Náðu í appið
Öllum leyfð

Be Kind Rewind 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 29. febrúar 2008

You name it, we shoot it.

102 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics
The Movies database einkunn 52
/100

Heili manns fer allt í einu að verða segulkenndur og skemmir allar spólurnar í videoleigu vinar síns. Til að fullnægja þörfum eins besta viðskiptavinar búðarinnar, gamallar konu með gláku, þá ákveða vinirnir að leika myndirnar uppá nýtt.

Aðalleikarar

Leikstjórn

Skondin fyrst síðan....ekki eins skondin
Jack Black og Mos Def að apa eftir frægum myndum og leigja það síðan út hljómar eins og frábær gamanmynd sem þessi mynd er ekki. Be Kind Rewind er smá brosleg fyrst en síðan þróast hún út í eitthvað sem ekki á heima í Jack Black mynd. Atriðin þegar þeir eru að skopstæla ýmsar myndir verka alltof hröð og fá ekki að njóta sín. Svo fannst mér myndin enda of snemma, eins og það ætti að koma eitthvað fleira. Be Kind Rewind er drasl og hefði getað orðið miklu betri. 3/10.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Leiðinleg mynd
Ég skellti mér í bíó á laugardagskvöldið og hélt að ég væri að fara á fyndna grínmynd með Jack Black. Í staðinn fór ég á ein af leiðilegri myndum sem ég hef séð.

Til að byrja með hélt ég að persóna Mos Def ætti að vera þroskaheft eða amk. eitthvað skertur. Fór alveg hrikalega í taugarnar á mér til að byrja með en svo lagaðist það þegar leið á myndina.
Jack Black var fyndin á köflum og stóð sig alveg ágætlega.

Boskapurinn í myndinni var vægast sagt klisjukendur en samt náði myndin ekki einusinni að verða það. Ég hélt svo að það myndi verða fyndið þegar þeir fóru að endurgera þessar klassísku myndir sem allir hafa séð en það var ekki nema á köflum.

Ef ég ætti að líkja þessar mynd við hjartalínurit væri hún bein lína allan tíman.


Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Rétt sleppur sem vídeómynd
Be Kind Rewind býr yfir skemmtilegum söguþræði og allt það en almennt séð er myndin ekkert rosalega eftirminnileg. Helsti galli myndarinnar þó er að mórallinn fer svo langt fram úr sjálfum söguþræðinum. Ég fattaði alveg hvað myndin var að segja mér í lokin, en hún leggur svo yfirdrifna áherslu á boðskapinn að söguþráðurinn, sem og mest allt annað, fuðrar einfaldlega upp.

Út frá þessu eru nánast allar aukapersónur hundleiðinlegar og pappírsþunnar. Mos Def og Jack Black standa sig vel í fíflalátunum og er sterkasti þáttur myndarinnar sá hvað þeir vita ekki neitt um stuttmyndagerð. Báðir tveir standa upp úr, en í raun gerir enginn annar það. Grunnplottið er alltof móralískt og vægast sagt klisjukennt (eigulausir einstaklingar sem safna upp pening til að bjarga húsi sem hefur "tilfinningalegt gildi"). Í síðari hálfleik fór myndin talsvert að fara í taugarnar á mér með því hversu yfirdrifin hún var.

Þetta væri í sjálfu sér allt í lagi ef að myndin væri nett fyndin umfram allt, en hún er það ekki! Myndin er ekkert sérlega fyndin. Það eru alveg brosleg atriði og nokkur bráðfyndin meira að segja. Ég vonaðist engu að síður eftir "feel good-mynd." Þegar uppi er staðið fékk ég aðeins hálfa þannig mynd.

5/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Jæja, góður endir...
Myndin í sjálfu sér fannst mér ekki það frábær, en mér fannst endir myndarinnar mjög góður. Fyrirsjáanlegur, já, en annar endir kæmi ekki til greina. Þetta er ekki mynd sem ég myndi vilja sjá aftur, en sé þó ekki eftir að hafa séð hana. Jack Black stendur sig alltaf jafn vel finnst mér, hann er bara svo mikill sjarmör. Mos Def kemur líka vel út og leikur alveg ágætlega. Myndin er að sjálfsögðu alger steypa en það er svosem allt í lagi að glápa á hana eins og hverja aðra mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gondry veldur ekki vonbrigðum
 Michael Gondry hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, þá sérstaklega vegna einstaks stíls hans. Hann misstígur sig alls ekki í þessari mynd, og ég held ég hafi varla hætt að hlægja allan tímann. Þó átti ég rosalega erfitt með að átta mig á persónu Jack Black í myndinni en Mos Def stendur sig helvíti vel. Það sem einkennir myndina helst er að hún flæðir áfram eins og hugmyndir Gondry...manni finnst eins og næsta skref gæti verið hvað sem er og það er einmitt það sem rígheldur manni. Myndin er alveg ótrúlega spes en flott yfir höfuð, en ég er þó ekki viss um að þeir sem fíla ekki Gondry eða hafa bara alls ekki gaman af honum eigi ekkert erindi á þessa mynd. Þrátt fyrir að vera virkilega cheasy þegar dregur á myndina og að hún slútti eins og Gondry einum er lagið þá fær þessi mynd verðskuldaðar 3 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

12.03.2013

Leikstjóri Bjarkarmyndbanda á bleiku skýi

Nýjasta mynd leikstjórans Michel Gondry, Mood Indigo, er væntanleg nú síðar í vor, en söguþráður myndarinnar er óvenjulegur og skemmtilegur. Gondry er þekktur fyrir myndir eins og Human Nature frá árinu 2001, Etern...

12.03.2013

Leikstjóri Bjarkarmyndbanda á bleiku skýi

Nýjasta mynd leikstjórans Michel Gondry, Mood Indigo, er væntanleg nú síðar í vor, en söguþráður myndarinnar er óvenjulegur og skemmtilegur. Gondry er þekktur fyrir myndir eins og Human Nature frá árinu 2001, E...

22.06.2010

Green Hornet trailer kominn

Sýnishorn fyrir The Green Hornet var að detta í hús í dag, en fyrir þá sem ekki vita þá er myndin byggð á samnefndu fyrirbæri sem m.a. hefur verið gefið út í myndasöguformi og sem sjónvarpsþættir. Seth Rogen fer með aðalhl...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn