Náðu í appið
29
Bönnuð innan 6 ára

Ocean's Eleven 2001

(Oceans Eleven)

Frumsýnd: 26. desember 2001

3 Casinos. 11 Guys. 150 Million Bucks. Ready To Win Big? / They're Having So Much Fun It's Illegal.

116 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 83% Critics
The Movies database einkunn 74
/100

Danny Ocean vill fremja stærsta rán sögunnar. Hann safnar saman ellefu manna úrvalsliði, þar á meðal eru þeir Frank Catton, Rusty Ryan og Linus Caldwell. Og hvar ætla þeir að láta til skarar skríða - Jú, á The Bellagio, the Mirage og the MGM Grand spilavítunum sem öll eru í eigu Terry Benedict. Þetta verður ekki auðvelt, þar sem þeir áætla að fara inn... Lesa meira

Danny Ocean vill fremja stærsta rán sögunnar. Hann safnar saman ellefu manna úrvalsliði, þar á meðal eru þeir Frank Catton, Rusty Ryan og Linus Caldwell. Og hvar ætla þeir að láta til skarar skríða - Jú, á The Bellagio, the Mirage og the MGM Grand spilavítunum sem öll eru í eigu Terry Benedict. Þetta verður ekki auðvelt, þar sem þeir áætla að fara inn með leynd og fara út með 150 milljónir Bandaríkjadala. ... minna

Aðalleikarar


Það er alveg greinilegt að hann Steven Soderbergh er að stimpla sig inn sem einn besti leikstjóri núna þessi árin. Alger snillingur þar á ferð. Og hvernig getur honum mistekist með hvern annan stórleikarann á fætur öðrum. Eini veiki hlekkurinn í þessari mynd er samt hún Julia Roberts sem er ekki að sýna sína bestu hliðar hér. Og hvað er málið með það að í myndinni er Brad Pitt alltaf að borða eitthvað. Er þetta svona herferð á móti reykingum eða eitthvað svoleiðis. En annars Ocean´s Eleven er skotheld skemmtun fyrir alla. Og frábær endir. Klassa mynd
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór með þvílíkri eftirvæntingu á þessa mynd bara út af því að þetta var nýjasta mynd Steven Soderbergs. En því miður fílaði ég hana ekki alveg eins mikið og hinar myndirnar hans. Svona í sannleika sagt þá finnst mér þetta versta myndin hans til þessa. En það flottasta við þessa mynd er endirinn. Það er hann sem lætur þessa mynd enda hjá mér með tvær og hálfa stjörnu. Ég man ekki eftir að hafa séð svona svalan endi á ævi minni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég sá þessa mynd 27.des 2001 og síðan þá hef ég ekkert hugsað um þessa mynd. Steven Soderbergh er mjög góður leikstjóri og eru flestar myndirnar hans góðar. Ocean´s Eleven er eiginlega endurgerð af gömlu myndinni frá 1960 sem var um gamla hervini sem ákveða að ræna eitthvað, persónulega er þessi betri en hin því í hinni myndinni gömlu vantar alveg góðar hugmyndir og er hún full klisjum. Ocean´s Eleven er mjög frumlega gerð kvikmynd með risastórum leikarahópi og aldrei missir myndin markmið sitt. En það vonda er að þó allar þessar góðu hugmyndir uppfylla myndina af skemmtun þá er myndin aldrei nógu spennandi, kanski lítur hún út að vera það en þrátt fyrir alla tæknina og góðar hugmyndir þá var hún aldrei nógu spennandi. En samt er mjög gaman af henni og er þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Steven Soderbergh hefur nú verið í mínu uppáhaldi í nokkurn tíma, sérstaklega eftir Erin Brokovich og Traffic. Þessi mynd sem er víst endurgerð á mun eldri mynd um Frank Sinatra, Dean Martin og fleiri gaura, sem ég hef ekki séð reyndar, heppnast nú reyndar alveg mjög vel. Góður húmor og skemmtilegar persónur halda manni föstum í sætum bíóanna. Þegar ég sá trailerinn úr myndinni, dundi í mann dulítið fönkí mjúsik og allar þessar skemmtilegur persónur, og vissi ég að ég væri á leiðinni á þessa mynd. Og kom hún mér alveg skemmtilega á óvart. Ég hef nú séð nokkuð margar týpískar krimma myndir um dagana, sem einfaldlega ekki virka. Ég nefni engar sérstakar í því máli. Þessi mynd er full af skemmtun, peningum, karakterum, meiri peningum, og umfram allt peningum. Það eina sem ég eiginlega get sett út á þessa mynd, er leikarinn Casey Affleck. Jú hann er í góðu hlutverki og gerir vel, en ég bara þoli þennan mann ekki. Þeir sem sáu Drowning Mona, og muna eftir þessum dreng sem varla getur talað, og þegar hann gerir það er varla hægt að hlusta. En hann er samt í góðu hlutverki hér og gerir vel. Myndin hefði mátt vera aðeins lengri og vinna betur á karakter Andy Garcias og sýna betur leikhæfileika þessa manns. En þetta er Fantagóð mynd, sem bara allir verða að sjá!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég fór á þessa mynd með því hugarfari að hér var að ræða um stórmynd, og viti menn það brást mér ekki, enda ekki annað hægt með leikara á við George, Matt, Brad, Juliu og fleirri og fleirri. Þessi mynd er nú kannski engin Óskars kandídat, en hún er samt sem áður hin besta skemmtun og plottin eru ekki af verri endanum og hvernig mönnum dettur annað eins í hug er alveg ótrúlegt. Að mínu mati eru það algjörir ritsnillingar sem ljáðu nafn sitt myndinni. Enda ekki verri menn þar á bæ en George Cleyton Johnson. Það versta fyrir aðstandendur þessarar myndar er að hún verður ekki eins stór og hún gæti verið þar sem að hún lendir algjörlega í skugga Lord of the Rings. En að mínu mati er enginn maður með mönnum nema að hann skelli sér á Ocean´s 11.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn