Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Men in Black II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, ég skellti mér á Men in black 2 um daginn. Í minningunni finnst mér einsog Men in black hafi verið góð mynd, að minnstakosti fyndin mynd, en það má svosem vel vera að mig misminni eitthvað. En allavega, ég fer á þessa mynd með nokkrum vinum með algjörlega opnu hugarfari og nákvæmnlega engar væntingar, hvorki góðar né slæmar. Svo byrjar myndin, þessi svokalla grínmynd, og ég sit. Og ég bíð. Og myndin líður. Svo kemur hlé. Ég fer inn í sal aftur, myndin byrjar. Ég sit, ég bíð, ég horfi. Myndin endar. Aldrei, aldrei nokkurntíman á þessutímabili sem myndin var í gangi hló ég. Ég glotti, kannski 1-2 jafnvel 3 en það var ekki meir. Þessi mynd getur tæpplega flokkast sem grín mynd, því svo ófyndin og leiðinleg er hún. Vara alla við að sjá þessa mynd, það er ekkert annað en tíma og peningasóun. Peningunum ykkar væri jafnvel betur varið í hálfvitaskap einsog það að skella sér út á videoleigu og leigja, ekki bara eitt, heldur tvö eintök af big momma's hous, og þá er sko mikið sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zoolander
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sæmilegasta grínmynd og hin ágætasta afþreying. Fór á hana með engar væntingar og kom sáttur út, þó svo að það hafi líklega ekki verið nein nauðsyn að sjá þessa mynd í bíó þar sem hún hefði örugglega virkað alveg jafnvel á vídjó.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lord of the Rings: The Fellowship of the Ring
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja...þá er maður búinn að sjá Lord of the rings...og VÁ GUÐ MINN GÓUR HVAÐ MYNDIN ER FLOTT! Lord of the rings er bara æðislega frábær út í gegn, einstaklega fullkomin mynd. Myndin sem ég hef beðið hvað spenntastur eftir og gert mér hvað mestar væntingar til stóð algerlega undir væntingum og vel það. Þetta er mynd sem ég mun sjá aftur, og aftur og aftur og það fljótlega! Hún er svo góð og frábær að orð ná ekki yfir það, bara hrein og tær schnilllld! Það duga engar afsakanir, það verða ALLIR að sjá þessa mynd, þó þeir séu lamaðir og rúmmfastir þá skulu þeir SAMMT koma sér í næsta kvikmyndahús er almennar sýningar hefjast og þeir SKULU sjá þessa mynd, því annað verður að teljast lögbrot og sifjaspell, svo frábær er myndin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Philosopher's Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Harry Potter... hmm... Hvað get ég sagt? Ég var að koma af myndinni fyrir ca korteri og ég man sama og ekkert eftir þessari mynd. Man að þetta er mynd um strák sem heitir Harry Potter, hann kann að galdra og er í galdraskóla. Hann á fullt af galdravinum og berst við galdrakalla. Ósköp venjuleg hefðbundin aævintýra pæling. Myndin skilur kannski ekkert eftir sig (einsog sést á því að ég man ekki neitt eftir myndinni) en það kemur samt ekkert niður á henni þar sem maður kannski ættlast ekki til þess af henni að hún skilji eitthvað eftir. Það er að vísu kannski betra þegar myndir skilja eitthvað eftir sig, en það er alls ekki nausðyn sérstaklega ekki ef um ævintýramyndir er að ræða. Sem ævintýramynd er þetta fínasta mynd, myndin er eitthvað yfir 3 tíma og heldur manni samt við efnið allan tímann, sem verður að teljast gott. Semsé allt í allt fínasta afþreying, engin snilld, skilur lítið eftir sig en samt þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rushmore
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Venjulega hef ég ekkert gaman af svokölluðum dramatískum gamanmyndum eða rómantískum gamanmyndum og ef út í það er farið bara alls ekki dramamyndum eða rómantískum myndum. Oftast finnst mér þær langdregnar og leiðinlegar og alalr alveg eins, mjög kliskjukenndar og á allan hátt hræðilega amerískar og væmnar. En það get ég ekki sagt um Rushmore, sem hefur fengið þann stimpil að vera dramatísk gamanmynd. Rushmore er á allan hátt öðruvísi en allar aðrar dramatískar gamanmyndir sem ég hef séð, já hún er Í ALVÖRUNNI SKEMMTILEG! Svona svo ég nefni eitt atriði sem aðskilur hana frá hinum myndunum. Svo hefur hún líka einhvern raunverulegan söguþráð, sem er EKKI alveg einsog allar þær þúsundir ástarsögur sem gefnar hafa verið út í rauðuseríunni. Rushmore er líka vel leikin að mínu mati (að minnstakosti í samanburði við þennan venjulega sápuóperuleik sem einkennir oft dramatískar gamanmyndir). Og í raun og veru get ég ekki sagt neitt slæmt um þessa mynd, hún er í alla staði góð, bæði listrænt séð( að mínu mati) og svo er hún líka SKEMMTILEG!. Ekki alltaf sem það fer saman, að vera góð mynd og skemmtileg mynd. En Rushmore er það nú samt og fær því tvo þumla upp frá mér. Samt ætla ég ekki að gefa þessari mynd 4 stjörnur sökum þess að ég held að hún sé ekki alveg ódauðleg snilld, efast t. d. um að ég muni nenna að horfa á þessa mynd aftur og aftur og aftur... En 3 s tjörnur fær hún og á hún þær vel skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spy Kids
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þó svo að trailerinn af Spy kids hafi enganveginn heillað mig og í raun öskrað á mig EKKI SJÁ ÞESSA MYND! þá ákvað ég af einhverri ástæðu að skella mér í bíó á þessa mynd með nokkrum félögum mínum. Í hreinskilni sagt þá er ég bara nokkuð ánægður að ég skuli hafa gert það því myndin var alls ekki slæm og í raun bara nokkuð góð svona miðað við það að vera barnamynd. Barnamyndir þurfa nefnilega að hafa lítið annað en skemmtanagildi að mínu mati og það er akkúrat það sem þessi mynd hefur, alveg hreint ágætis skemmtanagildi. Þrátt fyrir fínt skemmtanagildi og að vera ágætismynd þá held ég að hún skili alveg sínu sem videospóla, mæli með að fólki bíði örlítið sjái hana frekar heima í stofu, nú þegar bíóverð er orðið 800 krónur. En engu að síður er þetta fín mynd sem ég gef 2½ stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The World Is Not Enough
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd olli mér miklum vonbrigðum, enganvegin nógu góð bond mynd! Eithvað er það sem vantar í þessa mynd þó ég geti ekki alveg komið auga á það, hún er enganveginn að virka á mig. Hef aldrei lennt í því áður að þurfa að horfa á bond mynd í nokkrum skrefum vegna leiðinda, vona innilega james bond vegna að þetta sé vegna þess að ég sá myndina á spólu en ekki í bíó því annars verð ég að segja að Bond sé orðinn þreyttur og ég vil helst ekki þurfa að segja það. En í heildina fremur slöpp mynd, stendur ekki undir væntingum. 1½ stjarna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Joe Dirt
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Um daginn sá ég myndina Joe dirt, mynd sem er bara þessi dæmigerða grínmynd. Þunnur einfaldur söguþráður með skondnu ívafi. Ágætis hugmynd, svosem sæmilega útfærð og myndi virka nokkuð vel sem stuttmynd en er fremur þreytandi sem bíómynd í fullri lengd. Mæli með að þið bíðið eftir að þessi mynd verði sýnd í sjónvarpinu því hún er ekki 800 króna virði að sjá hana í bíó og jafnvel ekki heldur þess virði að taka á spólu. Þó hún myndi líklega virka fínt sem spóla í barnaafmæli. 1 stjörnu fær hún og ekki meir..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Lost Souls
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Meirihlutinn af þessari mynd er mjög góður og ágætis skemmtun en vegna þess hversu hörmulega lélegur, ömurlegur, einfaldur og hræðilega fáránlegur endirinn er þá getur maður ekki gefið þessari mynd meira en eina stjörnu, svo lélegur er nú endirinn. En ef þið viljið sjá 3-4 stjörnu mynd farið þá á þessa mynd og gangið út þegar ca 5-10 mínútur eru eftir.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matrix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábær mynd með geðveikum tæknibrellum og góðum söguþræði, plottið er einstaklega flott og bara góð mynd í alla staði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei