Væntanlegt í bíó

28. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Pétur kanína á í útistöðum við landeigandann herra McGregor, en honum er alveg meinilla við öll dýr, ekki síst kanínur sem vilja borða uppskeruna hans. Með Pétri í liði eru systur hans þrjár, Lúffa, Múffa og Bómullarhnoðri, ásamt frænda þeirra Benjamín og listakonunni Beu sem ólíkt McGregor er vinveitt dýrunum.
Útgefin: 28. mars 2018
28. mars 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Ready Player One gerist árið 2045 þegar alvarlegur orkuskortur og loftslagsbreytingar hafa haft neikvæð áhrif á líf flestra jarðarbúa. Við kynnumst hér hinum unga Wade Watts sem eins og milljónir annarra býr við kröpp kjör í Oklahómaborg. Til að gefa hversdagslífi sínu tilgang flýr Wade ásamt öllum öðrum sem það geta inn í tölvuveröldina Oasis eins oft og hann getur og leitar þar m.a. vísbendinga um hvar skapari Oasis, James Halliday sem lést fimm árum fyrr, hafi falið svokallað „páskaegg“, en James hafði lofað þeim sem fyndi það fullum yfirráðum yfir Oasis og öllum sínum eigum sem eru metnar á 500 milljarða dollara. Til að finna eggið þarf samt fyrst að finna vísbendingarnar sem eru í formi þriggja „lykla“. Dag einn uppgötvar Wade, sem notar nikkið Parzival þegar hann er í Oasis-heiminum, hvar fyrsta lykilinn að leyndardóminum er að finna. Upp frá því breytist líf hans og tilvera hans algjörlega og á þann hátt sem hann hefði sjálfur aldrei getað ímyndað sér ...
Útgefin: 28. mars 2018
28. mars 2018
RómantískDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Michael Sucsy
Söguþráður Hér segir frá hinni 16 ára gömlu Rhiannon sem verður ástfangin af persónu – eða sál – sem vaknar á hverjum degi í öðrum líkama en hún var í í gær. Sálin sem um ræðir og flakkar á milli líkama á 24 klukkustunda fresti nefnist einfaldlega A. Hún á sínar eigin minningar en um leið og hún yfirtekur nýjan líkama tengist hún um leið við allar minningar þess sem á hann þannig að aðstæður hans – eða hennar – koma A aldrei á óvart.
Útgefin: 28. mars 2018
28. mars 2018
DramaVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Scott Cooper
Söguþráður Árið er 1892 og herdeildarforingjanum Joseph Blocker er fyrirskipað að fylgja dauðvona indíánaforingja og fjölskyldu hans frá Berringer-virki í Nýju-Mexíkó til heimaslóða þeirra í Montana. Þótt Joseph, sem hefur um margra ára skeið barist við bæði óvinveitta indíána og annan óþjóðalýð til verndar landnemum, sé meinilla við að taka verkefnið að sér neyðist hann til þess enda kemur skipunin beint frá forseta Bandaríkjanna.
Útgefin: 28. mars 2018
4. apríl 2018
DramaÆvintýramynd
Leikstjórn Kevin Arbouet
Söguþráður Myndin segir frá fjórum vinum og viðburðaríku sumri í lífi þeirra. Regla rauða drekans er stofnuð og þeir Róland dreki, Andrés örn, Baldur hvíti og Benjamín dúfa hafa nóg fyrir stafni í baráttu sinni gegn ranglæti. Lífið virðist vera óslitið ævintýri, en það koma brestir í vináttuna, ævintýrið breytir um svip og kaldur raunveruleikinn ryðst inn í líf félaganna...
Útgefin: 4. apríl 2018
5. apríl 2018
HeimildarmyndÍþróttamynd
Söguþráður Í bænum Borlänge í Svíþjóð býr gott fólk, ef þú trúir einkennisorðum bæjarins. En það eru ekki allir sáttir við sómölsku innflytjendurna sem komnir eru í bæinn. Þetta verður til þess að hugsjónamaðurinn Patrik Andersson ræður hóp ungra Sómala í bandy liðið sitt.
Útgefin: 5. apríl 2018
6. apríl 2018
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ava DuVernay
Söguþráður Eftir að vísindamaðurinn faðir hennar hverfur sporlaust, þá senda þrjár undarlegar verur Meg, og bróður hennar, og vin út í geim til að leita að honum.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Þrír foreldrar hafa í sameiningu fylgst með dætrum sínum vaxa úr grasi, og aldrei látið sér detta annað í hug en að þau gætu tryggt öryggi þeirra alla leið. En núna, þegar útskriftarballið nálgast, þá komast þau að leynisamkomulagi sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á ballinu. Nú vilja þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að dætrunum takist ætlunarverkið.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Fjölskylda býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Armando Iannucci
Söguþráður Mynd um síðustu daga Josef Stalin leiðtoga Sovétríkjanna og ringulreiðina eftir að hann deyr.
Útgefin: 6. apríl 2018
7. apríl 2018
Teiknimynd
Leikstjórn Ann Marie Fleming
Söguþráður Roise Ming er ungt kanadískt ljóðskáld. Henni er boðið að koma fram á ljóðahátíð í borginni Shiraz, í Íran og sú ferð á eftir að opna augu hennar svo um munar. Roise hefur aldrei ferðast neitt á eigin vegum, þar sem hún á íhaldssama kínverska ömmu og afa sem hún ólst upp hjá.
Útgefin: 7. apríl 2018
12. apríl 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Andy Sidaris
Söguþráður Tveir fíkniefnalögreglumenn eru drepnir á einkaeyju á Hawaii. Donna og Taryn, tveir fulltrúar frá The Agency, komast fyrir slysni inn í sendingu af demöntum sem ætlaðir voru eiturlyfjabaróninum Seth Romero, sem bregst skjótt við og reynir að ná demöntunum úr höndum þeirra. Fljótlega blandast aðrir fulltrúar frá The Agency í málið, og æsilegur lokabardagi upphefst, en inn í þetta flækjast ýmsir hlutir sem gera mönnum erfiðara fyrir, eins og til dæmis snákur sem sleppur sem er baneitraður af því að hann komst í snertinu við eiturefnaúrgang!
Útgefin: 12. apríl 2018
13. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Brad Peyton
Söguþráður Í myndinni leikur Johnson hlutverk Davis Okoye, sem er sérfræðingur í prímötum. Hann er ekki mannblendinn, en hefur myndað sérstakt vináttusamband við George, hina gáfuðu górillu, sem hann hefur fóstrað frá fæðingu.  En þegar tilraun fer úrskeiðis og apinn breytist í gríðarstórt skrímsli, eru góð ráð dýr. Ekki bætir úr skák þegar uppgötvast að til eru fleiri slík stökkbreytt skrímsli.  Þegar ófreskjurnar taka á rás og strauja yfir Norður Ameríku, með tilheyrandi eyðileggingu og skelfingu, þá fer Okoye ásamt erfðafræðingi í það verkefni að búa til mótefni gegn þessum hrikalegu skepnum. Markmiðið er að koma í veg fyrir alheimsfaraldur sem stefnt getur heimsbyggðinni í voða, en einnig að bjarga hinum kæra vini sínum George. 
Útgefin: 13. apríl 2018
13. apríl 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Scott Speer
Söguþráður Myndin fjallar um Katie, sem er 17 ára gömul og hefur lifað mjög vernduðu lífi alla tíð, þar sem hún þarf að vera innandyra af því að hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofurviðkvæma fyrir sólarljósi. Lítill geisli getur dregið hana til dauða. Örlögin grípa inn í þegar hún hittir Charlie, og þau fella hugi saman.
Útgefin: 13. apríl 2018
13. apríl 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Johannes Roberts
Söguþráður Fjölskylda sem dvelur í hjólhýsagarði nótt eina, fær þrjá grímuklædda klikkhausa í heimsókn.
Útgefin: 13. apríl 2018
18. apríl 2018
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Eins og allir vita er Bangsi sterkasti og besti bangsi í heimi. Hann þolir ekkert illt og berst gegn ranglæti hvar og hvenær sem er. Einn dag finnur Krissi Kló gull í stíflu bjórsins. Til þess að brjóta upp sífluna fær Krissi hana Lovu, dóttur nornarinnar, til að galdra Bangsa í burtu og getur hann þá komist óhindraður að gullinu. Þar sem Bangsi ef horfinn verða börnin í skóginum að hjálpast að og stöðva Krissa, en þá verða þau líka að hætta að rífast!
Útgefin: 18. apríl 2018
18. apríl 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Bræðurnir Erik og Atli eiga báðir við fjárhagsvanda að stríða af ólíkum ástæðum. Saman grípa þeir til þess ráðs að smygla dópi til landsins. Erik skipuleggur verkefnið í þaula og allt virðist ætla að ganga upp, en óvænt atvik setur strik í reikninginn.
Útgefin: 18. apríl 2018
20. apríl 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn José Padilha
Söguþráður Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum, þegar flugvél Air France var rænt árið 1976 á leið sinni frá Tel Aviv til Parísar, og sett var í gang ein djarfasta björgunaráætlun í sögunni.
Útgefin: 20. apríl 2018
20. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Ævintýri ungrar konu sem býr í Norður Karólínufylki í eitt ár.
Útgefin: 20. apríl 2018
27. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Russo, Joe Russo
Söguþráður The Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos, áður en eyðileggingarmáttur hans leggur alheiminn í rúst.
Útgefin: 27. apríl 2018
27. apríl 2018
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles. Hank er úrræðagóður hundur sem á sér draum um að verða samúræ. Hann kemur til lands þar sem eingöngu kettir búa. Og eins og allir vita þá virkilega hata kettir hunda.
Útgefin: 27. apríl 2018
3. maí 2018
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Claudio Fragasso
Söguþráður Ungt barn verður óttaslegið þegar það kemst að því að plöntu-étandi skrímsli ásækja fjölskylduna á ferðalagi, og breyta fríinu í martröð. Barnið fær hjálp frá látnum afa sínum til að bjarga ástkærri fjölskyldu sinni.
Útgefin: 3. maí 2018
4. maí 2018
GamanmyndGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Jay Chandrasekhar
Söguþráður Þegar landamæradeila rís á milli Bandaríkjanna og Kanada, þurfa Super Troopers að setja upp lögreglustöð á svæðinu sem deilt er um.
Útgefin: 4. maí 2018
4. maí 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Gamanmynd um móðurhlutverkið.
Útgefin: 4. maí 2018
4. maí 2018
GamanmyndRómantísk
Söguþráður Frekum og ofdekruðum eiganda snekkju er hent útbyrðist, og verður fórnarlam í hefndarplotti starfsmanns síns, sem hann hefur ekki farið nógu vel með. Myndin er enduregerð myndar frá 1987.
Útgefin: 4. maí 2018
11. maí 2018
Gamanmynd
Söguþráður Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg.
Útgefin: 11. maí 2018
11. maí 2018
RómantískDramaSöguleg
Leikstjórn Mike Newell
Söguþráður Rithöfundur myndar óvænt tengsl við íbúa á einni Guarnsey, skömmu eftir seinni heimsstyrjöldina, þegar hún ákveður að skrifa bók um reynslu þeirra í stríðinu.
Útgefin: 11. maí 2018
16. maí 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Tim Kirkby
Söguþráður Ofurhugi hannar og stjórnar eigin skemmtigarði með vinum sínum.
Útgefin: 16. maí 2018
18. maí 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Devin Hansen
Söguþráður Sjáðu manninn, Slenderman, því hann getur gert það sem enginn annar getur. Hér segir af stórri, grannri og hryllilegri veru með óeðlilega langa handleggi og tómt andlit, sem sögð er ábyrg fyrir því að ásækja og láta ótal börn og unglinga hverfa.
Útgefin: 18. maí 2018
18. maí 2018
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður
Útgefin: 18. maí 2018
18. maí 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Bill Holderman
Söguþráður Líf fjögurra góðra vinkvenna breytist til frambúðar, eftir að þær lesa söguna 50 Shades of Grey í bókaklúbbnum sínum.
Útgefin: 18. maí 2018
25. maí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Ævintýri Han Solo og Chewbacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian.
Útgefin: 25. maí 2018
30. maí 2018
GamanmyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Ross Venokur
Söguþráður Þrjár ævintýraprinsessur trúlofast sama manninum, Draumaprinsinum.
Útgefin: 30. maí 2018
1. júní 2018
Drama
Leikstjórn Baltasar Kormákur
Söguþráður Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum og segir frá ungri konu, Tami Oldham Ashcraft, sem þarf að takast á við mikið mótlæti á Kyrrahafinu eftir að skúta, sem hún og unnusti hennar höfðu tekið að sér að sigla frá Tahíti til San Diego í Bandaríkjunum fyrir eigendur hennar, gjöreyðilagðist í fjórða stigs fellibyl árið 1983. Í fjórða stigs fellibyl nær vindhraði 68 til 80 metrum á sekúndu. Þau þurftu að berjast við 15 metra háar öldur, sem þýðir að þegar skútan hafði náð á topp ölduskafls var fallhæðin á við fimm hæða hús. Í þessum hamagangi fékk Tami höfuðhögg og var meðvitundarlaus í 27 klukkustundir. Þegar hún vaknaði var mastrið, vélin og rafkerfið ónýtt. Talstöðin týnd og lítið eftir af mat og ferskvatni. Með lífsviljann að vopni reyndi hún að bjarga sér um 2.400 kílómetrum frá landi með því að beina skútunni eftir hafstraumum sem hún vonaði að myndu bera hana í land.
Útgefin: 1. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 8. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.A. Bayona
Söguþráður Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins, þá þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá útrýmingu.
Útgefin: 8. júní 2018
14. júní 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Gary Ross
Söguþráður Myndin gerist í New York og fjallar um skipulagt rán sem konurnar átta ætla að fremja á Met Gala-samkomunni. Á þessari samkomu fer árlega fram fjáröflun og tískusýning. Þar má einnig sjá skærustu stjörnur heims ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi.
Útgefin: 14. júní 2018
22. júní 2018
SpennumyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á meðan Helen, teygjustelpa, fer og bjargar heiminum.
Útgefin: 22. júní 2018
22. júní 2018
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Director X.
Söguþráður Endurgerð myndarinnar Super Fly frá árinu 1972.
Útgefin: 22. júní 2018
22. júní 2018
Drama
Leikstjórn Ken Scott
Söguþráður Saga fakírsins Ajatashatru Oghash Rathod, sem nær að telja þorpsbúum í Rajasthan í Indlandi trú um að hann búi yfir töframætti, og hann fær fólkið til að borga undir sig flug til Parísar til að hann geti keypt sér naglarúm í IKEA verslun.
Útgefin: 22. júní 2018
29. júní 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Stefano Sollima
Söguþráður Fíkniefnastríðið á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó hefur magnast, og dóphringirnir eru byrjaðir að flytja hryðjuverkamenn yfir landamærin til Bandaríkjanna. Til að ná árangri í baráttunni þá leiða þeir saman hesta sína á ný þeir alríkislögreglumaðurinn Matt Graver og Alejandro.
Útgefin: 29. júní 2018
29. júní 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Tomsic
Söguþráður Lítill hópur fyrrum bekkjarfélaga skipuleggur flókinn, árlegan "klukk" leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt.
Útgefin: 29. júní 2018
6. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Scott Lang reynir að finna jafnvægi á milli þess að vera bæði ofurhetja og faðir, en á sama tíma skipuleggja þau Hope van Dyne og Dr. Hank Pym mikilvæga sendiför, þar sem Ant-Man þarf að vinna með The Wasp, til að leiða í ljós leyndarmál úr fortíðinni.
Útgefin: 6. júlí 2018
6. júlí; 2018
GamanmyndRómantískSöngleikur
Söguþráður Tónlist níunda áratugarins svífur hér yfir vötnum þegar ungir elskendur með ólíkan bakgrunn, ögra foreldrum sínum og vinum og ákveða að halda fast við að vera kærustupar. Myndin er endurgerð myndar frá árinu 1983.
Útgefin: 6. júlí 2018
11. júlí; 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rannsaka dularfullan dauðdaga nunnu.
Útgefin: 11. júlí 2018
13. júlí; 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, þá verður Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlutverk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta samband allt of gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla.
Útgefin: 13. júlí 2018
13. júlí; 2018
Spennumynd
Söguþráður Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni. ...
Útgefin: 13. júlí 2018
20. júlí; 2018
27. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 27. júlí 2018
1. ágúst 2018
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Ethan Hunt og sérsveit hans og bandamenn, eiga í kappi við tímann eftir að verkefni misheppnast.
Útgefin: 1. ágúst 2018
3. ágúst 2018
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Susanna Fogel
Söguþráður Tveir vinkonur lenda í njósnaævintýri eftir að önnur þeirra kemst að því að hennar fyrrverandi er njósnari.
Útgefin: 3. ágúst 2018
3. ágúst 2018
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurBarnamyndTeiknimynd
Söguþráður Klikkuð fyrirætlun þorpara um að ná heimsyfirráðum, tengjast fimm ungum ofurhetjum sem dreyma um frægð og frama í Hollywood.
Útgefin: 3. ágúst 2018
10. ágúst 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jon Turteltaub
Söguþráður Eftir að hafa komist lífs af eftir árás 20 metra hákarls, þá þarf Jonas Taylor að horfast í augu við ótta sinn, til að bjarga fólki sem er fast í sokknum kafbáti.
Útgefin: 10. ágúst 2018
10. ágúst 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Jennifer Yuh Nelson
Söguþráður Eftir að sjúkdómur verður 98% bandarískra barna að bana, þá öðlast þau 2% sem eftir lifa ofurkrafta, og eru send í fangabúðir. 16 ára gömul stúlka sleppur úr búðunum, og gengur til liðs við aðra táninga á flótta frá yfirvöldum.
Útgefin: 10. ágúst 2018
17. ágúst 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Wyatt
Söguþráður Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin.
Útgefin: 17. ágúst 2018
17. ágúst 2018
Gamanmynd
Söguþráður Ævintýri Viggó Viðutan.
Útgefin: 17. ágúst 2018
17. ágúst 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Framhald The Equalizer frá árinu 2014 sem var byggð á samnefndum sjónvarpsþáttum um fyrrverandi lögreglumann sem er nú leigumorðingi.
Útgefin: 17. ágúst 2018
24. ágúst 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Yann Demange
Söguþráður Saga unglingsins Richard Wershe Jr. sem varð uppljóstrari fyrir lögregluna á níunda áratug síðustu aldar, og var að lokum handtekinn fyrir eiturlyfjaviðskipti, og dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Útgefin: 24. ágúst 2018
24. ágúst 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jon M. Chu
Söguþráður Myndin fjallar um bandaríska hagfræðiprófessorinn Rachel Chu, sem er af kínverskum ættum, sem fer með kærastanum til Singapore, til að vera við brúðkaup besta vinar hans, en lendir við það inni í lífi hinna ríku og frægu í Asíu. Hún kemst að því að kærastinn á fáránlega ríka fjölskyldu með myrka sögu, og allar konur vilja eignast hann.
Útgefin: 24. ágúst 2018
24. ágúst 2018
Hrollvekja
Söguþráður Þegar lögga sem er nýkomin úr meðferð fer á næturvakt í líkhúsi spítalans, þá lendir hún í skrýtnum og ofbeldisfullum atburðum, sem illur andi í einu líkanna er ábyrgur fyrir.
Útgefin: 24. ágúst 2018
24. ágúst 2018
GamanmyndGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Brian Henson
Söguþráður Þegar leikbrúðuleikarar í sjónvarpsþætti fyrir börn frá níunda áratug síðustu aldar eru myrtir einn af öðrum, þá fær einkaspæjari sem má muna sinn fífil fegurri, málið á sitt borð. Sagan gerist í heimi þar sem menn og brúður búa hlið við hlið, en litið er á brúðurnar sem annars flokks þegna í samfélaginu.
Útgefin: 24. ágúst 2018
31. ágúst 2018
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Christopher Jenkins
Söguþráður Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn.
Útgefin: 31. ágúst 2018
7. september 2018
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 7. september 2018
14. september 2018
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Ætlun Mary Stuart Skotadrottningar að steypa frænku sinni Elísabeti II, Englandsdrottningu, af stóli, endar með því að hún er fangelsuð í mörg ár og dæmd til dauða.
Útgefin: 14. september 2018
14. september 2018
GamanmyndDramaÆviágrip
Leikstjórn Stephen Merchant
Söguþráður Fyrrum fjölbragðaglímukappi og fjöskylda hans hafa í sig og á með því að halda sýningar á litlum stöðum hingað og þangað um Bandaríkin, á meðan börnin dreymir um að ganga til liðs við World Wrestling Entertainment.
Útgefin: 14. september 2018
14. september 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Shane Black
Söguþráður Framhald Predator frá árinu 1987.
Útgefin: 14. september 2018
21. september 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Hughes
Söguþráður Ótrúlegt ævintýri sem gerist í Evrópu á síðustu ísöld, fyrir um 20.000 árum. Ungur maður fer í sína fyrstu veiðiferð ásamt bestu veiðimönnum ættbálksins en meiðist og er skilinn eftir meðvitundarlaus. Þegar hann rankar við sér er hann einn og allslaus – hann þarf að halda lífi úti í náttúrunni sem er bæði óvægin og hörð og komast heim áður en vetur skellur á. Þegar hann finnur úlf sem hefur orðið viðskila við flokk sinn, ákveður hann að temja hann. Ólíkleg vinátta myndast milli drengsins og úlfsins og þurfa þeir að reiða sig hvor á annan til að komast í gegnum þær hremmingar sem mæta þeim á leið þeirra.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Myndin fjallar um Dr. Faraday, son húshjálpar, sem hefur öðlast virðingu í starfi sem læknir úti á landi. Eitt heitt sumar, árið 1947, er hann kallaður til að sinna sjúklingi í Hundreds Hall þar sem móðir hans starfaði áður. Húsið hefur verið í eigu Avres fjölskyldunnar í tvær aldir. Núna er það í niðurníðslu, og heimilisfólkið, móðir, sonur og dóttir, glíma við mikil vandamál. Þegar Faraday fer að sinna þessum nýja sjúklingi, á hefur hann enga hugmynd um hvað fjölskyldusagan mun tvinnast mikið hans eigin.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Dan Fogelman
Söguþráður Líf fólks frá New York og Spáni fléttast saman í gegnum nokkrar kynslóðir.
Útgefin: 21. september 2018
28. september 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Snjómaðurinn Migo fer að segja sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagnakenndri dýrategund, manninum Percy. Uppgötvun Migo færir honum frægð og frama og draumastúlkuna, en um leið fer tilveran öll í hálfgerða óreiðu.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Malcolm D. Lee
Söguþráður Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái GED prófum til að þeir nái að klára menntaskóla.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður
Útgefin: 28. september 2018
5. október 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Venom birtist fyrst í teiknimyndasögum sem hálfgert yfirtökusjálf Köngulóarmannsins. Þetta gerðist fyrst í 252. hefti The Amazing Spider Man frá árinu 1984. Nokkrum árum síðar fór þessi vera úr Peter Parker, og yfir í ljósmyndarann Eddie Brock, og úr varð andhetjan Venom. Persónan birtist síðast á hvíta tjaldinu í túlkun Topher Grace í Spider-Man 3, sem Sam Raimi leikstýrði árið 2007.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Kerr
Söguþráður Leyniþjónustumaðurinn Johnny English þarf að bjarga heiminum rétt eina ferðina.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
SpennumyndSpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Benedikt Erlingsson
Söguþráður Kona, kórstjóri á fimmtugsaldri, ákveður að bjarga heiminum og lýsir yfir stríði gegn allri stóriðju í landinu. Hún gerist skemmdarverkamaður og er tilbúin til að fórna öllu fyrir móður jörð og hálendi Íslands þar til munaðarlaus stúlka frá Búlgaríu stígur inn í líf hennar. Að bjarga einu barni er að bjarga heiminum. En er það nóg?
Útgefin: 5. október 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018
2. nóvember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Jean Grey byrjar að þróa með sér ótrúlega hæfileika sem spilla henni og breyta henni í Dark Phoenix. Núna þurfa x-Menn að ákveða hvort að líf eins úr hópnum er meira virði en líf alls fólks í heiminum.
Útgefin: 2. nóvember 2018
9. nóvember 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Hinn fúllyndi Grinch vill eyðileggja jólin fyrir íbúum í Whoville.
Útgefin: 9. nóvember 2018
30. nóvember 2018
SpennumyndDramaÍþróttamynd
Leikstjórn Steven Caple Jr.
Söguþráður Hinn nýkrýndi heimsmeistari í léttþungavigt, Adonis Creed, berst við Viktor Drago, son Ivan Drago, og nýtur leiðsagnar og þjálfunar Rocky Balboa.
Útgefin: 30. nóvember 2018
21. desember 2018
SpennumyndRómantískSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Hasarmynd um unga konu sem vill komast að því hver hún er, og breyta heiminum.
Útgefin: 21. desember 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurTeiknimynd
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
GamanmyndÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Etan Cohen
Söguþráður Grínútgáfa af sögunum um einkaspæjarann Sherlock Holmes og aðstoðarmanninn Doctor Watson
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
DramaTónlistarmyndÆviágrip
Söguþráður Sagan um Freddie Mercury og árin fram að Live Aid tónleikunum árið 1985.
Útgefin: 26. desember 2018
22. febrúar 2019
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 22. febrúar 2019
1. mars 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 1. mars 2019