Náðu í appið
Bönnuð innan 12 ára

The Green Hornet 2011

(Green Hornet, Green Hornet 3D)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. janúar 2011

Protect the law by breaking it.

119 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 45% Critics
The Movies database einkunn 39
/100

Britt Reid er sonur hins vellauðuga fjölmiðlaútgefanda James Reid en hefur lítinn áhuga á að feta í fótspor föður síns, en eyðir þess í stað öllum stundum í partístand og villt líferni. Þegar faðir hans er myrtur einn daginn ákveður Britt þó að snúa lífi sínu við og gera eitthvað af viti við það. Hann kynnist fyrrum aðstoðarmanni hans, Kato,... Lesa meira

Britt Reid er sonur hins vellauðuga fjölmiðlaútgefanda James Reid en hefur lítinn áhuga á að feta í fótspor föður síns, en eyðir þess í stað öllum stundum í partístand og villt líferni. Þegar faðir hans er myrtur einn daginn ákveður Britt þó að snúa lífi sínu við og gera eitthvað af viti við það. Hann kynnist fyrrum aðstoðarmanni hans, Kato, og saman ákveða þeir að gerast réttlætisriddarar og berjast gegn illmennum borgarinnar, á milli þess sem Britt lærir að stjórna fjölmiðlaveldi sínu. Ritari hans þar, hin fagra Lenore Case, hjálpar honum að komast að því að dularfullur maður að nafni Chudnofsky er höfuðpaur stærstu glæpasamtaka borgarinnar, og ákveður Britt að hafa hendur í hári hans og nota til þess gervi sitt sem Græna vespan, en illmennin eru ekki sögð hættuleg að ástæðulausu...... minna

Aðalleikarar


Það helsta sem The Green Hornet hefur sér til ágætis eru nokkur góð slagsmálaatriði og flott tæknidót að ógleymdum skítsæmilegum tæknibrellum en annars er þetta hálfgert rugl. Söguþráðurinn er þreyttur og mér sýnist Seth Rogen ekki vera að höndla að fara með aðalhlutverk, hann er kannski fínn sem aukaleikari en hann getur ekki borið heila mynd uppi því hann er alveg ósannfærandi. Reyndar er líka persóna hans hér skrifuð hálf illa og með lélegum bröndurum. Jay Chau er líka hálf litlaus og Cameron Diaz í alveg tilgangslausu hlutverki. Christoph Waltz stendur sig að vísu bærilega en er ekki eins kostulegur og hann á greinilega að vera. Ég veit ekki við hverju ég bjóst við af The Green Hornet en mér fannst hún ekki góð. En hún getur verið mjög flott á köflum og er því ekki alslæm. Slefar upp í eina og hálfa stjörnu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skemmtileg brómantík með miklum látum
Venjulega nenni ég ekkert að velta mér upp úr því hvað gagnrýnendum finnst um bíómyndir og þ.a.l. kýs ég að meta þær sjálfur en eftir að hafa horft á The Green Hornet og skemmt mér bara furðulega vel verð ég að segja að mér finnst hún hafa fengið alltof harðan skell. Það hefur auðvitað verið lengi vitað að meðalgagnrýnandinn eigi erfitt með að skemmta sér. Klisjan er sú að hann vill bara þungar og þýðingarmiklar dramamyndir og allt sem er framleitt með einungis markmiði afþreyingar í huga er bara gagnslaust. Stærsta hrósið sem ég get gefið þessari mynd er að skemmtanagildið heldur dampi nánast út lengdina. Gallar eru þó til staðar og nóg af þeim, en (spuna?)húmorinn, leikarasamspilið og fínasti hasar bætir upp fyrir þá og burtséð frá einhverri tilgangslausustu þrívídd sem ég hef lengi séð þá kom þetta bíókvöld bara nokkuð vel út hjá mér.

Myndin er mestmegnis létt, stundum alvarleg, en aldrei nokkurn tímann *OF* alvarleg og það er kostur. Mér líkaði vel við tóninn og ef þú gerir þér grein fyrir því að þú ert að horfa á Seth Rogen gamanmynd (sem er alls ekki svo ólík Apatow-myndunum hans) með aðeins meiri stæl og töffaraskap, þá ertu alveg kominn í rétt hugarfar. Rogen er aftur kominn í það hlutverk að sinna fleira en einu starfi og hér skrifar hann handritið ásamt félaga sínum Evan Goldberg (sem saman skrifuðu "bromance" myndirnar Superbad og Pineapple Express). Þessir tveir menn einkennast af því að þeir geta stundum verið æðislega fyndnir en á sama tíma aðeins of góðir með sig í húmornum og þá líður manni eins og þeir séu að skemmta sjálfum sér meira en öðrum. The Green Hornet gekk samt upp fyrir mig vegna þess að hún er mixtúra af ýmsu. Rogen, Goldberg og sérstaklega Michel Gondry setja mjög ferskan svip á mynd sem hefði auðveldlega getað orðið að týpískri mainstream-færibandsmynd. Myndin er aðallega keyrð af bröndurum sínum þökk sé pennunum og kemistríu aðalleikaranna en það er allt auka skrautið sem fylgir með sem gerir hana bara andskoti skemmtilega, og þar kemur Gondry inn.

Kvikmyndaáhugamenn sjá það strax að Gondry er ekki beint á heimavelli hérna. Hann er skrítinn náungi (með mjög artý feril að baki) sem gerir oftast skrítnar myndir þar sem hann reynir með bestu getu að peppa upp á sjónræna stílinn. The Green Hornet er óvenjulegt val á mynd fyrir einhvern eins og hann, og í fjarska skynjaði ég að hann væri bara að taka þátt í þessu vegna launaseðilsins en eftir að ég sá myndina tók ég eftir að hann lagði heilmikið á sig til að setja sinn stimpil á verkið. Færni hans til að búa til hasarsenur eru líka langtum betri en þorði að vonast eftir. Slagsmálasenurnar eru geysilega töff (þá helst þær sem nota "Kato-vision" stílinn) og eltingarleikirnir hraðskreiðir og skemmtilegir. Þegar leið á lokaþriðjunginn var ég vel farinn að lifa mig inn í kaosið og var hissa yfir því hvað Gondry gerði þessa steik ansi spennandi.

Rogen, núna 15 kílóum léttari, er síðan bara býsna góður í titilhlutverkinu, en það er líklegast vegna þess að hann kaus að leika bara sjálfan sig í stað þess að skrifa karakterinn sem eitthvað allt annað. Rogen leikur karakterinn sem ríkan, sjálfselskan fanboy-nörda og selur hann 100% sem slíkan. Þið sem eru orðin þreytt á Rogen og stælunum hans - og ég er viss um að mörg ykkar eru það - þið eigið alls ekki eftir að breyta áliti ykkar eftir þessa mynd. Ég gef honum samt það að hann þykist ekki vera neitt annað en hann er og heldur í staðinn bara þétt um sína föstu ímynd, bara með smá snúningi. Hann er líka traust hliðstæða við Jay Chau (sem leikur bardagaundrið Kato), sem er oftast lágstemmdari og alvarlegri. Þeir móta frábært tvíeyki, jafnvel þótt Chau mætti æfa sig meira í enskunni. En ég fílaði þá báða. Þeir eru m.a.s. það góðir saman að maður tekur meira eftir því hvað Cameron Diaz þjónar litlum tilgangi í allri myndinni. Kannski vildu framleiðendur troða henni inn til að draga fleiri stelpur á myndina. Flestar heimsþekktu leikkonur myndu móðgast við tilhugsunina að taka svona ómerkilegt hlutverk að sér - ekki nema ætlunin sé að nota hana áfram ef fleiri Green Hornet-myndir yrðu gerðar. Ég myndi samt segja að þessum karakter hefði mátt sleppa hefðu ekki nokkrar meinfyndnar senur tengst henni. Ég gjörsamlega dýrkaði atriðið þar sem Rogen og Chau slást um hana. Á endanum hefði samt verið betra að fá yngri gellu í minna hlutverk. Annars er mjög mikil ánægja að fylgjast með Christoph Waltz í hlutverki óöruggs illmennis með gráa fiðringinn. Frekar einhæft hlutverk að vísu, en skítt með það, þetta er Christoph Waltz!

Við vitum öll að The Green Hornet er alls engin Kick-Ass. Kannski ósanngjarn samanburður en myndirnar eru báðar í svipuðum dúr og eiga það sameiginlegt að fjalla um persónur sem ákveða að gerast hetjur bara upp á gamanið. Frumleiki er týndur en þrátt fyrir það er meðhöndlunin á efninu mjög skemmtileg og á mörgum stöðum nokkuð fersk. Eins og hinar myndirnar sem Rogen/Goldberg teymið skrifaði má saka þessa fyrir að vera örlítið lengri en hún þurfti að vera, en yfir heildina er þetta ljómandi fín afþreying sem gæti alveg fengið þig til þess að hlæja og klappa fyrir fjörinu ef þú veist hvað þú átt von á. Svo ef þú ert bílamanneskja er góður séns að þú slefir yfir köggunum líka. Ekki slæmur bónus.

7/10

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fín poppkornsmynd
Ætli maður geti ekki sagt að þessi mynd hafi valdið mér svolitlum vonbrigðum. Ég bjóst ekki við neinu meistaraverki en Micheal Gondry er leikstjóri myndarinnar! (Eternal Sunshine of the Spotless Mind, Be Kind-Rewind) og Seth Rogen og Evan Goldberg (Superbad) skrifuðu handritið.Þess vegna bjóst ég við mjög fínni mynd með fullt af bröndurum en fékk light útgáfuna af því.

Myndin á skilið hrtós fyrir flottar hasarsenur sem eru kannski aðeins að pusha PG-13 limitinn sem er mjög fínt mál. Slow-motion er mikið notað í myndinni en kemur mjög vel út og alltaf jafn svalt að sjá Kato lemja einhverja bófa í klessu. Seth Rogen er aftur kominn í sitt venjulega hlutverkið (hlaupa um og öskra My Bad, My Bad!) sem er frekar leiðinlegt því hann tók stórt skref upp í myndinni Funny People. Jay Chou er mjög fínn sem sidekickið Kato en ég verð að setja spurningarmerki við Cameron Diaz. Hún var frekar tilgangslaus í myndinni og frammistaða hennar var svosem ekkert spes heldur. Christoph Waltz er flottur í myndinni, reyndar með mjög ómerkilegan karakter en nær að sýna smá lit *no pun intended*.

Það eru mjög fínir brandarar í myndinni. 11 Weeks?! En því miður er of langt á milli þeirra og stundum bara ekki nógu mikið. Fínasta poppmyndin, samt ekkert sem ég myndi sterklega mæla með. Kíkið frekar á eldri verk leikstjórans. 6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn