Væntanlegt í bíó

22. september 2019
Drama
Leikstjórn Luis Buñuel
Söguþráður Hin unga og fallega húsmóðir, Séverine Serizy, á erfitt með að sætta sig við að geta ekki upplifað masókisma-kynóra sína samhliða hversdagslegu lífi með hinum dugmikla eiginmanni Pierre. Dag enin þegar vinur hennar Henri, sem einnig er ástfanginn af Séverine, segir henni frá leynilegu háklassa vændishúsi sem rekið er af Madame Anais, byrjar Séverine að vinna þar á daginn undir nafninu Belle de Jour. En þegar einn af skjólstæðingum hennar gerist sífellt yfirráðasamari verður hún að reyna að snúa aftur í sitt venjulega líf.
Útgefin: 22. september 2019
27. september 2019
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn James Gray
Söguþráður Geimfarinn Roy McBride ferðast út að ystu mörkum sólkerfisins í leit að föður sínum sem hvarf í samskonar ferð nokkrum árum fyrr en gæti samt enn verið á lífi. Um leið reynir Roy að leysa ógnvekjandi gátu sem snertir framtíð alls lífs á Jörðu.
Útgefin: 27. september 2019
27. september 2019
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Ari Aster
Söguþráður Þótt brestir séu komnir í samband þeirra Christians og Dani ákveður hann að bjóða henni með á miðsumarshátíð í Norður-Svíþjóð sem hann hafði upphaflega ætlað að fara á með tveimur bestu vinum sínum en án hennar. Í ljós kemur að „hátíðin“ er allt annars eðlis en þau hefðu getað ímyndað sér.
Útgefin: 27. september 2019
4. október 2019
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Todd Phillips
Söguþráður Misheppnaður grínisti missir vitið, og verður brjálaður morðingi.
Útgefin: 4. október 2019
4. október 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Ævintýralegur og töfrandi snjómaður leitar fjölskyldu sinnar.
Útgefin: 4. október 2019
7. október 2019
SögulegÆviágrip
Leikstjórn Michal Rosa
Söguþráður Árið er 1901 á geðspítala í rússneska hluta Póllands. Einn sjúklinganna er pólitískur fangi - Józef Pilsudski. Pólska andspyrnuhreyfingin undirbýr björgunarleiðangur til að bjarga þessum þekkta aðgerðasinna. Pilsudski er frelsaður úr prísundinni, en hann getur samt ekki snúið aftur heim til sín eins og ekkert sé. Næstu ár eru full af óvissu, byltingum, ofbeldi og svikum. Nú þarf Pilsudski að finna jafnvægi í ástandinu, og huga að því að hvernig hægt er að endurheimta sjálfstæði Póllands.
Útgefin: 7. október 2019
7. október 2019
GamanmyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Joon-ho Bong
Söguþráður Myndin fjallar um bláfátæka fjölskyldu í kóreskri borg en einn daginn breytist allt þegar sonurinn fær vinnu við að kenna unglingsstúlku ríkra hjóna.
Útgefin: 7. október 2019
8. október 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Vicky Jones
Söguþráður Sprenghlægilegt og margverðlaunað uppistand sem varð kveikjan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum Fleabag á BBC er nú loksins komið í bíó! Uppistandið kann að vera óvægið, dónalegt og byggt á sjálfmiðuðu tilfinningaklámi en hvað er það á milli vina?
Útgefin: 8. október 2019
9. október 2019
Tónlistarmynd
Söguþráður Þungarokkshljómsveitin Metallica og San Fransisco sinfóníuhljómsveitin leika saman í Chase Center í San Fransisco.
Útgefin: 9. október 2019
11. október 2019
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ang Lee
Söguþráður Leigumorðingi sem má muna sinn fífil fegurri, þarf að berjast við yngri klón af sjálfum sér.
Útgefin: 11. október 2019
11. október 2019
Drama
Leikstjórn May el-Toukhy
Söguþráður Lögfræðingurinn Anne tælir stjúpson sinn á unglingsaldri, og setur þar með allt sitt áferðarfallega líf í hættu, en hún á fallegt heimili, tvær dætur og eiginmann sem er farsæll læknir.
Útgefin: 11. október 2019
11. október 2019
ÆvintýramyndÍslensk meðframleiðsla
Leikstjórn Fenar Ahmad
Söguþráður Víkingabörnin Röskva og Þjálfi koma í Goðheima með þrumuguðinum Þór og Loka hinum lævísa. Goðheimar eru að hruni komnir og eingöngu krakkarnir geta komið til bjargar.
Útgefin: 11. október 2019
14. október 2019
Tónlistarmynd
Leikarar: Roger Waters
Söguþráður Roger Waters, ein aðalsprautan í bresku rokkhljómsveitinni Pink Floyd, býður hér upp á tónleika og mikið sjónarspil. Myndin er tekin upp í Amsterdam á tónleikaröð hans í Evrópu 2017-2018. Yfir tvær milljónir manna sáu Waters á þessu tónleikaferðalagi, en þar flutti hann lög af Pink Floyd plötunum The Dark Side of the Moon, The Wall, Animals, Wish You Were Here, og af nýjustu plötu sinni Is This The Life We Really Want?
Útgefin: 14. október 2019
15. október 2019
Drama
Leikstjórn Ivo van Hove
Söguþráður Leikrit sem unnið er upp úr samnefndri kvikmynd. Sagan segir frá efnilegri ungri leikkonu, Eve Harrington. Hún kemur illa til reika inn í búningsherbegi Broadway stórstjörnunnar Margo Channing og segir henni og vinum hennar raunasögu sína. Margo tekur Eve undir sinn verndarvæng, en Eva þakkar fyrir sig með því að brugga launráð gegn henni.
Útgefin: 15. október 2019
15. október 2019
Heimildarmynd
Leikstjórn Carl Javér
Söguþráður Fjögur ungmenni sem lifðu árásirnar í Útey þann 22. júlí 2011 koma saman sex árum síðar til þess að rifja upp sína upplifun. Þau vinna sig í gegnum ferlið með aðstoð sálfræðings og 12 annarra norskra ungmenna í myndveri þar sem þau reyna að staðsetja og gera upp upplifun sína.
Útgefin: 15. október 2019
15. október 2019
Drama
Leikstjórn Tuva Novotny
Söguþráður Móðir reynir eftir bestu getu að setja sig í spor og skilja geðræn vandamál dóttur sinnar og Blindsone er fyrsta mynd Tuva Novotny í fullri lengd sem hún skrifar og leikstýrir. Myndin er tekin upp í einni samfelldri töku í rauntíma.
Útgefin: 15. október 2019
15. október 2019
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Miia Tervo
Söguþráður Kvöld eitt við pylsuvagn í finnska Lapplandi kynnist hin partýglaða og skuldbindingafælna Aurora írönskum manni að nafni Darian. Darian þarf að giftast finnskri konu svo að hann og dóttir hans fái hæli í landinu. Aurora kynnir Darian fyrir hverri konunni á fætur annarri en verður um leið æ nánari honum. Þegar hin fullkomna verðandi eiginkona kemur til skjalanna standa Darian og Aurora frammi fyrir tveimur afarkostum: að láta sem þau séu hamingjusöm eða hætta loksins að flýja.
Útgefin: 15. október 2019
18. október 2019
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Joachim Rønning
Söguþráður Myndin gerist nokkrum árum eftir fyrri kvikmyndina, og haldið verður áfram að skoða flókið sambandið á milli hinnar hyrndu Maleficent og Aurora prinsessu. Þær mynda ný bandalög og mæta nýjum óvinum.
Útgefin: 18. október 2019
18. október 2019
Gamanmynd
Leikstjórn Jon Lucas, Scott Moore
Söguþráður Gamanmynd um það hvað getur gerst þegar þú elskar símann þinn meira en allt annað í lífinu. Phil glímir við meðvirkni á háu stigi - hann er háður símanum sínum. Hann á enga vini, hann vinnur við að skrifa topp tíu lista, og lifir engu ástalífi. En nú er staða hans að breytast. Þegar hann neyðist til að uppfæra símann sinn, þá kemur nýja útgáfan með óvæntri virkni ... Jexi - sem er gervigreindar markþjálfi, sýndarveruleikaaðstoð og klappstýra. Með þessari hjálp byrjar Phil smám saman að öðlast venjulegt líf á ný. En eftir því sem hann verður minna háður símanum, þá þróast gervigreindin yfir í tæknimartröð, sem er ákveðin í að halda Phil fyrir sjálfa sig, hvað sem það kostar.
Útgefin: 18. október 2019
18. október 2019
Drama
Leikstjórn John Crowley
Söguþráður Vel stæð fjölskylda í New York tekur að sér 13 ára gamlan dreng, Theo Decker, eftir að móðir hans lætur lífið í hryðjuverkaárás í Metropolitan safninu. Í ringulreiðinni eftir sprenginguna tekur Decker með sér ómetanlegan listgrip, sem þekktur er sem Gullfinkan.
Útgefin: 18. október 2019
18. október 2019
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Silja Hauksdóttir
Söguþráður Mæðgurnar Rannveig (52) og Agnes (18) búa á Akranesi ásamt föður Agnesar, (Einari) 52. Rannveig er í tilvistarkreppu, óánægð í starfi sínu fyrir fjölskyldufyrirtækið og hjónabandið komið á algera endastöð. Samband fjölskyldunnar einkennist af stjórnsemi og spennu og Agnes er í uppreisn. Þegar leikarinn Hreinn (41), flytur í bæinn til þess að vinna að kvikmyndahandriti, heillast þau öll af honum, hver á sinn hátt og þroskasaga mæðgnanna hefst fyrir alvöru.
Útgefin: 18. október 2019
25. október 2019
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Teiknimynd um hina draugalegu Addams fjölskyldu.
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
SpennumyndGamanmyndHrollvekja
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Í myndinni mæta uppvakningabanarnir fræknu nýrri tegund uppvakninga, sem hafa þróast frá því upprunalega myndin var frumsýnd, auk þess sem þau þurfa að takast á við venjulegt mannfólk sem lifði af uppvakningapláguna sem fór sem eldur í sinu um Jörðina, og eirði engu.
Útgefin: 25. október 2019
25. október 2019
Drama
Söguþráður Pati, námsmaður í blaðamennsku, ákveður að taka upp útskriftarverkefnið sitt í Dzhabana í Kirgisistan. Hún hefur sérstakan áhuga á nálægði bæjarins við nærliggjandi ríki, sem gegnir stóru hlutverki í lífi margra bæjarbúa. Sumir sjá landamærin á hverjum degi á leið til og frá vinnu, aðrir fara yfir þau til að versla og fyrir þá sem taka þátt í smygli eru landamærin ábatasöm tekjulind. Shima, Kycha og Baton tilheyra þriðja flokknum og smygla vörum á fjórhjóladrifsbíl sínum. Pati hittir þrenninguna fljótlega eftir komu sína til Dzhabana, þegar hún sér nýju myndavélina sína, sem var stolið frá henni, í höndum Baton. Pati slærst í hópinn með genginu, fyrst sem áhorfandi og svo sem virkur þátttakandi. Næst kemur Shima með áætlun um smygl á stolnu lúxus ökutæki.
Útgefin: 25. október 2019
1. nóvember 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Tim Miller
Söguþráður Beint framhald af Terminator 2: Judgement Day.Sarah Connor er snúin aftur, tveimur áratugum eftir atburðina í Judgement Day. Hún þarf að vernda unga konu að nafni Dani Ramos og vini hennar, en tortímandi úr bráðnum málmi, er sendur úr framtíðinni til að drepa þau.
Útgefin: 1. nóvember 2019
8. nóvember 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Söguþráður Þegar geimvera með ótrúlega ofurkrafta lendir nærri Mossy Bottom sveitabænum, þá fer Hrúturinn Hreinn í leiðangur til að reka gestinn heim áður en illir þrjótar grípa hana.
Útgefin: 8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
Hrollvekja
Leikstjórn Mike Flanagan
Söguþráður Myndin gerist eftir atburði The Shining, en nú er Dan Torrence orðinn fullorðinn og hittir unga stúlku sem býr yfir álíka dulrænum hæfileikum og hann, og gerir hvað hann getur til að vernda hana fyrir sértrúarsöfnuði sem er þekktur undir nafninu The True Knots, en liðsmenn safnaðarins nærast á börnum með yfirnáttúrulega hæfileika, til að öðlast eilíft líf.
Útgefin: 8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Elizabeth Banks
Söguþráður Endurræsing á myndinni frá árinu 2000, sem byggð var á sjónvarpsþáttum frá áttunda áratug síðustu aldar. Ný kynslóð einkaspæjara er nú komin til starfa fyrir hinn dularfulla Charlie.
Útgefin: 8. nóvember 2019
8. nóvember 2019
DramaSöguleg
Leikstjórn Dariusz Gajewski
Söguþráður Myndin fjallar um þann tímapunkt þegar fólk er að færast inn inn á fullorðinsár á erfiðum tímum, í samfélaginu. Józek, sem er liðhlaupi úr her tsarista gengur til liðs við Legions útlagaherinn.
Útgefin: 8. nóvember 2019
13. nóvember 2019
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikarar: Shakira
Söguþráður Tónleikar þar sem blandað er saman persónulegum augnablikum og kraftmikilli tónleikaframkomu Shakiru frá El Dorado metsölu heimstúrnum. Í kjölfar gríðarlega vel heppnaðrar útgáfu plötu söngkonunnar Shakira El Dorado – sem hún hlaut tvenn Grammy verðlaunin fyrir – snéri Shakira aftur á heimssviðið með vinsælustu tónleikaröð hennar til þessa. Þarna tróð hún upp fyrir uppseldum leikvöngum um allan heim með nýlegum smellum á borð við “Chantaje“ og “La Bicicleta“ ásamt fjöldamörgum gullmolum úr 20 ára ára efnisskrá sinni svo sem “Hips Don’t Lie“, “Waka Waka (This Time for Africa)“ og “Estoy Aqui“. Shakira In Concert: El Dorado World Tour færir okkur þessa risatónleika á stóra tjaldið, ásamt því að draga fram í gegnum heimildaefni og frásögn Shakira með eigin orðum hápunktana í því átaki sem þurfti til að koma slíkum stórtónleikum til 22 landa og tæplega milljón aðdáenda, í kjölfar heljarinnar drama vegna þess að þurfa að fresta öllu tónleikaferðalaginu vegna áverka á raddböndum í nóvember 2017.
Útgefin: 13. nóvember 2019
15. nóvember 2019
SpennumyndDramaÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Söguþráður Bandaríski bílahönnuðurinn Carroll Shelby og ökuþórinn Ken Miles takast á við afskipti fyrirtækisins, eðlislögmálin og þeirra eigin persónulegu djöfla, í aðdragandanum að hönnun byltingarkennds kappakstursbíls Ford, sem á að keppa við Ferrari í Le Mans kappakstrinum árið 1966.
Útgefin: 15. nóvember 2019
15. nóvember 2019
SpennumyndDramaSöguleg
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Sagan af bardaganum um Midway, í endursögn herforingjanna og sjómannanna, sem tóku þátt í bardaganum. Þar börðust bandaríski herinn og japanski herinn, en bardaginn markaði tímamót í baráttunni á Kyrrahafinu í Seinni heimsstyrjöldinni.
Útgefin: 15. nóvember 2019
17. nóvember 2019
SpennumyndDramaSpennutryllirVestriGlæpamynd
Leikstjórn Sam Peckinpah
Söguþráður Bandarískur barpíanisti og vinkona hans vændiskonan, fara í ferðalag í gegnum undirheima Mexíkó, til að reyna að komast yfir fé sem lagt var til höfuðs látnum glaumgosa.
Útgefin: 17. nóvember 2019
22. nóvember 2019
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Buck, Jennifer Lee
Söguþráður Anna, Elsa, Kristoff og Olaf fara langt inn í skóginn til að komast að sannleikanum um forna ráðgátu um konungsdæmið.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Brian Kirk
Söguþráður Myndin fjallar um rannsóknarlögreglumann í New York sem fallið hefur í ónáð, sem fær eitt tækifæri til að rétta sinn hlut. Hann fær það verkefni að elta mann sem myrti lögregluþjón.Hann kemst á snoðir um stórt samsæri sem tengir lögrelumenn við glæpaveldi og hann þarf að ákveða hverja hann er að elta, og hver er í raun að elta hann. Í ferlinu, þá er Manhattan algjörlega lokuð í fyrsta sinn í sögunni - ekki er hægt að komast inn eða út af eyjunni, og allar 17 brýrnar lokaðar.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Rúnar Rúnarsson
Söguþráður Á meðan Ísland er í óða önn að gera sig tilbúið fyrir hátíðarnar, er einkennilegt andrúmsloft að falla yfir landið og fólk finnur bæði fyrir spennu og áhyggjum. Eyðibýli stendur í ljósum logum í sveitinni, í grunnskóla eru krakkar að leika í jólasöngleik, í sláturhúsi, dángla nauta skánkar, í miðju safni stendur kona og rífst í símann, ungur strákur fær ömmu sína til að prófa nýju sýndarveruleika gleraugun sín... Í gegnum 59 senur, dregur myndin fram bæði, biturð og blíðu í nútíma samfélagi.
Útgefin: 22. nóvember 2019
22. nóvember 2019
TónlistarmyndÆviágrip
Leikstjórn Michal Wegrzyn
Söguþráður Proceder er hrífandi saga rapparans Tomasz Chada - stráks úr fjölbýlishúsahverfi, með sál skálds. Hann var sannur og heiðarlegur í textum sínum. Andlát Chada bar að með óútskýranlegum hætti, og skelfdi aðdáendur og stúlkuna sem hann elskaði. Tónlistin var líf hans og heimurinn sem hann flúði í þegar veruleikinn hafði ekki mikið að bjóða honum.
Útgefin: 22. nóvember 2019
29. nóvember 2019
GamanmyndDrama
Leikstjórn Paprika Steen
Söguþráður Gamanmynd um trega og sorgir sem geta leyst upp heilu fjölskyldurnar – og böndin sem binda þær saman.
Útgefin: 29. nóvember 2019
29. nóvember 2019
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Spæjari rannsakar dauða ættföðurs í sérkennilegri og átakagjarnri fjölskyldu.
Útgefin: 29. nóvember 2019
29. nóvember 2019
Drama
Leikstjórn Bill Condon
Söguþráður Svikahrappurinn Roy Courtnay trúir því varla hvað hann er heppinn þegar hann hittir ekkjuna Betty McLeish á netinu. Betty opnar dyr sínar, og hann annast hana og það sem átti að vera svindl og svínarí verður mesti og víðsjárverðasti línudans lífs hans.
Útgefin: 29. nóvember 2019
1. desember 2019
DramaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Jean-Luc Godard
Söguþráður Bandarískur leyniþjónustumaður er sendur til hinnar fjarlægu geimborgar Alphaville, þar sem hann þarf að leita uppi týnda manneskju, og frelsa borgina undan oki einræðisherra.
Útgefin: 1. desember 2019
6. desember 2019
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Edward Norton
Söguþráður Myndin gerist á sjötta áratug síðustu aldar í New York í Bandaríkjunum. Lionel Essrog er einmana einkaspæjari með Tourette heilkennið, sem reynir að leysa gátuna um morðið á lærimeistara sínum og eina vini, Frank Minna.
Útgefin: 6. desember 2019
13. desember 2019
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Vinahópur snýr aftur í Jumanji spilið til að bjarga einum úr hópnum, en kemst að því að ekkert er eins og þau bjuggust við. Leikmennirnir þurfa að sýna hugrekki, og kljást við krefjandi aðstæður, allt frá brennheitum eyðimörkum til kaldra og snævi þakinna fjalla, til að sleppa úr hættulegasta leik í heimi.
Útgefin: 13. desember 2019
18. desember 2019
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 18. desember 2019
26. desember 2019
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Nick Bruno, Troy Quane
Söguþráður Þegar besti njósnari í heimi breytist í dúfu, þá þarf hann að stóla á njörðinn og tæknistjóra sinn, til að bjarga heiminum.
Útgefin: 26. desember 2019
26. desember 2019
GamanmyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Tom Hopper
Söguþráður Kattahópurinn Jellicles þarf að ákveða á hverju ári hver á að fara upp í gufuhvolfið og koma aftur til baka í Jellicle lífið.
Útgefin: 26. desember 2019
26. desember 2019
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður Ofurvenjulegt líf Carol Peters breytist skyndilega þegar hún fer allt í einu að heyra einkennilegar raddir úr sjónvarpinu, símanum, örbylgjuofninum og fleiri heimilistækjum. Er hún að missa vitið? Í raun hefur hún verið valin til að prófa fyrstu gervigreindar-ofurvitsmunina, og smátt og smátt yfirtekur þetta líf hennar. Hún gæti þó verið síðasta von mannkyns áður en gervigreindin tekur öll völd.
Útgefin: 26. desember 2019
3. janúar 2020
DramaÆviágrip
Leikstjórn Jay Roach
Söguþráður Myndin er byggð á hneykslismáli, og gefur innsýn í eitt helsta fjölmiðlaveldi samtímans; Fox News í Bandaríkjunum. Sögð er sagan af konunum sem stigu fram, og forstjóri stöðvarinnar sagði af sér í kjölfarið, en hann var sakaður um kynferðislega áreitni.
Útgefin: 3. janúar 2020
3. janúar 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Andy Fickman
Söguþráður Hópur ólíkra bardagamanna reynir að koma böndum á þrjá ódæla krakka.
Útgefin: 3. janúar 2020
10. janúar 2020
GamanmyndDramaStríðsmynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Háðsádeila sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni um þýskan dreng úr Hitlersæskunni að nafni Jojo, sem kemst að því að einstæð móðir hans er með unga gyðingastúlku í felum á háaloftinu á heimili þeirra. Nú þarf Jojo að horfast í augu við blint þjóðernisofstækið sem hann er haldinn, ásamt ímynduðum vini sínum, fábjánanum Adolf Hitler.
Útgefin: 10. janúar 2020
10. janúar 2020
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Sam Mendes
Söguþráður Tveir ungir breskir hermenn í fyrri heimsstyrjöldinni fá erfitt verkefni: að afhenda skilaboð handan óvinalínu, sem munu koma í veg fyrir að þeirra eigin samherjar, þar á meðal bróðir annars þeirra, gangi í lífshættulega gildru.
Útgefin: 10. janúar 2020
10. janúar 2020
GamanmyndDrama
Leikstjórn Ragnar Bragason
Söguþráður Kerfisfræðingurinn Indíana Jónsdóttir býr einangruð í lítilli blokkaríbúð umkringd innflytjendum sem hún fyrirlítur. Í litlum garðskika við íbúðina stendur gullregn, verðlaunað tré sem er stolt hennar og yndi. Þegar einkasonurinn kemur heim með kærustu af erlendum uppruna snýst heimur Indíönu à hvolf.
Útgefin: 10. janúar 2020
17. janúar 2020
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Joe Carnahan
Söguþráður Marcus Burnett er núna deildarstjóri í lögreglunni og Mike Lowery er í krísu. Þeir leiða saman hesta sína að nýju þegar albanskur málaliði, sem á harma að hefna þar sem þeir félagar drápu bróður hans, lofar þeim mikilvægum bónus.
Útgefin: 17. janúar 2020
24. janúar 2020
RómantískDrama
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Uppvaxtarsaga fjögurra systra á árunum eftir borgarastyrjöldina í Bandaríkjunum, á seinni hluta 19. aldarinnar.
Útgefin: 24. janúar 2020
24. janúar 2020
DramaHrollvekja
Leikstjórn Floria Sigismondi
Söguþráður Ung kennslukona er ráðin til starfa af manni sem hefur fengið forræði yfir ungum frænda sínum og frænku, eftir dauða foreldranna. Myndin er nútímaútgáfa af sögu Henry James, The Turn of the Screw.
Útgefin: 24. janúar 2020
31. janúar 2020
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Andrea Di Stefano
Söguþráður Fyrrverandi fangi reynir að smygla sér í raðir mafíunnar, í rammgerðu öryggisfangelsi.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
Fjölskyldumynd
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Grjótharður CIA leyniþjónustumaður á nú allt undir bráðþroska níu ára stúlku, eftir að hann fær það verkefni að fylgjast með fjölskyldu hennar á laun.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
DramaÆviágrip
Leikstjórn Marielle Heller
Söguþráður Sönn saga Fred Rogers, sem stjórnaði og bjó til barnaþættina MisteRogers´ Neighborhood.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
Drama
Leikstjórn Melina Matsoukas
Söguþráður Fyrsta stefnumót hjá karli og konu, tekur óvænta stefnu þegar lögreglan stoppar þau.
Útgefin: 31. janúar 2020
14. febrúar 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Þegar samansafn verstu harðstjóra og glæpaforingja heimsins býr sig undir að efna til stríðs sem mun þurrka milljónir manna út af yfirborði Jarðar, er aðeins einn maður sem getur stöðvað þá.
Útgefin: 14. febrúar 2020
21. febrúar 2020
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Dreifbýlislögga frá Green Hills hjálpar Sonic að flýja frá yfirvöldum, sem vilja klófesta hann.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Dave Wilson
Söguþráður Mafíósinn Ray Garrison er reistur upp frá dauðum, og fær í leiðinni ofurkrafta.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Sanders
Söguþráður Lífsbarátta sleðahunds í Alaska.
Útgefin: 21. febrúar 2020
6. mars 2020
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Tveir álfabræður á unglingsaldri, Ian og Barley Lightfoot, sem búa í úthverfi í ævintýraheimi, fara í ferð til að kanna hvort að enn séu einhverjir töfrar eftir í heiminum, til að þeir geti eytt einum degi með föður sínum, sem dó á meðan þeir voru of ungir til að muna eftir honum.
Útgefin: 6. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 13. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Adam Wingard
Söguþráður Hinn gríðarstóri api King Kong mætir hinu óstöðvandi japanska skrímsli Godzilla, og heimurinn horfir á og fylgist með hvort skrimslanna verður konungur.
Útgefin: 13. mars 2020
3. apríl 2020
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 3. apríl 2020
8. apríl 2020
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Myndin hefst þar sem Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt það breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð.
Útgefin: 8. apríl 2020
27. maí 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Artemis Fowl II, er ungur írskur meistaraglæpón. Hann rænir Holly Short og krefst lausnargjalds, til að fjármagna leitina að föður sínum og endurreisn fjölskylduveldisins.
Útgefin: 27. maí 2020
24. júní 2020
Spennumynd
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Söguþráður ókunnur að svo stöddu.
Útgefin: 24. júní 2020
17. júlí; 2020
SpennumyndSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna.
Útgefin: 17. júlí 2020