Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

John Wick: Chapter 3 - Parabellum 2019

Frumsýnd: 17. maí 2019

No Shouting. No screaming. No shooting. No fear. No fire. No signs. Just one pencil.

130 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 89% Critics
The Movies database einkunn 73
/100

Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorðingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum... Lesa meira

Það bíða margir spenntir eftir þriðju myndinni um leigumorðingjann John Wick sem í lok myndar númer tvö neyddist til að leggja á flótta þegar ljóst varð að nánast hver og einn einasti leigumorðingi í heimi myndi innan klukkustundar hefja leit að honum í því skyni að drepa hann til að geta innheimt þær 14 milljónir dollara sem settar hafa verið honum til höfuðs. „Winston. Segðu þeim, segðu þeim öllum, að hver sem kemur, hver sem það er, að ég muni drepa hann. Að ég muni drepa þau öll,“ voru lokaorð Johns Wick þegar við skildum við hann síðast, aðeins klukkustund áður en hann yrði réttdræpur í augum leigumorðingja heimsins. Þessi þriðji kafli sögunnar hefst innan þessarar sömu klukkustundar sem er einnig sá tími sem John hefur til að undirbúa sig undir það sem verða vill. Sá undirbúningur felst auðvitað helst í því að verða sér úti um vopn og skotfæri í miklu magni, enda mun ekki veita af. Og nú er bara að sjá hvernig John reiðir af og hvort honum takist að sleppa lifandi frá þeim hasar sem framundan er ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn