Náðu í appið
Braveheart
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Braveheart 1995

Aðgengilegt á Íslandi

What kind of man would defy a king?

177 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 79% Critics
The Movies database einkunn 8
/10
The Movies database einkunn 68
/100
Vann fimm Óskarsverðlaun. Fyrir bestu kvikmyndatöku, bestu leikstjórn, bestu hljóðbrellur, bestu förðun og bestu mynd.

William Wallace var skoskur uppreisnarmaður sem leiddi uppreisn gegn hinum grimma enska konungi Edward the Longshanks, sem vildi ráða yfir Skotlandi. Þegar William var ungur drengur, létust faðir og bróðir hans, ásamt mörgum öðrum, í bardaga við að frelsa Skotland. Þegar hann missir annan ástvin, ákveður William að berjast fyrir sjálfstæði Skotlands í eitt... Lesa meira

William Wallace var skoskur uppreisnarmaður sem leiddi uppreisn gegn hinum grimma enska konungi Edward the Longshanks, sem vildi ráða yfir Skotlandi. Þegar William var ungur drengur, létust faðir og bróðir hans, ásamt mörgum öðrum, í bardaga við að frelsa Skotland. Þegar hann missir annan ástvin, ákveður William að berjast fyrir sjálfstæði Skotlands í eitt skipti fyrir öll, ásamt Robert the Bruce.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Svipaðar myndir


Gagnrýni (17)


Þvílík sýning. Mel Gibson fer hér með glæsilegt hlutverk goðsagnarhetjunnar William Wallace í baráttu sinni við Englendinga.


Leikstjórnin er í höndum Gibson og er hún engu síðri en leikurinn sjálfur. Myndin hefur drama, húmor, ástaratlot og margt annað skemmtilegt sem og frábærar bardagasenur. Myndin sýnir manni grimmd Englendinga á þessum tímum og hrottaskap þeirra í garð Skota, enda er hún byggð á þessari sögu um hetjuna frægu.

Ég get vel sagt að þetta sé ein af mínum uppáhaldsmyndum og mæli ég með þessari mynd fyrir alla söguáhugamenn og áhugamenn um bardagamyndir og tragedíur.


Gibson er ódauðlegur í þessu hlutverki og fær hann 4 stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þessa mynd er eiginlega hægt að kalla hálft til þrjá- fjórða meystaraverk. Ég segi þetta af því að myndin (handritið) er ekki alveg byggt akkúrat á raunverulegum atburðum, heldur er rétt svo stuðst við helstu atburði og atvikum er hagrætt þannig að myndin komi betur út og menn eigi auðveldara með að horfa á hana og sætta sig við allt saman. Það er einn af núlifandi afkomendum Williams Wallace sem að skrifar handritið, og rakkar svo atburði sem að gerast í myndinni, í einhverri heimildarmynd sem að var gerð um myndina og söguna tengda Wallace. Mér finnst myndin alveg fannta góð þrátt fyrir það og er Gibson að leikstýra myndinni vel, jafnvel þó að aðstæður hafi stundum verið ansi leiðinlegar og erfiðar. Mel Gibson á að baki hátt í þrjátíu myndir og er hann að mínu mati einn af bestu skapgerðaleikurum hins vestræna heims. Það sannast svo um munar í Bravheart þar sem hann hefnir óréttláts dauða ástkonu sinnar. Þar með er byrjuð atburðarrás sem að á eftir að reynast Englendingum erfitt að stöðva. Hann fer í reiði sinni að leiða skotana undan oki Bretakonungs og endar með því að ''gefa'' líf sitt þar sem að málstaður hans var svo sterkur í hjarta hans. Myndin er mjög flott í alla staði og búningar, umhverfi, handrit og leikstjórn eru afar vel gerð. Ekki eru allir leikararnir síðri og gleymdi maður sínu daglega amstri þegar maður lá yfir ræmunni. Reyndar er hún aðeins of löng, en það er allt í lagi; eiginlega bara nauðsynlegt þar sem að það er svo mörgu að koma til skila.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég leigði þessa mynd fyrir svona ári síðan og ég bjóst við mynd með svipuðum söguþræði og The Patriot, og já þessi er með svoldið svipaðan söguþráð og The Patriot. Báðar myndirnar gerast í gamla daga og báðar persónurnar í aðalhlutverki það sama næstum því, leiða ekki svo stórann her á móti ennþá stærri her. En þessi mynd er samt miklu betri en The Patriot, þessi mynd er að mínu mati önnur besta mynd á árunum 1990-2000, The Shawshank Redemption er nú á toppnum hjá mér og líka á toppnum yfir myndir allra tíma. Svo er það Braveheart í öðru sæti, The Matrix kemur í þriðja, svo er það Fight Club í fjórða og svo Forrest Gump í fimmta. Það er líka algjör snilld hvað Mel Gibson nær að tala svona rosalega góðum skoskum hreim. Þessi mynd fjallar um mann að nafni William Wallace sem var mikil skosk stríðshetja um fjórtándu öld, og hann William er leikinn af Mel Gibson sem leiðir skoska herinn til Englands til þess að sigra Enska herinn sem er 10 sinnum stærri en sá skoski. Ég ætla ekki að segja meiri söguþráð um þessa mynd fyrir þá sem hafa ekki séð þessa mynd. Aðalhlutver eru: Mel Gibson(Signs), Sophie Marceau(World Is Not Enough) og Patrick McGoohan(Escape From Alcatraz). Þessi mynd fékk Óskarsverðlaun árið 1995 fyrir bestu mynd og ég gef henni fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Braveheart verður líklega ein af þessum klassísku meistarverkum 20. aldar eftir fáeina áratugi. Mel Gibson sannaði sitt gildi í þessari mynd, leikur aðalhlutverkið og leikstýrir þessu flykki sem á endanum afhenti honum tvö óskarsverðlaun fyrir bestu leikstjórn og bestu mynd og meðal annars Bafta og Golden Globe verðlaun. Mel Gibson leikur William Wallace rosalega vel. Hinir leikararnir standa sig líka allir rosalega vel, sérstaklega Brendan Gleeson sem Hamish, Angus MacFayden sem Bruce, David O´Hara sem Stephen. Engin veit hver David O´Hara er en hann lék klikkaða Írann fáranlega vel og óskiljanlegt er hve sjaldan hann sést í myndum. Patrick McGoohan sem lék Longshanks konung og að lokum Sophie Marceau sem lék frönsku prinsessuna. Leikurinn plús handritið sem er frábært kemur glæsileg útkoma. Kvikmyndtaka John Toll er líka glæsileg og tónlistin hans James Horner er snilld. Bardagasenurnar eru yndislega blóðugar, fljótt klipptar og verulega grófar en sýnir vel hve miklar ringulreiðir þessir bardagar voru á miðöldum eða 1300 þegar myndin á sér stað. Sögulega séð er myndin alls ekki fullkomin, en sögulegu staðreyndirnar um William Wallace sjálfan eru afar óljósar. Gibson hefur líklega gert talsverðar breytingar á Wallace og ýmsu öðru en það þarf oft að gera við gerð mynda eins og Braveheart. Braveheart er pottþétt besta mynd 1995 með myndum eins og The Usual Suspects. Mel Gibson sýnir sig svo aftur með Passion of the Christ frá 2004, hann ætti bara að gera sínar eigin myndin hann er allt of góður að þessu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Mel Gibson lék frábærlega í þessari mynd og hann gerði líka þessa mynd alveg frábærlega. Ég hef leitað að henni á fullt af vídeóleigum og það var allstaðar sagt æ það eru svo margir búnir að taka hana að hún er ónýt þannig að ég segi við ykkur að kaupa hana. Hún á skilið að fá fjórar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sjá allar gagnrýnir
Skrifa gagnrýni
Skrifa gagnrýni
Fyrirsögn
Senda inn
(Anda rólega, getur tekið smá tíma að fara yfir)
Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn