum Tomma og helstu vinum sínum úr dýraríkinu, að halda út í heim í leit að lækningu og liggur leiðin til dularfullrar eyju í Suðurhöfum þar sem hans bíður hvert ævintýrið á fætur öðru.
SpennumyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Cathy Yan
Söguþráður Eftir aðskilnað við Jókerinn, þá gengur Harley Quinn til liðs við ofurhetjurnar Black Canary, Huntress og Renee Montoya, sem ætla í sameiningu að bjarga ungri stúlku frá illum glæpaforingja.
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Sophia Takal
Söguþráður Hópur kvennemenda er áreittur af ókunnugum manni í Jólafríinu, og þær eru myrtar ein af annarri. Þær komast að því að eltihrellirinn er hluti af samsæri innan skólans sem lifir og hrærist í undirheimunum. Stúlkurnar ákveða að snúast til varnar.
SpennumyndDramaVestri
Leikstjórn Ivan Kavanagh
Söguþráður Írskur útfararstjóri dettur í lukkupottinn þegar útlagar taka völdin í friðsælum landamærabæ í Bandaríkjunum. En fjölskyldu hans er hótað þegar tala látinna hækkar.
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Giorgio Bruno
Söguþráður Glæpaséníið Goro, og gengi hans, stela miklu magni af gulli frá Rossini fjölskyldunni, og halda 50 gestum fjölskyldunnar sem gíslum. Það sem Goro veit hinsvegar ekki er að einn af gestum Rossini fjölskyldunnar, Michael Anderson, er þrautþjálfaður útsendari Interpol, sem leggur allt í sölurnar til að bjarga fjölskyldunni, gíslunum og gullinu.