Samuel L. Jackson ekki í Iron Man 3

Samuel L Jackson mun ekki endurtaka hlutverk sitt sem Nick Fury í  Iron Man 3.

Þetta verður fyrsta Iron Man-myndin án Jackson en hann kom fram í örsmáu hlutverki í þeirri fyrstu en var svo meira áberandi í númer tvö.

„Ég held að ég leiki Nick Fury næst í Captain America: The Winter Soldier vegna þess að ég verð ekki í Iron Man 3,“ sagði Jackson við Total Film. „Engir leikarar úr Avengers verða í Iron Man 3. Þetta verður sjálfstæð mynd.“

Einhverjir höfðu vonað að slatti af Avengers-stjörnum kæmu fram í litlum hlutverkum í Iron Man 3 en nú er ljóst að ekkert verður af því.

Jackson lék á móti Robert Downey Jr. í The Avengers ásamt Scarlett Johansson. Hún lék einnig í Iron Man 2.

Robert Downey Jr., Gwyneth Paltrow og Don Cheadle endurtaka hlutverk sín í Iron Man 3. Nýliðar verða þeir Ben Kingsley og Guy Pearce.  Myndin er væntanleg í bíó næsta vor.