GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Lino DiSalvo
Leikarar: Anya Taylor-Joy, Gabriel Bateman, Jim Gaffigan, Daniel Radcliffe, Meghan Trainor, Adam Lambert, Kenan Thompson, Kirk Thornton, Cindy Robinson, Wendi McLendon-Covey, Karen Strassman, Jodi Larratt, Ben Diskin, Keith Silverstein, Lino DiSalvo
Söguþráður Þegar Marla og litli bróðir hennar eru fyrir einhverja galdra flutt inn í veröld Playmobile þar sem þau breytast sjálf í Playmobilefígúrur hefst ævintýri sem óhætt er að segja að sé engu öðru líkt. Þarna eru hættur við hvert fótmál, en einnig mikil gleði og húmor auk þess sem persónur sögunnar eiga það til að bresta í söng og dans við
hin ýmsu tilefni.
Útgefin: 3. janúar 2020
SpennumyndSpennutryllirVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Adrian Grunberg
Leikarar: Sylvester Stallone, Paz Vega, Sergio Peris-Mencheta, Adriana Barraza, Yvette Monreal, Joaquín Cosio, Óscar Jaenada, Jessica Madsen, Louis Mandylor, Marco de la O
Söguþráður Vonir Johns Rambo um að fara að geta tekið því rólega á fjölskyldubúgarðinum fara fyrir lítið þegar ungri frænku hans er rænt af mexíkósku glæpagengi og hann neyðist til að fara til Mexíkó til að frelsa hana úr prísundinni áður en það er of seint.
Útgefin: 20. desember 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Gene Stupnitsky
Leikarar: Jacob Tremblay, Lil Rel Howery, Molly Gordon, Midori Francis, Enid-Raye Adams, Millie Davis, Chance Hurstfield, Lina Renna
Söguþráður Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda
þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er
klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að
kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem
það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn.
Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max,
Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu
ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“
þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta
sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er
því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast
nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrrnefndan
dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens
kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum,
þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni
sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ...
Útgefin: 13. desember 2019
GamanmyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Lorene Scafaria
Leikarar: Constance Wu, Jennifer Lopez, Julia Stiles, Keke Palmer, Lili Reinhart, Mercedes Ruehl, Cardi B, Madeline Brewer, Brandon Keener, Frank Whaley
Söguþráður Hustlers fjallar um nokkrar konur sem dönsuðu á háklassa
súlustöðum í New York á árunum eftir aldamótin síðustu og
löðuðu m.a. að sér karlmenn sem unnu á Wall Street og óðu
margir hverjir í peningum á þeim tíma. En svo kom hrunið!
Útgefin: 13. desember 2019
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Leikarar: Dwayne Johnson (The Rock), Jason Statham, Idris Elba, Vanessa Kirby, Eiza González, Eddie Marsan, Cliff Curtis, John Tui, Joe Anoa'i, Stephanie Vogt, Tim Connolly, Viktorija Faith, Ruth Horrocks, Teresa Mahoney
Söguþráður Tveimur árum eftir atburðina í The Fate of the Furious þurfa erkióvinirnir Luke Hobbs og Deckard Shaw að leggja persónulega óvild sína hvors í annars garð til hliðar og snúa þess í stað bökum saman í baráttu við sameiginlegan óvin þeirra, og reyndar alls mannkyns, hinn gríðarlega öfluga Brixton Lore. Að auki kynnumst við nú systur Deckhards, Hattie, sem er heldur ekkert lamb að leika sér við, og bræðrum Lukes sem einnig eru hver öðrum öflugri. Saman leggur þessi vaski hópur til atlögu við hinn genabreytta Brixton Lore sem er ekki bara öflugur og snjall heldur ræður yfir her hryðjuverkamanna.
Útgefin: 5. desember 2019
GamanmyndRómantískÆvintýramyndSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Danny Boyle
Leikarar: Himesh Patel, Lily James, Ed Sheeran, Kate McKinnon, Camille Chen, Meera Syal, Sanjeev Bhaskar, Harry Michell, Sophia Di Martino, Vincent Franklin, Ellise Chappell, Lamorne Morris, Camilla Rutherford, James Corden, Ana de Armas
Söguþráður Yesterday fjallar um tónlistarmanninn Jack Malik sem er alveg
að gefast upp á að hafa í sig og á með tónlist þegar hann verður
kvöld eitt fyrir bíl og missir meðvitund. Þegar hann vaknar er
hann kominn inn í einhvers konar hliðarveröld þar sem Bítlarnir
voru ekki til og enginn þekkir tónlist þeirra – nema hann. Þetta leiðir fljótlega til þess að Jack verður heimsfrægur og
eftirsóttur, bæði af aðdáendum og tónlistarútgefendum. En ekki er allt gull sem glóir.
Útgefin: 31. október 2019
Teiknimynd
Leikstjórn Ben Stassen
Leikarar: Rusty Shackleford, Jo Wyatt, Mari Devon, Dino Andrade, Leo Barakat, Tom Courtenay, Jon Culshaw, Kulvinder Ghir, Sarah Hadland, Matt Lucas, Colin McFarlane
Söguþráður Rex er einn af nokkrum konunglegu hundum Elísabetar Englandsdrottningarog nýtur ekki bara þeirra forréttinda að búa
í Buckingham-höll heldur er hann uppáhaldshundur hennar hátignar. Dag einn kemur Donald Trump forseti Bandaríkjanna í
heimsókn ásamt eiginkonu sinni og tíkinni Mitzi sem fær þegar augastað á Rex. Þar með setur hún í gang atburðarás sem á eftir að leiða Rex í miklar ógöngur – sem gætu þó orðið að gæfu hans.
Útgefin: 18. október 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Renaud
Leikarar: Patton Oswalt, Kevin Hart, Harrison Ford, Eric Stonestreet, Jenny Slate, Tiffany Haddish, Lake Bell, Dana Carvey, Bobby Moynihan, Hannibal Buress, Albert Brooks, Chris Renaud, Ellie Kemper, Nick Kroll, Garth Jennings, Tara Strong
Söguþráður Hér heldur sagan af Max og vinum hans í gæludýraheimum áfram, og við fáum að fylgjast með leynilegu lífi þeirra, eftir að eigendurnir fara til vinnu eða skóla á hverjum degi. Þær breytingar verða á högum Max að eigandi hans, Katie, er nú gift og á barn. Í sveitaferð með fjölskyldunni hittir Max hund á bóndabæ sem heitir Rooster, sem skýtur honum skelk í bringu. Á sama tíma reynir Gidget að bjarga uppáhaldsleikfangi Max úr íbúð fullri af köttum, og Snowball reynir að frelsa hvíta tígrisdýrið Hu úr fjölleikahúsi.
Útgefin: 10. október 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Kelly Asbury
Leikarar: Pitbull, Ice-T, Kelly Clarkson, Blake Shelton, Leehom Wang, Wanda Sykes, Gabriel Iglesias, Emma Roberts, Kelly Asbury, Jane Lynch, Natalie Martinez, Janelle Monáe, Nick Jonas, Rob Riggle
Söguþráður Ljótubrúðurnar búa í Ljótabæ þar sem þær una ágætlega við sitt. Það á eftir að breytast dálítið þegar nokkrar þeirra leggja land undir fót og uppgötva að hinum megin við stóra fjallið þeirra er annar bær, Fullkomnibær, þar sem allar brúðurnar eru fullkomnar en ekki ljótar eins og þær sjálfar. En eins og oft hefur verið sagt þá felst fegurðin ekki í útlitinu heldur því sem innra með brúðunum býr ...
Útgefin: 6. september 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Chris Addison
Leikarar: Anne Hathaway, Rebel Wilson, Tim Blake Nelson, Alex Sharp, Ingrid Oliver, Casper Christensen, Raffaello Degruttola, Aaron Neil, Meena Rayann, Emma Davies, Deepak Anand, Sarah-Stephanie
Söguþráður Tvær konur, önnur í lágklasssa og hin í háklassa, sem hafa sérhæft sig í svikum og prettum taka höndum saman um að
svindla hressilega á forríkum mönnum og fá þá til að gefa sér hluta af auðæfum sínum. Allt gengur upp eins og í sögu þar til tæknifrömuðurinn og milljarðamæringurinn Thomas stígur inn í myndina og veldur því að ýmislegt byrjar að fara úrskeiðis.
Útgefin: 29. ágúst 2019
RómantískDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Leikarar: Haley Lu Richardson, Cole Sprouse, Moises Arias, Kimberly Hebert Gregory, Parminder Nagra, Claire Forlani, Emily Baldoni, Gary Weeks, Sue-Lynn Ansari
Söguþráður Þau Will og Stella eru ungt fólk sem þjáist af hinum arfgenga sjúkdómi Cystic Fibrosis sem á íslensku hefur verið kallaður
slímseigjusjúkdómur og er enn sem komið er ólæknandi. Þau kynnast á sjúkrahúsi þar sem þau sækja hin ýmsu meðferðarúrræði og á milli þeirra kvikna rómantískar tilfinningar. Þau komast ekki hjá því að horfa til vandamálanna við sambandið sem eru af margvíslegum toga, þ. á m. það að þeim er bannað að koma nær hvort öðru en sem nemur fimm fetum. Það setur að sjálfsögðu stórt strik í reikninginn auk þess sem ýmislegt annað við þennan sjúkdóm, sem á árum áður dró fólk yfirleitt til dauða, skerðir allar framtíðarhorfur þeirra. En sem fyrr lætur ástin ekki að sér hæða ...
Útgefin: 23. ágúst 2019
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Chad Stahelski
Leikarar: Keanu Reeves, Halle Berry, Ian McShane, Laurence Fishburne, Mark Dacascos, Asia Kate Dillon, Lance Reddick, Anjelica Huston, Hiroyuki Sanada, Randall Duk Kim, Jason Mantzoukas, Faith Logan, Tiger Hu Chen, Roger Yuan
Söguþráður Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorðingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum til höfuðs. „Winston. Segðu þeim, segðu þeim öllum, að hver sem kemur, hver sem það er, að ég muni drepa hann. Að ég muni drepa þau öll,“ voru lokaorð Johns Wick þegar við skildum við hann síðast, aðeins klukkustund áður en hann yrði réttdræpur í augum leigumorðingja heimsins. Þessi þriðji kafli sögunnar hefst innan þessarar sömu klukkustundar sem er einnig sá tími sem John hefur til að undirbúa sig undir það sem verða vill. Sá undirbúningur felst auðvitað helst í því að verða sér úti um vopn og skotfæri í miklu magni, enda mun ekki veita af. Og nú er bara að sjá hvernig John reiðir af og hvort honum takist að sleppa lifandi frá þeim hasar sem framundan er ...
Útgefin: 15. ágúst 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Richard Finn, Tim Maltby
Söguþráður Ísbjörninn viðkunnanlegi Nonni norðursins sem bjargaði málunum í fyrstu myndinni um hann og vini hans snýr hér aftur til að taka við gulllyklinum að New York þar sem hann er hetja og heiðursgestur. En skjótt skipast veður í lofti og áður en varir er Nonni kominn á kaf í ný vandamál sem hann verður að leysa. Þeir sem gaman höfðu af fyrri myndinni um Nonna munu örugglega hafa gaman af endurkomu hans þar sem hann þarf ekki bara enn á ný að sanna hvers hann er megnugur heldur tekur ásamt félögum sínum á Norðurpólnum þátt í íshokkíleik aldarinnar!
Útgefin: 15. ágúst 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Butler
Leikarar: Zach Galifianakis, Hugh Jackman, Zoe Saldana, Stephen Fry, Emma Thompson, Timothy Olyphant, Matt Lucas, David Walliams, Amrita Acharia
Söguþráður Hlekkur er forsöguleg vera sem er mitt á milli þess að vera api og maður, þ.e. hann lítur út fyrir að vera api, en er í raun maður. Sem stendur býr hann einn og yfirgefinn í skógi en trúir því að ef hann getur fengið landkönnuðinn og lávarðinn Lionel Frost til að aðstoða sig muni hann finna ættingja sína í hinum þjóðsögulega dal Sjangrí-La þar sem tíminn er sagður hafa staðið kyrr. Lionel skorast ekki undan áskoruninni frekar en öðrum og verður að sjálfsögðu mjög hissa þegar hann kemst að því að bréfið er frá herra Hlekk, hinum týnda hlekk í þróunarsögu mannsins, sem biður hann um aðstoð við að finna ættingja sína. Að sjálfsögðu er Lionel til í það og ásamt hinni röggsömu Adelinu leggja þeir Hlekkur upp í ævintýralega langferð í leit að Sjangrí-La ...
Útgefin: 25. júlí 2019
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Jordan Peele
Leikarar: Lupita Nyong'o, Winston Duke, Evan Alex, Shahadi Wright Joseph, Elisabeth Moss, Tim Heidecker, Yahya Abdul-Mateen II, Anna Diop, Cali Sheldon, Noelle Sheldon, Madison Curry, Napiera Groves, Lon Gowan, Alan Frazier, Duke Nicholson, Dustin Ybarra, Kara Hayward, Ashley Mckoy
Söguþráður Wilson-hjónin Gabe og Adelaide eru í fríi og á leið í afslöppun
á ströndina ásamt börnum sínum tveimur, Zoru og Jason, þar
sem þau ætla að hitta vini og taka því rólega í nokkra daga. Sú
áætlun fer þó fyrir lítið þegar vægast sagt dularfullir tvífarar
þeirra fara að gera þeim lífið leitt og breyta áætlun þeirra úr
því að hafa það náðugt í æsispennandi baráttu fyrir lífinu. Enginn veit hvaðan þessi
illa útgáfa af Wilson-fjölskyldunni kemur og því síður hvað henni
gengur til, en það má bóka að eftir að þau Gabe, Adelaide, Jason
og Zora átta sig á alvöru málsins munu þau snúast til varnar ...
Útgefin: 25. júlí 2019
Teiknimynd
Leikstjórn Alexandre Astier, Louis Clichy
Leikarar: Christian Clavier, Guillaume Briat, Alex Lutz, Alexandre Astier, Elie Semoun, Daniel Mesguich, Bernard Alane, François Morel, Lionnel Astier, Gérard Hernandez
Söguþráður Eftir að Sjóðríkur dettur niður úr tré og fótbrotnar þar sem
hann var að ná í mistiltein með hinni gullnu sigð tilkynnir hann
bæjarbúum að það sé tími til kominn fyrir hann að draga sig
í hlé og að finna þurfi yngri seiðkarl til að elda töfradrykkinn
sem komið hefur í veg fyrir að Rómverjar hertaki Gaulverjabæ.
Að sjálfsögðu þurfa þeir Ástríkur og Steinríkur að fara í málið.
Útgefin: 6. júní 2019
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Leikarar: Saoirse Ronan, Margot Robbie, Jack Lowden, Joe Alwyn, David Tennant, Guy Pearce, Gemma Chan, Martin Compston, Maria-Victoria Dragus, Brendan Coyle, Ismael Cruz Cordova, James McArdle, Liah O'Prey
Söguþráður Saoirse Ronan og Margot Robbie leika hér þær Maríu Stúart Skotadrottningu annars vegar og
hins vegar Elísabetu 1. Englandsdrottningu, en þær háðu afdrifaríka
baráttu um völdin yfir Bretlandseyjum um miðja sextándu öld.
Myndin er byggð á bókinni Queen of Scots: The True Life of Mary Stuart eftir
John Guy sem kom út árið 2004 og lýsti eins og titilinn ber með sér fyrst og
fremst lífi Maríu Stúart sem var fædd árið 1542 og var réttborin drottning
Skota. Hún ólst þó að mestu upp í Frakklandi þar sem hún giftist aðeins
sextán ára að aldri verðandi konungi Frakka, Francis II, sem tók nokkrum
mánuðum síðar við konungdóminum og lést svo nokkrum mánuðum
eftir það. Átján ára að aldri var María því bæði orðin ekkja og drottning
Frakklands auk þess að vera eins og áður segir réttborin drottning Skota.
Á þessum tíma gerðu bæði Frakkar og Englendingar tilkall til yfirráða í
Skotlandi og lögðu Frakkar hart að Maríu að taka undir kröfur þeirra.
Það vildi hún hins vegar ekki gera og ákvað að fara frekar til Skotlands
og taka þar við völdum sem drottning Skota. Hún giftist aftur en varð
ekkja skömmu síðar í annað sinn þegar eiginmaður hennar var myrtur. Í
hönd fóru róstusamir tímar þar sem einkalíf Maríu var á milli tannanna á
fólki eftir að hún giftist í þriðja sinn enda töldu margir að hún hefði sjálf
ákveðið að láta myrða eiginmann sinn til að geta gifst morðingjanum. Og
þegar María ákvað síðan að gera tilkall til ensku krúnunnar hófst mögnuð
barátta milli hennar og frænku hennar, Elísabetar 1. Englandsdrottningar.
Útgefin: 29. maí 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Neil Burger
Leikarar: Kevin Hart, Bryan Cranston, Nicole Kidman, Julianna Margulies, Aja Naomi King, Golshifteh Farahani, Genevieve Angelson, Tate Donovan, Amara Karan, Jahi Di'Allo Winston, Jennifer Butler, Jon Douglas Rainey, Kristina Aponte
Söguþráður Eftir að smáglæpamanninum Dell Scott er sleppt úr fangelsi á skilorði þarf hann að sýna fram á að hann sé að leita sér að
vinnu til að eiga ekki á hættu að vera settur inn aftur. Sú viðleitni landar honum starfi hjá auðkýfingnum Philip Lacasse
sem þarf á umönnun að halda þar sem hann er lamaður. Vandamálið er að Dell hefur hvorki menntunina til að sinna
þessu starfi né nokkra hæfileika til þess heldur - eða hvað? Það óvænta gerist hins vegar að á milli þeirra byrjar að þróast
innilegt vinasamband sem á eftir að gera líf þeirra beggja betra því báðir hafa þeir af miklu að miðla þótt lífshlaup þeirra hafi verið ólík fram að þeim tímapunkti þegar þeir hittast í fyrsta skipti ...
Útgefin: 29. maí 2019
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Leikarar: Florence Pugh, Dwayne Johnson (The Rock), Lena Headey, Nick Frost, Vince Vaughn, Jack Lowden, Hannah Rae, Kim Matula, Aqueela Zoll, Stephen Merchant, Stephen Farrelly, Tori Ellen Ross, Thomas Whilley, Chloe Csengery
Söguþráður Sönn saga glímudrottningarinnar Sarayu-Jade Bevis sem undir
sviðsnafninu Britani Knight (síðar Paige) hóf atvinnuferil í
glímu þrettán ára gömul og vann sig upp í bandarísku WWEatvinnumannaglímuna
þar sem hún varð aðeins 21 árs að aldri
yngsta konan til að vinna svokallaða Divas-glímukeppni.
Þessi merka saga sem hér er sögð á gamansaman hátt sækir efnið
að stórum hluta í samnefnda heimildarmynd frá árinu 2012 um
bresku Bevis-fjölskylduna, en allir fimm fjölskyldumeðlimirnir voru
atvinnumenn í fjölbragðaglímu.
Útgefin: 23. maí 2019
SpennumyndRómantískÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Leikarar: Rosa Salazar, Christoph Waltz, Jennifer Connelly, Mahershala Ali, Ed Skrein, Jackie Earle Haley, Lana Condor, Eiza González, Jeff Fahey, Rick Yune, Marko Zaror, Casper Van Dien, Billy Blair, Michelle Rodriguez, Edward Norton, Racer Maximiliano Rodriguez-Avellan
Söguþráður Þegar tæknifræðingurinn Ido finnur höfuð og búk vélmennis
á ruslahaug ákveður hann að taka það með sér heim og reyna
að kveikja á því á ný. Það tekst og eftir að hafa smíðað nýja
útlimi á vélmennið nefnir Ido það Alitu. Í ljós kemur að Alita
man ekki neitt úr fortíðinni eða hvaða hlutverki hún gegndi
en uppgötvar í staðinn að hún býr yfir gríðarlega öflugri bardagatækni
sem hún fær fljótlega ástæðu til að láta á reyna.
Útgefin: 16. maí 2019