Náðu í appið

Væntanlegt í bíó

27. janúar 2022
DramaÆviágrip
Leikstjórn Michal Wegrzyn
Söguþráður Edward Gierik er ein mikilvægasta persóna í sögu Póllands á tuttugustu öldinni. Myndin gerist á tímabilinu 1970 - 1982 þegar Gierik verður formaður póska verkamannaflokksins og þar til hann lætur af embætti. Myndin skyggnist á bakvið tjöldin og varpað er ljósi á fjölskyldutengsl sem áður hefur ekki verið fjallað um.
Útgefin: 27. janúar 2022
28. janúar 2022
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Metnaðarfullur tívolístarfsmaður sem hefur einstakt lag á að stjórna fólki, kynnist kvenkyns geðlækni sem er jafnvel hættulegri en hann.
Útgefin: 28. janúar 2022
28. janúar 2022
GamanmyndRómantísk
Leikstjórn Peter Hutchings
Söguþráður Lucy, sem reynir að ná frama í vinnu án þess að gefa of mikinn afslátt af siðferðislegum hlutum, tekur þátt í miskunnarlausri valdabaráttu við ískaldan en harðduglegan erkióvin sinn Joshua. Átökin verða flóknari þegar hún byrjar að laðast að Joshua.
Útgefin: 28. janúar 2022
28. janúar 2022
Teiknimynd
Leikstjórn Michael Ekbladh
Söguþráður Langbesta afmælið er sagan af Kalla, litlum kanínustrák sem býr á ástríku heimili ásamt foreldrum sínum og gæludýrum í útjaðri bæjarins. Kalli er vanur að eiga alla athygli foreldra sinna en allt breytist þegar Klara systir hans fæðist og það leiðir til óvænts ævintýris með bestu vinkonu Kalla, Móniku. Langbesta afmælið er falleg og skemmtileg teiknimynd fyrir yngstu kynslóðina sem er byggð á metsölubókum eftir Rotraut Susanne Berner.
Útgefin: 28. janúar 2022
4. febrúar 2022
SpennumyndGamanmyndHeimildarmynd
Leikstjórn Jeff Tremaine
Söguþráður Upprunalega Jackass gengið er mætt á ný í sína síðustu krossferð, ellefu árum eftir að það kom saman síðast. Að venju ganga þeir lengra en flestir aðrir í ótrúlega fyndnum en stórskrítnum og oft hættulegum áhættuatriðum.
Útgefin: 4. febrúar 2022
4. febrúar 2022
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Roland Emmerich
Söguþráður Dularfullt afl ýtir tunglinu af braut um Jörðu sem skapar stórhættu fyrir alla íbúa hennar. Aðeins nokkrar vikur eru þar til áreksturinn mun eiga sér stað og heimurinn er á barmi tortímingar. NASA stjórnandinn og fyrrum geimfarinn Jo Fowler er sannfærð um að hún viti hvernig hægt sé að bjarga heiminum - en þeir einu sem trúa henni eru annar geimfari, Brian Harper, og samsæringakenningasmiðurinn K.C. Houseman. Nú þarf þríeykið að fara út í geim, á brott frá ástvinum sínum, einungis til að að komast að því að mögulega voru þau að búa sig undir rangt verkefni.
Útgefin: 4. febrúar 2022
6. febrúar 2022
Drama
Leikstjórn Vilgot Sjöman
Söguþráður Sviðsett heimildamynd um unga konu sem tekur viðtöl við fólk um þeirra skoðanir á samfélaginu varðandi mörg knýjandi málefni. Svo sem um ójöfnuð, félagsþjónustu, sósíalisma og lýðræði auk meiriháttar siðferðislegra spurninga. Jafnvel forsætisráðherrann, Olaf Palme kemst ekki undan því að svara áleitnum spurningum aðalsöguhetjunnar, Lenu.
Útgefin: 6. febrúar 2022
11. febrúar 2022
DramaGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Belgíski spæjarinn Hercule Poirot þarf að rannsaka morð á kvenkyns erfingja, þegar hann er staddur í fríi á ánni Níl.
Útgefin: 11. febrúar 2022
11. febrúar 2022
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Ruben Fleischer
Söguþráður Myndin er byggð á einum mest selda og vinsælasta tölvuleik allra tíma. Hér kynnumst við Nathan Drake í sínu fyrsta fjársjóðsleitarævintýri ásamt félaga sínum Victor "Sully" Sullivan. Leikurinn berst út um allan heim og hætturnar leynast við hvert fótmál. Ásamt því að skima eftir fjársjóðum leita þeir einnig að löngu týndum bróður Nathans.
Útgefin: 11. febrúar 2022
11. febrúar 2022
GamanmyndRómantískTónlistarmynd
Leikstjórn Kat Coiro
Söguþráður Tónlistarmennirnir og ofurstjörnurnar Kat Valdez og Bastian ætla að giftast frammi fyrir aðdáendum sínum um allan heim, og verður athöfninni streymt á netinu svo allir geti fylgst með. En þegar Kat kemst að því, nokkrum sekúndum áður en athöfnin hefst, að Bastian hefur verið henni ótrúr, þá ákveður hún að giftast í staðinn Charlie, ókunnugum manni úr áhorfendaskaranum. Þó þetta hafi gerst alveg óvænt, þá þróast atvikið upp í ástarsamband, en stóra spurningin er hvort að fólk úr jafn ólíkri átt nái að bindast böndum til framtíðar.
Útgefin: 11. febrúar 2022
11. febrúar 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Kevin Johnson
Söguþráður Hundurinn Klandri býr við lúxus og dekur allt þar til eigandi hans deyr. Nú þarf hann að fara út í lífið og þar er ekki tekið á honum með neinum silkihönskum. Hann hittir stelpu með stóra drauma, en enga peninga til að láta þá verða að veruleika. Lífið er framundan en ekki án erfiðleika.
Útgefin: 11. febrúar 2022
18. febrúar 2022
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Hinn tvítugi Oliver býr ásamt móður sinni og yngri bróður í niðurníddu íbúðahverfi í Reykjavík. Samband hans við móður sína hefur farið batnandi upp á síðkastið en skyndilega breytist allt þegar móður hans hrakar, og ástandið í fjölskyldunni versnar.
Útgefin: 18. febrúar 2022
18. febrúar 2022
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Mark Williams
Söguþráður Travis Block starfar sjálfstætt fyrir stjórnvöld að ýmsum leynilegum verkefnum, en hann hefur meðal annars tekið að sér að frelsa leyniþjónustufólk úr háleynilegum og erfiðum aðstæðum. Þegar Block kemst á snoðir um skuggalegt verkefni sem kallast Operation Unity, þar sem almennir borgarar eru drepnir af ókunnum ástæðum, sem er einungis á vitorði yfirmanns Blocks, yfirmanns alríkislögreglunnar FBI, Robinson, þá fær hann hjálp frá blaðamanni við að leysa málið. En fortíð hans og nútíð rekast á þegar dóttur hans og barnabarni er ógnað. Núna þarf Block að bjarga fólkinu sem hann elskar og afhjúpa sannleikann í þeirri von að fá uppreisn æru. Ekkert og enginn er öruggur þegar leyndarmálin fá að krauma undir yfirborðinu.
Útgefin: 18. febrúar 2022
25. febrúar 2022
DramaRáðgátaÍslensk mynd
Leikstjórn Tinna Hrafnsdóttir
Söguþráður Þegar Saga vaknar upp eftir heiftarlegt flogakast á Klambratúni man hún lítið sem ekkert hvað gerðist í aðdraganda þess. Í leit hennar að upplýsingum um sjálfa sig og sína nánustu fara minningar sem Saga bældi niður sem barn að koma upp á yfirborðið, minningar sem neyða hana til að horfast í augu við sjálfa sig og fjölskyldu sína sem tekist hafði að þegja ógnvænlegt leyndarmál í hel.“ sagði Tinna um söguþráðinn í viðtali við Vísi fyrr á árinu.
Útgefin: 25. febrúar 2022
25. febrúar 2022
Gamanmynd
Söguþráður Bandaríski þjóðvarðliðinn Briggs fær það verkefni að fara með her-tíkina Lulu, niður eftir Kyrrahafsströndinni, frá Lewis-McChord herstöðinni í Washington til Nogales í Arizona, svo hún geti verið viðstödd jarðarför þjálfara síns.
Útgefin: 25. febrúar 2022
4. mars 2022
SpennumyndDramaGlæpamynd
Leikstjórn Matt Reeves
Söguþráður Söguþráður óljós að svo stöddu.
Útgefin: 4. mars 2022
11. mars 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Domee Shi
Söguþráður Þrettán ára stúlka breytist í risastóran rauðan pandabjörn alltaf þegar hún verður of æst.
Útgefin: 11. mars 2022
11. mars 2022
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Mynd­in er sjálf­stætt fram­hald Síðustu veiðiferðarinnar. Lítið er vitað um söguþráð en persónur lenda áfram í sjálf­skipuðum vand­ræðum og setji sveit­ina í upp­nám. Ein aðal­per­sóna mynd­ar­inn­ar, Val­ur Aðal­steins fjár­fest­ir, sem Þor­steinn Bachmann leik­ur, er orðinn ráðherra og flækj­ast mál­in þá enn frek­ar.
Útgefin: 11. mars 2022
18. mars 2022
SpennumyndGamanmyndSpennutryllir
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður MI6 fulltrúinn Orson Fortune og teymi hans ráða eina stærstu kvikmyndastjörnu í Hollywood til að hjálpa sér í háleynilegu verkefni, þegar sala af stórhættulegri nýrri vopnatækni ógnar öllum heiminum.
Útgefin: 18. mars 2022
18. mars 2022
Drama
Leikstjórn Jon Gunn
Söguþráður Myndin segir frá einhverfum dreng með sjaldgæfan beinasjúkdóm sem gerir að verkum að beinin eru mjög brothætt. En það sem gerir drenginn einstakan er að hann hefur einstakt og jákvætt viðhorf til lífsins sem gleður alla í kringum hann.
Útgefin: 18. mars 2022
25. mars 2022
SpennumyndGamanmyndRómantísk
Leikstjórn Aaron Nee, Adam Nee
Söguþráður Höfundur rómantískra ástarsagna er á kynningarferðalagi fyrir eina bók sína ásamt sjóðheitri karlfyrirsætunni á bókarkápunni. Auðugur fjársjóðsleitarmaður vill að rithöfundurinn hjálpi sér að finna Týndu borgina og hann bregður á það ráð að ræna höfundinum – og fyrirsætan ákveður að bjarga deginum!
Útgefin: 25. mars 2022
25. mars 2022
GamanmyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Pierre Perifel
Söguþráður Aldrei hafa fimm vinir verið eins alræmdir og Þrjótarnir - hinn töfrandi vasaþjófur Mr. Wolf, hinn gamalreyndi sérfræðingur í peningaskápum Mr. Snake, dulargervameistarinn Mr. Shark, hinn skapstyggi þrjótur Mr. Piranha og hinn tungulipri hakkari Ms. Tarantula, öðru nafni Webs. En þegar gengið er loksins gómað þá gerir Mr. Wolf samning um að ef þau sleppi við fangavist þá ætli þau að hætta öllu misjöfnu. Þau ætla að sjálfsögðu ekki að virða samninginn en hyggjast blekkja heiminn og láta alla trúa að þau séu orðin hin mestu ljúfmenni. Á sama tíma fer Mr. Wolf þó að spá í hvort að góðverkin muni veita honum það sem hann hefur alltaf þráð: viðurkenningu. En þegar nýr þrjótur ógnar borginni, mun Mr. Wolf takast að sannfæra hina um að verða ... The Good Guys, eða Góðu gaurarnir?
Útgefin: 25. mars 2022
25. mars 2022
RómantískDrama
Leikstjórn Simon Curtis
Söguþráður Framhald síðustu myndar frá árinu 2019. Crawley fjölskyldan og starfsliðið á Downton fá konungshjónin í heimsókn.
Útgefin: 25. mars 2022
25. mars 2022
Drama
Leikstjórn Elfar Adalsteins
Söguþráður Ef þú leggur við hlustir þá segir Þorpið þér kannski nokkrar ósagðar sögur. Sögur af forstjóranum unga sem dreymir á latínu og fórnar fjölskyldu og glæstum frama fyrir gamlar bækur og stjörnukíki, heljarmenni sem kiknar undan myrkrinu, fínvöxnum syni hans sem tálgar mófugla. Af bóndanum með bassaröddina sem strengir fallegar girðingar en ræður illa við fýsnir holdsins, einmana gröfukalli sem skellir sér í helgarferð til London og gömlum Dodge 55.
Útgefin: 25. mars 2022
1. apríl 2022
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Lífefnafræðingurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
Útgefin: 1. apríl 2022
1. apríl 2022
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Eftir að hafa komið sér vel fyrir í Green Hills, þá er Sonic tilbúinn í meira frelsi og Tom og Maddie samþykkja að leyfa honum að vera einum heima þegar þau fara í sumarfrí. En um leið og þau eru horfin út um dyrnar birtist Dr. Robotnik á ný, nú með nýjum félaga, Knuckles, í leit að gimsteini sem getur byggt og eyðilagt heilu menningarsamfélögin. Sonic fer með félaga sínum Tails, í leit að gimsteininum áður en hann kemst í rangar hendur.
Útgefin: 1. apríl 2022
1. apríl 2022
SpennumyndDramaÆvintýramynd
Leikstjórn Robert Eggers
Söguþráður Söguleg mynd um víkingaprins og hversu langt hann er tilbúinn að ganga til að ná fram hefndum fyrir föður sinn sem var myrtur. Myndin gerist á Íslandi við upphaf 10. aldar.
Útgefin: 1. apríl 2022
1. apríl 2022
RómantískDrama
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Aldraður bóndi skrifar bréf til ástkonunnar sem honum bauðst að fylgja til borgarinnar forðum tíð. Gerði hann rétt í að taka sveitina fram yfir kærleikann? Hefði hann fremur átt að flytjast til Reykjavíkur til að moka skurð eða reisa bragga fyrir Ameríkana? Minningar úr sveitinni fléttast inn í safaríkar frásagnir af því sem hann kallar fengitíð lífs síns. Fornar ástir renna saman við sagnir af gleymdum líkum, lágfættum hrútum sem liggja afvelta milli þúfna og því þegar Farmallinn kom.
Útgefin: 1. apríl 2022
3. apríl 2022
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Edvin Laine
Söguþráður Finnsk stórmynd í leikstjórn Edvin Laine sem byggð er á samnefndri bók eftir Väinö Linna. Myndin er sögð frá sjónarhóli finnskra hermanna í því sem Finnar kalla framhaldsstríðið 1941-1944.
Útgefin: 3. apríl 2022
3. apríl 2022
DramaHrollvekjaÆvintýramynd
Leikstjórn Erik Blomberg
Söguþráður Hvíta hreindýrið er finnsk fantasíu- og hryllingsmynd. Nýgift kona í Lapplandi fer til seyðkarls þorpsins til að fá smá hjálp við ástarlífið en er í staðinn breytt í hvítt vampíru hreindýr.
Útgefin: 3. apríl 2022
3. apríl 2022
HrollvekjaÍslensk mynd
Leikstjórn Viðar Víkingsson
Söguþráður Árið 1940 fer sveitastrákur til Reykjavíkur til að æfa sund og vinna fyrir breska hernámsliðið. Jafnframt vill hann vita hvað orðið hafi um æskuvinkonu sína. Brátt uppgötvar hann að stúlkan er í tygjum við breskan liðsforingja og senn fer hann að gruna að sá hermaður sé handgengnari skrattanum en bresku krúnunni.
Útgefin: 3. apríl 2022
7. apríl 2022
Drama
Leikstjórn Yngvild Sve Flikke
Söguþráður Hin unga Rakel er með allt annað á dagskránni en að verða móðir. En hún getur ekki hunsað þá staðreynd að hún er ólétt! Stórkostleg gamanmynd um áskoranir lífsins – þar sem teiknimyndir hjálpa auðvitað til!
Útgefin: 7. apríl 2022
8. apríl 2022
SpennumyndDramaSpennutryllir
Leikstjórn Michael Bay
Söguþráður Tveir ræningjar stela sjúkrabíl eftir að rán mistekst.
Útgefin: 8. apríl 2022
8. apríl 2022
Spennumynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður Fimm leigumorðingjar um borð í hraðlest komast að því að einhver skyldleiki er með verkefnum þeirra allra.
Útgefin: 8. apríl 2022
15. apríl 2022
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn David Yates
Söguþráður Þriðja sagan úr Fantastic Beast flokknum þar sem fylgst er með ævintýrum Newt Scamander.
Útgefin: 15. apríl 2022
15. apríl 2022
FjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Hinn kjarklitli Aron Neisti er í leynifélaginu Rauðuhauskúpunni ásamt vinum sínum Óla og Höllu. Hann neyðisttil að taka á honum stóra sínum þegar hrekkjusvínin í hverfinu láta til skarar skríða.
Útgefin: 15. apríl 2022
15. apríl 2022
Spennumynd
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Björgunarleiðangur er gerður út í Tælandi þar sem hópur ungra drengja og fótboltaþjálfarinn þeirra eru fastir í neðanjarðarhellum sem flæðir inn í.
Útgefin: 15. apríl 2022
22. apríl 2022
SpennumyndGamanmyndGlæpamynd
Leikstjórn Tom Gormican
Söguþráður Skítblankur Nicolas Cage samþykkir að koma fram gegn greiðslu í afmælisveislu milljarðamærings sem er aðdáandi hans, en í raun er hann uppljóstrari fyrir leyniþjónustuna CIA, því milljarðamæringurinn er eiturlyfjabarón sem er ráðinn í næstu mynd Quentin Tarantino.
Útgefin: 22. apríl 2022
22. apríl 2022
DramaStríðsmynd
Leikstjórn John Madden
Söguþráður Tveir leyniþjónustumenn í Seinni heimsstyrjöldinni nota lík og fölsuð skilríki til að gabba þýska hermenn.
Útgefin: 22. apríl 2022
22. apríl 2022
DramaÍslensk mynd
Söguþráður Berdreymi segir frá Adda, unglingsstrák í Reykjavík sem alinn er upp af móður með skyggnigáfu. Einn daginn ákveður Addi að taka eineltisfórnarlamb undir sinn verndarvæng og inn í vinahóp slagsmálahunda. Án eftirlits, leika strákarnir sér að valdbeitingu og ofbeldi en kynnast einnig djúpri vináttu. Þegar hegðun strákana stigmagnast yfir í lífshættulega atburði, fer Addi að upplifa eigin skynjanir. Mun innsæi hans beina vinunum á öruggari braut eða munu strákarnir sökkva lengra inn í heim ofbeldis?
Útgefin: 22. apríl 2022
29. apríl 2022
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Bryan Woods, Scott Beck
Söguþráður Geimfari brotlendir á dularfullri plánetu og kemst að því að hann er ekki einn.
Útgefin: 29. apríl 2022
1. maí 2022
RómantískDrama
Leikstjórn Edith Carlmar
Söguþráður Ung flukt er um unga stúlku, Gerd, sem verður ástfangin af strák. Gerd hefur slæmt orð á sér og er fjölskylda stráksins ekki hrifin af sambandinu. Þau ákveða að strjúka saman til að lifa ein úti í skógi en þar hitta þau sér eldri og ólíkan mann sem reynir mikið á samband þeirra.
Útgefin: 1. maí 2022
6. maí 2022
Drama
Leikstjórn Anthony Fabian
Söguþráður Ný útgáfa af vinsælli sögu Paul Callico um ræstitækni á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í Lundúnum sem heillast af hátískufatnaði frá Christian Dior og ákveður að leggja allt undir til að eignast dressið.
Útgefin: 6. maí 2022
6. maí 2022
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Sam Raimi
Söguþráður Eftir atburðina í Avengers: Endgame heldur Dr. Strange áfram að rannsaka tímasteininn. Gamall vinur sem nú hefur skipt um lið, reynir að eyða öllum seiðkörlum í heiminum, sem hefur mikil áhrif á fyrirætlanir Dr. Strange.
Útgefin: 6. maí 2022
20. maí 2022
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jared Stern
Söguþráður Þegar illmennið Lex Luthor klófestir Justice League ofurhetjuhópinn þá stofnar hundur Ofurmennisins, Krypto, gengi sem skipað er dýrum úr dýraskýlum, sem eru öll gædd ofurhæfileikum. Þarna eru hundurinn Ace, sem hefur ofurkrafta, svínið PB, sem getur orðið orðið risastórt, skjaldbakan Merton, sem getur náð ofurhraða, og íkorninn Chip, sem getur orðið ofurrafmagnaður.
Útgefin: 20. maí 2022
27. maí 2022
SpennumyndDrama
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar, og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.
Útgefin: 27. maí 2022
10. júní 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Colin Trevorrow
Söguþráður Söguþráður á huldu.
Útgefin: 10. júní 2022
17. júní 2022
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Angus MacLane
Leikarar: Chris Evans
Söguþráður Sagan af geimfaranum og leikfanginu Buzz Lightyear og ævintýrum hans, út fyrir endimörk alheimsins.
Útgefin: 17. júní 2022
24. júní 2022
Hrollvekja
Leikstjórn Scott Derrickson
Söguþráður Finney Shaw er rænt af raðmorðingja sem heldur honum föngnum í hljóðeinangruðum kjallara. Þar finnur Shaw ótengdan síma, sem hefur þann eiginleika að geta spilað raddir fyrri fórnarlamba morðingjans. Öll eru þau staðráðin í að koma í veg fyrir að Finney lendi ekki í því sama og þau.
Útgefin: 24. júní 2022
1. júlí; 2022
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Kyle Balda
Söguþráður Saga tólf ára stráks sem á sér þann draum helstan að verða heimsins mesti ofurþorpari.
Útgefin: 1. júlí 2022
8. júlí; 2022
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Taika Waititi
Söguþráður Framhald Thor: Ragnarok og fjórða kvikmyndin í Thor seríunni.
Útgefin: 8. júlí 2022
22. júlí; 2022
DramaRáðgáta
Leikstjórn Olivia Newman
Söguþráður Kya Clark, sem bæjarbúum í Barkley Cove þykir dularfull og óútreiknanleg, er yfirgefin ung af fjölskyldu sinni. Myndin segir frá uppvexti hennar á sjötta áratug tuttugustu aldarinnar í suðurríkjum Bandaríkjanna. Dag einn finnst maður myrtur sem Kya átti eitt sinn í ástarsambandi við og hún er nú grunuð um morðið.
Útgefin: 22. júlí 2022
22. júlí; 2022
29. júlí; 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Söguþráður á huldu. Hliðarmynd útfrá Shazam, þar sem fókusinn er stilltur á andhetjuna Black Adam.
Útgefin: 29. júlí 2022
12. ágúst 2022
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Patrick Hughes
Söguþráður Ruglingur verður á hættulegasta leigumorðingja í heimi og mesta klaufabárði í New York borg, í AirBNB íbúð.
Útgefin: 12. ágúst 2022
16. september 2022
GamanmyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Will Speck, Josh Gordon
Söguþráður Námuverkemaður á loftsteini, sem eftir brotlendingu á plánetu úti í geimnum, þarf að fara í gegnum erfitt landsvæði á sama tíma og súrefnisbirgðirnar eru á þrotum. Ekki bætir úr skák að hann er hundeltur af undarlegum skepnum og þeim eina sem einnig komst lífs af úr slysinu.
Útgefin: 16. september 2022
30. september 2022
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Söguþráður Sjöunda Mission Impossible myndin.
Útgefin: 30. september 2022
16. desember 2022
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 16. desember 2022