Aðalleikarar
Leikstjórn
Vissir þú
Kevin Feige forstjóri Marvel var aðstoðarframleiðandi X-Men frá árinu 2000 og var þar viðstaddur upphaflega áheyrnarprufu Hugh Jackman fyrir Jarfa (Wolverine). Feige sagði, \"Fyrir [Jackman], og fyrir mig, og fyrir alla Marvel aðdáendur, þá er ótrúlegt hvað mikið hefur gerst á síðustu 23 árum... og að fá Hugh aftur til okkar er magnað. Fyrir mig persónulega, þá var þetta byrjunarpunkturinn. Þetta var fyrsta prufan hans á tökustað og hann flaug frá Toronto í Kanada til að lesa með Anna Paquin. Ég man að ég sat á bakvið tökuvélina þarna ... þannig að við erum komin í heilan hring að fá hann aftur nú í þessari nýju Deadpool kvikmynd.\"
Hugh Jackman sagði eftir Logan frá árinu 2017 að Jarfakaflanum væri lokið í sínu lífi. En spurður að því afhverju hann hafi þá komið aftur nú, sagði hann einfaldlega, \"Ég bara vildi gera það, og ég fann það sterkt innra með mér\", og bætti við að sér hafi langað að eiga góðar stundir á tökustað með Ryan Reynolds.
Í X-Men frá árinu 2000 segir Jarfi um búninga ofurhetjuteymisins, \"Myndirðu raunverulega fara út fyrir hússins dyr í svona múnderingu?\" Cyclops svarar, \"Í hverju myndir þú vilja vera? Gulum Spandex búningi?\" Leikna útgáfa Jarfa birtist svo ekki í gula búningnum fyrr en núna, 24 árum eftir fyrstu X-Men myndina. Leikstjórinn Shawn Levy sagði, \"Líkt og restin af heiminum þá hef ég beðið í tvo áratugi eftir að sjá Jarfa í heilli kvikmynd með Deadpool, og ég veit ekki hvort þetta sé síðasta kvikmyndin með honum. Ég vildi því tryggja að við fengjum hann í búningnum, og við gerðum það vel.\" Hugh Jackman sagði, \"Afhverju notuðum við aldrei búninginn? Hann leit svo vel út, og mér leið svo vel í honum. Ég hugsaði, \"Þetta er hann.\"
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Ryan Reynolds, Shawn Levy, Wendy Molyneux, Lizzie Molyneux-Logelin
Vefsíða:
www.marvel.com/movies/deadpool-3
Frumsýnd á Íslandi:
24. júlí 2024