Einstök aðlögun með fingraförum Lynch


Með árunum hefur myndast költ í kringum Dune frá David Lynch, enda stórlega vanmetin.

Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhverfisvernd, andúð á stórfyrirtækjum, ofnýtingu náttúruauðlinda og áhersla á að efla hæfileika mannsins frekar en tækni áttu upp… Lesa meira

Fegurðin felst ekki í endingunni


Hlátur, grátur og ágæti amerískrar froðu í WandaVision.

(ath. Í þessari umfjöllun eru vægir spillar um WandaVision seríuna í heild sinni) Það var mikið! Það tók nú ekki nema þrjár bíómyndir og svo loks heila sjónvarpsseríu til að Wanda Maximoff fengi þann velkomna grunnfókus sem hún átti skilið; þennan lágmarkstíma til að þróast eða njóta sín sem persóna,… Lesa meira

Pólitísk skautun í WandaVision


Búbbluheimurinn er tálsýn.

Seinustu árin hafa verið áhugaverð og hræðileg. Upprisa öfgahópa víða um heiminn, aðallega á hægri væng, öskra hæst um mestmegnis ímynduð vandamál sem þeir telja ógna eigin tilveru. Sundrungin í samfélaginu víkkar með hverju ári, sem að hluta til er sökum samfélagsmiðla sem stuðla að „búbblu hugarástandi“ (e. bubble mentality),… Lesa meira

Alvara í fullu fjöri


Vinterberg og vinir í banastuði.

Stundum geta kvikmyndir sem hljóma eins og ódýrt, svonefnt „lyftu-pitch“ í plottlýsingum haft miklu, miklu meira fram að færa en formúlukeyrðan rússíbana. Gamandramað Druk e. Another Round virkar eins og afbragðs leið til að sýna hvernig simplískur en lokkandi söguþráður getur gengið upp sem stökkpallur fyrir miklu dýpri skoðun heldur en blasir… Lesa meira

Bestu (og verstu) kvikmyndir 2020


Rúmlega 40 titlar. Dembum okkur í þetta.

Nú þegar (bíó)árið er að baki þýðir ekki annað en að gera upp framlög til kvikmyndalistarinnar og sjá hvað upp úr stendur.Hvaða kvikmyndir grættu okkur mest? Hverjar voru þær fyndnustu? Hverjar voru mest spennandi, fallegastar og hverjar skildu mesta óbragðið eftir sig?Þetta eru spurningarnar sem margir bíófíklar og sjónvarpshámarar eiga… Lesa meira

Ást, ófriður og undur yfir meðallag


Wonder Woman 1984 er fínasta eitur fyrir hina svartsýnustu.

Það er skandall að á meðan tíu kvikmyndir þar sem Spider-Man kemur við sögu og töluvert fleiri með Batman, að Wonder Woman hafi fyrst fyrir þremur árum birst í kvikmynd. Að vísu hafði Zack Snyder kynnt hana til leiks árið 2016 í hinni ofhlöðnu ‘Dawn of Justice,’ þar sem Gal… Lesa meira

Ekki gott lúkk, Zemeckis


Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis með þessa nálgun á Nornunum.

Strætó-útgáfan:Þessi saga Roald Dahl býður upp á spennandi útfærslu, en hér er því miður um áhrifalitla útgáfu að ræða. The Witches frá Robert Zemeckies er flækt í tónaglundroða og sjónarspilið er skuggalega lítið fagurt. Bökkum nú aðeins... Eitthvað fór alvarlega úrskeiðis í þessari nálgun á Nornunum. Sú var tíðin að… Lesa meira

Blautur í bransapólitík


Kvikmyndin Mank frá David Fincher er „biopic“ af betri gerðinni.

'Mank' er sannkölluð kvikmyndaperramynd. Það bæði lyftir henni upp á vissan gæðastall en vinnur sömuleiðis gegn henni í augum almenna áhorfandans. En myndin, sem í fyrstu virðist þurr og uppfull af sér sjálfri, er fljót að sanna sig sem þrælskemmtilegt eintak; hið forvitnilegasta innlit í hugarheim áhugaverðs manns, innlit í… Lesa meira

10 eftirminnilegir drullusokkar úr kvikmyndum


Persónur sem hægt er að hata og elska samtímis.

Til er skítmikið af drullusokkum af ýmsum tegundum á hvíta tjaldinu. Þá er undirritaður ekki að tala um illmenni eins og Darth Vader eða Sauron, heldur þessa erkimannfjanda sem eru illkvitnir en svo andskoti eftirminnanlegir að maður annaðhvort elskar þá, hatar þá (eða hvor tveggja samtímis), elskar að hata þá… Lesa meira

24 fjölbreyttar jólamyndir til að merkja á dagatalið


Ein jólaræma á dag kemur hátíðarskapinu af stað með glæsibrag.

Dægurmenningin er eitt af þeim fyrirbærum sem hjálpa til við að skapa rétta jólaandann um hver jól. Í hugum sumra brestur hátíðin ekki á fyrr en rétta lagið er komið í gang, réttu kökurnar komnar í ofninn og búið er að kveikja á réttu jólamyndunum. Það er óskrifuð regla að… Lesa meira

Klikkaðir kvikmyndatitlar: Hefur þú séð Killer Condom?


Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil?

Hvað er það sem gerir góðan eða eftirminnilegan bíómyndatitil? Stundum er það einfaldleikinn sjálfur, eitthvað á borð við The Thing eða Alien; titlar sem segja allt sem þarf í einu orði. Sumir titlar eru einfaldlega bara svalir, eins og t.d. There Will be Blood og A Fistful of Dollars. En oft eru eftirminnilegustu titlarnir þeir skrítnustu og klikkuðustu sem láta mann halda… Lesa meira

Kraftur og kjaftur sjömenninga Sorkins


The Trial of the Chicago 7 er vel tímans virði.

Aaron Sorkin, hinn virti og sífellt hvassi bandaríski handritshöfundur, er algjörlega engum líkur þegar kemur að því að rífa kjaft með skrifum sínum, að minnsta kosti ekki síðan David nokkur Mamet var upp á sitt besta. Eins og sjá má í öðrum verkum Sorkin, A Few Good Men, The West… Lesa meira

10 ómissandi bíómyndir í hrekkjavökustíl


Hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn?

Það styttist óðum í hrekkjavöku, sem er enn tiltölulega nýlegt fyrirbæri í íslenskri menningu en allir landsmenn hafa upplifað sinn skerf með aðstoð dægurmenningar. En hvað er það sem kemur okkur í hrekkjavökugírinn? Er það búningafjör, graskersskreytingar, beinagrindur og almennur drungi eða býr eitthvað meira þarna að baki? - eða… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng – Annar hluti


Hér kemur annar skammtur af syngjandi leikurum.

Á dögunum fjölluðum við um syngjandi leikara en það var auðvitað bara hægt að koma þar fyrir broti af þeim fjölmörgu skemmtilegu dæmum sem hægt er að finna um leikara að syngja á eftirminnilegan hátt í einni grein, og svo fengum við þónokkrar ábendingar. Því var ákveðið að gera framhald… Lesa meira

Heillandi og berskjölduð viðbót í þarfa umræðu


Það er ýmist til að dást að í Þriðja pólnum.

Þriðji póllinn er fínasta dæmi um hvernig hægt er að snerta á þungum málefnum á einfaldan hátt, með opnum örmum. Þau Anní Ólafsdóttir og Andri Snær Magnússon leggja saman í forvitnilegan leiðangur um sjálf og hugarheim tveggja ólíkra einstaklinga þar sem ýmsir pólar geðhvarfa eru skoðaðir. Hér höfum við ferðalag… Lesa meira

Þegar leikarar spreyta sig í söng


Ýmsir leikarar hafa reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri.

Margir frægir leikarar telja sig vera meira en bara leikarar og hafa sumir þeirra reynt fyrir sér í tónlist, með misgóðum árangri. Flestir þeirra geta kannski sungið ágætlega en færri kunna þó að semja góða tónlist, eða hafa skrítinn smekk fyrir lagavali. Hér ætlum við aðeins að fara yfir nokkra… Lesa meira

Þau voru eitt sinn bíógagnrýnendur


Kíkjum á þessa fyrrum gagnrýnendur og skoðum brot úr minnisstæðum dómum þeirra.

Gagnrýnandinn er oft kallaður lappalaus maður sem segir öðrum hvernig best skal hlaupa. Þetta er vanþakklátt starf sem svo sannarlega er ekki allra en öll list hefur gott af að vera sett undir smásjána. Bæði verður gagnrýni til að auka umræðu um listformið, en einnig vonandi til að velta upp… Lesa meira

Bestu „gervimyndir“ kvikmyndasögunnar


Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet?

Vissuð þið að Arnold Schwarzenegger hefur leikið Hamlet? Og að það hafi verið gert framhald af Gandhi? Og Pineapple Express? Reyndar gerðist ekkert af þessu í alvöru heldur bara í skálduðum heimum ýmissa kvikmynda. Slíkar myndir hafa yfirleitt verið kallaðar „Film within a film“ (kvikmynd-inni-í-kvikmynd), en við kjósum að kalla þær gervimyndir hér. Nánast frá upphafi kvikmyndasögunnar hafa menn sett gervimyndir inn… Lesa meira

Leit að tilgangi í tilgangsleysinu


Það er nóg að segja um Netflix-myndina I'm Thinking of Ending Things.

Jæja þá, hugsum fyrst stórt og förum síðan út í rassgat. Listin eins og hún leggur sig er oft til þess ætluð að ögra; spyrja erfiðra spurninga, feisa bitran sannleika og ekki er alltaf ætlast til að maður ‘skilji’ allan pakkann við fyrstu skoðun. Charlie Kaufman er akkúrat svolítið í þessum bransa, sérstaklega þegar hann… Lesa meira

Bestu og verstu bíósalirnir á höfuðborgarsvæðinu


Skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp.

Það er engu líkt að sækja kvikmyndahús og njóta magnaðrar bíómyndar í bíósal eins og oft er til ætlast. Það snýst vissulega ekki aðeins upplifunin um stærð tjaldsins heldur almenn gæði og þægindi salarins. En skoðum hvernig salirnir á höfuðborgarsvæðinu raðast upp, frá þeim versta til hins besta, en það… Lesa meira

Bíómyndir sem mætti gjarnan endurgera


Endurgerðir þurfa ekki alltaf að vera af hinu slæma.

Ef litið er yfir vinsældalista undanfarin ár og þeir miðaðir við vinsældalista t.d. fyrir 20-30 árum þá virðist Hollywood í dag mun duglegra að gera endurgerðir, framhöld og aðlagaganir en áður. Það mætti jafnvel halda að draumasmiðjan virðist yfir höfuð vera hætt að nenna því að vera frumleg og kjósi… Lesa meira

Heimsendasprell á hárréttum tíma


Slugsarnir Bill og Ted með fjöruga og sjarmerandi endurkomu.

Eftir 29 ára fjarveru eru kærleiksríku lofthausarnir Bill og Ted snúnir aftur, lítið breyttir, enn í stuði og með loftgítarana á lofti. Þó þurfa þeir nú að horfast í augu við breytta tíma, enda miðaldra feður með úreltan stíl. Lífið eftir frægðina hefur ekki reynst þeim jákvætt og hefur þeim og… Lesa meira

Nolan að vera Nolan


Nolan er í góðum gír sem mætti vera betri.

Christopher Nolan heldur ekki vatni yfir tímanum; hann notar tifandi klukku sem meintan stressgjafa, er heillaður af tímarúmsskekkjum, endurliti, tilraunum með strúktúr og léttum fyrirlestrum um hversu brenglað fyrirbæri um ræðir. Nolan er í einstakri stöðu í Hollywood; hann getur vaðið í hvaða verkefni sem hann vill, skrifað hvað sem… Lesa meira

Klámfengin heiti á íslenskum kvikmyndum


Hver þessara titla hlýtur Gredduna á næsta ári?

Það er tákn um vinsældir kvikmynda þegar klámmyndaframleiðendur ræna þekktum titlum og stílfæra þá örlítið fyrir sinn groddalega geira. Margir hverjir kannast ábyggilega við titla eins og Good Will Hunting sem varð að Good Will Humping, Saturday Night Fever sem varð að Saturday Night Beaver, The Terminator sem varð að… Lesa meira

25 ómissandi hinsegin kvikmyndir


Fögnum fjölbreytileikanum!

Hinsegin dagar hafa lengi verið haldnir hátíðlegir á þessum tíma í ágústmánuði og af því tilefni erum við öll hinsegin um helgina, hvort sem gleðigangan er haldin eður ei. Fögnum fjölbreytileikanum. En hvernig hefur kvikmyndasagan fjallað um eða talað til hinsegin hópa?Hvaða gullmolar standa upp úr, hvaða titlar hafa hitt… Lesa meira

Eru hæfileikar ofmetnir?


Dautt loft á sviði í gamanmyndinni Mentor.

Eftir fjórar kvikmyndir í fullri lengd er orðið ljóst að Sigurður Anton Friðþjófsson - leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur - hefur fundið formúlu sem hentar honum og hans persónuleika. Uppskriftin gengur út á að finna sífellt nýjar leiðir til að hengja alls kyns brandara, einræður um samtímann og léttgeggjuð samskipti hversdagsfólks… Lesa meira

Upphafsreiturinn sem borgaði sig: Á flugi í fimmtán ár


Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki – þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli – sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var…

Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki - þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli - sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var… Lesa meira

The Platform: Hugmyndafræði sem hegðun


Ýmsar spurningar vakna í Netflix-kvikmyndinni The Platform.

The Platform (2020, Galder Gaztelu-Urrutia) er öll um mannlega hegðun. Hvernig við bregðumst við aðstæðum, hvað við tökum með okkur frá þeim aðstæðum og hvað fær okkur til þess að breyta hegðun, breyta viðbrögðum, hvað breytir persónuleikum okkar? Kvikmyndin kafar þó dýpra og leitast við að spyrja spurninga, ekki bara… Lesa meira

Áreitni í Hollywood-rómantík – Sex dæmi um tímaskekkjur


Hver býður sig fram til að eiga einlægt samtal við þessar bíómyndir?

Tímarnir hafa svo sannarlega breyst og má rekja það í gegnum sögu dægurmenningar. Það er ótvírætt að þeir hafa breyst til hins betra í málum er snúa að kynferðislegri áreitni í skemmtanabransanum, hvort sem það varðar líkamlegt samþykki, andlega kúgun eða annað. Í ára(tuga)raðir hefur slík hugsun varla tíðkast í… Lesa meira

Bölvun nostalgíunnar


Skrifast undanfarið flóð endurgerða á uppþornaðar hugmyndir eða leti kvikmyndavera?

Eftirfarandi grein er aðsend - Það er Sigríður Clausen sem skrifar: Þú þarft ekki að vera hellisbúi til að vita allt um endalausar endurgerðir. Þú kannt kannski að meta eina eða þolir ekki aðra. Þú getur kvartað og kveinað, hrósað og klappað, hvað sem er því eitt er víst. Þær… Lesa meira