Brie og bleikur Jackson saman á ný

Captain Marvel leikkonan Brie Larson fetar nýjar slóðir í nýrri Netflix mynd, Unicorn Store, eða Einhyrningabúðin, í lauslegri íslenskri þýðingu, en myndin er sú fyrsta sem leikkonan leikstýrir. Með henni í myndinni er enginn annar en Samuel L. Jackson, en þau tvö leika einmitt einnig saman í Captain Marvel. Auk þess að leikstýra þá leikur […]

Þrír á geðspítala í fyrsta Glass plakati

Áður en leikstjórinn M. Night Shyamalan frumsýndi kvikmynd sína Split, þá kom það flestum á óvart að hann væri hægt og rólega að byggja upp sérstakan „heim“,  þ.e. myndir sem tengdust innbyrðis.  Meira að segja er sagt að sjálfur aðalleikari Unbreakable, Samuel L. Jackson, hafi ekki verið meðvitaður um þetta. Í lok aðstandendalistans sem rann […]

Pulp Fiction hús til sölu

Ef þú safnar munum tengdum frægum kvikmyndum, og það vill svo til að þig vanti húsnæði, í eftirsóttu hverfi, nálægt góðum skólum, þá er heppnin svo sannarlega með þér. Ekki einu sinni þá er þetta fína einbýlishús til sölu í Studio City í Kaliforníu í Bandaríkjunum, heldur vill svo skemmtilega til að þetta er húsið […]

Sá brothætti snýr aftur

Samuel L. Jackson snýr aftur í einni af þekktustu rullum sínum árið 2019, hlutverki hins brothætta Elijah Price, eða Hr. Glass eins og hann er kallaður. Kvikmyndin heitir Glass og er framhald kvikmyndanna Split og Unbreakable ( 2000 ), en allar þrjár kvikmyndirnar eru að sjálfsögðu í leikstjórn ráðgátuleikstjórans M. Night Shyamalan. Myndir af Jackson í […]

Jackson vill stöðva umsnúning þyngdaraflsins

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Samuel L. Jackson er nú um það bil að ljúka samningum um að leika í vísindaskáldsögunni Inversion, eða Umsnúningur,  samkvæmt frétt Variety. Leikstjóri Inversion er Peter Segal, en tökur eiga að hefjast 27. febrúar nk. í Berlín. Í kjölfarið munu tökulið og leikarar flytja sig um set til Shanghai og Chicago. Jackson mun […]

Samuel L. Jackson reynir að tala íslensku

Kvikmyndatitillinn Heimili fröken Peregrine fyrir sérkennileg börn, sem heitir á ensku Miss Peregrine’s Home for Peculiar Children, er sannarlega þónokkur tungubrjótur fyrir útlendinga, eins og sést berlega þegar leikarar myndarinnar gera tilraun ( af veikum mætti ) til að bera fram íslenska titilinn. Þessi tilraun var gerð í tilefni af frumsýningu myndarinnar hér á landi. Heimili […]

Skrímsli eru til – Fyrsta stikla úr Kong: Skull Island

Stórfréttirnar koma nú á færibandi frá Comic-Con ráðstefnunni í San Diego, sem nú stendur yfir, en hátíðin er meðal annars óspart notuð til að frumsýna ný sýnishorn úr væntanlegum myndum, og leikaralið mynda mætir gjarnan í pallborðsumræður á undan, og margt margt fleira skemmtilegt. Nú er komið að fyrstu stiklunni úr King Kong myndinni Kong: Skull Island, […]

Leigumorðingi fær lífvörð – ný Reynolds mynd í tökur

Ryan Reynolds, sem sló eftirminnilega í gegn sem ofurhetjan Deadpool, hefur nú snúið sér að næsta verkefni, en þar er um að ræða kvikmyndina The Hitman’s Bodyguard, eða Lífvörður leigumorðingjans, í lauslegri þýðingu. Tökur myndarinnar hófust í dag, en með önnur helstu hlutverk fara Samuel L. Jackson, Gary Oldman, Elodie Yung og Salma Hayek. Leikstjóri […]

Farsímar breyta fólki í ófreskjur

Allir eiga farsíma í dag. Fyrir mörgum er tilhugsunin um að vera ekki með símann á sér, hræðileg. En hvað ef eitthvað skelfilegt lúrði í farsímamerkinu, sem gæti haft ófyrirséðar afleiðingar? Um þetta fjallar skáldsaga hrollvekjumeistarans Stephen King frá árinu 2006, Cell, og nú er á leiðinni kvikmynd upp úr bókinni með þeim John Cusack […]

Hendir símanum í frystikistuna

Kvikmyndafyrirtækið Saban Films hefur samkvæmt Variety kvikmyndaritinu, keypt dreifingarréttinn í Bandaríkjunum að hroll-vísindatryllinum Cell, með þeim John Cusack, Samuel L. Jackson og Isabelle Fuhrman í aðalhlutverkum. Leikstjóri Cell er Tod „Kip“ Williams ( Paranormal Activity 2 ). Myndin er byggð á samnefndri heimsendasögu eftir Stephen King, en Williams útfærði handritið sjálfur ásamt Adam Alleca ( […]

Tarantino kom bíógestum á óvart

Bíógestir í Melbourne í Ástralíu fengu heldur betur óvænta heimsókn á mánudag þegar Quentin Tarantino, Kurt Russell og Samuel L. Jackson litu við fyrir sýningu á The Hateful Eight. Kvikmyndahúsið er eitt fárra sem geta sýnt myndina á 70mm filmu og það kunna Tarantino og félagar að meta. „Takk fyrir að koma og sjá myndina […]

The Hateful Eight átti að vera framhald Django

Vestrinn The Hateful Eight átti upphaflega að vera framhald Django Unchained. Þetta sagði leikstjórinn Quentin Tarantino í samtali við AceShowbiz. Hann bætti við að persóna Samuel L. Jackson í The Hateful Eight hafi upphaflega átt að vera Django, aðalpersóna Django Unchanied. „Ég hafði ekki skrifað skáldsögu áður og mig langaði að prófa að skrifa Django-bók. […]

The Hateful Eight – Sjáðu nýju stikluna!

Ný stikla úr The Hateful Eight, áttundu mynd Quentin Tarantino, er komin út. Stiklan lofar góðu og stefnir allt í enn eina gæðamyndina frá Tarantino.  Samuel L. Jackson, sem leikur fyrrverandi hermann, er áberandi í stiklunni en þar eru aðalpersónurnar átta kynntar til sögunnar, a la Tarantino. The Hateful Eight gerist á tímum bandarísku borgarastyrjaldarinnar […]

Neita körlum um kynlíf – Fyrsta stiklan úr Chi-raq

Fyrsta stiklan úr nýjustu mynd Spike Lee, Chi-raq, er komin út. Myndin fjallar um baráttu á milli gengja í nokkrum hverfum í Chicago og er byggð á gríska gamanleiknum Lýsistrata eftir Aristófanes.  Konurnar í hverfunum taka sig til og ákveða að neita mönnunum um kynlíf þangað til ofbeldinu linnir. Í stiklunni má sjá Teyonah Paris, sem […]

Hateful Eight frumsýnd á jóladag

Frumsýningardagur er komin á nýjustu mynd Quentin Tarantino, Hateful Eight. Hún verður sýnd í takmörkuðum fjölda kvikmyndahúsa á jóladag í Norður-Ameríku en fer svo í almennar sýningar 8. janúar 2016.   Myndin gerist á tímum borgarastyrjaldarinnar í Bandaríkjunum og á meðal helstu leikara eru Samuel L. Jackson, Bruce Dern, Kurt Russell og Jennifer Jason Leigh. […]

Samuel L. Jackson leikur forseta

Fyrsta stiklan úr finnsku kvikmyndinni Big Game, með Samuel L. Jackson í aðalhlutverki var opinberuð í dag. Myndin er framleidd af þeim sömu og færðu okkur Rare Exports. Að þessu sinni leikur Jackson forseta Bandaríkjanna. Myndin byrjar í flugi þar sem forsetinn á leið yfir Finnland í forsetaflugvélinni Air Force One. Skyndilega er gerð árás […]

Svarta vofan fær Samuel

Bandaríski Óskarstilnefndi leikarinn Samuel L. Jackson er ekki ókunnugur hlutverki leigumorðingjans, en skemmst er að minnast frábærrar frammistöðu hans í mynd Quentin Tarantino, Pulp Fiction.  Nú ætlar Jackson að taka upp byssuna á nýjan leik, en í þetta sinn í gamanmynd með gamanleikaranum frábæra Kevin Hart, sem lék nýlega í hinni bráðskemmtilegu spennu-gamanmynd Ride Along […]

The Hateful Eight í tökur á næsta ári?

Eins og flestum aðdáendum leikstjórans Quentin Tarantino er kunnugt þá hætti hann við að gera kvikmyndina The Hateful Eight eftir að handritið að myndinni lak til umboðsmanna í Hollywood. Tarantino segist hafa komist að lekanum þegar umboðsmenn byrjuðu að hringja í hann og biðja um hlutverk fyrir leikara sína. Tarantino hefur þó sagt að hann sé […]

Ritskoðaðar kvikmyndalínur

Sumar sjónvarpsstöðvar ritskoða kvikmyndir vegna þess að þær halda að þær ofbjóði velsæmisvitund almennings, eða af öðrum orsökum skaða ríkjandi viðhorf, stjórnarfar eða hagsmuni þar sem ritskoðun er á annað borð beitt, svo eru það sjónvarpsstöðvar sem vilja ekki að fólk heyri blótsyrði eða þurfi að horfa á bert hold. Á endanum er því farið í þá vinnu að […]

Samuel L. Jackson endurtekur ræðuna úr Pulp Fiction

Samuel L. Jackson var í viðtali hjá hinum Graham Norton á dögunum, þar sem hann var að kynna herferðina Love the Glove, sem beinir sjónum sínum að heilsu karlmanna. Í miðju viðtalinu var hann spurður hvort hann mundi eftir „Ezekiel 25:17“ ræðunni sem hann fór svo frægt með í kvikmyndinni Pulp Fiction, sem kom út […]

Tarantino endurskrifar The Hateful Eight

Handritið að The Hateful Eight var leiklesið af leikstjóranum sjálfum, Quentin Tarantino, í Los Angeles um helgina. Stjörnur á borð við Samuel L. Jackson, Kurt Russell og Tim Roth mættu til þess að túlka persónur handritsins. Fyrir leiklesturinn var haft eftir Tarantino að hann væri að endurskrifa handritið að myndinni. „Ég er að vinna að […]

Samuel L. Jackson í vandræðalegu viðtali

Fréttamaðurinn Sam Rubin lenti í afar vandræðalegum aðstæðum þegar hann ruglaði Samuel L. Jackson saman við Laurence Fishburne á meðan sá fyrrnefndi var í viðtali hjá honum. Myndbandið er eins vandræðalegt og gæti hugsast. Rubin byrjaði á því að spyrja Jackson um Superball-auglýsingu sem Fishburne lék í á dögunum. Eftir það var ekki aftur snúið, og […]

Fótósjoppað mitti Scarlett gagnrýnt

Mittismál Scarlett Johansson í nýju kynningarplakati fyrir hasarmyndina Captain America 2: The Winter Soldier hefur vakið upp spurningamerki hjá netverjum. Umræðan um fótósjoppaðar myndir sem gefa brenglaða mynd af raunverulegu útliti kvenlíkamans hafa fengið byr undir báða vængi með þessu nýja plakati. „Heiminum er ekki við bjargandi þegar meira að segja mitti Scarlett-Joh, sem þegar […]

Samuel L. Jackson kynnir Kite

Samuel L. Jackson er þekktur fyrir allt annað en leti og hefur hann leikið í tug kvikmynda á síðustu fimm árum. Að þessu sinni hefur hann tekið að sér hlutverk í Kite, sem er gerð eftir samnefndum teiknimyndasögum. Þeir sem þekkja ekki til teiknimyndasögunnar, þá fjallar hún um táningsstelpu sem leitar hefnda fyrir foreldra sína, […]

Elizabeth Olsen staðfest í Avengers 2

Leikkonan Elizabeth Olsen fer með hlutverk persónunnar Scarlet Witch í framhaldsmyndinni The Avengers: Age of Ultron. Olsen hefur lengið verið orðuð við hlutverkið en núna hefur Samuel L. Jackson, sem leikur Nick Fury í myndinni, staðfest orðróminn. „Við ætlum að taka myndina upp í London og James Spader verður Ultron. Svo höfum við bætt fröken […]

Robocop snýr aftur – fyrsta plakatið

Fyrsta plakatið úr Robocop er komið í loftið. Myndin er endurgerð samnefndrar spennumyndar sem kom út 1987 í leikstjórn Paul Verhoeven. Leikstjóri nýju myndarinnar er José Padilha. Hún gerist árið 2028 þegar fyrirtækið OmniCorp er ráðandi afl í gerð vélmenna. Vélmenni fyrirtækisins eru að sigra í styrjöldum víðs vegar um heiminn. Núna vill fyrirtækið nota […]

The Avengers afhenda Óskarsverðlaun

Ofurhetjurnar úr The Avengers ætla að afhenda Óskarsverðlaun 24. febrúar næstkomandi.   Robert Downey Jr., Samuel L. Jackson, Jeremy Renner, Chris Evans og Mark Ruffalo ætla allir að mæta upp á svið og afhenda verðlaun. Aðeins Scarlett Johansson og Chris Hemsworth úr ofurhetjuhópnum verða ekki viðstödd. „Það verður gaman að sameina leikaraliðið úr The Avengers […]

Samuel L. Jackson þarf engan Óskar

Samuel L. Jackson segist ekki hafa neina þörf fyrir Óskarsverðlaunin því hann hafi átt góðan feril. Leikarinn hefur einu sinni hlotið Óskarstilnefningu á löngum ferli sínum, fyrir aukahlutverk sem Jules Winnfield í Pulp Fiction sem kom út 1994. Hann fékk enga tilnefningu fyrir hlutverk sitt í Django Unchained. Þrátt fyrir engin Óskarsverðlaun til þessa telur […]

Lokastiklan úr Django Unchained

Lokastiklan úr nýjustu mynd Quentins Tarantino, Django Unchained, er komin út.  Þar sést meira frá Broomhilde, eiginkonu Django, sem illmennið Calvin Candie heldur fanginni. Einnig eru þar ný atriði með Django og læriföður hans, Schultz.   Hin 165 mínútna langa Django Unchained er frumsýnd í dag í Bandaríkjunum og Kanada en 18. janúar hér heima. […]

Jackson gerir leikna útgáfu af blóðugri teiknimynd

Samuel L. Jackson er einn duglegasti leikarinn í bransanum, og verkefnin bíða eftir honum í röðum. Jackson er nú á kynningarferð útaf Django Unchained ( sjá meðfylgjandi mynd af leikaranum í hlutverki sínu ), en einnig hefur hann verið að vinna í endurgerð myndarinnar RoboCop. Movies.com vefsíðan greinir frá því að næsta verkefni Jackson á […]