Náðu í appið
74
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

The Exorcist 1973

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 3. nóvember 2000

Somewhere between science and superstition, there is another world. The world of darkness.

122 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 78% Critics
The Movies database einkunn 81
/100
Vann Óskarsverðlaun fyrir besta hljóð og besta handrit byggt á áður útgefnu efni. Tilnefnd til 8 annarra Óskarsverðlauna.

Leikkona í heimsókn í Washington D.C. tekur eftir dramatískum og hættulegum breytingum sem eru að verða á hegðun og geðslagi 12 ára gamallar dóttur sinnar. Á sama tíma fer ungur prestur í háskóla þar nálægt, Georgetown háskólanum, að efast um trú sína á Guð þegar hann hjálpar móður sinni í veikindum hennar. Eldri prestur fer nú að átta sig á... Lesa meira

Leikkona í heimsókn í Washington D.C. tekur eftir dramatískum og hættulegum breytingum sem eru að verða á hegðun og geðslagi 12 ára gamallar dóttur sinnar. Á sama tíma fer ungur prestur í háskóla þar nálægt, Georgetown háskólanum, að efast um trú sína á Guð þegar hann hjálpar móður sinni í veikindum hennar. Eldri prestur fer nú að átta sig á að það þarf að takast á við djöfulinn með öllum tiltækum ráðum. ... minna

Aðalleikarar


Þegar fólk hugsar um fyrstu myndina er það oft andsetin Linda Blair með dónakjaft sem kemur upp í hugann. Það er ekki af ástæðulausu enda er hún mjög áhrifamikil og stendur sig frábærlega þrátt fyrir ungan aldur (14). Ástæðan fyrir því hversu góð þessi mynd skýrist þó af miklu fleiri þáttum en bara Blair. Aðstæðum og persónum er still upp á meistaralegan hátt. Það gerist í raun ekkert fyrstu 40 mínóturnar annað en persónusköpun. Ein besta leikkona í heimi leikur móður Blair, þ.e. Ellen Burstyn. Hún er alveg ótrúleg og lyftir myndinni á annað plan. Max von Sydow er presturinn sem sem er á plakaniu en hann er minna hlutverk en ég hélt. Mér fannst viðbrögð fjölskyldu Blair vera mjög trúverðug og sannfærandi, það er kannski lykillinn að því að maður tekur myndina alvarlega. Það er fyrst og fremst Burstyn að kenna. Andsetnu atriðin eru mjög vel gerð og sjokkerandi enn þann dag í dag. Þessi mynd er algjört meistaraverk sem ALLIR verða að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er auðvitað ekkert nema hrein snilld! Enda fékk þessi mynd alveg frábæra dóma þegar að hún var sýnd fyrir allmörgum árum og var tilnefnd til fjölda óskarsverðlauna. Mér finnst director´s cut ekkert voðalega frábrugðin gömlu útgáfunni fyrir utan auðvitað köngulóaratriðið. Það sem að fór mest í pirrurnar á mér voru einhver fífl sem að fóru að skellihlæja í hverju atriðið sem að einhver hryllingur birtist í.....HALLÓ!!!! þetta er mynd sem að lét allan heiminn gera í buxurnar á sínum tíma, og síðan fara einhver fífl sem að hafa bara séð scream og urban legend og halda að það séu alvöru hryllingsmyndir. Þessi mynd er samt algjört brill og það ætti engin að missa af þessari frábæru endurgerð, í raun ættu allir sem að einhvern hafa einhvern áhuga á kvikmyndum að vera búnir að sjá myndina...en þið sem að eruð eftir, drífið ykkur núna, ég gef henni fullt hús.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ógeðslega góð og þokkalega spooky hrollvekjumynd. Fjallar um stúlku sem verður andsetin af djöflinum og prestur verður að reka djöfulinn út. Þetta er pottþétt ein af vinsælustu gömlu hrollvekjumyndum sem voru gerðar á þeim tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessi mynd er epísk snilld. Og það á við báðar útgáfunar. Þótt ég tók nú ekkert mikið eftir breytingunum nema "Spiderwalk" atriðinu sem kom vel út. Ég fór á eitt sýningu og náttúrulega bara unglingar á myndinni, sem ég er, en það er ekki málið. Allur salurinn hló að myndinni, eftir hverja djöflasenu þá var fólkið á eftir í nokkrar sekúndur: "Shit, maður...Vá!"., eitthvað í þá áttina. Hvað á það að þýða!? Síðan voru eintómir fávitar fyrir aftan mig, alltaf að tala og segja línur eftir myndinni eftir nokkur atriði, nota bene "The power of Christ compels you" atriðinu. Eins og annar náungi benti á, þá ætti allt svona fólk sem hlær að öllu að fara á mynd sem á að hlæja að, Bad Taste, Braindead, Evil Dead myndirnar. Ég hef aldrei verið neitt hrifinn að fara í bíó. Ég hef ekki eins mikla tilfiningu fyrir myndinni eins og að vera heima og horfa á hana einn. En þetta er algjört "möst" fyrir sanna hrillingsmynda aðdáendur sem HLÆJA EKKI að svona myndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

The Exorcist er löngu orðin klassísk, og það væri hálf klámfengið að gefa henni minna en 4 stjörnur. Í sinni upprunalegu mynd er myndin stórkostleg. Upphafatriðið í eyðimörkinni þar sem Max von Sydow starir á steindjöfulinn undir ískrandi tónlistinni er ógleymanlegt, og það sama gildir um fjöldamargar senur. Í endurbættu útgáfunni, sem Warner Bros. hafa bætt 11 mínútum við og hreinsað hljóðrásina, bætist enn ein klassíkin við. Hið margumtalaða klippta atriði þar sem Regan (Linda Blair) gengur eins og könguló niður stigann er gífurlega áhrifaríkt og maður verður að spyrja sig hvernig leikstjóranum William Friedkin tókst þetta án nútíma tölvutækni. Ég er ekki alveg sáttur við nýja endinn, en það er bara smákvörtun. Ellen Burstyn, von Sydow, Blair og George C. Scott gera þessa mynd að einhverri skelfilegustu og áhrifamestu myndum allra tíma. Sá sem hefur ekki séð The Exorcist þekkir ekki einn mikilvægasta kafla kvikmyndasögunnar. Algjört skylduáhorf, í hvorri útgáfunni sem er.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

17.10.2023

Hvolpasveit ósigrandi á toppnum!

Ofurmynd Hvolpasveitarinnar heldur áfram að trekkja fólk í bíó en hún er enn á ný lang vinsælasta kvikmyndin í íslenskum bíóhúsum, þriðju vikuna í röð. Ekki einu sinni hrollvekjan Saw X náði að hræða nóg...

10.10.2023

Hvolpasveit ofurvinsæl

Aðra vikuna í röð sitja hvuttarnir í Hvolpasveitinni - Ofurmyndinni á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans. Djöfullegir kraftar hrollvekjunnar The Exorcist: Believer dugðu ekki einu sinni til að hrinda henni af toppinu...

06.10.2023

Exorcist: Believer – Nýtt tímabil hafið í andsetningarhrolli

Í heimi hryllingsmynda eru fáar undirgreinar sem hafa náð viðlíka heljartökum á áhorfendum og andsetningarmyndir. Hugmyndin um ill öfl sem taka stjórn á líkama og sál einstaklinga nær inn að innstu kviku okkar og s...

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn