Væntanlegt í bíó

18. júlí; 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Í upphafi þessarar nýju sögu fylgjumst við með Robert takast á við barnaræningja á sinn hátt áður en hann fær þær hörmulegu fréttir að náin vinkona hans hafi verið myrt í árás sem engar haldbærar skýringar eru á. Robert einhendir sér að sjálfsögðu þegar í málið, staðráðinn í að uppgötva ástæður árásarinnar og refsa þeim seku ...
Útgefin: 18. júlí 2018
18. júlí; 2018
GamanmyndSöngleikur
Leikstjórn Ol Parker
Söguþráður Nokkur ár eru liðin síðan við kynntumst mæðgunum Donnu og Sophie, vinkonum Donnu og mönnunum þremur sem gætu verið barnsfeður hennar. Nú hefur Sophie tekið við rekstri gistiheimilisins og þegar hún verður ófrísk fer hún að hugsa til þess hvernig aðstæðurnar voru árið 1979 þegar hún kom sjálf undir og móðir hennar var í svipuðum sporum og hún er í núna.
Útgefin: 18. júlí 2018
18. júlí; 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Ari Aster
Söguþráður Þegar móðir Annie Graham deyr virðist dauði hennar um leið leysa úr læðingi einhvers konar álög sem hvílt hafa á Grahamfjölskyldunni um langt skeið og hvorki Annie né eiginmaður hennar, Peter, hvað þá börn þeirra tvö, Steve og Charlie, hafa hugmynd um hvernig eigi að bregðast við. Hvað geta þau gert?
Útgefin: 18. júlí 2018
1. ágúst 2018
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við tímann eftir að verkefni misheppnast.
Útgefin: 1. ágúst 2018
8. ágúst 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jon Turteltaub
Söguþráður Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í sokknum kafbáti.
Útgefin: 8. ágúst 2018
8. ágúst 2018
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Susanna Fogel
Söguþráður Tveir vinkonur lenda í njósnaævintýri eftir að önnur þeirra kemst að því að hennar fyrrverandi er njósnari.
Útgefin: 8. ágúst 2018
15. ágúst 2018
GamanmyndDramaÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Marc Forster
Söguþráður Christopher Robin er hér fullorðinn maður, og stundar sína vinnu, lifir sínu lífi og sinnir fjölskyldunni. Hann hittir skyndilega gamlan vin sinn Bangsímon, og snýr með honum aftur í ævintýraheim bernskunnar til að hjálpa honum að komast aftur til hundrað ekru skógs, og til að finna vini Bangsímons.
Útgefin: 15. ágúst 2018
15. ágúst 2018
Spennumynd
Leikstjórn Peter Berg
Söguþráður Leyniþjónustumaður fær það verkefni að smygla dularfullum lögreglumanni með mikilvægar upplýsingar úr landi, og fær til þess hjálp háleynilegrar sérsveitar.
Útgefin: 15. ágúst 2018
22. ágúst 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Devin Hansen
Söguþráður Sjáðu manninn, Slenderman, því hann getur gert það sem enginn annar getur. Hér segir af stórri, grannri og hryllilegri veru með óeðlilega langa handleggi og tómt andlit, sem sögð er ábyrg fyrir því að ásækja og láta ótal börn og unglinga hverfa.
Útgefin: 22. ágúst 2018
22. ágúst 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jon M. Chu
Söguþráður Myndin fjallar um bandaríska hagfræðiprófessorinn Rachel Chu, sem er af kínverskum ættum, sem fer með kærastanum til Singapore, til að vera við brúðkaup besta vinar hans, en lendir við það inni í lífi hinna ríku og frægu í Asíu. Hún kemst að því að kærastinn á fáránlega ríka fjölskyldu með myrka sögu, og allar konur vilja eignast hann.
Útgefin: 22. ágúst 2018
22. ágúst 2018
GamanmyndGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Brian Henson
Söguþráður Þegar leikbrúðuleikarar í sjónvarpsþætti fyrir börn frá níunda áratug síðustu aldar eru myrtir einn af öðrum, þá fær einkaspæjari sem má muna sinn fífil fegurri, málið á sitt borð. Sagan gerist í heimi þar sem menn og brúður búa hlið við hlið, en litið er á brúðurnar sem annars flokks þegna í samfélaginu.
Útgefin: 22. ágúst 2018
22. ágúst 2018
ÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Alexandre Espigares
Söguþráður
Útgefin: 22. ágúst 2018
29. ágúst 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Hughes
Söguþráður Ótrúlegt ævintýri sem gerist í Evrópu á síðustu ísöld, fyrir um 20.000 árum. Ungur maður fer í sína fyrstu veiðiferð ásamt bestu veiðimönnum ættbálksins en meiðist og er skilinn eftir meðvitundarlaus. Þegar hann rankar við sér er hann einn og allslaus – hann þarf að halda lífi úti í náttúrunni sem er bæði óvægin og hörð og komast heim áður en vetur skellur á. Þegar hann finnur úlf sem hefur orðið viðskila við flokk sinn, ákveður hann að temja hann. Ólíkleg vinátta myndast milli drengsins og úlfsins og þurfa þeir að reiða sig hvor á annan til að komast í gegnum þær hremmingar sem mæta þeim á leið þeirra.
Útgefin: 29. ágúst 2018
29. ágúst 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Söguþráður Maður sem er nýsloppinn úr fangelsi, er eltur af glæpamanni í hefndarhug, alríkislögreglunni, og hópi hermanna sem eru ekki af þessum heimi. Hann og ættleiddur unglingsbróðir hans, neyðast til að leggja saman á flótta, með vopn af óræðum uppruna sér til varnar.
Útgefin: 29. ágúst 2018
7. september 2018
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 7. september 2018
7. september 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Pierre Morel
Söguþráður Hefndarsaga, sem fjallar um unga móður sem hefur engu að tapa, og ætlar núna að endurheimta líf sitt frá þeim sem eyðilögðu það fyrir henni.
Útgefin: 7. september 2018
7. september 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rannsaka dularfullan dauðdaga nunnu.
Útgefin: 7. september 2018
14. september 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Shane Black
Söguþráður Framhald Predator frá árinu 1987.
Útgefin: 14. september 2018
14. september 2018
SpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Paul Feig
Söguþráður Stephanie er móðir og vídeóbloggari, sem reynir að komast að sannleikanum á bakvið hvarf bestu vinkonu hennar Emily, frá smábæ einum. Eiginmaður Emily, Sean, hjálpar til.
Útgefin: 14. september 2018
14. september 2018
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Ætlun Mary Stuart Skotadrottningar að steypa frænku sinni Elísabeti II, Englandsdrottningu, af stóli, endar með því að hún er fangelsuð í mörg ár og dæmd til dauða.
Útgefin: 14. september 2018
14. september 2018
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Söguþráður Fyrrum fjölbragðaglímukappi og fjöskylda hans hafa í sig og á með því að halda sýningar á litlum stöðum hingað og þangað um Bandaríkin, á meðan börnin dreymir um að ganga til liðs við World Wrestling Entertainment.
Útgefin: 14. september 2018
21. september 2018
Spennutryllir
Leikstjórn Aneesh Chaganty
Söguþráður Þegar 16 ára gömul dóttir David Kim týnist, þá hefst rannsókn á málinu og rannsóknarlögreglumaður fær málið á sitt borð. En 37 klukkustundum síðar, og án þess að nokkur vísbending hafi fundist, þá ákveður David að leita á eina staðnum sem ekki hefur verið leitað á áður, þar sem öll leyndarmál eru geymd þessa dagana, í tölvu dóttur sinnar.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Eftir að Lewis Barnavelt missir foreldra sína, er hann sendur til Michigan til að búa með frænda sínum Jonathan. Hann kemst að því að frændinn er seiðkarl, og sogast með honum inn í heim galdra og seiðmögnunar. En það eru fleiri sem búa yfir sambærilegum kröftum, þar á meðal hinn illi Isaac Izard, sem vill valda heimsendi, bara til að sjá hvað gerist eftir á. Til að koma þessu í kring býr hann til töfraklukku með svartagaldri, en klukkan mun halda áfram að ganga svo lengi sem hún er til, og telur niður allt til dómsdags. Izard lést áður en hann gat lokið við smíði klukkunnar, en til allrar óhamingju faldi hann klukkuna heima hjá sér, þar sem Jonathan býr núna. Núna þurfa Lewis og Jonathan að finna klukkuna áður en það er um seinan, og áður en ekkja Isaac, Selena, finnur hana.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Myndin fjallar um Dr. Faraday, son húshjálpar, sem hefur öðlast virðingu í starfi sem læknir úti á landi. Eitt heitt sumar, árið 1947, er hann kallaður til að sinna sjúklingi í Hundreds Hall þar sem móðir hans starfaði áður. Húsið hefur verið í eigu Avres fjölskyldunnar í tvær aldir. Núna er það í niðurníðslu, og heimilisfólkið, móðir, sonur og dóttir, glíma við mikil vandamál. Þegar Faraday fer að sinna þessum nýja sjúklingi, á hefur hann enga hugmynd um hvað fjölskyldusagan mun tvinnast mikið hans eigin.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Dan Fogelman
Söguþráður Líf fólks frá New York og Spáni fléttast saman í gegnum nokkrar kynslóðir.
Útgefin: 21. september 2018
28. september 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Snjómaðurinn Migo fer að segja sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagnakenndri dýrategund, manninum Percy. Uppgötvun Migo færir honum frægð og frama og draumastúlkuna, en um leið fer tilveran öll í hálfgerða óreiðu.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Malcolm D. Lee
Söguþráður Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái GED prófum til að þeir nái að klára menntaskóla.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jennifer Yuh Nelson
Söguþráður Eftir að sjúkdómur verður 98% bandarískra barna að bana, þá öðlast þau 2% sem eftir lifa ofurkrafta, og eru send í fangabúðir. 16 ára gömul stúlka sleppur úr búðunum, og gengur til liðs við aðra táninga á flótta frá yfirvöldum.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 28. september 2018
5. október 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Venom birtist fyrst í teiknimyndasögum sem hálfgert yfirtökusjálf Köngulóarmannsins. Þetta gerðist fyrst í 252. hefti The Amazing Spider Man frá árinu 1984. Nokkrum árum síðar fór þessi vera úr Peter Parker, og yfir í ljósmyndarann Eddie Brock, og úr varð andhetjan Venom. Persónan birtist síðast á hvíta tjaldinu í túlkun Topher Grace í Spider-Man 3, sem Sam Raimi leikstýrði árið 2007.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Kerr
Söguþráður Leyniþjónustumaðurinn Johnny English þarf að bjarga heiminum rétt eina ferðina.
Útgefin: 5. október 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018
19. október 2018
SpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Drew Goddard
Söguþráður Sjö ókunnugir menn, sem hver býr yfir óþægilegu leyndarmáli, hittast við Lake Tahoe's El Royale, niðurnítt hótel með drungalega fortíð. Eitt örlagaríkt kvöld, þá munu allir fá eitt tækifæri - áður en allt fer til fjandans.
Útgefin: 19. október 2018
26. október 2018
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Donovan Marsh
Söguþráður Lítt reyndur bandarískur kafbátaskipstjóri vinnur með bandarískum sérsveitarmönnum við björgum forseta Rússlands, sem hefur verið rænt af uppreisnarmanni.
Útgefin: 26. október 2018
26. október 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Fede Alvarez
Söguþráður Ungur hakkari, Lisbeth Salander, og blaðamaðurinn Mikael Blomkvist, flækjast í njósnavef, tölvuglæpum og spilltum opinberum embættismönnum.
Útgefin: 26. október 2018
2. nóvember 2018
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Söguþráður Sagan um Freddie Mercury og árin fram að Live Aid tónleikunum árið 1985.
Útgefin: 2. nóvember 2018
2. nóvember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Jean Grey byrjar að þróa með sér ótrúlega hæfileika sem spilla henni og breyta henni í Dark Phoenix. Núna þurfa x-Menn að ákveða hvort að líf eins úr hópnum er meira virði en líf alls fólks í heiminum.
Útgefin: 2. nóvember 2018
9. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Hinn fúllyndi Grinch vill eyðileggja jólin fyrir íbúum í Whoville.
Útgefin: 9. nóvember 2018
9. nóvember 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurStríðsmyndRáðgáta
Leikstjórn Julius Avery
Söguþráður Saga tveggja bandarískra hermanna handan víglínunnar á deginum þegar ráðist var inn í Normandí í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 9. nóvember 2018
16. nóvember 2018
DramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Matthew Heineman
Söguþráður Bandaríski stríðsfréttaritarinn Marie Colvin flytur fréttir frá stríðssvæðum eins og Kosovo, Chechnya, Austur Tímor og Miðausturlöndum.
Útgefin: 16. nóvember 2018
23. nóvember 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Steve McQueen
Söguþráður Myndin er samtímasaga úr Chicago og fjallar um fjórar konur sem fátt eiga sameiginlegt. Þær taka á sig skuldir sem orðið hafa til vegna glæpaverka eiginmanna þeirra, og taka síðan málin í sínar hendur og byggja upp nýja framtíð.
Útgefin: 23. nóvember 2018
30. nóvember 2018
SpennumyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Söguþráður Hinn nýkrýndi heimsmeistari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálfunar Rocky Balboa.
Útgefin: 30. nóvember 2018
7. desember 2018
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Will Wernick
Söguþráður Fjórir vinir fara í leik í flóttahúsi, en leikurinn fer ekki eins og búist var við.
Útgefin: 7. desember 2018
7. desember 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Otto Bathurst
Söguþráður Robin af Loxley, sem hefur marga fjöruna sopið í krossferðum, og Márinn félagi hans, gera uppreisn gegn spilltum enskum yfirvöldum.
Útgefin: 7. desember 2018
14. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Christian Rivers
Söguþráður Mörgum árum eftir Sextíu mínútna stríðið, þá lifir borgarbúar á eyðilegri Jörðinni, með því að færa sig á mili staða á risastórum farartækjum, og ráðast á smærri þorp.
Útgefin: 14. desember 2018
21. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 21. desember 2018
21. desember 2018
SpennumyndRómantískSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Hasarmynd um unga konu sem vill komast að því hver hún er, og breyta heiminum.
Útgefin: 21. desember 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Köngulóarmaðurinn fer inn í hliðstæða veruleika, og vinnur með Spider-Man úr þeim heimum gegn illum öflum.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
GamanmyndÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Etan Cohen
Söguþráður Grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson
Útgefin: 26. desember 2018
11. janúar 2019
GamanmyndDramaÆvintýramyndÆviágripTeiknimynd
Leikstjórn Robert Zemeckis
Söguþráður Myndin segir frá endurhæfingu Mark Hogencamp, sem varð fyrir áverkum á heila, þegar fimm unglingar réðust á hann og börðu til óbóta með þeim afleiðingum að hann lá í dauðadái í níu daga á eftir. Þegar Hogencamp rankaði við sér var hann algjörlega minnislaus, og mundi ekki eftir vinum sínum né fjölskyldu. Sem eins konar meðferð, þá byrjaði hann að búa til módel af belgíska þorpinu Marwencol á tímum Seinni heimsstyrjaldarinnar í garðinum á bakvið húsið sitt, og meðal annars gerði hann dúkkur sem litu út eins og hann sjálfur, vinir hans, og mörgum til mikillar undrunar, árásarmenn hans. Þetta bætti ástand hans allnokkuð, en varð einnig til þess að hann flúði inn í ævintýraheim þar sem urðu til ýmiss konar sögur þar sem dúkkurnar léku helstu hlutverk.
Útgefin: 11. janúar 2019
18. janúar 2019
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Ein aðalhetja og tveir þorparar úr Unbreakable og Split koma saman. Kevin Crumb, sem McAvoy lék ( upprunalega persónan sem er með margskiptan persónuleika ), persóna Willis, David Dunn, og persóna Samuel L. Jackson, Elijah Prince, öðru nafni Hr. Glass. Þeir eru allir staddir saman á geðspítala, og eru þar í sérstöku prógrammi fyrir fólk sem heldur að það sé ofurhetjur.
Útgefin: 18. janúar 2019
25. janúar 2019
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Catherine Hardwicke
Söguþráður Fegurðardrottning er neydd til að starfa fyrir glæpaforingja eftir að hún verður vitni að morði.
Útgefin: 25. janúar 2019
22. febrúar 2019
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 22. febrúar 2019
1. mars 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 1. mars 2019
8. mars 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Ryan Fleck, Anna Boden
Söguþráður Carol Danvers verður ein kraftmesta ofurhetja alheimsins, þegar Jörðin lendir í miðju stjörnustríði á milli tveggja geimveruættbálka.
Útgefin: 8. mars 2019
15. mars 2019
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður June er lífleg og bjartsýn ung stúlka, sem uppgötvar ótrúlegan skemmtigarð í skóginum, sem heitir Wonderland. Í garðinum er fullt af frábærum tækjum, og talandi dýrum, en eina vandamálið er að garðurinn er í niðurníðslu. June kemst fljótlega að því að það var ímyndunarafl hennar sjálfrar sem skóp garðinn, og hún er sú eina sem getur komið honum í lag. Hún slæst í lið með dýrunum til að bjarga þessum töfrastað, og færa gleðina aftur í garðinn.
Útgefin: 15. mars 2019
22. mars 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 22. mars 2019
29. mars 2019
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Wyatt
Söguþráður Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin.
Útgefin: 29. mars 2019
5. maí 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Chris Addison
Söguþráður Endurgerð gamanmyndarinnar Dirty Rotten Scoundrels frá árinu 1988, þar sem tveir svikahrappar fara í keppni sem snýst um að "taparinn" fari úr bænum.
Útgefin: 5. maí 2019
9. maí 2019
Íslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Söguþráður Bergmál er ljóðræn kvikmynd, um íslenskt samfélag, sem byrjar á aðventunni í aðdraganda jóla og endar á nýársdag. Samtímaspegill.
Útgefin: 9. maí 2019
14. júní 2019
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn F. Gary Gray
Söguþráður Myndin fjallar um það þegar persóna Tessa Thompson, Em, reynir að sanna sig í starfi með því að ganga til liðs við Lundúnaskrifstofuna, en þar er fyrir Chris Hemsworth, eða öllu heldur persónan sem hann leikur, leynifulltrúinn H. Þau tvö flækjast svo inn í morðgátu, og í hönd fer mikið ferðalag um allt kosmosið.
Útgefin: 14. júní 2019
12. júlí; 2019
Spennumynd
Leikstjórn Joseph Kosinski
Leikarar: Tom Cruise
Söguþráður Söguþráður ókunnur að svo stöddu.
Útgefin: 12. júlí 2019
18. október 2019
DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Leikarar: Tom Hanks
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina MisteRogers´ Neighborhood.
Útgefin: 18. október 2019