Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Leikstjórinn, Fede Alvarez, fékk aðstoð frá tæknibrellumeisturunum sem unnu að Aliens frá árinu 1986, við gerð geimveranna.
Eftir miklar getgátur upplýsti leikstjórinn að undirtitill myndarinnar, Romulus, vísaði til Romulus geimstöðvarinnar þar sem hluti myndarinnar gerist. Hann gaf einnig í skyn að til væri systurstöðin Remus, en báðar stöðvar væru þá nefndar eftir tvíburunum Romulus og Remus, stofnendum Rómar og rómverska keisaradæmisins, úr goðsögunum. Hér er því haldið áfram að leita fanga í goðsögum því skipið Prometheus úr Alien kvikmyndinni Prometheus frá árinu 2012, geimskipið Anesidora og APOLLO tölvan úr Alien: Isolation frá 2014; smástirnið Acheron úr Aliens frá 1986 og USS Auriga úr Alien Resurrection frá 1997, er allt úr grískum og rómverskum goðsögum.
Myndin á að gerast mitt á milli atburðanna í Alien, frá 1979, og Aliens, frá 1986.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
www.20thcenturystudios.com/movies/alien-romulus
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
16. ágúst 2024