Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Einn besti vestri sem gerð hefur verið, og einnig aein af bestu myndum sem gerð hefur verið. Hóður ræningingja heldur til Mexikó eftir misheppnaða eftirför og ákveður að frara síðustu ránsförina. Í bakgrunni sögunnar er þema sem Peckinpah tók oft fyrir í myndum sínum um menn sem gátu ekki breyst með tímanum og það lí sem þeir höfðu valið var að hverfa. Þessii mynd er hafngóð í dag eins og hún var þegar myndin var frumsýnd. Lokauppgjörið er ógleymanlegt og jafnáhrifamikið enn þá í dag.
Alveg stórkostleg ræma um nokkra útbrunna útlaga og mannaveiðarana sem á eftir þeim eru. Gerist árið 1913, eða þegar kúrekar eru deyjandi stétt og eiga þeir gömlu erfitt með að sætta sig við örlög sín. Eftir að hafa lent í heldur viðurstyggilegum bardaga við mannaveiðara halda þeir til Mexíkó, hvar þeir vega mann og annan. Undir lok myndarinnar er svo einn mest hressandi byssubardagi sem undirritaður hefur séð, hvar líkin liggja í hrúgum á eftir. Ein af betri myndum leikstjórans Sam Peckinpah og William Holden fer á kostum sem foringi útlagahópsins.