Brot með flestar Eddutilnefningar


Hér má sjá heildarlista tilnefninga í ár.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot fær fimmtán tilnefningar til íslensku kvikmynda- og sjónvarpsverðlauna Eddunnar og flestar allra. Kvikmyndin Gullregn fær tólf tilnefningar og Ráðherrann sjö talsins. Stöð 2 fær alls fimmtán tilnefningar til Eddunnar. Ísalög fær síðan sjö tilnefningar.Innsend verk í ár eru mörg líkt og raunin hefur verið undanfarin ár, en þegar… Lesa meira

Í kapphlaupi við tímann með dauðann á sveimi


„Á svona stundum þurfti ég að vega og meta í hvaða hlutverki ég væri, hlutverki kvikmyndagerðarmannsins eða barnabarnsins“

„Heimildamyndagerð gengur auðvitað að verulegu leyti út á að vera alltaf tilbúinn til að bregðast við hinu óvænta. Maður leggur af stað með einhverja óljósa hugmynd í kollinum sem vex, þroskast og dafnar eftir því sem á líður. Hún tekur jafnvel algjörum umskiptum í miðju ferli.“ Svo mælir Jón Bjarki… Lesa meira

Gísli Darri tilnefndur til Óskarsverðlauna


Íslendingar eru komnir til að vera á Óskarnum!

Stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson hlaut rétt í þessu tilnefningu til Óskarsverðlauna. Verðlaunahátíðin fer svo fram 25. apríl næstkomandi, en þess má einnig geta að lagið Húsavík úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hlaut tilnefningu í flokki besta frumsamda lags úr kvikmynd. Já fólkið hefur… Lesa meira

Erlingur með nýja sýn á rottufangarann


Erlingur Óttar vinnur að hrollvekjunni The Piper fyrir Millenium Media.

Kvikmyndagerðarmaðurinn Erlingur Óttar Thoroddsen mun skrifa handritið og leikstýra hrollvekjunni The Piper. Það er bransaveitan The Hollywood Reporter sem greindi fyrst frá þessu og segir þar að framleiðslufyrirtækið Millenium Media (e. Nu Image) standi að framleiðslu myndarinnar.Um er að ræða myrka útgáfu af sögunni um rottufangarann í Hamel (e. Pied… Lesa meira

211 brelluskot í Ráðherranum


Sjáðu brellustikluna.

Sigurgeir Arinbjarnarson, fagmaður í sjónrænum tæknibrellum, afhjúpaði sérstaka brellustiklu á dögunum fyrir sjónvarpsseríuna Ráðherrann. Alls voru 211 brelluskot í þáttunum átta.Þættirnir nutu mikilla vinsælda en þar fer Ólafur Darri Ólafsson með hlutverk háskólakennarans Benedikts Ríkarðssonar sem er dreginn inn í pólitík. Hann endar sem formaður stærsta stjórnmálaflokks landsins og verður… Lesa meira

Mikilvægt að stíga út fyrir þægindarammann


Evil Dead 2 gaf tóninn fyrir framtíð Natans á bak við kameruna.

„Ég held að ég hafi ákveðið að fara út í kvikmyndabransann þegar ég sá Evil Dead 2 og síðan ákveðið að leggja áherslu á handritaskrifin þegar ég sá Eternal Sunshine of the Spotless Mind. Tarantino spilar þarna stórt hlutverk líklegast líka.“ Svo mælir Natan Jónsson, handritshöfundur og leikstjóri, sem rifjar… Lesa meira

Klassa drusla með tæplega þrjú þúsund gesti


Íslenska grínið kitlar.

Íslenska gamanmyndin Hvernig á að vera klassa drusla lenti í öðru sæti aðsóknarlistans eftir aðra helgi í sýningum. Um 1700 gestir fóru á myndina í vikunni og nemur aðsókn alls 2,880 manns eftir tvær sýningarhelgar.Hvernig á að vera klassa drusla segir frá tveimur ólíkum vinkonum og uppákomum þeirra þegar þær… Lesa meira

Húsavík og Já fólkið á stuttlista vegna Óskars


Eru Íslendingar komnir til að vera á Óskarsverðlaununum?

Lagið Húsa­vík úr kvik­mynd­inni Eurovisi­on Song Contest: The Story of Fire Saga er á stutt­lista fyr­ir til­nefn­ing­ar til Óskar­sverðlaun­anna, en tilkynningar verða opinberaðar 15. mars næstkomandi. Stuttlistinn umræddi var birtur í gær en þar kemur einnig fram stuttmyndin Já fólkið eftir Gísla Darra Halldórsson.Já fólkið hefur vakið mikla athygli víða… Lesa meira

Lykilatriði að komast framhjá ofhugsun


Ólafur deilir reynslu sinni og fáeinum brögðum í kvikmyndagerð.

„Sýnishorn [e. stiklur] geta komið flóknum hugmyndum til skila með sekúndubroti,“ segir Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur. Þessa dagana býður hann upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare sem gengur út á smíði á einna mínútna stiklu. Flestir þekkja manninn undir nafninu Olaf De Fleur, en… Lesa meira

Milljón króna inneign í verðlaun


Markmið keppninnar er að vekja athygli á ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki

Kvikmyndagerðarfólk getur nú sent inn myndir í Sprettfisk, stuttmyndakeppni Stockfish. Í tilkynningu frá aðstandendum hátíðarinnar segir að haldið verður í þá breytingu sem gerð var á síðasta ári að myndirnar þurfa ekki að vera Íslands frumsýndar heldur nægir að þær hafi verið framleiddar á síðasta ári. Segir áfram í tilkynningunni:… Lesa meira

Listin að gera spennandi stiklu


Kvikmyndagerðarmaðurinn Ólafur Jóhannesson með nýtt námskeið á netinu.

Ólafur Jóhannesson, leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur, býður upp á nýja fjarkennslu í kvikmyndagerð í gegnum menntunarvefinn SkillShare. Námskeiðið gengur út á smíði á einna mínútna stiklu og eru áhugasamir hvattir til að skrá sig í gegnum þennan hlekk.Ólafur hefur yfir tveggja áratuga reynslu í fagi sínu. Hann er meðal annars… Lesa meira

Þáttaröð um Vigdísi Finnbogadóttur í bígerð


Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar.

Leikstjórinn Baldvin Z vinnur nú að gerð fjögurra þátta sjónvarpsseríu um ævi Vigdísar Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Verkefnið verður betur kynnt á kvikmyndahátíðinni í Gautaborg snemma í febrúar. Á vef Variety er greint frá því að í þáttaröðinni verði fylgst með Vig­dísi frá æsku­ár­um henn­ar og þar til hún var… Lesa meira

Ókeypis myndir á RVK Feminist Film Festival


Vegna COVID fer hátíðin fram á netinu að þessu sinni.

Alþjóðlega kvikmyndahátíðin RVK Feminist Film Festival er hafin og stendur til 17. janúar. Í tilkynningu frá hátíðinni, sem haldin er nú annað skiptið, segir að áfram verði lögð áhersla á kvenleikstýrur, sjóndeildarhringurinn víkkaður og nýju þema bætt við. Haldinn verður Zoom umræðupanell tileinkaður kvikmyndatökukonum. Aðalmarkmiðið í ár er að tengjast… Lesa meira

Listræn samsuða af drama og kómedíu


NORMS er glæný íslensk vefþáttaröð.

Norms er ný íslensk vefþáttaröð sem frumsýnd verður á RVK Feminist Film Festival 14. janúar næstkomandi. Þættirnir segja frá Söru, ungri reykvískri konu sem á erfitt með að fóta sig í fyrirsjáanlegum hversdeginum. Drifin áfram af hvatvísi og sjálfseyðingarhvöt setur hún allt á hliðina, eyðileggur sambandið við unnustu sína og… Lesa meira

Þetta segja landsmenn um Skaupið: „Love love love á þetta skaup!“


Það streymdu inn sterkar skoðanir á Áramótaskaupinu, að venju.

Sitt sýnist alltaf hverjum um Áramótaskaupið um ár hvert og þykir mikið sport að deila um gæði þess. Má þó segja að viðbrögð séu almennt í jákvæðari kantinum þetta árið, af fyrstu tístum landsmanna að dæma.Í Skaupinu var farið yfir góðkunnug mál með óvæntum uppákomum á meðan gert var upp… Lesa meira

Sjón með nýja túlkun á Hamlet


Hin óviðjafnanlega Noomi Rapace fer með aðalhlutverkið.

Sænska leikkonan Noomi Rapace hefur verið ráðin í titilhlutverk glænýrrar túlkunar á Hamlet og er handritið eftir rithöfundinn Sigurjón Birgi Sigurðsson, eða Sjón. Kynjahlutverkum verður snúið við í þessari aðlögun og hefur dansk-íranski kvikmyndagerðarmaðurinn Ali Abbasi leikstjórn með höndum. Myndin verður samstarfsverkefni fyrirtækjanna Meta Film og Boom Films og er… Lesa meira

Vinsælast á Netflix: Ari, drottningar og jólamyndir


Íslendingar styðja sinn mann - og nokkrar ólíkar týpur af drottningum.

Notkun Íslendinga á streymisþjónustu Netflix bregður ekki frekar en fyrri daginn, enda nóg af framboði efnis sem hentar einum og hverjum.  Það kemur lítið á óvart að landsmenn hafa mikið verið að streyma jólamyndum að undanförnu, gömlum sem nýjum, og komst okkar Ari Eldjárn að sjálfsögðu á toppinn eftir helgina nýliðnu. Þeim… Lesa meira

Jóhannes með hlutverk í „spin-off“ af Vikings


Afleggjari (e. spin-off) af Vikings í aðsigi.

Jóhannes Haukur Jóhannesson og Álfrún Laufeyjardóttir eru á meðal leikenda í spennuþáttunum Vikings: Valhalla. Tökur hófust á Írlandi fyrr í vetur og er um að ræða afleggjara (e. spin-off) af hinni margverðlaunuðu þáttaröð Vikings. Í þáttaröðinni stórvinsælu er fjallað um víkinginn Ragnar Loðbrók, félaga hans og fjölskyldu. Þættirnir koma úr… Lesa meira

HBO Max á Íslandi: Aðgengilegt seinni hluta næsta árs


Bara tæpt ár til stefnu!

Streymisveitan HBO Max verður aðgengileg á Íslandi árið 2021. Í fréttatilkynningu frá Andy Forssell, forstjóra HBO Max Global, kemur fram að streymið muni stækka við sig og verða fáanlegt á Evrópumarkaði og Suður-Ameríku upp úr síðari hluta næsta árs. Litla Ísland fær að fljóta með í þeim hópi. Streymið opnaði… Lesa meira

Áhorfendur tjá sig um Netflix-uppistand Ara: „Pissaði næstum í mig“


Íslendingar og fleiri víða hafa tjáð sig. Þar á meðal The Guardian.

Ari Eldjárn varð á dögunum fyrsti Íslendingurinn til að vera með sitt eigið uppistand á Netflix. Grínarinn góði hefur ferðast með sýninguna út um allan heim á síðustu árum var uppistandið alls sýnt 50 sinnum fyrir fullu húsi á Fringe Festival í Edinborg, Soho Theatre í London og á Melbourne… Lesa meira

Þriðja sería Ófærðar frumsýnd á Netflix


Glæný þáttaröð Ófærðar verður afhjúpuð á Netflix árið 2021

Glæný þáttaröð spennuseríunnar Ófærð (e. Trapped) verður afhjúpuð á Netflix árið 2021, en þetta tilkynnti streymisrisinn í dag. Þessi þriðja þáttaröð, sem rétt er að kalla eins konar „spin off“, mun bera erlenda heitið Entrapped. Atburðarásin gerist tveimur árum eftir atburði síðustu seríu og verða þau Ólafur Darri Ólafsson og… Lesa meira

Teiknimynd Gísla sópar til sín verðlaunum: „Hugsa að South Park hafi eitthvað spilað inn í þetta“


Föndur við Flash kveikti á perunni.

„Það sem heillar mig líklegast mest við „animation“ ferlið er þessi fullkomna stjórnun á römmunum. Það er gefið að ef þú hefur tíma, þá geturðu í rauninni gert hvað sem er.“ Þetta segir Gísli Darri Halldórsson kvikmyndagerðarmaður. Hann er leikstjóri og handritshöfundur teiknimyndarinnar Já-fólkið en saman framleiða þeir Arnar Gunnarsson… Lesa meira

Jafnrétti að leiðarljósi í nýrri kvikmyndastefnu


„Þegar þessi mál koma upp þá hlustar maður sérstaklega”

Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir að jafnréttismál hafi verið höfð að leiðarljósi við gerð nýrrar kvikmyndastefnu. Þetta kemur fram á vef RÚV og og segir Lilja þar að megi betur gera á þessu sviði.Samtök kvenna í kvikmyndum og sjónvarpi gagnrýna að ekki sé nóg gert til að jafna hlut… Lesa meira

Smárabíó opnar á morgun með meiri sjálfvirkni


Vegna veirunnar bætir Smárabíó enn meiri sjálfvirkni við þjónustu sína.

Smárabíó opnar á morgun, þriðjudag, eftir 2ja vikna lokun vegna áskorunar sóttvarnalæknis til fyrirtækja. Í tilkynningu frá bíóinu segir að sjálfvirkni og snertilaus þjónusta einkenni þá þróun sem Smárabíó hafi tileinkað sér, og nú er boðið upp á enn fleiri snertilausar lausnir og sjálfvirka þjónustu. Sjálfvirk hlið hafa verið sett… Lesa meira

Þorsti verðlaunuð á Screamfest


„Gay-vampírumyndin“ verðlaunuð vestanhafs.

Íslenska „gay-vampírumyndin“ Þorsti, í leikstjórn Gauks Úlfarssonar og Steinda Jr., vann til tvennra verðlauna á bandarísku hryllingsmyndahátíðinni Screamfest. Um er að ræða stærstu og elstu hryllingsmyndahátíð vestanhafs og eru þar sýndar kvikmyndir frá öllum heimshornum í þeim geira.  Bæði verðlaun Þorsta á Screamfest voru fyrir brellur; hlaut þá  Geir Njarðarson… Lesa meira

Ríkir spenna á milli listafólks og gagnrýnenda?


Poppkúltúr spyr hvort hið hámenningarlega Ísland sé alltof meðvirkt.

Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr hóf göngu sína í síðasta mánuði og er gefinn út vikulega, bæði á Kvikmyndir.is og helstu hlaðvarpsveitum, m.a. Apple og Spotify. Í hverjum þætti eru stóru málin rædd úr heimi poppmenningar, þátta, kvikmynda og skemmtibransans eins og hann leggur sig. Það eru Sigurjón Ingi Hilmarsson og Tómas Valgeirsson,… Lesa meira

Hannes svarar spurningum netverja um Ja Ja Ding Dong


„Ég bið öll sem lent hafa í þessu innilegrar afsökunar,“ segir Hannes.

Leikarinn Hannes Óli Ágústsson hefur vakið heldur betur mikla (og verðskuldaða) athygli fyrir túlkun sína á hinum ákafa Olaf Yohansson í gamanmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Fólki víða um heim þykir Olaf bráðfyndinn og þá sérstaklega fyrir vægast sagt æstan og einlægan áhuga sinn á laginu… Lesa meira

Ofurlögga í afneitun: Grínstikla verður að bíómynd


Kvikmyndin segir frá ofurlöggu í afneitun varðandi kynhneigð sína.

Tökur eru hafnar á nýrri grínhasarmynd í framleiðslu Pegasus með Auðunni Blöndal, Agli „Gillz“ Einarssyni og fleiri fræknum í aðalhlutverkum. Það er þó ekki frásögur færandi nema myndin ber heitið Leynilögga (e. Cop Secret á ensku) og er byggð á samnefndri grínstiklu frá árinu 2011. Þar fóru ýmsir þjóðþekktir einstaklingar… Lesa meira

Endurgerð Síðustu veiðiferðarinnar í spilunum


Reyndir rúmenskir leikarar hafa þegar verið ráðnir í hlutverk.

Til stendur að endurgera gamanmyndina Síðasta veiðiferðin í Rúmeníu. Það er vefurinn Klapptré sem greinir frá þessu og þar segir að þeir Örn Marinó Arnarson og Þorkell Harðarson hafa skrifað undir samning við framleiðslufyrirtækið Midnight Sun Film endurgerð myndarinnar. Viðræður standa einnig yfir við framleiðendur frá nokkrum öðrum löndum sem… Lesa meira

Getum við hætt að tala um Star Wars?


Reynt er að loka Stjörnustríðsumræðunni... með því að tala um Stjörnustríð í þaular.

Eru aðdáendur Stjörnustríðs enn í afneitun? Hugsaði Disney aðeins of skammsýnt? Er einu sinni hægt að gera Stjörnustríð “töff” á ný án þess að þurfi að nota orðið Mandalorian?  Þáttastjórnendur hlaðvarpsins Poppkúltúr velta þessum stóra nördamálum fyrir sér og spyrja kurteisislega hvort hugmyndabanki Star Wars sé tæmdur, og hvort við… Lesa meira