Tarantino nefnir sjö fullkomnar bíómyndir

Bandaríski leikstjórinn Quentin Tarantino, 59 ára, hefur sagt frá því hvaða sjö kvikmyndir honum finnst vera fullkomnar. Á listanum eru m.a. hrollvekjur, gamanmynd og vísindaskáldsögur.

Tarantino útskýrir málið hjá Kimmel.


Leikstjórinn fjallar um málið í nýrri bók sinni Cinema Speculation sem bókaforlagið Harper Collins gefur út. Þá ræddi hann um myndirnar í spjallþætti Jimmy Kimmel á dögunum.
Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan. Neðst í fréttinni má sjá brot úr þætti Jimmy Kimmel.

The Texas Chainsaw Massacre (1974)
Jaws (1975)
The Exorcist (1973)
Annie Hall (1977)
Young Frankenstein (1974)
Back To The Future (1985)
The Wild Bunch (1969)