Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

27. nóvember 2020
Drama
Leikstjórn Scott Wiper
Söguþráður Samskipti Englendinga og Bandaríkjamanna versna til muna þegar mafíuforingjar frá London fjárfesta í olíufyrirtæki í vestur Virginíuríki, í þeim tilgangi að þvætta illa fengið fé.
Útgefin: 27. nóvember 2020
27. nóvember 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Sean McNamara
Söguþráður Kötturinn Gwen og hundurinn Roger, eru leynilegir fulltrúar, sem vernda Jörðina án þess að mennirnir komist nokkurn tímann að því. Samvinna þeirra byggist á hinu mikla vopnahléi, sem hefur stöðvað hunda og ketti í að fara í hár saman um áratugaskeið. En friðurinn virðist vera úti þegar páfagaukur og erkiþorpari, uppgötvar leið til að stjórna þráðlausum tíðnum sem bara hundar og kettir heyra. Munu hetjurnar ná að stöðva hinar illu erindagjörðir, eða mun páfagaukurinn koma af stað nýju stríði milli tegundanna.
Útgefin: 27. nóvember 2020
27. nóvember 2020
Drama
Söguþráður Diskódansarinn Mirjam er stöðugt að keppa um verðlaun í danskeppnum þar sem allt liggur undir. Fjölskylda hennar tilheyrir trúarkölti, en söfnuðurinn reynir allt til þess að ná til ungs fólks til að fá þau í lið með sér. Plötusnúðar og dans, veitingar og fleira eru á boðstólnum á samkomum á vegum safnaðarins. En einn daginn þá kemur svolítið upp á hjá Mirjam, en þá breytist allt…
Útgefin: 27. nóvember 2020
27. nóvember 2020
Drama
Leikstjórn Thomas Vinterberg
Söguþráður Fjórir vinir, sem allir eru menntaskólakennarar, ákveða að sannreyna kenninguna um að þeim muni ganga betur í lífinu ef þeir eru alltaf með örlítið áfengismagn í blóðinu. Þessi tilraun á eftir að hafa óvæntar afleiðingar og sýna þeim félögum nýjar hliðar á sjálfum sér sem þeir áttu kannski ekki von á.
Útgefin: 27. nóvember 2020
27. nóvember 2020
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Eshom Nelms, Ian Nelms
Söguþráður Jólasveinninn þarf að berjast við leigumorðingja sem óánægt barn sendir á hann.
Útgefin: 27. nóvember 2020
4. desember 2020
GamanmyndHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Christopher Landon
Söguþráður Eftir að hafa skipt á líkama við klikkaðan raðmorðingja, þá kemst menntaskólastelpa að því að hún hefur aðeins einn sólarhring til stefnu, áður en breytingin verður varanleg.
Útgefin: 4. desember 2020
4. desember 2020
FjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jennifer Westcott
Söguþráður Þegar eitt af hreindýrum Jólasveinsins, Blitzen, tilkynnir að hann ætli að setjast í helgan stein þann 21. desember, þá hefur smáhestur þrjá daga til að láta draum sinn um að draga sleða Jólasveinsins rætast.
Útgefin: 4. desember 2020
4. desember 2020
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Ben Falcone
Söguþráður Ofurvenjulegt líf Carol Peters breytist skyndilega þegar hún fer allt í einu að heyra einkennilegar raddir úr sjónvarpinu, símanum, örbylgjuofninum og fleiri heimilistækjum. Er hún að missa vitið? Í raun hefur hún verið valin til að prófa fyrstu gervigreindar-ofurvitsmunina, og smátt og smátt yfirtekur þetta líf hennar. Hún gæti þó verið síðasta von mannkyns áður en gervigreindin tekur öll völd.
Útgefin: 4. desember 2020
18. desember 2020
GamanmyndRómantískDramaSpennutryllir
Leikstjórn Adam Mason
Söguþráður Árið er 2022 og faraldur geisar um alla Jörðina, í borgum og bæjum. Myndin fjallar um nokkra aðila sem takast á við ástandið, en fylgifiskar þess eru sjúkdómar, herlög, sóttkví og sjálfskipaðir löggæslumenn.
Útgefin: 18. desember 2020
18. desember 2020
RómantískDramaGlæpamyndSöngleikur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Kvikmyndagerð söngleikjarins West Side Story, sem fjallar um forboðnar ástir og átökin á milli Jets og Sharks, tveggja unglingsgengja af ólíkum kynþáttum.
Útgefin: 18. desember 2020
18. desember 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Craig Brewer
Söguþráður Akeem prins kemst að því að hann á son í Bandaríkjunum, og þarf nú að snúa aftur til landsins til að hitta væntanlegan erfingja krúnunnar í Afríkuríkinu Zamunda.
Útgefin: 18. desember 2020
26. desember 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Patty Jenkins
Söguþráður Í myndinni er spólað hratt áfram í tíma, eða allt fram á níunda áratug síðustu aldar. Þar bíða ný ævintýri eftir Wonder Woman, og nýir þorparar sem hún þarf að takast á við, þeir Max Lord og The Cheetah.
Útgefin: 26. desember 2020
26. desember 2020
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Karen, lífsreynd sveitapía, kemur á vel pimpaða bílnum sínum að sækja vinkonu sína Tönju, fáláta borgarsnót, sem akkúrat á því augnabliki er að lemja sokkum í andlitið á kærastanum og hætta með honum enn eina ferðina. Þær stöllur halda saman út á land þar sem þær hyggjast vinna á stóru sveitabýli yfir sumarið. Tanja á erfitt með sig eftir sambandsslitin og virðist strax sjá eftir ferðinni en þegar á býlið er komið fellur hún fljótt fyrir myndarlegum sveitapilti þar á bæ. Hins vegar þegar tilraunir hennar til að heilla piltinn upp úr skónum misheppnast herfilega byrjar hún að dást að því hvernig Karen virðist geta sofið hjá hverjum sem er án væntinga eða eftirmála. Tanja biður því Kareni um að kenna sér að vera eins og hún. Kenna henni hvernig á að vera klassa drusla.
Útgefin: 26. desember 2020
26. desember 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Joel Crawford
Söguþráður Forsögulega Croods fjölskyldan, þarf að takast á við Betterman fjölskylduna, sem þykist vera lengra komin á þróunarbrautinni en Croods fjölskyldan.
Útgefin: 26. desember 2020
8. janúar 2021
Drama
Söguþráður Anthony neitar að þiggja hjálp frá dóttur sinni Anne þegar hann eldist. Eftir því sem hann reynir að skilja betur hvernig allar kringumstæður eru að breytast hjá honum, þá fer hann að efast um ástvini sína, eigin geðheilsu og jafnvel raunveruleikann í kringum hann.
Útgefin: 8. janúar 2021
15. janúar 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Þegar Bea og Thomas fara í ferðalag, grípur Peter tækifærið og strýkur.
Útgefin: 15. janúar 2021
15. janúar 2021
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Ung kona erfir hús ömmu sinnar sem hún hitti aldrei, í borg sem hún hefur aldrei séð. Í trássi við vilja móður sinnar leggur hún í ferðalag til að ná skilningi á sársauka fortíðarinnar, en með þeirri ákvörðun veldur hún uppnámi og róti sem hún kemst ekki lifandi frá nema með aðstoð látinna forfeðra og -mæðra.
Útgefin: 15. janúar 2021
15. janúar 2021
Drama
Leikstjórn Chloé Zhao
Söguþráður Myndin segir frá Fern, konu á sjötugsaldri, sem býr í litlum bæ í Nevada ríki í Bandaríkjunum. Hún heldur af stað í ferðalag á sendiferðabíl eftir að hafa tapað öllu í kreppunni miklu. Hún kannar lífið og tilveruna utan við hið hefðbundna samfélag, og lifir lífinu eins og nútíma hirðingi.
Útgefin: 15. janúar 2021
22. janúar 2021
SpennumyndDramaVestriÆvintýramynd
Leikstjórn Paul Greengrass
Söguþráður Hermaður sem barðist í þrælastríðinu í Bandaríkjunum fellst á að fara með stúlku, sem Kiowa þjóðflokkurinn tók að sér fyrir mörgum árum, til frænku sinnar og frænda, gegn vilja hennar sjálfrar. Þau ferðast hundruði kílómetra, og mæta ótal hættum á leiðinni.
Útgefin: 22. janúar 2021
29. janúar 2021
Spennutryllir
Leikstjórn John Lee Hancock
Söguþráður Útbrunna löggan Deke og fíkniefnalöggan Baxter, vinna saman að því að elta uppi raðmorðingja. Deke hefur nef fyrir smátriðum, sem hjálpar mikið til við lausn málsins, en hann er ekki tilbúinn að fara á svig við lög og reglur, sem veldur spennu milli mannanna. Draugar fortíðar sækja einnig að Deke.
Útgefin: 29. janúar 2021
12. febrúar 2021
GamanmyndRómantískTónlistarmynd
Leikstjórn Kat Coiro
Söguþráður Tónlistarmennirnir og ofurstjörnurnar Kat Valdez og Bastian ætla að giftast frammi fyrir aðdáendum sínum um allan heim, og verður athöfninni streymt á netinu svo allir geti fylgst með. En þegar Kat kemst að því, nokkrum sekúndum áður en athöfnin hefst, að Bastian hefur verið henni ótrúr, þá ákveður hún að giftast í staðinn Charlie, ókunnugum manni úr áhorfendaskaranum. Þó þetta hafi gerst alveg óvænt, þá þróast atvikið upp í ástarsamband, en stóra spurningin er hvort að fólk úr jafn ólíkri átt nái að bindast böndum til framtíðar.
Útgefin: 12. febrúar 2021
19. febrúar 2021
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Paul W.S. Anderson
Söguþráður Þegar Artemis höfuðsmaður, og tryggir hermenn hennar, eru fluttir yfir í nýjan heim, þá lenda þau í örvæntingarfullri baráttu fyrir lífi sínu, gegn gríðarlega stórum óvinum, sem ótrúlega krafta.
Útgefin: 19. febrúar 2021
19. febrúar 2021
GamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Michael Matthews
Söguþráður Í heimi þar sem skrímsli hafa ráðið lögum og lofum í sjö ár, kemst Joel að því að kærastan hans er aðeins 130 kílómetra í burtu. Til að leggja í hættuför til að bjarga kærustunni, þarf Joel að uppgötva sína innri hetju.
Útgefin: 19. febrúar 2021
19. febrúar 2021
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Marteinn Þórsson
Söguþráður Brynja, 40 ára, sem getur ekki horfst í augu við móður sína sem yfirgaf hana á unga aldri, fær inni í litlu gistihúsi í þorpi rétt fyrir utan Reykjavík. Þar kynnist hún Mark, 50 ára gömlum breskum túrista, sem glímir við sinn eigin persónulega harm.
Útgefin: 19. febrúar 2021
21. febrúar 2021
SpennumyndDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Chloé Zhao
Söguþráður Saga hinna Eilífu, sem er kynþáttur ódauðlegra geimvera, sem lifað hafa í leyni á Jörðinni og mótað sögu hennar og menningu í þúsundir ára. Eftir atburðina í Avengers: Endgame, þá verður óvæntur harmleikur til þess að hin Eilífu þurfa að koma út úr myrkrinu og berjast ásamt mannkyninu við sameiginlegan óvin.
Útgefin: 21. febrúar 2021
26. febrúar 2021
SpennumyndGamanmyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Þegar samansafn verstu harðstjóra og glæpaforingja heimsins býr sig undir að efna til stríðs sem mun þurrka milljónir manna út af yfirborði Jarðar, er aðeins einn maður sem getur stöðvað þá.
Útgefin: 26. febrúar 2021
26. febrúar 2021
DramaSöngleikur
Leikstjórn Jonathan Butterell
Söguþráður Kvikmyndaútgáfa af söngleik um unglingsdreng frá Sheffield í Englandi sem dreymir um að verða drag drottning.
Útgefin: 26. febrúar 2021
5. mars 2021
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um einstæða móður, sem Carrie Con leikur, og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og byrja að uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og dularfullt lífshlaup afa síns.
Útgefin: 5. mars 2021
12. mars 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Stríðsmaðurinn Raya, er staðráðin í að finna síðasta drekann, í Lumandra, Jörð sem byggð er af fornri menningarþjóð.
Útgefin: 12. mars 2021
19. mars 2021
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Lífefnafræðnigurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
Útgefin: 19. mars 2021
2. apríl 2021
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Myndin hefst þar sem Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð. Bond kemst nú á snoðir um ill áform dularfulls þorpara, sem býr yfir hættulegri nýrri tækni.
Útgefin: 2. apríl 2021
2. apríl 2021
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Justin Lin
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 2. apríl 2021
9. apríl 2021
GamanmyndÆvintýramyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Loren Bouchard
Söguþráður Söguþráður enn á huldu. Byggt á vinsælum teiknimyndum úr sjónvarpinu.
Útgefin: 9. apríl 2021
16. apríl 2021
DramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Miguel Sapochnik
Söguþráður Í heimi eftir alheimshamfarir, lærir vélmenni, sem smíðað var til að annast ástkæran hund þess sem smíðaði vélmennið, um líf, ást og vináttu og hvað það þýðir að vera manneskja.
Útgefin: 16. apríl 2021
16. apríl 2021
RómantískSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Lisa Joy
Söguþráður Vísindamaður uppgötvar leið til að endurlifa fortíðina, og notar tæknina til að leita uppi gamla kærustu.
Útgefin: 16. apríl 2021
23. apríl 2021
DramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Eftir hina hryllilegu atburði inni á heimili Abbott fjölskyldunnar, þá þarf fjölskyldan nú að eiga við ytri ógnir. Þau neyðast til að fara út á ókunnar slóðir, og átta sig þar á að verurnar sem veiða bráð sína eftir hljóðunum sem þær gefa frá sér, eru ekki eina hættan þarna úti.
Útgefin: 23. apríl 2021
23. apríl 2021
GamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Jean-Philippe Vine
Leikarar: Ava Morse
Söguþráður Myndin gerist í heimi þar sem gangandi, talandi og sítengd vélmenni eru orðnir bestu vinir barna. Aðalpersónan er 11 ára strákur sem kemst að því að vélmennavinur hans er hættur að virka, og hann tekur til sinna ráða.
Útgefin: 23. apríl 2021
7. maí 2021
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Cate Shortland
Söguþráður Natasha Romanoff, eða Black Widow, er við fæðingu látin í hendur sovésku leynilögreglunnar KGB sem þjálfar hana upp í að verða hinn fullkomni útsendari. Þegar Sovétríkin leysast í sundur, þá reynir ríkisstjórnin að drepa hana, en hún hefur nú flutt sig til New York í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar sjálfstætt, 15 árum eftir fall Sovétríkjanna.
Útgefin: 7. maí 2021
19. maí 2021
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Maður kemst að því að ofskynjanir sem hann telur sig vera að upplifa, eru í raun sýnir úr fyrri lífum.
Útgefin: 19. maí 2021
21. maí 2021
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Adam Wingard
Söguþráður Hinn gríðarstóri api King Kong mætir hinu óstöðvandi japanska skrímsli Godzilla, og heimurinn horfir á og fylgist með hvort skrimslanna verður konungur.
Útgefin: 21. maí 2021
26. maí 2021
GamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Craig Gillespie
Söguþráður Forsaga 101 dalmatíuhunda, og fjallar um illkvendið Cruella de Vil á unga aldri.
Útgefin: 26. maí 2021
4. júní 2021
4. júní 2021
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Saga um tónlist og vináttu, sem fer með áhorfandann í stórkostlega ævintýraferð, til töfrandi staða, sem aldrei hafa áður sést í teiknaðri mynd.
Útgefin: 4. júní 2021
18. júní 2021
ÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Enrico Casarosa
Söguþráður Óvænt en sterk vinátta myndast á milli ungs drengds, Luca, og sjóskrímslis sem er dulbúið eins og maður, á ítölsku ríverunni.
Útgefin: 18. júní 2021
25. júní 2021
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Sögurþáður enn á huldu. Myndin er framhald á Venom frá árinu 2018.
Útgefin: 25. júní 2021
9. júlí; 2021
SpennumyndDrama
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar, og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.
Útgefin: 9. júlí 2021
23. júlí; 2021
Spennutryllir
Leikstjórn M. Night Shyamalan
Söguþráður Söguþráður óljós.
Útgefin: 23. júlí 2021
30. júlí; 2021
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Myndin er byggð á vinsælu leiktæki í Disney skemmtigarðinum, þar sem ferðamenn fara á litlum bát upp á, í gegnum frumskóg þar sem hættuleg dýr eru við hvert fótmál. Dularfullir hlutir eiga sér einnig stað.
Útgefin: 30. júlí 2021
13. ágúst 2021
Spennutryllir
Leikstjórn Adrian Lyne
Söguþráður Grunur fellur á auðugan eiginmann, sem leyfir eiginkonu sinni að eiga í ástarsamböndum utan hjónabandsins, til þess að forðast skilnað, þegar ástmenn hennar hverfa einn af öðrum.
Útgefin: 13. ágúst 2021
27. ágúst 2021
3. september 2021
TónlistarmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Peter Jackson
Söguþráður Heimildarmynd um bresku hljómsveitina The Beatles, eða Bítlana, en meðal myndefnis eru upptökur sem gerðar voru snemma á árinu 1969, fyrir kvikmyndina Let it Be.
Útgefin: 3. september 2021
17. september 2021
SpennumyndGamanmyndGlæpamyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Pierre Perifel
Söguþráður Hr. Úlfur, Hr. Snákur, Hr. Piranha fiskur, Hr. Hákarl og Fröken Tarantula, skipuleggja bíræfið rán.
Útgefin: 17. september 2021
17. september 2021
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Patrick Hughes
Söguþráður Ruglingur verður á hættulegasta leigumorðingja í heimi og mesta klaufabárði í New York borg, í Aribnb íbúð.
Útgefin: 17. september 2021
1. október 2021
DramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Denis Villeneuve
Söguþráður Hæfileikaríkur drengur, sem fæddur er inn í aðalsfjölskyldu, Paul Atreides, þarf að ferðast til ystu marka sólkerfisins til hættulegustu plánetunnar í alheiminum, til að tryggja framtíð fjölskyldu sinnar og ættboga.
Útgefin: 1. október 2021
22. október 2021
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Schwentke
Söguþráður Hliðarmynd útfrá G.I. Joe, og fjallar um persónuna Snake Eyes.
Útgefin: 22. október 2021
17. desember 2021
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 17. desember 2021