Náðu í appið
Cross of Iron

Cross of Iron (1977)

"The Power of Peckinpah Has Never Been So Real...Or So Brilliant! / Men on the front lines of Hell."

2 klst 12 mín1977

Myndin gerist á rússnesku víglínunni.

Rotten Tomatoes71%
Metacritic64
Deila:
Cross of Iron - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldi

Söguþráður

Myndin gerist á rússnesku víglínunni. Hinn orðum skreytti leiðtogi Rolf Steiner, er hækkaður í tign og gerður að liðþjálfa eftir vel heppnaða hernaðaraðgerð. Á sama tíma er yfirstéttarmaðurinn, hinn hrokafulli prússneski höfuðsmaður, Hauptmann Stransky, gerður að yfirmanni sinnar herdeildar. Eftir blóðugan bardaga sveitar Steiner gegn rússneskum hersveitum, undir stjórn hins hugaða liðsforningja Meyer, sem lætur lífið í bardaganum, segir bleyðan Stransky, að hann hafi verið leiðtoginn í bardaganum gegn Rússunum, og krefst þess að fá Járnkrossinn í heiðursskyni, bæði til að svala eigin metnaðargirni, en einnig til að ganga í augun á aðals-fjölskyldu sinni. Stransky nefnir Steiner og hinn samkynhneigða liðsforingja Triebig sem vitni, en Steiner, sem er ekki á eitt sáttur við tignarröðina í hernum og hrokann í Stransky, neitar að taka þátt í blekkingunni. Þegar Brandt ofursti gefur skipun um að hörfa frá víglínunni, þá lætur Stransky undir höfuð leggjast að láta sveit Steiner fá skilaboðin. Þeir verða því einir eftir, umkringdir óvininum, og þurfa að berjast fyrir lífi sínu.

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Gagnrýni notenda (2)

★★★★★

Ein magnaðasta stríðsmynd sem gerð hefur verið. Hún segir frá þýskum herflokki á austurvígstöðvunum 1943 þegar stríðið er búið að snúast Þjóðverjum í óhag.. Coburn skilar ei...

Mögnuð stríðsmynd sem gerist á austurvígstöðvunum síðla sumars árið 1943 þegar þriðja sumarsókn þýzka hersins hefur endanlega runnið út í sandinn og undanhald hans hefst. Maximili...

Framleiðendur

Rapid FilmDE
EMI FilmsGB
Terra-FilmkunstDE
Alex Winitsky / Arlene Sellers Productions