Tarantino kom bíógestum á óvart

Bíógestir í Melbourne í Ástralíu fengu heldur betur óvænta heimsókn á mánudag þegar Quentin Tarantino, Kurt Russell og Samuel L. Jackson litu við fyrir sýningu á The Hateful Eight.

hateful eight

Kvikmyndahúsið er eitt fárra sem geta sýnt myndina á 70mm filmu og það kunna Tarantino og félagar að meta.

„Takk fyrir að koma og sjá myndina mína. Það skiptir mig miklu máli og ég kann vel að meta það,“ sagði Tarantino við furðu lostna bíógesti áður en myndin hófst.

The Sydney Morning Herald greindi frá þessu.

„Ég vil sérstaklega þakka eiganda kvikmyndahússins og starfsfólki hans sem kom hingað með 70mm-sýningarvélina til að þið gætuð fengið alvöru sýningu. Mig langar bara að segja að þið eruð mjög heppin að búa í borg með svona kvikmyndahúsi,“ sagði Tarantino.