Wes Anderson opnar Berlinale

Teiknimyndin Isle of Dogs eftir leikstjórann Wes Anderson verður opnunarmynd kvikmyndahátíðarinnar í Berlín, eða Berlinale eins og hún er jafnan kölluð. Myndin notast við svokallaða „stopmotion“ tækni sem er gjarnan notuð í hreyfimyndum sem byggja á brúðum eða fígúrum. Aðstandendur hátíðarinnar sögðu í dag að myndin yrði heimsfrumsýnd á kvikmyndahátíðinni sem fer fram þann 15. […]

Sérsveitar-Cyborg – Fyrsta stikla úr Ghost in the Shell

Fyrsta stiklan í fullri lengd fyrir nýjustu mynd Scarlett Johansson, Ghost in the Shell, í leikstjórn Rupert Sanders, er komin út. Stiklan hefst á stuttri kynningu frá Johansson, en síðan fáum við að skyggnast inn í ævintýralegan, áferðarfallegan og framtíðarlegan heim myndarinnar. Myndin er byggð á vinsælum japönskum Manga – teiknimyndasögum. Miðað við það sem […]

Scarlett orðuð við Gamergate-mynd

Scarlett Johansson hefur verið orðuð við aðalhlutverkið í Hollywood-mynd sem verður byggð á óútkominni bók Zoë Quinn, Crash Override: How To Save The Internet From Itself.  Bókin er byggð á sönnum atburðum og segir frá því þegar hin 28 ára Quinn, sem bjó til tölvuleikinn Depression Quest, varð óumbeðin hluti af Gamergate-hreyfingunni á netinu eftir […]

Nýtt plakat úr Lucy með Scarlett Johansson

Nýtt plakat úr spennumyndinni Lucy með Scarlett Johansson í aðalhlutverki er komið á netið. Luc Besson leikstýrir myndinni, sem kemur í bíó 25. júlí vestanhafs. Hún átti að koma á hvíta tjaldið 8. ágúst en talið er að henni hafi verið flýtt til að sleppa við samkeppni við myndirnar Teenage Mutant Ninja Turtles og Into […]

Lokkar fórnarlömbin til sín

Fyrsta stikla í fullri lengd úr kvikmyndinni Under the Skin, með Scarlett Johansson í aðalhlutverki hefur ratað á veraldarvefinn. Johansson leikur geimveru í mannsmynd sem þvælist um Skotland og lokkar puttaferðalanga upp í bíl sinn og drepur þá. Under the Skin er leikstýrð af Jonathan Glazer, sem áður hefur gert myndirnar Sexy Beast og Birth. Gerð myndarinnar […]

Fótósjoppað mitti Scarlett gagnrýnt

Mittismál Scarlett Johansson í nýju kynningarplakati fyrir hasarmyndina Captain America 2: The Winter Soldier hefur vakið upp spurningamerki hjá netverjum. Umræðan um fótósjoppaðar myndir sem gefa brenglaða mynd af raunverulegu útliti kvenlíkamans hafa fengið byr undir báða vængi með þessu nýja plakati. „Heiminum er ekki við bjargandi þegar meira að segja mitti Scarlett-Joh, sem þegar […]

Elizabeth Olsen staðfest í Avengers 2

Leikkonan Elizabeth Olsen fer með hlutverk persónunnar Scarlet Witch í framhaldsmyndinni The Avengers: Age of Ultron. Olsen hefur lengið verið orðuð við hlutverkið en núna hefur Samuel L. Jackson, sem leikur Nick Fury í myndinni, staðfest orðróminn. „Við ætlum að taka myndina upp í London og James Spader verður Ultron. Svo höfum við bætt fröken […]

Fimm fréttir – Eastwood skilinn, Scarlett trúlofuð

Scarlett Johansson, 28 ára, hefur trúlofast blaðamanninum Romain Dauriac. „Þau eru trúlofuð og mjög hamingjusöm,“ segir aðili þeim nákominn við People. Dauriac bað Johansson fyrir mánuði síðan. Hringurinn er gamaldags í Art Deco stíl. Kate Bosworth, 30 ára, giftist Michael Polish, 42 ára, á búgarði í Philipsburg, Montana, 31. ágúst sl. Athöfnin fór fram utandyra. […]

Skotinn í tölvu – Fyrsta stikla úr Her

Fyrsta stiklan er komin fyrir nýju Spike Jonze myndina Her. Með aðalhlutverkið, einmana rithöfund sem verður ástfanginn af rödd í nýju tölvustýrikerfi sem hann kaupir sér, fer Joaquin Phoenix.  Með hlutverk tölvuraddarinnar fer Scarlett Johansson. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: Og hér fyrir neðan er plakatið -smelltu til að sjá það stærra:

Love vill leika í Cobain-mynd

Courtney Love efast um að kvikmynd um ævi hins sáluga Kurt Cobain verði nokkru sinni gerð. Love og Cobain, söngvari Nirvana, gengu í hjónaband í febrúar 1992 og eignuðust dótturina Frances Bean í ágúst sama ár. Tæpum tveimur árum síðar framdi Cobain sjálfsvíg. „Ég veit að Universal vill gera myndina. En það yrði skrítið að […]

Johansson, Witherspoon og Chastain líklegar sem Hillary Clinton

Scarlett Johansson og Reese Witherspoon eru á meðal leikkvenna sem nefndar hafa verið sem líklegar til að túlka fyrrum utanríkisráðherra og fyrrum forsetafrú Bandaríkjanna, Hillary Clinton, í nýrri bíómynd. Myndin, sem heitir Rodham, og mun fjalla um Clinton á hennar yngri árum, er væntanleg í bíó í kringum forsetakosningarnar í Bandaríkjunum árið 2016, en talið […]

Scarlett Johansson gerist leikstjóri

Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson er ekki einhöm. Ekki einasta leikur hún í myndum ólíkra leikstjóra allt frá Woody Allen til Joss Whedon, og hefur síðustu árin verið álitin kyntákn í Hollywood, heldur hefur hún fengið Óskarstilnefningu fyrir lag í kvikmynd ( Chasing Ice 2013 ), leikið Janet Leigh í Hitchcock, og fleira og fleira. Nú […]

Scarlett er byrjuð í hljómsveit

Einhverjir tóku væntanlega eftir því þegar Óskarsverðlaunin voru afhent aðfararnótt mánudagsins síðasta að leikkonan Scarlett Johansson söng eitt laganna sem tilnefnt var sem besta lag í kvikmynd. Lagið heitir Before My Time og er úr kvikmyndinni Chasing Ice. Lagið varð þó að lúta í lægra haldi fyrir Adele og lagi hennar Skyfall úr samnefndri James Bond […]

The Avengers afhenda Óskarsverðlaun

Ofurhetjurnar úr The Avengers ætla að afhenda Óskarsverðlaun 24. febrúar næstkomandi.   Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Jeremy Renner, Chris Evans og Mark Ruffalo ætla allir að mæta upp á svið og afhenda verðlaun. Aðeins Scarlett Johansson og Chris Hemsworth úr ofurhetjuhópnum verða ekki viðstödd. „Það verður gaman að sameina leikaraliðið úr The Avengers […]

Samuel L. Jackson ekki í Iron Man 3

Samuel L Jackson mun ekki endurtaka hlutverk sitt sem Nick Fury í  Iron Man 3. Þetta verður fyrsta Iron Man-myndin án Jackson en hann kom fram í örsmáu hlutverki í þeirri fyrstu en var svo meira áberandi í númer tvö. „Ég held að ég leiki Nick Fury næst í Captain America: The Winter Soldier vegna […]

Scarlett Johansson var of kynþokkafull fyrir Fincher

Eins og vonandi flestir, býð ég óeðlilega spenntur eftir næstu mynd meistarans David Finchers, The Girl with the Dragon Tattoo. Leikstjórinn var í viðtali við tímaritið Vogue nýlega og talaði þar m.a. um áheyrnarpurfurnar fyrir hlutverk Lisbeth Salander og hvernig ein stórleikkona var of kynþokkafull fyrir hlutverkið: „Sko, við sáum margt og magnað fólk og […]

Scarlett heimtar fleiri hasaratriði í The Avengers

Leikkonan Scarlett Johansson stendur í ströngu þessa daganna við tökur á stórmyndinni The Avengers, þar sem sumar helstu ofurhetjur kvikmyndanna koma saman. Þar á meðal er persóna hennar úr Iron Man 2, Black Widow. Fregnir herma að Scarlett sé ekki par sátt með hlutverk sitt í myndinni, en hún vill alls ekki enda sem einhvers […]

The Avengers: tökur hefjast og mynd af settinu!

Marvel gaf nú rétt í þessu frá sér fréttatilkynningu þess efnis að tökur séu hafnar á stórmyndinni The Avengers, sem og fyrstu mynd af tökustaðnum. Samkvæmt fréttatilkynningunni mun The Avengers halda áfram þeirri sögu sem Marvel hófu að segja í Iron Man, en loks blasir þvílík hætta við heimsbyggðinni að SHIELD hefur engra kosta völ […]

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zombies, sem er byggð á samnefndri bók, hefur verið í bígerð í þónokkurn tíma og hefur nú loksins fengið til sín leikstjóra. Mike […]

Pride & Prejudice & Zombies fær leikstjóra

Á tímabili virtist maður ekki getað þverfótað fyrir vampírumyndum, en næsta hrollvekjuæði er handan við hornið og virðast uppvakningar ætla að koma sterkt inn á næsta ári. Kvikmyndin Pride and Prejudice and Zombies, sem er byggð á samnefndri bók, hefur verið í bígerð í þónokkurn tíma og hefur nú loksins fengið til sín leikstjóra. Mike […]