Náðu í appið
Bönnuð innan 12 áraÍ myndinni er sýnd nekt og/eða þar er að finna kynferðislega hegðun eða tilvísanirÍ myndinni er ljótt orðbragð

Any Given Sunday 1999

Ekki aðgengileg á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. maí 2000

This Christmas. It's Better To Give Than Receive.

150 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 52% Critics
Rotten tomatoes einkunn 73% Audience
The Movies database einkunn 52
/100
Oliver Stone tilnefndur til Gullbjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín.

Raunsönn kvikmynd um lífið í ameríska fótboltanum, utan vallar sem innan. Tony D'Amato er gamalreyndur jaxl í þessum bransa. Hann þjálfar nú lið í Miami og leggur allt í sölurnar til að ná árangri. Sigurlíkurnar eru ekki miklar enda besti leikmaðurinn frá vegna meiðsla. En þrátt fyrir dökkt útlit er þjálfarinn ekki tilbúinn að leggja árar í bát.

Aðalleikarar


Oliver Stone mynd um ruðningsbolta og peningastjórn í bandarísku þjóðfélaginu. Ruðningsbolta er borið saman við fornaldar keppnir um lífs og dauða þar sem menn börðust fyrir sigurinn. Any Given Sunday heldur þessu miðjumoðs striki mest allan tíman en leikurinn bætir myndina þó nokkuð þar sem allir leikararnir eru eins góðir og þeir gætu verið sem er eitt af minnismerkjum Stones. Leikurinn í myndunum hans eru langoftast fullkomnir. Þegar myndin kemur að lokaleiknum verður myndin alveg rosaleg, þetta endaatriði bætir myndina um hálfa stjörnu. Any Given Sunday er næstversta mynd Oliver Stone á undan U-Turn en myndin er samt mjög góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mér finnst Al Pacino alveg afspirnu leiðinlegur og einhæfur leikari. Gerir ekkert nema að væla og kvarta yfir hinu og þessu og það með þessari leiðinlegu rödd. Og þar sem að ég er ekki atvinnu gagnrýnandi þá leyfist mér að dæma myndina þó að ég sé með fordóma (í miklu magni) gagnvart leikaranum, en út frá því á maður ekki að dæma myndir. Cameron Diaz er þarna í leiðinlegu hlutverki en skilar því af hendi eins og henni einni er lagið, maður er bara svo vanur að sjá hana sem glaðlegar og kátar persónur. Sagan í myndinni er bara fyrir ekta Kana sem að kunna að meta ameríska ruðninginn og nenna að hanga yfir honum á annað borð. Handritið er ansi þunnt og veikt í sér, mynnir eiginlega á heimildarmynd nema þó að heimildarmynd væri öruglega skemmtilegri til áhorfs. Að lokum vill ég benda á að nafnið á myndinni er ekki alveg að fattast hjá mér. En það skírist víst í myndinni að allt skal gert fyrir ´íþróttina og mannorðið; jafnvel á sunnudögum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Einhver hér sagði að þetta væri ekki mynd til að horfa á aftur og aftur en það er þá eitthvað mikið að mínum smekk því ég hef, að ég held, horft á þessa mynd um 15 sinnum og hún er ein af mínum uppáhalds. Þarna sjást flestar týpurnar úr hörðum og miskunnarlausum samkeppnisheimi atvinnuíþrótta og fannst mér vísunin í Gladiatorana þegar Beamen fór í heimsókn til Tony´s alveg hreint brilliant, því leikmennirnir í þessari íþrótt eru náttúrulega ekkert annað en svar nútímans við hringleikahúsum fornaldar. Einnig er velt upp nokkrum athyglisverðum siðferðispurningum og má þar m.a. nefna ákvörðun læknisins þegar varnarmaðurinn sem á heilaskemmdir á hættu vill fá að spila eitt ár enn, til að ná sér í milljón dollara bónus. Ef þú hefur einhvern tímann komið NÁLÆGT íþróttum og færð ekki gæsahúð þegar Pacino heldur ræðuna fyrir lokaleikinn, þá .......vantar eitthvað. Stone fær frábæra einkunn hjá mér en ég get svo sem alveg hugsað mér að þeir sem hafa ekki áhuga eða mikinn skilning á íþróttum og fylgifiskum þeirra nái henni ekki alveg. Pacino,Woods,Quaid,Foxx og Co. stíga varla feilspor og Stone sjálfur er þrælgóður sem íþróttafréttamaðurinn. Músíkin er snilld....Ég ætlaði að gefa þrjár og hálfa en nú hækka ég í fjórar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Hrútleiðinleg mynd. 150 mín. af langdregnu röfli um þessa hundleiðinlegu kanaíþrótt - ruðning (sem þeir voga sér að kalla fótbolta). Það er nákvæmlega ekkert sem er skemmtilegt eða áhugavert við þessa mynd. Fólk getur allt eins gert magaæfingar í von um skemmtun eins og að horfa á þessa hörmung. Leiðinlegasta mynd sem Al Pacino hefur leikið í og enn eitt skelfingarútspil hjá hinum mjög svo ofmetna Oliver Stone.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

okey.. þegar það var verið að sýna trailer-inn úr þessari mynd hugsaði ég bara með mér, Oliver Stone og Al Pacino.. "vá djöfulsins snilld er þessi mynd ábyggilega". En vá.. Þessi mynd er ekkert smávegis langdregin. Það gerist svoleiðis ekki neitt. en leikurinn er fínn og myndatakan er nokkuð góð. annars er þetta bara sorp
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

24.11.2012

Kósýkvöld í kvöld?

Það eru bíómyndir á öllum þremur stóru sjónvarpsstöðvunum íslensku í kvöld, þannig að það er grundvöllur fyrir góðu kósýkvöldi fyrir framan skjáinn, fyrir þá sem ekki hafa annað á prjónunum. Hér að...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn