Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

24. september 2021
DramaHrollvekjaRáðgátaÍslensk mynd
Söguþráður Dýrið segir frá sauðfjárbændunum Maríu og Ingvari sem búa í fögrum en afskekktum dal og þegar dularfull vera fæðist á bóndabænum ákveða þau að halda henni og ala upp sem sitt eigið afkvæmi. Vonin um nýja fjölskyldu færir þeim mikla hamingju um stund en verður þeim síðar að tortímingu.
Útgefin: 24. september 2021
24. september 2021
Teiknimynd
Leikstjórn Samuel Tourneux
Söguþráður Bókhneigður silkiapi leggur upp í ævintýralegt ferðalag umhverfis Jörðina á 80 dögum eftir áskorun frá gráðugum froski.
Útgefin: 24. september 2021
24. september 2021
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Rodo Sayagues
Söguþráður Blindi maðurinn hefur verið í felum í mörg ár í kofa langt fjarri mannabyggðum, og hefur tekið að sér og alið upp unga stúlku, sem missti foreldra sína í húsbruna. Tilveru þeirra er ógnað þegar hópur mannræningja birtist og tekur stúlkuna, sem neyðir blinda manninn til að grípa til sinna ráða og bjarga henni.
Útgefin: 24. september 2021
1. október 2021
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn David Bruckner
Söguþráður Beth er að jafna sig á sviplegum dauða eiginmanns síns og býr nú ein í húsinu við vatnið sem hann byggði fyrir hana. Hún reynir eins og hún getur að halda lífinu áfram en þá fer hún að fá ógnvekjandi martraðir. Hún sér skelfilegar sýnir sem gefa til kynna að í húsinu sé eitthvað afl sem kallar á hana. Þvert á ráðleggingar vina sinna þá byrjar hún að róta í eigum eiginmannsins, í leit að svörum. Í leit sinni kemst hún að óþægilegum og skrítnum leyndarmálum - ráðgátu sem hún er ákveðin í að leysa.
Útgefin: 1. október 2021
1. október 2021
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður Slunginn svikahrappur sem er á flótta undan stórhættulegum leigumorðingja felur sig inni á lögreglustöð í litlum bæ. En þegar morðinginn birtist, þá lendir nýliði í löggunni óvænt í miðju atburða.
Útgefin: 1. október 2021
6. október 2021
Drama
Söguþráður Wolka fjallar hina pólsku Önnu sem losnar úr pólsku fangelsi eftir 16 ára dvöl. Hún á sér það markmið að finna konu að nafni Dorota. Til þess þarf Anna hinsvegar að brjóta skilorð, brjóta lög og leggja allt undir þegar hún kemst að því að Dorotu sé líklega að finna á Íslandi.
Útgefin: 6. október 2021
8. október 2021
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Myndin hefst þar sem Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð. Bond kemst nú á snoðir um ill áform dularfulls þorpara, sem býr yfir hættulegri nýrri tækni.
Útgefin: 8. október 2021
11. október 2021
DramaSögulegÆviágripRIFF
Leikstjórn Paul Verhoeven
Söguþráður Þetta erótíska drama á sér stað á seinni hluta sautjándu öld þegar farsóttir herja á og nýliðinn Benedetta Carlini gengur til liðs við klaustur í Pescia í Toscanahéraði. Frá unga aldri virðist mærin mörgum undragáfum gædd og hefur koma hennar umsvifalaus og umbyltandi áhrif á samfélagið.
Útgefin: 11. október 2021
15. október 2021
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Addams fjölskyldan lendir hér í fleiri stórskrítnum ævintýrum, og hittir allskonar óvæntar persónur. Morticia og Gomes eru leið yfir því að börnin þeirra eru að vaxa úr grasi, þau hætta að vera með á matmálstímum og eru algjörlega niðursokkin í "Ótíma", eða "Scream Time". Til að styrkja fjölskylduböndin þá ákveða þau að troða Wednesday, Pugsley, Fester frænda og liðinu inn í ferðavagn og fara í ferðalag í eitt lokaskipti.
Útgefin: 15. október 2021
15. október 2021
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn David Gordon Green
Söguþráður Saga Michael Myers og Laurie Strode heldur hér áfram.
Útgefin: 15. október 2021
22. október 2021
SpennumyndÍslensk mynd
Söguþráður Auðunn Blöndal leikur hér besta lögreglumann Reykjavíkur og er í baráttu við sjálfan sig á sama tíma og hann berst við hættulegustu glæpamenn landsins.
Útgefin: 22. október 2021
22. október 2021
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Söguþráður enn á huldu. Myndin er framhald Venom frá árinu 2018.
Útgefin: 22. október 2021
22. október 2021
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Liesl Tommy
Söguþráður Mynd um líf og störf sálarsöngkonunnar Aretha Franklin.
Útgefin: 22. október 2021
22. október 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jean-Philippe Vine
Söguþráður Myndin gerist í heimi þar sem gangandi, talandi og sítengd vélmenni eru orðin bestu vinir barna. Aðalpersónan er 11 ára strákur sem kemst að því að vélmennavinur hans er hættur að virka, og hann tekur til sinna ráða.
Útgefin: 22. október 2021
29. október 2021
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Edgar Wright
Söguþráður Ung stúlka með ástríðu fyrir fatahönnun, getur á einhvern undurfurðulegan hátt, farið aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar, þar sem hún hittir átrúnaðargoð sitt, efnilegan söngvara. En sjöundi áratugurinn í London er ekki eins og hún bjóst við, og tíminn virðist ætla að riðlast með skuggalegum afleiðingum.
Útgefin: 29. október 2021
29. október 2021
DramaSöguleg
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Karl sjötti Frakkakonungur biður riddarann Jean de Carrouges að jafna leika við skjaldsvein sinn, með því að skora á hann í einvígi.
Útgefin: 29. október 2021
30. október 2021
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Mariusz Palej
Söguþráður Hinn 12 ára gamli Iwo bý í litlum bæ eftir fall kommúnismans í Póllandi, en í bænum er svört mylla í niðurníðslu, sem eitt sinn veitti mörgum bæjarbúum atvinnu. Þó honum hafi verið bannað að fara að myllunni þá gerir hann það samt sem áður ásamt vinum sínum og óafvitandi leysir hann úr læðingi illa anda sem þar búa. Nú verður ekkert eins og áður og hlutir og fólk byrja að hverfa á dularfullan hátt.
Útgefin: 30. október 2021
5. nóvember 2021
SpennumyndDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Chloé Zhao
Söguþráður Saga hinna Eilífu, sem er kynþáttur ódauðlegra geimvera, sem lifað hafa í leyni á Jörðinni og mótað sögu hennar og menningu í þúsundir ára. Eftir atburðina í Avengers: Endgame, þá verður óvæntur harmleikur til þess að hin Eilífu þurfa að koma út úr myrkrinu og berjast ásamt mannkyninu við sameiginlegan óvin.
Útgefin: 5. nóvember 2021
5. nóvember 2021
Drama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Söguþráður Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.
Útgefin: 5. nóvember 2021
5. nóvember 2021
Fjölskyldumynd
Söguþráður Hin 11 ára kraftmikla en auðtrúa Birta tekur málin í sínar hendur með ævintýralegum hætti þegar hún heyrir móður sína segja í hálfkæringi að það verði engin jól vegna blankheita.
Útgefin: 5. nóvember 2021
12. nóvember 2021
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Wes Anderson
Söguþráður Ástarbréf til blaðamanna, og gerist í útibúi bandarísks dagblaðs í skáldaðri franskri borg á tuttugustu öldinni. Í myndinni eru sagðar nokkrar sögur sem birtar voru í lokaútgáfu The French Dispatch tímaritinu.
Útgefin: 12. nóvember 2021
12. nóvember 2021
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Alan Taylor
Söguþráður Sagan um mótunaár glæpamannsins Tony Soprano í New Jersey.
Útgefin: 12. nóvember 2021
12. nóvember 2021
Drama
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Ungur drengur og fjölskylda hans í verkamannastétt upplifa hina róstursömu tíma í Belfast á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar.
Útgefin: 12. nóvember 2021
19. nóvember 2021
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um einstæða móður, sem Carrie Con leikur, og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og byrja að uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og dularfullt lífshlaup afa síns.
Útgefin: 19. nóvember 2021
19. nóvember 2021
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Scott Cooper
Söguþráður Í afviknum bæ í Origon fylki í Bandaríkjunum, kynnast framhaldsskólakennari og bróðir hennar lögreglustjórinn, dularfullum nemanda, en myrk leyndarmál hans leiða til hrollvekjandi samskipta við goðsagnarkenndar fornar verur.
Útgefin: 19. nóvember 2021
19. nóvember 2021
DramaÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Mynd sem fjallar um tennis ofurstjörnurnar Venus og Serena Williams og hvaða áhrif faðir þeirra og þjálfari Richard Williams hafði á þær.
Útgefin: 19. nóvember 2021
19. nóvember 2021
RómantískDramaÆviágrip
Leikstjórn Pablo Larraín
Söguþráður Diana prinsessa ákveður að skilja við Karl Bretaprins þegar hún er stödd í jólafríi með konungsfjölskyldunni á Sandringham herrasetrinu í Norfolk á Englandi.
Útgefin: 19. nóvember 2021
19. nóvember 2021
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður
Útgefin: 19. nóvember 2021
26. nóvember 2021
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Sagan af fyrirætlunum Patrizia Reggiani, fyrrum eiginkonu Maurizio Gucci, um að myrða eiginmann sinn, barnabarn hins þekkta tískuhönnuðar Guccio Gucci. Sagan spannar þrjá áratugi af ástum, svikum, hnignun, hefnd og að lokum morði. Við kynnumst þýðingu nafns, hvers virði það er og hvað fjölskylda gengur langt til að halda yfirráðum sínum.
Útgefin: 26. nóvember 2021
26. nóvember 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Myndin fjallar um unga stúlku og fjölskyldu hennar í Kólumbíu. Fjölskyldan hefur öll ofurkrafta, nema stúlkan sem býr yfir engum slíkum eiginleikum.
Útgefin: 26. nóvember 2021
3. desember 2021
SpennumyndHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Johannes Roberts
Söguþráður Raccon City sem eitt sinn var blómlegt heimili lyfjarisans Umbrella Company, er núna deyjandi bær í miðríkjum Bandaríkjanna. Brottför fyrirtækisins skildi eftir sig auðn þar sem illar vættir hafa búið um sig undir yfirborðinu. Þegar illskan brýst upp á yfirborðið hefur það áhrif á bæjarbúa til framtíðar og lítill hópur eftirlifenda þarf að vinna saman að því að afhjúpa sannleikann á bakvið Umbrella og lifa nóttina af.
Útgefin: 3. desember 2021
10. desember 2021
RómantískDramaGlæpamyndSöngleikur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Kvikmyndagerð söngleikjarins West Side Story, sem fjallar um forboðnar ástir og átökin á milli Jets og Sharks, tveggja unglingsgengja af ólíkum kynþáttum.
Útgefin: 10. desember 2021
10. desember 2021
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Tarik Saleh
Söguþráður Eftir að hafa verið rekinn úr sjóhernum þá gengur James Reed til liðs við sérsveit til að sjá fyrir fjölskyldu sinni.
Útgefin: 10. desember 2021
17. desember 2021
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jon Watts
Söguþráður Framhaldið af Spider-Man Far From Home.
Útgefin: 17. desember 2021
26. desember 2021
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Þegar samansafn verstu harðstjóra og glæpaforingja heimsins býr sig undir að efna til stríðs sem mun þurrka milljónir manna út af yfirborði Jarðar, er aðeins einn maður sem getur stöðvað þá.
Útgefin: 26. desember 2021
26. desember 2021
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Garth Jennings
Söguþráður Buster Moon og vinir hans þurfa að reyna að sannfæra rokkstjörnuna Clay Calloway, sem hefur lifað einsetulífi um langa hríð, um að ganga til liðs við sönghópinn í tilefni af nýrri sýningu sem er væntanleg á fjalirnar.
Útgefin: 26. desember 2021
26. desember 2021
FjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Hinn kjarklitli Aron Neisti er í leynifélaginu Rauðuhauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðisttil að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.
Útgefin: 26. desember 2021
31. desember 2021
RómantískDrama
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.
Útgefin: 31. desember 2021
14. janúar 2022
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Þegar háleynilegt vopn lendir í höndum málaliða, þá fer leyniþjónustumaður ásamt þremur alþjóðlegum fulltrúum, í hættuför til að endurheimta vopnið. Dularfull kona fylgist með hverju skrefi þeirra.
Útgefin: 14. janúar 2022
14. janúar 2022
Spennutryllir
Leikstjórn Adrian Lyne
Söguþráður Grunur fellur á auðugan eiginmann, sem leyfir eiginkonu sinni að eiga í ástarsamböndum utan hjónabandsins, til þess að forðast skilnað, þegar ástmenn hennar hverfa einn af öðrum.
Útgefin: 14. janúar 2022
14. janúar 2022
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Patrick Hughes
Söguþráður Ruglingur verður á hættulegasta leigumorðingja í heimi og mesta klaufabárði í New York borg, í Aribnb íbúð.
Útgefin: 14. janúar 2022
14. janúar 2022
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Söguþráður Kona snýr aftur í gamla heimabæinn sinn til að rannsaka hver hefur framið röð viðurstyggilegra glæpa.
Útgefin: 14. janúar 2022
21. janúar 2022
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
Útgefin: 21. janúar 2022
21. janúar 2022
DramaSöngleikur
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Hinn orðhagi en óöruggi Cyrano de Bergerac hjálpar hinum unga Christian að vinna ástir Roxanne með fallegum ástarbréfum.
Útgefin: 21. janúar 2022
21. janúar 2022
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Metnaðarfullur maður sem vinnur í karnivali, og hefur einstakgt lag á að stjórna fólki, kynnist kvenkyns geðlækni sem er jafnvel hættulegri en hann.
Útgefin: 21. janúar 2022
28. janúar 2022
Drama
Leikstjórn Yngvild Sve Flikke
Söguþráður Hin unga Rakel er með allt annað á dagskrá en að verða móðir. En hún getur ekki hunsað þá staðreynd að hún er ólétt! Stórkostleg gamanmynd um áskoranir lífsins – þar sem teiknimyndir hjálpa auðvitað til!
Útgefin: 28. janúar 2022
28. janúar 2022
DramaHrollvekja
Leikstjórn Scott Derrickson
Söguþráður Finney Shaw er rænt af raðmorðingja sem heldur honum föngnum í hljóðeinangruðum kjallara. Þar finnur Shaw ótengdan síma, sem hefur þann eiginleika að geta spilað raddir fyrri fórnarlamba morðingjans.
Útgefin: 28. janúar 2022
4. febrúar 2022
SpennumyndGamanmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Jeff Tremaine
Söguþráður Jackass gengið er mætt á ný í sína síðustu krossferð.
Útgefin: 4. febrúar 2022
11. febrúar 2022
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Spæjarinn Hercule Poirot þarf að rannsaka morð á kvenkyns erfingja, þegar hann er staddur í fríi á ánni Níl.
Útgefin: 11. febrúar 2022
11. febrúar 2022
GamanmyndRómantískTónlistarmynd
Leikstjórn Kat Coiro
Söguþráður Tónlistarmennirnir og ofurstjörnurnar Kat Valdez og Bastian ætla að giftast frammi fyrir aðdáendum sínum um allan heim, og verður athöfninni streymt á netinu svo allir geti fylgst með. En þegar Kat kemst að því, nokkrum sekúndum áður en athöfnin hefst, að Bastian hefur verið henni ótrúr, þá ákveður hún að giftast í staðinn Charlie, ókunnugum manni úr áhorfendaskaranum. Þó þetta hafi gerst alveg óvænt, þá þróast atvikið upp í ástarsamband, en stóra spurningin er hvort að fólk úr jafn ólíkri átt nái að bindast böndum til framtíðar.
Útgefin: 11. febrúar 2022
11. febrúar 2022
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Daniel Stamm
Söguþráður Nunnan Ann, sem er 25 ára, ung og uppreisnargjörn, býr sig undir að framkvæma særingu og við það stendur hún andspænis djöfullegu afli með dularfullri tengingu við fortíð hennar. Í raun er nunnum óheimilt að framkvæma særingar en Ann hefur þrátt fyrir það fengið þjálfun í þeim efnum.
Útgefin: 11. febrúar 2022
18. febrúar 2022
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimyndÍþróttamynd
Leikstjórn Hamish Grieve
Söguþráður Í veröld þar sem skrímslaglíma er vinsæl íþrótt um allan heim og skrímsli eru ofurstjörnur, ákveður hin unga Winnie að fylgja í fótspor föður síns og gerast þjálfari vinalegs skrímslis sem fáir hafa trú á.
Útgefin: 18. febrúar 2022
18. febrúar 2022
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Tveir ræningjar stela sjúkrabíl eftir að rán mistekst.
Útgefin: 18. febrúar 2022
25. febrúar 2022
Drama
Leikstjórn Anthony Fabian
Söguþráður Ný útgáfa af vinsælli sögu Paul Callico um ræstitækni á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í Lundúnum sem verður ástfangin af hátískufatnaði frá Christian Dior og ákveður að leggja allt undir til að eignast dressið.
Útgefin: 25. febrúar 2022
4. mars 2022
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Söguþráður óljós að svo stöddu.
Útgefin: 4. mars 2022
11. mars 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Domee Shi
Söguþráður Þrettán ára stúlka breytist í risastóran rauðan pandabjörn alltaf þegar hún verður of æst.
Útgefin: 11. mars 2022
15. apríl 2022
Spennumynd
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Björgunarleiðangur er gerður út í Tælandi þar sem hópur ungra drengja og fótboltaþjálfarinn þeirra eru fastir í neðanjarðarhellum sem flæðir inn í.
Útgefin: 15. apríl 2022
27. maí 2022
SpennumyndDrama
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar, og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.
Útgefin: 27. maí 2022
1. júlí; 2022
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kyle Balda
Söguþráður Saga tólf ára stráks sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari.
Útgefin: 1. júlí 2022
16. desember 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 16. desember 2022