
Vissir þú?
The Furies koma úr grískri goðafræði og eru öll börn Atlasar (sem er einn guðanna sem Shazam sækir ofurkrafta sína til). Hespera heitir í höfuðið á Hesperides, anda sólsetursins, sem ræktaði garð hinna gullnu epla. Hespera er einnig kvenkyns útgáfa af Hesperus, bróður Atlasar og guðs kvöldstjörnunnar Venusar. Kalypso heitir eftir seiðkonu sem sinnti Odysseus á leið hans heim. Anthea er gyðja garða, votlendis, blóma og mannlegrar ástar.
Vissir þú?
Í ágúst 2020 var tilkynnt að fimmti kafli sögunnar um John Wick væri á teikniborðinu og að myndin yrði tekin upp samhliða fjórða kafla. Síðar var þó ákveðið að taka kafla fjögur upp einan og sér og óvíst er hvort fimmti kafli verði að veruleika. Keanu Reeves hefur sagt að það velti á viðbrögðum áhorfenda við fjórða kafla.
Vissir þú?
Viðvörunarhljóðið sem tölva geimskipsins sendir frá sér eftir brotlendinguna var fyrst notað fyrir 70 árum síðan sem hljóðbrella fyrir Marsbúa, í War of the Worlds frá 1953.

Leyniskyttan tekst á við öflugri óvini
Í fjórðu myndinni um leyniskyttuna John Wick sem leikin er af Keanu Reeves tekst söguhetjan á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa.

Ingvar mætti í Bíóbæ – sjáðu nýjasta þáttinn!
Stórleikarinn Ingvar E. Sigurðsson mætti í viðtal í Bíóbæ. Einnig er Óskarinn ræddur og Shazam! Fury of the Gods.

Ofurhetja beint á toppinn
Shazam! Fury of the Gods heillaði bíógesti um síðustu helgi og fór beint á toppinn!
Vissir þú?
Vinna við Volaða land fór af stað árið 2013. Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að langan tíma taki að skrifa, þróa og fjármagna. \"Ein mynd tekur rosalega mikinn part af lífi manns. Við byrjuðum á Volaða landi 2013 og núna erum við fyrst að sýna hana á Íslandi. Þetta er búið að vera langt ferðalag.“
Vissir þú?
Leikstjórinn segir í samtali við Morgunblaðið að hugmyndin hafi kviknað árið 1994 þegar hann og Þröstur Leó sátu og spjölluðu á meðan beðið var eftir tökum í Tár úr steini, sem er einnig eftir Hilmar. \"Þröstur fór að segja mér frá sérkennilegum karakterum í Arnarfirði og þá varð til saga í kollinum á mér; innblásin af þessum sögum.\"
Vissir þú?
Courteney Cox var fyrsti leikarinn til að snúa aftur sem Gale Weathers. Hún segist ekki hafa hikað í eina sekúndu af því að hún elskar að leika persónuna. Hún grínaðist með að hún hefði leikið hana, jafnvel þó hún hefði ekkert fengið borgað.
Vissir þú?
Þetta er fyrsta Rocky/Creed myndin í seríunni þar sem Sylvester Stallone er ekki meðal leikenda í hlutverki Rocky Balboa. Með brotthvarfi hans er núna engin persóna sem komið hefur fram í öllum átta myndunum.
Vissir þú?
Iain Glen lék Jack Taylor í samnefndum sjónvarpsmyndaflokki 2010, en Marteinn Þórisson var aðalhandritshöfundar myndaflokksins.
Vissir þú?
Myndin er gerð af þeim sömu og færðu okkur Dýrin í Hálsaskógi árið 2016.
Vissir þú?
Framhald teiknimyndarinnar Ooops! Noah Is Gone... (2015) eða Úbbs! Nói Er Farinn...
Vissir þú?
Í enskri útgáfu myndarinnar talar Ray Winstone fyrir einn bjarnanna.
Vissir þú?
Tökur áttu að hefjast í Kína 2020 en var frestað vegna faraldursins. Ári síðar var ákveðið að taka myndina upp í Frakklandi vegna pólitískra ástæðna.
Vissir þú?
Í Avengers Endgame frá 2019 þá var Cassie Lang leikin af Emma Fuhrmann. Í þessari mynd fer Kathryn Newton með hlutverkið. Fuhrmann sagði á Twitter að hún hefði fyrst komist að því að hún væri ekki með þegar Disney sagði frá myndinni á fjárfestadegi í desember 2020. Hún sagði einnig að þó hún væri leið yfir þessu, þá væri hún samt enn þakklát fyrir að vera hluti af Marvel heiminum.
Vissir þú?
Mirabel er fyrsta kvenkyns Disney persónan með gleraugu.
Vissir þú?
Íslensk talsetning: Mikael Kaaber, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Þórhallur Sigurðusson (Laddi) og Andrea Ösp Karlsdóttir.
Vissir þú?
Þetta er fyrsta kvikmyndahandrit leikskáldsins Tyrfings Tyrfingssonar. Gagnrýnandi Morgunblaðsins segir það \"afar vel heppnað\".
Vissir þú?
Þetta er síðasta myndin sem Ray Liotta lék í, en hann lést óvænt 26. maí 2022.
Vissir þú?
Raðmorðinginn Saeed Hanaei var verkamaður og hermaður í stríðinu milli Írans og Íraks. Sagt er að hann hafi byrjað morðferil sinn þegar einhver tók misgrip á eiginkonu hans og vændiskonu.
Vissir þú?
Allar peysur aðalpersónanna voru handprjónaðar af sama roskna manninum. Hann var ekki á tökustað og hitti leikarana ekki áður en hann gerði peysurnar.
Vissir þú?
Í einu atriði myndarinnar þurfti að nota tölvutækni til að yngja andlit Tom Hanks svo hann liti út fyrir að vera á fertugsaldri. Notaðar voru myndir úr The Burbs (1989) til að gera þetta.
Vissir þú?
Söngur: Jón Svavar Jósefsson, Björn Thorarensen og Örn Ýmir Arason
Vissir þú?
Kvikmyndin er byggð á skáldsögu eftir rithöfundinn Tuomas Kyrö. Hann skrifaði nokkrar sögur um sömu persónuna sem upphaflega voru settar upp sem útvarpsleikrit. Útvarpsleikritin nutu mikilla vinsælda og í framhaldi af þeim skrifaði Tuomas Kyrö skáldsögur sem einnig urðu vinsælar.
Upplýsingar um sýningartíma eru fengnar frá Senu, Laugarásbíó, tix.is og Sambíóunum. Kvikmyndum er raðað eftir fjölda sýninga.

VÆNTANLEGAR MYNDIR
-
Tori and Lokita
-
Dungeons and Dragons: Honor Among Thieves
-
Super Mario Bros.: The Movie
-
Óráð
-
Air
-
The Pope's Exorcist
-
Renfield
-
Evil Dead Rise
-
Beau Is Afraid
-
Magnús hinn magnaði

