Náðu í appið
Bönnuð innan 7 ára

W. 2008

(.W., Bush)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 21. nóvember 2008

A life misunderestimated

129 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 58% Critics
The Movies database einkunn 56
/100

Myndin segir frá lífi George W. Bush Bandaríkjaforseta áður en hann varð forseti, og hefst á uppvaxtarárum hans í háskóla, þar sem hann hugsaði meira um félagslíf, kvenfólk og partístand fremur en námið sjálft, hvað þá einhvern pólitískan frama. Margt breytist þó í lífi hans þegar hann kynnist Lauru Bush. Þegar háskólanum slítur reynir hann við... Lesa meira

Myndin segir frá lífi George W. Bush Bandaríkjaforseta áður en hann varð forseti, og hefst á uppvaxtarárum hans í háskóla, þar sem hann hugsaði meira um félagslíf, kvenfólk og partístand fremur en námið sjálft, hvað þá einhvern pólitískan frama. Margt breytist þó í lífi hans þegar hann kynnist Lauru Bush. Þegar háskólanum slítur reynir hann við ýmsar vinnur, en tekst misvel upp, og virðist hann alltaf í öðru sæti í augum föður síns, George H.W. Bush, sem heldur meira upp á Jeb, bróður hans, enda þar á ferð reglusamur maður á uppleið í stjórnmálaheiminum. Fylgjumst við einnig með ótrúlegum uppákomum sem hann á að hafa lent í á lífsleiðinni, og er endanlegri vegferð hans í valdamesta sæti veraldarinnar blandað inn í söguna. Er reynt að svara því hvernig þetta partíljón varð að lokum að sjálfum forseta Bandaríkjanna.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn


W er mynd um manninn sem allir elska að hata, George W. Bush. Myndin er skemmtileg og fyndin en auðvitað er undirliggjandi alvara af því að þetta gerðist nú í alvöru og ekki fyrir svo löngu síðan. Líkt og í JFK og Nixon þá þarf Oliver Stone að geta talsvert í eyðurnar en af einhverjum ástæðum fannst mér þetta allt vera mjög trúverðugt. Maður hefur ekki mikið álit á þessum jólasveinum og finnst þetta vera hálfgerður farsi, bæði myndin og raunveruleikinn. Bara það að vera með Rumsfeld, Cheney og Bush í sömu ríkisstjórn er gjörsamlega óðs manns æði og það er mér gjörsamlega óskiljanlegt hvernig slíkt getur gerst. Það er farið yfir yngri ár Bush. Hann er sýndur sem drykkfelldur, latur og misheppnaður maður sem fær C einkunnir og tekst ekki að halda starfi. Algjör meðalmennska. Jeb Bush var víst sá sem átti að verða forseti en George W var þjálfaður af Karl Rove til að ná lengra. Hann notaði trúna til að höfða til fjöldans og sveifst einskis. Ákvarðanir sem kunna að kosta þúsundir lífið voru teknar í flýti og byggðar á tilfinningu og persónulegum löngunum, ef maður trúir þessari útgáfu þ.e.a.s.

Maður vissi þetta eiginlega allt en það samt svo sjokkerandi að sjá þetta allt á 2 klst. beint í æð. Ég sá Farenheit 911 og Bush´s Brain sem fjallar um það hvernig Karl Rove strýrir Bush eins vélmenni. Önnur þeirra er góður undirbúningur fyrir þessa. George W. Bush er siðlaus en sjarmerandi, ég er feginn að hann er ekki lengur í hvíta húsinu. Josh Brolin nær honum frábærlega vel og aðrir fóru á kostum, t.d. Richard Dreyfuss og Ellen Burstyn. Snilldar mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Vond mynd, mjög svo
W rekur sögu Bush bandaríkjaforseta frá unga aldri til þess tíma sem hann var í embætti og.....andskotinn! Hvað þetta var leiðinlegt. Ég veit ekki mikið um ævi Bush en ég vil ímynda mér að frásögn Oliver Stone á henni hefði getað tekist betur upp. Það var fátt í myndinni sem vakti áhuga minn og síðasta hálftímann hélt ég að þessu ætlaði aldrei að ljúka. En myndin er þó sæmilega leikin og Josh Brolin nær Bush ótrúlega vel og margir aukaleikaranna eru alveg fínir. Það er reyndar dálítið erfitt fyrir mig að gagnrýna W mjög ítarlega því hún er sannsöguleg og ég verð að viðurkenna að ég er ekki mjög vel að mér í viðfangsefninu en ég bara var alls ekki að fíla hana. Fær eina stjörnu fyrir leikinn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ekki eins góð og Nixon
W. er ævisaga 43. forseta Bandaríkjanna, George W. Bush. Í dag er varla umdeildari mann að finna og verður það því að teljast furðulegt að ætla að kvikmynda sanngjarna ævisögu mannsins. Myndin segir sögu George Bush frá því hann er í Yale og þangað til loka fyrra kjörtímabils hans sem forseta. Honum er lýst sem pabbastrák sem reynir aftur og aftur að gera faðir sinn stoltan af sér án árangurs. Mestu púðri eyðir myndin í aðdraganda íraksstríðsins og mögulegar ástæður þess, það miklu að mest öll myndin gengur út á það. Engum tíma er veitt í önnur afrek Bush sem forseta.

Það er e.t.v. helsti galli myndarinnar hvað leikstjórinn einblínir á aðdraganda stríðsins við Írak. Það er eins og Bush hafi engan annan tilgang í lífinu en að bylta Saddam Hussein. Þetta er þó vandamálið við að gera ævisögu bandaríkjaforseta sem enn situr í embætti. Í fyrsta lagi þá liggja ekki allar upplýsingar fyrir, flest öll skjöl frá tímabilinu eru enn lokuð almenningi auk þess sem allir hafa skoðun á manninum, jákvæða eða neikvæða. Slíka ævisögu er erfitt ef ekki ómögulegt að gera fyrr en rykið hefur sest.

W. er önnur ævisaga Bandaríkjaforseta sem Oliver Stone gerir, en sú fyrri var myndin Nixon. Samanburðurinn við þá mynd er ekki hliðhollur W.. Sú mynd hafði mun meira kjöt á beinunum eftir áratugalangar rannsóknir á Richard Nixon og forsetatíð hans. W. er vel mönnuð, það eru velkunnir leikarar í flestum hlutverkum. Josh Brolin stendur sig ágætlega sem George W Bush en það eru þó óneitanlega tveir menn sem stela senunni. Það eru þeir James Cromwell sem faðirinn, George H W Bush og Scott Glenn sem Donald Rumsfeld. Þeir eiga báðir stórleik og ná persónunum sem þeir leika mjög vel.

Oliver Stone tekst ekki eins vel upp með þessa mynd og aðrar sem hann hefur gert. Hún er gerð á mjög skömmum tíma miðað við aðrar myndir og það sést á köflum að hún er gerð á fljótvirknislegan hátt. Sagan er vissulega áhugaverð en illa sögð.

Davíð Örn Jónsson.
kvikmyndir.com

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Batnandi Stone er best að lifa
Það er hundfúl tilhugsun að Oliver Stone, eitt sinn frábær og flugbeittur leikstjóri, skuli ekki hafa gert neitt af viti í bráðum 10 ár. Eftir að hafa gert tilraunir að einhverjum vælum á borð við Alexander og World Trade Center snýr hann sér loks aftur að bandarísku pólitíkinni, sem hann hefur hingað til verið þekktur fyrir að hrista duglega upp í. W. (dub-ya) er klárlega besta mynd leikstjórans síðan U-Turn (sú vanmetna steypa), þannig séð. Það segir auðvitað ekki neitt mikið og maður spyr sig hversu jákvætt það hljómar þegar að myndin er ekki einu sinni þess virði að mæla með.

W. fær plúsana sína fyrir það að vera höggþétt leikaramynd. Hver einasta frammistaða í þessari mynd er annaðhvort góð eða frábær. Fremstur meðal jafningja er vissulega Josh Brolin sem Bush yngri. Hann er kannski takmarkað líkur honum en hann nær kjarnanum betur en flestar kómískar eftirhermur. James Cromwell, Ellen Burstyn, Toby Jones og Jeffrey Wright eru hátt í gallalaus í hlutverkum sínum, en eftirminnilegust að mínu mati voru Richard Dreyfuss og Thandie Newton sem Cheney og Condoleezza Rice. Alveg hreint magnaðar og afar nákvæmar túlkanir. Mætti jafnvel halda að þessir leikarar væru andsettir af þeim.

Það er næstum því gild ástæða til þess að sjá þessa mynd við fyrsta tækifæri einungis útaf leikurunum, en ekki alveg. Innihaldslega séð er W. því miður ekki eins sterk og leikurinn, og helsta ástæðan er sú að myndin er hvorki beitt né grípandi. Senurnar með Bush, Cheney, Powell og co. eru mikið áhugaverðari heldur en senurnar sem að rekja yngri ár Bush. Hefði myndin einblínt meira á pólitísku hliðarnar og kjörtímabilið í stað þess að valhoppa svona á milli helstu atriða hefði margfalt eftirminnilegri mynd skilað sér yfir heildina. Einnig fannst mér Stone aldrei gefa aðalkarakter myndarinnar tíma til þess að virka sem mannlegur einstaklingur, þótt maður finni fyrir brotum af því. Frásögnin spólar svo hratt í gegnum yngri ár hans og fyllir í eyðurnar með sögulegri vitneskju sem áætlað er að þú vitir eitthvað þegar um.

Á hinn bóginn flæðir myndin vel og verður aldrei óáhugaverð. Myndin er auðvitað misgóð út alla lengdina en hún virkar sem nett forvitnilegt áhorf fyrir þá sem hafa áhuga á efninu, sama hvort þú styður Bush eða ekki (þótt það sé óneitanlega erfitt að túlka hann öðruvísi en afar gallaðan forseta).
Myndin virkar að takmörkuðu leyti, en maður kemst ekki hjá því að hugsa hversu miklu meira hefði verið hægt að gera með efniviðinn, enda hefur sjaldan verið eins kvikmyndavænn forseti og Bush. Ég get s.s. ekki mælt með myndinni í sjálfu sér, en leikararnir eru brill. Ég hvet akademíuna til að fleygja Óskari frænda í einhvern þeirra.

6/10

Núna langar mig að kíkja á Nixon aftur.

Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.04.2024

Pínu óþægilegt á OnlyFans

„Ég leik Kríu. Hún er dálítið svona persónuleiki sem er á Only Fans en finnst það pínu óþægilegt. Henni finnst svolítið erfitt að tilheyra þessari ákveðnu stétt vinnandi fólks,“ segir Edda Lovísa Björgvins...

11.04.2024

Mesta áskorunin að finna réttu Amy

Marisa Abela fer með hlutverk Amy Winehouse í kvikmyndinni Back to Black sem kemur í bíó á Íslandi á morgun, föstudaginn 12. apríl. Í samtali Morgunblaðsins við aðstandendur myndarinnar kemur fram að mesta ásko...

04.04.2024

Spennumyndafíkill frá unga aldri

Dev Patel aðalleikari, leikstjóri og einn handritshöfunda hasarmyndarinnar Monkey Man, sem kemur í bíó á morgun, föstudaginn 5. apríl, segist hafa verið spennumyndafíkill frá unga aldri. „Ég læddist niður og horf...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn