Nýtt á VOD

DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Ethan Hawke
Söguþráður Tónlistarmaðurinn Michael David Fuller, betur þekktur undir sviðsnafni sínu Blaze Foley, lést langt um aldur fram árið 1989 þegar hann var skotinn til bana 39 ára gamall. Blaze þótti afar sérstæður maður sem um leið var eins og fæddur til að spila og syngja kántrítónlist. Eftir að hafa alist upp í söngelskri fjölskyldu og kvænst ástinni í lífi sínu, Sybil, lagði hann ásamt henni land undir fót með gítarinn og var fljótur að skapa sér nafn á meðal helstu kántrítónlistarmanna í Bandaríkjunum.
SpennumyndDramaSöguleg
Leikstjórn Thomas Vinterberg
Söguþráður Þann 12. ágúst árið 2000 varð gríðarleg sprenging í rússneska kjarnorkukafbátnum Kursk þar sem hann tók þátt í flotaæfingu Rússa á Barentshafi með þeim afleiðingum að hann sökk til botns á rúmum tveimur mínútum. Það sem gerðist næst varð að einhverju mesta hneyksli hernaðarsögunnar. Það þekkja sjálfsagt margir atburðarásina sem fór í gang eftir sprenginguna, eða réttara sagt sprengingarnar þrjár sem urðu með skömmu millibili í Kursk en þær voru svo öflugar að þær komu víða fram á jarðskjáftamælum. En af tillitssemi við þá sem þekkja ekki söguna og ætla að sjá myndina þá förum við ekki nánar út í hana. Rétt er þó að geta þess að myndinni er ekki ætlað að vera heimild um það sem gerðist heldur lýsir hún frekar viðbrögðum og upplifun þeirra voru á staðnum.
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimyndirnar um kóalabjörninn Billa Blikk og félaga eru byggðar á bókum eftir nýsjálenska rithöfundinn Dorothy Wall, en þær komu út á árunum 1933 til 1937 og hafa allar götur síðan notið vinsælda víða um heim. Fyrstu teiknimyndirnar um Billa Blikk voru gerðar upp úr 1990 og leiddu til tölvuteiknaðrar bíómyndar sem var frumsýnd 2017. Í kjölfarið var gerð ný teiknimyndaröð um Billa og vini og ævintýri þeirra og kom fyrsti hluti hennar út á sjónvarpsleigunum 15. mars og annar hlutinn 10. maí. Og nú er komið að þriðja hlutanum 19. júlí.
SpennumyndRómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi en uppgötvar í staðinn að hún býr yfir gríðarlega öflugri bardagatækni sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna.
Útgefin: 16. maí 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ryan Fleck, Anna Boden
Söguþráður Upprunasaga ofurhetjunnar ms. Marvel sem síðar var nefnd Captain Marvel og er að margra mati svalasta og kraftmesta ofurhetja Avengers-gengisins. Myndin gerist á tíunda áratug síðustu aldar þegar Carol, sem er orrustuflugmaður í Bandaríkjaher, lendir ásamt félögum sínum og öðrum Jarðarbúum mitt á milli í stríði tveggja ógnvekjandi geimverutegunda sem berjast hatrammlega um alheimsyfirráð. Sú styrjöld hefði sennilega gert út af við lífið á Jörðinni ef Carol hefði ekki borið gæfu til að öðlast þá ofurkrafta sem gerðu henni kleift að breyta sér í Captain Marvel og um leið í bjargvætt mannkynsins ...
DramaÆviágrip
Söguþráður Þegar Smith var 14 ára gamall drukknaði hann í Saint Louis stöðuvatninu, og var látinn í nærri klukkustund. Samkvæmt skýrslum voru lífgunartilraunir reyndar í 27 mínútur, án árangurs. Þá kom móðir hans inn í herbergið og fór að biðja til Guðs af miklum þrótti, og skyndilega fór hjartað að slá og Smith jafnaði sig.
Drama
Leikstjórn Emma Forrest
Söguþráður Andrea er rithöfundur sem er nýlega hætt að drekka, en ferill hennar hefur ekki náð neinu flugi síðan hún gaf út sína fyrstu skáldsögu fyrir nokkrum árum síðan. Hún byrjar með Nick sem er læknir og rithöfundur, sem hefur fengið mikið lof fyrir endurminningar sínar úr stríðinu. Á sama tíma leitar systir hennar Tara, sem vinnur sem nuddari og á í sambandi við eldri rokkstjörnu, inn á ný áhugasvið, og dregst mjög sterkt að pólitískum rabbía.
Hrollvekja
Söguþráður Þegar Louis Creed fær stöðu stjórnanda við sjúkrahús í Maineríki flytur hann ásamt fjölskyldu sinni í hús sem stendur við útjaðar bæjarins Ludlow. Framtíðin virðist björt eða allt þar til voveiflegur atburður verður til þess að Louis grípur til úrræðis sem á eftir að gera illt verra - í orðsins fyllstu merkingu!
RómantískDrama
Leikstjórn Dan Fogelman
Söguþráður Líf fólks frá New York og Spáni fléttast saman í gegnum nokkrar kynslóðir. Myndin hefst á því að segja frá handritshöfundinum Will, en líf hans breytist skyndilega þegar ófrísk eiginkona hans, Abby, fer frá honum. Sálarástand hans hefur áhrif á dóttur hans Dylan, sem sjálf á í ýmsum vandræðum í einkalífinu í New York. Hún kynnist Rodrigo, ungum manni sem á sjálfur í vanda, en hann ólst upp á ólífuekru á Spáni. Ákvarðanir forfeðra þeirra hafa áhrif á kynslóðirnar sem á eftir koma, og færa þau saman á endanum.
GamanmyndDrama
Söguþráður Í þetta sinn snúast vandamál Verneuilhjónanna um að dætur hjónanna og menn þeirra eru að spá í að flytja frá Frakklandi og til upprunalands eiginmannanna, þ.e. Alsírs, Kína, Ísraels og Fílabeinsstrandarinnar. Á þær hugmyndir geta þau Claude og Marie ekki fallist og ákveða að fara í róttækar aðgerðir til að sanna að Frakkland sé besta land í heimi til að búa í. Inn í málin blandast svo foreldrar eins tengdasonarins sem komnir eru til Frakklands til að vera viðstaddir brúðkaup systur hans og komast þá að því sér til mikillar skelfingar að hún er að fara að giftast konu ...
BarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Mía og ég eru tölvuteiknaðir 23 mínútna þættir um hina tólf ára gömlu Míu sem í gegnum gjöf frá föður sínum, sem var uppfinningamaður, getur ferðast inn í álfa- og ævintýralandið Sentópíu þar sem hún breytist sjálf í álfastelpu. Í Sentópíu búa bæði álfar og margs konar furðudýr svo sem einhyrningar sem Mía tekur miklu ástfóstri við enda skilur hún mál þeirra og þeir hennar. Ásamt þeim og öðrum vinum sínum lendir Mía síðan í margs konar skemmtilegum ævintýrum.
GamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Robbie Pickering
Söguþráður Freaks of Nature gerist í bænum Dillford í Ohio þar sem vampírur, uppvakningar og venjulegt fólk býr saman – ekki beint í sátt og samlyndi. Þótt hinum kostulegu íbúum Dillford-bæjar greini á um ýmsa hluti verða þeir þó sammála um að standa saman þegar ókennilegar geimverur sem hafa ekkert gott í huga gera dag einn árás á samfélag þeirra.
GamanmyndDrama
Leikstjórn Shawn Snyder
Söguþráður Shmuel, sem er forsöngvari í kirkju Hasída í nágrenni New York, er örvinglaður vegna ótímabærs dauða eiginkonu sinnar. Hann reynir að finna huggun í trúnni, en hefur áhyggjur af því hvað verður um líkið og hvernig það muni rotna. Hann leitar í því sambandi til Alberts, sem kennir líffræði í menntaskóla. Saman kanna þeir ókunnar slóðir í undirheimum borgarinnar, og rannsaka málið.
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Michael Noer
Söguþráður Sönn saga Frakkans Henris Charrière (kallaður Papillon, eða „fiðrildið“ vegna fiðrildahúðflúrs á bringu hans) sem var árið 1931 dæmdur í ævilangt fangelsi og tíu ára þrælkunarvinnu í St-Laurent-du-Maroni-fangelsinu í nýlendu Frakka í Gíneu fyrir morð sem hann neitaði ætíð að hafa framið. Það má segja að mögnuð saga Henris Charrière kristallist í tvennu, annars vegar vináttu hans og annars fanga, Louis Dega, sem var dæmdur í fangelsi á sama tíma fyrir skjalafals og hins vegar í flóttatilraunum Henris sem var frá upphafi fangavistarinnar staðráðinn í að öðlast frelsi sitt á ný. Þær tilraunir áttu eftir að kosta hann áralanga einangrunarvist og síðan flutning til svonefndrar Djöflaeyju úti fyrir strönd Frönsku Gíneu, en frá henni átti enginn fangi að geta sloppið ...
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Nicolas Pesce
Söguþráður Við fyrstu sýn verkar Reed eins og hver annar ungur maður, en hann hefur nýlega eignast sitt fyrsta barn með eiginkonu sinni, Monu. En innra með Reed býr sannkallað fól sem langar alveg óskaplega til að drepa einhvern. Hér er á ferðinni frumleg mynd með frumlegri sögu sem getur flokkast bæði sem tryllir, hrollvekja og kolbikasvört kómedía með súrrealískum undirtón, allt eftir því hvernig á hana er litið. Hinn brenglaði Reed hefur ákveðið að láta draum sinn um að drepa manneskju rætast og segir eiginkonu sinni að hann sé á leið út úr borginni í viðskiptaerindum þegar hann ætlar í raun að leigja sér hótelherbergi og myrða einhverja vændiskonu. En þetta plan á heldur betur eftir að fara úrskeiðis ...
ÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Ruddalegar rímur er safn ljóða eftir barnabókahöfundinn Roald Dahl sem kom út árið 1982 með teikningum eftir Quentin Blake. Í Ruddalegum rímum lék Roald sér að því að setja sex þekkt ævintýri í sinn eigin búning, blandaði þeim saman og bjó til nýjan og óvæntan endi á þau. Þetta eru ævintýrin Jói og baunagrasið, Mjallhvít, Rauðhetta, Öskubuska, Grísirnir þrír og Gullbrá og birnirnir þrír og hafa þessar útgáfur hans hér verið settar upp í einstaklega skemmtilegt teiknimyndaform sem hinir fullorðnu ættu ekki síður að hafa gaman af en yngri áhorfendur.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Í þessari þriðju og síðustu mynd um ævintýri víkingastráksina Hiksta og drekans hans, Tannlausa, lenda þeir í sínu mesta ævintýri til þessa þegar þeir þurfa að takast á við hinn illa drekabana Grimmel sem hefur einsett sér að ná Tannlausa á sitt vald. Sú barátta snýst síðan upp í kapphlaup um að finna á ný „Hið horfna land“ þar sem drekar eru óhultir fyrir mönnum. Sagan gerist um ári eftir atburðina í mynd númer tvö og Hiksti hefur ásamt sínu fólki unnið hörðum höndum við að skapa hinn fullkomna stað á Jörðu, borgríkið Berk, þar sem menn og drekar lifa saman í sátt og samlyndi. Hann gerði hins vegar ekki ráð fyrir komu hins öfluga Grimmels sem hótar honum og hans fólki öllu illu láti hann Tannlausa ekki af hendi. Það kemur að sjálfsögðu ekki til greina ...
GamanmyndRómantískDrama
Söguþráður Æskuvinirnir Billy og Lucy eru tvö af mörgum íbúum Shepparton sem fóru að stunda „ute“-bílaíþróttina um leið og þau höfðu aldur til. Þau eru nú talin á meðal bestu ökumannanna og hafa sýningar þeirra verið vel sóttar. Það eina sem skyggir á er að Billy á það til að taka óþarfa áhættu sem hefur stundum komið þeim í klandur og er Lucy orðin mjög þreytt á þeim uppátækjum hans. Dag einn fer hann enn og aftur langt yfir strikið með þeim afleiðingum að Lucy ákveður að hætta að sýna með honum og finna sér annan félaga. Við það getur Billy ekki sætt sig og grípur til sinna ráða.
SpennumyndDrama
Söguþráður Eden er villt blanda af spennu og kómík en hún segir frá parinu Lóu og Óliver sem framfleytir sér með fíkniefnasölu en þráir ekkert heitar en að elta drauma sína. Þegar þau lenda upp á kant við undirheimaöflin ákveða þau að taka málin í sínar hendur og hefst þá barátta upp á líf og dauða.
ÆvintýramyndHeimildarmyndÍþróttamynd
Leikstjórn Otto Bell
Söguþráður Við kynnumst hér hinni 13 ára gömlu Aisholpan sem er fædd inn í fjölskyldu þar sem sjö ættliðir hennar í beinan karllegg hafa verið arnatemjarar. Sjálf hefur Aisholpan sýnt ótvíræða hæfileika til að verða arnatemjari sjálf og við fylgjumst með henni elta þann draum.