8. október 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn Dag Johan Haugerud
Leikarar: Jan Gunnar Røise, Thorbjørn Harr, Siri Forberg, Birgitte Larsen, Nasrin Khusrawi, Anne Marie Ottersen, Vetle Bergan, Iver Innset
Óvæntar upplifanir tveggja manna í gagnkynhneigðum hjónaböndum láta þá endurhugsa eigin skynun á kynhneigð, kyni og hver maður er í raun.
Útgefin: 8. október 2024
10. október 2024
HeimildarmyndÆviágrip
Leikstjórn Ian Bonhôte, Peter Ettedgui
Leikarar: Christopher Reeve, Alexandra Reeve Givens, Glenn Close, Jane Seymour, Susan Sarandon, Robin Williams, Richard Donner, Bill Clinton, Hillary Clinton, Barack Obama, Johnny Carson
Leið kvikmyndaleikarans Christopher Reeve í átt að því að verða risastór kvikmyndastjarna. Síðar, eða árið 1995, lenti hann í hræðilegu slysi þegar hann féll af hestbaki og lamaðist frá hálsi og niður úr. Eftir það varð hann baráttumaður fyrir réttindum fatlaðra og mænuskaddaðra.
Útgefin: 10. október 2024
10. október 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Roja Pakari
Við fylgjumst við með dansk-íranskri kvikmyndagerðarkonu í sex ára langri vegferð sem einkennist af kjarki og einlægni og hverfist um krabbamein, ást og risavaxið lífsverkefni: Hún hyggst kortleggja hina stormasömu sögu fjölskyldu sinnar.
Hér er á ferð tilvistarleg og filterslaus ljóðræna þar sem ógleymanleg kona er báðum megin við myndavélina.
Útgefin: 10. október 2024
11. október 2024
RómantíkDrama
Leikstjórn John Crowley
Leikarar: Andrew Garfield, Florence Pugh, Aoife Hinds, Adam James, Kevin Brewerton, Gianni Calchetti, Nikhil Parmar, Heather Craney, Laura Guest, Marama Corlett, Grace Molony
Líf Almut breytist skyndilega þegar hún hittir hinn nýfráskilda Tobias. Eftir að þau hafa orðið ástfangin, fest kaup á íbúð og stofnað fjölskyldu, kemur erfitt leyndarmál upp á yfirborðið.
Útgefin: 11. október 2024
11. október 2024
Drama
Leikstjórn Levan Akin
Lia, kennari á eftirlaunum, lofaði því eitt sinn að komast að því hvað varð um Teklu, systurdóttur hennar, sem hvarf fyrir löngu. Þegar nágranninn Achi segir henni að Tekla gæti verið í Tyrklandi leggja þau upp í ferðalag að leita hennar. Þau koma til Istanbúl og sjá gullfallega borg, fulla af samböndum og möguleikum – en það reynist þrautin þyngri að leita manneskju sem ekki vill finnast. Lia og Achi þræða húsasund borgarinnar og finnst þau brátt vera nær sannleikanum um afdrif Teklu en nokkru sinni fyrr.
Útgefin: 11. október 2024
11. október 2024
GamanÍslensk mynd
Leikstjórn Ólöf Birna Torfadóttir
Leikarar: Helga Braga Jónsdóttir, Tanja Björk Ómarsdóttir, Jóhanna Vigdís Arnardóttir, Björn Ingi Hilmarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Nina Sasithorn Björnsdóttir, Arnfinnur Daníelsson, Gunnbjorn Gunnarsson, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Jónmundur Grétarsson, Vilborg Halldórsdóttir, Asgeir Gunnarsson, Ylfa Marín Haraldsdóttir, Damon Younger
Lífsleið miðaldra kona og hortugt flóttafangakvendi ferðast þvert yfir landið á vit ævintýranna meðan þær enn geta.
Útgefin: 11. október 2024
11. október 2024
SpennaVísindaskáldskapurTeiknað
Leikstjórn Tensai Okamura
Leikarar: Kaito Ishikawa, Yûki Kaji, Kayli Mills, Kenta Miyake, Mamoru Miyano, Meru Nukumi, Nobuhiko Okamoto, Mauricio Ortiz-Segura, Christopher Sabat, Ayane Sakura, Daiki Yamashita
Í samfélagi sem lagt hefur verið í rúst í stríði milli hetja og þorpara, birtist allt í einu dularfullt virki, sem gleypir þorp og fólk hvert á eftir öðru. Skyndilega stendur maður sem minnir Almáttugan, "tákn friðar", fyrir framan Izuku og vini hans ....
Útgefin: 11. október 2024
13. október 2024
DramaHeimildarmynd
Leikstjórn Lin Alluna
Leikarar: Aleqa Hammond, Paninnguaq Heilmann, Asta Helms, Anne Kirstine Hermann, Rasmus Holm, Aki-Matilda Høegh-Dam
Aaju Peter er þekktur lögfræðingur af Inúítaættum sem hefur helgað líf sitt baráttunni fyrir réttindum fólks síns. Aaju vinnur að því að stofna frumbyggjaráð á vettvangi Evrópusambandsins en lendir óvænt á erfiðri, persónulegri vegferð þegar hún þarf að huga að eigin sárum eftir skyndilegt fráfall sonar síns.
Útgefin: 13. október 2024
16. október 2024
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Hallur Örn Árnason, Björgvin Sigurðarson
Um aldamótin grasseraði grafíti um alla Reykjavík. Tjáningarform sem að gerendur álita list en yfirvöld skemmdarverk.
En í undirgöngunum við Klambratún réð Jói ríkjum. Opinber starfsmaður sem hafði eigin sýn á málefnið.
Útgefin: 16. október 2024
17. október 2024
Drama
Leikstjórn Matthias Glasner
Leikarar: Lars Eidinger, Corinna Harfouch, Lilith Stangenberg, Ronald Zehrfeld, Robert Gwisdek, Anna Bederke, Nico Holonics, Saskia Rosendahl, Catherine Stoyan
Dauðinn á sér margar birtingarmyndir í Lunies fjölskyldunni, þar sem við fylgjumst með syninum Tom (stjórnanda ungmennasinfóníu), systurinni Ellen (sem hefur ekki átt sjö dagana sæla) og móðurinni Lissy (sem er karakter sem kemur sífellt á óvart).
Útgefin: 17. október 2024
17. október 2024
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Parker Finn
Leikarar: Naomi Scott, Kyle Gallner, Rosemarie DeWitt, Lukas Gage, Peter Jacobson, Raúl Castillo, Dylan Gelula, Miles Gutierrez-Riley, Daphne Zelle, Micaela Lamas
Poppstjarnan Skye Riley er á leið í tónleikaferð um heiminn en fer að upplifa ógnvænlega og óútskýranlega hluti. Eftir því sem hryllingurinn vex og álagið vegna frægðarinnar eykst neyðist Skye til að horfast í augu við fortíðina til að ná aftur stjórn á lífi sínu.
Útgefin: 17. október 2024
17. október 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ari Alexander Ergis Magnússon
Missir fjallar um 85 ára gamlan mann sem nýlega er orðinn ekkill. Á hverjum morgni vaknar hann og starir á duftkerið með jarðneskum leifum eiginkonu sinnar. Hann áræðir að lokum að hræra ösku konu sinnar í bolla með heitu vatni. Í sömu andrá og hann drekkur úr bollanum birtist hún honum og þau deila minningum úr lífi sínu saman.
Myndin er ferðalag mannsins þar sem hann leitar svara við sorgum sínum og tilgangi lífsins með aðstoð glaðværðs nágranna síns. Á leið sinni hittir hann fyrir kynlega kvisti, þar á meðal hrokafullan lækni, söluglaðan líkkistusmið, shamaniskan jógakennara, dularfullar nunnur, unga brúði frá Færeyjum og hvíta hundinn Skugga.
Ferð gamla mannsins er ferðalag án fyrirheits.
Útgefin: 17. október 2024
20. október 2024
SpennaGamanGlæpa
Leikstjórn Álex de la Iglesia
Leikarar: Álex Angulo, Armando De Razza, Santiago Segura, Terele Pávez, Nathalie Seseña, Maria Grazia Cucinotta, Gianni Ippoliti, Jaime Blanch, David Pinilla, Antonio Dechent, Ignacio Carreño
Baskneskur prestur verður sannfærður um að andkristur muni fæðast í Madríd á jóladag. Í örvæntingu sinni reynir hann að syndga eins mikið og hann getur ....
Útgefin: 20. október 2024
23. október 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Pamela Hogan
Þegar 90% kvenna á Íslandi gengu frá vinnu og út af heimilum sínum einn haustmorgun árið 1975 og neituðu að vinna, elda eða sjá um börnin, þurftu karlarnir að girða sig í brók og taka við verkefnunum. Kvennafrídagurinn eins og hann var kallaður beindi kastljósinu að Íslandi og baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.
Útgefin: 23. október 2024
24. október 2024
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikarar: Samara Weaving, Jennifer Saunders, Ilai Swindells, Akmal Saleh, Sarah Georgina, Peter McAllum, Elizabeth Nabben, Alexs Stadermann, Heather Mitchell
Þegar duttlungafull ósk Freddy Lupin breytir honum í varúlf og sendir illkvittinn tunglálf til Jarðar, þarf Freddy að koma reglu á alheiminn áður en Jörðin og Máninn rekast á.
Útgefin: 24. október 2024
25. október 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Kelly Marcel
Eddie og Venom eru hundeltir af tveimur heimum. Þeir neyðast til að taka ákvörðun sem á eftir að hafa hrikalegar afleiðingar fyrir þá báða. Þetta er þeirra lokadans.
Útgefin: 25. október 2024
25. október 2024
Drama
Leikstjórn Michal Grzybowski
Leikarar: Lukasz Simlat, Agnieszka Duleba-Kasza, Andrzej Seweryn, Andrzej Grabowski, Dobromir Dymecki, Wiktoria Filus, Sebastian Pawlak
Marcin er sjálfhverfur leikari sem þarf að horfast í augu við óvænt sambandsslit.
Útgefin: 25. október 2024
26. október 2024
DramaHrollvekjaRáðgáta
Leikstjórn Thea Hvistendahl
Leikarar: Renate Reinsve, Anders Danielsen Lie, Bahar Pars, Bjørn Sundquist, Bente Børsum, Jan Hrynkiewicz, Olga Damani, Inesa Dauksta, Kian Hansen
Á óeðlilega heitum sumardegi í Osló í Noregi umkringir skrýtið rafsegulsvið borgina og mígreni breiðir úr sér um borgina, ásamt því sem nýlega látið fólk vaknar aftur upp til lífsins.
Útgefin: 26. október 2024
27. október 2024
SpennaGlæpa
Leikstjórn Masahiro Shinoda
Leikarar: Ryô Ikebe, Mariko Kaga, Takashi Fujiki, Naoki Sugiura, Isao Sasaki, Shin'ichirô Mikami, Chisako Hara, Seiji Miyaguchi, Eijirô Tôno, Kôji Nakahara
Hér segir frá Muraki, launmorðingja fyrir japönsku mafíuna, Yakusa, sem er nýsloppinn úr fangelsi. Hann laðast að dularfullri og áhættusækinni ungri konu sem heitir Saeko. Ástin kviknar og lostinn eykst en fljótlega einkennist samband þeirra af yfirþyrmandi og sjálfseyðandi hvötum.
Útgefin: 27. október 2024
27. október 2024
HeimildarmyndÍslensk mynd
Leikstjórn Ósvaldur Knudsen
Surtur fer sunnan (1964)
Árið 1963 hófst eldgos skammt frá Vestmannaeyjum og með miklum gosstrókum og sprengingum reis Surtsey úr hafinu. Ótrúleg myndskeið Ósvalds af þessum mikilfenglegu hamförum undir rafmagnaðri tónlist Magnúsar Blöndal skapa hér nýjar víddir í íslenskri kvikmyndagerð.
Myndin vakti mikla athygli þegar hún kom út og hlaut mikið lof hér á landi, en þó ekki síst erlendis þar sem hún var sýnd á kvikmyndahátíðum og í sjónvarpi um allan heim.
Eldur í Heimaey (1974)
Þessi merkilega mynd feðganna Ósvalds og Vilhjálms Knudsen sýnir eldgosið í Vestmannaeyjum í öllu sínu ógnvænlega veldi. Aðfaranótt 23. janúar 1973 hófst kraftmikið eldgos rétt austan við byggðina á Heimaey.
Með ótrúlega skjótum hætti tókst að bjarga öllum bæjarbúum og var það upphafið að miklum björgunaraðgerðum næstu vikur og mánuði. Ósvaldur og Vilhjálmur fönguðu þessar hrikalegu hamfarir og björgunaraðgerðir á filmu og úr varð þessi ótrúlega mynd.
Útgefin: 27. október 2024
31. október 2024
Spennutryllir
Leikstjórn Edward Berger
Leikarar: Ralph Fiennes, Jacek Koman, Lucian Msamati, Stanley Tucci, John Lithgow, Isabella Rossellini, Sergio Castellitto, Brían F. O'Byrne, Merab Ninidze, Joseph Mydell, Thomas Loibl
Kardinálinn Lawrence fær það verkefni að stjórna einum elsta og leyndasta viðburði í heimi, vali á nýjum Páfa. Þegar valdamestu leiðtogar kaþólsku kirkjunnar hafa safnast saman alls staðar að úr heiminum og lokað sig af í Vatikaninu lendir Lawrence í miðju samsæris sem á eftir að hrista upp í stoðum kirkjunnar.
Útgefin: 31. október 2024
31. október 2024
Drama
Leikstjórn Robert Zemeckis
Leikarar: Tom Hanks, Robin Wright, Paul Bettany, Kelly Reilly, Michelle Dockery, Ophelia Lovibond, Beau Gadsdon, Daniel Betts, David Fynn, Leslie Zemeckis, Jonathan Aris, Lilly Aspell, Stuart Bowman, Nikki Amuka-Bird, Dexter Sol Ansell
Ferðalag í gegnum tíma og minningar. Miðpunkturinn er staður í New England, náttúran í kring og síðar heimilið, ástir, missir, basl, von og sagan sem spilast út hjá pörum og fjölskyldum í gegnum kynslóðirnar.
Útgefin: 31. október 2024
31. október 2024
Drama
Leikstjórn Magnus von Horn
Leikarar: Vic Carmen Sonne, Trine Dyrholm, Besir Zeciri, Joachim Fjelstrup, Tessa Hoder, Ava Knox Martin, Ari Alexander, Søren Sætter-Lassen, Dan Jakobsen, Anna Tulestedt, Benedikte Hansen
Líf hinnar ungu Karoline, sem vinnur í verksmiðju rétt eftir síðari heimsstyrjöld, tekur dramatíska stefnu þegar hún heyrir af dularfullri konu, Dagmar, sem er þekkt fyrir að aðstoða fátækar konur við að koma nýfæddum börnum í fóstur. Dagmar og Karoline tengjast sterkum böndum en heimur Karoline hrynur þegar hún kemst að hryllingnum sem býr að baki.
Útgefin: 31. október 2024
1. nóvember 2024
SpennutryllirÍslensk mynd
Leikstjórn Ólafur Árheim
Leikarar: Andri Freyr Sigurpálsson, Vivian Ólafsdóttir, Joi Johannsson, Ingibjörg Reynisdóttir, Eggert Þ. Rafnsson, Halldór Gylfason, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Guðmundur R. Sigtrygsson, Grétar Már Garðarsson
Myndin fjallar um eftirleiki ofbeldisfullra átaka á milli nokkurra einstaklinga, sem eiga sér stað á þremur mismunandi tímapunktum yfir þrjá áratugi. Hver atburður er tengdur hinum í gegnum langvarandi afleiðingar og leiðir persónurnar að lokum til frumlegra hefndaraðgerða.
Útgefin: 1. nóvember 2024
1. nóvember 2024
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Ali Abbasi
Leikarar: Sebastian Stan, Jeremy Strong, Maria Bakalova, Martin Donovan, Ben Sullivan, Mark Rendall, Joe Pingue, Catherine McNally, Charlie Carrick, Jim Monaco, Bruce Beaton, Ian D. Clark, James Madge, Ron Lea, Edie Inksetter
Ungur Donald Trump, ákafur í að skapa sér nafn í New York á áttunda áratug síðustu aldar, fær handleiðslu frá Roy Cohn, grjóthörðum lögfræðingi sem hjálpaði til við að skapa Donald Trump eins og við þekkjum hann í dag. Cohn sér í Trump hinn fullkomna skjólstæðing - mann með mikinn metnað, hungur í velgengni og vilja til að gera hvað sem þarf til að vinna.
Útgefin: 1. nóvember 2024
1. nóvember 2024
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ásthildur Kjartansdóttir
Leikarar: Björn Hlynur Haraldsson, Ísadóra Bjarkardóttir Barney, Arndís Hrönn Egilsdóttir, Elva Ósk Ólafsdóttir, Þröstur Leó Gunnarsson, Björn Stefánsson, Anna Svava Knútsdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, Jóhann Kristófer Stefánsson, Jónmundur Grétarsson, Örn Gauti Jóhannsson, Pétur Eggerz, Halldóra Harðar, Bergur Ebbi Benediktsson
Rafvirkinn Atli býr í Hafnarfirði með konu sinni Maríu, áköfum stjörnuskoðara, og nítján ára dóttur þeirra, tónlistakonunni Önnu. Lífið gengur sinn vanagang og þau stússast hvert í sínu þar til hörmulegt slys setur líf þeirra á hvolf og neyðir þau til að finna nýja leið fram á við.
Útgefin: 1. nóvember 2024
1. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Pedro Almodóvar
Leikarar: Julianne Moore, Tilda Swinton, Alessandro Nivola, John Turturro, Juan Diego Botto, Raúl Arévalo, Victoria Luengo, Alex Høgh Andersen, Esther McGregor, Melina Matthews
Metsöluhöfundurinn Ingrid endurnýjar kynni við Mörthu vinkonu sína, stríðsfréttaritara sem hún hafði misst samband við í gegnum árin. Konurnar tvær sökkva sér í minningarnar en Martha setur einnig fram bón sem mun reyna á vinskap þeirra.
Útgefin: 1. nóvember 2024
3. nóvember 2024
Gaman
Leikstjórn Laetitia Dosch
Leikarar: Laetitia Dosch, Jean-Pascal Zadi, François Damiens, Anne Dorval, Pierre Deladonchamps, Anabela Moreira, Mathieu Demy, Tom Fiszelson, Michèle Gurtner, Dariouch Gavani, Patrick de Rham, Lynn Bertholet
Avril er ungur lögfræðingur sem sérhæfir sig í að verja gæludýr. Hún tekur að sér vonlaust mál, að verja hundinn Cosmos, sem á sér engar málsbætur enda hefur hann bitið þrjár manneskjur. Þetta leiðir að fyrstu hundaréttarhöldunum. Ef hún tapar málinu verður Cosmos svæfður.
Útgefin: 3. nóvember 2024
7. nóvember 2024
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn David Feiss, Cinzia Angelini
Leikarar: Jason Sudeikis, Lilly Singh, Rainn Wilson, RuPaul, Hannah Gadsby, Anitta, Charlie Adler, Flavor Flav, Lorraine Ashbourne, Andy Serkis, Shelby Young
Mannaveiðarasvín tekur að sér nýtt verkefni: Pickles, barnalegan og eldfjörugan fíl. Þó að hann ætli upphaflega að fanga hinn hressilega þykkskinnung, þá enda þeir með því að þvælast um heiminn í ævintýri sem kallar fram það besta í þeim báðum.
Útgefin: 7. nóvember 2024
7. nóvember 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jake Kasdan
Leikarar: Dwayne Johnson, Chris Evans, J.K. Simmons, Lucy Liu, Kiernan Shipka, Bonnie Hunt, Kristofer Hivju, Nick Kroll, Wesley Kimmel, Mary Elizabeth Ellis, Wyatt Hunt, Marc Evan Jackson, Jenna Kanell, Jeff Chase, Derek Russo
Eftir óvænt mannrán á Norðurpólnum þarf yfirmaður E.L.F. sérsveitarinnar að vinna með alræmdasta mannaveiðara í heimi til að bjarga Jólunum.
Útgefin: 7. nóvember 2024
14. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Malgorzata Szumowska, Michal Englert
Leikarar: Malgorzata Hajewska, Joanna Kulig, Mateusz Wieclawek, Jerzy Bonczak, Anna Tomaszewska, Bogumila Bajor, Jacek Braciak, Renata Dancewicz, Mikolaj Chroboczek, Tomasz Schuchardt, Mikolaj Grabowski, Helena Sujecka
Myndin gerist á þeim tímum þegar Pólland er að breytast úr kommúnistaríki í frjálst lýðræðisríki. Við fylgjumst með 45 árum í lífi Aniela og vegferð hennar í átt að því að lifa í friði sem trans kona í Póllandi.
Útgefin: 14. nóvember 2024
14. nóvember 2024
GamanDrama
Leikstjórn Maryam Moghadam, Behtash Sanaeeha
Hin sjötuga Mahin hefur búið ein í Tehran í Íran síðan eiginmaður hennar lést og dóttir hennar fór til Evrópu. Dag einn, þegar hún er að drekka te með vinum sínum, breytir hún út af vananum og blæs nýju lífi í ástarlíf sitt.
Útgefin: 14. nóvember 2024
14. nóvember 2024
SpennaDramaÆvintýri
Leikstjórn Ridley Scott
Leikarar: Paul Mescal, Denzel Washington, Connie Nielsen, Pedro Pascal, Joseph Quinn, Rory McCann, Fred Hechinger, Derek Jacobi, May Calamawy, Lior Raz, Peter Mensah, Matt Lucas, Tim McInnerny, Lee Charles, Chidi Ajufo, Alec Utgoff, Alexander Karim, Riana Duce
Mörgum árum eftir að hafa orðið vitni að dauða hetjunnar Maximusar neyðist Lucius til að fara inn í hringleikahúsið og berjast þegar fulltrúar keisarans, sem stjórnar Rómarborg með harðri hendi, leggja heimili hans í rúst. Með ofsareiði í hjarta og framtíð ríkisins að veði þarf Lucius nú að horfa til baka til að finna styrkinn til að ná stjórn á borginni og koma henni aftur til vegs og virðingar.
Útgefin: 14. nóvember 2024
22. nóvember 2024
RómantíkÆvintýriSöngleikur
Leikstjórn Jon M. Chu
Leikarar: Cynthia Erivo, Ariana Grande, Jonathan Bailey, Michelle Yeoh, Jeff Goldblum, Marissa Bode, Ethan Slater, Bronwyn James, Keala Settle, Adam James
Kvikmyndaútgáfa hins geysivinsæla samnefnda söngleiks. Elphaba, stúlka sem er útskúfuð en hugdjörf og fæddist með græna húð, og Galinda, vinsæl forréttindastúlka úr borgarastétt, verða ólíklegar vinkonur í töfralandinu Oz. Þær eru ólíkar og það reynir á vináttu þeirra en örlög þeirra eru að verða Glinda the Good og The Wicked Witch of the West.
Útgefin: 22. nóvember 2024
24. nóvember 2024
DramaRáðgáta
Leikstjórn Peter Weir
Leikarar: Rachel Roberts, Vivean Gray, Helen Morse, Kirsty Child, Tony Llewellyn-Jones, Jacki Weaver
Snemma á tuttugustu öldinni fer Miranda í heimavistarskóla fyrir stúlkur í Ástralíu. Á Valentínusardag fer annars ströng skólastýran með stelpurnar í lautarferð á fallegan stað sem heitir Hengingarklettur.
Þó að þær séu varaðar við þá fara Miranda og nokkrar aðrar stelpur að skoða sig um í nágrenninu. Í lok dagsins átta starfsmenn skólans sig á að stúlkurnar eru horfnar á dularfullan hátt sem og einn kennaranna.
Útgefin: 24. nóvember 2024
24. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Basil Dearden
Leikarar: Dirk Bogarde, Sylvia Syms, Dennis Price, Anthony Nicholls, Peter Copley, Norman Bird, Peter McEnery, Donald Churchill, John Barrie, John Cairney, Charles Lloyd Pack, Hilton Edwards, David Evans, Noel Howlett
Myndin segir frá virtum lögfræðingi sem er í góðu hjónabandi með konu en er einnig kirfilega fastur inni í skápnum svokallaða. Hann ákveður að taka upp hanskann fyrir samkynhneigða karlmenn og sker upp herör gegn ítrekuðum fjárkúgunum og ofbeldi sem beint er gegn þeim í skjóli laga gegn samkynhneigð.
Útgefin: 24. nóvember 2024
27. nóvember 2024
GamanÆvintýriTeiknað
Eftir óvænt spjall við forfeður sína leggur Moana af stað yfir Oceania höfin og inn á hættulegt og löngu týnt svæði og lendir í stórbrotnum ævintýrum.
Útgefin: 27. nóvember 2024
28. nóvember 2024
Drama
Leikstjórn Halfdan Ullmann Tøndel
Leikarar: Renate Reinsve, Ellen Dorrit Petersen, Endre Hellestveit, Thea Lambrechts Vaulen, Øystein Røger, Janne Heltberg, Loke Nikolaisen, Vera Veljovic-Jovanovic
Armand, sex ára gamall drengur er sakaður um að hafa farið yfir mörk besta vinar síns í grunnskóla. Þó að enginn viti í raun hvað gerðist milli strákanna, þá hrindir atvikið af stað röð atburða, og leiðir foreldra og starfsfólk skólans inn í tilfinningaþrungin átök og æsing.
Útgefin: 28. nóvember 2024
28. nóvember 2024
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Leikarar: Hugh Grant, Sophie Thatcher, Chloe East, Elle Young, Haylie Hansen, Elle McKinnon, Stephanie Lavigne, River Codack, Carolyn Adair
Það reynir á trúfestu tveggja ungra trúboða þegar þær banka á rangar dyr og hinn djöfullegi Hr. Reed tekur á móti þeim. Stúlkurnar lenda fljótt í lífshættulegum kattar og músar eltingarleik.
Útgefin: 28. nóvember 2024
5. desember 2024
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Sean Baker
Leikarar: Mikey Madison, Paul Weissman, Lindsey Normington, Emily Weider, Luna Sofía Miranda, Vincent Radwinsky, Brittney Rodriguez, Sophia Carnabuci, Mark Eidelshtein, Anton Bitter, Ella Rubin, Ross Brodar
Anora er ung gleðikona frá Brooklyn sem hittir son ólígarka og giftist honum í skyndi. Þegar fréttirnar berast til Rússlands taka foreldrar eiginmannsins unga þessu illa og fara til New York til að reyna að ógilda ráðahaginn.
Útgefin: 5. desember 2024
8. desember 2024
Heimildarmynd
Leikstjórn Magnus Hirschfeld
Ný stórmerkileg stafræn endurgerð frá kvikmyndasafninu í München eftir Magnus Hirschfeld. Hann var þýskur vísindamaður og kynjafræðingur og stofnaði meðal annars fyrstu samtök í heimi árið 1897 sem börðust fyrir réttindum hinsegin fólks.
Árið 1919 kom út þögul kvikmynd sem Hirschfeld fjármagnaði, skrifaði og lék í sem heitir Anders als die anderen og er ein fyrsta leikna kvikmynd sögunnar þar sem fjallað er um málefni samkynhneigðra af hluttekningu og samkennd. Kvikmyndin Gesetze der Liebe er bæði heimildamynd og leikin mynd. í fyrri hlutanum sjáum við vísindalega nálgun dr. Hirschfeld á hinseginleikann og kynlíf.
Seinni hluti myndarinnar er síðan endurklippt útgáfa af leiknu myndinni Anders als die anderen. Kvikmyndin telst stórkostlegt brautryðjandaverk á heimsvísu en var því miður afar langt á undan sinni samtíð.
Útgefin: 8. desember 2024
13. desember 2024
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn J.C. Chandor
Leikarar: Aaron Taylor-Johnson, Russell Crowe, Ariana DeBose, Fred Hechinger, Alessandro Nivola, Christopher Abbott, Levi Miller, Robert Ryan, Greg Kolpakchi, Murat Seven
Rússneski innflytjandinn Sergei Kravinoff vill sanna að hann sé besti veiðimaður í heimi. Hann leitar að ástinni í nýjum raunveruleikaþætti "Who's Kraven A Piece?"
Útgefin: 13. desember 2024
13. desember 2024
SpennaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Kenji Kamiyama
Leikarar: Brian Cox, Gaia Wise, Luke Pasqualino, Miranda Otto, Lorraine Ashbourne, Yazdan Qafouri, Benjamin Wainwright, Shaun Dooley, Jude Akuwudike, Michael Wildman, Janine Duvitski
Myndin gerist 183 árum fyrir atburði hinnar upprunalegu Hringadróttinssögu. Helm Hammerhand konungur Rohan hafnar tilboði um að gifta dóttur sína Heru, sem hrindir af stað banvænum deilum við Freca lávarð. Átök þeirra vaxa og breiðast út og breytast í hrottalegt umsátur um veturinn langa þar sem Helm berst við son Freca, Wulf.
Útgefin: 13. desember 2024
18. desember 2024
DramaÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Barry Jenkins
Forsaga Lion King frá 2019. Simba sem er nú orðinn konungur gresjunnar vill að ungar sínir fylgi í fótspor hans, á sama tíma og saga föður hans Mufasa er skoðuð.
Útgefin: 18. desember 2024
26. desember 2024
SpennaGamanÆvintýri
Leikstjórn Jeff Fowler
Leikarar: Ben Schwartz, Jim Carrey, Idris Elba, Colleen O'Shaughnessey, Keanu Reeves, James Marsden, Lee Majdoub, Alyla Browne, Tika Sumpter, Tom Butler, Krysten Ritter, Alfredo Tavares, James Wolk, Jorma Taccone, Cristo Fernández, Sofia Pernas
Sonic, Tails, Knuckles og Amy sameinast gegn Shadow, Robotnik, Scratch, Grounder og Rouge, sem vilja ná valdi á hinum kröftugu óreiðugimsteinum. Andstæðingarnir keppast við að tryggja sér yfirráð yfir helgigripunum og örlög alls heimsins eru í óvissu á meðan.
Útgefin: 26. desember 2024
9. janúar 2025
Drama
Leikstjórn Payal Kapadia
Leikarar: Kani Kusruti, Divya Prabha, Chhaya Kadam, Hridhu Haroon, Azees Nedumangad, Anand Sami, Lovleen Mishra
Daglegt líf hjúkrunarfræðingsins Prabha, sem býr í Mumbai á Indlandi, fer úr skorðum þegar hún fær óvænta gjöf frá fyrrum eiginmanni sínum. Yngri herbergisfélagi hennar, Anu, reynir að finna stað í borginni þar sem hún getur verið ein með kærastanum. Ferð í strandbæ gerir þeim kleift að finna næði fyrir þrár sínar og drauma.
Útgefin: 9. janúar 2025
9. janúar 2025
SpennaDramaGlæpa
Leikstjórn Christian Gudegast
Leikarar: Gerard Butler, O'Shea Jackson Jr., Jordan Bridges, Evin Ahmad, Swen Temmel, Michael Bisping, Salvatore Esposito, Orli Shuka, Cristian Solimeno, Yasen Zates Atour, Dino Kelly, Rico Verhoeven, Velibor Topic
Big Nick er hér aftur á ferð í Evrópu og nálgast nú Donnie, sem er flæktur í sviksamlegan og óútreiknanlegan heim demantaþjófnaðar og hina alræmdu Panther mafíu. Á sama tíma er er risastórt rán í heimsins stærstu demantakauphöll í undirbúningi.
Útgefin: 9. janúar 2025
16. janúar 2025
GamanÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Dougal Wilson
Leikarar: Ben Whishaw, Hugh Bonneville, Emily Mortimer, Antonio Banderas, Olivia Colman, Julie Walters, Samuel Joslin, Madeleine Harris, Jim Broadbent, Imelda Staunton, Amit Shah
Í þessari mynd fer bangsinn Paddington aftur til Perú til að heimsækja sína ástkæru frænku Lucy, sem býr á dvalarheimili fyrir eldri birni. Með Brown fjölskylduna í eftirdragi þá hefst fljótlega æsispennandi ævintýri þegar ráðgáta sendir þau í óvænta ferð inn í Amazon regnskóginn og upp snarbrött fjöllin í Perú.
Útgefin: 16. janúar 2025
16. janúar 2025
SpennaDrama
Leikstjórn Guy Ritchie
Leikarar: Henry Cavill, Jake Gyllenhaal, Rosamund Pike, Eiza González, Emmett J Scanlan, Fisher Stevens, Jason Wong, Carlos Bardem, Christian Ochoa Lavernia, Kojo Attah, Alexey Chunaev
Tveir flóttasérfræðingar þurfa að skipuleggja undankomu fyrir háttsettan kvenkyns samningamann.
Útgefin: 16. janúar 2025
23. janúar 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Mel Gibson
Flugmaður og lögreglufulltrúi eru að fylgja eftirlýstum manni í réttarhöld. Á leið yfir óbyggðir Alaska eykst spennan um borð og það reynir á traust milli manna. Svo virðist sem einhverjir í vélinni séu að villa á sér heimildir.
Útgefin: 23. janúar 2025
23. janúar 2025
DramaTónlistÆviágrip
Leikstjórn James Mangold
Leikarar: Timothée Chalamet, Edward Norton, Elle Fanning, Monica Barbaro, Boyd Holbrook, P.J. Byrne, Scoot McNairy, Dan Fogler, Michael Chernus, Joe Tippett, Charlie Tahan, Norbert Leo Butz, David Alan Basche, Kayli Carter, James Austin Johnson, Eli Brown
Myndin gerist í hinni iðandi listasenu New York borgar á sjöunda áratug tuttugustu aldarinnar. Við fylgjumst með hinum nítján ára gamla þjóðlagasöngvara Bob Dylan frá Minnesota og risi hans til frægðar og frama.
Útgefin: 23. janúar 2025
30. janúar 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Peter Hastings
Þegar tryggur lögregluhundur og lögregluþjónninn eigandi hans slasast báðir í vinnunni á sama tíma, fara þeir í aðgerð sem heppnast ekki betur en svo að þeir blandast saman og Hundamaðurinn verður til. Hundamaður ætlar sér að vernda og þjóna - og sækja, sitja og velta sér. Á sama tíma og Hundamaðurinn venst nýjum veruleika og reynir að vekja aðdáun yfirmannsins verður hann að stöðva ill áform ofurþorparans og kattarins Petey.
Útgefin: 30. janúar 2025
30. janúar 2025
GamanÆvintýri
Leikstjórn Bong Joon-ho
Leikarar: Robert Pattinson, Naomi Ackie, Steven Yeun, Toni Collette, Mark Ruffalo, Thomas Turgoose, Angus Imrie, Patsy Ferran, Emily Tebbutt, Daniel Henshall, Steve Park, Stuart Whelan, Afolabi Alli, Spike White, Chelsea Li
Mickey Barnes er lentur í þeim óvenjulegu aðstæðum að hann er að vinna fyrir vinnuveitanda sem krefst hinnar endanlegu fórnar - að vinna við að deyja. Hann getur sem sagt endurfæðst í sífellu og minnið haldist óskaddað, en hlutirnir geta þó farið illilega úrskeiðis.
Útgefin: 30. janúar 2025
6. febrúar 2025
GamanRómantíkHrollvekja
Leikstjórn Josh Ruben
Þegar ástar morðinginn lætur til skarar skríða í Seattle eru tveir aðilar sem vinna yfirvinnu saman á Valentínusardaginn teknir í misgripum fyrir par, en morðinginn útsmogni leggur snörur sínar fyrir pör. Núna þurfa þeir að eyða rómantískasta kvöldi ársins á flótta, að berjast fyrir lífi sínu.
Útgefin: 6. febrúar 2025
13. febrúar 2025
GamanRómantíkDrama
Leikstjórn Michael Morris
Leikarar: Renée Zellweger, Hugh Grant, Emma Thompson, Chiwetel Ejiofor, Joanna Scanlan, Isla Fisher, Leo Woodall, Josette Simon, Nico Parker, Leila Farzad, Jim Broadbent, Gemma Jones, Shirley Henderson, Sally Phillips, Celia Imrie, James Callis, Sarah Solemani, Neil Pearson
Bridget Jones er nú komin á sextugsaldur og tekst á við áskoranir nútímalífs á sama tíma og móðurhlutverkið krefst mikils af hennar tíma og orku.
Útgefin: 13. febrúar 2025
14. febrúar 2025
SpennaVísindaskáldskapurÆvintýri
Leikstjórn Julius Onah
Leikarar: Anthony Mackie, Harrison Ford, Danny Ramirez, Carl Lumbly, Tim Blake Nelson, Shira Haas, Xosha Roquemore, Liv Tyler, Rosa Salazar, Giancarlo Esposito, Colby Lopez, Rachael Markarian
Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bakvið það nær markmiðum sínum.
Útgefin: 14. febrúar 2025
13. mars 2025
Spennutryllir
Leikstjórn Steven Soderbergh
Leikarar: Cate Blanchett, Michael Fassbender, Regé-Jean Page, Marisa Abela, Naomie Harris, Pierce Brosnan, Tom Burke, Orli Shuka
Leit manns að sjálfum sér fléttast saman við skyldur hans og umhyggju gagnvart þjóðinni, sem leiðir hann á krossgötur.
Útgefin: 13. mars 2025
20. mars 2025
ÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Marc Webb
Leikarar: Rachel Zegler, Gal Gadot, Andrew Burnap, Lorena Andrea, Ansu Kabia, Eddison Burch, Colin Michael Carmichael, Luisa Guerreiro, Emilia Faucher
Leikin útgáfa af Disney teiknimyndinni Mjallhvíti og dvergunum sjö frá árinu 1937.
Útgefin: 20. mars 2025
3. apríl 2025
SpennaÆvintýriFjölskylda
Leikstjórn Jared Hess
Leikarar: Jack Black, Jason Momoa, Emma Myers, Danielle Brooks, Sebastian Eugene Hansen, Jennifer Coolidge, Kate McKinnon, Jemaine Clement
Velkomin í Minecraft heiminn þar sem sköpunargáfan hjálpar þér ekki aðeins að skapa, heldur er þér lífsnauðsynleg! Fjórar ólíkar persónur, Garrett "The Garbage Man" Garrison, Henry, Natalie og Dawn dragast skyndilega inn um dularfull hlið inn í Overworld: undarlegt kubba-ævintýraland sem lifir á ímyndunarafli. Til að ná að komast aftur heim þá þurfa þau að læra á þennan heim og vernda hann gegn illum öflum eins og Piglins og Uppvakningum. Einnig þurfa þau að fara í töfraferð með nýjum smiði, Steve. Saman mun ævintýrið reynast mikil áskorun fyrir hina skapandi eiginleika hvers og eins - sömu eiginleika og þau nota í raunheimum.
Útgefin: 3. apríl 2025
30. apríl 2025
SpennaGlæpaÆvintýri
Leikstjórn Jake Schreier
Leikarar: Florence Pugh, Sebastian Stan, Lewis Pullman, David Harbour, Rachel Weisz, Wyatt Russell, Olga Kurylenko, Hannah John-Kamen, Geraldine Viswanathan, Julia Louis-Dreyfus, Alireza Mirmontazeri
Hópur ofurþorpara er ráðinn í verkefni fyrir hið opinbera.
Útgefin: 30. apríl 2025
13. júní 2025
GamanÆvintýriTeiknað
Leikstjórn Adrian Molina
Elio á erfitt með að falla inn í hópinn þar til hann er numinn brott af geimverum og er valinn til að vera sendiherra Jarðar í alheiminum, á sama tíma og Olga móðir hans vinnur í háleynilegu verkefni við að afkóða skilaboð frá geimverum.
Útgefin: 13. júní 2025