Smárabíó opnar á morgun með meiri sjálfvirkni


Vegna veirunnar bætir Smárabíó enn meiri sjálfvirkni við þjónustu sína.

Smárabíó opnar á morgun, þriðjudag, eftir 2ja vikna lokun vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja. Í tilkynningu frá bíóinu segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta einkenni þá þróun sem Smárabíó hafi tileinkað sér, og nú er boðið upp á enn fleiri snertilausar lausnir og sjálfvirka þjónustu. Sjálfvirk hlið hafa verið sett… Lesa meira

Þorsti verðlaunuð á Screamfest


„Gay-vampírumyndin“ verðlaunuð vestanhafs.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest. Um er að ræða stærstu og elstu hryllingsmyndahátíð vestanhafs og eru þar sýndar kvikmyndir frá öllum heimshornum í þeim geira.  Bæði verðlaun Þorsta á Screamfest voru fyrir brellur; hlaut þá  Geir Njarðarson… Lesa meira

Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?


Poppkúltúr spyr hvort hið hámenningarlega Ísland sé alltof meðvirkt.

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson,… Lesa meira

Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong


„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira

Ofurlögga í afneitun: Grínstikla verður að bíómynd


Kvikmyndin segir frá ofurlöggu í afneitun varðandi kynhneigð sína.

Tökur eru hafnar á nýrri grínhasarmynd í framleiðslu Pegasus með Auðunni Blöndal, Agli „Gillz“ Einarssyni og fleiri fræknum í aðalhlutverkum. Það er þó ekki frásögur færandi nema myndin ber heitið Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar… Lesa meira

Endurgerð Síðustu veiðiferðarinnar í spilunum


Reyndir rúmenskir leikarar hafa þegar verið ráðnir í hlutverk.

Til stendur að endurgera gamanmyndina Síðasta veiðiferðin í Rúmeníu. Það er vefurinn Klapptré sem greinir frá þessu og þar segir að þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film endurgerð myndarinnar. Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem… Lesa meira

Getum við hætt að tala um Star Wars?


Reynt er að loka Stjörnustríðsumræðunni... með því að tala um Stjörnustríð í þaular.

Eru aðdáendur Stjörnustríðs enn í afneitun? Hugsaði Disney aðeins of skammsýnt? Er einu sinni hægt að gera Stjörnustríð “töff” á ný án þess að þurfi að nota orðið Mandalorian?  Þáttastjórnendur hlaðvarpsins Poppkúltúr velta þessum stóra nördamálum fyrir sér og spyrja kurteisislega hvort hugmyndabanki Star Wars sé tæmdur, og hvort við… Lesa meira

RIFF 2020: Sigríður hæstánægð með Þriðja pólinn


„Ég er þakklát öllum aðstandendum fyrir þetta þarfa listaverk“

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík verður sett í 17. sinn þann 24. september, fimmtudag næstkomandi, og stendur til 4. október. Opnunarmynd RIFF í ár er Þriðji póllinn, ný íslensk kvikmynd eftir Andra Snæ Magnason og Anní Ólafsdóttur.Í myndinni er sagt frá Önnu Töru, sem veiktist af geðhvörfum upp úr tvítugu og… Lesa meira

Háar væntingar Kristins: Framleiðir mynd með Frasier


Kristinn er einna þekktastur fyrir The Val­halla Mur­ders á Net­flix.

Tökur hófust í gær á kvikmyndinni High Expectations, en þar fer Kelsey Grammer með aðalhlutverkið. Myndin er framleidd af Kristni Þórðarsyni, sem er einna þekktastur fyrir fram­leiðslu sína á ís­lensku glæpa­þáttunum Brot. Þættirnir sýndir voru á RÚV fyrr á árinu og ganga undir heitinu The Val­halla Mur­ders á Net­flix. Fréttamiðillinn… Lesa meira

Sigursæl á Skjaldborg


Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni í ár.

Hálfur álfur eftir Jón Bjarka Magnússon hlaut dómnefndarverðlaunin Ljóskastarann og Er ást eftir Kristínu Andreu Þórðardóttur fékk Einarinn, áhorfendaverðlaunin á nýafstaðinni Skjaldborgarhátíð sem að þessu sinni fór fram í Bíó Paradís.  Þrettán heimildamyndir voru frumsýndar á hátíðinni, sjö verk í vinnslu voru kynnt auk dagskrár í tengslum við heiðursgest hátíðarinnar Hrafnhildi Gunnarsdóttur. Tvenn… Lesa meira

Þetta sögðu Íslendingar um Ráðherrann: „Það er ekki svona mikil gredda í pólitík“


„Fyrsti kjánahrollurinn kom eftir tæpar 5 mínútur“

Sjónvarpsþátturinn Ráðherrann hóf göngu sína í gærkvöldi og þar fer Ólafur Darri Ólafsson með aðalhlutverkið. Bregður hann sér í gervi háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar, sem er dreginn inn í pólitík, endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður í kjölfarið forsætisráðherra Íslands. Eftir nokkra mánuði í starfi fer að bera á… Lesa meira

Fleiri en 80 myndir ókeypis á Nordisk Panorama


Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum.

Stutt- og heimildamyndahátíðin Nordisk Panorama hófst nýverið og fer fram að mestu leyti í stafrænu formi til september. Þetta er helsta hátíð sinnar tegundar á Norðurlöndum og sýnir eingöngu myndir eftir norræna kvikmyndagerðarmenn. Norðurlöndunum býðst tækifæri til að skrá sig frítt í streymikerfi hátíðarinnar þar sem fjöldi heimilda- og stuttmynda… Lesa meira

Sigga þráir lífið í Kaliforníu – Sýnishorn úr Iceland is Best


Sýnishorn fyrir indímynd þar sem allir Íslendingar tala allir ensku.

Sýnishorn fyrir indímyndina Iceland is Best birtist nýverið á YouTube en um ræðir erlenda framleiðslu þar sem finna má leikara á borð við Judd Nelson, Arnar Jónsson, Atla Óskar Fjalarsson og fleiri.  Það er Kristín Auður Sophusdóttir, leikkona og hönnuður, sem fer með hlutverk sögupersónunnar, en myndin fer öll fram… Lesa meira

Vildi fara allt aðra leið með víkingamynd en flestir


Þetta hófst allt með kvöldverðarboði hjá Björk.

„Ástæðan fyrir því að við erum að vinna saman er að við höfum báðir áhuga á að birta innri veruleikann í sögunni, í því hvernig fólk hagar sér og upplifir veruleikann.“Svo mælir listamaðurinn Sigurjón Birgir Sigurðsson, betur þekktur sem Sjón, og vísar í samstarf sitt við leikstjórann og handritshöfundinn Robert… Lesa meira

Ólafur kennir kvikmyndagerð á netinu


Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu.

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið ber heitið Learn Indie Filmmaking by Doing a Short Film og má skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólaf þekkja margir undir listamannsnafninu Olaf de Fleur og hefur hann farið yfir víðan völl, á… Lesa meira

10 íslensk hlaðvörp um kvikmyndir


Það vantar ekki framboðið í þessum efnum.

Það hefur eflaust ekki farið framhjá landsmönnum hvað hlaðvörp (e. podcast) hafa notið mikilla vinsælda síðustu árin. Úrval íslenskra hlaðvarpsþátta hefur aldrei verið betra og stefnir allt í að formið sé komið til að taka yfir útvarp, í það minnsta hjá ákveðinni kynslóð. Á þessu ári hefur framboð á kvikmyndatengdum… Lesa meira

Ráðherrann ekki byggður á Sigmundi Davíð


„Þið sjáið Ólaf Darra eins og þið hafið aldrei séð hann áður“

Sjónvarpsþáttaröðin Ráðherrann með Ólafi Darra Ólafssyni í aðalhlutverki er rétt handan við hornið. Þar segir frá forsætisráðherranum Benedikt, sem greinist með geðhvarfasýki og þarf þá aðstoðarmaður hans að leggja bæði stöðugleika ríkisins og einkalíf sitt að veði til þess að halda sjúkdómnum leyndum fyrir þjóðinni. Leikstjórn er í höndum Nönnu… Lesa meira

Markmiðið að klippa burt kynjahallann


Frábært framtak!

Mynd: Reykjavik.is Sjötíu stelpur í 8. og 9. bekk spreyta sig á kvikmyndagerð í kvikmyndasmiðjunni Stelpur filma! sem nú stendur yfir á vegum RIFF í samstarfi við Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar. Á meðal kennara á námskeiðinu eru Baltasar Kormákur leikstjóri, Valdís Óskarsdóttir klippari og Margrét Jónasdóttir framleiðandi. Námskeiðið miðar að… Lesa meira

Geðhvörf í starfi ráðherra – Sjáðu stikluna


Þáttaröðin hefur göngu sína þann 20. september næstkomandi.

Þáttaröðin Ráðherrann hefur göngu sína á RÚV þann 20. september næstkomandi. Það er Sagafilm sem framleiðir og hefur stikla verið gefin út við stórfínar viðtökur. Þau Björg Magnúsdóttir, Birkir Blær Ingólfsson og Jónas Margeir Ingólfsson skrifa handrit seríunnar ásamt Jóhanni Ævari Grímssyni. Arnór Pálmi Arnarson og Nanna Kristín Magnúsdóttir leikstýra. Ólafur… Lesa meira

Agnes fagnar 25 ára afmæli


Þetta líður svo hratt.

Kvikmyndin Agnes frá Agli Eðvarðssyni verður tekin til sýninga í Sambíóunum þann 25. september, í endurbættri útgáfu og tilefni 25 ára útgáfuafmælis. Með aðalhlutverkin fara María Ellingsen, Baltasar Kormákur og Egill Ólafsson, en búist er við að myndin verði sýnd í viku, að minnsta kosti.  Agnes er byggð á morðunum… Lesa meira

Fyrsta sinn í íslenskri kvikmyndasögu fjallað um veruleika minnihlutahóps


Tökur eru sagðar ganga vel þrátt fyrir breytingar á sóttvarnaráherslum.

Tökur hófust nýverið á kvikmyndinni Wolka, sem er pólskt-íslenskt samstarfsverkefni og segir frá konu sem þarf að grípa til örþrifaráða er hún losnar úr 16 ára prísund í pólsku fangelsi. Neyðist hún meðal annars til að brjóta skilorð, lög og leggja allt undir til að finna konu að nafni Dorotea.… Lesa meira

Gísli Rúnar látinn


„Fjöl­skyld­an syrg­ir kær­leiks­rík­an og ein­stak­an fjöl­skyldu­föður og þjóðardýr­grip“

Leikarinn, leikstjórinn og þúsundþjalasmiðurinn Gísli Rúnar Jónsson er látinn. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölskyldu hans en hann lést á heimili sínu í gær, 67 ára að aldri.Gísli varð þjóðkunnur sem annar helmingur Kaffibrúsakarlanna, gamantvíeyki sem hóf göngu sína árið 1972. Hann kom einnig að fjölda Áramótaskaupa, sem leikari,… Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga að kvikmynd: „Þetta er heljarinnar stórt verkefni“


Myndin er sögð vera í stíl við Jumanji og The Goonies

Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir vinna um þessar mundir hörðum höndum að kvikmynd sem byggð er á metsölubókinni "Þín eigin þjóðsaga". Myndin er komin með handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og komst verkefnið einnig inn í Script Lab hjá hátíðinni Cinekid. Cinekid-hátíðin er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni og… Lesa meira

Tröll skáka veiðiferðina – 65 manns á Mentor


Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið.

Teiknimyndin Trolls World Tour flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans, en kvikmyndaaðsókn hefur hægt og rólega farið vaxandi með hverju viku síðan bíóin opnuðu aftur. Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið en gamanmyndin hafði verið efst frá frumsýningu í mars, með tilliti… Lesa meira

Hvað segja Íslendingar um Eurovision-myndina?


„Gæsahúðarexcellance“

Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymi Netflix síðastliðinn föstudag við miklar vinsældir og háværar undirtektir. Í augum almennings er hér á ferðinni ósköp formúlubundin Will Ferrell-grínmynd en þó er myndin í vissri sérstöðu hjá bæði aðdáendum söngvakeppninnar og ekki síður Íslendingum. Myndin rauk… Lesa meira

Abbababb verður að kvikmynd – Óskað eftir leikprufum


Nú má búast við Prumpulaginu á hvíta tjaldinu.

Óskað er eftir krökkum á aldrinum 6-13 ára fyrir íslensku dans- og söngvamyndina Abbababb. Myndin er byggð á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna tónlistarmann og verður henni leikstýrt af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Abbababb hlaut 120 milljóna króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson (Reykjavík) skrifar handritið og þeir Júlíus Kemp og… Lesa meira

Rætt um Ráðherrann: „Þetta eru menn með mikil völd“


Ráðherrann er pólitísk dramasería en fjallar ekki um pólitíkina sjálfa.

„Það eru pólitískir leiðtogar starfandi í dag sem ég er ekki sannfærður um að séu geðheilir en þetta eru menn með mikil völd. Ég get aðeins ímyndað mér hvernig það er að vinna fyrir stofnun með einhverjum sem virðir ekki reglurnar og er stjórnlaus, það getur verið bæði erfitt og… Lesa meira

„Kvennaútgáfa“ Síðustu veiðiferðarinnar á leið í tökur


„Þessi mynd verður eflaust miklu betri en okkar“

Síðasti saumaklúbburinn í leikstjórn Göggu Jónsdóttur er á leið í tökur næstkomandi júlí en þar er um að ræða gamanmynd í anda Síðustu veiðiferðarinnar frá sömu framleiðendum. Nýverið úthlutaði Kvikmyndasjóður Íslands styrkjum af sérstakri 120 milljón króna fjárveitingu vegna átaksverkefnis stjórnvalda í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru. Stærsta styrkinn hlýtur saumaklúbburinn, alls… Lesa meira

Enn ber vel í veiði


Íslenskt grín fer vel í landann nú í byrjun sumars eins og síðustu vikur.

Það er væntanlega hætt að koma nokkrum manni á óvart en rétt eina vikuna trónir íslenska gamanmyndin Síðasta veiðiferðin á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans, á sinni 15. viku á lista. Myndin fjallar um vinahóp sem fer í veiði með spaugilegum afleiðingum. Stórlaxar. Í öðru sæti listans er gamall kunningi, en það… Lesa meira

Skráir sig í uppistandskeppni í nýrri íslenskri gamanmynd


Það er fagnaðarefni að fá nýja íslenska gamanmynd í bíó.

Glæný íslensk gamanmynd, Mentor, verður frumsýnd 24. júní nk. í Smárabíói, Laugarásbíói og Borgarbíó Akureyri. Beta og mentorinn. Myndin segir frá unglingsstúlkunni Betu, leikin af Sonju Valdín, sem skráir sig í uppistandskeppni þrátt fyrir að hafa aldrei stigið á svið. Hún biður grínistann Húgó, leikinn af Þórhalli Þórhallssyni, sem vann… Lesa meira