Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

29. janúar 2023
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Serra
Við erum stödd á Tahítí, Frönsku Pólinesíu þar sem enn æðsti embættismaður frönsku ríkisstjórnarinnar skoðar sig um og mátar sig við allt það besta sem eyjan hefur upp á að bjóða. Hann blandar geði við eyjaskeggja sem byrja einnig að tortryggja veru hans á staðnum …
Útgefin: 29. janúar 2023
1. febrúar 2023
Tónlist
Leikstjórn Oh Yoon-Dong
Leikarar: BTS
Sjáðu RM, Jin, SUGA, j-hope, Jimin, V og Jung Kook í hljómsveitinni BTS í þessari tónleikaupplifun, sem hefur verið endurblönduð og klippt fyrir hvíta tjaldið. Í myndinni fáum við að heyra smelli eins og Dynamite, Butter og IDOL, og einnig í fyrsta skipti á tónleikum lagið Run BTS, af síðustu plötu hljómveitarinnar Proof.
Útgefin: 1. febrúar 2023
2. febrúar 2023
Gaman
Leikstjórn Antonio Galdamez
Kaśka og Krzysiek eru ung, aðlaðandi hjón sem eiga lítinn fallegan son og búa í snoturri íbúð á góðum stað. Allt lítur vel út en þau eru samt sem áður á barmi skilnaðar og rífast daglega. En einn daginn skipta þau um líkama. Héðan í frá er Krzysiek Kaśka og Kaśka er Krzysiek. Nú þurfa þau að taka við ábyrgð hvors annars og horfast í augu við vandamál sem þau vissu ekki að væru til áður... Mun þetta fá þau til að horfa öðruvísi á hvort annað og læra samkennd?
Útgefin: 2. febrúar 2023
3. febrúar 2023
FjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Rasmus A. Sivertsen
Þrír ræningjar, þeir Kasper, Jesper og Jónatan, búa ásamt sísvöngu ljóni sínu í Kardimommubæ. Þar búa einnig m.a. sanngjarn en góðhjartaður lögregluþjónn og hin stranga Soffía frænka.
Útgefin: 3. febrúar 2023
3. febrúar 2023
SpennutryllirÍslensk mynd
Þegar bróðir lögfræðingsins Kristínar rekst á þýskt flugvélarflak úr seinni heimstyrjöld á toppi Vatnajökuls, dragast þau bæði inn í atburðarás upp á líf og dauða, hundelt af hópi manna sem skirrist einskis við að halda áratuga gamalt leyndarmál.
Útgefin: 3. febrúar 2023
5. febrúar 2023
DramaHrollvekja
Leikstjórn Julia Ducournau
Þegar ung grænmetisæta, Justine, gengst undir blóðuga busavígslu í dýralæknaskóla, þá fer löngun eftir kjöti að vaxa innra með henni.
Útgefin: 5. febrúar 2023
9. febrúar 2023
Drama
Leikstjórn Andreas Dresen
Við fylgjumt með húsmóður frá Bremen, Rabiye Kurnaz, sem leitar allra leiða að bjarga syni sínum Murat, sem er í haldi Bandaríkjamanna í Guantanamo fangabúðunum á Kúbu. Hún fer m.a. til lögreglu, yfirvalda og lögfræðings. Með þrautsegjuna eina að vopni breytist allt, enda er Rabiye ólseig og hörð í horn að taka.
Útgefin: 9. febrúar 2023
9. febrúar 2023
DramaSpennutryllir
Leikstjórn Tarik Saleh
Sjómannssyninum Adam er boðið að nema við Al-Azhar háskólann í Kaíró í Egyptalandi, sem er ákveðin valdamiðstöð fyrir Sunni múslima. Adam verður peð í átökum milli trúar- og stjórnmálaafla í Egyptalandi.
Útgefin: 9. febrúar 2023
10. febrúar 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Stúlka og foreldrar hennar eru tekin sem gíslar af vopnuðum mönnum sem krefjast þess að fjölskyldan taki erfiða ákvörðun til að koma í veg fyrir heimsendi.
Útgefin: 10. febrúar 2023
10. febrúar 2023
GamanDrama
Leikstjórn Steven Soderbergh
Magic Mike fer aftur á svið eftir langt hlé, eftir að hafa verið svikinn í viðskiptum og endar uppi staurblankur, og þarf að vinna fyrir sér sem barþjónn í Flórída. Hann fer nú til London til að taka þátt í allra síðustu sýningunni, eftir að hafa fengið tilboð sem hann gat ekki hafnað. Nú þegar mikið er undir, og Mike kemst að því hvað býr að baki tilboðinu, munu hann og dansararnir hafa það sem til þarf til klára máli?
Útgefin: 10. febrúar 2023
17. febrúar 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Peyton Reed
Scott Lang og Hope Van Dyne, ásamt Hank Pym og Janet Van Dyne, skoða Skammtaríkið (e. Quantum Realm), þar sem þau eiga í höggi við skrýtnar verur og lenda í ævintýri sem fer framúr öllu sem þau hafa áður kynnst.
Útgefin: 17. febrúar 2023
17. febrúar 2023
GamanDramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hilmar Oddsson
Þegar móðir Jóns og hans mesti áhrifavaldur fellur frá verða alger umskipti í lífi hans. Með uppáklætt líkið í aftursætinu og hundinn Brésnef við hlið sér tekst hann á hendur ferð þvert yfir landið til að heiðra hennar síðustu ósk. En mamma hefur ekki sagt sitt síðasta.
Útgefin: 17. febrúar 2023
17. febrúar 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Alexs Stadermann
Freddi er viss um að hann muni verða hræðilegasti varúlfur allra tíma, en honum bregður í brún þegar hann umbreytist í fyrsta sinn og verður að púðluhundi.
Útgefin: 17. febrúar 2023
24. febrúar 2023
GamanDrama
Leikstjórn Marc Forster
Fúllyndur maður á eftirlaunum vingast óvænt við fjörugan nýjan nágranna sinn. Hinn önugi Otto hefur gefist upp á lífinu eftir að eiginkonan dó og vill að þessu ljúki helst öllu sem fyrst. Þegar ung fjölskylda flytur í næsta hús, hjón með tvær fjörugar stelpur, þá leiðir það til ólíklegs vinskapar sem mun breyta öllu.
Útgefin: 24. febrúar 2023
24. febrúar 2023
Spennutryllir
Leikstjórn Elizabeth Banks
Flugvél full af kókaíni hrapar. Bjarndýr finnur efnið og borðar það.
Útgefin: 24. febrúar 2023
3. mars 2023
DramaÍþróttir
Leikstjórn Michael B. Jordan
Eftir að hafa náð á toppinn í hnefaleikunum hefur ferill Adonis Creed gengið vel og fjölskyldulífið verið í blóma. Þegar æskuvinur og fyrrum hnefaleikastjarna, Damian, kemur aftur fram á sjónvarsviðið eftir að hafa afplánað langa fangelsisvist, vill hann sýna og sanna að hann eigi afturkvæmt í hringinn. Átök fyrrum vinanna snúast um meira en bardagann einan. Til að jafna út um þetta þarf Adonis að setja framtíðina að veði og berjast við Damian - sem hefur engu að tapa.
Útgefin: 3. mars 2023
3. mars 2023
RómantíkDrama
Leikstjórn Sam Mendes
Kvikmyndahúsaeigandinn Hilary á við geðræn veikindi að stríða og nýi starfsmaðurinn Stephen vill flýja litla heimóttarlega bæinn þar sem hann upplifir andstreymi daglega. Þau ná vel saman og uppgötva það hvernig tónlist, kvikmyndir og samfélag getur haft læknandi áhrif.
Útgefin: 3. mars 2023
3. mars 2023
DramaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn.
Útgefin: 3. mars 2023
3. mars 2023
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Neil Jordan
Í Bay City seint á fjórða áratug tuttugustu aldarinnar er hinn fremur ólánssami rannsóknarlögreglumaður Philip Marlowe ráðinn til að finna fyrrum ástmann fagurrar ljósku sem kemur á hans fund. Málið reynist vera aðeins brot af mun stærri ráðgátu.
Útgefin: 3. mars 2023
3. mars 2023
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Guillaume Canet
Einkadóttir kínverska keisarans Han Xuandi flýr frá illum prinsi og leitar skjóls í Gallíu, hjá hinum hugrökkum hermönnum Ástríki og Steinríki.
Útgefin: 3. mars 2023
10. mars 2023
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Eftirlifendur úr morðæði Ghostface fara frá Woodsboro og hefja nýtt líf í New York borg.
Útgefin: 10. mars 2023
17. mars 2023
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Hlynur Pálmason
Undir lok 19. aldar ferðast ungur danskur prestur til Íslands með það að markmiði að reisa kirkju og ljósmynda íbúa eyjunnar á för sinni. Sérvitur leiðsögumaður leiðir prestinn í gegnum harðneskjulegt landið á hestbaki ásamt hópi heimamanna. Eftir því sem líður á ferðalagið missir presturinn smám saman tökin á veruleikanum, ætlunarverkinu og eigin siðgæði.
Útgefin: 17. mars 2023
24. mars 2023
SpennaSpennutryllirGlæpa
Leikstjórn Chad Stahelski
John Wick tekst nú á við hættulegustu andstæðinga sína til þessa, á sama tíma og lausnargjaldið sem greitt er fyrir að hafa hendur í hári hans, hækkar stöðugt og hefur aldrei verið hærra.
Útgefin: 24. mars 2023
30. mars 2023
Drama
Unglingsstúlka og ungur drengur á flótta, sem bæði koma frá Afríku, kynnast og verða vinir. Saman mynda þau bandalag til að lifa af í nýju landi, Belgíu, þar sem örlög þeirra ráðast.
Útgefin: 30. mars 2023
31. mars 2023
SpennaÆvintýri
Heillandi þjófur og mislitur hópur ævintýramanna heldur af stað í sögulega ferð til að endurheimta týndan helgigrip. En allt fer illilega úrskeiðis þegar þeir lenda upp á kant við óvinveitta aðila.
Útgefin: 31. mars 2023
31. mars 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Píparinn Mario ferðast í gegnum neðanjarðarvölundarhús ásamt bróður sínum Luigi, og reynir að frelsa prinsessu úr prísund sinni. Myndin er kvikmyndagerð samnefnds tölvuleiks.
Útgefin: 31. mars 2023
7. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Julius Avery
Saga séra Gabriele Amorth, hins goðsagnakennda ítalska prests sem framdi meira en 100.000 særingar fyrir Vatikanið.
Útgefin: 7. apríl 2023
14. apríl 2023
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Chris McKay
Renfield ákveður að hætta í starfinu sem hann hefur gegnt um margar aldir sem skósveinn Drakúla greifa, og byrja nýtt líf í nútímanum í New Orleans í Bandaríkjunum. Hann verður ástfanginn af viljasterkri og ágengri löggu sem heitir Rebecca Quincy.
Útgefin: 14. apríl 2023
14. apríl 2023
GamanÍslensk mynd
Sarah, framakona á fimmtugsaldri, er haldin óstjórnlegum ótta við að fljúga. Til að bjarga nýtilkomnu ástarsambandi verður hún að yfirstíga flughræðsluna og læra að sleppa tökunum.
Útgefin: 14. apríl 2023
21. apríl 2023
HrollvekjaSpennutryllirÆvintýri
Leikstjórn Lee Cronin
Brengluð saga af tveimur systrum sem hafa ekki sést lengi en hittast á ný. Endurfundirnir verða snubbóttir þegar mannakjötsétandi djöflar birtast. Þær verða nú að berjast fyrir lífi sínu sem hefur nú breyst í sannkallaða martröð.
Útgefin: 21. apríl 2023
21. apríl 2023
GamanDramaHrollvekja
Leikstjórn Ari Aster
Taugaveiklaður maður fer í súrrealíska ferð á heimaslóðir eftir að móðir hans deyr óvænt. Á leiðinni þarf hann að horfast í augu við sinn mesta ótta.
Útgefin: 21. apríl 2023
5. maí 2023
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn James Gunn
Peter Quill sem er enn að jafna sig eftir andlát Gamora, safnar hópnum saman til að verja alheiminn, en verkefnið gæti riðið Guardians of the Galaxy að fullu ef það tekst ekki.
Útgefin: 5. maí 2023
12. maí 2023
Gaman
Leikstjórn Bill Holderman
Við fylgjumst með vinkonunum fjórum sem fara með bókaklúbbinn sinn til Ítalíu og skemmta sér betur en nokkru sinni fyrr.
Útgefin: 12. maí 2023
19. maí 2023
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Jim Strouse
Ung kona reynir að jafna sig á dauða unnusta síns með því að senda rómantísk textaskilaboð í gamla símanúmerið hans. Hún myndar samband við manninn sem fékk númerinu úthlutað eftir dauða kærastans.
Útgefin: 19. maí 2023
26. maí 2023
SpennaGaman
Leikstjórn Peter Atencio
Fortíð Bert sem litaðist af drykkjuskap og fylleríi, kemur í bakið á honum tuttugu árum síðar þegar honum og föður hans er rænt af fólki sem Bert gerði rangt til þegar hann var drukkinn í námsleyfi í Rússlandi.
Útgefin: 26. maí 2023
31. maí 2023
SpennaÆvintýriTeiknað
Eftir að hafa hitt Gwen Stacy á ný er Miles Morales - hinum vinalega köngulóarmanni í Brooklyn - slengt yfir fjölheima. Þar hittir hann hóp köngulóar-fólks sem þarf að berjast fyrir eigin tilveru. En þegar hetjunum greinir á um hvernig eigi að fást við nýja ógn, lendir Miles upp á kant við hópinn og þarf að endurskilgreina hvað það þýðir að vera hetja, svo hann geti bjargað fólkinu sem hann ann mest.
Útgefin: 31. maí 2023
2. júní 2023
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Framhald á æsilegum ævintýrum Autobots og Decepticons og við bætast the Maximals, Predacons og Terrorcons.
Útgefin: 2. júní 2023
16. júní 2023
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Sohn
Myndin fjallar um Ember og Wade í borg þar sem elds-, lands-, og loftsíbúar búa saman.
Útgefin: 16. júní 2023
23. júní 2023
28. júní 2023
SpennaÆvintýri
Leikstjórn James Mangold
Indinana Jones nálgast eftirlaunaaldur og reynir að passa inn í heim sem virðist vera orðinn honum framandi. En þegar gamall óvinur birtist þá þarf hetjan okkar að taka fram svipuna og hattinn til að koma í veg fyrir að fornir og kraftmiklir helgigripir lendi í röngum höndum.
Útgefin: 28. júní 2023
30. júní 2023
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Leikstjórn Carlos Saldanha
Harold er ungur drengur sem fer í töfrandi ferðalag með hjálp fjólublás vaxlitar.
Útgefin: 30. júní 2023
17. nóvember 2023
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Denis Villeneuve
Í þessari framhaldsmynd af Dune verður sagt frá ferðum Paul Atreides ásamt Chani og Fremen á plánetunni Arrakis, og hefndum gegn þeim sem lögðu á ráðin um árásina og drápið á Atreides fjölskyldunni. Paul stendur frammi fyrir erfiðu vali á milli draumaprinsessunnar og örlögum alheimsins. Markmiðið er að koma í veg fyrir hræðilega framtíð sem hann einn veit hver verður.
Útgefin: 17. nóvember 2023