Nýjasta mynd leikstjórans Michel Gondry, Mood Indigo, er væntanleg nú síðar í vor, en söguþráður myndarinnar er óvenjulegur og skemmtilegur.
Gondry er þekktur fyrir myndir eins og Human Nature frá árinu 2001, Eternal Sunshine of the Spotless Mind frá árinu 2004 og Be Kind Rewind auk þess sem hann hefur leikstýrt fjölda sjónvarpsþátta, stuttmynda og tónlistarmyndbanda, þar á meðal myndböndum fyrir Björk við lög eins og Hyper Ballad, Isobel og Crystalline.
Sjáðu stikluna úr Mood Indigo hér fyrir neðan. Ath. að myndin er frönsk og enginn texti fylgir:
Söguþráður myndarinnar er á þá leið að í heimi þar sem þú getur ferðast um á bleiku skýi eða þér getur verið svipt af skautasvelli og ofaní holu, þar er Colin, auðugur ungur maður og sá sem fann upp kokkteilblöndunarpíanóið, sem vill verða ástfanginn.
Með aðstoð matreiðslumannsins síns, Nicolas, og besta vinar, Chick, þá hittir hann Chloe, sem er lag eftir Duke Ellington líkamnað.
Fljótlega eftir giftingu þeirra þá verður Chloe veik. Hún er með vatnalilju sem vex í brjósti sínu. Meðferðin á Chloe er gríðarlega kostnaðarsöm, og reynist Colin þung í skauti, og hann þarf nú að leita sífellt örvæntingarfyllri leiða til að bjarga ástinni sinni.
Aðalhlutverk í myndinni leika þau Audrey Tautou úr Amélie, Romain Duris, Gad Elmaleh og Omar Sy úr The Intouchables.
Mood Indigo verður frumsýnd í Frakklandi 24. apríl nk., en ekki er kominn frumsýningardagur fyrir myndina í Bandaríkjunum.