Vitleysingar og fyrrum glæpaforingi vinsælastir


Þessi veiðiferð er ósigrandi.

Aðsókn í kvikmyndahúsum Íslands hefur smám saman tekið gott flug eftir að þau opnuðu (flest) aftur 4. maí. Síðasta veiðiferðin er áfram í fyrsta sæti aðsóknarlistans og hefur haldið þeirri siglingu frá frumsýningu hennar í mars, þó vissulega sé tillit tekið til þess að kvikmyndahúsin lokuðu nokkrum vikum seinnar.Engu að… Lesa meira

Sjáðu stikluna úr endurgerð Hrúta


Saga Gríms Hákonarsonar tekur á sig nýja mynd.

Fyrsta sýnishornið hefur verið opinberað fyrir kvikmyndina Rams, endurgerð Hrúta í leikstjórn Gríms Hákonarsonar. Það er Ju­les Duncan sem sér um handritið, sem er byggt á því upp­runa­lega, og er myndinni leikstýrt af Jeremy Sims. Þeir Michael Caton og Sam Neil fara með hlutverk bræðranna sem Theódór Júlíusson og Sigurður… Lesa meira

10 ára starf Bíó Paradísar í vaskinn: „Við erum eins og Titanic-skipið”


„Ég trúði því bara innilega að við værum búin að leysa málið,” segir framkvæmdastjóri Bíó Paradísar.

Mikil óvissa hefur ríkt um rekstur Bíó Paradísar á síðustu vikum. Þegar tilkynnt var að kvikmyndahúsið myndi loka brugðust margir illa við og stuðningur barst úr ýmsum áttum. Upphaflega stóð til að skella í lás þann 1. maí en bíóinu var lokað þegar samkomubann tók gildi. Nú er útlit fyrir… Lesa meira

Efla þurfi menntun og starfsöryggi í kvikmyndagerð: „Við þurfum að lyfta grettistaki“


„Á undanförnum vikum hefur stjórnin fundið fyrir þungum áhyggjum,“ segir formaður FK.

„Kvikmyndaiðnaðurinn hefur sannað sig sem mikilvægur hluti af hagsæld og menningu þjóðarinnar og svo þarf að vera áfram. En það má gera betur,“ segir Sigríður Rósa Bjarnadóttir, formaður Félags kvikmyndagerðarmanna (FK), sem hefur opnað nýjan og uppfærðan vef á slóðinni fkvik.is. Sigríður segir í tilkynningu á vefnum að þurfi að… Lesa meira

Heppinn í ástum sigrar kosninguna


Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í gamanmyndakeppnina.

Gamanmyndahátíð Flateyrar í samstarfi við Reykjavík Foto stóðu fyrir 48 stunda gamamyndakeppni á dögunum, þar sem þátttakendur fengu aðeins 48 klst til að fullvinna stutta gamanmynd með þemanu Heppni/Óheppni. Alls voru á þriðja tug stuttmynda sendar inn í keppnina, þar sem landsmenn gátu horft á þær og kosið sína uppáhalds… Lesa meira

Selshamurinn á stærstu stuttmyndahátíð Spánar


Hátt í 2.000 myndir voru sendar inn frá 93 löndum.

Stuttmynd Uglu Hauksdóttur, Selshamurinn, hefur verið valin í aðalkeppni hinnar virtu alþjóðlegu kvikmyndahátíðar í Huesca á Spáni. Hátíðin mun vera haldin í 48. skipti þetta árið en vegna ástandsins mun hún fara fram á stafrænu formi dagana 12. - 20. júní og mun Selshamurinn vera heimsfrumsýnd á hátíðinni. Myndin er… Lesa meira

Kvikmyndasafn Íslands opnar streymisvef – Fágætir gullmolar gerðir aðgengilegir


Hægt er að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafnsins, allt frá árinu 1906.

Kvikmyndasafn Íslands hefur opnað streymisvefinn Ísland á filmu þar sem almenningi í fyrsta sinn opnaður aðgangur að mörgum fágætum gullmolum í vörslu safnsins. Á vefnum er hægt að skoða myndefni úr fórum Kvikmyndasafns Íslands, allt frá árinu 1906. Á vefnum verður fyrst um sinn hægt að nálgast hátt í 300… Lesa meira

Þessi bíó opna aftur 4. maí – En hvað verður í sýningum?


Fólki gefst tækifæri á að sjá The Hangover á ný. Eru það ekki litlu skrefin sem skipta máli?

Útvalin kvikmyndahús á Íslandi munu opna dyrnar sínar á ný þann 4. maí eftir að tilslakanir á samkomubanni taka gildi. Liðinn er rúmur mánuður síðan öllum bíóum landsins var lokað en á næstu vikum verður 50 manna hámark í hverjum sal. „Við höfum fengið mikið af fyrirspurnum um hvenær við… Lesa meira

Þetta segja Íslendingar um Jarðarförina mína: „Hver var að skera lauk?“


„Ég spái vexti í jarðarförum fyrir dánardag hér eftir“

Nýverið var frumsýnd glæný íslensk þáttaröð með Ladda í aðalhlutverki, en þar leikur hann (heldur óvinsælan) mann sem greinist með ólæknandi heilaæxli sama dag og hann kemst á eftirlaun. Hann hefur eytt síðustu áratugunum í tilgangslausa rútínu, fjarlægst fjölskyldu sína og ekki lifað lífinu sem skildi. Þá ákveður hann að… Lesa meira

53% kvikmyndagerðarmanna finna fyrir tekjutapi nú þegar eða innan viku


Niðurstöðurnar eru sláandi.

Félag kvikmyndagerðarmanna (FK) stóð fyrir könnun á meðal félagsmanna sinna til að meta þau alvarlegu áhrif sem vírusinn hefur á starfsemi og afkomu kvikmyndagerðarmanna. Könnunin var framkvæmd í formi spurningakönnunar á vefnum dagana 25. – 27. mars og svarendur voru alls 130. Um er að ræða fólk sem starfar á… Lesa meira

36 kvikmyndir um heimsfaraldur eða smit – Frá Quarantine til Cabin Fever


Hversu margar hefur þú séð?

Kvikmyndir um heimsfaraldur hafa verið á vörum margra á undanförnum vikum. Á þessum sérkennilegu og fordæmalausu tímum COVID-19 hafa margir rifjað upp kynnin við þær bíómyndir sem hafa gert útbreiðslu vírusa góð skil á einn hátt eða annan. Að því tilefni - og til að vonandi breiða út nýjum eða… Lesa meira

Reiknað með skorti á sjónvarpsefni í haust: „Þá verðum við bara að tala saman og spila.“


„Þetta er það sama alls staðar,“ segir Lilja Ósk Snorradóttir.

„Þetta er það sama alls staðar. Þetta er bæði með kvikmyndir sem eru að fara í tökur, sem eru í tökum eða kvikmyndir sem á að frumsýna. Það er enginn að fara að frumsýna neins staðar núna því það er enginn að fara að mæta á sýningar í þeim bíóhúsum… Lesa meira

Bílabíó í Borgarnesi – Nýtt líf á dagskrá


Bíóið verður opið öllum á meðan pláss leyfir á bílaplaninu.

Í undirbúningi er uppsetning á bílabíói í Borgarnesi. Verður það mánudaginn 30. mars klukkan 20:00 á plani við reiðhöllina Faxaborg, rétt ofan við Borgarnes. Á dagskrá er kvikmyndin Nýtt Líf, fyrsta kvikmynd þríleiksins um Danna og Þór eftir Þráin Bertelsson. Í þessari mynd reyna þeir fyrir sér í fiskiðnaðinum. Bíóið… Lesa meira

Bergmál vinnur til verðlauna í Rússlandi


Bergmál hefur verið að ferðast víða á milli kvikmyndahátíða síðan í haust.

Kvikmyndin Bergmál eftir Rúnar Rúnarsson vann aðalverðlaun dómnefndar á kvikmyndahátíðinni Gyllti hrafninn sem fór fram dagana 9. - 15. mars í Anadyr í Rússlandi. Þetta kemur fram á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands en það var Vigfús Þormar Gunnarsson, leikari og eigandi Doorway casting sem sá um leikaraval fyrir Bergmál, veitti verðlaununum… Lesa meira

Getur þú gert gamanmynd á 48 klukkustundum?


„Með gleði og húmor komumst við í gegnum þessa skrítnu tíma,“

Gamanmyndahátíð Flateyrar hefur í samstarfi við Reykjavík Foto að efnt til 48 stunda gamanmyndakeppni á netinu. Keppnin gengur út á það að eintaklingar eða lið geta skráð sig til leiks og frá og með 27. mars fá liðin 48 klukkustundur til að fullklára gamanmynd út frá því þema sem verður… Lesa meira

Brot slær í gegn á Netflix


Þættirnir voru nýlega gefnir út á streymisveituna í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku og Nýja Sjálandi svo dæmi séu nefnd.

Sjónvarpsþáttaröðin Brot hefur notið gífurlegra á Netflix víða um heim. Þættirnir voru nýlega gefnir út á streymisveituna í Bandaríkjunum, Noregi, Danmörku, Spáni, Svíþjóð, Frakklandi og Nýja Sjálandi svo dæmi séu nefnd, en þar ganga þeir undir heitinu The Valhalla Murders. Óttar M. Norfjörð, einn handritshöfundur þáttanna, greindi frá þessu á… Lesa meira

Stjörnubíó í sóttkví – Hlátur, bjór og typpið á Hilmi Snæ


Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977.

Þar sem útvarpssvið Sýnar er í sóttkví, þá höfum við á Kvikmyndir.is tekið að okkur að hýsa a.m.k. tvö innslög frá Stjörnubíói af X977. Hér getið þið hlýtt á Heiðar Sumarliðason ræða við Tómas Valgeirsson blaðamann um Síðustu veiðiferðina og við leikarann Jóhannes Hauk Jóhannesson um Spenser Confidential, nýjustu kvikmynd… Lesa meira

Ingvar fór í prufu fyrir Star Wars: „George Lucas hafði ekki efni á mér“


„Ég var næstum því kominn með hlutverkið,“ segir Ingvar E. Sigurðsson leikari.

Ingvar E. Sigurðsson, einn þekktasti leikari Íslands, fór í prufu fyrir Star Wars kvikmynd. Þetta var árið 1997 og stóð þá til að sækjast eftir stórri rullu fyrir The Phantom Menace, sem beðið var eftir með gífurlegri eftirvæntingu á þessum tíma. Leikarinn flaug til London að lesa línurnar fyrir Sith-lávarðinn… Lesa meira

Bíóin loka ekki vegna veirunnar: Aldrei fleiri en 100 manns í sal


Kvikmyndahúsin verða áfram opin, þrátt fyrir samkomubann, en með ákveðnum takmörkunum.

Í ljósi frétta af samkomubanni, sem sett verður á aðfaranótt mánudags, hafa margir eflaust velt því fyrir sér hvort til standi að loka kvikmyndahúsum á Íslandi í óákveðinn tíma. Nú hefur það fengist staðfest að kvikmyndahús Senu og Sambíóanna munu halda rekstri sínum áfram en með ákveðnum takmörkunum í ljósi… Lesa meira

Kvikmyndahús grípa til aðgerða vegna veirunnar


Nú verður selt í annað hvert sæti í öllum almennum bíósölum.

Ákveðið hefur verið að selja aðeins í annað hvert sæti í Smárabíói og Háskólabíói, sjálfvirkni verður aukin og snertiflötum gesta fækkað. Eins og kom fram í tilkynningu frá kvikmyndahúsum Senu, sem rekur Smárabíó og Háskólabíó, í síðustu viku, hefur verið ákveðið, með hliðsjón af aðstæðum í þjóðfélaginu, að bjóða upp… Lesa meira

Veiðiferðin sigraði Pixar og Sonic


Eftir þrjár vikur á toppnum fór aðeins að hægja á hinum sprellfjöruga Sonic. Hann er nú kominn í þriðja sæti aðsóknarlistans en alls hafa hátt í 25 þúsund manns séð broddgöltinn fræga í bíó. Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað og reif toppsætið…

Eftir þrjár vikur á toppnum fór aðeins að hægja á hinum sprellfjöruga Sonic. Hann er nú kominn í þriðja sæti aðsóknarlistans en alls hafa hátt í 25 þúsund manns séð broddgöltinn fræga í bíó. Síðasta veiðiferðin eftir Þorkel Harðarson og Örn Marinó Arnarson fer vel af stað og reif toppsætið… Lesa meira

Eddunni frestað vegna kórónaveirunnar


Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar

Íslenska kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) hefur ákveðið að fresta Edduverðlaununum vegna útbreiðslu COVID-19 veirunnar, en athöfnin átti að fara fram þann 20. mars næstkomandi. Stjórn ÍKSA sendi út tilkynningu til allra sem eru hluti af nefndinni. Vefurinn Klapptré greinir meðal annars frá þessu. Í tilkynningunni segir: „Því miður hafa mál… Lesa meira

Heillaðist mjög ungur af kvikmyndum sem fóru yfir strikið


„Ég var ekki bara aðdáandi þess efnis sem menn eins og Reynir Oddsson gerðu, heldur líka að þeir þorðu að gera það.“

Elvar Gunnarsson, kvikmyndagerðarmaður með meiru, hefur síðastliðin ár unnið með hópi ungs kvikmyndagerðarfólks að því að klára hrollvekjuna It Hatched, sem gengur einnig undir heitinu Mara. Myndin er sögð vera óður til horfinna tíma í hrollvekjugeiranum og í ætt við hrollvekjur sem gerðar voru seint á áttunda áratugnum. Telur þá… Lesa meira

Frábærar kvikmyndir um tímaflakk: „Tækni sem hefði vafalaust elst mjög illa“


Ert þú sammála listanum hans Ævars?

Ef þú gætir ferðast hvert sem er, fram eða aftur í tíma, - hvert myndirðu fara? Myndirðu reyna að hafa áhrif á fortíðina eða viltu kannski skoða framtíðina? Viltu eignast gæludýr sem er grameðla, reyna að bjarga einhverjum úr fortíðinni eða skjótast út í geim eftir hundrað ár? Valið er… Lesa meira

Líf Sólveigar Anspach í verki – Vinnur að heimildarmynd um móður sína


Dóttir Sólveigar heiðrar móður sína með heimildarmynd.

Kvikmyndagerðarkonan Clara Lemaire Anspach mun á þessu ári frumsýna heimildarmyndina Sólveig mín. Myndin segir frá lífi og ævistarfi Sólveigu Anspach, leikstjóra og handritshöfundar, en Clara er dóttir hennar og vinnur að verkinu með Körnu Sigurðardóttur. Það er ZikZak sem framleiðir. Þau Garún Daníelsdóttir, Didda Jónsdóttir, Óttarr Proppé og Ingvar E.… Lesa meira

Sjötta Stockfish hátíðin að hefjast – Þessar myndir verða sýndar í ár


Stockfish, kvikmynda- og ráðstefnuhátíð, verður nú haldin í sjötta sinn dagana 12. mars – 22. mars - og er aldeilis úr nægu að velja.

Stockfish, kvikmynda- og ráðstefnuhátíð, verður nú haldin í sjötta sinn dagana 12. mars – 22. mars. Hátíðin er bæði ætluð kvikmyndaunnendum sem vilja sjá alþjóðlegar verðlaunamyndir í bíó sem og fagfólki í kvikmyndabransanum. Markmið Stockfish er að efla og auðga kvikmyndamenningu á Íslandi og vera íslenskum kvikmyndaiðnaði lyftistöng bæði erlendis… Lesa meira

Konurnar hlæja mest að Síðustu veiðiferðinni – „Femínískt brautryðjendaverk“


„Það er erfitt að koma konum að í mynd um karlaveiðitúr en þær eru þarna handhafar valdsins“

Almennar sýningar á gamanmyndinni Síðasta veiðiferðin hófust í gær og hafa viðtökur verið heldur jákvæðar. Myndin er gerð án opinberra styrkja og standa þeir Þorkell Harðarson og Örn Marinó Arnarson á bak við afraksturinn. Áratugareynsla þeirra beggja í kvikmyndagerð kom sér því vel en á meðal verka sem þeir hafa… Lesa meira

Engin Hildur á Eddunni – Hvítur, hvítur dagur með flestar tilnefningar


Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2019 voru kynntar í hádeginu.

Tilnefningar til Eddunnar fyrir árið 2019 voru kynntar í hádeginu og það er dramedían Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason sem hlaut flestar tilnefningar. Myndin er meðal annars tilnefnd sem kvikmynd ársins, fyrir handrit, leikstjórn, klippingu, leikmynd og kvikmyndatöku. Þá er Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur fyrir besta leik í aðalhlutverki,… Lesa meira

Ósýnilegi maðurinn nær ekki í hælana á Sonic hérlendis


Það stöðvar ekkert Sonic, þó The Invisible Man hafi gert heiðarlega tilraun til þess.

Bíómyndin um hraðskreiða broddgöltinn Sonic hefur reynst óstöðvandi á íslenska bíóaðsóknarlistanum undanfarnar þrjár vikur. Áhuginn á tölvuleikjapersónunni víðfrægu hefur hvergi dvínað en tæplega fjögur þúsund manns sáu myndina um helgina og er heildaraðsókn Sonic the Hedgehog skriðin yfir tuttugu þúsund manns samkvæmt upplýsingum frá FRÍSK. Spennutryllirinn The Invisible Man náði… Lesa meira

Klassa drusla væntanleg í apríl – „Við fórum svolítið á hörkunni í gegnum allt“


„Þetta orð var oft notað til að gera lítið úr manni og er að vissu leyti enn gert í dag,“ segir Ólöf Birna, leikstjóri og handritshöfundur.

Ólöf Birna Torfadóttir, leikstjóri og handritshöfundur, hefur margt á sinni könnu þessa dagana en hún frumsýnir sína fyrstu kvikmynd í fullri lengd í byrjun apríl, en hún ber heitið Hvernig á að vera klassa drusla. Með aðalhlutverkin fara þær Ásta Júlía Elíasdóttir og Ylfa Marín Haraldsdóttir en leikararnir Þorsteinn Bachmann,… Lesa meira