Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

31. júlí; 2024
Tónlist
Leikstjórn Oh Yoon-Dong, Min Geun
Born Pink, tónleikaferðalag suður-kóresku poppsveitarinnar Blackpink, sem farið hefur sigurför um heiminn, mætir hér á hvíta tjaldið, en sveitin heldur nú upp á átta ára afmæli sitt. Um 1,8 milljónir komu að sjá sveitina sem er heimsmet fyrir kvennahljómsveit.
Útgefin: 31. júlí 2024
2. ágúst 2024
GamanDramaTónlist
Leikstjórn Coky Giedroyc
Mynd byggð á Take That söngleiknum. Fimm bestu vinkonur upplifa stórkostlegasta kvöld lífs síns þegar þær fara að sjá uppáhalds strákabandið sitt á tónleikum. Tuttugu og fimm árum síðar hefur líf þeirra allra breyst á ólíkan hátt. Vinkonurnar hittast á ný til að hlusta í eitt skipti enn á poppsveitina sem þær elska svo heitt. Vinabönd styrkjast og stelpurnar komast að því að kannski eru bestu dagar lífs þeirra framundan.
Útgefin: 2. ágúst 2024
7. ágúst 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Eli Roth
Eftir endurkomu á plánetuna Pandoru fær hinn alræmdi útlagi Lilith hættulegt verkefni og myndar bandalag (og mögulegan vinskap) við aðra glæpamenn, þar á meðal málaliðann Roland, sprengjusérfræðinginn Tiny Tina og félaga hennar Krieg, en einnig klikkaða vísindamanninn Tannis og brandaravélmennið Claptrap. Verkefnið felst í að finna og vernda týnda dóttur valdamikils manns sem kallast Atlas. En allt er þó ekki sem sýnist því stúlkan geymir lykilinn að miklum krafti sem gæti breytt örlögum alheimsins.
Útgefin: 7. ágúst 2024
7. ágúst 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Justin Baldoni
Þó að fortíðin hafi oft verið flókin og erfið þá hefur Lily Bloom alltaf vitað hvaða líf hana dreymdi um. Hún býr í Boston og einn daginn hittir hún taugaskurðlækninn Ryle Kincaid og telur sig þar hafa fundið sinn sálufélaga. Fljótlega fara spurningar þó að vakna um sambandið, og til að flækja málin enn frekar, kemur gamli kærasti hennar úr menntaskóla, Atlas Corrigan, aftur til sögunnar, sem setur sambandið við Ryle í uppnám.
Útgefin: 7. ágúst 2024
7. ágúst 2024
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Faðir og unglingsdóttir hans fara á popptónleika án þess að átta sig á að þau lenda þar í miðju drungalegra atburða þar sem illskan ræður ríkjum.
Útgefin: 7. ágúst 2024
9. ágúst 2024
ÆvintýriFjölskyldaTeiknað
Hinn ellefu ára gamli Alfonso, afkomandi riddarans Don Kíkóta, og þrjár ímyndaðar tónelskar kanínur, fara með Pancho og Victoriu að bjarga bænum sínum La Mancha frá skelfilegum stormi sem illt stórfyrirtæki setur af stað til að eigna sér landið. Á leiðinni kemst Alfonso að því hvað vináttan er kraftmikið afl og verður ástfanginn í leiðinni.
Útgefin: 9. ágúst 2024
16. ágúst 2024
HrollvekjaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Fede Alvarez
Hópur ungs fólks úr fjarlægum heimi á í höggi við mest ógnvekjandi lífform í alheiminum.
Útgefin: 16. ágúst 2024
22. ágúst 2024
Drama
Leikstjórn Annie Baker
Hin ellefu ára gamla Lacy eyðir sumrinu 1991 heima hjá sér í vestur Massachusetts í Bandaríkjunum þar sem hún gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn og nýtur athygli móður sinnar Janet. Þrír gestir koma síðar um sumarið sem allir heillast af Janet og útgeislun hennar.
Útgefin: 22. ágúst 2024
23. ágúst 2024
SpennutryllirGlæpaRáðgáta
Leikstjórn Zoë Kravitz
Frida er ung gengilbeina í Los Angeles sem er skotin í tæknifrumkvöðlinum Slater King. Í draumfríi á einkaeyju hans fara skrítnir hlutir að gerast. Frida þarf að komast að því hvað er í raun á seyði ef hún á að sleppa lifandi af eyjunni.
Útgefin: 23. ágúst 2024
28. ágúst 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Ljósbrot gerist á fallegum vordegi þegar líf Unu snýst á hliðina á svipstundu. Upphefst þá rússibanaferð tilfinninga þar sem mörkin milli hláturs og gráturs, fegurðar og sorgar, verða stundum óskýr.
Útgefin: 28. ágúst 2024
30. ágúst 2024
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thea Hvistendahl
Á óeðlilega heitum sumardegi í Osló í Noregi umkringir skrýtið rafsegulsvið borgina og mígreni breiðir úr sér um borgina, ásamt því sem nýlega látið fólk vaknar aftur upp til lífsins.
Útgefin: 30. ágúst 2024
30. ágúst 2024
Drama
Myndin gerist á þeim tímum þegar Pólland er að breytast úr kommúnistaríki í frjálst lýðræðisríki. Við fylgjumst með 45 árum í lífi Aniela og vegferð hennar í átt að þvi að lifa í friði sem transkona í Póllandi.
Útgefin: 30. ágúst 2024
30. ágúst 2024
Teiknað
Leikstjórn Tim Harper
Hér kynnumst við Ozi, litlum munaðarlausum órangútanapa sem er um það bil að láta til sín taka og bjarga skóginum þar sem hún á heima. Ozi týndi foreldrum sínum þegar heimili þeirra var eyðilagt og hún fær skjól hjá aðilum sem bjarga villtum dýrum sem kenna henni hægt og rólega að tjá sig með táknmáli. Með nýrri færni og náttúrulegum hæfileikum á samfélagsmiðlum er Ozi skyndilega komin með fylgjendur hvaðanæva að úr heiminum. Þegar hún kemst að því að foreldrar hennar gætu enn verið á lífi fer hún af stað að leita að þeim og segja heiminum um leið frá slæmri stöðu regnskógarins áður en það verður of seint. Hún fær hjálp frá apanum Chance og hinum skemmtilega nashyrningi Honkus. Ozi kemst að því að ein rödd getur svo sannarlega breytt heiminum.
Útgefin: 30. ágúst 2024
2. september 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Fjölnir Baldursson
Myndin fjallar um Arnór, ungan mann sem hlotið hefur erfitt hlutskipti í lífinu með alkóhólískan föður og móður sem berst við geðrænan sjúkdóm. Er hann reynir að finna sjálfan sig leiðist hann út í fíkniefnaneyslu og kynnist misjöfnu fólki sem leiða hann í ógöngur. Hann endar á því að selja fíkniefni. Líf hans flækist svo enn meira þegar hann lendir í ástarþríhyrningi milli fíkniefnalögreglu og – sala.
Útgefin: 2. september 2024
6. september 2024
GamanHrollvekjaÆvintýri
Leikstjórn Tim Burton
Eftir óvæntan fjölskylduharmleik snúa þrjár kynslóðir Deetz fjölskyldunnar aftur heim til Winton River. Líf Lydiu, sem enn er ásótt af Beetlejuice, fer allt á hvolft þegar uppreisnargjörn unglingsdóttirin Astrid finnur dularfullt módel af bænum á háaloftinu og gáttin inn í handanheima opnast fyrir slysni. Nú er aðeins tímaspursmál hvenær nafn Beetlejuice er nefnt þrisvar í röð og þá mun hinn stríðni púki snúa aftur.
Útgefin: 6. september 2024
6. september 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Dag Johan Haugerud
Óvæntar upplifanir tveggja manna í gagnkynhneigðum hjónaböndum láta þá endurhugsa eigin skynun á kynhneigð, kyni og hver maður er í raun.
Útgefin: 6. september 2024
6. september 2024
GamanDramaÍslensk mynd
Þegar tveir aldagamlir vinir fá óvænt tækifæri til að hafa fiskveitingastaðinn sinn opinn árið um kring, kemur annar þeirra út úr skápnum sem transkona.
Útgefin: 6. september 2024
12. september 2024
Drama
Armand, sex ára gamall drengur er sakaður um að hafa farið yfir mörk besta vinar síns í grunnskóla. Þó að enginn viti í raun hvað gerðist milli strákanna, þá hrindir atvikið af stað röð atburða, og leiðir foreldra og starfsfólk skólans inn í tilfinningaþrungin átök og æsing.
Útgefin: 12. september 2024
20. september 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Chris Sanders
Vélmenni — ROZZUM unit 7134, kallaður “Roz” — strandar á óbyggðri eyju og þarf að læra að lifa af við óblíðar aðstæður. Smátt og smátt myndar hann samband við dýrin á eynni og tekur að sér munaðarlausan gæsarunga.
Útgefin: 20. september 2024
20. september 2024
Spennutryllir
Leikstjórn Jon Watts
Maður sem hefur atvinnu af því að hreinsa upp ólöglegt athæfi, er ráðinn til að breiða yfir glæp þar sem valdamiklir menn eiga í hlut. En þegar annar maður af sama sauðahúsi dúkkar upp þurfa þeir tveir að vinna saman. Smátt og smátt fara hlutirnir úr böndunum og leita í farveg sem enginn sá fyrir.
Útgefin: 20. september 2024
20. september 2024
DramaÍslensk mynd
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman. Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga. Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
Útgefin: 20. september 2024
27. september 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Alexandre Aja
Þegar illskan ræður ríkjum utan heimilisins, þá er húsið og samheldni fjölskyldunnar eina verndin fyrir móður og tvíburasyni hennar.
Útgefin: 27. september 2024
27. september 2024
GamanDrama
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.
Útgefin: 27. september 2024
27. september 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Maria Fredriksson
Guðlegur fyrirboði verður til þess að tvær systur kaupa íbúð í sænska smábænum Gullspång. Þær verða fyrir áfalli þegar seljandinn tekur á móti þeim. Hún lítur út alveg eins og eldri systir þeirra sem svipti sig lífi sem ung kona. Það sem byrjar sem óhugnanleg saga um fjölskyldusameiningu breytist brátt í Pandórubox þar sem líf kvennanna verður aldrei samt á ný ...
Útgefin: 27. september 2024
27. september 2024
HrollvekjaVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Chris Weitz
Curtis og fjölskylda hans eru valin til að prófa byltingarkennt nýtt heimilistæki: stafrænan aðstoðarmann að nafni AIA. Þarna er snjallheimilið fært á næsta stig og þegar búið er að setja allt upp og stilla af, þá virðist AIA geta gert allt. Hún lærir inn á hegðun fjölskyldumeðlima og byrjar að sjá fyrir þarfir þeirra. Og hún getur séð til þess að ekkert - eða enginn - verði í vegi fjölskyldunnar.
Útgefin: 27. september 2024
2. október 2024
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 2. október 2024
11. október 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn John Crowley
Líf Almut breytist skyndilega þegar hún hittir hinn nýfráskilda Tobias. Eftir að þau hafa orðið ástfangin, fest kaup á íbúð og stofnað fjölskyldu, kemur erfitt leyndarmál upp á yfirborðið.
Útgefin: 11. október 2024
17. október 2024
Drama
Leikstjórn Matthias Glasner
Dauðinn á sér margar birtingarmyndir í Lunies fjölskyldunni, þar sem við fylgjumst með syninum Tom (stjórnanda ungmennasinfóníu), systurinni Ellen (sem hefur ekki átt sjö dagana sæla) og móðurinni Lissy (sem er karakter sem kemur sífellt á óvart).
Útgefin: 17. október 2024
18. október 2024
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Parker Finn
Poppstjarnan Skye Riley er á leið í tónleikaferð um heiminn en fer að upplifa ógnvænlega og óútskýranlega hluti. Eftir því sem hryllingurinn vex og álagið vegna frægðarinnar eykst neyðist Skye til að horfast í augu við fortíðina til að ná aftur stjórn á lífi sínu.
Útgefin: 18. október 2024
18. október 2024
Spennutryllir
Leikstjórn Mel Gibson
Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir.
Útgefin: 18. október 2024
25. október 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Eddie og Venom eru hundeltir af tveimur heimum. Þeir neyðast til að taka ákvörðun sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir þá báða. Þetta er þeirra lokadans.
Útgefin: 25. október 2024
8. nóvember 2024
Spennutryllir
Leikstjórn Edward Berger
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæmis sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
Útgefin: 8. nóvember 2024
15. nóvember 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Ridley Scott
Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ríkisins að veði þarf Lucius nú að horfa til baka til að finna styrkinn til að ná stjórn á borginni og koma henni aftur til vegs og virðingar.
Útgefin: 15. nóvember 2024
15. nóvember 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jake Kasdan
Eftir óvænt mannrán á Norðurpólnum þarf yfirmaður E.L.F. sérsveitarinnar að vinna með alræmdasta mannaveiðara í heimi til að bjarga Jólunum.
Útgefin: 15. nóvember 2024
27. nóvember 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Moana af stað yfir Oceania höfin og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum.
Útgefin: 27. nóvember 2024
13. desember 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 13. desember 2024
18. desember 2024
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Forsaga Lion King frá 2019. Simba sem er nú orðinn konungur gresjunnar vill að ungar sínir fylgi í fótspor hans, á sama tíma og saga föður hans Mufasa er skoðuð.
Útgefin: 18. desember 2024
14. febrúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Útgefin: 14. febrúar 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025