Nýtt á VOD

GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Söguþráður Rose, indæl kona sem býr upppi í sveit á Írlandi, og starfar við ökukennslu, er með yfirnáttúrulega hæfileika. Hún á í ást/haturssambandi við hæfileikana og reynir í sífellu að hunsa beiðnir bæjarbúa um hjálp í andlegum efnum - hvort sem það er að særa út djöfla úr andsetnum ruslafötum eða annað. En Christian Winter, útbrunnin rokkstjarna, hefur gert samning við djöfulinn um að snúa aftur í fjörið. Hann leggur álög á unglingsstúlku í bænum, og lætur hana svífa upp í loft. Skelfingu lostinn faðir hennar, Martin Martin, biður Rose um hjálp við að bjarga dótturinni. Rose verður nú að sigrast á hræðslunni við hæfileikana og vinna með Martin að því að bjarga stúlkunni.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Rob Spera
Söguþráður Ástarsaga um Kenny Parker og Lolita Nowicki, en bæði gíma þau við erfiðleika í sínu lífi. Þau hittast fyrst af tilviljun í Chicago og gera með sér samning um að ferðast þvert yfir Bandaríkin, að Golden Gate brúnni í San Francisco, til að fremja þar sjálfsmorð ... saman.
SpennumyndDramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Ford v Ferrari er sönn saga um samstarf kappakstursmannsins Kens Miles og bílasmiðsins og frumkvöðulsins Carrolls Shelby sem árið 1966 fengu 90 daga til að setja saman bíl hjá Ford-verksmiðjunum sem gæti sigrað Ferrari í Le Mans-kappakstrinum, en Ferrari-bifreiðar báru á þessum tíma höfuð og herðar yfir aðra kappakstursbíla. Þótt hinn sólarhringslangi Le Mans-kappakstur sem fram fór 18.–19. júní 1966 sé hápunktur þessarar myndar er sjónum hér fyrst og fremst beint að þeim félögum Ken Miles og Carroll Shelby sem voru gerólíkir að upplagi en áttu kappakstursáhugann sameiginlegan.
Drama
Leikstjórn Alma Har'el
Söguþráður Stormasöm bernskuár ungs leikara, og fyrstu fullorðinsárin, þar sem hann reynir að sættast við föður sinn og sinna eigin geðheilsu. Faðirinn er fyrrum fangi og trúður sem vann á kúrekasýningum. Myndin er byggð á endurminningum aðalleikarans Shia LaBeouf.
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Axel er tólf ára piltur sem á þrettánda afmælisdegi sínum fær forláta ninjabrúðu í gjöf frá frænda sínum sem keypti hana í Tælandi. Brúðunni fylgja ekki bara áhugaverðir aukahlutir heldur reynist hún einnig andsetin japanska samúræjanum Taiko Nakamura sem lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Ástæðan fyrir því að Taiko er í brúðunni er sú að hann unir sér ekki hvíldar fyrr en búið er að koma lögum yfir illmenni eitt, Finn Engilberts, sem hefur hrottalegt morð á samviskunni ...
Drama
Söguþráður Russ Millings er nýsloppinn úr fangelsi eftir 20 ára dóm fyrir að hafa marijuana undir höndum. Heimurinn er breyttur, og hann reynir að aðlagast. Hann á erfitt með mannleg samskipti, er enn á skilorði og starfar á hamborgarastað. Kvöld eitt finnur hann yfirgefið ungabarn í ruslagámi. Óviss um hvað hann eigi að taka til bragðs, ákveður hann samt sem áður að koma út úr skelinni og tengjast annarri manneskju.
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Andrea Berloff
Söguþráður Þær Claire, Ruby og Kathy búa í hinu alræmda Hell’s Kitchenhverfi í New York og eru giftar gangsterum sem vinna fyrir írsku mafíuna. Þegar eiginmenn þeirra eru nappaðir af alríkislögreglunni og sendir í fangelsi ákveða konurnar að taka við vinnu þeirra og sanna fljótlega að þær eru engir eftirbátar þeirra í að innheimta reikninga og halda samkeppni í skefjum!
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Rupert Goold
Söguþráður Skemmtikrafturinn Judy Garland kemur til Lundúna að vetri til árið 1968 til að syngja á röð tónleika, en uppselt er á þá alla.
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karsten Kiilerich
Söguþráður Hodja er persneskur strákur sem dreymir um að sjá sem allra mest af veröldinni sem allra fyrst. Þegar hann uppgötvar að teppi sem allir héldu að væri bara venjulegt teppi er í raun töfrateppi sem flýgur má segja að hann telji sig himin hafa höndum tekið. En þeir reynast margir sem girnast teppið. Eitt það fyrsta sem Hodja gerir eftir að hann uppgötvar töfrateppiðer að fljúga á því til borgarinnar. Þar eignast hann góða vinkonu en lendir jafnframt í klípu þegar ágjarn soldán krefst þess að teppið verði sitt og er tilbúinn að gera hvað sem er til að eignast það ...
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Matt Jones, Dave Hill
Söguþráður Hér er sögð sagan af því þegar Matt og Dave hitta Amy og Syd. Öll eru þau orðin leið á vinnunni sem þau eru í og Los Angeles. Þau ákveða fyrir heppni að fara á sama barinn sama kvöldið. Þau eru þakklát að hitta einhvern sem er ekki fáránlega upptekinn af sjálfum sér. Þau fá sér drykk eftir drykk, bindast vinaböndum, og mögulega eitthvað meira.
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Söguþráður Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi, dángla nauta skánkar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín... Í gegnum 59 senur, dregur myndin fram bæði, biturð og blíðu í nútíma samfélagi.
Drama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Söguþráður Lok afplánunar segir sögu feðga sem leggja land undir fót með semingi til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu.
DramaHrollvekjaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Mike Flanagan
Söguþráður Myndin gerist eftir atburði The Shining, en nú er Dan Torrence, sem var ungur drengur þegar atburðirnir í The Shining gerðust, orðinn fullorðinn og hittir unga stúlku sem býr yfir álíka dulrænum hæfileikum og hann. Torrence, sem glímir enn við að ná tökum á skyggnigáfu sinni og afleiðingarnar af því þegar faðir hans brjálaðist og reyndi að myrða bæði hann og móður hans, gerir hvað hann getur til að vernda stúlkuna fyrir sértrúarsöfnuði sem er þekktur undir nafninu The True Knots, en liðsmenn safnaðarins nærast á börnum með yfirnáttúrulega hæfileika, til að öðlast eilíft líf.
DramaHrollvekjaÆvintýramyndRáðgátaRIFF
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Vitinn er tekin á 35mm svarthvíta filmu og fylgir tveimur vitavörðum hægt og bítandi á vit sturlunar á afskekktri eyju á Nýja Englandi í byrjun 19. aldar.
GamanmyndDramaRáðgáta
Leikstjórn Richard Linklater
Söguþráður Lífið virðist leika við fyrrum arkitektinn Bernadette Fox. Hún á fallegt heimili í Seattle í Bandaríkjunum, ástríkan eiginmann og frábæra unglingsdóttur, sem er á leið í heimavistarskóla. Þegar Bernadette hverfur skyndilega sporlaust, þá fer fjölskyldan af stað að leita að henni.
HrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Boaz Yakin
Söguþráður Ungur drengur verður heltekinn af persónuleika látinnar ömmu sinnar. Hann er sendur á afvikinn heimavistarskóla fyrir krakka sem gengur illa að aðlagast umhverfi sínu, og rekinn er af dularfullum skólastjóra og eiginkonu hans.
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Deon Taylor
Söguþráður Alicia West er þrautþjálfaður, fyrrverandi hermaður sem nú er nýgengin í lögreglulið heimaborgar sinnar, New Orleans. Þegar hún verður vitni að því að þrír félagar hennar í lögreglunni myrða óvopnaðan eiturlyfjasala undirritar hún um leið sinn eigin dauðadóm og neyðist til að leggja á flótta. Málið er að um leið og Alicia sá kaldrifjað morðið með eigin augum tók hún það upp á myndavélina sem fest er á lögregluvesti hennar en ef ekkert er gert þá mun sú upptaka þurrkast út eftir tólf tíma. Morðingjarnir verða því að ná henni áður en henni tekst að skila af sér upptökunni og þegar hún uppgötvar að hún getur ekki heldur treyst yfirmönnum sínum vandast málið ...
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Jason Lei Howden
Söguþráður Miles er fastur í glötuðu starfi, og er enn ástfanginn af gömlu kærustunni, Nova. Honum óafvitandi hefur glæpagengið Skizm sett af stað lífshættulega keppni inni í borginni, þar sem ókunnugt fólk mætist í bardaga og berst allt til dauða. Leikurinn er síðan sendur út í beinni útsendingu á netinu. Miles dregst inn í leikinn, og þarf þar að berjast fyrir lífi sínu. Að lokum kemur það sér að góðum notum fyrir Miles, að hann hefur alltaf verið góður í að koma sér undan vandamálum, og smýgur úr greipum óvinar síns í keppninni. En þegar Nova er rænt, þá þarf hann að hætta að flýja. Nú þarf hann að yfirstíga óttann og bjarga stúlkunni sem hann elskar.
Drama
Leikstjórn Ira Sachs
Söguþráður Þrjár kynslóðir fólks, eiginmenn og konur, foreldrar og börn, vinir og ástmenn, glíma við erfiðar tilfinningar og atburði, dag einn í sumarfríi í Sindra í Portúgal, sögufrægum bæ sem þekktur er fyrir þétta og þykka garða, ævintýrahallir og stórhýsi.
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Paul Feig
Söguþráður Kate er ung kona sem óheppnin hefur svo að segja elt á röndum að undanförnu, bæði í einka- og atvinnulífinu. Staurblönk leitar hún á náðir móður sinnar sem vill henni vel en er dálítið yfirgangssöm. Ekki bætir úr skák að Kate er óánægð með starf sitt sem jólaálfur í jólaskreytingaverslun. En þá hittir hún Tom. Í fyrstu líst Kate reyndar ekkert á Tom því þótt hann sé myndarlegur, fyndinn og skemmtilegur ... eða kannski vegna þess ... þá þykir Kate eitthvað verulega bogið við að hann hafi áhuga á jafn mislukkaðri týpu og sér. Eða getur verið að hún hafi í alvörunni hitt hinn eina sanna?