Good Boys
2019
Frumsýnd: 23. ágúst 2019
One Bad Decision Leads to Another
89 MÍNEnska
Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda
þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er
klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að
kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem
það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn.
Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um... Lesa meira
Þrír ellefu ára strákar og skólafélagar lenda í miklum vanda
þegar dróni sem þeir „fengu lánaðan“ hjá pabba eins þeirra er
klófestur af stúlkunni sem þeir ætluðu að ná myndbandi af að
kyssa kærastann. Drónann verða þeir að endurheimta hvað sem
það kostar áður en pabbinn uppgötvar að hann er horfinn.
Good Boys er lauflétt og fjörug mynd um uppátæki þeirra Max,
Lucasar og Thors sem eru að uppgötva ýmislegt sem þeir vissu
ekki um heim þeirra fullorðnu. Þegar Max er boðið í „kossapartí“
þar sem talsverðar líkur eru á að hann þurfi að kyssa stelpu í fyrsta
sinn fyllist hann miklum kvíða því hann kann ekki að kyssa og er
því dauðhræddur um að verða að athlægi í partíinu. Til að öðlast
nauðsynlega þekkingu á hvernig maður ber sig við tekur hann fyrrnefndan
dróna pabba síns traustataki til að taka upp kossaflens
kærustupars á táningsaldri. Nú þarf hann ásamt félögum sínum,
þeim Lucasi og Thor, að finna leið til að ná drónanum af stelpunni
sem hefur hann í sinni vörslu, en það reynist hægara sagt en gert ...... minna