Væntanlegt í bíó

25. janúar 2018
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Aku Louhimies
Söguþráður Óþekkti hermaðurinn gerist á þeim tíma sem Finnar kalla Framhaldsstríðið, eða frá 1941-44. Byggð á metsölubókinni Óþekkti hermaðurinn eftir Väinö Linna. Myndin gerist á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar og sögusviðið er stríðið milli Finnlands og Sovétríkjanna 1941-1944. Þetta er fjölpersónusaga sem lýsir mörgum ólíkum einstaklingum innan tiltekinnar herdeildar, allt frá herkvaðningu til vopnahlés.
Útgefin: 25. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndDramaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Rémi Chayé
Söguþráður Ung rússnesk aðalskona í St. Pétursborg árið 1882, Sasha, hefur alltaf verið heilluð af ævintýralegu lífi afa síns. Sá er þekktur landkönnuður, sem hannaði stórkostlegt skip til norðurslóðasiglinga, en hann er ekki enn kominn heim úr síðustu ferð sinni á Norður-pólinn. Til að bjarga heiðri fjölskyldunnar þá strýkur Sasha að heiman. Hún stefnir að í átt að Norður-pólnum, og fylgir slóð afa síns í von um að finna hið fræga skip hans.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Nú er komið að því að aðalpersónan Thomas og vinir hans snúi vörn í sókn og freisti þess að frelsa aðra úr ánauðinni sem fyrirtækið WCKD undir stjórn Övu Paige hefur haldið þeim í. En hvað kostar frelsið?
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Christian Gudegast
Söguþráður Eftir að hópur eitursnjallra og óttalausra bankaræningja fremur nokkur djörf rán í Los Angeles er sérsveitarmaðurinn Nick Flanagan kallaður til leiks ásamt mönnum sínum en Nick hefur sérhæft sig í að uppræta slík glæpa- og ránsgengi. Í þetta sinn gæti hann hins vegar verið að mæta ofjörlum sínum.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Luca Guadagnino
Söguþráður Elio Perlman er sautján ára piltur sem býr í átjándu-aldar villu á Norður-Ítalíu ásamt vel stæðum foreldrum sínum og eyðir tímanum í tónlistar- og bókmenntanám á milli þess sem hann skemmtir sér með bestu vinkonu sinni, Marziu. Þegar aðstoðarmaður föður hans, Oliver, kemur til nokkurra vikna dvalar í villunni á heimsókn hans eftir að breyta lífi Elios til framtíðar.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Joachim Lafosse
Söguþráður Jacques Arnault, forseti samtakanna „Move for kids“, telur franskar fjölskyldur sem vilja ættleiða börn á að kosta aðgerð til að lauma til landsins munaðarlausum börnum frá stríðshrjáðu Afríkulandi. Í kringum hann er hópur sjálfboðaliða sem trúa á verkefnið og hafa einn mánuð til að finna 300 lítil börn og flytja þau til Frakklands.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Michael Haneke
Söguþráður Skyndimynd af fjölskyldu evrópskra góðborgara, nokkrum kynslóðum, með ýmiss konar persónuleikaraskanir en umhverfis hana iðar samfélagið í Calais og ekki síst erlendu flóttamennirnir og vandamálin tengd auknu streymi þeirra til Evrópu.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Benoît Pilot
Söguþráður Carmen er gift Gilles, verkstjóra sem starfar á norðurhjara. Hann slasast alvarlega í óútskýrðu vinnuslysi og hún fer til bæjarins Iqaluit þar sem hann er. Hún reynir að grafa upp hvað gerðist og kynnist þá Nóa, vini Gilles sem er inúíti, og áttar sig á að hann er jafnmiður sín og hún. Þau sigla út á Frobisherflóa: Carmen til að finna svör, Nói til að koma vitinu fyrir son sinn.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Heimildarmynd
Söguþráður Benjamin Millepied var skipaður dansstjórnandi Þjóðaróperunnar í París í nóvember 2014 og umbylti öllum formerkjum í klassískum dansi, bæði með verkefnavali og vinnuaðferðum balletthóps óperunnar. Endurfæðingin segir frá sköpunarferlinu á nýjum ballett Millepieds „Clear, Loud, Bright, Forward“ sem er í senn ótrúlegt og magnþrungið verk.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Drama
Söguþráður Polina er efnileg ballettdansmær sem hefur alla tíð lotið ströngum aga og kröfuhörku danskennarans síns. Henni er að opnast aðgangur að Bolshoj-ballettinum heimsfræga en sér þá sýningu á nútímadansi og ákveður að leggja allt annað á hilluna til að starfa með Liriu Elsaj, snjöllum danshöfundi, og reyna að finna sína eigin rödd.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Gilles Marchand
Söguþráður Bræðurnir Tom og Benjamín fara til Svíþjóðar að hitta föður sinn í sumarfríinu, en faðirinn virðist sannfærður um að Tom geti séð það sem öðrum er hulið. Hann stingur upp á að þeir fari norður á bóginn og gisti fáeina daga í kofa nokkrum á vatnsbakka og drengirnir verða himinlifandi með það. Svo líða dagarnir en faðirinn er ekki á því að fara heim ...
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Drama
Söguþráður Lífs eða liðinn er mögnuð mynd, gerð eftir skáldsögu Maylis de Kerangal þar sem þrjár aðskildar sögur um persónur sem þekkjast ekkert innbyrðis í fyrstu fléttast saman í eina heild á gríðarlega áhrifaríkan hátt.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Justine Triet
Söguþráður Viktoría Spick er lögfræðingur í sakamálum og er í tilfinningalegu tómi. Henni er boðið í brúðkaup og hittir þar vin sinn, Vincent, og Sam, fyrrum dópsala sem hún losaði úr klípu. Næsta dag sakar kærasta Vincents hann um morðtilræði við sig. Eina vitnið er hundurinn hennar ...
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Gamanmynd
Söguþráður Myndin segir í stuttu máli frá Max Angély sem hefur langa reynslu að baki við skipulagningu alls konar gleðskapar. Í þetta sinn hefur hann tekið að sér að sjá um veisluna í brúðkaupi Pierres og Hélénu en hana á að halda á 18. aldar óðalssetri og skal ekkert til sparað til að gera hana sem glæsilegasta og skemmtilegasta fyrir gestina. Við fylgjumst síðan með Max og starfsfólki hans undirbúa veisluna og að sjálfsögðu fer ýmislegt úrskeiðis, Max og hans fólki til mikillar mæðu á meðan áhorfendur hlæja sig máttlausa.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
Heimildarmynd
Leikstjórn Emmanuelle Gaume
Leikarar: Alexandra Lamy
Söguþráður Alice Guy var forystukona og frumkvöðull í kvikmyndagerð, jafnt í kvikmyndaverum í París sem í Hollywood. Hér er dregin upp leiftrandi mynd af fyrstu konunni sem vann við og leikstýrði kvikmyndum á upphafsárum þeirra og ólgutímum í byrjun 20. aldar, en nafn hennar féll síðar í gleymsku og dá.
Útgefin: 26. janúar 2018
1. febrúar 2018
Drama
Leikstjórn Faith Akin
Söguþráður Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við en eftir nokkurn tíma fer Katja að hyggja á hefndir ….
Útgefin: 1. febrúar 2018
1. febrúar 2018
GamanmyndRómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Josef Hader
Söguþráður Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Jóhanna eiginkona hans, sem er yngri, vill um sömu mundir eignast barn með honum og hann ákveður því að segja henni ekki frá atvinnumissinum. Í stað hittir hann gamlann félaga fyrir tilviljun og endar á því að gera upp gamlan rússibana í skemmtigarði.
Útgefin: 1. febrúar 2018
2. febrúar 2018
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Útgefin: 2. febrúar 2018
2. febrúar 2018
DramaÆviágrip
Leikstjórn Aaron Sorkin
Söguþráður Sönn saga ólympíuskíðakonu sem rak heimsins eftirsóttasta pókerhús, og lenti undir smásjá alríkislögreglunnar FBI. Pókerspilararnir sem spiluðu hjá henni voru kvikmyndastjörnur, viðskiptajöfrar og henni óafvitandi, rússneska mafían.
Útgefin: 2. febrúar 2018
2. febrúar 2018
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Winston Churshill leiðir baráttu gegn Adolf Hitler í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 2. febrúar 2018
2. febrúar 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgátaÆviágrip
Söguþráður Sérlunduð kona sem erfir fyrirtæki sem framleiðir skotvopn, telur að draugar fólks sem var drepið með Winchester rifflum, ásæki sig.
Útgefin: 2. febrúar 2018
2. febrúar 2018
GamanmyndDrama
Leikstjórn Matti Geschonneck
Söguþráður Bókmenntadrama sem fjallar um fjölskyldu þýskra kommúnista sem er gripin glóðvolg á rangri hlið mannkynssögunnar.
Útgefin: 2. febrúar 2018
3. febrúar 2018
HeimildarmyndMyndlist
Leikstjórn Andres Veiel
Söguþráður Listamaðurinn og myndhöggvarinn Joseph Beuys er hér í aðalhlutverki í nýrri heimildamynd.
Útgefin: 3. febrúar 2018
5. febrúar 2018
Drama
Leikstjórn Ekrem Ergün
Söguþráður Myndin fjallar um Aylin sem er 17 ára múslimsk stelpa sem lendir upp á kant við lögin og er send til að sinna samfélagsþjónustu í hesthúsum á vegum bæjarins. Sjálfskoðun og djúp tengsl við hestinn Hörð fleytir henni áfram í að skoða drauma sína og þrár.
Útgefin: 5. febrúar 2018
9. febrúar 2018
9. febrúar 2018
DramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Clint Eastwood
Söguþráður Bandarískir hermenn komast að áætlun hryðjuverkamanna um að ráðast á lest á leið til Parísar.
Útgefin: 9. febrúar 2018
9. febrúar 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ísold Uggadóttir
Söguþráður Hælisleitandi frá Gíneu-Bissá á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.
Útgefin: 9. febrúar 2018
9. febrúar 2018
Teiknimynd
Leikstjórn Kyung Ho Lee, Wonjae Lee
Söguþráður Mun fallegur hringur, eða hugrekkið sem þarf til að bjarga borginni frá illum vélmennaher, sigra hjarta æskuástar Sam?
Útgefin: 9. febrúar 2018
16. febrúar 2018
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ryan Coogler
Söguþráður T´Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendis frá sem og innanlands.
Útgefin: 16. febrúar 2018
16. febrúar 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Mynd sem gerist í ævintýraheimi, á tímum kalda stríðsins, í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Í leynilegri rannsóknarstofu hins opinbera starfar Elisa, sem er einmana, föst í hljóðlátu og einangruðu umhverfi. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún og samstarfskona hennar Zelda, uppgötva háleynilega tilraun.
Útgefin: 16. febrúar 2018
22. febrúar 2018
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Patryk Vega
Söguþráður
Útgefin: 22. febrúar 2018
23. febrúar 2018
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Vinahópur sem hittist reglulega á spilakvöldum, lendir nú í því að þurfa að leysa morðgátu.
Útgefin: 23. febrúar 2018
23. febrúar 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Steven S. DeKnight
Söguþráður Framhaldsmynd Pacific Rim sem fjallaði um Jaeger risavélmennin sem notuð eru í baráttu við geimskrímsli.
Útgefin: 23. febrúar 2018
23. febrúar 2018
DramaHrollvekjaVísindaskáldskapurÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Alex Garland
Söguþráður Líffræðingur fer í hættulegan og háleynilegan rannsóknarleiðangur þar sem náttúrulögmálin eiga ekki lengur við.
Útgefin: 23. febrúar 2018
23. febrúar 2018
RómantískDramaGlæpamynd
Söguþráður Myndin er drama sem gerist á sjötta áratug síðustu aldar í Lundúnum. Hún segir frá lífinu bakvið tjöldin hjá kjólagerðarmanni sem sníður föt fyrir aðalinn og kóngafólkið.
Útgefin: 23. febrúar 2018
1. mars 2018
DramaRáðgáta
Leikstjórn Sergey Loznitsa
Söguþráður Myndin fjallar um konu sem býr í litlu þorpi í Rússlandi. Einn daginn uppgvötar hún að pakki sem hún sendi til eiginmanns síns var endursendur til hennar. Henni bregður við og sér enga aðra lausn í sjónmáli heldur en að ferðast til fangelsins til að leita skýringa. Baráttan hefst gegn víginu, fangelsinu þar sem félagsleg illska ræður ríkjum, og við fylgjumst með þrautagöngu hennar í heimi ofbeldis og niðurlægingar í blindri leit að réttlætinu.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
Drama
Leikstjórn Laurent Cantet
Söguþráður Antoine tekur þátt í vinnusmiðju um sumar með ungu fólki sem valið var til þess að skrifa glæpsögur undir leiðsögn þekkts rithöfunds. Hann lendir upp á kant við hópinn þar sem frásagnarstíll og hugmyndir Antoine minna sífellt á ástandið í heiminum í dag þar sem vægðarlaust ofbeldi ríkir.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Claire Denis
Söguþráður Myndin fjallar um listakonuna Isabelle, fráskilda móður sem býr í París sem er í stöðugri leit að hinni einu sönnu ást.
Útgefin: 1. mars 2018
2. mars 2018
Spennutryllir
Leikstjórn Francis Lawrence
Söguþráður Ungur rússneskur njósnari þarf að draga bandaríska leyniþjónustumann á tálar, en sá sér um málefni Rússlands. Ungu fulltrúarnir tveir takast á í hörðum slag, en fella einnig hugi saman, og líf ekki bara þeirra heldur annarra er lagt að veði.
Útgefin: 2. mars 2018
2. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Nick Park
Söguþráður Myndin gerist endur fyrir löngu þegar forsögulegar skepnur og loðfílar ráfuðu um Jörðina. Í myndinni er sögð saga Dug og aðstoðarmannsins Hognob, en þeir sameina ættbálkinn gegn hrikalegum óvini, Lord nooth, og bronsaldarborg hans, til að bjarga heimkynnum sínum.
Útgefin: 2. mars 2018
9. mars 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Rólyndur faðir breytist í drápsvél eftir að fjölskylda hans er myrt á hrottalegan hátt.
Útgefin: 9. mars 2018
11. mars 2018
Drama
Leikstjórn Andrey Zvyagintsev
Söguþráður Par sem er að skilja, þarf að hjálpast að við að finna son sinn, sem hvarf á meðan þau voru í miðju rifrildi.
Útgefin: 11. mars 2018
12. mars 2018
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Agnieszka Holland
Söguþráður Glæpsamleg spennumynd sem á sér stað í landslagi sem bundið er árstíðum og villtri fegurð sveitarinnar. Grimmd, heimska og spilling heimamanna í dreifbýli einu í Póllandi er áberandi. Og svo gerast atburðir, þar sem allt breytist. Janina Duszejko er roskin kona sem býr ein í Klodzko Valley, þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún viti hver er morðinginn, en enginn trúir henni.
Útgefin: 12. mars 2018
16. mars 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Roar Uthaug
Söguþráður Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar hvarf.
Útgefin: 16. mars 2018
16. mars 2018
Drama
Leikstjórn Greg Berlanti
Söguþráður Allir eiga skilið að lenda í ástarævintýrum, af og til. En það er flókið þegar kemur að Simon, því enginn veit að hann er samkynhneigður, og hann veit ekki hver hinn nafnlausi bekkjarbróðir er, sem hann er orðin skotinn í á netinu. Allt þetta hefur í för með sér kostulega atburðarás.
Útgefin: 16. mars 2018
23. mars 2018
GamanmyndFjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um strák­ana í fót­boltaliðinu Fálk­um sem fara á knatt­spyrnu­mót í Vest­manna­eyj­um. Á fyrsta degi kynn­ast þeir strák úr Eyj­um sem þeir ótt­ast en kom­ast að því að hann býr við frek­ar erfiðar aðstæður. Aðal­sögu­hetj­an, Jón, hvet­ur sína vini til þess að hjálpa hon­um að koma sér út úr þess­um erfiðu aðstæðum og stelpa í Fylk­isliðinu verður mik­il vin­kona þeirra og hjálp­ar til.
Útgefin: 23. mars 2018
28. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Uppreisnargjörn kanína reynir að stelast inn í grænmetisgarð bóndans.
Útgefin: 28. mars 2018
28. mars 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Myndin fjallar um strák sem er heltekinn af menningu níunda áratugar síðustu aldar, og fer í skransöfnunarleiðangur í gegnum OASIS, sem er sýndarveruleikaheimur árið 2045.
Útgefin: 28. mars 2018
28. mars 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 28. mars 2018
6. apríl 2018
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ava DuVernay
Söguþráður Eftir að vísindamaðurinn faðir hennar hverfur sporlaust, þá senda þrjár undarlegar verur Meg, og bróður hennar, og vin út í geim til að leita að honum.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Þrír foreldrar hafa í sameiningu fylgst með dætrum sínum vaxa úr grasi, og aldrei látið sér detta annað í hug en að þau gætu tryggt öryggi þeirra alla leið. En núna, þegar útskriftarballið nálgast, þá komast þau að leynisamkomulagi sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á ballinu. Nú vilja þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að dætrunum takist ætlunarverkið.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður Fjölskylda býr á afviknum stað í algjörri þögn. Ótti við óþekkta ógn vofir yfir, og ræðst á þau við hvert einasta hljóð sem þau gefa frá sér.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Teiknimynd
Söguþráður
Útgefin: 6. apríl 2018
13. apríl 2018
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Christopher Jenkins
Söguþráður Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn.
Útgefin: 13. apríl 2018
13. apríl 2018
DramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn José Padilha
Söguþráður Myndin er innblásin af sannsögulegum atburðum, þegar flugvél Air France var rænt árið 1976 á leið sinni frá Tel Aviv til Parísar, og sett var í gang ein djarfasta björgunaráætlun í sögunni.
Útgefin: 13. apríl 2018
20. apríl 2018
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Óvænt og óþægileg uppgötvun neyðir hóp geimfara í geimstöð til að berjast fyrir lífi sínu, á sama tíma og raunveruleikanum hefur verið umbylt.
Útgefin: 20. apríl 2018
20. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Ævintýri ungrar konu sem býr í Norður Karólínufylki í eitt ár.
Útgefin: 20. apríl 2018
20. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Gamanmynd um móðurhlutverkið.
Útgefin: 20. apríl 2018
27. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Anthony Russo, Joe Russo
Söguþráður The Avengers og bandamenn þeirra verða að vera klárir í að fórna öllu til að sigra hinn öfluga Thanos, áður en eyðileggingarmáttur hans leggur alheiminn í rúst.
Útgefin: 27. apríl 2018
27. apríl 2018
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles. Hank er úrræðagóður hundur sem á sér draum um að verða samúræ. Hann kemur til lands þar sem eingöngu kettir búa. Og eins og allir vita þá virkilega hata kettir hunda.
Útgefin: 27. apríl 2018
4. maí 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Scott Speer
Söguþráður Myndin fjallar um Katie, sem er 17 ára gömul og hefur lifað mjög vernduðu lífi alla tíð, þar sem hún þarf að vera innandyra af því að hún er með sjaldgæfan sjúkdóm sem gerir hana ofurviðkvæma fyrir sólarljósi. Lítill geisli getur dregið hana til dauða. Örlögin grípa inn í þegar hún hittir Charlie, og þau fella hugi saman.
Útgefin: 4. maí 2018
9. maí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Brad Peyton
Söguþráður Í myndinni leikur Johnson hlutverk Davis Okoye, sem er sérfræðingur í prímötum. Hann er ekki mannblendinn, en hefur myndað sérstakt vináttusamband við George, hina gáfuðu górillu, sem hann hefur fóstrað frá fæðingu.  En þegar tilraun fer úrskeiðis og apinn breytist í gríðarstórt skrímsli, eru góð ráð dýr. Ekki bætir úr skák þegar uppgötvast að til eru fleiri slík stökkbreytt skrímsli.  Þegar ófreskjurnar taka á rás og strauja yfir Norður Ameríku, með tilheyrandi eyðileggingu og skelfingu, þá fer Okoye ásamt erfðafræðingi í það verkefni að búa til mótefni gegn þessum hrikalegu skepnum. Markmiðið er að koma í veg fyrir alheimsfaraldur sem stefnt getur heimsbyggðinni í voða, en einnig að bjarga hinum kæra vini sínum George. 
Útgefin: 9. maí 2018
16. maí 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Tim Kirkby
Söguþráður Ofurhugi hannar og stjórnar eigin skemmtigarði með vinum sínum.
Útgefin: 16. maí 2018
18. maí 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Devin Hansen
Söguþráður Sjáðu manninn, Slenderman, því hann getur gert það sem enginn annar getur. Hér segir af stórri, grannri og hryllilegri veru með óeðlilega langa handleggi og tómt andlit, sem sögð er ábyrg fyrir því að ásækja og láta ótal börn og unglinga hverfa.
Útgefin: 18. maí 2018
18. maí 2018
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður
Útgefin: 18. maí 2018
25. maí 2018
GamanmyndSöngleikurTeiknimynd
Leikstjórn Ross Venokur
Söguþráður Þrjár ævintýraprinsessur trúlofast sama manninum, Draumaprinsinum.
Útgefin: 25. maí 2018
25. maí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Ævintýri Han Solo og Chewbacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian.
Útgefin: 25. maí 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 8. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.A. Bayona
Söguþráður Þegar eldfjallið á eyjunni vaknar til lífsins, þá þurfa Owen og Claire að bjarga risaeðlunum frá útrýmingu.
Útgefin: 8. júní 2018
15. júní 2018
SpennumyndSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Gary Ross
Söguþráður Myndin gerist í New York og fjallar um skipulagt rán sem konurnar átta ætla að fremja á Met Gala-samkomunni. Á þessari samkomu fer árlega fram fjáröflun og tískusýning. Þar má einnig sjá skærustu stjörnur heims ganga rauða dregilinn í sínu fínasta pússi.
Útgefin: 15. júní 2018
22. júní 2018
SpennumyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á meðan Helen, teygjustelpa, fer og bjargar heiminum.
Útgefin: 22. júní 2018
29. júní 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 29. júní 2018
29. júní 2018
Gamanmynd
Söguþráður Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg.
Útgefin: 29. júní 2018
29. júní 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Tomsic
Söguþráður Lítill hópur fyrrum bekkjarfélaga skipuleggur flókinn, árlegan "klukk" leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt.
Útgefin: 29. júní 2018
6. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Framhald Ant-Man frá árinu 2015
Útgefin: 6. júlí 2018
11. júlí; 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rannsaka dularfullan dauðdaga nunnu.
Útgefin: 11. júlí 2018
13. júlí; 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Mavis kemur Drakúla á óvart með því að skipuleggja fjölskylduferð á lúxus skrímsla skemmtiferðaskipi, þannig að hann geti fengið hvíld frá eigin hótelrekstri. Vinir hans og skósveinar fara með. En þegar þau leggja úr höfn, þá verður Drakúla ástfanginn af hinum dularfulla skipstjóra, Ericka. Nú þarf Mavis að bregða sér í hlutverk hins ofverndandi foreldris, og halda pabba sínum og Ericku frá hvoru öðru. Auðvitað er þetta samband allt of gott til að vera satt, því Ericka er í raun afkomandi sjálfs Abraham Van Helsing, erkióvinar Drakúla og allra annarra skrímsla.
Útgefin: 13. júlí 2018
13. júlí; 2018
Spennumynd
Söguþráður Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni. 
Útgefin: 13. júlí 2018
13. júlí; 2018
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Susanna Fogel
Söguþráður Tvær vinkonur fara í njósnaævintýri eftir að annar þeirra kemst að því að hennar fyrrverandi er njósnari.
Útgefin: 13. júlí 2018
20. júlí; 2018
SpennumyndRómantískSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Rodriguez
Söguþráður Hasarmynd um unga konu sem vill komast að því hver hún er, og breyta heiminum.
Útgefin: 20. júlí 2018
20. júlí; 2018
27. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 27. júlí 2018
17. ágúst 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Wyatt
Söguþráður Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin.
Útgefin: 17. ágúst 2018
24. ágúst 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Yann Demange
Söguþráður Saga unglingsins Richard Wershe Jr. sem varð uppljóstrari fyrir lögregluna á níunda áratug síðustu aldar, og var að lokum handtekinn fyrir eiturlyfjaviðskipti, og dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Útgefin: 24. ágúst 2018
24. ágúst 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jon M. Chu
Söguþráður Myndin fjallar um bandaríska hagfræðiprófessorinn Rachel Chu, sem er af kínverskum ættum, sem fer með kærastanum til Singapore, til að vera við brúðkaup besta vinar hans, en lendir við það inni í lífi hinna ríku og frægu í Asíu. Hún kemst að því að kærastinn á fáránlega ríka fjölskyldu með myrka sögu, og allar konur vilja eignast hann.
Útgefin: 24. ágúst 2018
24. ágúst 2018
Hrollvekja
Söguþráður Þegar lögga sem er nýkomin úr meðferð fer á næturvakt í líkhúsi spítalans, þá lendir hún í skrýtnum og ofbeldisfullum atburðum, sem illur andi í einu líkanna er ábyrgur fyrir.
Útgefin: 24. ágúst 2018
7. september 2018
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 7. september 2018
14. september 2018
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Ætlun Mary Stuart Skotadrottningar að steypa frænku sinni Elísabeti II, Englandsdrottningu, af stóli, endar með því að hún er fangelsuð í mörg ár og dæmd til dauða.
Útgefin: 14. september 2018
21. september 2018
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Albert Hughes
Söguþráður Ótrúlegt ævintýri sem gerist í Evrópu á síðustu ísöld, fyrir um 20.000 árum. Ungur maður fer í sína fyrstu veiðiferð ásamt bestu veiðimönnum ættbálksins en meiðist og er skilinn eftir meðvitundarlaus. Þegar hann rankar við sér er hann einn og allslaus – hann þarf að halda lífi úti í náttúrunni sem er bæði óvægin og hörð og komast heim áður en vetur skellur á. Þegar hann finnur úlf sem hefur orðið viðskila við flokk sinn, ákveður hann að temja hann. Ólíkleg vinátta myndast milli drengsins og úlfsins og þurfa þeir að reiða sig hvor á annan til að komast í gegnum þær hremmingar sem mæta þeim á leið þeirra.
Útgefin: 21. september 2018
21. september 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Myndin fjallar um Dr. Faraday, son húshjálpar, sem hefur öðlast virðingu í starfi sem læknir úti á landi. Eitt heitt sumar, árið 1947, er hann kallaður til að sinna sjúklingi í Hundreds Hall þar sem móðir hans starfaði áður. Húsið hefur verið í eigu Avres fjölskyldunnar í tvær aldir. Núna er það í niðurníðslu, og heimilisfólkið, móðir, sonur og dóttir, glíma við mikil vandamál. Þegar Faraday fer að sinna þessum nýja sjúklingi, á hefur hann enga hugmynd um hvað fjölskyldusagan mun tvinnast mikið hans eigin.
Útgefin: 21. september 2018
28. september 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Karey Kirkpatrick
Söguþráður Snjómaðurinn Migo fer að segja sögur af kynnum sínum af áður óþekktri goðsagnakenndri dýrategund, manninum Percy. Uppgötvun Migo færir honum frægð og frama og draumastúlkuna, en um leið fer tilveran öll í hálfgerða óreiðu.
Útgefin: 28. september 2018
28. september 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Malcolm D. Lee
Söguþráður Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái GED prófum til að þeir nái að klára menntaskóla.
Útgefin: 28. september 2018
5. október 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Kerr
Söguþráður Leyniþjónustumaðurinn Johnny English þarf að bjarga heiminum rétt eina ferðina.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu.
Útgefin: 5. október 2018
5. október 2018
SpennumyndHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Venom birtist fyrst í teiknimyndasögum sem hálfgert yfirtökusjálf Köngulóarmannsins. Þetta gerðist fyrst í 252. hefti The Amazing Spider Man frá árinu 1984. Nokkrum árum síðar fór þessi vera úr Peter Parker, og yfir í ljósmyndarann Eddie Brock, og úr varð andhetjan Venom. Persónan birtist síðast á hvíta tjaldinu í túlkun Topher Grace í Spider-Man 3, sem Sam Raimi leikstýrði árið 2007.
Útgefin: 5. október 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018
2. nóvember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Simon Kinberg
Söguþráður Jean Grey byrjar að þróa með sér ótrúlega hæfileika sem spilla henni og breyta henni í Dark Phoenix. Núna þurfa x-Menn að ákveða hvort að líf eins úr hópnum er meira virði en líf alls fólks í heiminum.
Útgefin: 2. nóvember 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018
26. desember 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurTeiknimynd
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 26. desember 2018
22. febrúar 2019
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 22. febrúar 2019