Væntanlegt í bíó

24. nóvember 2017
Drama
Leikstjórn Stephen Chbosky
Söguþráður August Pullman, alltaf kallaður Auggie, þjáist af sjaldgæfum litningagalla sem hefur afmyndað andlit hans. Af þeim sökum þarf hann að glíma við fordóma og útskúfun flestra á hans aldri, m.a. í skólanum. Gæfa hans er að eiga að góða, jákvæða og samheldna fjölskyldu sem styður hann með ráðum og dáð og hvetur hann áfram. En stundum er jafnvel það ekki nóg. Raquel Jaramillo var stödd í ísbúð ásamt þriggja ára syni sínum að bíða eftir að röðin kæmi að þeim þegar að bar foreldra með unga dóttur sína sem var afmynduð í andliti. Dauðhrædd um að sonur sinn myndi byrja að stara og benda á stúlkuna og spyrja óþægilegra spurninga eins og lítil börn gera reyndi hún í flýti að forða því að hann sæi hana. Andartaki síðar þegar hún leit í augu stúlkunnar og foreldra hennar áttaði hún sig á því að þar með hafði hún gert mikil mistök og brugðist kolrangt við aðstæðunum. Þetta atvik varð Raquel mikið umhugsunar- og rannsóknarefni sem leiddi til þess að hún skrifaði skáldsöguna Wonder og gaf hana út í febrúar 2012 undir höfundarheitinu R. J. Palacio. Bókin varð fljótlega afar vinsæl en hún segir frá hinum 10 ára gamla Auggie sem vegna svokallaðs Treacher Collins-heilkennis hefur afmyndast í andliti og af þeim sökum alist upp í verndaðra umhverfi en flestir gera. Nú er hins vegar komið að því að hann fari í bekk í venjulegum skóla með jafnöldrum sínum og um leið og fyrsti skóladagurinn hefst þarf hann að læra að takast á við lífið og fordómana á annan hátt en hann er vanur og meira upp á eigin spýtur en áður. Og nú er sem sagt búið að kvikmynda þessa áhrifaríku metsölubók í leikstjórn Stephens Chbosky og það má nokkuð örugglega lofa að myndin muni líða þeim seint úr minni sem sjá hana.
Útgefin: 24. nóvember 2017
24. nóvember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurRáðgátaTeiknimynd
Söguþráður Coco segir frá hinum músíkalska Miguel sem þráir að verða tónlistarmaður eins og Ernesto de la Cruz sem var álitinn stórkostlegasti gítarleikari og söngvari Mexíkó á sínum tíma. Vandamálið er að fjölskylda Miguels lítur á tónlist sem bölvun á ættinni og bannar hana alfarið í sínum húsum. Ástæðan er sú að langalangafa Miguels hafði líka dreymt um að verða tónlistarmaður á sínum tíma. Dag einn yfirgaf hann fjölskylduna, hvarf sporlaust, og spurðist aldrei til hans framar. Síðan hefur enginn í ættinni viljað heyra neina tónlist og er meinilla við öll hljóðfæri, Miguel til mikillar mæðu. Dag einn rekast Miguel og besti vinur hans, hundurinn Dante, inn á dularfullan stað þar sem gamall og rykfallinn gítar hangir uppi á vegg. Miguel ákveður að prófa að spila á hann en um leið og hann slær fyrsta hljóminn er hann fyrir töfra fluttur inn í heim hinna dauðu þar sem hann á síðan eftir að hitta löngu liðna ættingja sem nú eru gangandi beinagrindur. Eftir að hafa jafnað sig á undruninni og óttanum ákveður Miguel að finna Ernesto og leysa í leiðinni gátuna miklu um hvað orðið hafi um langalangafa sinn ...
Útgefin: 24. nóvember 2017
24. nóvember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikurStuttmynd
Söguþráður Þegar konungdæmið Arendelle tæmist af fólki yfir Jólin, þá átta Anna og Elsa sig á því að þær eiga sér engar jólahefðir. Snjókarlinn Ólafur ákveður því að bjarga málunum og skapa jólahefðir, og bjarga Jólunum.
Útgefin: 24. nóvember 2017
1. desember 2017
Gamanmynd
Leikstjórn Sean Anders
Söguþráður Í myndinni hafa þeir Dusty og Brad ákveðið að taka höndum saman um að halda hin fullkomnu jól fyrir börnin. Það reynir hinsvegar á þessa nýtilkomnu vináttu þeirra þegar karlremban faðir Dusty, sem Mel Gibson leikur, og er allur af gamla skólanum, og hinn ofurblíði og tillitssami faðir Brad, sem John Lithgow leikur, mæta á svæðið og hleypa öllum undirbúningi í uppnám.
Útgefin: 1. desember 2017
1. desember 2017
HrollvekjaSpennutryllir
Söguþráður Líkin byrja að hrannast upp um alla borg, og bera merki hrottalegrar meðferðar. Rannsóknin beinist fljótt að hinum látna morðingja John Kramer.
Útgefin: 1. desember 2017
1. desember 2017
HrollvekjaSpennutryllirVísindaskáldskapurRáðgáta
Leikstjórn Julius Onah
Söguþráður Óvænt og óþægileg uppgötvun neyðir hóp geimfara í geimstöð til að berjast fyrir lífi sínu, á sama tíma og raunveruleikanum hefur verið umbylt.
Útgefin: 1. desember 2017
1. desember 2017
FjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Eins og allir vita er Bangsi sterkasti og besti bangsi í heimi. Hann þolir ekkert illt og berst gegn ranglæti hvar og hvenær sem er. Einn dag finnur Krissi Kló gull í stíflu bjórsins. Til þess að brjóta upp sífluna fær Krissi hana Lovu, dóttur nornarinnar, til að galdra Bangsa í burtu og getur hann þá komist óhindraður að gullinu. Þar sem Bangsi ef horfinn verða börnin í skóginum að hjálpast að og stöðva Krissa, en þá verða þau líka að hætta að rífast!
Útgefin: 1. desember 2017
8. desember 2017
DramaÆviágripÍþróttamynd
Leikstjórn Craig Gillespie
Söguþráður Skautadansarinn Tonya Harding skýst á toppinn í listdansi á skautum í Bandaríkjunum, en framtíð hennar lendir í óvissu eftir að fyrrverandi eiginmaður hennar fer að skipta sér af hlutunum.
Útgefin: 8. desember 2017
14. desember 2017
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Rian Johnson
Söguþráður Myndin byrjar strax og sú síðasta endaði. Rey heldur áfram ferðalagi sínu með Finn, Poe og Loga geimgengli.
Útgefin: 14. desember 2017
26. desember 2017
GamanmyndTónlistarmynd
Leikstjórn Trish Sie
Söguþráður Þó að vel gangi í söngnum, þá lærir sönghópurinn að það er ekki samasemmerki á milli þess og þess að fá góða vinnu og lifa áhugaverðu lífi, og það sést best þegar Emily og núverandi meðlimir Barden Bellas bjóða fyrrum meðlimum aftur í skólann, en nú sem áhorfendum. Þegar Audrey stingur upp á að þær fari í söngferð um landið, þá hrífast margar af hugmyndinni, þó það hafi í för með sér samkeppni við hefðbundnari hljómsveitir.
Útgefin: 26. desember 2017
26. desember 2017
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Jake Kasdan
Söguþráður Í myndinni verður haldið áfram með söguna sem sögð var í upprunalegu myndinni frá árinu 1995. Fjórir miðskólanemar finna gamlan tölvuleik og dragast inn í leikinn sem er með frumskógarþema, og breytast í þær persónur í leiknum sem þau vilja. Þau komast hinsvegar að því að þau eru ekki bara að spila leikinn - þau verða að lifa hann af. Til að vinna leikinn og snúa aftur í raunheima, þá verða þau að halda af stað í stærsta ævintýri lífs síns, uppgötva hvað Alan Parrish gerði fyrir 20 árum, og breyta eigin sýn á lífið - að öðrum kosti festast þau í leiknum til frambúðar, og aðrir gætu spilað þau sem persónur í leiknum stanslaust út í hið óendanlega.
Útgefin: 26. desember 2017
26. desember 2017
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Carlos Saldanha
Söguþráður Ferdinand er risastórt naut með stórt hjarta. Hann er tekinn í misgripum fyrir hættulegt óargadýr, og er fangaður og fluttur frá heimili og fjölskyldu. Hann er ákveðinn í að snúa aftur heim til fjölskyldunnar, og safnar saman mislitri hjörð aðstoðarmanna.
Útgefin: 26. desember 2017
29. desember 2017
GamanmyndDramaSöguleg
Leikstjórn James Franco
Söguþráður Mynd sem skyggnist bakvið tjöldin þegar verið var að gera myndina The Room frá árinu 2003, eftir Tommy Wiseau, sem hefur fengið stimpilinn versta kvikmynd allra tíma.
Útgefin: 29. desember 2017
29. desember 2017
DramaSöngleikurÆviágrip
Leikstjórn Michael Gracey
Söguþráður Saga fjölleikahússstjórans P.T. Barnum, sem var hugsjónamaður sem bjó til mikilfenglegt fjölleikahús, sem náði alheimsathygli.
Útgefin: 29. desember 2017
5. janúar 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Lawrence Sher
Söguþráður Tvíburabræður fara í ferðalag að leita föður síns eftir að þeir komast að því að móðir þeirra hafði logið til um það í mörg ár að hann væri fallinn frá.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Hany Abu-Assad
Söguþráður Par lifir af flugslys í fjalllendi þar sem þau þurfa að treysta á hvoru öðru og komast í öruggt skjól, illa slösuð.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
SpennutryllirGlæpamyndRáðgátaSöguleg
Leikstjórn Ridley Scott
Söguþráður Vinstrisinnaðir vígamenn á Ítalíu fremja mannrán á áttunda áratug síðustu aldar.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Asa Hjorleifsdottir
Söguþráður Myndin segir frá Sól, níu ára gamalli stúlku sem send er á sveitabæ til að vinna og þroskast, en verður í staðinn lykil þátttakandi í atburðarrás sem hún skilur vart sjálf.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Adam Robitel
Söguþráður Dulsálarfræðingurinn Dr. Elise Rainier þarf að takast á við skelfilegasta verkefni sitt til þessa - á æskuheimili sínu.
Útgefin: 5. janúar 2018
5. janúar 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Michaël R. Roskam
Söguþráður Ljúfsár ástarsaga milli Gigi, háttsetts meðlims í hættulegasta glæpagenginu í Belgíu og Bibi, ungrar kappakstursstúlku sem tilheyrir yfirstéttinni í Brussel.
Útgefin: 5. janúar 2018
12. janúar 2018
DramaGlæpamynd
Leikstjórn Yann Demange
Söguþráður Saga unglingsins Richard Wershe Jr. sem varð uppljóstrari fyrir lögregluna á níunda áratug síðustu aldar, og var að lokum handtekinn fyrir eiturlyfjaviðskipti, og dæmdur í lífstíðarfangelsi.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
GamanmyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Alexander Payne
Söguþráður Í Dowsizing er reynt að bregða upp mynd af því, sem lausn á offjölgun í heiminum, þegaer norskir vísindamenn uppgötva hvernig hægt er að minnka mannfólk niður í rúmlega 10 sm stærð, og markmiðið er að innan 200 ára verði allir menn orðnir þetta litlir. Fólk áttar sig fljótt á því að hvað peningarnir endast vel þegar heimurinn hefur skroppið svona saman, og meðaljóninn Paul Safranek, sem Matt Damon leikur, og Audrey kona hans, sem Kristen Wiig leikur, falla fyrir þessum gylliboðum, og yfirgefa stressið í Omaha,  smækka sig og flytja í smækkaðan heim. Þetta á svo eftir að hafa ýmis ævintýri í för með sér.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
SpennutryllirÍslensk mynd
Söguþráður Myndin byggir að miklu leyti á líkfundarmálinu í Neskaupstað. Hún fjallar um tvo Litháa sem koma hingað til lands með drauma um gull og græna skóga. Við förum tuttugu ár aftur í tímann og byrjum þar sem þeir eru börn. Þar sjáum við þá takast á við spurningar eins og hvað það er að vera maður og hvernig það er að koma frá Austur-Evrópu með draum um að allt sé fínt og gott á Ísland. Aðalsöguhetja myndarinnar heitir Vaidas í höfuðið á Vaidas Jucevicius. Hann fannst látinn í höfninni í Neskaupstað í febrúarmánuði 2004 vafinn inn í plastpoka og teppi. Krufning leiddi í ljós að hann hafði dáið vegna fíkniefnapakkninga sem hann var með innvortis. Níu dögum eftir að líkið fannst voru þrír menn handteknir. Þeir voru síðar dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir innflutning á amfetamíni, fyrir að koma Vaidasi ekki til aðstoðar og fyrir illa meðferð á líki hans.
Útgefin: 12. janúar 2018
12. janúar 2018
GamanmyndÆviágripÍþróttamynd
Söguþráður Sönn saga af tennisleik bestu tenniskonu í heimi, Billie Jean King, og fyrrum meistarans og flagarans Bobby Riggs, árið 1973.
Útgefin: 12. janúar 2018
19. janúar 2018
DramaStríðsmyndSögulegÆviágrip
Leikstjórn Joe Wright
Söguþráður Winston Churshill leiðir baráttu gegn Adolf Hitler í upphafi Seinni heimsstyrjaldarinnar.
Útgefin: 19. janúar 2018
19. janúar 2018
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Jaume Collet-Serra
Söguþráður Tryggingasölumaðurinn Michael ferðast daglega með lest til og frá vinnu. Dag einn hefur ókunnugur dularfullur einstaklingur samband við Michael. Stórglæpur er í vændum og Michael verður að komast að því hver þessi einstaklingur er til að bjarga lífi sínu og hinna farþeganna í lestinni.
Útgefin: 19. janúar 2018
19. janúar 2018
DramaSpennutryllirSögulegÆviágrip
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Yfirhylming sem náði yfir setu fjögurra Bandaríkjaforseta í embætti, varð til þess að fyrsti kvenkyns dagblaðaútgefandinn og metnaðarfullur ritstjóri, lentu í eldlínunni, mitt á milli blaðamanna og yfirvalda. Byggt á sannri sögu.
Útgefin: 19. janúar 2018
19. janúar 2018
Drama
Leikstjórn Ildikó Enyedi
Söguþráður Óvenjuleg ástarsaga sem gerist í hversdagsleikanum, sem hverfist um markaleysið á milli svefns og vöku, huga og líkama.
Útgefin: 19. janúar 2018
26. janúar 2018
RómantískDramaSpennutryllirÆvintýramyndStríðsmynd
Leikstjórn Guillermo del Toro
Söguþráður Mynd sem gerist í ævintýraheimi, á tímum kalda stríðsins, í Bandaríkjunum í byrjun sjöunda áratugar síðustu aldar. Í leynilegri rannsóknarstofu hins opinbera starfar Elisa, sem er einmana, föst í hljóðlátu og einangruðu umhverfi. Líf hennar breytist til frambúðar þegar hún og samstarfskona hennar Zelda, uppgötva háleynilega tilraun.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Wes Ball
Söguþráður Ung hetja, Thomas, fer í leiðangur tli að finna lækningu við lífshættulegum sjúkdómi sem kallast "Flare".
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndDramaStríðsmyndSöguleg
Leikstjórn Nicolai Fuglsig
Söguþráður Sagan af fyrstu sérsveitarmönnunum sem fóru til Afghanistan eftir árásirnar á Tvíburaturnana í New York 11. september árið 2001. Sveitin þurfti að taka upp samstarf við afganskan stríðsherra til að sigrast á Talibönum.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Christian Gudegast
Söguþráður Þjófur festist milli tveggja glæpagengja, í miðju bankaráni.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
DramaÍslensk mynd
Leikstjórn Ísold Uggadóttir
Söguþráður Hælisleitandi frá Úganda á leið til Kanada verður strandaglópur í Keflavík þegar starfskona við vegabréfaeftirlit stöðvar hana vegna ófullnægjandi ferðaskilríkja. Um leið og hún berst við kerfið á Íslandi, tengist hún óvænt einstæðri móður í húsnæðisbasli, þeirri sömu og hneppti hana í varðhald á Leifsstöð.
Útgefin: 26. janúar 2018
26. janúar 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ben Young
Söguþráður Myndin fjallar um mann sem dreymir endurtekið að hann missi fjölskyldu sína. Matröðin breytist í raunveruleika þegar ráðist er á plánetuna af verum sem beita ofbeldi og fara um með eyðileggingu. Hann berst fyrir lífi sínu og fjölskyldu sinnar.
Útgefin: 26. janúar 2018
1. febrúar 2018
Drama
Leikstjórn Faith Akin
Söguþráður Veröld Kötju hrynur þegar eiginmaður hennar og sonur láta lífið í sprengjuárás. Sorgarferlið tekur við en eftir nokkurn tíma fer Katja að hyggja á hefndir ….
Útgefin: 1. febrúar 2018
1. febrúar 2018
GamanmyndRómantískDramaGlæpamynd
Leikstjórn Josef Hader
Söguþráður Georg missir vinnuna sem tónlistargagnrýnandi á þekktu dagblaði í Vínarborg. Jóhanna eiginkona hans, sem er yngri, vill um sömu mundir eignast barn með honum og hann ákveður því að segja henni ekki frá atvinnumissinum. Í stað hittir hann gamlann félaga fyrir tilviljun og endar á því að gera upp gamlan rússibana í skemmtigarði.
Útgefin: 1. febrúar 2018
2. febrúar 2018
TeiknimyndÍslensk mynd
Söguþráður Lói er ófleygur þegar haustið kemur og farfuglarnir fljúga suður á bóginn. Hann þarf að lifa af harðan veturinn og kljást við grimma óvini til að eiga möguleika á að sameinast aftur ástvinum sínum að vori.
Útgefin: 2. febrúar 2018
2. febrúar 2018
Drama
Söguþráður Myndin er drama sem gerist á sjötta áratug síðustu aldar í Lundúnum. Hún segir frá lífinu bakvið tjöldin hjá kjólagerðarmanni sem sníður föt fyrir aðalinn og kóngafólkið.
Útgefin: 2. febrúar 2018
9. febrúar 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgátaÆviágrip
Söguþráður Sérlunduð kona sem erfir fyrirtæki sem framleiðir skotvopn, telur að draugar fólks sem var drepið með Winchester rifflum, ásæki sig.
Útgefin: 9. febrúar 2018
16. febrúar 2018
SpennumyndDramaVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ryan Coogler
Söguþráður T´Challa, nýr konungur í Wakanda, þarf að vernda land sitt frá óvinum bæði erlendis frá sem og innanlands.
Útgefin: 16. febrúar 2018
23. febrúar 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Steven S. DeKnight
Söguþráður Framhaldsmynd Pacific Rim sem fjallaði um Jaeger risavélmennin sem notuð eru í baráttu við geimskrímsli.
Útgefin: 23. febrúar 2018
1. mars 2018
DramaRáðgáta
Leikstjórn Sergey Loznitsa
Söguþráður Myndin fjallar um konu sem býr í litlu þorpi í Rússlandi. Einn daginn uppgvötar hún að pakki sem hún sendi til eiginmanns síns var endursendur til hennar. Henni bregður við og sér enga aðra lausn í sjónmáli heldur en að ferðast til fangelsins til að leita skýringa. Baráttan hefst gegn víginu, fangelsinu þar sem félagsleg illska ræður ríkjum, og við fylgjumst með þrautagöngu hennar í heimi ofbeldis og niðurlægingar í blindri leit að réttlætinu.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
Drama
Leikstjórn Laurent Cantet
Söguþráður Antoine tekur þátt í vinnusmiðju um sumar með ungu fólki sem valið var til þess að skrifa glæpsögur undir leiðsögn þekkts rithöfunds. Hann lendir upp á kant við hópinn þar sem frásagnarstíll og hugmyndir Antoine minna sífellt á ástandið í heiminum í dag þar sem vægðarlaust ofbeldi ríkir.
Útgefin: 1. mars 2018
1. mars 2018
GamanmyndRómantískDrama
Leikstjórn Claire Denis
Söguþráður Myndin fjallar um listakonuna Isabelle, fráskilda móður sem býr í París sem er í stöðugri leit að hinni einu sönnu ást.
Útgefin: 1. mars 2018
2. mars 2018
SpennumyndGamanmyndHrollvekjaGlæpamyndRáðgáta
Söguþráður Vinahópur sem hittist reglulega á spilakvöldum, lendir nú í því að þurfa að leysa morðgátu.
Útgefin: 2. mars 2018
2. mars 2018
Spennutryllir
Leikstjórn Francis Lawrence
Söguþráður Ungur rússneskur njósnari þarf að draga bandaríska leyniþjónustumann á tálar, en sá sér um málefni Rússlands. Ungu fulltrúarnir tveir takast á í hörðum slag, en fella einnig hugi saman, og líf ekki bara þeirra heldur annarra er lagt að veði.
Útgefin: 2. mars 2018
9. mars 2018
SpennumyndDramaSpennutryllirGlæpamynd
Leikstjórn Eli Roth
Söguþráður Rólyndur faðir breytist í drápsvél eftir að fjölskylda hans er myrt á hrottalegan hátt.
Útgefin: 9. mars 2018
11. mars 2018
Drama
Leikstjórn Andrey Zvyagintsev
Söguþráður Par sem er að skilja, þarf að hjálpast að við að finna son sinn, sem hvarf á meðan þau voru í miðju rifrildi.
Útgefin: 11. mars 2018
12. mars 2018
DramaSpennutryllirGlæpamyndRáðgáta
Leikstjórn Agnieszka Holland
Söguþráður Glæpsamleg spennumynd sem á sér stað í landslagi sem bundið er árstíðum og villtri fegurð sveitarinnar. Grimmd, heimska og spilling heimamanna í dreifbýli einu í Póllandi er áberandi. Og svo gerast atburðir, þar sem allt breytist. Janina Duszejko er roskin kona sem býr ein í Klodzko Valley, þar sem röð dularfullra glæpa eru framdir. Duszejko er sannfærð um að hún viti hver er morðinginn, en enginn trúir henni.
Útgefin: 12. mars 2018
16. mars 2018
SpennumyndÆvintýramynd
Leikstjórn Roar Uthaug
Söguþráður Lara Croft, ævintýragjörn dóttir landkönnuðar sem týndist, gerir sitt ítrasta til að lifa af þegar hún kemur til eyjarinnar þar sem faðir hennar hvarf.
Útgefin: 16. mars 2018
23. mars 2018
GamanmyndFjölskyldumyndÍslensk mynd
Söguþráður Myndin fjallar um strák­ana í fót­boltaliðinu Fálk­um sem fara á knatt­spyrnu­mót í Vest­manna­eyj­um. Á fyrsta degi kynn­ast þeir strák úr Eyj­um sem þeir ótt­ast en kom­ast að því að hann býr við frek­ar erfiðar aðstæður. Aðal­sögu­hetj­an, Jón, hvet­ur sína vini til þess að hjálpa hon­um að koma sér út úr þess­um erfiðu aðstæðum og stelpa í Fylk­isliðinu verður mik­il vin­kona þeirra og hjálp­ar til.
Útgefin: 23. mars 2018
28. mars 2018
SpennumyndSpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Steven Spielberg
Söguþráður Myndin fjallar um strák sem er heltekinn af menningu níunda áratugar síðustu aldar, og fer í skransöfnunarleiðangur í gegnum OASIS, sem er sýndarveruleikaheimur árið 2045.
Útgefin: 28. mars 2018
30. mars 2018
GamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Will Gluck
Söguþráður Uppreisnargjörn kanína reynir að stelast inn í grænmetisgarð bóndans.
Útgefin: 30. mars 2018
6. apríl 2018
VísindaskáldskapurÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Ava DuVernay
Söguþráður Eftir að vísindamaðurinn faðir hennar hverfur sporlaust, þá senda þrjár undarlegar verur Meg, og bróður hennar, og vin út í geim til að leita að honum.
Útgefin: 6. apríl 2018
6. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Kay Cannon
Söguþráður Þrír foreldrar hafa í sameiningu fylgst með dætrum sínum vaxa úr grasi, og aldrei látið sér detta annað í hug en að þau gætu tryggt öryggi þeirra alla leið. En núna, þegar útskriftarballið nálgast, þá komast þau að leynisamkomulagi sem felur í sér að dæturnar ætla sér að missa meydóminn á ballinu. Nú vilja þau gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að dætrunum takist ætlunarverkið.
Útgefin: 6. apríl 2018
13. apríl 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Josh Boone
Söguþráður Fimm stökkbreyttum er haldið föngnum í leynilegri byggingu, þar sem þau þurfa að berjast gegn eigin kröftum og hættum sem þeir hafa í för með sér, sem og syndum fortíðar. Þau eru ekki að fara að bjarga heiminum - þau eru bara að reyna að bjarga sjálfum sér.
Útgefin: 13. apríl 2018
13. apríl 2018
GamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Christopher Jenkins
Söguþráður Gæsapiparsveinn, þarf að tengjast tveimur týndum ungum nánum böndum á leið sinni suður á bóginn.
Útgefin: 13. apríl 2018
13. apríl 2018
RómantískDrama
Leikstjórn Scott Speer
Söguþráður Myndin er byggð á japanskri kvikmynd, og fjallar um hina 17 ára gömlu Katie sem hefur lifað í vernduðu umhverfi alla æskuna, enda er hún bundin heimilinu vegna sjaldgæfs sjúkdóms sem gerir minnsta magn sólarljóss lífshættulegt. Hún kynnist Charlie og þau verða ástfangin.
Útgefin: 13. apríl 2018
20. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Greta Gerwig
Söguþráður Ævintýri ungrar konu sem býr í Norður Karólínufylki í eitt ár.
Útgefin: 20. apríl 2018
20. apríl 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jason Reitman
Söguþráður Gamanmynd um móðurhlutverkið.
Útgefin: 20. apríl 2018
27. apríl 2018
GamanmyndSöngleikurTeiknimynd
Söguþráður Þrjár ævintýraprinsessur trúlofast sama manninum, Draumaprinsinum.
Útgefin: 27. apríl 2018
27. apríl 2018
SpennumyndGamanmyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Söguþráður Spennuþrungin og sprenghlægileg teiknimynd byggð á sígildri klassík Mel Brooks, Blazing Saddles. Hank er úrræðagóður hundur sem á sér draum um að verða samúræ. Hann kemur til lands þar sem eingöngu kettir búa. Og eins og allir vita þá virkilega hata kettir hunda.
Útgefin: 27. apríl 2018
4. maí 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllir
Leikstjórn John Krasinski
Söguþráður
Útgefin: 4. maí 2018
11. maí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Brad Peyton
Söguþráður Í myndinni leikur Johnson hlutverk Davis Okoye, sem er sérfræðingur í prímötum. Hann er ekki mannblendinn, en hefur myndað sérstakt vináttusamband við George, hina gáfuðu górillu, sem hann hefur fóstrað frá fæðingu.  En þegar tilraun fer úrskeiðis og apinn breytist í gríðarstórt skrímsli, eru góð ráð dýr. Ekki bætir úr skák þegar uppgötvast að til eru fleiri slík stökkbreytt skrímsli.  Þegar ófreskjurnar taka á rás og strauja yfir Norður Ameríku, með tilheyrandi eyðileggingu og skelfingu, þá fer Okoye ásamt erfðafræðingi í það verkefni að búa til mótefni gegn þessum hrikalegu skepnum. Markmiðið er að koma í veg fyrir alheimsfaraldur sem stefnt getur heimsbyggðinni í voða, en einnig að bjarga hinum kæra vini sínum George. 
Útgefin: 11. maí 2018
18. maí 2018
Hrollvekja
Leikstjórn Devin Hansen
Söguþráður Sjáðu manninn, Slenderman, því hann getur gert það sem enginn annar getur.
Útgefin: 18. maí 2018
18. maí 2018
RómantískDramaSöngleikurTónlistarmynd
Leikstjórn Bradley Cooper
Söguþráður Kvikmyndastjarna hjálpar ungri söngkonu og leikkonu að slá í gegn, þó svo að ferill hans sjálfs sé á hraðri niðurleið vegna aldurs og áfengisneyslu.
Útgefin: 18. maí 2018
25. maí 2018
SpennumyndVísindaskáldskapur
Leikstjórn Ron Howard
Söguþráður Ævintýri Han Solo og Chewbacca áður en þeir gengu til liðs við uppreisnina, þar á meðal kynni þeirra af Lando Calrissian.
Útgefin: 25. maí 2018
1. júní 2018
SpennumyndGamanmyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn David Leitch
Söguþráður
Útgefin: 1. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Gareth Edwards
Söguþráður
Útgefin: 8. júní 2018
8. júní 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn J.A. Bayona
Söguþráður Söguþráður enn á huldu.
Útgefin: 8. júní 2018
22. júní 2018
SpennumyndÆvintýramyndFjölskyldumyndTeiknimynd
Leikstjórn Brad Bird
Söguþráður Bob Parr, Hr. Ótrúlegur, þarf að annast Jack-Jack á meðan Helen, teygjustelpa, fer og bjargar heiminum.
Útgefin: 22. júní 2018
29. júní 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramyndFjölskyldumynd
Leikstjórn Dean Deblois
Söguþráður Áframhald ævintýra þeirra Hiccup og Toothless.
Útgefin: 29. júní 2018
29. júní 2018
Gamanmynd
Söguþráður Höfuðmeiðsl valda því að kona fær ótrúlega mikið sjálfstraust og telur að hún sé ótrúlega glæsileg.
Útgefin: 29. júní 2018
29. júní 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Jeff Tomsic
Söguþráður Lítill hópur fyrrum bekkjarfélaga skipuleggur flókinn, árlegan "klukk" leik, sem krefst þess að þátttakendur þurfa sumir að ferðast um landið þvert og endilangt.
Útgefin: 29. júní 2018
6. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn Peyton Reed
Söguþráður Framhald Ant-Man frá árinu 2015
Útgefin: 6. júlí 2018
13. júlí; 2018
Spennumynd
Söguþráður Skyscraper fjallar um fyrrum aðal samningamann alríkislögreglunnar í gíslatökumálum, sem Johnson leikur, sem nú vinnur við öryggisgæslu í skýjakljúfum. Þegar hann er á ferð í Hong Kong vegna vinnu sinnar þá kviknar eldur í hæsta og öruggasta skýjakljúfi í heimi, og honum er kennt um íkveikjuna. Nú þarf okkar maður að hreinsa nafn sitt, og finna sökudólginn, ásamt því að bjarga fjölskyldu sinni sem er föst inni í byggingunni. 
Útgefin: 13. júlí 2018
13. júlí; 2018
SpennumyndGamanmynd
Leikstjórn Susanna Fogel
Söguþráður Tvær vinkonur fara í njósnaævintýri eftir að annar þeirra kemst að því að hennar fyrrverandi er njósnari.
Útgefin: 13. júlí 2018
13. júlí; 2018
HrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Corin Hardy
Söguþráður Presturinn séra Burke er sendur til Rómar til að rannsaka dularfullan dauðdaga nunnu.
Útgefin: 13. júlí 2018
20. júlí; 2018
27. júlí; 2018
SpennumyndVísindaskáldskapurÆvintýramynd
Leikstjórn James Wan
Söguþráður Arthur Curry kemst að því að hann er erfingi neðansjávarríkisins Atlantis, og þarf að stíga fram og verða leiðtogi þjóðar sinnar, og drýgja hetjundáðir fyrir allan heiminn.
Útgefin: 27. júlí 2018
17. ágúst 2018
SpennutryllirVísindaskáldskapur
Leikstjórn Rupert Wyatt
Söguþráður Myndin gerist í Chicago í Bandaríkjunum um áratug eftir að geimverur hafa tekið þar völdin.
Útgefin: 17. ágúst 2018
7. september 2018
GlæpamyndÍslensk mynd
Leikstjórn Baldvin Z
Söguþráður Þegar 15 ára Magnea kynnist 18 ára Stellu breytist allt. Magnea laðast að hispurslausu lífi Stellu og þróar Magnea sterkar tilfinningar til hennar sem Stella notfærir sér til eigin hagsbóta. Stella leiðir Magneu inní heim fíkniefna sem hefuralvarlegar afleiðingar fyrir þær báðar. 12 árum síðar liggja leiðir þeirra óvænt saman og verður uppgjör á milli þeirra óumflýjanlegt.
Útgefin: 7. september 2018
14. september 2018
DramaSögulegÆviágrip
Leikstjórn Josie Rourke
Söguþráður Ætlun Mary Stuart Skotadrottningar að steypa frænku sinni Elísabeti II, Englandsdrottningu, af stóli, endar með því að hún er fangelsuð í mörg ár og dæmd til dauða.
Útgefin: 14. september 2018
21. september 2018
DramaHrollvekjaSpennutryllirRáðgáta
Leikstjórn Lenny Abrahamson
Söguþráður Myndin fjallar um Dr. Faraday, son húshjálpar, sem hefur öðlast virðingu í starfi sem læknir úti á landi. Eitt heitt sumar, árið 1947, er hann kallaður til að sinna sjúklingi í Hundreds Hall þar sem móðir hans starfaði áður. Húsið hefur verið í eigu Avres fjölskyldunnar í tvær aldir. Núna er það í niðurníðslu, og heimilisfólkið, móðir, sonur og dóttir, glíma við mikil vandamál. Þegar Faraday fer að sinna þessum nýja sjúklingi, á hefur hann enga hugmynd um hvað fjölskyldusagan mun tvinnast mikið hans eigin.
Útgefin: 21. september 2018
28. september 2018
Gamanmynd
Leikstjórn Malcolm D. Lee
Söguþráður Hópur vandræðagemlinga er neyddur til að fara í kvöldskóla í þeirri von að þeir nái GED prófum til að þeir nái að klára menntaskóla.
Útgefin: 28. september 2018
5. október 2018
SpennumyndGamanmyndÆvintýramynd
Leikstjórn David Kerr
Söguþráður Leyniþjónustumaðurinn Johnny English þarf að bjarga heiminum rétt eina ferðina.
Útgefin: 5. október 2018
19. október 2018
Drama
Leikstjórn Andy Serkis
Söguþráður Munaðarlaus drengur er alinn upp í skóginum.
Útgefin: 19. október 2018
26. desember 2018
ÆvintýramyndFjölskyldumyndSöngleikur
Leikstjórn Rob Marshall
Söguþráður Myndin gerist þannig rúmlega 20 árum eftir atburði fyrstu myndarinnar, og Mary snýr þar aftur til Banks fjölskyldunnar í London á tímum kreppunnar miklu. Börnin sem hún passaði í fyrstu myndinni, þau Jane (Emily Mortimer) og Michael (Ben Whishaw), eru nú vaxin úr grasi. Michael á nú sjálfur þrjú börn, en þau þurfa öll aðstoð við að finna gleðina í lífinu á nýjan leik, eftir að hafa orðið fyrir persónulegum missi. Poppins sjálf leitar til götuljósameistarans Jack, sem Hamilton stjarnan Lin-Manuel Miranda leikur, og frænku sinnar Topsy, sem Meryl Streep leikur.
Útgefin: 26. desember 2018