Væntanlegt í bíó

31. janúar 2020
Drama
Leikstjórn Ladj Ly
Söguþráður Stéphane gengur til liðs við lögregluna í Montfermeil árið 1993. Hann hittir nýja félaga, Chris og Gwada, og upplifir spennuna á milli ólíkra hópa í hverfinu.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Miguel Arteta
Söguþráður Þær Mel og Mia eru bestu vinkonur sem hafa gengið saman í gegnum súrt og sætt og reka sína eigin verslun með förðunarvörur. Sá rekstur hefur hins vegar ekki gengið sem skyldi upp á síðkastið og þegar viðskiptakonan Claire Luna býðst til að koma þeim til bjargar með meira en milljón dollara innspýtingu telja þær sig himin hafa höndum tekið – eða allt þar til þær uppgötva að Claire er sannkallaður úlfur í sauðargæru.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
SpennumyndGlæpamynd
Leikstjórn Guy Ritchie
Söguþráður Mickey Pearson er bandarískur glæpaforingi sem byggt hefur upp öflugt marijúanaveldi í London. Þegar hann lætur á sér skiljast að hann hyggist draga sig í hlé og vilji selja viðskiptaveldið hugsa margir í undirheimunum sér gott til glóðarinnar og í gang fara alls kyns fléttur og blekkingar þar sem enginn er annars bróðir í leik og ekkert er eins og það sýnist.
Útgefin: 31. janúar 2020
31. janúar 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Axel er tólf ára piltur sem á þrettánda afmælisdegi sínum fær forláta ninjabrúðu í gjöf frá frænda sínum sem keypti hana í Tælandi. Brúðunni fylgja ekki bara áhugaverðir aukahlutir heldur reynist hún einnig andsetin japanska samúræjanum Taiko Nakamura sem lætur sko ekki bjóða sér hvað sem er. Ástæðan fyrir því að Taiko er í brúðunni er sú að hann unir sér ekki hvíldar fyrr en búið er að koma lögum yfir illmenni eitt, Finn Engilberts, sem hefur hrottalegt morð á samviskunni ...
Útgefin: 31. janúar 2020
1. febrúar 2020
Heimildarmynd
Leikstjórn Bruno Sauvard
Söguþráður Þó að það séu yfir 3.000 vínræktendur í Frakklandi, vinna aðeins þrjú prósent þeirra vínið með lífrænum hætti eða nota náttúrulegar aðferðir í framleiðslunni. Í kvikmyndinni fáum við að kynnast frönskum vínframleiðendum sem eru taldir vera leiðandi í þesskonar framleiðsluháttum ásamt því að hafa sjálfbærni að leiðarljósi.
Útgefin: 1. febrúar 2020
2. febrúar 2020
DramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Akira Kurosawa
Söguþráður Þegar valdamikill stríðsherra í Japan á miðöldum deyr, þá er vesæll þjófur ráðinn sem tvífari hans. Starfið reynist honum erfitt, og hann lendir upp á kant við anda stríðsherrans, þegar syrtir í álinn í konungdæminu.
Útgefin: 2. febrúar 2020
2. febrúar 2020
Drama
Leikstjórn Xavier Dolan
Söguþráður Vinátta tveggja ungra manna er undir þegar þeir leika saman í stuttmynd þar sem þeir eiga að kyssast. Úr verður stórkostleg saga löngunar.
Útgefin: 2. febrúar 2020
7. febrúar 2020
SpennumyndGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Cathy Yan
Söguþráður Eftir aðskilnað við Jókerinn, þá gengur Harley Quinn til liðs við ofurhetjurnar Black Canary, Huntress og Renee Montoya, sem ætla í sameiningu að bjarga ungri stúlku frá illum glæpaforingja.
Útgefin: 7. febrúar 2020
14. febrúar 2020
SpennumyndÆvintýramyndTeiknimynd
Leikstjórn Jeff Fowler
Söguþráður Dreifbýlislögga frá Green Hills hjálpar Sonic að flýja frá yfirvöldum, sem vilja klófesta hann.
Útgefin: 14. febrúar 2020
14. febrúar 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Mikkel Nørgaard
Söguþráður Þriðja Klovn myndin. Sú fyrsta fjallaði um það þegar Frank vildi verða faðir. Önnur myndin fjallaði um vinskap hans og Caspers. Þriðja myndin fjallar um ástina.
Útgefin: 14. febrúar 2020
14. febrúar 2020
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndRáðgáta
Leikstjórn Jeff Wadlow
Söguþráður Hryllingsútgáfa af hinum vinsælu sjónvarpsþáttum frá áttunda áratug síðustu aldar, sem gerðust á töfrandi hóteli á eyju.
Útgefin: 14. febrúar 2020
21. febrúar 2020
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Andrea Di Stefano
Söguþráður Fyrrverandi fangi reynir að smygla sér í raðir mafíunnar, í rammgerðu öryggisfangelsi.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
DramaHrollvekja
Leikstjórn Floria Sigismondi
Söguþráður Ung kennslukona er ráðin til starfa af manni sem hefur fengið forræði yfir ungum frænda sínum og frænku, eftir dauða foreldranna. Myndin er nútímaútgáfa af sögu Henry James, The Turn of the Screw.
Útgefin: 21. febrúar 2020
21. febrúar 2020
DramaÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Chris Sanders
Söguþráður Líf heimilishundsins Buck breytist mikið þegar hann er skyndilega fluttur til óbyggða Alaska til að verða þar sleðahundur.
Útgefin: 21. febrúar 2020
28. febrúar 2020
Drama
Söguþráður Lögfræðingurinn Bryan Stevenson berst fyrir lausn fanga af dauðadeild í fangelsi, en Walter McMillian var dæmdur til dauða árið 1987 fyrir morð á 18 ára gamalli stúlku, þrátt fyrir fjölda sönnunargagna sem bentu til sakleysis hans.
Útgefin: 28. febrúar 2020
28. febrúar 2020
HrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Leigh Whannell
Söguþráður Þegar ofbeldisfullur eiginmaður Cecilia fremur sjálfsmorð og erfir hana að umtalsverðum fjármunum, þá fer hana að gruna að dauði hans hafi verið settur á svið. Eftir að hver atburðurinn rekur annan þar sem hún lendir í lífshættu, þá reynir hún að sanna að hún sé elt af ósýnilegum manni.
Útgefin: 28. febrúar 2020
28. febrúar 2020
GamanmyndDrama
Leikstjórn Nat Faxon, Jim Rash
Söguþráður Hjón í skíðaferðalagi í Ölpunum ásamt börnum sínum, þurfa að endurmeta líf sitt og samband, þegar þau lenda í snjóflóði. Viðbrögð eiginmannsins við snjóflóðinu vekja upp spurningar og spennu í sambandinu.
Útgefin: 28. febrúar 2020
6. mars 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Dan Scanlon
Söguþráður Tveir álfabræður á unglingsaldri, Ian og Barley Lightfoot, sem búa í úthverfi í ævintýraheimi, fara í ferð til að kanna hvort að enn séu einhverjir töfrar eftir í heiminum, til að þeir geti eytt einum degi með föður sínum, sem dó á meðan þeir voru of ungir til að muna eftir honum.
Útgefin: 6. mars 2020
6. mars 2020
DramaÍþróttamynd
Leikstjórn Gavin O'Connor
Söguþráður Fyrrum körfuboltaleikmaður, sem glímir við áfengissýki, fær boð um að gerast þjálfari í gamla skólanum sínum. Þegar liðið hans kemst á sigurbraut, þá gæti hann notað tækifærið til að horfast í augu við sína innri djöfla. En dugar það?
Útgefin: 6. mars 2020
6. mars 2020
RómantískDramaStríðsmyndÆviágrip
Leikstjórn Terrence Malick
Söguþráður Austurríkismaðurinn Franz Jägerstätter, neitar samvisku sinnar vegna, að berjast fyrir Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni. Hann á á hættu að vera tekinn af lífi fyrir landráð vegna þessa, en ást hans á eiginkonunni Fani, og börnum sínum, verður honum til hjálpar.
Útgefin: 6. mars 2020
6. mars 2020
GamanmyndÍslensk mynd
Söguþráður Vinahópur fer í sinn árlega veiðitúr. Í þetta skiptið á að taka veiðina alvarlega, slaka á í ruglinu og njóta náttúrunnar. Það er erfitt að kenna gömlum hundum að sitja og brátt þróast mál þannig að allt fer á versta veg - hratt og örugglega.
Útgefin: 6. mars 2020
8. mars 2020
DramaÆvintýramyndSöguleg
Leikstjórn Federico Fellini
Söguþráður Í Róm til forna eru nemarnir Encolpio og Ascilto vinir og herbergisfélagar. En vinskapnum er ógnað þegar þeir fella báðir hugi til sama unga þrælsins, stráks að nafni Gitone. Saga þeirra er einnig baksvið annarra atburða, þar sem þeir þvælast um á milli aðstæðna í öfgakenndu nautnalífi Rómar á þessum tíma.
Útgefin: 8. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Peter Segal
Söguþráður Grjótharður CIA leyniþjónustumaður á nú allt undir bráðþroska níu ára stúlku, eftir að hann fær það verkefni að fylgjast með fjölskyldu hennar á laun.
Útgefin: 13. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndDramaVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Dave Wilson
Söguþráður Mafíósinn Ray Garrison er reistur upp frá dauðum, og fær í leiðinni ofurkrafta. Með þessa nýju hæfileika í farteskinu leitar hann hefnda á þeim sem drápu eiginkonu hans, eða þeim sem hann heldur að hafi drepið konuna. Hann kemst fljótlega að því að engum er treystandi. En getur hann treyst sjálfum sér?
Útgefin: 13. mars 2020
13. mars 2020
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Adam Wingard
Söguþráður Hinn gríðarstóri api King Kong mætir hinu óstöðvandi japanska skrímsli Godzilla, og heimurinn horfir á og fylgist með hvort skrimslanna verður konungur.
Útgefin: 13. mars 2020
20. mars 2020
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn William Eubank
Söguþráður Hópur neðansjávarkönnuða reyna að komast í skjól eftir að jarðskjálfti eyðileggur rannsóknarstofu þeirra á hafsbotni. En það leynast fleiri hættur í hafinu.
Útgefin: 20. mars 2020
20. mars 2020
GamanmyndDrama
Leikstjórn Autumn de Wilde
Söguþráður Kvikmyndagerð af Emmu, sögu Jane Austen.
Útgefin: 20. mars 2020
20. mars 2020
Teiknimynd
Söguþráður Ella Bella Bingo og Henry eru bestu vinir, en dag einn flytur nýr strákur í hverfið, og allt breytist.
Útgefin: 20. mars 2020
27. mars 2020
SpennumyndDramaÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Niki Caro
Söguþráður Ung kínersk þerna dulbýr sig sem karlkyns hermaður til að bjarga föður sínum.
Útgefin: 27. mars 2020
27. mars 2020
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Jason Lei Howden
Söguþráður Miles er fastur í glötuðu starfi, og er enn ástfanginn af gömlu kærustunni, Nova. Honum óafvitandi hefur glæpagengið Skizm sett af stað lífshættulega keppni inni í borginni, þar sem ókunnugt fólk mætist í bardaga og berst allt til dauða. Leikurinn er síðan sendur út í beinni útsendingu á netinu. Miles dregst inn í leikinn, og þarf þar að berjast fyrir lífi sínu. Að lokum kemur það sér að góðum notum fyrir Miles, að hann hefur alltaf verið góður í að koma sér undan vandamálum, og smýgur úr greipum óvinar síns í keppninni. En þegar Nova er rænt, þá þarf hann að hætta að flýja. Nú þarf hann að yfirstíga óttann og bjarga stúlkunni sem hann elskar.
Útgefin: 27. mars 2020
3. apríl 2020
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 3. apríl 2020
3. apríl 2020
DramaRáðgáta
Leikstjórn Danis Tanovic
Söguþráður Rannsóknarlögreglumaður í New York rannskar dauða dóttur sinnar, sem var myrt á brúðkaupsferðalagi í London. Hann fær hjálp frá skandinavískum blaðamanni, þegar önnur pör víða í Evrópu hljóta sömu örlög.
Útgefin: 3. apríl 2020
8. apríl 2020
SpennumyndSpennutryllirÆvintýramynd
Leikstjórn Cary Fukunaga
Söguþráður Myndin hefst þar sem Bond er að slaka á í Jamaíka, eftir að hafa lagt byssuna á hilluna. En allt það breytist þegar gamall vinur hans Felix Leiter frá bandarísku leyniþjónustunni CIA kemur og biður um aðstoð.
Útgefin: 8. apríl 2020
19. apríl 2020
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Terrence Malick
Söguþráður Unglingsstúlkan Holly býr með skiltamálaranum föður sínum í litlum bæ í miðvesturríkjum Bandaríkjanna. Hún fer að eyða tíma með rótlausum mun eldri strák, Kit, einskonar James Dean týpu. Faðir hennar er ekki sáttur við þetta kompaní, og þau fara að rífast og Kit myrðir hann. Þetta verður upphafið að ferðalagi sem parið fer á, þar sem á þau rennur mikið morðæði. Þau verða aldræmd í ríkinu og menn hefja eftirför, en þau eru hvergi nærri hætt, og halda áfram að myrða fólk hægri vinstri. Myndin er að hluta til byggð á sönnum atburðum sem gerðust á árunum 1957-1958.
Útgefin: 19. apríl 2020
24. apríl 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Þegar Bea og Thomas fara í ferðalag, grípur Peter tækifærið og strýkur.
Útgefin: 24. apríl 2020
24. apríl 2020
HrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Veronica er vinsæll rithöfundur sem festist í hrollvekjandi raunveruleika. Nú þarf hún að leysa úr flókinni ráðgátu áður en tíminn rennur út.
Útgefin: 24. apríl 2020
1. maí 2020
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Cate Shortland
Söguþráður Natasha Romanoff, eða Black Widow, er við fæðingu látin í hendur sovésku leynilögreglunnar KGB sem þjálfar hana upp í að verða hinn fullkomni útsendari. Þegar Sovétríkin leysast í sundur, þá reynir ríkisstjórnin að drepa hana, en hún hefur nú flutt sig til New York í Bandaríkjunum, þar sem hún starfar sjálfstætt, 15 árum eftir fall Sovétríkjanna.
Útgefin: 1. maí 2020
1. maí 2020
Gamanmynd
Leikstjórn Michael Showalter
Söguþráður Par sem um það bil að fara að hætta saman, flækist óvænt í kostulega morðgátu. Eftir því sem þau færast nær því að hreinsa nafn sitt, og leysa gátuna, þá verða þau að finna út úr því hvernig þau, og sambandið, lifa nóttina af.
Útgefin: 1. maí 2020
8. maí 2020
DramaStríðsmynd
Leikstjórn Aaron Schneider
Söguþráður Skipstjóri á kaupskipi á ferð í skipalest yfir hafið í miðri Seinni heimsstyrjöldinni, þarf að hafa varann á, því kafbátar Nasista sveima allt í kring.
Útgefin: 8. maí 2020
15. maí 2020
GamanmyndHrollvekjaÆvintýramyndFjölskyldumyndRáðgáta
Leikstjórn Tony Cervone
Söguþráður Teiknimynd upp úr hinum vinsælu teiknimyndasögum um Scooby-Doo. Hér segir frá því hvernig hann og vinur hans Shaggy verða í fremstu röð í að berjast gegn glæpum. Myndin er upprunasaga, og segir frá fyrstu kynnum þeirra félaga, og hitta Daphne, Velma og Fred.
Útgefin: 15. maí 2020
22. maí 2020
SpennumyndSpennutryllirGlæpamyndÆvintýramynd
Leikstjórn Justin Lin
Söguþráður Sögurþráður enn á huldu.
Útgefin: 22. maí 2020
27. maí 2020
ÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Kenneth Branagh
Söguþráður Artemis Fowl II, er ungur írskur meistaraglæpón. Hann rænir Holly Short og krefst lausnargjalds, til að fjármagna leitina að föður sínum og endurreisn fjölskylduveldisins.
Útgefin: 27. maí 2020
29. maí 2020
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Tim Hill
Söguþráður Eftir að ástkærum snigli Svamps Sveinssonar, Gary, er rænt, þá fara þeir Patrick í ævintýralega og sögulega ferð til hinnar týndu borgar Atlantic City, til að endurheimta Gary.
Útgefin: 29. maí 2020
5. júní 2020
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Patty Jenkins
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 5. júní 2020
19. júní 2020
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumyndTónlistarmyndTeiknimynd
Leikstjórn Pete Docter, Kemp Powers
Söguþráður Tónlistarmaðurinn Joe Gardner er í tilvistarkreppu. Hann elskar jass, en er búinn að gefa drauminn um að verða sjálfur djassleikari upp á bátinn. Dag einn dettu hann niður í holræsi og lendir á ævintýralegum stað þar sem hann þarf að hugsa upp á nýtt hvað það raunverulega þýðir að hafa sál.
Útgefin: 19. júní 2020
24. júní 2020
Spennumynd
Leikstjórn Joseph Kosinski
Söguþráður Top Gun: Maverick gerist 34 árum eftir atburði fyrri myndarinnar, og segir frá því þegar hinn goðsagnakenndi flugmaður Peter "Maverick" Mitchell, er orðinn yfirþjálfari Top Gun, og hefur það verkefni m.a. að þjálfa Bradley, son Goose, sem ætlar sér að verða flugmaður, rétt eins og faðir sinn.
Útgefin: 24. júní 2020
24. júní 2020
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Jon M. Chu
Söguþráður Eigandi klukkubúðar hefur blendnar tilfinningar gagnvart því að loka búðinni, og setjast í helgan stein í dóminíkanska lýðveldinu, eftir að hafa erft auðævi ömmu sinnar.
Útgefin: 24. júní 2020
3. júlí; 2020
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Shawn Levy
Söguþráður Gjaldkeri í banka kemst að því að hann er í raun tölvuleikjapersóna sem spilarar geta ekki stjórnað. Hann ákveður að taka til sinna ráða og verða hetja í eigin sögu, sem hann semur sjálfur. Núna er hann staddur í heimi þar sem eru engar takmarkanir, og hann er staðráðinn í að verða gaurinn sem bjargar heiminum, áður en það er um seinan.
Útgefin: 3. júlí 2020
10. júlí; 2020
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Kvikmyndin fjallar um einstæða móður, sem Carrie Con leikur, og tvö börn hennar, sem flytja í lítinn bæ og byrja að uppgötva tengsl við upprunalegu draugabanana, og dularfullt lífshlaup afa síns.
Útgefin: 10. júlí 2020
15. júlí; 2020
SpennumyndDramaSpennutryllirSöguleg
Leikstjórn Christopher Nolan
Söguþráður Myndin gerist í alþjóðlegum heimi njósna.
Útgefin: 15. júlí 2020
31. júlí; 2020
SpennumyndDramaHrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Daniel Espinosa
Söguþráður Lífefnafræðnigurinn Michael Morbius reynir að lækna sjálfan sig af sjaldgæfum blóðsjúkdómi. Óafvitandi sýkir hann sjálfan sig í staðinn af einskonar vampírusjúkdómi.
Útgefin: 31. júlí 2020
5. ágúst 2020
Vísindaskáldskapur
Leikstjórn Antoine Fuqua
Söguþráður Maður kemst að því að ofskynjanir sem hann telur sig vera að upplifa, eru í raun sýnir úr fyrri lífum.
Útgefin: 5. ágúst 2020
7. ágúst 2020
DramaHrollvekjaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn David Prior
Söguþráður Fyrrverandi lögregluþjónn, sem leitar að týndri stúlku, kemst á snoðir um leynilegan hóp sem ætlar sér að kalla til jarðar yfirnáttúrulega og stórhættulega veru.
Útgefin: 7. ágúst 2020
14. ágúst 2020
SpennumyndSpennutryllir
Leikstjórn Ilya Naishuller
Söguþráður Vegfarandi sem blandar sér í málið þegar kona er áreitt af hópi manna, verður skotmark hefnigjarns eiturlyfjabaróns.
Útgefin: 14. ágúst 2020
14. ágúst 2020
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Adam Robitel
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 14. ágúst 2020
21. ágúst 2020
GamanmyndVísindaskáldskapurTónlistarmynd
Leikstjórn Dean Parisot
Söguþráður Tveir gaurar, sem dreymdu um að verða rokkstjörnur, frá San Dimas í Kaliforníu, og áttu að bjarga heiminum í miðju tímaferðalagi, eru nú miðaldra pabbar, að reyna að semja smell, og gera það sem örlögin hafa ætlað þeim.
Útgefin: 21. ágúst 2020
28. ágúst 2020
18. september 2020
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn Matthew Vaughn
Söguþráður Þegar samansafn verstu harðstjóra og glæpaforingja heimsins býr sig undir að efna til stríðs sem mun þurrka milljónir manna út af yfirborði Jarðar, er aðeins einn maður sem getur stöðvað þá.
Útgefin: 18. september 2020
18. september 2020
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn Edgar Wright
Söguþráður Ung stúlka með ástríðu fyrir fatahönnun, getur á einhvern undurfurðulegan hátt, farið aftur til sjöunda áratugar síðustu aldar, þar sem hún hittir átrúnaðargoð sitt, efnilegan söngvara. En sjöundi áratugurinn í London er ekki eins og hún bjóst við, og tíminn virðist ætla að riðlast með skuggalegum afleiðingum.
Útgefin: 18. september 2020
13. nóvember 2020
Spennutryllir
Leikstjórn Adrian Lyne
Söguþráður Grunur fellur á auðugan eiginmann, sem leyfir eiginkonu sinni að eiga í ástarsamböndum utan hjónabandsins, til þess að forðast skilnað, þegar ástmenn hennar hverfa einn af öðrum.
Útgefin: 13. nóvember 2020
17. desember 2021
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Cameron
Söguþráður Framhald Avatar frá árinu 2009.
Útgefin: 17. desember 2021