Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Dark Knight Rises
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þríleikur endar í óreiðu.
Spoiler viðvörun.

Christopher Nolan er maður til að dást af, það er hægt að velja ýmsar myndir frá honum sem ástæður. Þrátt fyrir þá aðdáðun sem maðurinn á skilið (Memento) þá hefur hann suma galla sem ég gagnrýnt áður fyrr og sjaldan hafa þeir gallar verið augljósari en í The Dark Knight Rises. Að mínu mati er fólk að elska þessa mynd aðeins of mikið, kannski því þessi mynd hefur þær væntingar og þá áru yfir sér að "allir eiga að elska hana". Þannig hef ég túlkað markaðsherferðina og umtalið hjá fólki hvort sem á netinu eða í mínu takmarkaða félagslífi. Það gerist að Nolan myndir eru betri í annað sinn, svo ég ætla að reyna vera mildur eftir þetta fyrsta áhorf.

Batman Begins var ágætis byrjun, ég ítreka "ágætis". Að kalla hana meistaraverk er frekar langt gengið. Hún er hröð, vel gerð, vel leikin (mestmegnis-Katie Holmes?) og gefur manni raunsæa útgáfu Batman eða raunsærri en áður hefur komið. Svipað og The Dark Knight, sem ég tel vera aðeins betri en sú fyrsta þá þjást báðar myndirnar fyrir það að vera of hraðar, of hlaðnar af persónum og ofskrifaðar að það er nánast ómögulegt að komast inní myndirnar. Mér finnst afar erfitt að fíla kvikmynd ef ég get ekki komið mér í spor persónanna sem við eigum að halda með eða vera á móti. The Dark Knight má eiga það að hún gaf sér meiri tíma og meiri fókus á aðalpersónurnar og gaf mjög áhrifaríka túlkun á Jókernum eins og allir vel vita.

Þessi lokamynd er með of margar persónur, of lítinn fókus á aðalpersónurnar og hreyfir sig á það miklum hraða að ég átti erfitt með að fylgja henni eftir. Ekki því ég er sljór eða tregur heldur því myndin gefur manni ekki séns til að upplifa söguna. Fyrstu mistök þessar myndar er að reyna að toppa hinar tvær, það er svo augljóst að hún er að reyna gera allt stærra, erfiðara og magnþrungara en fyrri tvær og þetta "bjarga Gotham frá glötun" plot er orðið þreytt. Persónulega er mér alveg drullusama um alla Gotham borg og þá staðreynd að Batman dýrki Gotham. Gegnum alla seríuna var mér aldrei gefin eina einustu ástæðu til að fíla borgina né borgarbúana. Ef eitthvað þá hélt ég aðeins meira með illmönnunum heldur en Batman. Henri Ducard og Jokerinn virtustu oftast hafa rétt fyrir sér og lítið hefur breyst í seinasta kaflanum. Myndin inniheldur einnig fimm mánaða umsátur á Gotham, eitthvað sem líður innan við hálftíma. Þrátt fyrir það er fólk alltaf hreint, nýrakað og almennt séð í góðu ástandi. Svo eru 3000 löggur sem eru fastar í fimm mánuði í helli í mjög fersku ástandi þegar þeim er hleypt út. Ég fann ekki fyrir því að fimm mánuðir höfðu liðið, fimm dagar kannski. Tímaskynið er gersamlega út í hött þar sem atriði á eftir atriði líður á ofurhraða til að gefa okkur upplýsingar á eftir upplýsingum, með handahófskenndum skotum sem sýna okkur hvað er að gerast en ég fann ekki fyrir neinu af því. Kommon Nolan, þú færð soldinn mínus fyrir þetta.

Ég hefði viljað smærri og persónulegri mynd um Bruce Wayne sjálfan, eitthvað sem mér væri ekki skítsama um. Það að reyna endurvekja söguþráð fyrstu myndarinnar og ljúka honum af fannst mér ekki við hæfi. Nolan ætti að vita að stærra og meira þýðir ekki betra, en mig grunar kannski að hann hafi fengið þrýsting frá kvikmyndaverinu til að gera "toppinn á þríleiknum". Bane er áhugavert illmenni, en eftir að hafa heyrt mjög svala og raunverulega rödd í trailernum þá er búið að skemma það með döbbi sem virkar alltof ýkt og skemmir fyrir persónunni. Bane er ekki djöfullinn sjálfur, hann er brenglaður gaur í stanslausum sársauka og gasgríman er ekki að fara gera röddina hans súperdjúpa og skýra. Þrátt fyrir það þá á Tom Hardy mikið hrós skilið en ég hefði viljað meira af Bane, annað en Jokernum þá hefði mátt gefa honum meiri prófíl en honum var gefið. Rödd hans var þó óviljandi kómísk á pörtum, það tók mig allavega smá tíma að venjast röddinni hans án þess að tístra smá. Svona gerist þegar þú setur gasgrímu á vöðvatröll sem talar með gypsy hreim byggðan á bare-knuckle boxara fyrir hundrað árum síðan.

Selina Kyle er áhugaverð en soldið tilgangslaus bæting í söguna, frammistaðan var góð en persónan er svo mikil klisja að hún á frekar heima í Schumacher Batman mynd. Sem betur fer er hún aldrei kölluð "Catwoman", svo hún fær plús fyrir það. Joseph Gordon-Levitt fær smá tíma til a sýna sig og nýtir það vel, en sama og með margar persónur í myndinni þá er tilgangi þeirra ekki upplýst fyrr en í blálok myndarinnar, og niðurstöður þess eru afar blendnar. Ekki láta mig byrja á Marion Cotillard, það hefði átt að klippa hana úr handritinu eftir fyrsta draftið. Sama á að segja um Matthew Modine, hvað varst þú að gera í þessari mynd!? Myndin fær samt plús fyrir besta cameo sem ég hef séð lengi með Cillian Murphy, líklega eina skiptið sem ég hló upphátt. Hans Zimmer má einnig slaka sig aðeins á tónlistinni, ég kann að meta kraftmikinn kór en þegar svona mikil slagverk eru í einni kvikmynd þá missa slagverkin allan kraft.

TDKR er einnig hlaðin af einhverju sem ég kalla Nolan-klisjum, sem fyrri tvær höfðu að einhverju leiti einnig. Það er að segja, persónur í myndunum sem útskýra fyrir annari persónu eitthvað tengt sjálfum sér eða plottinu í myndinni það mikið og í það miklum smáatriðum að það mætti halda að Nolan hafi enga trú á heilabúi áhorfenda. Ég tek til dæmis úr Batman Begins þegar Rachel Dawes tekur Bruce í bílaferð gegnum undirheima Gothams, leið eins og það væri sýningaferð með ferðaleiði í einhverju ævintýralandi. Annað dæmi í The Dark Knight þegar Alfred talar við Rachel Dawes um "Bruce Wayne not being the hero" svo einnig í lokaatriði The Dark Knight með Two Face, mætti kalla það atriði kennslustund í hugmyndafræðum og söguþræði og ekki á góðan hátt. Þetta kalla ég tilgerðalegt og heimskt og hefur margsinnis næstum eyðilagt þessar myndir fyrir mér. Því þær hafa svo sterka kosti og mörg frábær atriði að þetta fer virkilega í taugarnar í mér. Því miður þá er TDKR með þetta í meira magni þar sem það eru fleiri persónur, fleiri plot-twists og meira að gerast en nokkru sinni fyrr.

Myndin fær samt þann plús að hafa áhugaverðari Batman heldur en áður, því hann er þetta sinn orðinn eldri og ónýtari síðan allavega í byrjun fyrstu myndarinnar. Hann er ekki lengur ofurmennið sem sigrar alla og í þetta sinn er illmennið margfalt sterkara og án brynjunnar sem Bruce Wayne hefur þá hefði hann ekki séns gegn Bane. TDKR hefur einnig það sem hægt er að kalla vægt "sequel-bait" bara gerir það á betri hátt en flestar aðrar myndir. Greinilega þá mun Nolan ekki koma nálægt þessu aftur og líklega Bale ekki heldur en það er meiri safi þarna til að kreista og ef einhver sniðugur tekur við taumana þá er gott efni handan við hornið.

Skortur af fókus er helsti gallinn, það blandað við óstöðvandi keyrslu gefur manni óreiðu af senum, persónum og atvikum sem fljóta framhjá án áhrifa, eða fárra áhrifa betur sagt. Þrátt fyrir þennan stóra galla þá eru ýmis atriði sem vekja upp kæti, sorg eða ýmsa valmöguleika af tilfinningum. Ég get lýst The Dark Knight Rises með einu orði: Overkill. Ég verð þó að tengja mínu hálfneikvæða áliti á TDKR við mína persónulega þróun seinustu árin, hvort sem það er aldurinn (sem er ekki beint hár) eða breytingar á karakter þá eru ofurhetjumyndir (ef það má kalla Batman ofurhetju) ekki lengur það spennandi. Kannski er æskuneistinn að hverfa úr mér og sú einfalda skemmtun að sitja yfir hasarmynd ekki eins ævintýrarík lengur, hver veit.

Ég varð einnig fyrir vonbrigðum hve einföld TDKR er í hugmyndafræði miðað við forvera sína. Bane og hans menn eru anarkistar og þar með slæmir, löggurnar eru undir ríkisstjórn og studdir af Batman og þar með góðir. The Dark Knight deildi þessari hugmyndafræði en á mun lúmskari hátt og Batman Begins gaf okkur ekki beint illmenni frekar en samtök með öðruvísi skoðanir. Þeir ætluðu að drepa slatta af fólki, en þeir höfðu sínar ástæður. Plús Neeson var aldrei hrein illska eins og Bane sem er að reyna klára hans fyrri verk. Skondið að ég er byrjaður að meta fyrstu myndina meira eftir að hafa séð alla seríuna, mynd sem mér fannst ekkert spes í bíó fyrir sjö árum síðan.

Svo þangað til ég sé The Dark Knight Rises aftur...

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Watchmen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Zack Snyder finnst þetta vera kúl...
Þar sem næstum þrjú ár eru liðin síðan Watchmen kom í bíó (fokk hvað tíminn líður hratt) og eftir að hafa séð allar útgáfur af myndinni og hugsað vandlega um gæði þeirra, þá er tímabært að fá útrás á þessum skoðunum mínum. Þessi umfjöllun mun miða á The Director's Cut sem er aðeins meira en 20 mínútum lengri en bíóútgáfan. Svo er einnig til The Ultimate Cut sem næstum klukkutíma lengri og að mínu mati síðari útgáfan. Sem aðdáðandi myndasögunnar eftir Alan Moore sem las söguna oft áður en myndin kom út þá er þessi umfjöllun engan vegin endurspeglun á áliti venjulegra bíógesta. Ég ætla að skrifa um það sem mér finnst vera að þessari mynd mun meira en hvað er gott við þessa mynd, aðdáðendur geta reynt að krossfesta mig eftirá ef þeir vilja.

Watchmen er stútfull af "næstum því" og þá meina ég að myndin er yfirleitt næstum því í réttum takti við myndasöguna. Það eru þó lykilatriði þar sem hún misstígur og þá mjög alvarlega. Zack Snyder kann sitt stöff, sem segir ekki að hann er frábær leikstjóri þar sem hann hóf feril sinn við tónlistarmyndbönd (kemur engum á óvart). Hann veit hvað hann er að gera þegar að almennu útliti kemur en þegar að sögum kemur sem eru ekki grunnar og einfaldar, þá er ég á þeirri skoðun að Snyder hafi ekki hugmynd hvað hann er að gera.

1) Ofurhetjur? Myndasagan er um alvöru fólk sem klæðir sig og reyna að haga eins og ofurhetjur. Doctor Manhattan er eina persónan sem kemst nálægt ofurhetjum en hann er líkari yfirnáttúrulegri veru heldur en ofurhetju. Allir hinir eru ekki ofursterk yfirmenni eins og myndin gefur í skyn. Zack Snyder fannst það vera kúl að gera hasaratriðin að slow motion orgíum með ýktum tilþrifum þrátt fyrir að það er í engan vegin við takt við myndasöguna. Ofbeldi er stór partur af sögunni, það er ekki vandamálið. Vandamálið er hvernig Zack Snyder framkvæmir það, hvort sem hann átti sig á því eða ekki þá er þetta að gefa myndasögunni puttann. Í stað þess að meyða sig alvarlega eftir að hafa hoppað niður nokkra hæða hús þá lendir Rorschach á löppunum og byrjar að kung-fu sparka löggur, í alvörunni?

2) Sjónræni stíllinn. Ég er persónulega hundleiður á þessum súper "processed" kvikmyndastíl sem Snyder er mjög hrifinn af. Ég er ekki að segja að það lítur illa út, en mér finnst hann skorta alla þá kvikmyndalegu dýpt sem ég ólst upp með. Þetta virkaði fyrir mynd eins og 300 þar sem markmiðið var að vera trúr myndasögunni með þeirri aðferð. Hérna er Snyder enn og aftur að gera það sem honum finnst vera kúl og í alvöru, tjekkið á viðtölum og audio commentaries. Hann segir orðið kúl í hverri einustu setningu sem ástæðu fyrir "listrænu ákvörðum" hans. Myndasagan var fremur gróflega teiknuð og endurspeglaði raunveruleikann á sinn eigin sérstaka hátt. Á meðan myndin nær nokkurn veginn að skapa rétta litapalettu þá er stíllinn alltof hreinn og mjúkur fyrir Watchmen. Watchmen er 80's mynd í eðli sínu eða ætti að vera það. Myndir eins og Robocop og Total Recall eru dæmi um hvernig Watchmen ætti að líta út. Raunverulegar, gróft útlit á þeim (er ekki að tala um ofbeldið) og hafa ekki þetta "processed" og gervilega tölvuútlit sem Snyder baðaði á Watchmen því honum fannst það svo kúl. Myndasagan inniheldur veröld sem manni finnst geta snert með sínum eigin höndum, myndin er þvert á móti. Meðal þess þá fannst mér sum sviðin vera það gervileg að ég gat næstum kroppað frauðplastið af veggjunum. Þegar ég talaði um að geta snert umhverfið þá var ég ekki að meina á þann hátt.

3) Rangir leikarar. Malin Akerman er hrikalega rangt val fyrir Silk Spectre II. Hvernig sem hún er í sínu daglega lífi þá kemur hún fram sem gelgja á hvíta tjaldinu. Silk Spectre er býsna hörð týpa, líkt og Sigourney Weaver á sínum hápunkti. Akerman var röng fyrir hlutverkið, það er ekki hægt að neita því. Sama verður að segja um Carla Gugino, hún lék unga Silk Spectre I ágætlega en eftir að förðunardeildin klessti á hana hrúgu af slæmum öldrunarfarða þá fór leikur hennar alveg í vaskinn. Hef sjaldan séð jafn tilgerðalegan leik áður, gerir leikinn ekkert betri þar sem Akerman var að leika á móti henni, epískt hvað það atriði er mikið rusl. Allir aðrir eru "næstum því" réttir fyrir hlutverk sín. Jackie Earle Hailey kemst nærst því að vera réttur, hann er sá eini sem náði persónunni úr myndasögunni nánast fullkomlega.

4) Viðbætta ofbeldið. Sjaldan er ég á móti ofbeldi í kvikmyndum, en þegar ofbeldið er gersamlega tilgangslaust þá sný ég augunum í nokkra hringi. Enn og aftur þá er ofbeldi ekki vandamálið, það er hvernig Snyder framkvæmir það. Ég sá þetta eins og lítill strákur væri að leikstýra þessu sem er nýbúinn að sjá Saw myndirnar í fyrsta sinn. Snyder finnst ofbeldi sem er líkt pyntingarklámi vera kúl, svo hann varð að troða inn nokkrum sjálfsfróunar augnablikum í myndina, tilgangslausar og þær voru. Það var þó eitt skipti sem svona augnablik gerði gott fyrir söguna, en ég efa að Snyder var meðvitaður um það. Watchmen á að vera um alvöru fólk í alvöru aðstæðum og þar með þarf ofbeldið að vera alvöru (burtséð frá þegar Doctor Manhattan sprengir fólk með hugaraflinu). Zack Snyder finnst það ekki vera kúl, hann vill hyper aktívt ofbeldi því það finnst honum kúl.

5) Endinn. Einn sterkasti hluti myndasögunnar er endinn, þvert á móti þá er það veikasti parturinn í myndinni. Alveg síðan Kevin Smith fékk að sjá rough cut af myndinni seint árið 2008 þá byrjuðu orðrómar að fjölga á netinu um að endinum væri breytt og hvernig honum væri breytt. Ég trúði ekki þeim orðrómum því mér fannst hugmyndin hrikalega slæm. Því miður reyndust orðrómarnir sannir og endinn reyndist vera eins og mér fannst hugmyndin vera, hrikalega slæmur. Myndasagan hefur mjög myndrænan og sjokking endi sem fokkar rækilega í hausnum á manni. Snyder tók þann endi og gerði það sem ég kalla "generic hollywood cop out". Skemmtileg tilviljun að Kevin Smith gerði stórslysið sem hét Cop Out en það er önnur umfjöllun. Ég held að Zack Snyder hafi ekki nægilegan skilning á Watchmen og þær ástæður sem ég hef lesið fyrir því að hann breytti endinum eru ekki fullnægjandi. Alan Moore skrifaði "morally ambiguous" (hljómar betur á ensku) endi sem prédikar ekki yfir lesendum hvað er rétt eða rangt, hver eru vondur og hver er góður. Í lokin er yfirvofandi tilfinning af óvissu, hvað sem er gæti gerst eftir að sögunni lýkur. Myndin enn og aftur, gefur myndasögunni puttann. Fyrst með að gera Doctor Manhattan að einhverju "scapegoat illmenni" og síðan með að fjarlægja öll helstu einkenni sem gerðu endinn í myndasögunni svo eftirminnanlegan. Sjaldan hefur mynd reynt að fylgja myndarsögu svo vandlega bara til að gefa skít í það þegar mikilvægasti parturinn á að eiga sér stað.

Þetta eru aðeins helstu pointin sem ég vildi koma með. Niðurstaðan mín er sú að Snyder fokkaði þessari mynd upp, eins mikið og hann elskar myndasöguna þá var hann ekki rétti leikstjórinn. Ég ber mikla virðingu fyrir honum fyrir að hafa gert þessa mynd, sem er án efa ein kjarkaðasta kvikmyndatilraun seinustu ára. Annars þá er ég efins að hægt sé að gera mun betri mynd byggða á myndasögunni, betra væri að gera tólf hluta mini seríu á borð við Band of Brothers og aðra HBO þætti um Watchmen. Fleiri smáatriði, meiri tími og hægt að fara eftir myndasögunni skref fyrir skref. En ég verð að vera sanngjarn, þetta er kvikmynd ekki myndasaga, breytingar munu alltaf eiga sér stað og satt að segja þá finnst mér Watchmen ekki vera slæm mynd. Hún er samt vonbrigði í mínum augum því ég hef annað viðhorf en Snyder gagnvart efninu.

Mér sýnist að Snyder hafi reynt sitt allra besta, niðurstöður þess voru blendnar. Oft nær myndin að vera býsna góð, mig grunar þó að það hafi verið slysni frekar en merki um hæfni Snyders. Watchmen er mjög fagmannlega unnin og vandlega framkvæmd tæknilega séð, bara á ekki þann hátt sem mér fannst vera rétt fyrir söguna. Allt "feelið" úr myndasögunni sem ég vildi sjá vantaði, eða betur sagt þá sá ég afkvæmi þess og Zack Snyders og afkvæmið leit meira út eins og Snyder. Hljómar kannski eins og ég hati Snyder, sem ég geri engan vegin. Hann hefur þó sýnt það, sérstaklega eftir Sucker Punch að hann er mjög takmarkaður leikstjóri. Að mínu mati, alltof takmarkaður fyrir Watchmen. Þetta er miðjumoð sem er fórnalamb leikstjórans.

6/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Max Payne
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Rusl...
Mér finnst það hentugt að lýsa Max Payne myndinni sem ruslinu neðst í ruslakörfum þar sem ruslasafi myndast og gerir ruslið ennþá ógéðslegra. Þetta er hroðalega ömurleg mynd sem hefur kannski svona tvo litla kosti yfir heildina. Ég vil taka það fram að ég hef spilað fyrsta tölvuleikinn, bara ekki mikið og það var langt síðan.

Af hverju finnst mér Max Payne vera rusl? Fyrsta lagi er handritið það illa skrifað, að mér finnst eins og 13 ára aðdáðandi tölvuleikjanna hafi reynt að skrifa sína útgáfu af Max Payne. Öðru lagi eru allar persónurnar fórnalömb handritsins og eru þær allar þunnar og leiðinlegar, þar á meðal Max Payne sem er gersamlega flatur karakter alla myndina. Ég verð einnig að minnast á Ludacris sem kemur með eina mest ósannfærandi frammistöðu sem FBI útsendara sem ég hef séð. í þriðja lagi þá er söguþráðurinn einnig fórnalamb handritsins þar sem það tekur breytingar sem virka ekki og eru jafnvel hlægilegar, þar sem ég án gríns giskaði á allt sem myndi gerast og var það allt rétt hjá mér. Ef mynd getur ekki tekið eina breytingu sem kemur á óvart þá ertu með einn slappan söguþráð, sérstaklega ef myndin er ekki að fara eftir tölvuleiknum.

Útlitið var flott en mér fannst stíllinn aðeins ofgerður, myndin virkaði frekar hrein sem er ekki alveg í stíl við hráleikann sem einkenndi Max Payne leikinn. Svo er myndin PG-13 sem er í miklu ósamræmi við tölvuleikinn, og að mínu mati er það stórt "cop-out" til þess að græða meira í boxoffice. Hinsvegar held ég að R-rating hefði ekki breytt miklu, það hefði allavega ekki bætt myndina í gæðum.

Yfir heildina þá voru svona tvær góðar hugmyndir til staðar og tvö góð atriði, sem gera hinsvegar ekkert til þess að draga upp myndina í áliti. Ég sé ekki alveg hvernig aðdáðendur leiksins geta virkilega fílað þessa mynd nema þeir séu milli 10-15 ára. Fyrir mig voru þetta 90 mínútur af innihaldslausari tímasóun og ég nenni varla að eyða meiri tíma í að gagnrýna hana.

Max Payne er rusl.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Reykjavík-Rotterdam
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær? Nei. Fín? Já.
Fyrst og fremst þá verður að segjast að eins og allar aðrar íslenskar myndir sem fá yfirleitt frábæra dóma hjá öllum íslenskum gagnrýnendum þá er Reykjavík-Rotterdam ekkert frábrugðin. Hún eins og flestar íslenskar myndir stendur ekki undir þessum góðu gagnrýnum, auðvitað er það persónubundið og fer eftir smekk hvers og eins. Hinsvegar er Reykjavík-Rotterdam fínasta mynd að mínu mati, hún er vel heppnuð á langflestum sviðum en að mínu mati ekki með nægilega gott handrit. Myndin er byggð á bók Arnaldar Indriðarsonar og handritið er skrifað af honum með Óskari Jónassyni, ég hef aldrei lesið bókina svo ég þekki ekki muninn þar á milli. Myndin heldur sig vel við efnið en náði sjaldan að byggja upp neina almennilega spennu, allavega ekki á stöðum sem skiptu máli. Persónurnar voru oft aðeins of ýktar og þar sem myndin var full alvarleg þá fannst mér það ekki passa saman. Handritið hafði fína uppbyggingu en hafði margar línur sem mér líkaði einfaldlega mjög illa við, en leikararnir gerðu sitt besta til þess að lagfæra þær í flutningi. Leikararnir voru einnig misgóðir en allir stóðu sig býsna vel en það var endinn á myndinni þar sem mér fannst myndin falla flöt, líklega því að spennumagnið var í lámarki á þeim punkti og mér fannst hún enda nánast á engu. Af þessum ástæðum get ég ekki gefið myndinni of háa gagnrýni, hún er vel gerð og ég fílaði margt við hana. Hinsvegar er þetta engin tímamótamynd né neitt sérstakt við hana sem gerir hana merkilega, það er þó aðeins mitt álit og ég ráðleggi ekki mörgum að fara eftir því...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nixon: Director's Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Löng, erfið en vel þess virði...
Director's cuttið af Nixon sem er 30 mínútum lengri en upprunalega þriggja klukkutíma útgáfan er mjög sérstök kvikmyndaupplifun. Sem pólitískur kvikmyndagerðamaður þá er Oliver Stone án efa sá beittasti ef ekki hugmyndaríkasti leikstjórinn þá allavega á tímabilinu milli 1986 þar til Nixon var gerð árið 1995. Til þess að horfa á Nixon og meta hana almennilega þá er nauðsynlegt að vita eitthvað um söguna sem myndin fjallar um, ekki bara um æviskeið Nixon heldur einnig um forsetatímabilið hans og um Watergate hneykslið. Myndin er full af sannsögulegum persónum, nöfnum, stöðum og atvikum og fyrir þá sem vita ekkert um þetta efni eiga eftir að sjá frekar ruglingslega mynd. Uppbyggingin fer ekki eftir venjulegri tímalínu sem gerir það ennþá erfiðara fyrir áhorfandann þá sérstaklega yngri áhorfendur eins og ég sem fæddust vel eftir atburðina sem áttu sér stað í myndinni. Hinsvegar, fyrir þá sem kunna eitthvað á efnið og geta sett allt söguefnið í samhengi, þeir munu fá drullugóða kvikmynd. (Það tók mig langan tíma og þó nokkur áhorf). Kvikmyndagerðin sjálf er frábær, myndatakan og klippingin eins og í flestum Oliver Stone myndum á hans gullnu árum (1986-1995) er býsna fullkomin. Leikararnir eru allir með toppframmistöður og þá er það Anthony Hopkins sem trompar alla með Nixon, hann er kannski ekki líkur honum en hann nær Nixon betur en allir aðrir leikarar sem ég hef séð reynt að leika hann. Joan Allen, James Woods og Paul Sorvino ná einnig að sýna eftirminnanleg hlutverk. Nixon er ekki 100% sannsöguleg, eins og sagt er í blábyrjun myndarinnar þá er oft skáldað eða giskað í eyðurnar því enginn lifandi í dag veit allt sem gerðist. Oliver Stone er ekki hræddur við að seta sínar eigin kenningar í sögulegar kvikmyndir sama hve furðulegar þær gætu verið, sama gerði hann í JFK en á meðan þú veist hvar hann er að giska og skálda þá geturu ákveðið fyrir sjálfan þig hvort þú vilt trúa því eða ekki. Hvort sem er þá er það stórmerkilegt að horfa á það því þetta eru jafngóðar kenningar og hver aðrar. Nixon hefur verið frekar hataður forseti í bandaríkjasögunni, en Stone sýnir flóknu hliðar hans, þær góðu, þær slæmu og þær dulúðarfullu og Hopkins leikur hann samkvæmt því. Ef þú hefur ekki áhuga á pólitískum myndum eða tímabilinu milli 1960-1975 þá er þetta ekki mynd fyrir þig, en fyrir mig er þetta stórmerkileg kvikmynd sem gefur frá sér eitthvað nýtt eftir hvert einasta áhorf. Líkt og laukur þá hefur hún mörg lög eða víddir af upplýsingum sem tengjast eins og flókinn vefur ekki bara í kvikmyndinni heldur gegnum það sem telst núna hluti af mannkynssögunni. Ég gæti verið að hypa þetta aðeins með svona fögruðum bullorðum en myndin á skilið smá hrós þar sem hún er að mínu mati frekar vanmetin og gleymd þessa dagana. Það er stutt í að W. næsta mynd Oliver Stone kemur út um Bush núverandi Bandaríkjaforseta, hvort hún verði jafnmerkileg eða beitt og Nixon það veit ég ekki, en það kemur bara í ljós...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Nixon: Director's Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Löng, erfið en vell þess virði...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taken
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Harðjaxlinn hann Liam Neeson...
Ég er aðdáðandi kvikmynda þar sem aðalhetjan þarf að drepa helling af vondu fólki til þess að ná takmarki sínu, hvort sem það sé að bjarga einhverjum eða í einföldu hefndarskyni.  Ég nefni myndir á borð við Gladiator, The Last Boy Scout og Conan The Barbarian og þær myndir eru virkilega harðar og ofbeldisfullar.  Taken, þrátt fyrir að komast ekki endilega á þeirra gæðastandard þá er ofbeldismórall alveg jafn harður ef ekki harðari en í þeim myndum, sem er ágætlega mikið sagt.  Söguþráðurinn er einfaldlega, tveimur stelpum er rænt í París, ein þeirra er dóttir eins harðasta fyrrverandi njósnara á Jörðinni, leikinn af Liam Neeson og ekkert mun stöðva hann í að finna dóttur sína og drepa alla sem reyna að stoppa hann.  Það er varla neitt meira í þessari mynd, hún gæti talist frekar þurr og ein og einföld en hún heldur sér gangandi alla lengdina.  Myndin uppfyllir hinsvegar ákveðnar kröfur sem ég geri til svona gerð kvikmynda, sem er ástæðan fyrir því að ég fíla þessa mynd.   Bardagaatriðin í myndinni voru vel tekin upp, annað en í mörgum myndum nýlega þá sérðu hvað er að gerast í þeim. Óreglulegar myndavélahreyfingar hafa einkennt bardagaatriði í myndum eins og t.d Batman Begins þar sem þú átt erfitt með að sjá hvað er að gerast, Taken notar þennan sama stíl aðeins gerir hann mun betur, bardagaatriðin eru í ringulreið en eru kröftug og sjást vel.  Liam Neeson er grjótharður í hlutverkinu sínu, persónan hans er ein sú harðasta sem til er í kvikmyndaheiminum. 
 Það versta sem ég get sagt um þessa mynd er að hún hafði frekar slappar klisjur inná milli og atburðarrás sem hefði mátt vera aðeins safaríkari, hún er frekar einföld eins og ég sagði og jafnvel soldið þreytt en aðeins á pörtum.  Burtséð frá því þá er ég vel sáttur með Taken, hún stóðst undir væntingar og hún skemmti mér mikið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Taken
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Harðjaxlinn hann Liam Neeson...
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bounty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gleymd & Vanmetin...
Persónulega þá gerist það sjaldan að kvikmynd hafi stór áhrif á kvikmyndasmekk/hug minn, það gerist kannski einu sinni eða tvisvar sinnum á ári, en The Bounty er ein af þessum myndum. Hún er enginn hornsteinn í kvikmyndasögunni né neitt endilega merkileg að einhverju sérstöku leiti. Þetta er klassísk sönn saga sem flestir ættu að vita eitthvað um, uppreisnin á breska skipinu The Bounty árið 1791. Tvisvar áður en The Bounty hefur þessi saga verið kvikmynduð, fyrst sem Mutiny on the Bounty árið 1935 með leikurum eins og Clark Gable og Charles Laughton og vann myndin óskar fyrir bestu kvikmynd árið 1936. Seinni útgáfan hét einnig Mutiny on the Bounty og var gefin út árið 1962 með Marlon Brando og Richard Harris í aðalhlutverkum. Þessi útgáfa er að mínu mati með langbesta leikaravalið, leikarar eins og Anthony Hopkins, Mel Gibson, Daniel Day-Lewis, Liam Neeson, Edward Fox, Laurence Olivier og Bernard Hill. "They were best friends through hell, they became enemies in paradise", þetta er kjarni myndarinnar. Hopkins og Gibson leika þessa vini og þróun vináttu þeirra er mjög vel útfærð. Þetta er ekki hasarmynd, það eru engar sjóorrustur og lítið er af ofbeldi en það er ekki endilega slæmt. Það sem myndin hefur er virkilega sterka sögu og jafngóða frásögn, myndatakan er falleg og vönduð og tónlistin eftir Vangelis gefur myndinni heila vídd sem ég get varla lýst með orðum. Andrúmsloftið í myndinni er mjög sterkt og það gerir söguna mun athyglisverðari. Hopkins sýnir að mínu mati jafngóða frammistöðu og í Silence of the Lambs og þrátt fyrir að allir leikararnir í myndinni stóðu sig vel þá trompar hann þá alla auðveldlega. Þetta er besta myndin hans Roger Donaldson af þeim sem ég hef séð en hann gerði The Bank Job sem gefin var út fyrr á árinu. Fyrir kvikmyndaböff sem hafa áhuga að sjá eitthvað sjaldgæft og gott þá mæli ég með þessari. The Bounty er gleymd og vanmetin, hún er ekkert snilldarverk en hún á meiri athygli skilið en hún hefur fengið, sem er engin. 7.5/10
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Bounty
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Gleymd & Vanmetin...
Persónulega þá gerist það sjaldan að kvikmynd hafi stór áhrif á kvikmyndasmekk/hug minn, það gerist kannski einu sinni eða tvisvar sinnum á ári, en The Bounty er ein af þessum myndum. Hún er enginn hornsteinn í kvikmyndasögunni né neitt endilega merkileg að einhverju sérstöku leiti. Þetta er klassísk sönn saga sem flestir ættu að vita eitthvað um, uppreisnin á breska skipinu The Bounty árið 1791. Tvisvar áður en The Bounty hefur þessi saga verið kvikmynduð, fyrst sem Mutiny on the Bounty árið 1935 með leikurum eins og Clark Gable og Charles Laughton og vann myndin óskar fyrir bestu kvikmynd árið 1936. Seinni útgáfan hét einnig Mutiny on the Bounty og var gefin út árið 1962 með Marlon Brando og Richard Harris í aðalhlutverkum. Þessi útgáfa er að mínu mati með langbesta leikaravalið, leikarar eins og Anthony Hopkins, Mel Gibson, Daniel Day-Lewis, Liam Neeson, Edward Fox, Laurence Olivier og Bernard Hill. "They were best friends through hell, they became enemies in paradise", þetta er kjarni myndarinnar. Hopkins og Gibson leika þessa vini og þróun vináttu þeirra er mjög vel útfærð. Þetta er ekki hasarmynd, það eru engar sjóorrustur og lítið er af ofbeldi en það er ekki endilega slæmt. Það sem myndin hefur er virkilega sterka sögu og jafngóða frásögn, myndatakan er falleg og vönduð og tónlistin eftir Vangelis gefur myndinni heila vídd sem ég get varla lýst með orðum. Andrúmsloftið í myndinni er mjög sterkt og það gerir söguna mun athyglisverðari. Hopkins sýnir að mínu mati jafngóða frammistöðu og í Silence of the Lambs og þrátt fyrir að allir leikararnir í myndinni stóðu sig vel þá trompar hann þá alla auðveldlega. Þetta er besta myndin hans Roger Donaldson af þeim sem ég hef séð en hann gerði The Bank Job sem gefin var út fyrr á árinu. Fyrir kvikmyndaböff sem hafa áhuga að sjá eitthvað sjaldgæft og gott þá mæli ég með þessari. The Bounty er gleymd og vanmetin, hún er ekkert snilldarverk en hún á meiri athygli skilið en hún hefur fengið, sem er engin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miller's Crossing
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Toppurinn á Coen snilldinni...
Mér sýnist að Miller's Crossing vera gleymd mynd, ég efa það að margir á mínum aldri hafi séð þessa mynd eða hvað þá heyrt um að hún sé til. Sem er auðvitað alger skömm því Miller's Crossing er að mínu mati ein af fáum myndum sem ég myndi kalla meistaraverk af hæstu gæðum. Ég lít hátt upp til Coen bræðranna og fíla nánast allar myndirnar þeirra undantekningalaust, sumar meira en aðrar en Miller's Crossing er að mínu mati gimsteinninn á kórónu þeirra. Af hverju tel ég myndina vera meistaraverk? Ég skal reyna kryfja þá spurningu eins vel og ég get og ég skal svara henni eins vel og ég get í þessari umfjöllun. Miller's Crossing gerist á banntímabili áfengis einhverntíman milli áranna 1920 og 1930 í Norð-Austur Bandaríkjunum þar sem írski mafíuleiðtoginn Leo O' Bannon (Albert Finney) ræður völdum. Völdum hans eru þó ógnað af öðrum rísandi mafíuleiðtoga, Johnny Caspar (Jon Polito) og þrátt fyrir að ráðamaður O'Bannon hann Tom Reagan (Gabriel Byrne) ræðst sterklega gegn því þá ákveður O'Bannon að fara í stríð við rísandi mafíuleiðtogann Johnny Caspar.  Þetta er grunnsöguþráðurinn, eða reyndar öll byrjunarsena myndarinnar, eftir þetta þá heldur sagan áfram að breytast nokkuð reglulega en allt byggt á þessum grunni. Handritið er ekkert nema frábært, Coen bræðurnir eru einnig meistarar í handritum, hver einasta persóna er fullkomnuð og línurnar eru sniðugar og grípandi. Þeir ná að skapa persónur sem eru ekki aðeins virkilega svalar heldur einnig djúpar og skiljanlegar án þess að láta það líta kjánalega út. Tom Reagen aðalpersónan leikin af honum Gabriel Byrne er frekar köld persóna á yfirborði og hegðar sér mjög einhliða gegnum alla myndina en þeir ná samt að gera persónu hans ekki aðeins merkilega heldur mjög "likeable". Framleiðslugæðin eru hágæða og myndatakan frá honum Barry Sonnenfield er mjög lágstemmd en samt passar ótrúlega vel við myndina. Myndin er ágætlega gömul en eldist furðulega vel þrátt fyrir gamaldags stílinn sinn, það er einnig annað við myndina, hún er verulega stílhrein að nánast öllu leiti. Myndatakan, klippingin, tónlistin og jafnvel leikurinn gerir þessa mynd að heild sinni mjög hreina og hún flýtur mjög mjúklega gegnum lengdina sína.  
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Gangster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Heilsteypt en skortir eitthvað...
Ridley Scott er greinilega farinn í einhverskonar kast að gera eins margar kvikmyndir og hann getur þar sem maðurinn er sjötíu ára gamall og á ekki það mörg góð ár eftir. Seinast var það A Good Year sem hvarf sporlaust og Kingdom of Heaven sem feilaði í kvikmyndahúsum en kom aftur sterkt inn sem director\'s cut á DVD, núna á næstunni má búast við þremur kvikmyndum í viðbót áður en þessum áratugi er lokið sem gerir heildartöluna ellefu leikstýrðar kvikmyndir á einum áratugi. Þá tel ég aðeins þau verkefni sem Ridley Scott er að leikstýra og ekki þau sem hann framleiðir einnig, áður fyrr voru það tvö til þrjú ár á milli myndanna hans en núna leikstýrir hann nánast eina kvikmynd á ári. American Gangster hinsvegar, er sú allra nýjasta þessa stundina og er kvikmynd sem mig hefur langað að sjá alveg síðan ég frétti frá henni fyrst. Ég hef mikla aðdáðun af Ridley Scott en maðurinn er auðvitað mistækur og nær ekki að gefa frá sér meistarastykki hvert einasta skipti, en ég var alls ekki fyrir neinum vonbrigðum með American Gangster. Myndin hefur skemmtilega sögu sem má líkja við Scorsese myndir eins og Goodfellas og Casino þar sem fjallað er um ólögleg atferli aðalsögupersónunnar. Denzel Washington leikur þá aðalpersónu sem heitir Frank Lucas sem var einu sinni heróin konungurinn í Harlem kringum 1970, en það sem American Gangster gerir öðruvísi en Scorsese myndirnar er að fjalla um lögguna sem er að reyna fella glæpasamtökin hans og heitir sá maður Richie Roberts og er leikinn af honum Russell Crowe. Kannski er best að minnast á að myndin er byggð á sönnum atburðum, hve sönn hún er í raun og veru veit ég ekki þar sem ég veit persónulega voða lítið um þessa atburði sem eru í myndinni. Eins og undantekningarlaust allar Ridley Scott myndir þá er American Gangster virkilega vel gerð og flott, myndatakan, klippingin, umhverfið, hljóðið og allt þannig tengt er ekki hægt að kvarta um. Ég er þó frekar spældur út í meðferðina á söguefninu því það hefur svo mikið uppá að bjóða og mér fannst það ekki vera nógu vel nýtt. Ég myndi segja að helsti gallinn við myndina sé skortur á spennu, þetta er löng mynd þar sem margt gerist á löngu tímabili með mörgum persónum sem skipta máli. Washington og Crowe voru í góðum málum yfir alla myndina en nánast hver einasta aukapersóna var innihaldslaus og/eða dæmigerð, mér var persónulega nánast alveg sama um allar persónur í myndinni sem er frekar slæmt fyrir svona gerð af kvikmynd. Þetta er galli sem hefði auðveldlega geta drepið myndina, en þetta er einnig persónubundið og þetta er aðeins mín persónulega skoðun gagnvart þessu. Svo af hverju er ég að gefa myndinni þrjár stjörnur? Því ég hafði vel gaman af myndinni, þó að hún sýndi ekkert nýtt þá fjallar um merkilegt tímabil og um merkilega atburði sem ég sjálfur vissi alls ekki nóg um. American Gangster þó hún sé svipuð þeim, er hún ekki nálægt því að geta keppt við meistarastykki eins og Goodfellas eða Casino, en hún er góð mynd þrátt fyrir það og stendur fyrir sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Gangster
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Heilsteypt en skortir eitthvað...
Ridley Scott er greinilega farinn í einhverskonar kast að gera eins margar kvikmyndir og hann getur þar sem maðurinn er sjötíu ára gamall og á ekki það mörg góð ár eftir. Seinast var það A Good Year sem hvarf sporlaust og Kingdom of Heaven sem feilaði í kvikmyndahúsum en kom aftur sterkt inn sem director\'s cut á DVD, núna á næstunni má búast við þremur kvikmyndum í viðbót áður en þessum áratugi er lokið sem gerir heildartöluna ellefu leikstýrðar kvikmyndir á einum áratugi. Þá tel ég aðeins þau verkefni sem Ridley Scott er að leikstýra og ekki þau sem hann framleiðir einnig, áður fyrr voru það tvö til þrjú ár á milli myndanna hans en núna leikstýrir hann nánast eina kvikmynd á ári. American Gangster hinsvegar, er sú allra nýjasta þessa stundina og er kvikmynd sem mig hefur langað að sjá alveg síðan ég frétti frá henni fyrst. Ég hef mikla aðdáðun af Ridley Scott en maðurinn er auðvitað mistækur og nær ekki að gefa frá sér meistarastykki hvert einasta skipti, en ég var alls ekki fyrir neinum vonbrigðum með American Gangster. Myndin hefur skemmtilega sögu sem má líkja við Scorsese myndir eins og Goodfellas og Casino þar sem fjallað er um ólögleg atferli aðalsögupersónunnar. Denzel Washington leikur þá aðalpersónu sem heitir Frank Lucas sem var einu sinni heróin konungurinn í Harlem kringum 1970, en það sem American Gangster gerir öðruvísi en Scorsese myndirnar er að fjalla um lögguna sem er að reyna fella glæpasamtökin hans og heitir sá maður Richie Roberts og er leikinn af honum Russell Crowe. Kannski er best að minnast á að myndin er byggð á sönnum atburðum, hve sönn hún er í raun og veru veit ég ekki þar sem ég veit persónulega voða lítið um þessa atburði sem eru í myndinni. Eins og undantekningarlaust allar Ridley Scott myndir þá er American Gangster virkilega vel gerð og flott, myndatakan, klippingin, umhverfið, hljóðið og allt þannig tengt er ekki hægt að kvarta um. Ég er þó frekar spældur út í meðferðina á söguefninu því það hefur svo mikið uppá að bjóða og mér fannst það ekki vera nógu vel nýtt. Ég myndi segja að helsti gallinn við myndina sé skortur á spennu, þetta er löng mynd þar sem margt gerist á löngu tímabili með mörgum persónum sem skipta máli. Washington og Crowe voru í góðum málum yfir alla myndina en nánast hver einasta aukapersóna var innihaldslaus og/eða dæmigerð, mér var persónulega nánast alveg sama um allar persónur í myndinni sem er frekar slæmt fyrir svona gerð af kvikmynd. Þetta er galli sem hefði auðveldlega geta drepið myndina, en þetta er einnig persónubundið og þetta er aðeins mín persónulega skoðun gagnvart þessu. Svo af hverju er ég að gefa myndinni þrjár stjörnur? Því ég hafði vel gaman af myndinni, þó að hún sýndi ekkert nýtt þá fjallar um merkilegt tímabil og um merkilega atburði sem ég sjálfur vissi alls ekki nóg um. American Gangster þó hún sé svipuð þeim, er hún ekki nálægt því að geta keppt við meistarastykki eins og Goodfellas eða Casino, en hún er góð mynd þrátt fyrir það og stendur fyrir sínu.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beowulf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tilbreyting en ekkert framúrskarandi...
Þrivídd er líklega fyrsta alvöru tilbreyting í bíóhús síðan litfilmunni var fyrst varpað á hvíta tjaldið fyrir löngu síðan, en þessi tækni er alls ekki ný. Beowulf er ekki að skapa nýja tækni heldur er hún að fullkomna hana og koma henni á hærra stig í kvikmyndaframleiðslu, þar sem ég er nokkuð viss um að fleiri svona kvikmyndir eiga eftir að koma út í náinni framtíð. Ég var ekki alveg viss með Beowulf þar sem ég hafði séð hina íslensk-framleiddu Beowulf & Grendel fyrir meira en ári síðan, báðar myndir hafa svipaða meðferð á Bjólfskviðu en Beowulf gerir hinsvegar mjög stórar breytingar á sögunni sérstaklega í seinni hluta myndarinnar. Það sem leikstjórinn Robert Zemeckis nær að gera er að viðhalda jafnvægi milli sögunnar og flottu brellanna, það munaði þó litlu að myndin hefði steypt sér í algert kjaftæði en það gerðist sem betur fer aldrei. Beowulf er mjög rómantískt ævintýri, það eru hetjur, drottningar, skrímsl, drekar og fullt af ofbeldi og húmor og það er þetta sem gerir Beowulf að skemmtilegri mynd. Þrívíddin er ekki eitthvað töfratæki sem lætur mann fíla myndina meira en ef hún væri ekki í þrívídd, þetta er önnur aðferð til þess að upplifa myndina sjálfa en hún gerir voða lítið til þess að bæta myndina nema að gera hana virkilega flotta. Persónurnar voru frekar einhliða, sem er mjög skondið miðað við að myndin er öll í þrívídd, þó að margar persónurnar voru skemmtilegar þá var mér nánast alveg sama um þær allar. Það er margt mjög fínt sem Beowulf skilur eftir sig en burtséð frá þrívíddinni þá er ekkert framúrskarandi við myndina sjálfa, bara skemmtileg mynd og á meðan þú hefur ekki einhverjar risavæntingar þá ætti hún ekki að valda neinum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beowulf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tilbreyting en ekkert framúrskarandi...
Þrivídd er líklega fyrsta alvöru tilbreyting í bíóhús síðan litfilmunni var fyrst varpað á hvíta tjaldið fyrir löngu síðan, en þessi tækni er alls ekki ný. Beowulf er ekki að skapa nýja tækni heldur er hún að fullkomna hana og koma henni á hærra stig í kvikmyndaframleiðslu, þar sem ég er nokkuð viss um að fleiri svona kvikmyndir eiga eftir að koma út í náinni framtíð. Ég var ekki alveg viss með Beowulf þar sem ég hafði séð hina íslensk-framleiddu Beowulf & Grendel fyrir meira en ári síðan, báðar myndir hafa svipaða meðferð á Bjólfskviðu en Beowulf gerir hinsvegar mjög stórar breytingar á sögunni sérstaklega í seinni hluta myndarinnar. Það sem leikstjórinn Robert Zemeckis nær að gera er að viðhalda jafnvægi milli sögunnar og flottu brellanna, það munaði þó litlu að myndin hefði steypt sér í algert kjaftæði en það gerðist sem betur fer aldrei. Beowulf er mjög rómantískt ævintýri, það eru hetjur, drottningar, skrímsl, drekar og fullt af ofbeldi og húmor og það er þetta sem gerir Beowulf að skemmtilegri mynd. Þrívíddin er ekki eitthvað töfratæki sem lætur mann fíla myndina meira en ef hún væri ekki í þrívídd, þetta er önnur aðferð til þess að upplifa myndina sjálfa en hún gerir voða lítið til þess að bæta myndina nema að gera hana virkilega flotta. Persónurnar voru frekar einhliða, sem er mjög skondið miðað við að myndin er öll í þrívídd, þó að margar persónurnar voru skemmtilegar þá var mér nánast alveg sama um þær allar. Það er margt mjög fínt sem Beowulf skilur eftir sig en burtséð frá þrívíddinni þá er ekkert framúrskarandi við myndina sjálfa, bara skemmtileg mynd og á meðan þú hefur ekki einhverjar risavæntingar þá ætti hún ekki að valda neinum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
3:10 to Yuma
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man ekki hvað það langt síðan ég sá vestra í bíó, hvað þá góðan vestra. 3:10 to Yuma er endugerð á samnefndri mynd frá árinu 1957 sem ég hef því miður ekki séð, en hinsvegar þá er þessi endurgerð býsna góð. Sterkt leikaraval er einn helsti kostur myndarinnar, Russell Crowe eignar sér myndina með töffarastælum og Ben Foster var nokkuð óhugnalegur. Christian Bale fannst mér þó vera frekar lágstemmdur og ekki vera með nógu merkilega persónu til þess að sýna sig. James Mangold sem leikstýrði Walk The Line á undan þessari mynd er mjög fínn leikstjóri, hinsvegar var Walk the Line dæmigerð ævisögukvikmynd frá A-Ö með fátt eða ekkert nýtt til þess að sýna þér. Mín áhyggja var að 3:10 myndi falla í sömu gryfju sem hún gerir það að vissu leiti en hún nær þó að viðhalda öllu vestræna-kúreka andrúmsloftinu þar sem allt getur gerst óvænt. Öll myndin fjallar um samskipti glæpamannsins Ben Wade (Crowe) og bóndans Dan Evans (Bale) sem ætlar sér að fylgja glæpamanninum Wade að lestinni sem fer klukkan 3:10 til Yuma fangelsis. Á eftir þeim er glæpagengið hans Wade að reyna frelsa leiðtogann sinn en Evans ætlar sér ekki að hætta. Dan Evans er frekar dæmigerð persóna og kemur fram sem frekar ómerkilegur í myndinni. Það er Ben Wade sem heldur manni horfandi, hann er vondur, fyndinn, heiðarlegur og eina persónan sem sýnir einhverja áhrifaríka breytingu gegnum alla myndina. Myndin er mjög vel tekin upp og lítur mjög vel út, en hún átti bágt með að gera þig hluta af sögunni og byggja upp spennu nema þegar það kom að sumum senum með Russell Crowe. Mér fannst það einnig mjög fyndið að kynningin á Ben Wade er nánast sú sama og kynningin á Maximus í Gladiator, kannski tekur einhver annar eftir því. Annars þá er mín niðurstaða að 3:10 to Yuma er góður vestri og ætti ekki að valda neinum vonbrigðum, hinsvegar þá miðað við alla þessa frábæru dóma sem hún er að fá þá finnst mér hún ekki eiga þá alla skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Shoot 'Em Up
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hafði engar væntingar gagnvart þessari mynd né vissi ég mikið um hana áður en hún kom út, meðal þess þá hafði ég nánast enga löngun til þess að sjá hana. En eftir að hafa lesið um hve heimsk og skemmtileg hún átti að vera þá ákvað ég að sjá hana. Þessi mynd er svo sannarlega mjög þunn og heimsk en það er það sem gerir myndina að því sem hún er. Hún er skemmtileg en mér fannst skemmtunin vera býsna takmörkuð, hasaratriðin virtust endurtaka sig aftur og aftur og sami húmorinn notaður og aftur og aftur sem verður mjög þreytt eftir smá tíma. Það er nákvæmlega enginn tilgangur með þessari mynd nema það að skemmta manni og þrátt fyrir að hún hafi verið sæmilega skemmtileg þá skilur hún ekkert minnugt eftir sig. Ég er kannski soldið harðgagnrýninn núna en ég sé enga ástæðu til þess að gefa henni meira en eina og hálfa stjörnu, þetta er ekki ömurleg mynd en hún er samt býsna slæm. Ef þú hefur gaman af heilalausum hasarmyndum þá skaltu sjá Shoot'em Up, og þrátt fyrir að ég hafi lúmskt gaman af þeim sjálfur þá vantaði eitthvað í þessa til þess að gera hana þess virði að sjá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Astrópía
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var að vonast til þess að loksins myndi koma út íslensk kvikmynd sem hægt væri að hylla, mynd sem væri verulega góð og hægt væri að minnast á sem ein af betri kvikmyndum frá þessu landi. Astrópía er því miður ekki sú mynd að mínu mati, hún er mjög mikil blanda og góðum og slæmum hlutum. Fyrsta lagi þá er húmorinn mjög mistækur, það eru um það bil jafn margir brandarar sem virkuðu og misheppnuðust. Leikararnir voru yfirleitt góðir, en flestar persónurnar voru einhliða og ómerkilegar. Ég get þó hrósað Ragnhildi Steinunni fyrir að vera mjög sannfærandi í aðalhlutverkinu og einnig fyrir að vera fáranlega myndarleg. Myndin er að leika sér mikið með klisjurnar sem eru til staðar í handritinu, ég fattaði grínið en mér fannst það yfirleitt ekki fyndið, mér leið eins möguleikarnir í handritinu væru ekki nógu vel nýttir þar sem handritið var býsna vel skrifað af honum Ottó Borg. Það gæti verið ósanngjarnt af mér að búa til einhverskonar gæðakröfur þegar það kemur að íslenskri kvikmynd sem miðað við Hollywood myndir kostar varla neitt í gerð, en mér fannst vanta soldið uppá myndatökuna og hljóð. Þetta er ein af fáum íslenskum myndum sem hefur einhverskonar bardagaatriði með sverðum og ófreskjum en það er mjög leiðinlegt að sjá svona slappa framkvæmd á þeim, viljandi gert eða ekki þá voru þau ekki að skila sér tæknilega séð og ef þau áttu að vera þannig fyrir húmorinn, þá var það ekki fyndið. Astrópía er ekki leiðinleg mynd, hún hefur góða spretti þá aðallega kringum miðja myndina, en endinn var mjög slappur og ófullnægjandi. Ég er líklega að verða einn mesti óvinur íslenskra kvikmynda á netinu, en það er alls ekki viljandi gert. Ég bíð þó enn eftir íslensku myndinni sem mun gera mig ánægðan, vonandi mun það gerast fyrr heldur en seinna.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Legion
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Last Legion hafði góða möguleika til þess að verða góð kvikmynd, sagan gerist þegar Rómaveldið er að falla sem verður að segjast er býsna gott umhverfi til þess staðsetja kvikmynd. En ekki aðeins er Last Legion óþægilega klisjukennd heldur illa skrifuð, leiðinleg og virtist vera copy/paste úr mörgum eldri myndum eins og t.d Lord of the Rings og King Arthur. Colin Firth var eini leikarinn sem stóð sig ásættanlega vel og mögulega Thomas Sangster en hinir leikararnir voru annaðhvort slæmir eða miscast, meiraðsegja Ben Kingsley var frekar slappur. Aishwarya Rai, Bollywood leikkonan var eitt af því betra sem myndin hafði uppá að bjóða því hún var nánast nakin nokkrum sinnum í myndinni. Síðan var einnig Kevin McKidd, aðalleikarinn úr Rome þáttunum, hefði bara handritið verið betur skrifað þá hefði hann getað sýnt sig almennilega þar sem hann er býsna góður leikari. Myndin kostaðu rúmlega 75 milljón dollara í vinnslu, þessi peningaupphæð sést ekki þar sem mér sýndist hún vera frekar ódýr. Ég held að fólkið bakvið myndina ætlaði sér að gera mun betri mynd en af einhverjum orsökum þá misheppnaðist framleiðslan frekar illa, enda var útgáfudegi myndarinnar frestað um meira en ár þar sem hún átti að koma út 2006. Ég get að engu leiti mælt með The Last Legion, sumt fólk mun án efa fíla þessa mynd meira en ég en þar sem ég er sjálfur mikill aðdáðandi kvikmynda af nákvæmlega þessari gerð þá varð ég fyrir miklum vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
First Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Til þess að fíla First Knight, þá þarftu að kunna að sleppa sjálfum þér í klisjunni eða vera alveg sama um hana. Ég gat séð fyrir hverju einasta atriði sem átti sér stað í myndinni því hún er eins mikil klisja og hægt er að ímynda sér, þá meina ég allt sem er til í klisjubókinni kemur líklega fram á ákveðnum tímapunkti í First Knight. Þetta ætti að vera uppskrift að slæmri kvikmynd en svo varð ekki, einhvern veginn þá er styrkur myndarinnar klisjan sem hún byggist á, allavega þá fannst mér það og þar sem ég hef leynilega aðdáðun þegar það kemur að sverðamyndum sem gerast í fortíðinni, þá er það mögulega auðveldara fyrir mig að fíla þessa mynd en fyrir aðra. Annar brandari er að enginn annar en Richard Gere er látinn leika Lancelot, hetjuna miklu sem verður ástfanginn af Guinevere. Hinsvegar þá ber hann hlutverkið betur en langflestir hefðu gert, sem kom mér alveg furðulega á óvart þar sem hann var fullkomið tækifæri fyrir eitt stórt miscast. Sean Connery er auðvitað góður Arthur og Julia Ormond leikur gamla góða hlutverkið sitt að sofa hjá öllum karlmönnum í myndunum sínum, á þessu tímabili var það First Knight, Sabrina og Legends of the Fall allt á einu ári. Ég hef þá kenningu að þessi mynd gæti verið stór brandari því leikstjórinn er enginn annar heldur en Jerry Zucker sem var einn af leikstjórum Airplane og Top Secret, ég er alveg pottþéttur á því að pælingin bakvið myndina er húmorinn við klisjurnar, það passar einnig vel við Jerry Zucker og kvikmyndirnar sem hann gerir. Það er þó mikilvægt fyrir hvern sem mun sjá þessa mynd að þetta er ein stór klisjuklessa sem er alls ekkert að reyna fela það, það er bæði það sem gerir myndina góða og slæma og það fer aðeins eftir fólki hvað það sér meira í myndinni, það góða, slæma eða hvað sem er þar á milli. Ég hafði lúmskt gaman að þessari mynd, ég vissi vel hvar myndin var slæm og hefði átt að vera slæm en eins og ég sagði, það fer eftir einstaklingi hvað þeir sjá í þessari mynd, eins og er með allar kvikmyndir býst ég við.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Planet Terror
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hef þegar skrifað um Death Proof kaflann á Grindhouse og skrifa hér aðeins um Planet Terror kaflann. Í Planet Terror er nóg af mannáti, blóði og líkamsvessum og einnig þá uppgötvar myndin nýja hluti í mannslíkamanum sem enginn vissi um áður þar sem grafið er eins djúpt í mennska líkamann og mögulegt er. Þetta er eðal splatter/exploitation kvikmynd sem fullnægir allar þær kröfur sem þannig gerð kvikmynda eiga sér en burtséð frá því, þá er ekkert annað þarna. Myndin er mjög fyndin og virkilega viðbjóðsleg, mjög vönduð og vel gerð með margar sniðugar og skemmtilegar hugmyndir. Hinsvegar eins og langflestar kvikmyndir líkar Planet Terror þá verða þær að svo miklu kjaftæði að það er ekki hægt að segja að kvikmyndin sé góð. Mér fannst myndin ekki spennandi, mér var drullusama um persónurnar, það eina sem virtist skipta máli var ofbeldið og húmorinn, sem er mjög fínt. Það kemur þó að þeim að þú óskar þess að eitthvað annað sé myndinni til þess að gefa kvikmyndinni einhverskonar kjarna. Allavega var leikaraliðið frábært, ekki endilega snilldar leikarar en margir sem léku vel í kvikmyndinni, Rose McGowan, Freddy Rodriguez, Tom Savini, Michael Parks, Josh Brolin og Nicky Katt og einnig gaman að sjá Michael Biehn aftur í bíóhúsi. Ég hef varla neitt meira að segja um Planet Terror, ég myndi þó segja að Death Proof kaflinn sé betri en Planet Terror, flestir gætu þó vel verið ósammála mér í því máli.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Amazing Grace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Amazing Grace er dæmigerð ævisaga í kvikmyndaformi líkt og við höfum séð áður, aðeins nú er fjallað um baráttuna gegn þrælahaldi í Englandi við lok átjándu aldar og byrjun nítjándu. Það besta við myndina er góða leikaraliðið, það eru ekkert nema frábærir breskir leikarar en sagan sjálf er því miður frekar leiðinlega sett fram. Allt sem við höfum séð áður í svipuðum kvikmyndum kemur fram hérna og það er alltof augljóst, sömu gömlu klisjurnar kringum persónurnar og söguþráðinn. Myndin er þó alls ekki slæm, hún er vel gerð og alls ekki leiðinleg og með góðu leikaraliði eins og Ioan Gruffudd, Michael Gambon, Albert Finney, Rufus Sewell og Ciarán Hinds þá heldur myndin sér vel gangandi allan tímann. Ég er sáttur með myndina, hún var nánast nákvæmlega það sem ég bjóst við, en sem kvikmyndin sem hún reynir að vera þá fannst mér hún mun kraftlausari en hún hefði getað verið. Þrjár stjörnur eru mögulegar en tvær og hálf eru pottþéttar fyrir Amazing Grace.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mr. Brooks
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Mr. Brooks inniheldur margar góðar og frumlegar hugmyndir sem hefðu getað lifað vel í góðri kvikmynd, hinsvegar þá var ekki farið vel með þessar hugmyndir að mínu mati, ég sá fyrir mér möguleikana sem myndin hafði blómstra en í staðinn þá var niðurstaðan á Mr. Brooks langt frá fullnægjandi. Ég var mjög sáttur með Kevin Costner, hann passaði nákvæmlega og var mjög góður í hlutverkinu og sama með William Hurt. Hugmyndin að Kevin Costner sé raðmorðingi sem hefur ímyndaðan vin sem talar við sig og hvetur sig að fremja morð er mjög merkileg hugmynd, en hún nær aldrei að komast á flug, mér fannst eins og það vantaði mun meira þegar myndin var búin. Það eru einnig býsna margir aukasöguþræðir sem gera voða lítið til þess að gera myndina neitt betri, aðallega þá komu þau í veg fyrir að aðalsöguþráðurinn kæmist á flug. Það er mögulega helsta vandamálið, allir þessir söguþræðir voru að skemma fyrir því sem skipti allra mestu máli, þar sem myndin heitir Mr. Brooks þá var ég vonast að myndin fjallaði meira um Mr. Brooks en hún gerði. Mér finnst einnig ótrúlegt hvernig tónlist getur haft svakaleg áhrif á kvikmynd, hvernig hún getur gert kvikmynd trúverðuga/ótrúverðuga, hvernig hún ræður yfir taktinum og bara hvernig tónlist getur gert kvikmynd betri. Tólistanotkunin í Mr. Brooks er ein sú allra versta sem ég hef séð í mörg ár, ekki aðeins var tónlistin frekar slæm nú þegar heldur var hún að engu leiti að passa við myndina og hún mun eldast verr en lyklaborðstónlist frá 1984. Það er skömm að svona slæm tónlist sé sköpuð fyrir kvikmynd því það var einn stór partur af ástæðunni að Mr. Brooks mistókst. Mr. Brooks er ekki ömurleg kvikmynd, möguleikarnir eru til staðar og ég fann fyrir þeim og margt var vel gert í myndinni en við lokin þá leið mér eins og ég hafi verið að horfa á fyrsta hlutann í sjónvarpsmynd (sem er skondið þar sem ég las að Mr. Brooks á að vera fyrsta myndin í þríleik). Þessi mynd er svo sannarlega mikil blanda af góðu og vondu en í heildinni þá get ég ekki gefið þessari mynd góða einkun, og miðað við nokkuð góða dóma sem myndin fær nú þegar þá verð ég að segja að hún eigi þá alls ekki skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Simpsons Movie
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er á þeirri skoðun að Simpsons þættirnir hafa verið á stöðugri niðurleið seinustu árin, ég var og er ennþá Simpsons aðdáðandi en ég hætti að fylgjast með eftir að það varð ljóst að þættirnir væru orðnir lélegir. Þrátt fyrir það að kvikmyndin sé skrifuð af flestum þeim sem skrifuðu gömlu góðu þættina þá eru áhrifin frá nýju þáttunum mun meira áberandi, einnig þá vantar Conan O'Brien sem var líklega besti handritshöfundur Simpsons þáttanna á sínum tíma. Myndin fjallar um Simpsons fjölskylduna í ótrúlegum aðstæðum mikið eins og nýju þættirnir gera sem er fyrsti ókosturinn að mínu mati því að gömlu þættirnir náðu nánast alltaf að viðhalda sterkum gæðum án þess að koma með 'larger than life' söguþræði. Í kvikmyndinni þá þarf Simpsons fjölskyldan að bjarga Springfield, þessum 'larger than life' söguþræði er teygt í allar mögulegar áttir og brandarar eru til staðar á nokkra sekúndna fresti til þess að fela þennan slappa söguþráð. Annar ókostur við myndina er að aðeins hluti af bröndurunum voru fyndnir og miðað við að kvikmyndin sé 80 mínútur þá finnst mér það mjög slappt að ég fékk ekki einu sinni hláturskast. Brandararnir eru mikið 'hit & miss' en meira af því síðarnefnda, ég veit um marga Simpsons þætti sem slá út myndina í húmorskalanum. Það eru þó góðir punktar við myndina, fyrri hlutinn á myndinni var sæmilegur því þar var reynt að byggja upp persónur, t.d þá finnst mér Bart Simpsons ennþá betri persóna eftir að hafa séð kvikmyndina því að fjallað er um hve gífurlega ruglaður hann er í lífinu. Mér fannst það vera mjög vel gert og það kom mér á óvart að grafið skildi vera svona djúpt inn í persónu sem hefur nánast alltaf verið eins. Mér fannst þessi mynd alls ekki leiðinleg, hún er frekar skemmtileg og hefur marga fína brandara en þetta er ekki beint kvikmyndin sem er þess virði að bíða eftir öll þessi ár þar sem það er allavega áratugur síðan fyrstu fréttirnar af Simpsons kvikmynd birtust. Hinsvegar þá er það líklegt að þessi mynd verður dýrkuð hérlendis af öllum þeim sem fíla Simpsons (sem eru nánast allir), þ.e.a.s ný tískumynd sem aðeins fáir fíla ekki. Ég, persónulega veit ekki alveg hvað ég á að segja, ég fílaði hana að vissu leiti en að miklu leiti þá fílaði ég hana ekki. Væntingar mínar höfðu ekki verið miklar en samt þá finnst mér eins og ég sé vonsvikinn, en miðað við hve lélegir nýju þættirnir eru orðnir þá er Simpsons Movie stórt skref upp. Simpsons aðdáðandinn í mér vill gefa myndinni tvær og hálfa stjörnu, gagnrýnandinn í mér vill gefa myndinni tvær stjörnur, ég held ég ætla frekar að fara eftir gagnrýnendanum þetta skiptið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Order of the Phoenix
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Jæja, þá ætla ég að reyna segja eitthvað sniðugt um Order of the Phoenix þrátt fyrir að vera enginn Harry Potter aðdáðandi, hafa aldrei lesið neina bók (nema fyrstu bókina fyrir áratugi síðan) að einhverju viti og án þess að hafa einu sinni séð fyrstu tvær kvikmyndirnar. Prisoner of Azkaban fannst mér mjög fín og Goblet of Fire var ekkert verri og núna eftir að hafa séð Order of the Phoenix þá sýnist mér að gæðin séu aðeins hækkandi þó ekkert sérstaklega mikið. Ég var mjög sáttur að barnaskapurinn fór minnkandi í Goblet of Fire og hann fer enn minnkandi í Order of the Phoenix, þetta er án efa myrkasti kaflinn í sögunni hingað til. Loksins hefjast atburðir sem eiga eftir að orsaka einhverkonar endi, það er mjög skýrt í lokin að eftir þessa mynd þá eiga aðeins eftir að koma erfiðari tímar og þá er ég að vonast að næstu tvær Harry Potter myndir verða aðeins betri. Order of the Phoenix er góð mynd og örugg þriggja stjarna mynd, en ég myndi aldrei kalla hana snilldarverk eins og sumir. Eins og ég sagði, þá er ég enginn Harry Potter aðdáðandi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Death Proof
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver einasta kvikmynd sem Tarantino hefur gert er skemmtileg, Death Proof er mjög skemmtileg en frekar slöpp á snilldarmælikvarðanum. Útgáfan sem ég sá var um það bil tveir klukkutímar og átti upprunalega að vera 90 mínútur og sýnd með Planet Terror og helling af gríntrailerum. Það er skömm að þessi skipting átti sé stað þar sem það kemur í veg fyrir tilganginn bakvið upplifunina að horfa á tvær exploitation kvikmyndir í röð. Þrátt fyrir það þá finnst mér að þessi lenging á kvikmyndinni hafi verið ónauðsynleg, myndin er of löng miðað við efnið sem hún hefur. Nokkrum sinnum þá gleymir myndin sér í samræðum og persónusköpun sem gerir voða lítið til þess að hjálpa myndinni. Ég myndi halda það að styttri útgáfan sé betri þó ég hafi ekki séð hana. Death Proof hefur þó margar frábærar Tarantino samræður og mörg virkilega spennandi og ofbeldisfull atriði sem gera myndina að lokum þess virði að sjá. Það sem fer mest í taugarnar á mér er að Death Proof á ekki að vera ein kvikmynd heldur er hún hluti af kvikmynd sem verður vonandi gefin út á DVD með Planet Terror og gríntrailerunum þar sem hægt verður að sjá allt þetta saman eins og það átti að vera. Skemmtanagildið í Death Proof er í hámarki en miðað við fyrri Tarantino myndir þá er Death Proof líklega allra versta myndin hans þrátt fyrir að vera mjög góð mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Transformers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er enginn Transformers aðdáðandi né vissi ég mikið um Transformers áður en ég sá myndina, allar mínar væntingar voru byggðar á auglýsingum um myndina. Ég vildi sjá myrka, ofbeldisfulla hasarmynd með svölum vélmennum en í staðinn sá ég einhverja hálf barnalega, disney-bjánalegt rugl. Transformers er mynd sem tekur sér ekkert alvarlega, sem er mjög augljóst gegnum alla myndina, en það eru takmörk því það er ekki hægt sð komast upp með það í þrjú hundruðasta skipti. Tölvubrellurnar eru glæsilegar, útlitið er jafn flott en efnið er ofurþunnt og það bitnar gífurlega á hasarnum, mér var sama um persónurnar, mér var sama um plottið og því miður voru þessir Transformers aðeins svalir í mjög stuttan tíma. Það eru alveg ótrúlega vel hannaðar senur í gangi, transformerar að berjast hægri og vinstri og allt er svakalega vel gert en allt fyrir ekkert þar sem plottið virtist gleymast inn í þessum ótrúlegum hasarsenum. Ég held ég hafi mögulega eyðilaggt þessari mynd fyrir sjálfum mér, væntingarnar mínar voru alltof miklar, sérstaklega fyrir mynd sem er um Transformers. Það eina sem ég sá var bjánalegt rugl, mjög þunna hasarmynd sem reynir að lifa af á ódýrum bröndurum og tölvubrellum sem er reyndar mjög dæmigert fyrir Michael Bay kvikmynd. Ég er að reyna finna einhverja kosti sem þessi mynd hefur, ég get varla fundið neina og ég held að ein og hálf stjarna sé jafnvel of mikið. Ég tel það líklegt að ég sé einn af fáum sem hafa þessa skoðun á Transformers, ég vildi fíla þessa mynd en ég gat það ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Die Hard 4.0
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er svo sannarlega ein yfirdrifnaðasta og brjálæðasta hasarmynd sem ég hef séð, Die Hard 4.0 (eða Live Free or Die Hard eins og hún kallast í Bandaríkjunum og í Frakklandi Die Hard 4.0: Return to Hell!) er hrein hasarmynd og virkar nokkuð vel sem þannig. Það eina sem aðskilur hana frá flestum nýlegum yfirdrifðum hasarmyndum er John McClane, án hans væri þessi mynd nánast ekkert merkilegt. Ég hafði miklar efasemdir um að Die Hard 4.0 myndi geta jafnast við neina aðra Die Hard mynd en hún jafnast alveg við þær þá kannski fyrir utan fyrstu myndina. Mínar væntingar gagnvart Die Hard kvikmynd er nóg af ofbeldi, one liners og Bruce Willis í hræðilegum sársauka að skríða gegnum brotið gler með skammbyssu. Það sem Die Hard 4.0 kemur ekki með því miður er blóðugt ofbeldi og blótsyrði, John McClane blótar eins og motherfökker í öllum Die Hard myndum nema þessari. Myndin var klippt til þess að komast niður í PG-13 í Bandaríkjunum og það verður að segjast að myndin hefði verið betri með R stimpilinn, fólk virtist reyna að segja ekki F-orðið sem er mjög slappt fyrir Die Hard mynd. Ég hef þó ekki verið jafn sáttur með hasarmynd nýlega og með Die Hard 4.0, hasarinn fer þó að verða of mikill undir lokin og alltof yfirdrifinn en myndin missir aldrei kraftinn né hraðann sem heldur manni horfandi á skjáinn. Ég leyfi Die Hard 4.0 að sleppa með þrjár stjörnur fyrir að vera dúndur hasarmynd og hún sleppur sem verðug Die Hard mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Fantastic Four: Rise of the Silver Surfer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrri myndin einbeitti sér að persónusköpun og gaf sér mikinn tíma til þess þrátt fyrir að myndin hafi verið frekar stutt, stærsti gallin við fyrri myndina var hinsvegar að endinn var mjög fljótur og ómerkilegur. Rise of the Silver Surfer þarf varla neitt að einbeita sér á persónusköpun og getur þess vegna hoppað beint í atburðarrásina þar sem fyrri myndin endaði. Reed Richards og Susan Storm eru að fara að giftast þegar óþekkt vera kemur til Jarðar og hættir fyrir jarðarbúum, þessi vera þekkist seinna sem Silver Surfer en er hann aðeins í þjónustu hjá annari veru sem er mun öflugari og hættulegri en heldur en Silver Surfer. Rise of the Silver Surfer er eins og fyrri myndin frekar létt, mikið er af brandörum og það er ekki farið alvarlega með efnið en hún er ekki nógu heilalaus til þess að vera heilalaus. Þrátt fyrir allan fáranleikan þá nærst alltaf að haldast eitthvað sem gefur allri sögunni eitthvað vit, hvort það séu persónurnar, samskipti persónanna eða jafnvel sniðugt handrit. Myndin er aldrei leiðinleg, hún er styttri en forverinn og það er stanslaust eitthvað að gerast. Hasarinn og tölvubrellurnar eru allar góðar og Silver Surferinn er sérstaklega flottur þrátt fyrir afar einfalda hönnun. Fantastic Four var fín afþreying en Rise of the Silver Surfer er góð afþreying, hún er alls ekki gallalaus en hún er stórt skref upp eftir Spider-Man 3 sem misheppnaðist stórkostlega fyrr í sumar. Þar sem það var engin úrlausn á Fantastic Four sögunni þá tel ég það líklegt að Fantastic Four 3 sér á leiðinni eftir fáein ár og það er ágætt þar sem það er alveg nóg efni eftir sem hægt er að fjalla um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Zodiac
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Kvikmyndahúsin eru mjög dugleg við að gefa út myndir eins og Next eða Blades of Glory en þau eiga sér þann dásamlega eiginleika að fresta myndum eins og Zodiac ekki aðeins um einhverjar vikur heldur um nokkra mánuði. Líkurnar gætu bent til þess að Next og Blades of Glory munu græða meiri pening en hvað gerist þegar ég fæ loksins að sjá Zodiac, mynd sem ég hef beðið eftir lengi... hvert einasta sæti í salnum er upptekið. Ég var greinilega ekki sá eini sem vildi sjá Zodiac en biðin eftir henni var óþörf en ekki tilgangslaus því Zodiac er auðveldlega besta myndin sem ég hef séð á árinu hingað til. Myndin fjallar um Robert Graysmith (Jake Gyllenhaal) sem vinnur fyrir San Fransisco Chronicles á sjöunda áratugnum sem fer að rannsaka dularfull morð framin af Zodiac morðingjanum. Robert á þó ekki að vera að því þar sem starf hans er að teikna teiknimyndir fyrir dagblaðið en burtséð frá honum eru David Toschi (Mark Ruffalo) og Bill Armstrong (Anthony Edwards) lögreglumenn einnig að eyða öllum sínum tíma í Zodiac morðin og fréttamaðurinn Paul Avery (Robert Downey Jr.) sem vinnur fyrir sama fyrirtæki og Graysmith. Þetta er aðeins einföld lýsing á söguþræðinum, listinn af persónum í myndinni er mjög langur og hver einasta persóna hefur sitt mikilvæga hlutverki að gegna ekki aðeins í myndinni heldur einnig sögulega séð. Sögulega gildið í Zodiac er svakalegt, nánast hver einasta sena er merkt hvar hún gerist og hvenær, þetta gæti verið ein sögulega réttasta mynd sem gerð hefur verið. Ég hef heldur ekki séð svona mynd sem hefur jafn mikið af upplýsingum síðan JFK, Zodiac hefur í raun of mikið af upplýsingum, stanslaust þá er hver einasta sena að troða í manni nöfnum, stöðum, atvikum og tímasetningum sem þú þarft að muna eftir. Ég skil fólk sem segir að þetta sé of mikið og ég skil einnig gagnrýnina um að þessi mynd sé of löng því hún er mjög löng. Zodiac er upplýsingaflæði um upplýsingaflæði, alla myndina þá ertu að fylgjast með fólkinu sem er að rannsaka Zodiac morðin gegnum margra ára tímabil. Fyrir þá sem hafa engan áhuga á þessu tímabili né þessu efni eiga eftir að geispa en mér fannst einmitt Zodiac gera það svo vel að vekja áhugann minn því hraðinn á myndinni er býsna góður en ef þú missir af einhverjum mikilvægum punktum þá gæturu átt erfitt með að koma öllum upplýsingunum saman. Zodiac hefur stórt leikaralið, nöfn eins og Jake Gyllenhaal, Mark Ruffalo, Anthony Edwards, Robert Downey Jr, Brian Cox, Chloey Sevigny, Elias Koteas, Dermot Mulroney, Philip Baker Hall, James LeGros, Ione Skye og Adam Goldberg. Ekki endilega frægir leikarar sem allir þekkja en allt kunnugir leikarar en það sem er sérstakt er að hver einasti leikari, og þá sérstaklega aðalleikararnir leika hlutverkin sín alveg fullkomlega. Leikararnir einnig hjálpuðu mikið við að byggja upp ákveðinn fíling í myndinni, þessi sjöunda áratugs fílingur sem er skapaður gegnum leikarana, myndatökuna og tónlistina. Myndin er ekki þung í persónusköpun eða atburðarrás, hún er létt í anda og hefur mikinn húmor í sér en hefur alltaf stanslaust einhverskonar óhugnandi takt, þó yfirleitt undirliggjandi. Myndatakan er eins og í öllum David Fincher myndum framúrskarandi, stílseinkennin hans sjást gegnum myndina. Zodiac var öll tekin upp með Thompsons Viper stafrænum myndavélum og gæðin skáka hverja einustu kvikmynd sem ég hef séð tekna upp á filmu. Það sem mér finnst erfitt að dæma um er hvort það ætti að gefa Zodiac fullt hús eða ekki því það bendir til þess að Zodiac sé meistaraverk, aðeins tími getur sagt til um það en ég get allavega sagt það að Zodiac er einhver merkilegasta mynd sem ég hef séð í bíóhúsi. Ég ætla hinsvegar að gefa henni fjórar stjörnur, ég segi ekki að Zodiac sé meistaraverk en hún er allavega virkilega góð að mínu mati. Hún kemst upp með hluti sem flestar kvikmyndir komast ekki upp með og er gott dæmi um eðal kvikmyndagerð ekki aðeins tæknilega séð heldur frá öllum hliðum séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Painted Veil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Painted Veil fær gæðastimpilinn sinn frá leikurunum, Naomi Watts er mjög góð en Edward Norton eignaði sér myndina sem kaldrifjaði eiginmaður hennar. Sagan fjallar aðallega um uppgötvanirnar sem hjón komast að um hvort annað undir erfiðum kringumstæðum, Naomi Watts leikur Kitty, dekraða og eigingjarna breska konu sem hefur lifað af foreldrum sínum alla sína ævi. Edward Norton leikur Walter, lækni sem verður hrifinn af Kitty og mjög fljótlega þá giftast þau þar sem foreldrar Kitty gátu ekki beðið eftir að losa sig við hana. Kitty er þó ekkert sérstaklega trú Walter og heldur hún framhjá og Walter kemst að því, gefur hann henni valkostinn að annaðhvort koma með sér til hluta Kína þar sem kólera er að drepa hundruðir eða skilnaður. Edward Norton sem er einn af betri leikurum samtímans nær eins og alltaf að gera myndirnar sínar enn áhugaverðari en þær ættu að vera. The Painted Veil er ekki saga sem heillar mig neitt sérstaklega (myndin er byggð á samnefndri bók frá 1925) en það er hann og hans persóna sem hélt uppi áhuga mínum, en ég ætti ekki að gleyma Naomi Watts sem er í raun aðalpersónan og var hún alls ekkert verri en Norton. The Painted Veil er mjög vel heppnuð ástarsaga, mjög vel gerð og hefur sína bestu kosti í leikurunum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Lives of Others
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Margir sem ég þekki voru frekar ósáttir um að Pan's Labyrinth hafi ekki unnið óskarinn fyrir bestu útlensku kvikmynd á seinustu verðlaunahátíðinni en ég efa að þetta fólk hafi séð Das Leben Der Anderen þar sem hún er mjög sterkur keppinautur, enda vann hún óskarinn. Myndin gerist árið 1985 í austur Berlín þegar sósíalisminn réð ráðum og fjallar um Gerd Wiesler útsendara Stasi leyniþjónustunnar se sérhæfir sig í að fylgjast með þegnum ríkisstjórnarinnar og handtaka svikara. Án þess að grafa of djúpt í söguþráðinn og mögulega skemma fyrir öðrum þá segi ég aðeins að myndin nær að skapa sögu um mjög merkilegt tímabil á mjög mannlegan og raunverulegan hátt. Frammistöður leikaranna voru allar merkilegar, sá merkilegasti verandi Ulrich Mühe sem Wiesel, hann nær að vera ískaldur og yfirborðskenndur en á sama tíma mannlegasta persónan í allri myndinni. Það er ekkert framúrskarandi kvikmyndalega séð við myndina, tæknivinnslan er mjög dæmigerð allt frá myndatöku til klippingu, en myndin er eðaldæmi um venjulega sögusetningu á dramatísku stigi sem hún gerir alveg drulluvel. Ég nenni ekki að reyna útskýra betur af hverju þessi mynd er góð, en ég get allavega mælt með henni, Das Leben Der Anderen er líklega besta þýska mynd sem ég hef séð síðan Der Untergang. Það þarf fleiri þýskar myndir til landsins, við fáum aðeins að sjá nokkrar af þeim bestu en það þarf meira, en ég mæli með Das Leben Der Anderen.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Spider-Man 3
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það sem Spider Man 3 skortir fyrst og fremst eru takmörk, í fyrstu myndinni vorum við með Norman Osborn/Green Goblin sem illmennið. Í annari myndinni var það Otto Octavius/Doctor Octopus en í Spider Man 3 höfum við ekki aðeins Harry Osborn/New Goblin (son Green Goblins) heldur einnig Flint Marko/Sandman og Eddie Brock/Venom, þrjú einhver stærstu illmennin í Marvel myndasögunum. Fyrir utan illmennin þá eru öll plottin sambandi við Mary Jane, Aunt Mae og Harry Osborn ennþá fullgangandi og Parker er að gangast undir enn fleiri persónuvandamál gagnvart sitt tvöfalda líferni sem Parker/ Spiderman. Það er einfaldlega alltof mikið að gerast í þessari einu kvikmynd og myndinni blæðir mjög augljóslega útaf því, það eru þó illmennin sem blæða mest og þá sérstaklega Venom sem fær nánast engan skjátíma til þess að geta sýnt möguleika sína. Það sem angraði mig mest og mun angra marga er hve öll atburðarrásin hentaði myndinni svo gífurlega, ég sé vel fyrir mér handritshöfundinn hoppa af kæti um hve mikill snillingur hann sé fyrir að hafa þjappað saman allri myndinni niður í nokkra daga þar sem allur heimurinn fer til andskotans á eins ótrúverðugan hátt sem hægt er að ímynda sér. Ég veit ekki hvað fólk var að hugsa þegar það gerði þessa mynd en sama hvort að myndin sé byggð á myndasögu eða ekki þá er það nauðsynlegt að reyna halda í einhverskonar trúverðleika bakvið atburðarrásina jafnvel þó að menn séu að hoppa milli bygginga eða breyta sér í sandkorn. Ég efa ég hafi nokkurn tíman séð jafn margar Deus Ex Machinur og í Spider Man 3, í lokin var ég hlægjandi og þá meina ég ekki með myndinni heldur að henni. Endinn er einnig ein stór leðja af klisju, hún var það stór að hún gleypti mig gersamlega og saug útúr mér alla orkuna, það eina sem eftir var af mér var einn stór hneykslissvipur. Spider Man 3 fer svo illa með persónurnar sínar og möguleika (þá aðallega í lokin) að ég get ekki ímyndað hvernig það sé hægt að halda áfram með þessa kvikmyndaseríu. Það sem myndin hefur á móti öllu þessu er að hún er mjög skemmtileg (einnig var Sandman svalur), en hún hrapar svakalega í gæðum miðað við Spider Man 2 sem mér finnst vera besta af þríleiknum, eina sem Spider Man 3 gæti boðið uppá betur eru kannski aðeins betri tölvubrellur. Spider Man 3 hafði allt mögulegt til þess að gera stórkostlega kvikmynd og ekki gleyma sínu gígantísku fjármagni, en hún tekur öllu alltof sjálfsagt og að lokum missir sig alveg í algeru rugli. Ég held ég sé að gefa myndinni of háa stjörnugjöf, tvær og hálf stjarna er merki um mynd sem er sæmileg og Spider Man 3 er ekkert meira en það, því miður.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Bobby
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Bobby er frumraun hans Emilio Estevez að leikstýra sinni eigin kvikmynd og fjallar hún um u.þ.b tuttugu manns á Ambassador hótelinu þann sama dag og Robert F. Kennedy var myrtur. Það eina sem er sögulega rétt í Bobby er að Robert Kennedy var drepinn, allar persónurnar eru hinsvegar skáldaðar eða lauslega byggðar á raunverulegu fólki sem voru á hótelinu þegar morðið átti sér stað. Aðalkostur myndarinnar er stórt og gott leikaralið, sumir voru betri en aðrir og það reyndist Freddy Rodriguez vera minnisverðugasti leikarinn. Meðal hans koma Shia LaBouf, Laurence Fishburne, Anthony Hopkins og jafnvel þó það hljómi ótrúlegt, þá var jafnvel Lindsay Lohan býsna góð. Gallinn í myndinni fannst mér vera ótraustu tengingarnar milli persónanna, hver einasta manneskjan á að hafa eitthvað tengt við morðið en það er einmitt alveg þó nokkrar persónur sem reyndust alveg tilgangslausar. Mér skilst að hver einasta persóna í myndinni eigi að vera stereótýpa frá 60's tímabilinu, þ.e.a.s lifandi dæmi um hugsunarhátt og líferni á þeim tíma en mér finnst að Estevez hafi kramið einum of mörgum persónum í myndina þar á meðal sjálfum sér sem hafði ekkert að gera í myndinni. Myndin hefði gagnast á meiri einbeitingu gagnvart mikilvægustu persónunum og þá hefði tengingin/morðið á Kennedy verið mun kröftugra atriði. Þrátt fyrir það þá er hægt að hafa vel gaman af þessari mynd, ég hefði viljað sjá aðeins meiri JFK aðferð á mynd byggða á morði Robert Kennedy en það er aðeins mitt kjaftæði. Ég er ekki langt frá því að gefa Bobby þrjár stjörnur en ég gef henni í staðinn mjög pottþéttar tvær og hálfa, gölluð en fín mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Sunshine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sunshine hefur sama söguþráð og hver einasta heimsendamyndin og hefur einnig þá skemmtilega klisju að það þarf einhverja svakalega kjarnorkusprengju til þess að bjarga heiminum hvort það sé halastjarna sem ógnar jörðinni eða kjarni Jarðarinnar sem hættir að snúast eða í þetta skipti, sólin hætti að virka. Það sem Sunshine gerir hinsvegar öðruvísi/betur heldur en aðrar heimsendamyndir er að skapa trúverðugar og raunverulegar persónur sem þér þykir eitthvað vænt um, meðal þess þá fellur Sunshine ekki í neinar Hollywood gryfjur, það eru þó klisjur að eiga sér stað en á litlum skala. Auk þess að vera svakalega flott og ekki bundin við neinar grafískar takmarkanir (þar sem myndin er bresk guðs sé lof) þá er myndin mjög falleg og ógnvekjandi á sama tíma og ekki gleyma mjög gróf í alla staði. Framleiðslugæðin, myrkra andrúmsloftið og persónurnar gera myndina spennandi, þessi óhefðbundna aðferð á þessari heimsendaklisju lætur þig halda að hvað sem er gæti gerst. Heimsendamyndir enda allar eins, en Sunshine heldur hjartanu pumpandi alveg þar til í blálokin út af þessari óhefðbundnari aðferð. Danny Boyle nær að umbreyta þessum klisjukennda söguþræði og gera býsna vel heppnaða kvikmynd, hann hefði getað fallið í skrípaleikinn hvenær sem er eins og vanalega gerist í svona kvikmyndum en maðurinn veit greinilega nákvæmlega hvað hann er að gera. Ég mæli virkilega með Sunshine, sérstaklega þar sem bíósalurinn var mjög fámennur og þar sem Sunshine er ein af betri science fiction kvikmyndum seinustu ára.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
300
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrir hvern sem hefur lesið myndasöguna eftir Frank Miller og einnig fyrir hvern sem hefur ekki lesið hana, þá er þessi mynd örugglega ekkert nema æðisleg. Ég ætlast ekki til þess að móðga neina með að segja hið augljósa, en fyrir þá sem þekkja þetta ekki, þá er myndin byggð á samnefndri myndasögu eftir Frank Miller sem byggist lauslega á sannsögulegum heimildum sem áttu sér stað árið 480 fyrir Kristsburð þar sem nokkur hundruð Spartverjar undir stjórn Leonidusi, konung Spörtu meðal annarra Grikkja vörðust gegn mun stærri innrásaher undir stjórn Xerxes, konung Persíu. Þessi orrusta er nú kölluð Orrustan við Thermopylae og er núna orðin meiri goðsögn en hún var, sérstaklega eftir þess mynd. Það sem sker uppúr er það sem hver einasti trailer gaf í skyn, hún er flottari en allur andskoti sem við höfum séð hingað til, auðvitað er það smekksatriði en þrátt fyrir það þá er hún óneitanlega á topplistanum yfir flottustu myndum allra tíma. Bardagasenurnar eru svakalegar, þær eru það fallegar að þær dáleiddu mig, hvert einasta högg var sem fullnæging, hver einasta blóðgusa var hrein ánægja og hvert einasta öskur sem Gerard Butler argaði útúr sér var yndislegt (sá maður kann að öskra). En já, ég gæti verið að ýkja aðeins, ég vil aðeins gera það skýrt hve sáttur ég var með þennan hluta myndarinnar. Þrátt fyrir það þá er þetta engin fullkomin mynd, fyrir mig sem hefur lesið myndasöguna þá get ég sagt að ég er mjög sáttur með frammistöðu leikaranna, þá sérstaklega Gerard Butler sem Leonidus og einnig David Wenham sem Dilios. Myndasagan var mjög þétt og stutt, einföld og létt í lestri og eins og myndin þá var hún rosalega vel teiknuð, en í myndinni er söguþráðurinn lengdur. Það gætu verið margar ástæður bakvið það, hin helsta er líklega sú að myndasagan er stutt og það varð að lengja söguna til þess að skapa heilari kvikmynd. Því sem er bætt inn er heilum söguþræði tengt Gorgo konu Leonidusar sem reynir að hvetja stjónarráð Spörtu til þess að senda liðsauka til manns hennar meðan hann berst við Persana með sínu 300 manna hersliði. Í mínum augum ætti 300 að vera strákamynd, testosterón drifin í öfgar með bardögum, blóði og mikið af kjánalegu hugrekki en þessi nýji söguþráður sýndist mér vera til þess að skapa meiri áhuga fyrir kvenkynið (sem er ekkert slæmt), en mér fannst það ekki gera neitt betra fyrir myndina. Kannski er þetta hinsvegar kjaftæði hjá mér þar sem það eru 300 hálfnaktir karlmenn hoppandi um að berjast í myndinni, held að það dugi líklega til þess að draga að sér konur. Þessi söguþráður sleppur þó því hann bjargar sér í úrlausninni, en hefur samt þann galla eins og myndin í heild sinni að þurfa endurtaka sömu ræðurnar um frelsi, heiður og hugrekki aftur og aftur. Mér fannst sá söguþráður allavega ekki nógu vel vandaður, líkt og hann væri þar fyrir þann eina tilgang til þess að lengja myndina, semsagt það var ekki nógu vel vandað með að fela þá staðreynd, þessi söguþráður er án efa veikasti punkturinn en burtséð frá því þá heldur myndin sér í einfaldari kantinum, hún er ekki að reyna að vera flókin eða skapa alltof mikinn tilgang bakvið söguna og myndinni tekst við að skapa sitt eigið efni og vera trú myndasögunni á sama tíma. 300 er að mínu mati ein af skemmtilegri myndum sem ég hef séð, hún byggist aðallega á útliti sínu, handritið er mjög einfalt og kraftmikið en á endanum skiptir það ekki nærrum því eins miklu máli og myndin á skjánum. Ég er mjög sáttur, þetta verður án efa tískufyrirbæri í einhvern tíma líkt og Sin City, þó þetta séu tvær gjörsamlega ólíkar myndir. 300 er gölluð mynd en stendur uppúr þar sem kostir hennar koma í stað gallanna og ég held að meirihluti manna eiga eftir að hugsa vel um myndina eftir áhorf.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Smokin' Aces
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að Smokin' Aces sé einfalt dæmi um að fíla, eða fíla ekki kvikmynd. Hvort sem hún verður á þinni góðu eða slæmu hlið er gersamlega tilviljunarkennt, en fyrir mig, þá lenti hún á minni góðu hlið. Það er eitthvað við hreint brjálæði, ofbeldi og húmor sem skapar alltaf jákvæð viðbrögð hjá mér, Smokin' Aces uppfyllir þetta þrennt einmitt. Söguþráðurinn er í stuttu um marga launmorðingja sem ætla sér allir til þess að drepa Buddy ´Aces´ Israel fyrir morðfjár og um FBI löggur sem þurfa að bjarga honum. Hver einasti leikari (og þeir eru margir) sýna sig, þá sérstaklega Jeremy Piven sem stelur öllum senunum sem Buddy ´Aces´ Israel, enda var hans hlutverk nánast hið eina sem krafðist einhverra verulega leikhæfileika, einnig hlutverkið hans Ryan Reynolds mögulega. Hún drífur sig soldið mikið í að uppsetja söguþráðinn til þess að koma sér strax að eltingarleiknum, hraðinn er góður og kemur þér í gott stuð en reynist mjög óstöðugur fyrir seinni hlutann þar sem allt fer í kássu. Uppbyggingin er góð en þar sem endinn reynist mjög veikur eða betur sagt, passaði ekki vel inn í myndina og þar sem Smokin' Aces er mjög siðlaus kvikmynd þá reynir hún að kremja einhverjum móral í blálokin sem mér fannst vera frekar misheppnað. Fyrir mynd sem hafði tiltörulega lítinn pening í framleiðslu miðað við svona kvikmyndir þá er hún mjög vel gerð, myndatakan er sérstaklega vel vönduð. Mér fannst myndin heppnast sem skemmtileg óreiða af ofbeldi og húmor en lítið meira en það, endinn var vel gerður en átti ekki heima í þessari mynd, hefði endinn passað betur saman við tóninn á myndinni þá hefði hún verið ennþá betri.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Ghost Rider
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talandi um hörmung, Ghost Rider er líklega versta mynd sem ég hef séð á árinu. Myndin feilar á karaktersköpun, handriti, spennu/hasaratriðum, leikstjórn, leikurum og mest af öllu, Wes Bentley sem Blackheart sem er um það bil hlægilegasti vondi kall sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmynd. Þetta er það léleg mynd að ég nenni varla að skrifa um það, ég vil fyrst og fremst koma fram öðru áliti á þessari mynd en hefur verið skrifað hér á undan. Myndin hefur mjög fáa góða kosti, en það eru yfirleitt kostir sem verða að engu, t.d Nicholas Cage sem sýnir fína frammistöðu til þess að byrja með en fer í ruslið lengra inn í myndina, tengist örugglega því að handritið var ömurlegt. Sama hvað einhver vill segja um þetta sé hasarmynd og þurfi ekki að vera gáfuleg þá er það ekki málið, Ghost Rider er ekki skemmtilega léleg, hún er einfaldlega léleg. Ghost Rider var sóun á pening og tíma og er ein versta mynd byggða á myndasögum sem ég hef séð, það er allavega mitt álit.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Barton Fink
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Cohen bræðurnir eru meistarar í handritskrifum, frumleiki þeirra felst ekki í söguþræðum, það er reyndar oft sem söguþræðir eru nánast ekki til staðar eða stanslaust á sveimi, heldur felst frumleiki þeirra í persónusköpun og samræðum. Barton Fink er mögulega besta dæmi Cohen bræðranna í þessu samhengi, myndin hengur gersamlega á sniðugu handriti og góðum leikurum. Barton Fink (John Turturro) er ungt leikhússkáld sem fær tilboð um að skrifa glímumyndir í Hollywood árið 1941, á hóteli sínu þar hittir hann Charlie Meadows (John Goodman), sölumann sem verður góður vinur Finks. Þetta er án efa eftirminnanlegasta frammistaðan hans John Goodman, óskarsverðug að mínu mati. Söguþráðurinn er eins og ég sagði ekki það mikilvægur þar sem ég get varla sagt meira um hann, en þetta er alls ekki öll myndin. Myndin nær að fljóta vel áfram þrátt fyrir mjög sterkan Cohen stíl sem fjallar um mjög súrt efni, myndin er stútfull af myndlíkingum og karakterum sem eiga að tákna ýmsar stereótýpur og umheimurinn í myndinni er það takmarkaður að ég held að aðeins ein sena sem gerist utandyra. Barton Fink er einstök að því stigi að tilgangurinn með myndinni reynist mjög óljós í lokin, en þrátt fyrir það þá er myndin stanslaust athyglisverð og alls engin tímasóun þar sem heilinn er starfandi á tvöfalt meiri virkni við áhorf. Ég var einfaldlega hissa, ég bjóst engan vegin við hvernig mynd þetta væri, hún er ein af betri myndum Cohen bræðranna og ég mæli með henni fyrir hvern sem hugsanlega gæti haft áhuga á því sem ég hef skrifað hér að ofan.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Perfume: The Story of a Murderer
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég held að þessi mynd sé einhver sú siðbrenglaðasta kvikmynd sem ég hef séð lengi, en einhvern veginn þá náði hún að fela því fyrir mér. Öll myndin er byggð á hugarheimi morðingja sem finnst ekkert sjálfsagðara heldur en að gera það sem honum sýnist til þess að fá það sem hann vill, ég fór að venjast siðleysinu eftir aðeins fáeinar mínútur og það var ekki fyrr en tveimum klukkutímum inn í myndina þar sem ég fattaði það og á þeim punkti var ég orðinn það tengdur morðingjanum að ég gat ekki litið á hann með illum augum. Eins og nafnið bendir til þá fjallar myndin mikið um ilmvatn, aðalpersóna myndarinnar Jean-Babtiste Grenouille (Ben Wishaw) var fædd með þann eiginleika að geta þekkt lyktina af hverju sem er, en Babtiste var alinn upp á munaðaleysingjahæli og var mjög illa uppalinn og á þar af leiðandi erfitt með að skilja annað mannfólk. Lykt er það eina sem gefur honum lífsvilja og þegar hann finnur mest seðjandi lykt sem hann hefur lyktað þá gengur hann of langt til þess að eignast hana. Karakteruppbyggingin hans Babtiste var það vel uppsett að þegar að kom að þeirri stundu að ég átti að hata hann þá fór ég að finna til með honum. Það er örugglega rangt af mér að kalla þessa mynd siðlausa eða siðbrenglaða, en allavega þá var mínu siðferði rifið í sundur og kastað í einhvern ofn. Hljómar eins og spaug en ég er að reyna orða niðurstöður myndarinnar eins vel og ég upplifði þær. Öll kvikmyndagerðin sjálf var stórkostleg, myndatakan þá sérstaklega en allir leikararnir voru góðir í sínum hlutverkum og Ben Wishaw passaði nákvæmlega sem Babtiste. Perfume: The Story of a Murderer er nýtt fyrirbæri í kvikmyndaheiminum, en á sama tíma þá virðast margir ekki fíla myndina, einhvern veginn held ég að þetta tvennt sé tengt. Öll hnakkamenning Íslands má sleppa þessari mynd þar sem hún er ekki aðeins mjög löng heldur einnig of djúp fyrir þannig mannskap. Hinsvegar þá er aðalgalli myndarinnar í lengdinni, sagan missti fókusinn á pörtum en náði þó alltaf að koma sér aftur á braut. Ég tel Perfume sem eina af betri myndum ársins 2006, en ég get ekki lofað að lesandinn muni fíla myndina jafn mikið og ég gerði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Total Recall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er svo yndislegt að horfa á Arnold Schwarzenegger drepa fólk, hvað er betra heldur en að horfa á Arnold í ofbeldisyfirdrifinni-súrréalískri-mindfökking Paul Verhoeven kvikmynd? Total Recall er klassísk vísindaskáldsaga byggð á Philip K. Dick smásögu, Arnold leikur Douglas Quaid, venjulegann verkamann árið 2084 sem ákveður að fara í Rekall, fyrirtæki sem gefur þér minningar af skemmtiferðum og þannig fríum. Þaðan fer líf Quaid í mjög óvænta stefnu, meira er varla viturlegt að segja án þess að mögulega skemma myndina fyrir lesanda. Total Recall er ein af mörgum Schwarzenegger myndum sem er nostalgíuveisla fyrir sjálfan mig þar sem ég sá þær allar margoft á mjög ungum aldri, ég tel að þær hafa allar skilið eftir sér stór áhrif á hvernig ég hugsa um kvikmyndir og kvikmyndagerð. Fyndið að þegar ég hugsaði um Total Recall þegar ég hafði ekki séð hana í mörg ár þá mundi ég alltaf eftir bútum í myndinni sem innhéldu svakalega ofbeldisfull augnablik. Paul Verhoeven hefur svakalegt fetish fyrir grófu kynlífi en einnig grófu ofbeldi og af því síðarnefnda er nóg af í Total Recall, sem er frábært. Hinsvegar þá er líka sögurþráður og jafnvel persónur í myndinni, en Arnold gefur þannig geisla frá sér að einhvern veginn hættir myndin að geta verið alvarleg en Total Recall er alls ekki mynd sem er fullalvarleg, þvert á móti tel ég. Tæknibrellurnar eru fyrsta flokks gæði miðað við 1990 en það merkilegasta tel ég vera brúðurnar eða tæknin notuð í að skapa gerviandlit og gervimanneskjur, þó stundum augljósar þá verður að segjast að það var helvíti vel gert. Total Recall er líklega eina vísindaskáldssögu-kvikmynd sem hefur þann kost að hafa mjög hugmyndaríkt ofbeldi, kannski telst Starship Troopers með enda er það einnig Verhoeven mynd. Myndin hefur sína kosti og galla, þrátt fyrir að ég tel hana vera frábæra þá hefur hún of stóra galla til þess að einfaldlega fá fullt hús, en skemmtanagildið er mikið og fyrir hvern sem fílar one-linera hjá Arnold og yfirdrifið ofbeldi blandað saman við hugmyndaríkt framtíðarumhverfi og hefur ekki séð Total Recall, þá skaltu ekki hika við að sjá hana sem fyrst.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good German
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er tilraun í eldri stíl kvikmyndagerðar, burtséð frá leikurunum, kynlífinu, blótsyrðunum og ofbeldinu þá gæti The Good German verið bandarísk kvikmynd frá 1947. Allt frá myndatöku til leikstíl er tekið frá þessu tímabili, en þrátt fyrir mikil stíltilþrif og góð framleiðslugæði þá er sagan jafn svarthvít og myndin sjálf og persónurnar frekar dauðar. Myndin byrjar í júlí árið 1945 og Jake Geismar (George Clooney) er fréttamaður fyrir New Republic nýlega kominn til Berlín til þess að fjalla um friðarráðstefnu þegar hann skyndilega hittir Lenu Brandt (Cate Blanchett) fyrrverandi elskuhuga sinn. Úr þessum söguþræði myndast vefur af fléttum tengdar saman við margar persónur, því lengra sem sögunni gengur áfram og því fleiri persónur og söguþræðir blandast inn því þreyttari verður myndin. Soderbergh sýnist mér hafa einbeitt sér einum of mikið á stílinn og of lítið á innihaldinu, en mögulega gæti það verið viljandi til þess að reyna líkjast meira myndunum frá þessu tímabili. Karakterleysið í myndinni drepur alla hugsanlega spennu og endinn hefur litla sem enga spennu, sem skilur mann eftir með nánast ekkert til þess að muna eftir, sérstaklega þar sem The Good German er morðsaga. Það er hinsvegar þessi gamli stíll sem gerir myndina sérstaka, en ekkert annað en það, yfir heildina þá er The Good German mjög athyglisverð tilraun í rætur kvikmyndagerðar en hefur alls ekki nógu sterkar persónur til þess að halda sögunni gangandi á neinn áhrifaríkan hátt. Það er mitt lokaálit, myndin er ágæt fyrir það sem hún er en stórgölluð á mörgum sviðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Prestige
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Christopher Nolan hefur sér þann vana samkvæmt fyrri myndirnar sínar að halda sögunni sífellt gangandi, það er aldrei neinn hægur né veikur punktur því að hraðinn í framvindunni er stanslaus og klippingin er svo hröð, en það virkar alltaf. The Prestige er nákvæmlega svona, það er erfitt að koma henni saman en hún er samt sáraeinföld, söguþráðurinn er ekki flókinn en tímaleysið í uppbyggingunni og endurlitin gera söguna mun erfiðari að seta í rétt samhengi. Myndin fjallar í stuttu máli um Robert Angier (Hugh Jackman) og Alfred Borden (Christian Bale) sem verða óvinir eftir að Borden orsakar versta slys fyrir Angier. Seinna þegar Borden finnur uppá eitt besta töfrabragði í heiminum þá verður Angier óður í að komast að leyndarmálum hans Borden. Verður það að keppni tveggja manna sem óendanlega mun ganga alltof langt fyrir þá báða. Má merkja Prestige sem nýjustu tilraun Christopher Nolan og bróður hans Jonathan Nolan í frumleika, handritið þeirra er býsna vel skrifað og sýnir góðan skilning á undirstöðu töfrabragða enda byggir hún alla myndina á því, brögðin sjálf koma vel út á mynd, mér leið nánast eins og ég væri að horfa á þau á sviði meðan þau áttu sér stað. Hugh Jackman, sem er víst hörkugóður leikari á sviði, sýnir það í The Prestige með frábærar sviðsframkomur og auðvitað góðan leik í allri myndinni og sama má segja um Christian Bale, sem hefur hinsvegar mun færri tækifæri til þess að sýna sig vel á sviði. Það er mjög mikilvægt að þú spennir athyglinni frá fyrstu sekúndu myndarinnar ef þú vilt skilja brögðin bakvið söguna því hvert einasta atriði inniheldur upplýsingar um lausnir raðgátur myndarinnar. Mér fannst hinsvegar þessi hraði sem myndin heldur sér yfirlíta suma mikilvæga hluti fyrir aukapersónurnar, þrátt fyrir að vera AUKApersónur þá fannst mér það hefði verið hægt að bæta inn aðeins meiri áherslur fyrir þær. Einnig er notað hræðilegt poplag í lokatextunum sem gersamlega eyðilagði endastafina, hinsvegar eru þetta ekki nægar ástæður til þess að draga niður heila kvikmynd. The Prestige er ein af betri myndum ársins og ein af þeim merkilegri, hún hefur nánast ekkert sameiginlegt með The Illusionist fyrir utan það að báðar myndir fjalla að hluta til um töfrabrögð. Christopher Nolan er að hækka í áliti eftir hverja einustu mynd og ef hann heldur svona áfram þá ætti hann að verða af einum bestu kvikmyndagerðamönnum samtímans, en það kemur í ljós.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last King of Scotland
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið er 1970, Nicholas Garrigan er ungur skoskur læknir sem fer til Úganda í ævintýraþrá eftir að vera orðinn þreyttur af fjölskyldulífi sínu heima, þar hittir hann nýja forsetann Idi Amin. Amin er mjög hrifinn af Skotlandi og Garrigan verður persónulegi læknir og vinur Amin, Garrigan sem er ungur og frekar óþroskaður í skapgerð tekur við öllu sem Amin býður honum, þar á meðal stöðu við að vera einn helsti ráðsmaður hans. Pólitísku aðstæðurnar í Úganda fara að versna og Amin breytist hægt í morðóðann einræðisherra, Garrigan verðu þá fastur í gripum Amin og á jafnvel að hluta til þátt í fjöldamorðum Amin án þess að gera sér grein fyrir því. Idi Amin sem er söguleg manneskja, er einstaklega vel leikin af Forest Whitaker, Amin er eins og stórt barn sem sett er í stöðu forseta, hann er morðóður, ógnvekjandi, samviskulaus og miskunarlaus en samt fyndinn og skemmtilegur á sama tíma. James McAvoy leikur Garrigan sem er skálduð manneskja hinsvegar, en hann stendur sig vel og gefur áhorfendanum einhverja persónu sem hægt er tengja sig betur við. Myndin er byggð á samnefndri bók eftir Giles Foden og er Nicholas Garrigan byggður að hluta til á manneskju sem var undir stjórn Amin svo að myndin hefur einhver söguleg gildi, sumu er breytt og þessu þjappað saman en myndin byggir söguna sína alla kringum sögulega atburði. Myndin hegðar sér eins og kennsla í siðfræði sem sýnir hvernig minnstu ákvarðanir geta breytt öllu, Amin og Garrigan eru báðir eins og stór börn aðeins á sitthvorum enda skalans en hafa þó stór áhrif á hvorn annan. Þegar raunveruleikinn fer að taka yfir líf Garrigans þá verður örvæntingin ráðandi, hann hefur komið sér í verstu hugsanlegu aðstæður útaf sitt eigið þroskaleysi. The Last King of Scotland er mjög vel gerð en hefði gagnast betur af þéttari uppbyggingu og meiri áherslu á afleiðingum gjörða Idi Amin, en annars þá er myndin vel heppnuð og mun vera eftirminnanleg útaf frammistöðu Forest Whitakers.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Queen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Queen fylgir sögulegum heimildum nokkuð nákvæmlega eftir þar sem atburðirnir áttu sér stað fyrir aðeins meira en níu árum síðan. Árið er 1997 og Tony Blair er kosinn forsetisráðherra Bretlands en ekki löngu seinna þá deyr hún Diana prinsessa í bílslysi í París. Þessi atburður gefur frá sér höggbylgju af sorg um allan heim, en konungsfjölskyldan í Bretlandi sýnir engar greinilegar tilfinningar gagnvart dauða hennar sem skapar erfiði milli almúgans og konungsfjölskyldunnar. Grafið er djúpt inn í sálarlíf Elizabeth II, drottningarinnar sem er mjög köld og aristókratísk að eðli sem gerir það erfiðara fyrir Tony Blair að þóknast hennar. Ég skil af hverju Helen Mirren er að sópa öll leikaraverðlaun til sín, hún var ekki að leika Elizabeth hún var Elizabeth. Hinsvegar finnst mér frammistaðan hans Michael Sheen sem Tony Blair frekar hundsuð, hann nær að leika á móti Mirren sem Elizabeth og samt skilja eftir sig stór spor í myndinni, ég held að Sheen hefur sannað sig í kvikmyndaheiminum eftir þetta hlutverk. Alex Jennings leikur Prins Charles frábærlega og James Cromwell einnig sem Prins Philip, hver einasti leikari náði að leika sögulegu persónurnar sínar sannfærilega. Raunveruleikinn í The Queen náði að sannfæra mig, stundum leið mér eins og ég væri að horfa á blöndu af kvikmynd og heimildarmynd, mér leið sjaldan eins og reyna væri verið að ýkja eða stækka atburði meira en þeir voru. En þar fellur einnig áhuginn smávegis niður, myndin heldur ákveðinni línu og er ekki að reyna ná neinum ákveðnum hápunkti. Söguþráðurinn sjálfur er jafnvel ekki alveg nógu spennandi til þess að gera spennandi mynd en í staðinn þá eru allar persónurnar höndlaðar rosalega vel. Þegar myndinni er lokið þá hefuru fengið góða innsýn inn í heim bresku konungsfjölskyldunnar og samband hennar við ríkisstjórnina og fólk þess, og einnig innsýn í hvernig aðstæður konungsfjölskyldan þurfti að komast gegnum eftir dauða Diönu prinsessu. Miðpunkturinn er þó samband drottningarinnar við Tony Blair forsetisráðherra, sem reyndist mjög merkilegt að fylgjast með aðallega útaf frábærum leikurum, auðvitað var handritið vel skrifað en leikararnir bera það á hásæti. Það er mitt lokaálit, mjög góð mynd, en byggist aðallega á sigurgöngu leikaranna í sínum hlutverkum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Babel
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Babel er ein önnur ádeila á mannleg samskipti, í þetta skipti er það sýnt frá sjónarhornum kringum alla Jörðina sem að einhverju leiti tengjast saman, mikið eða lítið. Brad Pitt og Cate Blanchett eru bandarísk hjón sem eru á ferðalagi í Miðausturlöndunum þegar byssukúla skýst í hálsinn hennar í rútuferð gegnum eyðimörkina. Kringum þetta atvik er sýnt frá afleiðingunum ekki aðeins tengd hjónunum heldur einnig gegnum byssumanninn og hans líf. Hliðarsögurnar eru tvær, ein þeirra fjallar um börn hjónanna og konuna sem passar upp á þau og annað er um heyrnalausa japanska stelpu sem á mikið bágt með félagstengdar aðstæður og pabba hennar sem átti riffilinn notaðan til þess að skjóta bandarísku konuna. Ætlun myndarinnar með þessum sögun er að fá áhorfandann til þess að púsla spurningunum saman og skapa sitt eigið svar, þ.e.a.s að hver og einn verður að ákveða hver ´boðskapurinn´ sé. Persónulega fannst mér þungamiðja myndarinnar vera misskilningur, eitthvað sem myndin höndlaði mjög vel að sýna hve heimskulegur og tilgangslaus misskilningur sé og hve hræðilegar afleiðingarnar geta verið. Það sem eftir verður af myndinni eru einungis þessar helstu stundir þar sem persónurnar gleyma vandamálunum sínum og sætta sig við hvort annað, eða það voru helstu breytingarnar sem áttu sér stað. Þrátt fyrir sína góðu kosti þá finnst mér að ég hafi séð þessa mynd áður, Babel á mjög margt sameiginlegt með Crash frá 2005 og ég vona að svona myndir verða ekki að tískufyrirbærum til þess að vinna óskarsverðalunin þar sem mér sýnist að Babel sé sterkur möguleiki fyrir næstu óskarsverðlaunin. Babel er vel leikin, vel skrifuð, vel gerð og hún er góð, en hún er ekkert nýtt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Good Shepherd
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Miðað við hápólitískt efni þá kýs De Niro að leiða The Good Shepherd í voðalega hæga og ódramatíska stefnu. Myndin er mjög löng, atburðarrásin er hæg, samtölin eru róleg og persónurnar allar kaldar á yfirborðinu. Matt Damon leikur Edward Bell Wilson, skáldaða persónu byggða á raunverulegri manneskju, sem var einn af höfuðpaurunum í sköpun Central Intelligence Agency eða C.I.A gegnum árin 1939 til 1961. Matt Damon nær að sýna mjög góða frammistöðu án þess að sýna neina skýra tilfinningu gegnum alla myndina, útaf þessu þá reynist öll myndin köld á yfirborðinu. The Good Shepherd er annars stútfull af leikurum, en enginn þeirra fær að sýna nein tilþrif þar sem hlutverkin þeirra voru yfirleitt of lítil eða handritið bauð ekki til þess. Fyrir þá sem hafa brennandi áhuga á þessu efni þá ætti myndin að reynast nokkuð áhugaverð, en fyrir alla aðra þá er The Good Shepherd nokkuð örugg leiðindi, myndin er fyrir þá þolinmóðu sem geta setið gegnum langa mynd þar sem fólk talar stanslaust, og þar magnið af hasar eða dramatískum hápunktum eru mjög fáir eða jafnvel ekki til staðar. Myndin endar einnig frekar dauft, en það mætti búast við því miðað við hvernig myndin er uppsett, sagan kemst að sínum endi fyrir áhorfandann og aðalpersónuna en ekki á neinn áhrifaríkann hátt. Það er hinsvegar þetta tilfinningaleysi sem ég fílaði, ný aðferð sem sést sjaldan í kvikmyndum, aldrei fær áhorfandinn neinar upplýsingar um hugsunarhátt persónanna sem gerði þær mjög ótrausverðugar og jafnvel raunverulegri en venjulega sést. Sem skemmtiefni þá er þetta ekki rétta valið en fyrir þolinmæða áhorfendur, þá eru líkurnar mun meiri að þú munir fíla hana. Mér finnst The Good Shepherd mjög fín mynd, og Matt Damon gerir hana þess virði að sjá að mínu mati.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Apocalypto
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Skemmtilegi klikkhausinn hann Mel Gibson sýnir okkur núna endalok Maya siðmenningunnar gegnum ferðalag eins manns frá venjulegu og friðsælu lífi í þorpi til þrælahalds og kúgun óvina. Apocalypto er í takt við fyrri Gibson myndir, mikið af hræðilegu ofbeldi, fossandi blóði og innyflum og ekki gleyma þá er tungumálið sem talað er í myndinni eldgamalt og nánast útdautt. Aðalpersónan Jaguar Paw þarf að bjarga óléttu konu sinni og unga syni sínum meðan hann er hundeltur af óvinahermönnum, myndin byggist eingöngu á adrenalínflæði, burtséð frá hægari byrjun þá stoppar eltingarleikurinn nánast aldrei. Annars þjónar myndin sem skoðunarferð gegnum siðmenningu sem hvíti maðurinn frá Evrópu á eftir að gjöreyða, það má kalla það hálfgerða prédikun, eins og margar svona myndir eru sem fjalla um frumbúa. Gibson á það til að pynda áhorfendur með því að láta aðalpersónurnar gangast undir hræðilegar aðstæður, hann veltir sér í því kannski einum of en það hjálpaði Apocalypto. Hvort sem það er sadismi í honum eða einfaldlega ´hugmyndaríki´ þá breytir það litlu, það má finna hvaða tilgang sem er með sögunni en myndin er að sýna frá eyðingu Maya siðmenningunnar innanfrá en ekki utanfrá. Apocalypto er einnig tekin upp með High Definition myndavélum og það sést mjög vel gegnum alla myndina, það tekur kannski smá tíma að venjast en í heild sinni þá virkaði myndatakan mjög vel. Það var nóg af ofbeldi og fossandi blóði til þess að halda mér vel vakandi, en sagan er líka heillandi og það skiptir aðeins meira máli örugglega. Apocalypto er með betri myndum ársins 2006 segi ég, hún er á mörkunum að taka með sér þrjár og hálfa stjörnu en en ég læt hana vera með þrjár mjög sterkar stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Köld slóð
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hér er komin enn önnur íslensk kvikmynd til þess að rakka niður, er ég kannski svona rosalega leiðinlegur við íslenskar myndir eða eru íslenskar myndir hingað til svona leiðinlegar? Ég hef ekki séð eina íslenska mynd frá árinu 2006 sem mér hefur fundist góð og 2006 er metár í íslensk-framleiddum kvikmyndum. Handritið fyrir Köld Slóð er einfaldlega mjög lélegt, mögulega þá handritið frábært í lestur en það virkar hræðilega á mynd. Samræðurnar eru stútfullar af óþægilega augljósum plotupplýsingum og söguflétturnar eru jafn augljósar langt áður en það kemur að þeim. Flestir karakterar eru tómir og/eða leiðinlegir og leikararnir standa sig afar misvel, sá langskásti verandi Helgi Björns sem heimski ruddinn. Myndin einkennist af hrárri myndatöku svokallaðri sem mér fannst persónulega ekki fullnýta möguleikana sína, einnig fannst mér eins og myndatökumennirnir væru oft að hrista myndavélarnar viljandi af engri mögulegri ástæðu. Klisjurnar í myndinni eru það margar og fáranlega gerðar að ég tel það nánast vera fyndið, en fyrir grafalvarlega sakamálamynd (sem átti alls ekki efni á því að vera grafalvarleg) þá datt hún mjög dauð, ég gat ekki einu sinni hlegið að henni. Ég held að stjörnugjöfin mín segir restina, því miður þá get ég varla gefið henni meira en eina stjörnu. Að dæma þessa mynd svona harkalega lætur mig líða eins og vonda kallinum, en ég var að vona að hún myndi koma mér á óvart en í staðinn þá er Köld Slóð mjög ómerkilegt og leiðinlegt áhorf sem borgar sig alls ekki undir lokin.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Children of Men
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvað gerist þegar mannkynið getur ekki lengur fjölgað sér? Það er spurning sem Children of Men veltir fyrir sér en hún bætir einnig við, hvað ef skyndilega hið ótrúlega gerist? Hvað ef það er aðeins ein kona á allri Jörðinni sem er ófrísk? Árið er 2027, aðalpersónan er venjulegur maður (Clive Owen), hann fær það verk að þurfa að vernda þessa ófríska konu og koma henni til hjálpar til hinna dularfullu Human Project stofnun sem á víst að vera til þess að finna lausn á vandamáli mannkyns. Children of Men hefur sannað fyrir mér hve svakalega góður leikstjóri Alfonso Cuarón er, hann á fullkomlega verðskuldaðan óskar fyrir bestu leikstjórn hérna. Hér skapast nýtt stig af raunverulisma í kvikmyndagerð, hráa myndatakan sem nær oft að taka margra mínútna tökur af heiminum rífa sig í tætlur, þá meina ég í löngum tökum án neinna klippinga og það var ekkert annað en svakaleg upplifun. Atburðarrásin heldur sér trúverðugri og fellur ekki í neinar slæmar Hollywood klisjur, persónurnar eru einnig stórgallaðar sem gera þær ennþá raunverulegri, skemmtilegt að sjá Michael Caine sem gamlan maríjúana reykjandi hippa. Children of Men er ein merkilegasta ´heimsenda´ hugmynd sem sést hefur lengi, en ekki gleyma að hún er byggð á samnefndri bók eftir P.D James, en mér sýnist að myndin hafi breytt rækilega til í sögunni. Ég var límdur við bíósætið þar sem sagan var ekki að gefa mér tækifæri til þess að losna, hún er spennandi, hröð & hrá og oftar en ekki kemur vel á óvart. Í lokin er Children of Men ekki aðeins fjárans góður framtíðarþryllir, heldur ádeila á hugsunarhátt manna um hvernig við förum með hvort annað og leyfum örvæntingunni að stjórna okkur í vonlausri framtíð. Það er reyndar fátt sem myndin deilir ekki í, gefið er í skyn margt úr sögu okkar að eiga sér stað enn og aftur, jafnvel gefið sterkt í skyn til útrýmingabúðir Nasista. Myndin gæti talist minnismerki um hvað gæti gerst og hvað við eigum ekki að gera ef það kæmi að því, ef það er eitthvað sem mannfólk á bágt með þá er það að læra af fyrri mistökum, mér fannst myndin vekja upp margar merkingafullar og áhrifaríkar spurningar um mannkynið í heild sinni. Children of Men stendur uppi þetta árið sem ein af betri myndum 2006, gæti mögulega talist sú besta.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Letters from Iwo Jima
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Letters from Iwo Jima er hliðstæða Flags of our Fathers, og fjallar um japönsku hlið árásarinnar á Iwo Jima. Áætlað var að eyjan yrði yfirtekin á innan við viku en japanir vörðu eyjuna í meira en mánuð undir stjórn hershöfðingjans Koribayashi, leikinn af Ken Watanabe, sem hafði búið í Bandaríkjunum í mörg ár fyrir stríðið. Fyrir utan Koribayashi þá er það ungur bakari, Saigo að nafni sem er aðapersóna myndarinnar, hann var sendur í herinn og varð að skilja eftir konu sína og ófætt barn eftir. Annað en Flags of our Fathers sem fjallar meira um mál eftirlifenda orrustunnar í Bandaríkjunum þá er Letters from Iwo Jima að sýna vonleysi og ömurleika sem ríkir á eyjunni þar sem innrásin er óumflýjanleg og annað en Bandaríkjamennirnir þá eru þeir gersamlega innilokaðir frá allri mögulegri hjálp. Inn á milli atriða á eyjunni þá eru baksögur mannana sýndar, aðallega þá hjá Koribayashi og Saigo, en það eru þessar baksögur sem gera söguna áhrifaríkari en hún hefði verið án þeirra, en skiptingin átti til að vera frekar dæmigerð og jafnvel óviljandi hlægileg, ég held að besta orðið sé ´cheesy´. Það sem kom mér á óvart er að Eastwood sýnir Bandaríkjamenn í ekkert sérstaklega björtu ljósi, jafnvel sem ófreskjur á tímum, en hann missir sig aldrei í því og heldur jafnvæginu og reynir að vera eins sanngjarn við báðar hliðarnar og hann getur. Myndin byrjar lengi, það er tekið sinn tíma að sýna við hverskonar aðstæður mennirnir lifa við á Iwo Jima og djúpt er grafið inn í persónulíf hins virðingafulla Koribayashi og efasemdir sem rísa gegn honum útaf lífi hans í landi óvinanna. Það sem Letters from Iwo Jima hefur yfir Flags of our Fathers er þann möguleika að gera áhorfið mun örvæntingameira og spennandi þar sem ekkert nema sársauki og dauði bíða aðalpersónanna, en það er nákvæmlega þessi hluti sem var ekki að virka. Þegar hlutir byrjuðu að gerast og spennan magnast þá datt hún strax niður, og það gerðist aftur og aftur og aftur. Það var ekki næg orka í framvindunni til þess að grípa mig inn í söguna, í hvert skipti sem hún var að fara gera það þá datt ég strax úr henni og leið eins og ég væri nýkominn inn í hana aftur. Letters from Iwo Jima er betri en Flags á sumum sviðum en verri á öðrum en endanlega þá falla þessar myndir í svipað gæðastig, Letters from Iwo Jima er mjög sönn gagnvart stríðinu og atburðunum sem áttu sér stað á Iwo Jima og á skilið sitt hrós fyrir það, en mér fannst hún ekki vera þessi hreina snilld sem gagnrýnendur eru að tala um.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Flags of Our Fathers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður get ég ekki skrifað neinar reynslusögur um Flags of our Fathers, ef svo mætti búast við langri ritgerð sem væri líklegast ólesanleg fyrir alla nema sjálfan mig. Ég get þó sagt að það er allt annað að sjá hana á hvíta tjaldinu heldur en að slæpast sem extra á tökustað. Sama hvaða væntingar sem ég skapaði fyrir sjálfum mér þá er útkoman allt öðruvísi en ég sá fyrir mér. Til að byrja með þá var ég nógu heppinn að vera í New York daginn sem að Letters from Iwo Jima var frumsýnd þann 20. des og þar með náði rétt svo að sjá hana. Ég hef áhyggjur um að ég hafi séð þær í vitlausri röð því það komu fram mikið af upplýsingum í Flags sem voru nauðsynleg fyrir Letters. En það hjálpaði Flags að ég skuli hafa séð Letters á undan því ég fékk töluvert mikið efni til þess að bera saman við. Ég hafði þó gaman af Flags of our Fathers, ég hafði búist við svona tveggja klukktutíma væmnisdellu um hve frábær Bandaríkin séu fyrir að hafa losið heiminn við svona marga Asíubúa en í staðinn þá kom nokkuð njótanleg ádeila á bandaríska stríðskerfið. Hinsvegar eins og langflestar stríðsmyndir þá fellur Flags í væmniskreppu seinustu mínúturnar og ónauðsynlega dregur hvert einasta skot eins mikið og hægt er. Það sem báðar Flags og Letters nota er ´flashback´ uppbyggingu, sögunni er komið til skila í endursögnum, í Flags of our Fathers þá er aðalsagan um eftirmál stríðsins en stríðið sýnt í endursögnum en í Letters from Iwo Jima þá er stríðið aðalsagan en endursagnirnar um einkalíf aðalpersónanna. Flags nýtur sér þetta misvel, það virkar vel til þess að byrja með en skemmir fyrir svo með að ofnota sér það þegar nær dregur undir lokin, þá verður sagan frekar löt, eða óskipulögð frekar, því meira sem flashbökk voru notuð því oftar fannst mér þau ekki passa eins vel. Einnig eiga sér stað mjög furðulegar breytingar undir lokin eins og þeir vissu ekki nákvæmlega hvernig ætti að enda myndina, það voru einfaldlega alltof miklum upplýsingum kramið inn í endinn á mjög vafasamin hátt sem dróg endinn töluvert lengur en þurfti. Annars hefur Flags flestallt til þess að skapa skemmtilega mynd, gott handrit, fína leikara og persónur, ágætan húmor, og ekki gleyma flottum bardagasenum og ofbeldi og auðvitað til þess að viðhalda ´political correctness´, þá er ekki verið að halda meira upp á eina hlið en aðra í stríðinu. Myndin var engin vonbrigði en hún kom mér ekkert sérstaklega á óvart, ég hafði gaman af henni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Band of Brothers
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

ÞÁTTUR 1: Currahee




Líkt og hver einasti upphafsþáttur í sjónarpsseríu þá fjallar fyrsti þátturinn aðallega um persónusköpun, Band of Brothers er sería stútfull af ýmsum sannsögulegum hermönnum og miðað við það þá gefur þátturinn nokkuð góða heildarmynd yfir mennina. Aðalpersónurnar fá auðvitað mesta skjátímann, þeir Winters (Damian Lewis), Nixon (Ron Livingston) og Lipton (Donnie Wahlberg) en í stóru hlutverki kemur David Schwimmer sem Sobel yfirliðþjálfi Easy flokksins. Þátturinn byrjar þann fjórða júní 1944 en í gegnum endurlit þá er Easy flokkurinn í þjálfunarbúðum í Toccoa undir stjórn Sobels og byggist alveg upp að innrásinni á Normandí. Eftir þennan þátt þá viltu sjá meira, það er komið í ljós hve vandaður og vel gerður þáttur þetta er meðal þess að fjalla um eitt það mest magnþrungna tímabilið í sögu mannkyns. Leikararnir passa allir í hlutverk sín enda voru þeir valdir miðað við hve líkir alvöru mönnunum þeir voru, samt skondið að megnið af leikurunum eru Bretar að leika Kana. Jafnvel Schwimmer nær að leika sannfærandi asna sem ég bjóst ekki við eftir hans æviferil í Friends. Currahee er mjög góður upphafsþáttur fyrir seríu, og góð byrjun fyrir þætti sem verða aðeins betri.




ÞÁTTUR 2: Day of Days




Annar þátturinn einbeitir sér aðallega, ólíkt fyrsta þættinum á orrustusenum, það er byrjað á innrásinni í Normandí og hér sést í fyrsta skiptið orrusta í þáttaröðinni, innrásin sjálf er glæsilega vel gerð en þrátt fyrir tölvubrellur sem mögulega standast ekki alveg við nútímakvikmyndir þá er innrásin svo raunverulega framkvæmd að þér líður eins og þú sért viðstaddur. Hráa aðferðin sem sást í Saving Private Ryan er notuð en hér jafnvel betur, eða allavega ekki verr. Þátturinn virkar einnig eins og hliðstæða við opnunarsenuna í Saving Private Ryan þar sem þátturinn fjallar um sama atburð aðeins núna sýnt frá hlið Easy flokksins. Kynntur er til sögunnar önnur aðalpersóna, Spiers (Matthew Settle), nett brjálaður hermaður sem er annaðhvort mjög gáfaður og hugrakkur eða byssuóður brjálæðingur. Innihaldið blómstrar ekki eins vel og í fyrsta þættinum en raunveruleikinn bakvið stríðið og hætturnar sem persónunar gangast undir gera þáttinn merkilegann. Annar þátturinn heldur strikinu fyrir því sem eftir á að koma.




ÞÁTTUR 3: Carentan




Þriðji þátturinn tekur mjög óvenjulega stefnu, í stað þess að halda áfram að fylgjast með aðalpersónunum þá verður þungamiðja sögunnar gersamlega ný persóna sem hefur ekkert verið kynnt til sögunnar áður. Sú peróna er óbreyttur hermaður Blithe að nafni, mjög sérstakur hermaður sem hefur engar stríðstilhneigingar að neinu leiti, hann talar sjaldan og öðrum hermönnum finnst hann vera ófélagslyndur. Ég held að tilgangurinn með þessum þætti er að sýna hvernig stríð getur haft mismunandi áhrif á fólk og hvernig fólk bregst við hættur uppá líf og dauða. Þriðji þátturinn hefur einnig uppá á bjóða mest spennandi og blóðugustu bardaganna í allri seríunni, það er hérna í fyrsta skiptið sem ég fann fyrir hræðilega raunveruleika stríðsins jafnt og persónurnar í þættinum þar sem vinir þeirra eru byrjaðir að deyja, hægri og vinstri. Carentan er einn af betri þáttunum, gæti jafnvel talist besti þátturinn í Band of Brothers ef það væri ekki fyrir mjög harða samkeppni við suma jafngóða kafla í seríunni. Carentan er skref upp frá öðrum þætti, og er fyrsti þátturinn til þess að sýna sálfræðina bakvið stríðið. Að lokum vil ég minnast á það að í lokatextunum þá segist að Blithe hermaðurinn hafi dáið árið 1948 af sárum sínum, í raun þá dó hann ekki þar til árið 1967 af náttúrulegum orsökum.




ÞÁTTUR 4: Replacements




Fjórði þátturinn fjallar um Operation Market Garden og hve misheppnuð sú tilraun var til þess að komast fyrr inn í Þýskaland til þess að sigra Nasistanna. Líkt og þátturinn á undan þá eru aðalpersóurnar ennþá fjarverandi að mestu leiti en nú er einbeitt sér að nánast hverjum einasta manni í Easy flokknum, sumum aðeins meira en öðrum en þá aðallega Bull Randleman, einum virtasta og gáfaðasta hermanni í Easy flokknum sem lendir í mjög einstökum aðstæðum í þættinum. Mér fannst fjórði þátturinn, þrátt fyrir að vera mjög góður, hegða sér eins og fylling inn á milli þriðja og fimmta þáttar þar sem eini verulegi tilgangur þáttarins var að fjalla um eitt stærsta herverkefni stríðsins og ekkert fjallað um aðalpersónurnar. Það er gott þó að fá að sjá og vita að það eru ekki aðeins aðalpersónurnar sem skipta máli, ég held að mikilvægi fjórða þáttarins sé að sýna það að Easy flokkurinn er meira en bara þeir þrír hæstsettu heldur hver einasti maður í flokknum. Það eru miklar breytingar milli þátta en enginn verulegur gæðamissir, Replacements er mögulega veikasti hlutinn í seríunni en býsna andskoti góður þrátt fyrir það.




ÞÁTTUR 5: Crossroads




Nú er fókusinum aftur stillt á aðalpersónurnar, eða frekar á Winters sem hefur nýlega verið hækkaður um tign og þarf að skrifa skýrslur um sín fyrri verkefni og er meðal þess sendur í frí til París. Þetta er fyrsti þátturinn til þess að sýna einhverskonar eftirsjá hjá hermanni um gjörðir sínar í átökum, og það kemur fram mjög áhrifamikið í Crossroads. Sálfræðilega ástand mannana er nú byrjað að hrörna á einhvern áberandi hátt þar sem þeir eru sendir í lokin til Bastogne í Belgíu að vetri til þar sem einhver lengstu og blóðugustu átök áttu sér stað í öllu stríðinu. Crossroads þjáist ekki af neinni miðjumynda complex, þátturinn að engu leiti veikari en neinn annar í seríunni heldur þvert á móti er þetta einn af þeim betri. Svo er það enginn annar en Tom Hanks sem leikstýrði þessum þætti, fyrsta skipti sem ég sé eitthvað eftir hann, miðað við gæði þáttarins þá segi ég að hann er mögulega jafn góður leikstjóri og hann er leikari.




ÞÁTTUR 6: Bastogne




Í Bastogne er allt farið til andskotans, Easy flokkurinn hefur engin vetrarklæði og varla nein skotfæri til þess að verja sig. Margir hafa dáið og fleiri eru særðir en þeir sem eru ekki dauðir eru annaðhvort að missa sig eða búnir að því. Þetta er þáttur um hreint vonleysi, dauða og ömurleika allt frá sjónarhorni eins sjúkraliða sem heitir Eugene Roe í Easy flokknum. Verk sjúkraliða hefur yfirleitt verið nokkuð falið hlutverk í stríði, allavega þegar það kemur að stríðsmyndum en þeir eru ómissandi þegar það kemur loks að því að einhver særist því í hverri einustu orrustu þá þarf einhver á honum að halda. Verk sjúkraliða er allt nema auðvelt, þeir sleppa við það að þurfa berjast við óvininn en þeir þurfa að hætta lífi sínu til þess að bjarga öllum þeim sem kalla á sig. Vetrarstríð hef ég sjaldan séð í kvikmyndun né þáttum en Band of Brothers gera þá raunverulega og glæsilega vel. Hjálpleysi, vonleysi og óvissa í stríði er það sem þessi þáttur sýnir, og er að mínu mati einn áhrifamesti þátturinn í seríunni og einnig sá besti.




ÞÁTTUR 7: The Breaking Point




Easy flokkurinn er ennþá í Bastogne aðeins núna er stjórnin undir Lt. Dike, gersamlega vanhæfum liðstjóra sem kann ekki að taka ákvarðanir fyrir sveitina sína. Það er engin afsökun til staðar til þess að skipta honum og þar sem hann er í góðum tengslum við hásetta þá getur enginn snert hann. Þátturinn er sýndur gegnum hugsunarástand Liptons, einna næstaráðanda Lt. Dike sem er jafn óánægður með yfirmann sinn og hver annars hermaður í sveitinni. Easy flokkurinn á að taka yfir skóginn kringum bæinn Foy áður en þeir eiga að taka yfir bæinn sjálfan. Ástand mannana í Easy flokknum er að hrörna enn meira og fleiri eru að særast og/eða deyja. The Breaking Point hefur alsvakalegustu sýningu á sprengikrafti sem ég hef nokkurn tíman séð í kvikmyndum/þáttum, sem sýnir enn fremur hve rosalega vandaðir þættir þetta eru, kunnáttan bakvið tæknihönnunina er alveg út í hött hún er svo vel gerð. Sjöundi þátturinn er blanda af nánast öllu sem hefur komið fram áður, þetta er þáttur sem fjallar einfaldlega um það að halda sögunni áfram og koma nýjum upplýsingum fram, svo kemur loks Spiers hálfklikkaði liðforinginn aftur til sögu sem mun reynast mun mikilvægari nú og eftirá en áður.




ÞÁTTUR 8: The Last Patrol




Easy flokkurinn er staddur í Haguenau í Hollandi þegar óbreyttur hermaður Webster að nafni kemur aftur frá spítalanum eftir nokkra mánuði. Gegnum hans augu koma í ljós breytingarnar sem hafa átt sér stað í hans fjarveru, hermennirnir eru orðnir þreyttari, veikari, óáhugasamir og oft þunglyndir og gagnrýnir í átt að Webster. Meðal komu Webster kemur nýr liðþjálfi frá West Point, leikinn af syni Tom Hanks honum Colin Hanks sem á að öðlast smá reynslu áður en stríðinu lýkur. Hann og Webster, báðir ókunnugir eru látnir fara í nýjan leiðangur til þess að ná þýskum föngum fyrir yfirheyrslur. Áttundi þátturinn er að mínu mati veikasti hlutinn í seríunni, það er fátt merkilegt eða nýtt sem kemur fram fyrir utan það að grafið er aðeins dýpra inní sálfræðilega ástand mannana. Þetta er þó eini þátturinn sem endar á björtum nótum, um vonir að stríðið sé að enda, þrátt fyrir að vera veikasti hlutinn þá er hann í toppgæðum fyrir venjulegan sjónvarpsþátt.




ÞÁTTUR 9: Why We Fight




Stríðinu fer að ljúka og Easy flokkurinn er nú í Þýskalandi og nánast allur þýski herinn er að gefast upp. Flestir eru byrjaðir að njóta lífsins, en Nixon fær ekkert nema slæmar fréttir, meðal þeirra frétta er að konan hans fór frá honum og tók hundinn hans, sem pirraði hann mest af öllu. Þátturinn einbeitir sér að mestu leiti hve illa hann er farinn eftir raðir af óhöppum, meðal þess þá er hann hættur að nenna sinna skyldum sínum og fer að efa tilgang sinn í Þýskalandi. Eins og nafnið gefur til að kynna þá fjallar þátturinn líka um tilgang stríðsins, af hverju við berjumst. Hér einnig finnur Easy flokkurinn í fyrsta skipti fangabúðir gyðinga og hve hræðilega var farið með þá. Hermenn Easy flokksins fatta þá að þeir eru ekki þeir einu sem hafa þjást í þessu stríði og sjá að kannski var meira til í að berjast á móti Nasistunum heldur bara pólitískar ástæður. Níundi þátturinn er óneitanlega kröftugur, allt frá frábærri frammistöðu hjá Ron Livingston sem Nixon til magninu af tilfinningalegu uppnámi sem sem þátturinn skapar. Það er þó frekar óþægilegt að kvikmyndagerðamennirnir skulu hafa gert þau slæmu mistök að dagsetja sjálfsmorðs Hitlers nokkrum vikum áður en það í raun gerðist. Það er viðurkennd villa í þáttunum sem ég skil ekki alveg hvernig gerðist, en burtséð frá því þá er Why We Fight alveg rosalegur þáttur í seríunni.




ÞÁTTUR 10: Points




Lokaþátturinn eins og hver annar lokaþáttur gerir, lýkur allri sögunni. Stríðinu er lokið en samt eru vandamál að skapast, og brátt á að senda Easy flokkinn í Kyrrahafsstríðið. Hér byrja leiðir mannana að skiptast, sumir fara heim, aðrir verða áfram í hernum og margir vita ekki hvað þeir eiga að gera. Þátturinn er séður gegnum augu aðalpersónunar Winters, hvað honum finnst, hvað hann ætlar að gera eftir stríðið o.s.f. Sem lokaþáttur þá endar Band of Brothers á fullnægjandi hátt, allri sögunni er steypt saman og í lokin þá finnur þú fyrir allri ferðinni sem hefur átt sér stað hjá Easy flokknum. Allt stríðið, allt blóðið, allt vesenið hefur borgað sig fyrir áhorfandann, því það er mjög auðvelt að setja sig í spor persónanna sem er einn af kostum þáttanna. Ferðin er búin, hringurinn er lokaður, Band of Brothers er allt.




NIÐURSTAÐA:


Band of Brothers er eitt best kvikmyndaða verk í sögu kvikmynda/þátta, þessi sería jafnast á við hvaða stórkvikmyndir hvar sem er í heiminum. Öll tæknivinnsla er stórkostleg, handritin, persónurnar og mannlega hliðin er öll til staðar, hver einasti leikari stendur sig vel og hver einasti þáttur nýtur sér persónurnar vel. Þættirnir eiga sér þann stóra kost að geta gripið áhorfendur og kastað þeim í brjálaðan rússíbana gegnum stríðið í Evrópu með Easy flokknum. Það er ekki verið að líta upp á Kana og niður á Nasista, engin hlið er sett yfir aðra, fjallað er um mistök og hroðaverk allra, bandaríkjamanna jafnt og Nasista á eins sanngjarnan hátt og hægt er. Sögunni er fylgt fram eins ýtarlega og mögulegt sé, þrátt fyrir nokkur mistök. Hér er eitthvað af öllu, stríði, sorg, ást, vonleysi, fyrirlitningu, örvæntingu, hasar og jafnvel glæpum. Það er ómögulegt að einhver geti ekki fílað þessa seríu. Band of Brothers er eina sjónvarpsseríu sem ég man eftir sem á skilið fullkomið fullt hús af stjörnum, því eins og ég sagði, þetta er að mínu mati eitt það stórkostlegasta kvikmyndaða verk í sögu kvikmyndagerðar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Fountain
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég hefði átti að taka inn LSD meðan á sýningu stóð, því guð minn góður, þetta var aldeilis magnað! Ég þarf enn að melta almennilega þetta efni, þetta er án efa einhver alsérstakasta mynd sem ég hef lengi séð. Ég veit ekki alveg hvernig á að ústkýra söguþráðinn en miðað við hvernig ég túlkaði söguna þá fjallar myndin um líf og dauða, endurfæðingu, um leitina af ódauðleika og hvernig dauði getur skapað nýtt líf o.s.f. Í fyrstu tímalínunni þá leikur Hugh Jackman Tommy, heilaskurðlækni sem er að leita af aðferðum til þess að lækna heilaæxli sem unga konan hans Izzi (Rachel Weisz) hefur. Hún er að skrifa bók, sem er þráður seinni tímalínunnar, sem fjallar um Tomas, spænskan hermann sem Isabella drottning sendir til nýja heimsins til þess að finna Tré Lífsins. Þriðja tímalínan fjallar um Tom Creo, mann sem ferðist með Tré Lífsins í lífrænni kúlu gegnum geiminn til deyjandi stjörnu sem kallast Xibalba. Það krefst ákveðis magn af hugmyndaríki til þess að skapa svona sögu, ég tel það að koma upp með þessa sögu vera sér afrek burtséð frá myndinni sjálfri. Það eru tengingar í allskonar mennskar goðsagnir, fyrst og fremst er mikið byggt á Tré Lífsins úr Biblíunni, mikið tekið úr Búdda og jafnvel úr Snorra-Eddu, söguna um Ask Yggdrasil og hvernig það fyrirbæri varð til. Ég tek það first og fremst fram að myndin er svakalega vel gerð, myndatakan er glæsileg og tæknibrellurnar, sem mér skilst eru yfirleitt ekki tölvugerðar, eru rosalegar. Brellurnar gera myndina ennþá sérstakari, með því að forðast tölvubrellur þá fann ég fyrir einhverju óvenjulegu, jafnvel ógnvekjandi. Samkvæmt Aronofsky þá er þessi aðferð sem kallast ´macro photography´ notuð fyrir brellur svo að brellurnar endast lengur en nokkur ár, án efa til þess að líkjast 2001: Space Odyssey enda tel ég The Fountain nánast vera 2001 nútímans. Mögulega mun þessi mynd með tímanum endurvekja sci-fi kvikmyndir, en þar sem The Fountain, líkt og 2001 er eins óhefðbundin og ómainstream og hægt er að vera, þá gerist það ekki auðveldlega. The Fountain hafði mjög ómeðvituð áhrif á mig, myndatakan, klippingin og tónlistin voru dáleiðandi og einhvern veginn gegnum ýmsar kvikmyndaaðferðir þá nær Aronofsky að tengja saman þessar þrjár sögur saman á þann hátt sem er skiljanlegur. Það er hægt að skilgreina sögurnar á meira en einn hátt, en í lokin þá held ég að það sé tilfinningin sem skiptir mestu máli í lokin meira en allt annað. En þetta er eins og ég sagði, ómainstream mynd, fólk í heild sinni mun ekki skilja né reyna að skilja þessa mynd yfir höfuð, en sem betur fer þá myndin á styttri kantinum, sem gerir áhorf einbeittara og auðveldara en það hefði líklega verið þar sem fyrsta klippið sem átti að gefa út var nokkuð lengra. Það er auðvelt að hunsa The Fountain sem listænt rugl, þó að myndin sé mjög listræn þá er nóg af heimspeki og hugmyndum til staðar til þess að réttlæta það, og þaðan er það persónubundið, sumir munu fíla sig og sumir ekki.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Blood Diamond
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Því miður þá er Blood Diamond vonbrigði, myndin er tæknilega séð vel gerð en sagan er illa skipulögð og handritið mjög slappt í uppbyggingu og orðbrögðum. Leonardo DiCaprio leikur Danny Archer, breskan demantaleitara í Sierra Leone og fyrrverandi hermann sem finnur loks tækifæri sitt til þess að verða ríkur, en hann verður að hjálpa manninum sem veit um demant til þess að finna fjölskylduna sína sem hann týndi í miðju borgarastríði. Hreimurinn hans DiCaprio var mistækur, en verra en það var hans slæma persónusköpun þar sem karakter hans virtist breytast reglulega af engri ástæðu, mér sýndist eins og DiCaprio hafi verið að skiptast á persónum sem hann hefur leikið áður í öðrum myndum. Það er hinsvegar ósanngjarnt að dæma DiCaprio eingöngu, handritið sjálft var illa skrifað, myndin nær þó vel að skapa ranverulega stemningu gagnvart stríðunum í Sierra Leone með miklu ofbeldi sem sést sjaldan í svona kvikmyndum en handritið minnir á Bruckheimer klisjumyndir sem drepur gersamlega allan trúverðleika bakvið söguna. Danny Archer breytist frá hjartaknúsara yfir í grínista, frá grínista yfir í James Bond og frá James Bond yfir í fífl og svo aftur í hjartaknúsara án þess að neitt í sögunni gefur neina breytingu til kynna. Þetta var ekki einstakt DiCaprio þar sem Jennifer Connelly, fyrir utan það að koma með ömurlega frammistöðu eins og venjulega, sýnir sömu einkenni. Sögunni skortir almennilegt samhengi, söguþráðurinn sjálfur er ekki slæmur en illa komið á framfæri, atburðarrásin er einnig eins og Bruckheimer klisjurnar, rólegt atriði svo hasar, rólegt atriði svo hasar og nánast hvert einasta rólega atriði var væmin ástarsena sem varð þreytt á sinni fyrstu mínútunni. Það má þó hrósa Djimon Honusou sem lék nánast einu skiljanlegu persónuna í allri myndinni. Edward Zwick er mjög fínn leikstjóri og ég hef fílað myndir hans eins og Glory og sérstaklega The Last Samurai, en Blood Diamond er vonbrigði.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Weather Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég man ekki eftir neinni annarri mynd sem byggist á staðhæfingunni ‘Life is Shit’ og nær samt að láta manni líða vel. The Weather Man nær svo fullkomlega að sýna hve lífið er ömurlegt og frábært á sama tíma. Skíturinn bakvið lífið eru öll vandamálin sem fólk hefur, og það frábæra við lífið er að komast yfir þessi vandamál. Nicolas Cage leikur eins og nafnið á myndinni gefur mjög sterklega að kynna, mann sem kynnir veðrið í bandarísku fréttunum, hann er hinsvegar eins langt frá venjulegri söguhetju og hægt er að vera. Hann ósjálfbjarga, sjálfsvorkenndandi aumingi sem nær að klessa allt í lífinu sínu. Hann er skilinn við konu sína sem er nú gift feitu fífli sem hann hatar, sonur hans er að hverfa í mjög efasemdar vináttur og dóttir hans er offeit og lögð í djúpt einelti í skóla. Hinn eini stöðugi og gáfulegi hluti í myndinni er faðir Nicolas Cage sem var snilldarlega leikinn af Michael Caine, hann er eini maðurinn sem gefur að kynna einhverskonar stolt um líf sitt enda er veðurmaðurinn að reyna líkjast honum án árangurs. Drifkrafturinn er persónusköpunin, ég skildi hverja einustu persónu og breytingar þeirra og gat alltaf að einhverju leiti tengt mig við þær, aðeins fáar myndir geta gert það almennilega. Innhaldið er þó fremur lítið til þess að fylla inn í alla myndina, en hún dregur ekki lengdina. The Weather Man virkar sem karaktermynd því hún er laus við venjulegar klisjur, það eru leifar af þeim en lausnin fer í allt aðra átt en venjulega er gert, þetta er skemmtilega gróf og kaldhæðnisleg mynd sem kemur manni einhvern veginn í nokkuð gott skap, sem kom mér á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Illusionist
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Illusionist er þannig mynd sem gerir allt býsna vel, en er ekki nógu þung né merkileg til þess að teljast neitt uppúrskarandi, fyrir utan mögulega frammistöðu leikaranna sem reyndust mjög merkilegar, Edward Norton og Paul Giamatti sýndu frábæran leik, Rufus Sewell stóð sig vel og jafnvel Jessica Biel líka, sem kom mér töluvert á óvart. Þetta er mjög dæmigerð ástarsaga, sem þýðir mikið af erfiðum fyrir ástina til þess að virka, en hún reynir að sýna eins mikið nýtt og hægt er miðað við takmarkanir sögunnar. Það er hinsvegar vel hægt að njóta sér að fylgjast með töfrabrellunum sem ná að grípa athygli áhorfandans og fá mann til þess að vilja skilja hvernig þau eru gerð. Myndin er full af spurningum en aðeins eru gefin fá svör sem er kostur þar sem fleiri upplýsingar hefðu drepið mysteríu myndarinnar. Í heild sinni þá er The Illusionist vel þess virði að sjá, hún er fallega gerð með mjög sérstakan stíl og heldur athyglinni uppi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Last Action Hero
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Last Action Hero er eitt stærsta landmerki grínmynda sem til er, þetta er mynd sem gekk ekkert sérlega vel í bíóhúsum (þá aðallega útaf Jurrasic Park sem var á sama tíma) og var kramin af gagnrýnendum. Fyrir þá sem þekkja ekki þessa mynd, þá er söguþráðurinn um Danny, strák sem dýrkar kvikmyndir sem fær í hendur sínar töframiða sem gerir honum kleift að fara inn í heim kvikmynda. Óviss með hvort að miðinn í raun virki þá fer hann að sjá Jack Slater IV, mynd sem Arnold Schwarzenegger leikur hasarhetjuna Jack Slater. Söguþráðurinn skiptir eiginlega minnstu máli í mínum augum þar sem svo lítill skjátími fór í að fjalla um hann. Last Action Hero er mynd sem liggur gersamlega á skemmtanagildinu, ef þú fílar ekki húmorinn þá muntu ekki fíla þessa mynd. Fyrir kvikmyndabuff þá ætti Last Action Hero að vera fjarsjóður af húmor, það skiptir engu máli hve margir gallar eru í plottinu, það skiptir engu máli hve margar byssukúlur eru í einu skothylki. Það sem skiptir máli, fyrst og fremst, er að Schwarzenegger fær að drepa vondu kallana og bjarga deginum. Handritið er eftir Shane Black, hann skrifaði The Last Boy Scout og skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang og það er eins og flest handrit hans Black, mjög sjálfsviturt og er ekki að reyna fela það að þetta sé kvikmynd, sem er einmitt uppsprettan af húmornum. Ég giska að gagnrýnendurnir hafi ekki fílað það neitt sérstaklega, ég fílaði það hinsvegar talsvert, enda hef ég séð þessa mynd alltof oft síðan ég var lítill krakki. Eini gallinn er að myndin dregur of lengi við seinni hlutann, mögulega var það gert viljandi en lengdin var nálægt því að draga úr gæðum. Last Action Hero er ein skemmtilegasta mynd sem ég hef séð, ein af þessum myndum sem kemur mér alltaf í gott skap, ég tel hana vera eina bestu grínmynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Conan the Barbarian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Conan The Barbarian er ein mesta nostalgíukvikmynd sem ég hef nokkurn tímann séð, ég hlýt að hafa séð hana næstum hundrað sinnum þegar ég var krakki og að enduruppgötva hana var ekkert nema stórmerkilegt. Myndin er fyndin, hvort sem viljandi eða óviljandi, jafnvel hlægileg á köflum en Arnold er stórkostlegur Conan, fullkomið val fyrir hlutverkið. Söguþráðurinn og handritið (skrifað af John Milius með honum Oliver Stone) er svakalega furðulegt, leikurinn er tilgerðalegur, framleiðslugæðin alltaf að fara upp og niður en myndin missir aldrei ævintýratilfinninguna. Ofbeldið er til staðar, en miðað við nútímamyndir þá er hasarinn langt frá merkilegur, Conan er ekki dæmi um mynd sem eldist vel. Það er hérna sem nostalgían kemur við, ég hef alltof góðar minningar um þessa mynd til þess að gefa henni slæma dóma, og það verður að segjast að Conan The Barbarian er klassík. Hérna kemur Arnold Schwarzenegger, einhver frægasta manneskja fyrr og síðar fyrst í sviðsljósið í sínu alfyndnasta hlutverki. Það er hinsvegar einn hluti sem var án efa stórkostlega vel gert, og það var tónlistin eftir hinn nýlátna Basil Poledouris, líkt og kvikmyndin þá hefur tónlistin orðið að klassík í kvikmyndaheiminum. Í fullum sannleika þá er Conan mjög heimskuleg ævintýramynd, eina leiðin til þess að njóta myndarinnar er að slökkva á heilanum og ekki fylgjast með göllunum. En ég meina hver vill ekki sjá Arnold leika villimann drepandi alla í kringum sig og gefa frá sér furðuleg hljóð? Því það er Conan The Barbarian og ég fíla það í botn.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Little Miss Sunshine
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Little Miss Sunshine er mjög einföld, létt og skemmtileg ´indie´ mynd, handritið er vel skrifað og leikararnir eru allir góðir, Steve Carell stelur nánast myndinni en hin unga Abigail Breslin á jafn mikið hrós skilið. Myndin fjallar um mjög mistæka fjölskyldu, heimilisfaðirinn (Greg Kinnear) er að missa vinnuna sína, móðirin (Toni Colette) sínöldrar, bróðir hennar (Steve Carell) reyndi að fremja sjálfsmorð, sonurinn (Paul Dano) hatar alla og talar aldrei við neinn, dóttirin (Abigail Breslin) hefur sér þann draum að keppa í Little Miss Sunshine keppninni og afi hennar (Alan Arkin) sem kennir henni danssporin sín er heróinsjúklingur. Fylgst er með ferðalagi fjölskyldunnar gegnum Bandaríkin á bilaðri rútu til þess að komast í Little Miss Sunshine keppnina í Kaliforníu í tæka tíð, auðvitað er ekkert nema vesen og fáranleg ævintýri sem bíða þeim. Mér leið vel þegar ég horfði á þessa mynd, þetta er eðaldæmi um kvikmynd sem hefur þann eina tilgang að dreifa endorfín tilfinningu til áhorfendurnar og það virkaði mjög vel. Meðal þess þá drullar myndin yfir bandarísku draumafjölskylduna og fegurðarsamkeppnir á mjög sérstakan hátt. Ef þú vilt sjá létta mynd sem kemur þér í gott skap þá skaltu endilega sjá Little Miss Sunshine, þegar hún kemur til landsins, hvenær sem það getur verið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Borat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er gamanmynd sem virkar eins og hún á að vera, skop af bandarískri menningu og fáfræði þess í augum Kasakstanbúa sem er þó alveg jafn fáfróður og tillitslaus og kanarnir í myndinni, en á öðruvísi hátt. Af þessum ástæðum er áhorfandinn að hlægja að nánast öllu sem gerist og öllum sem koma fram, þá sérstaklega honum Borat. Það er ferðalagið í myndinni sem skiptir máli en ekki hvert ferðinni er haldið því söguþráður myndarinnar er gífurlega innihaldslaus, fylgst er með Borat kynnast hinu og þessu tengt Bandaríkjamönnum, allt frá gyðingum til feminista en það þreytir á athyglinni hjá manni en þar sem myndin reyndist mjög stutt þá sakaði ekki mikið um það. Sacha Barton Cohen sýnir auðvitað frábæran leik, hann reynist ennþá vera einhver alskemmtilegasti karakterleikari samtímans en það er varla meira sem hægt er að segja en þetta, Borat er fyndin og skemmtileg og kemur sínu fram.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Departed
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Árið 2006 hefur hingað til verið frekar aumt kvikmyndár, The Departed er ein af fáum kvikmyndum sem standa uppúr þetta árið en þá alls ekki bara út af því að þetta hefur verið aumt kvikmyndaár. Hérna er Martin Scorsese að gera það sem gerir best, fjalla um glæpi og morð á háum skala, í þetta skipti er það mafía vs. lögreglan, í grófum dráttum. Billy Costigan (Leonardo DiCaprio) er lögga úr fjölskyldu sem hefur haft tengsl við glæpasamtök í fortíðinni svo hann er látinn í leyni koma sér í mafíusamtök Frank Costello (Jack Nicholson). Vandamálið fyrir lögreglurnar er að líkurnar benda til þess að það sé uppljóstrari í deildinni þeirra sem gefur Costello upplýsingar um áform þeirra. Söguþráðurinn hljómar frekar eðlilegur, það er ekkert uppúrskarandi eða óvenjulega frumlegt við söguna sjálfa, en handritshöfundurinn William Monahan (Kingdom of Heaven var hans fyrsta handrit sem var kvikmyndað) einbeitir sér í að skapa eins flóknar persónur og hann getur. Tvær aðalpersónurnar virka sem spegilmyndir af hvor öðrum, vandamál Costigans er uppljóstrarinn og vandamál uppljóstrarans er Costigan. Þessi barátta er eldsneyti myndarinnar, allar aukapersónurnar snúast kringum þessa miðju eins og reikistjörnurnar snúast kringum sólina. Fyrir utan tvo þrælsterkar aðalpersónur, sem DiCaprio og Damon léku helvíti vel, þá eru aukapersónurnar jafnvel betri. Ég minnist sérstaklega á þá Mark Wahlberg og Alec Baldwin sem voru alveg kostulegir í sínum hlutverkum, sem ég bjóst alls ekki við að neinu leiti. Fyrir utan húmorinn sem þeir tveir koma með þá er Wahlberg með eina minnugustu persónuna í myndinni. Svo eru aðrir í aukahlutverkjum sem komu vel fram, Ray Winstone, Martin Sheen, David O'Hara, Mark Rolston og Jack Nicholson. Þrátt fyrir frábæran leik hjá Nicholson þá var ég ekki alveg viss með niðurstöðu persónu hans, mér fannst hann ýkt geðbilaður, meira en svo þurfti. En allt þetta sem ég sagði gefur til að kynna vel skrifað handrit með skemmtilegum og eðlilegum samræðum og persónusköpun sem oftar en ekki kom vel á óvart. Mér leið eins og ég væri að horfa á forngríska sápuóperu sem gerist í nútímanum, en þá meina ég það á mjög góðan hátt. Ég hef ekki séð Infernal Affairs, asísku myndina sem átti upprunalegu hugmyndina fyrir The Departed svo ég get engan vegin sagt um munin milli þessara tveggja mynda svo ég var alls ekki viss við hverju ég átti að búast, það má deila um hve góðar myndirnar hans Scorsese hafa verið seinustu ár. Persónulega fílaði ég þær allar en þetta er án efa besta mynd Scorsese síðan allavega Casino jafnast nokkurn vegin við Goodfellas. Fyrir svona kvikmyndaár eins og 2006, þá er getur The Departed auðveldlega sitið í hásæti ársins, þ.e.a.s ef engin önnur betri kvikmynd kemur út fyrir áramót. The Departed er nákvæmlega það sem ég hef beðið eftir að sjá þetta árið, og ég vil meira af þessu, og þess vegna gef árinu ennþá tækifæri. Til þess að ljúka umfjölluninni þá vil ég að lokum undirstrika það að The Departed er mynd sem á það skilið að vera kallað meistaraverk, ég vil helst þó bíða og sjá myndina allavega sjá hana einu sinni enn til þess að geta dæmt um það með nákvæmni, en þetta er besta mynd ársins hingað til, hún kom mér alls ekki að vonbrigðum og ég held að hún muni ekki koma neinum að vonbrigðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Guardian
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Guardian byrjar með smá möguleika fyrir fína mynd, þrátt fyrir augljósu klisjurnar sem myndin er stofnuð á, þ.e.a.s Kevin Costner og Ashton Kutcher að leika eldri og yngri útgáfur af nánast sömu manneskju sem lifa við það að bjarga öðru fólki í lífshættu út á hafi. En myndin nær að forðast flestar hlægilegar klisjur þar til nær dregur að endinum, þá er eins og Jerry Bruckheimer hafi tekið við stjórnvöllinn og gersamlega slátrað þeirri smá von sem myndin hafði. Það var ekki leiðinlegt að horfa á þessa mynd, gaman að sjá Kevin Costner gera eitthvað, enda var hann það skásta við myndina. En fyrir Ashton Kutcher þá sýndist mér þetta vera hans sorglega tilraun fyrir óskarsverðlaunatilnefningu, ég sver að ´for your consideration´ birtist á skjánum meðan hann grét úr sér lungun í myndinni. Þessi mynd er örugglega elskuð af fólki sem vinnur við björgunarstörf af sama tagi og í myndinni, og þá sérstaklega af Bandaríkjamönnur þar sem kanaáróðurinn var alls ekki vel falinn, en fyrir mig og líklega þig, þá er þetta ekkert meira heldur en þolanleg ræma sem skilur ekkert eftir sig og er fljótgleymin. Ég veit ekki hvert Andrew Davis er að fara, en hann er kominn langt í burtu frá The Fugitive sem reynist eiginlega vera hans eina merkilega kvikmynd hingað til. The Guardian stóðst undir væntingum mínum sem dæmigert miðjumoð, en hvað það var gott að hafa fengið að sjá hana frítt, ekki þess virði að eyða 900kr. nema þér hundleiðist og hefur nákvæmlega ekkert betra að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
A Scanner Darkly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir nógu langa bið þá loksins fær maður að sjá A Scanner Darkly, mynd sem hefur lent í stanslausu veseni útaf sinni nýrri Rotoshop aðferð, nýsköpuð tækni sem teiknar yfir stafrænu mynd og gerir A Scanner Darkly eins og hún sést á skjánum. Byggð á samnefndri bók eftir Philip K. Dick, þá fjallar myndin um Fred (Keanu Reeves), leynilögreglu árið 2012-2013 sem notar ´scramble-suit´ sem breytir útliti hans og rödd reglulega sem gerir hann óþekkjanlegan. Verkefni hans er að finna stóra fíkniefnasala og komast að hvaðan Substance D kemur, sem er eitt skaðlegasta og mest vanabindandi fíkniefni fyrr og síðar. Alvöru nafn Freds er Bob Arctor og sem Bob þá lifir hann fíkniefnalífi með ´vinum sínum´ sem hann þarf að nota til að afla upplýsinga, þar á meðal Barris (Robert Downey Jr.), Ernie (Woody Harrelson) og semi-kærustunni sinni Donna (Winona Ryder). Eftir of langa fíkn á Substance D þá verður heili hans að tveimum ólíkum hliðum, ein hliðin er Fred og hin er Bob og eru þessar tvær hliðar að keppast um yfirráð. Það sem A Scanner Darkly gerir frábærlega, er að hreinsa í burtu allt dæmigerða bias gegn fíkniefnum, sem gerir hlutlausa skoðun á málinu mun auðveldari. Bókin/myndin gerast á tíma þar sem Bandaríkin hafa tapað stríðinu gegn fíkniefnum og fíklar eru orðinn mikill hluti landsmanna svo myndin hneigist aðeins meira að anarkisma heldur en neinu öðru. Þrátt fyrir helling af fíkniefnum og skrítnu fólki að hegða sér skringilega leynist gífurlega pólitísk saga sem sker alveg jafn djúpt í nútímamál og það gerði þegar bókin var skrifuð fyrir u.þ.b þrátíu árum síðan. Keanu Reeves, leikari sem er mjög ´misfílaður´ af fólki, stendur sig furðulega vel sem Fred/Bob og nær virkilega að sannfæra mann að hann sé ekki bara Keanu Reeves heldur persóna í söguhlutverki. Hann er að mínu mati mistækur eftir kvikmyndum en A Scanner Darkly er eitt hans besta hlutverk síðan The Devil's Advocate. Robert Downey Jr. og Woody Harrelson sem hafa báðir átt langa sögu af fíkniefnaneyslu ná gallalaust að leika fíkla, enda þekkja þeir lífið betur en margir aðrir. Winona Ryder sem hefur bara lent í veseni með búðahnupl og slæm hlutverk eins og Mr. Deeds síðan byrjun aldarinnar gerir eitthvað merkilegt loksins, ekkert stórkostlegt en það sést að eitthvað býr ennþá í henni og vonandi lætur hún sjá sig eitthvað meira í framtíðinni. Fyrir utan A Scanner Darkly hef ég aðeins séð eina Richard Linklater mynd sem var School of Rock, ég viðurkenni vanrækslu mína í þessu máli og ætlast til þess að horfa á fleiri Linklater myndir þá sérstaklega eftir að hafa séð A Scanner Darkly. Þessi mynd er jafn skrítin og hún er góð, einhverjir gætu fundið þennan Rotoshop stíl pirrandi eða tilgangslausan en þar sem hann er mjög vandaður og passar við súra veruleikann sem myndin gerist í, þá fannst mér aðeins góðir hlutir myndast úr því. A Scanner Darkly er mjög sérstök mynd, en ein af betri myndum ársins, og eftir haust af vonbrigðum í bíóhúsum þá er myndin bjartur depill og ég vona að fleiri svona gæðamyndir fara að koma sér í bíó bráðum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
World Trade Center
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

World Trade Center er önnur myndin þetta árið sem ég sé sem fjallar um árásirnar þann 11. september 2001, sú fyrri verandi hin magnþrungna United 93 og þrátt fyrir sína kosti þá fellur World Trade Center í skugga United 93. United 93 var grípandi og sleppti manni aldrei frá skjánum, hún hélt manni stífan við sætið að bíða eftir að sjá meira, World Trade Center hefur þetta ekki. Þeir Nicholas Cage og Michael Pena leika þá John McLoughlin og William Jimeno sem festust undir rústunum á tvíburaturnunum og voru meðal þeirra seinustu sem var bjargað, megnið af skjátíma þeirra gerist í þeim aðstæðum og gegnum það er fortíð þeirra kynnt í sambandi við fjölskyldur og eiginkonur þeirra. Það er janmikil klisja og það hljómar, en þar sem þetta er sönn saga frá sjónarhorni alvöru mannana þá verður að gefa myndinni plús fyrir það. Hinsvegar þá vantar allt aðdráttaraflið til þess að viðhalda væmninni, sem hún tapaði sér oft í, helmingurinn af myndinni fjallar um harmleika fjölskyldna og konur þeirra en myndin á sér hræðilega bágt með að heilla áhorfendann með persónunum og aðstæðunum sem þau lenda í. Þessi harmleikur sem átti sér stað 11. september var ekki til staðar, ég fann ekki fyrir honum. Nicholas Cage og Michael Pena léku þó mjög vel í hlutverkjum sínum, sama með alla leikarana, allir voru sannfærandi. World Trade Center er eins ólík Oliver Stone myndum og hægt er að vera, ég hefði aldrei getað trúað því að Stone væri leikstjórinn hefði ég ekki vitað það. Hvort það sé góður hlutur ekki, en ég fíla eldra Oliver Stone myndirnar og ég er byrjaður að sakna þeirra. Með allri virðingu fyrir fólkinu sem dó í árásunum eða lifðu af, þá var World Trade Center ekki að ná til mín eins og hún hefði getað, hún er ágætis kvikmynd en lítið meira en það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Beowulf
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er skömm að Beowulf & Grendel fái ekki betri dóm en þetta, það er sjaldséð að sjá Íslensk tengda kvikmynd og þá núna dýrustu kvikmyndaframleiðslu sem tengist Íslandi. Hér er á ferð alveg ferlega illa skrifað handrit, ekki á þann hátt að fólk talaði skringilega eða málvillur voru til staðar, heldur það leit út fyrir að þrettán ára krakki hafi skrifað myndina. Það eru atriði sem koma sögunni ekkert við, eða skiptu svo litlu máli í samhengi við heildina að það kom ekkert úr því, þetta gerðist ekki stundum heldur nokkuð oft. Myndin byrjar með ágæt lof, það kom fram skemmtilegur húmor og persóna Beowulfs (sem var nánast eina verulega persónan til staðar) byrjaði að kveikja áhugann. En atburðarrásin, nánast allar persónunar, öll orðasamskipti, falla niður steindauð fljótlega, það gekk svo langt að á tímum spurði ég sjálfan mig af hverju sumir hlutir voru í myndinni og það er alls ekki góður hlutur. Einn af öðrum vandamálum myndarinnar var ´aðdráttarafl´ sögunnar, ég horfði á skjá í 100 mín og var fullkomnlega var við það, þ.e.a.s sagan skapaði engan áhuga, enga spennu, ekkert sem dró athyglina mína gegnum myndina. Gerard Butler gerir sitt besta sem Beowulf, en slæmt handrit leyfir honum ekki sitt besta, sama má segja um Stellan Skaarsgard og Ingvar E. Hinsvegar fannst mér Sarah Polly frekar misheppnuð í hlutverki sínu, mögulega útaf handritinu en mér fannst þetta ekki vera hlutverk sem hentaði henni. Framleiðslugæðin eru ágæt, sérstaklega miðað við rándýrar Hollywood myndir, myndatakan var fín (þó ekki eins og ég hafði vonast eftir), landslag Íslands auðvitað bætti margt fyrir umheiminn í myndinni. Handritið drepur Beowulf & Grendel, með betra handriti hefði myndin getað verið mun betri, þessi ókostur er einfaldlega svo slæmur að allt annað fellur í sömu gröf. Ég hinsvegar kýs að skoða kostina og dæma samkvæmt þeim líka, en meira en þessa stjörnugjöf get ég ekki gefið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Thank You for Smoking
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Thank You for Smoking er í raun Lord of War aðeins um tóbakko, og eins og er Lord of War þá fjallar myndin um mannin bakvið vöruna. Það er ekki verið að segja fólki að hætta að reykja eða ekki reykja, rétt eins og Lord of War var ekki að segja fólki að ekki eiga skotvopn. Boðskapurinn er mjög sanngjarn, viturlegur og ekki gagnrýninn á neinn eða neitt og svipað og Lord of War, þá er húmor mikill drifkraftur sögunnar, húmor og auðvitað aðalpersónan sem er leikin nokkuð helvíti vel Aaron Eckhart. Handritið einkennist af köldum húmor, forvitnilegum persónum og mjög óhefðbundnari atburðarrás. Myndin fjallar um þennan sígarettu-talsmann sem reynir að breyða út góðvild skilaboð frá tóbakkófyrirtækjum á meðan hann reynir að vera góða ímynd sonar síns. Það er mjög vel gert hvernig handritshöfundurinn nær að skrifa svona persónu og ná áhorfendanum á hennar hlið, þrátt fyrir að perónan skuli hafa frekar erfitt og umtalað starf þá er mjög auðvelt að líka vel við þennan mann því hann nær að koma öllu sínu málefni fram og hann getur útskýrt af hverju hann getur það og af hverju hann gerir það. Leikaraliðið er stórt, flestir leika þó í rétt svo einu atriði eða sjaldan fleiri, t.d Rob Lowe, Robert DuVall og Sam Elliot koma rétt svo fram í þrjár mínútur af myndinni. Það er mjög skondið að vita að leikstjórinn Jason Reitman sé sonur leikstjórans Ivan Reitman og hefur svo ungur á aldri gert mun betri mynd en pabbi hans hefur gert á öllum sínum starfsferil. Thank You for Smoking er líklega ein af betri myndum ársins því það einfaldlega hafa ekki komið það margar góðar hingað til, hér er á ferð mjög léttlynd og notaleg kvikmynd sem er auðvelt að hafa gaman af, þetta er ekki prédikun gegn tóbakko heldur mynd um sjálfstæðar ákvarðanir. Ég gekk útúr bíóhúsinu mjög sáttur og er á þeirri skoðun að þrjár og hálf stjarna sé mjög sanngjörn einkun fyrir Thank You for Smoking.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
United 93
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Loksins fékk ég að sjá United 93, mynd sem ég hef beðið lengi eftir sem fjallar um eitt viðkvæmasta efni sem hægt er að fjalla um þessa dagana. Það er alltaf gaman að spurja hina og þessa um, hvar varst þú 11. september 2001? Tveimum klukkutímum áður en að American 11 fluginu var rænt af Boston flugvelli, var ég einmitt þar að millilenda til þess að taka flugið mitt heim til Íslands. Á meðan flugránin áttu sé stað var ég að horfa á klippta útgáfu af One Night at McCool's í flugvélinni og á meðan United 93 hrapaði þá var ég líkt og flestir íslendingar, fastur fyrir framan sjónvarpið að horfa á einn merkilegasta sögulega atburð lífs míns. Það er alls ekkert fyndið við þetta, en samt þá finn ég fyrir grimmu kaldhæðnislegu brosi þegar ég hugsa um það, og hve heppin ég skuli hafa verið að hafa tekið flugið áður en þetta gerðist. Nú um myndina, ég get með ákveðni sagt að United 93 er ein besta mynd sem ég hef séð á árinu. Paul Greengrass heldur svipuðum stíl og hann gerði í Bloody Sunday, tónlistin er nær engin, myndatakan er nánast öll með höndum, en það besta sem hjálpaði verulega til með að skapa raunverulega tilfinningu var að nota óþekkta leikara í hlutverkunum. Sumir leika sig sjálfa þó, Ben Sliney sem var flugvallastjórnandinn 11. september á Boston flugvelli leikur sig sjálfan sem reyndist vera nokkuð stórt hlutverk. Ég þekkti þó nokkra leikarana þarna af og til, t.d þá var David Rasch sem lék í gömlu Sledge Hammer þáttunum þarna, en engir stórleikarar koma fram neinstaðar. Það er misjafnt hvernig fólk mun dæma þessa mynd, sumum finnst þetta vera of snemmt, sjálfur finnst mér ekkert vera að þessu þá sérstaklega ef myndin segir eitthvað af viti. United 93 er ekki pólitísk mynd, en það sem kom mér á óvart er það að Paul Greengrass sýnir líka hvernig ræningjunum líður gegnum allt ránið þá aðallega hjá einum sem átti víst að hafa flogið vélinni til hrapsins. Hann er ekki sýndur sem alskeggjaður Talíbani með AK-47 öskrandi ´Allah Akbar´ heldur sem gersamlega venjulegur maður, þó svo enginn veit með vissu hvað nákvæmlega gerðist í fluginu þá sýnir Greengrass þennan mann sýna mikinn hika við að gera þetta og það reyndist auðvelt fyrir mig að setja sjálfan mig í hans spor. Án þess að lýsa öllu nákvæmlega og eyðileggja myndina, þá verð ég að segja að Greengrass er mjög sanngjarn gagnvart efninu, en örugglega leyfir sér aðeins meira um að giska um raunverulegu atburðina heldur en hann mátti. Ég hef ekkert vandamál með það á meðan það sé eitthvað vit í því, en ég sé alveg fyrir mér einhver Kana brjálast út af þessu, þó svo að mikill hluti manna sem dóu voru ekki bandarískir þá er væmnin bakvið þennan atburð nánast gersamlega á þeirri hlið. United 93 er líka alveg rosalega spennandi mynd, þó svo ég vissi nákvæmlega hvað myndi gerast þá vildi ég alltaf sjá meira, lokin á myndinni skemma á manni heilann þau eru svo magnþrungin. Þetta er mjög alvarleg drama, þetta er ekki Harrison Ford að leika hermann í flugvél að bjarga heiminum frá íllum Rússum, hver sem sér þessa mynd verður að dæma hana samkvæmt því efni sem hún er byggð á, en ef einhver mun hata þessa mynd og hefur kjarkinn til þess að gefa henni slæman dóm þá endilega gerðu það, ég væri til í að sjá það. Ég er spenntur við að sjá hvort World Trade Center nái að toppa United 93 því það myndi vera erfitt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Ninth Gate
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er alltaf yndislegt að grafa upp gamlar vanmetnar myndir og komast að því hve frábærar þær séu, líkt og The Ninth Gate í þessu tilfelli, mynd sem ég einfaldlega fattaði ekki á yngri og einfaldari tímum en núna elska hana. Kannski er ást einum of sterkt orð, en ég er að reyna koma því fram hve góð mér finnst hún vera þá sérstaklega miðað við fyrri áhorf og þá sérstaklega miðað við gagnrýnendur sem blöstuðu myndina árið 1999. Það er margt sem heillaði mig, fyrst og fremst söguþráðurinn. Deam Corso (Johnny Depp) er bókarannsóknarmaður/safnari og er ráðinn af Boris Balkan (Frank Langella) til að komast að því ef bókin hans The Nine Gates of the Kingdom of Shadows sé raunverulegt eintak, ef leyndarmálið í þeirri bók er leyst mun sá maður geta gengið til helvítis. Hve oft sér maður svona sögur í kvikmyndum lengur? Hvað gerðist við þessar Satanísku þrillera? Mögulega er ég einn af þeim fáu sem hefur ´soft spot´ fyrir svona myndum. Roman Polanski skapar mjög skringilegt andrúmsloft gegnum alla myndina sem passar þó vel við söguna, myndin hegðar sér mikið eins og spæjaramynd frá 1950 á pörtum en hinsvegar eins og ofurnáttúruleg drama á öðrum. Svo fannst mér einfaldlega gaman að sjá þessa tvo aðalleikara saman, Depp og Langella hitta svo vel á persónurnar, báðir stórfurðulegir menn sem þróa sömu þráhyggjuna, en þeir eru alls ekki annað dæmi um góða og vonda kallinn. Ég held að til þess að líka vel við þessa mynd fer aðallega eftir hve miklum furðuleika þú getur höndlað, þetta er einnig löng mynd með gífurlega miklum díalog, ef myndin er ekki að halda þér vakandi fyrstu þrjátíu mínúturnar þá efa ég að þér muni líka vel við hana. Fyrir mig þá var The Ninth Gate aldrei leiðinleg, ekki í eina einustu sekúndu, efnið var alltaf merkilegt og þrátt fyrir hæga sögu þá fann ég aldrei fyrir lengdinni. Í raun ertu að fylgjast með Johnny Depp lenda í fáranlegum aðstæðum í rétt meira en tvo klukkutíma, sumir þola það lengur en aðrir býst ég við. The Ninth Gate er að mínu mati ein af bestu myndum árið 1999, og einhver sérstakasta mynd sem ég hef séð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Snakes on a Plane
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þetta er nú sannkallaðasta ruglmynd sem hægt er að sjá, þessi mynd skapar heila nýja vídd í ruglmyndabransanum. Jafnvel titillinn bendir til stórsslyss, en sem betur fer þá er enginn annar en Samuel L. Jackson að stjórna sýningunni og sá maður getur allt sem hægt er að gera. Maðurinn bakvið þessa hugmynd er annaðhvort snillingur eða versti fáviti, hvort sem er, að seta slöngur í flugvél er einfaldlega merki um að kvikmyndaheiminum skorti frumlegar hugmyndir. Hinsvegar þá hefur mér aldrei dottið það í hug að koma slöngum fyrir í flugvél svo ég verð að gefa þessari hugmynd einhvern frumleika, annars þá er hugmyndin það fáranlega framkvæmd að myndin verður að súrrealísk útgáfa af hrollvekju sem tekur sig þó alls ekki alvarlega og sem betur fer því annars hefði myndin dáið í leiðinlegum klisjum. Allt sem manni getur langað í er til staðar í Snakes on a Plane þegar það kemur að nettum ruglmyndum, húmor, ofbeldi, blóð og nokkuð hundruð slöngur að drepa fólk. Skemmtun er það eina sem myndin hefur upp að bjóða, og nóg af henni fékk ég, með nóg af bröndurum og nóg af Samuel L. Jackson að segja ´motherfuck-er-ing-ed´ þá uppfyllti myndin allar nauðsynlegar þarfir og eftir sýningu þá sýndist 800 króna okurverðið ekki eins okrað og það yfirleitt er. Horfðu á myndina og skildu heilann eftir heima hjá þér og þá mun Snakes on a Plane varla valda vonbrigðum. Tvær og hálf stjarna er sanngjörn gjöf, þetta er ekki góð mynd en bætir það með ruglinu sínu og húmor.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Miami Vice
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Miami Vice er gífurlega svöl mynd, byrjunin er hörkuleg og hröð, engum tíma er sóað í andskotans byrjunar kreditlista sem ég hef nokkuð óbeit af, þessari hörku er haldið í þó nokkurn tíma, en alls ekki út alla myndina. Það sést við miðjuna að Michael Mann hafði nánast ekki hugmynd hvað ætti að gerast eftir helming, sem er galli sem handritsskrif á að hafa lagfært. Colin Farrell hefur að mínu mati staðfest sjálfan sig sem nokkuð góðan og svalan leikara, sérstaklega eftir The New World. Hann og Jamie Foxx virka vel saman, persónusköpunin er alls ekki flókin milli þeirra en sem ´shootem-up´ teymi þá sannast þeir flottir saman. Þegar Michael Mann gerir hasarsenur, þá gerir hann virkilega hasarsenur, enginn nær að skapa eins flott byssuhljóð og þessi maður fyrir kvikmyndir og allur hasarinn í Miami Vice var frábær. Seinni helmingurinn tekur allt sem fyrri helmingurinn kynnti til sögunnar og dregur það eins lengi og langt og hægt er, þar verður atburðarrásin frekar þreytt og augljóslega óskipulögð. Svo það augljósasta var skortur á hæfanlegum endi, margar kvikmyndin eiga það til að enda án þess að skilja neitt eftir sig, með Miami Vice þá fannst mér eins og Mann hafi gleymt að taka upp endinn. Ég verð að vera sammála því sem gagnrýnendur segja, Miami Vice er ofurflott mynd, en þurfti meiri undirbúning. Ég fílaði Farrell og Foxx, mér fannst hasarinn frábær og sagan virkaði vel við fyrri hlutann en við lokin þá er eins og allur krafturinn sé löngu eyddur. Ég hef aldrei séð Miami Vice þættina, en ég er nokkuð viss um að þessi mynd sé betri þar sem þættirnir eru víst hallærislegir 80's poprugl. Miami Vice er mjög fín mynd, ekki eins góðar og flestar Michael Mann myndir en samt góð.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Matador
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hver vill ekki sjá Pierce Brosnan sem sálfræðilega skemmdan og kynferðislega fjölbreyttan launmorðingja? Þessi karakter sem hann leikur, Julian Noble, er ekki aðeins mjög óvingjarnlegur, heldur serðir allt sem lítur vel út, þá sérstaklega ungar stelpur. Hann á enga vini, ekkert heimili, hann lifir eftir sínum eigin reglum, en eftir mörg ár að myrða og slátra þá byrjar hann að missa vitið. Hann finnur mann, Danny Wright, og reynir eins og hann getur að eignast vin, sem reynist mun erfiðara en hann heldur, þá sérstaklega fyrir hann. Danny, sem reynist vera alger andstæða Julian, semsagt vingjarnlegur, heimilismaður og mest af öllu giftur, þá verða þeir tveir mjög óvenjulegir vinir. Að lokum fer vitið hans Julian í vaskinn og eftir nokkur óheppileg verkefni þá verður hann sjálfur að skotmarki og hann á aðeins einn vin til þess að leita hjálpar. The Matador geymir í sér húmor sem er mjög sjaldséður í kvikmyndum, en einmitt húmor sem ég fíla í botn. Leikurinn hans Brosnan og handritið er án efa það sem gerir myndina að því sem hún er, húmorinn er gersamlega falinn í samskiptum milli persónanna, ekkert slapstick og ekkert rugl. Það er þó alls ekkert að slapstick og rugli. En það gerir The Matador svo sérstaka, mjög einföld saga sem á pörtum fannst mér svolítið innihaldslítil en yfir heildina nógu traust til þess að halda þessum 90 mínútum á lofti. Það er vel þess virði að sjá The Matador einfaldlega út af frammistöðu Pierce Brosnan, án efa hans besta hlutverk, hann sannar sig sem grínleikara eins mikið og sem leikara yfir höfuð. Þrjár stjörnur, hún á það skilið allavega.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Crimson Tide
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Talandi um mynd sem ég bjóst við væri kanaþvælu, Bruckheimer viðbjóður. Crimson Tide, mynd sem ég aðeins nýlega sannfærði sjálfan mig um að sjá eftir að hafa heyrt ágætis hluti um hana. Hérna höfum við góða Tony Scott spennumynd dulbúna sem dæmigerða Bruckheimer vellu, það er jafnvel nokkuð magn af pólitískum gagnrýnum þar sem sagan fjallar um mögulega kjarnorkustyrjöld. Myndin byrjar með venjulegu kanaþvælunni, illu Rússarnir eru að koma og kanar verða að bjarga heiminum eins og Gene Hackman orðar það, það breytist hinsvegar Denzel Washington fer að sýna sig og sínar eigin pólitísku skoðanir sem eru gersamlega andstæðar Hackman. Denzel Washington og Gene Hackman sannast sem andskoti gott teymi, báðir að berjast um völdin milli manna sína og áhorfandanna. Hans Zimmer, einn vinsælasti tónlistahöfundur í kvikmyndabransanum, semur tónlistina í Crimson Tide. Ég er ekki viss hvaða lyf hann var að nota, en tónlistin er eins skemmtilega dæmigerð og hjá hverri annari hasarmynd og einhver alhypaðasta sem ég hef heyrt, man einhver eftir The Rock? Þetta er í raun sama tónlistin aðeins Crimson Tide kom út ári áður. Crimson Tide kom mér skemmtilega á óvart, góð mynd sem verður meira og meira spennandi þar til henni lýkur, Washington og Hackman sýna sínar bestu hliðar sem einn mesti kosturinn við myndina. Þrjár stjörnur, hljómar nógu vel sýnist mér.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Silent Hill
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Frábært, ein önnur hryllingsmynd sem fjallar um andskotans krakka og foreldri þess. Ég hef aldrei spilað tölvuleikinn, en ég get ímyndað mér að hann sé góður, en þessi mynd er það alls ekki. Byrjað er með hraði til þess að koma áhorfendanum í skap fyrir meira, en þegar allt er að gerast, þá hægist á atburðarrásinni, fleiri flækjur bætast við þar til manni hættir að vera sama. Mesta bölvunin sem liggur yfir Silent Hill er að hún sýnir alltof mikið svo manni er ekkert hrætt. Sálfræðin bakvið hrollvekjur er sú að ímyndunaraflið skapar ógnina, í Silent Hill er manni sýnt tonn af einhverju tölvuteiknuðu viðbjóði sem virkaði sem fremur ódýr aðferð til þess að koma sögunni að framfæri. Hinsvegar, það sem var ekki tölvugert, var andskoti vel gert, öll búningagerð og myndatakan var rosalega flott. En hvar er spennan og hrollvekjan? Það vantaði gersamlega alla spennuna, eins og langflestar hrollvekjur nú til dags þær falla alltaf í sömu gröf. Og hvað var málið með kanahreiminn hjá Sean Bean? Það er algert aukamál en það fór alltaf í taugarnar á mér hve tilgerðarlegur hann hljómaði. Silent Hill er alveg jafn mikill bömmer og Omen fyrr þetta sumar, mjög flott mynd en ekkert meira en það, tvær stjörnur er alveg nóg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Alexander: Director's Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það er orðin týska í kvikmyndaheiminum fyrir leikstjóra að skapa sínar eigin útgáfur af myndunum sínum, yfirleitt er það gott, stundum lítill munur, sjaldan er það slæmt. Sumir leikstjórar lenda einfaldlega í slæmum erjum við stúdíóið og framleiðendurnar, aðrir gera einfaldlega mistök (t.d Kingdom of Heaven). Hvaða ástæða sem það er þá eru leikstjóraútgáfurnar yfirleitt alltaf betri að einhverju leiti og Alexander director's cut er það einnig að mínu mati. Miðað við hvað Oliver Stone segir frá á DVD disknum þá er leikstjóraútgáfan í raun sú sem kom í bíó og þessi útgáfa sé í raun eins og myndin átti að vera upprunalega. Mér fannst bíóútgáfan fín, alltof löng þó og hún átti erfitt með að komast að niðurstöðu, þessi útgáfa hefur sömu vandamál en undirstrikar hinsvegar söguþráðinn mun þéttar. Í stað þess að vera lengri þá er hún styttri aðeins Stone hefur tekið út mikið efni og sett annað í staðinn. Munurinn hinsvegar er nánast aðeins í uppbyggingunni, sagan gerist í víxlaðri tímaröð, á meðan Alexander er að taka yfir Asíu þá eru atriði inn á milli gagnvart fortíð hans. Kosturinn bakvið þessa breytingu er að myndin heldur athyglinni mun lengur en bíóútgáfan sem átti það til að festa sig í óendanlegum samtölum sem voru öll frekar ofleikin og tilgerðarleg. Þó svo að það gerist í þessari útgáfu þá eru áhrifin mun vægari hérna. Aðalvandinn sem Alexander hefur er aðalleikarinn, Colin Farrell er góður leikari en alls ekki réttur fyrir Alexander, engin útgáfa getur bjargað því. Mest aðlandi partur leiksins og myndarinnar er Val Kilmer, sá leikari hefur það í sér að geta bjargað heilum kvikmyndum eða allavega verið besti kosturinn bakvið þær. Hann sýnir frábæran leik sem Filippus pabbi hans Alexander og undir lokin þá stendur hann uppúr sem minnugasti karakterinn. Fyrir Oliver Stone þá er Alexander Mikli mesta hetja allra tíma, svo ég skil vel af hverju hann vildi gera mynd um hann, enda hafði hann verið að undirbúa þessa mynd í fimmtán ár áður en hann kláraði hana. En eitthvað fór úrskeiðis, líklegast handritið sem er frekar þurrt í heild sinni, mögulega var það aðalleikarinn sem var ekki nógu sannfærandi. Þrátt fyrir að myndin skapar gífurlegan umheim kringum sig og er rosalega falleg þá er nánast engin spenna kringum persónurnar og lítill hvati sem heldur athyglinni. Þetta eru vandamál sem báðar útgáfurnar hafa, aðeins þessi nýja útgáfa hefur vægari áhrif. Margir munu hugsa af hverju ég nenni einu sinni að pæla í þessu, ég fíla Oliver Stone, jafnvel þótt hann geri ekki góða mynd. Mér finnst Alexander director's cut eins og fyrri útgáfan, vel fín, en alls ekkert meira en það. Ég gef þessari útgáfu þrjár stjörnur naumlega, aðallega til þess að undirstrika að mér finnst þessi útgáfa betri en sú fyrri sem ég gaf tvær og hálfa. Í eðli sínu er gæðamunurinn lítill en ég hvet hvern sem hefur áhuga að líta á þetta director's cut, ef ekki til þess að horfa á myndina þá til þess að hlusta hvað Oliver Stone hefur að segja því hann hefur alltaf eitthvað athyglisvert að segja frá.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
King Arthur: Director's Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég ætla að byrja á því að segja, að kvikmyndir sem fjalla um hetjur á fornum tímum drepandi mann og annan er mitt persónulega fetish þegar það kemur að kvikmyndum, t.d þá er Gladiator ein uppáhalds myndin mín. Svo ef að kvikmynd hefur þetta efni þá er mjög einfalt að gleðjast mér, svo það að ég skuli segjast fíla þessa mynd er nánast eingöngu af þessari ástæðu. Svona sögur, sama hve rangar þær gætu verið sögulega séð koma mér í einhverskonar endorfín tripp sem örva ímyndunaraflið mitt að einhverju furðulegu stigi sem kemur það að verkum að ég hunsa eða tek ekki eftir augljósum göllum. King Arthur Director's Cut er ekki mikið öðruvísi heldur en útgáfan sem sást í bíó, ég sá aðeins þá útgáfu einu sinni í bíó og fílaði hana alveg sæmilega, eini munurinn sem ég sé er að einni senu hefur verið sleppt og fáeinum sett í staðinn. Besta breytingin hinsvegar er að meira af blóði og ofbeldi sést í þessari útgáfu, enda er þessi útgáfa rated R í staðinn fyrir PG-13 eins og bíóútgáfan. Clive Owen er gífurlega mistækur sem Arthur, hann á sínar stundir en oftast þá er hann frekar stirrður í hlutverkinu. Fyrir utan Arthur þá eru riddararnir hans mjög vel skapaðir, þar sér maður athyglisverðar og skemmtilegar persónur og það er þaðan þar sem að myndin greip athyglina mína. Þá aðallega danski leikarinn Mads Mikkelsen sem nær einhvern veginn að skapa ofursvala persónu þrátt fyrir að hafa nánast engar línur í allri myndinni. Án þessara aukapersóna hefði þetta aðeins verið tóm mynd en sem betur fer þá heillaðist ég að aukapersónunum sem langflestar fengu nokkuð mikinn tíma á skjánum. Keira Knightley, þó alveg ásættanleg, er ekki hægt að taka alvarlega sem stríðsprinsessu í þröngu leðurbíkini að berjast við risavaxna Saxverja, ég hef ekki hugmynd hvaðan handritshöfundurnir fengu þá hugmynd en hún hljómar eins og skemmtilegt grín. Miðað við upprunalegu væntingarnar mínar (sem voru mjög láar) þá kom King Arthur mér á óvart, í mínum augum þá er hún einfaldlega góð skemmtun, og ef það er val á milli bíóútgáfunnar eða director's cut þá er það án efa director's cut, þá aðallega útaf ofbeldinu og blóðinu. Ég meina, hver vill ekki sjá meira blóð og ofbeldi? Þetta er kvikmynd sem ég get notið þess að horfa á, ég veit að fáir eru sammála mér en ég gef þessari director's cut þrjár stjörnur, ég vona að lesandinn skilur ástæðurnar mínar því annars þarf ég að æfa mig betur í tjáningu minni.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Chaplin
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Chaplin reynist vera gleymd kvikmynd, ég þekki nánast enga sem hafa séð hana né vita af henni og þeir sem eldri eru muna varla eftir henni. Það muna allir hinsvegar eftir Chaplin sjálfum, án þess að bulla og blaðra um hið augljósa þá held ég að allir geta verið sammála um snilldina sem Chaplin skapaði og skildi eftir sig. Robert Downey Jr. skilur eftir sig sína eigin mestu snilld sem Chaplin, og er það án efa hans besta hlutverk. Hann nær töktunum, skapgerðinni og mest af öllu húmornum jafn vel og Chaplin sjálfur, hann leikur einnig Chaplin gallalaust á eldri árum þó svo hann hafi varla verið 27 ára við tökur. Fjallað er um líf Chaplins alveg frá 1895 þar til 1973 aðalega um hans villta líferni á þessu tímabili, mögulega þá er fjallað meira um slæmu/óeðlilegri hliðar lífs hans heldur en góðu/eðlilegri. T.d mörgu samböndin sem hann hafði með stelpum undir lögaldri og öll hjónaböndin hans sem flest enduðu í ringulreið. Sjálfum finnst mér lítið slæmt um það sem var sýnt, kvikmyndin gaf mjög athyglisverða sýn á líf hans og sérstaklega tímabilinu sem hann lifði. Að sjá Chaplin kynnast kvikmyndaheiminum við byrjun tuttugustu aldarinnar lætur mig alltaf vilja að vera í hans sporum, enda er Hollywoodland í Chaplin sýnt eins og hið besta Eden. Fyrir utan Robert Downey Jr. þá er andskoti stórt aukaleikaralið til þess að hjálpa til, Kevin Kline, Dan Aykroyd, Kevin Dunn, Diane Lane, James Woods, Marisa Tomei, Milla Jovovich og Geraldine Chaplin, dóttir Charles Chaplin. Alveg eins og Gandhi þá er Chaplin mjög vel gerð biopic eftir hann Richard Attenborough, mjög litrík og áhugaverð kvikmynd um manneskju sem skapaði ódauðlegar goðsagnir, sem er mikið magn að bera fyrir leikara eins og Robert Downey Jr. En hann tók það allt og meira, og átti einnig óskarinn skilið sem hann fékk ekki árið 1993. Ég vona að þessi mynd fái að lifa lengur í minningu manna, frammistaða hans Downey er alveg nóg til þess að lofa góðu fyrir alla sem sjá hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Heat
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Hvaða kvikmyndaðdáðandi sem ég þekki segir það sama, ´Heat er geðveik!´. Sem er satt, Heat er kolbrjáluð, grilluð, ofurheit og gersamlega djúpsteikt að gæðum, ég afsaka ofnotkun mína á lýsingarorðum tengd hita. Ein af ástæðunum bakvið þessa fullyrðingu er sú að Al Pacino og Robert DeNiro loksins deila senum saman í myndinni sem andstæður í glæpaheimi Los Angeles sem Vincent Hanna og Neil McCauley, Pacino löggan og DeNiro bófinn. Sú skilgreining er hinsvegar mjög takmörkuð miðað við flækjurnar sem Michael Mann skapar milli ´góðra og vonda manna´. Samkvæmt Mann sjálfum þá reynir hann að skapa þrívíddina allstaðar í myndunum sínum, sama hvaða staður eða persóna gæti verið til staðar og sama hve lítið eða lengi sú persóna eða sá staður kemur fyrir. Þetta gagnast myndirnar hans mikið á þar sem þær flest allar gerast í nútímanum og í borgarlífinu, án þess þá væri umhverfið líklegast dautt, án þess að geta tengt það við fólkið sem býr þar, hljómar rökrétt. Helsti tilgangurinn sem Heat þjónar, er sálfræðin bakvið glæpalífið, myndin er skrifuð sem sálfræðidrama með óneitanlega geðveikum hasarsenum inn á milli. Stíllinn þjónaði auðvitað sínum tilgangi, en án þessari sálfræði þá hefði myndin fallið niður í miðjumoð. Fyrir utan sálfræðina þá er eitt það sem gerði Heat svo eftirminnanlega voru byssuhljóðin í klassíska bankaráninu, ekki endilega ránið sjálft sem var þó geðveikt heldur þessi ótrúlega raunverulegu byssuhljóð sem sprengdu á manni eyrun, án þeirra þá get ég varla ímyndað mér hvernig senan hefði verið, og þá hvaða sena í myndinni sem hafði byssuskot. Al Pacino og Robert DeNiro gera myndina ódauðlega, þetta eru tveir risar að stangast saman sem allir þekkja, líkt og að horfa á heimsmeistarakeppni í boxleik eða eitthvað svipað. Ég hef líka aldrei séð neina manneskju reyna leika dauða/hálfdauða manneskju jafnvel og hún Natalie Portman, þó svo hún hafi varla verið fjórtán ára gömul á þessum tíma þá var hún áberandi hluti af sögunni, sama með Diane Venora gagnvart Al Pacino þá. Val Kilmer, sem er alltaf góður að mínu mati er það líka í Heat sem frekar daufur karakter en þrátt fyrir það mjög mikilvægan, sérstaklega í garð Robert DeNiro's, sama með Amy Brenneman. Svona gengur það, koll af kolli, eins og vefur, hver einasta manneskja og persóna leiðir að lokum til Pacino og DeNiro og það er aðeins rökrétt að enda myndina á þeim tveimum. Aðeins einn þeirra kemur lífs af og aðeins þá geturu ákveðið á hvorri hlið þú stendur, sjálfur er ég á báðum áttum enda er persónusköpunin einfaldlega alltof góð hjá hvortveggja karakterum. Heat stendur uppi að mínu mati sem ein af bestu myndum tíunda áratugsins, og ein besta mynd Michael Mann's, og ein besta glæpamynd allra tíma.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Firefly
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Firefly er eitt besta dæmi um þáttamorð sem hægt er að finna, eftir aðeins fjórtán þætti þá ákvað Fox að klippa á þráðinn og hætta með Firefly út af, sagt er, ekki nógu miklu áhorfi. Lokaþátturinn endar út í bláinn, það er greinilegt að það var hætt við framleiðslu mjög snöggt því það eru engin greinileg lok til staðar. Þar kemur kvikmyndin Serenity til staðar nokkrum árum seinna til þess að binda þræðina aftur saman. Miðað við góðu dómana sem bæði þættirnir og kvikmyndin fær þá þarf ennþá að berjast fyrir því að halda Firefly áfram, því miður þá gekk myndinni ekkert sérstaklega vel í bíóhúsum sem er nánast búið að útiloka möguleikana fyrir framhaldsmynd. Það sem er einstakt við Firefly er að hver einasti þáttur er frábær, með flestum þáttaseríum þá eru nokkrir frábærir þættir en þó nokkrir ekkert merkilegir. Ég er yfirleitt ekkert mikið fyrir Joss Whedon en hann fær mitt hrós fyrir Firefly, það sem heldur Firefly uppi eru persónurnar, það eru engar rosalegar tæknibrellur eða megahasar til staðar, nánast einungis persónurnar að ruglast í hvort öðru. Joss Whedon kann svo sannarlega að skrifa handrit, þar sem hann nær svo auðveldlega að halda manni háðum öllum fjórtán þáttunum, allavega lenti ég í því að horfa á alla þættina í röð án pásu. Sem betur fer þá hafa þessir þættir öðlast stóran fan-base og kult frægð en ég skil samt ekki þar sem þessir þættir hafa einn stærsta fan-base í heimi að ekki sé hægt að endurvekja þá eða allavega búa til framhald af kvikmyndinni sem jafnaðist vel við þættina í gæðum. Mögulega er Firefly einfaldlega með slæmt karma og að deyja fyrir sinn tíma eru örlög þessara þátta, vond örlög fyrir svona góða þætti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Slither
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þarf að segja hið augljósa? Slither er einföld B-mynd, ein af þessum hakker splatter Troma myndum sem í þessu tilfelli gat verið gífurlega skemmtileg en einnig hræðilega leiðinleg á köflum. Ég gæti lýst myndinni sem gífurlega löngum hjartamæli, það var mjög oft sem hápunkti í möguleikum var náð en jafnoft sem í lágpunkti, með öllu því góða fylgdi yfirleitt eitthvað slæmt með. Nathan Fillion er þó einn hlutinn sem gerði myndina þess virði þó svo hann sé í raun að leika sama hlutverkið og í Firefly og Serenity. Svo hinn gersamlega óþekkti Michael Rooker sem var óneitanlega fyndinn sem óheppna geimverufórnalambið. Sem bregðumynd þá brá mér mjög sjaldan, eða var húmorinn bakvið bregðuatriðin að vera tilgerðarleg? Burtséð frá því þá er varla annað hægt en að njóta þess að sjá allt þetta ofbledi, blóð, innyfli og geimveruslím splattast um hér og þar með smá söguþræði ýtt inn á milli til þess að fá afsökun fyrir því öllu. Því það er allt sem Slither er, hún er skemmtilegt rugl, og sem skemmtilegt rugl þá eru tvær og hálf stjarna mjög sanngjörn einkun, hlutinn af því er þó fyrir hann Nathan Fillion.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Man on Fire
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Man on Fire er sannkölluð Tony Scott mynd, útkoma þróunar sem hefur átt sér stað hjá honum síðan líklegast Crimson Tide og Enemy of the State. Hvort ætti að kalla þetta MTv stíl eða ekki þá er ég ekki viss en burtséð frá því þá er stíllinn einkennandi þar sem fáir leikstjórar kjósa að nota hann, Oliver Stone hefur oft notað svipaðan stíl en þá ekki í nærrum því eins miklu magni, fyrir utan Natural Born Killers auðvitað. Það sem þessi stíll gerir, hraðar klippingar, mörg sjónarhorn, ýmsar gerðir af filmum og filterum og aðferðir sem fara þvert á móti hverja einustu kvikmyndaskólareglu, er að skapa mjög sérstakt andrúmsloft. Það er þó stundum sem mér fannst þessi stíll ofgerður og jafnvel tilgerðarlegur, en það var ekkert miðað við Domino sem var alger klessa annað en Man on Fire. Það sem Man on Fire hefur fyrir utan sinn sérstaka stíl er mjög athyglisverðan söguþráð, hefndarsaga sem ég hef aldrei séð áður sem Quentin Tarantino lýsti sem svo: ´Tough as Hell´ sem er eins sanngjörn lýsing og hver önnur þar sem miskunarleysið og ofbeldið hættir aldrei en gengur þó aldrei of langt framhjá sögunni. Denzel Washington er eins og ávallt frjárans góður í sínu hlutverki, sama með Dakota Fanning sem er líklega að verða einhver vinsælasta barnastjarna kvikmyndaheimsins. Harry Gregson-Williams hjálpar mikið með tónlistinni sinni, yfirleitt þá svalar hún sig meðfram stíl myndarinnar en annars þá róar hún mann niður. Man on Fire er mjög góð mynd, forðast óþægilegar klisjur og heldur sínum svala ramma alla lengdina en því miður fannst mér hún oft langdregin, ég vil gefa myndinni þrjár og hálfa en í staðinn þá held ég með sterkum þremum stjörnum. Það hefði verið gaman að sjá myndina hefði Tony Scott gert hana fyrir tuttugu árum síðan eins og hann ætlaði sér, þessi Man on Fire er endurgerð af myndinni sem Tony Scott ætlaði sér upprunalega að leikstýra frá árinu 1987 með Scott Glenn. Ég held þó að biðin hefur borgað sig.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Green Mile
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef það er eitthvað sem Frank Darabont kann að gera, þá eru það snilldar kvikmyndir. The Green Mile, nær á einhvern hátt að vera þrír klukkutímar að lengd og láta tímann fljúga beint framhjá manni. Ástæðan er einföld, sagan bakvið myndina gleypir mann og sleppur manni ekki þar til endastafirnir eru búnir. Eins og The Shawshank Redemption þá felur The Green Mile inn í sér þessa fullkomnu kvikmyndaða tækni til þess að koma sér að efninu, það er ekki eitt einasta skot í myndinni sem þarf að klippa út að neinu leiti, ekki eina einustu sekúndu. Þegar mynd hefur svoleiðis vandaða sögusetningu, þá krefst ekki aðeins rosalegs ímyndunarafls heldur vitund og kunnáttu yfir hverja einustu myndavélaraðferð og klippingaraðferðir og undan því handrit sem er pottþéttara en þyngdaraflið. Mín persónulega reynsla með The Green Mile er ein eftirminnanlegasta sem ég hef upplifað af einni ástæðu, í fyrsta skipti yfir kvikmynd þá fór ég að skæla eins og lítil stelpa í lokin. Ég ætti í raun að vera að vernda karlmennsku mína en The Green Mile á þetta skilið og ég fúslega viðurkenni það að endinn eyðilagði mig gersamlega. Hver sem er að lesa þetta ætti líklega að skilja hví ég persónulega gef myndinni fullt hús, það hafði aldrei gerst við mig að ég táraðist yfir neinu í neinni mynd áður, nema þegar ég sá The Green Mile í fyrsta skiptið. Síðan þá horfði ég á myndina aftur og aftur aðeins til þess að skoða allar aðra hliðarnar við gerð myndarinnar. Fyrir utan þetta pottþétta handrit sem yfirbugar þyngdaraflið (mjög fá handrit gera það) þá er það leikurinn sem fullkomnaði myndina, allt frá smávægilegasta aukahlutverki til Tom Hanks var nákvæmlega rétt eins og það var og þá sérstaklega Michael Clarke Duncan, ef hans hlutverk hefði floppað þá væri varla nein mynd til staðar. Persónurnar sem Darabont skrifaði (byggðar á sögum eftir Stephen King) eru allar svo yndislega táknrænar og auðvelt hægt að tengja við sitt eigið líf og sjálfan sig, það var þetta safn af karakterum sem heillaði mig svo gífurlega við myndina. Persónan sem stendur uppúr er sú mikilvægasta, John Coffey sem Michael Clarke Duncan leikur enda er sú persóna hjarta myndarinnar. Ég myndi lýsa The Green Mile eins og ein af þessum töfrandi myndum sem hafa gleðileg áhrif á mann en þó einnig smá þunglynd áhrif. Lokin á myndinni er ekkert nema harkaleg sálarkreppa sem hefur byggst upp um alla myndina, ég var það grafinn inn í söguna að ég var orðinn þvílíkt slappur eftir lokin með ekkert nema hugsanir um myndina fljúgandi í kollinum á mér. Stærsta kvörtunarefni gagnvart The Green Mile er yfirleitt um lengdina, það er augljóslega persónubundið því eins og skrifað að ofan, þá mér fannst lengdin fljúga framahjá við fyrsta áhorf og einnig við öll önnur áhorf eftir það. Ég má ekki gleyma tónlistinni, Thomas Newman sem einnig samdi tónlistina fyrir The Shawshank Redemption, American Beauty og Road to Perdition semur glæsilega tónlist með sínum róandi stíl sem passaði fullkomlega við myndina. The Green Mile er ein þessara snilldarmynd frá 1999 í hópi með Fight Club, The Matrix og American Beauty, mér finnst hún ekki toppa The Shawshank Redemption (þó hún klóri á tærnar hennar) en The Green Mile er sannarlega þess virði að sjá fyrir hvern sem hefur ekki séð hana.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Omen
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Á þessum Sataníska degi í þessum Sataníska mánuði á þessu Satanísku ári berst fram í kaldhæðnisskyni kvikmynd sem kallar sig The Omen 666. Miðað við þennan einstaka útgáfudag og yfirdrifið hype þá stendur Omen ekki undir sínum Satanísku eftirvæntingum. Er ég kannski að ofnota orðið Satanískt? Ein leið til þess að lýsa þessari endurgerð af Omen frá 1976 kemur frá erlendri umfjöllun sem ég las af annarri mynd: It's a Dud. Sama hve gaman sé af henni á tímum þá er Omen einfaldlega ekki góður þryllir, né spennumynd, né hryllingsmynd né neitt neitt. Sú litla spenna og eftirvænting sem fór að skapast var alltof sein að myndast, allur fyrri hlutinn er ekkert nema Julia Stiles að leika mömmu, ég vona hún sé skárri í raunveruleikanum. Seinni hlutinn, loksins gerðist eitthvað athyglisvert, en eins og ég sagði, því miður alltof seint til þess að öðlast sanna björgun. Myndin átti alvarlegt bágt með að skapa merkilegt andrúmsloft, ekkert greip mig, meðan allur salurinn sem var fullur af ungum krökkum var hoppandi í öskursorgíum þá sat ég og hugsaði með mér hve tilgerðarlegt þetta allt var. Meðal þess þá komst ég af því hve íslenska æskan sé greinilega auðveldlega göbbuð, hvaða api með myndavél gæti gert það sama og gert var í Omen. En ég ætti að segja eitthvað gott um myndina, David Thewlis og Liev Schreiber stóðu sig ágætlega, atriði þeirra eru enda þau bestu í myndinni og þau einu sem kveiktu áhuga að einhverju leiti. Damien, eða sonur Satans var misgóður, hafði sín augnablik en undir lokin ekkert til þess að muna eftir, hann var jafnvel óvart fyndinn þegar hann átti að vera óhugnanlegur. Þessi ekki svo góða endurgerð fellur á eftir langri röð af misheppnuðum hrollvekjum seinustu ára sem eru yfirleitt líka endurgerðar af eldri myndum, The Ring 2, The Grudge, Dark Water, mun þessu aldrei linna? Ég gæti þó gefið Omen titlinum fyrir að vera sú skásta þessara mynda, en það er varla neitt afrek.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
X-Men: The Last Stand
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

X-Men: The Last Stand hefði getað verið svo miklu meira en það sem hún var, myndin hegðar sér eins og klessa af hasar með smá sögu inn í sér. Reynt er að fara í gegnum söguþráðinn eins hratt og hægt er til þess að komast að næsta bardagaatriði, ekki slæmur hlutur, aðeins gert of hratt á mörgum stöðum og það sést greinilega. X3 þarf eiginlega svipaða lengd og X2 til þess að geta gefið allt sem var að gefa. Það eru einfaldlega alltof margar persónur sem komu til kynna sem voru alveg hundleiðinlegar og óathyglisverðar og gerðu nákvæmlega ekki neitt mikilvægt. Svo er hið óútskýrða hvarf Nightcrawlers alveg ferlegt, hinsvegar þá er Beast vel heppnaður með Kelsey Grammer. Colossus var þá illa nýttur miðað við möguleikana, ég vona að þetta sé ekki síðasta X-Men myndin því það er svo miklu meira og betra hægt að gera með X-Men. Þetta er skemmtileg mynd, mjög flott en kemur ekki nálægt X2, góð mynd sem kom samt að vombrigðum að einhverju leiti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Kingdom of Heaven: Director's Cut
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Lok-fokking-sins. Hale-fokking-lúja. Þetta er útgáfan sem átti að gefa út, þetta er alvöru myndin. Það á að alvarlega meyða hvern sem kom með hugmyndina að klippa myndina í kássu og gefa hana út í bíó sem þannig, það á að gera eitthvað langtímabundið og mjög sársaukafullt við hvern sem á ábyrgðina á því, því hver sem það næstum eyðilagði fullkomlega góða mynd. Ég hrósa Guði, Allah, Shiva og alla þá fyrir að hafa gefið manninum heilögu gjöfina sem kallast director's cut, það bjargaði Kingdom of Heaven, sem er hér með í þessari útgáfu u.þ.b 50 mín lengri en bíóútgáfan eða rétt yfir þrír klukkutímar að lengd. Söguþráðurinn er ennþá í eðli sínu sá sami, Balian hittir föður sinn í fyrsta skiptið sem er barón í konungsríki Jerúsalems, faðir hans deyr á leið þeirra til Jerúsalem og hann Balian erfir stöðu hans sem barón af Ibelin. Balian kynnist pólitísku vandamálunum sem eiga sér stað í ríkinu og verður að lokum eitt uppáhald konungsins sem er leikinn nokkuð andskoti vel af honum Edward Norton. Upprunalega útgáfan, þó fín mynd skorti gersamlega allt mannlega innihald, persónusköpunin var nánast engin, atburðarrásin varð að ringulreið og hætt var að gefa neina ástæðu fyrir henni. Þetta glænýja director's cut fyllir í nánast allar holur, hún sýnir okkur ástæðurnar bakvið persónurnar, gefur manni eitthvað skyn af mannleika sem var ekki til staðar í bíóútgáfunni. Heilir söguþráðir voru klipptir út sem útskýra mikilvæga hluti um margar helstu persónurnar, þá sérstaklega fyrir persónuna Sibyllu sem Eva Green lék. Orlando Bloom fær líka meira innihald, og loks er útskýrt hvernig í andskotanum hann varð svona rosalega góður að berjast uppúr þurru. Þó verður það að segjast að það var leikarinn Ghassan Mossoud sem lék Saladin sem trompaði myndina, aukaleikaraliðið var þó alveg rosalega sterkt. Brendan Gleeson, Jeremy Irons, Marton Csokas, Liam Neeson, Alexander Siddig, David Thewlis voru allir í toppformi, Eva Green skánar líka töluvert í director's cut en sá eini sem mér fannst eiga ekki heima í myndinni var því miður hann Orlando Bloom. Sagan tekur sterkara grip yfir athyglinni í þessari nýju útgáfu, trúarádeilurnar milli kristna og múslima verða flóknari og merkilegri, líkt og fyrri útgáfan þá eru sýndar góðar og slæmar hliðar bæði kristna manna og múslima og deilurnar sem eiga sér stað milli þeirra og innan hvortveggja hópa. Svo eru auðvitað mörg svöl atriði sett aftur og þá líka mikið af blóði og ofbeldi sem var ekki í fyrstu útgáfunni. Eins og fyrri útgáfan þá er þessi alveg eins svöl, frekar svalari myndi ég segja. Myndatakan í Kingdom of Heaven er einhver sú alglæsilegasta í mannkynssögunni, hver sem segir annar er blindur. Framleiðslugæðin eru alveg svakaleg, útlitið fram yfir allt annað er gullsins virði, Ridley Scott er meistari þegar það kemur að þessum málum kvikmynda. Það er hrein skömm að myndin skuli hafa orðið svona slæmt fórnalamb klippingaferilsins, ég vona að þessi mynd vakni til lífs hjá fólki með þessari útgáfu því hún á það virkilega skilið. Þetta hefði getað verið ein af bestu myndum ársins 2005. Hver sem er að lesa þetta, ekki horfa á bíóútgáfuna, það er ókláruð kvikmynd og er skítur á priki miðað við director's cut. Ég hvet hvern sem hefur áhuga eða fannst bíóútgáfan léleg að sjá þessa útgáfu, þetta er líklega besta dæmi sem ég hef nokkurn tíman séð um mismun milli almenna og leikstjóraútgáfu. Svo má ekki gleyma það að aukaefnið sé einnig kostulegt, enda er þetta fjagra diska sett svo það má búast við öllu í toppgæðum. Mig langar til þess að gefa henni fjórðu stjörnuna, Director's Cuttið klórar hana en ég skil hana eftir með gífurlega kröftuga þrjár og hálfa stjörnur. Kingdom of Heaven Director's Cut, er eins og myndin átti að vera og á avallt að vera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
American Dreamz
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

American Dreamz er einn stór brandari um Bandaríkin, það er enginn skýr söguþráður né nein markmið sett fram fyrir utan það að dissa hver einustu pólitísku og samfélagsgildi bandaríkjamanna. Í staðinn fyrir skýran söguþráð fáum við mikið af furðulegum persónum af öllum gerðum, allt frá nettheimska forsetanum til kvenlega hommans. Dennis Quaid leikur forsetan mjög skemmtilega, það er greinilegur Bush þarna inn í honum og svo er það Hugh Grant sem kom líka með eitt þá bestu brandarana en það var þó Willem Dafoe sem var nálægt því að stela myndinni þrátt fyrir sitt litla hlutverk. Hver einasti leikari var góður, allir pössuðu í hlutverkin sín sem er stór plús fyrir American Dreamz. Endinn skilur mann þó eftir svolítið tóman, þar sem enginn söguþráður er til staðar þá endaði myndin á varla neinum endi. American Dreamz er bara skemmtileg og fyndin á sinn eigin hátt, og virkar mjög vel sem sýrð ádeila á bandaríkjamenn, tvær og hálf stjarna er hentugt þetta skiptið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
JFK
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrsta áhorfið af JFK var mesta adrenalín flæði sem ég hef nokkurn tíman upplifað í kvikmynd fyrr og síðar. Ég tel JFK vera einhverja stílglæsilegustu kvikmynd sem til er, kvikmyndatökustjórinn Robert Richardson (sem ég held líka mikið uppá) nær á einhvern hátt að skapa andrúmsloft með myndatökunni sem sleppur manni aldrei. Klippingin var alveg jafn fullkomin (Pietro Scalia klippti JFK og Gladiator meðal annars) og átti JFK vel skilið þessa tvo óskara sem hún fékk fyrir einmitt kvikmyndatöku og klippingu. Oliver Stone sem er einn af þeim betri kvikmyndagerðamönnum þessa dagana nær að grípa alla athyglina þína frá fyrstu mínútunni og sleppir þér ekki fyrr en lokatextinn endar, í þessa þrjá klukkutíma + sem horfði á myndina var ég límdur fyrir framan skjáinn og eftir áhorfið þá fattaði hve virkilega áhrifamikil upplifun þetta hafði verið. Ekki nóg að ég idolizaði stílinn og Oliver Stone heldur þá varð ég lærdómsfíkill gagnvart Kennedy-morðsins í mörg ár. Ef það eru ekki mikil áhrif þá veit ég ekki hvað er. JFK myndi ég kalla í stuttu máli ´fullkomnun kvikmynda´ hún virkar á hverju einasta stigi eins vel og mögulegt er, fólk sem hefur stutta athyglisbresti mun hafa erfitt að horfa á JFK því ef þú ákveður að líta á hana þá verðuru að klára hana. Loka réttarhaldssenan er í fyrsta sæti sem besta atriði sem ég hef nokkurn tíman séð, fullkomið atriði að öllu leiti, honum Kevin Costner aðallega að þakka. JFK er líka eina kvikmyndin sem ég þurfti að róa mig niður líkamlega eftir fyrsta áhorf, ég var úrvinda, þreyttur, spenntur og ofivrkur eftir það. JFK er þó alls ekki kvikmynd sem hægt er að horfa á oft, flestir sjá hana einu sinni og aldrei aftur. Ég hinsvegar er DVD gúrú og fæ ég mér alltaf nýjustu og bestu útgáfuna af myndinni sem hægt er að fá hvenær sem ég get. JFK er líka einhver mest pólitíska mynd sem gerð hefur verið og mikilvægasta að mínu mati, hún snertir viðkvæm málefni (eitthvað sem Stonerinn kann að gera). Það verður að kallast sigur fyrir kvikmyndagerðmann þegar myndin sín enduropnar gömul mál og hvetur fólk til þess grafa eftir sannleikanum árum saman.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Gladiator
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég sá hana fyrst í maí mánuðinum árið 2000 þegar hún var nýkomin í bíó, þá var ég einungis rétt að verða þrettán ára gamall. Ég bjóst alls ekki við langtímaáhrifin sem þessi mynd hefur oldið, ég verð ástfanginn af mjög fáum myndum en Gladiator er ein þeirra. Hvað er það nákvæmlega sem heillaði mig það mikið og hverskonar áhrif hefur hún haft á mig? Ridley Scott er einn af sjónrænu meisturum kvikmyndaveraldarinnar, ég dýrka kvikmyndatökurnar í myndunum hans, þar á meðal í Gladiator en enn fremur í Kingdom of Heaven. Enda er það sami kvikmyndatökustjórnandi við báðar myndirnar, hann heitir John Mathieson, ég held mikið upp á hann. Það er alls ekkert sérstakt handrit við Gladiator, í staðinn fáum við hörkugóða frammistöðu hjá Russell Crowe, sem að mínu mati átti óskarann vel skilið. Svo er það tímabilið sem heillaði mig, ég er mikið sögunörd og rómverska tímabilið er eitt merkilegasta hingað til. Það var líka eftir Gladiator sem sword'n sandals stórmyndir komu aftur í tísku, og ég fíla þannig myndir í botn. Í dag þá er Gladiator ein af uppáhalds myndunum mínum, jafnvel uppáhalds. Ég er gersamlega óhæfur að endurskoða myndina á raunverulegan máta því hvert skipti sem ég reyni það þá fæ ég aðeins tilfinningu og ég fékk þegar ég sá Gladiator í fyrsta skiptið. Kæmi mér ekki á óvart ef ég myndi sjá hana núna í fyrsta skiptið að ég myndi hafa töluvert öðruvísi álit. Ef ég reyni að útskýra fyrir einhverjum sem skilur ekki af hverju ég fíla myndina svona mikið þá myndi ég líklega segja: Gladiator er fullkomin blanda af persónulegri sögu aðalhetjunnar og ferðalagi hennar gegnum óréttlæti og svik og að lokum sigrast á óvini sínum eftir langa orrustu. Hasar, húmor, heilsteypt og mikið af blóðugu ofbeldi sem kætir litla barnið inn í mér. Ég er þó alls ekkert hrifinn af þessari útskýringu sjálfur. Fyrir mig er Gladiator í hvert skipti sem ég sé hana nostalgíu-veisla, fyrir utan það að hún hafði gífurleg áhrif á kvikmyndasmekkinn minn og áætlum þá get ég horft á þessa mynd aftur og aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Da Vinci Code
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Í stað þess að gera eitthvað nýtt, eitthvað óvænt þá gerir Da Vinci Code nánast það sama og bókin, enda leið manni eins og maður væri að horfa á einhverja ódýra smásögu á skjánum. Ron Howard er alls ekki maðurinn til þess að leikstýra svona mynd, hann ætti að halda sig við Russell Crowe og sögur sem gerast fyrir allavega fimmtíu árum síðan. Hann er alltof hefðbundinn og kann greinilega ekki að skapa neinar spurningar fyrir áhorfandann. Gersamlega spennulaus, myndatakan var að svæfa mig, meiraðsegja leikararnir voru gangandi lík og þá Tom Hanks meðal þeirra. Sá eini sem sýndi verðuga frammistöðu var Ian McKellen og mögulega Paul Bettany. Eina sem ég gat séð í Da Vinci Code voru fjölmörg misheppnuð tækifæri, í staðinn fyrir frjótt ímyndunarafl þá fær maður bara bókina beint á skjáinn á óathyglisverðasta hátt sem hægt er að sjá hana, og mér fannst bókin alls ekkert sérstök. Það gerðist þó að brett var upp á áhugann en þá aðallega þegar Ian McKellen byrjaði að röfla um fortíðina með mjög flottum endurlitum, en jafnvel þá leið manni eins og maður væri viðstaddur í sögutíma, hver er þó skemmtilegri kennari en Ian McKellen? Einhvern veginn þá náði myndin aldrei til mín, þrátt fyrir að efnið bakvið söguna var athyglisvert þá gat myndin aldrei skapað neinar fléttur kringum það. Ég hafði vonast fyrir betri mynd, því miður þá er Da Vinci Code mikið vonbrigði, og á varla meira skilið heldur en tvær stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last Boy Scout
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ef þú blandar saman Tony Scott, Bruce Willis og síst af öllu, Shane Black sem skrifaði Lethal Weapon, Last Action Hero og þessa mynd (og nýlega skrifaði og leikstýrði Kiss Kiss, Bang Bang) þá færðu vægast sagt skemmtilega blöndu. Shane Black formúlan er notuð eins og alltaf, sem þýðir að Last Boy Scout er buddy-mynd, eða tvíeykismynd sem fjallar um Joe einkaspæjara og Jim fyrrverandi ruðningsboltaleikmann sem uppgötva glæpahring innan um ruðningsboltaheiminn. Mikið af ofbeldi, mikið af húmor, og Bruce Willis með mestu töffarastæla í heimi, Damon Wayans var alger tepra miðað við Willis þrátt fyrir að hafa staðið sig mjög vel. Ef þú fílar myndir eins og þær fyrrnefndu þá muntu fíla The Last Boy Scout í botn, engin spurning. Ég er á mörkunum að gefa myndinni þrjár og hálfa en ég leyfi henni í gegn með mjög sterka þriðju stjörnu, því minna á myndin alls ekki skilið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Mission: Impossible III
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég óska þess að ég hefði viljann til þess að blaðra stanslaust um kosti og galla MI:3, í stað þess ætla ég að summa því niður á stuttan og auðveldann hátt. Þú færð það sem þú borgar fyrir, þunna hasarmynd með mörgum flottum atriðum, og ekki gleyma góðum Philip Seymour Hoffman sem rústaði aumingja Cruise í þessari mynd. Mér finnst það hlægilegt hve lengi þeir geta mjólkað Mission Impossible seríunni, sérstaklega þar sem fyrsta myndin var frekar mikill útúr snúningur af sjónvarpsþáttunum hvernig ætli að framhaldsmyndin frá 2000 sé samanborin? Þessi þriðja, og vonandi seinasta Mission Impossible hegðar sér sem blanda þessara tveggja mynda, þó laðast meira að Mission Impossible 2, hasarinn hefur meira gildi en allt annað, ef þú labbar útúr bíóinu vakandi með skemmtilegar minningar þá hefuru fátt til þess að kvarta um. MI:3 er allt í lagi mynd, hún var nákvæmlega það sem ég bjóst við að öllu leiti.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Inside Man
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Inside Man, mynd sem hegðar sér voða gáfulega með að snúa útum söguþráðinn á fimm mínútna fresti, aðeins ekkert kemur á óvart og voða lítið skiptir í raun máli. Flestir leikararnir sýna miðjukenndan leik, tónlistin er alveg ferlega yfirdrifin og illa staðsett inn í myndina, handritið var þó vel skrifað en útfærslan ekki alveg eins vel. Þrátt fyrir marga hluti sem pirruðu mig þá var Inside Man ágætis skemmtun, ég horfði á hana með opin augu og leiddist aldrei en því miður þá skapaði sagan engar væntingar eða spurningar við áhorfið. Denzel Washington hélt myndinni gangandi, Clive Owen fékk sín atriði en ekki nóg af þeim, Jodie Foster var þarna og gerði fátt annað. Aukaleikararnir voru mjög fínir, en miðað við alla þessa góðu dóma í Bandaríkjunum og meðal gagnrýnenda þá varð ég fyrir vonbrigðum. Skemmtileg mynd, en mér fannst hún alls ekki vera neitt meira en það, rétt sleppur með þrjár stjörnur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Scary Movie 4
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Scary Movie 4 er landmerki um vonleysi nútíma grínmynda, ófyndinn barnahúmor sem er við hæfis fjagra ára barna, en þrátt fyrir það þá er fólk að hlægja af sér vitundina í bíósalnum. Þessi eina stjarna sem myndin fær er fyrir svona þrjá fyndna brandara í allri myndinni, annars er ekkert nema aulabrandarar sem mér finnst einfaldlega sorglegt að þeir skulu hafa komist á hvíta tjaldið. Auðvitað á ekki að búast við neinu merkilegu við Scary Movie 4, en allavega þarf hún að vera fyndin og ef grínmynd mistekst við það að vera fyndin þá ertu ekki með góða niðurstöðu. Án þess að eyða meiri tíma eða orku í þessa mynd þá segi ég aðeins að lokum að Scary Movie 4 er einfaldlega mjög léleg og verra en það, mjög ófyndin mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Congo
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Congo er einhver alkostulegasta B-mynd allra tíma, Þrátt fyrir að vera með venjulega ævintýrasöguna þá er húmorinn svo yndislega vel skrifaður inn í persónurnar að það skiptir ekki lengur máli. Eftir fimmtán mínútna áhorf þá veit maður hver mun deyja og hvernig myndin mun enda, það er í raun húmorinn bakvið myndina, í stað þess að skapa einhverskonar flókna og frumlega sögu þá gera þeir dæmigerða avintýramynd en skapa fyndnar persónur til þess að fylla inn í holuna. Kannski ætti ég að taka Lauru Linney úr þessum fyndna hóp, hún var skrefi frá því að vera hreinlega pirrandi. Skemmtanagildið er það sem gerir Congo þess virði að fylgjast með, sama hve óraunveruleg eða fáranleg hún er þá er ekkert í henni alvarlegt. Ef þú ert að leita af einhverju nýju eða einhverskonar snilldarverki í Congo þá geturu alveg eins byrjað að grafa þína eigin gröf hinsvegar þá gefur Congo manni allt sem hún getur, þetta er einföld B-Mynd og það á að horfa á hana með þannig hugarástand.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Odd Couple
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sama hve viðurstyggileg þessi mynd er þá hefur hún skemmtilega geðbiluð einkenni frá bókinni hans Bret Easton Ellis sem gerir Rules of Attraction svo áhugaverða. Bret Easton Ellis er sá sami sem skrifaði bókina American Psycho, sem samnefnda mynd er byggð á. Allt frá fjölbreyttum kynhneigðum til sjálfsmorða þá snýst myndin um persónur sem ganga gegnum helvíti í háskóla og allar tengjast að einhverju leiti saman. Það er engin niðurstaða í myndinni, í raun var engin spurning sett fram, enginn boðskapur eða neitt sem segir eða kennir manni, en það er mjög viljandi gert og að mínu mati er betra heldur en að reyna kremja einhverjum boðskapi í söguna, ég held að það hefði skemmt alla tilfinninguna bakvið myndina sem var mjög sett fram frá byrjun alveg til enda. Stílafbirgðin einnig hjálpuðu mikið með söguna, lét mig líða eins og eitthvað væri að í öllum senum, kannski er það ein ástæðan að fólk fær í magan að horfa á þessa mynd. Ég get ekki flokkað Rules of Attraction eftir sértökum gæðastimplum, hún er mjög sérstök, og alls ekki fyrir alla.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Last of the Mohicans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The Last of the Mohicans er ein af þeim fyrstu myndum sem ég man eftir að hafa séð, þegar spólur voru á hápunkti sínum sá ég margar klassískar myndir en Last of the Mohicans sá ég alltaf á hágæða plötum í widescreen. Aðeins það að hafa séð hana á þessu öðruvísi miðli breytti öllu, þetta var fyrsta skiptið sem ég sá eitthvað virkilega flott því miðað við aldurinn minn þá mátti ég aldrei sjá svona myndir í bíó.


Fyrir alla ´sanna´ kvikmyndaunnendur þá er Last of the Mohicans skylduáhorf, ef einhver segist þekkja kvikmyndir of hefur ekki séð þessa mynd er langt frá því að vera það sem hann segist. Myndin var ekkert sérstaklega vinsæl á sínum tíma, af öllum hlutum þá var myndin tilnefnd til óskars fyrir besta hljóð, auðvitað er hljóðið geðveikt en hvaða heiladauðu asnar voru þetta sem dæmdu myndina fyrir verðlaunahátíðarnar? Hvernig vann þessi mynd ekki öll verðlaun fyrir bestu tónlist? Hér er á ferð einhver stórkostlegasta tónlist sem hefur verið í kvikmynd frá upphafi, eftir þá Trevor Jones og Randy Edelman.Síðan 1992 hefur Last of the Mohicans risið frá því að vera hunsað ´meistaraverk´ yfir í gamla góða klassík, einstakasta kvikmynd Michael Mann, enda gerði hann hana því hann elskaði eldri útgáfuna. Ég hef lesið að upprunalega var myndin um þrír klukkutímar og var síðar klippt niður í rétt um það bil 100 mín fyrir kvikmyndahús, það er ekki til lengri útgáfa á DVD en ég er nokkuð viss um að upprunalega útgáfan hafi verið meistaraverk ef ekki meira þá jafnmikið og núverandi útgáfan. Svo er það kvikmyndatakan, þrátt fyrir að hafa sína veikleika í nærskotum þá eru öll víðskotin fullkomin, hvert einasta. Þrátt fyrir að hafa unnið Bafta verðlaun fyrir bestu myndatöku þá skil ég ekkert í óskarnum fyrir að hafa ekki tilnefnt hana, ófyrirgefanlegt. The Last of the Mohicans er alvöru kvikmynda kvikmynd, þú gætir sleppt öllum línunum í myndinni og ennþá fengið sömu kvikmynd í hendurnar. Sjónræn veisla, þannig sagt.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Firewall
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Firewall er mjög mikil skyndimynd, ég vissi nákvæmlega ekkert af tilveru hennar að neinu leiti fyrr en svona viku áður en hún kom út í Bandaríkjunum. Það hefur liðið langur tími síðan ég sá Harrison Ford í bíó og þar sem Paul Bettany leikur með honum þá ákvað ég gefa þessari mynd séns. Útkoman var mjög sérstök, Firewall er einhver tilgerðislegasta klisjumynd sem ég hef séð allt árið, eins og leikstjóranum væri nákvæmlega alveg sama um hvað væri að gerast í myndinni. Hinsevegar þá voru mörg atriði í myndinni tiltörulega skemmtileg til áhorfs, myndin byrjaði frekar leiðinlega en við seinni hlutann þá fer eitthvað athyglisvert að gerast en þá fellur myndin í nánast algeran húmor. Firewall er í mesta lagi miðjumoðskennd ´skemmtun´ sem hefur alls ekkert nýtt að bjóða í kvikmyndaheiminum, handritið var aumt, persónurnar ekkert skárri, myndtakan ómerkileg, spennan ekki til staðar, listinn heldur áfram... Ég er frekar fúll yfir að hafa þurft að eyða pening í þessa mynd, stjörnuglans Fords hjálpaði ekki einu sinni myndinni, ég hef ekkert meira að segja heldur en að Firewall sé ekki þess virði að sjá í bíó, mögulega sjónvarpi ef manni leiðist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Match Point
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Woody Allen, er snilldar handritshöfundur, þetta þarf að undirstrika betur. Woody Allen, er snargeðbilaðslega snilldar handritshöfundur, handritið hefur einstaka persónusköpun hjá aðalpersónunum og Allen nær að plata mann gersamlega í atburðarrásinni. Handritið getur farið í eina stefnu og svo farið 180 gráður í hina áttina á einu augnabliki án þess að falla saman í skrípaleik. Engin furða að leikararnir voru svona góðir í myndinni, þau þurftu varla að leika, handritið gat alveg eins þulið sig sjálft upp á skjáinn. En það er ósanngjarnt, satt að segja voru þau Jonathan Rhys-Meyers og Scarlett Johanson fullkomin fyrir þessi hlutverk sín. Án þess að skrifa upp alla söguna þá er einfaldara að segja að Match Point sé um mann, sem hefur þurft að klifra upp allt sitt líf og lenti skyndilega í lukkupottinn, hann verður vanur lífstíli sem yfirtekur hann allan og svik og lygar verða ráðandi öfl þegar hann fer að halda framhjá konu sinni. Ég viðurkenni það að ég hafi vanmetið Woody Allen gífurlega, en aldrei aftur, nú þarf ég virkilega að taka mig til og fara að horfa á myndirnar hans, ég hef því miður ekki séð nóg af þeim. Match Point er ein af bestu myndum 2005, það er langt síðan að mynd hefur komið mér svona vel á óvart.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
V for Vendetta
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það má alveg gleyma því að gefa Sin City titilinn fyrir að vera besta myndasögukvikmyndin því V for Vendetta, kaffærir henni í sand og kveikir í henni og gerir það mjög auðveldlega. Ég veit að það hljómar gífurlega harkalega (Sin City er þó hörkugóð mynd) en það er sannleikurinn, þessi kvikmynd var svo ótrúlega stórkostleg að það var varla hægt að tala um það eftir sýningu, þessari mynd skortir nánast öll lýsingarorð sem duga réttilega til Þess að lýsa henni. Fyrir utan það að vera stórkostleg sjónræn mynd með glansandi innihald, þá grípur hún nútímastjórnmál og krossfestir þau, ég hef aldrei áður séð neina kvikmynd virkilega negla niður þetta hugtak um fasisma nema í V for Vendetta. Ég hef ekki lesið bókina eftir Alan Moore (eða réttara sagt, myndasöguna), en mig dauðlangar til þess, en ég trúi því vel að kvikmyndin nái gersamlega öllu úr myndasögunni sem skipti máli fyrir söguna, sama hverju hafi verið sleppt. Svo verður að hafa það á hreinu að V for Vendetta var leikstýrð af James McTeigue sem var aðstoðarleikstjóri Wachowski bræðranna við Matrix þríleikinn, en handritið var þó skrifað af Wachowski bræðrunum og framleidd, þessi McTeigue er greinilega alveg rosalegur leikstjóri. Ólíkt Matrix myndunum þá er V for Vendetta með töluvert færri hasaratriði, en þau sem koma fram eru svo fallegar að maður fær löngunina til þess að giftast myndinni, þetta eru þannig hasaratriði sem ég hef beðið eftir að fá að sjá í kvikmynd lengi, glæsileg atriði. Í fararbroddi er þó söguþráðurinn og mikilvægast af öllu, karakterinn V, sem er snilldarlega leikinn af honum Hugo Weaving sem er líklega einhver besti karakter leikari í leiklistarheiminum þessa dagana svo auðvitað hún Natalie Portman sem leikur hana Evey helvíti vel, ferillinn hennar hefur verið á góðri uppleið alveg síðan Closer kom út. Það er ekki verið að halda einhverskonar hraða á klippingu fyrir venjulega kvikmyndaáhorfandann, leyft er sögunni að móta sinn eiginn veg gegnum tímann, öll atriði eru í myndinni fyrir ákveðna ástæðu og í lokin þá falla þau öll saman og mynda heildarplanið. Myndatakan, geðveik, glæsileg, guðleg, hún er öll jákvæð lýsingarorð sem byrja á bókstafinum ´g´ og líklega þau jákvæðu lýsingarorð sem byrja á öllum hinum bókstöfunum líka. Eitt það merkilegasta við alla myndina voru hve mörg ´fuckyeah´ atriði voru til staðar, það eru þau atriði sem hvetja þig til þess að hoppa uppúr sætinu brosandi og öskra ´fuckyeah´ meðan þú klappar af kæti, af þessum ástæðum hef ég komist að því að V er einhver svalasti karakter allra tíma þar sem það var hann sem orsakaði öll þessi augnablik við áhorf. V for Vendetta er besta mynd sem ég hef séð á þessu ári og jafnvel betri en allar myndir sem voru frá árinu 2005, og það hefði V for Vendetta verið hefði henni ekki verið seinkað þar til nú. Svo ég segi bara ´fuckyeah´!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The New World
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

The New World er sannkallað sjónrænt meistaraverk og ein af mjög fáum myndum frá 2005 sem ég gæti gefið fullt hús. Rómantísk hugsjón Terrence Malick á Ameríku, í þetta skipti notar hann sögu John Smith og Pocahontas sem grunnin, Smith sem er á leið með breskum innflytjendum til Ameríku árið 1607 eða núverandi Virginíu fylkis frekar sagt hittir Pocahontas, unga frumbúa og þau tvö eins og allir vita, verða ástfangin. Smith sem er mjög mikill andspyrnumaður og óhlýðinn lendir sífellt í vandræðum með yfirmenn sína og Pocahontas er elskuleg og leikmikil stelpa og þeirra ástarsamband er ekki ásættanlegt af hvorri hlið. Eins og Malick hefur gert áður þá einbeitir hann sér sjaldan að einni manneskju heldur nánast öllum hópnum, og grafið er djúpt í náttúrulíf Ameríku og vonir innflytjendanna í nýja heiminum. The New World er fullkomin kvikmynda-mynd, drifin af tónlist (notuð var mikið af Wagner tónlist) og kvikmyndatöku frekar en orðum og handriti, það kæmi mér varla á óvart ef Malick hefði hent handritinu í burtu meðan tökum stóð, hann hefur gert það áður, t.d við tökum á Days of Heaven. Myndin fer þó nokkuð vel eftir sögulegum heimildum, ég efa að flestir vita það að saga Pocahontas og John Smith sé sannsöguleg og New World er langbesta dæmi sem fylgir þeirri sögu annað en Disney teiknimyndirnar gerðar fyrir krakkana. Því miður þá dafnar krafturinn í sögunni töluvert við seinni hluta myndarinnar, ég hefði viljað gefa henni fullt hús en við lokin á myndinni þá var allur áhuginn að hverfa. Flestum mun líklega hundleiðast í bíó á þessari mynd, hvort það sé ekki nóg af hasar eða spennandi tónlist þá er New World bara alls ekki nógu grípandi fyrir flesta áhorfendur. Ég ráðlegg öllum til þess að forðast að blasta New World í einhverju partíi, það mun örugglega skemma það íllilega. En ef þú fílar myndir Malicks þá skaltu sjá New World, eitt besta dæmi um stórkostlega kvikmyndagerð og þá aðallega guðlega kvikmyndatöku sem átti réttilega að grípa óskarinn þetta ár fyrir kvikmyndatöku. The New World, að mínu mati er ein af betri myndum frá árinu 2005, mjög óeðlileg og frábrugðin eins og flestar Malick myndir en hefur mjög heillandi ástarsögu og ímynd aldarskeiðinu sem sagan gerist.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei