Náðu í appið
28
Bönnuð innan 12 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

National Treasure: Book of Secrets 2007

(National Treasure 2)

Frumsýnd: 3. janúar 2008

124 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 36% Critics
The Movies database einkunn 48
/100

Hetjan okkar snýr aftur nú í leit að sannleikanum á bakvið morðið á Abraham Lincoln með því að uppgötva leyndarmálið á 18 týndum blaðsíðum úr dagbókinni hans John Wilkes Booth. Þegar Ben Gates (Nicolas Cage) er að flytja fyrirlestur um Booth stendur maður upp í salnum og sýnir honum eina af týndu blaðsíðunum. Það vill svo til að Booth minnist... Lesa meira

Hetjan okkar snýr aftur nú í leit að sannleikanum á bakvið morðið á Abraham Lincoln með því að uppgötva leyndarmálið á 18 týndum blaðsíðum úr dagbókinni hans John Wilkes Booth. Þegar Ben Gates (Nicolas Cage) er að flytja fyrirlestur um Booth stendur maður upp í salnum og sýnir honum eina af týndu blaðsíðunum. Það vill svo til að Booth minnist á langafa Ben á þessari blaðsíðu. Nú þarf Ben að komast að því hvort langafi hans hafi átt þátt í dauða Abraham Lincoln. Hann fréttir af leyndum bókum sem geyma meiri upplýsingar, en til þess að komast í bækurnar þarf hann að brjótast inn í Buckingham Palace og Hvíta húsið. Nægir honum að sjá leynibók forseta Bandaríkjanna sem hefur að geyma sannleikann á bak við dauða JFK, Watergate málið og Svæði 51 eða þarf hann að ganga enn lengra? Þetta er æsispennandi mynd sem er drekkhlaðin áhugaverðum samsæriskenningum um fræga atburði sögunnar.... minna

Aðalleikarar

Geðveik mynd !
Hérðu, ég á nú reyndar heima á Akureyri en ég fór á frumsýningunna af því að ég er búinn að bíða eftir þessari mynd sko .. Það var gjörsamlega STAPPAÐUR salur, ég segji þetta því að það eru nú yfirleitt ekkert margir á frumsýningum sem ég hef farið á en þessi .. Maður gat varla andað þegar að maður var að bíða eftir því að komast inn ! !
En já, Nicholas Cage kemur aftur í þessari mynd sem Ben Gates og núna vantar átján brenndu blaðsíðurnar í dagbók Thomas Gates. En á Ben var að segja öllum frá þessum tíma þegar að maður sem er á sýningunni stendur upp með eina af brenndu blaðsíðunum, eða þeirri einu sem að var náð að bjarga úr eldinum. Þá fer Ben að skoða þetta og ætlar að sanna sakleysi Thomasar Gates með því að finna Gullborgina.

Hafði ekkert annað að gera svo að ég skellti þessu bara hérna inn.
Þessi mynd fér 9 stjörnur frá mér og ef ykkur fannst National Treasure 1 góð, þá er þessi ekki verri.

- Valgeir Andri .
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn