Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Agnes 1995

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. desember 1995

Ástir, svik og blóðug hefnd.

101 MÍNÍslenska

Kvikmyndin Agnes gerist á tímum miskunarlausrar stéttaskiptingar og grimmra fordóma. Agnes er ung vinnukona í vist á setri sýslumanns. Hún býr yfir frjálslegu fasi og fegurð sem vekur bæði fýsn og fordóma yfirboðara hennar. Hún fellur fyrir Natani Ketilssyni sem er djarftækur kvennamaður og sjálfmenntaður lyflæknir. Dramatísk samskipti aðalpersónanna þriggja,... Lesa meira

Kvikmyndin Agnes gerist á tímum miskunarlausrar stéttaskiptingar og grimmra fordóma. Agnes er ung vinnukona í vist á setri sýslumanns. Hún býr yfir frjálslegu fasi og fegurð sem vekur bæði fýsn og fordóma yfirboðara hennar. Hún fellur fyrir Natani Ketilssyni sem er djarftækur kvennamaður og sjálfmenntaður lyflæknir. Dramatísk samskipti aðalpersónanna þriggja, Agnesar, Natans og sýslumanns, hrinda af stað örlagaþrunginni atburðarás, þar sem ástarsamband breytist í martröð ofbeldis og tortímingar.... minna

Aðalleikarar


Er tár og grátur mætast skulum við sameinast í bæn og biðja til Agnesar sem átti eiginlega ekki skilið að verða Hálshöggvin..... ég sá þess mynd fyrst fyrir sonna 3 árum og ég er enn að biðja þessa hörmulegu sögu að gerast ekki.... efti þessa mynd var ég andvaka í 3 nætur og ég var alltaf að hugsa um vesling agnesi sem átti ekki skilið að það yrði farið svona með hana en það er verið að sýna gamlan tíma en það getur líka endurspeglað nútímann.....(mannsal)........ en þessi mynd er frábær og Maggi ólafs fer alveg á kostum sem heimski bróðirinn 3 1/2 stjarna
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd voru stór vonbrigði og ekkert annað. Það hlýtur að hafa verið hægt að gera betri og áhugaverðari mynd úr þessari sögu.Hlustiði frekar á lag og texta Bubba, Agnes og Friðrik hann er mun styttri en segir meira.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef allt gott um þessa mynd að segja. Þó 6 ár séu frá því að hún kom út get ég enn horft á hana og áhrifin eru alltaf þau sömu. sjálf þekkti ég ekki söguna af síðustu aftökunni á Íslandi en þessi mynd kemur því skýrt til skila. Leikarnir finnst mér fara alveg á kostum og get ég ekki nefnt neinn einn sem er betri en annar. Mér finnst líka gott dæmi um það hvað myndin er áhrifarík þegar Baltasar Kormákur kom fram í viðtali og sagðist ekki geta horft á atriði sem hann sjálfur lék og hann fótbraut hest!!!!!! Hann er sjálfur mikill hestamaður og leikari með reynslu og ætti maður því að halda að hann gæti horft á alla myndina vitandi það að dýrin eru við hestaheilsu eftir tökur. En svona áhrifarík er þessi mynd og mæli ég með því að allir, þeir sem ekki hafa séð hana, fari út á videoleigu og taki Agnesi!!!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

08.09.2020

Agnes fagnar 25 ára afmæli

Kvikmyndin Agnes frá Agli Eðvarðssyni verður tekin til sýninga í Sambíóunum þann 25. september, í endurbættri útgáfu og tilefni 25 ára útgáfuafmælis. Með aðalhlutverkin fara María Ellingsen, Baltasar Kormák...

08.08.2020

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En h...

16.06.2020

„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur

Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur er á leið í tökur næstkomandi júlí en þar er um að ræða gamanmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar frá sömu framleiðendum. Nýverið úthlutaði ...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn