Gagnrýni eftir:
Electric Dreams
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var gerð á tíma þegar tölvur voru ennþá nýjar og leyndardómsfullar. Leikararnir eru lítið þekktir, Lenny von Dohlen leikur Miles sem er óskipulagður náungi sem ákveður að kaupa sér tölvu. Hann tengir tölvuna við alla rafræna hluti í íbúðinni sinni og stjórnar öllu miðlægt. Mjög trúlegt árið 1984. Smám saman verður tölvan gáfuð og sagan fer á ansi bilaðar slóðir. Það er samt magnað að hugsa til þess að 2001: A Space Odyssey var gerð 1968 með talandi tölvu, langt á undan sínum tíma. Í heildina er Electric Dreams ansi skemmtileg mynd með fullt af eðal nostalgíu fíling. Ég skildi samt aldrei hvernig tölvan gat hellt upp á kaffi án þess að Miles þyrfti að hella vatni eða setja kaffi í vélina. Oh well.
Idi i smotri
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Come and See er rússnesk stríðsmynd um atburði sem gerðust í Rússlandi í seinni heimstyrjöldinni. Það er ekkert skafið af hryllingnum og maður finnur strax að maður er ekki í Hollywoodlandi. Sagan fylgir ungum dreng sem er tekinn af heimili sínu og neyddur til að berjast í einskonar andspyrnuhreifingu gegn Þjóðverjum. Þetta er mynd sem er ekki auðvelt að horfa á en hún sýnir ekki hrylling bara hryllingsins vegna. Það er verið að reyna að koma skilaboðum til skila og sjá til þess að fortíðin gleymist ekki. Mynd sem maður gleymir ekki í bráð. War is hell.
BASEketball
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Trey Parker og Matt Stone eru snillingar. South Park eru brill og það er magnað að þeir ná að halda þeim ferskum enn þann dag í dag. Trey Parker er sá sem verið að leikstýra mestu af því sem þeir hafa gert, þ.e. 112 South Part þættir, South Park myndin, Orgazmo og Team America: World Police. Í þessari mynd eru þeir hinsvegar bara leikarar. Leikstjórinn er enginn annar en David “Airplane” Zucker.
Þessi mynd er mjög silly og mjög í anda Zucker. Parker og Stone finna upp leik sem er samsetning af hafnar- og körfubolta. Leikurinn er næstum eins og ASNI en það má trufla (psych out) með öllum hugsanlegum brögðum. Ef maður þolir svona silly myndir þá er þessi snilld. Stundum var ég samt alveg....þessi mynd er of stupid. Góð aþreyings samt.
Það var best þegar ríki gaurinn var með alvöru Kareem Abdul Jabbar í safninu sínu. Hann sat bara á stól...hí hí. “I see something I want, I get it”.
Revenge of the Nerds
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég kann þessa mynd næstum alveg utan af en ég verð aldrei þreyttur á henni. Ég er búinn að komast að þeirri niðurstöðu að Revenge of the Nerds er besta grínmynd sem gerð hefur verið. Ég elska þá alla, Booger, Gilbert, Louis, Poindexter, Wormser, Lamar, Takashi og svo auðvitað Ogre! Það er eitthvað guðdómlegt jafnvægi við þessa mynd sem er fullkomið. Hún er fyndin allan tímann en samt nær maður tengslum við persónurnar. John Goodman er frábær sem vondi þjálfarinn og Ted McGinley er svo leiðinlegur, á góðan hátt, sem Alpha Beta leiðtoginn að mann langar helst að kýla hann. Íþróttakeppnin í lokin er fullkomið climax með ropkeppninni, bjór-þríhjólakappinu og gay spjótkastinu. Svo er bara þessi 80´s sjarmi svo ómótstæðilegur. Horfið á þessa mynd árlega!
“Step aside momma, I wanna see some of that muff!”
Never Surrender
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er alveg með ólíkindum hvað þetta er vond mynd. Bardagarnir eru ótrúverðugir, leikararnir HRÆÐILEGA lélegir og sagan svo heimskuleg að ég held að ég hafi orðið fyrir varanlegum heilaskaða að horfa á hana. Ég horfði mikið á slagsmálamyndir sem unglingur, t.d. Best of The Best, Bloodsport og Enter The Dragon. Þessi mynd reynir að fara svipaðar slóðir í heimi MMA. Það er einhvað fáranlegt underground mót þar sem sigurvegarinn fær að sofa hjá kærustu þess sem tapar. Það enginn dómari og ég skil ekki hvernig þetta á að virka. Sjáið plakatið að neðan. Þessir menn eru meðal þeirra bestu í UFC og í raun eina ástæðan fyrir því að ég horfði á myndina (ég er pínu áðdáandi). Vandamálið er að þeir koma lítið sem ekkert fyrir í myndinni. Enginn af þeim er með stórt hlutverk og fæstir berjast í hringnum. Þeir berjast reyndar allir í einhverjum silly götubardögum en mér finnst það gefa algjörlega ranga mynd af þessari fallegu íþrótt. Svo var alveg pínlegt að heyra að þeir dubbuðu George St. Pierre af því að hann er með pínu franskan hreim. Illa gert gagnvart GSP. Sá sem leikur aðalhlutverkið í þessari mynd heitir Hector Echavarria. Hann er margfaldur kick-box meistari og virtur þjálfari en hörmulegur leikari og allt of gamall til að vera trúverðugur. Hann leikstýrir líka sem skýrir kannski leikaravalið. Ekki sjá þessa nema þið elskið GSP, Jackson, Silva, Penn og Herring út af lífinu. Myndin færi 1 stjörnu fyrir fyndnustu ástarsenur sem ég hef á ævinni séð, ha ha hlæ bara að hugsa um það :-)
The Mist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þokukennt horror drama The Mist er þriðja myndin í Stephen King þríleik Frank Darabont, á eftir The Shawshank Redemption og The Green Mile. Helsti munurinn á þessari og hinum er sá að The Mist er alvöru King hryllingur. Sagan myndi smellpassa inn í mynd eftir M. Night Shamalyan, þ.e. venjulegt fólk í yfirnáttúrulegum aðstæðum. Ólíkt The Fog þar sem það voru draugar í þokunni þá er ekki alveg ljóst hvað á nákvæmlega á seiði í mistrinu. Það er gefið í skyn að vísindamenn í leynilegum herbúðum hafi reynt að opna glugga í aðra vídd og afleiðingin var sú að víddirnar sameinuðust á einhvern hátt. Það er allt gott og blessað en það skiptir engu mál. Við erum með troðfulla matvöruverslun af skíthræddu fólki, einhver dularfull skrímsli fyrir utan og spurningin verður því hvað gerir fólkið í þeirri von að lifa af.
Það magnaða við þessa mynd er að þetta er skrímslamynd en það ógnvægilegasta er fólkið sjálft. Sjokk eftir sjokk keyrir fólkið út og gerir það sturlað. Marcia Gay Harden leikur Mrs. Carmody sem er geðveik ofsatrúamanneskja sem predikar fyrir fólkinu að þetta sé dómsdagur og að Guð sé að refsa þeim. Smám saman umturnast hópurinn og allt fer úr böndunum. Harden er stórkostleg í þessu hlutverki og hefði átt að fá tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir vikið. Hún minnti mig mest á Kathy Bates í Misery. Aðalhlutverkið er þó í höndum Thomas Jane. Hann sýnir að hann getur orðið stórstjarna, frábær leikari. Hann er ekki of macho, þ.e. nógu venjulegur til að maður trúi á persónunar en samt klassísk hetja á sama tíma.
Skrímslin sjást að mestu leiti mjög lítið. Það hjálpar í raun að láta ímyndunaraflið fylla upp í eyðurnar og það eykur óttann. Maður er hræddari við það sem maður sér ekki heldur það sem er beint fyrir framan mann. Tölvugrafíkin er ekki alltaf 100% en sleppur. Hönnunin bætir upp fyrir það, t.d. risakóngulærnar með andlitið og klórandi armarnir. Endirinn í þessari mynd er einn sá ROSALEGASTI sem ég hef á ævinni séð. Maður þarf að leita í Requiem For a Dream eða eitthvað álíka til að finna eitthvað sem nálgast. Ég labbaði út stjarfur þegar ég sá hana í bíó á sínum tíma og nú þegar ég horfði á hana aftur var það sama sagan. Mér fannst hún jafn áhrifamikil í annað skiptið og það er eitthvað sem ég átti ekki von á.
Þessi mynd er ein besta hryllingsmynd allra tíma, ein besta mynd síðustu ára og mjög ofarlega á lista hjá mér yfir mínar uppáhalds myndir! Ef þið hafið einhvern áhuga á hrollvekjum, áhrifaríkum myndum um fólk eða einfaldlega góðum myndum, VERÐIÐ þið að sjá The Mist!!
"Sure, as long as the machines are working and you can dial 911. But you take those things away, you throw people in the dark, you scare the shit out of them - no more rules."
Stjörnur: 5 af 5
Romancing the Stone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef séð þessa mynd hátt í tíu sinnum og hún verður aldrei þreytt. Í mínum huga er hún í flokki með myndum á borð við Raiders of the Lost Arc og Goonies sem hin fullkomna 80´ævintýramynd. Katleen Turner er frábær leikkona og hefur sjaldan verið betri en einmitt hér. hún fær þvílíkt að njóta sín sem rómantíski skáldsagnahöfundurinn sem hefur aldrei stigið út fyrir borgarmörkin. Michael Douglas skemmtir sér greinilega vel sem einhverskonar Crockodile Indy. Efnablandan á milli þeirra er frábær enda gerðu þau War of the Roses nokkrum árum síðar. Danny DeVito er aðeins of silly í þessari mynd fyrir minn smekk og stundum er væmnin aðeins of mikil. Það var auðvitað gert framhald, þ.e. The Jewel of the Nile en hún var ekki næstum því jafn góð. Annars er þetta æðisleg mynd í alla staða sem væntanlega allir hafa séð. Mér finnst hún eldast vel, nostalgíuþáttur er á háu stigi, ég mæli með að þið grafið hana upp ef það er langt síðan þið sáuð hana.
"What did you do, wake up this morning and say, Today, I'm going to ruin a man's life?"
Terminator 3: Rise of the Machines
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eins og aðrir vonaði ég það besta með Termintor 3 en reyndist í raun bara þunn endurgerð af T2. Arnold snéri aftur sem góður gaur og vondi kallinn var flott gella sem var bæði liquid metal og endo skeleton. Nýr leikstjóri Jonathan Mostow tók við, Nick Stahl varð John Connor og Claire Danes kom inn sem Kate Brewster. Eins og hinar tvær var myndin einn eltingaleikur sem endaði með tilraun til að breyta framíðinni. Myndin var áhorfanleg en ekki bóla á pung Cameron myndanna. Endirinn fannst mér bestu þar sem dómsdagur varð loks að veruleika. Ætli besta kvótið sé ekki “She'll be back”.
The Terminator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Terminator var ekta 80´ spennumynd. Hún virkaði á yfirborðinu týpísk byssumynd en sagan og persónurnar voru svo vel gerðar að myndin var fljótlega viðurkennd sem meistaraverk. Arnold “I´ll be back” Schwarzenegger var óþekktur þegar hann tók að sér hlutverkið, þ.e. fyrir utan að vera kraftakarl. Linda Hamilton, sem seinna varð betur þekkt í Beauty and the Beast, leikur týpíska 80´ konu sem fær Tortímanda (T-800) í heimsókn. Bestur er að mínu mati Michael Biehn sem Kyle Reese, faðir John Connor sem er í öllum hinum myndunum. Ég fæ enn gæsahúð við að heyra: “Listen, and understand. That terminator is out there. It can't be bargained with. It can't be reasoned with. It doesn't feel pity, or remorse, or fear. And it absolutely will not stop, EVER, until you are dead!”
Terminator 2: Judgment Day
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Terminator 2 gerði hið ómöglega, hún toppaði þá fyrstu á öllum vígstöðum og er hin fullkomna 90´ hasarmynd. Ég held reyndar meira upp á fyrstu en það er ekki hægt að elska T2. Aðalmálið var auðvitð Robert Patrick sem uppfærð útgáfa af tortímanda, T-1000. Fljótandi málmurinn er ennþá geðveikur í dag sem er magnað. Hamilton buffaði sig upp og varð harðjaxl og Arnold var látinn vera góði gæinn. Edward Furlong var pínu steiktur sem John Connor og You Could Be Mine með Guns´N Roses eldir myndina aðeins. Annars er hún non stop rússíbani og virkar ennþá sama hversu oft maður hefur séð hana. Frægast kvótið var auðvitað “Hasta la vista, baby” en það er orðið svolítð þreytt verð ég að segja.
The Incredible Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Af því að fólk var ekki alveg nógu sátt við Hulk mynd Ang Lee var ákveðið að byrja upp á nýtt með nýju fólki og breyttri stefnu. Eins og síðast eru gæðaleikarar í helstu hlutverkum. Edward Norton er orðinn Bruce Banner og passar eiginlega betur í karaketerinn en Eric Bana að mínu mati. Liv Tyler er orðin Betty Ross. Ég er ekki mikill aðdáandi hennar, hún kemst ekki nálægt Jenniferi Connelly! Þessar risa varir frá Steven Tyler eru eins og eins og hún sé alltaf að borða skinku samloku eða eitthvað. Anywho, Tim Roth kemur sterkur inn sem illmennið sem breytist í The Abomination. Upprunanum er breytt úr blöðunum en skiptir ekki öllu. Mér fannst hann mjög vel heppnaður og frábær andstæðingur fyrir græna dúddann. William Hurt er Thunderbolt Ross og skilar því ágætlega af sér.
Það er meiri hasar í þessari mynd en þeirri fyrstu og það er lítið um fancy stíl á borð við ramma og skiptan skjá. Mér fannst allt CGI mjög flott og sannfærandi. Einn helsti veikleiki fyrstu myndarinnar var að það vantaði almennilegan óvin. Svipað vandamál og í Iron Man til dæmis. Það er lagað hér með The Abomination og meira segja lagður grunnur að The Leader fyrir næstu mynd fyrir þá sem þekkja til. Það er stefnan hjá Marvel á láta áhorfendur upplifa þessar myndir sem hluta af sama heim og í þessari mynd er t.d. S.H.I.E.L.D. og Tony Stark lætur sjá sig. Mér finnst þetta vera frábær þróun og býður upp á crossovers eins og í blöðunum, svo ekki sé minnst á Avengers!
Þessi mynd er mjög skemmtileg. Hún er góð hasarmynd fyrir þá sem vilja það en er samt trú blöðunum á mörgu leiti. Þetta er önnur útgáfa af Hulk. Maður fær að sjá hann meira í æðiskasti en áður og það er kannski það sem fólk horfir á þessar myndir vill sjá. Það er ekki búið að ákveða framhald en ég mun bíða spenntur þangað til. Vonandi fáum við Leader mynd með bleiku gervimönnunum eða kannski Avengers mynd með Captain America á móti t.d. The Red Skull eða eitthvað slíkt. Annars er verið að gera Iron Man 2. Thor og Spider-Man 4 eru líka í bígerð svo eitthvað sé nefnt. Jæja, gott í bili.
Hulk
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hulk var á RÚV í gær, býst við að flestir með einhvern áhuga séu búnir að sjá hana. Ég man þegar ég sá hana í bíó með systur minni og bróður, hún fór vel fram úr væntingum þá en hefur afstaða mín breyst þar sem það er komin önnur útgáfa af Hulk mynd? Í rauninni ekki. Ég er hættur að bera þessar myndir saman. Í mínum huga eru þær báðar góðar útgáfur af Hulk mynd sem geta báðar verið frábærar á sinn hátt. Í comic heiminum eru ótal útgáfur af hetjum og alltaf nýjir skrifara og teiknarar að spreyta sig á þeim. Það sama er að gerast með þessar myndir og það er bara hið besta mál.
Myndin var gagnrýnd talsvert fyrir ofnotkuna á skiptum skjá og römmum. Mér fannst þetta alltaf flott og finnst ennþá. Þetta er bókstaflega eins og lifandi comic og þar er pínu kúl fyrir gamlan comic nördara. Það er frábært samansafn leikara í þessari mynd eins og flestum Marvel myndum. Ég elska Nick Nolte og fannst hann frábær í hlutverki föður Bruce Banner (Hulk). Nolte er líka einn af fáum kvikmyndastjörnum sem ég hef séð í eigin persónu og það skemmir ekki. Eric Bana skilar sínu hlutverki vel frá sér, hann er kannski ekki eins puny og í blöðunum (Ed Norton var nærri lagi) en það skiptir ekki máli. Jennifer Connelly er alltaf janf sæt og hún er líka alvöru leikona. Sam Elliot er líka frábær sem Thunderbolt Ross. Mér finnst hann betri en William Hurt í nýju útgáfunni.
Myndin er nokkuð kaflaskipt. Það er reynt að grafa upp fortíð Banner og útskýra uppruna Hulk. Talandi um uppruna. Í blöðunum lenti hann í gamma sprengingu en í þessari gerði pabbi hans tilraunir á sjálfum sér og flutti gamma geisla yfir í son sinn (super sperm). Það eru nokkur góð hasar atriði, sérstaklega í eyðimörkinni. Mér fannst hulk hundarnir ekki alveg nógu góðir og endirinn með pabba hans hefði mátt vera aðeins öflugri. Annars fannst mér Hulk sjálfur vel gerður og myndin almennt eðal skemmtun.
"Stop your bawling, you weak little speck of human trash."
Futurama: The Beast with a Billion Backs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég elska þættina en af einhverjum ástæðum var ég ekki nógu hrifinn af Bender´s Big Score. Væntingar voru því í lágmarki fyrir þessa. Í þessari mynd er svo old school sci fi vandamál að herja liðið. Það er rifa í geimnum í þeirri rifu er risavaxið skrímsli. Sagan minnti mig á 2001 og klassískar skrímslamyndir í anda Ray Harryhausen. Mér fannst þessi mynd betri en sú síðasta. Ég hló meira og mér sagan greip mig. Ég er almennt veikur fyrir sögum af þessari sort, þ.e. hreinræktuðum sci fi sögum. Auðvitað voru öll önnur element til staðar, Bender í rugli, Zoidberg í steik og Prófessorinn í svartsýniskasti. Fry eignast kærustu sem vill eiga marga kærasta, mér fannst það ágæt hliðarsaga en svo sem ekki frábær. Þegar skrímslið lætur til skara skríða þá spilast það öðru vísi en ég bjóst við, mjög fersk nálgun. Futurama aðdáendur munu væntanlega sjá allar þessar myndir hvort sem er annars mæli ég með þessari fyrir alla sci fi aðdáendur.
"Welcome. I am the pickled head of Stephen Hawking on a way cool rocket."
Walk Hard: The Dewey Cox Story
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta plakat er Jim Morrison grín en myndin er öll Johnny Cash. Reyndar má segja að hún sé meira að gera grín að myndinni Walk The Line heldur en Cash sjálfum. Myndin er bókstaflega með sama söguþráð en sú mynd. Ég var með litlar væntingar en hún er miklu betri og fyndnari en ég bjóst við. John C. Reilly er mjög fyndinn náungi, það er enginn betri í að vera misheppnaður kúlisti en hann. Það þekkja kannski fáir leikstjórann Jake Kasdan en hann leikstýrði 5 Freaks and Geeks þáttum og snilldar mynd sem heitir Zero Effect. Note to self - þarf að sjá hana aftur. Til að krydda blönduna þá skrifar Judd Apatow handritið með Kasdan og með framleiðir. Í pínu eðal aukahlutverkum eru svo Jonah Hill, Paul Rudd og Justin Long.
Þessi mynd er eðal afþreying á virkum degi. Það eru þónokkrir öruggir hlátrar en kannski ekki þannig að maður veltist um. Húmorinn er mjög silly, Reilly t.d. leikur sjálfan sig 14 ára og sjötugan án þessa að breyta neinu nema hárinu. Horfið á trailerinn, ef þið hlæjið, sjáið myndina.
"The wrong kid died, the wrong kid died... "
Team America: World Police
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Trey Parker og Matt Stone eru eins og allir vita snillingarnir á bakvið South Park þættina. Þó að Team America nái ekki alveg sömu hæðum og t.d. South Park myndin þá er hún mjög fyndin og hittir beint í mark. Þeir ákváðu að gera þessa mynd sem nokkuð frumstæða strengjabrúðumynd og reyna ekkert að keppa við tölvuteiknimyndir eða stop motion animation. Þeir fengu hugmyndina eftir að hafa séð Thunderbirds þættina í sjónvarpinu. Annars er þetta alls ekki barnamynd. Ég efast um að krakkar myndu skilja mikið í henni. Þetta er ádeila á Bandaríkin með tilliti til þjóðernishyggju, heimsku og hryðjuverka.
Húmorinn er mjög silly en stundum hárbeittur. Stone og Parker tala sjálfir fyrir flestar persónurnar en Samule L. Jackson talar fyrir eina persónu, þ.e. Fred Tatasciore. Það er gert mikið grín af leikurum, sérstaklega Matt Damon. Hann getur bara sagt “Matt Damon” hí hí. Svo er t.d. Kim Jong II frá Kóreu sýndur í skemmtilegu ljósi. Það eru brilliant atriði í þessari mynd eins og þegar þeir sprengdu heimili Baldwin bræðra og dúkkukynlífið. Þessi mynd er ein besta grínmynd síðari ára, ekki láta dúkku elementið stoppa ykkur. Sjáið hana! America FUCK YEAH!
Friday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi var blast from the past. Friday er eðal 90´ grínmynd sem hefur elst bara nokkuð vel. Plottið er reyndar þynnra en elstu boxer nærjurnar mínar en það er ekki aðalmálið. Myndin fylgir Ice Cube og Chris Tucker eftir einn föstudag þar sem þeir hafa ekkert að gera. Þeir sitja meira og minna út og palli og tala við fólk sem kemur við. Það er eiginlega allur söguþráðurinn. Myndin er samt mjög fyndin. Tucker lætur alla sína takta vaða. Stundum finnst mér hann pirrandi (The Fifth Element) en hér er bara old school góður. Ice Cube er bara la la leikari en þarf svo sem ekki að gera mikið í þessari mynd. Inn á milli eru frábærir aukaleikarar eins og Bernie Mac og John Witherspoon sem leikur pabba Cube.
Tónlistin er full af klassík frá Funkdoobiest, Dr. Dre, Cypress Hill og Tha Alkaholiks svo eitthvað sé nefnt. Ice Cube er samt í raun kominn yfir hápunkt tónlistarferilsins, búinn með NWA og sóló plötur eins og Amerikkka´s Most Wanted og Death Certificate.
Það er gaman að sjá “hood” myndir frá þessum tíma sem eru ekki drama. Mér leið eins og ég væri að heimsækja gamlan vin þegar ég horfði á þessa. Ef þið þekkið hann, kíkið í heimsókn ;-)
"Puff puff, give. Puff puff, give. You fuckin' up the rotation."
Punisher: War Zone
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það eru fáir karakterar í Marvel sem eru jafn svalir og eiga jafn mikið af vönduðum sögum og Punisher. Samt hafa myndirnar allar verið þunn Hollywood ræpa með hnetum og ómeltum rúsínum. Thomas Jane var eiginlega það eina góða við síðustu útgáfu en mér leist vel á að fá Ray Stevenson í hlutverkið (Pullo úr Rome). Hann allavega leit út eins og Punisher og ég veit að hann getur leikið. Væntingarnar fóru aðeins upp með nokkuð góðum trailer en fóru aftur niður þegar ég sá að Garth Ennis kom ekki nálægt skrifum. Ég vonaði samt innilega að í þetta skiptið myndum við fá alvöru Punisher, þ.e. hardcore nagla sem er ekki gangandi klysja. Mean mofo sem drepur glæpóna í köldu blóði með frumlegum og óþarflega illkvittnum aðferðum. Rambo í borg, Dirty Harry í anda og Terminator í framkvæmd. ÞVÍ MIÐUR varð mér ekki að ósk minni :-(
Ég ætlaði ekki að trúa vitleysunni sem valt upp úr persónum í þessari mynd. Þetta var ein klysja út í gegn. Það voru nokkur action atriði sem voru ok en oftast minnti þetta mig meira á Batman & Robin en The Dark Knight. Stevenson var með sama fýlu svipinn allan tímann og reyndi að vera the strong silent type. Ég vill bara benda á Blade sem dæmi um töffara sem getur brosað og samt verið eitursvalur, sérstaklega í Blade 2. Ahhh....Blade 2 ég held ég horfi á hana bráðum og gleymi þessari.
"Billy's dead. Call Me Jigsaw."
The Untouchables
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mr. Untouchable er heimildamynd sem fjallar um Leroy “Nicky” Barnes, einn rosalegasta eiturlyfja gangster sem uppi hefur verið. Hann stjórnaði heróínflæði í New York á áttunda áratugnum og var kallaður Svarti guðfaðirinn. Í myndinni eru tekin viðtöl við þá sem voru nánir Barnes á sínum tíma, þ.e. þeir sem eru eftir. Það er líka talað talsvert við sjálfan Barnes en andlitið aldrei sýnt af einhverjum ástæðum. Það er gaman að heyra sögurnar um sukkið og lifnaðarháttinn en auðvitað endaði þetta eins og allar sögur af þessari sort. Það óvenjulega er kannski að Barnes kjatfaði frá öllu þegar hann var handtekinn og gerðist “snitch”. American Gangster eftir Ridley Scott byggðist á Nicky Barnes, þó ekki eingöngu. Ég á reyndar enn eftir að sjá hana (note to self).
Þetta er skemmtileg mynd. Það var pínu bögg að það var ekki texti á disknum þar sem þessir kallar eru sumir ansi þvoglumæltir. Annars var það ekki svo slæmt. Tékkið á henni ef þið hafið áhuga á glæpónum og gangster myndum.
Airplane!
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Kentucky Fried Movie var (held ég) fyrsta af þessum últra silly grínmyndum sem eiginlega byltu gerð grínmynda á 8. áratugnum. Flestir á mínum aldri hafa séð allar Naked Gun og Hots Shots myndirnar. Fyrir utan gengið á bakvið þessar myndir voru þó ekki margir stórir. Mel Brooks er klárlega sá stærsti með Spaceballs, Men in Tights, Blazing Saddles og margar fleiri silly grínmyndir. Ég get ekki horft á þessa bylgju af myndum eins og Scary Movie og Disaster Movie. Þær eru rusl Það voru og eru auk þess margar silly myndir með leikurum á borð við Chevy Chase, Steve Martin, Martin Short og Jim Carrey á seinni tímum.. Það er hinsvegar örugglega engin meira silly og fyndnari en big daddy AIRPLANE!
Ég var ekki búinn að sjá hana í mörg ár og það kom mér á óvart hvað myndin er fyndin enn þann dag í dag. Ég hló með reglulegu millibili alla myndina í gegn. Mér fannst ógeðslega fyndin þegar svörtu farþegarnir voru að tala jive ensku og þurftu texta til að skiljast. Flugmennirnir voru líka góðir, þeir lentu alltaf í smá misskilningi af því að þeir hétu Roger og Over. Kareem Abdul Jabbar er einmitt Roger. Svo má ekki gleyma uppblásanlega auto pilot gaurnum. Leslie Nielsen er líka á svæðinu, pre Frank Drebin og Lloyd Bridges sem var brilliant í Hot Shots. Það eru endalausar tilvitnar í þessari mynd, sú frægasta er klárlega “Surely you can´t be serious”, “I am serious, and don´t call me Shirly”. Kíkið á þessa aftur ef þið hafið ekki séð hana lengi. Hún er bara snilld.
“Joey, have you ever been in a... in a Turkish prison?”
Crossfire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Crossfire er ein af þessum eðal whodunnit noir myndum sem maður er alltaf á leiðinni að sjá. Af einhverjum ástæðum þarf ég að pína mig til að setjast niður og horfa á þessar gömlu myndir. Samt hef ég yfirleitt mjög gaman af þeim þegar ég er byrjaður. Kannast einhver við þann vanda? Allavega, mér fannst mjög gaman að sjá Robert Mitchum svona ungan, hann var þrítugur þegar hann gerði þessa mynd. Myndin fjallar um dularfullt morð eftir drykkjukvöld hermanna sem lögreglar reynir að leysa. Grunur beinist að einum sem finnst ekki en það kemur í ljós að það eru ekki allir að segja satt um atburði kvöldsins. Myndin tekur á mikilvægu málefni, þ.e. hate crimes eða hatursglæpi kannski. Svona stuttu eftir stríðið hefur gyðingahatur auðvitað verið heitt málefni. Gott að þeir dagar eru að baki...uhh :-S Anywho, frábær noir mynd, mæli með henni.
Rest Stop
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það mætti kannski þýða þessa mynd Pissustoppið. Hvað sem þú gerir ekki pissa hérna! Svona gæti auglýsingin hljómað. Það er reyndar rétt, þetta er sorp mynd. EKKI PISSA HÉRNA!
Eden Lake
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég held að ég fari ekkert í frí á næstunni. Það virðist alltaf enda með einhverjum ósköpum, allavega í þeim bíómyndum sem ég horfi á. Kannski ætti ég að skipta yfir í Disney myndir eða eitthvað. Allavega! Eden Lake er bresk hryllingsmynd í topp klassa. Ungt par ákveður að finna draumastað við vatn til að njóta veðurblíðunnar og svoleiðis. Hópur af unglingum truflar þau og ja...let´s just say ekkert vera að bögga nútíma unglinga. Hlutirnir fara fljótlega úr böndunum og blóðið fer að streyma. Þessi mynd er hröð og brútal þegar hún kemst í gírinn. Maður fær að kynnst helstu persónum vel, en þær eru misjafnlega trúverðugar. Það er tenging við raunveruleikann í þessari mynd sem gerir hana mjög áhrifaríka. Endirinn er auk þess æðislegur. Mæli með þessari fyrir blóðhunda, þið vitið hver þið eruð.
"Follow the blood!"
American Dreamz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var mun betri en ég bjóst við. Hún er einskonar ádeila á bandarískt þjóðfélag og gerir misskunnarlaust grín af forsetanum og hinum stjórnandanum, þ.e. American Idol. Í þessari mynd er þáttur sem heitir American Dreamz sem er í raun Idol. Hugh Grant leikur gaur sem minnir ansi mikið á Ryan Seacrest. Eini munurinn er að það eru ekki dómarar, Grant ræður öllu. Persóna hans er siðblind og alveg skítsama um allt og alla. Við kynnumst nokkrum lykil keppendum og sjáum hvernig plat ímynd þeirra er mótuð til að heilla áhorfendur. Dennis Quaid leikur forsetann sem er bara W. Bush. Hann nær honum ansi vel en þó langt frá Josh Brolin í W. Marcia Gay Harden er “Laura Bush”, hún er alveg eins. Bestur er samt Willem Dafoe sem “Dick Chaney”, hann er mjög fyndinn og skemmtir sér greinilega vel.
Plottið er frekar þunnt. Til að auka við vinsældir sínar ákveður forsetinn að gerast gestadómari í American Dreamz og auðvitað gengur ekki allt upp eins og stefnt var að. Það er ekki oft sem Kanar gera grín af hryðjuverkum og tilraun til að drepa forseta en það var á dagskrá í þessari mynd. American Dreamz er ansi sniðug og fyndin. Mér fannst Hugh Grant mjög góður, hann leynir stundum á sér. Góð afþreying, mæli með henni fram yfir 90% af draslinu á Skjá einum og RÚV.
“I think I'm Omar-sexual.”
A Tale of Two Sisters
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er búinn að hafa augastað á þessari mynd lengi, reyndar síðan hún kom út. Þar sem Kanarnir eru búnir að endurgera hana (The Uninvited) þá fannst mér tími til kominn að slökkva ljósin, grafa mig undir teppi og láta Kóreubúana hræða úr mér líftóruna. Ég vissi ekkert um söguþráðinn sem var eiginlega mjög gott og ég mæli með því að forðast allar upplýsingar ef þið ætlið að horfa á hana. Ég mun allavega ekki skemma.
Þessi mynd spinnur þéttan vef á jöfnum hraða. Það er ekki mikið um bregður og ódýr brögð til að hræða áhorfandann. Persónur eru vandlega þróaðar og maður fær tækifæri til að reyna að leysa gátuna, mér reyndar tókst það ekki. Sagan er grípandi og allir leikarar standa sig vel, sérstaklega Jung-ah Yum sem stjúpmóðirin. Síðasti hluti myndarinnar gerði gjörsamlega út af við mig. Þetta er ein magnaðasta asíska mynd sem ég hef séð. Ekki horfa á endurgerðina, leggið á ykkur að finna þessa, það er VEL þess virði.
“As much as you hate it, I'm the only one in this world you can call mother, got it?”
Phenomena
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Um daginn fjallaði ég um Suspiria, nú er það önnur mynd eftir ítalska meistarann Dario Argento, PHENOMENA, með hinni mjög svo sætu Jennifer Connelly. Ég vissi ekki mikið um þessa mynd en hún fór fram úr mínum björtustu væntingum. Það er kannski ekki vinsæl skoðun en mér fannst hún skemmtilegri en Suspiria. Eins og í þeirri mynd þá fjallar hún um unga bandaríska stelpu sem fer í skóla fyrir stúlkur erlendis, að þessu sinni í Sviss. Fyrirbærið sem myndin vísar í er yfirnáttúrulegur hæfileiki Corvino (Connelly) til að hafa áhrif á og stjórna skordýrum. Líkt og í Suspiria þá eru framin nokkur hrottaleg morð af morðingja með svarta hanska (trademark hjá Argento). Corvino ákveður að rannsaka málið með hjálp skordýra fræðimanns og spennan magnast.
Myndin er ólík Suspira að öðru leiti en nefnt var að ofan. Hún er útfærð á allt annan hátt hvað stíl varðar en er þó mjög stíliseruð (ef svo má segja). Argento er leikstjóri sem tekur ekki bara upp senur, hann leikstýrir með tilþrifum og maður sogast inn í magnaða myndatöku og sérstaka notkun hljóða og tónlistar. Connelly er bara 15 ára á þessum tíma en stendur sig mjög vel, náttúru talent. Þetta er hryllingsmynd og það eru brútal atriði inn á milli. Skordýrafyrirbærið bætir annarri vídd við sem heppnast mjög vel. Það verður aldrei hallærislegt enda ekki notað of mikið. Í lokin tekst Argento að byggja upp raunverulega spennu og morðinginn er ekki endilega sá sem maður býst við.
Þetta er 80´ mynd sem hefur elst vel. Tónlistin er í bland score eftir Goblin og Boswell sem minnir á Morricone og tónlist á borð við Iron Maiden. Áhugaverð blanda. Mér fannst þessi mynd stórkostleg, algjör gimsteinn. Grafið hana upp ef þið getið!
"It´s perfectly normal for insects to be slightly telepathic."
Texas Chainsaw Massacre: The Beginning
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir ég veit ekki hvað mörg framhöld af TCM seríunni fannst mér skárra að gert yrði prequel um uppruna Leatherface of heilbrigðu fjölskyldu hans. Til þess að horror seríur geti tórað í langan tíma og mörgum framhöldum þarf að halda áfram sögunni á einhvern hátt og gefa manni eitthvað nýtt. Mér fannst það heppnast ágætlega t.d. í Saw og Nightmare on Elm Street framhöldum. TCM serían hefur hinsvegar verið sífelld endurtekning á fyrstu myndinni sem er klassískt meistaraverk. Ég hélt kannski að þessi yrði öðruvísi en því miður er svo ekki. Þessi er jafn steingeld og öll framhöldin sem komið hafa, reyndar miklu verri. Mér fannst endurgerðin sem kom fyrir nokkrum árum vera þokkaleg og vel áhorfanleg. Þessi var svo slæm að ég var stöðugt að bíða eftir loka credits.
Myndin byrjar á einhverri óljósri baksögu sem bætir engu við. Leatherface er þroskaheftur og settur í einhverja vinnu. Hann snappar svo og drepur mann og annan. Þegar þessum stutta kafla er lokið er skipt á ...getið nú hvað, hóp af unglingum í ferðalagi á bíl sem lendir auðvitað í fjölskyldunni hræðilegu eins og í öllum hinum myndunum. Ég er orðinn hundleiður á þessari formúlu svo ekki sé meira sagt. Ég mæli með Frontier(s) fyrir áhugasama. Látið þessa eiga sig.
“Tell me something, Do you fuck all of your cousins or just the ones you find attractive?”
Yes Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá er Jón Karrý mættur á svæðið aftur í grínhlutverkið. Hann fór út í smá tilraunamennsku á tímabili með misjöfnum árangri. Það voru góðar myndir eins Eternal Sunshine of the Spotless Mind og The Majestic Svo voru slæmar eins og Thirteen og A Series of Unfortunate Events. Hann gerði auðvitað hina la la Bruce Almighty og hina nokkuð góða Fun With Dick and Jane. Hvorugar náðu þó að snerta eðal grínmyndir eins og Ace Ventura, Dumb and Dumber og Me Myself and Irene. Carrey hefur alltaf verið súpertalent með stórutánna í meðalmennskunni. Myndir á borð við The Mask og Liar Liar voru ekkert án hans og það sama má segja um Yes Man.
Í myndinni leikur Carrey mann sem hefur látið neikvæðni eyðileggja líf sitt. Hann ákveður að snúa blaðinu við og svara aldrei nei aftur, alltaf JÁ við öllum beiðnum. Eðilega breytir þetta lífi hans og sumt af því er mjög fyrirsjáanlegt. Handritið er ekki mjög djúpt en brandararnir eru fyndnir og Carrey fær tækifæri til að sýna goofy hliðina á sér sem er auðvitað það sem við viljum frá honum. Þessi mynd er skemmtileg en alls ekki eftirminnileg. Það eru nokkrir dagar síðan ég sá hana og ég er næstum búinn að gleyma henni. Ég man samt að hún var fyndin. Carrey hefur það ennþá en hann vantar gott handrit og menn með húmor eins og Farelli bræður eða jafnvel Coen bræður. Vonandi á hann eitt meistarastykki inni.
"Yes, I would like to learn Korean."
Coraline
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mynd eftir sögu Neil Gaiman í digital 3D stop motion animation eftir leikstjóra The Nightmare Before Christmas. Þarf að segja eitthvað meira? Hér kemur meira. Coraline er æðisleg mynd. Sagan er áhugaverð og heillandi, persónur eru lifandi og skemmtilegar og Tim Burton fýlingurinn sogar mann inn. Var ég búinn að minnast á Neil Gaiman? Ég elska Sandman. Ég elti Gaiman uppi í Danmörku fyrir mörgum árum og fékk eiginhandaráritun á Sandman trade, pínu nördalegt en mér er alveg sama. Hann hélt að ég væri Dani, skrifaði "dröm söt" og teiknaði Morpheus! Geðveikt kúl!
Þessi mynd er bæði lík og ólík Nightmare. Þetta er ekki söngleikur en myndin er fantasía í stop motion með geggjuðum persónuleikum. Coraline Jones er alveg jafn góð og Jack The Pumpkin King (stór orð) og ég held að ég neyðist til að kaupa þessa mynd á dvd við tækifæri. Þetta er ekki barnamynd þó hún sé sýnd með íslensku tali kl. 3 og 5. Hún er drungaleg á köflum og getur hrætt þau yngstu. Það voru krakkar í bíó í gær sem mig langaði að setja á bakvið töfraspegil með þykkan lopasokk í kjaftinum og tölur í augunum. Í guðanna skiljið krakkana eftir heima og sjáið þessa mynd með ensku tali. Coraline er instant classic!
Eden Log
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ömurleg. Ég nenni varla að skrifa um hana hún er svo ömurleg. Mér fannst plakatið vera spennandi og trailerinn áhugaverður en díses hvað hún er léleg. Myndin fjallar um mann sem vaknar í einhverju neðanjarðarbyggingu með minnisleysi. Hann vafrar um það sem virðist vera eitthvað framtíðarumhverfi með dularfullum verum og framandi tækni. Það gerist bókstaflega ekkert annað alla myndina. Það er dimmt svo maður sér ekki neitt. Það litla sem er talað er óskiljanlegt og ekkert er útskýrt. Ég var næstum búinn að slökkva en hélt í vonina að þetta yrði eitthvað betra í lokin, það voru mistök.
Boy Eats Girl
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er lítil og ódýr írsk mynd sem er pínu silly. Myndin fjallar um strák sem er skotinn í stelpu sem deyr en er endurlífgaður af móður sinni með einhverjum voodoo aðferðum. Hún las hinsvegar ekki smáa letrið og stráksi vaknar til lífsins sem einhverskonar hugsandi og talandi zombie. Það er augljóslega verið að reyna að gera aðra Shaun of the Dead en það heppnast ekki alveg. Myndin er ágætlega fyndin og sniðug á köflum en samt langt frá því að vera góð. Það er mikill áhugamannabragur yfir öllum leik eins og oft er í unglinga grínmyndum. Það pirraði mig pínu að "strákurinn" reynir aldrei að borða "stelpuna". Ég hélt að myndin ætti að ganga út á það. Það eru steríótýpur í öllum hornum, plottið er þunnt og brandarar of fáir. Þetta er ágæt og stutt afþreying (80 mín) en kemst ekki nálægt t.d. Dance of the Dead.
"You're supposed to make friends at school, not eat them."
The Godfather: Part III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þriðja Godfather myndin er mun betri mynd en flestir muna eftir. Eftir tvö meistaraverk kom talsvert á óvart að Coppola skyldi gera þriðju myndina eftir 16 ára hlé. Augljósi kosturinn er sá að Al Pacino og fleiri leikarar voru nú orðnir hæfilega gamlir til að leika næsta í kafla. Myndin fékk dræmar viðtökur og gekk frekar illa í miðasölu. Hún var samt tilnefnd til 7 óskarsverðlaun en fékk þó engin.
Hvers vegna dræmar viðtökur? Það kann að vera að fólk hafi búist við meira af hinu sama, þ.e. hreinræktaða mafíumynd. Það sem það fékk í staðinn var pólitísk valdabarátta þar sem Vatíkanið spilaði stórt hlutverk og allt snérist um viðskiptasamninga. Það er samt líka fullt af mafíudóti t.d. með Joe Zasa og Don Altobello. Sagan er talsvert flókin á köflum og það getur hafa virkað neikvætt á fólk sem ekki náði samhengi hlutanna. Svo er Tom Hagen hvergi sjáanlegur í þessari mynd og ég tók ekki eftir að það væri útskýrt. Mér skilst að Robert Duvall hafi viljað of mikla peninga fyrir hlutverkið og því verið skrifaður úr handritinu. Það mætti samt búa til útskýringu að hann hefði dáið eða eitthvað. Sonur hans er á svæðinu en hann gerir lítið til að fylla upp í þetta gat. Andy Garcia og Sofia Coppola ná ekki sömu hæðum í leik og Pacino, DeNiro og Keaton gerðu í fyrri myndum. Það er líka hluti af ástæðunni.
Þessi mynd er mjög vönduð og handritið er þétt. Að mörgu leiti er þetta rökrétt framhald þar sem Michael vildi alltaf lögleiða rekstur fjölskyldunnar og verða betri maður. Því miður reyndist hann of seinn og draugur fortíðar nær í skottið á honum að lokum. Fjölskyldan heldur áfram fyrri hefðum með tilkomu Vincent Mancini (Garcia). Almennt vísar myndin í gömlu myndirnar t.d. með samskonar skrúðgöngu, veisluhöldum og með orðum eins og “never let anyone know what you´re thinking”.
Í upphafi kaupir Michael sér blessun páfans með 100 millu gjöf frá The Vito Corleone Foundation sem á að fara til fátækra í Siciley. Vincent og Joey Zasa eru í deilum sem Michael vill ekki skipta sér af. Þegar Joey sendir menn til að drepa Vincent mistekst það. Michael vill kaupa völd af Vatíkaninu í formi risa fasteignafélags sem heitir Immobilare fyrir 600 millur. Gömlu mafíufélagarnir vilja nota félagið í peningaþvætti svo að Michael boðar fund. Allir sem fjárfestu í spilavítunum í Vegas fá stóra upphæð þar sem Michael seldi allt draslið. Joey Zasa verður grautfúll og lætur þyrlu drita kúlum yfir alla fundargesti. Vincent og Michael sleppa en þetta sýnir fram á að Michael er búinn að missa skerpuna. Hann veit þó að Joey gat ekki gert þetta einn, “our true enemy has yet to show his real face”. Michael fær sykursýkiskast og leggst á spítala, “just when I thought I was out, the pull me back in!” Connie skipar Vincent að drepa Joey. Vincent og Mary hefja ástarsamband sem Michael bannar, “when they come, they come at what you love”.
Anthony gerist óperusöngvari og allir fara til Siciley til að sjá hann syngja. Vincent fer undercover og kemst að því að Altobello er óvinur og hefur ráðið leigumorðingja til að drepa Michael. Ein fallegasta senan í myndinni er þegar Anthony syngur lag fyrir föður sinn sem minnir hann á látnu eiginkonuna úr mynd nr. 2. Það er líka mögnuð sena þegar Michael játar syndir sínar og iðrast morðið á Fredo. Óperan í lokin er fléttuð inn í morð á helstu óvinum Corleone fjölskyldunnar í sönnum Coppola stíl. Menn á bakvið tjöldin í Vatíkaninu, eins og Lucchesi, fá borgað fyrir gjörðir sínar í blóði og nýr páfi er drepinn. Á endandum mistekst leigumorðingjanum að drepa Michael og drepur Mary í staðinn. Atburður sem gerir út af við Michael.
Þessi sería er einstök og mun ALLTAF vera á meðal bestu myndum allra tíma. Horfið á þær aftur og aftur og aftur.
“Finance is a gun, politics is knowing when to pull the trigger.”
The Godfather: Part II
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Godfather 2 er í raun tvær myndir fléttaðar saman í eina, enda er hún 192 mín. Myndin segir annars vegar frá þeim atburðum sem urðu til þess að Vito Andolini frá Corleone flutti til Bandaríkjanna og hvernig saga hans þróaðist. Hinsvegar er sagt frá valdatíð Michael Corleone og tilraunum hans til að snúa sér að löglegri starfsemi. Sú mynd sem kemst næst þessari í mínum huga er Once Upon a Time In America. Það er líka epic saga af ítölskum innflytjendum sem rísa úr fátækt og enda í skipulagðri glæpastarfsemi í New York.
Robert DeNiro er fullkominn sem ungur Vito. Hann talar ítölsku eins og innfæddur (eða hvað veit ég) og ber sig með sömu virðingu og Brando. Það er æðislegt að fylgjast með honum rísa til valda með kænsku og séntilmennsku. “I´m a man who knows how to return a favour”. Þetta er eitt besta hlutverk DeNiro á ferlinum.
Al Pacino sýnir hvað hann er ótrúlega fjölhæfur í þessari mynd. Hann er þekktastur fyrir over the top hlutverk eins og Tony Montana í Scarface en hér er allt tónað niður. Hann er yfirvegaður og kaldrifjaður. Hann er ekki vondur maður en er bara að verja fjölskyldu sína af illri nauðsyn. Hann vildi aldrei verða mafíósi en lenti í þeirri stöðu og þurfti að vera “sterkur” fyrir fjölskylduna. Í raun er saga hans mjög sorgleg af því að hann missir það sem skiptir hann mestu máli, þ.e. Kay. Sorglegast er þegar Kay segir honum að hún hafi farið í fóstureyðingu og þar með drepið son hans.
Robert Duvall er frábær sem consigliere (ráðgjafi). Hann er rödd röksemdar í fjölskyldunni. Hann var ættleiddur en þráir að vera blóðbróðir Michael. Það eru sterkar konur í þessum myndum. Diane Keaton er mögnuð sem Kay. Hún virðist vera í ákveðinni afneitun á tímabili og blekkir sig til að trúa því að Michael sé ekki glæpamaður. Þegar hún horfist í augu við það fer hún frá fjölskyldunni. Talia Shire er önnur góð kona í hlutverki Connie. Hún er rebel og hálfgerður vandræðagripur. Hún verður brjáluð út í Michael þegar hann lætur drepa eiginmann hennar, þann mikla höfðingja (eða þannig).
Saga A:
Í Siciley gengur víst allt út á hefndir og blóðhita. Don Ciccio nokkur drepur fjölskyldu Vito Andolini (föður, móður og bróðir). Hann nær að sleppa og fer til New York. Vegna ruglings er nafn hans skráð Vito Corleone. Hoppað fram í tímann þegar Vito er eldri og farinn að líkjast Robert DeNiro skuggalega. Við gerð myndarinnar umbreytti Coppola heilli götu svo að hún liti út eins og hún gerði 1917. Náunginn sem stjórnar öllu á götunni, Don Fanucci, veldur Vito vandræðum svo hann ákveður að drepa hann. Í kjölfarið fer hann af stað með einhverskonar greiðastarfsemi og starfar við innflutning á ólífu olíu. Ein skemmitleg sena er þegar Vito hjálpar konu sem á að henda út úr íbúðinni sinni. Í lokin fer Vito aftur til Siciley og drepur Don Ciccio í hendarskyni.
Saga B:
Í tilraun að fara út í löglega starfsemi stundar Michael viðskipti við Hyman Roth. Eitt kvöldið er reynt að skjóta Michael í gegnum glugga í svefnherberginu hans. Michael grunar Roth og heldur að það sé svikari á svæðinu en veit ekki hver það er strax. Frank Pentangeli á í erjum við Rosato bræður og vill drepa þá en Michael vill það ekki. Í tilraun til að finna svikarann spilar Michael á Roth og þykist gruna Pentangeli fyrir morðtilraunina. Hann fer með Roth til Kúbu. “Michael, we´re bigger than US Steel”. Fredo kemur upp um sig sem svikarann með því að missa út úr sér að hann þekkir Johnny Ola, viðskiptafélaga Roth, en hann hafði áður neitað því að þekkja hann þegar Michael spurði. Eitt rosalegasta atriðið í myndinni er þegar Michael grípur Fredo og segir “I know it was you Fredo, you broke my heart!” Réttarhöld gegn Michael mistakast þegar Michael notar frekar nasty bragð, þ.e. mætir með bróðir Pentangeli þegar hann ætlar að vitna á móti honum. Michael afneitar Fredo sem bróður “you´re nothing to me now” í mjög áhrifamikilli senu. Svo þegar Michael ætlar að gróa sárin á milli sín og Kay segir hún honum frá fóstureyðingunni. Hann flippar, hún fer. Ein rosalegasta senan er þegar Michael lokar hurðinni í andlit Kay á mjög táknrænan hátt án þess að segja orð. Eftir andlát móður sinnar lætur Michael drepa Fredo.
Það er merkilegt hvað mynd með svona miklu neikvæðu og erfiðum tilfinningum getur verið ánægjuleg. Ég get ekki gert upp við mig hvor myndin mér finnst betri en það skiptir engu máli. Það er ekki hægt að bera saman tvö frábær listaverk og segja að annað sé betra en hitt. Þessar myndir eldast eins og fínt vín og verða bara betri eftir því sem maður sér þær oftar.
Þessi var líka tilnefnd til 11 óskarsverðlauna. Hún vann 6, meðal annars besta mynd, leikstjóri, leikari í aukahlutverki (DeNiro), tónlist og handrit.
The Godfather
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá eru það bestu myndir allra tíma að beiðni Iðunnar. Ég segi það af því nú þegar ég er búinn að horfa á þær aftur get ég ekki ímyndað mér betri myndir, allavega ekki betri seríu. Veiki hlekkurinn er auðvitað þriðja en förum í það síðar. Fyrstu tvær slá út myndir á borð við Citizen Kane, Lawrence of Arabia, The Shawshank Redemption og Rambo svo eitthvað sé nefnt. Nei, ég er nú bara að grínast með Rambo. Myndirnar eru gerðar eftir bókum Mario Puzo og hann aðstoðaði Coppola við að skrifa handritin. Tónlistin eftir Nino Rota í myndunum er einstök og jafn mikilvæg og tónlist Ennio Morricone í spagettívestrunum. Tónlistin byggist reyndar á öðru stefi eftir Fortunella. Í þessum myndum leika margir af bestu leikurum síðustu áratuga á borð við Marlon Brando, Al Pacino, Robert DeNiro, James Caan, Robert Duvall og Diane Keaton. Það er erfitt að finna mynd með flottari leikurum.
Þó að þessar myndir séu mafíumyndir og það sé talsvert ofbeldi í þeim eru þær í raun fjölskyldudrama. Það er lítið um hasar. Þær eru ljóðrænar og fallegar og allt er útfært af fágun og smekk. Myndirnar þrjár eru mjög misjafnar þrátt fyrir framhald af sömu sögu. Ég ætla að renna yfir söguþráð þessara mynda og minnast á sendu sem mér fannst skipta mestu máli, það verða spoilerar, en hver er ekki búinn að sjá The Godfather?
Fyrsta senan í fyrstu myndinni er kannski sú besta. Þar biður maður um “réttlæti” frá Vito Corleone fyrir dóttur sína. Hvernig doninn tekur á þessu máli er virðingavert. Þetta sýnir strax í byrjun að hann er ekki skepna og í raun sanngjarn maður. Líkt og í þriðju myndinni byrjar allt á gleðilegum hátíðarhöldum þar sem Connie er að gifta sig. Þar sér maður Michael sem saklausan ungan dreng kominn heim úr seinni heimstyrjöldinni. Sonny er elsti sonurinn, skapbráður og óþolinmóður líkt og sonur hann í þriðju myndinni (Andy Garcia).
Erjur við andstæðinga fjölskyldunnar byrja þegar Virgil “the Turk” Sollozzo vill fá Vito í eiturlyfjabransann. Vito trúir ekki á slíkt og synjar beiðni hans. Vito sendir svo Luca Brassi undercover til Tattaglia fjölskyldunnar en þeir drepa hann. Næst er ein magnaðasta sena seríunnar þegar Vito er skotinn við ávaxtastand og Fredo getur ekkert gert til að hjálpa. Örlög Vito eru þó falin áhorfendum þar sem maður fær ekki að vita fyrr en löngu síðar að hann lifði af. Mikilvæg sena fyrir Michael er þegar hann býður sig fram til að fara og hitta Sollozzo og dirty lögreglukaptein í því skyni að drepa þá. Minnir á “I will take the ring to Mordor”. Morðsenan á veitingastaðnum er magnþrungin og áhrifamikil þó maður viti hvað er að fara að gerast. Michael missti sakleysi sitt á staðnum.
Michael fer svo til Siciley og giftist þar. Á meðan er allt vitlaust í New York. Sonny er drepinn með tilþrifum og Vito segir “look how they massacred my boy”, sorgleg sena. Kona Michael er drepin í hans stað með bílsprengju og þess vegna fer Vito á fund allra mafíuforingjanna (heads of the 5 families) og semur um frið. Á fundinum kemst hann að því að Emilio Barzini var í raun á bakvið morðin. Vito veikist brátt, Michael tekur við rekstrinum, Tom og Fredo eru sendir til Vegas. Michael vill fara út í 100% löglegan rekstur og vill kaupa Moe Greene út úr spilavíti sem Corleone á hlut í. Hann neitar hinsvegar. Sal Tessio reynist vera svikari, “whoever approaches you with the meating is a traitor”.
Í lok myndarinnar er athöfn í kirkju þar sem Michael gerist guðfarið barns. Í athöfnina er fléttað inn morðum á öllum helstu andstæðingum Corleone fjölskyldunnar, þar á meðal Greene og Barzini. Senan er ótrúlega áhrifamikil og minnir á morðið á Kurtz í Apocalypse Now sem var fléttað við slátrun á nauti. Í lokin er Sal Tessio drepinn. Í lokin er Michael endanlega orðinn nýji doninn.
Ég taldi 14 morð í það heila á 168 mínótum. Þessi mynd verður betri í hvert sinn sem ég sé hana, það er magnað. Myndin var tilnefnd til 11 óskarsverðlauna og vann fyrir bestu mynd, handrit og leikara. Það er frægt að Marlon Brando neitaði að taka við verðlaununum. Stjarnan í þessari mynd er tvímælalaust Brando en Coppola á samt mestan heiður skilið fyrir að setja saman þetta tímalausa meistaraverk.
“Blood is a big expence”.
Leviathan
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Welcome to your worst nightmare, welcome to Leviathan. Þá er það systir DeepStar Six. Pínu fyndið hvað þetta plakat er næstum beint framhald af plakatinu í þeirri mynd. Þetta er auðvitað stolið frá Jaws en samt flott. Myndin fjallar um fólk sem starfar við neðansjávar námu. Þau rekast á gamalst skip frá Sovétríkjunum og ákveða að rannsaka nánar. Án þess að vita af því koma þau með lífveru til baka í neðanjarðarbyrgið sem gerir allt vitlaust. Ég veit, Alien í sjónum. Leikararnir eru betri en í DeepStar Six með Peter "RoboCop" Weller fremstan meðal jafningja.
Skrímslið er úr smiðju hins mikla meistara Stan Winston sem er alltaf gæðastimpill. Veran veldur ekki vonbrigðum, hún er ekki eins og neitt sem ég hef séð áður. Þetta er ekki geimvera og ekki forneskjuleg lífvera. Veran er afleiðing af genarannsóknum og tilraunum sem fóru úrskeiðis með frekar slæmum afleiðingum. Dýrið dregur í sig þekkingu þeirra sem hún drepur og að hluta til útlit. Mjög disturbing.
Mér fannst þessi mynd ansi skemmtileg. Hún var spennandi á köflum og mun betur gerð en mynd gærdagsins. Það er samt fullt af klysjum og öll myndin er í raun stolin úr öðrum myndum. Mér finnst hressandi að horfa á myndir með engum tölvubrellum, bara gamaldags aðferðum. Ég myndi mæla með henni fyrir aðdáendur svona mynda, aðrir ættu að halda sig frá.
"I bet you were imploding in your pants."
DeepStar Six
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í kjölfar Alien kom fullt af eftirlíkingum í geimnum og nokkrar á Jörðinni og þá í sjónum. Árið 1989 komu út ÞRJÁR slíkar myndir, þ.e. The Abyss, Leviathan og DeepStar Six. Allar eru þær ólíkar hvað varðar skrímsli og verur. DeepStar Six fjallar um risa krabba sem ræðst á neðansjávar vísindastöð. Krabbinn er ekki geimvera, hann er einfaldlega lífvera sem var einangruð í neðanjarða helli sem vísindamennirnir opnuðu óvart. Ekki svo ótrúlegt. Jæja ok, það er fáranlegt en það er bara betra í svona myndum.
Þessi mynd er síst af myndunum sem ég nefndi að ofan en hún er samt sem áður mjög skemmtileg. Maður kemst í smá nostalgíu fýling. Leikararnir ofleika, skrímslið er gervilegt og handritið er klysjukennt. Það er samt einhver sjarmur sem er erfitt að skilgreina. Annað slagið koma svona myndir enn þann dag í dag. Þið munið eftir Sphere og The Deep Blue Sea, báðar ágætar. Hver er ykkar uppáhalds clostraphobic creature mynd? Ég myndi mögulega segja The Thing.
“Look at that mother.”
The Man from Earth
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The Man From Earth er heillandi mynd sem ég hafði ekki heyrt um og vissi ekkert um þegar ég sá hana. Ég veit ekki hvort að þessi saga hefur verið gerð sem leikrit en hún gæti pottþétt verið það þar sem hún gerist næstum öll í einu herbergi og í rauntíma.
David Lee Smith leikur ungan prófessor sem ákveður að kveðja vini sína til 10 ára án útskýringar. Vinir hans eru allir prófessorar í mismunandi greinum og rembast við að draga upp úr honum af hverju hann er að fara. Þegar Smith segir þeim að hann sé í raun 14.000 ára hellisbúi eldist ekki fer af stað mögnuð umræða. Það er farið yfir sögu mannkyns, trúarbrögð sem fléttast inn í sálfræði og rökræður á háu plani. Ég er ekki nógu klár til að geta tekið þátt í svona samræðum en þetta er ótrúlega skemmtileg mynd. Tony Todd er frægasta nafnið en allir leikarar eru góðir. Það væri hægt að flokka þessa mynd sem vísindaskáldsögu en hún minnir mig mest á 12 Angry Men.
“I'm going home and watch Star Trek for a dose of sanity.”
Behind the Mask: The Rise of Leslie Vernon
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Behind the Mask er tilraun til að sýna slasher myndir í glænýju ljósi. Að mestu leiti er þessi mynd eins og gervi heimildarmynd (mockumentary) en dettur samt inn í atriði þar sem hún spilast eins og venjuleg bíómynd. Leikarar eru óþekktir en Nathan Baesel er frábær í hlutverki Vernon. Hann lítur á þetta allt saman eins og venjulega vinnu, hans ævistarf. Það er látið eins og Michael Myers og félgagar séu til í rauninni og hafi verið venjulegir menn undir grímunni. Leslie Vernon ætlar að verða nýjasta goðsögnin og leggur mikinn metnað í verða góður morðingi. Hann undirbýr allar árásir vandlega og kemur fyrir hlutum sem hann vill að fórnalömbin noti á móti sér. Það er vísun í helstu klysjur í slasher myndum á borð við hreina mey sem verður hetjan í lokin og gamla manninn sem veit meira en unglingarnir og ætlar að bjarga þeim en mistekst alltaf. Þessi mynd er eins og ferskur blær inn í þennan heim og mjög skemmtileg að horfa á. Í lokin tekst að byggja upp spennu sem ég bjóst ekki alveg við. Snilldar mynd!
"That boy is about to seek revenge over the town that murdered him. He knows this, he says, because he himself is the heir apparent to that throne of terror so long held by the likes of Voorhees, Myers and Krueger. This man's name is Leslie Vernon."
Los cronocrímenes
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Timecrimes er lítil spænsk spennumynd um tímaflakk. Ég hef alltaf verið veikur fyrir tímaflakki hvort sem það er Back To The Future, The Terminator eða Star Trek. Þessi mynd er hinsvegar meira í anda Primer en þær myndir. Hún fjallar um venjulegan mann, Hector, sem lendir algjörlega óvænt í því að ferðst aftur í tímann. Myndin er frumleg og skemmtileg. Eins og búast má við verður myndin flóknari eftir því sem dregur á. Þetta er gott dæmi um hvað er hægt að gera fyrir litla peninga. Mæli með þessari.
Mega spoiler fyrir forvitna:
Hector er á vappi í skógi fyrir utan heimili sitt þegar það er ráðist á hann með skærum af manni með sárabindi vafið um hausinn. Hann nær að flýja og endar á rannsóknarstofu þar sem honum er sagt að fela sig í tanki. Þegar hann kemur upp úr tankinum hefur hann ferðast aftur í tímann um 1 klst. Tilraunir til að breyta hlutunum enda í því að þrjár útgáfur af Hector verða til á þessu sama tímabili og hlutirnir verða ansi flóknir.
"Time flies around here."
Tyson
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frá mikilli fátækt í heimsmeistaratitil, giftur, fráskilinn, ríkur, fangi, rotari, rotaður, mjúkur, harður og ringlaður 6 barna faðir. Tyson er einn umdeildasti og umtalaðasti íþróttamaður allra tíma. Öfgarnarnar sem kallinn hefur gengið í gegnum eru með ólíkindum. Þessi mynd er yfirferð yfir ævi Tyson innan og utan hringsins séð með hans augum. Tyson er sjálfur sögumaður og inn í viðtal við hann er fléttað gömlum myndbandsbrotum. Það er áhugavert að hlusta á Tyson tala. Hann virðist sjá eftir nánst öllum ákvörðunum sem hann hefur tekið eftir dauða þjálfara síns, Cus D´Amato.
Ég hef fylgst vel með boxi í gegnum tíðina og á nánast alla bardaga Tyson. Ég hef t.d. líka séð myndina sem var gerð um hann 1995 og heimildarmyndina The Mike Tyson Story frá 1998. Þessi mynd er samt allt önnur nálgun. Mike fær sjálfur að útskýra hvað hann var að hugsa þegar hann var sakfelldur fyrir nauðgun og beit Holyfield í eyrað. Stundum vorkennir maður honum næstum því en þá man maður eftir því að hann kom sér í öll sín vandræði sjálfur. Hann laðaði að sér fólk sem vildi bara peningana hans og hann hefði átt að sjá í gegnum það. Þetta er góð dæmisaga um hvað frægð og peningar geta gert mönnum sem eru ekki með heilabú til að takast á við það. Þetta er skemmtileg heimildarmynd þó maður þekki sögu Tyson vel, mæli með henni.
“I have to live at the top of the mountain or the bottom of the ocean.”
Pathology
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er gjörsamlega misheppnuð. Leikararnir eru stífir sem lík og samtölin eru svo hallærisleg að engin venjuleg manneskja gæti látið þessi orð falla. Það er talað um að drepa fólk eins og elda kvöldmatinn. Þar sem engum í myndinn er sama um þetta fólk af hverju ætti áhorfendum að vera það. Myndin fjallar sem sagt um hóp af ungu krufningarfólki sem finnst gaman að leika þann leik að drepa einhvern og láta hina giska hvernig hann fór að því. Nýji gaurinn og aðalpersónan er leikin af Milo Ventimiglia. Mér er alveg sama þótt ég heyri aldrei um hann aftur. Anyway, hann ákveður án þess að hugsa neitt um það að taka þátt í leiknum og tilheyrandi veseni. Ég var ekki að kaupa þetta fyrir 5 aura. Þessi mynd hefði getað orðið nýja Flatliners en er í staðinn eitthvað óskilgreint bull sem enginn ætti að eyða tíma sínum í.
"There are 6.5 million people in the city, Ted. Trust me, this asshole will not be missed."
400 högg
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The 400 Blows er ein fyrsta og frægasta mynd eins stærsta leikstjóra Frakka fyrr og síðar, François Truffaut. Myndin byggist á ævi leikstjórans en hún fjallar um ungan strák sem er fer út í smáglæpi nánast sem bein afleiðing af ástandinu heima hjá honum. Hinn 15 ára Jean-Pierre Léaud leikur aðalhlutverkið og sýnir einn besta leik sem ég hef séð frá barni. Truffaut fékk verðlaun fyrir bestu leikstjórn á Cannes og myndin fékk tilnefninu til óskarsverðlauna fyrir handrit. Þetta er klassísk mynd sem er vel þess virði að horfa á. Mér fannst vanta aðeins upp á endann en það var örugglega einhver voða pæling þar á ferð sem fór fram hjá mér ;-) Góð mynd.
"Now, Doinel, go get some water and erase those insanities, or I'll make you lick the wall, my friend."
The Last House on the Left
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þar sem það er komin endurgerð af þessari þá fannst mér tími til kominn að sjá hana. Þetta er fyrsta mynd Wes Craven og tvímælalaust sú alræmdasta. Myndin er að mörgu leiti ógeðfelld og ógeðsleg en inn í það er fléttað léttri sveitatónlist og silly gríni. Ég myndi ekkert mæla sérstaklega með því að fólk horfi á þessa mynd en hún hefur sínar góðu hliðar. Það er ágætis spenna á köflum og endirinn er skemmtilegur. Það er líka fjölbreytt úrval vopna beitt eins og hnífum, vélsög, byssu og ja tönnum.
Spoiler - Myndin fjallar um þrjá hættulega strokufanga sem ræna tveimur saklausum unglingsstelpum og fara mjög illa með þær. Á endandum eru þær drepnar rétt hjá heimili annarrar. Fangarnir fara í heim til hennar og þykjast vera ferðalangar. Þegar foreldrarnir komast svo að hinu rétta ákveða þau að hefna all rosalega fyrir dauða dóttur sinnar.
Fyrir þá sem hafa gaman af hryllingsmyndum almennt er þetta áhugaverð mynd. Hún hefur greinilega haft mikil áhrif á aðar myndir og markar upphaf ferils mikilvægs leikstjóra. Þetta plakat er líka frumlegt en algjört bull. Húsið í myndinni er bara venjulegt hús þar sem friðsælt fólk býr. Ég var ekki alveg að skilja það.
"All that blood and violence. I thought you were supposed to be the love generation."
Art School Confidential
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er mynd eftir leikstjóra Ghost World, byggð á comics eftir gaurinn sem gerði Ghost World blöðin, þ.e. Daniel Clowes. Tóninn í þessari mynd er mjög líkur Ghost World, eins og sagan gerist í sama heimi. Sagan er líka að mörgu leiti lík. Aðalpersónan er ungur strákur í listaskóla sem heitir Jerome leikinn af Max Minghella sem er nokkuð óþekktur en góður leikari. Hann er að reyna að finna sig í lífinu og vill verða listamaður. John Malkovich leikur kennara Jerome sem er sjálfur misheppnaður listamaður. Myndin er mjög skemmtilegt og oft fyndin. Það er mjög fyndið að sjá Jermoe þjást á meðan það er verið að hæla ömurlegum listaverkum á meðan hans verk, sem eru klárlega miklu betri, fá enga athygli. Það er fléttuð inn í þetta smá ástarsaga og smá glæpasaga sem ég ætla ekki að skemma. Allt í allt mjög góð mynd en nær ekki alveg að jafna Ghost World að mínu mati.
"My work has nothing to with form or light or color, but with questioning the nature of aesthetic experience."
Meet Bill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var varla að nenna að skrifa þetta á svona sólríkum degi. Ég get hinsvegar ekki rofið keðjuna núna, búinn að halda þessu gangandi allt of lengi til þess. Meet Bill er einfaldlega frábær gamanmynd og enn ein sönnun þess að Aaron Eckhart er snillingur, vísa í Thank You For Smoking og The Dark Knight. Hér leikur hann algjöran pushover sem lætur vaða yfir sig við hvert tækifæri. Þegar hann tekur að sér lærling sem er mun villtari en hann sjálfur fer hann að breytast og allt lífið hans í kjölfarið. Myndin er létt en samt sem áður vel skrifuð og manni er annt um persónurnar. Ein uppáhalds grínleikkonan mín Elizabeth Banks er líka a svæðinu sem skemmir ekki. Svo er líka hin sæta en hæfileikalausa Jessica Alba.
Eins og Fanboys var misheppnuð þá er þessi fullkomin þynnkumynd. Eðal mynd sem er þægileg, skemmtileg og virkar ekki eins og formúla sem maður hefur séð 100 sinnum áður. Eckhart er gjörsamlega frábær. Mæli með þessari. Jæja, út í garð!
The Exorcist III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þriðja Exorcist ákvað að fara á algjörlega nýja braut. Linda Blair er hvergi sjáanleg og það er lítil tilvísun í fyrri myndir. Myndin snýst um rannsókn á morðum í kirkjum sem leiðir lögregluna inn í geðveikrahæli. Lögreglumaðurinn, leikinn af George C. Scott (Patton), grunar að eitthvað sé duló og finnur prest í einangrunarklefa sem var lítið hlutverk í fyrstu myndinni. Sá er auðvitað andsetinn og breystis reglulega í annan leikara sem er snillingurinn Brad Dourif. Það er enginn betri geðsjúklingur en hann. Þessi mynd er mjög áhugaverð og skemmtileg. Kom mér mikið á óvart.
Exorcist II: The Heretic
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Exorcist 2 er frekar vandræðaleg mynd. Hún er langdregin og söguþráðurinn er frekar langsóttur. Í fyrstu myndinni er plottið einfalt. Ung stúlka verður andsetin og það er reynt að ná djöfsa út. Í framhaldinu er Linda Blair orðin unglingur og er á einhverri sálfræðistofnun út af áföllunum í fyrstu myndinni. Prestur er fenginn til að rannsaka atburði fyrstu myndarinnar og hann leikur enginn annar er Richard Burton. Hann trúir því að púkinn sé enn í Lindu Blair og ferðast til Afríku til að finna mann sem var upphaflega með djöfsa í sér, leikinn af James Earl Jones. Annars vantar Ellen Burstyn, hún hefur greinilega lesið handritið. Aðferð sem er mikið beitt í þessari mynd er alveg út í hött. Fólk notar eitthvað tæki til að fara í sameiginlega hugleiðslu og sér þá minningar hins aðilas. Algjör science fiction. Þessi mynd má eiga það að hún reynir að fara nýjar slóðir og að mörgu leiti eru hún ágæt. Það eru samt of margir gallar á henni til að geta kallað hana góða mynd.
The Exorcist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þegar fólk hugsar um fyrstu myndina er það oft andsetin Linda Blair með dónakjaft sem kemur upp í hugann. Það er ekki af ástæðulausu enda er hún mjög áhrifamikil og stendur sig frábærlega þrátt fyrir ungan aldur (14). Ástæðan fyrir því hversu góð þessi mynd skýrist þó af miklu fleiri þáttum en bara Blair. Aðstæðum og persónum er still upp á meistaralegan hátt. Það gerist í raun ekkert fyrstu 40 mínóturnar annað en persónusköpun. Ein besta leikkona í heimi leikur móður Blair, þ.e. Ellen Burstyn. Hún er alveg ótrúleg og lyftir myndinni á annað plan. Max von Sydow er presturinn sem sem er á plakaniu en hann er minna hlutverk en ég hélt. Mér fannst viðbrögð fjölskyldu Blair vera mjög trúverðug og sannfærandi, það er kannski lykillinn að því að maður tekur myndina alvarlega. Það er fyrst og fremst Burstyn að kenna. Andsetnu atriðin eru mjög vel gerð og sjokkerandi enn þann dag í dag. Þessi mynd er algjört meistaraverk sem ALLIR verða að sjá.
Fanboys
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fékk mikið hype þegar hún kom út. Þar sem ég er nýbúinn að fara í gengum allar Star Wars myndirnar varð ég að taka þessa líka. Ég verð að segja að hún stóð engan veginn undir því umtali sem ég var búinn að heyra. Mér fannst hún mjög sjaldan fyndin. Mér fannst allar persónur vera frekar grunnar og ákvarðanir oft ótrúlega heimskulegar.
Spoiler - Plottið snýst um að nokkrir últra Star Wars aðdáendur ákveða að reyna að stela eintaki af Episode 1 nokkrum mánuðum áður en hún verður frumsýnd. Þeir fara í road trip til Skywalker Ranch George Lucas og lenda í ævintýrum á leiðinni. That´s it.
Leikarar voru ágætir. Af krökkunum fannst mér Dan Fogler bestur sem Hutch. Seth Rogan var nokkuð góður í tveimur mjög silly (og litlum) hlutverkum. Svo var mjög gaman að sjá andlit á borð við William Shatner, Danny Trejo, Carrie Fisher og Billy Dee Williams. Vandmálið var samt handritið. Það var fullt af Star Wars tilvitnunum auðvitað og mikið um deilur við Star Trek aðdáendur. Ég skil reyndar ekki af hverju það er ekki hægt að vera bæði.
Myndin var of fyrirsjáanleg og klysjukennd með American Pie brandara meðal annars. Ég meina Skywalker Ranch er bókað með öflugra öryggiskerfi en þarna er sýnt. Svo er þetta allt svo tilgangslaust þegar maður veit að episode 1 var ekkert svo frábær. Ég komst rétt svo í gegnum þessa mynd og ég er hálfgerður fanboy og trekkie. Hvernig er þessi mynd þá fyrir “venjulegt fólk”. Er ég alveg úti að aka? Er einhver þarna úti sem hafði gaman af þessari mynd?
“What's the Klingon for I'm going to die a virgin?”
Laid to Rest
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Grímur eru mjög mikilvægar í ákveðnum tegundum hryllingsmynda, þ.e. slasher myndir. Hokkí gríma Jason Voorhees og William Shatner gríma Michael Myers eru þær frægustu. Chrome Skull gríma morðingjans í Laid To Rest er ein sú besta sem komið hefur í áraraðir, ja kannski síðan Leslie Vernon. Morðinginn í þessari mynd er geðveikur, uh bæði svalur og andlega geðveikur auðvitað. Hann er einn sá magnaðasti sem ég hef séð. Hann er með flotta hnífa og kann að nota þá. Þeim er hent og sögin er notuð með mjög áhrifaríkum hætti. Titillinn vísar í það að fórnalömbum er komið fyrir í líkkistum. Svo er hann með videomyndavél á öxlinni og sendir lögreglunni spólur af morðunum sínum, mjög sjúkt. Það sorglega er að Chrome Skull er það eina góða við þessa mynd.
Myndin er öll með áhugamanna brag. Kvikmyndatakan, hljóðið, tónlistin og leikurinn er allt í C klassa. Það er eina sem er flott eru brellur enda er leikstjórinn make-up sérfræðingur. Sagan er gjörsamlega ekki til staðar. Persónur eru eins grunnar og hægt er að hugsa sér og það er engin ástæða fyrir öllum látunum. Morðinginn gerir furðulega hluti til að fokka í fórnarlömbum sínum en það er aldrei útskýrt hvað vakir fyrir honum. Það virðist ekki vera hefnd eða neitt slíkt. Hann er einfaldlega alveg snar og segir aldrei orð.
Ég gat þolað að klára þessa mynd aðallega út af því hvað Chrome Skull er svalur. Nafnið er meira að segja flott. Ef einhver alvöru leikstjóri eins og Alexander Aja eða Greg Mclean gerðu mynd um hann gæti útkoman orðið eitthvað stórkostlegt. Þessi er bara fyrir sjúka blóðhunda sem er skítsama um sögu og persónusköpun, hey ég er ekki að dæma.
Prizzi's Honor
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd átti að vera betri, nei hún átti að vera frábær. Ég gerði eiginlega ekki ráð fyrir öðrum möguleika. Við erum með mynd eftir John Huston með Jack Nicholson og Kathleen Turner í aðalhlutverkum. Svört kómedía sem var tilnefnd til ÁTTA óskarsverðlauna. Hvað get ég sagt, mér fannst hún ömurleg. Kannski hefur hún bara elst svona herfilega eða kannski voru stóru nöfnin nóg til að fá þessar tilnefningar. Samt, hún er í bókinni minni 1001 Myndir sem þú þarft að sjá áður en þú deyrð. Ég var bara í hálfgerðu sjokki yfir því hversu slæm hún var. Þetta er að mínu mati versta hlutverk Nicholson. Hann er með ömurlegan ítalskan hreim sem hann ræður ekkert við. Hann er með eitthvað pappírsdrasl í efri vörinni eins og Marlon Brando, en það gerir hann bara asnalegan. Turner fær ekki að njóta sín eins og t.d. í War of The Roses. Svo er sagan bara heimskuleg. Til dæmis í einu atriði fer Nicholson að drepa náunga eftir tilskipun donsins. Hann tekur leigubíl upp að húsinu um hábjartan dag, labbar inn um aðal innganginn og skýtur hann. Það væri ekki erfitt að sanna þetta í réttarsal hefði ég haldið. Anjelica Huston var best, hún fékk einu óskarsverðlaunin af þessum átta og vinnur sér inn eina stjörnu. Jæja, ég ætla að segja skilið við þessa mynd. Mikil vonbrigði.
“Charley, she is a woman you have known only for a few weeks. She is your wife. We are your life.”
Frontière(s)
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd byggir á formúlu sem kemur beint úr amerískum myndum, en í stað þess að keyra venjulega þægindagírinn er gírkassinn rifinn úr, sprengdur í tætlur og pungur Hitlers settur inn í staðinn! Enn og aftur þurfa Frakkar að sýna Könum hvernig á að búa til hryllingsmyndir. Ekki er ég að mótmæla. Eins og Inside og Martyrs þá er Frontier(s) mjög hörð mynd og ekki beint fyrir viðkvæma.
Spoiler - Í myndinni þá rambar ungt par inn á gistiheimili sem er rekið af stórri fjölskyldu. Fjölskyldufaðirinn er fasisti og trúir á hreint, hvítt blóð og gamlar hefðir. Þar sem það vantar kvenmenn í fjölskylduna þá er unga konana tekin sem barnavél. Skil það samt ekki alveg af því að hún er ljós brún á hörund og með svart hár. Fljótlega kemur í ljós að út í geymslu er allt troðfullt af líkum og fjölskyldan stundar pyntingar og mannát meðal annars.
Frontier(s) var svolítið hæg í gang en þegar hún byrjaði þá var ekkert verið að slaka á þar til í lokin. Öskrin ómuðu og blóðið sprautaðist á veggi. Það voru kannski aðeins of margir í fasista fjölskyldunni, 3 fullvaxta karlmenn, en það voru allir góðir og ógnandi á sinn hátt. Það er athyglisvert að í öllum þessum frönsku myndum þá er kona í aðalhlutverkinu. Frábær mynd, ég skil reyndar ekki af hverju það er svigi í kringum s í nafninu en það er samt töff. Ég fer bara að skipta yfir í franskt ríkisfang með þessu áframhaldi.
“In Africa, the owners of diamond mines use this method to keep the workers from running away.”
Thirteen Days
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd fjallar um daga kalda stríðsins á hátt sem maður hefur ekki fengið að sjá áður. Mér fannst mjög áhugavert að sjá þessa mynd eftir að hafa sé The Fog Of War. Það kom mér hinsvegar á óvart að Robert McNamara hafi átt að eiga svona lítinn hluta í ferlinu, hann var jú varnarmálaráðherra. Þessi mynd er mjög vönduð og það er greinilega búið að rannsaka þessa 13 daga eins mikið og hægt er. Við sjáum atburðarrásina eingöngu frá sjónarhorni Bandaríkjanna, nánara tiltekið frá aðstoðarmanni JFK, Kenny O´Donnell, sem er leikinn af Kevin Costner. Auðvitað stendur Costnerinn alltaf fyrir sínu en mér fannst suðurríkjahreimurinn pínu vandræðalegur hjá honum. Það er vonlaust að vita nákvæmlega hvað fór fram í lokuðum herbergjum og stundum fannst mér þessir kallar veri sýndir í aðeins of miklu dýrlingaljósi, en hvað veit ég.
John F. Kennedy er leikinn af Bruce Greenwood sem mér fannst nokkuð góður en ekki alveg valda þessu hlutverki. Steven Culp var hinsvegar fullkominn sem Robert Kennedy. Myndinni tekst að byggja upp töluverða spennu þó að maður viti hvernig þetta endar allt saman. Það er rosalegt að sjá hvað heimurinn var nálægt kjarnorkustyrjöld, bara hársbreidd. Það munaði líka engu að Kanar myndu sprengja Kúbu í tætlur og hefja innrás. Hvað Sovétríkin hefðu gert veit enginn.
Myndin leggur áherslu á að sýna manni þá byrgði sem liggur á forseta með samvisku (sorrí W). JFK þarf að berjast fyrir hverri ákvörðun við ráðgjafa og trigger happy hershöfðingja. Þetta er frábær mynd. Það er alvega ótrúlegt að hún sannsöguleg. Þeir sem hafa gaman af sögulegum myndum, pólitískum myndum eða bara dramatískum myndum munu hafa mjög gaman af þessari. Það má kalla þetta The West Wing PLÚS en ekki alveg JFK.
“They want a war, Jack, and they're arranging things to get one.”
The Fog
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá er það þokan ógurlega eftir meistara John Carpenter. Það dýrka auðvitað allir Carpenter fyrir myndir á borð við The Thing og In The Mouth of Madness. Því miður hefur hann hinsvegar ekki náð að fylgja eftir þessum klassísku myndum á síðari tímum. Ghosts of Mars var t.d. ekki að gera sig. Hér er Capenter hinsvegar á hátindi ferilsins, á milli Halloween og Escape From New York. Og hvernig bragðast þessi villibráð?
Þessi mynd er ánægjuleg að horfa á, ekki síst út af hinni frábæru Jamie Lee Curtis, sem var einmitt í Halloween. Adrianna Barbeau var ennþá betri sem kynþokkafulla útvarpskonan. Sterka karlmannstýpan var leikin af Tom Atkins sem var bara ágætur. Sem hryllingsmynd er The Fog mjög væg. Það er ekki dropi af blóði og það deyja allt of fáir. Vandamálið er líka að þokan og það sem er í þokunni var ekki að hræða mig fyrir fimmaura. Draugar sem banka á hurðina eru ekki mjög sannfærandi að mínu viti. Svo er enginn hissa á því að fullt af draugum séu að birtast allt í einu. Sagan var ofur einföld og persónur vanþróaðar. Samt sem áður eru Carpenter töfrarnir til staðar. Tónlistin er dáleiðandi enda gerð af Carpenter sjálfum og flytur mann strax inn í hans veröld. Byrjunin var líka fullkomin, gamall maður að segja draugasögur við varðeldinn. Þessi er bara fyrir aðdáendur John Carpenter, öðrum mun líklega leiðast.
“Sandy, you're the only person I know who can make, yes ma'am, sound like screw you.”
The Crow
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
In a world without justice, one man was chosen to protect the innocent. Þetta er eitthvað svo 90´s. Það var mjög skrítið að sjá The Crow aftur eftir öll þessi ár. Í minningunni er hún tímalaust meistaraverk og hiklaust fimm stjörnu mynd. EN, hún hefur ekki elst vel.
Bradon Lee leikur Eric dRaven sem er myrtur og er vakinn til lífs ári síðar af kráku, ekkert rotnaður. Hann er með furðulega krafta, skellir á sig púðri og svörtum varalit og gerist goth ofurhetja. Útlitið minnir pínu á Edward Scissorhands sem kom út 4 árum áður en það er dæmi um mynd sem hefur elst vel. Þetta er í raun ástar og hefndar saga. Draven gengur berserksgang og drepur ofur ýktu vondu kallana sem drápu hann og konuna hans ári áður. Allt frekar silly.
Mér fannst þessi mynd skemmtileg að ýmsu leiti. Það var fullt af hasar, flottri gothic kvikmyndatöku og svörtu leðri. Leikurinn var stundum skelfilegur og samtölin alveg út í bláinn. Löggan, leikin af Ernie Hudson, er mjög ótrúverðugur karakter. Af hverju ætti hún að hjálpa Draven? Það fannst svo öllum voða eðlilegt að náunginn væri lifnaður upp frá dauðum og labbaði um allt með hvíta andlitsmálningu. Ég skildi svo ekki af hverju kraftarnir hurfu allt í einu þegar verkinu var lokið. Jæja...Mér fannst ég vera rausnarlegur með 3 stjörnur, hvað segið þið? Annas mæli ég ekki með því að þið rifjið þessa upp ef hún er góð í minningunni.
Eins og allir muna eftir þá lést Brandon Lee við tökur á þessari mynd. Maður tekur ekki eftir því, en það er einhver lookalike í nokkrum senum. Mér skilst að Lee hafi átt að gifta sig nokkrum vikum eftir dauða hans (eins og persóna hans í myndinni). Hann varð fyrir voðaskoti úr byssu sem átti að vera eftirlíking í atriðinu sem persóna hans deyr í, þ.e. í upphafi myndarinnar. Það er eitthvað karma í þessu.
„Little things used to mean so much to Shelly, I used to think they were kind of trivial. Believe me, nothing is trivial.“
Altered States
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stundum rekst maður á eitthvað æðislega öðruvísi sem kemur manni gjörsamlega að óvörum á mjög skemmtilegan hátt. Altered States var algjörlega þannig. Ég vissi ekki mikið um þessa mynd annað en það að hún fjallar um mann sem gerir tilraunir með einangrunarklefa fylltan af vatni. William Hurt leikur aðalhlutverkið í sinni fyrstu kvikmynd. Það er skrítið að sjá hann svona ungan en hann er strax á þessum tíma orðinn frábær leikari.
Hurt leikur Eddie Jessup sem er yfirburðagáfaður vísindamaður en pínu klikkaðar. Ég verð að fara út í stóra spoilera þannig að þið bara hættið ef þið ætlið að sjá þessa mynd. Kannski ólíklegt. Eddie er með þá kenningu að það býr í okkar DNA minningar frá allri þróunarsögu mannsins og jafnvel lífsins. Til að upplifa þær minningar gengur hann skrefinu lengra í tilraunum sínum og fær einhverja súper ofskynjunarsveppi frá Indjánum. Hann notar þá í klefanum og fer rosaleg tripp sem leikstjórinn sýnir manni með allskonar brjáluðum myndbrotum sem virka misjafnlega vel. Eddie kemst að því að hann hafði rétt fyrir sér sem duldar minningar og ekki nóg með það heldur getur hann breyst í það form sem hann hefur verið áður í þróunarsögunni, bókstaflega. Eitt skiptið þegar hann er í klefanum kemur hann út sem loðinn hellisbúi og gengur hamförum um borgina eins og American Werwolf in London. Hann breystist til baka og platar eiginkonuna og samstarfsfólk til að gera tilraunina aftur til að sanna tilgátuna. Í þetta skipti breytist hann í eitthvað gums og svo hreina orku frá upphafi lífsins.
Þessi mynd er skemmtileg en hún gengur of langt. Trippin eru stundum súrari en Naked Lunch og allt þetta með að breytast í hellisbúa og hreina orku er svolítið extreme. Það er mjög gaman að sjá William Hurt stíga fyrstu skrefin á kvikmyndaferlinum og Blair Brown sem leikur konu hans er líka mjög góð. Maður nær að kynnast persónunum vel og það er töluverð jákvæði þrátt fyrir miklar hamfarir. Áhugaverð mynd svo ekki sé minna sagt.
„Memory is energy! It doesn't disappear - it's still in there. There's a physiological pathway to our earlier consciousnesses. There has to be; and I'm telling you it's in the goddamned limbic system.“
El orfanato
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var í síðasta hluta myndarinnar, klukkan var að verða tólf. Ljósin voru slökkt hjá mér og allir aðrir farnir að sofa. Laura var ein í munaðarleysingjahælinu, það brakaði í gólfinu, spennan var að drepa mig. Þá heyrðist hvíslað barnarödd „pabbi, pabbi“. ÉG FRÍKAÐI ÚT! Kveikti ljósin og setti á pásu. Strákurinn minn var sem sagt vaknaður og vildi fá vatnsglas. Hjúkkett, ekki draugur. The Orphanage er ein besta draugamynd sem ég hef séð. Það er langt síðan ég hef vikið mér undan að horfa á atriði en ég gerði það næstum hér. Þetta er frumraun leikstjóra undir handleiðslu Guillermo Del Toro en hann hefði alveg eins getað leikstýrt, hún er það góð.
Spoiler – Myndin fjallar um par sem ættleiðir lítinn strák, Simón, og flytur inn í gamal munaðarleysingjahæli, sem reyndar konan hafði verið á sem barn. Simón talar um að sjá fimm lítil börn í húsinu sem hann leikur sér við en auðvitað trúir því enginn. Svo hverfur Simón. Foreldrarnir leita og leita og leita og ég segi ekki meir.
Það er alveg ótrúlegt hvað það er hægt að hræða mann með gamaldags aðferðum og spookí andrúmslofti. Það var lítið um tæknibrellur, blóð eða læti almennt. Allar persónur voru vel þróaðar. Allir leikarar voru frábærir og allt small einhvernveginn saman. Handritið var ótrúlega vel ofið, ekki oft sem maður sér jafn djúpa sögu í draugamynd. Endirinn var líkar þvílíkt áhrifamikill að ég var í stökustu vandræðum að sofna. Það er hægt að gangrýna eitthvað. Eins og að Laura, móðir Simón, hefði átt að fatta ákveðinn hlut mun fyrr og leita lausna. Mér fannst líka skrítið að pabbinn átti ekki að hafa orðið var við neitt, hmm kannski ekki. Ljótasta atriðið í myndinni er einhvernveginn over the top og passar ekki inn í en það skemmdi ekki of mikið. Frábær mynd í alla staða, algjör gimsteinn.
„They want to play a game.“
Sunshine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Danny Boyle er klárlega stærsti leikstjóri Breta um þessar mundir. Það skemmtilega við hann er ekki síst það að hann virðist vilja prófa að búa til allar gerðir kvikmynda. Hann er búinn að gera þriller, drama, hryllingsmynd, létta mynd og vísindaskáldsögu. Ég veit ekki hvort að hann sé með einhvern tékklista sem hann x-ar við eða hvort að þetta sé tilviljun. Skiptir ekki öllu. Sunshine er sem sagt sci-fi mynd. Plottið hljómar kunnulega og minnir á heimsendamyndir á borð við The Core og Armageddon. Í þetta skipti er sólin að deyja og það ógnar framtíð jarðarinnar. Hvað gera menn þá? Þeir taka að sjálfsögðu rúntinn til sólarinnar með sprengju á stærð við Kópavog og búa til „a star within a star“. Fullkomlega rökrétt.
Ég verð að segja að ég bjóst við betri mynd en þetta. Leikararnir stóðu sig vel, það er ekki við þá að sakast. Fyrsti klukkutíminn var mjög góður fannst mér, góð persónusköpun, áhugavert ferðalag og flott geimskip. Svo var mjög svalt sólarherbergið þar sem maður getur horft beint á sólina með ákveðnum filterum. Fyrir mitt leiti þá fór allt úrskeiðis eftir að þeir finna annað geimskip sem var fyrsta tilraunin í þessu verkefni (þetta var önnur). Ég skemmi ef ég segi meira en mér fannst Boyle gjörsamlega klúðra þessu á loka metrunum eins og myndin byrjaði vel.
„Mace: We should split up.
Harvey: I'm not sure that's such a good idea...
Mace: You're probably right. We might get picked off one at a time by aliens.“
Hunger
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ekki mjög uppliftandi mynd, enda á hún ekkert að vera það. Manni líður eiginlega hálf illa að horfa á hana smjattandi á nammi í þægilegum stól. Hunger er sönn saga sem fjallar um atburði í kringum árið 1981 þegar hópur fanga í írsku fangelsi fór í hungurverkfall. Þessir fangar voru hluti af írska Lýðveldishernum (IRA) með Bobby Sands í fararbroddi leikinn með tilþrifum af Michael Fassbender. Áhorfendum er ekki hlíft mikið. Meðferðin á föngunum er hroðaleg og minna helst á myndina Murder in the First með Kevin Bacon. Atriðin þar sem Sands sveltir sig eru óþægileg að horfa á með legusárum og öllu tilheyrandi. Ég held bara að hann hafi slegið út Christan Bale í Machinist hvað þyngartap varðar. Ég varð hálf þunglindur við að horfa á þessa mynd en hún er samt frábær fyrir því. Það er farið í flashback atriðum í æsku Sands sem er eiginlega sorglegt þegar maður veit hvert hann stefnir. Það er líka átakanlegt að sjá á foreldra hans horfa upp á son sinn fremja, í raun, sjálfsmorð. Ég get ekki annað en mælt með þessari mynd en það er betra að upplýsa fólk fyrirfram um hvað það er að fara út í. Þessi er ekki fyrir alla.
Það er sena í þessari mynd með 17,5 mín. skoti. Tveir menn sitja sem sagt og tala án þess að sjónarhorni sé breytt í 17,5 mín. Þetta er nýtt met. Það gamla var 8 mín. í The Player. Það merkilega er að senan heldur athygli manns allan tímann. Ég fann þetta um senuna: "Cunningham (leikur prestinn) is quoted by the Belfast Telegraph as saying: "I remember Steve [McQueen] on that first day saying: ‘I'm thinking of shooting this scene in one shot.’ And my immediate reaction was, ‘Are you out of your mind?’
“So every morning, we get up, he puts on the porridge and we start running the scene. We go on till six or seven o'clock until Steve turns up, looks at our progress, gives us some notes, and then off we go again. Running this scene 15 or 20 times a day for five days. So, when we arrived on set we just went straight into it: Take one, 23 minutes, right through. We did four takes, and they used the fourth,” he said."
The Black Hole
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Níu árum fyrir 2001, tveimur árum fyrir Star Wars og sama ár og Alien, kom sci-fi Disney myndin The Black Hole. Það er augljóst að áhrifin frá Star Wars eru mikil. Það eru geislabyssur, stór geimskip og ótrúlega pirrandi vélmenni sem er alltaf að koma með heims(ku)pekilegar athugasemdir eins og “a wolf remains a wolf, even if it has not eaten your sheep”. Þessi mynd er mjög vel gerð og hefur greinilega kostað sitt. Tæknibrellurnar voru flottar fyrir þennan tíma og módel af geimskipum mjög flott. Eitt af því sem fékk mig til að horfa á þessa er Robert Forster (úr Jackie Brown). Frábær leikari. Það eru annars engar stórstjörnur á svæðinu en flestir standa sig þó vel.
Spoiler – Myndin fjallar um áhöfn í geimskipi sem rekst á risastórt bandaríkst geimskip sem var talið týnt, a la Event Horizon. Geimskipið er alveg við svarthol. Áhöfnin fer inn og kemst að því að það er fullt af vélmennum þar inni og einn lifandi maður. Sá reynist vera frekar klikkaður vísindamaður sem ætlar sér að fara í gegnum svartholið í rannsóknarskyni. Seinna kemur í ljós að vélmennin eru í raun ekki öll vélmenni heldur leifar af gömlu áhöfninni. Þaðan fer allt í bál, brand og svarthol.
Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg og það kæmi mér ekki á óvart ef hún yrði endurgerð. Það er samt óþarfi af því að þessi hefur elst bara ágætlega fyrir utan pirrandi vélmennið. Áhugaverð mynd fyrir sci-fi aðdáendur.
“Something caused all this. But what caused... that cause?”
Pumping Iron
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mig hafði lengi langað að sjá þessa. Eftir Bigger Stronger Faster ákvað ég að drífa í því. Arnold Schwarzenegger er hér á hápunkti líkamsræktar ferlinum, 28 ára og fimmfaldur Mr. Olympia meistari. Þessir kallar leggja rosalega mikið á sig og eru gjörsamlega obsessed í vöðvaiðju sinni. Arnold hefur viðurkennt að vera á sterum, allavega rétt fyrir þetta tímabil. Er það samt ekki bara til að svara ákveðinni eftirspurn? Viljum við ekki sjá þessa kalla STÓRA? Hvað segið þið?
Æfingarnar fyrir næstu Mr. Olympia keppni er eins og sena beint úr Rocky. Arnold í hlutverki Rocky og Lou Ferrigno sem andstæðingurinn. Lou er gaurinn sem lék Hulk í gömlu þáttunum og nágrannann í King of Queens þáttunum. Aðrir kraftakarlar eru t.d. Serge Nubret, Ed Corney og Franco Columbu. Mér fannst Arnold mjög kaldrifjaður þegar hann talaði um að vilja skemma fyrir andstæðingum sínum svo að hann myndi vinna. Mér fannst það sýna hugarfarið og kannski ástæðuna fyrir því að hann er góður pólitíkus. Ferrigno er sálfræðilega mjög lítill í sér sem kom mér á óvart. Arnold er greinilega náunginn sem allir eru hræddir við og hann veit það! Það er ótrúlegt að hlusta á það sem veltur upp úr honum.
Mér fannst þessi mynd mjög skemmtileg. Það er enginn sögumaður og mér skilst að eitthvað af þessu sé skrifað (handrit). Það er enginn að reyna að gagnrýna þessa iðju, það er bara verið að segja ákveðna sögu og veita innsýn inn í þennan heim. Ragnhildur, þú hlýtur að hafa séð þessa. Hvað fannst þér um hana?
Arnold Schwarzenegger: “Franco is pretty smart, but Franco's a child, and when it comes to the day of the contest, I am his father. He comes to me for advices. So it's not that hard for me to give him the wrong advices.”
Arnold Schwarzenegger: “It's as satisfying to me as, uh, coming is, you know? As, ah, having sex with a woman and coming. And so can you believe how much I am in heaven? I am like, uh, getting the feeling of coming in a gym, I'm getting the feeling of coming at home, I'm getting the feeling of coming backstage when I pump up, when I pose in front of 5,000 people, I get the same feeling, so I am coming day and night. I mean, it's terrific. Right? So you know, I am in heaven.”
Zombi Holocaust
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá er það enn ein 70´s horror klassíkin. Þessi mynd er ítölsk og er minna þekkt en aðrar svipaðar sem ég hef fjallað um. Það verður samt að segjast eins og er að titillinn á þessum myndum er fara að hljóma voða mikið eins. Fyrst Cannibal Holocaust, svo Cannibal Ferox, nú Zombi Holocaust og ég á Cannibal Apocalypse eftir!
Mér fannst þessi mynd ansi bitlaus, en hún er pínu öðruvísi. Sagan segir frá fólki sem er að rannsaka dularfulla atburði í New York sem tengjast mannáti. Rannsóknin endar á eyju sem heitir Moluccas. Þar er fullt af mannætum og dularfullir mannætu uppvakningar. Í ljós kemur að það er brjálaður mad scientist læknir á eyjunni sem er að gera tilraunir með fólk og breytir þeim í uppvakninga. Það er fræg sena í þessari mynd þar sem zombi cannibal er drepin með utanborðsmótor, beint í andlitið. Kannski ekki mjög vel gert en mjög frumlegt. Kannski fékk Peter Jackson slátturvélahugmyndina fyrir Braindead hér??
Myndin er bara 84 mín. en tókst samt að vera langdregin. Það er allt of lítið af hasar og flest sem á að vera ljótt er frekar misheppnað. Ég veit ekki, kannski er ég bara að verða ónæmur. Leikararnir eru mjög slakir og öll þessi öskur voru mjög ósannfærandi. Það er mjög misjafn hvort að orðið uppvakningur er skrifað zombi eða zombie. Kannski er bæði rétt. Langaði bara að minnast á það.
Eins og algengt var á þessum tíma þá voru margir titlar í gangi á þessari mynd. Þeir eru: Dr. Butcher M.D., Dr. Butcher: Medical Deviate, Island of the Last Zombies, Queen of the Cannibals, Zombie 3 (fyrsta væri þá Dawn of the Dead eftir Romero og önnur Zombie 2 eftir Fulci).
“I could easily kill you now, but I'm determined to have your brain!”
The Chronicles of Narnia: Prince Caspian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Á meðan Ragnarök halda áfram með hruni markaða, pestum og uppskerubrestum þá held ég áfram að horfa á bíómyndir og blaðra um það á netinu. Úff, það var kvöl og pína að horfa á þessa mynd. Við erum að tala um 150 mín. af máttlausu ævintýri þar sem krakkakjánar stráfella fíleflda stríðsmenn í tugatali allt án þess að það sjáist í einn einasta blóðdropa. Ok, ég veit að þessi mynd er gerð fyrir börn en ég gat ómöglega tekið mark á þessum pirrandi börnum sveiflandi allt of stórum sverðum og skjótandi örvum sem hitta beint í hjartað í hvert einasta skipti. Allt of mikið af þessari mynd er svo stolið beint úr ákveðinni fantasíu trilógíu sem þarf ekki að nefna. Það var ekki að finna einn einasta góðan leikara í þessum hópi, þar með talinn náungann sem leikur prinsinn góða. Ég vona að ég sjái þann leikara ekki aftur.
C.S. Lewis er auðvitað virtur rithöfundur og ég get varla tjáð mig um bókina, það eru örugglega 15 ár síðan ég las hana. Mér skilst að sögunni hafi verið breytt talsvert fyrir myndina sem er óskiljanlegt. Það er samt fullt af klysjum sem er erfitt að réttlæta. Vondi frændinn sem reynir valdarán er grunnur og ótrúverðugur karakter. Sverðfima talandi músin kom beint úr Shrek 2. Svo allt þetta með hvort að Aslan sé lifandi eða ekki, yugh. Allar þessar ævintýraverur mistókust líka herfilega. Þið skynjið það kannski á mér að ég var ekki að fíla þessa mynd. Það var samt ekki allt slæmt, hún fær 1 stjörnu frá mér fyrir fallegt landslag og góða tónlist.
Star Trek
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég skellti mér á óvissusýningu í boði kvikmyndir.is. Takk fyrir mig Eysteinn, Tommi og félagar, frábært framtak. Ég var að vona að Star Trek yrði sýnd og lo and behold það varð raunin. Ég verð að byrja á að viðurkenna að ég er ansi mikill trekkari í mér. Ég hef séð horft á Star Trek í mörg mörg ár. The Nex Generation er í miklu uppáhaldi, ég elska DS9, hálf leiðist Voyager og þoli ekki Enterprise. Myndinar hafa verið misjafnar. Það er frægt að önnur hver mynd, jafnar tölur, er góð en hinar ekki. Sú hefð var rofin með Nemesis (nr.10) og rofin aftur með þessari nýju (nr.11).
Það var alltaf mikill sjarmi við upphaflegu seríuna. William Shatner var í guðatölu þegar hann lék Kirk, einskonar samblanda af Han Solo og James Bond. Það er kannski hægt að líkja þessu verkefni við endurreisn James Bond með Casino Royale. Líkt og hér þá var gert prequel með nýjum leikurum og einhvernveginn gekk allt saman upp. Lykilatriðið í báðum myndum var leikaraval. Ég hefði aldrei búist við því að það væri hægt að finna einhvern sem gæti leikið Kirk eða Spock. Það hefur hinsvegar tekist og það er kannski mikilvægasti þátturinn í velgengni myndarinnar. Chris Pine er að mestu leiti óþekktur en honum tókst að ná persónutöfrum Kirk. Zachary Quinto er fullkominn sem Spock. Hann lítur alveg eins og nær litlum töktum Nimoy vel. Talandi um kallinn, Leonard Nimoy leikur sjálfur stórt hlutverk í myndinni og bætir verulegri dýpt við. Í minni hlutverkum er varla veikan hlekka að finna. Karl Urban kom mér mjög á óvart sem hinn skapstyggi Leonard McCoy. “Are you out of your Vulcan mind?” Hann náði honum frábærlega, þetta gæti verið hans besta hlutverk á ferlinum. John Cho og Simon Pegg eru með lítil hlutverk sem Sulu og Scotty. Það er hinsvegar gott að eiga svona kalla í pokahorninu fyrir framhöldin. Zoe Saldana er góð sem ný útgáfa af Uhura og Anton Yelchin er skemmtilegur sem nýji Chekov. Hann var kannski pínu ýktur en það var gamli Chekov líka.
Til þess að mynd sem þessi virki þarf að vera gott illmenni. Mér fannst það takast ansi vel. Stærsti leikarinn í myndinni, Eric Bana, leikur Nero sem er Romulan. Það var sterkur leikur að fá reyndan leikara í þetta hlutverk. Það hefði verð svo auðvelt að ofleika og skemma en Bana gerði þetta vel. Svo verð ég að minnast á Winonu Ryder í litlu hlutverki sem móðir Spock. Mér er sama þótt þú hnuplaðir einhverju dóti fyrir nokkrum árum, Winona farðu að leika meira.
Ef ég segi eitthvað um söguna þá skemmi ég fyrir. Það er best að vita ekki neitt. Ég vil samt segja að mér fannst þetta ótrúlega sniðug leið til að endurræsa Star Trek myndaseríu.. þetta verður sko sería. Það er stöðugt verið að vísa í gömlu seríuna með einum eða öðrum hætti í þessari mynd. Krissi fór með mér á hana og skildi varla neitt í neinu. Kveikti ekki á því að gaurinn í rauða gallanum væri líklega dauðans matur og fattaði ekki af hverju það var fyndið þegar Scottie sagði “I´m giving it all she´s got captain”. Það getur því verið að þeir sem eru ekki mikið inni í Star Trek finna sig ekki í þessari mynd. Það er ansi mikið um svona inside húmor sem mér fannst frábær en Krissi var ekki að ná. Hann er reyndar ekki gott dæmi, gaurinn hefur ekki einu sinni sé Terminator mynd, Enga! Þið getið sent honum hate mail á flotti@hotmail.com ;-)
Allt í allt var þessi mynd næstum eins góð og hún gat orðið. Það er svigrúm til að gera enn betur en þetta var fullkomin ný byrjun. Framhöldin þurftu þessa fyrstu til að byggja á líkt og Spider-Man og X-Men framhöldin þurftu þá fyrstu (nr. 2 ekki 3). Myndin bætir við dýpt, sérstaklega hvað persónu Kirk og Spock varðar án þess að draga úr dulúð. Tæknibrellurnar eru flottar og bara stærðin og skalinn á öllu var stundum yfirþyrmandi...á góðan hátt. Skv. imdb kemur Abrams með framhald árið 2011. Ég get ekki beðið!
“James T. Kirk was a great man... but that was another life.”
The King of Kong
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
The King of Kong fjallar um mennina sem eru bestir í upprunanlega Donkey Kong arcade leiknum. Það er magnað að það sé ennþá verið að spila þessa gömlu leiki á fullu. Fyrst er horft til fortíðar þegar Billy Mitchell setti heimsmet í Donkey Kong sem stóð svo í næstum 25 ár. Svo gerðist það að Steve Wiebe sló metið og allt varð vitlaust. Það er mjög gaman að sjá inn í þetta litla samfélag og furðufuglana sem búa í því. Mitchell er eiginlega vondi kallinn og frekar ógeðfelldur persónuleiki. Hann minnti mig mest á David Brent úr breska The Office. Wiebe virðist frekar venjulegur við fyrstu sýn en hann er í raun gjörsamlega heltekinn af Donkey Kong. Konan hans og börnin mæta afgangi á meðan hann hangir öll kvöld í bílskúrnum og spilar. Eiginlega frekar sorglegt.
Myndin minnti mig mikið á Wordplay sem ég tók fyrir um daginn. Við erum með lítið nörda samfélag og nokkra aðila sem eru að reyna að vera bestir. Það eru ákveðnar reglur sem fara verður eftir. Öll met þurfa að vera staðfest af ákveðnum aðilum þannig að þessir menn taka upp alla leiki sem þeir spila í heimahúsum og senda spóluna til staðfestingar. Mér fannst þetta mjög skemmtileg mynd en það voru gallar. Endirinn olli vonbrigðum, ég átti von á rosa uppgjöri en það kom eiginlega aldrei. Frekar mikið anti-climax. Myndin er ekki nema 79 mín. og hefði í raun mátt vera lengri svo maður fengi að kynnast þessum heimi betur. Allt í allt samt fyndin og áhugaverð heimildamynd.
“I wanted to be a hero. I wanted to be the center of attention. I wanted the glory, I wanted the fame. I wanted the pretty girls to come up and say, hi, I see that you're good at Centipede.”
Ghost World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ghost World er ein af þessum myndum sem ég get alltaf horft á. Ég held að það eigi allir nokkrar þannig myndir, einskonar happy place. Ég gæti bætt við í flokkinn t.d. Jackie Brown, Die Hard, True Romance, The Matrix, Napoleon Dynamite, Fight Club, Once Upon a Time In The West, Back To The Future, Rocky IV og svo framvegis. Anywho.. Ghost World er gerð eftir teiknimyndasögum Daniel Clowes. Það er erfitt að segja um hvað myndin fjallar beint. Eiginlega bara samskipti og samband nokkurra ólíklegra einstaklinga. Steve Buchemi er í einu af sínum bestu hlutverkum í myndinni sem plötusafnarinn Seymour. Thora Birch leikur aðalhlutverkið, þ.e. pínu skrítna stelpu sem kynnist Seymour. Í mínum huga er þetta myndin sem kom Scarlett Johansson á kortið. Henni hefur tekist mun betur að koma sér áfram en Birch, hvar hefur hún eiginlega haldið sig?
Þessi mynd er stútfull af fyndnum persónum og skemmtilegum samræðum. Maður þarf bara að nefna redneck gaurinn í bensínstöðinni eða speisaða listakennarann. Horfið bara á trailerinn. Það er lag í þessari mynd sem ég leitaði uppi og hef hlustað á milljón sinnum síðan. Devil Got My Woman eftir Skip James, fæ ekki nóg af því. Eru fleiri en ég þarna úti sem elska þessa mynd? Þeir sem ekki hafa séð hana, drífið í því!
„Well, I have to admit that things are really starting to look up for me since my life turned to shit.“
Once
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er búinn að vera að hlusta á mikið á kvikmyndatónlist undanfarið. Sá diskur sem endar alltaf í spilaranum aftur og aftur er tónlistin úr þessari mynd. Þetta er sannkölluð indie mynd. Hún kostaði sama og ekki neitt. Leikararnir hafa sama og enga reynslu og sagan er sáraeinföld. Bara einföld ástarsaga. Það skiptir ekki máli af því að þessi mynd og þessi tónlist er ÆÐISLEG.
Glen Hansard og Markéta Irglová fara með aðalhlutverkin. Myndin gerist í Dublin, hann er írskur og hún tékknesk. Tónlist dregur þau saman og þau túlka tilfinningar voða mikið í textunum, t.d. í Lies. Það eru fullt af perlum á disknum eins og If You Want Me, Say It To Me, When You Mind´s Made Up og Falling Slowly. Þetta er ekki söngleikur en það er mikið sungið. Hansard er í raun tónlistarmaður sem var fenginn til að gera tónlistina fyrir myndina en þótti svo góður að hann fékk aðalhlutverkið.
Ef þið hafið gaman af góðri tónlist þá get ég ekki mælt nógu mikið með þessari mynd. Kaupið svo soundtrackið og þið verði hooked eins og ég.
Mar adentro
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er glerharður karlmaður með vagavöðva og mucho bringuhár (uhh) en þessi mynd snerti mig. The Sea Inside vann óskarsverðlaunin fyrir bestu erlendu myndina árið 2005. Hún hefði svo sem mátt vinna bestu mynd ársins mín vegna af því að hún er betri en Million Dollar Baby! Myndin er sannsöguleg og segir frá Ramón Sampedro sem hálsbrotnaði og lamaðist fyrir neðan háls. Hann óskaði opinberlega eftir því að deyja og ...um það er myndin.
Myndin spyr mikilvægra spurninga um tilgang lífsins, líknardráp og rétt manna til að deyja. Hver verður að svara fyrir sig. Ég verð hinsvegar að segja að ef búið er að ganga úr skugga um menn séu heilir á geði og ef lífsgæði þeirra eru engin þá finnst mér að þeir eigi rétt á því að binda endi á eigið líf. Hvað finnst ykkur?
Þessi leikstjóri er alveg magnaður. Ég þarf að fá Abre los ojos hjá ykkur Benni og Iðunn. Tesis og The Others voru virkilega flottar en þessi er betri en þær báðar. Javier Bardem er klárlega einn af topp 5 leikurum í dag, hann hefur sannað það hvað eftir annað. Þrátt fyrir efnisval er þetta ekki þynglyndismynd. Mér fannst hún nokkuð létt á köflum og skemmtileg. Allar helstu persónur eru vel þróaðar og allir leikarar standa sig vel. Fantasíu atriðið er líka vel heppnuð þar sem Ramón flýgur út um gluggann sinn í átt að hafinu. Virkilega falleg mynd.
“The person who really loves me will be the one who helps me die. That's love, Rosa. That's love.”
Condenado a vivir er önnur mynd sem gerð var um Ramón Sampedro árið 2001.
Resident Evil: Extinction
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Fyrsta var fín, önnur var fúl og þriðja er bara fjör! Fáið ykkur einn kaldan, súkkulaðirúsínur og drepið fullt af zombies! Milla Jovovich er mætt aftur sem femme fetale stríðskvendið ógurlega. Hún er mun meira sannfærandi en Rhona Mitra í Doomsday, sem er reyndar takmarkað hrós. Sú mynd á reyndar mikið sameiginlegt með þessari. Mad Max myndirnar eru mikill áhrifavaldur í báðum tilvikum. Það er jú einhver vírus að gera út af við mannkynið og menn keyra um auðar götur á gömlum trukkum, Road Warrior style!
Þegar hér er komið við sögu er nánast búið að þurrka út mannkynið og jörðin er nánast orðin að eyðimörk. Það er þó ekki öll von úti um lækningu og auðvitað...annað framhald. Þessar myndir eru gerðar eftir vinsælum tölvuleikjum sem er oftast ekki góðs viti. Þessi og fyrsta Resident Evil myndirnar eru undantekningar frá þeirri reglu. Þessi mynd er hröð, skemmtileg og gefur manni nákvæmlega það sem maður vill. Það er ákveðið sci-fi element í gangi (klónar) sem gerir myndina áhugaverðari fyrir vikið, fannst mér allavega. Svo er atriði beint úr The Birds með zombie hröfnum. Blóðhundarnir koma aftur og eitthvað nýtt sem ég ætla ekki að skemma.
Paul W.S. Anderson er í raun maðurinn á bakvið þessa seríu. Hann leikstýrði bara fyrstu en skrifar þær allar. Hann er pínu umdeildur en ég hef alltaf svolítið gaman að honum. AVP, Event Horizon og Death Race voru allar skemmtilegar þrátt fyrir galla sama hvað hver segir.
Það verður samt að segjast að, líkt og í Doomsday, þá eru allar persónur frekar óáhugaverðar. Þetta er stór mínus þegar þeir eru í lífshættu og manni er eiginlega skítsama hvort þeir deyji eða ekki. Samt, þessi mynd er mun betri en ég bjóst við. Ef þið eruð enn að lesa, látið vaða!!
“I knew your sister. She was a homicidal bitch.”
Doomsday
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég er mikill aðdáandi fyrstu tveggja mynda Neil Marshall. Hann er leikstjóri sem þorir og gerir myndir sem hann myndi vilja sjá. Skemmtilegar strákamyndir!! Í þetta skipti ákvað Marshall að gera mynd í anda sumra af hans uppáhalds myndum, þ.e. Escape From New York, Mad Max og Warriors. Hann var gagnrýndur talsvert fyrir að hafa stolið heilu senunum í þessari mynd og það er svo sem mikið til í því. Það er ein sena t.d. sem ég get svarið að kemur beint úr Aliens. Hann sagði að þetta væri ekki stuldur heldur homage. Góðu fréttirnar eru að þetta eru allt góðar myndir sem hann er að “stela” frá. Þær eru allar skemmtilegar og það er Doomsday líka. Hvað finnst ykku, hvenær er maður að stela og hvenær er maður með homage? Hvar liggja mörkin?
Í myndinni brýst út vírus sem enginn fær ráðið við. Á endanum er Skotland sett í sóttkví eins og það leggur sig. Þrjátíu árum síðar skýtur vírusinn upp kollinum aftur og myndir frá Skotlandi sýna að þar eru menn enn á lífi. Það er því ákveðið að fara inn í Skotland í von um að finna lækningu.
Hin dúndurheita Rhona Mitra leikur Snake Pliskin karakterinn. Þið ættuð að muna eftir henni úr The Practice og Boston Legal. Hún er samt allt of stíf og alvarleg. Kurt Russell var 100 sinnum betri Snake. Það eru gæða aukaleikarar á sveimi á borð við Malcolm McDowell, Bob Hoskins og Alexander Siddig (úr DS9). Myndin er með fullt af hasar og öllu tilheyrandi en það eru samt stórir gallar til staðar. Í fyrsta lagi er hún svo ófrumleg að hún lætur Vinstri Græna líta út eins og snillinga..uh já. Svo eru villimennirnir í Skotlandi eitthvað svo klénir og beint úr Mad Max 2. Engin persóna var nógu áhugaverð til að maður langaði að kynnast henni og það er aldrei gott. Þetta er samt skemmtileg mynd ef maður vill bara smá afþreyingu.
“In the land of the infected, the immune man is king.”
21
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frá snillingnum sem færði okkur Legally Blonde kemur næsta Rounders! Ekki beint. Póker er nú meira mitt spil, en Blackjack getur verið skemmtilegt líka. Þessi mynd er sannsöguleg og segir frá háskólanemum úr MIT sem vinna saman að því að telja spil í 21 og ná þannig að “vinna leikinn”. Allt er þetta gert undir handleiðslu kennara þeirra sem er leikinn af Kevin Spacey. Það er alltaf gaman að fylgjst með Spacey og hann er klárlega það besta við þessa mynd. Vandamálið er að flestir aðrir leikarar eru frekar leiðinlegir, kannski fyrir utan Laurence Fishburne. Óþekktur leikari, Jim Sturgess, leikur aðalhlutverkið og ég held að hann muni bara haldast óþekktur. Hann væri kannski góð barnapía, gæti svæft mörg börn í einu á augabragði. Anywho, myndin er ekki alslæm, það eru skemmtileg atriði. Spilamennskunni er þó ekki gerð nógu góð skil og það er alltof fyrirsjáanlegt hvert myndin stefnir...þó hún sé sannsöguleg. Svo er hún allt of löng. Ef hún væri 90 mín myndi hún örugglega vera miklu betri og þéttari.
Það kom mér á óvart að hún væri ekki betri þessi mynd. Hún hefur fengið ágætis dóma, með 6,8 á imdb og hefur verið tilnefnd til einhverra verðlauna. Don´t believe the hype. Sleppið þessari.
“If I see you in here again, I will break your cheekbone with a small hammer.”
Alien Autopsy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er byggð á sönnum atburðum sem flestir muna sjálfsagt eftir árið 1995, það er nú ekki svo langt síðan. Ja, það eru reyndar 14 ár, úff jæja. Tveir breskir náungar eru birta myndir af krufningu geimveru og eru svo sakaðir um að hafa falsað allt saman. Declan Donnely og Ant McPartlyn eru frægir grínistar í UK undir nöfnunum Ant og Dec. Þeir reyna fyrir sér sem alvöru leikarar og tekst ágætlega til, ekki mikið meira. Myndin er létt og nokkuð skemmtileg en alls ekki nógu fyndin. Mér fannst efnið líka verða fljótt þreytt. Í myndinni fá félagarnir alvöru upptöku af alien krufninu en tekst að skemma hana og búa bara til nýja í staðinn. Svo er einhver glæpon á eftir þeim af því að þeir skulda honum peninga. Ég veit ekki hvernig alvöru atburðarásin var en hún var örugglega ekki svona, ekki að það skipti máli. Þetta er ágæt afþreying en ekki fara að leita að henni.
"It's not a fake, more of a remake."
Cannibal ferox
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd var bönnuð í 31 landi á sínum tíma og ekki af ástæðulausu. Hún er ansi nasty á köflum en hún er reyndar miklu meira en það. Ég bjóst við frekar heilalausri ræmu en það er plott í þessari mynd, þó hún sé kannski ekki beint The Silence of the Lambs. Myndin minnir mikið á Cannibal Holocaust, enda gerð 1 ári síðar. Líklega hefur planið verið að líkja eftir þeirri mynd og vonandi hennar velgengni. Sagan segir frá ungu fólki frá Bandaríkjunum sem fer í Amazon frumskóginn til að sanna eða afsanna tilvist mannætna. Þau hitta tvo Kana sem fullyrða að þeir hafi orðið vitni af mannáti en þeir reynast svo ekki alveg allir þar sem þeir eru séðir. Það eru fléttaðar senur úr New York við Amazon senurnar en þær bæta akkúrat engu við. Ef þeir hefðu bara sleppt því öllu saman hefði myndin verið þeim mun betri. Sumar senur í myndinni er mjög fyndnar. Ég veit ekki hvort að það var af ásettu ráði en ég hló samt sem áður.
Það er mikið um raunverulegt dýraofbeldi. Blettatígur drepur apa, anakonda drepur pokarottu og iguana eðla drepur snák. Maður hefur svo sem séð annað eins í dýralífsmyndum á RÚV. Svo er líka sýnt þegar innfæddir drepa skjaldböku og lítinn krókódíl. Það er algjörlega óþarfi af því að það kemur sögunni ekkert við, bara gert til að sjokkera. Annað ofbeldi er ansi brútal, held að ég hlífi ykkur við lýsingu. Mér finnst myndir frá þessu tímabili mjög skemmtilegar. Það er eitthvað sérstakt element við þær sem er erfitt að skilgreina. Það var varla til neitt sem hét taboo í svona myndum og það er stundum hressandi.
“..and then they ate his genitals”!
Suspiria
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Suspira er frægasta mynd ítalska giallo hrollvekjumeistarans Dario Argento. Í rauninni er þetta þekktasta ítalska hryllingsmynd allra tíma. Ég er lengi búinn að vera með augastað á henni og núna er ég loksins búinn að sjá hana. Það er alltaf góð tilfinning þegar maður er lengi búinn að bíða eftir einhverju og horfir á myndina, hlustar á diskinn, borðar matinn og endurraðar dvd safninu sínu...uh já. Myndin er fyrst og fremst þekkt fyrir stíl. Það er mikið um litaða ljósafiltera sem búa til yfirnáttúrulega stemmningu. Myndin er í GLORIOUS TECHNICOLOR og fær því að njóta sín extra vel. Tónlistin er gothic og passar vel við. Annars er leikurinn ekki upp á marga fiska og plottið...
Spoiler – Sagan segir frá ungri amerískri stúlku sem fer í virtan ballettskóla í Þýskalandi. Ég bjóst eiginlega við Ítalíu en skiptir ekki máli. Dulafullir hlutir fara að gerast og fólk fer að deyja eða einfaldlega hverfa. Í ljós kemur svo að allar konurnar sem kenna við skólann eru nornir. Þannig að spurningin er, sleppur hún lifandi. Sagan er ekki mikið dýpri en það. Ég er varla að trúa því en ég held að það sé verið að endurgera hana, til hvers spyr ég bara?
Eins og ég segi er andrúmsloftið í þessari mynd magnað. Hún er mjög listræn eins og þið sjáið ef þið horfið á sýnishornið. Það eru hinsvegar gallar á henni sem er erfitt að líta framhjá. Samt vel þess virði að bíða eftir.
“Hell is behind that door! You're going to meet death now... the LIVING DEAD!”
Blood Sucking Freaks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ekki mynd sem maður myndi biðja um úti á leigu. “Afsakið, er Bloodsucking Freaks inni”? Þessi mynd er allt öðruvísi en ég bjóst við, hún var bara ansi létt og ég skemmti mér vel. Myndin segir frá Master Sardu og pyntingarsýningu hans. Á sýningum eru berrassaðar konur pyntaðar, aflimaðar og drepnar. Það sem áhorfendur vita ekki er að allt er raunverulegt. Myndin er mjög sjúk en samt einhvernveginn getur maður alls ekki tekið þetta alvarlega. Tæknibrellurnar eru of lélegar, leikurinn of silly og svo er aðstoðarmaður Sardu snaróður dvergur. Það er mjög áhugavert að sjá myndir frá þessu tímabili, það einhvernveginn mátti allt. Þessi mynd er eitthvað óskilgreint, hvorki fulg né fiskur. Hún er ekki varla hryllingsmynd, það er engin spenna en nóg af ofbeldi. Hún er ekki grínmynd en hún er samt fyndin. Ég vill samt taka fram að það er alveg söguþráður sem er nokkuð góður. Ég er samt engu nær að skilja titilinn, það eru engin bloodsucking freaks sjáanleg. Kannski er verið að vitna í allsberu mannætukonurnar í búrunum í kjallaranum, hlýtur að vera.
Myndin gengur líka undir nöfnunum The Incredible Torture Show, Heritage of Caligula, The House of the Screaming Virgins. Leikstjórinn segist hafa fengið innblástur frá S&M ballet sýningu og myndum á borð við Ilsa, She Wolf of the SS.
Die Welle
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Die Welle (Bylgjan) er þýsk mynd um félagslega tilraun í skólastofu. Ég hélt að hún yrði svona eins og Das Experiment en hún er reyndar mjög ólík þeirri mynd. Sagan segir frá kennara nokkrum, leiknum af Jürgen Vogel, sem kennir kúrs sem kallast Autocracy. Til að sýna fram á hvað það þýðir að búa undir einræðisherra er ákveðið að fara í ákveðinn hlutverkaleik. Vogel er einræðisherran og nemendurnir hlýðnir þegnar sem minna á Hitler-Junge. Auðvitað fer þessi æfing úr böndunum með áhugaverðum og skemmtilegum afleiðingum. Myndin vekur mikilvægar spurningar og reynir að svara þeim. Sú stærsta er líklega sú hvort að sagan gæti endurtekið sig. Virkilega áhrifarík og góð mynd í alla staði, mæli eindregið með henni. Heil Die Welle!!
Myndin er gerð eftir bók, skrifuð af Todd Strasser, sem hefur verið kennd mikið í þýskum skólum, einskonar víti til varnaðar. Árið 1981 var gerð stuttmynd um hana með sama titli. Þetta er því í raun endurgerð.
Frozen River
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er lítill gullmoli sem er þess virði að sjá. Myndin segir frá fátækri fjölskyldu í smábæ í Bandaríkjunum (Á milli New York og Quebec) nálægt Mohawk indjánasvæði. Melissa Leo fer með aðalhlutverkið. Hún leikur konu sem í örvæntingu sinni þarf að grípa til ólöglegra úrræða til að bjarga fjölskyldu sinni. Ég ætla ekki að segja of mikið en myndin fer ekki þær leiðir sem ég bjóst við. Myndina má túlka sem ákveðna gagnrýni á þá meðferð sem indjánar eru beittir í Bandaríkjunum. Hún nær líka yfir innflutning ólöglegra innflytjenda og ömurlegan raunveruleika sem margar fjölskyldur búa við á hverjum degi. Þetta er EKKI svona mynd sem rífur hjartað úr manni og hoppar á því eins og Once Were Warriors eða Monster og skilur mann eftir í rusli. Ekki vera hrædd við þessa.
Leo fékk tilnefningu til óskarsverðlauna fyrir hlutverk sitt (tapaði fyri Kate Winslet). Myndin var líka tilnefnd fyrir besta handrit (tapaði fyrir Milk). Myndin vann hinsvegar Grand Jury Prize á Suncance sem eru mjög virt verðlaun.
Slacker Uprising
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það þurfti að reykhreinsa pleisið mitt eftir þessa mynd, en fnykurinn er enn til staðar. Ég hef yfirleitt haft nokkuð gaman af Michael Moore myndum en það er greinilega ekki hægt að treysta á það. Oftast hefur maður getað hlegið af einhverju og haft gaman af furðulegum uppátækjum eins og að fara til Guantanamo Bay eða lesa Patriot lögin fyrir þingmönnum. Þessi mynd er algjörlega botninn á hans ferli og einfaldlega ein versta mynd sem ég hef séð. Hún er það slæm að ég var farinn að hraðspóla en náði samt ekki út á enda, vonandi fyrirgefið þið mér það. Myndin er alls ekki heimildarmynd í raun og veru. Hún fylgir Moore eftir, rétt fyrir Bush-Kerry kosningarnar, þar sem hann fer í 60 borgir í Bandaríkjunum og heldur ræður í tilraun til að fá ungt fólk til að kjósa. Löng setning. Myndin er því bara ræða eftir leiðinlega ræðu og svo hræðileg að ég á bara ekki orð. Hún fær hálfa stjörnu fyrir ánægjulegt live atriði með Eddie Vedder. Annars var ég að spá í að sleppa henni í kvikmynd dagsins en langaði bara að vara ykkur við. Ekki sjá þessa mynd þó þið fáið borgað fyrir það, farið og gerið eitthvað skemmtilega í staðinn eins og að fara til tannlæknis eða eitthvað. Nóg komið...
“Hi, I´m Michael Moore. I´m an over weight guy who used to make documentaries. Now I´m only doing these self indulgent films about nothing to make money off my name.”
Wordplay
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það besta við heimildamyndir er að þær opna fyrir manni nýja heima sem að maður vissi stundum ekki einu sinni að væru til. Wordplay er algjörlega dæmi um slíkt. Þessi mynd fjallar um krossgátusmiði og snillingana sem eru bestir í að leysa þær. Við kynnumst fyrst náungum sem hugsa ekki um annað en að smíða vísbendingar í næstu krossgátu. Virtasta krossgáta í heimi er víst New York Times krossgátan. Vissi einhver það? Hélt ekki. Árlega er haldið landsmót krossgátusnillinga og við fáum að kynnast bestu 5-6 snillingunum áður en haldið er á stórmótið sem er ein stærsta samkoma nörda síðan síðasta Star Trek convention. Auk þeirra bestu er rætt við Bill Clinton og grínistann John Stewart sem báðir eru krossgátusjúklingar. Það er alveg ótrúlegt hvað þetta fólk er fljótt að leysa krossgátur og hversu mikinn áhuga þau hafa á þessu. Ég hefði aldrei trúað því hvað mynd um krossgátur gæti verið skemmtileg. Ég er alveg glataður í svona gátum og reyni ekki einu sinni við sudoko, en hvað um það. Í lokin verður myndin raunverulega spennandi þegar keppt er til úrslita á landsmótinu. Mjög góð mynd!
“I am a Times puzzle fan. I will solve, in a hotel, a USA Today, but I don't feel good about myself when I do it.”
Not Quite Hollywood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ok, þessi mynd er eiginlega nær því að vera einhversskonar rússíbani en bíómynd. Þetta er heimildarmynd um hálfgleymdan flokk af B myndum frá Ástralíu. Eins og titillinn bendir til þá kallast þær Ozploitation, þ.e. Aussie exploitation. Myndinarnar eru ódýrar, kolbrjálaðar og reyna að gera allt í sínu valdi til að skemmta áhorfendunum eins mikið og hægt er. Er það ekki það sem myndir eiga að gera? Hér eru ljósbláar myndir, grínmyndir, hryllingsmyndir og bílamyndir...you name it. Það er virkilega búið að kveikja áhugann minn á mörgum af þessum myndum. Þær sem mig langar ekki að sjá var samt gaman að sjá úr, bara af því að þær eru allar svo brjálaðar.
Myndin skiptist í þrjá hluta sem skýra sig að mestu sjálfir:
1. Ockers, Knockers, Pubes and Tubes.
2. Comatose Killers and Outback Chillers.
3. High Octane Disasters and Kung Fu Masters.
Það er talað við sérfræðinga eins og Quentin Tarantino, George Miller, James Wan og Greg Mclean. Það er gaman að sjá frægu leikarana sem voru plataðir til Átralíu, eins og Jamie Lee Curtis og Dennis Hopper. Helstu myndir sem rætt var um voru Alvin Purple, Australia After Dark, Patrick, Razorback, Dark Age, Lost Weekend, BMX Bandits, Mad Dog Morgan, Road Games, Fair Game og auðvitað Mad Max. Eftirminnilegasti leikarinn er áhættuleikarinn Grant Page sem virtist vera alveg sama um líf sitt og limi, magnaður gaur. Svo var það hinn mjög svo sérstaki Jimmy Wang, kung fu stjarnan, mjög sérstök týpa. Ef ég ætti að gagnrýna eitthvað við þessa mynd þá er eina vandamálið að það er farið yfir svo margar myndir að maður nær ekki alltaf að átta sig á þeim nógu vel. Það er samt erfitt að vera með leiðindi út af því þar sem myndin er áhugaverð, hröð og skemmtilega alla leið í gegn. Ef hún er of hröð þá er bara að horfa á hana aftur! Sjáið þessa ef þið hafið einhvern áhuga á kvikmyndum.
“Who the fuck thinks of this stuff”
Garbage Warrior
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Garbage Warrior er heimildamynd um arkitektinn og umhverfissinnann Michael Reynolds sem ofbauð ofneysla nútímans og ákvað að gera eitthvað í því. Reynolds er sérvitur furðufugl og hippi en nokkuð klár og fullkomið viðfangsefni fyrir heimildamynd. Það sem hann ákvað að gera er að byggja hús sem er algjörlega sjálfbært, með engum leiðslum inn og engum út, ekki heldur skolpi. Húsin byggir hann meira og minna úr sorpi, þ.e. flöskum, dósum, dekkjum og fleira. Áður en hann veit af er hann búinn að laða að sér allskonar furðufugla sem vilja fá svona hús og lítið samfélag myndast. Auðvitað eru þessar byggingar ekki í samræmi við neinar reglugerðir svo að kallinn þarf að berjast við ríkið um tilverurétt sinn.
Þetta er mjög áhugaverð mynd um heim sem ég vissi ekki að væri til. Það er alveg ótrúlegt að sjá þessi hús Reynolds, minni mest á Flinstones eða eitthvað álíka. Heimildamynd gærdagsins var betri en þessi er samt vel þess virði að sjá.
“I´m trying to save my ass, and that´s a powerful force”.
Bigger Stronger Faster*
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta er ein áhugaverðasta og skemmtilegasta heimildamynd sem ég hef séð á mínu stutta lífi. Chris Bell er einn af 3 bræðrum sem allir eru kraftakarlar. Munurinn á Bell og bræðrum hans er sá að þeir nota stera en ekki hann. Bell fór því á stúfana og rannsakaði orsök og afleiðingar. Saga vöðvadýrkunar er rakin frá Charles Atlas til Hulk Hogan, Stallone og Schwarzenegger. Það er talað um steranotkun ríkisstjórans, Ben Johnson og fleiri. Það kom mér á óvart hvað steranoktun viðist vera algeng. Hún er allstaðar í hafnarbolta, amerískum fótbolta og frjálsum íþróttum. Það er sýnt fram á að Carl Lewis féll á lyfjaprófi fyrir ólympíuleikana 1988 en fékk samt að taka þátt. En Bell kafar samt mun dýpra en það. Hann fær álit ýmsra aðila á sterum, bæði með og á móti. Það eru færð ansi góð rök fyrir lögleiðingu og banni. Það er kafað ofan í aðrar leiðir til að bæta árangur á ýmsum sviðum (performance enhancers). Það kom mér töluvert á óvart hversu algengt þetta er. Tónlistarmenn nota lyf sem stoppar flæði adrenalíns og kemur í veg fyrir taugaveiklun. Her flumenn nota amfetamín töflur til að halda fókus í orustuþotum og svo framvegis.
Almenningsálit virðist vera mjög á móti notkun stera, fyrst og fremst af því að það er talið verið svindl. Ekki endilega af því að það er hættulegt. Samt sem áður er það vitað að flestir eru á þessum lyfjum og það er ekki mikið gert til að stöðva það. Svo verður maður að spyrja sig, á að stoppa það? Þetta fólk er að taka áhættu með sinn líkama og við fáum skemmtilegri íþróttir fyrir vikið. Það er samt ömurlegt að góðir íþróttamenn virðast ekki eiga séns á að vera í toppsætið án þess að taka einhver vafasöm lyf. Hvað er ykkar álit á sterum? Horfið á þessa mynd, afstaða ykkar gæti breyst.
“In sports you should play fair. In war, you shouldn't play fair at all.”
Grandma's Boy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Grandma´s Boy er grínmynd sem ég hafði ekki heyrt um en bróðir minn krafðist þess að ég myndi horfa á hana. Myndin fjallar um tölvuleikjagúrúinn Alex sem neyðist til að flytja inn til ömmu sinnar og vinkvenna hennar. Allen Covert leikur ömmustrákinn. Hann er mjög góður grínleikari sem ekki margir vita um. Hann hefur verið aukahlutverk í ótal grínmyndum en ég held að þetta sé hans fyrsta aðalhlutverk. Endilega leiðréttið mig ef svo er ekki. Linda Cardellini (Freaks and Geeks, ER) leikur standard gelluna á svæðinu. Það er eitthvað mjög jummy við hana. Svo er fullt af fyndnum aukahlutverkum með t.d. Jonah Hill og Joel Moore. Það er líka mjög gaman að sjá fræga leikara í pínu hlutverkum eins og Rob Schneider og David Spade. Sagan er kannski ekki upp á marga fiska en þetta er mjög fyndin grínmynd. Húmorinn er ekki mjög fágaður en stundum er aulahúmor málið, horfið bara á sýnishornið. Mæli með þessari!
“Dude, jerking off on my mom is one thing. But banging your grandmother and her roommates? That's like... legendary.”
Cronos
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ahh, fyrsta mynd litla feita Mexíkanans Guillermo del Toro. Ég er búinn að vera lengi á leiðinni að sjá þessa. Og olli hún vonbrigðum? Ó, nei! Strax í byrjun finnur maður fyrir návist lita hobbitans. Við erum með uppáhaldshluti del Toro, þ.e. skordýr og klukku mekanisma. Ron Perlman er á svæðinu í toppformi og annað trademark element, hið yfirnáttúrulega, í þessu tilviki vampýrur.
Spoiler - Sagan segir frá gömlum manni sem á fornmynjabúð og kemst yfir skrítið tól sem kallast “the cronos device”. Eins og sést á plakatinu þá lætur maður tólið bíta sig og framlengir þar með lífið sitt. Eina vandamálið er auðvitað að maður breytist í vampýru. Myndin tekur vinstri stefnu þegar ríkur en veikur maður nálgast gamla manninn og vill fá tækið.
Þessi mynd er virkilega góð. Andrúmsloftið er drungalegt en einstakt. Þetta er ekki eins og nein önnur vampýrumynd sem ég hef séð. Það er ekki litið á gott og illt sem svart og hvítt. Allur leikur var framúrskarandi Federico Luppi og Tamara Shanath. Svo dýrka ég Perlman en förum ekki nánar út í það. Mæli með henni ef þið finnið hana, horfið á sýnishornið og sannfærist!
“That fucker does nothing but shit and piss all day, and he wants do live longer?“
Accepted
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Accepted er mynd sem er að reyna að vera nýja Revenge of the Nerds en tekst það ekki alveg. Ég veit að það er lítið vit í því að vera að hugsa um hvað sé raunhæft í svona myndum en ég komst ekki yfir hvað sagan er heimskuleg í þessari mynd. Spoiler - Justin Long leikur strák sem kemst ekki í neina háskóla svo að hann ákveður að búa til einn frá grunni, þ.e. South Harmon Institute of Technology (S.H.I.T.). Hann lætur gera heimasíðu og leigir gamalt geðveikrahæli sem hann málar og gerir upp á met tíma. Honum tekst einhvernveginn að plata foreldra sína með því að fá plat nemendur á svæðið og plat skólastjóra. Vinur Long, leikinn af Jonah Hill, gerði heimasíðuna þannig að hún samþykkti allar umsóknir svo að 300 manns mæta á svæðið í háskólanám.
Það er mikið verið að reyna að færa rök fyrir því að háskólar þurfi ekki allir að vera eins og að menntun sé almennt meingölluð af því að hún mótar alla á sama hátt. Það er voða erfitt að kaupa það að það sé eitthvað vit í S.H.I.T. þegar allir eru stöðugt fullir og í einhverjum leikjum. Oh, svo er steríótýpíski alpha sigma omega delta gæinn og ljóshærðar stelpan sem er eiginlega algjör tík.
Þrátt fyrir allt þetta er þessi mynd alveg fyndin. Mér fannst hún skemmtileg þrátt fyrir heimskulegan og ótrúlegan söguþráð. Það er aðallega góðum leikurum að þakka enda skilst mér að stór hluti af myndinni hafi verið leikinn af fingrum fram. Haddi, prófaðu þessa.
Maniac
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Maniac er ekki þessi venjulega 80´s slasher mynd, hún er hinsvegar ein alræmdasta hryllingsmynd frá þessu tímabili. Ástæðan er sú að það er reynt að gera allt eins raunverulegt og hægt er. Þá er ég ekki bara að meina ofbeldisatriðin heldur líka persónur. Myndin tekur sig mjög alvarlega og minnir eignlega alls ekki á hryllingsmynd. Meira einhverskonar sálfræði drama um snarvitlausan einstakling. Það er reyndar ekki svo mikið ofbeldi, meira svona karakter study eins og sagt er. Joe Spinelli leikur morðingjann Frank Zito mjög sannfærandi. Hinn víðfrægi Tom Savini sér um brellur og leikur lítið hlutverk.
Myndin segir frá fjöldamorðingja sem drepur konur, fjarlægir höfuðleðrið og neglir það á gínur í íbúðinni sinni. Svo talar hann við gínurnar eins og að þær séu lifandi. Frekar brenglaður. Þessi mynd er óvenjuleg að því leiti að morðingjanum er fylgt eftir allan tímann, svipað og Henry: A Portrait of a Serial Killer. Myndin tekur samt óvænta stefnu um miðju með ástarsambandi á frekar venjulegum nótum, þar til því líkur þ.e.a.s. Það er miklu meiri dýpt í þessari mynd en venjulegum stalker/slasher myndum. Áhugaverð mynd fyrir áhugasama áhugamenn.
Forgetting Sarah Marshall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rómantískar gamanmyndir þurfa ekki að vera væmnar og leiðinlegar, hér er sönnunin. Forgetting Sarah Marsahall er mynd sem veit að hún þarf að vera gamanmynd fyrst og svo rómantísk. Hér er stór hluti af Judd Apatow genginu. Jason Segel fer með aðalhlutverkið, þið ættuð að muna eftir honum úr Freaks and Geeks, Knocked Up og núna nýlega I Love You Man. Ég held að hann hafi ekki áður leikið aðalhlutverk en hann er greinilega alveg tilbúinn í það. Hann leikur s.s. gaur sem er kærasti sjónvarpsstjörnu sem svo segir honum upp. Hann fer í þunglyndi og ákveður að fara til Hawai í afslöppun. Þar er auðvitað kærastan líka ásamt nýjum kærasta. Jonah Hill og Paul Rudd eru í góðum, en frekar litlum, aukahlutverkum. Svo er það furðufuglinn Russel Brand sem leikur eiginlega sjálfan sig. Ég sá hann í Jay Leno um daginn og hann er í alvöru svona!
Þessi mynd er fyndin. Söguþráðurinn er reyndar mjög einfaldur og heldur ekki alveg vatni ef maður hugsar of mikið. Af hverju fór t.d. Sarah Marshall ekki bara á eitthvað annað hótel á Hawai? Þetta er fín paramynd. Rómantísk gamanmynd sem strákar geta líka haft gaman af, þær eru ekki svo algengar!
Feast
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Feast er einföld, ódýr og mjög skemmtileg hryllingsmynd. Hún tekur sig engan veginn alvarlega eins og maður verður fljótt var við. Í byrjun eru allar persónur kynntar, flokkaðar eftir steríótýpum og lífslíkur þeirra metnar. Það er nánast engin saga. Það eru einfaldlega um 10 manns á bar og allt í einu eru brjáluð skrímsli fyrir utan að reyna að komast inn til að éta mannskapinn. Það er ekkert útskýrt. Dýrin bara birtast og allt verður vitlaust. Það eru bregðuatriði, hetjuatriði, blóðug atriði og fyndin atriði. Þessi mynd skilur kannski ekki mikið eftir sig en er samt sem áður frábær skemmtun á föstudagskvöldi með bjór í hendi.
Role Models
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Mér hefur alltaf fundist Paul Rudd og Seann William Scott mjög fyndnir. Þó að Scott sé oftast fastur í Stifler hlutverkinu þá verður það aldrei gamalt. Í þessari mynd er hann meiri Stifler en nokkru sinni fyrr, fínt mín vegna. Rudd og Scott eru ansi góðir saman. Mér fannst samt skemma pínu að persóna Rudd var hálfgerður fýlupoki. Það er fullt af kunnulegum andlitum úr myndum Judd Apatow og tengdum myndum. Það hefur myndast ákveðið gengi sem er að birtast saman í myndum aftur og aftur. Ég held að það spili inn í af því þetta fólk þekkist mjög vel og myndin verður örugglega betri fyrir vikið. Þessir leikarar eru t.d. Elizabeth Banks, Ken Jeong, Christopher Mintz-Plasse og Jane Lynch.
Plottið snýst um það að félagarnir eru dæmdir til að vera einskonar stóri bróðir fyrir krakka sem eru á einhvern hátt félagslega útundan. Vandamálið er auðvitað þeir Rudd og Scott eru hræðilegar fyrirmyndir. Myndin er ansi fyndin, ég hló allavega upphátt nokkrum sinnum. Hún fer stundum aðeins út í væmni en ekki of mikið. Fín grínmynd.
"I bet if I suggested a game of Quidditch he'd cum in his pants."
Beavis and Butt-Head Do America
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er fyndnari en mig minnti og hún hefur elst furðu vel. Teikningarnar voru aldrei nein listaverk og það skiptir engu máli. Aðalmálið er að sagan er skemmtileg og brandararnir fyndnir, þó að þeir séu pínu óþroskaðir. Plottið er dýpra en flesta grunar. Allt byrjar þetta á að B&B verða að standa upp úr sófanum sínum af því að sjónvarpuni þeirra var stolið. Þeir komast í tæri við bófapar sem að Bruce Willis og Demi Moore tala fyrir. Allt endar þetta með því að félagarnir verða flóttamenn með FBI á hælunum, eiginlega án þess að vita af því. Myndin fer víða um bandaríkin, t.d. Hoover Dam (is that a god dam?), Las Vegas (do they have a lot of sluts in Las Vegas?) og Washington (we´re in Wasington, we´re gonna score now!). Svo hitta þeir feður sína á þess að fatta það og meira að segja Bill Clinton. Huh huh.
Fimmaurabrandarar geta verið mjög fyndnir, það sannast með þessari mynd. Ég mana ykkur til að horfa á sýnishornið og hlægja ekki. “Get out of the cock-pit”..”huh huh, you said...”. Fimmaurahúmoristar, fáið ykkur “full cavity search” og tékkið aftur á þessari!
Mike Judge, sem leikstýrir myndinni, talar fyrir bæði Beavis og Butthead.
“I am the great Cornholio. I need T.P. for my bunghole”
Martyrs
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var í andlegu sjokki eftir þessa mynd. Get ekki sagt að það hafi gerst oft áður. Franskar hryllingsmyndir eru gjörsamlega að jarða bandarískar um þessar mundir. Fyrst Heute Tension, svo Inside og nú Martyrs. Ekki skemmir fyrir að ég á Them og Frontier(s) eftir.
Ég skal segja frá plottinu í næstu málsgrein fyrir þá sem eru forvitnir og ætla sé ekki að sjá myndina. Annars mæli ég með því að forðast spoilera ef þið ætlið að leggja í þessa mynd. Þetta er ein af þessum myndum sem að flestir gætu ekki horft á til enda. Það er verulega óþægilegt að horfa á hluta hennar og manni er ekki hlíft mikið. Leikkonurnar á plakatinu (Mojana Alaoui og Myléne Jampanoi) fara með tvö lang stærstu hlutverkin og halda myndinni algjörlega uppi. Þær eru mjög sannfærandi. Myndin er stöðug keyrsla fyrstu 2/3 hlutana en skiptir svo gjörsamlega um gír. Hún gerir það sem margar myndir klikka á, þ.e. hún útskýrir ástæðuna fyrir allri þessari geðveiki án þess að draga úr áhrifamættinum. Ef þið hafið gaman af því að láta hræða ykkur og stinga nálum í lærið á ykkur þá gerist það ekki betra en Martyrs!
Sagan í hnotskurn fyrir forvitna:
Ung stúlka (Lucia) sleppur úr árs gíslingu þar sem hún hefur verið barin og misnotuð (ekki kynferðislega) um langt skeið. Hún er hálf skemmd eftir lífsreynsluna og fer á munaðarleysingjahæli. Þar kynnist hún stúlku sem heitir Anna og þær verða vinkonum. Fimmtán árum síðar er skipt yfir á venjulega 4 manna fjölskyldu borða morgunmat í léttu yfirlæti. Bjallan dinglar og þar er Lucia mætt með haglabyssu. Hún slátrar allri fjölskyldunni. Eftir morðin kemur hræðilegur draugur af gísl sem hún gat ekki bjargað (í rauninni ofsjónir). Draugurinn hefur verið að ásækja hana síðan hún slapp út og hann sker í hana með reglulegu millibili. Anna mætir á staðinn og er frá sér yfir því sem Lucia gerði en hjálpar henni að þrífa húsið og fela líkin. Reyndar vaknar mamman og Annar reynir að bjarga henni en Lucia drepur hana með hamri. Stuttu síðar drepur draugurinn Luciu og sést ekki aftur. Eftir allt fárið finnur Anna falinn stiga í húsinu sem liggur niður í dýflissu. Þar finnur hún gísl í svipuðum aðstæðum sem Lucia var í 15 árum áður. Nema þessi gísl er mun verr farinn. Fólkið í húsinu var greinilega fólkið sem hélt Luciu. Anna reynir að hjálpa en gíslinn drepur sig á endanum. Allt í einu birtist hópur af fólki sem hlekkjar Önnu í dýflissunni. Gömul kona kemur og ræðir við hana og útskýrir málið. Þetta er s.s. hópur af fólki sem trúir því að það sé hægt að framkalla dýrlingsástand með því að gera næstum út af við fólk með misnotkun. Í þessu ástandi á fólk að geta séð hvað gerist eftir dauðann. Anna er því næst látin í prógrammið með hræðilegum aðferðum sem ég ætla ekki út í. Nægir að nefna að hún er fláð lifandi í lokin og nær dýrlingaástandi. Ekki auðvelt að horfa á.
Recount
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Stundum er raunveruleikinn ótrúlegri en skáldskapur. Sagan af Bush-Gore kosningunum árið 2000 er klárlega eitt af þeim tilvikum. Þessi mynd rekur atburðarrásina frá lokum kosningabaráttunnar til útnefningu forseta Bandaríkjanna. Í heimildarmynd á disknum er talað um hversu langt var gengið til að myndin yrði eins nákvæm og mögulegt var. Atburðarrásin er algjörlega með ólíkindum og manni verður beinlínis illt að horfa upp á hvernig menn spila með lýðræðið. Eins og þið munið þá var vandamálið að kosningaseðlarnir voru með fáranlega hönnunargalla. Bæði voru þeir villandi fyrir gamla fólkið í Flórída og svo þurfti að ýta pinna í gegnum blaðið þannig að laus flipi (chad) dytti af. Vandamálið var að hann hékk stundum á bláþræði og gatið lokaðist þegar miðanum var rennt í gegnum talningarvélina. Þar af leiðandi voru ógild atkvæði í Flórída um 175.000 talsins. Eftir talningu munaði 1.784 atkvæðum á Gore og Bush.
Það liggur í augum uppi að eina leiðin er að handtelja alla þessa ógildu seðla. Kosningastjórar Bush börðust hinsvegar hart á móti því og málið endaði í Hæstarétti. Þessir atburðir eru svo svakalegir og höfðu svo rosalegar afleiðingar að maður vill varla hugsa um það. Maður kemst hinsvegar ekki hjá því. Hefði Gore farið í Afganistan og Írak? Líklega ekki. Hverju hefði það breytt? Það er endalaust hægt að pæla í þessu. Í myndinni er sýnt að allar líkur bentu til þess að Gore hefði unnið kosningarnar. Af því að Flórída er með gamaldags kosningakerfi breyttist saga heimsins á dramatískan hátt.
Við erum með topp leikara. Kevin Spacey og Laura Dern fara á kostnum. Auk þess erum við með Denis Leary, John Hurt og Tom Wilkinson. Ég mæli með þessari mynd fyrir áhugasama, HBO klikkar seint.
“Ron Klain: How hard is it to punch a paper ballot?
Michael Whouley: It’s pretty God damn hard when you're eighty something years old, you're arthritic, and you're blind as a fucking bat. Unfortunately for us, blind fucking bats tend to vote Democratic.”
Choke
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Choke er skrítin en skemmtileg mynd um algjöran lúser með kynlífsfíkn, Victor Mancini, leikinn af Sam Rockwell. Titillinn vísar í iðju hans að þykjast kafna á veitingastöðum svo hann getið stolið einhverju af fólkinu sem reynir að bjarga honum, frekar low. Victor þarf að eiga við móður sína, leikin af Anjelica Huston, sem er hálf brengluð og orðin spítalamatur. Huston og Rockwell eru virkilega góð en þeirra frammistaða heldur myndinni uppi nánast ein og sér. Myndin fer í stefnur sem ég sá ekki fyrir. Það eru ekki allir það sem þeir virðast vera og á tímabili veit maður ekki alveg hvað maður á að halda. Það er töluvert um erótík þar sem Victor er stöðugt að berjast við kynlífslöngun með ókunnugum en ræður ekki við alvöru sambönd.
Myndin er gerð eftir bók Chuck Palahniuk sem skrifaði líka Fight Club. Það eru ákveðnar hliðstæður með Fight Club sem Palahniuk hefur haldið í. Það er farið á eins konar AA fundi fyrir kynlífsfíkla og persónur eru hálf ráðvilltar og reyna að finna sig í lífinu. Twist í myndinni geta líka minnt á Fight Club...þegar maður er að reyna að finna samlíkingu.
Star Wars: Return of the Jedi
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þá er það lokakaflinn í sögunni, í bili allavega, maður má alltaf vona. Return of the Jedi er pínu bland í poka. Hún tekur skelfilegar ákvarðanir, eins og bangsaherinn (Ewoks) á Endor. Þeir hefðu betur mátt hafa þá Wookies eins og planið var upphaflega. Leia fær að láta ljós sitt skína í gull bikini og fær meira að segja að drepa Jabba the Hutt. Besta atriðið er samt klárlega þegar Luke fer á fund Vader og Sidious. Sú sena er algjört nörda nammi. Það eru nokkur skemmtilega hasar atriði í skóginum á Endor, fyrst “speederbikes” og svo loftnets orustan. Mér finnst samt allir aulabrandararnir skemma pínu fyrir. Myndinni tekst ágætlega að binda endahnút á söguna með dauða Anakin Skywalker og Palpatine keisara. Titillinn rímar við Revenge of the Sith sem er viðeigandi. Fín mynd fyrir utan þessa bölvuðu bangsa!
Það má segja að Star Wars sé metnaðarfyllsta sería allra tíma. Engin önnur sería segir eina sögu sem spannar 6 myndir, 2 kynslóðir og nokkur sólkerfi. Myndirnar eru misjafnar að gæðum en þegar uppi er staðið virka þær vel saman. Manni finnst maður næstum þekkja Obi-Wan, Luke og jafnvel Anakin. Að myndunum hafa komið fjölmargir magnaðir leikarar svo sem Alec Guinnes, Christopher Lee, Peter Cushing og Ian McDiarmid. Ekki má gleyma magnaðri rödd James Earl Jones. Fyrsta myndin er örugglega áhrifamesta mynd allra tíma og ein af þessum fáu myndum sem höfðu víðtæk þjóðfélagsleg áhrif. Annars þakka ég fyrir mig, ég ætla að snúa mér að einhverju sem gerist á jörðinni næst, úff.
“It is unavoidable. It is your destiny. You, like your father, are now mine.”
Pælið í að David Lynch og David Cronenberg var báðum boðið að leikstýra Jedi!
Star Wars: The Empire Strikes Back
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Empire er almennt talin vera besta Star Wars myndin. Hún er hinsvegar alls ekki fullkomin. Þegar ég horfði á hana núna tók ég eftir að mér hálfleiddist fyrstu 20 mín á Hoth, snjóskrímslið og allt það. Flest atriðin í skýjaborginni hjá Lando Calrissian voru frekar dull líka. Það er samt nóg af frábærum atriðum. Snjóorustan á Hoth er rosalega flott enn þann dag í dag. Flótti Han-Solo frá skipum Vader í gegnum lofsteinana er mjög skemmtilegt. Luke þjálfast í jedi fræðum hjá Yoda í fenjum Dagobah. Svo auðvitað berst Luke við Vader og kemst í leiðinni að smá leyndarmáli. Það atriði er enn mjög áhrifaríkt þó svo að maður viti vel fjölskyldutengslin og þó svo að það komi frekar steikt NOO.
Myndin er mjög dökk og alvarleg. Þó svo að það sé slegið á létta strengi, oftast í tengslum við R2D2, 3CPO eða Solo. Hún endar líka í ósigri. Luke tapar bardaganum við Vader (og hendinni) og Han-Solo fer sem með Bobo Fett sem gísl, frosinn í þokkabót. Empire er klárlega best af gömlu seríunni og hefur elst mjög vel.
"Well Princess, it looks like you managed to keep me here a while longer."
Empire er ein af 2 myndum í seríunni sem Lucas leikstýrir ekki sjálfur. Mér finnst mjög merkilegt að Kershner skuli varla hafa gert aðra mynd á ferlinum sem var virkilega góð. Robocop 2 var ekki meira en la la.
Star Wars: A New Hope
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd er ekki ósvipuð episode 1 að mörgu leiti. Við erum með ungan mann sem seinna verður jedi. Við erum svalan sith lord, Vader í stað Maul. Obi-Wan er drepinn af sith lord í stað Qui-Gon Jinn. X-Wing árásin á Death Star svipar mikið til pod race keppninnar. Við erum Padmé drottningu í stað Leiu prinsessu, jæja þið sjáið hvað ég er að fara. Það er hinsvegar eitt sem Hope hefur sem Menace hefur ekki, HAN-SOLO. Ég held að 50% af velgengni fyrstu myndanna hafi verið honum að þakka. Merkilegt að Harrison Ford var bara einhver aðstoðarmaður sem var fenginn til að lesa línurnar en gerði það síðan svo vel að hann fékk hlutverkið. Mark Hamill og Carrie Fisher er ágæt, ekki mikið meira. Leynivopnið er hinsvegar Alec Guinnes. Hann er einn magnaðasti leikari allra tíma og frábær sem Obi-Wan. Það er mjög gaman að sjá hvað Ewan McGregor náði honum vel, það er næstum eins og að þetta sé sama persónan. Það er pínu skrítið að hugsa til þess að stormtroopers eru klónarnir úr síðustu köflum. Þeir ættu því allir að líta út eins og Jango og Bobo Fett undir grímunni.
Plottið fylgir Skywalker börnunum í sitthvoru lagi. Leia kemur skilaboðum til Obi-Wan og þar sem hann er að vakta Luke á Tatooine þá er ekki út í hött að leiðir þeirra mætast. Það er reyndar aldrei útskýrt hvernig Leia þekkir Obi-Wan. Í síðustu mynd sér hann um að afhenda hana fósturforeldrum en svo átti hann að fylgjast með Luke. Væntanlega eiga foreldrar hennar að hafa sagt henni frá honum. Anyway...Luke, Solo og Kenobi dragast inn í andspyrnuhreifinguna og inn í Death Starið. Mér fannst Leia ótrúlega róleg yfir því að plánetan hennar var sprengd í tætlur. Flestir hefðu nú farið í smá fýlu a.m.k. Maður finnur óneitanlega fyrir því að þessi mynd er 30 ára gömul þó svo að Lucas sé búinn að setja inn krúsídúllur eins og tölvugerðar eðlur og flottari bakgrunn. Samt er ótrúlegt hvað þeir gátu gert flottar brellur í þá daga með engri tölvutækni. Það var reyndar mjög umdeild aðgerð en pirraði mig aldrei. Einhver með skoðun á því? Þessi mynd er sígild í klassískum skilningi þess orðs. Ég myndi ekki kalla mig “fanboy” en það er til fólk sem hefur bókstaflega tileinkað lífi sínu Star Wars út af þeim áhrifum sem þessi mynd hafði á sig. Ótrúlegt alveg.
"Do or do not, there is no try".
Þessi mynd var tilnefnd til 10 óskarsverðlauna, sem er mjög óvenjulegt fyrir fantasíur. Ég held að eina undantekningin sé LOTR. Myndin vann 6, þó engin af stóru verðlaununum.
Star Wars: Revenge of the Sith
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Revenge of the Sith er eina myndin úr nýju seríunni sem virkilega stóð undir væntingum. Hún gæti meira að segja verið sú besta af þeim öllum, líka Empire. Það eru fáranlega flott atriði í þessari mynd. Upphaflega geimorustan er mögnuð. Bardaginn við Dooku og björgun Palpatine. Svo er það Wookie orustan, Obi-Wan vs. Grevious, Anakin vs. Obi-Wan og Yoda vs. Darth Sidious. General Grevious er flott viðbót við sith flotann og nokkuð ferskur karakter, einskonar hálf geimvera og hálft vélmenni.
Helsti gallinn er eins og síðast Hayden Christensen. Hann hefur lítið skánað, en hei, það er ekki eins og Mark Hamill sé einhver Marlon Brando. Plottið hans Palpatine er ganga upp og Anakin er eins og deig í höndunum á honum. Það verður að segjast að Ian McDiarmid er flottasti leikarinn í nýju seríunni. Klónarnir úr síðustu mynd eru nú komnir í fulla notkun hjá góðu gaurunum en enginn veit að þeir eru í raun undir stjór Palpatine. Þegar hann gefur þeim svo “order 66” drepa þeir næstum alla jedi. Mér fannst alltaf skrítið hversu fljótur Anakin var að skipta yfir úr því að vera jedi og í það að slátra börnum. Allt út af því að Palpatine gæti mögulega kennt honum að bjarga Padmé frá dauða við fæðingu barnanna sinna. Hefur þetta fólk aldrei heyrt um keisaraskurð? Það var pínu fyndið að heyra Anakin allt í einu tala með rödd og hrynjanda James Earl Jones, það virkaði ekki mjög trúverðugt. Mér fannst gaman að sjá Luku og Leiu sem smábörn í lokin og sjá þegar þeim er komið til fósturforledra sinna á Tatooine og Alderaan. Myndin reynir eins og hún getur að tengja kafla 3 og 4 saman. Bæði hvað varðar útlit og tónlist. Næst eru það gamla serían, það verður fróðlegt að sjá hvernig hún stenst beinan samanburð.
George Lucas sagðist hafa gert kafla 1-3 í raun til þess að geta gert þessa mynd. Sumir vilja meina að hann hefði átt að sleppa hinum köflunum og fara beint í þessa, ég er ekki sammála því en það er sjónarmið.
“Good is a point of view, Anakin. The Sith and the Jedi are similar in almost every way, including their quest for greater power.”
Star Wars: The Clone Wars
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þessi mynd gerist á milli kafla 2 og 3, þ.e. í klóna stríðinu. Myndin er auðvitað tölvuteiknuð og tengist beint Clone Wars þáttunum, sem ég hef ekki séð. Áður en þessi mynd kom út var búið að byggja upp mikið hype eins og að þetta ætti að vera alvöru Star Wars mynd. Raunveruleikinn er sá að þessi mynd er gerð fyrir litla krakka og þar af leiðandi urðu margir fyrir miklum vonbrigðum. Ég horfði á hana með engar væntingar og skemmti mér bara ágætlega. Sagan er einföld. Hún segir einfaldlega frá einu missioni hjá Anakin Skywalker og Obi-Wan Kenobi. No more, no less. Það eru stöðugur hasar og bardagar sem forða manni frá því að leiðast. Ég skil ekki alveg þegar menn eru að kvarta yfir því hvernig þessi mynd gerir lítið úr Star Wars með silly gríni og jafnvel eyðileggi hinar myndirnar. Þetta er teiknimynd fyrir börn, get over it.
Christopher Lee og Samuel L. Jackson eru þeir einu sem eru mættir til leiks af upphaflegu leikurunum. Mér finnst skrítið að Hayden Christensen sé ekki hérna, hvað hafði hann betra að gera? Kannski var honum ekki boðið.
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég heyri alltaf röddina í Arnold Schwarzenegger þegar ég les titilinn á þessari mynd, veit ekki af hverju. Allavega, eftir að episode 1 hafði ollið mörgum vonbrigðum voru margir tortryggnir út í episode 2. Það verður samt að segjast eins og er, Clones er miklu betri en Menace. Í fyrsta lagi sást Jar Jar varla svo að það vandamál var næstum því úr sögunni. Í öðru lagi var litli pirrandi krakkinn sem átti að verða svarthöfði farinn. Nýtt vandamál var auðvitað stóri pirrandi krakkinnn sem átti að verða svarthöfði, Hayden Christensen. Ég verð að segja það beint út að hann er lélegur leikari. Góðu fréttirnar eru að við erum með hinn magnaða Christopher Lee á svæðinu sem hinn dularfulli Count Dooku. Mér finnst ansi magnað hvað kallinn gat miðað við að hann var 78 ára við tökur á þessari mynd. Það sem kom mest á óvart var Yoda. Hann var frekar daufur í fyrstu myndinni en þeir hafa greinilega lagt mikið í að blása lífi í litla græna kallinn. Vélmennin 3CPO og R2D2 fá stærra hlutverk sem comic relief, það heppnast ágætlega en 3CPO verður fljótt þreyttur.
Attack of the Clones er létt ævintýramynd. Andrúmsloftið er ekki mjög alvarlegt þó svo að alvarlegir hlutir séu að gerast. Það eru liðin 10 ár síðan við sáum gengið síðast og Anakin er orðinn hrokafullur jedi unglingur. Hann tekur sín fyrstu skref í átt að the dark side í þessari mynd þegar hann fer að bjarga móður sinni á Tatooine. Palpatine er smá saman að bæta við sig valdi og Obi-Wan er að reyna að leysa ráðgátu. Sú rannsókn leiðir til að hann finnur klóna her sem er búið að rækta í leyni og á að vera fyrir jediana. Það er fullt af skemmtilegum hasar atriðum, þ.e. eltingaleikurinn á Coruscant, Obi-Wan vs. Jango Fett, hringleikahúsið, klóna orustan og geislasverðs bardaginn í lokin þar sem Dooku berst við Anakin, Obi-Wan og Yoda. Þessi mynd er ansi skemmtileg ef maður lítur framhjá daufu ástarsambandi Padmé og Anakin. Það eru ekki margar myndir sem eru eins útlitslega flottar og þessar fyrstu þrjár, bara það er nóg til að sjá hana aftur.
“Why do I get the feeling you're going to be the death of me?”
Mér finnst pínu fyndið að Jar Jar er látinn leggja tillögu fyrir þingið sem færir Palpatine næstum ótakmarkað vald. Jar Jar er s.s. ábyrgur að hluta til fyrir upprisu Darth Sidious. Eins og að hann sé ekki nóg hataður.
Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Merkilegt að það eru 10 ár síðan þessi mynd kom út, maður er farinn að eldast. Þessi mynd er betri en flestir muna eftir og þrátt fyrir galla gæti hún jafnvel verið betri en The Return of the the Jedi. Var þetta guðlast?
Auðvitað var Jar Jar slæmur og hræðileg mistök hjá George Lucas en hann er ekki mjög stórt hlutverk í myndinni. Annar galli er ungi Anakin Skywalker sem er frekar misheppnaður og pirrandi karakter. Hann dregur mikið úr þeirri dulúð sem var í kringum Darth Vader. Fólk vill oft benda á þessa punkta en gleymir öllu því góða við þessa mynd. Ég er hef alltaf reynt að horfa á þessar myndir frá jávæðu sjónarhorni, þið vitið, glasið hálf fullt og allt það. Myndin er ótrúlega flott og tónlistin er betri en nokkru sinni fyrr. Það eru skemmtileg atriði eins og pod race keppnin, Gungan vs. Vélmenna stríðið og jedi bardaginn við Darth Maul. Talandi um Darth Maul. Hann er með flottustu illmennum seríunnar og frekar fúlt að hann dó í þessari mynd. Það eru líka góðir leikarar í mydinni á borð við Ewan McGregor, Liam Neeson, Natalie Portman og Ian McDiarmid. Ofan á allt er nokkuð áhugavert undirplott sem titillinn á myndinni vitnar í og er í raun aðalplott í dulargervi.
Palpatine er þingmaður í byrjun myndarinnar og sith lord í leyni, Darth Sidious. Hann er sá sem setur alla illa atburði af stað í þessum myndum. Innrásin í Naboo er skipulögð af honum svo að Amidala drottning láti velja nýja kanslara. Palpatine verður svo auðvitað nýji kanslarinn og stígur sín fyrstu skref í átt að því að verða keisari. Myndin fjallar auðvitað líka um það hvernig Anakin Skywalker varð jedi og kynntist Obi-Wan Kenobi. Allt það hvernig hann var þræll og yfirgefur móður sína fannst mér veikasti hluti myndarinnar.
Það er alveg merkilegt hvaða það hafa farið margar heitar umræður fram um þessa mynd. Eins og hún hafi gert einhvern stórkostlega skaða. Látið annars ykkar skoðun í ljós, ég veit að það hafa allir skoðun á þessari mynd ;-)
“Weesa all sinking and no power. Whena yousa thinking we are in trouble?”
Næstum öll mynd er með tölvugerðum tæknibrellum. Það er bara eitt skot í allri myndinni sem var látið vera óbreytt og það var eitthvað rör sem úr kom gufa í nokkrar sekúndur. Upphaflegi þríleikurinn var sýndur frá sjónarhorni vélmennanna (R2D2 og 3CPO) en í nýju seríunni eru myndin sýnd frá sjónarhorni jedi riddaranna (Anakin og Obi-Wan).
The Happening
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var ítrekað varaður við að horfa á þessa mynd. Sorrí Arnar og Gunnhildur, ég er forvitinn. Þetta er eins og segja krakka að hann má ekki fá sér nammi úr nammiskálinni, ég varð að sjá um hvað allt þetta hoopla snérist. Shamalayan sagan er vel þekkt sem ein furðulegasta Hollywood saga síðustu ára. Maðurinn gerir þrjár frábærar myndir í röð, er hylltur sem næsti Spielberg. Hann gerir The Village sem var nú allt í lagi og gerir svo upp á bak með Lady In The Water og The Happening. Eða hvað, var hún virkilega svo slæm?
Fyrsta hálftímann var ég að hugsa, hvað er þetta fólk að rugla, þessi mynd er ekkert hræðileg. Ok, leikurinn var ekki beint verðlauna kaliber en Marky Mark hélt þessu gangandi. Í takt við aðrar Shamalayan myndir er venjulegt fólk allt í einu lent í óvenjulegum eða yfirnáttúrulegum aðstæðum. Í þetta skipti er frekar silly atburður í gangi. Fólk fer að fremja sjálfsmorð upp úr þurru í massavís og enginn veit af hverju. Þetta truflaði mig ekki. Mér fannst meira að segja svolítið skemmtilegt að sjá t.d. þegar maðurinn lét tígrisdýrið bíta af sér hendurnar og þegar jeppinn keyrði á tré upp úr þurru. Vandamálið var klárlega útskýringin! Þegar hún kom fór mér að verða illt í maganum, svo varð ég reiður. Spoiler – þó svo að enginn eigi eftir að horfa á þessa mynd sem er ekki búinn að því nú þegar. Útskýringin var að gróðurinn var að senda frá sér eitur sem lét alla drepa sig!! Grasið, runnarnir og trén eru sem sagt vondi kallinn í þessari mynd! Ég fór því að skilja hvað fólk var að fara með öllum þessum viðvörunum. Myndin hefði verið áhorfanleg ef þeir hefðu sleppt því að útskýra hvað olli þessu ástandi. Ég veit eiginlega ekki hvað framleiðendur voru að hugsa að stoppa þetta ekki í fæðingu. Gjörsamlega óskiljanlegt.